Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 342/2015 dags. 21. maí 2015 (Ice Lagoon - Frávísun)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 342/2015 dags. 21. maí 2015 (Ice Lagoon - Frávísun)“.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi ráðstöfun um undirritun leigusamnings lögmæta þar sem hún krafðist ekki samþykkis allra félagsmanna þar sem hún var ekki meiriháttar, auk þess sem rétt hefði verið staðið að ákvörðunarferlinu. Þá fengu þeir sem voru á móti áformunum tilkynningu um fyrirhugaða ákvörðunartöku og fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Litið var til þess að einn þeirra aðila hefði um margra ára skeið boðið upp á sambærilega þjónustu og gefið út yfirlýsingu á sínum tíma að aðrir sameigendur hefðu rétt til þess að nýta landið á sambærilegan hátt á öðrum hlutum landsins en hann var að nota. Fyrirliggjandi leigusamningur var því ekki talinn hvorki fela í sér óvenjulega né meiriháttar ráðstöfun.

Sératkvæði í málinu fól í sér að dómarinn hafi verið ósammála meiri hlutanum hvað varðar bærni félagsins til að taka þá ákvörðun, og ráðstöfunin hafi því talist óheimil.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 44/2016 dags. 17. nóvember 2016 (Ice Lagoon)[HTML] [PDF]