Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 651/2006 dags. 10. janúar 2007 (Djúpiklettur)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 651/2006 dags. 10. janúar 2007 (Djúpiklettur)“.

E lenti í vinnuslysi þann 6. mars 2002 um borð í skipi sem D átti, og stefndi E því bæði D og vátryggingafélagi hans til greiðslu skaðabóta með stefnu birtri 24. maí 2006. Í millitíðinni höfðu verið sett ný lög um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, er tóku gildi 1. janúar 2006. Nýju lögin fólu í sér breytingu á málsóknarreglum eldri laga er kváðu á um að stefna skuli bæði vinnuveitandanum og vátryggingafélaginu, í stað þess að stefna einvörðungu vinnuveitandanum.

Hæstiréttur taldi að hin nýju lög kvæðu ekki nógu skýrt um lagaskil varðandi atvik sem áttu sér stað fyrir gildistöku laganna og dómsmál óhöfðuð. Af þeim orsökum væri ekki hægt að beita nýju lögunum að því leyti, heldur þeim eldri. Samkvæmt eldri lögunum eignaðist tjónþolinn ekki kröfu á hendur ábyrgðartryggjanda fyrr en bótakrafan hefði verið dæmd á hendur tjónvaldi, en um slíkt hefði ekki verið að ræða í þessu tilviki. Niðurstaðan varð því að kröfum E gagnvart vátryggingarfélagi D var vísað frá dómi.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 280/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 285/2014 dags. 9. maí 2014[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-67/2013 dags. 9. júlí 2013[HTML]