Ósættir voru milli ráðherra og nefndarinnar sem Alþingi stofnaði og gaf þá ráðherra út reglugerð sem nam brott reglugerðina sem Bifreiðaeinkasalan sótti stoð í ásamt því að leggja hana niður. Hann skipaði síðan tveggja manna skilanefnd er sæi um að ganga frá búinu.
Þingmaður Varmahlíðar tjáði við V að hann ætlaði sér að leggja fram frumvarp um eignarnám eða leigunám á landi Varmahlíðar þar sem enginn vilji væri fyrir sölu jarðarinnar. V vildi ekki láta af hendi alla jörðina en lýsti sig reiðubúinn til að selja hluta jarðarinnar en því var ekki tekið. Frumvarpið varð síðar samþykkt sem lög nr. 29/1939 er veitti ríkisstjórninni heimild til eignarnámsins í þeim tilgangi. Samningar tókust ekki þannig að V sá til tilneyddan til að gefa út afsal fyrir jörðinni til ríkisins áður en eignarnámið fór fram, en í því var enginn áskilnaður um héraðsskóla.
Ríkisstjórnin afsalaði svo félaginu jörðinni með því skilyrði að reistur yrði héraðsskóli. Ekki var byrjað að reisa héraðsskólann fyrr en árið 1945 en stuttu eftir það urðu grundvallarbreytingar á skólakerfinu þar sem héraðsskólar urðu hluti af almenna skólakerfinu. Í kjölfarið hættu framkvæmdir við byggingu skólans. Árið 1956 var samþykkt ályktun um að reisa þar í staðinn heimavistarbarnaskóla ásamt útleigu húsakynna undir ýmsan atvinnurekstur.
Þá krafði V ráðherra um að afhenda sér aftur jörðina sökum þess að grundvöllur eignarnámsheimildarinnar væri brostinn. Er ráðherra féllst ekki á það krafðist V fyrir dómi að samningur sinn um afhendingu jarðarinnar til ríkisstjórnarinnar yrði ógiltur, ásamt ýmsum öðrum ráðstöfunum sem af því leiddi. Meðal málatilbúnaðar V var að umfang eignarnámsins hefði verið talsvert meira en nauðsyn krafði, að hann hefði verið neyddur til að selja jörðina sökum hættu á að hann hefði fengið enn minna fyrir hana en ella. Þó afsalið hefði ekki minnst á héraðsskóla hefði það samt sem áður verið forsendan fyrir útgáfu þess.
Hæstiréttur staðfesti hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna en í þeim dómi kom fram að ekki yrði hnekkt mati löggjafans um almenningsþörf með setningu þessara sérlaga um eignarnám á jörð í hans eigu. Augljóst þótti að forsendur þess að V hafi látið af hendi nauðugur af hendi væru þessi sérlög, þó að kaupverðinu undanskildu, og yrði því ekki firrtur þeim rétti að geta endurheimt jörðina sökum skorts á fyrirvara í afsalinu ef notkun hennar væri svo andstæð þeim tilgangi sem lá að baki eignarnámsheimildinni að hann ætti af þeim sökum lögvarinn endurheimturétt.
Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.
Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.
Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.
Dánarbú hjónanna var ekki sátt við verðmat nefndarinnar og skaut málinu til aukadómþings, þar sem það teldi jörðina margfalt verðmætari sökum nálægra sumarhúsalóða og veiðiréttarins sem jörðinni fylgdi, er myndi fyrirsjáanlega auka eftirspurn. Rök sveitarfélagsins voru á þá leið að jörðin væri ekki skipulögð undir sumarhús auk þess að samkvæmt lögum væri bannað að nota jarðir undir sumarhús sem ekki væri búið að leysa úr landbúnaðarnotum, og því ætti ekki að taka tillit til slíkra mögulegrar framtíðarnýtingar í þá veru.
Dómkvaddir matsmenn mátu jörðina og töldu virði hennar talsvert nær því sem dánarbúið hélt fram, og vísuðu til nálægðar við þéttbýlisbyggð og náttúrufegurðar. Dómþingið tók undir verðmat þeirra matsmanna og nefndi að hægt væri að leysa jörðina úr landbúnaðarnotum án þess að því yrði mótmælt og því jafnframt mögulegt að skipuleggja sumarhúsabyggð á jörðina í framtíðinni. Aukadómþingið taldi því að sveitarfélagið skyldi greiða dánarbúinu upphæð samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna.
Hæstiréttur staðfesti dóm aukadómþingsins en hækkaði upphæðina vegna veiðiréttindanna sem fylgdu jörðinni.Hrd. 1984:943 nr. 153/1982 (Bifreiðastöð Steindórs sf.)[PDF] Gert var samkomulag um að fjölskylda manns hans fengi leyfið hans eftir að hann lést. Þegar fjölskyldan vildi framselja leyfið var það talið hafa farið út fyrir leyfileg mörk. Talið var að skilyrðið með leyfinu hafi verið heimil.Hrd. 1984:1096 nr. 165/1982 (Vélbáturinn Hamravík)[PDF] Aðilar sömdu um kaup á vélbáti (Hamravík) og lá fyrir við samningsgerð að lög heimiluðu ekki innflutning á bátnum. Menn voru að reyna að leggja fram sérstakt frumvarp um innflutning á þessum bát en það náði ekki fram að ganga.
Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.Hrd. 1988:1689 nr. 412/1988[PDF] Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun)[PDF] Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.
Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.
Við úrlausn málsins skipti máli hver merking hugtaksins ‚höfn‘ væri í skilningi tiltekins ákvæðis hafnalaga sem gjaldskráin fékk heimild í. Við túlkun ákvæðisins leit Hæstiréttur til skilgreiningar hugtaksins í öðru lagaákvæði lagabálksins og sá ekki annað en að í bæði reglugerðinni og gjaldskránni sem byggðu á lögunum kæmi sá skilningur glögglega fram. Fyrirtækið var því ekki talið vera að nota höfnina og þar af leiðandi sýknað af kröfum sveitarfélagsins.Hrd. 1993:431 nr. 338/1991[PDF] Hrd. 1993:644 nr. 42/1990 (Torfufell - Viðskiptafræðingur)[PDF] I gaf út skuldabréf sem skuldari við G. Á fyrsta veðrétti hvíldu 24 þúsund krónur. Á öðrum veðrétti voru tvö veðskuldabréf sem G átti. Á veðskuldabréfunum voru fyrirvarar um að kröfuhafa væri var um þinglýstar kvaðir sem á eigninni hvíldu. Þeim var þinglýst athugasemdalaust en það hefði ekki átt að gera. Ekki var greitt af bréfinu. Íbúðin var svo seld á nauðungarsölu og nýtti Íbúðastofnun ríksins þá rétt sinn og tók hana til sín á matsverði, sem var talsvert lægra en fyrir skuldunum. G gat ekki innheimt skuldina gagnvart skuldara né þrotabúi hans og fór í mál við ríkið.
Meirihluti Hæstaréttar taldi ekki ástæðu til þess að efast um það mat bráðabirgðalöggjafans á brýnni nauðsyn í skilningi 28. gr. stjórnarskrárinnar, sem hann framkvæmdi við setningu bráðabirgðalaganna, né að hann hafi misbeitt því valdi.
K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.
Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.
Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.
Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.
Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.
Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.
Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.
Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.
76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.
Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.
Hæstiréttur tók ekki undir með afkomendunum að spildan hefði verið vannýtt. Eignarneminn hafi greitt skatta af henni, girt hana af, og reist mannvirki á henni undir þá starfsemi. Þá voru lögð fram ýmis skjöl í málinu þar sem eigendur landsins hefðu viðurkennt eignarnámið. Enn fremur væru 52 ár liðin frá því málsaðilarnir hefðu beint fyrirspurnum til eignarnemans um eignarheimild hans að landspildunni. Ósannað væri að eignarnámsbæturnar hefðu verið greiddar en kröfur um þær væru fallnar niður fyrir fyrningu. Krafa eignarnemans um viðurkenningu á eignarrétti sínum voru því teknar til greina þrátt fyrir skort á þinglýstri eignarheimild.Hrd. 2003:1234 nr. 94/2003[HTML][PDF] Hrd. 2003:1284 nr. 283/2002 (Rúllustigi í Kringlunni)[HTML][PDF] Hrd. 2003:1716 nr. 461/2002 (Sparisjóðsbók)[HTML][PDF] Hrd. 2003:2110 nr. 161/2003 (Hæfi við túlkun)[HTML][PDF] Bréferfingi manns átti að fá tiltekna íbúð en síðan deyr bréferfinginn. Í stað þess að gera nýja erfðaskrá ræddi lögmaður arfleifanda við hann til að fá afstöðu hans þar sem fram gætu komið efasemdir um hæfi M ef gerð væri ný erfðaskrá.
Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.
Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.
Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.
Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.
Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.
Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.
Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.
Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.
Hæstiréttur taldi að hin nýju lög kvæðu ekki nógu skýrt um lagaskil varðandi atvik sem áttu sér stað fyrir gildistöku laganna og dómsmál óhöfðuð. Af þeim orsökum væri ekki hægt að beita nýju lögunum að því leyti, heldur þeim eldri. Samkvæmt eldri lögunum eignaðist tjónþolinn ekki kröfu á hendur ábyrgðartryggjanda fyrr en bótakrafan hefði verið dæmd á hendur tjónvaldi, en um slíkt hefði ekki verið að ræða í þessu tilviki. Niðurstaðan varð því að kröfum E gagnvart vátryggingarfélagi D var vísað frá dómi.Hrd. 640/2006 dags. 10. janúar 2007 (Höfðabakki)[HTML][PDF] Hrd. 632/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML][PDF] Hrd. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML][PDF] Hrd. 91/2007 dags. 19. febrúar 2007[HTML][PDF] Hrd. 278/2006 dags. 1. mars 2007 (Bubbi fallinn)[HTML][PDF] Bubbi krafðist bóta frá bæði útgefanda og ritstjóra fjölmiðils þar sem hann taldi að umfjöllun fjölmiðilsins hafa vegið að friðhelgi einkalífs hans. Ábyrgðarkerfið sem lögin um prentrétt setti upp kvað á um að hægt væri að krefjast bóta frá útgefandanum eða ritstjóranum. Hæstiréttur túlkaði ákvæðið á þann veg að eingöngu væri hægt að krefjast bótanna frá öðrum þeirra en ekki báðum.Hrd. 405/2006 dags. 8. mars 2007 (Djúpavogshreppur)[HTML][PDF] Með lögum var kveðið á um lokun B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gagnvart nýjum launagreiðendum en launagreiðendur er höfðu fyrir gildistöku laganna heimild til að greiða í hann mættu gera það áfram. Sveitarstjóri Djúpavogs hafði áður greitt í þá deild fyrir gildistöku laganna. Lögum um lífeyrissjóðinn hafði þá verið breytt til þess að heimila sveitarfélögum að greiða iðgjöld fyrir starfsmenn sína en það væri samt háð samþykki stjórnar sjóðsins, og með breytingarlögunum er lokuðu deildinni hefði einnig verið bætt við ákvæði er kvæði á um að kennarar og skólastjórnendur skóla reknum af sveitarfélögum skyldu vera sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum og greiða iðgjöld til hans. Djúpivogur túlkaði þetta ákvæði á þann veg að þar með væri sveitarfélagið komið með slíka heimild án takmarkana.
Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.Hrd. 425/2007 dags. 23. apríl 2008 (Ósæmileg ummæli í stefnu)[HTML][PDF] Hrd. 183/2008 dags. 28. apríl 2008 (Tvöfalt líf)[HTML][PDF] Maður er í hjónabandi og þau ættleiða barn þar sem maðurinn gat ekki eignast börn. Hann veiktist alvarlega árið 2006 og síðan deyr hann. Kona frá Englandi kemur í kjölfarið með tvítugan son og segir hún að maðurinn væri faðirinn. Sonurinn gat ekki sannað að hann væri sonur þessa manns og vildi ekki fara í mannerfðafræðilega rannsókn.
Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.
Fyrirtækið IceCapital ehf. (þá Sund ehf.) hafði gert samning við banka um eignastýringu. Fjárfestingarstefnunni hafði verið breytt þannig að heimilt hafði verið að fjárfesta öllu fénu í hlutabréf. Bankinn nýtti sér það til að láta fyrirtækið kaupa hlut í sjálfum sér. Handveð voru lögð fram í hlutabréfunum sjálfum.
Hæstiréttur taldi ósannað að beitt hafi verið svikum, þrátt fyrir að Rannsóknarskýrsla Alþingis hafi verið lögð fram.Hrd. 720/2010 dags. 20. október 2011 (Skuld vegna húsbyggingar)[HTML][PDF] M og K ætluðu að byggja hús.
K sagði að þau hefðu keypt lóðina og þau hafi ætlað að byggja hús. Einnig að þau hefðu ákveðið að K yrði skráður þinglýstur eigandi en M yrði einn skráður lántaki.
M sagðist hafa fengið lánið og samið við verktakann.
Verktakinn var byrjaður að byggja þegar efnahagshrunið 2008 varð og í kjölfarið varð M gjaldþrota.
Verktakinn vildi láta líta út fyrir að hann hefði samið við þau bæði. Hann hafði gefið út reikning sem var greiddur af bankareikningi K.
Niðurstaðan var sú að verktakinn hefði samið við M og eingöngu við hann. Ekki hafði talist sannað að K bæri ábyrgð á skuldbindingunni gagnvart verktakanum.Hrd. 706/2010 dags. 20. október 2011[HTML][PDF] Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML][PDF] Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.
Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.
Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.
Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.
Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.
Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.
Erlenda félagið dekkaði eingöngu tilkynningar vegna atburða á tilteknu tímabili er tilkynntar voru innan ákveðins frestar.
Degi fyrir lok frestarins óskaði starfsmaður Glitnis að endurnýja trygginguna og ef það væri ekki hægt að kaupa viðbótartímabil. TM svaraði að þau þyrftu tiltekin gögn til að meta það. Glitnir sendi ekki umsóknina né umbeðnar fjárhagsupplýsingar. Í lok júní 2009 kemur tölvupóstur frá Glitni um að þau séu búin að kaupa tryggingu annars staðar.
K byggði mál sitt á að nauðungarsalan hafi verið ólögmæt þar sem undirritanir K á veðskuldabréfi því sem var grundvöllur nauðungarsölunnar, hafi verið falsaðar samkvæmt skjalarannsókn sem lögreglan hafi látið framkvæma á árunum 2009 og 2010. K hélt því einnig fram að andvirði veðskuldabréfsins hafi runnið inn á reikning fyrrverandi eiginmanns hennar og hún ekki vitað af þessu.
K hafði ekki leitað úrlausnar héraðsdómara um ógildingu á veðskuldabréfinu samkvæmt fyrirmælum XIII. kafla laga um nauðungarsölu og ekki heldur samkvæmt XIV. kafla sömu laga. Í skýrslunni um meinta fölsun gerði höfundur skýrslunnar þann fyrirvara um verulegt skriftarlegt misræmi þar sem hann hefði ekki frumgögn undir höndum, og þá lá fyrir að lögreglan hætti rannsókn málsins.
Hæstiréttur, ólíkt héraðsdómi, mat svo að undirritun K bæri ekki með sér að hún hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta og veittu önnur gögn málsins ekki vísbendingu um slíka ætlan. Því væri einungis hægt að túlka undirritanir K á þá vegu að K hafi samþykkt sem maki, og annar þinglýstra eigenda, að M hafi mátt veðsetja sinn hluta eignarinnar, en ekki veðsetningu síns eigin hluta.
Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.Hrd. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML][PDF] Hrd. 371/2015 dags. 3. júní 2015[HTML][PDF] Hrd. 336/2015 dags. 5. júní 2015[HTML][PDF] Hrd. 373/2015 dags. 8. júní 2015[HTML][PDF] Hrd. 837/2014 dags. 11. júní 2015 (Creditinfo)[HTML][PDF] Hrd. 822/2014 dags. 18. júní 2015 (Isavia ohf.)[HTML][PDF] Á höfðaði skaðabótamál gegn Isavia ohf. vegna brottreksturs hans úr starfsþjálfun til flugumferðarstjóra, sem Isavia sá um. Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni heimilt að stofna það hlutafélag sem stefnt er í þessu máli og öðlaðist það félag ýmsar lagaheimildir til að annast tilteknar skyldur Flugmálastjórnar Íslands, þar á meðal umrædda starfsþjálfun. Leit Hæstiréttur svo á að ákvæði stjórnsýslulaga giltu um þær ákvarðanir innan þess verksviðs enda hefðu starfsmenn stjórnsýslunnar þurft að fylgja þeim hefði ákvörðunin verið tekin þar. Sökum skilmálana er giltu um námið var ekki talið að hann ætti rétt á bótum vegna fjártjóns en hins vegar voru dæmdar miskabætur.Hrd. 408/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML][PDF] Hrd. 409/2015 dags. 17. ágúst 2015 (Margar fasteignir)[HTML][PDF] K sagðist hafa fengið föðurarf og hafði hún fjárfest honum í fasteign(um).
Kaupmáli hafði verið gerður um að sá arfur væri séreign.
K gat ekki rakið sögu séreignarinnar, heldur reiknaði út verðmæti hennar en Hæstiréttur taldi það ekki vera nóg.
Kröfugerð K var einnig ófullnægjandi.Hrd. 491/2015 dags. 17. ágúst 2015 (LÍN og Lýsing)[HTML][PDF] Reynt á tvö atriði: Hjón reyndu bæði að berjast fyrir um hvaða skuldir færu til hvors.
M vildi meina að LÍN-skuld yrði utan skipta en í mesta lagi helmingur hennar. M hélt því fram að upphæðin hefði verið órökrétt þar sem K myndi greiða af því í samræmi við tekjur. M hélt að hún gæti ekki greitt nema um fjórar milljónir á grundvelli tekna og lífslíkna og því væri eingöngu hægt að draga þá upphæð frá.
M hafði tekið bílalán sem fór í vanskil eftir afborganir í nokkur ár og einhver vafi var um hvort honum hafi verið skylt að greiða það. M greiddi tiltekna upphæð í kjölfar dómsáttar eftir tímamarkið og vildi K meina að við þá greiðslu hefði skuldin fyrst orðið til og ætti því að vera utan skipta. Þá taldi hún að M hefði getað varist kröfunni eða jafnvel samið um lækkun.
Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.
K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.
Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.
Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.
Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.
Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.
Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.Hrd. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF] Hrd. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML][PDF] Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.
Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4332/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML][PDF] Fiskistofa hafði synjað umsóknum um aukna aflahlutdeild á þeim forsendum að umsækjendurnir hefðu við breytingar og lagfæringar á bátum sínum ekki endurnýjað þá í skilningi bráðabirgðaákvæðis er heimilaði aukna aflahlutdeild ef svo yrði gert, sem var skilgreint í reglugerð að um væri að ræða útskiptingu fiskibátsins fyrir annan og aflaheimildir fluttar yfir.
Við meðferð málanna vísaði umboðsmaður Alþingis til skilgreiningar orðabókarinnar um merkingu orðsins ‚endurnýjun‘ sem almenns málskilnings og nýtti þá skilgreiningu til stuðnings niðurstöðu sinni um að endurnýjun þurfi ekki endilega að fela í sér algera útskiptingu, heldur geti einnig verið endurnýjun að hluta til.
Einn læknaneminn sótti um starf framhjá félaginu og var settur á svartan lista ásamt álagningu sektar. Margar stofnanir höfðu gert samning við félagið um þetta er leiddi til þess að læknaneminn var útilokaður.
Umboðsmaður athugaði hvort rétt væri að miða gjaldið við mögulegan farþegafjölda í rútu en ekki raunverulegan. Umboðsmaður taldi það hins vegar málefnalegt enda vandkvæði við að hafa eftirlit með því hversu margir farþegar væru í hverju ökutæki.
Augl nr. 113/1877 - Fundaskýrslur amtsráðanna. (Framh. frá 28 bls.). F. Fundur amtsráðsins í suðurumdæminu 5. og 6. dag júnímánaðar 1877[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 23/1885 - Brjef landshöfðingja til bæjarfógetans í Reykjavík er fellir úr gildi úrskurð bæjarstjórnarinnar í Reykjavík um ónýtingu á kosningargjörð til bæjarstjórnar[PDF prentútgáfa] Augl nr. 70/1885 - Skýrsla um aðalfund amtsráðsins í vesturamtinu 18.—20. d. júnímánaðar 1885[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1896 - Auglýsing um samning, sem konungsríkið Danmörk og konungsríkið Holland hafa gjört sín á milli um framsal sakamanna[PDF prentútgáfa]
1896
B
Augl nr. 128/1896 - Brjef ráðgjafans fyrir Island til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi um breyting á lögum nr. 16, 16. sept. 1893 um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókunum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 19/1900 - Reglugjörð fyrir veðdeild þá, er stofnuð er við landsbanka Íslands í Reykjavík samkvæmt lögum 12. janúar 1900[PDF prentútgáfa]
1900
B
Augl nr. 76/1900 - Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um synjun konungsstaðfestingar á lagafrumvarpi um sölu á lóð af Arnarhólstúni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 6/1919 - Bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til útlanda svo og útflutning þeirra[PDF prentútgáfa] Augl nr. 59/1919 - Lög um breyting á lögum nr. 59, 10. nóv. 1913, um friðun fugla og eggja[PDF prentútgáfa] Augl nr. 66/1919 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til útlanda, svo og útflutning þeirra[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 58/1927 - Auglýsing um leyfi fyrir hlutafjelagið „Hið mikla norræna ritsímafjelag“ til að starfrækja neðansjávarritsímann milli Hjaltlands, Færeyja og Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 117/1937 - Fyrirmæli til sýslumanna, bæjarfógeta, lögreglustjóra og annara löggæzlumanna um framkvæmd eftirlits með útlendingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/1951 - Bráðabirgðalög um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess[PDF prentútgáfa] Augl nr. 110/1951 - Lög um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1/1963 - Auglýsing um gildistöku Norðurlandasamnings um innheimtu meðlaga Augl nr. 7/1963 - Auglýsing um fullgildingu á samkomulagi Evrópuríkja um jafngildi námsdvalar í háskólum Augl nr. 8/1963 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs Augl nr. 9/1963 - Auglýsing um gildistöku viðbótarsamnings frá 28. september 1955 við Varsjársamninginn um loftflutninga frá 12. október 1929
Augl nr. 18/1965 - Auglýsing um loftferðasamning milli Íslands og Spánar Augl nr. 21/1965 - Auglýsing um Norðurlandasamning um gegnumflutning manna, er vísað hefur verið úr landi
Augl nr. 13/1966 - Auglýsing um gildistöku samnings um lausn fjárfestingardeilna milli ríkja og þegna annarra ríkja Augl nr. 20/1966 - Auglýsing um gildandi samninga Íslands við önnur ríki hinn 31. desember 1966
Augl nr. 6/1967 - Auglýsing um breytingar á Norðurlandasamningi um félagslegt öryggi frá 15. september 1955 Augl nr. 7/1967 - Auglýsing um fullgildingu alþjóðafjarskiptasamnings Augl nr. 8/1967 - Auglýsing um fullgildingu Norðurlandasamnings um flutning milli sjúkrasamlaga o. fl. Augl nr. 11/1967 - Auglýsing um samning milli Bandaríkjanna og Íslands um kaup á bandarískum landbúnaðarvörum
Augl nr. 1/1968 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá fyrir flugvöllinn í Reykjavík og flughöfnina í Skerjafirði, nr. 26 31. janúar 1967, sbr. auglýsingu um breytingu á þeirri gjaldskrá, nr. 24 10. marz 1967[PDF prentútgáfa] Augl nr. 41/1968 - Reglugerð um gjöld af innlendum tollvörutegundum[PDF prentútgáfa]
1968
C
Augl nr. 1/1968 - Auglýsing um aðild að samningi um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum Augl nr. 8/1968 - Auglýsing um aðild að Hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti (GATT) og Genfar-bókun
Augl nr. 12/1970 - Auglýsing um alþjóðasamning um fiskveiðar á norð-vestur Atlantshafi Augl nr. 23/1970 - Auglýsing um tollasamning um A.T.A. ábyrgðarskjöl fyrir innflutning á vörum um stundarsakir
Augl nr. 1/1971 - Auglýsing um breytingar á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Augl nr. 2/1971 - Auglýsing um aðild Íslands að Tollasamvinnuráðinu Augl nr. 8/1971 - Auglýsing um 3. viðbótarbókun við samning um réttindi og friðhelgi Evrópuráðsins Augl nr. 14/1971 - Auglýsing um aðild Íslands að Vínar-samningnum um stjórnmálasamband
Augl nr. 7/1972 - Auglýsing um samning milli Íslands og Bretlands um flugþjónustu Augl nr. 10/1972 - Auglýsing um viðskiptasamning milli Íslands og Rúmeníu Augl nr. 16/1972 - Auglýsing um fullgildingu bókunar um breyting á samningi frá 10. júní 1966 milli Íslands og Noregs um að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir
Augl nr. 10/1973 - Hafnarreglugerð fyrir Patrekshöfn[PDF prentútgáfa] Augl nr. 26/1973 - Reglugerð um happdrættislán ríkissjóðs 1973, Skuldabréf B, vegna vega- og brúagerða á Skeiðarársandi, er opni hringveg um landið[PDF prentútgáfa] Augl nr. 29/1973 - Reglugerð fyrir veðdeild Landsbanka Íslands um útgáfu á 25. flokki bankavaxtabréfa, samkvæmt lögum nr. 73 22. maí 1965 og breytingu á þeim lögum, sbr. lög nr. 32 7. apríl 1971, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka Íslands til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa[PDF prentútgáfa] Augl nr. 71/1973 - Reglugerð um mat á saltfiski til útflutnings[PDF prentútgáfa] Augl nr. 100/1973 - Reglugerð um eyðingu svartbaks og hrafns með tríbrómetanóli[PDF prentútgáfa] Augl nr. 123/1973 - Hafnarreglugerð fyrir Sandgerðishöfn[PDF prentútgáfa] Augl nr. 129/1973 - Auglýsing um samkomulag skv. 20. gr. í samningnum frá 9. nóvember 1972 milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð í skattamálum[PDF prentútgáfa] Augl nr. 210/1973 - Reglugerð um breyting á reglugerð um söluskatt nr. 169 21. ágúst 1970[PDF prentútgáfa] Augl nr. 256/1973 - Reglugerð um happdrættislán ríkissjóðs 1973, Skuldabréf C, vegna vega- og og brúagerða á Skeiðarársandi, er opni hringveg um landið[PDF prentútgáfa] Augl nr. 396/1973 - Reglugerð um leyfi til vátryggingarstarfsemi og skráningu í vátryggingarfélagaskrá[PDF prentútgáfa]
1973
C
Augl nr. 1/1973 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1972 Augl nr. 2/1973 - Auglýsing um samning milli Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu Augl nr. 17/1973 - Auglýsing um staðfestingu alþjóðasamnings, er gerður var 29. desember 1972, um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það
Augl nr. 22/1974 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi frá 30 mars 1961 um ávana- og fíkniefni, ásamt bókun Augl nr. 23/1974 - Auglýsing um aðild Íslands að alþjóðasamningi frá 21. febrúar 1971 um ávana- og fíkniefni Augl nr. 24/1974 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1974
Augl nr. 6/1975 - Auglýsing um fullgildingu samþykktar um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972 Augl nr. 11/1975 - Auglýsing um fullgildingu Norðurlandasamnings um gagnkvæma dómsmálaaðstoð
Augl nr. 3/1976 - Auglýsing um aðild að Félagsmálasáttmála Evrópu Augl nr. 12/1976 - Auglýsing um aðild að samningi um stofnun Norræna fjárfestingarbankans Augl nr. 14/1976 - Auglýsing um aðild að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs Efnahags- og framfarastofnunarinnar Augl nr. 26/1976 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1976
Augl nr. 11/1977 - Auglýsing um viðbótarsamning við Norðurlandasamning um aðstoð í skattamálum frá 1972 Augl nr. 18/1977 - Auglýsing um aðild að samningi um samþykki og lágmarksaldur til hjúskapar og um skráningu hjónabanda
Augl nr. 1/1978 - Auglýsing um aðild að samþykkt um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf Augl nr. 2/1978 - Auglýsing um viðskipta- og greiðslusamning við Tékkóslóvakíu Augl nr. 9/1978 - Auglýsing um fullgildingu samnings milli Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum Augl nr. 19/1978 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1978
Augl nr. 10/1979 - Auglýsing um aðild að alþjóðasamningum um mannréttindi Augl nr. 13/1979 - Auglýsing um aðild að samningi milli EFTA-landanna og Spánar og samningi um gildi samningsins milli EFTA-landanna og Spánar gagnvart furstadæminu Liechtenstein
Augl nr. 5/1980 - Auglýsing um samning við Cabo Verde um þróun fiskveiða Augl nr. 15/1980 - Auglýsing um breytingar á samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMCO) Augl nr. 23/1980 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1980
Augl nr. 8/1981 - Auglýsing um aðild að alþjóðasamningi um að koma á fót í tilraunaskyni evrópsku kerfi hafstöðva Augl nr. 11/1981 - Auglýsing um samning milli Norðurlanda og Kenyu um þróunarsamstarf á sviði samvinnumála Augl nr. 19/1981 - Auglýsing um fullgildingu Norðurlandasamnings um gagnkvæma aðstoð í tollamálum
Augl nr. 3/1982 - Auglýsing um samkomulag við Noreg um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Noregs Augl nr. 6/1982 - Auglýsing um fullgildingu samnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað Augl nr. 11/1982 - Auglýsing um fullgildingu samkomulags um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir almenna kennara (bekkjarkennara) í grunnskólum Augl nr. 23/1982 - Auglýsing um framlengingu samnings milli ríkisstjórna Norðurlanda og ríkisstjórnar Tansaníu um aðstoð við Uyole-landbúnaðarstöðina í Mbeye Augl nr. 25/1982 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1982
Augl nr. 1/1983 - Auglýsing um fullgildingu samnings um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa Augl nr. 6/1983 - Auglýsing um Norðurlandasamning til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir Augl nr. 13/1983 - Auglýsing um breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda
Augl nr. 8/1984 - Auglýsing um Evrópusamning um framsal sakamanna Augl nr. 9/1984 - Auglýsing um Evrópusamning um gagnkvæma aðstoð í sakamálum Augl nr. 22/1984 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1984
Augl nr. 7/1985 - Auglýsing um hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna Augl nr. 9/1985 - Auglýsing um alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum Augl nr. 10/1985 - Auglýsing um breytingu á samningi við Efnahagsbandalag Evrópu Augl nr. 15/1985 - Auglýsing um breytingu á Norðurlandasamningi um samstarf á sviði menningarmála
Augl nr. 9/1986 - Auglýsing um Torremolinos alþjóðasamþykktina um öryggi fiskiskipa, 1977 Augl nr. 10/1986 - Auglýsing um breytingu á samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf Augl nr. 11/1986 - Auglýsing um samning um stofnun Alþjóðahugverkastofnunarinnar Augl nr. 21/1986 - Auglýsing um samninga Íslands við erlend ríki 31. desember 1986
Augl nr. 2/1987 - Auglýsing um samning um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir hin vestlægu Norðurlönd Augl nr. 11/1987 - Auglýsing um gildistöku alþjóðasamnings um mælingar skipa Augl nr. 14/1987 - Auglýsing um breytingu á samkomulagi um sameiginlega greiðslu kostnaðar á tiltekinni flugþjónustu á Íslandi Augl nr. 24/1987 - Auglýsing um samning um sameiginlegar umflutningsreglur
Augl nr. 9/1989 - Auglýsing um Vínarsamning um vernd ósonlagsins og Montrealbókunar um efni sem valda rýrnun á ósónlaginu Augl nr. 14/1989 - Auglýsing um samning um að tilkynna án tafar um kjarnorkuslys Augl nr. 15/1989 - Auglýsing um Evrópusamning um vernd fornleifaarfsins Augl nr. 19/1989 - Auglýsing um Norðurlandasamning til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir
Augl nr. 6/1991 - Auglýsing um Evrópusamning gegn misnotkun lyfja í íþróttum Augl nr. 7/1991 - Auglýsing um Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga Augl nr. 8/1991 - Auglýsing um samning um Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum (INMARSAT) Augl nr. 21/1991 - Auglýsing um viðskiptasamning við Litháen Augl nr. 34/1991 - Auglýsing um samning um hefðbundinn herafla í Evrópu
Augl nr. 7/1992 - Auglýsing um samning við Frakkland um skilyrði fyrir viðskiptum með lifandi skelfisk Augl nr. 16/1992 - Auglýsing um samning við Tyrkland um viðskipti með landbúnaðarafurðir Augl nr. 25/1992 - Auglýsing um breytingu á loftferðasamningi við Þýskaland
Augl nr. 8/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Póllands Augl nr. 10/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Ísraels Augl nr. 12/1993 - Auglýsing um samning um fríverslun milli Færeyja og Íslands Augl nr. 13/1993 - Auglýsing um samning um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli Færeyja og Íslands Augl nr. 22/1993 - Auglýsing um Evrópusamning um alþjóðlegt gildi refsidóma Augl nr. 31/1993 - Auglýsing um samning um Evrópska efnahagssvæðið og bókun um breytingu á samningnum Augl nr. 32/1993 - Auglýsing um samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls og bókun um breytingu á samningnum
Augl nr. 1/1994 - Auglýsing um breytingar á Montrealbókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins Augl nr. 2/1994 - Auglýsing um alþjóðasamning um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóðrita og útvarpsstofnana
Augl nr. 8/1995 - Auglýsing um Nicesamning um alþjóðlega flokkun vöru og þjónustu vegna skráningar vörumerkja Augl nr. 11/1995 - Auglýsing um samning um líffræðilega fjölbreytni Augl nr. 12/1995 - Auglýsing um alþjóðasamning um gáma Augl nr. 13/1995 - Auglýsing um Baselsamning um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra Augl nr. 14/1995 - Auglýsing um loftferðasamning við Bandaríkin Augl nr. 16/1995 - Auglýsing um bókun við alþjóðasamning um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar Augl nr. 18/1995 - Auglýsing um samning við Austurríki um almannatryggingar Augl nr. 42/1995 - Auglýsing um samning um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims
Augl nr. 57/2006 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 873/2005 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 160/2006 - Reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 214/2006 - Reglugerð um aðskilið bókhald hjá fyrirtækjum sem veitt eru sérstök réttindi eða einkaréttur, eða falið er að veita þjónustu er hefur almenna efnahagslega þýðingu, skv. 59. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, og stunda einnig aðra starfsemi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 217/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999[PDF vefútgáfa] Augl nr. 239/2006 - Gjaldskrá um gatnagerðargjöld og byggingarleyfisgjöld í Borgarbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 255/2006 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 873/2005 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 269/2006 - Reglugerð um vínmál og löggildingu þeirra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 273/2006 - Gjaldskrá um gatnagerðargjald í Grundarfirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 306/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148 1. mars 2000[PDF vefútgáfa] Augl nr. 313/2006 - Samþykkt um forkaupsrétt Fjarðarbyggðar að fasteignum innan sveitarfélagsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 343/2006 - Reglugerð um samninga um rekstrarverkefni sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 357/2006 - Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Borgarfjarðarsveit[PDF vefútgáfa] Augl nr. 441/2006 - Reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 470/2006 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 973/2005 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 492/2006 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 873/2005 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 578/2006 - Auglýsing um gildistöku verklagsreglna í hagskýrslugerð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 610/2006 - Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og beingreiðslur til bænda verðlagsárið 2006-2007[PDF vefútgáfa] Augl nr. 618/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 512, 26. maí 2005, um eftirlit með heilbrigði sjávareldisdýra og afurðum þeirra í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 619/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 511, 26. maí 2005, um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 620/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 510, 26. maí 2005, um lágmarksráðstafanir innan Evrópska efnahagssvæðisins vegna eftirlits með tilteknum fisksjúkdómum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 623/2006 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 546/2006 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 651/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 513 26. maí 2005 um eftirlit með heilbrigði sjávareldisdýra sem eru flutt til EES-svæðisins frá þriðju ríkjum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 709/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 446, 28. apríl 2005, um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 710/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 447, 28. apríl 2005, um lágmarksráðstafanir innan EES-svæðisins vegna eftirlits með tilteknum fisksjúkdómum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 711/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 448, 28. apríl 2005, um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og afurðum þeirra í viðskiptum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 712/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 449, 28. apríl 2005 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra sem eru flutt til EES-svæðisins frá þriðju ríkjum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 722/2006 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 546/2006 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 729/2006 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 739/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 282/2004 um að taka upp vottorð til að tilkynna um komu dýra til Bandalagsins frá þriðju löndum og um heilbrigðiseftirlit með þeim og reglugerðar Evrópusambandsins nr. 585/2004 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins nr. 282/2004[PDF vefútgáfa] Augl nr. 740/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 741/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 766/2006 - Reglugerð um kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 778/2006 - Reglur um breytingu á reglum um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum nr. 592/1994 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 779/2006 - Reglur um breytingu á reglum um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum nr. 592/1994 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 800/2006 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 807/2006 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar nr. 651/2001[PDF vefútgáfa] Augl nr. 810/2006 - Reglugerð um ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samhæfða evrópska staðla sem teknar hafa verið á grundvelli tilskipunar um öryggi vöru nr. 2001/95/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 837/2006 - Reglur um rafræna vöktun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 919/2006 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1010/2006 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 806/2006 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1050/2006 - Reglugerð um rannsókn og saksókn efnahagsbrota[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1070/2006 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2007[PDF vefútgáfa]
2006
C
Augl nr. 28/2006 - Auglýsing um samning um örugga meðferð notaðs eldsneytis og geislavirks úrgangs
Augl nr. 1/2010 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2010[PDF vefútgáfa] Augl nr. 38/2010 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 817/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 97/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 883/2005, um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 238/2010 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 239/2010 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 817/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 286/2010 - Reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda í skötusel samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr. 22/2010, um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 370/2010 - Reglur um gjaldeyrismál[PDF vefútgáfa] Augl nr. 379/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 286, 31. mars 2010, um sérstaka úthlutun aflaheimilda í skötusel samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr. 22/2010, um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 386/2010 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 817/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 390/2010 - Lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 404/2010 - Reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda til frístundafiskiskipa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 430/2010 - Reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 431/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 648/2009, um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda frá 1. september 2009 til 31. desember 2010[PDF vefútgáfa] Augl nr. 455/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 430/2010 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 481/2010 - Reglur um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 496/2010 - Reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda í skötusel samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr. 22/2010, um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 500/2010 - Reglugerð um sérstakan stuðning við búvöruframleiðslu árin 2010-2012 vegna eldgoss í Eyjafjallajökli[PDF vefútgáfa] Augl nr. 510/2010 - Reglugerð um samninga um heilbrigðisþjónstu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 526/2010 - Reglugerð um breytingu á regluerð nr. 404/2010 um sérstaka úthlutun aflaheimilda til frístundafiskiskipa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 561/2010 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 430/2010, um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 602/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 660/2010 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 460/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 672/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 496/2010, um sérstaka úthlutun aflaheimilda í skötusel samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr. 22/2010, um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 734/2010 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 760/2010 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 820/2007 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 780/2010 - Reglugerð um yfirgjaldsþjónustu í tal- og farsímanetum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 840/2010 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 860/2010 - Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda[PDF vefútgáfa] Augl nr. 881/2010 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 820/2007 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 882/2010 - Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 913/2010 - Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 924/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 734/2010 um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 934/2010 - Reglugerð um lækningatæki[PDF vefútgáfa] Augl nr. 980/2010 - Gjaldskrá vegna þjónustu Hagstofu Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 990/2010 - Samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1084/2010 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og stofngjöld holræsa og vatnsveitu í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2011 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju 2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 10/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 736/2009, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess[PDF vefútgáfa] Augl nr. 27/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 736/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 150/2011 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 151/2011 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 152/2011 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 168/2011 - Reglugerð um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 173/2011 - Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 190/2011 - Reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 197/2011 - Skipulagsskrá Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 225/2011 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 736/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 267/2011 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 736/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 282/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 320/2011 - Reglugerð um virk, ígræðanleg lækningatæki[PDF vefútgáfa] Augl nr. 370/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Snæfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 397/2011 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 820/2007 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 401/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148 1. mars 2000, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 465/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 734, 28. september 2010, um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 466/2011 - Reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda til frístundafiskiskipa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 470/2011 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 500/2011 - Reglur um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 515/2011 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 414/2001 um flokkun og greiningu í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 526/2011 - Reglugerð um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 593/2011 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 600/2011 - Reglugerð um Launasjóð stórmeistara í skák[PDF vefútgáfa] Augl nr. 630/2011 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 641/2011 - Reglur um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 642/2011 - Reglur um doktorsnám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 646/2011 - Reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda til frístundafiskiskipa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 665/2011 - Reglugerð um samvinnu stjórnvalda á EES-svæðinu vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 721/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 581/2011 um úthlutun á opnum tollkvótum á nautgripakjöti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 769/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 630/2011, um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 783/2011 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 260/1980, um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 831/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 634/2011 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 847/2011 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2011/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 931/2011 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2011/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 936/2011 - Reglugerð um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 944/2011 - Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda[PDF vefútgáfa] Augl nr. 946/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 509/2004, um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 950/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 953/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Þingeyjarsveit[PDF vefútgáfa] Augl nr. 992/2011 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 820/2007 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1010/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1025/2011 - Reglur um skráningu nafna þegar ekki er unnt að skrá nafn manns að fullu í þjóðskrá og ekki næst samkomulag um hvernig með skuli fara[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1043/2011 - Reglugerð um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1045/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Tálknafjarðarhreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1077/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1093/2011 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2011/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1159/2011 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Snæfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1160/2011 - Reglugerð um mælieiningar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1162/2011 - Gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1247/2011 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1252/2011 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1268/2011 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 820/2007 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1277/2011 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1278/2011 - Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslu til bænda verðlagsárið 2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1306/2011 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1055/2006 um alþjóðlegt meistaranám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1319/2011 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1341/2011 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Ölfusi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1360/2011 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 3/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 876/2011 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 26/2012 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 876/2011 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 59/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 465/2007 um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki[PDF vefútgáfa] Augl nr. 240/2012 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýlinu í Sandgerðisbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 265/2012 - Gjaldskrá vegna þjónustu Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 268/2012 - Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 301/2012 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 876/2011 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 309/2012 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 820/2007 um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 329/2012 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 346/2012 - Reglugerð um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2006/88/EB að því er varðar ráðstafanir til að hamla gegn aukinni dánartíðni hjá ostrum af tegundinni Crassostrea gigas[PDF vefútgáfa] Augl nr. 397/2012 - Reglugerð um rafsegulsamhæfi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 400/2012 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski árið 2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 448/2012 - Reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 449/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 461/2003 um slátrun og meðferð sláturafurða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 462/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 463/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1278/2011 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 471/2012 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 1221, 23. desember 2008, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 518/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 353/2011 um aðbúnað og heilbrigði svína[PDF vefútgáfa] Augl nr. 522/2012 - Reglugerð um heilbrigðisreglur um framleiðslu, vinnslu, dreifingu og innflutning á afurðum úr dýraríkinu til manneldis[PDF vefútgáfa] Augl nr. 562/2012 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 563/2012 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 570/2012 - Reglugerð um kröfur um heilbrigði dýra og manna vegna viðskipta með afurðir innan Evrópska efnahagssvæðisins og innflutning afurða frá ríkjum utan svæðisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 572/2012 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 626/2012 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 640/2012 - Reglugerð um stöðvun veiða á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2011/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 650/2012 - Reglugerð um afnám reglugerðar nr. 640, 19. júlí 2012, um stöðvun veiða á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2011/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 661/2012 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 669/2012 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 698/2012 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 702/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1093/2011, um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2011/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 756/2012 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2012/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 760/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 570/2012 um kröfur um heilbrigði dýra og manna vegna viðskipta með afurðir innan Evrópska efnahagssvæðisins og innflutning afurða frá ríkjum utan svæðisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 763/2012 - Reglugerð um breytingar á skrám yfir sóttvarnarstöðvar vegna fiskeldisdýra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 771/2012 - Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda[PDF vefútgáfa] Augl nr. 809/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 115, 13. febrúar 2006, um þorskfisknet[PDF vefútgáfa] Augl nr. 831/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 665/2001 um viðbrögð við smitsjúkdómum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 832/2012 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Reykjanesbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 838/2012 - Reglugerð um tímabunda lækkun sérstaks veiðigjalds samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða við lög um veiðigjöld, nr. 74/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 845/2012 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1051. 28. desember 2009, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 848/2012 - Reglugerð um innflutning dýraafurða til einkaneyslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 859/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 838/2012 um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða við lög um veiðigjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 863/2012 - Auglýsing um breytingu á samþykkt fyrir gatnagerðargjald í þéttbýli og þéttbýlilskjörnum í Flóahreppi nr. 963/2007[PDF vefútgáfa] Augl nr. 908/2012 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa] Augl nr. 917/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 756/2012, um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2012/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 992/2012 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu- og þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1005/2012 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu- og þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu Langanesbyggðar nr. 992/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1052/2012 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 756/2012, um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2012/2013, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1055/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 848/2012 um innflutning dýraafurða til einkaneyslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1062/2012 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 784/2012 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1083/2012 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1084/2012 - Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1094/2012 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1095/2012 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1146/2012 - Gjaldskrá vegna þjónustu Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1155/2012 - Gjaldskrá Vatnsveitu Hafnarfjarðarkaupstaðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1170/2012 - Reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1261/2012 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 26/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 58/2013 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 85/2013 - Gjaldskrá Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 119/2013 - Reglugerð um sýnatöku- og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á tilvist lindýrasjúkdómanna bónamíósis (Bonamia ostreae) og marteilíósis (Marteilia refringens)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 142/2013 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 159/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 220/2013 - Reglugerð um ráðstafanir til að takmarka áhrif tiltekinna sjúkdóma í lagareldisdýrum og villtum lagardýrum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 221/2013 - Reglugerð um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2006/88/EB að því er varðar eftirlits- og útrýmingaráætlanir og sjúkdómalausa stöðu ríkja, svæða og hólfa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 225/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 240/2013 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski[PDF vefútgáfa] Augl nr. 271/2013 - Reglugerð um rafrænt aðgengi að upplýsingum um lagareldisfyrirtæki og viðurkenndar vinnslustöðvar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 272/2013 - Reglugerð um viðmiðunarreglur fyrir áhættumiðað dýraheilbrigðiseftirlit sem kveðið er á um í tilskipun ráðsins 2006/88/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 273/2013 - Reglugerð um kröfur varðandi sóttkví fyrir lagareldisdýr[PDF vefútgáfa] Augl nr. 278/2013 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148 1. mars 2000, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 327/2013 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 351/2013 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 367/2013 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 375/2013 - Reglugerð um (24.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 399/2013 - Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa] Augl nr. 431/2013 - Reglugerð um stjórn veiða á djúpsjávartegundum á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 433/2013 - Reglugerð um stjórn veiða á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 458/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 489/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 524/2013 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 530/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 587/2013 - Reglugerð um stöðvun veiða á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2012/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 601/2013 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 605/2013 - Samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 658/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grundarfjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 662/2013 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 711/2013 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 754/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 764/2013 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 765/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 662/2013 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013/2014 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 766/2013 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 768/2013 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 662/2013 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2014 (blálanga, litli karfi og gulllax)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 769/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 587/2013 um stöðvun veiða á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2012/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 770/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 787/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Stykkishólmsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 806/2013 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 821/2013 - Reglugerð um niðurfellingu reglugerðar nr. 145/1994 um gildistöku tilskipunar Evrópubandalagsins um rafmagnslækningatæki fyrir menn og dýr[PDF vefútgáfa] Augl nr. 833/2013 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 662/2013 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 857/2013 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 630/2011, um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðárinu 2010/2011[PDF vefútgáfa] Augl nr. 880/2013 - Samþykkt um forkaupsrétt Fjarðabyggðar að fasteignum innan sveitarfélagsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 918/2013 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 662/2013 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 924/2013 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald á Flúðum í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 946/2013 - Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 951/2013 - Reglugerð um (26.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1005/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 806/2013 um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1013/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1036/2013 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 806/2013 um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1037/2013 - Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1040/2013 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 806/2013 um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1046/2013 - Reglugerð um tímabundið bann við veiðum og umferð skipa í Kolgrafa- og Urthvalafirði á Snæfellsnesi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1053/2013 - Reglugerð um framlengingu á banni við veiðum og umferð skipa í Kolgrafa- og Urthvalafirði á Snæfellsnesi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1068/2013 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 1053/2013 um framlengingu á banni við veiðum og umferð skipa í Kolgrafa- og Urthvalafirði á Snæfellsnesi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1115/2013 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1129/2013 - Reglugerð um leyfilegan heildarafla innfjarðarækju á Skjálfandaflóa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1160/2013 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1164/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs Snæfellsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1187/2013 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1037/2013 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1225/2013 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 806/2013 um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1227/2013 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1249/2013 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1265/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýlinu í Dalvíkurbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1300/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1302/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1319/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Seyðisfjarðarkaupstað[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1320/2013 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld í Stykkishólmsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1321/2013 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 4/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 9/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1226/2013 um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2014, skv. samningi milli Íslands, Noregs og Rússlands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 60/2014 - Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 65/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 118/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1226/2013 um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2014, skv. samningi milli Íslands, Noregs og Rússlands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 168/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 213/2014 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 246/2014 - Samþykkt um breytingu á samþykkt fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld tæknideildar í Hveragerði nr. 456/2007[PDF vefútgáfa] Augl nr. 260/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 262/2014 - Reglugerð um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2014-2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 339/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 431/2013, um stjórn veiða á djúpsjávartegundum á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 341/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 433/2013, stjórn veiða á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 389/2014 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 396/2014 - Reglugerð um (27.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 411/2014 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa] Augl nr. 445/2014 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 453/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli[PDF vefútgáfa] Augl nr. 467/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 479/2014 - Reglugerð um stöðvun veiða á rækju í Kolluál, Jökuldjúpi og Breiðafirði á fiskveiðiárinu 2013/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 495/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 556/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 560/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 594/2014 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski[PDF vefútgáfa] Augl nr. 611/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 433/2013, um stjórn veiða á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 618/2014 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 653/2014 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 684/2014 - Reglugerð um tímabundið bann við veiðum í utanverðum Dýrafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 750/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 770/2014 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 771/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 778/2014 - Reglur um breytingu á reglum nr. 771/2012 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda[PDF vefútgáfa] Augl nr. 786/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 397/2012 um rafsegulsamhæfi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 787/2014 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 788/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 654/2014 um þorskígildisstuðla samkvæmt 19. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 821/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 837/2014 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa] Augl nr. 840/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 866/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 870/2014 - Reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 884/2014 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 885/2014 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 887/2014 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 890/2014 - Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 891/2014 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 903/2014 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 907/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 924/2014 - Samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 936/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 937/2014 - Reglugerð um (28.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 938/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 955/2014 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk[PDF vefútgáfa] Augl nr. 958/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 972/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1013/2014 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1065/2014 - Reglugerð um velferð nautgripa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1066/2014 - Reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1100/2014 - Reglugerð um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1101/2014 - Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1103/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grundarfjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1134/2014 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1138/2014 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1148/2014 - Auglýsing um takmarkanir við flutningi sláturfjár innan og milli sauðfjárveikivarnarsvæða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1178/2014 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1192/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1260/2014 - Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1267/2014 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1276/2014 - Reglugerð um velferð svína[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1277/2014 - Reglugerð um velferð minka[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1282/2014 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Stykkishólmsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1305/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1308/2014 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 3/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1100/2014 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 4/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 5/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1178/2014 um beingreiðslur í garðyrkju árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 48/2015 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 110/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1139/2014 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 135/2015 - Reglugerð um velferð alifugla[PDF vefútgáfa] Augl nr. 136/2015 - Reglugerð um sóttvarnastöðvar fyrir alifugla[PDF vefútgáfa] Augl nr. 152/2015 - Reglugerð um ótímabundið bann við veiðum skipa í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 167/2015 - Reglugerð um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 169/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 170/2015 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 470/2009 um málsmeðferð Bandalagsins við ákvörðun viðmiðunargilda fyrir leifar lyfjafræðilega virkra efna í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 176/2015 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 204/2015 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 227/2015 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1252/2011 um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 262/2015 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 273/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 303/2015 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 312/2015 - Reglugerð um kröfur varðandi gæði og öryggi líffæra úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 326/2015 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Borgarbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 344/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148 1. mars 2000, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 354/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 364/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 386/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 312/2015 um kröfur varðandi gæði og öryggi líffæra úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 407/2015 - Reglugerð um (29.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 434/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 450/2015 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 455/2015 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski[PDF vefútgáfa] Augl nr. 480/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 502/2015 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 529/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína[PDF vefútgáfa] Augl nr. 532/2015 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 536/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 553/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 569/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 577/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1139/2014 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðaukum IVA og IVB við tollalög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 600/2015 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 627/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 633/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 640/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 736/2009, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess[PDF vefútgáfa] Augl nr. 642/2015 - Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 656/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 682/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjöld á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 694/2015 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 707/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 737/2015 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 738/2015 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 740/2015 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 746/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 114/2015 um heimild færeyskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 759/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 760/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 83/1993, um Viðlagatryggingu Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 811/2015 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 812/2015 - Reglugerð um frádrátt aflaheimilda fyrir úthlutun aflamarks[PDF vefútgáfa] Augl nr. 861/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 643/2015 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 901/2015 - Gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 956/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 998/2015 - Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 999/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 795/2013, um veiðar á sæbjúgum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1016/2015 - Reglur um breytingu á reglum fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 með áorðnum breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1031/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1042/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 812/2015 um frádrátt aflaheimilda fyrir úthlutun aflamarks[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1046/2015 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1068/2015 - Reglugerð um ótímabundið bann við veiðum skipa með dregin veiðarfæri á svæði út af Aðalvík[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1072/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1080/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1084/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1086/2015 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1088/2015 - Reglur um breytingu á reglum nr. 481/2010 um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1147/2015 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 152/2015, um ótímabundið bann við veiðum skipa í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1149/2015 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1150/2015 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1155/2015 - Gjaldskrá Slökkviðliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1171/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1181/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Snæfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1184/2015 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld í Snæfellsbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1192/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1208/2015 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1212/2015 - Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1296/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1344/2015 - Reglur um breytingar á reglum fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 með áorðnum breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1346/2015 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
2016
A
Augl nr. 15/2016 - Lög um fullnustu refsinga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 76/2016 - Lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (sjálfstætt reknir grunnskólar, breytt valdmörk ráðuneyta, tómstundastarf og frístundaheimili)[PDF vefútgáfa]
2016
B
Augl nr. 3/2016 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 12/2016 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 32/2016 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 80/2016 - Reglugerð um velferð gæludýra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 83/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 120/2016 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 144/2016 - Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta[PDF vefútgáfa] Augl nr. 150/2016 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 163/2016 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1252/2011 um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 186/2016 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 187/2016 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerða framkvæmdastjórnarinnar vegna aðflutnings matvæla til Evrópusambandsins sem eru ætluð á EXPO Milano 2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 188/2016 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 191/2016 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 209/2016 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni[PDF vefútgáfa] Augl nr. 259/2016 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 284/2016 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 325/2016 - Reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 352/2016 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 412/2016 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 480/2016 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 570/2016 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 582/2016 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 284/2016, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 594/2016 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 600/2015 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2015/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 630/2016 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 642/2016 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 736/2009, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess[PDF vefútgáfa] Augl nr. 656/2016 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 664/2016 - Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Kaldrananeshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 690/2016 - Reglur um skrá um lögræðissvipta menn, lögráðamenn og ráðsmenn[PDF vefútgáfa] Augl nr. 692/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 696/2016 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 284/2016 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 700/2016 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 284/2016 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 755/2016 - Reglugerð um að fella reglugerð nr. 500/2016 um bann við veiðum á sæbjúgum á veiðisvæði úti fyrir Austurlandi og reglugerð nr. 670/2016 um bann við veiðum á sæbjúgum á veiðisvæði í Aðalvík úr gildi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 756/2016 - Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 760/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 786/2016 - Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 810/2016 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 890/2016 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 914/2016 - Reglugerð um ráðstöfun viðbótaraflaheimilda vegna veiða á íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 921/2016 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1010/2016 - Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1030/2016 - Reglur Mosfellsbæjar um stofnframlög[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1033/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1046/2016 - Reglugerð um (30.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1047/2016 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1067/2016 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1082/2016 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1085/2016 - Gjaldskrá vegna þjónustu Hagstofu Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1086/2016 - Auglýsing um gildistöku meginreglna í hagskýrslugerð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1111/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1134/2016 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1184/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1185/2016 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1207/2016 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Reykjanesbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1219/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1235/2016 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1237/2016 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1311/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1337/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1339/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1349/2016 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 7/2017 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 11/2017 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 25/2017 - Reglur fyrir Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 100/2017 - Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 106/2017 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 118/2017 - Reglur Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa] Augl nr. 137/2017 - Reglur Vesturbyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa] Augl nr. 139/2017 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 155/2017 - Reglur Tálknafjarðarhrepps um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa] Augl nr. 231/2017 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 285/2017 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/759 um skrá yfir þriðju lönd, hluta þriðju landa og yfirráðasvæði þaðan sem aðildarríkin skulu heimila aðflutning til Sambandsins á tilteknum afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis og um að mæla fyrir um kröfur um vottorð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 291/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 136/2015 um sóttvarnastöðvar fyrir alifugla[PDF vefútgáfa] Augl nr. 295/2017 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 297/2017 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 449/2002 um útflutning hrossa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 302/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 295/2017, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 317/2017 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 330/2017 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 358/2017 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 361/2017 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 297/2017 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 449/2002 um útflutning hrossa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 403/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 464/2017 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 468/2017 - Reglugerð um (31.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 470/2017 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 476/2017 - Reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 483/2017 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 808/2014 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína[PDF vefútgáfa] Augl nr. 500/2017 - Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 555/2017 - Reglugerð um samræmt verklag við ráðstöfun iðgjalda til séreignarsparnaðar til stuðnings kaupa á fyrstu íbúð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 567/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 597/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 607/2017 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 643/2017 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski 2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 696/2017 - Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 706/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 607/2017, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018 (úthafsrækja)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 715/2017 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald á Flúðum í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 725/2017 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 743/2017 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 906/2017 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 922/2017 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018 (tilkynningar um flutning aflamarks)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 927/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 300/2017 um togveiðar á kolmunna árið 2017 (kolmunnaafli í lögsögu Færeyja)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 936/2017 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 977/2017 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/880 um að setja reglur um notkun hámarksgildis leifa, sem ákvarðað hefur verið fyrir lyfjafræðilega virkt efni í tilteknum matvælum, fyrir önnur matvæli sem unnin eru úr sömu dýrategund og hámarksgildi leifa, sem ákvarðað hefur verið fyrir lyfjafræðilega virkt efni í einni eða fleiri dýrategundum, fyrir aðrar tegundir dýra í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 470/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 988/2017 - Reglugerð um (32.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 995/2017 - Reglur um doktorsnám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1041/2017 - Gjaldskrá Eyja- og Miklaholtshrepps fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdagjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1043/2017 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1090/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1130/2017 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1149/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1211/2017 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1240/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1263/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1307/2017 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1324/2017 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 11/2018 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 86/2018 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 90/2018 - Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa] Augl nr. 91/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla[PDF vefútgáfa] Augl nr. 92/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 746/2016, um afladagbækur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 120/2018 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit[PDF vefútgáfa] Augl nr. 135/2018 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 144/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 285/2017 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/759 um skrá yfir þriðju lönd, hluta þriðju landa og yfirráðasvæði þaðan sem aðildarríkin skulu heimila aðflutning til Sambandsins á tilteknum afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis og um að mæla fyrir um kröfur um vottorð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 145/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 886/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 28/2012 um kröfur vegna útgáfu vottorða vegna innflutnings á tilteknum samsettum afurðum til Sambandsins og umflutnings þeirra gegnum það[PDF vefútgáfa] Augl nr. 166/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa] Augl nr. 245/2018 - Samþykkt um gatnagerðargjald á flugvallarsvæði A, Keflavíkurflugvelli[PDF vefútgáfa] Augl nr. 259/2018 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur, nr. 1305/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 269/2018 - Auglýsing um (1.) breytingu á fjallskilasamþykkt nr. 173/2011 fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 271/2018 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018 (rækja í Ísafjarðardjúpi)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 295/2018 - Reglugerð um skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 310/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017 (leiðrétting afkomuígilda)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 324/2018 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/12 um snið og inntak umsókna og beiðna um ákvörðun á hámarksgildum leifa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 351/2018 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 357/2018 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 376/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 351/2018, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 423/2018 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 440/2018 - Reglur um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 445/2018 - Reglur um breytingu á reglum nr. 500/2011 um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 446/2018 - Reglur um breytingu á reglum nr. 643/2011 um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 449/2018 - Reglugerð um (33.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 557/2018 - Reglugerð um (34.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 570/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn[PDF vefútgáfa] Augl nr. 584/2018 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski 2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 643/2018 - Reglugerð um undirbúning, gerð og eftirfylgni samninga um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni[PDF vefútgáfa] Augl nr. 674/2018 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019[PDF vefútgáfa] Augl nr. 683/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017 (framlenging álagningar)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 733/2018 - Reglugerð um ótímabundið bann við veiðum á sæbjúgum í Breiðafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 762/2018 - Reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 766/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 351/2018, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 776/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark hlýra)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 789/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (úthafsrækja)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 793/2018 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (hlýri, krókaaflamark)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 811/2018 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/700 um breytingu á skrám yfir starfsstöðvar í þriðju löndum, þaðan sem heimilt er að flytja inn tilteknar afurðir úr dýraríkinu, að því er varðar tilteknar starfsstöðvar í Brasilíu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 814/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 844/2018 - Samþykkt um forkaupsrétt Fjarðabyggðar að fasteignum innan sveitarfélagsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 885/2018 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald á flugvallarsvæði A, Keflavíkurflugvelli, nr. 245/2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 921/2018 - Reglur um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 925/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148/2000, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 968/2018 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019[PDF vefútgáfa] Augl nr. 986/2018 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 115/2018 um togveiðar á kolmunna árið 2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1000/2018 - Reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli í lifandi dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1076/2018 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1120/2018 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1156/2018 - Reglugerð um Umhverfissjóð sjókvíaeldis[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1174/2018 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1177/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1216/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1313/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1314/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1324/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1328/2018 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1330/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1339/2018 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur nr. 1305/2014[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1347/2018 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1388/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1401/2018 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1403/2018 - Gjaldskrá Brunavarna Austur-Húnvetninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 21/2019 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 90/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 173/2019 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 255/2019 - Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 260/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 277/2019 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 331/2019 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdagjöld í Eyja- og Miklaholtshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 347/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 148/2000, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 358/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína[PDF vefútgáfa] Augl nr. 359/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/782 um að koma á aðferðarfræðilegum meginreglum fyrir áhættumat og tilmæli um áhættustjórnun sem um getur í reglugerð (EB) nr. 470/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 366/2019 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Ölfusi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 391/2019 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019[PDF vefútgáfa] Augl nr. 421/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 489/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 422/2019 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 425/2019 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 426/2019 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 494/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 503/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um vegabréfsáritanir, nr. 1160/2010[PDF vefútgáfa] Augl nr. 513/2019 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 517/2019 - Reglugerð um (35.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 520/2019 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/470 um ítarlegar reglur um það hámarksgildi leifa sem kemur til greina við eftirlit með matvælum sem unnin eru úr dýrum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 605/2019 - Reglugerð um veiðar á makríl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 651/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um vegabréfsáritanir, nr. 1160/2010[PDF vefútgáfa] Augl nr. 674/2019 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020[PDF vefútgáfa] Augl nr. 703/2019 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020 (íslensk sumargotssíld)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 710/2019 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 605/2019, um veiðar á makríl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 788/2019 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 820/2019 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 838/2019 - Reglur um breytingu á reglum nr. 290/2016 um diplómanám á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 839/2019 - Reglur um breytingu á reglum nr. 890/2016 um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 850/2019 - Reglugerð um tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsókn á heilbrigðissviði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 874/2019 - Reglugerð um Umhverfissjóð sjókvíaeldis[PDF vefútgáfa] Augl nr. 908/2019 - Reglur um breytingu á reglum nr. 890/2016 um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 931/2019 - Reglugerð um (36.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 980/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1001/2019 - Reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1047/2019 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1114/2019 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1115/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1133/2019 - Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1187/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1241/2019 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1250/2019 - Reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1251/2019 - Reglugerð um innflutning dýraafurða til einkaneyslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1255/2019 - Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2020[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1256/2019 - Reglugerð um togveiðar á kolmunna árið 2020[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1271/2019 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1281/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1286/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1302/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu- og þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1306/2019 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020 (tilboðsmarkaðir)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1333/2019 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1334/2019 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 489/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit dýralæknis á landamærastöðvum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1337/2019 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1338/2019 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1348/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1357/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1399/2019 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Skaftárhreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1400/2019 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
2019
C
Augl nr. 4/2019 - Auglýsing um marghliða samning um breytingar á tvísköttunarsamningum til þess að koma í veg fyrir rýrnun skattstofna og tilfærslu
Augl nr. 55/2020 - Reglur um breytingu á reglum nr. 481/2010 um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 59/2020 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 144/2020 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfi, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 157/2020 - Reglugerð um (37.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 187/2020 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020 (aflamark í humri)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 193/2020 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 201/2020 - Reglugerð um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir gæludýr[PDF vefútgáfa] Augl nr. 202/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 935/2004, um innflutning gæludýra og hundasæðis[PDF vefútgáfa] Augl nr. 207/2020 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 232/2020 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 248/2020 - Reglur um breytingu á reglum nr. 481/2010 um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 277/2020 - Reglugerð um veiðar á makríl 2020[PDF vefútgáfa] Augl nr. 284/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/478 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar flokka sendinga sem eiga að falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 333/2020 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 334/2020 - Reglur um fyrirgreiðslu úr ríkissjóði vegna kostnaðar við ferðir til Íslands vegna COVID-19 heimsfaraldursins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 353/2020 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020 (skiptimarkaður)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 395/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 402/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 410/2020 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020[PDF vefútgáfa] Augl nr. 474/2020 - Reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 486/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2128 um að koma á fyrirmynd að opinberu vottorði ásamt reglum um útgáfu opinberra vottorða fyrir vörur sem eru afhentar til skipa sem fara frá Sambandinu og eru ætlaðar sem birgðir skips eða til neyslu fyrir áhöfn og farþega eða til herstöðvar Atlantshafsbandalagsins eða herstöðvar Bandaríkjanna[PDF vefútgáfa] Augl nr. 487/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2129 um að koma á reglum um samræmda beitingu að því er varðar tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi tiltekinna sendinga af dýrum og vörum sem koma inn til Sambandsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 489/2020 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum fóðri o.fl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 490/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2126 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar reglur um sértækt, opinbert eftirlit með tilteknum flokkum dýra og vara, ráðstafanir sem skal grípa til í kjölfar framkvæmdar á slíku eftirliti og tiltekna flokka vara og dýra sem eru undanþegnir opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 501/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2123 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar reglur um í hvaða tilvikum og hvaða skilyrði sannprófun auðkenna og eftirlit með ástandi tiltekinna vara má fara fram á eftirlitsstöðum og sannprófun skjala má fara fram annars staðar en á landamæraeftirlitsstöð (varðandi matvæli, fóður o.fl.)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 502/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2124 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar reglur um opinbert eftirlit með sendingum af dýrum og vörum í umflutningi, umfermingu og áframhaldandi flutningi gegnum Sambandið[PDF vefútgáfa] Augl nr. 503/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2090 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar tilvik þar sem grunur leikur á um eða staðfest er að ekki hefur verið farið að reglum Sambandsins sem gilda um notkun á eða leifar af lyfjafræðilega virkum efnum, sem eru leyfð í dýralyf eða sem fóðuraukefni, eða að reglum Sambandsins sem gilda um notkun á eða leifar af bönnuðum eða óleyfilegum lyfjafræðilega virkum efnum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 504/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2074 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar reglur um sértækt opinbert eftirlit með sendingum af tilteknum dýrum og vörum sem eru upprunnar í Sambandinu og fara þangað aftur eftir að þriðja land hefur synjað um innflutning[PDF vefútgáfa] Augl nr. 505/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2007 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar skrár yfir dýr, afurðir úr dýraríkinu, kímefni, aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir og hey og hálm sem falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 507/2020 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 508/2020 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1081 um að koma á reglum um sértækar kröfur um þjálfun starfsfólks sem innir af hendi eftirlit með ástandi á landamæraeftirlitsstöðvum (varðandi matvæli, fóður o.fl.)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 513/2020 - Reglur um breytingar á reglum nr. 921/2018 um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 516/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 285/2017 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/759 um skrá yfir þriðju lönd, hluta þriðju landa og yfirráðasvæði þaðan sem aðildarríkin skulu heimila aðflutning til Sambandsins á tilteknum afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis og um að mæla fyrir um kröfur um vottorð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 588/2020 - Reglugerð um útboð eldissvæða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 618/2020 - Reglur um breytingu á reglum nr. 481/2010 um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 686/2020 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008, um flutning líflamba milli landsvæða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 726/2020 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 733/2020 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 746/2020 - Gjaldskrá Ferðamálastofu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 784/2020 - Reglur um breytingu á reglum um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri, nr. 258/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 785/2020 - Reglur um breytingu á reglum um stjórnskipulag heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri, nr. 812/2013[PDF vefútgáfa] Augl nr. 786/2020 - Reglur um breytingu á reglum um stjórnskipulag hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, nr. 416/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 787/2020 - Reglur um breytingu á reglum um stjórnskipulag viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, nr. 864/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 788/2020 - Reglur um breytingu á reglum um háskólafund Háskólans á Akureyri, nr. 389/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 789/2020 - Reglur um breytingu á reglum um vísindaráð Háskólans á Akureyri, nr. 1208/2007[PDF vefútgáfa] Augl nr. 790/2020 - Reglur um breytingu á reglum fyrir Háskólann á Akureyri, nr. 387/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 791/2020 - Reglur um breytingu á reglum Háskólans á Akureyri um viðurlög við ritstuldi, nr. 757/2006[PDF vefútgáfa] Augl nr. 837/2020 - Reglugerð um tímabundið bann við veiðum á tveimur svæðum í Jökuldýpi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 839/2020 - Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 891/2020 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 930/2020 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski[PDF vefútgáfa] Augl nr. 955/2020 - Auglýsing um framkvæmd skyndilokana Fiskistofu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 996/2020 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1006/2020 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1027/2020 - Gjaldskrá vegna eftirlits Persónuverndar með vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1065/2020 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Kjósarhreppi vegna afgreiðslu umsókna, leyfisveitinga og þjónustu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1083/2020 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfi, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1091/2020 - Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1149/2020 - Reglugerð um (17.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1176/2020 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1177/2020 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 731/2020, um byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1178/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1228/2020 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1237/2020 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1274/2020 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1277/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1343/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1344/2020 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1356/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1368/2020 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1405/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1422/2020 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1435/2020 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1440/2020 - Reglugerð um skrár yfir samsettar afurðir sem skulu sæta eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1441/2020 - Gjaldskrá vegna gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1458/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1462/2020 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1464/2020 - Reglugerð um togveiðar á kolmunna árið 2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1475/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1479/2020 - Gjaldskrá brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1504/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1554/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1578/2020 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1594/2020 - Gjaldskrá Snæfellsbæjar fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 8/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 502/2020 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2124 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar reglur um opinbert eftirlit með sendingum af dýrum og vörum í umflutningi, umfermingu og áframhaldandi flutningi gegnum Sambandið[PDF vefútgáfa] Augl nr. 10/2021 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 11/2021 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 907/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 12/2021 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 25/2021 - Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 52/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 110/2021 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 117/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 145/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 146/2021 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit[PDF vefútgáfa] Augl nr. 152/2021 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 198/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 207/2021 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 230/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 233/2021 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 234/2021 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 258/2021 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001[PDF vefútgáfa] Augl nr. 266/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1715 um reglur um starfsemi upplýsingastjórnunarkerfis vegna opinbers eftirlits og kerfisþátta þess (IMSOC reglugerðin)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 267/2021 - Reglugerð um (38.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 269/2021 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 509/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár[PDF vefútgáfa] Augl nr. 306/2021 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 323/2021 - Reglur Múlaþings um stofnframlög samkvæmt lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 351/2021 - Reglur Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa] Augl nr. 406/2021 - Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 432/2021 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 433/2021 - Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 458/2021 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1871 um viðmiðunarpunkta fyrir aðgerðir vegna óleyfilegra lyfjafræðilega virkra efna sem eru fyrir hendi í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 462/2021 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 um smitandi dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 463/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1882 um beitingu tiltekinna reglna um forvarnir og varnir gegn sjúkdómum fyrir flokka skráðra dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 464/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2002 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar tilkynningu og skýrslugjöf í Sambandinu um skráða sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 465/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um vegabréfsáritanir, nr. 1160/2010[PDF vefútgáfa] Augl nr. 474/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 475/2021 - Reglugerð um (26.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 515/2021 - Reglur um framkvæmd námskeiða til löggildingar vigtarmanna[PDF vefútgáfa] Augl nr. 528/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 509/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár[PDF vefútgáfa] Augl nr. 529/2021 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1012/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 152/2009 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með fóðri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 536/2021 - Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 568/2021 - Reglur um breytingu á reglum um stjórnskipulag viðskipta- og raunvísindasviðs háskólans á Akureyri, nr. 864/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 579/2021 - Reglugerð um (27.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa] Augl nr. 594/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 634/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 462/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 um smitandi dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 637/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2236 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af lagardýrum og af tilteknum lagardýraafurðum og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 640/2021 - Reglugerð um veiðar á makríl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 670/2021 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 671/2021 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 700/2021 - Reglur um breytingu á reglum fyrir Háskólann á Akureyri, nr. 387/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 707/2021 - Reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá[PDF vefútgáfa] Augl nr. 732/2021 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 791/2021 - Reglur um breytingu á reglum um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri, nr. 258/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 792/2021 - Reglur um breytingu á reglum um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri, nr. 1010/2016[PDF vefútgáfa] Augl nr. 836/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1066/2014, um velferð sauðfjár og geitfjár[PDF vefútgáfa] Augl nr. 857/2021 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 726/2020, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021[PDF vefútgáfa] Augl nr. 920/2021 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2021/2022[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1018/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 500/2017, um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1133/2021 - Reglugerð um skráningarskylda aðila í fiskeldi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1140/2021 - Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna Brekkuáss[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1151/2021 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 449/2002 um útflutning hrossa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1191/2021 - Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1255/2021 - Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1284/2021 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1288/2021 - Reglugerð um (39.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1304/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um velferð alifugla, nr. 135/2015[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1311/2021 - Reglugerð um klínískar prófanir á mannalyfjum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1360/2021 - Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1361/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 266/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1715 um reglur um starfsemi upplýsingastjórnunarkerfis vegna opinbers eftirlits og kerfisþátta þess (IMSOC-reglugerðin)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1376/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/690 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar skráða sjúkdóma sem falla undir eftirlitsáætlanir Sambandsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1377/2021 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/620 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar samþykki fyrir sjúkdómalausri stöðu og bólusetningarlausri stöðu tiltekinna aðildarríkja eða svæða eða hólfa þeirra að því er varðar tiltekna skráða sjúkdóma og samþykki fyrir útrýmingaráætlunum vegna þessara skráðu sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1390/2021 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1395/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1414/2021 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1435/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1474/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1517/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1527/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1540/2021 - Reglur fyrir Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1570/2021 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1586/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1598/2021 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir heimili og frístundahús í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1602/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1633/2021 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1636/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1671/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1678/2021 - Gjaldskrá Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1706/2021 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð sorps á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1707/2021 - Gjaldskrá embættis umhverfis- og skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1708/2021 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda, byggingagjalda og þjónustu embættis byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1730/2021 - Gjaldskrá Vatnsveitu Hafnarfjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1772/2021 - Gjaldskrá Slökkviliðs Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
2021
C
Augl nr. 42/2021 - Auglýsing um bókun um sérréttindi og friðhelgi Veðurtunglastofnunar Evrópu (EUMETSAT)
Augl nr. 57/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 88/2022 - Reglugerð um velferð alifugla[PDF vefútgáfa] Augl nr. 100/2022 - Reglugerð um Fiskeldissjóð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 115/2022 - Reglur um breytingu á reglum nr. 643/2011 um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 197/2022 - Reglur Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskiptamála[PDF vefútgáfa] Augl nr. 198/2022 - Reglur Byggðastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn póstmála[PDF vefútgáfa] Augl nr. 216/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 222/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 228/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1000/2018 um vöktun á sýklalyfjaþoli í lifandi dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 269/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 1160/2010[PDF vefútgáfa] Augl nr. 290/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 300/2022 - Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2022[PDF vefútgáfa] Augl nr. 355/2022 - Samþykkt um hundahald í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa] Augl nr. 367/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 148/2000[PDF vefútgáfa] Augl nr. 379/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1065/2014, um velferð nautagripa[PDF vefútgáfa] Augl nr. 450/2022 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 451/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 452/2022 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 454/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 555/2022 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og rotþróatæmingu í Árneshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 650/2022 - Reglugerð um veiðar á makríl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 694/2022 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 703/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 708/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1377/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/620 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar samþykki fyrir sjúkdómalausri stöðu og bólusetningarlausri stöðu tiltekinna aðildarríkja eða svæða eða hólfa þeirra að því er varðar tiltekna skráða sjúkdóma og samþykki fyrir útrýmingaráætlunum vegna þessara skráðu sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 710/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1004/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um gerð og framsetningu umsókna og mat á aukefnum í fóðri og leyfi fyrir þeim[PDF vefútgáfa] Augl nr. 712/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 450/2022 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 721/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 736/2022 - Reglur um breytingu á reglum nr. 643/2011 um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 784/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um för yfir landamæri, nr. 866/2017[PDF vefútgáfa] Augl nr. 786/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 201/2020 um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir gæludýr[PDF vefútgáfa] Augl nr. 929/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 450/2022 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 930/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2037 um reglur um beitingu á reglugerð 2016/429 að því er varðar undanþágur frá kvöðum um rekstrarleyfi fiskeldisstarfsstöðva og skráningu og varðveislu gagna hjá rekstraraðilum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 933/2022 - Reglugerð um (40.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 937/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 942/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/632 frá 13. apríl 2021 um um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar skrár yfir dýr, afurðir úr dýraríkinu, kímefni, aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir, samsettar afurðir og hey og hálm sem falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2007 og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/275/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 943/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1355 frá 12. ágúst 2021 um landsbundnar eftirlitsáætlanir til margra ára sem aðildarríki eiga að koma á fót fyrir varnarefnaleifar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 966/2022 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um úthlutun íbúða vegna sértæks húsnæðisúrræðis fyrir fatlað fólk[PDF vefútgáfa] Augl nr. 972/2022 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2022/2023[PDF vefútgáfa] Augl nr. 991/2022 - Reglugerð um merkingar á umbúðum sem fylgja skulu nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1032/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1034/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1911 um breytingu á II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/620 að því er varðar sjúkdómslausa stöðu sjálfstjórnarhéraðsins Galicia og sjálfstjórnarhéraðsins Principado de Asturias á Spáni vegna sýkingar af völdum samsetninga Mycobacterium tuberculosis, um breytingu á VIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu sjálfstjórnarhéraðsins Islas Baleares, sýslnanna Huelva og Sevilla og svæðanna Azuaga, Badajoz, Mérida, Jerez de los Caballeros og Zafra í sýslunni Badajoz á Spáni og svæðisins Alentejo og héraðsins Santarém á svæðinu Lisboa e Vale do Tejo í Portúgal vegna sýkingar af völdum blátunguveiru, um breytingu á IX. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausastöðu Álandseyja í Finnlandi vegna meindýrasmits af völdum Varroa spp og um breytingu á XIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu Danmerkur og Finnlands vegna iðradreps[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1036/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 450/2022 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1037/2022 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1038/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1039/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 487/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2129 um að koma á reglum um samræmda beitingu að því er varðar tíðni sannprófunar auðkenna og eftirlits með ástandi tiltekinna sendinga af dýrum og vörum sem koma inn til Sambandsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1041/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1377/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/620 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar samþykki fyrir sjúkdómalausri stöðu og bólusetningarlausri stöðu tiltekinna aðildarríkja eða svæða eða hólfa þeirra að því er varðar tiltekna skráða sjúkdóma og samþykki fyrir útrýmingaráætlunum vegna þessara skráðu sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1110/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grýtubakkahrepps[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1137/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1188/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1345/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1348/2022 - Samþykkt um hundahald í Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1353/2022 - Gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitinga og þjónustu byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1359/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um velferð alifugla nr. 88/2022[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1374/2022 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1447/2022 - Reglugerð um (41.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1453/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1473/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1477/2022 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1507/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1531/2022 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1536/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Grindavíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1537/2022 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1548/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 637/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2236 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af lagardýrum og af tilteknum lagardýraafurðum og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1560/2022 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1564/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1572/2022 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1575/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1576/2022 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1581/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1586/2022 - Reglugerð um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1599/2022 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1604/2022 - Reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2023[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1607/2022 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/520 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar rekjanleika tiltekinna landdýra í haldi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1618/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1628/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1648/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1668/2022 - Gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1688/2022 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
2022
C
Augl nr. 55/2022 - Auglýsing samnings um kjarnorkuöryggi Augl nr. 67/2022 - Auglýsing um samning um stofnun Rannsóknastofu Evrópu í sameindalíffræði Augl nr. 74/2022 - Auglýsing um samning milli aðila að Norður-Atlantshafssamningnum um réttarstöðu liðsafla þeirra
Augl nr. 50/2023 - Reglur um rafræna vöktun[PDF vefútgáfa] Augl nr. 65/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 123/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 481/2010 um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 146/2023 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 150/2023 - Gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 180/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatns- og fráveitu, framkvæmda-, stöðu- og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu- og þjónustugjöld í Suðurnesjabæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 200/2023 - Reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski[PDF vefútgáfa] Augl nr. 202/2023 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 223/2023 - Samþykkt um byggingargjöld í Hveragerðisbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 261/2023 - Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 262/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/572/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 273/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 481/2010 um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 289/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 324/2023 - Reglugerð um leigubifreiðaakstur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 361/2023 - Gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 408/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 436/2023 - Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 480/2023 - Reglugerð um veiðar á makríl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 585/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa] Augl nr. 612/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 1012/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 152/2009 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með fóðri[PDF vefútgáfa] Augl nr. 630/2023 - Reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna[PDF vefútgáfa] Augl nr. 639/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 640/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða[PDF vefútgáfa] Augl nr. 720/2023 - Reglur um almenna heimild til að reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 722/2023 - Reglur um breytingu á reglum um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri, nr. 921/2018[PDF vefútgáfa] Augl nr. 730/2023 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 785/2023 - Auglýsing um staðfestingu reglna um tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á grundvelli laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna[PDF vefútgáfa] Augl nr. 849/2023 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2023/2024 og almanaksárið 2024[PDF vefútgáfa] Augl nr. 909/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Rangárþingi eystra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 957/2023 - Reglugerð um (42.) breytingu á reglugerð um eftirlit með sáðvöru, nr. 301/1995[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1013/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 60/2019 um meistaranám við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1014/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 890/2016 um doktorsnám og doktorspróf á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1113/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 500/2011 um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1122/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1123/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 637/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2236 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af lagardýrum og af tilteknum lagardýraafurðum og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1124/2023 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/572/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1125/2023 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1152/2023 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1166/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu við reglugerð nr. 1607/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/520 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar rekjanleika tiltekinna landdýra í haldi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1190/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1378 frá 19. ágúst 2021 um tilteknar reglur sem varða vottorð sem er gefið út til rekstraraðila, hópa rekstraraðila og útflytjenda í þriðju löndum sem koma að innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum og vörum í aðlögun inn í Sambandið og um að koma á fót skrá yfir viðurkennd eftirlitsyfirvöld og viðurkennda eftirlitsaðila í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1191/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/771 frá 21. janúar 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 með því að mæla fyrir um sértækar viðmiðanir og skilyrði varðandi athuganir á skriflegu bókhaldi innan ramma opinbers eftirlits í lífrænni framleiðslu og opinbers eftirlits með hópum rekstraraðila[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1192/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1189 frá 7. maí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar framleiðslu á plöntufjölgunarefni úr lífrænt ræktuðum misleitum efnivið af tiltekinni ættkvísl eða tegund og setningu þess á markað[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1193/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2119 um ítarlegar reglur um tilteknar skrár og yfirlýsingar sem krafist er frá rekstraraðilum og hópum rekstraraðila og um tæknilegar aðferðir við útgáfu á vottorðum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1378 að því er varðar útgáfu vottorða fyrir rekstraraðila, hópa rekstraraðila og útflytjendur í þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1194/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/760 frá 8. apríl 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/2306 að því er varðar umbreytingarákvæði vegna skoðunarvottorða sem eru gefin út í Úkraínu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1201/2023 - Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1233/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/464 um tilteknar reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar skjöl sem þörf er á vegna afturvirkrar viðurkenningar á tímabilum vegna aðlögunar, framleiðslu á lífrænum vörum ásamt upplýsingum sem aðildarríki eiga að láta í té[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1234/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2042 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/464 að því er varðar daginn þegar reglugerðin kemur til framkvæmda og tilteknar aðrar dagsetningar sem skipta máli fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 um lífræna framleiðslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1235/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2146 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar sérstakar framleiðslureglur við lífræna framleiðslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1236/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1342 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 er varða reglur um upplýsingar sem þriðju lönd, eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðilar eiga að senda vegna eftirlits með viðurkenningu þeirra skv. 2. og 3. mgr. 33. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 að því er varðar innfluttar lífrænt ræktaðar vörur og ráðstafanir sem á að gera vegna beitingar á þessu eftirliti[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1237/2023 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1698 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar kröfur um málsmeðferð er varða viðurkenningu á eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum sem eru til þess bær að annast eftirlit með lífrænt vottuðum rekstraraðilum og hópum rekstraraðila og með lífrænt ræktuðum vörum í þriðju löndum og að því er varðar reglur um eftirlit með þeim og eftirlit og aðrar aðgerðir sem þessi eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðilar eiga að annast[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1239/2023 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2307 um reglur um skjöl og tilkynningar sem krafist er fyrir lífrænt ræktaðar vörur og vörur í aðlögun sem eru ætlaðar til innflutnings til Sambandsins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1245/2023 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 884/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 333/2007 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi blýs, kadmíums, kvikasilfurs, ólífræns tins, 3-MCPD og bensó(a)pýrens í matvælum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1246/2023 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1247/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 463/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1882 um beitingu tiltekinna reglna um forvarnir og varnir gegn sjúkdómum fyrir flokka skráðra dýrasjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1248/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 464/2021 gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2002 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar tilkynningu og skýrslugjöf í Sambandinu um skráða sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1307/2023 - Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1315/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1318/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1325/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Húnaþingi vestra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1338/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1356/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1383/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1385/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 204/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1387/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1190/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1378 frá 19. ágúst 2021 um tilteknar reglur sem varða vottorð sem er gefið út til rekstraraðila, hópa rekstraraðila og útflytjenda í þriðju löndum sem koma að innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum og vörum í aðlögun inn í Sambandið og um að koma á fót skrá yfir viðurkennd eftirlitsyfirvöld og viðurkennda eftirlitsaðila í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1388/2023 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1193/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2119 um ítarlegar reglur um tilteknar skrár og yfirlýsingar sem krafist er frá rekstraraðilum og hópum rekstraraðila og um tæknilegar aðferðir við útgáfu á vottorðum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1378 að því er varðar útgáfu vottorða fyrir rekstraraðila, hópa rekstraraðila og útflytjendur í þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1393/2023 - Reglugerð um (43.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1430/2023 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1432/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1433/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1435/2023 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1444/2023 - Gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1486/2023 - Gjaldskrá fyrir Slökkvilið í Sveitarfélaginu Stykkishólmi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1497/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Múlaþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1503/2023 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1530/2023 - Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1573/2023 - Gjaldskrá fyrir fráveitu á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur – vatns- og fráveitu, Akraneskaupstaður[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1576/2023 - Gjaldskrá fyrir kalt vatn á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur – vatns- og fráveitu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1598/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1602/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1636/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1656/2023 - Reglur um staðsetningu og útlit auglýsingaskilta í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1675/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1676/2023 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda, byggingagjalda og þjónustu embættis byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1678/2023 - Reglugerð um (17.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1682/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, framkvæmda-, stöðu- og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu- og þjónustugjöld í Suðurnesjabæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1685/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1696/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1698/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1713/2023 - Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/28/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1731/2023 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1733/2023 - Reglur fyrir Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1746/2023 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og rotþróatæmingu í Árneshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1747/2023 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu- og þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1749/2023 - Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs[PDF vefútgáfa]
2023
C
Augl nr. 20/2023 - Auglýsing um innleiðingu á breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2235 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum, fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum og eigin staðfestingu vegna komu inn í Sambandið eða umflutnings gegnum Sambandið á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð
2024
B
Augl nr. 25/2024 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 26/2024 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 32/2024 - Reglugerð um veiðar íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 65/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 90/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 122/2024 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 1233/2023 um gildistöku framseldrar framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/464 um tilteknar reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar skjöl sem þörf er á vegna afturvirkrar viðurkenningar á tímabilum vegna aðlögunar, framleiðslu á lífrænum vörum ásamt upplýsingum sem aðildarríki eiga að láta í té[PDF vefútgáfa] Augl nr. 125/2024 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 450/2022 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 129/2024 - Reglugerð um (18.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 130/2024 - Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 131/2024 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 152/2024 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 153/2024 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 161/2024 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 190/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Skagastrandar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 218/2024 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 235/2024 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 236/2024 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/572/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 243/2024 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 128/2024 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1428 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna eftirlits með perflúoróalkýlefnum í tilteknum matvælum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 249/2024 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 204/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið[PDF vefútgáfa] Augl nr. 266/2024 - Reglugerð um veiðar íslenskra skipa á makríl[PDF vefútgáfa] Augl nr. 301/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit[PDF vefútgáfa] Augl nr. 345/2024 - Reglur um skilríki starfsmanna sendiráða, kjörræðismanna o.fl.[PDF vefútgáfa] Augl nr. 349/2024 - Reglugerð um (24.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 385/2024 - Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 386/2024 - Reglugerð um (26.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 411/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Húnabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 450/2024 - Reglugerð um (27.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 455/2024 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 204/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið[PDF vefútgáfa] Augl nr. 488/2024 - Reglur um doktorsnám á félagsvísindasviði Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 501/2024 - Reglugerð um innleiðingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/384 um heppileika nafngifta á yrkjum af tegundum nytjaplantna í landbúnaði og grænmetistegunda og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 637/2009[PDF vefútgáfa] Augl nr. 504/2024 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 464/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2002 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar tilkynningu og skýrslugjöf í Sambandinu um skráða sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 512/2024 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 1077/2011 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 513/2024 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 315/2017 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 636/2014 um fyrirmynd að vottorði fyrir viðskiptavini með óflegin stór villt veiðidýr[PDF vefútgáfa] Augl nr. 514/2024 - Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 372/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/628 um fyrirmyndir að opinberum vottorðum fyrir tiltekin dýr og vörur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 541/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 585/2024 - Reglugerð um (28.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 587/2024 - Reglur um breytingu á reglum nr. 440/2018 um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 590/2024 - Gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni Matvælastofnunar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 620/2024 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1237/2023 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1698 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar kröfur um málsmeðferð er varða viðurkenningu á eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum sem eru til þess bær að annast eftirlit með lífrænt vottuðum rekstraraðilum og hópum rekstraraðila og með lífrænt ræktuðum vörum í þriðju löndum og að því er varðar reglur um eftirlit með þeim og eftirlit og aðrar aðgerðir sem þessi eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðilar eiga að annast[PDF vefútgáfa] Augl nr. 624/2024 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1377/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/620 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar samþykki fyrir sjúkdómalausri stöðu og bólusetningarlausri stöðu tiltekinna aðildarríkja eða svæða eða hólfa þeirra að því er varðar tiltekna skráða sjúkdóma og samþykki fyrir útrýmingaráætlunum vegna þessara skráðu sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 626/2024 - Reglugerð um (29.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 671/2024 - Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/572/EB og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 672/2024 - Reglugerð um (30.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 687/2024 - Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa] Augl nr. 751/2024 - Reglugerð um heimild grænlenskra skipa til veiða á makríl á árinu 2024[PDF vefútgáfa] Augl nr. 752/2024 - Reglugerð um (31.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 755/2024 - Reglur um fjárframlög til háskóla[PDF vefútgáfa] Augl nr. 764/2024 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 767/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 815/2024 - Reglugerð um (32.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 817/2024 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025[PDF vefútgáfa] Augl nr. 839/2024 - Reglugerð um (33.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 886/2024 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 849/2023, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2023/2024 og almanaksárið 2024[PDF vefútgáfa] Augl nr. 887/2024 - Gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 892/2024 - Reglugerð um ráðstöfun og öflun eigna ríkisins[PDF vefútgáfa] Augl nr. 972/2024 - Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 454/2022 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779 og 2007/240/EB[PDF vefútgáfa] Augl nr. 973/2024 - Reglugerð um (34.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1005/2024 - Reglugerð um (35.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1027/2024 - Reglugerð um (36.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1136/2024 - Reglugerð um (37.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1139/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl.[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1155/2024 - Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 204/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1236/2024 - Reglugerð um (38.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1245/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1280/2024 - Gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1284/2024 - Reglugerð um (39.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1300/2024 - Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1304/2024 - Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1306/2024 - Reglugerð um (44.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1307/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1317/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, framkvæmda-, stöðu- og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu- og þjónustugjöld í Suðurnesjabæ[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1379/2024 - Reglugerð um (40.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1407/2024 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1377/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/620 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar samþykki fyrir sjúkdómalausri stöðu og bólusetningarlausri stöðu tiltekinna aðildarríkja eða svæða eða hólfa þeirra að því er varðar tiltekna skráða sjúkdóma og samþykki fyrir útrýmingaráætlunum vegna þessara skráðu sjúkdóma (dýraheilbrigði)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1409/2024 - Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1421/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1424/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1429/2024 - Reglugerð um (41.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1435/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1436/2024 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1492/2024 - Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1501/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1502/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1517/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1520/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1587/2024 - Gjaldskrá gatnagerðargjalds, byggingargjalda og þjónustu embættis byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1594/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1598/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1622/2024 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1654/2024 - Reglugerð um (42.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1701/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1706/2024 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Borgarbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1707/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1718/2024 - Samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1726/2024 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1727/2024 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1730/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1736/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1744/2024 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1750/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1772/2024 - Gjaldskrá Vatnsveitu Hafnarfjarðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1780/2024 - Gjaldskrá fyrir Slökkvilið í Sveitarfélaginu Stykkishólmi[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1788/2024 - Gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja bs[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1793/2024 - Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa] Augl nr. 1803/2024 - Gjaldskrá slökkviliðs Húnabyggðar[PDF vefútgáfa]
2024
C
Augl nr. 12/2024 - Auglýsing um innleiðingu á breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/572/EB og 2007/240/EB Augl nr. 20/2024 - Auglýsing um innleiðingu á breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/572/EB og 2007/240/EB Augl nr. 35/2024 - Auglýsing um innleiðingu á breytingum á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/28/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB
2025
B
Augl nr. 29/2025 - Reglugerð um (43.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429[PDF vefútgáfa] Augl nr. 30/2025 - Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum[PDF vefútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 231 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1913-08-01 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 271 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1913-08-05 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 680 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1913-09-05 00:00:00 [PDF]
Þingmál A65 (eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 740 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1913-09-06 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 856 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1913-09-11 00:00:00 [PDF]
Þingmál A76 (landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans)[HTML]
Þingmál A3 (undanþága vegna siglingalaganna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 57 (nefndarálit) útbýtt þann 1914-07-08 00:00:00 [PDF]
Þingmál A11 (eignarnámsheimild vegna mannvirkja undir hafnarbryggju)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 1914-07-06 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 141 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1914-07-17 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 331 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1914-07-31 00:00:00 [PDF]
Þingmál A46 (ráðstafanir gegn útlendingum vegna íslenskrar landhelgi)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 68 (þáltill.) útbýtt þann 1914-07-11 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 147 (þál. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1914-07-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1914-07-01 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 181 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1914-07-21 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 281 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1914-07-29 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1920-02-10 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 53 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 180 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1920-02-28 00:00:00 [PDF]
Þingmál A10 (laun hreppstjóra og aukatekjur)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-02-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 97 (nefndarálit) útbýtt þann 1926-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1944-01-12 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 98 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1944-02-28 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 103 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1944-02-29 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 153 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1944-03-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-19 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 80 (breytingartillaga) útbýtt þann 1948-11-09 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 103 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1948-11-12 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 232 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1953-12-04 00:00:00 [PDF]
Þingmál A4 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-05-17 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 630 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-05-24 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 642 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1957-05-27 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-05-17 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 631 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-05-24 00:00:00 [PDF]
Þingræður: 9. þingfundur - Magnús Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1958-11-12 00:00:00 - [HTML]
Þingmál A34 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 56 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-11-03 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 244 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1959-02-06 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 467 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1964-04-20 00:00:00 [PDF]
Þingmál A22 (framkvæmdir Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-10-12 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 284 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1965-03-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-08 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 448 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1965-04-09 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 484 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1965-04-20 00:00:00 [PDF]
Þingmál A154 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]
Þingræður: 55. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1965-03-16 00:00:00 - [HTML] 64. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-08 00:00:00 - [HTML]
Þingmál A157 (Myndlista- og handíðaskóli Íslands)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 555 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1966-04-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 556 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1966-04-23 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 740 (breytingartillaga) útbýtt þann 1972-05-10 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 768 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1972-05-13 00:00:00 [PDF]
Þingmál A270 (lán vegna framkvæmdaáætlunar 1972)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 652 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-28 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 806 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1972-05-15 00:00:00 [PDF]
Þingmál A276 (staðfesting Bernarsáttmálans til verndar bókmenntum og listaverkum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 712 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-05-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-12-10 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 246 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1975-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 349 (breytingartillaga) útbýtt þann 1980-04-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 380 (breytingartillaga) útbýtt þann 1980-04-30 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 430 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-02-17 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 604 (breytingartillaga) útbýtt þann 1981-04-06 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 613 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-04-07 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 648 (breytingartillaga) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 661 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-04-14 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 412 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-01 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 605 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 318 (breytingartillaga) útbýtt þann 1986-12-13 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 349 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1986-12-16 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 396 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1986-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 66 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-10-29 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 341 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-12-18 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 393 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-12-21 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 502 (breytingartillaga) útbýtt þann 1988-01-12 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 510 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-01-13 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 74 (þáltill.) útbýtt þann 1987-11-04 00:00:00 [PDF]
Þingmál A101 (greiðsla opinberra gjalda með skuldabréfum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 105 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1987-11-12 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 177 (svar) útbýtt þann 1987-12-02 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-09 14:25:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 432 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2000-12-05 10:20:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 99 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-10-04 15:09:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 212 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:22:00 [HTML][PDF]
Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1412 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-29 11:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1436 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 11:30:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 404 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML][PDF] Þingræður: 42. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-04 22:38:07 - [HTML]
Þingmál A325 (fullvirðisréttur við sölu ríkisjarða)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 412 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-11-27 16:10:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 601 (svar) útbýtt þann 2001-12-14 13:30:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1424 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-15 02:05:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1443 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:36:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1181 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:58:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1214 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:33:00 [HTML][PDF]
Þingmál A359 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-13 13:10:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 961 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1413 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 23:56:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-01 15:11:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 466 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-12-02 17:20:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 588 (lög í heild) útbýtt þann 2003-12-05 16:26:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 338 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2003-11-11 16:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 467 (svar) útbýtt þann 2003-11-28 12:28:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1412 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-04-15 16:13:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1601 (svar) útbýtt þann 2004-05-10 22:20:00 [HTML][PDF]
Þingmál A940 (þjónusta sálfræðinga innan heilbrigðiskerfisins)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-01 15:51:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-24 14:26:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-02 15:26:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 536 (lög í heild) útbýtt þann 2004-12-04 12:51:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 85 - Komudagur: 2004-11-11 - Sendandi: Minni hluti heilbr.- og trygginganefndar - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 500 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-11-30 16:28:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 517 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-02 17:07:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 518 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-02 15:49:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML][PDF]
Þingmál A625 (Hegningarhúsið við Skólavörðustíg)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 943 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2005-03-09 11:46:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 977 (svar) útbýtt þann 2005-03-17 13:32:00 [HTML][PDF]
Þingmál A628 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 949 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-10 13:46:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-02 15:25:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 459 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 550 (lög í heild) útbýtt þann 2006-12-06 13:09:00 [HTML][PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ýmis gögn sem lögð voru fram á fundi iðn.) - [PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, Félagsvísinda- og lagadeild - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]
Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML][PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 18:09:21 - [HTML] 61. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-29 18:19:26 - [HTML]
Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML][PDF] Þingræður: 39. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-04 15:59:24 - [HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2006-12-29 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Þingmál A435 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 536 (frumvarp) útbýtt þann 2006-12-05 13:27:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 779 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML][PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 20:09:56 - [HTML]
Þingmál A521 (símhleranir og eftirgrennslana-, öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglunnar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 787 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 841 (svar) útbýtt þann 2007-02-07 15:47:00 [HTML][PDF]
Þingmál A588 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1349 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 18:00:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1382 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:13:00 [HTML][PDF]
Þingmál A589 (merkingar á erfðabreyttum matvælum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML][PDF]
Þingmál A12 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 16 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-06-05 16:13:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 39 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 11:52:00 [HTML][PDF]
Þingmál A441 (skipulagsbreytingar í Stjórnarráðinu)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 704 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-02-26 17:05:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1041 (svar) útbýtt þann 2008-05-21 18:55:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 378 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-18 12:39:00 [HTML][PDF]
Þingmál A335 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-24 14:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 813 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-03-30 12:33:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 895 (lög í heild) útbýtt þann 2009-04-02 15:02:00 [HTML][PDF]
Þingmál A356 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-01 15:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-15 10:38:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 556 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-16 14:31:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 2010-11-16 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 18:05:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 600 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 13:25:00 [HTML][PDF]
Þingmál A330 (úthlutun byggðakvóta til Reykjanesbæjar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1400 (svar) útbýtt þann 2011-05-10 17:44:00 [HTML][PDF]
Þingmál A353 (eiginfjárframlag til SAT eignarhaldsfélags hf.)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 443 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-12-07 21:14:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 723 (svar) útbýtt þann 2011-01-26 16:07:00 [HTML][PDF]
Þingmál A363 (námskeið fyrir þá sem sæta akstursbanni)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 884 (svar) útbýtt þann 2011-02-23 13:39:00 [HTML][PDF]
Þingmál A380 (framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1317 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-04-14 14:42:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1318 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-04-14 15:14:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1012 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1234 (svar) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 629 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-12-17 20:52:00 [HTML][PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2012-10-16 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands - [PDF] Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Persónuvernd - Skýring: (afrit af bréfi sem sent var til innanríkisrn.) - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML][PDF] Þingræður: 35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:23:05 - [HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]
Þingmál A398 (sérstök dreifing á upplýsingum úr álagningaskrám)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 477 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-13 13:07:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 683 (svar) útbýtt þann 2012-12-11 16:25:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-09 18:53:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1276 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-16 12:04:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1317 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-25 13:16:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1336 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:18:00 [HTML][PDF]
Þingmál A253 (stofnun Dróma hf. og ráðstöfun eigna og réttinda SPRON)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 464 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-12-20 13:36:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 546 (svar) útbýtt þann 2014-01-23 12:21:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 466 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-12-20 13:19:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 548 (svar) útbýtt þann 2014-01-23 14:35:00 [HTML][PDF]
Þingmál A50 (kostnaður á greiðslu krafna með gjalddaga eða eindaga sem ber upp á frídag eða helgi)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 50 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-09-11 10:19:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 437 (svar) útbýtt þann 2014-11-03 14:48:00 [HTML][PDF]
Þingmál A52 (aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1378 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2015-06-01 17:36:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF] Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 303 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-10-16 16:27:00 [HTML][PDF]
Þingmál A98 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 98 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 616 (lög í heild) útbýtt þann 2014-11-28 13:56:00 [HTML][PDF]
Þingmál A99 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 854 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-01-22 11:26:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 879 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-01-28 13:24:00 [HTML][PDF]
Þingmál A115 (aðgengi handhafa rannsóknarheimilda að upplýsingum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 117 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-09-18 11:08:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 325 (svar) útbýtt þann 2014-10-20 14:41:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 120 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-09-18 11:08:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 173 (svar) útbýtt þann 2014-09-24 15:58:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 399 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-10-23 12:38:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 658 (svar) útbýtt þann 2014-12-03 18:24:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 612 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-11-28 14:13:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 813 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 525 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-03 10:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-19 12:13:00 [HTML][PDF]
Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML][PDF]
Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1749 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-10-05 17:36:00 [HTML][PDF]
Þingmál A107 (innviða- og byggingarréttargjald)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 166 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-02-02 13:30:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 345 (svar) útbýtt þann 2017-03-13 14:43:00 [HTML][PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF] Dagbókarnúmer 1271 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Þingmál A340 (sjókvíaeldi og vernd villtra laxfiska)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 465 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-03-27 15:00:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 775 (svar) útbýtt þann 2017-05-15 16:41:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 823 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-22 10:25:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1149 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 106 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-12-28 17:30:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 144 (lög í heild) útbýtt þann 2017-12-30 00:56:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML][PDF] Þingræður: 4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 10:32:55 - [HTML]
Þingmál A180 (uppgreiðslugjöld húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 254 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-06 16:07:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 475 (svar) útbýtt þann 2018-03-08 16:39:00 [HTML][PDF]
Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2018-03-21 - Sendandi: Ungmennafélag Íslands - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-01 17:21:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 868 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-04-26 14:03:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 917 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-05-03 16:10:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1384 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML][PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5100 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Akstursíþróttasamband Íslands og Mótorhjóla- og snjósleðaíþróuttasamband Íslands - [PDF]
Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1757 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1785 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 4733 - Komudagur: 2019-03-19 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]
Þingmál A585 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 985 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-02-26 13:18:00 [HTML][PDF]
Þingmál A616 (stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1021 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-02-28 17:48:00 [HTML][PDF]
Þingmál A632 (vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1037 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:29:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 4797 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF] Dagbókarnúmer 4936 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1674 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-31 18:57:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5545 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Þingmál A774 (frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1722 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-05 17:53:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1995 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:49:00 [HTML][PDF]
Þingmál A1016 (brottvísun barna sem sótt höfðu um alþjóðlega vernd)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1972 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-20 15:46:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 2059 (svar) útbýtt þann 2019-09-02 10:08:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1973 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-20 16:19:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 2003 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1974 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-20 17:00:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 2052 (svar) útbýtt þann 2019-08-29 18:09:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:31:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 609 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-12-10 14:02:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 621 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-03 14:40:00 [HTML][PDF]
Þingmál A109 (fordæming meðferðar bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1021 (svar) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML][PDF]
Þingmál A171 (lagaheimild til útgáfu reglugerðar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 172 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-09-26 15:32:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 396 (svar) útbýtt þann 2019-11-09 12:53:00 [HTML][PDF]
Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1839 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-25 11:57:00 [HTML][PDF]
Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2073 - Komudagur: 2020-05-19 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]
Þingmál A713 (breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]
Þingræður: 95. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 15:44:40 - [HTML]
Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML][PDF]
Þingmál A772 (söfnun og miðlun fjárhagsupplýsinga)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1319 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-05-05 16:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 2119 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 571 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-14 14:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 726 (lög í heild) útbýtt þann 2020-12-18 22:08:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML][PDF] Þingræður: 112. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-11 11:19:15 - [HTML]
Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 594 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-15 13:09:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 743 (svar) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML][PDF]
Þingmál A413 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkislögreglustjóra)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 601 (álit) útbýtt þann 2020-12-15 13:09:00 [HTML][PDF]
Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1795 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-12 23:10:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2986 - Komudagur: 2021-05-14 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1608 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-04 15:36:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2438 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML][PDF]
Þingmál A606 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1036 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-17 17:45:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 943 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML][PDF]
Þingmál A619 (móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 865 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-05 13:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 982 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 931 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-26 15:40:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1106 (svar) útbýtt þann 2022-05-31 14:12:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1341 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-06-16 00:18:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1480 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML][PDF]
Þingmál B572 (niðurstöður úttektar á stöðu og áskorunum í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum, munnleg skýrsla umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. - Ein umræða)
Þingskjöl: Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 18:14:00 [HTML][PDF]
Þingmál A253 (lagaheimild fyrir þvingaðri lyfjagjöf við brottvísanir)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 254 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-09-29 14:22:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 411 (svar) útbýtt þann 2022-10-26 14:39:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 760 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-09 12:41:00 [HTML][PDF] Þingræður: 49. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-12-14 20:49:32 - [HTML]
Þingmál A290 (heimild til afhendingar upplýsinga úr málaskrá lögreglu vegna afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 294 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 13:04:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 449 (svar) útbýtt þann 2022-11-08 13:10:00 [HTML][PDF]
Þingmál A293 (eftirlit með menntun, aðbúnaði og réttindum barna í skólum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 364 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-18 15:59:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 597 (svar) útbýtt þann 2022-11-24 14:47:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 576 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-21 17:23:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1139 (svar) útbýtt þann 2023-02-21 13:36:00 [HTML][PDF]
Þingmál A487 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 577 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-11-22 13:07:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 998 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-01-25 14:49:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1191 (svar) útbýtt þann 2023-02-27 14:44:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1042 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-01-31 15:35:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1247 (svar) útbýtt þann 2023-03-09 15:05:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1714 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-08 16:36:00 [HTML][PDF] Þingræður: 104. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-05-09 18:17:55 - [HTML]
Þingmál A695 (undanþága frá notkun fiskiskipa á sjálfvirkum auðkenniskerfum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1067 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-02 13:21:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1541 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:34:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1072 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-02 13:21:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1944 (svar) útbýtt þann 2023-06-05 14:43:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1967 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-05 19:39:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1957 (svar) útbýtt þann 2023-06-07 11:11:00 [HTML][PDF]
Þingmál A1048 (samskipti sýslumanns og barnaverndar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1687 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-03 16:50:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1949 (svar) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML][PDF]
Þingmál B287 (Niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1037 - Komudagur: 2023-12-05 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 579 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-20 14:59:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 2101 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-22 19:45:00 [HTML][PDF]
Þingmál A511 (aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024--2026)[HTML]
Þingmál A515 (ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 590 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-20 17:32:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 915 (svar) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML][PDF]
Þingmál A516 (ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 591 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-21 13:10:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 993 (svar) útbýtt þann 2024-02-06 13:49:00 [HTML][PDF]
Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 645 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-29 17:19:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 912 (svar) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML][PDF]
Þingmál A571 (undanþágur frá fjarskiptaleynd)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1137 (svar) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML][PDF]
Þingmál A579 (Náttúrufræðistofnun Íslands o.fl.)[HTML]