Réttarreglur eru samfélagsleg viðmið um að eitthvað eigi að vera (gert) með ákveðnum hætti.
Helstu flokkar réttarreglna:
* Hátternisreglur
* Bærni- og hæfisreglur
* Málsmeðferðarreglur
Fara á yfirlit Úrlausnir Hæstaréttar Íslands Hrd. 1929:956 nr. 15/1928 [PDF] Hrd. 1931:34 nr. 59/1930 [PDF] Hrd. 1932:767 nr. 80/1932 [PDF] Hrd. 1933:23 nr. 174/1932 [PDF] Hrd. 1935:85 nr. 136/1934 (Síldarþró) [PDF] Hrd. 1937:91 nr. 114/1936 (Endurgreiðsla oftekinna vaxta) [PDF] Hrd. 1937:171 nr. 111/1936 [PDF] Hrd. 1939:252 nr. 73/1938 [PDF] Hrd. 1942:134 nr. 98/1941 [PDF] Hrd. 1943:188 nr. 14/1943 [PDF] Hrd. 1943:237 nr. 118/1942 (Hrafnkatla) [PDF] Hrd. 1944:64 nr. 96/1943 [PDF] Hrd. 1945:400 nr. 15/1945 (Togarasjómaður) [PDF] Hrd. 1945:421 nr. 9/1944 [PDF] Hrd. 1946:570 nr. 6/1946 (Hringbraut 56) [PDF] Hrd. 1947:293 nr. 76/1945 (Kostnaður við vegalagningu) [PDF] Davíð, sem var aldraður, samdi um vegalagningu á/við jörð og varð kostnaður hennar nokkuð hár. Nágranninn ætlaði að leggja eitthvað í þetta. Verðmatið fór fram með mati tveggja dómkvaddra manna. Davíð var talinn hafa ekki gert sér grein fyrir því hversu fjárfrekar skuldbindingarnar voru sem hann gekk undir miðað við sína hagi og átti nágrannanum að hafa verið það ljóst. Samningurinn var ógiltur á grundvelli 1. mgr. 31. gr. samningalaganna með lögjöfnun.
Hrd. 1947:412 nr. 80/1946 [PDF] Hrd. 1948:88 nr. 6/1948 (Takmörkun á næturakstri leigubifreiða - Skömmtun bensíns) [PDF] Lagaákvæðin voru almenn og óljós en heimilt var að refsa viðkomandi. Líklega ekki niðurstaðan ef dæmt í dag.
Hrd. 1949:132 nr. 131/1948 [PDF] Hrd. 1950:76 nr. 3/1948 [PDF] Hrd. 1950:94 kærumálið nr. 2/1950 [PDF] Hrd. 1950:153 nr. 109/1948 [PDF] Hrd. 1950:297 nr. 55/1949 [PDF] Hrd. 1951:20 kærumálið nr. 13/1950 (Lögmannamótmæli) [PDF] Hrd. 1952:276 nr. 161/1948 (Þjóðhátíð) [PDF] Vörubifreiðarstjóri á Vestmannaeyjum var beðinn um að ferja nokkrar unglingsstúlkur en síðan höfðu nokkrir drengir klifrað í leyfisleysi upp á bifreiðina til að fá far. Einn drengjanna datt og sótti bætur. Því var hafnað þar sem ekki þótti sannað að vörubifreiðarstjórinn hefði tekið að sér að ferja drengina.
Hrd. 1953:343 nr. 16/1953 (Dynskógajárnið - E/s Persier) [PDF] Hrd. 1953:363 nr. 9/1952 [PDF] Hrd. 1953:623 nr. 3/1950 (Hlið) [PDF] Hrd. 1954:494 nr. 21/1954 (Tilskipun um uppboðsþing) [PDF] Tilskipun frá árinu 1693 um uppboðsþing í Danmörku og Noregi kvað á um að tilteknir uppboðshaldarar væru þeir einu sem mættu halda uppboð hér á landi, en hún var aldrei birt hér á landi. Verslunarmaður var síðan ákærður fyrir að halda uppboð á ýmsum listmunum án réttinda. Vísað var til þess að aðrar tilskipanir sem voru löglega birtar vísuðu í þessa tilskipun og var henni fylgt í framkvæmd fyrir aldamótin 1800. Var því talið að hún hefði vanist í gildi.
Hrd. 1959:122 nr. 51/1958 [PDF] Hrd. 1960:360 nr. 123/1959 [PDF] Hrd. 1960:399 nr. 72/1959 [PDF] Hrd. 1960:832 nr. 62/1958 (Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja) [PDF] Hrd. 1961:157 nr. 98/1960 (Sýsluvegur) [PDF] Hrd. 1961:212 nr. 83/1960 [PDF] Hrd. 1961:715 nr. 61/1960 [PDF] Hrd. 1961:749 nr. 184/1960 [PDF] Hrd. 1962:277 nr. 20/1962 [PDF] Hrd. 1962:302 nr. 128/1961 [PDF] Hrd. 1962:628 nr. 72/1962 [PDF] Hrd. 1963:47 nr. 93/1962 [PDF] Hrd. 1963:141 nr. 182/1962 [PDF] Hrd. 1963:199 nr. 142/1962 [PDF] Hrd. 1964:10 nr. 176/1962 (Óslitin eftirför á úthafinu) [PDF] Hrd. 1964:122 nr. 96/1962 [PDF] Hrd. 1964:428 nr. 84/1964 [PDF] Hrd. 1964:540 nr. 107/1963 (Fjórir víxlar) [PDF] Hrd. 1964:638 nr. 103/1963 (Fiskiðjuver Ísfirðings) [PDF] Hrd. 1965:212 nr. 77/1962 [PDF] Hrd. 1965:646 nr. 131/1965 [PDF] Hrd. 1965:773 nr. 20/1965 [PDF] Hrd. 1966:331 nr. 13/1965 [PDF] Hrd. 1966:440 nr. 186/1964 [PDF] Hrd. 1966:1038 nr. 217/1965 (Heimtaugagjald) [PDF] Hrd. 1967:171 nr. 18/1966 [PDF] Hrd. 1967:881 nr. 54/1966 [PDF] Hrd. 1967:1039 nr. 46/1967 [PDF] Hrd. 1968:202 nr. 90/1967 [PDF] Hrd. 1968:428 nr. 33/1967 (Hjónavígsla) [PDF] Hrd. 1968:1155 nr. 137/1968 (Félag íslenzkra kjötiðnaðarmanna) [PDF] Hrd. 1970:415 nr. 16/1970 (Meðferð við drykkjusýki) [PDF] Hrd. 1970:897 nr. 247/1969 [PDF] Hrd. 1970:908 nr. 100/1970 [PDF] Hrd. 1971:1257 nr. 46/1971 [PDF] Hrd. 1972:446 nr. 187/1971 [PDF] Hrd. 1972:504 nr. 140/1971 [PDF] Hrd. 1972:995 nr. 113/1971 [PDF] Hrd. 1973:418 nr. 53/1973 [PDF] Hrd. 1973:435 nr. 188/1971 [PDF] Hrd. 1973:984 nr. 103/1972 [PDF] Hrd. 1973:1000 nr. 152/1972 [PDF] Hrd. 1974:13 nr. 159/1973 [PDF] Hrd. 1974:413 nr. 45/1973 (Ein klukkustund og tuttugu mínútur - Mótmælaganga) [PDF] Hrd. 1974:660 nr. 94/1973 [PDF] Hrd. 1974:678 nr. 110/1974 (Afhending barns) [PDF] Fógetaréttur hafði úrskurðað að barn yrði tekið af föður þess og fengið móður með beinni fógetagerð. Úrskurðinum var bæði áfrýjað og gagnáfrýjað til Hæstaréttar. Móðirin krafðist afhendingar á barninu samkvæmt innsetningargerðinni og úrskurðaði fógetarétturinn nokkrum dögum eftir fyrri úrskurð sinn, þrátt fyrir áfrýjunina, að barnið yrði afhent móðurinni. Sá úrskurður var kærður samdægurs til Hæstaréttar.
Hæstiréttur taldi að varhugavert væri að fullnusta áfrýjuðum úrskurði um afhendingu barnsins áður en dómur Hæstaréttar lægi fyrir. Væri slíkt í brýnni andstöðu við meginreglur barnalöggjafar og barnaverndarlaga. Ákvæði þáverandi aðfararlaga kváðu á um að áfrýjun úrskurðar um að aðför fari fram fresti ekki framkvæmd hennar. Hæstiréttur taldi að það ákvæði ætti að víkja fyrir meginreglum barnalaga og barnaverndarlaga.
Hrd. 1974:707 nr. 51/1973 [PDF] Hrd. 1975:30 nr. 111/1974 (Þjórsártungur) [PDF] Hrd. 1975:55 nr. 65/1971 (Arnarvatnsheiði) [PDF] SÓ seldi hluta Arnarvatnsheiðar árið 1880 en áskildi að hann og erfingjar hans, sem kunni að búa á tilteknu nánar afmörkuðu svæði, að hefðu rétt til eggjatöku og silungsveiði í því landi fyrir sig og sína erfingja. Kaupendurnir skiptu síðan landinu upp í tvo hluta og seldu síðan hlutana árið 1884 til tveggja nafngreindra hreppa. Löngu síðar fóru aðrir að veiða silunga á svæðinu og var þá deilt um hvort túlka mætti það afsal er fylgdi jörðinni árið 1880 á þann veg að erfingjarnir hefðu einkarétt á þessum veiðum eða deildu þeim réttindum með eigendum jarðarinnar hverju sinni.
Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.
Hrd. 1975:601 nr. 23/1974 (Hundamál) [PDF] Borgarstjórinn í Reykjavík hafði synjað áfrýjanda um leyfi til að halda hund af íslensku fjárhundakyni á heimili sínu. Eldri lög veittu bæjarstjórnum og hreppsnefndum heimild til að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum í formi reglugerðar staðfestum af stjórnarráðinu, og nýtti Reykjavík þá heimild á þann veg að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavíkur en hægt var að sækja um leyfi fyrir þarfahundum. Ný lög voru sett er tóku við af þeim eldri er höfðu sömu heimildir til banns á hundahaldi en kröfðust samþykktar staðfestri af heilbrigðismálaráðuneytinu.
Hæstiréttur taldi að þessar breyttu kröfur um setningarhátt yrðu ekki til þess að raska gildi reglugerðar sem sett hafði verið með stoð í eldri lögin. Synjaði hann einnig málsástæðu um að tiltekin lagaákvæði hafi verið talin hafa fallið úr gildi þar sem banni við hundahaldi í Reykjavík sbr. reglugerð, hafi ekki verið framfylgt.
Hrd. 1975:873 nr. 133/1974 [PDF] Hrd. 1975:895 nr. 141/1974 [PDF] Hrd. 1976:232 nr. 126/1974 [PDF] Hrd. 1977:32 nr. 103/1976 [PDF] Hrd. 1977:1201 nr. 9/1976 [PDF] Hrd. 1978:15 nr. 1/1978 (Launamunur) [PDF] Hrd. 1978:63 nr. 217/1977 [PDF] Hrd. 1978:447 nr. 50/1978 [PDF] Hrd. 1978:1283 nr. 55/1977 [PDF] Hrd. 1979:122 nr. 142/1976 (Þjóðhátíð á Þingvöllum) [PDF] Hrd. 1979:330 nr. 99/1977 [PDF] Hrd. 1979:403 nr. 189/1977 [PDF] Hrd. 1979:588 nr. 77/1977 (Skáldsaga) [PDF] Hrd. 1979:1157 nr. 173/1978 (Umgengnisréttur eftir óvígða sambúð) [PDF] Hrd. 1980:2 nr. 17/1979 (Verslunarráð Íslands) [PDF] Hrd. 1980:833 nr. 28/1980 (Anna í Ámundakoti) [PDF] Hrd. 1980:951 nr. 49/1980 (Miðstræti) [PDF] Hrd. 1980:1115 nr. 186/1978 [PDF] Hrd. 1980:1692 nr. 127/1978 [PDF] Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn) [PDF] Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.
Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.
Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.
Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:416 nr. 97/1979 (Fálkagata) [PDF] Hrd. 1981:496 nr. 141/1978 [PDF] Hrd. 1981:594 nr. 97/1978 [PDF] Hrd. 1981:910 nr. 131/1979 [PDF] Hrd. 1981:928 nr. 151/1979 [PDF] Hrd. 1981:965 nr. 191/1978 [PDF] Hrd. 1981:1060 nr. 126/1978 [PDF] Hrd. 1981:1183 nr. 154/1979 (Leigubílstjóri) [PDF] Hrd. 1981:1243 nr. 84/1979 [PDF] Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari) [PDF] Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.
Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.
Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna,
hrd. Landmannaafréttur I . Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.
Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.
Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.
Hrd. 1982:437 nr. 117/1979 [PDF] Hrd. 1982:902 nr. 60/1980 (Hænsnahús brennt af heilbrigðisyfirvöldum) [PDF] Rottugangur var í hænsnahúsi og kom meindýraeyðir og eitraði fyrir þeim. Hins vegar blönduðu heilbrigðisyfirvöld sér inn í málið létu brenna hænsnahúsið þrátt fyrir að ekki hafi legið fyrir að um stórfellda hættu að ræða. Eiganda hænsnahússins hafði ekki borist tilkynning um aðgerðirnar fyrir fram.
Hrd. 1982:928 nr. 168/1981 [PDF] Hrd. 1982:1629 nr. 232/1980 [PDF] Hrd. 1982:1648 nr. 21/1980 (Meiðyrðamál) [PDF] Hrd. 1982:1890 nr. 26/1980 [PDF] Hrd. 1983:140 nr. 156/1982 [PDF] Hrd. 1983:145 nr. 59/1980 [PDF] Hrd. 1983:415 nr. 182/1982 (Óskilgetið barn) [PDF] Skoða þurfti þágildandi barnalög þegar hún fæddist, þ.e. um faðernisviðurkenningu.
Ekki var litið svo á að henni hafi tekist að sanna að hún hafi talist vera barn mannsins að lögum.
Hrd. 1983:691 nr. 84/1981 (Skuldskeyting við fasteignakaup - Kleppsvegur) [PDF] Hrd. 1983:701 nr. 267/1981 (Anna í Ámundakoti II) [PDF] Hrd. 1983:1002 nr. 146/1980 [PDF] Hrd. 1984:172 nr. 12/1982 (Flóagaflsey) [PDF] Hrd. 1984:302 nr. 15/1982 [PDF] Hrd. 1984:325 nr. 40/1982 [PDF] Hrd. 1984:760 nr. 245/1982 (Miðvangur) [PDF] Fasteignakaupendur réðu lögmann í tengslum við framkvæmd fasteignakaupa. Hæstiréttur taldi að þeim hefði verið rétt að halda eftir greiðslu á grundvelli lögmannskostnaðar síns.
Hrd. 1984:775 nr. 88/1982 (Starfsmannavegabréf) [PDF] P krafði ríkissjóð um bætur fyrir ólögmæta handtöku þar sem hún hafði einungis framvísað starfsmannavegabréfi í stað gestavegabréfs. Handtakan var réttlætt með vísun í reglugerð settra með heimild í eldri lögum er giltu þá. Þau lög voru síðar afnumin með tilkomu laga um notkun nafnskírteina og talið að þá hafi grundvöllur reglugerðarinnar brostið. Krafa P um skaðabætur var því samþykkt.
Hrd. 1984:1030 nr. 16/1982 [PDF] Hrd. 1984:1126 nr. 126/1982 (Afturköllun á rétti til að stunda leigubifreiðaakstur) [PDF] Ekki var talin vera lagastoð fyrir afturköllun á tilteknu leyfi en það talið í lagi.
Hrd. 1984:1148 nr. 67/1984 [PDF] Hrd. 1984:1136 nr. 65/1984 (Veiði silungs í lagnet) [PDF] Í lögum var kveðið á um heimild til ráðherra til að takmarka eða banna veiði göngusilungs í sjó á tilteknum svæðum og um tiltekinn tíma með þeim formerkjum að nánar skilgreindir aðilar æsktu þess og tilteknir aðilar mæltu með henni.
Ráðherra setti slíkar reglur sem uppfyllti þessi skilyrði en sökum efnislegs galla gaf hann þær aftur út endurskoðaðar með viðeigandi breytingum. Hins vegar láðist ráðherra að afla meðmælanna á ný er leiddi til þess að seinni reglurnar voru ekki rétt settar, og því voru þær ekki löggiltur refsigrundvöllur.
Hrd. 1985:128 nr. 146/1983 [PDF] Hrd. 1985:519 nr. 17/1983 (Skipagata) [PDF] Hrd. 1985:563 nr. 205/1982 (Gámur á þilfari) [PDF] Hrd. 1985:587 nr. 172/1982 [PDF] Hrd. 1985:634 nr. 27/1983 (Svell) [PDF] Hrd. 1985:1339 nr. 131/1984 (Útilíf) [PDF] Verslunin Útilíf pantaði vörur frá erlendum birgja og fékk reikning. Á honum stóð að krafan hefði verið framseld gagnvart öðrum aðila. Samt sem áður greiddi verslunin seljandanum en ekki framsalshafa. Seljandinn fór svo í þrot. Framsalshafinn vildi svo fá sína greiðslu.
Klofinn dómur. Meiri hlutinn taldi að kaupandinn hefði þurft að sæta sig við það þar sem tilkynningin var í sama letri og annar texti en ekki smáu letri. Þá var kaupandinn talinn vera reyndur í viðskiptum og réttmætt að krefjast þess að hann læsi allan reikninginn í ljósi upphæðar hans.
Minni hlutinn taldi að tilkynningin hefði ekki verið nógu áberandi og væri eins og hver annar texti á sjö blaðsíðna óundirrituðum reikningi.
Hrd. 1986:79 nr. 66/1983 (Álverið í Straumsvík) [PDF] Hrd. 1986:367 nr. 61/1984 [PDF] Hrd. 1986:462 nr. 204/1985 (Þungaskattur í formi kílómetragjalds) [PDF] Vörubifreiðastjóri fór í mál til að endurheimta skatt sem hann greiddi.
Síðar voru sett lög sem heimiluðu endurgreiðslu ofgreiddra skatta.
Hrd. 1986:589 nr. 166/1984 [PDF] Hrd. 1986:619 nr. 34/1984 (Vextir af skyldusparnaði) [PDF] Hrd. 1986:808 nr. 54/1984 [PDF] Hrd. 1986:941 nr. 15/1985 [PDF] Hrd. 1986:1206 nr. 151/1985 [PDF] Hrd. 1986:1248 nr. 23/1985 [PDF] Hrd. 1986:1534 nr. 187/1985 [PDF] Hrd. 1987:34 nr. 1/1987 [PDF] Hrd. 1987:384 nr. 67/1987 (Innsetning í umráð barna) [PDF] Hrd. 1987:664 nr. 327/1986 [PDF] Hrd. 1987:1059 nr. 228/1986 [PDF] Hrd. 1987:1758 nr. 345/1987 [PDF] Hrd. 1988:43 nr. 167/1987 [PDF] Hrd. 1988:267 nr. 14/1987 [PDF] Hrd. 1988:350 nr. 20/1987 (Grásleppuhrogn) [PDF] Hrd. 1988:943 nr. 36/1988 [PDF] Hrd. 1988:1140 nr. 302/1988 [PDF] Hrd. 1988:1624 nr. 210/1988 [PDF] Hrd. 1988:1696 nr. 137/1987 [PDF] Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun) [PDF] Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.
Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.
Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.
Hrd. 1989:682 nr. 255/1987 [PDF] Hrd. 1989:1190 nr. 294/1989 [PDF] Hrd. 1989:1452 nr. 405/1989 [PDF] Hrd. 1989:1455 nr. 406/1989 [PDF] Hrd. 1989:1666 nr. 166/1988 [PDF] Hrd. 1989:1676 nr. 168/1988 [PDF] Hrd. 1990:2 nr. 120/1989 (Aðskilnaðardómur III) [PDF] G var sakaður um skjalafals auk þess að hafa ranglega látið skrifa vörur á fyrirtæki án heimildar. Málið var rekið á dómþingi sakadóms Árnessýslu og dæmdi dómarafulltrúi í málinu en hann starfaði á ábyrgð sýslumanns. Samkvæmt skjölunum var málið rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu og ekki séð að dómarafulltrúinn hafi haft önnur afskipti af málinu en þau að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara.
Hæstiréttur rakti forsögu þess að fyrirkomulagið hafi áður verið talist standast stjórnarskrá með vísan til 2. gr. hennar þar sem 61. gr. hennar gerði ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Þessi dómsúrlausn er þekkt fyrir það að Hæstiréttur hvarf frá þessari löngu dómaframkvæmd án þess að viðeigandi lagabreytingar höfðu átt sér stað. Ný lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði höfðu verið sett en áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992, meira en tveimur árum eftir að þessi dómur væri kveðinn upp.
Þau atriði sem Hæstiréttur sagði að líta ætti á í málinu (bein tilvitnun úr dómnum):
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið.
* Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var.
* Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eigi gildi 1. júlí 1992.
* Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.
* Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
* Ríkisstjórn Íslands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið.
* Í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála.
* Í máli þessu er ekkert komið fram, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.
Með hliðsjón af þessu leit Hæstiréttur svo á að skýra beri ætti tilvitnuð ákvæði einkamálalaga og sakamálalaga á þann hátt að sýslumanninum og dómarafulltrúanum hefði borið að víkja sæti í málinu. Hinn áfrýjaði dómur var felldur úr gildi og öll málsmeðferðin fyrir sakadómi, og lagt fyrir sakadóminn að taka málið aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar.
Hrd. 1990:92 nr. 31/1990 (Hæfi héraðsdómara - Gæsluvarðhaldsúrskurður I - Aðskilnaðardómur V) [PDF] Hrd. 1990:266 nr. 460/1989 [PDF] Hrd. 1990:840 nr. 75/1988 [PDF] Hrd. 1990:885 nr. 219/1989 [PDF] Hrd. 1990:1276 nr. 251/1989 [PDF] Hrd. 1990:1287 nr. 266/1990 [PDF] Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir) [PDF] M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.
Hrd. 1991:925 nr. 273/1990 [PDF] Hrd. 1991:1368 nr. 44/1989 (Brúarhóll) [PDF] Hrd. 1991:1474 nr. 173/1989 (Ólöglegt hús) [PDF] Hrd. 1992:352 nr. 42/1992 [PDF] Hrd. 1992:651 nr. 489/1989 [PDF] Hrd. 1992:2189 nr. 219/1992 [PDF] Hrd. 1993:974 nr. 43/1991 [PDF] Hrd. 1993:1014 nr. 168/1993 (Laugavegur 27 - Réttmæti geymslugreiðslu) [PDF] Skuldari taldi sig hafa verið í vafa um hverjum hann ætti að greiða en héraðsdómur taldi engan vafa hafa verið fyrir hendi. Hann mat svo að með því hafi skilyrðin fyrir geymslugreiðslunni ekki verið fyrir hendi, og taldi gjaldfellinguna heimila.
Hæstiréttur sneri dómnum við og nefndi að skuldarinn hafði verið haldinn misskilningi um greiðsluna og þótt geymslugreiðslan hafi ekki uppfyllt öll skilyrðin hafi verið sýnt fram á viljann og getuna til að inna greiðsluna af hendi, meðal annars í ljósi þess að geymslugreiðslan hafi farið fram afar nálægt gjalddaga. Taldi hann því að gjaldfellingin hefði ekki verið heimil.
Hrd. 1993:1540 nr. 316/1993 (Bátur í Kópavogshöfn - Silja) [PDF] Aðili tók eftir að bátur byrjaði að sökkva í Kópavogshöfn. Hann dró bátinn í land, gerði við hann, og krafði eigandann svo um greiðslu fyrir björgunina og viðgerðina. Hæstiréttur tók ekki undir kröfu aðilans um greiðslu vegna viðgerðarinnar af hendi eiganda bátsins.
Hrd. 1994:117 nr. 514/1993 (Fjallaskáli á Fimmvörðuhálsi - Þórsmörk) [PDF] Hrd. 1994:367 nr. 3/1992 [PDF] Hrd. 1994:590 nr. 244/1993 [PDF] Hrd. 1994:891 nr. 214/1991 (Grund í Skorradal) [PDF] Hrd. 1994:924 nr. 169/1990 [PDF] Hrd. 1994:1392 nr. 59/1992 [PDF] Hrd. 1994:2717 nr. 75/1992 [PDF] Hrd. 1994:2844 nr. 222/1992 [PDF] Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám) [PDF] Hrd. 1995:521 nr. 504/1994 [PDF] Hrd. 1995:937 nr. 429/1992 [PDF] Hrd. 1995:1161 nr. 341/1992 (Mótorbáturinn Dagný) [PDF] Krafist var ógildingar á kaupsamningi um bát. Ný lög um stjórn fiskveiða tóku gildi eftir söluna þar sem leyft var framsal á aflaheimild báta, og jókst virði báta verulega við gildistöku laganna. Kaupverðið var um 1,6 milljón og síðar kom út mat um virði bátsins ásamt aflahlutdeild um að hann hefði orðið um 5 milljóna króna virði. Seljandinn ætlaði að kaupa sér stærri bát en bátarnir sem hann hugðist ætla að kaupa ruku upp í verði.
Meirihlutinn taldi að ógilda ætti samninginn á grundvelli 36. gr. sml.
Í sératkvæðum minnihlutans var staða aðila talin jöfn við samningsgerðina og að ekki ætti að ógilda samninginn. Báðir aðilar höfðu vitneskju um fyrirhugaða löggjöf.
Dómurinn hefur verið nokkuð gagnrýndur.
Hrd. 1995:1175 nr. 342/1992 (Umboð lögmanns - Trillur) [PDF] Hrd. 1995:1220 nr. 18/1992 [PDF] Hrd. 1995:1692 nr. 90/1993 [PDF] Hrd. 1995:1739 nr. 265/1993 (Húseigendaþjónustan) [PDF] Hrd. 1995:1851 nr. 208/1995 [PDF] Hrd. 1995:1887 nr. 106/1994 (Verkvernd) [PDF] Hæstiréttur leit svo á að heimilt væri að kveða á um í bréfi mætti kveða að um það giltu ekki viðskiptabréfareglur, en það eitt og sér útilokaði þó ekki framsal.
Hrd. 1995:1952 nr. 268/1995 [PDF] Hrd. 1995:2034 nr. 292/1995 [PDF] Hrd. 1995:2214 nr. 332/1995 [PDF] Hrd. 1995:2328 nr. 290/1993 [PDF] Hrd. 1995:2493 nr. 350/1995 [PDF] Hrd. 1995:2582 nr. 186/1995 (Tollstjórinn) [PDF] Hrd. 1995:2760 nr. 366/1995 [PDF] Hrd. 1995:2984 nr. 263/1995 [PDF] Talið var að sakborningur, sem sá um vörn sína, var ekki heimilt að spyrja vitni beint heldur þurfti að spyrja í gegnum dómara. Dómurinn er þó talinn hafa lítið fordæmisgildi sökum MSE.
Hrd. 1996:257 nr. 35/1996 [PDF] Hrd. 1996:696 nr. 92/1995 (Blikdalur) [PDF] Hæstiréttur taldi tiltekin ítaksréttindi hafi verið talin glötuð til eilífðarnóns.
Hrd. 1996:1050 nr. 147/1994 [PDF] Hrd. 1996:1523 nr. 148/1996 [PDF] Hrd. 1996:1580 nr. 378/1994 [PDF] Hrd. 1996:1720 nr. 45/1995 [PDF] Hrd. 1996:1955 nr. 310/1995 [PDF] Hrd. 1996:2369 nr. 246/1996 [PDF] Hrd. 1996:2561 nr. 242/1995 [PDF] Hrd. 1996:2610 nr. 53/1996 (Fjárdráttur I) [PDF] Hrd. 1996:2707 nr. 58/1995 [PDF] Hrd. 1996:3622 nr. 341/1995 [PDF] Hrd. 1996:3628 nr. 278/1995 [PDF] Hrd. 1996:3804 nr. 101/1996 [PDF] Hrd. 1996:3824 nr. 332/1996 [PDF] Hrd. 1996:3865 nr. 429/1996 [PDF] Hrd. 1996:3869 nr. 430/1996 [PDF] Hrd. 1996:4045 nr. 235/1996 [PDF] Hrd. 1996:4228 nr. 141/1996 (Vélar og þjónusta) [PDF] Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur) [PDF] Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:232 nr. 23/1997 (Grindavík II - 20 ár) [PDF] Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell) [PDF] Hrd. 1997:553 nr. 168/1996 [PDF] Hrd. 1997:617 nr. 177/1996 (Drangavík) [PDF] Hrd. 1997:887 nr. 262/1996 [PDF] Hrd. 1997:1269 nr. 222/1996 (Félagsbúið Stekkum) [PDF] Hrd. 1997:2047 nr. 239/1997 [PDF] Hrd. 1997:2087 nr. 369/1996 [PDF] Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll) [PDF] Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997 [PDF] Hrd. 1997:2602 nr. 441/1996 [PDF] Hrd. 1997:2918 nr. 432/1996 (Ákvörðun byggingarnefndar - Blómaskáli) [PDF] Hrd. 1997:3137 nr. 434/1997 (Krókur í Kjalarneshreppi II) [PDF] Hrd. 1997:3152 nr. 34/1997 [PDF] Hrd. 1997:3249 nr. 71/1997 (Búlandstindur - Forkaupsréttur að hlutafé) [PDF] Hrd. 1998:28 nr. 503/1997 [PDF] Hrd. 1998:337 nr. 14/1998 [PDF] Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis) [PDF] Hrd. 1998:626 nr. 438/1997 [PDF] Hrd. 1998:818 nr. 73/1998 [PDF] Hrd. 1998:867 nr. 345/1997 (Ferðaskrifstofan Vilborg) [PDF] Hrd. 1998:951 nr. 129/1997 [PDF] Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun) [PDF] Hrd. 1998:1595 nr. 398/1997 (Kælismiðjan Frost) [PDF] Hrd. 1998:1653 nr. 251/1997 (Uppgreiðsla skuldabréfs - Mistök banka) [PDF] Skuldabréf gefið út vegna gatnagerðargjalda vegna fasteignar í Reykjavík. Bréfið var vaxtalaust og bankinn látinn innheimta bréfið. Fyrsta afborgun bréfsins var túlkuð sem höfuðstóll og afhent fullnaðarkvittun þegar hún var greidd. Við lok síðustu greiðslunnar var bréfinu aflýst en skuldarinn hafði í raun greitt einvörðungu ⅓ af skuldinni. Skuldarinn lést og spurði ekkja skuldarans bankann hvort þetta væri rétt, sem bankinn játti. Talið var að ekkjan hefði átt að vita af mistökum bankans. Greiðsluseðlarnir voru því ekki skuldbindandi fyrir kröfuhafann.
Hrd. 1998:1807 nr. 191/1998 [PDF] Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla) [PDF] Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997 [PDF] Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings) [PDF] Hrd. 1998:2363 nr. 20/1998 [PDF] Hrd. 1998:2573 nr. 239/1998 [PDF] Hrú. 1998:2608 nr. 169/1998 (Fagtún) [PDF] Hæstaréttardómur sem kveðinn var upp í málinu:
Hrd. 1999:4429 nr. 169/1998 (Fagtún) ⓘ Hrd. 1998:2648 nr. 301/1998 [PDF] Hrd. 1998:2690 nr. 274/1998 [PDF] Hrd. 1998:2821 nr. 297/1998 (Myllan-Brauð hf. og Mjólkursamsalan í Reykjavík) [PDF] Hrd. 1998:2908 nr. 394/1998 (Vanhæfi héraðsdómara) [PDF] Hrd. 1998:3051 nr. 389/1998 [PDF] Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög) [PDF] Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar) [PDF] Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I) [PDF] Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning) [PDF] Hrd. 1998:3844 nr. 102/1998 [PDF] Hrd. 1998:3857 nr. 151/1998 [PDF] Hrd. 1998:4065 nr. 195/1998 [PDF] Hrd. 1998:4262 nr. 167/1998 (Ferðaþjónusta á Breiðamerkursandi - Jökulsárlón) [PDF] Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands) [PDF] Ráðherra gaf út fyrirmæli um að færa ætti Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að engin bein fyrirmæli væru um það í lögum að ríkisstofnunin skuli staðsett í Reykjavík væri það ekki til þess að ráðherra hefði frjálst val um staðsetningu hennar. Ákvarðanir um heimili stofnunar og varnarþing væru meðal grundvallaratriða í skipulagi hennar og því yrðu breytingar sem þessar að hafa skýra heimild í almennum lögum.
Hrd. 1999:231 nr. 222/1998 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:330 nr. 27/1999 (Stóri-Núpur I) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:338 nr. 8/1999 (Lindalax) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:379 nr. 253/1998 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:802 nr. 247/1998 (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:942 nr. 139/1997 (Rithandarrannsókn ekki afgerandi og litið til annarra atvika) [HTML] [PDF] Reynt var að sýna fram á fölsun rithandar með rannsókn.
Einstaklingur hafði fengið námslán og fengið skuldabréf. Haldið því fram að undirritunin á skuldabréfinu hefði verið fölsuð. Rannsóknin benti ekki nægileg líking væri fyrir því að um fölsun hefði verið að ræða, en heldur ekki í hina áttina. Að endingu var greiðsluskyldan staðfest.
Hrd. 1999:1237 nr. 306/1998 (Bifreiðar- og landbúnaðarvélar hf.) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:1455 nr. 467/1998 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:1542 nr. 391/1998 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:1666 nr. 454/1998 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:1680 nr. 284/1998 (Laugavegur) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:1877 nr. 164/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:1982 nr. 456/1998 (Lobo) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:2042 nr. 407/1998 (Marargrund) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:2056 nr. 336/1998 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:2294 nr. 504/1998 (Samningur um helmingaskipti - 23 ár) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:2461 nr. 43/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:2666 nr. 461/1998 (Sorpstöð Suðurlands) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:2777 nr. 40/1999 (Krýsuvík og Stóri Nýibær) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:3335 nr. 431/1998 (Háfur) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:3582 nr. 87/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:3679 nr. 409/1999 (Fimleikahús ÍR - Kaþólska biskupsdæmið) [HTML] [PDF] ÍR leigði lóð af kaþólska biskupsdæminu á Íslandi árið 1930 til nota fyrir íþróttahús. Leigusamningurinn átti að renna út árið 1964 og var í honum ákvæði að eftir lok leigutímans skyldi leigutakinn fjarlægja húsið af lóðinni og skila henni vel frágenginni nema leigusamningurinn yrði framlengdur. Þá kom fram að leigusalinn hefði áskilið sér rétt til að kaupa húsið af leigjandanum við lok leigusamningsins. Þegar samningurinn rann svo út var húsið ekki fjarlægt, lóðinni ekki skilað, og biskupsdæmið nýtti heldur ekki kauprétt sinn í húsinu.
ÍR byggði á því að félagið ætti lóðina á grundvelli hefðunar þar sem biskupsdæmið hefði fyrst gert kröfu um endurheimt á umráðum lóðarinnar árið 1987. Hins vegar var lagt fyrir dóm bréf sem ÍR hafði sent til sveitarfélags árið 1970 þar sem því var boðið að kaupa húsið, en viðurkenndu í sama bréfi eignarhald biskupsdæmisins á lóðinni. Hæstiréttur taldi að með þeirri viðurkenningu hefði ÍR viðurkennt að félagið nyti einungis afnotaréttar af lóðinni og hefði því ekki getað áunnið sér eignarhefð á lóðinni.
Hrd. 1999:3742 nr. 82/1999 (Skuldabréf) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:3750 nr. 156/1999 (Skattaupplýsingar) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:3799 nr. 114/1999 (MS-félagið) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:4429 nr. 169/1998 (Fagtún) [HTML] [PDF] Hæstaréttarúrskurður sem kveðinn var upp í málinu:
Hrú. 1998:2608 nr. 169/1998 (Fagtún) ⓘ
Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.
Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.
Hrd. 1999:4793 nr. 278/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:4804 nr. 225/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:4906 nr. 332/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir) [HTML] [PDF] Hrd. 1999:4983 nr. 216/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:132 nr. 311/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:236 nr. 7/2000 (Stóri-Núpur II) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:244 nr. 293/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:447 nr. 371/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:738 nr. 325/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1002 nr. 360/1999 (Menntamálaráðuneytið) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1017 nr. 386/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1145 nr. 436/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1174 nr. 358/1999 (Jöfnunargjald) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1344 nr. 95/2000 (Dýri BA 98) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur) [HTML] [PDF] Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.
Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.
Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I) [HTML] [PDF] Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1760 nr. 290/1999 (Víkartindur) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1845 nr. 476/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald) [HTML] [PDF] Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:2008 nr. 501/1999 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:2224 nr. 16/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:2315 nr. 73/2000 (Fiskistofa) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:3007 nr. 138/2000 (Parketfjöl) [HTML] [PDF] Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:3395 nr. 144/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag) [HTML] [PDF] M og K höfðu komið sér saman um venjulegan samning. Hins vegar gerðu þau annan hliðarsamning þar sem K fékk meira í sinn hlut og þar með væru meðlagsgreiðslurnar uppgerðar.
Nokkrum árum eftir krafðist K M um meðlag sem M taldi ekki heimilt. Þær kröfur voru taldar of óskýrar.
Dómstólar nefndu að ekki sé heimilt að greiða það í einu lagi en þó gæti K ekki allt í einu farið að rukka M um meðlag eftir að hafa látið það ógert í langan tíma, við þessar aðstæður.
Hrd. 2000:3814 nr. 215/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:3969 nr. 83/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:3995 nr. 160/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:4250 nr. 426/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000 [HTML] [PDF] Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi) [HTML] ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1428 nr. 398/2000 [HTML] Hrd. 2001:1472 nr. 318/2000 (Metró) [HTML] Hrd. 2001:1781 nr. 148/2001 (Þrotabú Ásdísar) [HTML] Hrd. 2001:1792 nr. 421/2000 (Einholt) [HTML] Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra) [HTML] Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.
Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2447 nr. 213/2001 [HTML] Hrd. 2001:2458 nr. 209/2001 [HTML] Hrd. 2001:2477 nr. 111/2001 (Fannafold - Sameign - Öll eignin veðsett) [HTML] M og K áttu hvorn sinn helminginn.
Talið var að K hefði eingöngu skrifað undir samþykki maka en ekki sem veðsali. Hins vegar stóð í feitu letri í tryggingarbréfinu að öll eignin væri veðsett og var því litið svo á að K væri einnig að veðsetja sinn hluta.
Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan) [HTML] Hrd. 2001:2666 nr. 256/2001 (Lyfjaverslun Íslands) [HTML] Hrd. 2001:2766 nr. 276/2001 [HTML] Hrd. 2001:2828 nr. 296/2001 (Umgengnisréttur) [HTML] Hrd. 2001:2841 nr. 301/2001 (Kærustupar - Opinber skipti) [HTML] Samband í 5 ár en ekki skráð.
M vildi opinber skipti.
Ekki þótti sannað að sambúðin hefði varað í tvö ár samfellt.
Hrd. 2001:2865 nr. 317/2001 [HTML] Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands) [HTML] Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3470 nr. 87/2001 [HTML] Hrd. 2001:3495 nr. 379/2001 [HTML] Hrd. 2001:3638 nr. 92/2001 [HTML] Hrd. 2001:3647 nr. 206/2001 [HTML] Hrd. 2001:3723 nr. 120/2001 (Landsímamál) [HTML] Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði) [HTML] Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.
Hrd. 2001:4097 nr. 398/2001 (Global Refund á Íslandi) [HTML] Samningsákvæði um samkeppnisbann kvað á um að það gilti „for hele Skandinavien“ (á allri Skandinavíu) og snerist ágreiningurinn um hvort Ísland væri innifalið í þeirri skilgreiningu. Hæstiréttur féllst ekki á að það gilti á Íslandi.
Hrd. 2001:4341 nr. 197/2001 [HTML] Hrd. 2001:4350 nr. 198/2001 [HTML] Hrd. 2001:4359 nr. 199/2001 [HTML] Hrd. 2001:4368 nr. 214/2001 [HTML] Hrd. 2002:631 nr. 289/2001 [HTML] Hrd. 2002:1006 nr. 243/2001 (Farmbréf - Flutningur á báti - Vextir) [HTML] Í farmbréfi var tekið fram að bætur bæru enga vexti fram að dómsuppsögu. Hæstiréttur taldi skilmála í farmbréfi standast þrátt fyrir að viðskiptavinurinn bar fyrir ósanngjörn skilmálaákvæði. Hæstiréttur miðaði upphafstíma vaxta við dómsuppsögu í héraði.
Hrd. 2002:1037 nr. 366/2001 [HTML] Hrd. 2002:1148 nr. 384/2001 (Kampýlóbakter) [HTML] Baktería kom upp á kjúklingabúi. Neytendur keyptu kjúkling beint af því búi, grilluðu hann, og urðu svo fyrir sýkingu. Ljóst þótti að þau hefðu ekki grillað hann nógu vel þar sem þeim hefði tekist að drepa bakteríuna ef þau hefðu gert það. Var því ekki fallist á bótakröfu neytendanna.
Hrd. 2002:1319 nr. 171/2002 (Wellington Management Services Ltd.) [HTML] Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur) [HTML] Hrd. 2002:1941 nr. 218/2002 (Í skóm drekans) [HTML] Þátttaka keppenda í fegurðarsamkeppni var tekin upp án vitneskju þeirra. Myndbönd voru lögð fram í héraði en skoðun þeirra takmörkuð við dómendur í málinu. Hæstiréttur taldi þetta brjóta gegn þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars um að jafnræðis skuli gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns.
Hrd. 2002:2241 nr. 231/2002 (Kárahnjúkavirkjun) [HTML] Aðilar sem nutu rýmkaðrar aðilar á stjórnsýslustigi gátu ekki notið hennar fyrir dómstólum þar sem löggjöf sem aðilarnir nýttu til að eiga aðild að stjórnsýslumálinu sjálfu var afmörkuð við stjórnsýslumálsmeðferð en náði ekki til meðferðar dómsmála vegna þeirra. Fyrir dómi varð því að meta lögvörðu hagsmunina á grundvelli almennra reglna, en stefnendur málsins í héraði voru ekki taldir njóta lögvarinna hagsmuna til að fá leyst úr þeim tilteknu dómkröfum sem þeir lögðu fram.
Hrd. 2002:2263 nr. 436/2001 [HTML] Hrd. 2002:3555 nr. 240/2002 (Óþarfar málalengingar) [HTML] Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall) [HTML] Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.
Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.
Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.
Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.
Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:4098 nr. 530/2002 (Betri Pizzur ehf. gegn Papa John ́s International Inc.) [HTML] [PDF] Ekki var fallist á að ákvæði í sérleyfissamningi um að tiltekinn breskur gerðardómur færi með lögsögu ágreinings um tiltekin atriði samningsins fæli í sér skerðingu á aðgengi að dómstólum. Var því haldið fram að hinn mikli kostnaður er fælist í meðferð mála við þann dómstól jafnaði til afsals á aðgengi að óhlutdrægum og óvilhöllum dómstóli til lausnar ágreiningsins.
Dómstólar nefndu að stefnanda málsins, Betri Pizzur ehf., hefði mátt gera sér grein fyrir kostnaðarlegum afleiðingum gerðardómsmeðferðar ef á reyndi og ósannað að hinn stefndi hefði átt að veita stefnanda sérstakar upplýsingar um þetta. Ástæðan fyrir því að stefnandinn hafi fallist á gerðardómsmeðferð var ekki talin hafa verið vegna lakari samningsstöðu hans. Þá var ekki fallist á málsástæður um svik, óheiðarleika né ósanngirni í tengslum við samningsgerðina né síðar. Var því málinu vísað frá dómi.
Hrd. 2002:4138 nr. 297/2002 [HTML] [PDF] Hrd. 2002:4379 nr. 292/2002 [HTML] [PDF] Hrd. 2003:16 nr. 553/2002 [HTML] Hrd. 2003:673 nr. 568/2002 (Kárahnjúkamál II) [HTML] Hrd. 2003:730 nr. 349/2002 [HTML] Hrd. 2003:761 nr. 403/2002 [HTML] Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans) [HTML] Hrd. 2003:934 nr. 381/2002 (Snjóflóðahætta - Hnífsdalur) [HTML] A byggði hús í Hnífsdal í lóð sem hann fékk úthlutaðri árið 1982 og flutti lögheimili sitt þangað árið 1985. Síðar sama ár voru sett lög er kváðu á um gerð snjóflóðahættumats. Slíkt var var gert og mat á þessu svæði staðfest árið 1992, og samkvæmt því var hús A á hættusvæði. Árið 1995 var sett inn heimild í lögin fyrir sveitarstjórnir til að gera tillögu um að kaupa eða flytja eignir á hættusvæðum teldist það hagkvæmara en aðrar varnaraðgerðir ofanflóðasjóðs. Í lögunum var nánar kveðið á um þau viðmið sem ákvarðanir úr greiðslum úr sjóðnum ættu að fara eftir.
Sveitarfélagið gerði kaupsamning við A um kaup á eign hans árið 1996 eftir að tveir lögmenn höfðu metið eignina að beiðni sveitarfélagsins. A og sambýliskona hans settu fyrirvara í kaupsamninginn um endurskoðun kaupverðsins þar sem þau teldu það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins né jafnræðisreglu hennar. Árið 1998 var gefið út fyrirvaralaust afsal fyrir eigninni og flutti A brott úr sveitarfélaginu.
A taldi að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar fæli í sér að hann hefði átt að fá því sem jafngilti brunabótamati fyrir fasteignina enda hefði hann fengið þá upphæð ef hús hans hefði farist í snjóflóði eða meinað að búa í eigninni sökum snjóflóðahættu. Sveitarfélagið taldi að brunabótamat væri undantekning sem ætti ekki við í þessu máli og að þar sem A flutti brott reyndi ekki á verð á eins eða sambærilegri eign innan sveitarfélagsins, og þar að auki hefði engin sambærileg eign verið til staðar fyrir hann í sveitarfélaginu.
Hæstiréttur nefndi að þótt svo vandað hús hefði ekki verið fáanlegt á þessum tíma voru samt sem áður til sölu sem virtust vera af álíka stærð og gerð. Þá taldi hann að markaðsverð ætti að teljast fullt verð nema sérstaklega stæði á, og nefndi að slíkt hefði komið til greina af A hefði ekki átt kost á að kaupa sambærilega eign innan sveitarfélagsins né byggja nýtt hús fyrir sig og fjölskyldu sína, og því neyðst til að flytja á brott. A þurfti að bera hallan af því að hafa ekki sýnt fram á að slíkar sérstakar aðstæður ættu við í málinu. Staðfesti Hæstiréttur því hinn áfrýjaða sýknudóm.
Hrd. 2003:1601 nr. 107/2003 [HTML] Hrd. 2003:1859 nr. 156/2003 [HTML] Hrd. 2003:1918 nr. 413/2002 [HTML] Hrd. 2003:2012 nr. 167/2003 [HTML] Hrd. 2003:2110 nr. 161/2003 (Hæfi við túlkun) [HTML] Bréferfingi manns átti að fá tiltekna íbúð en síðan deyr bréferfinginn. Í stað þess að gera nýja erfðaskrá ræddi lögmaður arfleifanda við hann til að fá afstöðu hans þar sem fram gætu komið efasemdir um hæfi M ef gerð væri ný erfðaskrá.
Foreldrar bréferfingjans vildu fá hlutinn en var synjað þar sem bréfarfurinn var bundinn við tiltekna persónu en myndi ekki erfast. Lögerfingjarnir fengu þann hlut.
Hrd. 2003:2346 nr. 560/2002 [HTML] Hrd. 2003:2477 nr. 68/2003 [HTML] Hrd. 2003:3338 nr. 118/2003 [HTML] Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II) [HTML] Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins,
hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480) , samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.
Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál) [HTML] Hrd. 2003:3803 nr. 395/2003 [HTML] Hrd. 2003:3996 nr. 238/2003 [HTML] Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði) [HTML] Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4626 nr. 173/2003 [HTML] Hrd. 2004:791 nr. 301/2003 [HTML] Hrd. 2004:879 nr. 347/2003 [HTML] Hrd. 2004:1098 nr. 180/2003 (Kaupsamningsgreiðsla um fasteign) [HTML] Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.) [HTML] Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1533 nr. 354/2003 [HTML] Hrd. 2004:1771 nr. 389/2003 [HTML] Hrd. 2004:2134 nr. 4/2004 [HTML] Hrd. 2004:2294 nr. 40/2004 [HTML] Hrd. 2004:2654 nr. 66/2004 [HTML] Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004 [HTML] Hrd. 2004:3097 nr. 276/2004 (Markaðssetning á lyfjum) [HTML] Hrd. 2004:3312 nr. 87/2004 (Sjálfstæður dómur) [HTML] Hrd. 2004:3330 nr. 95/2004 (Karfavogur 33) [HTML] Hrd. 2004:3398 nr. 358/2004 (Siðanefnd Háskóla Íslands) [HTML] Hrd. 2004:3681 nr. 116/2004 [HTML] Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð) [HTML] Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.
Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.
Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.
Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.
Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.
Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.
Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.
Hrd. 2004:4709 nr. 154/2004 [HTML] Hrd. 2004:4974 nr. 482/2004 (Brautarholt) [HTML] Hrd. 2005:730 nr. 48/2005 [HTML] Hrd. 2005:1096 nr. 389/2004 (Bernhard - Ofgreitt fé) [HTML] Hæstiréttur taldi að aðili er ofgreiddi ætti ekki rétt á dráttarvöxtum frá því ofgreiðslan átti sér stað.
Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún) [HTML] Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.
Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.
Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.
Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1569 nr. 471/2004 (Vörumerki) [HTML] Hrd. 2005:2004 nr. 188/2005 [HTML] Hrd. 2005:2096 nr. 163/2005 (Sparisjóður Hafnarfjarðar) [HTML] Hrd. 2005:2130 nr. 365/2004 [HTML] Hrd. 2005:2147 nr. 479/2004 [HTML] Hrd. 2005:2302 nr. 202/2005 (Iceland Seafood International - Lögbann) [HTML] Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði) [HTML] Hrd. 2005:2567 nr. 217/2005 (Hólar) [HTML] Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd) [HTML] Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3106 nr. 344/2005 [HTML] Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns) [HTML] Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005 [HTML] Hrd. 2005:3936 nr. 122/2005 (Landssími Íslands) [HTML] Hrd. 2005:4090 nr. 444/2005 [HTML] Hrd. 2005:4234 nr. 242/2005 [HTML] Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I) [HTML] Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.
Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:4897 nr. 499/2005 [HTML] Hrd. 2005:4912 nr. 265/2005 [HTML] Hrd. 2006:465 nr. 337/2005 [HTML] Hrd. 2006:519 nr. 321/2005 (Sundagarðar) [HTML] Hrd. 2006:572 nr. 351/2005 (Leiguhúsnæði skóla) [HTML] Hrd. 2006:843 nr. 393/2005 (Kasper ehf. - Ölgerðin) [HTML] Kasper rak bar á Höfðabakka og átti Ölgerðin að ráða hljómsveitir til að spila á barnum. Ölgerðin taldi forsendur samningsins brostnar þar sem bjórsalan hefði ekki orðið eins mikil og búist var og vildi ekki lengur ráða hljómsveitir til að spila á barnum, og beitti fyrir sig orðalagi viðaukasamnings sem Hæstiréttur túlkaði sem skilyrði. Ölgerðin var sýknuð af kröfum Kaspers ehf.
Hrd. 2006:1354 nr. 433/2005 [HTML] Hrd. 2006:1444 nr. 134/2006 [HTML] Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005 [HTML] Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur) [HTML] Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak) [HTML] Hrd. 2006:2121 nr. 233/2006 [HTML] Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell) [HTML] Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál) [HTML] Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II)) [HTML] Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2449 nr. 466/2005 (Garður) [HTML] Hrd. 2006:2531 nr. 34/2006 [HTML] Hrd. 2006:2684 nr. 261/2006 [HTML] Hrd. 2006:2759 nr. 541/2005 (Birting tölvupósta í Fréttablaðinu) [HTML] Hrd. 2006:2872 nr. 517/2005 [HTML] Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur) [HTML] Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði) [HTML] Hrd. 2006:4161 nr. 55/2006 [HTML] Hrd. 2006:4189 nr. 285/2006 (Ferrari Enzo) [HTML] Hrd. 2006:4859 nr. 234/2006 [HTML] Hrd. 2006:4993 nr. 212/2006 [HTML] Hrd. 2006:5035 nr. 213/2006 [HTML] Hrd. 2006:5076 nr. 214/2006 [HTML] Hrd. 2006:5118 nr. 57/2006 [HTML] Hrd. 2006:5244 nr. 145/2006 (Bjartur í Vík ehf.) [HTML] Hrd. 2006:5308 nr. 605/2006 (Opin kerfi) [HTML] Starfsmaður var á uppsagnarfresti og réði hann sig hjá keppinauta á uppsagnarfrestinum. Hæstiréttur taldi að starfsmaðurinn hefði vanrækt tillitsskyldu sína með því að vinna fulla vinnu hjá keppinautnum í uppsagnarfrestinum.
Hrd. 2006:5313 nr. 606/2006 [HTML] Hrd. 2006:5318 nr. 607/2006 [HTML] Hrd. nr. 358/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Fersk ýsa) [HTML] Hrd. nr. 105/2007 dags. 5. mars 2007 [HTML] Hrd. nr. 424/2006 dags. 8. mars 2007 [HTML] Hrd. nr. 289/2006 dags. 22. mars 2007 (Landskiptagerð - Grjóteyri) [HTML] Hrd. nr. 433/2006 dags. 29. mars 2007 [HTML] Hrd. nr. 147/2007 dags. 3. apríl 2007 [HTML] Hrd. nr. 222/2007 dags. 4. maí 2007 (Rúmlega fjögur ár talin verulegur dráttur) [HTML] Hrd. nr. 647/2006 dags. 10. maí 2007 (Salmann Tamimi gegn Landspítala-háskólasjúkrahúsi - Uppsögn ríkisstarfsmanns) [HTML] Ríkisstarfsmanni var sagt upp vegna útskiptingar á tölvukerfum og fór hann í mál. Hæstiréttur nefndi að það skipti máli í hvaða starf viðkomandi var ráðinn og ef starfi er skipt út fyrir annað þurfi að kanna hvort finna megi önnur störf innan stjórnvaldsins sem starfsmaðurinn er hæfur til að gegna. Talið var að uppsögnin hafi verið ólögmæt.
Hrd. nr. 448/2006 dags. 16. maí 2007 [HTML] Hrd. nr. 24/2007 dags. 16. maí 2007 [HTML] Hrd. nr. 483/2006 dags. 31. maí 2007 (Gauksmýri) [HTML] Hrd. nr. 296/2007 dags. 6. júní 2007 [HTML] Hrd. nr. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk) [HTML] Hrd. nr. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland) [HTML] Hrd. nr. 26/2007 dags. 14. júní 2007 [HTML] Hrd. nr. 28/2007 dags. 14. júní 2007 [HTML] Hrd. nr. 25/2007 dags. 14. júní 2007 [HTML] Hrd. nr. 356/2007 dags. 13. júlí 2007 [HTML] Hrd. nr. 452/2007 dags. 6. september 2007 [HTML] Hrd. nr. 460/2007 dags. 19. september 2007 (Hluti fasteignar - Ísland og Þýskaland) [HTML] M var Íslendingar og K Þjóðverji.
Gerðu hjúskaparsamning, eins og það var kallað, á Þýskalandi.
Í honum var ákvæði um aðskilinn fjárhag og yfirlýsing um að allt varðandi þeirra hjúskap skyldi lúta þýskum reglum.
Slitu samvistum og M kemur hingað til lands og kaupir íbúð.
Þau taka síðan aftur samvistum. Íbúðin seld og keypt önnur eign.
Þau gera kaupmála á Íslandi. Á honum er kveðið á um að fasteign væri séreign M og allt sem kæmi í hennar stað.
Þau skilja síðan og reka dómsmál á Íslandi um skiptingu fasteignanna.
Deildu um það hvort fasteignin væri öll eða að hluta séreign M.
Hvorugt kemur með mótbárur að þetta tiltekna mál sé rekið á Íslandi né krefjast þess að einhver hluti málsins sé rekið á öðru landi eða færi eftir reglum erlendra ríkja.
Niðurstaðan var sérkennileg en héraðsdómur kvað á um að M ætti 59% hluta.
M mistókst að reyna á það hvort eignin væri séreign hans eða ekki þar sem hann hafði ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti.
Dómstólar tóku ekki afstöðu til þeirra 41% sem eftir voru þar sem þeim hluta var vísað frá.
K reyndi hvorki að útskýra hjúskaparsaminginn né þýskar réttarreglur.
Hrd. nr. 662/2006 dags. 4. október 2007 [HTML] Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda) [HTML] Hrd. nr. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur) [HTML] Hrd. nr. 47/2007 dags. 18. október 2007 [HTML] Hrd. nr. 505/2007 dags. 23. október 2007 [HTML] Hrd. nr. 554/2007 dags. 31. október 2007 [HTML] Hrd. nr. 548/2007 dags. 31. október 2007 [HTML] Hrd. nr. 594/2006 dags. 1. nóvember 2007 (Brekkuás) [HTML] Hrd. nr. 225/2007 dags. 31. janúar 2008 (Sjúkdómatrygging) [HTML] Hrd. nr. 158/2007 dags. 31. janúar 2008 (Vopnað rán) [HTML] Hrd. nr. 68/2008 dags. 12. febrúar 2008 [HTML] Hrd. nr. 330/2007 dags. 18. mars 2008 (Þorsklifur) [HTML] Hrd. nr. 196/2008 dags. 18. apríl 2008 [HTML] Hrd. nr. 195/2008 dags. 29. apríl 2008 [HTML] Hrd. nr. 194/2008 dags. 8. maí 2008 (Istorrent I) [HTML] Hrd. nr. 471/2007 dags. 15. maí 2008 (Nesvegur) [HTML] Hrd. nr. 404/2008 dags. 2. september 2008 (Arnórsstaðir) [HTML] Hrd. nr. 446/2008 dags. 2. september 2008 [HTML] Hrd. nr. 604/2007 dags. 25. september 2008 (Búvélar) [HTML] Hrd. nr. 550/2007 dags. 2. október 2008 [HTML] Hrd. nr. 559/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Istorrent) [HTML] Hrd. nr. 600/2008 dags. 17. nóvember 2008 (Ístak - E. Pihl & Søn A.S.) [HTML] Hrd. nr. 232/2008 dags. 18. desember 2008 (Miðhraun) [HTML] M ehf. krafðist staðfestingar lögbanns við því að M sf. stæði fyrir eða efndi til losunar og urðunar jarðvegsúrgangs á sameignarland þeirra beggja þar sem þær athafnir hefðu ekki verið samþykktar af hálfu M ehf.
Niðurstaða fyrri deilna aðilanna um eignarhald landsins hafði verið sú að landið væri óskipt sameign þeirra beggja. Hefðbundin nýting sameignarlandsins hafði verið sem beitarland en M sf. hafði stundað á því sauðfjárbúskap og fiskvinnslu. Aðilar höfðu í sameiningu reynt að sporna við uppblæstri á mel sameignarlandsins með því að auka fótfestu jarðvegar. M sf. hefði borið hey í rofabörð og M ehf. dreift áburði og fræjum á svæðið.
M ehf. hélt því fram að M sf. hefði flutt á svæðið fiskúrgang til dreifingar á svæðinu en M sf. hélt því fram að um væri að ræða mold og lífræn efni, þar á meðal fiskslor, sem blönduð væru á staðnum svo þau gætu brotnað niður í tiltekinn tíma. Ýmsir opinberir aðilar skoðuðu málið og sá enginn þeirra tilefni til neikvæðra athugasemda.
Hæstiréttur taldi að athæfið sem krafist var lögbanns gegn hefði verið eðlileg ráðstöfun á landinu í ljósi tilgangs þeirra beggja um heftun landeyðingar og endurheimtun staðbundins gróðurs, og því hefði ekki verið sýnt fram á að M ehf. hefði orðið fyrir tjóni sökum þessa. Var því synjað um staðfestingu lögbannsins.
Hrd. nr. 147/2008 dags. 18. desember 2008 [HTML] Hrd. nr. 204/2008 dags. 18. desember 2008 [HTML] Hrd. nr. 670/2008 dags. 15. janúar 2009 [HTML] Hrd. nr. 329/2008 dags. 29. janúar 2009 [HTML] Hrd. nr. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009 [HTML] Hrd. nr. 390/2008 dags. 12. febrúar 2009 (Golfkúla) [HTML] GÓ krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu GG þar sem hinn síðarnefndi sló golfkúlu sem lenti í hægra auga GÓ. Hæstiréttur féllst á þær forsendur héraðsdóms um viðhorf um vægara sakarmat við golfiðkun og um íþrótta almennt, en féllst þó ekki á að þau leiddu til þess að sök legðist ekki á GG. Litið var til þess að GÓ hefði verið staddur nánast beint í skotlínu GG og að GÓ hlyti að hafa séð GG þegar hann sló í kúluna. Ekki var fallist á að sjónarmið GG um áhættutöku leiddu til þess að hann væri ekki gerður bótaábyrgur fyrir tjóni GÓ. Var því GG talinn bera fébótaábyrgð á tjóninu. GÓ var látinn bera helming tjónsins þar sem hann hafði ekki uppfyllt nægilega aðgæslukröfur sem honum hafi verið gerðar.
Hrd. nr. 426/2008 dags. 5. mars 2009 (Eiðismýri - Búseti) [HTML] Hrd. nr. 488/2008 dags. 5. mars 2009 (Fyrirætlanir húsfélags) [HTML] Kaupendur vissu ekki af framkvæmdum fyrr en þær hófust en ekki var fallist á bótaábyrgð þar sem fasteignasalinn fór eftir hátternisreglum.
Hrd. nr. 444/2008 dags. 7. apríl 2009 (Sumarhús af sameiginlegri lóð - Miðengi - Sunnuhvoll II) [HTML] Hrd. nr. 486/2008 dags. 7. apríl 2009 [HTML] Hrd. nr. 157/2009 dags. 24. apríl 2009 [HTML] Hrd. nr. 556/2008 dags. 30. apríl 2009 (Hvítá) [HTML] Hrd. nr. 445/2008 dags. 6. maí 2009 [HTML] Hrd. nr. 479/2008 dags. 14. maí 2009 [HTML] Hrd. nr. 346/2008 dags. 14. maí 2009 (Veghelgunarsvæði - Vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði) [HTML] Hrd. nr. 125/2008 dags. 28. maí 2009 (Landfylling sjávarjarða - Slétta - Sanddæluskip) [HTML] Álverið í Reyðarfirði.
Jarðefni tekið innan netlaga. Það var talið hafa fjárhagslegt gildi og bótaskylt.
Hrd. nr. 543/2008 dags. 28. maí 2009 [HTML] Hrd. nr. 544/2008 dags. 28. maí 2009 [HTML] Hrd. nr. 173/2009 dags. 12. júní 2009 [HTML] Hrd. nr. 172/2009 dags. 12. júní 2009 [HTML] Hrd. nr. 174/2009 dags. 12. júní 2009 [HTML] Hrd. nr. 396/2009 dags. 21. ágúst 2009 [HTML] Hrd. nr. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal) [HTML] Hrd. nr. 696/2008 dags. 1. október 2009 [HTML] Hrd. nr. 41/2009 dags. 1. október 2009 [HTML] Hrd. nr. 472/2009 dags. 13. október 2009 [HTML] Hrd. nr. 671/2008 dags. 22. október 2009 (Teigsskógur) [HTML] Hrd. nr. 544/2009 dags. 23. október 2009 [HTML] Hrd. nr. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur) [HTML] Hrd. nr. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir) [HTML] Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009 [HTML] Hrd. nr. 12/2009 dags. 3. desember 2009 [HTML] Hrd. nr. 718/2009 dags. 14. janúar 2010 [HTML] Hrd. nr. 759/2009 dags. 20. janúar 2010 [HTML] Hrd. nr. 15/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Fjármálaeftirlitið / Baldur Guðlaugsson - Innherjaupplýsingar) [HTML] Maður var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir innherjasvik. Málið var svo fellt niður að gefnum skýringum mannsins, en sú niðurfelling af bundin einhverjum skilyrðum. Málið var svo tekið aftur upp og vildi maðurinn meina að skilyrðið hafi verið ógilt. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað mannsins að þessu leyti þar sem ákvörðunin hafi verið til þess fallin að ná markmiði rannsóknarinnar.
Hrd. nr. 214/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Istorrent II) [HTML] Reyndi á því hvort milligönguaðilinn bæri ábyrgð á efninu. Eingöngu væri verið að útvega fjarskiptanet. Talið að þetta ætti ekki við þar sem þjónustan væri gagngert í ólöglegum tilgangi.
Hrd. nr. 413/2009 dags. 18. mars 2010 (Annmarkar á stefnu) [HTML] Stefnandi máls í héraði þingfesti mál í héraði án þess að málatilbúnaður fylgdi, aflaði svo matsgerðar og lagði svo fram sundurliðaða og rökstudda kröfu. Hæstiréttur taldi það óheimilt óháð afstöðu hins stefnda og vísaði málinu frá héraðsdómi ex officio.
Hrd. nr. 456/2009 dags. 18. mars 2010 [HTML] Hrd. nr. 149/2010 dags. 24. mars 2010 (Moderna Finance AB) [HTML] Hrd. nr. 407/2009 dags. 29. apríl 2010 (Stofnfjárbréf) [HTML] Hrd. nr. 560/2009 dags. 29. apríl 2010 [HTML] Hrd. nr. 215/2010 dags. 29. apríl 2010 [HTML] Hrd. nr. 182/2010 dags. 30. apríl 2010 [HTML] Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður) [HTML] Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 268/2010 dags. 21. maí 2010 [HTML] Hrd. nr. 563/2009 dags. 27. maí 2010 (Unnarholtskot II) [HTML] Hrd. nr. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur) [HTML] Hrd. nr. 331/2010 dags. 18. júní 2010 [HTML] Hrd. nr. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður) [HTML] K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.
Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.
Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.
Hrd. nr. 378/2010 dags. 13. ágúst 2010 (Skjöl á erlendu tungumáli - Aðfinnslur) [HTML] Hæstiréttur gerði athugasemdir um að nánast öll skrifleg gögn í málinu voru lögð fram á erlendu máli án þýðinga á íslensku. Hann taldi það vítavert en það var ekki talið duga eitt og sér til þess að vísa málinu frá héraðsdómi.
Hrd. nr. 771/2009 dags. 16. september 2010 [HTML] Hrd. nr. 528/2010 dags. 20. september 2010 [HTML] Verksamningur um þjónustu var á milli aðila og í honum var samkeppnisbann í sex mánuði eftir verklok. Verktakinn fór svo í samkeppni með stofnun fyrirtækis. Verkkaupinn fékk svo lögbann á þá starfsemi er var svo staðfest fyrir Hæstarétti.
Hrd. nr. 501/2010 dags. 30. september 2010 [HTML] Hrd. nr. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur) [HTML] Hrd. nr. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli) [HTML] Hrd. nr. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur) [HTML] Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi) [HTML] Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland) [HTML] Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010 [HTML] Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010 [HTML] Hrd. nr. 583/2010 dags. 12. október 2010 [HTML] Hrd. nr. 706/2009 dags. 14. október 2010 [HTML] Hrd. nr. 519/2010 dags. 20. október 2010 (Strýtusel 15) [HTML] Hrd. nr. 549/2010 dags. 28. október 2010 [HTML] Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.) [HTML] Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 596/2010 dags. 8. nóvember 2010 [HTML] Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010 [HTML] Hrd. nr. 618/2010 dags. 8. nóvember 2010 (Build a Bear Workshop) [HTML] Hrd. nr. 57/2010 dags. 11. nóvember 2010 [HTML] Hrd. nr. 265/2010 dags. 18. nóvember 2010 [HTML] Hrd. nr. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010 [HTML] Hrd. nr. 620/2010 dags. 25. nóvember 2010 [HTML] Hrd. nr. 714/2009 dags. 2. desember 2010 [HTML] Hrd. nr. 185/2010 dags. 2. desember 2010 (Klettháls) [HTML] Staðfest var að heimilt væri að nýta fyrnda gagnkröfu til skuldajafnaðar þar sem gagnkrafan var samrætt aðalkröfunni.
Hrd. nr. 79/2010 dags. 9. desember 2010 (Biðskýlið Njarðvík - Skaðsemisábyrgð og EES tilskipun - Sælgætisúði) [HTML] Framleiðendur og dreifingaraðilar voru álitnir bótaskyldir gagnvart stúlku sem lenti í tjóni vegna sælgætisúða.
Hrd. nr. 256/2010 dags. 21. desember 2010 [HTML] Hrd. nr. 672/2010 dags. 26. janúar 2011 [HTML] Hrd. nr. 685/2010 dags. 26. janúar 2011 [HTML] Hrd. nr. 673/2010 dags. 26. janúar 2011 [HTML] Hrd. nr. 304/2010 dags. 3. febrúar 2011 [HTML] Hrd. nr. 335/2010 dags. 10. febrúar 2011 [HTML] Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun) [HTML] Hrd. nr. 603/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Tölvu-Pósturinn) [HTML] Hrd. nr. 132/2011 dags. 18. mars 2011 [HTML] Hrd. nr. 133/2011 dags. 18. mars 2011 [HTML] Hrd. nr. 521/2010 dags. 24. mars 2011 [HTML] Hrd. nr. 52/2010 dags. 24. mars 2011 (Markaðsmisnotkun - Exista) [HTML] Hrd. nr. 552/2010 dags. 31. mars 2011 (Eddufell) [HTML] Hrd. nr. 176/2011 dags. 8. apríl 2011 (Bobby Fischer - Hjúskapur í Japan) [HTML] Í þessu máli reyndi á innlenda viðurkenningu á hjónaböndum sem stofnuð eru erlendis með öðrum hætti en hér á landi. Það snerist um erfðarétt maka Bobbie Fischers en hún taldi að til hjúskaparins hefði stofnast í Japan.
Í Japan nægir að senda ákveðið eyðublað til yfirvalda til að stofna til hjónabands en ekki framkvæmd sérstök athöfn.
Í fyrra máli fyrir Hæstarétti taldi Hæstiréttur að ekki hefðu verið lögð fram næg gögn til að sýna fram á það. Það var hins vegar ekki vandamál í þetta skiptið.
Hrd. nr. 412/2010 dags. 14. apríl 2011 (Bótaábyrgð ráðherra vegna dómaraskipunar) [HTML] Sérstök dómnefnd hafði farið yfir umsóknir um skipun í embætti héraðsdómara og flokkaði þrjá efstu umsækjendurna sem hæfustu. Aðili sem raðaðist í 5. sæti í röð dómnefndarinnar hafði verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er fór með skipunarvaldið. Ad hoc ráðherra var svo settur yfir málið og vék frá niðurstöðu dómnefndarinnar með því að skipa þann aðila.
Einn af þeim sem dómnefndin hafði sett í flokk hæfustu fór svo í bótamál gegn ríkinu og ad hoc ráðherrann sjálfan. Hæstiréttur sýknaði aðila af kröfunni um fjárhagstjón þar sem umsækjandinn hafði ekki sannað að hann hefði hlotið stöðuna þótt ákvörðun ad hoc ráðherrans hefði verið í samræmi við niðurstöðu dómnefndarinnar. Hins vegar taldi Hæstiréttur að bæði ad hoc ráðherrann og íslenska ríkið bæru sameiginlega miskabótaábyrgð með því að fara framhjá honum á listanum og velja umsækjanda sem var neðar á lista dómnefndarinnar.
Hrd. nr. 508/2010 dags. 19. apríl 2011 [HTML] Hrd. nr. 191/2011 dags. 17. maí 2011 [HTML] Hrd. nr. 228/2011 dags. 17. maí 2011 [HTML] Hrd. nr. 192/2011 dags. 17. maí 2011 [HTML] Hrd. nr. 522/2010 dags. 19. maí 2011 [HTML] Hrd. nr. 77/2011 dags. 23. maí 2011 (Skilmálar við afleiðuviðskipti) [HTML] Hrd. nr. 257/2010 dags. 26. maí 2011 (Ístak) [HTML] Hrd. nr. 201/2011 dags. 10. júní 2011 [HTML] Hrd. nr. 379/2011 dags. 7. júlí 2011 (BSI Spain Wealth Management A.V., S.A.) [HTML] Hrd. nr. 450/2011 dags. 2. september 2011 (Urðarhvarf) [HTML] Hrd. nr. 474/2011 dags. 6. september 2011 [HTML] Hrd. nr. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar) [HTML] Hrd. nr. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll) [HTML] Hrd. nr. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll) [HTML] Hrd. nr. 75/2011 dags. 29. september 2011 [HTML] Hrd. nr. 664/2010 dags. 6. október 2011 (Spónarplata) [HTML] Hrd. nr. 398/2011 dags. 12. október 2011 [HTML] Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS) [HTML] Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.
Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.
Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.
Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.
Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.
Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 553/2011 dags. 28. október 2011 [HTML] Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin) [HTML] Hrd. nr. 33/2011 dags. 3. nóvember 2011 [HTML] Hrd. nr. 566/2011 dags. 3. nóvember 2011 [HTML] Hrd. nr. 194/2011 dags. 17. nóvember 2011 [HTML] Hrd. nr. 637/2011 dags. 16. desember 2011 [HTML] Hrd. nr. 674/2011 dags. 13. janúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 386/2011 dags. 19. janúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 298/2011 dags. 26. janúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 270/2011 dags. 2. febrúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 271/2011 dags. 2. febrúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 269/2011 dags. 2. febrúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota) [HTML] Hrd. nr. 405/2011 dags. 9. febrúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 600/2011 dags. 15. febrúar 2012 (Gengisdómur - Elvira) [HTML] Gengistryggð lán höfðu áður verið dæmd ólögmæt af Hæstarétti og í kjölfarið voru samþykkt lög sem kváðu á um að slík lán ættu að bera seðlabankavexti í stað hinna ólögmætu vaxta. Bankarnir fóru þá að endurreikna vexti slíkra lána í samræmi við hin nýju lög.
Hæstiréttur kvað á um að „[m]eð almennum lögum [væri] ekki unnt með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt“. Braut þetta því í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Lántakendur hefðu í góðri trú greitt af þessum lánum. Hins vegar lá fyrir misskilningur um efni laganna. Litið var til þess að lánveitandinn var stórt fjármálafyrirtæki og þyrfti að bera áhættuna af þessu. Hann gæti því ekki endurreiknað greiðslurnar aftur í tímann en gæti gert það til framtíðar.
Hrd. nr. 471/2011 dags. 23. febrúar 2012 [HTML] Hrd. nr. 56/2012 dags. 24. febrúar 2012 (Hlutabréf - Peningar) [HTML] Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Andvirðið hafði verið lagt inn á reikning en hann notaður afar frjálslega. Tekið var út af honum í ýmsum tilgangi.
Talið var að orðið hafi verið slík samblöndun að séreignin hafi horfið.
Hrd. nr. 495/2011 dags. 1. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 478/2011 dags. 1. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 482/2011 dags. 1. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 85/2012 dags. 2. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 124/2012 dags. 12. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 140/2012 dags. 12. mars 2012 (Ætluð meingerð með innheimtubréfi - Vanreifun á aðild) [HTML] Hrd. nr. 508/2011 dags. 22. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 168/2012 dags. 22. mars 2012 [HTML] Hrd. nr. 141/2012 dags. 17. apríl 2012 [HTML] Hrd. nr. 523/2011 dags. 26. apríl 2012 (Stjörnugrís III - Svínabú í Hvalfjarðarsveit) [HTML] Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012 [HTML] Hrd. nr. 652/2011 dags. 24. maí 2012 [HTML] Hrd. nr. 326/2012 dags. 24. maí 2012 [HTML] Hrd. nr. 591/2011 dags. 31. maí 2012 (Ærumeiðingar í DV) [HTML] Ný lög um fjölmiðla tóku við af eldri lögum um prentrétt, er færðu refsi- og fébótaábyrgð á efni rita frá höfundi þess, hafi hann verið nafngreindur, yfir á nafngreinda viðmælendur séu ummælin höfð rétt eftir þeim og með samþykki þeirra. Í máli þessu höfðu verið birt ummæli eftir nafngreindan einstakling eftir gildistöku laganna, en viðtalið hafði verið tekið fyrir gildistökuna. 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga kveður á um að við tilvik eins og þessi falli einnig niður aðrar afleiðingar sem refsinæmi hans samkvæmt eldri lögum leiddi af sér.
Hæstiréttur skýrði ákvæðið á þá leið að þar væri verið að vísa til önnur viðurlög en refsingu, en hins vegar raskaði það ekki bótarétti sem hafði þegar stofnast. Þrátt fyrir að ómerking ummæla á grundvelli almennra hegningarlaga teldist til refsikenndra viðurlaga væri hún í eðli sínu staðfesting á því að óviðurkvæmileg ummæli skyldu verða að engu hafandi. Af þessari ástæðu voru þau ekki jöfnuð við íþyngjandi viðurlaga í þessu samhengi. Ummælin voru því dæmd ómerk en miskabæturnar lækkaðar.
Hrd. nr. 369/2011 dags. 31. maí 2012 [HTML] Hrd. nr. 391/2011 dags. 31. maí 2012 [HTML] Hrd. nr. 598/2011 dags. 31. maí 2012 (Atvinnusjúkdómur) [HTML] Hrd. nr. 638/2011 dags. 7. júní 2012 [HTML] Hrd. nr. 549/2011 dags. 14. júní 2012 [HTML] Hrd. nr. 543/2011 dags. 14. júní 2012 (Jöklafold 4) [HTML] Hrd. nr. 554/2011 dags. 14. júní 2012 (Tjörvastaðir) [HTML] Hrd. nr. 563/2011 dags. 14. júní 2012 [HTML] Hrd. nr. 671/2011 dags. 14. júní 2012 [HTML] Hrd. nr. 410/2012 dags. 16. ágúst 2012 [HTML] Hrd. nr. 460/2012 dags. 22. ágúst 2012 [HTML] Hrd. nr. 461/2012 dags. 22. ágúst 2012 [HTML] Hrd. nr. 451/2012 dags. 27. ágúst 2012 [HTML] Hrd. nr. 401/2012 dags. 3. september 2012 [HTML] Hrd. nr. 645/2011 dags. 20. september 2012 [HTML] Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð) [HTML] Hrd. nr. 485/2012 dags. 21. september 2012 [HTML] Hrd. nr. 75/2012 dags. 27. september 2012 (Sala verslunar) [HTML] Hrd. nr. 457/2011 dags. 11. október 2012 (Krýsuvík) [HTML] Deilur um landamerki um Stóru Vatnsleysu og Krýsuvíkur. Sem sagt hvaða landamerki ættu að gilda og landamerki Krýsuvíkar var talið gilda, en um hundrað árum síðar komu aðrir aðilar sem sögðu að eigendur Krýsuvíkur á þeim tíma hefðu ekki verið raunverulegir eigendur. Hæstiréttur vísaði til gildi þinglýstra skjala þar til annað kæmi í ljós.
Hrd. nr. 622/2012 dags. 11. október 2012 [HTML] Hrd. nr. 628/2012 dags. 12. október 2012 [HTML] Hrd. nr. 636/2012 dags. 15. október 2012 [HTML] Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun) [HTML] Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. nr. 464/2012 dags. 18. október 2012 (Borgarbyggð) [HTML] Hrd. nr. 192/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Grindavíkurbær - Skaðabætur) [HTML] Hrd. nr. 213/2012 dags. 29. nóvember 2012 [HTML] Hrd. nr. 159/2012 dags. 29. nóvember 2012 [HTML] Hrd. nr. 669/2012 dags. 30. nóvember 2012 [HTML] Hrd. nr. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani) [HTML] Hrd. nr. 350/2012 dags. 19. desember 2012 (Gangaslagur í MR) [HTML] Tjónþoli fékk bætur eftir að hafa hálsbrotnað í gangaslag sem var algengur innan þess skóla, þrátt fyrir að skólinn hafi gert einhverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir háttsemina. Hins vegar þurfti tjónþolinn að bera hluta tjónsins sjálfur vegna meðábyrgðar hans.
Skortur var á mati sem sýndi læknisfræðilega þörf fyrir breytingu á húsnæði.
Hrd. nr. 374/2012 dags. 19. desember 2012 [HTML] Hrd. nr. 723/2012 dags. 19. desember 2012 (Commerzbank I) [HTML] Hrd. nr. 351/2012 dags. 17. janúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 752/2012 dags. 21. janúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 763/2012 dags. 23. janúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 10/2013 dags. 24. janúar 2013 (Landsbankinn gegn Flugastraumi) [HTML] Hrd. nr. 253/2012 dags. 24. janúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 346/2012 dags. 31. janúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 162/2012 dags. 31. janúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 439/2012 dags. 7. febrúar 2013 (Skipulagsvald sveitarfélags - Borgarholtsbraut) [HTML] Maður vildi breyta aðkomu að eign sinni og var synjað af Kópavogsbæ. Hæstiréttur taldi sig ekki geta ógilt þá synjun.
Hrd. nr. 409/2012 dags. 14. febrúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 560/2012 dags. 21. febrúar 2013 [HTML] Kaupanda fasteignar var játað svigrúm til að halda eftir meiru en sem nam gallakröfu sinni, þ.e. fyrir matskostnaði dómskvadds matsmanns og lögmannskostnaði fyrir tiltekið tímabil. Það sem var umfram var kaupanda gert að greiða seljanda með dráttarvöxtum.
Hrd. nr. 17/2013 dags. 25. febrúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 536/2012 dags. 28. febrúar 2013 (Viðbygging sumarhúss) [HTML] Framkvæmdir við viðbyggingu sumarhúss. Skírskotað til stórfelldrar slysahættu.
Málið var höfðað gegn:
P, byggingarstjóra framkvæmda og skráðum húsasmíðameistara,
R, smið ráðnum í framkvæmdirnar á grundvelli verksamnings við sumarhúsaeigandann,
S, eiganda sumarhússins, og
V ehf., sem vátryggjanda ábyrgðartrygginga P og S
Tjónþoli var sonur eiganda sumarhúss og aðstoðaði föður sinn við byggingu viðbyggingar meðfram ýmsum öðrum. Búið var að steypa kjallaraveggi og grunnplötuna en upp úr henni stóðu járnteinar. Hurð var við rýmið. Um kvöldið fengu nokkrir sér í tá og fóru að sofa. Maðurinn í svefngalsa fer samt sem áður um hurðina og dettur þannig að teinarnir fóru í gegnum búk hans, og hlaut því líkamstjón.
Fallist var á bótaábyrgð allra sem málið var höfðað gegn. Auk þess var talið að R hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni á staðnum. P var ekki geta talinn geta komist framhjá lögbundinni ábyrgð húsasmíðameistara með því að fela R tiltekið verk.
Síðar höfðaði tjónþolinn mál gagnvart vátryggingafélagi sínu um greiðslur úr frítímaslysatryggingu sinni, er varð
Hrd. nr. 821/2013 dags. 22. maí 2014 (Maður féll ofan á steyputeina í grunni viðbyggingar) ⓘ .
Hrd. nr. 538/2012 dags. 28. febrúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 418/2012 dags. 28. febrúar 2013 [HTML] Hrd. nr. 127/2013 dags. 12. mars 2013 [HTML] Hrd. nr. 533/2012 dags. 14. mars 2013 (MP banki hf.) [HTML] Kona setti með handveðsetningu til MP banka sem tryggingu og einnig tiltekinn reikning í hennar eigu hjá Kaupþingi. Innstæða hafði verið flutt af þessum reikningi til MP banka. Hún krafði bankann um féð þar sem hún taldi bankann hafa ráðstafað fénu án leyfis. Hæstiréttur taldi að handveðsetningin hefði ekki fallið niður vegna þessa.
Hrd. nr. 355/2012 dags. 14. mars 2013 [HTML] Hrd. nr. 604/2012 dags. 26. mars 2013 [HTML] Hrd. nr. 196/2013 dags. 15. apríl 2013 [HTML] Hrd. nr. 166/2013 dags. 16. apríl 2013 [HTML] Hrd. nr. 614/2012 dags. 18. apríl 2013 (Lóðir í Reykjavík) [HTML] Hrd. nr. 615/2012 dags. 18. apríl 2013 [HTML] Hrd. nr. 616/2012 dags. 18. apríl 2013 [HTML] Hrd. nr. 612/2012 dags. 24. apríl 2013 [HTML] Hrd. nr. 306/2013 dags. 10. maí 2013 [HTML] Hrd. nr. 714/2012 dags. 16. maí 2013 [HTML] Hrd. nr. 96/2013 dags. 30. maí 2013 (Óseyrarbraut - Vinnuslys) [HTML] Hrd. nr. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt) [HTML] Hrd. nr. 50/2013 dags. 30. maí 2013 (Plastiðjan) [HTML] Hrd. nr. 328/2013 dags. 31. maí 2013 [HTML] Hrd. nr. 327/2013 dags. 31. maí 2013 [HTML] Hrd. nr. 9/2013 dags. 13. júní 2013 [HTML] Hrd. nr. 363/2013 dags. 18. júní 2013 [HTML] Hrd. nr. 459/2013 dags. 12. júlí 2013 [HTML] Hrd. nr. 409/2013 dags. 28. ágúst 2013 [HTML] Hrd. nr. 392/2013 dags. 28. ágúst 2013 [HTML] Hrd. nr. 387/2013 dags. 29. ágúst 2013 [HTML] Hrd. nr. 482/2013 dags. 30. ágúst 2013 [HTML] Hrd. nr. 435/2013 dags. 9. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 138/2013 dags. 12. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 454/2013 dags. 12. september 2013 (Bank Pekao S.A. Centrala) [HTML] Hrd. nr. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur) [HTML] Hrd. nr. 533/2013 dags. 19. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 519/2013 dags. 19. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 572/2013 dags. 19. september 2013 [HTML] Hrd. 437/2013 dags. 20. september 2013 (Skútuvogur) Hrd. nr. 437/2013 dags. 20. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 553/2013 dags. 24. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 344/2013 dags. 27. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 343/2013 dags. 27. september 2013 [HTML] Hrd. nr. 562/2013 dags. 4. október 2013 (Stapi lífeyrissjóður) [HTML] Hrd. nr. 589/2013 dags. 4. október 2013 (TIF) [HTML] Hrd. nr. 489/2013 dags. 8. október 2013 [HTML] Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði) [HTML] Hrd. nr. 554/2013 dags. 14. október 2013 [HTML] Hrd. nr. 586/2013 dags. 15. október 2013 [HTML] Hrd. nr. 366/2013 dags. 17. október 2013 (Kærunefnd útboðsmála) [HTML] Hrd. nr. 303/2013 dags. 17. október 2013 [HTML] Hrd. nr. 313/2013 dags. 17. október 2013 [HTML] Hrd. nr. 273/2013 dags. 24. október 2013 (Bifhjólaslys á Akranesi) [HTML] Hrd. nr. 552/2013 dags. 28. október 2013 (Commerzbank II) [HTML] Hrd. nr. 337/2013 dags. 14. nóvember 2013 (Reynir Finndal) [HTML] Fallist var á kröfu um viðbótargreiðslu þar sem eingöngu hefði verið greitt einu sinni af láninu.
Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013 [HTML] Hrd. nr. 738/2013 dags. 4. desember 2013 [HTML] Hrd. nr. 739/2013 dags. 4. desember 2013 [HTML] Hrd. nr. 446/2013 dags. 5. desember 2013 [HTML] Hrd. nr. 193/2013 dags. 12. desember 2013 [HTML] Hrd. nr. 430/2013 dags. 12. desember 2013 (Flugastraumur) [HTML] Hrd. nr. 463/2013 dags. 12. desember 2013 (Hagar) [HTML] Hagar var nokkuð stórt fyrirtæki og var lántaki stórs gengisláns. Lánveitandi krafðist mikillar viðbótargreiðslu.
Hæstiréttur leit svo á að um væri að ræða lán til fjárfestinga sem var sérstaklega sniðið að því. Auk þess myndi viðbótargreiðslan ekki leiða til mikils óhagræðis fyrir lántaka. Fallist var því á viðbótargreiðsluna.
Hrd. nr. 528/2013 dags. 16. janúar 2014 (Starfsmaður Alþingis) [HTML] Starfsmanni hjá Alþingi var sagt upp og taldi hann að ekki hefði verið staðið rétt að andmælarétti hans. Hæstiréttur taldi stjórnsýslulögin ekki eiga við um Alþingi en taldi hins vegar að óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar gætu gilt þar sem við ætti.
Hrd. nr. 539/2013 dags. 16. janúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 394/2013 dags. 16. janúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 577/2013 dags. 23. janúar 2014 (Draupnir) [HTML] Ágreiningur milli banka og fjárfestingarfélags.
Draupnir fékk lánað fyrir byggingu Norðurturnsins og veðið í fyrirhugaðri byggingu.
Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á beitingu neinna þvingana og að bankinn hefði eingöngu beitt heimildum sem bankinn hafði og mátti beita.
Hrd. nr. 388/2013 dags. 23. janúar 2014 (Verkaskipting stjórnarformanns og framkvæmdastjóra) [HTML] Hrd. nr. 531/2013 dags. 23. janúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 7/2014 dags. 13. febrúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf) [HTML] Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.
Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.
Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.
Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.
Haldið uppi sökum um misneytingu.
Hrd. nr. 576/2013 dags. 20. febrúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg) [HTML] Hrd. nr. 55/2014 dags. 20. febrúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 117/2014 dags. 25. febrúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014 [HTML] Hrd. nr. 638/2013 dags. 13. mars 2014 (Lýsing hf.) [HTML] Hrd. nr. 136/2014 dags. 13. mars 2014 (Fljótsdalur) [HTML] Hrd. nr. 175/2014 dags. 24. mars 2014 [HTML] Hrd. nr. 734/2013 dags. 27. mars 2014 (Lífland) [HTML] Hrd. nr. 205/2014 dags. 31. mars 2014 [HTML] Hrd. nr. 87/2010 dags. 3. apríl 2014 (Hróarsholt) [HTML] Tekist á um meinta fölsun. Maður krafðist viðurkenningar gagnvart tengdaföður á að hafa eignast landspildu sem hann og systkini hans hefðu erft eftir föður sinn.
Stefnandinn hafði falsað yfirlýsingu stefnda, samkvæmt rannsókn á rithönd.
Hrd. nr. 717/2013 dags. 3. apríl 2014 (Lýsing hf.) [HTML] Hrd. nr. 242/2014 dags. 29. apríl 2014 [HTML] Hrd. nr. 243/2014 dags. 29. apríl 2014 [HTML] Hrd. nr. 241/2014 dags. 29. apríl 2014 [HTML] Hrd. nr. 120/2014 dags. 8. maí 2014 [HTML] Hrd. nr. 760/2013 dags. 22. maí 2014 [HTML] Hrd. nr. 728/2013 dags. 28. maí 2014 [HTML] Hrd. nr. 787/2013 dags. 12. júní 2014 [HTML] Hrd. nr. 438/2014 dags. 10. júlí 2014 [HTML] Hrd. nr. 429/2014 dags. 15. júlí 2014 [HTML] Hrd. nr. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá) [HTML] Hrd. nr. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014 [HTML] Hrd. nr. 432/2014 dags. 25. ágúst 2014 [HTML] Hrd. nr. 562/2014 dags. 9. september 2014 (Heiðarvegur) [HTML] Hrd. nr. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur) [HTML] Hrd. nr. 503/2014 dags. 11. september 2014 [HTML] Hrd. nr. 591/2014 dags. 17. september 2014 [HTML] Hrd. nr. 49/2014 dags. 18. september 2014 (Röntgenmyndirnar) [HTML] Hrd. nr. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur) [HTML] Hrd. nr. 789/2013 dags. 18. september 2014 [HTML] Hrd. nr. 360/2013 dags. 18. september 2014 [HTML] Hrd. nr. 778/2013 dags. 25. september 2014 (Héðinsfjarðargöng II) [HTML] Hrd. nr. 170/2014 dags. 25. september 2014 [HTML] Hrd. nr. 79/2014 dags. 2. október 2014 (Intrum - Hampiðjan hf.) [HTML] Starfsmaður innheimtufyrirtækis vanrækti að innheimta kröfu þannig að hún fyrndist.
Hrd. nr. 154/2014 dags. 2. október 2014 [HTML] Hrd. nr. 46/2014 dags. 9. október 2014 (Skólastjóri afhendir dagbók) [HTML] Sveitarfélag var sýknað af kröfu um bótaábyrgð. Skólastjóri afhenti ríkissaksóknara dagbók sem stúlka hafði skrifað þar sem innihald bókarinnar voru meðal annars hugrenningar um ætluð kynferðisbrot. Skólastjórinn var síðan dæmdur á grundvelli sakarábyrgðar.
Hrd. nr. 279/2014 dags. 16. október 2014 [HTML] Hrd. nr. 666/2014 dags. 27. október 2014 [HTML] Hrd. nr. 694/2014 dags. 4. nóvember 2014 [HTML] Hrd. nr. 176/2014 dags. 6. nóvember 2014 [HTML] Hrd. nr. 701/2014 dags. 6. nóvember 2014 [HTML] Hrd. nr. 110/2014 dags. 6. nóvember 2014 (Eykt) [HTML] Hrd. nr. 702/2014 dags. 6. nóvember 2014 [HTML] Hrd. nr. 708/2014 dags. 11. nóvember 2014 [HTML] Hrd. nr. 269/2014 dags. 20. nóvember 2014 (PWC) [HTML] Hrd. nr. 214/2014 dags. 20. nóvember 2014 [HTML] Hrd. nr. 236/2014 dags. 4. desember 2014 [HTML] Hrd. nr. 29/2014 dags. 4. desember 2014 [HTML] Hrd. nr. 762/2014 dags. 4. desember 2014 [HTML] Hrd. nr. 345/2014 dags. 11. desember 2014 [HTML] Hrd. nr. 804/2014 dags. 7. janúar 2015 (Klettshús í Hindisvík) [HTML] Hluti sameigenda ætlaði að reyna að útiloka einn eigandann frá nýtingu húss sem þau áttu öll. Hæstiréttur féllst ekki á lögmæti þess.
Hrd. nr. 807/2014 dags. 14. janúar 2015 (Hallgrímur SI) [HTML] Hrd. nr. 422/2014 dags. 15. janúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 39/2015 dags. 16. janúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 407/2014 dags. 29. janúar 2015 (Vingþór - Grjótháls) [HTML] Hrd. nr. 24/2015 dags. 30. janúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 47/2015 dags. 10. febrúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 44/2015 dags. 10. febrúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 425/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Sólheimar 30) [HTML] Hrd. nr. 145/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Al-Thani) [HTML] Hrd. nr. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 423/2014 dags. 19. febrúar 2015 [HTML] Hrd. nr. 122/2015 dags. 2. mars 2015 (Eignir í útlöndum) [HTML] Hjón voru að skilja og gerðu fjárskiptasamning, og var enginn ágreiningur um hann. Samningurinn var svo samþykktur af sýslumanni. Skilnaðurinn gekk svo í gegn árið 2008.
M varð síðar gjaldþrota. K höfðar í kjölfarið mál og krefst afhendingar á hlutabréfum sem voru föst inn í Kaupþing banka sem hafði farið á hausinn. Ekki var minnst á hlutabréfin í fjárskiptasamningnum. Þrotabú M taldi hlutabréfin vera eign M.
Þá kom í ljós að þau höfðu gert tvo samninga en eingöngu annar þeirra var staðfestur af sýslumanni. Í honum voru eignir þeirra sem voru staðsettar á Íslandi. Hinn samningurinn innihélt samkomulag um skiptingu eigna þeirra erlendis og ætluðu að halda honum leyndum nema nauðsyn krefði.
Í leynisamningnum stóð að K ætti hlutabréfin og viðurkenndi M það.
Dómstólar töldu hinn leynda fjárskiptasamning ekki gildan þar sem hann hafði ekki verið staðfestur. K hefði því ekki eignast hlutabréfin og því ekki fengið þau afhent.
Dómstóllinn ýjaði að því að K hefði mögulega getað beitt fyrir sér að hinn staðfesti samningur teldist ósanngjarn þar sem hann tæki ekki yfir allar eignir þeirra.
Hrd. nr. 129/2015 dags. 2. mars 2015 [HTML] Hrd. nr. 626/2014 dags. 5. mars 2015 (Stefanía) [HTML] Kröfuhafinn var ekki talinn geta borið fyrir sig vitneskjuskort um samningsatriði sökum þess að útsendir innheimtuseðlar báru með sér að hann var krafinn um verðbætur og um breytilega vexti. Því var hafnað að kröfuhafinn hefði ekki getað verið mögulegt að afla nánari upplýsinga um það.
Hrd. nr. 216/2014 dags. 12. mars 2015 [HTML] Hrd. nr. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi) [HTML] Hrd. nr. 533/2014 dags. 19. mars 2015 (Yfirdráttarheimild) [HTML] Hrd. nr. 566/2014 dags. 19. mars 2015 [HTML] Hrd. nr. 231/2015 dags. 17. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 267/2015 dags. 17. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 228/2015 dags. 17. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 251/2015 dags. 21. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 250/2015 dags. 21. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 220/2015 dags. 27. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 605/2014 dags. 30. apríl 2015 [HTML] Hrd. nr. 285/2015 dags. 5. maí 2015 [HTML] Hrd. nr. 580/2014 dags. 7. maí 2015 [HTML] Hrd. nr. 85/2015 dags. 7. maí 2015 (Hafnarberg) [HTML] Hrd. nr. 342/2015 dags. 21. maí 2015 (Ice Lagoon - Frávísun) [HTML] Meiri hluti Hæstaréttar taldi ráðstöfun um undirritun leigusamnings lögmæta þar sem hún krafðist ekki samþykkis allra félagsmanna þar sem hún var ekki meiriháttar, auk þess sem rétt hefði verið staðið að ákvörðunarferlinu. Þá fengu þeir sem voru á móti áformunum tilkynningu um fyrirhugaða ákvörðunartöku og fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Litið var til þess að einn þeirra aðila hefði um margra ára skeið boðið upp á sambærilega þjónustu og gefið út yfirlýsingu á sínum tíma að aðrir sameigendur hefðu rétt til þess að nýta landið á sambærilegan hátt á öðrum hlutum landsins en hann var að nota. Fyrirliggjandi leigusamningur var því ekki talinn hvorki fela í sér óvenjulega né meiriháttar ráðstöfun.
Sératkvæði í málinu fól í sér að dómarinn hafi verið ósammála meiri hlutanum hvað varðar bærni félagsins til að taka þá ákvörðun, og ráðstöfunin hafi því talist óheimil.
Hrd. nr. 475/2014 dags. 4. júní 2015 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan) [HTML] Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.
Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. nr. 336/2015 dags. 5. júní 2015 [HTML] Hrd. nr. 441/2015 dags. 12. ágúst 2015 [HTML] Hrd. nr. 408/2015 dags. 13. ágúst 2015 [HTML] Hrd. nr. 8/2015 dags. 17. september 2015 [HTML] Hrd. nr. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir) [HTML] Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.
Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 35/2015 dags. 15. október 2015 (Atlantsolía II) [HTML] Hrd. nr. 34/2015 dags. 15. október 2015 (Atlantsolía I) [HTML] Hrd. nr. 69/2015 dags. 22. október 2015 (Bílvelta á Hellisheiði eystri) [HTML] Maður verður fyrir alvarlegu slysi.
75% varanleg örorka og 90 stig í varanlegan miska.
Sé grunur um að meta þurfi eitthvað framtíðartjón.
Maðurinn krafðist fjár til að kaupa smáhjól til að stunda þau áhugamál sem hann væri að stunda. Hæstiréttur ræðir um hvort útgjöldin teljist nauðsynleg og eðlileg og í þessu tilviki teljist krafan um kaup á smáhjólinu og aðstoðarmönnum sé utan bótamarka.
Hrd. nr. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur) [HTML] Hrd. nr. 101/2015 dags. 22. október 2015 [HTML] Hrd. nr. 196/2015 dags. 29. október 2015 [HTML] Hrd. nr. 703/2015 dags. 4. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 229/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Erfingjar sjálfskuldarábyrgðarmanns - Námslán) [HTML] SH gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir námslánum annars aðila en hann lést síðan. Um mánuði eftir andlátið hætti lánþeginn að greiða af láninu. Síðar sama ár var veitt leyfi til einkaskipta á búinu. Um tveimur árum eftir andlát SH tilkynnti lánveitandinn lánþeganum að öll skuldin hefði verið gjaldfelld vegna verulegra vanskila. Erfingjar SH bæru sem erfingjar dánarbús hans óskipta ábyrgð á umræddri skuld.
Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.
Þá var jafnframt hafnað málsástæðu um ógildingu á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hrd. nr. 687/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 683/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 686/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 682/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 681/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 684/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 217/2015 dags. 12. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 685/2015 dags. 16. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 197/2015 dags. 19. nóvember 2015 (Kvistaland) [HTML] Hrd. nr. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015 [HTML] Hrd. nr. 112/2015 dags. 3. desember 2015 [HTML] Hrd. nr. 776/2015 dags. 3. desember 2015 [HTML] Hrd. nr. 261/2015 dags. 10. desember 2015 [HTML] Hrd. nr. 807/2015 dags. 20. janúar 2016 (Gunnars majónes) [HTML] Hrd. nr. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - Gjöf við slit - Skattlögð gjöf) [HTML] Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.
Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.
Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016 [HTML] Hrd. nr. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri - Ummæli um samkynhneigð á vefmiðli) [HTML] Hrd. nr. 305/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Gjaldtaka í Reykjahlíð) [HTML] Eigendur nokkurra lögbýla að Hverum við Námafjall og Leirhnúk stofnuðu einkahlutafélag L um tilteknar ráðstafanir á Reykjahlíð, sem var í sérstakri sameign þeirra allra. Eigendur nokkurra af þeim jörðum, er áttu samtals næstum 30% hluta af sameigninni, kröfðust staðfestingar á lögbanni gegn innheimtu L á aðgangsgjaldi að Hverum við Námafjall og Leirhnúk.
Hæstiréttur leit svo á að gjaldtakan hefði verið meiriháttar breyting á nýtingu landsins og því þurft að byggjast á ótvíræðu samþykki allra sameigenda. Ekki hafði mátt sjá að ótvírætt samþykki allra sameigenda hefði legið fyrir enda mátti ekki sjá á samþykktum L að eigendur sérstöku sameignarinnar hefðu afsalað þeim rétti til þess með ótvíræðum hætti, né tekið undir málatilbúnað L um að téðir eigendur hefðu samþykkt gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Skorti því L heimild til gjaldtökunnar og lögbannið því staðfest.
Hrd. nr. 157/2015 dags. 11. febrúar 2016 [HTML] Hrd. nr. 378/2015 dags. 18. febrúar 2016 [HTML] Hrd. nr. 406/2015 dags. 18. febrúar 2016 [HTML] Hrd. 628/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Endurupptökunefnd) [HTML] Nefnd á vegum framkvæmdavaldsins fékk það vald að fella úr gildi dóma dómstóla. Hæstiréttur taldi það andstætt stjórnarskrá þar sem það fór gegn verkaskiptingu þriggja handhafa ríkisvalds.
Hrd. nr. 120/2016 dags. 26. febrúar 2016 [HTML] Hrd. nr. 475/2015 dags. 3. mars 2016 [HTML] Hrd. nr. 170/2016 dags. 17. mars 2016 [HTML] Hrd. nr. 506/2015 dags. 22. mars 2016 [HTML] Hrd. nr. 231/2016 dags. 6. apríl 2016 [HTML] Hrd. nr. 616/2015 dags. 20. apríl 2016 [HTML] Hrd. nr. 591/2015 dags. 28. apríl 2016 [HTML] Hrd. nr. 615/2015 dags. 28. apríl 2016 [HTML] Hrd. nr. 286/2016 dags. 28. apríl 2016 [HTML] Hrd. nr. 225/2016 dags. 29. apríl 2016 [HTML] Hrd. nr. 130/2016 dags. 4. maí 2016 [HTML] Hrd. nr. 304/2016 dags. 30. maí 2016 [HTML] Hrd. nr. 638/2015 dags. 2. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 479/2015 dags. 2. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 353/2016 dags. 7. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 355/2016 dags. 7. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 340/2016 dags. 7. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 661/2015 dags. 9. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 268/2016 dags. 9. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 728/2015 dags. 16. júní 2016 (Húsaleigubætur vegna leigu íbúðar af Brynju, hússjóði ÖBÍ) [HTML] Hrd. nr. 810/2015 dags. 16. júní 2016 [HTML] Hrd. nr. 472/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Viðurkenndur réttur til helmings - Sambúðarmaki) [HTML] Mál milli K og barna M.
Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.
M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.
K gat sýnt fram á einhverja eignamyndun, og fékk hún helminginn.
Hrd. nr. 508/2016 dags. 5. september 2016 [HTML] Hrd. nr. 509/2016 dags. 5. september 2016 [HTML] Hrd. nr. 641/2015 dags. 22. september 2016 [HTML] Hrd. nr. 850/2015 dags. 29. september 2016 [HTML] Hrd. nr. 860/2015 dags. 29. september 2016 [HTML] Hrd. nr. 828/2015 dags. 13. október 2016 [HTML] Hrd. nr. 34/2016 dags. 13. október 2016 (Þorbjörn hf.) [HTML] Hrd. nr. 20/2016 dags. 13. október 2016 [HTML] Hrd. nr. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell) [HTML] Hrd. nr. 855/2015 dags. 20. október 2016 (SPB) [HTML] Hrd. nr. 83/2016 dags. 27. október 2016 (Sjóklæðagerðin hf.) [HTML] Sjóklæðagerðin leigði atvinnuhúsnæði. Brunavarnir gerðu athugasemdir við húsið og þurfti því að fara í breytingar á húsnæðinu. Leigjandinn taldi þær breytingar ekki fullnægjandi og rifti samningnum. Leigusalinn fór svo í mál við Sjóklæðagerðina og krafðist efnda samkvæmt samningnum en Hæstiréttur taldi riftunina lögmæta en féllst ekki á hægt væri að krefjast efnda in natura og riftunar. Hins vegar féllst hann á að skaðabótaskylda hefði verið til staðar.
Hrd. nr. 630/2016 dags. 28. október 2016 [HTML] Hrd. nr. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall) [HTML] Hrd. nr. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur) [HTML] Hrd. nr. 714/2016 dags. 10. nóvember 2016 [HTML] Hrd. nr. 760/2016 dags. 29. nóvember 2016 (Landspilda í Vopnafirði) [HTML] Hrd. nr. 775/2016 dags. 8. desember 2016 [HTML] Hrd. nr. 735/2016 dags. 8. desember 2016 [HTML] Hrd. nr. 214/2016 dags. 15. desember 2016 [HTML] Hrd. nr. 784/2016 dags. 15. desember 2016 [HTML] Hrd. nr. 776/2016 dags. 16. desember 2016 [HTML] Hrd. nr. 272/2016 dags. 19. janúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 274/2016 dags. 19. janúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 273/2016 dags. 19. janúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 254/2016 dags. 19. janúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 275/2016 dags. 19. janúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara) [HTML] Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. nr. 329/2016 dags. 2. febrúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 401/2016 dags. 2. febrúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 382/2016 dags. 9. febrúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 453/2016 dags. 9. febrúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 381/2016 dags. 9. febrúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017 [HTML] Hrd. nr. 67/2017 dags. 1. mars 2017 [HTML] Hrd. nr. 399/2016 dags. 16. mars 2017 [HTML] Hrd. nr. 390/2016 dags. 16. mars 2017 [HTML] Hrd. nr. 464/2016 dags. 23. mars 2017 (Molden Enterprises Ltd. gegn Sjóklæðagerðinni) [HTML] Greiðslur vegna starfsloka fyrrum forstjóra aðila. Sjóklæðagerðin var þriðji aðili og ekki aðili að samningnum. Egus hafði lofað að halda tilteknu félagi skaðlaust af starfslokasamningnum. Vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti sökum varnarþingsákvæðis samningsins.
Hrd. nr. 483/2016 dags. 30. mars 2017 [HTML] Hrd. nr. 318/2016 dags. 30. mars 2017 [HTML] Hrd. nr. 389/2016 dags. 6. apríl 2017 [HTML] Hrd. nr. 499/2016 dags. 6. apríl 2017 (Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins) [HTML] Hrd. nr. 197/2017 dags. 25. apríl 2017 [HTML] Hrd. nr. 621/2016 dags. 11. maí 2017 [HTML] Hrd. nr. 510/2016 dags. 1. júní 2017 [HTML] Hrd. nr. 298/2017 dags. 1. júní 2017 [HTML] Hrd. nr. 432/2017 dags. 2. ágúst 2017 (Aðild Landverndar - Kröflulína 4) [HTML] Hrd. nr. 392/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Krókur hótel) [HTML] Hrd. nr. 468/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Grjóthleðsla) [HTML] Hrd. nr. 467/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Grjóthleðsla) [HTML] Hrd. nr. 653/2016 dags. 21. september 2017 [HTML] Hrd. nr. 24/2017 dags. 28. september 2017 [HTML] Hrd. nr. 635/2016 dags. 12. október 2017 (Reynivellir) [HTML] Hrd. nr. 505/2016 dags. 12. október 2017 [HTML] Hrd. nr. 633/2017 dags. 24. október 2017 [HTML] Hrd. nr. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017 [HTML] Hrd. nr. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017 [HTML] Hrd. nr. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017 [HTML] Hrd. nr. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur) [HTML] Hrd. nr. 702/2017 dags. 29. nóvember 2017 [HTML] Hrd. nr. 669/2017 dags. 5. desember 2017 [HTML] Hrd. nr. 722/2017 dags. 7. desember 2017 [HTML] Hrd. nr. 717/2016 dags. 14. desember 2017 [HTML] Hrd. nr. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur) [HTML] Hrd. nr. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara) [HTML] Hrd. nr. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara) [HTML] Hrd. nr. 10/2017 dags. 19. desember 2017 [HTML] Hrd. nr. 86/2017 dags. 19. desember 2017 [HTML] Hrd. nr. 845/2017 dags. 11. janúar 2018 [HTML] Hrd. nr. 750/2017 dags. 16. janúar 2018 [HTML] Hrd. nr. 720/2016 dags. 1. febrúar 2018 [HTML] Hrd. nr. 101/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Happdrætti Háskóla Íslands) [HTML] Hrd. nr. 88/2017 dags. 22. febrúar 2018 [HTML] Hrd. nr. 107/2017 dags. 1. mars 2018 [HTML] Hrd. nr. 145/2017 dags. 8. mars 2018 (Sjúkratryggingar Íslands) [HTML] Hrd. nr. 164/2017 dags. 8. mars 2018 [HTML] Hrd. nr. 148/2017 dags. 8. mars 2018 (Landsbankinn Luxemborg) [HTML] Hrd. nr. 814/2016 dags. 15. mars 2018 [HTML] Hrd. nr. 262/2017 dags. 15. mars 2018 [HTML] Hrd. nr. 218/2017 dags. 15. mars 2018 [HTML] Hrd. nr. 42/2017 dags. 27. mars 2018 (Heiðarvegur 10 - Græðisbraut) [HTML] Óþinglýstur réttur til bílastæða á landi sem tilheyrir þriðja aðila. Reyndi á grandleysi þegar landið var selt. Hæstiréttur vísaði til augljósra ummerkja á landinu og hefði kaupandinn þá átt að kynna sér nánar forsögu þeirra.
Hrd. nr. 243/2017 dags. 26. apríl 2018 (Litli-Saurbær) [HTML] Hrd. nr. 478/2017 dags. 3. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 418/2017 dags. 3. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 405/2017 dags. 3. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 342/2017 dags. 9. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 187/2017 dags. 17. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 488/2017 dags. 17. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 491/2017 dags. 31. maí 2018 [HTML] Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018 [HTML] Hrd. nr. 604/2017 dags. 7. júní 2018 [HTML] Hrd. nr. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd) [HTML] Hrd. nr. 651/2017 dags. 21. júní 2018 [HTML] Hrd. nr. 623/2017 dags. 21. júní 2018 (Lambhagabúið) [HTML] Ekki er nægilegt að skuldari hafi boðið fram tillögu að lausn gagnvart kröfuhafa, án þess að bjóða fram greiðsluna sjálfa.
Hrd. nr. 598/2017 dags. 21. júní 2018 [HTML] Hrd. nr. 636/2017 dags. 26. júní 2018 [HTML] Hrd. nr. 729/2017 dags. 26. júní 2018 (Ærumeiðing) [HTML] Hrd. nr. 154/2017 dags. 11. október 2018 [HTML] Hrd. nr. 329/2017 dags. 18. október 2018 [HTML] Hrd. nr. 33/2017 dags. 18. október 2018 [HTML] Hrd. nr. 25/2017 dags. 18. október 2018 [HTML] Hrd. nr. 106/2017 dags. 25. október 2018 (Aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags) [HTML] Hrd. nr. 851/2017 dags. 1. nóvember 2018 [HTML] Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur) [HTML] Hrd. nr. 828/2017 dags. 15. nóvember 2018 [HTML] Hrá. nr. 2018-252 dags. 13. desember 2018 [HTML] Hrá. nr. 2018-268 dags. 29. janúar 2019 [HTML] Hrá. nr. 2019-86 dags. 21. mars 2019 [HTML] Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019 [HTML] Hrd. nr. 16/2019 dags. 4. apríl 2019 (Kæruheimild varnaraðila) [HTML] Stefndi í héraði kærði frávísun á dómkröfu stefnanda í héraði. Hæstiréttur taldi þar vera skort á lögvörðum hagsmunum.
Hrd. nr. 33/2018 dags. 21. maí 2019 (Hluthafasamkomulag) [HTML] Tvær fjölskyldur áttu saman hlutafélag, um helming hvor. Önnur þeirra samanstóð af fjórum einstaklingum, er gerðu hluthafasamning sín á milli árið 2010 og svo var hluthafasamningur milli allra hluthafa. Í fyrrnefnda samningnum var ákvæði um að samþykki allra aðila þess samnings þyrfti svo einn gæti framselt hlut sinn. Einn aðilinn að fyrrnefnda samningnum framseldi hluta sinn til erlends einkahlutafélags, án þess að afla slíkrar heimildar, og það félag framseldi svo þann hluta til einkahlutafélags í fullri eigu þess einstaklings. Þessir gjörningar voru álitnir heimilaðir samkvæmt síðarnefnda samningnum, svo breyttum árið 2014.
Hæstiréttur taldi að fyrstnefndi framsalsgerningurinn væri brot á fyrrnefnda samningnum þrátt fyrir að hinn endanlegi eigandi væri fyrirtæki í fullri eigu viðkomandi einstaklings. Litið var á að hluthafinn ætti um 34% hlut í hlutafélaginu er stæði af 69% af þeim 50% hlut sem hluthafasamningurinn næði yfir. Sá sem rifti samningnum var talinn eiga verulegra hagsmuna að gæta í þessu og ekki væri tryggt að félagið sem ætti þennan 34% hlut kæmist ekki í eigu utanaðkomandi aðila. Væri því um verulega vanefnd að ræða og gæti hver og einn hinna aðila hluthafasamningsins rift honum á þeim forsendum.
Hrd. nr. 3/2019 dags. 28. maí 2019 (Reiknistofa bankanna I) [HTML] Hrd. nr. 7/2019 dags. 31. maí 2019 (Áreiðanleikakönnun) [HTML] Einkahlutafélag lét fjármálafyrirtæki gera áreiðanleikakönnun og taldi hinn síðarnefnda hafa gert hana illa.
Engar skráðar reglur lágu fyrir um framkvæmd áreiðanleikakannana en litið var til fyrirheita sem fjármálafyrirtækið gaf út. Ekki var talið hafa verið til staðar gáleysi af hálfu fjármálafyrirtækisins fyrir að hafa ekki skoðað fleiri atriði en það hefði sjálft talið upp.
Hrd. nr. 9/2019 dags. 5. júní 2019 [HTML] Hrd. nr. 29/2019 dags. 27. júní 2019 [HTML] Hrd. nr. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota) [HTML] Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrá. nr. 2019-285 dags. 19. nóvember 2019 [HTML] Hrá. nr. 2019-330 dags. 17. desember 2019 [HTML] Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi) [HTML] Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.
Hrá. nr. 2020-7 dags. 27. janúar 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-6 dags. 27. janúar 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-15 dags. 31. janúar 2020 [HTML] Hrd. nr. 19/2019 dags. 5. febrúar 2020 [HTML] Hrd. nr. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag) [HTML] Hrá. nr. 2020-78 dags. 31. mars 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-101 dags. 16. apríl 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-108 dags. 8. maí 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-114 dags. 8. maí 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-110 dags. 11. maí 2020 [HTML] Hrd. nr. 7/2020 dags. 20. maí 2020 [HTML] Hrd. nr. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS) [HTML] Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. nr. 56/2019 dags. 8. júní 2020 [HTML] Hrd. nr. 3/2020 dags. 16. júní 2020 [HTML] Hrd. nr. 54/2019 dags. 17. september 2020 [HTML] Hrd. nr. 14/2020 dags. 19. nóvember 2020 [HTML] Hrá. nr. 2020-300 dags. 19. janúar 2021 [HTML] Hrá. nr. 2020-299 dags. 19. janúar 2021 [HTML] Hrd. nr. 28/2020 dags. 4. febrúar 2021 [HTML] Hrd. nr. 9/2020 dags. 5. febrúar 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-27 dags. 9. febrúar 2021 [HTML] Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-76 dags. 23. mars 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-84 dags. 27. apríl 2021 [HTML] Hrd. nr. 2/2021 dags. 12. maí 2021 [HTML] Hrd. nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021 [HTML] Hrd. nr. 3/2021 dags. 27. maí 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-93 dags. 3. júní 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-152 dags. 23. júní 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-202 dags. 29. september 2021 [HTML] Hrd. nr. 45/2021 dags. 24. nóvember 2021 [HTML] Hrá. nr. 2021-299 dags. 5. janúar 2022 [HTML] Hrá. nr. 2021-307 dags. 25. janúar 2022 [HTML] Hrá. nr. 2022-8 dags. 4. febrúar 2022 [HTML] Hrá. nr. 2021-336 dags. 15. febrúar 2022 [HTML] Hrá. nr. 2021-335 dags. 15. febrúar 2022 [HTML] Hrá. nr. 2022-25 dags. 17. mars 2022 [HTML] Hrá. nr. 2022-42 dags. 4. maí 2022 [HTML] Hrd. nr. 25/2022 dags. 9. maí 2022 [HTML] Hrá. nr. 2022-116 dags. 21. október 2022 [HTML] Hrd. nr. 30/2022 dags. 30. nóvember 2022 [HTML] Hrá. nr. 2022-131 dags. 7. desember 2022 [HTML] Hrá. nr. 2023-28 dags. 12. apríl 2023 [HTML] Hrd. nr. 52/2022 dags. 26. apríl 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-52 dags. 5. maí 2023 [HTML] Hrd. nr. 45/2022 dags. 23. maí 2023 [HTML] Hrd. nr. 10/2023 dags. 6. júní 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-63 dags. 22. júní 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-70 dags. 23. júní 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-73 dags. 10. júlí 2023 [HTML] Hrd. nr. 35/2023 dags. 13. júlí 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-87 dags. 4. október 2023 [HTML] Hrd. nr. 16/2023 dags. 1. nóvember 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-109 dags. 3. nóvember 2023 [HTML] Hrá. nr. 2023-121 dags. 7. desember 2023 [HTML] Hrd. nr. 55/2023 dags. 21. desember 2023 [HTML] Hrd. nr. 39/2023 dags. 22. desember 2023 [HTML] Hrá. nr. 2024-4 dags. 14. febrúar 2024 [HTML] Hrd. nr. 33/2023 dags. 19. febrúar 2024 [HTML] Hrá. nr. 2023-158 dags. 20. febrúar 2024 [HTML] Hrd. nr. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-12 dags. 14. mars 2024 [HTML] Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-22 dags. 11. apríl 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-23 dags. 12. apríl 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-30 dags. 26. apríl 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-36 dags. 24. maí 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-112 dags. 24. september 2024 [HTML] Hrd. nr. 39/2024 dags. 14. október 2024 [HTML] Hrd. nr. 10/2024 dags. 14. október 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-115 dags. 17. október 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-126 dags. 8. nóvember 2024 [HTML] Hrd. nr. 15/2024 dags. 20. nóvember 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-127 dags. 26. nóvember 2024 [HTML] Hrd. nr. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-164 dags. 18. desember 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-172 dags. 19. desember 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-154 dags. 19. desember 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-152 dags. 19. desember 2024 [HTML] Hrd. nr. 22/2024 dags. 20. desember 2024 [HTML] Hrá. nr. 2024-163 dags. 6. febrúar 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-18 dags. 21. febrúar 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-5 dags. 28. febrúar 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-21 dags. 6. mars 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-7 dags. 11. mars 2025 [HTML] Hrd. nr. 52/2024 dags. 7. maí 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-49 dags. 13. maí 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-71 dags. 5. júní 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-78 dags. 24. júní 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-79 dags. 25. júní 2025 [HTML] Hrá. nr. 2025-97 dags. 27. júní 2025 [HTML] Hrd. nr. 7/2025 dags. 2. júlí 2025 [HTML] Hrd. nr. 11/2025 dags. 9. júlí 2025 [HTML] Hrd. nr. 55/2024 dags. 14. október 2025 [HTML] Fara á yfirlit Alþingi Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.
Löggjafarþing 21 Þingmál A29 (námskeið verslunarmanna)[HTML] Þingræður: -1. þingfundur - Eiríkur Briem - Ræða hófst: 1909-04-14 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 39 Þingmál A20 (Landsbanki Íslands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 364 (nefndarálit) útbýtt þann 1927-04-11 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 45 Þingmál A15 (fimmtardómur)[HTML] Þingræður: 29. þingfundur - Bergur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-03-15 00:00:00 -
[HTML] 29. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1932-03-15 00:00:00 -
[HTML] 65. þingfundur - Pétur Magnússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1932-05-02 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 46 Þingmál A86 (samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs)[HTML] Þingræður: 24. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1933-03-14 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A93 (ábúðarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 133 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1933-03-10 00:00:00
[PDF] Þingmál A125 (víxillög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 231 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-23 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 48 Þingmál B8 (kosning til efrideildar) Þingræður: 2. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1934-10-03 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 49 Þingmál A146 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 428 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-10-28 00:00:00
[PDF] Þingmál A157 (meðferð einkamála í héraði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 448 (frumvarp) útbýtt þann 1935-11-02 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 50 Þingmál A12 (meðferð einkamála í héraði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 1936-02-19 00:00:00
[PDF] Þingmál A50 (eftirlit með útlendingum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 61 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1936-02-28 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 131 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1936-03-11 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 141 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1936-03-14 00:00:00
[PDF] Þingmál A128 (alþýðutryggingar)[HTML] Þingræður: 58. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1936-04-28 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A135 (nýbýli og samvinnubyggðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 520 (þáltill.) útbýtt þann 1936-05-05 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 53 Þingmál A50 (fasteignasala)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 59 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1938-03-05 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 54 Þingmál A24 (meðferð opinberra mála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 27 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-01 00:00:00
[PDF] Þingmál A29 (hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 43 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-09 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 56 Þingmál A153 (frestun alþingiskosninga)[HTML] Þingræður: 16. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (forseti) - Ræða hófst: 1941-05-15 00:00:00 -
[HTML] Þingmál B43 (þinglausnir) Þingræður: 30. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (forseti) - Ræða hófst: 1941-06-17 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 60 Þingmál A28 (kosningar til Alþingis)[HTML] Þingræður: 18. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1942-08-31 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 61 Þingmál A108 (sala á spildu úr Neslandi í Selvogi)[HTML] Þingræður: 49. þingfundur - Eiríkur Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1943-02-06 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 62 Þingmál A63 (tjóni af veru herliðs hér á landi)[HTML] Þingræður: 22. þingfundur - Einar Arnórsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1943-09-24 00:00:00 -
[HTML] 22. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1943-09-24 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Garðar Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1943-10-28 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A106 (rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina)[HTML] Þingræður: 44. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1943-11-11 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 63 Þingmál A2 (niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918)[HTML] Þingræður: 7. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1944-01-19 00:00:00 -
[HTML] 8. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1944-01-20 00:00:00 -
[HTML] 22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-02-24 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A158 (byggingarmál)[HTML] Þingræður: 77. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1944-12-16 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 64 Þingmál A139 (almannatryggingar)[HTML] Þingræður: 117. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-04-23 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 65 Þingmál A1 (bandalag hinna sameinuðu þjóða)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1946-07-22 00:00:00
[PDF] Þingmál A11 (niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.)[HTML] Þingræður: 8. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1946-09-21 00:00:00 -
[HTML] 11. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 66 Þingmál A27 (eftirlit með skipum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1946-10-25 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 602 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1947-03-28 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 68 Þingmál A12 (meðferð opinberra mála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-15 00:00:00
[PDF] Þingmál A177 (þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi)[HTML] Þingræður: 60. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1949-03-31 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 70 Þingmál A18 (meðferð opinberra mála)[HTML] Þingræður: 67. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-02-12 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A49 (sveitarstjórar)[HTML] Þingræður: 56. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1951-01-26 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A76 (áfengislög)[HTML] Þingræður: 72. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1951-02-20 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 71 Þingmál A45 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML] Þingræður: 64. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-01-18 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 72 Þingmál A25 (hlutafélög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00
[PDF] Þingmál A90 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 1952-10-22 00:00:00
[PDF] Þingræður: 17. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-30 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A220 (þátttaka Íslands í Bernarsambandinu)[HTML] Þingræður: 12. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1952-11-12 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 73 Þingmál A2 (firma og prókúruumboð)[HTML] Þingræður: 38. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-12-14 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A13 (vátryggingasamningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-12 00:00:00
[PDF] Þingræður: 50. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-02-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A18 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML] Þingræður: 85. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-12 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A125 (húsaleiga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 774 (rökstudd dagskrá) útbýtt þann 1954-04-09 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 870 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1954-04-13 00:00:00
[PDF] Þingræður: 80. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-04-08 00:00:00 -
[HTML] 92. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1954-04-13 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A139 (lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli)[HTML] Þingræður: 46. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-02-12 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 74 Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 75 Þingmál A94 (bifreiðalög)[HTML] Þingræður: 17. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1955-11-23 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A129 (náttúruvernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-01-06 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 76 Þingmál A145 (jarðhiti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-01 00:00:00
[PDF] Þingmál B3 (rannsókn kjörbréfa) Þingræður: 1. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1956-10-16 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 77 Þingmál A101 (hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 217 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-02-14 00:00:00
[PDF] Þingmál A160 (afstaða til óskilgetinna barna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 338 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-03-25 00:00:00
[PDF] Þingræður: 73. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-03-27 00:00:00 -
[HTML] 97. þingfundur - Friðjón Þórðarson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1958-05-14 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 78 Þingmál A9 (biskupskosning)[HTML] Þingræður: 16. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1958-11-06 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A72 (siglingarlög nr. 56)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 140 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-12-29 00:00:00
[PDF] Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 80 Þingmál B24 (varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa) Þingræður: 23. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 -
[HTML] 23. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 -
[HTML] 24. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-03-16 00:00:00 -
[HTML] 26. þingfundur - Friðjón Skarphéðinsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-03-17 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 81 Þingmál A33 (fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML] Þingræður: 16. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-11-04 00:00:00 -
[HTML] 17. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-11-07 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A97 (landhelgismál)[HTML] Þingræður: 19. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1960-11-25 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A156 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 274 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1961-01-23 13:31:00
[PDF] Þingræður: 50. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1961-01-26 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A157 (sjómannalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 275 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1961-01-23 13:31:00
[PDF] Þingmál A169 (erfðalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 13:31:00
[PDF] Þingræður: 49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-01-30 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A180 (Seðlabanki Íslands)[HTML] Þingræður: 68. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-02-23 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A204 (lausn fiskveiðideilunnar við Breta)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 428 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1961-02-27 12:50:00
[PDF] Þingræður: 44. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-02 00:00:00 -
[HTML] 46. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-03-06 00:00:00 -
[HTML] 47. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1961-03-07 00:00:00 -
[HTML] 48. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 -
[HTML] 48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 -
[HTML] 49. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-03-09 00:00:00 -
[HTML] Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður) Þingræður: 57. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1961-03-27 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 82 Þingmál A7 (sjómannalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00
[PDF] Þingmál A8 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00
[PDF] Þingmál A77 (Hæstiréttur Íslands)[HTML] Þingræður: 81. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A95 (erfðalög)[HTML] Þingræður: 25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-30 00:00:00 -
[HTML] 45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-02-08 00:00:00 -
[HTML] 59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-05 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 83 Þingmál A4 (ráðherraábyrgð)[HTML] Þingræður: 33. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-01-31 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A16 (þinglýsingar)[HTML] Þingræður: 6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A90 (sjómannalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 110 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1962-11-12 00:00:00
[PDF] Þingmál A91 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 111 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1962-11-12 00:00:00
[PDF] Þingræður: 17. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-20 00:00:00 -
[HTML] 68. þingfundur - Jón Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-05 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A193 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00
[PDF] Þingmál A194 (listflytjendur o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00
[PDF] Þingmál A198 (loftferðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-13 00:00:00
[PDF] Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður) Þingræður: 49. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 84 Þingmál A20 (loftferðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 377 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1964-03-16 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 467 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1964-04-20 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 85 Þingmál A127 (útfærsla fiskveiðilandhelginnar fyrir Vestfjörðum)[HTML] Þingræður: 33. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-03-24 00:00:00 -
[HTML] 33. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-03-24 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 505 (nefndarálit) útbýtt þann 1965-04-26 00:00:00
[PDF] Þingræður: 73. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-27 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 86 Þingmál A129 (réttur til landgrunns Íslands)[HTML] Þingræður: 38. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - svar - Ræða hófst: 1966-04-20 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A175 (héraðsdómsskipan)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 423 (þáltill.) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00
[PDF] Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML] Þingræður: 67. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 87 Þingmál A15 (héraðsdómaskipan)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 1966-10-12 00:00:00
[PDF] Þingræður: 15. þingfundur - Björn Fr. Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-12-07 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A32 (réttur Íslands til landgrunnsins)[HTML] Þingræður: 11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-11-23 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A50 (alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-11-02 00:00:00
[PDF] Þingmál A53 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-11-03 00:00:00
[PDF] Þingmál A106 (öryggisbúnaður álverksmiðju í Straumsvík)[HTML] Þingræður: 27. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1967-03-01 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A147 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML] Þingræður: 58. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1967-03-21 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A162 (vörumerki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-03-13 00:00:00
[PDF] Þingmál A205 (meðferð dómsmála og dómaskipun)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 73 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1966-11-23 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 88 Þingmál A13 (vörumerki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-17 00:00:00
[PDF] Þingmál A27 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-24 00:00:00
[PDF] Þingmál A45 (alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-11-07 00:00:00
[PDF] Þingmál A77 (ráðstafanir á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum)[HTML] Þingræður: 33. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1967-12-14 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A91 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-01-16 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 89 Þingmál A21 (fjallskil o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-15 00:00:00
[PDF] Þingmál A114 (Atvinnumálastofnun)[HTML] Þingræður: 63. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-25 00:00:00 -
[HTML] 63. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-03-25 00:00:00 -
[HTML] 64. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-27 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 90 Þingmál A48 (eftirlit með skipum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 50 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-27 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 559 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1970-04-14 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1970-04-29 00:00:00
[PDF] Þingmál A135 (verðgæsla og samkeppnishömlur)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-12-17 00:00:00
[PDF] Þingmál A182 (útvarpslög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-03-16 00:00:00
[PDF] Þingmál A901 (úthaldsdagar varðskipanna)[HTML] Þingræður: 6. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1969-10-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál B16 (utanríkismál) Þingræður: 40. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 -
[HTML] 40. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 -
[HTML] 44. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 91 Þingmál A16 (mengun frá álbræðslunni í Straumi)[HTML] Þingræður: 62. þingfundur - Haraldur Henrysson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A73 (útvarpslög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-10-28 00:00:00
[PDF] Þingmál A211 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-02-17 00:00:00
[PDF] Þingræður: 52. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-02-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A294 (landhelgismál)[HTML] Þingræður: 39. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] 39. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A295 (réttindi Íslendinga á hafinu umhverfis landið)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 647 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1971-03-25 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 832 (nefndarálit) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00
[PDF] Þingmál A308 (mannanöfn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00
[PDF] Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00
[PDF] Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður) Þingræður: 43. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 -
[HTML] Þingmál B17 (tilkynning frá ríkisstjórninni) Þingræður: 3. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-15 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 92 Þingmál A13 (hálendi landsins og óbyggðum verði lýst sem alþjóðaeign)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 669 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1972-05-03 00:00:00
[PDF] Þingmál A21 (landhelgismál)[HTML] Þingræður: 12. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-09 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A34 (mannanöfn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-21 00:00:00
[PDF] Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00
[PDF] Þingræður: 76. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1972-05-05 00:00:00 -
[HTML] 76. þingfundur - Auður Auðuns - Ræða hófst: 1972-05-05 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A52 (Jafnlaunadómur)[HTML] Þingræður: 10. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1971-11-08 00:00:00 -
[HTML] 64. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1972-04-21 00:00:00 -
[HTML] 68. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-03 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A114 (námulög)[HTML] Þingræður: 79. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1972-05-15 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A238 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00
[PDF] Þingmál B17 (almennar stjórnmálaumræður) Þingræður: 68. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 -
[HTML] Þingmál B18 (skýrsla um utanríkismál) Þingræður: 16. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 93 Þingmál A23 (framkvæmd eignarnáms)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-17 00:00:00
[PDF] Þingræður: 5. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-19 00:00:00 -
[HTML] 19. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-04 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A136 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML] Þingræður: 54. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1973-03-06 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 94 Þingmál A73 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-05 00:00:00
[PDF] Þingmál A135 (umboðsmaður Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-03 00:00:00
[PDF] Þingmál A259 (skattkerfisbreyting)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 449 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-06 00:00:00
[PDF] Þingmál A296 (loftferðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00
[PDF] Þingmál A432 (utanríkismál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1974-04-29 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 97 Þingmál A155 (fullorðinsfræðsla)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 333 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-16 00:00:00
[PDF] Þingmál A172 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-23 00:00:00
[PDF] Þingmál A173 (meðferð opinberra mála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-23 00:00:00
[PDF] Þingmál A276 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00
[PDF] Þingmál A277 (lögréttulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-06 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 98 Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00
[PDF] Þingmál A11 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 15:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 117 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-02 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 118 (breytingartillaga) útbýtt þann 1976-12-02 15:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 124 (breytingartillaga) útbýtt þann 1976-12-02 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 142 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-09 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 152 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1976-12-10 00:00:00
[PDF] Þingræður: 20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-10 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A12 (meðferð opinberra mála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 15:00:00
[PDF] Þingmál A22 (fullorðinsfræðsla)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-13 15:00:00
[PDF] Þingmál A97 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00
[PDF] Þingmál A141 (lögrétttulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00
[PDF] Þingmál A160 (umboðsmaður Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 309 (frumvarp) útbýtt þann 1977-02-11 00:00:00
[PDF] Þingmál A219 (hlutafélög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-13 00:00:00
[PDF] Þingmál S103 () Þingræður: 40. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1977-01-25 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 99 Þingmál A49 (hlutafélög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 51 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00
[PDF] Þingmál A51 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00
[PDF] Þingmál A87 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML] Þingræður: 39. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 -
[HTML] 58. þingfundur - Páll Pétursson (Nefnd) - Ræða hófst: 1978-02-15 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A103 (gjaldþrotalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-29 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-04-04 00:00:00
[PDF] Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00
[PDF] Þingræður: 54. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-01 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A187 (lögréttulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00
[PDF] Þingmál A291 (umhverfismál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 620 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-18 00:00:00
[PDF] Þingræður: 82. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A298 (skráning á upplýsingum er varða einkamálefni)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-25 00:00:00
[PDF] Þingmál A366 (Norðurlandaráð 1977)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 645 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1978-04-21 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 100 Þingmál A1 (rannsókn landgrunns Íslands)[HTML] Þingræður: 8. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A73 (samvinnufélög)[HTML] Þingræður: 53. þingfundur - Finnur Torfi Stefánsson - Ræða hófst: 1979-02-26 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A116 (endurskoðun meiðyrðalöggjafar)[HTML] Þingræður: 92. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-05-11 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A119 (alþjóðasamningar um mannréttindi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 137 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1978-12-06 00:00:00
[PDF] Þingræður: 57. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-02-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A140 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML] Þingræður: 35. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1978-12-18 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A148 (orlof)[HTML] Þingræður: 57. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1979-02-21 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A165 (fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga)[HTML] Þingræður: 48. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1979-02-06 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A270 (aðstoð við þroskahefta)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-26 00:00:00
[PDF] Þingmál A315 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00
[PDF] Þingmál A319 (lögfræðiaðstoð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 866 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-22 00:00:00
[PDF] Þingmál A351 (Norðurlandaráð 1978)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 491 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1979-03-28 00:00:00
[PDF] Þingmál B91 (umræður utan dagskrár) Þingræður: 53. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1979-02-05 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 101 Þingmál A6 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00
[PDF] Löggjafarþing 102 Þingmál A40 (lögfræðiaðstoð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-18 00:00:00
[PDF] Þingmál A63 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-14 00:00:00
[PDF] Þingmál A103 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00
[PDF] Þingmál A104 (lögréttulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00
[PDF] Þingmál A179 (upplýsingar er varða einkamálefni)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 408 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00
[PDF] Þingræður: 82. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-12 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A225 (notkun gervihnatta við dreifingu sjónvarps- og hljóðvarpsefnis um Norðurlönd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 137 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1980-02-05 00:00:00
[PDF] Þingmál A231 (utanríkismál 1980)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 366 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1980-04-28 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 103 Þingmál A2 (skráning á upplýsingum er varða einkamálefni)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
[PDF] Þingmál A4 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
[PDF] Þingmál A5 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
[PDF] Þingmál A7 (horfnir menn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
[PDF] Þingmál A47 (niðurfelling á opinberum gjöldum barna 1980)[HTML] Þingræður: 12. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-05 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A56 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 719 (nefndarálit) útbýtt þann 1981-05-06 00:00:00
[PDF] Þingmál A87 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-12 00:00:00
[PDF] Þingræður: 48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-09 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A123 (hollustuhættir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-11-24 00:00:00
[PDF] Þingmál A262 (lagmetisiðnaður)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 518 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-03-17 00:00:00
[PDF] Þingmál A264 (Norðurlandasamningur um félagslegt öryggi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-03-17 00:00:00
[PDF] Þingmál A296 (umhverfismál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 626 (frumvarp) útbýtt þann 1981-04-09 00:00:00
[PDF] Þingræður: 80. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-10 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A302 (lögréttulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00
[PDF] Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML] Þingræður: 83. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 104 Þingmál A12 (smærri hlutafélög)[HTML] Þingræður: 7. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1981-10-20 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A237 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 439 (frumvarp) útbýtt þann 1982-03-11 00:00:00
[PDF] Þingræður: 52. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-17 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A265 (Norðurlandasamningar um vinnumarkaðsmál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 562 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00
[PDF] Þingmál A382 (norrænt samstarf á sviði menningarmála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 826 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-04-30 00:00:00
[PDF] Þingmál B35 (umræður utan dagskrár) Þingræður: 18. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 105 Þingmál A34 (hafsbotnsréttindi Íslands á Reykjaneshrygg)[HTML] Þingræður: 65. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00
[PDF] Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingræður: 53. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A211 (lán vegna björgunar skipsins Het Wapen)[HTML] Þingræður: 56. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-03-04 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A231 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML] Þingræður: 64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 106 Þingmál A61 (land í þjóðareign)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00
[PDF] Þingmál A62 (húsaleigusamningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-10-27 00:00:00
[PDF] Þingmál A103 (lagahreinsun og samræming gildandi laga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-16 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 910 (breytingartillaga) útbýtt þann 1984-05-16 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 1123 (þál. í heild) útbýtt þann 1984-05-22 00:00:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 94. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-22 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A121 (stjórnsýslulöggjöf)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 149 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-29 00:00:00
[PDF] Þingræður: 45. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-07 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A122 (framsal sakamanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-29 00:00:00
[PDF] Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML] Þingræður: 38. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1983-12-19 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML] Þingræður: 96. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A163 (umhverfismál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 268 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-20 00:00:00
[PDF] Þingmál A172 (hagnýting Íslandsmiða utan efnahagslögsögunnar)[HTML] Þingræður: 46. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1984-02-09 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A200 (ríkisábyrgð á launum)[HTML] Þingræður: 67. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A274 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00
[PDF] Þingmál A325 (endurskoðun laga um lausafjárkaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 661 (þáltill.) útbýtt þann 1984-04-24 00:00:00
[PDF] Þingmál A362 (fasteigna- og skipasala)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 908 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-05-15 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 107 Þingmál A50 (ríkisábyrgð á launum)[HTML] Þingræður: 3. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-15 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A87 (land í þjóðareign)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00
[PDF] Þingræður: 11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A112 (almenn stjórnsýslulöggjöf)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-24 00:00:00
[PDF] Þingræður: 20. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-13 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML] Þingræður: 11. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A149 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 689 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-04-15 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 1041 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-05-30 00:00:00
[PDF] Þingmál A465 (skipti á dánarbúum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-29 00:00:00
[PDF] Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 108 Þingmál A26 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-21 00:00:00
[PDF] Þingmál A66 (land í þjóðareign)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00
[PDF] Þingmál A83 (almenn stjórnsýslulöggjöf)[HTML] Þingræður: 17. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-19 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A134 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML] Þingræður: 20. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 -
[HTML] 20. þingfundur - Albert Guðmundsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A259 (Útflutningsráð Íslands)[HTML] Þingræður: 47. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 -
[HTML] 89. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-19 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-11 00:00:00
[PDF] Þingskjal nr. 987 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-21 00:00:00
[PDF] Þingræður: 49. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 -
[HTML] 82. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-16 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A268 (húsaleigusamningar)[HTML] Þingræður: 48. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-17 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00
[PDF] Þingmál A320 (fasteigna- og skipasala)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-10 00:00:00
[PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-12 00:00:00 -
[HTML] Þingmál A384 (umboðsmaður Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 704 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-02 00:00:00
[PDF] Þingmál A422 (starfsmenn þjóðkirkju Íslands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-04-09 00:00:00
[PDF] Þingmál A438 (norrænt samstarf 1985)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 813 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00
[PDF] Þingmál A443 (skattsvik)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 909 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00
[PDF] Þingmál B39 (okurmál) Þingræður: 19. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1985-11-21 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 109 Þingmál A28 (umboðsmaður Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00
[PDF] Þingmál A196 (tollalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00
[PDF] Þingmál A210 (hlutafélög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00
[PDF] Þingmál A211 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 273 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-12-11 00:00:00
[PDF] Þingmál A249 (listmunauppboð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 270 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-10 00:00:00
[PDF] Þingmál A321 (vaxtalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-04 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 110 Þingmál A131 (hlutafélög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00
[PDF] Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00
[PDF] Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00
[PDF] Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00
[PDF] Löggjafarþing 114 Þingmál B11 (staða viðræðna um evrópskt efnahagssvæði) Þingræður: 3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 -
[HTML] Löggjafarþing 115 Þingmál A66 (yfirtökutilboð)[HTML] Þingræður: 86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-20 13:48:00 -
[HTML] Þingmál A127 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML] Þingræður: 30. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-20 13:43:00 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 1992-03-06 - Sendandi: Arnljótur B. - Bjarni Þ.- Freyr Jóh. -
[PDF] Þingmál A250 (skaðabótalög)[HTML] Þingræður: 92. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-02-28 11:29:00 -
[HTML] 92. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-02-28 11:48:00 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 1992-04-27 - Sendandi: Dómarafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A455 (réttarstaða fólks í vígðri og óvígðri sambúð)[HTML] Þingræður: 121. þingfundur - Ragnhildur Eggertsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-09 00:13:00 -
[HTML] Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 1992-07-21 - Sendandi: BHMR -
[PDF] Þingmál B21 (skýrsla utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði) Þingræður: 19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1991-11-05 23:41:00 -
[HTML] Þingmál B69 (úrskurður Evrópudómstólsins um EES-samninginn) Þingræður: 54. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1991-12-17 17:27:00 -
[HTML] Þingmál B130 (samningur um Evrópskt efnahagssvæði og þingleg meðferð hans) Þingræður: 128. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-04-28 15:29:40 -
[HTML] Löggjafarþing 116 Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1992-12-07 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 6. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-24 13:40:29 -
[HTML] 6. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-24 17:07:38 -
[HTML] 7. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-08-25 13:34:05 -
[HTML] 7. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-08-25 14:06:23 -
[HTML] 7. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1992-08-25 15:31:12 -
[HTML] 93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-05 14:15:11 -
[HTML] 93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-05 15:24:29 -
[HTML] Þingmál A28 (lagaákvæði er varða samgöngumál)[HTML] Þingræður: 22. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-16 13:50:44 -
[HTML] 22. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-09-16 14:49:31 -
[HTML] Þingmál A29 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingræður: 8. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-08-26 13:36:01 -
[HTML] 8. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-08-26 15:17:39 -
[HTML] 9. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-08-27 12:01:18 -
[HTML] 64. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-26 15:42:57 -
[HTML] Þingmál A30 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingræður: 23. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-17 10:33:16 -
[HTML] Þingmál A80 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML] Þingræður: 176. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-05-08 11:32:07 -
[HTML] Þingmál A136 (skilgreining á hugtakinu Evrópa)[HTML] Þingræður: 42. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1992-10-29 11:50:02 -
[HTML] Þingmál A152 (gjald fyrir greiðsluáskorun Húsnæðisstofnunar ríkisins)[HTML] Þingræður: 62. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-11-26 10:36:34 -
[HTML] Þingmál A208 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 1992-12-28 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda -
[PDF] Þingmál A210 (aðgerðir gegn peningaþvætti)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 1993-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka -
[PDF] Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML] Þingræður: 167. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-30 10:34:57 -
[HTML] 169. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1993-05-04 23:10:38 -
[HTML] Þingmál A280 (Rafmagnseftirlit ríkisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 550 (svar) útbýtt þann 1993-01-05 23:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A313 (stjórnsýslulög)[HTML] Þingræður: 118. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-26 12:17:28 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 1993-04-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga -
[PDF] Þingmál A326 (skaðabótalög)[HTML] Þingræður: 117. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-02-25 12:48:08 -
[HTML] 167. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-30 16:54:34 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 1993-04-19 - Sendandi: Arnljótur Björnsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 2005 - Komudagur: 1993-08-26 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið -
[PDF] Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 1993-09-16 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - Skýring: ýmis gögn -
[PDF] Þingmál A407 (Norræna ráðherranefndin 1992--1993)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1993-03-09 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál A470 (samningsveð)[HTML] Þingræður: 147. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-30 14:16:37 -
[HTML] Þingmál A517 (fjöleignarhús)[HTML] Þingræður: 160. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-21 01:25:25 -
[HTML] Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál B95 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1991) Þingræður: 53. þingfundur - Björn Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-11-12 14:52:41 -
[HTML] Löggjafarþing 117 Þingmál A3 (gæsla íslenskra hafsbotnsréttinda)[HTML] Þingræður: 7. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-07 11:28:29 -
[HTML] Þingmál A37 (Hæstiréttur Íslands)[HTML] Þingræður: 43. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-24 15:09:04 -
[HTML] 43. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-24 15:43:13 -
[HTML] Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML] Þingræður: 63. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1993-12-16 17:37:19 -
[HTML] Þingmál A87 (endurskoðun slysabóta sjómanna)[HTML] Þingræður: 37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-16 17:17:33 -
[HTML] Þingmál A101 (álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES)[HTML] Þingræður: 78. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-01-27 14:24:00 -
[HTML] Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 23. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-26 16:37:34 -
[HTML] 109. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-15 14:16:01 -
[HTML] Þingmál A132 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML] Þingræður: 30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-11-04 11:39:33 -
[HTML] Þingmál A143 (fjöleignarhús)[HTML] Þingræður: 28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-02 13:35:57 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 1994-02-21 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands, -
[PDF] Þingmál A200 (jarðalög)[HTML] Þingræður: 103. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-08 14:23:22 -
[HTML] Þingmál A215 (samningsveð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-17 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 43. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-24 13:59:18 -
[HTML] Þingmál A319 (ættleiðing barna)[HTML] Þingræður: 84. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-02-07 16:41:45 -
[HTML] Þingmál A338 (lagaráð Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 530 (þáltill.) útbýtt þann 1994-02-02 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál A377 (umboðsmaður barna)[HTML] Þingræður: 96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-23 13:59:08 -
[HTML] 96. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1994-02-23 14:54:32 -
[HTML] 96. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - Ræða hófst: 1994-02-23 15:30:58 -
[HTML] Þingmál A405 (Fríverslunarsamtök Evrópu 1993)[HTML] Þingræður: 97. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1994-02-24 16:57:00 -
[HTML] 97. þingfundur - Páll Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-24 17:10:00 -
[HTML] Þingmál A427 (hlutafélög)[HTML] Þingræður: 112. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-18 16:25:44 -
[HTML] Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 1994-04-20 - Sendandi: Tryggingaeftirlitið -
[PDF] Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 841 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-28 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál A551 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 862 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-03-29 14:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML] Þingræður: 152. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1994-05-05 22:12:32 -
[HTML] Löggjafarþing 118 Þingmál A88 (samningsveð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-17 14:31:00
[HTML] [PDF] Þingmál A96 (hlutafélög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 1994-11-09 - Sendandi: Verslunarráð Íslands og VSÍ -
[PDF] Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 1994-11-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A97 (einkahlutafélög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:45:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 1994-11-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A106 (jarðalög)[HTML] Þingræður: 25. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-03 14:05:50 -
[HTML] Þingmál A108 (loftferðir)[HTML] Þingræður: 25. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-03 12:00:13 -
[HTML] Þingmál A138 (embættisfærsla umhverfisráðherra)[HTML] Þingræður: 87. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-06 16:44:19 -
[HTML] Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Hörður H. Helgason -
[PDF] Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands -
[PDF] Þingmál A321 (lagaráð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 486 (þáltill.) útbýtt þann 1994-12-21 18:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál B81 (minning Lúðvíks Jósepssonar) Þingræður: 38. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir (forseti) - Ræða hófst: 1994-11-21 15:02:53 -
[HTML] Löggjafarþing 120 Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML] Þingræður: 105. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-03-12 13:55:59 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd -
[PDF] Þingmál A86 (höfundalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 350 - Komudagur: 1995-12-07 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið -
[PDF] Þingmál A92 (fullnusta erlendra ákvarðana um forsjá barna)[HTML] Þingræður: 22. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-10-31 14:54:58 -
[HTML] Þingmál A198 (samstarfssamningur milli Norðurlanda)[HTML] Þingræður: 59. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-11 15:06:09 -
[HTML] Þingmál A274 (samningsveð)[HTML] Þingræður: 82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-01 11:11:46 -
[HTML] Þingmál A355 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 1996-04-11 - Sendandi: Vátryggingaeftirlitið -
[PDF] Þingmál A359 (umboðsmaður aldraðra)[HTML] Þingræður: 130. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-03 17:46:50 -
[HTML] Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML] Þingræður: 108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-14 16:03:48 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1251 - Komudagur: 1996-03-26 - Sendandi: Páll Hreinsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 1996-04-10 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-05-07 20:34:39 -
[HTML] 148. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-05-24 12:37:24 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar -
[PDF] Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 1996-04-24 - Sendandi: Stéttarfél. lögfræðinga -
[PDF] Þingmál B19 (minning Davíðs Ólafssonar) Þingræður: 0. þingfundur - Ragnar Arnalds (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1995-10-02 14:10:15 -
[HTML] Löggjafarþing 121 Þingmál A28 (fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1996-10-02 20:14:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1247 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-13 21:52:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 1997-02-12 - Sendandi: Nefndarritari allsherjarnefndar -
[PDF] Þingmál A41 (umboðsmaður jafnréttismála)[HTML] Þingræður: 20. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-07 19:24:56 -
[HTML] Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 317 (nefndarálit) útbýtt þann 1996-12-12 13:53:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 1996-12-09 - Sendandi: Félag úthafsútgerða - Skýring: lögfræðiálit -
[PDF] Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 1997-03-06 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagadeild - Skýring: (lögfræðiálit) -
[PDF] Þingmál A119 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 368 (nefndarálit) útbýtt þann 1996-12-16 15:46:00
[HTML] [PDF] Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML] Þingræður: 49. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-12-18 21:16:33 -
[HTML] Þingmál A177 (umboðsmaður aldraðra)[HTML] Þingræður: 32. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-02 19:21:03 -
[HTML] Þingmál A234 (samningsveð)[HTML] Þingræður: 59. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-30 10:32:20 -
[HTML] 59. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-01-30 15:12:05 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 1997-02-26 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Ýmis gögn frá ritara -
[PDF] Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1997-04-02 - Sendandi: Viðar Már Matthíasson prófessor -
[PDF] Þingmál A284 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 538 (frumvarp) útbýtt þann 1997-02-03 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A320 (niðurrif húsa)[HTML] Þingræður: 68. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-02-12 14:03:53 -
[HTML] Þingmál A480 (viðbætur við I. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 809 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1997-04-02 13:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A494 (þjóðfáni Íslendinga)[HTML] Þingræður: 111. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-23 16:36:59 -
[HTML] Þingmál A495 (skjaldarmerki Íslands)[HTML] Þingræður: 111. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-23 16:46:24 -
[HTML] Þingmál A530 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Verslunarráð Íslands -
[PDF] Þingmál B120 (brot á lögum um framleiðslu landbúnaðarvara) Þingræður: 32. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-12-02 15:33:15 -
[HTML] Löggjafarþing 122 Þingmál A82 (umboðsmaður jafnréttismála)[HTML] Þingræður: 134. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-27 12:11:32 -
[HTML] Þingmál A92 (rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar)[HTML] Þingræður: 56. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-02 17:25:11 -
[HTML] Þingmál A149 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 1997-11-19 - Sendandi: Undirbúningsfélag Verðbréfaskráningar Íslands hf. -
[PDF] Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 1997-11-25 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið -
[PDF] Þingmál A200 (umboðsmaður aldraðra)[HTML] Þingræður: 63. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-10 17:42:39 -
[HTML] Þingmál A201 (loftferðir)[HTML] Þingræður: 98. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-30 17:46:17 -
[HTML] 140. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-06-02 15:33:06 -
[HTML] Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 453 - Komudagur: 1997-12-08 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands -
[PDF] Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 1998-03-05 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - Skýring: (viðbótarupplýsingar) -
[PDF] Þingmál A264 (setning reglna um hvalaskoðun)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2526 - Komudagur: 1998-06-11 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands -
[PDF] Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML] Þingræður: 117. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-04 16:40:09 -
[HTML] 119. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-06 13:30:09 -
[HTML] Þingmál A310 (ábyrgðarmenn)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1800 - Komudagur: 1998-04-14 - Sendandi: Vátryggingaeftirlitið -
[PDF] Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML] Þingræður: 44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-12-16 15:28:49 -
[HTML] Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML] Þingræður: 125. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-12 11:11:32 -
[HTML] 125. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-12 19:26:36 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins -
[PDF] Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 1998-05-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor - Skýring: (sérprentun úr skýrslu aðalfundar SÍR 1983) -
[PDF] Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML] Þingræður: 123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-09 10:32:40 -
[HTML] 123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1998-05-09 15:41:11 -
[HTML] Þingmál A425 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML] Þingræður: 72. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1998-02-19 14:02:26 -
[HTML] Þingmál A478 (áfengislög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 1998-03-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins -
[PDF] Þingmál A480 (gjald af áfengi)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1909 - Komudagur: 1998-04-18 - Sendandi: Lögmenn Klapparstíg -
[PDF] Þingmál A542 (þjóðfáni Íslendinga)[HTML] Þingræður: 92. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-23 16:29:55 -
[HTML] Þingmál A596 (endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1009 (þáltill.) útbýtt þann 1998-03-24 14:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál B81 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál) Þingræður: 100. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-31 17:37:03 -
[HTML] Löggjafarþing 123 Þingmál A20 (endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-06 15:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A52 (eignarréttur á upplýsingum í sjúkraskrám)[HTML] Þingræður: 10. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-10-14 15:00:45 -
[HTML] Þingmál A79 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-12 13:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A82 (mat á umhverfisáhrifum af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 837 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1999-02-25 12:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00
[HTML] [PDF] Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] Þingræður: 41. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-15 16:58:26 -
[HTML] Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML] Þingræður: 24. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-16 16:11:45 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1998-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga -
[PDF] Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 1999-01-15 - Sendandi: Guðmundur Skaftason fyrrverandi hæstaréttardómari -
[PDF] Þingmál A226 (aðgerðir gegn peningaþvætti)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 1999-02-24 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (samantekt úr úttektarskýrslu) -
[PDF] Þingmál A252 (happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna)[HTML] Þingræður: 62. þingfundur - Árni R. Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1999-02-10 13:42:00 -
[HTML] Þingmál A282 (skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum)[HTML] Þingræður: 32. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-03 12:31:15 -
[HTML] 32. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-03 12:31:55 -
[HTML] 32. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-03 12:33:22 -
[HTML] Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML] Þingræður: 55. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1999-01-13 15:12:34 -
[HTML] Löggjafarþing 125 Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-09 22:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A7 (mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-05 12:51:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 5. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-07 14:35:40 -
[HTML] Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A70 (lagaskil á sviði samningaréttar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A110 (lausafjárkaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 119 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1095 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-04 10:21:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1149 (lög í heild) útbýtt þann 2000-05-04 16:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: TAL hf. - Skýring: (A&P lögmenn fyrir TAL) -
[PDF] Þingmál A193 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 225 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-17 15:00:00
[HTML] [PDF] Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 83. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-21 17:34:46 -
[HTML] Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML] Þingræður: 106. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-04 23:05:15 -
[HTML] 108. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-08 23:11:27 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. -
[PDF] Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2000-03-23 - Sendandi: Nefndarritari -
[PDF] Þingmál A260 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-08 13:12:00
[HTML] [PDF] Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00
[HTML] [PDF] Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1213 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 10:23:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 58. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-08 13:47:03 -
[HTML] 58. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2000-02-08 14:26:09 -
[HTML] Þingmál A328 (eftirlit með útlendingum)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Útlendingaeftirlitið -
[PDF] Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00
[HTML] [PDF] Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2000-04-18 - Sendandi: Samtök verslunarinnar -, - Félag ísl. stórkaupmanna -
[PDF] Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML] Þingræður: 97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 17:42:38 -
[HTML] Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. -
[PDF] Þingmál A514 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 813 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00
[HTML] [PDF] Þingmál A586 (fullgilding Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00
[HTML] [PDF] Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1997) Þingræður: 9. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-10-14 11:03:05 -
[HTML] Löggjafarþing 126 Þingmál A4 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-05 18:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A76 (lagaráð)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svar fh. stjórnarráðsins) -
[PDF] Þingmál A117 (umboðsmaður aldraðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 117 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-16 14:41:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 66. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-08 14:40:36 -
[HTML] Þingmál A155 (iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 598 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-12-16 13:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 733 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-02-20 16:44:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-11-03 13:42:14 -
[HTML] Þingmál A208 (lyfjatjónstryggingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 218 (frumvarp) útbýtt þann 2000-11-08 11:24:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 104. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-03 15:01:39 -
[HTML] Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 612 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-12-16 18:00:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 619 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-12-16 18:45:00
[HTML] [PDF] Þingmál A284 (eftirlit með útlendingum)[HTML] Þingræður: 43. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-12-07 11:04:55 -
[HTML] Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML] Þingræður: 61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 11:46:02 -
[HTML] 63. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2001-01-22 22:06:11 -
[HTML] Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Ritari landbúnaðarnefndar -
[PDF] Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00
[HTML] [PDF] Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00
[HTML] [PDF] Þingmál A429 (samningar um sölu á vöru milli ríkja)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-12 14:26:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 71. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-15 10:42:26 -
[HTML] Þingmál A445 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta))[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 711 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00
[HTML] [PDF] Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A553 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-12 14:33:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 98. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-27 14:19:18 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2001-04-27 - Sendandi: Þröstur Freyr Gylfason -
[PDF] Þingmál A566 (vextir og verðtrygging)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1996 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál B118 (skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999) Þingræður: 26. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-16 12:47:14 -
[HTML] 26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2000-11-16 14:08:31 -
[HTML] 26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-16 14:44:34 -
[HTML] Þingmál B375 (skýrslutökur af börnum) Þingræður: 87. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2001-03-13 16:46:58 -
[HTML] Þingmál B423 (vændi á Íslandi) Þingræður: 98. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-27 13:38:19 -
[HTML] Löggjafarþing 127 Þingmál A21 (fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-18 14:00:00
[HTML] [PDF] Þingmál A50 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-10 18:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A125 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00
[HTML] [PDF] Þingmál A127 (lyfjatjónstrygging)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 62. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2002-01-29 16:38:43 -
[HTML] Þingmál A133 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-09 18:36:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 15. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-18 15:49:21 -
[HTML] Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2002-01-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 30. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-15 11:05:20 -
[HTML] Þingmál A386 (hafnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 640 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-22 12:53:00
[HTML] [PDF] Þingmál A406 (alþjóðasamningar um að koma í veg fyrir hryðjuverkasprengingar og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 663 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-01-24 14:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A427 (almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk))[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00
[HTML] [PDF] Þingmál A433 (útlendingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1173 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-10 17:53:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 132. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2002-04-29 23:40:38 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands -
[PDF] Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 75. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-12 13:59:52 -
[HTML] Þingmál A492 (verndun hafs og stranda)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2002-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra kaupskipaútgerða -
[PDF] Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A554 (skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans og einkavæðingarnefndar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 872 (þáltill.) útbýtt þann 2002-02-26 16:50:00
[HTML] [PDF] Þingmál A565 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Króatíu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 886 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A567 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Jórdaníu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00
[HTML] [PDF] Þingmál A651 (meðhöndlun úrgangs)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00
[HTML] [PDF] Þingmál B176 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál) Þingræður: 40. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-11-29 16:06:14 -
[HTML] Löggjafarþing 128 Þingmál A44 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A65 (bætt staða þolenda kynferðisafbrota)[HTML] Þingræður: 74. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 16:16:18 -
[HTML] Þingmál A209 (innheimtulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 212 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00
[HTML] [PDF] Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A228 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 231 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:16:00
[HTML] [PDF] Þingmál A240 (verndun hafs og stranda)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2003-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameig.leg umsögn) -
[PDF] Þingmál A289 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 311 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-31 10:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-07 15:42:00
[HTML] [PDF] Þingmál A346 (félagamerki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 623 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-12-09 16:25:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 50. þingfundur - Hjálmar Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-10 22:35:07 -
[HTML] Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1160 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:20:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1189 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:28:00
[HTML] [PDF] Þingmál A348 (stjórnsýslulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 17:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A489 (umferðarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00
[HTML] [PDF] Þingmál A544 (Orkustofnun)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2003-03-08 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (um skipan lögbundinna verkefna Orkustofnunar) -
[PDF] Þingmál A556 (neytendakaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 904 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-30 13:21:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-06 19:44:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1162 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:25:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1195 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:29:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 93. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 10:40:49 -
[HTML] Þingmál A572 (Norræna ráðherranefndin 2002)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 923 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-05 13:16:00
[HTML] [PDF] Þingmál A612 (lögmenn)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2003-05-07 - Sendandi: Orator, félag laganema við Háskóla Íslands -
[PDF] Þingmál A654 (eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1064 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00
[HTML] [PDF] Þingmál A661 (hafnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 15:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A662 (fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1078 (frumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 18:28:00
[HTML] [PDF] Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 130 Þingmál A24 (stofnun stjórnsýsluskóla)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-07 13:12:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 15:44:40 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 192 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins -
[PDF] Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent) -
[PDF] Þingmál A114 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-09 16:58:00
[HTML] [PDF] Þingmál A146 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 13:27:00
[HTML] [PDF] Þingmál A162 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameig.leg umsögn) -
[PDF] Þingmál A201 (lyfjatjónstrygging)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 208 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-16 14:37:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1494 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-26 16:34:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 19. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-03 19:18:33 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 864 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A223 (innheimtulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 236 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-29 13:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A249 (viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML] Þingræður: 38. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-28 11:06:42 -
[HTML] Þingmál A287 (umboðsmaður barna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 332 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-11 16:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A294 (samningur á sviði refsiréttar um spillingu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 339 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-11 16:15:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-13 18:06:03 -
[HTML] Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (sameiginl. umsögn BHM, BSRB og KÍ) -
[PDF] Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - Skýring: (vísa í ums. BSRB, BHM og KÍ) -
[PDF] Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Útgarður, félag háskólamanna - Skýring: (vísa í ums. BHM, BSRB og KÍ) -
[PDF] Dagbókarnúmer 813 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Félag ísl. félagsvísindamanna - Skýring: (vísa í ums. BHM, BSRB og KÍ) -
[PDF] Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2004-01-26 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - Skýring: (vísa í ums. BHM, BSRB og KÍ) -
[PDF] Dagbókarnúmer 1830 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (um ums. BSRB, ASÍ, BHM, SA, SI) -
[PDF] Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-13 17:01:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 28. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 20:55:21 -
[HTML] 119. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-18 12:44:01 -
[HTML] Þingmál A338 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 412 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00
[HTML] [PDF] Þingmál A387 (réttarstaða íslenskrar tungu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 517 (þáltill.) útbýtt þann 2003-12-02 13:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-03 19:56:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2003-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg, kjaraþróunardeild -
[PDF] Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2004-01-23 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið -
[PDF] Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1839 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:12:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1873 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 20:29:00
[HTML] [PDF] Þingmál A463 (lögmenn)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Orator, félag laganema við Háskóla Íslands -
[PDF] Þingmál A464 (umferðarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1581 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-05 13:09:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 128. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 10:51:35 -
[HTML] Þingmál A467 (Siglingastofnun Íslands)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra kaupskipaútgerða -
[PDF] Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00
[HTML] [PDF] Þingmál A783 (jarðalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands (Halldór Kristinsson sýslum. á Húsavík) - Skýring: (um 782. og 783. mál) -
[PDF] Dagbókarnúmer 2102 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Biskupsstofa -
[PDF] Þingmál A884 (samningur um veitingu evrópskra einkaleyfa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1342 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 18:21:00
[HTML] [PDF] Þingmál A912 (vegalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1386 (frumvarp) útbýtt þann 2004-04-14 13:01:00
[HTML] [PDF] Þingmál A945 (loftferðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 101. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-23 15:05:14 -
[HTML] Þingmál A947 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1625 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2004-05-11 16:48:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 128. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 10:44:19 -
[HTML] Þingmál A960 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-23 16:47:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 102. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-26 17:50:52 -
[HTML] Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML] Þingræður: 112. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 16:40:29 -
[HTML] 112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 -
[HTML] 114. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2004-05-13 10:54:01 -
[HTML] 115. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-05-14 13:32:05 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós -
[PDF] Þingmál A986 (tollalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00
[HTML] [PDF] Þingmál A996 (stjórn fiskveiða)[HTML] Þingræður: 127. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-26 23:08:24 -
[HTML] Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor -
[PDF] Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 131 Þingmál A19 (vegalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 11. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-19 16:54:20 -
[HTML] Þingmál A21 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 21:02:00
[HTML] [PDF] Þingmál A70 (kosningar til Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 15:13:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 87. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:59:19 -
[HTML] Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2005-04-15 - Sendandi: Persónuvernd -
[PDF] Þingmál A176 (eftirlit Alþingis með fyrirmælum framkvæmdarvaldshafa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 176 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-12 15:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 10. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-18 17:00:10 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2004-11-17 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands -
[PDF] Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 216 - Komudagur: 2004-11-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands -
[PDF] Þingmál A224 (innheimtulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 227 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-25 13:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A320 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-15 14:35:00
[HTML] [PDF] Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML] Þingræður: 121. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-03 11:20:14 -
[HTML] Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00
[HTML] [PDF] Þingmál A411 (meðferð Bandaríkjamanna á föngum í Guantanamo)[HTML] Þingræður: 81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-02 12:01:59 -
[HTML] Þingmál A413 (vatnalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 953 - Komudagur: 2005-03-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI) -
[PDF] Þingmál A438 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00
[HTML] [PDF] Þingmál A516 (Norræna ráðherranefndin 2004)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 785 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-08 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A533 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 807 (frumvarp) útbýtt þann 2005-02-15 18:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A591 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML] Þingræður: 85. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-08 19:05:00 -
[HTML] Þingmál A592 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1437 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-11 14:00:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1459 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-11 21:41:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 128. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2005-05-09 17:49:25 -
[HTML] Þingmál A605 (breyting á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 904 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A606 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 905 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Útvarp Saga -
[PDF] Þingmál A667 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1015 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-21 19:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A681 (skaðabótalög)[HTML] Þingræður: 106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-07 14:43:27 -
[HTML] Þingmál A702 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-11 13:46:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 132 Þingmál A11 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00
[HTML] [PDF] Þingmál A20 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A136 (innheimtulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 136 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-12 15:51:00
[HTML] [PDF] Þingmál A222 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 15:50:00
[HTML] [PDF] Þingmál A268 (vatnalög)[HTML] Þingræður: 80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 -
[HTML] 85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 -
[HTML] 86. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:10:17 -
[HTML] 86. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-15 21:20:36 -
[HTML] 87. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2006-03-16 10:51:33 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2006-03-14 - Sendandi: Ritari iðnaðarnefndar - Skýring: (þýðing á norskum og sænskum lögum) -
[PDF] Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML] Þingræður: 32. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-11-29 15:53:51 -
[HTML] Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML] Þingræður: 117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: Talsmaður neytenda -
[PDF] Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A447 (grunnskólar)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1535 - Komudagur: 2006-04-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands -
[PDF] Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2006-03-17 - Sendandi: Kópavogsbær, bæjarlögmaður -
[PDF] Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2006-04-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) -
[PDF] Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A684 (hlutafélög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (fjármögnun nýsköpunar) -
[PDF] Þingmál A690 (upplýsingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00
[HTML] [PDF] Þingmál A733 (tollalög og tekjuskattur)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1069 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 14:18:00
[HTML] [PDF] Þingmál A745 (vegalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1081 (frumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 15:30:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 133 Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2006-11-14 - Sendandi: Umboðsmaður barna -
[PDF] Þingmál A21 (almenn hegningarlög og skaðabótalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 248 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands -
[PDF] Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 707 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2007-01-15 13:08:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 44. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-07 11:46:31 -
[HTML] 51. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 15:43:27 -
[HTML] 52. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-16 19:59:50 -
[HTML] 53. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-01-17 19:59:59 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Félag fréttamanna Ríkisútvarpsins -
[PDF] Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Umboðsmaður barna -
[PDF] Þingmál A61 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A76 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00
[HTML] [PDF] Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1053 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A296 (upplýsingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A544 (vegalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 814 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 16:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A572 (breyting á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 16:28:00
[HTML] [PDF] Þingmál A616 (neytendavernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 916 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1318 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 09:45:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1357 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:49:00
[HTML] [PDF] Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00
[HTML] [PDF] Þingmál A655 (réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.)[HTML] Þingræður: 83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-03-01 20:54:25 -
[HTML] Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð) -
[PDF] Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00
[HTML] [PDF] Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00
[HTML] [PDF] Þingmál B232 (rannsókn sakamála) Þingræður: 30. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-11-20 15:29:03 -
[HTML] Löggjafarþing 134 Þingmál A1 (Stjórnarráð Íslands)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5 - Komudagur: 2007-06-06 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - Skýring: (tímabundin vistaskipti) -
[PDF] Þingmál A2 (þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 47 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 135 Þingmál A7 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi -
[PDF] Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-09 14:36:56 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík -
[PDF] Þingmál A88 (siglingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-09 14:21:00
[HTML] [PDF] Þingmál A108 (staða forsjárforeldra sem hafa annað lögheimili en börn þeirra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 176 (svar) útbýtt þann 2007-11-05 17:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands -
[PDF] Þingmál A164 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML] Þingræður: 51. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 21:00:48 -
[HTML] Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML] Þingræður: 25. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-15 10:37:29 -
[HTML] 25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-15 11:40:56 -
[HTML] 25. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-15 12:39:32 -
[HTML] Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1287 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1300 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:53:00
[HTML] [PDF] Þingmál A269 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00
[HTML] [PDF] Þingmál A294 (nálgunarbann)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1334 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-09-09 18:52:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 122. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-09-11 16:49:26 -
[HTML] Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 18:42:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1557 - Komudagur: 2008-02-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands -
[PDF] Dagbókarnúmer 1965 - Komudagur: 2008-03-31 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ath.semdir ums.aðila) -
[PDF] Þingmál A337 (útlendingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 590 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-01-29 13:39:00
[HTML] [PDF] Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið -
[PDF] Þingmál A384 (samkeppnislög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-07 15:58:00
[HTML] [PDF] Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 629 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 13:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A476 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 758 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-12 13:00:00
[HTML] [PDF] Þingmál A537 (neytendalán)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2427 - Komudagur: 2008-04-29 - Sendandi: Neytendasamtökin -
[PDF] Þingmál A539 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML] Þingræður: 111. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 15:08:43 -
[HTML] Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 841 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-23 16:24:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 136 Þingmál A15 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-03 16:16:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 84. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 17:17:18 -
[HTML] Þingmál A23 (vatnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML] Þingræður: 33. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-21 14:00:10 -
[HTML] 33. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2008-11-21 14:54:35 -
[HTML] Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 16:18:00
[HTML] [PDF] Þingmál A172 (málefni íslenskra fanga erlendis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 287 (svar) útbýtt þann 2008-12-17 14:39:00
[HTML] [PDF] Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lögfr.álit Peter Dyrberg) -
[PDF] Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML] Þingræður: 75. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-02-05 13:58:07 -
[HTML] 75. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-02-05 15:43:46 -
[HTML] Þingmál A359 (breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn)[HTML] Þingræður: 131. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-14 22:29:37 -
[HTML] Þingmál A373 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka og bókun 37 við EES)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 630 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00
[HTML] [PDF] Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 98. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-10 21:12:59 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna -
[PDF] Þingmál A393 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML] Þingræður: 112. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-24 15:11:52 -
[HTML] Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 137 Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 432 - Komudagur: 2009-06-26 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (um 38. og 54. mál) -
[PDF] Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2009-06-26 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (um 38. og 54. mál) -
[PDF] Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 138 Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 16:50:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 33. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 13:05:50 -
[HTML] 33. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-27 19:53:00 -
[HTML] 38. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-04 14:02:08 -
[HTML] 63. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:00:01 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2009-12-29 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (um álitsgerð Mishcon de Reya) -
[PDF] Þingmál A170 (skaðabótalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 437 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-15 18:29:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 48. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-17 00:10:41 -
[HTML] Þingmál A171 (handtaka og afhending manna milli Norðurlanda vegna refsiverðra verknaða)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Dóms- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (samn. um framsal vegna refsiverðrar háttsemi) -
[PDF] Þingmál A207 (lögregluréttur)[HTML] Þingræður: 80. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-02-24 15:15:52 -
[HTML] Þingmál A228 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga -
[PDF] Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu) -
[PDF] Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 14:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A383 (afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1329 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-12 18:47:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1392 (þál. í heild) útbýtt þann 2010-06-16 11:11:00
[HTML] [PDF] Þingmál A396 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009 um breytingu á X. og XI. viðauka við EES-samning)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 705 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00
[HTML] [PDF] Þingmál A402 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2008)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 716 (álit) útbýtt þann 2010-03-01 14:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00
[HTML] [PDF] Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 768 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-07-01 09:31:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1377 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00
[HTML] [PDF] Þingmál A448 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 769 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Félag fasteignasala -
[PDF] Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00
[HTML] [PDF] Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00
[HTML] [PDF] Þingmál A507 (útlendingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A510 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML] Þingræður: 132. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-06-07 20:48:05 -
[HTML] Þingmál A523 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 912 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A561 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon -
[PDF] Þingmál A577 (vatnalög og varnir gegn landbroti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A580 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 971 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A657 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1233 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-06-08 10:19:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1431 (svar) útbýtt þann 2010-06-24 12:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00
[HTML] [PDF] Þingmál A675 (vatnalög)[HTML] Þingræður: 144. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-06-16 16:41:51 -
[HTML] Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 3169 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Árni M.Mathiesen fyrrv. fjármálaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.) -
[PDF] Dagbókarnúmer 3189 - Komudagur: 2010-06-16 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svar við beiðni um upplýsingar) -
[PDF] Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00
[HTML] [PDF] Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 164. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-09-21 19:45:01 -
[HTML] Löggjafarþing 139 Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00
[HTML] [PDF] Þingmál A81 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00
[HTML] [PDF] Þingmál A91 (nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og hópar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00
[HTML] [PDF] Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML] Þingræður: 47. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-12-14 17:52:39 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2010-11-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands -
[PDF] Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML] Þingræður: 128. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-05-17 18:29:39 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið -
[PDF] Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00
[HTML] [PDF] Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 20:22:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf -
[PDF] Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn) -
[PDF] Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð um umsögnum) -
[PDF] Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00
[HTML] [PDF] Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00
[HTML] [PDF] Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 779 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-02-02 14:04:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 69. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-02-02 18:08:20 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence -
[PDF] Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2011-01-06 - Sendandi: Peter Örebeck, Noregi - Skýring: (á ensku og íslensku) -
[PDF] Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson -
[PDF] Þingmál A561 (vatnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 96. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 16:15:02 -
[HTML] 96. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-03-17 16:49:34 -
[HTML] 160. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 15:45:33 -
[HTML] 166. þingfundur - Birgir Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-09-17 14:06:48 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 3019 - Komudagur: 2011-08-17 - Sendandi: Umhverfisnefnd, meiri hluti -
[PDF] Þingmál A580 (almenningsbókasöfn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1359 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-04 14:45:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 120. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-10 15:42:09 -
[HTML] Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A683 (fríverslunarsamningur EFTA og Perús og landbúnaðarsamningur Íslands og Perús)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1200 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00
[HTML] [PDF] Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1614 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 14:17:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Orkustofnun -
[PDF] Þingmál A709 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1614 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 14:17:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1836 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 156. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-02 15:38:10 -
[HTML] 156. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-02 16:00:15 -
[HTML] 156. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-02 16:15:00 -
[HTML] Þingmál A711 (ökutækjatryggingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A720 (vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML] Þingræður: 112. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-04-14 14:59:26 -
[HTML] Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1874 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-07 21:13:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1998 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A769 (landsdómur)[HTML] Þingræður: 118. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-05-05 15:18:01 -
[HTML] Þingmál A778 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti -
[PDF] Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1416 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-05-12 14:41:00
[HTML] [PDF] Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál B521 (framkvæmd þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra) Þingræður: 66. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-27 16:00:01 -
[HTML] Þingmál B1319 (staðan í viðræðum við Evrópusambandið í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum) Þingræður: 161. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-09-12 15:07:07 -
[HTML] Löggjafarþing 140 Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML] Þingræður: 6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-11 20:47:26 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor -
[PDF] Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon -
[PDF] Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00
[HTML] [PDF] Þingmál A53 (skipan sannleiksnefndar til rannsóknar á málsmeðferð Guðmundar- og Geirfinnsmála)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 221 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Sigursteinn Másson -
[PDF] Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A104 (fjármálafyrirtæki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-10-19 17:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A206 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 211 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-02 14:32:00
[HTML] [PDF] Þingmál A290 (barnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2632 - Komudagur: 2012-05-24 - Sendandi: Gísli Kr. Björnsson -
[PDF] Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi -
[PDF] Þingmál A367 (tollalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1164 - Komudagur: 2012-02-27 - Sendandi: Félag atvinnurekenda -
[PDF] Þingmál A369 (verðbréfaviðskipti)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2012-01-27 - Sendandi: Össur hf. -
[PDF] Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 449 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 106. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-24 20:52:48 -
[HTML] 106. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-24 23:19:05 -
[HTML] 109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 11:14:37 -
[HTML] 109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 11:18:48 -
[HTML] 109. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 11:20:48 -
[HTML] 109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-30 15:51:02 -
[HTML] 109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 16:03:44 -
[HTML] 109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 16:10:18 -
[HTML] 109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 16:12:35 -
[HTML] 109. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 17:03:58 -
[HTML] 109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 17:06:07 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna -
[PDF] Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1343 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-15 15:32:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 15:41:23 -
[HTML] 105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-22 20:58:04 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2012-02-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna -
[PDF] Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar -
[PDF] Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) -
[PDF] Þingmál A442 (áminningar gagnvart opinberum starfsmönnum)[HTML] Þingræður: 62. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-27 16:39:32 -
[HTML] Þingmál A529 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1063 (svar) útbýtt þann 2012-04-03 14:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A540 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A600 (staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 937 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A605 (fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 947 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00
[HTML] [PDF] Þingmál A611 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2376 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök iðnaðarins o.fl. - Skýring: (SI, Samál, Samorka, FÍF, SA) -
[PDF] Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) -
[PDF] Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00
[HTML] [PDF] Þingmál A686 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML] Þingræður: 87. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 21:57:16 -
[HTML] Þingmál A687 (meðferð sakamála og almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1117 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 18:09:00
[HTML] [PDF] Þingmál A701 (sala fasteigna og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 13:38:00
[HTML] [PDF] Þingmál A704 (neytendalán)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A708 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál A715 (framhaldsskólar)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2363 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Siðmennt -
[PDF] Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar) -
[PDF] Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML] Þingræður: 107. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-25 23:39:19 -
[HTML] Þingmál A733 (ökutækjatrygging)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00
[HTML] [PDF] Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2377 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (SI,SA,Samál,Samorka,FÍF) -
[PDF] Þingmál A752 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00
[HTML] [PDF] Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1291 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-05-11 10:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML] Þingræður: 124. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-18 11:48:41 -
[HTML] 124. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 12:13:12 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2675 - Komudagur: 2012-06-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja -
[PDF] Þingmál B550 (hæstaréttardómur um endurreikning gengistryggðra lána) Þingræður: 57. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-15 16:15:51 -
[HTML] Þingmál B553 (dómur Hæstaréttar um gjaldeyrislán, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra) Þingræður: 58. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2012-02-16 11:57:55 -
[HTML] Löggjafarþing 141 Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00
[HTML] [PDF] Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00
[HTML] [PDF] Þingmál A97 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 97 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00
[HTML] [PDF] Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi) -
[PDF] Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg -
[PDF] Þingmál A122 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00
[HTML] [PDF] Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00
[HTML] [PDF] Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson -
[PDF] Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Ríkissaksóknari -
[PDF] Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson -
[PDF] Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1040 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-20 17:05:00
[HTML] [PDF] Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00
[HTML] [PDF] Þingmál A220 (neytendalán)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-11 10:23:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 106. þingfundur - Eygló Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-03-18 11:31:26 -
[HTML] Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 28. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-25 14:08:00 -
[HTML] 28. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-25 15:26:22 -
[HTML] Þingmál A280 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 313 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A281 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 314 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1322 - Komudagur: 2013-01-29 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - Skýring: (lagt fram á fundi) -
[PDF] Þingmál A287 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 320 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:18:00
[HTML] [PDF] Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 35. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:38:25 -
[HTML] Þingmál A323 (barnalög)[HTML] Þingræður: 70. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-24 14:43:20 -
[HTML] Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:16:05 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis -
[PDF] Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) -
[PDF] Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) -
[PDF] Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) -
[PDF] Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) -
[PDF] Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992) -
[PDF] Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval -
[PDF] Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.) -
[PDF] Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012) -
[PDF] Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) -
[PDF] Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti -
[PDF] Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti -
[PDF] Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1113 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1251 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 13:27:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 -
[PDF] Dagbókarnúmer 1486 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Skútustaðahreppur -
[PDF] Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga -
[PDF] Þingmál A439 (ökutækjatryggingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-22 14:17:00
[HTML] [PDF] Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 579 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00
[HTML] [PDF] Þingmál A461 (vextir og verðtrygging og fjármálafyrirtæki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 587 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 09:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A478 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingræður: 65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-15 16:06:00 -
[HTML] Þingmál A497 (sjúkraskrár)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands -
[PDF] Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Hjartaheill, Landssamtök hjartasjúklinga -
[PDF] Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00
[HTML] [PDF] Þingmál A541 (útlendingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00
[HTML] [PDF] Þingmál A584 (Evrópuráðsþingið 2012)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 997 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00
[HTML] [PDF] Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 81. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2013-02-14 21:10:16 -
[HTML] Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1319 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-21 17:57:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1975 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Karl Axelsson hrl. -
[PDF] Þingmál A640 (verðtrygging neytendasamninga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1138 (frumvarp) útbýtt þann 2013-03-07 15:21:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 142 Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Félag um stafrænt frelsi á Íslandi -
[PDF] Löggjafarþing 143 Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A24 (sjúkraskrár)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2013-10-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands -
[PDF] Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00
[HTML] [PDF] Þingmál A74 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 74 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00
[HTML] [PDF] Þingmál A94 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A95 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 95 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: HOB-vín ehf., Sigurður Örn Bernhöft - Skýring: (minnisbl. o.fl.) -
[PDF] Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML] Þingræður: 80. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-25 15:37:25 -
[HTML] 80. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-03-25 17:21:07 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2013-12-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga -
[PDF] Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1056 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-05-09 10:15:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1192 - Komudagur: 2014-03-05 - Sendandi: Flugfreyjufélag Íslands og Flugvirkjafélag Íslands -
[PDF] Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A234 (hafnalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Umhverfisstofnun -
[PDF] Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 10:26:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið -
[PDF] Þingmál A249 (útlendingar)[HTML] Þingræður: 118. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:53:44 -
[HTML] Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 63. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-13 18:15:14 -
[HTML] Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 66. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-20 17:59:14 -
[HTML] Þingmál A327 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1022 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-02 16:58:00
[HTML] [PDF] Þingmál A328 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00
[HTML] [PDF] Þingmál A329 (fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 622 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00
[HTML] [PDF] Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt -
[PDF] Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt -
[PDF] Þingmál A351 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1055 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-06 19:37:00
[HTML] [PDF] Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt -
[PDF] Þingmál A402 (vextir og verðtrygging)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 733 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 83. þingfundur - Árni Páll Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-27 17:09:26 -
[HTML] Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 848 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-27 16:28:00
[HTML] [PDF] Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00
[HTML] [PDF] Þingmál A597 (leiðir öryrkja til að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1316 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál B446 (staðgöngumæðrun, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra) Þingræður: 59. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-29 19:18:31 -
[HTML] Löggjafarþing 144 Þingmál A6 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 162 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-09-23 16:09:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 12. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-09-24 16:30:31 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2014-09-25 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A37 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 18:56:23 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson -
[PDF] Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1504 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1526 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:42:00
[HTML] [PDF] Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML] Þingræður: 18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-14 15:10:36 -
[HTML] Þingmál A376 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 994 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-02-25 17:04:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 71. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-02-26 21:41:31 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1110 - Komudagur: 2015-02-11 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn -
[PDF] Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: Fiskistofa, starfsmenn -
[PDF] Þingmál A454 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 2015-03-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga -
[PDF] Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00
[HTML] [PDF] Þingmál A470 (almenn hegningarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 778 (frumvarp) útbýtt þann 2014-12-16 16:13:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 62. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-02-03 22:37:45 -
[HTML] Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1509 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 21:29:00
[HTML] [PDF] Þingmál A582 (embætti umboðsmanns aldraðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1014 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-02 16:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML] Þingræður: 102. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-05 16:11:08 -
[HTML] Þingmál A626 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2007 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Herjan-félag stúdenta gegn ESB - Skýring: og Ísafold - félag ungs fólks gegn ESB aðild og Herjan. -
[PDF] Þingmál A700 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 11:54:06 -
[HTML] Þingmál A701 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00
[HTML] [PDF] Þingmál A748 (myndatökur af lögreglu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1460 (svar) útbýtt þann 2015-06-22 18:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A768 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1338 (þáltill.) útbýtt þann 2015-05-27 12:32:00
[HTML] [PDF] Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1610 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-07-02 16:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál B712 (Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra) Þingræður: 80. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-17 20:55:15 -
[HTML] Löggjafarþing 145 Þingmál A14 (embætti umboðsmanns aldraðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 16:28:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 73. þingfundur - Karl Garðarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-03 15:50:44 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2016-02-12 - Sendandi: Landssamband eldri borgara -
[PDF] Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands -
[PDF] Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 13. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-24 16:44:40 -
[HTML] Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A51 (spilahallir)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Íslandsspil -
[PDF] Þingmál A64 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML] Þingræður: 40. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-25 21:31:47 -
[HTML] Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-15 15:10:00
[HTML] [PDF] Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 11. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-23 16:16:11 -
[HTML] Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök -
[PDF] Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML] Þingræður: 23. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-20 14:25:11 -
[HTML] Þingmál A334 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 15:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A340 (réttindi og skyldur eldri borgara)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1079 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00
[HTML] [PDF] Þingmál A362 (höfundalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-24 13:08:00
[HTML] [PDF] Þingmál A543 (aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 862 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-02-18 14:16:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 79. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-23 15:03:46 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2016-02-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: Fríverslunarsamningur EFTA og Miðameríkuríkja (Kostaríka og Panama) - íslensk þýðing -
[PDF] Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1018 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1363 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-26 11:35:00
[HTML] [PDF] Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00
[HTML] [PDF] Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1582 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Frumtök - samtök framleiðenda frumlyfja -
[PDF] Dagbókarnúmer 1603 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Félag atvinnurekenda -
[PDF] Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins -
[PDF] Þingmál A728 (útlendingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00
[HTML] [PDF] Þingmál A759 (104. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2015)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1270 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-12 10:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna -
[PDF] Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00
[HTML] [PDF] Þingmál A859 (kosningar til Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1626 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-05 18:37:00
[HTML] [PDF] Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Þingræður: 154. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-20 15:46:52 -
[HTML] Þingmál A884 (mannréttindi)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1713 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-09-27 16:23:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 146 Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00
[HTML] [PDF] Þingmál A177 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-22 14:39:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 400 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 32. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-24 17:18:51 -
[HTML] 32. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-24 17:23:21 -
[HTML] 53. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-04-03 18:09:15 -
[HTML] 53. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-03 18:17:30 -
[HTML] 56. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-04-06 11:47:15 -
[HTML] Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið -
[PDF] Þingmál A263 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 365 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 15:55:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 917 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-26 12:45:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-25 14:20:29 -
[HTML] 59. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-25 14:25:18 -
[HTML] 59. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-04-25 14:39:50 -
[HTML] 59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-04-25 15:38:25 -
[HTML] Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Persónuvernd -
[PDF] Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands -
[PDF] Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2017-08-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - Skýring: (viðbótarumsögn) -
[PDF] Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2017-08-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - Skýring: (viðbótarumsögn) -
[PDF] Þingmál A604 (fráveitumál í Mývatnssveit og á friðlýstum svæðum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1115 (svar) útbýtt þann 2017-08-18 11:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Álit umboðsmanns Alþingis -
[PDF] Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 412/2010 -
[PDF] Dagbókarnúmer 1520 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti -
[PDF] Þingmál B331 (fríverslunarsamningar) Þingræður: 42. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-09 15:12:41 -
[HTML] Löggjafarþing 147 Þingmál A8 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-14 10:14:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 148 Þingmál A63 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2018-01-06 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A238 (barnalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1040 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Umboðsmaður barna -
[PDF] Þingmál A264 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:35:00
[HTML] [PDF] Þingmál A387 (fjármálafyrirtæki)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A388 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja -
[PDF] Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands -
[PDF] Þingmál A411 (105. og 106. Aþljóðavinnumálaþingið í Genf 2016--2017)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 579 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-21 14:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A481 (köfun)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 691 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1231 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:45:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1250 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 21:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00
[HTML] [PDF] Þingmál A518 (tollalög)[HTML] Þingræður: 60. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-05-08 21:36:20 -
[HTML] Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 800 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-23 14:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1817 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf -
[PDF] Þingmál A623 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1032 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-05-29 13:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A647 (umboðsmaður Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1163 (frumvarp) útbýtt þann 2018-06-08 12:20:00
[HTML] [PDF] Þingmál B535 (afbrigði um dagskrármál) Þingræður: 60. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-05-08 15:25:04 -
[HTML] Löggjafarþing 149 Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 5. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2018-09-17 17:13:18 -
[HTML] 5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-09-17 17:29:04 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 25. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 23:34:37 -
[HTML] Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 250 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 16:47:00
[HTML] [PDF] Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1756 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1784 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00
[HTML] [PDF] Þingmál A436 (ökutækjatryggingar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 19:34:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1136 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-19 16:28:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 82. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-03-21 17:43:17 -
[HTML] Þingmál A499 (fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 820 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 57. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-24 11:15:09 -
[HTML] 57. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-01-24 11:32:54 -
[HTML] 57. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-24 11:41:29 -
[HTML] 68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-02-20 15:42:07 -
[HTML] Þingmál A500 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 821 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 874 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-31 11:13:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1446 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-06 18:41:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-07 14:14:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 67. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2019-02-19 16:10:40 -
[HTML] 67. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-19 16:33:17 -
[HTML] 101. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-07 20:09:33 -
[HTML] 101. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-05-07 20:17:24 -
[HTML] 101. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-07 20:21:19 -
[HTML] 101. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-05-07 20:33:02 -
[HTML] 101. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-07 20:43:08 -
[HTML] 101. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-07 21:01:41 -
[HTML] 103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-05-13 18:51:25 -
[HTML] Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00
[HTML] [PDF] Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson -
[PDF] Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 4948 - Komudagur: 2019-04-02 - Sendandi: Neytendastofa -
[PDF] Þingmál A783 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5371 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Héraðssaksóknari -
[PDF] Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00
[HTML] [PDF] Þingmál A803 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5355 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: KPMG ehf. -
[PDF] Þingmál A825 (hagsmunafulltrúi aldraðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1303 (þáltill.) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 103. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 23:45:41 -
[HTML] Þingmál A995 (framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1947 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-06-20 09:48:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 2076 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 150 Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði -
[PDF] Þingmál A21 (auðlindir og auðlindagjöld)[HTML] Þingræður: 8. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-23 18:24:23 -
[HTML] Þingmál A69 (hagsmunafulltrúi aldraðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 69 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-12 13:17:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 9. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-24 17:11:03 -
[HTML] Þingmál A140 (meðferð sakamála)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2020-02-18 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi -
[PDF] Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1892 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 14:54:00
[HTML] [PDF] Þingmál A275 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 304 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00
[HTML] [PDF] Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2019-11-18 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd -
[PDF] Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00
[HTML] [PDF] Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML] Þingræður: 78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-17 19:05:05 -
[HTML] Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00
[HTML] [PDF] Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1034 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Dagbókarnúmer 1353 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið -
[PDF] Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1354 - Komudagur: 2020-01-07 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið -
[PDF] Þingmál A386 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar -
[PDF] Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Vistor hf. -
[PDF] Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið -
[PDF] Þingmál A749 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1295 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-05-05 13:18:00
[HTML] [PDF] Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1709 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-18 18:53:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1724 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-16 13:08:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Hagsmunahópur fasteignafélaga -
[PDF] Dagbókarnúmer 2276 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar -
[PDF] Löggjafarþing 151 Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A34 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML] Þingræður: 13. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-10-21 17:04:39 -
[HTML] Þingmál A53 (endurupptaka viðræðna um aðild að Evrópusambandinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 53 (þáltill.) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 80. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-19 18:03:37 -
[HTML] 87. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-27 14:56:20 -
[HTML] Þingmál A109 (hagsmunafulltrúar aldraðra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 110 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-07 10:19:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1652 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-08 18:10:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 26. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-26 19:06:45 -
[HTML] 114. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-12 23:09:13 -
[HTML] Þingmál A129 (meðferð sakamála)[HTML] Þingræður: 56. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-17 16:14:37 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2021-02-25 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi -
[PDF] Þingmál A163 (endurskoðun regluverks um starfsemi fjárhagsupplýsingastofa)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2012 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Persónuvernd -
[PDF] Þingmál A210 (aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkjum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1096 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-04-15 12:46:00
[HTML] [PDF] Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML] Þingræður: 50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-01-28 17:47:54 -
[HTML] Þingmál A339 (kosningalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1776 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1817 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00
[HTML] [PDF] Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga -
[PDF] Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML] Þingræður: 52. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-03 18:03:37 -
[HTML] Þingmál A468 (þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 790 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-01-21 17:54:00
[HTML] [PDF] Þingmál A507 (prestar, trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2342 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Biskupsstofa -
[PDF] Þingmál A509 (hafnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00
[HTML] [PDF] Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1671 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00
[HTML] [PDF] Þingmál A586 (loftferðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00
[HTML] [PDF] Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1806 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 15:58:44 -
[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Vantrú -
[PDF] Þingmál A607 (Neytendastofa o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1037 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-17 18:16:00
[HTML] [PDF] Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00
[HTML] [PDF] Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1082 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 14:11:26 -
[HTML] Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1137 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 19:19:00
[HTML] [PDF] Þingmál A748 (fjöleignarhús)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1270 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 12:27:00
[HTML] [PDF] Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða) Þingræður: 10. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-10-19 16:06:39 -
[HTML] Löggjafarþing 152 Þingmál A23 (tekjuskattur)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 3668 - Komudagur: 2022-06-15 - Sendandi: KPMG ehf. -
[PDF] Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi -
[PDF] Þingmál A92 (neytendastofa o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00
[HTML] [PDF] Þingmál A163 (hjúskaparlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Sýslumannaráð -
[PDF] Þingmál A186 (loftferðir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00
[HTML] [PDF] Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1178 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-09 12:21:00
[HTML] [PDF] Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 48. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-08 16:52:59 -
[HTML] Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML] Þingræður: 67. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 13:43:01 -
[HTML] Þingmál A460 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00
[HTML] [PDF] Þingmál A702 (greiðslur til LOGOS lögmannsþjónustu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1426 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:50:00
[HTML] [PDF] Þingmál B9 (rannsókn kjörbréfa) Þingræður: 0. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-11-25 13:43:01 -
[HTML] Löggjafarþing 153 Þingmál A3 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið)[HTML] Þingræður: 6. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-20 16:42:05 -
[HTML] Þingmál A32 (lögreglulög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2022-10-24 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna -
[PDF] Þingmál A61 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A76 (neytendastofa o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 68. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-23 18:46:10 -
[HTML] Þingmál A92 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 4239 - Komudagur: 2023-03-28 - Sendandi: Háskóli Íslands -
[PDF] Þingmál A120 (búvörulög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf -
[PDF] Þingmál A211 (sjúklingatrygging)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið -
[PDF] Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 844 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-12-15 15:22:00
[HTML] [PDF] Þingskjal nr. 892 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-16 16:57:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 11. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-10 17:00:00 -
[HTML] Þingmál A382 (útlendingar)[HTML] Þingræður: 60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 17:30:09 -
[HTML] 61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 17:56:04 -
[HTML] 61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 23:42:14 -
[HTML] 61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 00:25:09 -
[HTML] 61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 01:12:49 -
[HTML] 62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 18:19:31 -
[HTML] 62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 20:28:29 -
[HTML] Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1111 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-02-09 18:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A738 (ákvarðanir nr. 69/2021 og nr. 70/2021 um breytingar á XIX. viðauka og nr. 270/2022 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-02-20 14:43:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 67. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-22 15:39:10 -
[HTML] Þingmál A838 (samskipti vegna greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1519 (svar) útbýtt þann 2023-03-31 15:34:00
[HTML] [PDF] Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 4542 - Komudagur: 2023-05-03 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon -
[PDF] Dagbókarnúmer 4589 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Skúli Sveinsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 4638 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 4653 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Lilja Ólafsdóttir -
[PDF] Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 4929 - Komudagur: 2023-06-05 - Sendandi: Fjarskiptastofa -
[PDF] Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 99. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-26 19:42:25 -
[HTML] Þingmál A986 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 2090 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-08 18:37:00
[HTML] [PDF] Þingmál A1071 (vinnubrögð úrskurðarnefndar velferðarmála í barnaverndarmálum)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 2233 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00
[HTML] [PDF] Þingmál B661 (atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol) Þingræður: 70. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2023-02-28 14:43:40 -
[HTML] Löggjafarþing 154 Þingmál A36 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A153 (Neytendastofa o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 153 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00
[HTML] [PDF] Þingmál A225 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML] Þingræður: 9. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-26 18:08:17 -
[HTML] Þingmál A537 (sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 667 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-04 17:29:00
[HTML] [PDF] Þingmál A558 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 691 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-07 11:11:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 56. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-22 18:46:55 -
[HTML] Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1367 - Komudagur: 2024-02-05 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 969 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-01-30 18:34:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-01-31 15:40:00 -
[HTML] Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00
[HTML] [PDF] Þingmál A628 (skipulagslög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1516 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-16 16:40:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 102. þingfundur - Bjarni Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-04-24 19:36:09 -
[HTML] Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00
[HTML] [PDF] Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu -
[PDF] Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf -
[PDF] Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið -
[PDF] Þingmál A708 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Matvælastofnun)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1062 (álit) útbýtt þann 2024-02-15 15:03:00
[HTML] [PDF] Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00
[HTML] [PDF] Þingmál A722 (útlendingar)[HTML] Þingræður: 113. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 18:52:28 -
[HTML] 122. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-06-13 16:08:54 -
[HTML] Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00
[HTML] [PDF] Þingmál A830 (hafnalög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2030 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi -
[PDF] Dagbókarnúmer 2083 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu -
[PDF] Þingmál A930 (lagareldi)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen -
[PDF] Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A1095 (framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1677 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-13 17:18:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 111. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-05-14 14:08:50 -
[HTML] Þingmál A1143 (stefna í neytendamálum til ársins 2023)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 1808 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-06-06 10:10:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2834 - Komudagur: 2024-06-18 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A1212 (umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Gaza-svæðinu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 2209 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 155 Þingmál A45 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A157 (Neytendastofa o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 157 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:46:00
[HTML] [PDF] Þingmál A221 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 222 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A234 (stjórnsýslulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00
[HTML] [PDF] Löggjafarþing 156 Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 85 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:07:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2025-02-12 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon -
[PDF] Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2025-02-23 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Skúli Sveinsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson -
[PDF] Þingmál A90 (fullgilding á bókun um breytingu á fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Chile)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 90 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-02-10 19:59:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 6. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-02-17 15:41:05 -
[HTML] 6. þingfundur - Kristján Þórður Snæbjarnarson - Ræða hófst: 2025-02-17 15:43:10 -
[HTML] Þingmál A91 (fullgilding samnings um viðskipti og efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Indlands)[HTML] Þingræður: 6. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-02-17 15:56:42 -
[HTML] 6. þingfundur - Kristján Þórður Snæbjarnarson - Ræða hófst: 2025-02-17 16:12:52 -
[HTML] Þingmál A107 (búvörulög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins -
[PDF] Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2025-03-28 - Sendandi: Bændasamtök Íslands -
[PDF] Þingmál A149 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 154 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-07 18:55:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A187 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-18 17:38:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 625 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A262 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A269 (meðferð sakamála o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00
[HTML] [PDF] Þingmál A281 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 317 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-31 18:12:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 32. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-29 20:43:40 -
[HTML] Löggjafarþing 157 Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2025-10-13 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon -
[PDF] Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: Eiríkur Áki Eggertsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2025-10-20 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2025-10-21 - Sendandi: Dóra Sif Tynes -
[PDF] Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson -
[PDF] Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson -
[PDF] Þingmál A69 (sjúkraskrár)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Fluglæknasetrið sf. -
[PDF] Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: Embætti landlæknis -
[PDF] Þingmál A103 (meðferð sakamála o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:56:00
[HTML] [PDF] Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:51:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2025-10-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp -
[PDF] Þingmál A115 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 115 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-09-18 17:58:00
[HTML] [PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2025-10-30 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu -
[PDF] Þingmál A143 (stjórnsýslulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 14:55:00
[HTML] [PDF] Þingræður: 13. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-07 14:06:17 -
[HTML] Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: Landssamband grásleppuútgerða -
[PDF] Þingmál A156 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-10-06 14:39:00
[HTML] [PDF] Þingmál A178 (Neytendastofa o.fl.)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2025-10-14 13:19:00
[HTML] [PDF] Þingmál A228 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:15:00
[HTML] [PDF] Þingmál A231 (stafræn og rafræn málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2025-12-01 - Sendandi: Sýslumannaráð -
[PDF] Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2025-11-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna -
[PDF] Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00
[HTML] [PDF] Þingmál A374 (búvörulög)[HTML] Þingskjöl: Þingskjal nr. 611 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-18 17:04:00
[HTML] [PDF]
Umsjónaraðili vefsins er Svavar Kjarrval. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið urlausnir@urlausnir.is eða með því að senda Facebook síðu vefsins skilaboð á Facebook .
Ábendingar um það sem betur gæti farið eru velkomnar sem og önnur framlög.
Fyrirvarar:
Þó ekki sé hægt að lýsa yfir ábyrgð á réttleika upplýsinganna á þessum vef, er þó reynt að stuðla að því að þær séu eins réttar og kostur er.