Merkimiði - Jafnræði


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1201)
Dómasafn Hæstaréttar (407)
Umboðsmaður Alþingis (575)
Stjórnartíðindi - Bls (155)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (476)
Dómasafn Félagsdóms (19)
Alþingistíðindi (4536)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (369)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (203)
Lagasafn (110)
Lögbirtingablað (80)
Samningar Íslands við erlend ríki (3)
Alþingi (10593)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1955:108 nr. 103/1953 (Landmannaafréttur I)[PDF]

Hrd. 1958:753 nr. 116/1958 (Stóreignaskattur - Skattmat á eign hluthafa í hlutafélagi)[PDF]

Hrd. 1964:869 nr. 187/1964[PDF]

Hrd. 1966:535 nr. 45/1966[PDF]

Hrd. 1969:464 nr. 53/1969[PDF]

Hrd. 1972:945 nr. 57/1972 (Verðjöfnunargjald til fiskiðnaðarins - Rækjudómur)[PDF]

Hrd. 1974:707 nr. 51/1973[PDF]

Hrd. 1978:97 nr. 50/1976 (Hafnargjöld)[PDF]
Bræðsluskip var leigt og loðnunni landað í þetta skip töluvert undan höfninni. Rekstraraðilar hafnarinnar voru ósáttir þar sem bátarnir lögðust ekki að höfninni, er leiddi til tekjutaps fyrir sveitarfélagið. Álitamálið var hvort heimilt hafi verið að leggja á hafnargjaldið í slíkum tilvikum. Hæstiréttur taldi að það hafi verið óheimilt þar sem hvorki lög né reglugerður veittu heimild til að rukka gjaldið gagnvart skipum utan marka kaupstaðarins.
Hrd. 1979:403 nr. 189/1977[PDF]

Hrd. 1980:1732 nr. 141/1979 (Skyldusparnaður - Afturvirkni skattalaga)[PDF]

Hrd. 1983:421 nr. 171/1980[PDF]

Hrd. 1984:875 nr. 124/1982[PDF]

Hrd. 1986:462 nr. 204/1985 (Þungaskattur í formi kílómetragjalds)[PDF]
Vörubifreiðastjóri fór í mál til að endurheimta skatt sem hann greiddi.
Síðar voru sett lög sem heimiluðu endurgreiðslu ofgreiddra skatta.
Hrd. 1986:706 nr. 133/1984 (Hlunnindaskattur Haffjarðarár - Utansveitarmenn)[PDF]

Hrd. 1986:714 nr. 134/1984[PDF]

Hrd. 1986:1161 nr. 232/1986[PDF]

Hrd. 1986:1168 nr. 233/1986[PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985[PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél)[PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun)[PDF]

Hrd. 1987:1735 nr. 331/1987 (Hafskip)[PDF]

Hrd. 1988:340 nr. 245/1986[PDF]

Hrd. 1988:358 nr. 226/1987[PDF]

Hrd. 1988:518 nr. 153/1987[PDF]

Hrd. 1988:1039 nr. 186/1988[PDF]

Hrd. 1988:1540 nr. 132/1987[PDF]

Hrd. 1989:995 nr. 245/1987[PDF]

Hrd. 1990:452 nr. 283/1988[PDF]

Hrd. 1990:748 nr. 417/1988[PDF]

Hrd. 1990:1250 nr. 71/1989 (Þb. Ingólfs Óskarssonar I)[PDF]

Hrd. 1991:216 nr. 19/1991 (Áfrýjun ríkissaksóknara)[PDF]
Synjað var kröfu áfrýjenda um frávísun málsins frá Hæstarétti á grundvelli þess að lagaákvæði um áfrýjunarfrest kvað skýrlega á um þriggja mánaða frest ríkissaksóknara til að taka ákvörðun um áfrýjun myndi hefjast við móttöku dómsgerða af hans hálfu en ekki frá dómsuppsögu eins og áfrýjendur kröfðust. Var þetta túlkað á þennan hátt þrátt fyrir því að hin almenna sakhraðaregla íslensks réttarfars og þjóðréttarskuldbindingar um hröðun málsmeðferðar mæltu gegn því.
Hrd. 1991:615 nr. 98/1990 (Gatnagerðargjald)[PDF]

Hrd. 1991:1973 nr. 140/1989[PDF]

Hrd. 1992:117 nr. 306/1989 (Þb. Ingólfs Óskarssonar II)[PDF]

Hrd. 1992:379 nr. 60/1992[PDF]

Hrd. 1992:401 nr. 274/1991 (Staðahaldarinn í Viðey)[PDF]

Hrd. 1992:865 nr. 249/1990[PDF]

Hrd. 1992:1197 nr. 373/1989 (Landsbankinn - Þrotabú Vatneyrar)[PDF]

Hrd. 1992:1885 nr. 319/1992[PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur)[PDF]

Hrd. 1992:2241 nr. 89/1989[PDF]

Hrd. 1992:2249 nr. 90/1989[PDF]

Hrd. 1992:2276 nr. 92/1989[PDF]

Hrd. 1992:2285 nr. 213/1989[PDF]

Hrd. 1993:69 nr. 23/1993[PDF]

Hrd. 1993:346 nr. 85/1993[PDF]

Hrd. 1993:404 nr. 195/1990[PDF]

Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílstjóraaldur)[PDF]

Hrd. 1993:1316 nr. 229/1993[PDF]

Hrd. 1993:1984 nr. 187/1990[PDF]

Hrd. 1993:2181 nr. 444/1993[PDF]

Hrd. 1993:2328 nr. 255/1992 (Íslandsbanki - Fjárdráttur - Gilsdómur)[PDF]
Bankastjóri réð mann sem bendlaður hafði verið við fjárdrátt í öðrum banka, líklega sem greiða við tengdaforeldra þess manns. Maðurinn var svo staðinn að fjárdrætti í þeim banka. Bankastjórinn hafði samband við tengdaforeldrana og gerði þeim að greiða skuldina vegna fjárdráttarins ella yrði málið kært til lögreglu. Var svo samningur undirritaður þess efnis.

Fyrir dómi var samningurinn ógiltur á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936, sökum ójafnræðis við samningsgerðina. Í kröfugerð málsins var ekki byggt á nauðung.
Hrd. 1994:124 nr. 14/1994[PDF]

Hrd. 1994:469 nr. 198/1993 (Flugumferðarstjórar)[PDF]

Hrd. 1994:606 nr. 189/1993 (Reykjavíkurvegur - Riftun - Ábyrgð fyrir barn)[PDF]

Hrd. 1994:678 nr. 134/1994[PDF]

Hrd. 1994:758 nr. 10/1994 (Skattfrjáls jöfnunarhlutabréf)[PDF]

Hrd. 1994:872 nr. 168/1994[PDF]

Hrd. 1994:1207 nr. 249/1994[PDF]

Hrd. 1994:1257 nr. 440/1991 (Björgunarlaun)[PDF]

Hrd. 1994:1357 nr. 184/1992[PDF]

Hrd. 1994:1386 nr. 253/1994[PDF]

Hrd. 1994:2325 nr. 245/1992[PDF]

Hrd. 1994:2356 nr. 355/1994[PDF]

Hrd. 1994:2464 nr. 442/1994[PDF]

Hrd. 1994:2527 nr. 245/1991 (Sala fasteignar - Brot gegn lögum um sölu fasteigna)[PDF]
Seljendur voru fasteignasalarnir sjálfir. Þrátt fyrir að brotið hefði verið á lögum um sölu fasteigna leiddi það ekki til ógildingu sölunnar.
Hrd. 1994:2912 nr. 489/1991 (Sjómannaafsláttur)[PDF]

Hrd. 1995:937 nr. 429/1992[PDF]

Hrd. 1995:2194 nr. 165/1993[PDF]

Hrd. 1995:2328 nr. 290/1993[PDF]

Hrd. 1995:2541 nr. 360/1995[PDF]

Hrd. 1995:2592 nr. 29/1994[PDF]

Hrd. 1995:2610 nr. 146/1995[PDF]

Hrd. 1995:2879 nr. 382/1995[PDF]

Hrd. 1995:3094 nr. 401/1995[PDF]

Hrd. 1995:3197 nr. 158/1994[PDF]

Hrd. 1995:3206 nr. 160/1994[PDF]

Hrd. 1995:3252 nr. 201/1994[PDF]

Hrd. 1995:3269 nr. 202/1994[PDF]

Hrd. 1996:582 nr. 282/1994 (Búseti)[PDF]

Hrd. 1996:629 nr. 427/1993 (Grundarstígur 23)[PDF]
Kaupandi fasteignar krafði seljanda hennar um skaðabætur er næmu 44 milljónum króna en kaupverð fasteignarinnar var um 5 milljónir króna. Hæstiréttur taldi kaupandann ekki hafa sýnt seljandanum nægilega tillitssemi við kröfugerðina og eðlilegra hefði verið að rifta samningnum en að setja fram svo háa skaðabótakröfu.
Hrd. 1996:892 nr. 410/1994[PDF]

Hrd. 1996:1059 nr. 55/1995[PDF]

Hrd. 1996:1449 nr. 478/1994 (Endurgreiðsla ofgreidds meðlags)[PDF]

Hrd. 1996:1646 nr. 109/1995 (Söluturninn Ísborg)[PDF]
Ógilding skv. 33. gr. samningalaga, nr. 7/1936, vegna fötlunarástands kaupandans. Seljandinn var talinn hafa mátt vita um andlega annmarka kaupandans.
Hrd. 1996:2409 nr. 312/1996 (Sparisjóður Höfðhverfinga)[PDF]

Hrd. 1996:2956 nr. 110/1995 (Útflutningsleyfi - Samherji)[PDF]
Ekki mátti framselja vald til ráðherra um að hvort takmarka mætti innflutning á vöru og hvernig.
Hrd. 1996:2987 nr. 330/1995[PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar)[PDF]

Hrd. 1996:3037 nr. 254/1995[PDF]

Hrd. 1996:3114 nr. 429/1995 (Álagning bifreiðagjalds eftir þyngd bifreiða)[PDF]

Hrd. 1996:3417 nr. 90/1996[PDF]

Hrd. 1996:3647 nr. 106/1996[PDF]

Hrd. 1996:3704 nr. 421/1996 (Dánarbú - Þrotabú)[PDF]

Hrd. 1996:3760 nr. 431/1995[PDF]

Hrd. 1996:4018 nr. 431/1996[PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður)[PDF]

Hrd. 1996:4248 nr. 432/1995 (Verkfræðistofa)[PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur)[PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:34 nr. 9/1997 (Opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum vinnumarkaði - Meiðyrðamál)[PDF]

Hrd. 1997:350 nr. 290/1995[PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 (Vífilfell)[PDF]

Hrd. 1997:538 nr. 302/1996 (Sumarhús á Spáni - La Marina)[PDF]
Íslenskir seljendur og íslenskir kaupendur.
Spænskur lögmaður gerir samninginn.
Afturkölluð kaupin og seljandinn fékk húsið aftur, en kaupverðinu ekki skilað.
Kaupandinn heldur fram að hann hafi verið neyddur til að skrifa undir skjalið.
Litið var á aðstæður við samningsgerðina, er tók 1-2 klst. Vitni gáfu til kynna að kaupandinn hefði verið glaður og farið með seljandanum út að borða eftir á.
Hrd. 1997:591 nr. 156/1996[PDF]

Hrd. 1997:683 nr. 147/1996 (Kistustökk í leikfimi - Örorka unglingsstúlku)[PDF]

Hrd. 1997:759 nr. 163/1996[PDF]

Hrd. 1997:1302 nr. 173/1997[PDF]

Hrd. 1997:2155 nr. 300/1997[PDF]

Hrd. 1997:2174 nr. 282/1997[PDF]

Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel - Húsaleiga - Tímamark - Skipti á milli hjóna)[PDF]
M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.

M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.
Hrd. 1997:2397 nr. 364/1997[PDF]

Hrd. 1997:2470 nr. 458/1996[PDF]

Hrd. 1997:2488 nr. 456/1996 (Hofstaðir - Laxá - Ákvörðun Náttúruverndarráðs)[PDF]

Hrd. 1997:2513 nr. 440/1996[PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll)[PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997[PDF]

Hrd. 1997:2625 nr. 156/1997 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma)[PDF]

Hrd. 1997:2763 nr. 154/1997 (Sæluhús við Álftavatn)[PDF]
Eigandi sumarhúss rétt hjá Álftavatni taldi að sumarhúsið teldist til sæluhúsa í skilningi undanþáguákvæðis í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Að mati Hæstaréttar var skilgreining orðabókar á orðinu ‚sæluhús‘ talsvert rýmri en mætti álykta út frá lögunum sjálfum, og því var hún ekki lögð til grundvallar við úrlausn málsins.
Hrd. 1997:2862 nr. 2/1997 (Inntak hf.)[PDF]

Hrd. 1997:2939 nr. 427/1996 (Baughús - Viðskeyting vegna framkvæmda)[PDF]

Hrd. 1997:3087 nr. 21/1997[PDF]

Hrd. 1997:3249 nr. 71/1997 (Búlandstindur - Forkaupsréttur að hlutafé)[PDF]

Hrd. 1997:3337 nr. 457/1997 (Valdimar Jóhannesson - Veiðileyfamálið)[PDF]

Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.)[PDF]

Hrd. 1998:179 nr. 15/1998[PDF]

Hrd. 1998:187 nr. 113/1997[PDF]

Hrd. 1998:305 nr. 80/1997 (Byggingarvísitala)[PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi)[PDF]

Hrd. 1998:737 nr. 265/1997[PDF]

Hrd. 1998:799 nr. 305/1997[PDF]

Hrd. 1998:1094 nr. 150/1997 (Skattlagning söluhagnaðar af fasteign)[PDF]

Hrd. 1998:1209 nr. 225/1997 (Mb. Freyr)[PDF]
Verið að selja krókabát. Síðar voru sett lög sem hækkuðu verðmæti bátsins. Seljandinn taldi sig hafa átt að fá meira fyrir bátinn og bar fyrir sig að hann hafi verið ungur og óreyndur. Talið að hann hefði getað ráðfært sig við föður sinn.

Þessi dómur er umdeildur þar sem Hæstiréttur nefndi að seljandinn hefði getað gert hitt eða þetta.
Hrd. 1998:1315 nr. 324/1997[PDF]

Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun)[PDF]

Hrd. 1998:1426 nr. 298/1997 (Héraðsdómari)[PDF]

Hrd. 1998:1662 nr. 347/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd)[PDF]

Hrd. 1998:1716 nr. 448/1997[PDF]

Hrd. 1998:1800 nr. 173/1998[PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla)[PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997[PDF]

Hrd. 1998:2021 nr. 389/1997[PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings)[PDF]

Hrd. 1998:2286 nr. 213/1998 (Málsmeðferð á rannsóknarstigi)[PDF]

Hrd. 1998:2390 nr. 478/1997[PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE)[PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög)[PDF]

Hrd. 1998:3194 nr. 453/1997[PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar)[PDF]

Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I)[PDF]
Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:3538 nr. 202/1998[PDF]

Hrd. 1998:3551 nr. 203/1998 (Lyfjaverslun ríkisins)[PDF]

Hrd. 1998:3563 nr. 204/1998[PDF]

Hrd. 1998:3575 nr. 205/1998[PDF]

Hrd. 1998:3587 nr. 206/1998[PDF]

Hrd. 1998:3599 nr. 46/1998 (Héraðsdýralæknir)[PDF]

Hrd. 1998:3844 nr. 102/1998[PDF]

Hrd. 1998:3857 nr. 151/1998[PDF]

Hrd. 1998:3975 nr. 108/1998 (Tryggingarráð - Tryggingastofnun - Örorkulífeyrir)[PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur)[PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4342 nr. 187/1998 (Sómastaðir - Niðurrif)[PDF]

Hrd. 1998:4450 nr. 463/1998[PDF]

Hrd. 1998:4471 nr. 465/1998[PDF]

Hrd. 1999:74 nr. 425/1998 (Skrá ráðherra um sektir - Sektarreglugerð)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:379 nr. 253/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML][PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:686 nr. 279/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1404 nr. 81/1999 (Flutningur sýslumanns)[HTML][PDF]
Sýslumaður var fluttur á milli embætta en kaus að fara á eftirlaun. Litið var svo á að um væri að ræða fleiri kröfur um sama efnið þar sem ein krafan var innifalin í hinni.
Hrd. 1999:1551 nr. 318/1998 (Meðferðarheimili)[HTML][PDF]
Líta mátti til sjónarmiða um ásakanir um ölvun og kynferðislega áreitni gagnvart forstöðumanni þegar tekin var ákvörðun um að synja um framlengingu á samningi.
Hrd. 1999:1709 nr. 403/1998 (Ósoneyðandi efni)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1877 nr. 164/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML][PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:1955 nr. 436/1998 (Söluturninn Svali)[HTML][PDF]
Aðili leigði húsnæði undir verslun til tíu ára. Skyldmenni tóku að sér ábyrgð á efndum samningsins af hálfu leigjanda.

Hæstiréttur sneri við héraðsdómi og féllst ekki á ógildingu þar sem aðilar gætu ekki búist við að samningar séu áhættulausir.
Hrd. 1999:2015 nr. 151/1999 (Táknmálstúlkun)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2076 nr. 266/1998 (Háskólabíó)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2202 nr. 93/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2767 nr. 36/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3043 nr. 321/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3514 nr. 85/1999 (Biðlaunaréttur)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3704 nr. 265/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3750 nr. 156/1999 (Skattaupplýsingar)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3931 nr. 103/1999 (Stjórn Viðlagatryggingar Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3956 nr. 424/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4247 nr. 132/1999 (Forstjóri Landmælinga ríkisins - Brottvikning)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4662 nr. 472/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML][PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML][PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:931 nr. 71/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1211 nr. 329/1999 (Jöfnunargjald)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1252 nr. 340/1999 (Óvirk lífeyrisréttindi - Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML][PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1379 nr. 324/1999 (Smyrlaberg - Ákvörðun um innlausn jarðarhluta)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1500 nr. 361/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML][PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1811 nr. 152/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1845 nr. 476/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:2104 nr. 11/2000 (Jafnréttisfulltrúi)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2713 nr. 150/2000 (Lóðir í Hafnarfirði - Kjóahraun)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2922 nr. 124/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3118 nr. 92/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3268 nr. 158/2000 (Sýslumaður)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3521 nr. 236/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3799 nr. 207/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3995 nr. 160/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML][PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4050 nr. 399/2000 (Umgengnisréttur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4074 nr. 155/2000 (SR-Mjöl)[HTML][PDF]
Gengið hafði verið frá kaupum SR-Mjöls á skipi og 50% kaupverðsins greitt, en svo voru samþykkt lög á Alþingi er gerðu skipið svo gott sem verðlaust. SR-Mjöl keypti veiðileyfi skips en ekki aflahlutdeildina. Veiðileyfið varð verðlaust. Krafist var ógildingar kaupsamningsins.

Látið þar við sitja að frekari efndir samkvæmt samningnum voru felldar niður, sýknað af endurgreiðslukröfu og aðilarnir látnir bera hallann af lagabreytingunum.
Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4306 nr. 285/2000 (Gripið og greitt I)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4361 nr. 273/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML][PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML][PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:27 nr. 445/2000 (Félagsprentsmiðjan)[HTML]

Hrd. 2001:208 nr. 249/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML]

Hrd. 2001:229 nr. 250/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML]

Hrd. 2001:447 nr. 298/2000 (Hitaveita Stykkishólms - Útboð)[HTML]
Stykkishólmsbær bauð út lagningu hitaveitu og auglýsti hana sem almennt útboð. Níu tilboð komu fram og lagði ráðgjafi fram að lægsta boðinu yrði tekið. Á bæjarstjórnarfundi var hins vegar ákveðið að ganga til samninga við aðila er bauð 27% hærri upphæð í verkið sem þar að auki var með aðsetur í bænum. Réttlætingin fyrir frávikinu var sögð mikilvægi þess að svo stórt verk væri unnið af heimamönnum.

Lægstbjóðandi fór í bótamál við sveitarfélagið og nefndi meðal annars að útboðið hefði ekki verið í samræmi við EES-reglur um útboð. Grundvöllur aðal bótakröfunnar voru efndabætur en varakrafan hljóðaði upp á vangildisbætur. Hæstiréttur féllst á vangildisbætur en nefndi að þótt sjónarmið um staðsetningu þátttakenda í útboði gætu verið málefnaleg þyrfti að líta til þess að það hafi samt sem áður verið auglýst sem almennt útboð og ekkert í henni sem gaf til kynna að sjónarmið sem þessi vægju svo þungt.
Hrd. 2001:520 nr. 459/2000[HTML]

Hrd. 2001:978 nr. 320/2000[HTML]

Hrd. 2001:1169 nr. 395/2000 (Hámark viðmiðunartekna við bætur - Svæfingalæknir)[HTML]
Svæfingalæknir slasast. Hann var með það miklar tekjur að þær fóru yfir hámarksárslaunaviðmiðið og taldi hann það ekki standast 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi hámarkið standast.
Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1398 nr. 390/2000 (Jarðasala II)[HTML]

Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML]

Hrd. 2001:1756 nr. 146/2001 (Haffærnisskírteini)[HTML]

Hrd. 2001:1837 nr. 155/2001 (Faðernisviðurkenning - Málshöfðunarfrestur)[HTML]

Hrd. 2001:1885 nr. 25/2001 (Sýslumannsflutningur - Tilflutningur í starfi)[HTML]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML]

Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML]

Hrd. 2001:2701 nr. 222/2001[HTML]

Hrd. 2001:2828 nr. 296/2001 (Umgengnisréttur)[HTML]

Hrd. 2001:3016 nr. 338/2001[HTML]

Hrd. 2001:3215 nr. 118/2001[HTML]

Hrd. 2001:3231 nr. 110/2001[HTML]

Hrd. 2001:3386 nr. 207/2001 (Gripið og greitt II)[HTML]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3451 nr. 129/2001 (Slys í Vestfjarðagöngum - Áhættutaka III - Farþegi í bifreið)[HTML]
Tímamótadómur þar sem breytt var frá fyrri fordæmum um að farþegar missi bótarétt þegar þeir fá sér far með ölvuðum ökumönnum þar sem um hefði verið að ræða áhættutöku, og talið að farþegar undir slíkum kringumstæðum beri í staðinn meðábyrgð á tjóninu.
Hrd. 2001:3723 nr. 120/2001 (Landsímamál)[HTML]

Hrd. 2001:3950 nr. 418/2001[HTML]

Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - Frávísun)[HTML]

Hrd. 2002:20 nr. 321/2001[HTML]

Hrd. 2002:393 nr. 266/2001 (Sambúðarslit - Kranabíllinn ehf.)[HTML]
Deilt var um fjárslitasamning á milli M og K. Þau höfðu rekið saman einkahlutafélag og M vanefnir þá skuldbindingu samkvæmt samningnum. Hann beitti fyrir sér að K hefði ekki getað borið fyrir sig samninginn á grundvelli 33. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Hæstiréttur sneri héraðsdómi við og taldi samningsákvæðin vera skýr og að þau bæði hefðu verið fullkunnugt um þá þætti fyrirtækisins sem skiptu máli. Hæstiréttur hafnaði einnig að 36. gr. samningalaganna ætti við.
Hrd. 2002:688 nr. 285/2001[HTML]

Hrd. 2002:1249 nr. 358/2001[HTML]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML]

Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML]

Hrd. 2002:1544 nr. 193/2002[HTML]

Hrd. 2002:1941 nr. 218/2002 (Í skóm drekans)[HTML]
Þátttaka keppenda í fegurðarsamkeppni var tekin upp án vitneskju þeirra. Myndbönd voru lögð fram í héraði en skoðun þeirra takmörkuð við dómendur í málinu. Hæstiréttur taldi þetta brjóta gegn þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars um að jafnræðis skuli gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns.
Hrd. 2002:1966 nr. 138/2002 (Svipting ökuréttar)[HTML]

Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2183 nr. 251/2001[HTML]
83ja ára kona seldi spildu úr jörð sinni til G. Börn konunnar riftu samningnum þar sem þau töldu hana ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún hefði verið að gera. Í málinu var meint vanheilsa hennar ekki sönnuð og því var hún talin hafa verið hæf til að stofna til löggerningsins.
Hrd. 2002:2208 nr. 107/2002[HTML]

Hrd. 2002:2335 nr. 69/2002[HTML]

Hrd. 2002:2376 nr. 3/2002[HTML]

Hrd. 2002:2507 nr. 356/2002 (Bandaríki Norður-Ameríku)[HTML]

Hrd. 2002:2855 nr. 310/2002[HTML]

Hrd. 2002:3310 nr. 101/2002 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Hrd. 2002:3373 nr. 157/2002 (Sorpförgun fyrir Varnarliðið)[HTML]

Hrd. 2002:3555 nr. 240/2002 (Óþarfar málalengingar)[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:3910 nr. 501/2002 (Hallsvegur)[HTML][PDF]

Hrd. 2002:3948 nr. 500/2002[HTML][PDF]

Hrd. 2003:271 nr. 16/2003[HTML]

Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)[HTML]
Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.

Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.
Hrd. 2003:567 nr. 384/2002[HTML]

Hrd. 2003:631 nr. 423/2002 (Hurðar - Fíkniefni)[HTML]

Hrd. 2003:718 nr. 421/2002 (Knattspyrnumót)[HTML]

Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML]

Hrd. 2003:934 nr. 381/2002 (Snjóflóðahætta - Hnífsdalur)[HTML]
A byggði hús í Hnífsdal í lóð sem hann fékk úthlutaðri árið 1982 og flutti lögheimili sitt þangað árið 1985. Síðar sama ár voru sett lög er kváðu á um gerð snjóflóðahættumats. Slíkt var var gert og mat á þessu svæði staðfest árið 1992, og samkvæmt því var hús A á hættusvæði. Árið 1995 var sett inn heimild í lögin fyrir sveitarstjórnir til að gera tillögu um að kaupa eða flytja eignir á hættusvæðum teldist það hagkvæmara en aðrar varnaraðgerðir ofanflóðasjóðs. Í lögunum var nánar kveðið á um þau viðmið sem ákvarðanir úr greiðslum úr sjóðnum ættu að fara eftir.

Sveitarfélagið gerði kaupsamning við A um kaup á eign hans árið 1996 eftir að tveir lögmenn höfðu metið eignina að beiðni sveitarfélagsins. A og sambýliskona hans settu fyrirvara í kaupsamninginn um endurskoðun kaupverðsins þar sem þau teldu það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins né jafnræðisreglu hennar. Árið 1998 var gefið út fyrirvaralaust afsal fyrir eigninni og flutti A brott úr sveitarfélaginu.

A taldi að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar fæli í sér að hann hefði átt að fá því sem jafngilti brunabótamati fyrir fasteignina enda hefði hann fengið þá upphæð ef hús hans hefði farist í snjóflóði eða meinað að búa í eigninni sökum snjóflóðahættu. Sveitarfélagið taldi að brunabótamat væri undantekning sem ætti ekki við í þessu máli og að þar sem A flutti brott reyndi ekki á verð á eins eða sambærilegri eign innan sveitarfélagsins, og þar að auki hefði engin sambærileg eign verið til staðar fyrir hann í sveitarfélaginu.

Hæstiréttur nefndi að þótt svo vandað hús hefði ekki verið fáanlegt á þessum tíma voru samt sem áður til sölu sem virtust vera af álíka stærð og gerð. Þá taldi hann að markaðsverð ætti að teljast fullt verð nema sérstaklega stæði á, og nefndi að slíkt hefði komið til greina af A hefði ekki átt kost á að kaupa sambærilega eign innan sveitarfélagsins né byggja nýtt hús fyrir sig og fjölskyldu sína, og því neyðst til að flytja á brott. A þurfti að bera hallan af því að hafa ekki sýnt fram á að slíkar sérstakar aðstæður ættu við í málinu. Staðfesti Hæstiréttur því hinn áfrýjaða sýknudóm.
Hrd. 2003:1143 nr. 89/2003[HTML]

Hrd. 2003:1338 nr. 113/2003[HTML]

Hrd. 2003:1633 nr. 116/2003[HTML]

Hrd. 2003:1643 nr. 100/2003[HTML]

Hrd. 2003:1655 nr. 99/2003[HTML]

Hrd. 2003:1748 nr. 456/2002[HTML]

Hrd. 2003:1809 nr. 134/2003[HTML]

Hrd. 2003:2073 nr. 457/2002[HTML]

Hrd. 2003:2313 nr. 168/2003 (Kaupréttur að jörð - Stóri-Klofi)[HTML]

Hrd. 2003:2329 nr. 499/2002 (Hlutabréfakaup)[HTML]
J keypti hlutabréf árið 1996 og nýtti sér frádráttarheimild þágildandi laga til að draga frá allt að 80% fjárfestingarinnar frá tekjum sínum og var heimilt að flytja frádrátt til annarra skattára og nýta á næstu fimm árum. Í ársbyrjun 1997 tóku í gildi ný lög þar sem frádráttarheimildin var lækkuð í áföngum á næstu þremur árum en farið yrði með eldri ónýttan frádrátt með sama hætti og ef til hans hefði verið stofnað eftir gildistöku laganna.

Í málinu byggði J á því að með því að lækka frádráttarheimild hans með þessum hætti ætti sér stað afturvirk skerðing á rétti sem hann hefði löglega til unnið og féllst meirihluti Hæstaréttar á það.
Hrd. 2003:2477 nr. 68/2003[HTML]

Hrd. 2003:2939 nr. 311/2003 (Veðskuldabréf til málamynda)[HTML]

Hrd. 2003:2950 nr. 326/2003[HTML]

Hrd. 2003:2970 nr. 520/2002[HTML]

Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3542 nr. 124/2003 (Plast, miðar og tæki)[HTML]
Talið var að samningskveðið févíti sem lagt var á starfsmann sökum brota hans á ákvæði ráðningarsamnings um tímabundið samkeppnisbann hafi verið hóflegt.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML]

Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML]

Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4182 nr. 223/2003[HTML]

Hrd. 2003:4351 nr. 171/2003 (Reiknireglur varðandi varanlega örorku barna)[HTML]

Hrd. 2003:4366 nr. 145/2003[HTML]

Hrd. 2003:4476 nr. 177/2003 (Greiðslumark III)[HTML]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Hrd. 2004:244 nr. 473/2003[HTML]

Hrd. 2004:323 nr. 283/2003 (Uppgjör bóta fyrir missi framfæranda II)[HTML]

Hrd. 2004:382 nr. 332/2003 (Gautavík 1)[HTML]

Hrd. 2004:446 nr. 239/2003 (Kennari í námsleyfi - Greiðslur úr námsleyfasjóði)[HTML]
Stjórn námsleyfasjóðs var óheimilt að beita nýjum reglum um úthlutun námsleyfa afturvirkt á ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar.
Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML]

Hrd. 2004:850 nr. 334/2003 (Fiskiskip - Stimpilgjald við sölu fiskiskips)[HTML]

Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML]

Hrd. 2004:1060 nr. 292/2003[HTML]

Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.)[HTML]
Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1178 nr. 365/2003[HTML]

Hrd. 2004:1353 nr. 349/2003[HTML]

Hrd. 2004:1361 nr. 350/2003[HTML]

Hrd. 2004:1369 nr. 351/2003[HTML]

Hrd. 2004:1376 nr. 352/2003[HTML]

Hrd. 2004:1384 nr. 353/2003[HTML]

Hrd. 2004:1533 nr. 354/2003[HTML]

Hrd. 2004:1553 nr. 382/2003 (Dómnefndarálit)[HTML]

Hrd. 2004:1826 nr. 85/2004 (Gönguferð í Glymsgil)[HTML]

Hrd. 2004:1881 nr. 465/2003 (Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Hrd. 2004:2439 nr. 21/2004[HTML]

Hrd. 2004:2578 nr. 27/2004 (Mismunandi flokkar bótaþega samkvæmt almannatryggingalögum)[HTML]

Hrd. 2004:3118 nr. 278/2004[HTML]

Hrd. 2004:3294 nr. 112/2004[HTML]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML]

Hrd. 2004:4339 nr. 220/2004[HTML]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. 2004:4709 nr. 154/2004[HTML]

Hrd. 2004:4734 nr. 265/2004[HTML]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2004:5001 nr. 390/2004[HTML]

Hrd. 2005:36 nr. 517/2004[HTML]

Hrd. 2005:1096 nr. 389/2004 (Bernhard - Ofgreitt fé)[HTML]
Hæstiréttur taldi að aðili er ofgreiddi ætti ekki rétt á dráttarvöxtum frá því ofgreiðslan átti sér stað.
Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1415 nr. 113/2005[HTML]

Hrd. 2005:2245 nr. 501/2004[HTML]

Hrd. 2005:2397 nr. 212/2005 (Vörubretti)[HTML]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML]

Hrd. 2005:2734 nr. 234/2005[HTML]

Hrd. 2005:2945 nr. 377/2005[HTML]

Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML]

Hrd. 2005:3830 nr. 108/2005[HTML]

Hrd. 2005:4453 nr. 157/2005 (Skilasvik)[HTML]

Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML]
Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.

Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:4604 nr. 480/2005 (Ný lögreglurannsókn)[HTML]

Hrd. 2005:4673 nr. 191/2005[HTML]
Safnkrafa og svo krafist bóta vegna annars fjártjóns að tiltekinni upphæð án þess að það hafi verið rökstutt.
Hrd. 2005:4745 nr. 199/2005[HTML]

Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML]

Hrd. 2006:465 nr. 337/2005[HTML]

Hrd. 2006:572 nr. 351/2005 (Leiguhúsnæði skóla)[HTML]

Hrd. 2006:805 nr. 355/2005[HTML]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML]

Hrd. 2006:1080 nr. 415/2005[HTML]

Hrd. 2006:1309 nr. 343/2005[HTML]

Hrd. 2006:1378 nr. 434/2005[HTML]

Hrd. 2006:1539 nr. 428/2005[HTML]

Hrd. 2006:1556 nr. 453/2005[HTML]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML]

Hrd. 2006:2531 nr. 34/2006[HTML]

Hrd. 2006:2646 nr. 274/2006[HTML]

Hrd. 2006:2693 nr. 280/2006[HTML]

Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML]

Hrd. 2006:2894 nr. 8/2006 (Breyting á starfi yfirlæknis)[HTML]

Hrd. 2006:3102 nr. 19/2006 (Hámarkslaunaviðmið)[HTML]

Hrd. 2006:3130 nr. 1/2006[HTML]

Hrd. 2006:3288 nr. 353/2006 (Frávísun)[HTML]

Hrd. 2006:3476 nr. 354/2006 (Frávísun kröfuliða)[HTML]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML]

Hrd. 2006:3939 nr. 85/2006[HTML]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML]

Hrd. 2006:4587 nr. 173/2006[HTML]

Hrd. 2006:4637 nr. 240/2006[HTML]

Hrd. 2006:4655 nr. 559/2006[HTML]

Hrd. 2006:4700 nr. 215/2006[HTML]

Hrd. 2006:4737 nr. 225/2006[HTML]

Hrd. 2006:4786 nr. 194/2006 (Svenni EA - Aflaheimildir)[HTML]
Seljandinn sá eftir að hafa selt bát á svo lágu verði og krafðist breytinga á kaupverði til hækkunar.
Hrd. 2006:5284 nr. 260/2006 (Skemmtistaður í Þingholtsstræti)[HTML]
Sjónarmið um að ölvað fólk sem er farið út úr veitingastaðnum sé á eigin ábyrgð en Hæstiréttur tók ekki undir það, heldur bæri ábyrgð innan skynsamlegra marka.
Hrd. 2006:5370 nr. 286/2006[HTML]

Hrd. 2006:5403 nr. 160/2006[HTML]

Hrd. 2006:5539 nr. 238/2006[HTML]

Hrd. 2006:5584 nr. 340/2006[HTML]

Hrd. nr. 17/2007 dags. 16. janúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML]

Hrd. nr. 345/2006 dags. 8. mars 2007 (Kaupþing banki hf. - Skattaupplýsingar)[HTML]
Ríkisskattstjóri óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um stóran hóp aðila hjá Kaupþing banka en var synjað. Hæstiréttur taldi að afhending upplýsinganna ætti að fara fram og vísaði til þess að tilgangurinn með lagaheimildinni hefði verið málefnalegur og beiting ríkisskattstjóra hafi verið í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna.
Hrd. nr. 333/2006 dags. 8. mars 2007 (Glitnir banki hf.)[HTML]

Hrd. nr. 325/2006 dags. 8. mars 2007 (Landsbanki Íslands hf.)[HTML]

Hrd. nr. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. nr. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML]

Hrd. nr. 555/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML]

Hrd. nr. 543/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 647/2006 dags. 10. maí 2007 (Salmann Tamimi gegn Landspítala-háskólasjúkrahúsi - Uppsögn ríkisstarfsmanns)[HTML]
Ríkisstarfsmanni var sagt upp vegna útskiptingar á tölvukerfum og fór hann í mál. Hæstiréttur nefndi að það skipti máli í hvaða starf viðkomandi var ráðinn og ef starfi er skipt út fyrir annað þurfi að kanna hvort finna megi önnur störf innan stjórnvaldsins sem starfsmaðurinn er hæfur til að gegna. Talið var að uppsögnin hafi verið ólögmæt.
Hrd. nr. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML]

Hrd. nr. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML]

Hrd. nr. 655/2006 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Hrd. nr. 357/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML]

Hrd. nr. 401/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML]

Hrd. nr. 479/2007 dags. 25. september 2007[HTML]

Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML]

Hrd. nr. 69/2007 dags. 18. október 2007 (Álfasteinn)[HTML]

Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 594/2006 dags. 1. nóvember 2007 (Brekkuás)[HTML]

Hrd. nr. 7/2007 dags. 8. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 606/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Hrd. nr. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML]

Hrd. nr. 655/2007 dags. 16. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 9/2008 dags. 23. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 68/2008 dags. 12. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 220/2007 dags. 28. febrúar 2008 (Áfengisvandi)[HTML]

Hrd. nr. 84/2008 dags. 5. mars 2008 (Aflaheimildir, vörslur bankareiknings)[HTML]
M og K voru að skilja.
Miklar eignir í spilunum og hafði verið krafist opinberra skipta án sáttar.
K átti bankareikning og hafði M krafist af skiptastjóra að K yrði svipt umráðum yfir bankareikningi hennar þar sem hann treysti henni ekki til þess að fara vel með féð.
Hæstiréttur taldi að þar sem aðrar eignir búsins hefðu dugað til að jafna mögulegan skaða féllst hann ekki á kröfu M.
Hrd. nr. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML]

Hrd. nr. 384/2007 dags. 13. mars 2008 (Ekki leiðbeint - Vankunnátta um helmingaskipti)[HTML]

Hrd. nr. 442/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 443/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 518/2007 dags. 13. mars 2008 (Svæfingalæknir)[HTML]

Hrd. nr. 444/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. nr. 379/2007 dags. 8. maí 2008 (Sala á Íslenskum aðalverktökum hf.)[HTML]

Hrd. nr. 450/2007 dags. 8. maí 2008 (Hópbílaleigan I)[HTML]
Aðili var lægstbjóðandi í akstur á tveimur tilteknum svæðum. Samt sem áður var tilboði hans hafnað á grundvelli fjárhagslegrar getu og tæknilegs hæfis sem voru ekki tiltekin sérstaklega í útboðsgögnum. Fyrir Hæstarétti var viðurkenndur réttur hans til skaðabóta.
Hrd. nr. 292/2008 dags. 5. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 613/2007 dags. 19. júní 2008 (Haukagil)[HTML]

Hrd. nr. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 404/2008 dags. 2. september 2008 (Arnórsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 358/2008 dags. 5. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 550/2006 dags. 18. september 2008 (Faxaflóahafnir)[HTML]
Aðili taldi að Faxaflóahöfnum hafi verið óheimilt að setja áfenga og óáfenga drykki í mismunandi gjaldflokka vörugjalds hafnarinnar og höfðaði mál á grundvelli meints brots á jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 65. gr. stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur leit svo á að áfengar og óáfengar drykkjarvörur væru eðlisólíkar og því ekki um sambærilegar vörur að ræða, og hafnaði því þeirri málsástæðu.
Hrd. nr. 484/2007 dags. 25. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML]

Hrd. nr. 129/2008 dags. 30. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 236/2008 dags. 30. október 2008 (Þvagsýnataka í fangaklefa - Þvagleggur)[HTML]
Lögreglan var álitin hafa ráðist í lítilsvirðandi rannsóknaraðgerð án þess að hún hefði haft úrslitaþýðingu í málinu. Var því um að ræða brot á meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og 13. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996.
Hrd. nr. 143/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Áfengisauglýsing II)[HTML]

Hrd. nr. 32/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Viðbygging ofan á hús - Suðurhús - Brottflutningur I)[HTML]

Hrd. nr. 121/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 602/2008 dags. 17. nóvember 2008[HTML]
Aðfinnslur voru gerðar við greinargerð ákæruvaldsins sem var það ítarleg að hún var talin jafna við skriflega málsmeðferð.
Hrd. nr. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 181/2008 dags. 4. desember 2008 (Lóðarúthlutun í Kópavogi)[HTML]

Hrd. nr. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 334/2008 dags. 4. desember 2008 (Byrgismálið)[HTML]

Hrd. nr. 128/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 692/2008 dags. 21. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 248/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 247/2008 dags. 22. janúar 2009 (Markleysa - Vatnsendi)[HTML]

Hrd. nr. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 47/2009 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 249/2008 dags. 19. febrúar 2009 (Afsal sumarbústaðar)[HTML]
Frumkvæðið kom frá seljandanum og hafði hann einnig frumkvæði á kaupverðinu. Seljandinn nýtti margra ára gamalt verðmat og lagt til grundvallar að hún var öðrum háð og var sjónskert. Munurinn var um þrefaldur. Samningurinn var ógiltur á grundvelli misneytingar.
Hrd. nr. 392/2008 dags. 5. mars 2009 (Sala veiðiheimilda - Þórsberg ehf. gegn Skarfakletti)[HTML]
Kvóta og skipasalan gerði skriflegt tilboð til Þórsbergs um sölu tiltekinna veiðiheimilda. Þórsbergi var stefnt til að greiða. Talið var að um hefði verið að ræða umsýsluviðskipti og vísað í óskráðar reglur fjármunaréttar.
Hrd. nr. 114/2009 dags. 23. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 539/2008 dags. 7. apríl 2009 (Ekki teljandi munur á foreldrum)[HTML]
Hæstiréttur mat tekjur, eignir og skuldir M og K. Hann taldi ekki forsendur til þess að dæma þrefalt meðlag, heldur tvöfalt meðlag.
Hrd. nr. 444/2008 dags. 7. apríl 2009 (Sumarhús af sameiginlegri lóð - Miðengi - Sunnuhvoll II)[HTML]

Hrd. nr. 163/2009 dags. 8. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 530/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 575/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 24/2009 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 596/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 39/2009 dags. 8. október 2009 (Berghóll)[HTML]

Hrd. nr. 112/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 291/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 228/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 583/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 255/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Leó - Stimpilgjald af fjárnámsendurritum)[HTML]
Á grundvelli kröfu L var gert fjárnám í þremur fasteignum og afhenti L sýslumanni endurrit úr gerðabók vegna þessa fjárnáms til þinglýsingar. Var honum þá gert að greiða þinglýsingargjald og stimpilgjald. L höfðaði svo þetta mál þar sem hann krafðist endurgreiðslu stimpilgjaldsins. Að mati Hæstaréttar skorti lagastoð fyrir töku stimpilgjaldsins þar sem lagaákvæði skorti fyrir innheimtu þess vegna endurrits fjárnámsgerðar enda yrði hún hvorki lögð að jöfnu við skuldabréf né teldist hún til tryggingarbréfa. Ákvæði 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar stóð því í vegi fyrir beitingu lögjöfnunar í þessu skyni.
Hrd. nr. 641/2009 dags. 16. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 600/2009 dags. 25. nóvember 2009 (Skjöl á erlendu tungumáli)[HTML]
Héraðsdómur vísaði frá máli 27 erlendra banka gegn Seðlabanka Íslands, og var ein af mörgum frávísunarástæðum sú að stefnendur málsins hafi lagt fram átján skjöl á erlendum tungumálum án þýðinga á íslensku. Hæstiréttur staðfesti hinn kærða úrskurð héraðsdóms af þessari og fleirum ástæðum, og staðhæfði þar að auki að framlagning skjala á íslensku væri meginreglan en að þýða þurfi þá hluta sem byggt væri á eða sérstaklega vísað til í málinu nema dómarinn telji sér fært að þýða það.
Hrd. nr. 601/2009 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 181/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 676/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. nr. 119/2009 dags. 17. desember 2009 (Gunnar Þ. gegn NBI hf.)[HTML]

Hrd. nr. 350/2009 dags. 14. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 759/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 230/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 143/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 127/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Klingenberg og Cochran ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 68/2010 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 370/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 404/2009 dags. 25. mars 2010 (Mýrar á Fljótsdalshéraði - Fljótsdalslína 3 og 4)[HTML]

Hrd. nr. 163/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 162/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 407/2009 dags. 29. apríl 2010 (Stofnfjárbréf)[HTML]

Hrd. nr. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 25/2010 dags. 6. maí 2010[HTML]

Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 617/2009 dags. 20. maí 2010 (Sambúð - Vatnsendi)[HTML]
Andlag samnings varð verðmeira eftir samningsgerð og samningi breytt þannig að greiða yrði viðbótarfjárhæð.
Hrd. nr. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 43/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 331/2010 dags. 18. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 751/2009 dags. 21. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 372/2010 dags. 21. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 436/2010 dags. 19. júlí 2010 (Aðalskipulag Flóahrepps - Urriðafossvirkjun - Flýtimeðferð)[HTML]

Hrd. nr. 440/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 378/2010 dags. 13. ágúst 2010 (Skjöl á erlendu tungumáli - Aðfinnslur)[HTML]
Hæstiréttur gerði athugasemdir um að nánast öll skrifleg gögn í málinu voru lögð fram á erlendu máli án þýðinga á íslensku. Hann taldi það vítavert en það var ekki talið duga eitt og sér til þess að vísa málinu frá héraðsdómi.
Hrd. nr. 384/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 435/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 434/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 416/2010 dags. 24. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML]

Hrd. nr. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML]

Hrd. nr. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML]

Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML]

Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 488/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 489/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 490/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 614/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]
Sakborningur var sakaður um að hafa myndað ungar stúlkur í búningsklefa í sundi og krafðist verjandi hans að fá afrit af þessum myndum. Hæstiréttur staðfesti synjun lögreglu á þeirri beiðni sökum brýnna einkahagsmuna stúlknanna.
Hrd. nr. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. nr. 596/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 151/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Lóðaskil í Reykjavíkurborg - Hádegismóar)[HTML]
Hugar ehf. hafði fengið úthlutað lóð til atvinnustarfsemi frá Reykjavíkurborg og átti þess í stað að greiða gatnagerðargjald og kaupverð byggingarréttarins. Fyrirtækið krafðist í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að skila lóðinni gegn endurgreiðslu en þá hafði Reykjavíkurborg breytt stjórnsýsluframkvæmd sinni og byrjað að neita að taka aftur við lóðum í ljósi skipulagsmarkmiða og að ólíklegt væri að sóst yrði um úthlutun á þeim lóðum sem yrði skilað.

Dómurinn er til marks um þá meginreglu að óheimilt væri að breyta langvarandi og kunnri stjórnsýsluframkvæmd með íþyngjandi hætti gagnvart almenningi einvörðungu á þeim grundvelli að málefnalegar ástæður liggi þar fyrir, heldur verði að taka formlega ákvörðun þar að lútandi þannig að aðilar sem eigi hagsmuna að niðurstöðunni geti gætt hagsmuna sinna.

Þrátt fyrir þetta synjaði Hæstiréttur málsástæðu fyrirtækisins um að venja hefði myndast um endurgreiðslu gjaldanna af hálfu Reykjavíkurborgar vegna skila á atvinnuhúsalóðum þar sem ekki hefði verið nóg að benda á fáein tilvik því til stuðnings.
Hrd. nr. 72/2010 dags. 11. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 770/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 726/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 736/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 731/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 742/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 738/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 732/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 730/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 741/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 727/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 729/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 739/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 743/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 735/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 737/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 734/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 728/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 733/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 740/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 714/2009 dags. 2. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 653/2010 dags. 14. desember 2010 (Sparisjóður Mýrarsýslu II)[HTML]

Hrd. nr. 314/2010 dags. 16. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 165/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 212/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 142/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 277/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 243/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 688/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 683/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 376/2010 dags. 27. janúar 2011 (Aflahlutdeild)[HTML]

Hrd. nr. 709/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML]

Hrd. nr. 22/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 8/2011 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 692/2010 dags. 3. mars 2011 (Eimskip Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 715/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 517/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 132/2011 dags. 18. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 133/2011 dags. 18. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 114/2011 dags. 21. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 529/2010 dags. 24. mars 2011 (Samskip - Tali ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 96/2011 dags. 29. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 122/2011 dags. 5. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 561/2010 dags. 7. apríl 2011 (Gift fjárfestingarfélag)[HTML]
Rannsóknarskýrsla Alþingis leysti Gift fjárfestingarfélagið ekki undan skyldu sinni til að sanna óheiðarleika Landsbankans við samningsgerðina.

Hæstiréttur nefnir að síðari atvik eftir samningsgerðina réttlættu heldur ekki beitingu 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hrd. nr. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML]

Hrd. nr. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 142/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 177/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 463/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 473/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 474/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 475/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML]

Hrd. nr. 219/2011 dags. 24. maí 2011[HTML]

Hrd. nr. 326/2011 dags. 14. júní 2011 (Sjóður 9)[HTML]

Hrd. nr. 289/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 352/2011 dags. 16. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 286/2011 dags. 20. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 334/2011 dags. 21. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 333/2011 dags. 21. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 452/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Hrd. nr. 372/2011 dags. 25. ágúst 2011[HTML]

Hrd. nr. 376/2011 dags. 2. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 450/2011 dags. 2. september 2011 (Urðarhvarf)[HTML]

Hrd. nr. 474/2011 dags. 6. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 479/2011 dags. 19. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML]

Hrd. nr. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML]

Hrd. nr. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML]

Hrd. nr. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 415/2011 dags. 18. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 569/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 705/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 13/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 566/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 162/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Úthlutun lóðar í Kópavogi)[HTML]
Jafnræðisreglunnar var ekki gætt um þá einstaklinga sem hlut áttu að máli. Játa varð þeim er stýrðu úthlutuninni eitthvað svigrúm en þó að gættum 11. gr. stjórnsýslulaga og meginreglum stjórnsýsluréttarins.
Hrd. nr. 117/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Stofnfjárkaup)[HTML]

Hrd. nr. 635/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 614/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 612/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 152/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 629/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 654/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML]
K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.
Hrd. nr. 637/2011 dags. 16. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 668/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 37/2012 dags. 24. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 208/2011 dags. 26. janúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 64/2012 dags. 3. febrúar 2012 (Dánarbússkipti - Erfðaskrá)[HTML]
Kaupmáli og erfðaskrár lágu fyrir, ásamt breytingum. Allt þetta var ógilt nema ein erfðaskráin.
Hrd. nr. 8/2012 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota)[HTML]

Hrd. nr. 10/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 9/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 12/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 11/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 279/2011 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 525/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 105/2012 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 85/2012 dags. 2. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 389/2011 dags. 8. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML]

Hrd. nr. 541/2011 dags. 15. mars 2012 (Lögboðinn hvíldartími III)[HTML]

Hrd. nr. 156/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 186/2012 dags. 27. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 187/2012 dags. 27. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 150/2012 dags. 30. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 205/2012 dags. 12. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 133/2012 dags. 20. apríl 2012 (Ofgreitt - Endurgreiðsla)[HTML]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.
Erfingjarnir fengu meira en sinn hlut.
Erfingjarnir áttu að endurgreiða það sem var umfram þeirra hlut.
Orðalag um að ákvæði erfðalaga stæðu því ekki fyrir vegi.
Hrd. nr. 231/2012 dags. 27. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 266/2012 dags. 30. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 226/2012 dags. 8. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 263/2012 dags. 15. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 325/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 326/2012 dags. 24. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML]

Hrd. nr. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 288/2012 dags. 6. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 367/2012 dags. 6. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2011 dags. 7. júní 2012 (Skil á lóð til Reykjavíkurborgar)[HTML]
Dómurinn er dæmi um réttarframkvæmd þar sem krafist er þess að hver sem vill bera fyrir sig venju þurfi að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í málinu tókst ekki að sýna fram á að það hafi verið venjuhelguð framkvæmd að hægt væri að skila lóðum til Reykjavíkurborgar með einhliða gjörningi lóðarhafa og fengið endurgreiðslu á lóðargjöldum.
Hrd. nr. 392/2011 dags. 7. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 393/2011 dags. 7. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 636/2011 dags. 7. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 392/2012 dags. 8. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 375/2012 dags. 11. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 689/2011 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 535/2012 dags. 9. ágúst 2012[HTML]
Í héraði var fallist á beiðni um að vitni skyldu njóta nafnleyndar gagnvart hinum ákærðu við skýrslugjöf. Hæstiréttur tók undir úrskurð héraðsdómara svo framarlega sem hinir ákærðu gætu lagt fyrir vitnin spurningar með milligöngu dómara og ekki yrðu spjöll á vörn ákærðu að öðru leyti. Málatilbúnaður ákærðu um að þeir gætu hvort sem er komist að nöfnum vitnanna var ekki talinn duga í þeim efnum.
Hrd. nr. 551/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 480/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Hrd. nr. 450/2012 dags. 4. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 506/2012 dags. 6. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 485/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 472/2012 dags. 26. september 2012 (Latibær)[HTML]

Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML]

Hrd. nr. 49/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 552/2012 dags. 9. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 628/2012 dags. 12. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. nr. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 661/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 670/2012 dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML]

Hrd. nr. 159/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 218/2012 dags. 6. desember 2012 (Samruni fyrirtækja)[HTML]
Átt að sekta Símann fyrir að brjóta gegn tveimur skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu vegna samruna. Talið var að um væri að ræða skýrt brot gegn öðru skilyrðinu en hitt var svo óskýrt að það væri ónothæft sem sektargrundvöllur.
Hrd. nr. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 139/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 329/2012 dags. 6. desember 2012 (Hrunumannahreppur - Útlaginn)[HTML]

Hrd. nr. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML]

Hrd. nr. 713/2012 dags. 11. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 693/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 704/2012 dags. 14. desember 2012 (Sjónarmið - Bein og óbein framlög)[HTML]
Sönnunarbyrðin fyrir því að annar en þinglýstur eigandi geti krafist eignarhluta liggur hjá þeim aðila er ber uppi þá kröfu. K var talin bera sönnunarbyrði um að hún hefði veitt framlög, bein eða óbein, til eignarinnar.

K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.

Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.

Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.

Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.

Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.
Hrd. nr. 720/2012 dags. 18. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 724/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 752/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 763/2012 dags. 23. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 25/2013 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 352/2012 dags. 31. janúar 2013 (LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML]

Hrd. nr. 33/2013 dags. 1. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 439/2012 dags. 7. febrúar 2013 (Skipulagsvald sveitarfélags - Borgarholtsbraut)[HTML]
Maður vildi breyta aðkomu að eign sinni og var synjað af Kópavogsbæ. Hæstiréttur taldi sig ekki geta ógilt þá synjun.
Hrd. nr. 457/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 19/2013 dags. 8. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML]

Hrd. nr. 537/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 17/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 89/2013 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 79/2013 dags. 1. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 115/2013 dags. 8. mars 2013 (Skotæfingasvæði)[HTML]
Þar sagði Hæstiréttur í fyrsta skipti að óþarfi hafi verið að stefna sveitarfélaginu, en áður hafði ekki verið gerð athugasemd við það að sleppa þeim.
Hrd. nr. 355/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 585/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 155/2013 dags. 8. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 156/2013 dags. 8. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 182/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 222/2013 dags. 17. apríl 2013 (Latibær II)[HTML]
Reynt hafði verið á samskonar fjárfestingar í fyrri Latabæjardómnum sem var svo vísað til í þessum dómi.
Hrd. nr. 614/2012 dags. 18. apríl 2013 (Lóðir í Reykjavík)[HTML]

Hrd. nr. 615/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 616/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 711/2012 dags. 23. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 218/2013 dags. 29. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 260/2013 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 211/2013 dags. 6. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 26/2013 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 353/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 62/2013 dags. 6. júní 2013 (Óvátryggt ökutæki)[HTML]

Hrd. nr. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML]
Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.

Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.

Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.
Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 392/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 557/2013 dags. 6. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 435/2013 dags. 9. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 429/2013 dags. 9. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 454/2013 dags. 12. september 2013 (Bank Pekao S.A. Centrala)[HTML]

Hrd. nr. 543/2013 dags. 16. september 2013 (Tjarnarvellir)[HTML]

Hrd. nr. 472/2013 dags. 16. september 2013 (Sérstakar húsaleigubætur)[HTML]

Hrd. nr. 499/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 400/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 493/2013 dags. 23. september 2013 (Afleiðusamningur)[HTML]

Hrd. nr. 553/2013 dags. 24. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 505/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 562/2013 dags. 4. október 2013 (Stapi lífeyrissjóður)[HTML]

Hrd. nr. 589/2013 dags. 4. október 2013 (TIF)[HTML]

Hrd. nr. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 476/2013 dags. 14. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 554/2013 dags. 14. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 366/2013 dags. 17. október 2013 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]

Hrd. nr. 313/2013 dags. 17. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 271/2013 dags. 24. október 2013 (Ungur aldur - Andlegur þroski)[HTML]

Hrd. nr. 526/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 389/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 708/2013 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML]

Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 748/2013 dags. 5. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 752/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 736/2013 dags. 11. desember 2013 (Starfsráð FÍA)[HTML]

Hrd. nr. 193/2013 dags. 12. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 772/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 518/2013 dags. 17. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 359/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 191/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 413/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 412/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 356/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 719/2013 dags. 28. janúar 2014 (Einkabankaþjónusta - Sala hlutabréfa)[HTML]

Hrd. nr. 804/2013 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 812/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 545/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 33/2014 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 62/2014 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 3/2014 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 481/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]
Þrír stjórnendur sóttu í trygginguna þar sem Glitnir hefði sótt mál gegn þeim í New York. Málskostnaðurinn væri að hrannast upp og töldu þeir að tryggingin ætti að dekka hann.

TM byggði á að frumkvæði þess sem hættir skipti máli en slíkt ætti ekki við í máli þeirra þar sem slitastjórn tók við. Málið féll á því að 72ja mánaða tímabilið ætti ekki við þar sem Glitnir hafði sagst hafa fengið aðra tryggingu.
Hrd. nr. 72/2014 dags. 13. febrúar 2014 (Glitnir banki - LBI)[HTML]

Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 651/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.
Hrd. nr. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 639/2013 dags. 20. mars 2014 (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gegn Bílum og fólki ehf. - Strætó útboð)[HTML]
Útboð fór fram á akstri almenningsfarartækja. Engar athugasemdir voru gerðar við fundinn þar sem tilboðin voru opnuð. Um tveimur mínútum fyrir slit fundarins barst tölvupóstur þar sem kostnaður tilboðs, sem var hið lægsta, hefði verið misritaður þar sem á það vantaði kostnaðarliði. Litið var svo á að tilboðið hefði verið gilt þar sem ekki var sýnt fram á misritun.

Hæstiréttur taldi að útbjóðanda hafði verið rétt að lýsa yfir riftun samningsins þar sem ljóst þótti að lægstbjóðandi ætlaði sér ekki að efna samninginn í samræmi við tilboðið, á grundvelli almennra reglna kröfuréttar um fyrirsjáanlegar vanefndir.
Hrd. nr. 632/2013 dags. 20. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 177/2014 dags. 21. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 178/2014 dags. 1. apríl 2014 (Blikanes - VG Investment A/S)[HTML]

Hrd. nr. 179/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML]

Hrd. nr. 180/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML]

Hrd. nr. 181/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML]

Hrd. nr. 182/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML]

Hrd. nr. 212/2014 dags. 7. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML]

Hrd. nr. 593/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Hrd. nr. 246/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 120/2014 dags. 8. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 218/2014 dags. 14. maí 2014 (Stefnumið ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 287/2014 dags. 23. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 37/2014 dags. 28. maí 2014 (Réttarfarssekt - Al Thani-málið)[HTML]
Verjendur voru í ágreiningi við dómara. Dómari þurfti að fara frá málinu vegna heilsu og kom nýr dómari. Verjendurnir sögðu sig frá máli stuttu fyrir aðalmeðferð og lagði dómari á þá sekt án þess að þeir fengju tækifæri til að tjá sig um það. Hæstiréttur taldi það ekki leiða til réttarspjalla og ekki brjóta í bága við meginregluna um réttláta málsmeðferð enda gátu þeir andmælt þessum réttarfarssektum fyrir Hæstarétti.

Dómurinn var kærður til MDE sem gerði engar athugasemdir, bæði í neðri deild og efri deild.
Hrd. nr. 350/2014 dags. 10. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 63/2014 dags. 18. júní 2014 (Sameiginleg forsjá)[HTML]

Hrd. nr. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá)[HTML]

Hrd. nr. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 398/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 399/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 400/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 462/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur)[HTML]

Hrd. nr. 591/2014 dags. 17. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 789/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Hrd. nr. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. nr. 109/2014 dags. 2. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. nr. 629/2014 dags. 10. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 141/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 687/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 686/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 110/2014 dags. 6. nóvember 2014 (Eykt)[HTML]

Hrd. nr. 707/2014 dags. 10. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 269/2014 dags. 20. nóvember 2014 (PWC)[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 376/2014 dags. 4. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 739/2014 dags. 8. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 844/2014 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 370/2014 dags. 15. janúar 2015 (Hringiðan ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 11/2015 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 13/2015 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 24/2015 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 397/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 145/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Al-Thani)[HTML]

Hrd. nr. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. nr. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 149/2015 dags. 10. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 150/2015 dags. 11. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 216/2014 dags. 12. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)[HTML]
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.

K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.

Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.
Hrd. nr. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML]

Hrd. nr. 570/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 618/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML]

Hrd. nr. 682/2014 dags. 31. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 248/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 233/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 594/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 827/2014 dags. 30. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 291/2015 dags. 5. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 580/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 316/2015 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML]

Hrd. nr. 678/2014 dags. 13. maí 2015 (Niðurlagning stöðu)[HTML]

Hrd. nr. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML]

Hrd. nr. 336/2015 dags. 5. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 837/2014 dags. 11. júní 2015 (Creditinfo)[HTML]

Hrd. nr. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 665/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 822/2014 dags. 18. júní 2015 (Isavia ohf.)[HTML]
Á höfðaði skaðabótamál gegn Isavia ohf. vegna brottreksturs hans úr starfsþjálfun til flugumferðarstjóra, sem Isavia sá um. Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni heimilt að stofna það hlutafélag sem stefnt er í þessu máli og öðlaðist það félag ýmsar lagaheimildir til að annast tilteknar skyldur Flugmálastjórnar Íslands, þar á meðal umrædda starfsþjálfun. Leit Hæstiréttur svo á að ákvæði stjórnsýslulaga giltu um þær ákvarðanir innan þess verksviðs enda hefðu starfsmenn stjórnsýslunnar þurft að fylgja þeim hefði ákvörðunin verið tekin þar. Sökum skilmálana er giltu um námið var ekki talið að hann ætti rétt á bótum vegna fjártjóns en hins vegar voru dæmdar miskabætur.
Hrd. nr. 492/2015 dags. 5. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 402/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML]

Hrd. nr. 439/2015 dags. 17. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 448/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 433/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 472/2015 dags. 24. ágúst 2015 (Aðgangur að útboðsgögnum)[HTML]
Fallist var á að Isavia myndi afhenda gögn en Isavia neitaði samt sem áður. Krafist var svo aðfarargerðar á grundvelli stjórnvaldsákvörðunarinnar. Isavia krafðist svo flýtimeðferðar þar sem ella kæmi aðilinn ekki vörnum við. Hæstiréttur synjaði því þar sem Isavia gæti komið vörnum sínum að í aðfararmálinu.
Hrd. nr. 435/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 5/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 4/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 3/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 28/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 7/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 6/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 84/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML]

Hrd. nr. 49/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 553/2015 dags. 30. september 2015 (Berlice ehf. - Þorsteinn Hjaltested - Afleiðutengd skuldabréf)[HTML]

Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 189/2015 dags. 8. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 127/2015 dags. 15. október 2015 (Dyrhólaey)[HTML]

Hrd. nr. 35/2015 dags. 15. október 2015 (Atlantsolía II)[HTML]

Hrd. nr. 116/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 34/2015 dags. 15. október 2015 (Atlantsolía I)[HTML]

Hrd. nr. 229/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Erfingjar sjálfskuldarábyrgðarmanns - Námslán)[HTML]
SH gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir námslánum annars aðila en hann lést síðan. Um mánuði eftir andlátið hætti lánþeginn að greiða af láninu. Síðar sama ár var veitt leyfi til einkaskipta á búinu. Um tveimur árum eftir andlát SH tilkynnti lánveitandinn lánþeganum að öll skuldin hefði verið gjaldfelld vegna verulegra vanskila. Erfingjar SH bæru sem erfingjar dánarbús hans óskipta ábyrgð á umræddri skuld.

Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.

Þá var jafnframt hafnað málsástæðu um ógildingu á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hrd. nr. 226/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Sértæk skuldaaðlögun á Gnoðarvogi 60)[HTML]

Hrd. nr. 687/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 683/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 686/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 240/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 682/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 681/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 684/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 217/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 685/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 351/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 478/2014 dags. 3. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 168/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 288/2015 dags. 17. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 787/2015 dags. 7. janúar 2016 (Afhending gagna)[HTML]
Fallist var á kröfu um afhendingu gagna sem voru eingöngu afhend matsmönnum en ekki gagnaðila.
Hrd. nr. 8/2016 dags. 12. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML]

Hrd. nr. 811/2015 dags. 25. janúar 2016 (24 ára sambúð - Helmingaskipti)[HTML]

Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML]

Hrd. nr. 282/2015 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 842/2014 dags. 4. febrúar 2016[HTML]
Verið var að rannsaka meinta markaðsmisnotkun banka í rannsókn á efnahagshruninu 2008. Hæstiréttur mat svo á að hlustun á síma sakbornings í kjölfar skýrslutöku, þar sem hann neitaði að tjá sig um sakargiftir, hefði verið umfram meðalhóf. Líta ætti því framhjá þeim upptökum.
Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 298/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 62/2016 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri - Ummæli um samkynhneigð á vefmiðli)[HTML]

Hrd. nr. 393/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 397/2015 dags. 18. febrúar 2016 (Lóðaskil í Hafnarfirði)[HTML]
Engin stjórnsýsluframkvæmd var fyrir hendi um að lóðum hafi verið skilað.
Hrd. nr. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. nr. 120/2016 dags. 26. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 500/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 197/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 225/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 271/2016 dags. 2. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 604/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 266/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 265/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 264/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 263/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 262/2016 dags. 9. maí 2016 (Kaupþing - Félagsstofnun stúdenta)[HTML]

Hrd. nr. 261/2016 dags. 9. maí 2016 (Kaupþing - Félagsstofnun stúdenta)[HTML]
Kaupþing tók að sér fjárfestingar fyrir hönd Félagsstofnun stúdenta en efnahagshrunið 2008 leiddi til mikillar verðrýrnunar. Skv. matsgerð höfðu sumar þeirra leitt til tjóns þrátt fyrir að Kaupþing hefði haldið sig innan fjárfestingarstefnu sinnar. Því var ekki talið sýnt að vanefndin hefði leitt til tjónsins.
Hrd. nr. 308/2016 dags. 10. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. nr. 565/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 566/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 567/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. nr. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 486/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 637/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 638/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 67/2016 dags. 9. júní 2016 (Tengsl - Tálmanir - Tilraun)[HTML]

Hrd. nr. 826/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 368/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 341/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 728/2015 dags. 16. júní 2016 (Húsaleigubætur vegna leigu íbúðar af Brynju, hússjóði ÖBÍ)[HTML]

Hrd. nr. 520/2016 dags. 6. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 601/2016 dags. 14. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML]
M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.
Hrd. nr. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML]

Hrd. nr. 88/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 498/2015 dags. 6. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 658/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML]

Hrd. nr. 76/2016 dags. 20. október 2016 (K meðvituð um óljóst verðmat)[HTML]

Hrd. nr. 855/2015 dags. 20. október 2016 (SPB)[HTML]

Hrd. nr. 168/2016 dags. 27. október 2016 (Þrotabú IceCapitals ehf.)[HTML]

Hrd. nr. 119/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 705/2016 dags. 17. nóvember 2016 (VBS)[HTML]

Hrd. nr. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 17/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 212/2016 dags. 15. desember 2016 (Íslandsstofa)[HTML]
Íslandsstofa stofnaði til útboðs um rammasamning. Hæstiréttur taldi hana bundna af meginreglum stjórnsýsluréttar þar sem hún var (þá) ótvírætt stjórnvald í skilningi íslenskra laga.
Hrd. nr. 116/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 808/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 329/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 113/2017 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 519/2016 dags. 23. febrúar 2017 (Skapa frið um tvíbura)[HTML]

Hrd. nr. 138/2017 dags. 6. mars 2017[HTML]
Lögreglumaður lá undir grun um misbeitingu á valdi sínu og var málið svo fellt niður. Ríkissaksóknari ógilti niðurfellinguna og öðlaðist tilnefning verjandans sjálfkrafa aftur gildi við það.
Hrd. nr. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt - Hafnað endurgreiðslu)[HTML]

Hrd. nr. 43/2017 dags. 13. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 121/2017 dags. 15. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 147/2017 dags. 21. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 187/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 489/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 199/2017 dags. 3. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 152/2017 dags. 5. apríl 2017 (Skipt að jöfnu verðmæti hlutafjár)[HTML]
Dómkröfu K var hafnað í héraðsdómi en fallist á hana fyrir Hæstarétti þar sem litið var sérstaklega til þess að sambúðin hafði varið í 15 ár, aðilar voru eignalausir í upphafi hennar og ríkti fjárhagsleg samstaða í öllum atriðum. Einnig var reifað um að aðilar höfðu sætt sig að óbreyttu við helmingaskipti á öðrum eigum þeirra. Jafnframt var litið til framlaga þeirra til öflunar launatekna, eignamyndunar og uppeldis barna og heimilishalds, og að ekki hefði hallað á annað þeirra heildstætt séð.

Ekki var deilt um að félagið sem M stofnaði var hugarfóstur hans, hann hafi stýrt því og byggt upp án beinnar aðkomu K. Verðmætin sem M skapaði með rekstri félagsins hafi meðal annars orðið til vegna framlags K til annarra þátta er vörðuðu sambúð þeirra beggja og fjárhagslega afkomu. Ekki væru haldbær rök um að annað skiptafyrirkomulag ætti að gilda um félagið en aðrar eigur málsaðilanna.

Hæstiréttur taldi ekki þurfa að sanna framlög til hverrar og einnar eignar, ólíkt því sem hann gerði í dómi í Hrd. nr. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum).
Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 189/2017 dags. 25. apríl 2017 (Hamarshjáleiga)[HTML]

Hrd. nr. 189/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 200/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 587/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 621/2016 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 563/2016 dags. 18. maí 2017 (Kjötbökumálið)[HTML]
Matvælastofnun hafði keypt eina pakkningu af kjötbökum til rannsóknar og fann ekkert nautakjöt í bökunni. Fyrirtækið var beitt viðurlögum og birti Matvælastofnun tilkynningu um það á vefsíðu sinni.

Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.
Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML]
Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.
Hrd. nr. 485/2016 dags. 1. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 335/2017 dags. 6. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 624/2016 dags. 8. júní 2017 (101 Skuggahverfi)[HTML]

Hrd. nr. 407/2017 dags. 27. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 352/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 458/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 457/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 459/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 619/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML]

Hrd. nr. 555/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 634/2016 dags. 12. október 2017 (Hálönd við Akureyri)[HTML]

Hrd. nr. 627/2017 dags. 17. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 625/2017 dags. 17. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 628/2017 dags. 17. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML]

Hrd. nr. 730/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 643/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 731/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 670/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I) nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.
Hrd. nr. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 687/2016 dags. 16. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 702/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML]

Hrd. nr. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML]

Hrd. nr. 10/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 86/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Hrd. nr. 804/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 677/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 683/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 435/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 796/2016 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 120/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Mamma veit best)[HTML]
Ágreiningur var um rétta tollflokkun tiltekinnar vöru. Dómari í héraði sýknaði af kröfu byggt á niðurstöðu eigin Google-leitar er leiddi á upplýsingar um vöruna á vef framleiðanda vörunnar og nefndi að þessar upplýsingar voru öllum aðgengilegar. Hæstiréttur ómerkti niðurstöðuna þar sem hann taldi það ekki heimilt.
Hrd. nr. 195/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Vitneskja um ójafna hluti)[HTML]

Hrd. nr. 30/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 177/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 5/2018 dags. 8. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 814/2016 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 288/2017 dags. 22. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 303/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 287/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 187/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 524/2017 dags. 24. maí 2018 (Bókun hjá sýslumanni)[HTML]

Hrd. nr. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 491/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 472/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 578/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 755/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 824/2017 dags. 20. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 644/2017 dags. 20. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 160/2017 dags. 20. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML]

Hrd. nr. 656/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 838/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 735/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Fögrusalir)[HTML]

Hrd. nr. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML]

Hrd. nr. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML]

Hrd. nr. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 508/2017 dags. 6. desember 2018 (Huginn - Úthlutun aflaheimilda í makríl)[HTML]
Í lögum um veiðar fyrir utan lögsögu íslenska ríkisins er kveðið á um að ef samfelld veiðireynsla liggur fyrir mætti úthluta með tilteknum hætti.
Hrd. nr. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. nr. 509/2017 dags. 6. desember 2018[HTML]

Hrá. nr. 2019-12 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML]

Hrd. nr. 15/2019 dags. 21. maí 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-216 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Hrd. nr. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Hrd. nr. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrd. nr. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML]

Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi)[HTML]
Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.
Hrá. nr. 2019-362 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-33 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Hrd. nr. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-98 dags. 27. apríl 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-97 dags. 27. apríl 2020[HTML]

Hrd. nr. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-117 dags. 18. maí 2020[HTML]

Hrd. nr. 3/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrd. nr. 31/2020 dags. 9. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 32/2020 dags. 9. desember 2020[HTML]

Hrd. nr. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 36/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 30/2020 dags. 18. febrúar 2021 (Heilari)[HTML]

Hrá. nr. 2021-25 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML]

Hrd. nr. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML]

Hrd. nr. 7/2021 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Hrd. nr. 20/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Hrd. nr. 24/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]

Hrd. nr. 22/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. nr. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrá. nr. 2021-311 dags. 14. janúar 2022[HTML]

Hrá. nr. 2021-329 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Hrd. nr. 52/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-36 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-32 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-31 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-30 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-29 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Hrd. nr. 50/2021 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-55 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrd. nr. 3/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. nr. 24/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 14/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Hrd. nr. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 22/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 32/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 36/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Hrd. nr. 40/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-17 dags. 13. mars 2023[HTML]

Hrd. nr. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-57 dags. 16. júní 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-74 dags. 26. júní 2023[HTML]

Hrd. nr. 7/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. nr. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. nr. 43/2022 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-126 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Hrd. nr. 30/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 23/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 21/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 20/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 16/2024 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-37 dags. 2. maí 2024[HTML]

Hrd. nr. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. nr. 4/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Hrd. nr. 39/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 8/2024 dags. 6. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 49/2024 dags. 18. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 29/2024 dags. 18. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Hrd. nr. 32/2024 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 30/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Hrd. nr. 34/2024 dags. 26. mars 2025[HTML]

Hrd. nr. 50/2024 dags. 2. apríl 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 2/2025 dags. 11. júní 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-80 dags. 24. júní 2025[HTML]

Hrd. nr. 40/2025 dags. 9. júlí 2025[HTML]

Hrd. nr. 8/2025 dags. 29. október 2025[HTML]

Hrd. nr. 9/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 30/2025 dags. 26. nóvember 2025[HTML]

Hrd. nr. 24/2025 dags. 10. desember 2025[HTML]

Hrd. nr. 16/2025 dags. 17. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2013 (Umsókn um innflutning á hundi frá Lettlandi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 35 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 7 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. janúar 2015 (Hafey SK-10, (7143), kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 4. september 2014 um að svipta bátinn Hafeyju SK -10 (7143) leyfi til grásleppuveiða í eina viku frá útgáfudegi næsta veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. september 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. september 2016 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Byggðastofnunar varðandi tilboð Goðaborgar ehf. um samstarf varðandi nýtingu byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. desember 2016 (Lotna ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu um að svipta Margéti ÍS 147 (2340) úthlutun byggðakvóta á móti þeim afla sem landað var hjá Lotnu ehf. en var ekki unninn í fiskvinnslu fyrirtækisins heldur fluttur óunninn frá byggðarlaginu)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júní 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 1. desember 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. mars 2018 (Ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. júní 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu vegna veiða á kúfiski með plógi án sérveiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 (útgerðarfélag I).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. september 2018 (Umsókn um heimild til að framleiða lýsi til manneldis úr slógi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 8. október 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta norsk skip leyfi til veiða í íslenskri landhelgi kærð)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. febrúar 2020 (Ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 30. janúar 2019, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2019.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. júlí 2020 (Ákvörðun Fiskistofu dags. 10. október 2018, kærð fyrir að svipta skip leyfi til veiða í eina viku)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2020 (Kærð ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 21. Janúar 2020, um stöðvun rekstrr skv. 1. Mgr. 21. Gr. C laga nr. 71/2008)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. október 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. október 2020 (Afturköllun á ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á byggðakvóta í Sandgerði)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. desember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. nóvember 2021 (Orðnotkun í auglýsingum fyrirtækis á vörum)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. nóvember 2021 (Innflutningur á hundi sem er blendingur af tegundinni American Staffordshire Terrier til Íslands)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 (Staðfesting á ákvörðunum Fiskistofu um synjun á flutningi í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. janúar 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 3. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um niðurfellingu aflahlutdeilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2005 dags. 19. mars 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 8/2006 dags. 30. apríl 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2005 dags. 24. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2005 dags. 24. maí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 15/2005 dags. 6. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2007 dags. 20. júní 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 10/2020 dags. 17. maí 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2021 dags. 25. september 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 15/2020 dags. 11. október 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 4/2022 dags. 9. desember 2024[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 12/2021 dags. 15. janúar 2025[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 12/2022 dags. 29. júlí 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2000 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 8/2020 dags. 9. mars 2021[HTML]

Álit Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2022 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/2024 dags. 17. desember 2024[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2024 dags. 15. apríl 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2019 (Kæra Enox Production Services GmbH á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2020 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 57/2019 frá 19. desember 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2023 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. maí 2023 í máli nr. 17/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2007 (Kæra Múrbúðarinnar á ákvörðun Neytendastofu 25. júlí 2007.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2015 (Kæra Green Car ehf. hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2009 (Kæra Heimsferða hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2013 (Kærur Cafe Kringlan ehf. og Blátt ehf. á ákvörðunum Neytendastofu 3. desember 2013 nr. 28/2013 og 31/2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2015 (Kæra Vietnam Market ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2012 (Kæra IP fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2015 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2021 (Kæra Gulla Arnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 3. september 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2011 (Kæra Skóarans í Kringlunni ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 35/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2023 (Kæra Svens ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júlí 2023 í máli nr. 25/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2012 (Kæra Skeljungs hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 45/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2012 (Kæra Pennans á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2019 (Kæra Djúpavogshrepps á tveimur ákvörðunum Neytendastofu frá 6. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2013 (Kæra Lyfju hf. á ákvörðun Neytendastofu 18. júlí 2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2019 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hönd Guðjóns Styrkárssonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2019 frá 12. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2014 (Kæra Húsasmiðjunnar hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. mars 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2014 (Kæra E. Ingasonar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2017 (Kæra Norðursiglingar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2009 (Kæra Kaupþings hf. á ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 6/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2014 (Kæra Tölvutek ehf. á ákvörðun Neytendastofu 14. apríl 2014 nr. 22/2014)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2019 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2019 frá 2. október 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2021 (Kæra Skanva ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2022 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. mars 2022 í máli nr. 9/2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2023 (Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir villandi auglýsingar með ákvörðun nr. 39/2023.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2024 (Kæra Gryfjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júní 2024 í máli nr. 16/2024.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2024 (Kæra Stjörnugríss hf. á ákvörðun Neytendastofu 13. febrúar 2024 í máli nr. 5/2024.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/1997 dags. 13. febrúar 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/1997 dags. 27. ágúst 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 16/1997 dags. 26. nóvember 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/1998 dags. 2. mars 1998[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/1998 dags. 24. mars 1998[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/1998 dags. 24. ágúst 1998[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/1999 dags. 27. febrúar 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/1999 dags. 10. ágúst 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2000 dags. 6. apríl 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2001 dags. 14. maí 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2001 dags. 15. júní 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/2001 dags. 17. desember 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2002 dags. 14. febrúar 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 16/2002 dags. 28. október 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2003 dags. 7. apríl 2003[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2003 dags. 10. apríl 2003[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 18/2005 dags. 22. september 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 21/2005 dags. 11. nóvember 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2008 dags. 13. mars 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2009 dags. 4. apríl 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2009 dags. 19. ágúst 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2009 dags. 14. október 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2010 dags. 28. maí 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2010 dags. 31. maí 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2010 dags. 11. júní 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2010 dags. 31. ágúst 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2010 dags. 31. desember 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2011 dags. 13. mars 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2012 dags. 24. ágúst 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2012 dags. 3. desember 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2013 dags. 24. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2014 dags. 25. mars 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2015 dags. 16. september 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2015 dags. 1. október 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2016 dags. 16. ágúst 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2016 dags. 21. nóvember 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2020 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2021 dags. 3. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2024 dags. 22. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2024 dags. 9. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR18060111 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 17. janúar 2006 í máli nr. E-4/05[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. desember 2010 í máli nr. E-2/10[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 14. desember 2011 í máli nr. E-3/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. mars 2012 í máli nr. E-7/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. nóvember 2012 í máli nr. E-19/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. júlí 2013 í máli nr. E-15/12[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 16. desember 2013 í máli nr. E-7/13[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 27. júní 2014 í máli nr. E-26/13[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 28. ágúst 2014 í máli nr. E-25/13[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 29. júlí 2022 í máli nr. E-5/21[PDF]

Fara á yfirlit

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Ákvörðun Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. F-019-11 dags. 14. febrúar 2012[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 2/2018 dags. 31. janúar 2018[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2022 dags. 20. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2022 dags. 14. september 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2022 dags. 20. september 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1973:124 í máli nr. 7/1973[PDF]

Dómur Félagsdóms 1985:102 í máli nr. 6/1985[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:416 í máli nr. 1/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1991:427 í máli nr. 1/1991[PDF]

Dómur Félagsdóms 1992:554 í máli nr. 13/1992[PDF]

Dómur Félagsdóms 1993:22 í máli nr. 1/1993[PDF]

Dómur Félagsdóms 1993:133 í máli nr. 13/1993[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1994:149 í máli nr. 1/1994[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1994:228 í máli nr. 11/1994[PDF]

Úrskurður Félagsdóms 1994:256 í máli nr. 11/1994[PDF]

Dómur Félagsdóms 1996:482 í máli nr. 21/1995[PDF]

Dómur Félagsdóms 1996:501 í máli nr. 23/1995[PDF]

Dómur Félagsdóms 1997:32 í máli nr. 1/1997[PDF]

Dómur Félagsdóms 1998:224 í máli nr. 2/1998[PDF]

Dómur Félagsdóms 1998:291 í máli nr. 5/1998[PDF]

Dómur Félagsdóms 1999:484 í máli nr. 9/1999[PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 5/2000 dags. 8. júní 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 16. nóvember 2000[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2001 dags. 29. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2001 dags. 30. maí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 8/2001 dags. 12. júní 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2001 dags. 9. júlí 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 18/2001 dags. 15. febrúar 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2003 dags. 28. maí 2003[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2005 dags. 29. desember 2005[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2006 dags. 15. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2008[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 1/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2009 dags. 24. apríl 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 8/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2011 dags. 19. desember 2011[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2015 dags. 14. október 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2016 dags. 22. júní 2017[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2018 dags. 21. desember 2018[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2018 dags. 27. mars 2019[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-14/2019 dags. 4. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-23/2021 dags. 19. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2021 dags. 26. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2022 dags. 3. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2023 dags. 6. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2025 dags. 9. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2024 dags. 25. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2024 dags. 8. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. maí 1996 (Akureyrarkaupstaður - Kærufrestur, málshraði og jafnræðisreglan)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. maí 1996 (Akraneskaupstaður - Sala hlutabréfa sveitarfélagsins í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. maí 1996 (Akraneskaupstaður - Málsmeðferð bæjarráðs og bæjarstjórnar við sölu hlutabréfa í Skipasmíðastöð Þorg)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. apríl 1997 (Búðahreppur - Heimild til niðurfellingar gjalda og jafnræðisreglan)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. nóvember 1997 (Eyrarsveit - Álagning b-gatnagerðargjalds á viðbyggingu)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. apríl 1998 (Öxarfjarðarhreppur - Flokkun fiskeldisfyrirtækis til álagningar fasteignaskatts)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 16. apríl 1998 (Öxarfjarðarhreppur - Álagning fasteignaskatts á fiskeldisfyrirtæki)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Fagrahvamm vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. apríl 2000 (X - Afgreiðsla á málefnum fyrrverandi oddvita, útgjöld án heimildar, skráning fundargerða, kjörtímabil oddvita og varaoddvita)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. maí 2000 (Ísafjarðarbær - Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar á tilboði Önfirðingafélagsins í Reykjavík í Sólbakka 6 á Flateyri)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. nóvember 2000 (Reykjavíkurborg - Styrkveitingar til einkarekinna leikskóla, jafnræðisregla stjórnsýsluréttar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. apríl 2001 (Raufarhafnarhreppur - Heimildir sveitarfélaga til þátttöku í rekstri fyrirtækja í samkeppnisrekstri)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun (1))[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. apríl 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun (2))[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. maí 2001 (Mosfellsbær - Málsmeðferð við lóðaúthlutun, lögaðilar, meðalhófsregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. júlí 2001 (Áshreppur - Ákvörðun um fjölda ljósastaura á heimreiðir að lögbýlum í fastri ábúð, jafnræðisregla stjórnsýsluréttar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 2. mgr. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Réttur íbúa sveitarfélags til ferðaþjónustu fatlaðra skv. 1. mgr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2001 (Grímsnes- og Grafningshreppur - Skylda sveitarfélags til að veita liðveislu skv. 24. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992)[HTML]

Ákvörðun Félagsmálaráðuneytisins dags. 23. ágúst 2001 (Sveitarfélagið X - Upphaf kærufrests, leiðbeiningarskylda stjórnvalda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. september 2001 (Sveitarfélagið A. - Útboð framkvæmda við hitaveitu og vegagerð, hreppsnefndarmaður föðurbróðir eiginkonu lægstbjóðanda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. október 2001 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Lóðaúthlutun, rannsóknarskylda stjórnvalds, jafnræðisregla, skylda til að tilkynna aðilum niðurstöðu, skortur á rökstuðningi, málshraði)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 25. október 2001 (Mosfellsbær - Innheimta)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. janúar 2002 (Garðabær - Úthlutun byggingarlóða, rannsóknarskylda stjórnvalds, jafnræðisregla, efni rökstuðnings)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júní 2002 (Kirkjubólshreppur - Styrkveiting úr sveitarsjóði til stofnunar hitaveitu, sameining yfirvofandi við annað sveitarfélag)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 30. júlí 2002 (Borgarbyggð - Ráðuneytið hefur ákveðið með úrskurði að ógilda sveitarstjórnarkosningar sem fram fóru í Borgarbyggð 25. maí 2002)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 13. ágúst 2002 (Mosfellsbær - Krafa um afhendingu lögfræðilegrar álitsgerðar, undantekningarregla 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitinga, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2002 (Reykjavíkurborg - Réttur einkarekinna tónlistarskóla til styrkveitingar, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. október 2002 (Borgarfjarðarsveit - Álagning b-gatnagerðargjalds, jafnræðisregla, þörf á að tilkynna fyrirhugaðar framkvæmdir)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. desember 2002 (Ákvörðun um að leita samkomulags vegna ágreinings, beitarafnot hreppsnefndarmanns af jörð gagnaðila)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl 2003 (Akureyrarkaupstaður - Álagning gatnagerðargjalds án þess að sveitarfélag komi að gerð götu, eignarhald og viðhald götu)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. maí 2003 (Kópavogsbær - Málsmeðferð við úthlutun byggingarlóða, jafnræði, rannsóknar- og leiðbeiningarskylda, meðalhóf)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. júlí 2003 (Grýtubakkahreppur - Beiting heimildar skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, öryrkja synjað um afslátt á fasteignaskatti)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 2. september 2003 (Reykjavíkurborg - Gjald fyrir sölu byggingarréttar, einkaréttarlegur samningur, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 6. október 2003 (Reykjavíkurborg - Niðurgreiðsla málsverða í grunnskólum, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. apríl 2004 (Sveitarfélagið Árborg - Úthlutun byggingarlóða, tilkynning ákvörðunar sem háð er staðfestingu nefndar)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2004 (Akureyrarkaupstaður - Gerð samnings um nýtingu námuréttinda, útboðsskylda, ákvörðun einkaréttarlegs eðlis)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. maí 2005 (Ásahreppur - Framkvæmd lokaðs útboðs, heimild til skipunar starfshóps um val á verktaka)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 18. maí 2005 (Akureyrarkaupstaður - Sala á námuréttindum í eigu sveitarfélags, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. júlí 2005 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Ákvörðun sveitarstjórnar um að úthluta lóðum í stað þess að selja þær hæstbjóðendum, frávísun)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. júlí 2005 (Reykjavíkurborg - Úthlutun styrkja til tónlistarskóla, jafnræðisregla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. ágúst 2005 (Sveitarfélagið Árborg - Framkvæmd útdráttar, reglur sveitarfélags um úthlutun byggingarlóða)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 23. ágúst 2005 (Akraneskaupstaður - Álagning B-gatnagerðargjalds vegna endurnýjunar gangstéttar, skortur á lagastoð)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 1. september 2005 (Sveitarfélagið X - Innheimta fasteignaskatts, heimild til niðurfellingar vaxta, jafnræðisregla)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. maí 2006 (Reykjavíkurborg - Tónlistarfræðsla, aldursmörk fyrir nemendur sett af sveitarstjórn)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. maí 2006 (Kópavogsbær - Úthlutun byggingarréttar, jafnræðisregla, rökstuðningur, birting ákvörðunar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. júní 2006 (Kópavogsbær - Leiðbeiningarskylda, rökstuðningur f.h. fjölskipaðs stjórnvalds)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. júlí 2006 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Frestun ákvörðunar, andmælaréttur, skortur á tilkynningu um málsmeðferð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 24. júlí 2006 (Akraneskaupstaður - Úthlutun byggingarlóðar til atvinnustarfsemi, jafnræðisregla, andmælaréttur, deiliskipulag)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 28. júlí 2006 (Hveragerðisbær - Samningur um sölu byggingarlands og samstarf um uppbyggingu, málsmeðferð)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. ágúst 2006 (Kópavogsbær - Lóðaúthlutun, jafnræðisregla, rökstuðningur, rekjanleiki stjórnsýsluákvarðana)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. ágúst 2006 (Kópavogsbær - Veiting afsláttar til ellilífeyrisþega, skylda til að setja reglur um tekjuviðmið)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. september 2006 (Kópavogsbær - Úthlutun byggingarlóða, jafnræðisregla, góðir stjórnsýsluhættir)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. mars 2007 (Grundarfjarðarbær - Synjun á endurgreiðslu gatnagerðargjalds)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. maí 2007 (Dalvíkurbyggð - Reglur um úthlutun lóða, veiting byggingar- og graftrarleyfis (frávísun að hluta))[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 8. júní 2007 (Vesturbyggð - Dagskrá sveitarstjórnarfunda, úrskurðarvald og fundarstjórn oddvita)[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 7/2024 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 19/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2021 dags. 8. júlí 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2021 dags. 24. ágúst 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2021 dags. 19. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2021 dags. 29. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2021 dags. 29. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 15/2022 dags. 30. desember 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2023 dags. 8. júní 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2024 dags. 9. febrúar 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2024 dags. 14. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2024 dags. 13. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2024 dags. 14. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2024 dags. 13. ágúst 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2024 dags. 28. ágúst 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12050037 dags. 11. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12020129 dags. 25. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12060017 dags. 29. október 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13030075 dags. 31. maí 2013[HTML]

Álit Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050028 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050035 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050089 dags. 6. september 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13120064 dags. 11. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14030008 dags. 16. maí 2014[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14060106 dags. 4. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15010066 dags. 20. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #1)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #2)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #3)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020059 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15060063 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15100060 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16020001 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16060001 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16060002 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16070033 dags. 21. september 2016 (Synjun um að falla frá kröfu um fjártryggingu vegna greiðslufrests vegna greiðslufrests)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050062 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17040013 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17070045 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17080015 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17100077 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17070053 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR18020033 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR1901161 dags. 23. maí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2013 dags. 25. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2013 dags. 11. september 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 22. júní 2006 (Lyf - merkingar og útbúnaður lyfja)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 15. september 2006 (Lyfsala - aðildarskortur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 23. október 2007 (Áminning samkvæmt læknalögum verði felld úr gildi)[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 18. apríl 2008 (Ákvörðun um að efni falli undir skilgreiningu lyfs skv. lyfjalögum)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 4. júlí 2008 (Synjun um tímabundin afnot af rými í heilsugæslustöðvum til gleraugnasölu)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 15. apríl 2009 (Gjaldtaka á kvennasviði LSH)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 3. júní 2009 (Málsmeðferð landlæknis í kvörtunarmáli vegna læknismeðferðar)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 2. júlí 2009 (Áliti Lyfjastofnunar um bann við birtingu auglýsingaborða verði hnekkt)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 21. ágúst 2009 (Synjun landlæknis um útgáfu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 21. október 2009 (Synjun landlæknis um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 27. janúar 2010 (Synjun landlæknis um útgáfu starfsleyfis sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 12. apríl 2010 (Synjun landlæknis um veitingu starfsleyfis sem sálfræðingur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 30. nóvember 2010 (Málsmeðferð Landlæknisembættisins í kvörtunarmáli kærð)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 10/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 8/2020 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 12/2020 dags. 18. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2020 dags. 18. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 13/2020 dags. 18. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2020 dags. 23. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2020 dags. 24. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 17/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2020 dags. 9. október 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2022 dags. 24. maí 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2022 dags. 13. júní 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 21/2022 dags. 4. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 1/2023 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 10/2024 dags. 8. apríl 2024[HTML]

Ákvörðun Heilbrigðisráðuneytisins nr. 8/2024 dags. 7. júní 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 20/2024 dags. 19. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2024 dags. 12. september 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2024 dags. 24. september 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 21/2024 dags. 17. október 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 8/2025 dags. 16. september 2025[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 10/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 13/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-46/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-181/2006 dags. 29. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-2/2008 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-17/2009 dags. 8. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2009 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-69/2012 dags. 6. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-50/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2015 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-17/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. R-57/2021 dags. 1. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-27/2020 dags. 7. júlí 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-425/2006 dags. 18. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-14/2007 dags. 25. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2007 dags. 19. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-523/2008 dags. 24. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-601/2008 dags. 5. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-93/2011 dags. 28. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-93/2011 dags. 26. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-3/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-373/2010 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-258/2010 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-130/2012 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-5/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-188/2013 dags. 21. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-51/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-76/2014 dags. 7. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-295/2013 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-46/2017 dags. 25. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-292/2022 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-27/2022 dags. 30. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-63/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-467/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-14/2023 dags. 15. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-55/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-56/2024 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-348/2022 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Y-1/2006 dags. 22. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-101/2006 dags. 26. september 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Q-2/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-184/2019 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1440/2005 dags. 10. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2005 dags. 31. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-593/2006 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1630/2006 dags. 18. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-338/2006 dags. 4. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-313/2007 dags. 26. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. M-38/2007 dags. 31. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1351/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-405/2006 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-403/2006 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2097/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2008 dags. 23. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2660/2008 dags. 3. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2178/2007 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-822/2009 dags. 10. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3832/2008 dags. 1. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3106/2008 dags. 14. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-741/2009 dags. 19. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1030/2009 dags. 22. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1503/2009 dags. 11. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-10/2010 dags. 21. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5241/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5253/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-144/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1130/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2010 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-3/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1482/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-949/2011 dags. 3. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1850/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-19/2011 dags. 10. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-746/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-817/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-816/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-815/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 11. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-596/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-4/2013 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-674/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-104/2012 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-917/2013 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-3/2014 dags. 22. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-44/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-39/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-49/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-48/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-47/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-45/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-42/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-41/2013 dags. 2. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1189/2013 dags. 12. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-625/2014 dags. 6. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-624/2014 dags. 6. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-646/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2014 dags. 12. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-823/2014 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-37/2015 dags. 2. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1354/2014 dags. 2. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1351/2014 dags. 2. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1350/2014 dags. 2. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1268/2014 dags. 2. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-19/2014 dags. 16. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-649/2014 dags. 12. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-416/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-154/2016 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1254/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-36/2016 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-784/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-446/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-153/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-9/2017 dags. 15. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-852/2016 dags. 18. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1094/2016 dags. 20. desember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2018 dags. 13. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-19/2016 dags. 8. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1091/2017 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1288/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-170/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-975/2018 dags. 8. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1168/2018 dags. 28. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-178/2019 dags. 13. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1131/2018 dags. 18. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-109/2019 dags. 28. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-360/2019 dags. 18. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1319/2019 dags. 4. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-7/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1265/2017 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-868/2018 dags. 2. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-172/2019 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1224/2019 dags. 22. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1665/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-723/2019 dags. 1. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2205/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1537/2020 dags. 8. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-627/2020 dags. 15. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1521/2021 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1998/2021 dags. 11. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2537/2021 dags. 25. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-708/2022 dags. 7. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-960/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-140/2023 dags. 6. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1364/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-936/2022 dags. 29. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2061/2022 dags. 15. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-60/2024 dags. 9. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1272/2024 dags. 11. september 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1509/2024 dags. 6. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-147/2024 dags. 20. júní 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2982/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2402/2024 dags. 5. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4698/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7483/2005 dags. 28. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4966/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4751/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4727/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6947/2005 dags. 11. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6833/2004 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6286/2005 dags. 7. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7593/2005 dags. 23. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7184/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3678/2005 dags. 6. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7078/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1686/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7211/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2317/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6591/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2280/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2006 dags. 13. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2004 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7839/2006 dags. 27. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2006 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3139/2006 dags. 12. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5078/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1920/2007 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7265/2006 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6734/2006 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5356/2006 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5982/2006 dags. 12. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6459/2007 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-444/2007 dags. 18. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-13/2007 dags. 23. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4229/2007 dags. 5. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2007 dags. 25. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5900/2007 dags. 27. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3241/2007 dags. 8. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4830/2007 dags. 19. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2007 dags. 20. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7709/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4591/2006 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3987/2006 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7946/2007 dags. 9. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7167/2007 dags. 28. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-245/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7690/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-266/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6221/2008 dags. 15. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2008 dags. 15. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-16/2008 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2007 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4033/2008 dags. 23. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4533/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8652/2007 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6172/2008 dags. 19. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4007/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2008 dags. 18. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6595/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-590/2009 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2040/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11202/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9965/2008 dags. 8. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6172/2008 dags. 9. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12083/2008 dags. 15. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-90/2009 dags. 14. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-417/2009 dags. 22. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7966/2008 dags. 25. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5274/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5273/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9557/2008 dags. 2. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-610/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-609/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-362/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-361/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-360/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-359/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-358/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-357/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-356/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-355/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-354/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-353/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-352/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-350/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-33/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-32/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-29/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8042/2008 dags. 14. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3231/2009 dags. 26. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1343/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8012/2009 dags. 10. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2605/2009 dags. 11. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-8/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-33/2009 dags. 1. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-2/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6459/2009 dags. 14. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6971/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5118/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-948/2008 dags. 18. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-28/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4528/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-983/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8765/2009 dags. 19. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3982/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12626/2009 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3501/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-7/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2009 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14163/2009 dags. 27. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10837/2009 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8019/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8018/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8017/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-35/2009 dags. 7. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-197/2010 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12039/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-30/2009 dags. 7. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1872/2007 dags. 9. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9489/2009 dags. 18. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9488/2009 dags. 18. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12453/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-60/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 17. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-284/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11339/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13748/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6468/2009 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-110/2010 dags. 19. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 23. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-182/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-75/2010 dags. 29. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2009 dags. 30. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-138/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4527/2009 dags. 21. desember 2010[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13044/2009 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12977/2009 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2972/2010 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-194/2010 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-129/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-96/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-114/2010 dags. 1. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-672/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2010 dags. 14. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-86/2010 dags. 24. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-167/2010 dags. 28. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-109/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-76/2010 dags. 12. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4788/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-173/2010 dags. 4. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-163/2010 dags. 4. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4899/2010 dags. 11. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-493/2010 dags. 24. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-492/2010 dags. 24. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2010 dags. 30. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2573/2010 dags. 30. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2572/2010 dags. 30. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-495/2010 dags. 3. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-486/2010 dags. 3. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2010 dags. 6. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-83/2010 dags. 15. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-262/2010 dags. 16. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5553/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6109/2010 dags. 13. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-166/2010 dags. 27. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2011 dags. 30. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-481/2010 dags. 4. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-79/2010 dags. 5. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5849/2010 dags. 7. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-264/2010 dags. 20. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-83/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-116/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-577/2010 dags. 25. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-86/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-85/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-83/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-108/2010 dags. 15. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4759/2010 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-504/2010 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-107/2011 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6395/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-374/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-144/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-177/2010 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-470/2011 dags. 20. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-148/2011 dags. 20. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2170/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7338/2010 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4450/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-520/2010 dags. 13. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1906/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-187/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-48/2010 dags. 3. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1999/2011 dags. 16. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6465/2010 dags. 17. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-500/2010 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2387/2011 dags. 29. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-415/2011 dags. 6. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-102/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4643/2011 dags. 14. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-161/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4284/2011 dags. 25. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-248/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-92/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2821/2011 dags. 19. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2594/2011 dags. 4. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-452/2011 dags. 5. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-275/2011 dags. 10. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-382/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-445/2011 dags. 16. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-543/2010 dags. 16. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-48/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2012 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-548/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-80/2011 dags. 7. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-417/2011 dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-137/2011 dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-428/2011 dags. 14. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4864/2011 dags. 23. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2010 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-416/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-318/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-388/2011 dags. 6. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-439/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-149/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4640/2011 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2077/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1744/2012 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4649/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4646/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4831/2011 dags. 11. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4304/2011 dags. 12. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-167/2011 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1468/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1466/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-79/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4643/2011 dags. 1. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-454/2011 dags. 1. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-62/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-106/2011 dags. 11. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4648/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4647/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4636/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2356/2010 dags. 21. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2562/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6107/2010 dags. 16. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-572/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2802/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2013 dags. 8. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-193/2010 dags. 21. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4635/2011 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4634/2011 dags. 28. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4633/2011 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2013 dags. 7. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-246/2013 dags. 7. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2511/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-358/2013 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-51/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3964/2011 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1870/2012 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3880/2012 dags. 11. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-81/2012 dags. 19. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7461/2010 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-84/2013 dags. 9. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2755/2010 dags. 16. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-137/2011 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-507/2013 dags. 5. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-76/2011 dags. 5. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2012 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1547/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4602/2011 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4269/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-898/2013 dags. 3. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4082/2012 dags. 5. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2011 dags. 5. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-73/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4866/2011 dags. 30. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2013 dags. 6. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-563/2012 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2013 dags. 13. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-58/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2487/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-646/2012 dags. 22. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-74/2010 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-65/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-64/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-63/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-404/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-66/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-46/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2186/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-57/2013 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-277/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1952/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-451/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3975/2012 dags. 28. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-648/2012 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2957/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2266/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-633/2012 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-55/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4986/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3934/2013 dags. 2. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2013 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-564/2012 dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1637/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10/2014 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-645/2013 dags. 23. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-348/2013 dags. 18. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-26/2014 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2925/2013 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-176/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-217/2013 dags. 19. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-25/2014 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-152/2013 dags. 13. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1065/2012 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3615/2013 dags. 16. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-68/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2013 dags. 7. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5224/2013 dags. 7. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-509/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2014 dags. 2. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4566/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2737/2014 dags. 23. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2572/2014 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2715/2013 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-218/2012 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4994/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4219/2013 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-443/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-821/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5193/2013 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4570/2013 dags. 27. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2791/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3137/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4439/2014 dags. 16. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2546/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-165/2013 dags. 23. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1009/2015 dags. 15. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2352/2014 dags. 15. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1826/2012 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-447/2015 dags. 18. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2145/2014 dags. 24. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1179/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2012 dags. 4. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2740/2012 dags. 11. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-530/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2015 dags. 19. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2014 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1891/2012 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2012 dags. 17. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2597/2015 dags. 4. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-119/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1057/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2742/2012 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3183/2015 dags. 11. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4364/2014 dags. 18. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2419/2014 dags. 18. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-81/2014 dags. 20. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2738/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3441/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-732/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-4/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2012 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2754/2012 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2514/2012 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1354/2015 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2748/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2747/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2746/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2745/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3625/2015 dags. 27. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2752/2012 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-141/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-140/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-5/2014 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-4/2014 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-142/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3560/2015 dags. 30. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1890/2014 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2749/2012 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2739/2012 dags. 21. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3519/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2765/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2751/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-959/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2744/2012 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2015 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-16/2015 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2016 dags. 3. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3926/2015 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2140/2015 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2757/2012 dags. 28. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3533/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2743/2012 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2016 dags. 18. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1476/2016 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3058/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2016 dags. 29. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3208/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3646/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2783/2016 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-1/2016 dags. 10. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2233/2016 dags. 17. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2736/2012 dags. 23. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-26/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2998/2016 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-51/2017 dags. 20. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2926/2016 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4549/2014 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-608/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-697/2017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1330/2017 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2431/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2814/2016 dags. 8. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3815/2016 dags. 19. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1124/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-20/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-18/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-17/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-16/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-15/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-13/2014 dags. 28. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2251/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2425/2017 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2284/2014 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1299/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-885/2017 dags. 8. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-5/2018 dags. 6. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3567/2017 dags. 18. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2284/2014 dags. 19. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2962/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-415/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-805/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-705/2016 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-143/2018 dags. 12. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3410/2016 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4525/2013 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-804/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2109/2018 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-195/2015 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3906/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1267/2017 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2895/2017 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-887/2018 dags. 14. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3/2018 dags. 15. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1245/2017 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3954/2015 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3891/2018 dags. 2. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2002/2018 dags. 2. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4070/2017 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1287/2018 dags. 17. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1298/2018 dags. 24. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-234/2015 dags. 24. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2018 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2088/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1891/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-764/2017 dags. 12. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3248/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3895/2018 dags. 26. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3260/2017 dags. 9. júlí 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2019 dags. 23. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3274/2018 dags. 15. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1669/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2018 dags. 30. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2433/2019 dags. 10. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3709/2019 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3114/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2968/2019 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5467/2019 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2527/2018 dags. 8. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-462/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4833/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5155/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6400/2019 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4242/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7399/2019 dags. 15. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7441/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2018 dags. 10. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4190/2018 dags. 10. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3066/2019 dags. 22. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3199/2019 dags. 28. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3198/2019 dags. 28. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3200/2019 dags. 28. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2018 dags. 27. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2019 dags. 3. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7426/2019 dags. 8. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7421/2019 dags. 8. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7422/2019 dags. 8. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-446/2019 dags. 8. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4339/2020 dags. 22. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-51/2020 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021 dags. 5. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2233/2020 dags. 20. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-538/2019 dags. 12. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6843/2020 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7099/2020 dags. 25. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6065/2020 dags. 15. júní 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-355/2021 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2427/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7231/2020 dags. 30. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2209/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6511/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6510/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3451/2020 dags. 24. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5792/2019 dags. 27. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5633/2020 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6378/2020 dags. 18. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2021 dags. 6. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8164/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6950/2019 dags. 20. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6219/2019 dags. 4. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8229/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2018 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-967/2019 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8228/2020 dags. 3. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-506/2021 dags. 9. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6521/2020 dags. 19. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4594/2021 dags. 20. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-888/2019 dags. 2. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3341/2021 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3505/2021 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2018 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5130/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2969/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4852/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1232/2022 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5906/2021 dags. 13. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2021 dags. 11. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5095/2021 dags. 12. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2731/2021 dags. 17. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5408/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-686/2022 dags. 6. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-809/2022 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-806/2022 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-803/2022 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3079/2022 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4954/2022 dags. 18. janúar 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-652/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2359/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6256/2020 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2344/2022 dags. 30. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-111/2017 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-183/2022 dags. 8. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4410/2022 dags. 29. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2646/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1858/2021 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2021 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5702/2020 dags. 1. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3438/2021 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5897/2022 dags. 13. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3149/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-395/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4882/2022 dags. 19. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3068/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2023 dags. 8. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1162/2023 dags. 18. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6205/2023 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6948/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3965/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2023 dags. 9. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3898/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2023 dags. 5. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2159/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2160/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2161/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2162/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2163/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2164/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2165/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1429/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1432/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2120/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2158/2020 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7458/2023 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4038/2022 dags. 19. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-260/2024 dags. 22. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1807/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1808/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6857/2023 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-598/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7357/2023 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2086/2024 dags. 20. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1344/2024 dags. 17. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1085/2024 dags. 23. janúar 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5019/2024 dags. 23. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2022 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-151/2025 dags. 31. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7034/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7037/2023 dags. 12. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2024 dags. 17. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2154/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3495/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3841/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3842/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3843/2024 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2024 dags. 11. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-985/2024 dags. 11. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7115/2023 dags. 12. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4346/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4347/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4348/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5895/2022 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1263/2024 dags. 25. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3845/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3846/2024 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3742/2022 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2023 dags. 9. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3833/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3834/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3838/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3492/2024 dags. 16. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-489/2024 dags. 16. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2024 dags. 30. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4879/2024 dags. 6. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5586/2022 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5882/2022 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 23. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4509/2024 dags. 28. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6483/2024 dags. 4. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6939/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3741/2022 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6101/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3046/2024 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5485/2024 dags. 4. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 16. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3268/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7783/2024 dags. 30. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5679/2024 dags. 30. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5680/2024 dags. 30. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-627/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-885/2025 dags. 4. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-899/2025 dags. 4. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-901/2025 dags. 4. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6120/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6398/2024 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2041/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-169/2025 dags. 20. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5511/2024 dags. 26. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7507/2024 dags. 15. desember 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5274/2025 dags. 16. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-551/2006 dags. 7. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-2/2007 dags. 4. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-15/2008 dags. 9. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-350/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-299/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-5/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-296/2011 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-98/2011 dags. 19. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-343/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-42/2013 dags. 3. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-2/2013 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2013 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-192/2013 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-266/2014 dags. 12. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-1/2015 dags. 24. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-26/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-73/2015 dags. 14. desember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-4/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-2/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-3/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-65/2018 dags. 8. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-61/2017 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-770/2020 dags. 3. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-369/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-439/2019 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-207/2022 dags. 22. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-50/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-151/2024 dags. 9. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-690/2024 dags. 30. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-184/2006 dags. 25. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Y-2/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-2/2009 dags. 11. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-105/2023 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2006 dags. 14. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-154/2006 dags. 31. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2006 dags. 12. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-27/2006 dags. 7. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-360/2006 dags. 23. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-11/2007 dags. 21. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2010 dags. 16. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-131/2010 dags. 16. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-35/2011 dags. 6. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-80/2011 dags. 10. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-151/2013 dags. 20. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-1/2017 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-15/2016 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-90/2015 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-13/2017 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-108/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-34/2019 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-96/2021 dags. 20. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-13/2023 dags. 18. desember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. X-103/2024 dags. 24. september 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. X-297/2024 dags. 1. apríl 2025[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. X-298/2024 dags. 1. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Ákvörðun Hugverkastofunnar í ógildingarmáli nr. 3/2023 dags. 14. júní 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 76/2009 dags. 15. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 26/2010 dags. 17. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 77/2009 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 24/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 15/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 56/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 29/2010 dags. 26. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11010498 dags. 2. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030371 dags. 30. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121590 dags. 29. júní 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 41/2010 dags. 30. júní 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 69/2010 dags. 18. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11070045 dags. 21. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR10121828 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11040243 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11120156 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11120389 dags. 21. mars 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11070225 dags. 28. mars 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030398 dags. 11. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060303 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11070089 dags. 19. júní 2012[HTML]

Álit Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11020137 dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110151 dags. 3. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11020176 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11050283 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11050294 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110215 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12020252 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11100276 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110186 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12040032 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12030363 dags. 25. júní 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12110124 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Álit Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13110143 dags. 18. mars 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030253 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030179 dags. 9. mars 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14070145 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14050172 dags. 8. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14050211 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15090216 dags. 30. janúar 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010633 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010598 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010308 dags. 24. júní 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010877 dags. 27. júní 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24020034 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24110039 dags. 25. febrúar 2025[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24060126 dags. 26. maí 2025[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN25060099 dags. 11. ágúst 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 7/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 25/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 3/2013 dags. 15. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 16/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 29/2013 dags. 4. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 4/2014 dags. 14. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 12/2014 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 20/2014 dags. 31. mars 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 94/2013 dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 47/2011 dags. 5. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 45/2011 dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 70/2011 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 7/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 53/2012 dags. 3. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 101/2012 dags. 13. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 77/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 71/2012 dags. 8. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2012 dags. 4. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 69/2014 dags. 25. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 165/2012 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 239/2012 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 70/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 32/2013 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 63/2013 dags. 21. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 59/2013 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 153/2013 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 140/2013 dags. 3. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 138/2013 dags. 10. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2013 dags. 10. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 161/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 163/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 123/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 125/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 166/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 187/2013 dags. 10. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/1996 dags. 6. ágúst 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 66/1996 dags. 2. október 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 5/1999 dags. 4. júní 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/1999 dags. 7. júlí 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 37/1999 dags. 1. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2000 dags. 14. desember 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2008 dags. 27. maí 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 47/2008 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 15/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2011 dags. 26. janúar 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2014 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 14/2015 dags. 22. júní 2015[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 58/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 97/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 70/2019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 107/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 55/2020 dags. 1. september 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 94/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 126/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 115/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 138/2020 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 15/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 80/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 6/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 94/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 65/2024 dags. 23. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1992 dags. 11. janúar 1993[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 17/1992 dags. 9. júní 1994[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/1999 dags. 11. júní 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1999 dags. 7. janúar 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/1999 dags. 28. febrúar 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 13/1999 dags. 14. apríl 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2001 dags. 15. október 2001[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2002 dags. 21. mars 2003[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/2003 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 15/2003 dags. 24. ágúst 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/2004 dags. 31. október 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2005 dags. 29. desember 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2005 dags. 5. apríl 2006[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2006 dags. 18. desember 2006[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 13/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 12/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/2006 dags. 16. apríl 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2009 dags. 29. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2009 dags. 11. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2011 dags. 12. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2012 dags. 28. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2013 dags. 26. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2014 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2014 dags. 12. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2015 dags. 12. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2016 dags. 12. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2016 dags. 19. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2017 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2018 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2018 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2019 dags. 14. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2019 dags. 17. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2020 dags. 17. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/2020 dags. 1. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 23/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2021 dags. 2. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 15/2021 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 13/2021 dags. 6. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 18/2021 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/2022 dags. 27. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/2022 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/2022 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2024 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2023 dags. 5. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2023 dags. 23. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 19/2023 dags. 29. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 21/2023 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/2024 dags. 19. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 18/2013 dags. 1. október 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2001 dags. 17. ágúst 2001[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2001 dags. 7. desember 2001[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2001 dags. 17. desember 2001[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2001 dags. 8. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2002 dags. 6. maí 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2002 dags. 29. maí 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2002 dags. 4. júní 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2002 dags. 6. júní 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2001 dags. 27. september 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2002 dags. 28. október 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2002 dags. 28. október 2002[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2002 dags. 29. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2002 dags. 10. desember 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2002 dags. 5. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2002 dags. 13. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2002 dags. 13. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2003 dags. 3. mars 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2003 dags. 11. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2003 dags. 12. maí 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2003 dags. 3. júní 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2003 dags. 4. júní 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2003 dags. 24. júlí 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2003 dags. 24. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2003 dags. 11. ágúst 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2003 dags. 19. ágúst 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2003 dags. 19. september 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2003 dags. 19. september 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2003 dags. 14. október 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2003 dags. 17. október 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2003 dags. 17. október 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2003 dags. 17. október 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2003 dags. 17. október 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2003 dags. 4. nóvember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2003 dags. 11. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2003 dags. 14. nóvember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2003 dags. 19. nóvember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2003 dags. 19. nóvember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2003 dags. 9. desember 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2003 dags. 9. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2003 dags. 14. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2003 dags. 14. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2003 dags. 14. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2003 dags. 25. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2003 dags. 3. mars 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2004 dags. 15. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2004 dags. 20. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2004 dags. 26. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2004 dags. 26. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2004 dags. 11. maí 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2004 dags. 10. júní 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2004 dags. 15. júní 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2004 dags. 15. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2004 dags. 5. ágúst 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2004 dags. 18. ágúst 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 23. ágúst 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2004 dags. 24. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2004 dags. 26. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2004 dags. 4. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2004 dags. 21. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2004 dags. 28. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2004 dags. 28. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2004 dags. 7. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2004 dags. 8. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2004 dags. 17. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2004 dags. 29. mars 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2005 dags. 29. mars 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2004 dags. 19. apríl 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2005 dags. 2. maí 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2005 dags. 8. júlí 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 18. júlí 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2005 dags. 5. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2005 dags. 5. september 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 9. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2005 dags. 6. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2005 dags. 12. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2005 dags. 12. október 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2005 dags. 12. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2005 dags. 26. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2005 dags. 26. október 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2005 dags. 25. nóvember 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2005 dags. 28. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2005 dags. 6. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2005 dags. 9. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2005 dags. 14. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2005 dags. 9. janúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2005 dags. 7. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2005 dags. 17. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2006 dags. 16. maí 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2006 dags. 19. maí 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2006 dags. 8. júní 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2006 dags. 15. júní 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2006 dags. 29. júní 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2006 dags. 29. júní 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2006 dags. 5. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 dags. 16. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2006 dags. 23. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2006 dags. 23. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2006 dags. 4. september 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2006 dags. 25. október 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2006 dags. 26. október 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2005 dags. 29. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2007 dags. 24. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2007 dags. 28. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2007 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2007 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2007 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2007 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2007 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2007 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2007 dags. 2. október 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2007 dags. 23. nóvember 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2007 dags. 23. nóvember 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2007 dags. 7. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2007 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2007 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2007 dags. 5. mars 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2008 dags. 5. mars 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2008 dags. 1. apríl 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2008 dags. 5. ágúst 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2008 dags. 22. ágúst 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2008 dags. 22. ágúst 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2008 dags. 19. september 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2008 dags. 29. september 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2008 dags. 29. september 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2008 dags. 8. desember 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2008 dags. 9. desember 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2008 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2009 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2008 dags. 4. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2009 dags. 19. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2009 dags. 19. mars 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2009 dags. 30. mars 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2009 dags. 7. apríl 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2009 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2009 dags. 26. maí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2009 dags. 17. júní 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2009 dags. 30. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2009 dags. 16. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2009 dags. 29. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2009 dags. 2. október 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2009 dags. 15. október 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2009 dags. 4. desember 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2010 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2010 dags. 2. mars 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2009 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2010 dags. 18. mars 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2010 dags. 24. mars 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2009 dags. 24. mars 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2009 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2010 dags. 27. apríl 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2010 dags. 10. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2009 dags. 15. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2010 dags. 22. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2010 dags. 22. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2010 dags. 9. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2010 dags. 5. október 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2010 dags. 26. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2010 dags. 17. febrúar 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2010B dags. 23. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2011 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2011 dags. 6. apríl 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2011 dags. 8. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2010 dags. 8. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2011 dags. 26. maí 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2011 dags. 14. júní 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2011 dags. 23. júní 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2011 dags. 29. júní 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2011 dags. 26. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2011 dags. 26. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2011 dags. 27. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2011 dags. 8. ágúst 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 29. ágúst 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2011 dags. 23. september 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2011 dags. 17. október 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 17. október 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2011 dags. 22. desember 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2011 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2012 dags. 20. febrúar 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2012 dags. 20. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2012 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2011 dags. 18. júní 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2012 dags. 29. júní 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2012 dags. 29. júní 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2012 dags. 27. júlí 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2012 dags. 27. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2012 dags. 1. ágúst 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2012 dags. 1. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2012 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2012 dags. 18. október 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2012 dags. 31. október 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2012 dags. 31. október 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2012 dags. 18. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2012 dags. 4. janúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2012 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2013 dags. 12. febrúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2010B dags. 5. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2012 dags. 11. mars 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2013 dags. 11. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2012 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2013 dags. 9. maí 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2013 dags. 9. maí 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2013 dags. 28. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2013 dags. 28. júní 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2013 dags. 19. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2010B dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2013 dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2013 dags. 23. september 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2013 dags. 26. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2013 dags. 25. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2013 dags. 25. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2013 dags. 25. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2013 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2013 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2013 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2013 dags. 24. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2013 dags. 24. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2014 dags. 7. apríl 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2014 dags. 26. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2014 dags. 28. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2014 dags. 12. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2014 dags. 12. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2014 dags. 12. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2014 dags. 3. október 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2014 dags. 3. október 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2014 dags. 3. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2014 dags. 8. desember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2014 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2014 dags. 6. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2014 dags. 11. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2014 dags. 20. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2014 dags. 27. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2015 dags. 29. apríl 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2015 dags. 22. júní 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2015 dags. 10. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2015 dags. 23. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2015 dags. 30. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2015 dags. 21. desember 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2015 dags. 17. maí 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2016 dags. 27. maí 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2016 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2016 dags. 8. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2016 dags. 13. september 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2016 dags. 13. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2016 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2016 dags. 7. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2017 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2017 dags. 19. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2017 dags. 13. júlí 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2017 dags. 13. júlí 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2017 dags. 11. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2017 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2017 dags. 26. október 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2017 dags. 10. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2017 dags. 18. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2017 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2017 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2018 dags. 7. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2017 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2017 dags. 3. september 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2017 (B) dags. 3. september 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2018 dags. 4. september 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2018 dags. 10. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2018 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2018 dags. 11. október 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2018 dags. 24. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2018 dags. 14. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2018 dags. 11. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2018 dags. 11. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2015B dags. 11. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2019 dags. 18. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2018 dags. 21. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2018 dags. 15. apríl 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2019 dags. 2. maí 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2019 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2019 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2019 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2019 dags. 27. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2019 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2019 dags. 2. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2019 dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2018 dags. 17. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2019 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2019 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2019 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2018 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2018 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2019 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2020 dags. 18. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2019 dags. 18. febrúar 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2020 dags. 5. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2020 dags. 5. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2020 dags. 10. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2020 dags. 30. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2019 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2020 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2020 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2020 dags. 5. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2019 dags. 7. maí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2020 dags. 11. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2020 dags. 22. maí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2020 dags. 27. maí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2020 dags. 15. júní 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2020 dags. 23. júní 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 dags. 23. júní 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2020 dags. 17. júlí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2020 dags. 17. júlí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2020 dags. 17. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2020 dags. 17. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2020 dags. 5. ágúst 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2020 dags. 12. ágúst 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2020B dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2020 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2020 dags. 4. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2020 dags. 17. september 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2020 dags. 17. september 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2020 dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2019 dags. 5. október 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2020 dags. 12. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2020 dags. 19. október 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2020B dags. 29. október 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2020 dags. 30. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2020 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 dags. 16. desember 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 54/2020 dags. 12. janúar 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 52/2020 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2020 dags. 2. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 54/2020 dags. 22. febrúar 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2021 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 53/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2021 dags. 8. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 55/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2018 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2021 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2021 dags. 18. mars 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2021 dags. 19. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 51/2020 dags. 12. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2021 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2020 dags. 4. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 52/2020 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2021 dags. 21. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2021 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2021 dags. 11. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 28. júlí 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2021 dags. 5. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2021 dags. 24. september 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2021 dags. 13. október 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2021 dags. 18. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2021 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2021 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2021 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2021 dags. 20. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2021 dags. 20. desember 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2021 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2022 dags. 4. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2021 dags. 7. mars 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2022 dags. 10. mars 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2022 dags. 14. mars 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2022 dags. 30. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2022 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2022 dags. 23. júní 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2022 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2022 dags. 26. júlí 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2022 dags. 4. ágúst 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2022 dags. 17. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2022 dags. 2. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2022 dags. 29. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2022 dags. 31. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2022 dags. 31. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2022 dags. 31. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2023 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 46/2022 o.fl. dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2022 dags. 21. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2022 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2023 dags. 21. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2023 dags. 22. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2023 dags. 22. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2023 dags. 22. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2022 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 46/2022 o.fl. dags. 25. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2023 dags. 9. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2023 dags. 9. október 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2023 dags. 9. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2023 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 28. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2023 dags. 28. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 28. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2023 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2023 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 34/2023 o.fl. dags. 7. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 48/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2024 dags. 26. apríl 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2024 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2024 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2024 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 34/2023 o.fl. dags. 31. maí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 12. júní 2024 (LM)[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 12. júní 2024 (ÍM)[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2024 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2023 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2024 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2024 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2024 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2024 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2024 dags. 21. ágúst 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 29. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2024 dags. 20. september 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2024 dags. 20. september 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2024 dags. 20. september 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2024 dags. 20. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 23. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2024 dags. 23. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2024 dags. 4. október 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2024 dags. 25. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2024 dags. 25. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2024 dags. 6. nóvember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2024 dags. 2. desember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2024 dags. 2. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2024 dags. 19. desember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2024 dags. 24. janúar 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2024 dags. 24. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2024 dags. 28. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2024 dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2024 dags. 7. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2024 dags. 18. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 50/2024 dags. 11. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2025 dags. 12. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2024 dags. 17. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2024 dags. 1. apríl 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 5/2025 o.fl. dags. 4. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2024 dags. 11. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2025 dags. 11. apríl 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2025 dags. 11. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2024 dags. 14. apríl 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2025 dags. 23. maí 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2025 dags. 27. maí 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2025 dags. 2. júní 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2025 dags. 4. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2025 dags. 12. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2024 dags. 12. júní 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2025 dags. 12. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 48/2024 dags. 16. júní 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2025 dags. 18. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2025 dags. 18. júlí 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2025 dags. 18. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2025 dags. 18. júlí 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2025 dags. 18. ágúst 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2025 dags. 19. ágúst 2025 (B)[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2025 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 5/2025 o.fl. dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2025 dags. 22. ágúst 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2025 dags. 18. september 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2025 dags. 22. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2025 dags. 6. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2025 dags. 6. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2025 dags. 15. október 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2025 dags. 16. október 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2025 dags. 16. október 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2025 dags. 18. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2015 í máli nr. KNU15010028 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2016 í máli nr. KNU15100005 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 í máli nr. KNU16070043 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2016 í máli nr. KNU15110014 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2016 í máli nr. KNU16040036 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2016 í máli nr. KNU16040037 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2016 í máli nr. KNU16040018 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2016 í máli nr. KNU16040019 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2016 í máli nr. KNU16050020 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2016 í máli nr. KNU16050019 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 í máli nr. KNU16060005 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 í máli nr. KNU16060004 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 í máli nr. KNU16060003 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 í máli nr. KNU16110008 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 í máli nr. KNU16110009 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2016 í máli nr. KNU16100062 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2017 í máli nr. KNU17060055 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2017 í máli nr. KNU17070049 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 553/2017 í máli nr. KNU17090051 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2017 í máli nr. KNU17080037 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2017 í máli nr. KNU17080006 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2017 í máli nr. KNU17070041 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 581/2017 í máli nr. KNU17070050 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2017 í máli nr. KNU17090019 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2017 í máli nr. KNU17080004 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2017 í máli nr. KNU17100056 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2017 í máli nr. KNU17100028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 610/2017 í máli nr. KNU17090045 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2017 í máli nr. KNU17090044 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2017 í máli nr. KNU17090038 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2017 í máli nr. KNU17090026 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2017 í máli nr. KNU17090039 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2017 í máli nr. KNU17100064 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2017 í máli nr. KNU17100063 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2017 í máli nr. KNU17100040 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 670/2017 í máli nr. KNU17090035 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2017 í máli nr. KNU17090033 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 660/2017 í máli nr. KNU17100047 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 674/2017 í máli nr. KNU17100029 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 666/2017 í máli nr. KNU17100016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2017 í máli nr. KNU17070053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 699/2017 í máli nr. KNU17110051 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 689/2017 í máli nr. KNU17110033 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2017 í máli nr. KNU17120001 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2017 í máli nr. KNU17110057 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2017 í máli nr. KNU17110048 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2017 í máli nr. KNU17090053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 691/2017 í máli nr. KNU17110064 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 698/2017 í máli nr. KNU17120003 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2017 í máli nr. KNU17090046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2017 í máli nr. KNU17110004 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 700/2017 í máli nr. KNU17110044 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2017 í máli nr. KNU17090027 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 692/2017 í máli nr. KNU17110009 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2017 í máli nr. KNU17120012 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 694/2017 í máli nr. KNU17110058 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2017 í máli nr. KNU17110065 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 695/2017 í máli nr. KNU17110060 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 702/2017 í máli nr. KNU17110034 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2017 í máli nr. KNU17110032 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2017 í máli nr. KNU17100052 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 716/2017 í máli nr. KNU17120016 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2018 í máli nr. KNU17120049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2018 í máli nr. KNU17120033 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2018 í máli nr. KNU17120035 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2018 í máli nr. KNU17100048 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2018 í máli nr. KNU17120034 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2018 í máli nr. KNU17120036 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2018 í máli nr. KNU17100017 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2018 í máli nr. KNU17100059 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2018 í máli nr. KNU17100066 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2018 í máli nr. KNU17100014 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2018 í máli nr. KNU17110055 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2018 í máli nr. KNU17110054 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2018 í máli nr. KNU17100004 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2018 í máli nr. KNU18010020 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2018 í máli nr. KNU17100005 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2018 í máli nr. KNU18010030 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2018 í máli nr. KNU18010035 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2018 í máli nr. KNU18010024 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2018 í máli nr. KNU18020006 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2018 í máli nr. KNU18020012 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2018 í máli nr. KNU18020013 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2018 í máli nr. KNU18010029 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2018 í máli nr. KNU1800026 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2019 í máli nr. KNU19010018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2019 í máli nr. KNU19040005 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2019 í máli nr. KNU19080015 dags. 4. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2019 í máli nr. KNU19070033 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2019 í máli nr. KNU19090057 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110038 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2020 í máli nr. KNU19070034 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2020 í máli nr. KNU19110024 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2020 í máli nr. KNU19100076 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2020 í máli nr. KNU19100080 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2020 í málum nr. KNU19110022 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2020 í máli nr. KNU19110008 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030037 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2020 í máli nr. KNU19120033 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2020 í málum nr. KNU20020009 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2020 í máli nr. KNU20050004 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2020 í máli nr. KNU20040032 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2020 í málum nr. KNU20050014 o.fl. dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2020 í máli nr. KNU20050010 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2020 í máli nr. KNU20070004 dags. 16. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2020 í máli nr. KNU20090001 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2020 í máli nr. KNU20070021 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2021 í máli nr. KNU20110024 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2021 í máli nr. KNU20110015 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2021 í máli nr. KNU20110052 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2021 í máli nr. KNU20110061 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2021 í máli nr. KNU20120032 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2021 í máli nr. KNU20120048 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2021 í máli nr. KNU20120037 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2021 í máli nr. KNU21030004 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2021 í máli nr. KNU21030056 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2021 í máli nr. KNU21030057 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2021 í málum nr. KNU21030079 o.fl. dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2021 í máli nr. KNU21030021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2021 í máli nr. KNU21030064 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2021 í máli nr. KNU21040044 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2021 í máli nr. KNU21040064 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2021 í máli nr. KNU21040060 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2021 í málum nr. KNU21040037 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2021 í málum nr. KNU21050030 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í málum nr. KNU21040058 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2021 í máli nr. KNU21030040 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2021 í máli nr. KNU21030028 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2021 í málum nr. KNU21040010 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2021 í máli nr. KNU21060048 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2021 í máli nr. KNU21030016 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2021 í máli nr. KNU21030044 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2021 í máli nr. KNU21070030 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2021 í máli nr. KNU21060068 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2021 í máli nr. KNU21060034 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2021 í máli nr. KNU21070039 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2021 í máli nr. KNU21070031 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2021 í máli nr. KNU21060019 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2021 í máli nr. KNU21060020 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2021 í málum nr. KNU21080018 o.fl. dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2021 í máli nr. KNU21060036 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2021 í máli nr. KNU21070071 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2021 í máli nr. KNU21070038 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2021 í málum nr. KNU21070036 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2021 í máli nr. KNU21060022 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080033 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2021 í málum nr. KNU21080020 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2021 í málum nr. KNU21080009 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2021 í máli nr. KNU21080005 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2021 í málum nr. KNU21100029 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2021 í máli nr. KNU21100031 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2021 í málum nr. KNU21090087 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 620/2021 í málum nr. KNU21100051 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2021 í máli nr. KNU21090073 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2021 í máli nr. KNU21090047 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2021 í máli nr. KNU21110017 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 644/2021 í máli nr. KNU21110031 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 613/2021 í málum nr. KNU21110048 o.fl. dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2021 í máli nr. KNU21110021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2022 í máli nr. KNU21110085 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2022 í máli nr. KNU21120064 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2022 í máli nr. KNU21120063 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2022 í málum nr. KNU22020025 o.fl. dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2022 í málum nr. KNU22020016 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2022 í máli nr. KNU22040002 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2022 í máli nr. KNU22030019 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2022 í máli nr. KNU22040004 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2022 í málum nr. KNU22040030 o.fl. dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2022 í málum nr. KNU22050010 o.fl. dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2022 í málum nr. KNU22070006 o.fl. dags. 15. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2022 í málum nr. KNU22070040 o.fl. dags. 16. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2022 í máli nr. KNU22090028 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2022 í máli nr. KNU22090027 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2022 í máli nr. KNU22090029 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2022 í máli nr. KNU22090069 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2022 í máli nr. KNU22090068 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2022 í málum nr. KNU22110055 o.fl. dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2023 í máli nr. KNU22110080 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2023 í máli nr. KNU23020033 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2023 í málum nr. KNU22120078 o.fl. dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2023 í máli nr. KNU23040015 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2023 í máli nr. KNU23060088 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2023 í máli nr. KNU23060087 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2023 í máli nr. KNU23060086 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2023 í máli nr. KNU23060085 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2023 í máli nr. KNU23060084 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2023 í máli nr. KNU23050004 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2023 í máli nr. KNU23050046 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2023 í máli nr. KNU23080016 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 659/2023 í máli nr. KNU23060213 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 721/2023 í málum nr. KNU23100070 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2024 í máli nr. KNU23080103 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2024 í máli nr. KNU23080089 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2024 í máli nr. KNU23060051 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2024 í máli nr. KNU23080104 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2024 í máli nr. KNU23090037 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2024 í máli nr. KNU23090056 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2024 í máli nr. KNU23090055 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2024 í máli nr. KNU23120073 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2024 í máli nr. KNU23050153 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2024 í máli nr. KNU23100107 dags. 7. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2024 í máli nr. KNU24030107 dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2024 í máli nr. KNU24010090 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 677/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1228/2024 í máli nr. KNU24080077 dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2025 í máli nr. KNU25050033 dags. 19. júní 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 21/2020 dags. 4. september 2020[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 72/2020 dags. 26. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 85/2020 dags. 18. desember 2020[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 68/2020 dags. 18. desember 2020[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 117/2020 dags. 23. apríl 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 14/2021 dags. 11. október 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 37/2021 dags. 20. desember 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 117/2021 dags. 15. júní 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 145/2021 dags. 15. júní 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 104/2021 dags. 5. júlí 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 21/2022 dags. 22. september 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 18/2022 dags. 18. október 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 22/2022 dags. 18. október 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 24/2022 dags. 18. október 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 11/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 45/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 78/2022 dags. 30. mars 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 81/2022 dags. 30. mars 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2022 dags. 5. maí 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 97/2022 dags. 8. júní 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 24/2023 dags. 11. október 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 15/2023 dags. 30. október 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 30/2023 dags. 21. nóvember 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 31/2023 dags. 21. nóvember 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 41/2023 dags. 19. desember 2023[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 69/2023 dags. 5. febrúar 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 90/2023 dags. 6. mars 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 115/2023 dags. 23. maí 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 139/2023 dags. 23. maí 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 107/2023 dags. 28. júní 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 43/2024 dags. 30. september 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 72/2024 dags. 6. nóvember 2024[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 86/2024 dags. 17. janúar 2025[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 87/2024 dags. 17. janúar 2025[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 14/2025 dags. 9. september 2025[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 30/2025 dags. 11. nóvember 2025[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 76/2025 dags. 22. desember 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 3/2000 dags. 23. október 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Landsdómur

Úrskurður Landsdóms dags. 22. mars 2011 í máli nr. 2/2011 (Saksóknari Alþingis gegn forsætisráðuneytinu og Geir Hilmari Haarde)[HTML][PDF]

Úrskurður Landsdóms dags. 10. júní 2011 í máli nr. 3/2011 (Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde)[HTML][PDF]

Úrskurður Landsdóms dags. 3. október 2011 í máli nr. 3/2011 (Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde)[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 119/2018 dags. 31. janúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 138/2018 dags. 21. febrúar 2018 (Söluskáli á Seltjarnarnesi)[HTML][PDF]

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML][PDF]

Lrú. 180/2018 dags. 13. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 309/2018 dags. 18. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 314/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML][PDF]

Lrú. 318/2018 dags. 9. maí 2018[HTML][PDF]

Lrd. 128/2018 dags. 18. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 358/2018 dags. 23. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 361/2018 dags. 29. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 277/2018 dags. 20. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 438/2018 dags. 20. júní 2018 (Hafnað að fella niður sviptingu á leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi)[HTML][PDF]

Lrú. 378/2018 dags. 21. júní 2018[HTML][PDF]

Lrd. 125/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrd. 153/2018 dags. 28. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 697/2018 dags. 1. október 2018[HTML][PDF]

Lrú. 572/2018 dags. 2. október 2018[HTML][PDF]

Lrú. 456/2018 dags. 4. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 210/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 284/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 181/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 729/2018 dags. 13. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 205/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 794/2018 dags. 22. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 793/2018 dags. 22. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 792/2018 dags. 22. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 791/2018 dags. 22. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 790/2018 dags. 22. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 789/2018 dags. 22. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 276/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 248/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 64/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 492/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 350/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 775/2018 dags. 3. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 327/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 507/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 472/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 271/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 243/2018 dags. 21. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 402/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 554/2018 dags. 1. febrúar 2019 (Lok sáttameðferðar o.fl.)[HTML][PDF]
Málskotsbeiðni til að áfrýja dómi Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-89 þann 18. mars 2019.

Leitað eftir sáttameðferð.
K sagði í símtali að það væri enginn möguleiki á sátt. M var ósammála og þá vísaði sýslumaður málinu frá.

Þar var um að ræða samskipti umgengnisforeldris við barn sitt gegnum Skype.

Fyrir héraði er móðirin stefnandi en faðir hinn stefndi. Hún gerði kröfu um forsjá eingöngu hjá henni, til umgengni og til meðlags. Krafa var lögð fram í héraði um kostnað vegna umgengni en henni var vísað frá sem of seint fram kominni.

Í kröfugerð í héraði er ítarleg útlistun til lengri tíma hvernig umgengni eigi að vera hagað, skipt eftir tímabilum. Í niðurstöðu héraðsdóm var umgengnin ekki skilgreint svo ítarlega.

Fyrir Landsrétti bætti faðirinn við kröfu um að sáttameðferðin fyrir sýslumanni uppfyllti ekki skilyrði barnalaga. Landsréttur tók afstöðu til kröfunnar þar sem dómstólum bæri af sjálfsdáðum að gæta þess. Hann synjaði frávísunarkröfunni efnislega.

Landsréttur fjallaði um fjárhagslega stöðu beggja og taldi að þau ættu að bera kostnaðinn að jöfnu, þrátt fyrir að grundvelli þeirrar kröfu hafi verið vísað frá í héraði sem of seint fram kominni.
Lrd. 476/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 61/2019 dags. 21. febrúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 502/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 528/2018 dags. 8. mars 2019 (Málamyndaafsöl)[HTML][PDF]
Á þessari stundu (12. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.
Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 551/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 149/2019 dags. 9. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 167/2019 dags. 15. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 275/2019 dags. 14. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 122/2019 dags. 15. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 329/2019 dags. 6. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 763/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrd. 838/2018 dags. 27. september 2019[HTML][PDF]

Lrú. 522/2019 dags. 2. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 337/2019 dags. 4. október 2019[HTML][PDF]

Lrú. 512/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 821/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 919/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 899/2018 dags. 22. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 227/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 39/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 876/2018 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 921/2018 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 852/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 480/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 27/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 26/2019 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 441/2019 dags. 13. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 857/2018 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrd. 856/2018 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 167/2020 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 176/2020 dags. 29. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrd. 575/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrd. 917/2018 dags. 15. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 503/2019 dags. 15. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 706/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 311/2020 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 283/2020 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Lrd. 285/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 546/2020 dags. 13. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 736/2018 dags. 23. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 635/2019 dags. 23. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 607/2020 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 755/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 602/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 385/2019 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML][PDF]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 120/2020 dags. 11. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 598/2020 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 388/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 293/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 824/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 772/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 6/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 873/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrd. 46/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 60/2021 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 680/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 678/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 215/2019 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 16/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 312/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 140/2020 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 277/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 276/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 113/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 723/2018 dags. 26. maí 2021[HTML]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 144/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 181/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 355/2021 dags. 22. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 397/2020 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 586/2021 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 417/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 560/2020 dags. 10. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 470/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 633/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 805/2021 dags. 4. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 691/2021 dags. 6. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 747/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 462/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 561/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 124/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 224/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 104/2021 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 149/2021 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 796/2021 dags. 8. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 114/2022 dags. 21. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 9/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 177/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 330/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 74/2021 dags. 13. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 10/2021 dags. 13. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 121/2021 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 371/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 218/2022 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 426/2022 dags. 19. júlí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 252/2021 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 465/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 301/2021 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 370/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 530/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 692/2022 dags. 21. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 758/2022 dags. 21. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 709/2022 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 14/2023 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 791/2022 dags. 16. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 685/2021 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 754/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 641/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 119/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 467/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 663/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 731/2021 dags. 3. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 2/2022 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 85/2023 dags. 10. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 84/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 196/2023 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 132/2023 dags. 27. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 150/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 605/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 73/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 30/2022 dags. 26. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 85/2022 dags. 2. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 249/2022 dags. 9. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 117/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 455/2023 dags. 20. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 537/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 369/2023 dags. 28. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 184/2022 dags. 15. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 197/2022 dags. 15. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 172/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 211/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 40/2022 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 413/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 236/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 461/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 181/2023 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 395/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 747/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 344/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 420/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 396/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 808/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 642/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 701/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 861/2023 dags. 12. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 674/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 681/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 800/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 636/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 731/2022 dags. 26. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 132/2024 dags. 27. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 837/2022 dags. 1. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 37/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 843/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Lrú. 180/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 70/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 518/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML][PDF]

Lrd. 52/2023 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 72/2023 dags. 17. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 337/2024 dags. 22. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 337/2024 dags. 28. maí 2024[HTML]

Lrd. 267/2023 dags. 31. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 20/2023 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 210/2024 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 117/2024 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 556/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 595/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 528/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 99/2024 dags. 3. október 2024[HTML][PDF]

Lrú. 601/2024 dags. 11. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 273/2023 dags. 17. október 2024[HTML][PDF]

Lrú. 559/2024 dags. 25. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 527/2023 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrd. 584/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 558/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 566/2022 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 402/2023 dags. 4. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 481/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 879/2023 dags. 16. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 1016/2024 dags. 27. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 568/2024 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 711/2024 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 876/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 333/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 462/2023 dags. 13. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 402/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 848/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 50/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 994/2024 dags. 25. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 993/2024 dags. 25. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 832/2023 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 839/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 94/2025 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 947/2024 dags. 14. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 901/2023 dags. 20. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 904/2023 dags. 27. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 392/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 414/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 835/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 197/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 76/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 292/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 317/2025 dags. 20. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 300/2025 dags. 20. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 301/2025 dags. 20. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 303/2025 dags. 19. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 453/2024 dags. 23. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 377/2025 dags. 26. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 237/2025 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 239/2025 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 238/2025 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 432/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 445/2025 dags. 3. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 237/2025 dags. 8. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 611/2024 dags. 18. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 205/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 156/2025 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 232/2025 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 483/2025 dags. 3. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 484/2025 dags. 3. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 830/2024 dags. 7. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 575/2024 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 237/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 238/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 239/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 772/2024 dags. 30. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 76/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 866/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 867/2024 dags. 6. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 826/2024 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 685/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 681/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 782/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 152/2025 dags. 16. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 830/2024 dags. 18. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 62/2002 dags. 3. október 2002[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 27/2010 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 65/2021 dags. 26. júlí 2021 (Lúsífer (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 131/2021 dags. 12. október 2021 (Hel (kvk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 78/2023 B dags. 24. janúar 2024 (Annamaría (kvk.))[HTML]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Dómur MDE Sara Lind Eggertsdóttir gegn Íslandi dags. 5. júlí 2007 (31930/04)[HTML]
Hin kærða dómsúrlausn Hæstaréttar: Hrd. 2004:1239 nr. 344/2002 (Slagæðaleggur)

Mistök áttu sér stað við fæðingu í Landspítalanum er leiddu til þess að barnið varð fatlað. Héraðsdómur féllst á bótakröfu. Hæstiréttur Íslands sýknaði hins vegar af kröfunni byggt á áliti læknaráðs sem Hæstiréttur innti eftir af eigin frumkvæði í samræmi við lagaákvæði þar um.

MDE taldi að samsetning læknaráðs hefði verið ófullnægjandi þar sem læknarnir í læknaráði væru í vinnusambandi við Landspítalann. Í kjölfar niðurstöðu MDE var þessi álitsheimild Hæstaréttar afnumin.
Dómur MDE Súsanna Rós Westlund gegn Íslandi dags. 6. desember 2007 (42628/04)[HTML]

Ákvörðun MDE Ioffe gegn Georgíu dags. 4. febrúar 2025 (21487/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Tarjoianu gegn Rúmeníu dags. 4. febrúar 2025 (36150/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Kerékgyártó og Póka gegn Ungverjalandi dags. 4. febrúar 2025 (42444/17 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tulokas og Taipale gegn Finnlandi dags. 4. febrúar 2025 (5854/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Pavušek Rakarić gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (21371/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Aydin o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (27603/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farrugia gegn Möltu dags. 4. febrúar 2025 (5870/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Buja gegn Litháen dags. 4. febrúar 2025 (17124/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Orthodox Christian Church o.fl. gegn Búlgaríu dags. 4. febrúar 2025 (31387/17)[HTML]

Ákvörðun MDE Ujhazi gegn Króatíu dags. 4. febrúar 2025 (49817/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Ercan o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. febrúar 2025 (50763/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE X og Y gegn Serbíu dags. 4. febrúar 2025 (25384/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Ashraf o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (1653/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Smarandache o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (11688/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Aliyev gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (12514/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Frank o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (15178/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Hasar Ltd gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (17964/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Zaitouni o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (33041/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Farkas o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (38857/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Babayev og Malikov gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (39469/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ivanidis o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (52080/20 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Abdullazade o.fl. gegn Aserbaísjan dags. 6. febrúar 2025 (57679/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Božičnik gegn Slóveníu dags. 6. febrúar 2025 (1703/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Otiak Cjsc gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (2512/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ferreira Leal Correia gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (16110/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Peshkopia og Talipi gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (16351/15)[HTML]

Ákvörðun MDE Kiss gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (19385/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Potoma o.fl. gegn Slóvakíu dags. 6. febrúar 2025 (20476/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Bajrović o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (28019/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Thill o.fl. gegn Belgíu dags. 6. febrúar 2025 (31559/12 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Mitran gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (39139/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zorba gegn Albaníu dags. 6. febrúar 2025 (40224/18)[HTML]

Ákvörðun MDE Demir gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (60741/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Dimitrijević o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (3653/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Keskin gegn Norður-Makedóníu dags. 6. febrúar 2025 (6865/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Zsargó o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (11635/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Fürst o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14995/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Fitouri o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (18838/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Boteanu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 6. febrúar 2025 (19780/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Panagiari o.fl. gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (26524/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Liguori gegn Ítalíu dags. 6. febrúar 2025 (26637/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kovačević o.fl. gegn Montenegró dags. 6. febrúar 2025 (30824/23)[HTML]

Ákvörðun MDE Pala gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (43545/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uçankan gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (44616/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Artashesyan gegn Armeníu dags. 6. febrúar 2025 (69464/14)[HTML]

Ákvörðun MDE Martins Miranda Póvoa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (5088/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Zubachyk og Bakanov gegn Úkraínu dags. 6. febrúar 2025 (10242/15 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Tenke o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. febrúar 2025 (14268/24 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Watad gegn Þýskalandi dags. 6. febrúar 2025 (16013/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Bağci gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (18350/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Li̇ste gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (21747/20)[HTML]

Ákvörðun MDE Uzun o.fl. gegn Tyrklandi dags. 6. febrúar 2025 (25922/18 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Busch og Habi gegn Frakklandi dags. 6. febrúar 2025 (28702/23 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Ristić o.fl. gegn Serbíu dags. 6. febrúar 2025 (34608/22 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Gomes Da Costa o.fl. gegn Portúgal dags. 6. febrúar 2025 (42782/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Półtorak-Libura o.fl. gegn Póllandi dags. 6. febrúar 2025 (43211/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Kremmydas gegn Grikklandi dags. 6. febrúar 2025 (54725/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Călin Georgescu gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (37327/24)[HTML]

Ákvörðun MDE Kotnik og Jukič gegn Slóveníu dags. 11. febrúar 2025 (56605/19 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Duarte gegn Rúmeníu dags. 11. febrúar 2025 (53521/22)[HTML]

Ákvörðun MDE Poteryayev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (2172/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Fadeyev gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (12705/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Krivenko o.fl. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (40332/21 o.fl.)[HTML]

Ákvörðun MDE Naboko gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (15160/21)[HTML]

Ákvörðun MDE A.B. gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (37702/21)[HTML]

Ákvörðun MDE Baksheyeva gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (48407/19)[HTML]

Ákvörðun MDE Polverini gegn Rússlandi dags. 13. febrúar 2025 (56876/21)[HTML]

Dómur MDE Ganhão gegn Portúgal dags. 4. mars 2025 (23143/19)[HTML]

Dómur MDE Stojević gegn Króatíu dags. 4. mars 2025 (39852/20)[HTML]

Dómur MDE Davidović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (46198/18)[HTML]

Dómur MDE Milashina o.fl. gegn Rússlandi dags. 4. mars 2025 (75000/17)[HTML]

Dómur MDE Girginova gegn Búlgaríu dags. 4. mars 2025 (4326/18)[HTML]

Dómur MDE Pápics o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (13727/20 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Radanović gegn Serbíu dags. 4. mars 2025 (27794/16)[HTML]

Dómur MDE Buzatu o.fl. gegn Rúmeníu dags. 4. mars 2025 (9759/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Sciortino og Vella gegn Möltu dags. 4. mars 2025 (25915/23)[HTML]

Dómur MDE Rigó gegn Ungverjalandi dags. 4. mars 2025 (54953/21)[HTML]

Dómur MDE K.M. gegn Norður-Makedóníu dags. 4. mars 2025 (59144/16)[HTML]

Dómur MDE Eli̇bol o.fl. gegn Tyrklandi dags. 4. mars 2025 (59648/16 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Sannikov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (176/22)[HTML]

Dómur MDE Petruk o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (636/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Shalina gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (17908/20)[HTML]

Dómur MDE Voytenko o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34181/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Banca Sistema S.P.A. gegn Ítalíu dags. 6. mars 2025 (41796/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Kondratyev o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (42508/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gorše gegn Slóveníu dags. 6. mars 2025 (47186/21)[HTML]

Dómur MDE F.B. gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (47836/21)[HTML]

Dómur MDE Korostelev o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (82352/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Garand o.fl. gegn Frakklandi dags. 6. mars 2025 (2474/21)[HTML]

Dómur MDE Zakharov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (3292/24 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Bunyakin o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (7691/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Mkrtchyan o.fl. gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (34801/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Lubin og Isakov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39476/21)[HTML]

Dómur MDE Yalakov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (2945/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Loginov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (10618/19)[HTML]

Dómur MDE T.A. gegn Sviss dags. 6. mars 2025 (13437/22)[HTML]

Dómur MDE Dubinin gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16334/20)[HTML]

Dómur MDE Chemurziyeva o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (16678/17 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Ibrahim gegn Aserbaísjan dags. 6. mars 2025 (17359/16)[HTML]

Dómur MDE Zatynayko o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (21514/18 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Yegorov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (22584/19 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Hasani gegn Svíþjóð dags. 6. mars 2025 (35950/20)[HTML]

Dómur MDE Lakatos o.fl. gegn Ungverjalandi dags. 6. mars 2025 (36138/23 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Tokar gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (38268/15)[HTML]

Dómur MDE Kolyasnikov o.fl. gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (39776/15 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Chatinyan o.fl. gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (70173/14)[HTML]

Dómur MDE Fljyan gegn Armeníu dags. 6. mars 2025 (4414/15)[HTML]

Dómur MDE Monteiro og Trinta Santos gegn Portúgal dags. 6. mars 2025 (40620/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gordiyenok og Turpulkhanov gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (47120/22 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Navalnyy og Ooo Zp gegn Rússlandi dags. 6. mars 2025 (62670/12 o.fl.)[HTML]

Dómur MDE Gnezdov gegn Úkraínu dags. 6. mars 2025 (68596/11)[HTML]

Dómur MDE Monseur gegn Belgíu dags. 6. mars 2025 (77976/14)[HTML]

Dómur MDE Aytaj Ahmadova gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (30551/18)[HTML]

Dómur MDE Amirov gegn Aserbaísjan dags. 11. mars 2025 (55642/16)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/1997 dags. 16. janúar 1998[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/1999 dags. 9. maí 2002[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2005 dags. 27. maí 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 14/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 15/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 16/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 18/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 13/2005 dags. 21. desember 2005[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 19/2005 dags. 6. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 12/2005 dags. 6. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2014 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2020 dags. 26. október 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2021 dags. 28. júní 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 31. maí 2000[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 3. maí 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um leyfi til sæbjúgnaveiða.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 15. júní 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. febrúar 2023 (Úrskurður nr. 4 - Ákvörðun Fiskistofu um að synja umsókn um viðbótaraflaheimildir í makríl.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. ágúst 2023 (Sölustöðvun Cocoa Puffs morgunkorns - Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 9 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. desember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 16. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 4/2024 um ákvörðun Fiskistofu um að veita skriflega áminningu skv. 3. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-50/2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2001 dags. 14. mars 2002[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-23/2002 dags. 13. mars 2003[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-11/2004 dags. 22. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2005 dags. 16. október 2008[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2009 dags. 10. september 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2009 dags. 10. september 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-17/2008 dags. 2. desember 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-31/2010 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-21/2010 dags. 29. september 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-34/2010 dags. 16. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-36/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-22/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-38/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-42/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-48/2010 dags. 13. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-49/2010 dags. 13. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2011 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2011 dags. 16. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2011 dags. 7. september 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2012 dags. 2. maí 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2011 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-37/2011 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2012 dags. 13. júní 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2012 dags. 5. september 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2012 dags. 12. september 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-24/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-01/2012 dags. 10. desember 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-25/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-44/2012 dags. 5. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2013 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-30/2013 dags. 25. september 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2013 dags. 25. september 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-22/2013 dags. 23. október 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2013 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-43/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-46/2013 dags. 13. mars 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-21/2013 dags. 16. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-53/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-60/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-62/2013 dags. 9. maí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2014 dags. 18. júní 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-61/2013 dags. 2. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-10/2015 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-13/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2014 dags. 20. maí 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2015 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2016 dags. 24. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2016 dags. 24. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2016 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2016 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-18/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2017 dags. 20. september 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-10/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2017 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-13/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2019 dags. 17. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2018 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-6/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-01/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-6/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-1/2021 dags. 20. desember 2021[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-17/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-3/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-2/2025 dags. 3. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 14. mars 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. mars 2023 (Umsókn um tímabundna endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23100006 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090235 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090236 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090234 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110264 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110265 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. júlí 2024 (Synjun um útgáfu leyfis til reksturs gististaðar)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090319 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110238 dags. 11. desember 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF22020545 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menntamálaráðuneytið

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 21. október 1997[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 18. ágúst 2008[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 18. mars 2009[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 18. maí 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN22090037 dags. 1. október 2023[HTML]

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN24020155 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. maí 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 10. júní 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 20. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 8. maí 2013 (Niðurfelling ákvörðunar námsstyrkjanefndar vegna vanreifun nefndarinnar á málinu)[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 3. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 11. september 2015[HTML]

Álit Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. september 2015[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR16090140 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 12. október 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17060151 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17110019 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17110024 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17050270 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR18030193 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19080061 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19090105 dags. 22. janúar 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um dómarastörf

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 1/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 2/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 3/2019 dags. 24. júní 2019[HTML]

Ákvörðun Nefndar um dómarastörf í máli nr. 5/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 2/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2012/576[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2003/421 dags. 18. nóvember 2003[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2007/488 dags. 10. mars 2008[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2010/637 dags. 16. desember 2010[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2011/450 dags. 22. júní 2011[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2011/349 dags. 12. október 2011[HTML]

Bréf Persónuverndar í máli nr. 2012/1408 dags. 6. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/413 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2013/828 dags. 13. mars 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/412 dags. 26. október 2016[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2016/1529 dags. 8. mars 2017[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2016/1049 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1003 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1523 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1507 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1620 dags. 20. desember 2018[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2019/1018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061901 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2024020251 dags. 22. október 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/1999 dags. 26. maí 1999[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2003 dags. 15. júlí 2003[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2003 dags. 10. nóvember 2003[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2004 dags. 15. júlí 2004[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2004 dags. 23. júlí 2004[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2005 dags. 12. apríl 2005[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2006 dags. 19. apríl 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2006 dags. 8. maí 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2006 dags. 20. júlí 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2007 dags. 5. febrúar 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2007 dags. 18. júní 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2007 dags. 25. júlí 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2007 dags. 14. september 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2007 dags. 21. desember 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2008 dags. 11. janúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2008 dags. 14. febrúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2008 dags. 15. febrúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2008 dags. 18. apríl 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2008 dags. 22. apríl 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2008 dags. 9. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2008 dags. 18. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2008 dags. 12. ágúst 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2008 dags. 10. nóvember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2008 dags. 4. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2008 dags. 5. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2009 dags. 19. febrúar 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2009 dags. 2. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2009 dags. 20. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2009 dags. 1. apríl 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2009 dags. 17. júlí 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2009 dags. 27. ágúst 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2009 dags. 27. ágúst 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2009 dags. 24. september 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2009 dags. 27. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2010 dags. 21. janúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2010 dags. 11. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2010 dags. 12. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2010 dags. 11. mars 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2010 dags. 16. apríl 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2010 dags. 16. apríl 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2010 dags. 5. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2010 dags. 19. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2010 dags. 21. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2010 dags. 16. júlí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2010 dags. 22. september 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2010 dags. 19. október 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 36/2010 dags. 10. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2010 dags. 17. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2010 dags. 29. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 41/2010 dags. 30. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2011 dags. 16. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2011 dags. 16. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2011 dags. 18. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2011 dags. 27. maí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2011 dags. 27. maí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2011 dags. 7. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2011 dags. 9. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2011 dags. 9. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2011 dags. 22. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2011 dags. 4. júlí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2011 dags. 11. október 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2011 dags. 30. nóvember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2011 dags. 16. desember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2011 dags. 22. desember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2011 dags. 22. desember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2012 dags. 3. janúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2012 dags. 13. janúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2012 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2012 dags. 30. mars 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2012 dags. 7. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2012 dags. 24. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2012 dags. 20. september 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2012 dags. 4. október 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 36/2012 dags. 14. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 38/2012 dags. 14. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2012 dags. 14. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2013 dags. 18. janúar 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2013 dags. 15. mars 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2013 dags. 22. mars 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2013 dags. 18. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2013 dags. 11. júlí 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2013 dags. 30. júlí 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2014 dags. 1. apríl 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2014 dags. 23. apríl 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2014 dags. 6. maí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2014 dags. 30. júní 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2014 dags. 4. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2014 dags. 23. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2014 dags. 29. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2014 dags. 13. ágúst 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2014 dags. 31. október 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2014 dags. 14. nóvember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2014 dags. 19. nóvember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2014 dags. 1. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2014 dags. 11. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 41/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2015 dags. 17. mars 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2015 dags. 1. júní 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2015 dags. 30. júlí 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2015 dags. 31. júlí 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2015 dags. 12. ágúst 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2015 dags. 12. ágúst 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2015 dags. 30. október 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2015 dags. 6. nóvember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2015 dags. 18. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2015 dags. 22. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2016 dags. 3. mars 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2016 dags. 20. júní 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2016 dags. 9. september 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2016 dags. 17. október 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2016 dags. 28. október 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2016 dags. 23. desember 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2016 dags. 23. desember 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2017 dags. 15. febrúar 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2017 dags. 30. maí 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2017 dags. 3. júlí 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2017 dags. 26. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2017 dags. 26. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2017 dags. 31. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2017 dags. 17. nóvember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2017 dags. 17. nóvember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2018 dags. 16. febrúar 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2018 dags. 26. apríl 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2018 dags. 29. maí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2018 dags. 10. september 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2018 dags. 24. október 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2018 dags. 25. október 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2018 dags. 25. október 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2018 dags. 3. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2019 dags. 13. febrúar 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2019 dags. 11. mars 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2019 dags. 29. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2019 dags. 29. maí 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2019 dags. 16. júlí 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2019 dags. 23. ágúst 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2019 dags. 7. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2019 dags. 14. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2019 dags. 24. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2019 dags. 24. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2019 dags. 29. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2019 dags. 11. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2020 dags. 29. maí 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2020 dags. 22. júní 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2020 dags. 25. september 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2020 dags. 22. október 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2020 dags. 22. október 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2020 dags. 11. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2020 dags. 30. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2021 dags. 16. febrúar 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2021 dags. 19. febrúar 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2021 dags. 26. apríl 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2021 dags. 31. maí 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2021 dags. 30. júní 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 419/1986[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 178/1983[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 925/1981[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 475/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 545/1992[HTML]

Úrskurður Ríkisskattanefndar nr. 1/1992[HTML]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 8/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 13/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2003[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 9/2003[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 14/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 8/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2007[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 13/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2009[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 1/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 9/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2014[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2012 dags. 25. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 9/2012 dags. 16. mars 2014[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 21/2009 dags. 29. október 2009 (Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Afturköllun ökuréttinda. Mál nr. 21/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 42/2009 dags. 5. nóvember 2009 (Djúpvogshreppur: Ágreiningur um álagningu B-gatnagerðargjalds. Mál nr. 42/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 26/2009 dags. 20. nóvember 2009 (Garðabær: Lögmæti ákvarðana sveitarfélags vegna lóðarskila. Mál nr. 26/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 20/2009 dags. 8. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um synjun um skil á byggingarétti. Mál nr. 20/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 27/2009 dags. 9. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja Brimborg ehf. um skil á lóð. Mál nr. 27/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 22/2009 dags. 10. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 22/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 3/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóðum. Mál nr. 3/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 43/2009 dags. 15. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 43/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 23/2009 dags. 17. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 23/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 40/2009 dags. 21. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 40/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 41/2009 dags. 22. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 41/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 10/2009 dags. 6. apríl 2010 (Sveitarfélagið Hornafjörður: Ágreiningur um skráningu í fasteignaskrá. Mál nr. 10/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 74/2009 dags. 25. maí 2010 (Hveragerðisbær: Ágreiningur um álagningu gatnagerðargjalds. Mál nr. 74/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 59/2009 dags. 13. ágúst 2010 (Sveitarfélagið Borgarbyggð - Ágreiningur um smölun ágangsbúfjár af landi Kapals hf. að Skarðshömrum í Borgarbyggð. Mál nr. 59/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 45/2009 dags. 7. október 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um niðurfellingu fasteignagjalda. Mál nr. 45/2009)[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17070004 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050076 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050075 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030077 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18040052 dags. 29. mars 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18120080 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19030073 dags. 13. maí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040543 dags. 24. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20020051 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070041 dags. 25. júní 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN21040023 dags. 29. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 17/2003 dags. 2. desember 2003 (Mál nr. 17/2003)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 6/2004 dags. 14. júlí 2004 (Mál nr. 6/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 9/2004 dags. 2. desember 2004 (Mál nr. 9/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 21/2004 dags. 22. mars 2005 (Mál nr. 21/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 20/2004 dags. 7. apríl 2005 (Mál nr. 20/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 5/2006 dags. 7. janúar 2007 (Mál nr. 5/2006)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 19/2007 dags. 14. júní 2007 (Mál nr. 19/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 33/2007 dags. 21. september 2007 (Mál nr. 33/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 26/2007 dags. 21. september 2007 (Mál nr. 26/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 39/2007 dags. 4. október 2007 (Mál nr. 39/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 8/2008 dags. 2. júní 2008 (Ísafjörður - frávísunarkrafa, ákvörðun varðandi efni og aðgang á fréttasíðu: Mál nr. 8/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 5/2008 dags. 12. júní 2008 (Bláskógarbyggð -lögmæti samnings um gatnagerð og lóðaúthlutun: Mál nr. 5/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 53/2007 dags. 15. júlí 2008 (Flugmálastjórn Íslands - stjórnvaldsfyrirmæli eða stjornvaldsákvörðun, lögmæti ákvörðunar um bann við flugtökum, lendingum og loftakstri þyrlna: Mál nr. 53/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 9/2008 dags. 31. júlí 2008 (Skeiða- og Gnúpverjahreppur - frávísunarkrafa, hæfi við meðferð tillögu um breytt aðalskipulag, höfnun þess að taka á ný fyrir tillögu að aðalskipulagi, afhending gagna, vanræksla: Mál nr. 9/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 44/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, lögmæti útgáfu lóðarleigusamnings með skilyrði um greiðslu gjalds: Mál nr. 44/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 14/2008 dags. 12. september 2008 (Hveragerði -ákvörðun skólanefndar: Mál nr. 14/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 31/2008 dags. 8. október 2008 (Strætó bs - lögmæti gjaldtöku vegnaendurútgáfu námsmannakorta: Mál nr. 31/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 22/2008 dags. 5. nóvember 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, málsmeðferð við úthlutun byggingaréttar, kærufrestir og rökstuðningur: Mál nr. 22/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 49/2008 dags. 20. nóvember 2008 (Árborg - lögmæti málsmeðferðar við sölu lands og krafa um að gengið verði til samninga um kaup á landi: Mál nr. 49/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 27/2008 dags. 3. desember 2008 (Reykjavík - heimild grunnskóla til gjaldtöku vegna vettvangsferðar og skipulagsbókar: Mál nr. 27/2008)[HTML]

Álit Samgönguráðuneytisins í máli nr. 87/2008 dags. 18. febrúar 2009 (Álit samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 87/2008 (SAM08110006))[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 67/2008 dags. 9. mars 2009 (Akranes - lömæti ákvarðana um að hætta við útboð og samningagerð um kaup á tölvuþjónustu, kærufrestur, frávísun: Mál nr. 67/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 59/2008 dags. 10. mars 2009 (Akranes - frávísunarkrafa, málsmeðferð varðandi kaup á tölvuþjónustu: Mál nr. 59/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 65/2008 dags. 5. maí 2009 (Reykjavík - frávísunarkrafa, lögmæti ráðninga í stöður aðstoðarskólastjóra: Mál nr. 65/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 86/2008 dags. 5. júní 2009 (Álftanes - frávísunarkrafa, höfn umsóknar um byggingarleyfi, ummæli á heimasíðu: Mál nr. 86/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 79/2008 dags. 25. júní 2009 (Hrunamannahreppur - lögmæti ákvörðunar um töku lands eignarnámi, breyting ákvörðunar og skylda til að kaupa fasteignir: Mál nr. 79/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 84/2008 dags. 25. júní 2009 (Grímsnes- og Grafningshreppur - lögmæti höfnunar umsóknar um ferðaþjónustu fyrir fatlaða, athugasemir við afgreiðslu umsókna: Mál nr. 84/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 8/2009 dags. 29. júlí 2009 (Reykjavík - lagaheimild til álagningar og innheimtu vatnsgjalds: Mál nr. 8/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 82/2008 dags. 30. júlí 2009 (Reykjavík - lögmæti endurkröfuveitts afsláttar af fasteignagjöldum: Mál nr. 82/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 11/2009 dags. 27. ágúst 2009 (Mönnunarnefnd skipa - höfnun erindis um að sami maður gegni stöðu skipstjóra og vélstjóra: Mál nr. 11/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 25/2009 dags. 31. ágúst 2009 (Flóahreppur - lögmæti samkomulags við Landsvirkjun, endurupptaka á úrskurði nr. 26/2008: Mál nr. 25/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 19/2009 dags. 28. september 2009 (Grímsnes- og Grafningshreppur - lögmæti höfnunar umsóknar um ferðaþjónustu fatlaða, afgreiðsluferill umsókna : Mál nr. 19/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 28/2009 dags. 29. september 2009 (Grímsnes- og Grafningshreppur - lögmæti breytinga reglna um ferðaþjónustu fyrir fatlaða: Mál nr. 28/2009)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 85/2008 dags. 13. nóvember 2009 (Reykjanesbær: Ágreiningur um uppgjör endurgreiðslu vegna lóðarskila. Mál nr. 85/2008)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2005 dags. 22. september 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2005 dags. 11. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 dags. 27. október 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2006 dags. 4. apríl 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2006 dags. 22. maí 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2006 dags. 28. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2006 dags. 25. júlí 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2006 dags. 1. september 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 48/2006 dags. 12. desember 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 52/2006 dags. 19. janúar 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2007 dags. 30. mars 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2007 dags. 30. apríl 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 58/2007 dags. 30. október 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008 dags. 11. apríl 2008[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 dags. 14. nóvember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 64/2008 dags. 19. desember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2009 dags. 26. janúar 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2009 dags. 8. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2009 dags. 2. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2009 dags. 30. júní 2009[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2009 dags. 10. desember 2009[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 dags. 16. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 41/2009 dags. 18. desember 2009[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009 dags. 23. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2010 dags. 9. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2010 dags. 26. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2010 dags. 25. mars 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2010 dags. 29. mars 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2010 dags. 30. mars 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2010 dags. 13. apríl 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2010 dags. 6. maí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 18/2010 dags. 26. maí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2010 dags. 4. júní 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2010 dags. 8. júní 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2010 dags. 23. júní 2010[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2010 dags. 30. júní 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2010 dags. 1. október 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2010 dags. 5. október 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2010 dags. 20. október 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2011 dags. 19. janúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2011 dags. 8. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2011 dags. 15. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2011 dags. 16. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2011 dags. 16. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2011 dags. 24. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2011 dags. 30. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2011 dags. 8. apríl 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2011 dags. 27. apríl 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 18/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2011 dags. 12. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2011 dags. 4. júlí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2011 dags. 13. júlí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2011 dags. 18. ágúst 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2011 dags. 20. september 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2011 dags. 5. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 41/2011 dags. 22. desember 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 dags. 9. mars 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2012 dags. 30. mars 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2012 dags. 3. apríl 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2012 dags. 29. maí 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2012 dags. 3. júlí 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2012 dags. 24. september 2012[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012 dags. 28. september 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2012 dags. 8. október 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2012 dags. 16. nóvember 2012[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2012 dags. 14. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2013 dags. 8. mars 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2013 dags. 26. mars 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2013 dags. 5. júní 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2013 dags. 9. október 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2013 dags. 20. desember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2014 dags. 10. febrúar 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 18/2014 dags. 1. júlí 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2014 dags. 9. júlí 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2014 dags. 22. september 2014[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2014 dags. 8. desember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 38/2014 dags. 19. desember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2014 dags. 10. febrúar 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 dags. 30. apríl 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2015 dags. 22. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2015 dags. 4. júní 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015 dags. 2. júlí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2015 dags. 3. september 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2015 dags. 13. október 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2015 dags. 13. október 2015[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015 dags. 22. október 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2016 dags. 25. janúar 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2016 dags. 7. mars 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2016 dags. 11. mars 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 26/2016 dags. 20. september 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2016 dags. 27. október 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 dags. 17. febrúar 2017[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2017 dags. 4. apríl 2017[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2017 dags. 4. apríl 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2017 dags. 12. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2017 dags. 20. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2017 dags. 4. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2017 dags. 20. október 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2017 dags. 8. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 44/2017 dags. 13. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 46/2017 dags. 19. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 dags. 21. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2018 dags. 9. apríl 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2018 dags. 26. júní 2018[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2018 dags. 13. desember 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2019 dags. 1. febrúar 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2019 dags. 5. febrúar 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2019 dags. 18. febrúar 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2019 dags. 17. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2019 dags. 8. júlí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2019 dags. 14. október 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2019 dags. 17. október 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2019 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2019 dags. 21. nóvember 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2020 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2020 dags. 23. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2020 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 21/2020 dags. 7. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2020 dags. 20. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2020 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2020 dags. 22. júlí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2020 dags. 25. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2021 dags. 23. september 2021[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2022 dags. 6. janúar 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2022 dags. 7. mars 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2022 dags. 21. mars 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2022 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2022 dags. 7. júlí 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2022 dags. 18. október 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 27/2022 dags. 17. nóvember 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2023 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2023 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2023 dags. 27. nóvember 2023[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2024 dags. 30. maí 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2024 dags. 4. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2024 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 28/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 32/2024 dags. 23. desember 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 13/2025 dags. 4. apríl 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/1994 dags. 23. ágúst 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 30/1994 dags. 20. september 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 31/1994 dags. 20. september 1994[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 16/1995 dags. 30. mars 1995[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 8/1995 dags. 3. nóvember 1995[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 11/1995 dags. 22. nóvember 1995[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/1995 dags. 20. desember 1995[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/1996 dags. 16. febrúar 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/1996 dags. 17. febrúar 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 23/1996 dags. 22. maí 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1996 dags. 19. september 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 10/1996 dags. 7. október 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 33/1996 dags. 18. október 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 37/1996 dags. 12. nóvember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 44/1996 dags. 20. desember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 42/1996 dags. 20. desember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 10/1997 dags. 4. apríl 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 11/1997 dags. 7. maí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 18/1997 dags. 2. júní 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/1997 dags. 2. júní 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/1997 dags. 2. júlí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1997 dags. 2. júlí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/1997 dags. 1. september 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 6/1997 dags. 18. september 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1997 dags. 18. september 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 5/1997 dags. 18. september 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 9/1996 dags. 7. október 1997[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 12/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 47/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 50/1997 dags. 22. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/1998 dags. 23. mars 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 3/1998 dags. 3. júní 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/1998 dags. 12. júní 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 13/1998 dags. 26. október 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 12/1998 dags. 26. október 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 14/1998 dags. 25. nóvember 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 45/1998 dags. 16. desember 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 17/1998 dags. 16. desember 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 3/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/1999 dags. 21. janúar 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 6/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1999 dags. 6. júlí 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 9/1999 dags. 6. september 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/1999 dags. 8. nóvember 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 32/1999 dags. 2. desember 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 11/1999 dags. 2. desember 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 12/1999 dags. 17. desember 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/2000 dags. 27. janúar 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2000 dags. 27. janúar 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 2/2000 dags. 21. febrúar 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/2000 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2000 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/2000 dags. 29. maí 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 24/2000 dags. 20. júní 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/2000 dags. 2. október 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 31/2000 dags. 26. október 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/2000 dags. 4. desember 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 8/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 8/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/2001 dags. 5. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2001 dags. 5. apríl 2001[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 3/2001 dags. 23. maí 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/2001 dags. 23. maí 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2001 dags. 23. maí 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/2001 dags. 27. júní 2001[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/2001 dags. 27. júní 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/2001 dags. 31. október 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 30/2001 dags. 16. nóvember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 34/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2002 dags. 30. apríl 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 15/2002 dags. 30. apríl 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 29/2002 dags. 30. ágúst 2002[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 2/2003 dags. 29. janúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/2003 dags. 29. janúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/2003 dags. 13. febrúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 16/2003 dags. 15. maí 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/2003 dags. 5. júní 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 41/2003 dags. 7. nóvember 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/2004 dags. 16. júní 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 1/2004 dags. 3. desember 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/2005 dags. 18. febrúar 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2005 dags. 23. febrúar 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 10/2005 dags. 11. mars 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 12/2005 dags. 23. mars 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 16/2005 dags. 7. júní 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisstofnun

Ákvörðun Samkeppnisstofnunar nr. 1/2004 dags. 19. maí 2004[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2004 dags. 1. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2005 dags. 28. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2009 dags. 24. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 3/2010 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 21/2011 dags. 7. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 17/2011 dags. 8. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 19/2012 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 5/2013 dags. 6. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2013 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 4/2013 dags. 29. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 10/2014 dags. 2. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2015 dags. 10. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 22/2017 dags. 7. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 10/2018 dags. 14. janúar 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 12120081 dags. 21. maí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 199900401 dags. 6. mars 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01020020 dags. 13. maí 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02050125 dags. 3. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02070135 dags. 19. mars 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02110124 dags. 14. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05050107 dags. 7. september 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020112 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060131 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09120125 dags. 16. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11070080 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120222 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 141/2001 dags. 8. ágúst 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 276/2001 dags. 9. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 32/2002 dags. 10. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 207/2002 dags. 15. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 141/2003 dags. 25. ágúst 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 22/2004 dags. 25. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 154/2004 dags. 17. september 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 96/2004 dags. 17. september 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 84 dags. 19. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 124 dags. 9. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 192 dags. 2. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 110/2009 dags. 19. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 409/2008 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 108/2015 dags. 3. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 36/2008 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 29/2009 dags. 30. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 37/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 50/2009 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 67/2009 dags. 9. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 86/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 37/2009 dags. 3. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 154/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 134/2012 dags. 17. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 18/2013 dags. 15. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 15/2013 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 17/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 121/2013 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2010 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 11/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 26/2011 dags. 8. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 22/2011 dags. 8. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 29/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 30/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 33/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 36/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 38/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 42/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 37/2011 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 49/2011 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 47/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 51/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 54/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 63/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 64/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 65/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 77/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 44/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 46/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 52/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 61/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 62/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 56/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 71/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 83/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 84/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 81/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 40/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 67/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 101/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 110/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 73/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 85/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 96/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 100/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 76/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 80/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 95/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 79/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 102/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 105/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 106/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 109/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 111/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 113/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 123/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 129/2011 dags. 16. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 68/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 94/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 112/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 118/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 119/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 122/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 126/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 133/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 136/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 138/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 140/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 142/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 145/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 146/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 147/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 148/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 159/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 134/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 137/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 139/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 150/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 152/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 161/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 72/2011 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 143/2011 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 153/2012 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 157/2011 dags. 25. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 121/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 155/2012 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 156/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 158/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 184/2011 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 185/2011 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 199/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 205/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 2/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 16/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 31/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 6/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 41/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 47/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 69/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2012 dags. 3. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 191/2011 dags. 11. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 9/2012 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 28/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 201/2011 dags. 20. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 132/2011 dags. 19. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 196/2011 dags. 19. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 45/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 66/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 67/2012 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 22/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 71/2012 dags. 13. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 92/2012 dags. 13. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 64/2012 dags. 19. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 36/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 51/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 77/2012 dags. 14. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 7/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 89/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 93/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 4/2013 dags. 11. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 96/2012 dags. 11. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 88/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 91/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 95/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2013 dags. 23. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 9/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 17/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2013 dags. 11. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 21/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 32/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 11/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 17/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 25/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 27/2014 dags. 16. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 36/2014 dags. 20. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 23/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 28/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 42/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 48/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2014 dags. 5. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 52/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 54/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 59/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 49/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 62/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2014 dags. 14. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 66/2014 dags. 14. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 68/2014 dags. 14. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 56/2014 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 63/2014 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 2/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 65/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 74/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 64/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 71/2014 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 14/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 76/2014 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 5/2015 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2015 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 17/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 24/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 25/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 26/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 28/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 20/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 23/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 33/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 32/2015 dags. 26. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 35/2015 dags. 26. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 37/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 38/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 39/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 44/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 53/2015 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2015 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/1999 dags. 22. september 1999[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2001 dags. 1. júní 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2005 dags. 19. júlí 2005[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2006 dags. 3. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2008 dags. 11. ágúst 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2008 dags. 11. ágúst 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2008 dags. 17. október 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2012 dags. 30. júní 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2013 dags. 30. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2015 dags. 3. desember 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2015 dags. 26. janúar 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2015 dags. 9. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2016 dags. 11. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2015 dags. 30. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2016 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2017 dags. 28. júní 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2017 dags. 9. maí 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2017 dags. 5. nóvember 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2018 dags. 21. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2019 dags. 14. nóvember 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2019 dags. 31. mars 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. Ursk_1_2024 dags. 19. nóvember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 42/2001 dags. 18. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 45/2002 dags. 11. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2002 dags. 18. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 54/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 60/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2008 dags. 19. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2009 dags. 19. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 2/2010 dags. 4. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 19/2010 dags. 28. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 44/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 13/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2012 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 21/2012 dags. 3. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2012 dags. 10. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 18/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 31/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 55/2013 dags. 18. febrúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/1999 í máli nr. 3/1999 dags. 29. maí 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2000 í máli nr. 2/2000 dags. 25. október 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 7/2004 í máli nr. 7/2004 dags. 8. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 8/2004 í máli nr. 8/2004 dags. 22. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2005 í máli nr. 4/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 10/2005 í máli nr. 10/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2006 í máli nr. 2/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2006 í máli nr. 4/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 12/2008 í máli nr. 12/2008 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2008 í máli nr. 14/2008 dags. 30. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 15/2008 í máli nr. 15/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2009 í máli nr. 2/2009 dags. 11. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 7/2010 í máli nr. 7/2010 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 11/2011 í máli nr. 11/2011 dags. 9. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2011 í máli nr. 14/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 113/2005 dags. 9. ágúst 2005[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 215/2014 dags. 19. ágúst 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 88/2017 dags. 10. apríl 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 276/2020 dags. 22. október 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 49/2024 dags. 11. júlí 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 150/2025 dags. 12. ágúst 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd kosningamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar kosningamála nr. 2/2022 dags. 14. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar kosningamála nr. 4/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar kosningamála nr. 1/2024 dags. 2. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 6/1998 í máli nr. 5/1998 dags. 1. apríl 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/1998 í máli nr. 5/1998 dags. 8. apríl 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 29/1998 í máli nr. 28/1998 dags. 13. október 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 32/1998 í máli nr. 30/1998 dags. 12. nóvember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/1999 í máli nr. 5/1999 dags. 18. apríl 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 13/1999 í máli nr. 8/1999 dags. 27. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/1999 í máli nr. 27/1999 dags. 16. september 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/1999 í máli nr. 25/1999 dags. 6. október 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2000 í máli nr. 39/1999 dags. 29. maí 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2000 í máli nr. 1/2000 dags. 30. ágúst 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2000 í máli nr. 22/2000 dags. 26. september 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2000 í máli nr. 17/2000 dags. 25. október 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2000 í máli nr. 25/2000 dags. 21. desember 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2001 í máli nr. 34/2001 dags. 14. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2002 í máli nr. 62/2000 dags. 12. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 31/2002 í máli nr. 44/2001 dags. 26. september 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2002 í máli nr. 19/2002 dags. 4. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2002 í máli nr. 5/2002 dags. 31. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 40/2002 í máli nr. 81/2000 dags. 31. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2002 í máli nr. 75/2000 dags. 13. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2003 í máli nr. 13/2002 dags. 13. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2003 í máli nr. 7/2002 dags. 13. júní 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 29/2003 í máli nr. 36/2001 dags. 26. júní 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/2003 í máli nr. 41/2003 dags. 21. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2003 í máli nr. 41/2003 dags. 18. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2004 í máli nr. 64/2003 dags. 20. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 27/2004 í máli nr. 70/2003 dags. 20. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2004 í máli nr. 72/2003 dags. 20. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2004 í máli nr. 45/2003 dags. 29. júlí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 51/2004 í máli nr. 22/2004 dags. 9. september 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2004 í máli nr. 2/2003 dags. 14. október 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 67/2004 í máli nr. 50/2002 dags. 9. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/2005 í máli nr. 66/2004 dags. 7. júlí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2005 í máli nr. 57/2005 dags. 16. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2005 í máli nr. 59/2004 dags. 28. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2005 í máli nr. 78/2005 dags. 7. desember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 13/2006 í máli nr. 99/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2006 í máli nr. 10/2006 dags. 30. mars 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2006 í máli nr. 45/2002 dags. 6. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2006 í máli nr. 13/2003 dags. 4. maí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2006 í máli nr. 16/2006 dags. 4. maí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2006 í máli nr. 53/2003 dags. 13. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 45/2006 í máli nr. 65/2004 dags. 20. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 47/2006 í máli nr. 41/2005 dags. 28. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 55/2006 í máli nr. 27/2003 dags. 30. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2006 í máli nr. 22/2005 dags. 28. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 67/2006 í máli nr. 70/2006 dags. 3. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 69/2006 í máli nr. 39/2005 dags. 6. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 73/2006 í máli nr. 77/2005 dags. 24. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 75/2006 í máli nr. 79/2006 dags. 27. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 80/2006 í máli nr. 37/2004 dags. 14. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2007 í máli nr. 32/2005 dags. 18. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 80/2007 í máli nr. 66/2007 dags. 23. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 86/2007 í máli nr. 53/2005 dags. 1. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 90/2007 í máli nr. 33/2005 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2008 í máli nr. 122/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2008 í máli nr. 67/2006 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2008 í máli nr. 164/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2008 í máli nr. 83/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 29/2008 í máli nr. 34/2007 dags. 11. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 27/2008 í máli nr. 66/2006 dags. 11. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2008 í máli nr. 97/2006 dags. 11. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2008 í máli nr. 94/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2008 í máli nr. 18/2008 dags. 6. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2008 í máli nr. 73/2005 dags. 27. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 49/2008 í máli nr. 16/2008 dags. 19. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2008 í máli nr. 27/2006 dags. 24. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2008 í máli nr. 88/2006 dags. 2. september 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 80/2008 í máli nr. 9/2008 dags. 23. október 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 88/2008 í máli nr. 50/2008 dags. 27. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 89/2008 í máli nr. 10/2007 dags. 5. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 3/2009 í máli nr. 15/2007 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2009 í máli nr. 23/2008 dags. 10. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2009 í máli nr. 84/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2009 í máli nr. 95/2008 dags. 28. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 54/2009 í máli nr. 31/2009 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 59/2009 í máli nr. 15/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 63/2009 í máli nr. 35/2008 dags. 2. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2010 í máli nr. 86/2007 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2010 í máli nr. 76/2007 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 49/2010 í máli nr. 23/2010 dags. 5. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2010 í máli nr. 56/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2011 í máli nr. 67/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2011 í máli nr. 169/2007 dags. 5. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2011 í máli nr. 13/2010 dags. 24. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/2011 í máli nr. 30/2011 dags. 28. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 39/2011 í máli nr. 60/2010 dags. 11. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 60/2011 í máli nr. 59/2009 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2011 í máli nr. 1/2008 dags. 8. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 23/2012 í máli nr. 48/2008 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 67/2012 í máli nr. 80/2011 dags. 25. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2013 í máli nr. 46/2011 dags. 6. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2014 í máli nr. 44/2010 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2012 í máli nr. 10/2012 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2012 í máli nr. 46/2012 dags. 4. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2013 í máli nr. 127/2012 dags. 24. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2013 í máli nr. 43/2012 dags. 10. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2013 í máli nr. 30/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2013 í máli nr. 70/2012 dags. 12. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2014 í máli nr. 116/2012 dags. 24. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2014 í máli nr. 55/2013 dags. 23. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2014 í máli nr. 90/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2014 í máli nr. 44/2014 dags. 22. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2014 í máli nr. 127/2012 dags. 2. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2014 í máli nr. 28/2014 dags. 19. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2014 í máli nr. 47/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2015 í máli nr. 48/2011 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2015 í máli nr. 85/2008 dags. 12. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2015 í máli nr. 66/2011 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2015 í máli nr. 78/2011 dags. 28. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2015 í máli nr. 8/2011 dags. 9. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2015 í máli nr. 18/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2015 í máli nr. 22/2014 dags. 14. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2015 í máli nr. 32/2013 dags. 15. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2015 í máli nr. 31/2014 dags. 8. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2015 í máli nr. 81/2011 dags. 9. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2015 í máli nr. 102/2011 dags. 13. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2015 í máli nr. 102/2014 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2015 í máli nr. 76/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 145/2015 í máli nr. 21/2013 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2016 í máli nr. 53/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2016 í máli nr. 62/2015 dags. 21. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2016 í máli nr. 76/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2016 í máli nr. 101/2014 dags. 18. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2016 í máli nr. 105/2014 dags. 19. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2016 í máli nr. 47/2016 dags. 6. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2016 í máli nr. 123/2014 dags. 16. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2016 í máli nr. 14/2014 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2016 í máli nr. 83/2015 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2016 í máli nr. 47/2016 dags. 23. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2016 í máli nr. 89/2015 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2016 í máli nr. 2/2014 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2017 í máli nr. 52/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2017 í máli nr. 65/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2017 í máli nr. 72/2015 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2017 í máli nr. 78/2015 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2017 í máli nr. 15/2017 dags. 15. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2017 í máli nr. 106/2016 dags. 18. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2017 í máli nr. 55/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2017 í máli nr. 93/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 77/2017 í málum nr. 3/2016 o.fl. dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2017 í máli nr. 9/2016 dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2017 í máli nr. 45/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2017 í máli nr. 116/2015 dags. 1. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2018 í máli nr. 31/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2018 í máli nr. 55/2016 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2018 í máli nr. 117/2017 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2018 í máli nr. 142/2016 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2018 í máli nr. 63/2018 dags. 19. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2018 í máli nr. 28/2017 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2018 í málum nr. 41/2017 o.fl. dags. 31. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2018 í máli nr. 63/2017 dags. 21. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2018 í máli nr. 128/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 180/2018 í máli nr. 108/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 173/2018 í máli nr. 119/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2019 í máli nr. 131/2017 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 7/2019 í máli nr. 89/2018 dags. 29. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2019 í máli nr. 151/2017 dags. 14. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2019 í máli nr. 37/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2019 í málum nr. 24/2018 o.fl. dags. 17. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2019 í máli nr. 127/2018 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2019 í máli nr. 100/2019 dags. 2. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2019 í máli nr. 45/2018 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 132/2019 í máli nr. 111/2018 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2019 í máli nr. 68/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2020 í máli nr. 10/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 18/2020 í máli nr. 126/2019 dags. 13. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2020 í máli nr. 36/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2020 í máli nr. 118/2018 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2020 í máli nr. 19/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2020 í málum nr. 80/2019 o.fl. dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2020 í máli nr. 115/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2020 í máli nr. 133/2019 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2020 í málum nr. 134/2019 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 67/2020 í máli nr. 17/2020 dags. 29. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 70/2020 í máli nr. 29/2020 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2020 í máli nr. 18/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2020 í máli nr. 33/2020 dags. 14. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2020 í máli nr. 20/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2020 í máli nr. 32/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2020 í máli nr. 121/2019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2020 í máli nr. 75/2020 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 125/2020 í máli nr. 74/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2020 í máli nr. 61/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2020 í máli nr. 85/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2021 í máli nr. 62/2020 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2021 í máli nr. 2/2021 dags. 12. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2021 í máli nr. 124/2020 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2021 í málum nr. 107/2020 o.fl. dags. 21. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2021 í máli nr. 141/2020 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2021 í máli nr. 58/2021 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2021 í máli nr. 44/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2021 í máli nr. 64/2021 dags. 24. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2021 í málum nr. 92/2021 o.fl. dags. 24. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2021 í máli nr. 53/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2021 í máli nr. 60/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2021 í málum nr. 72/2021 o.fl. dags. 22. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2021 í máli nr. 108/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2021 í máli nr. 43/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2021 í máli nr. 54/2021 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 166/2021 í máli nr. 98/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2022 í máli nr. 144/2021 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2022 í máli nr. 131/2021 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2022 í máli nr. 175/2021 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2022 í máli nr. 163/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2022 í máli nr. 168/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 58/2022 í máli nr. 181/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2022 í máli nr. 5/2022 dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2022 í máli nr. 77/2022 dags. 5. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2022 í máli nr. 180/2021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 90/2022 í máli nr. 41/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 91/2022 í máli nr. 43/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2022 í málum nr. 59/2022 o.fl. dags. 14. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2022 í máli nr. 36/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2022 í máli nr. 37/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2022 í máli nr. 56/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2022 í máli nr. 82/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2023 í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2023 í máli nr. 108/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2023 í máli nr. 136/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 64/2023 í máli nr. 145/2022 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2023 í máli nr. 22/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 66/2023 í máli nr. 42/2023 dags. 22. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2023 í máli nr. 27/2023 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2023 í máli nr. 3/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2023 í máli nr. 34/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2023 í máli nr. 53/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2023 í máli nr. 66/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2023 í máli nr. 71/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2023 í máli nr. 102/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2023 í máli nr. 81/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2023 í máli nr. 60/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 158/2023 í máli nr. 117/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 160/2023 í máli nr. 109/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2023 í máli nr. 127/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2024 í máli nr. 142/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2024 í máli nr. 130/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2024 í máli nr. 113/2023 dags. 13. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2024 í máli nr. 99/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2024 í máli nr. 125/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2024 í máli nr. 138/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2024 í máli nr. 7/2024 dags. 16. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2024 í máli nr. 26/2024 dags. 3. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 68/2024 í máli nr. 54/2024 dags. 6. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2024 í máli nr. 34/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2024 í máli nr. 45/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2024 í máli nr. 76/2024 dags. 25. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2024 í máli nr. 83/2024 dags. 25. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2024 í máli nr. 70/2024 dags. 8. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2024 í máli nr. 33/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2024 í máli nr. 49/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2024 í máli nr. 74/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2024 í máli nr. 94/2024 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2024 í máli nr. 120/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2024 í máli nr. 123/2024 dags. 10. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2025 í máli nr. 122/2024 dags. 21. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 11/2025 í máli nr. 114/2024 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2025 í máli nr. 182/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 54/2025 í máli nr. 170/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2025 í máli nr. 106/2024 dags. 15. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2025 í máli nr. 27/2025 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2025 í máli nr. 3/2025 dags. 4. júní 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2025 í máli nr. 10/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2025 í máli nr. 40/2025 dags. 15. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2025 í máli nr. 11/2025 dags. 18. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2025 í máli nr. 81/2025 dags. 4. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2025 í máli nr. 29/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 144/2025 í máli nr. 30/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 147/2025 í máli nr. 117/2025 dags. 2. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 145/2025 í máli nr. 84/2025 dags. 2. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2025 í máli nr. 125/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 189/2025 í máli nr. 129/2025 dags. 22. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 17/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-32/1997 dags. 27. nóvember 1997[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-34/1997 dags. 15. desember 1997[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-56/1998 dags. 18. september 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-71/1999 dags. 27. janúar 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-73/1999 dags. 23. mars 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-74/1999 dags. 25. maí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-77/1999 dags. 2. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-92/2000 dags. 31. janúar 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-101/2000 dags. 11. ágúst 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-134/2001 dags. 15. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-154/2002 dags. 25. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-157/2002 dags. 30. desember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-171/2004 dags. 15. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-197/2005 dags. 26. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-205/2005 dags. 25. maí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-216/2005 dags. 14. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-217/2005 dags. 10. október 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-228/2006 dags. 18. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-233/2006 dags. 27. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-300/2009 dags. 4. maí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-307/2009 dags. 16. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-315/2009 dags. 10. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-317/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-327/2010 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-328/2010 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-338/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-356/2011 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-360/2011 (Upplýsingar birtar í ársskýrslu SÍ)
Úrskurðarnefndin taldi að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda þann hluta gagna sem hafði upplýsingar sem bankinn sjálfur hafði sjálfur birt í ársskýrslu sinni.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-360/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-365/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-374/2011 dags. 28. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-407/2012 dags. 22. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-418/2012 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-442/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-453/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-472/2013 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-473/2013 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-484/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-485/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-486/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-490/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-510/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-512/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-519/2014 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-521/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-522/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-532/2014 dags. 30. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 569/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 570/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 578/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 579/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 580/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 586/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 606/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 638/2016 dags. 12. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 647/2016 (Einingaverð)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 647/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 655/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 656/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 662/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 709/2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 709/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 728/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 743/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 762/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 797/2019 dags. 14. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 807/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 828/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 864/2020 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 870/2020 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 874/2020 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 875/2020 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 882/2020 dags. 24. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 895/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 901/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 916/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 924/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 923/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 dags. 20. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 958/2020 dags. 30. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 976/2021 dags. 22. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 987/2021 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 993/2021 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1003/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1047/2021 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1064/2022 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1063/2022 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1083/2022 dags. 21. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1087/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1089/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1112/2022 dags. 20. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1132/2023 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1141/2023 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1154/2023 dags. 30. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1157/2023 dags. 3. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1162/2023 dags. 3. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1161/2023 dags. 3. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1200/2024 dags. 13. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1209/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1207/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1206/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1214/2024 dags. 9. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1279/2025 dags. 28. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1314/2025 dags. 7. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1313/2025 dags. 7. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 21/2008 dags. 20. febrúar 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 16/2008 dags. 27. febrúar 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 20/2008 dags. 20. mars 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 40/2009 dags. 26. mars 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 3/2009 dags. 23. júní 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2009 dags. 14. júlí 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 12/2009 dags. 14. júlí 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2009 dags. 1. október 2009[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 19/2009 dags. 9. mars 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 25/2009 dags. 28. júní 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 5/2010 dags. 10. september 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 3/2010 dags. 26. nóvember 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 33/2010 dags. 11. febrúar 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 97/2011 dags. 24. febrúar 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 21/2010 dags. 29. apríl 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 11/2011 dags. 24. júní 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 12/2011 dags. 1. júlí 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 47/2011 dags. 9. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 51/2011 dags. 9. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 58/2011 dags. 9. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 56/2011 dags. 16. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 60/2011 dags. 16. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 72/2011 dags. 20. janúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 70/2011 dags. 3. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 79/2011 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 96/2011 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 83/2011 dags. 9. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 85/2011 dags. 16. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 108/2011 dags. 16. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 107/2011 dags. 23. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 4/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 113/2012 dags. 5. október 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 70/2012 dags. 5. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 73/2012 dags. 16. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 130/2012 dags. 23. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 183/2012 dags. 8. febrúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 157/2012 dags. 15. febrúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 173/2012 dags. 15. mars 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 197/2012 dags. 15. mars 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2013 dags. 31. maí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 24/2013 dags. 5. júlí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 23/2013 dags. 13. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 68/2013 dags. 15. nóvember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 61/2013 dags. 22. nóvember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 81/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 10/2014 dags. 4. apríl 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 47/2014 dags. 11. júlí 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 36/2014 dags. 3. október 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 72/2014 dags. 10. október 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 94/2014 dags. 30. janúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 45/2015 dags. 18. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 2/2016 dags. 11. mars 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 26/2016 dags. 18. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 37/2016 dags. 28. október 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 50/2016 dags. 9. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 3/2017 dags. 10. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 66/2016 dags. 7. apríl 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 31/2017 dags. 22. mars 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 5/2022 dags. 10. nóvember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 68/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 24/2016 dags. 12. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 22/2015 dags. 29. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 135/2016 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 185/2016 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2015 dags. 7. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 29/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 232/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 304/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 126/2017 dags. 30. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 225/2017 dags. 19. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 146/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 459/2016 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 269/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2017 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 277/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2017 dags. 8. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 214/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 329/2017 dags. 20. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2017 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 428/2017 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 352/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 367/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 372/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 466/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2017 dags. 21. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2017 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 433/2017 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 43/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2018 dags. 26. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 154/2018 dags. 29. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2018 dags. 12. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 371/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 281/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 342/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 353/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2018 dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 380/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 445/2018 dags. 6. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 61/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 16/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 112/2019 dags. 26. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 111/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 177/2019 dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 251/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 185/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2019 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 296/2019 dags. 19. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2018 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 359/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 410/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 278/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 507/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 424/2019 dags. 17. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2019 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 477/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2020 dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 497/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 498/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 522/2019 dags. 19. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 86/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 135/2020 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 99/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2020 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 247/2020 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 148/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 260/2020 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 303/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 366/2020 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 338/2020 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 408/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 345/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 613/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 619/2020 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 626/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 72/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 100/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 54/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 691/2020 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2021 dags. 7. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 159/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 182/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 198/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 319/2021 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 56/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 164/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 308/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 403/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 480/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 663/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 694/2021 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 691/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 708/2021 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 705/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 704/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 151/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 117/2022 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 36/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 292/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 232/2022 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 262/2022 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 367/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 224/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 365/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 316/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 475/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 697/2021 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 476/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 526/2022 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 543/2023 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 547/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 551/2023 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 590/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 418/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 599/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 564/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 576/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 595/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 594/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 604/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2023 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 585/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 66/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 318/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 313/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 181/2023 dags. 7. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 229/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 178/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 282/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 418/2022 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 337/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 379/2023 dags. 31. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2023 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 220/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 447/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2023 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 581/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 519/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 566/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 553/2023 dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 582/2023 dags. 20. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 567/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 62/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 440/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 49/2024 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 560/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 608/2024 dags. 29. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 609/2023 dags. 29. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 126/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 31. janúar 2017 (Málsmeðferð landlæknis í kvörtunarmáli kærð)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 023/2018 dags. 17. september 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 023/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 041/2018 dags. 14. desember 2018 (Synjun Embættis landlæknis um sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun á greiningu og meðferð stoðkerfis (MT))[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 040/2018 dags. 14. desember 2018 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun á greiningu og meðferð stoðkerfis (MT))[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2010 dags. 1. desember 2010[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 17/2010 dags. 1. desember 2010[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 19/2010 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2011 dags. 1. september 2011[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2012 dags. 26. september 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 20/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2013 dags. 17. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2014 dags. 26. september 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2014 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2015 dags. 31. mars 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 14/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2016 dags. 14. október 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 17/2016 dags. 28. október 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2017 dags. 12. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2017 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2017 dags. 26. desember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2017 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2017 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2018 dags. 4. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2019 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2019 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2019 dags. 28. janúar 2020 (Gjáhella, Hafnarfirði)[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2019 dags. 18. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2020 dags. 5. júní 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2020 dags. 4. september 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2020 dags. 3. desember 2020 (Fasteignamat stöðvarhúss Blönduvirkjunar)[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2020 dags. 29. mars 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 13/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2021 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 12/2021 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2021 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2023 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2023 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2025 dags. 13. maí 2025[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2025 dags. 28. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2025 dags. 14. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 451/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 892/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1199/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 142/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 88/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 90/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 163/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 439/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 442/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 46/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 345/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 387/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 210/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 296/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 358/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 68/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 128/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 426/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 148/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 548/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 333/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 171/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 291/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 344/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 242/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 263/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 430/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 435/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 211/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 59/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 385/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 116/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 233/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 211/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 243/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 82/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 334/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/1994[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 230/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 29/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 305/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 87/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1055/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 386/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 438/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1053/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 367/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 379/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 399/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 506/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 579/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 20/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 78/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 433/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 443/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 615/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 147/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 140/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 16/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 38/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 407/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 216/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 122/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 177/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 937/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1009/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 133/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 163/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 17/1988 dags. 28. apríl 1988 (Forsjármál)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 28/1988 dags. 3. ágúst 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 91/1989 dags. 31. ágúst 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 110/1989 dags. 29. september 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 166/1989 dags. 19. desember 1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 87/1989 dags. 24. janúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 112/1989 dags. 15. febrúar 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 183/1989 dags. 30. mars 1990 (Sérfræðiviðurkenning tannlæknis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 299/1990 dags. 21. júní 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 161/1989 (Starfsstöð innsigluð)[HTML]
Lagt til grundvallar að samskipti hefðu átt að eiga sér stað áður en starfsstöð væri lokað vegna vanrækslu á greiðslu söluskattsskuldar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 84/1989 dags. 30. nóvember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 264/1990 dags. 3. desember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 104/1989 dags. 3. desember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 352/1990 dags. 3. desember 1990[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 136/1989 (Þekktar bjórtegundir)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 155/1989[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 375/1990 dags. 29. ágúst 1991[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 82/1989 dags. 4. október 1991 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 415/1991 dags. 25. nóvember 1991 (Kynning stjórnmálaflokka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 580/1992 dags. 12. mars 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 557/1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 346/1990 (Innheimtubréf - Innheimtukostnaður Húsnæðisstofnunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 496/1991 dags. 11. ágúst 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 435/1991 (Leyfi til málflutnings)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 406/1991 dags. 19. nóvember 1992[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 472/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 416/1991 dags. 8. febrúar 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 764/1993 dags. 2. mars 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 755/1993 dags. 20. apríl 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 790/1993 dags. 15. júní 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 796/1993 dags. 18. júní 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 630/1992 (Heimild til samninga við Varnarliðið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 672/1992 dags. 30. ágúst 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 742/1993 dags. 5. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 622/1992 dags. 5. október 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 654/1992 dags. 23. nóvember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 629/1992 dags. 29. desember 1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 795/1993 dags. 6. janúar 1994 (Álagningarstofn vatnsgjalds)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1004/1994 dags. 10. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 860/1993 dags. 24. febrúar 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 887/1993 dags. 29. mars 1994 (Umsögn tryggingaráðs)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 894/1993 dags. 22. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 882/1993 dags. 26. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 712/1992 dags. 28. apríl 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 714/1992 dags. 27. maí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 872/1993 dags. 28. júlí 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 955/1993 dags. 23. ágúst 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 909/1993[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 842/1993 dags. 24. október 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 598/1992 dags. 18. nóvember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1190/1994 dags. 1. desember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1076/1994 dags. 14. febrúar 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1409/1995 dags. 29. mars 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1416/1995 dags. 19. apríl 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1169/1994 dags. 12. maí 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1460/1995 dags. 26. maí 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1197/1994 dags. 6. júní 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 911/1993 dags. 8. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1292/1994 dags. 22. ágúst 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1204/1994 dags. 6. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1097/1994 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 974/1993 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1156/1994 dags. 13. október 1995[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 993/1994 dags. 4. janúar 1996 (Ráðstöfun ríkisjarða I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1468/1995 dags. 8. janúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1427/1995 dags. 2. febrúar 1996 (Lækkun eignarskattsstofns I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 746/1993 dags. 15. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1241/1994 dags. 23. febrúar 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 982/1994 (Lán fyrir skólagjöldum í mannfræðinám)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1317/1994 dags. 2. apríl 1996 (Réttur til afhendingar gagna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1532/1995 dags. 3. apríl 1996 (Framhaldsskólar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1571/1995 dags. 10. október 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1849/1996 dags. 7. nóvember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1609/1995 dags. 15. nóvember 1995 (Bifreiðastjórafélagið Frami - Gjald fyrir útgáfu undanþágu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1127/1994 dags. 20. nóvember 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1934/1996 dags. 3. janúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1706/1996 (Umönnunargreiðslur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1838/1996 dags. 17. febrúar 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1659/1996 (Þjónustugjöld Fiskistofu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1805/1996 (LÍN - Ný regla um aldursskilyrði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1718/1996 dags. 29. apríl 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1896/1996 dags. 16. maí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1776/1996 dags. 30. júlí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2058/1997 dags. 30. júlí 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2074/1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1754/1996 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2009/1997 dags. 8. janúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1926/1996 (Samgönguráðherra framselur vald ferðamálaráðs)[HTML]
Umboðsmaður taldi ráðherra ekki geta skipað undirnefnd ferðamálaráðs er fékk síðan tiltekið vald, heldur yrði ráðið að gera það sjálft.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1923/1996 dags. 6. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1820/1996 dags. 13. febrúar 1998 (Lýðveldissjóður)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2087/1997 dags. 17. mars 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1833/1996 (Lækkun eignarskattsstofns II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1931/1996 dags. 17. maí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2355/1998 dags. 20. júlí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2144/1997 dags. 13. ágúst 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1756/1996 dags. 4. september 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2196/1997 dags. 13. október 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2271/1997 (Launakjör skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu)[HTML]
Kvartað var yfir að kjaranefnd hafi brotið gegn lagaskyldu um að nefndin ætti að ákvarða launin eftir aðstæðum hverju sinni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2147/1997 dags. 14. desember 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2156/1997 dags. 16. desember 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2479/1998 dags. 3. febrúar 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2241/1997 dags. 5. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2275/1997 dags. 13. apríl 1999 (Flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]
Umboðsmaður taldi tengsl þar sem annar aðilinn var fyrrverandi nemandi og samstarfsmaður hins ekki leiða til vanhæfis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2431/1998 dags. 16. apríl 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2604/1998 dags. 16. apríl 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2442/1998 dags. 28. maí 1999 (Samgönguráðuneytið - Þyrlupróf)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2511/1998 dags. 23. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2343/1997 (Lækkun á örorkumati)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2473/1998 dags. 4. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2591/1998 (Flutningur málmiðnaðardeildar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2500/1998 dags. 17. nóvember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2411/1998 dags. 17. nóvember 1999 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2340/1997 dags. 13. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2320/1997 dags. 13. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2679/1999 dags. 29. desember 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2584/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar I)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2585/1998 dags. 30. desember 1999 (Holræsagjöld Ísafjarðarbæjar II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2641/1999 dags. 29. febrúar 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2512/1998 dags. 16. mars 2000 (Reynslulausn erlendra afplánunarfanga - Náðunarnefnd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2532/1998 dags. 6. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2542/1998 dags. 7. apríl 2000 (Verklagsreglur ríkisskattstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2417/1998 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2630/1998 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2735/1999 dags. 7. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2530/1998 dags. 28. apríl 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2606/1998 (Launakjör forstöðumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2807/1999 (Skrifstofustörf - Innlausn á eignarhluta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2435/1998 (Ættleiðingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2416/1998 dags. 22. ágúst 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2858/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2855/1999 dags. 16. október 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2796/1999 dags. 17. október 2000 (Styrkur til kaupa á bifreið)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2793/1999 dags. 20. nóvember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2826/1999 dags. 21. nóvember 2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2352/1998 dags. 20. desember 2000 (Útflutningsskylda sauðfjárafurða)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2886/1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2862/1999 dags. 31. janúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2701/1999 dags. 20. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2887/1999 dags. 21. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2929/2000 (Undanþága frá endurgreiðslu námslána)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2996/2000 dags. 1. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3034/2000 dags. 15. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3042/2000 dags. 18. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2607/1998 (Leyfi til vísindarannsókna í sjó)[HTML]
Sett var skilyrði að leyfið væri veitt að því leyti að ekki væri aflað gagna sem hægt væri að fá hjá Hafrannsóknarstofnun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2953/2000 dags. 20. september 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2973/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2974/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3245/2001 (Stöðuveiting - Þróunarsamvinnustofnun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3198/2001 (Rökstuðningur fyrir synjun um inngöngu í Lögregluskóla ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3014/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3350/2001 (Gírógjald Ríkisútvarpsins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3307/2001 dags. 10. maí 2002 (Ótímabundið dvalarleyfi)[HTML]
Í þágildandi lögum voru engin skilyrði um hvenær viðkomandi uppfyllti skilyrði til að öðlast tímabundið né ótímabundið dvalarleyfi. Stjórnvöldum var því fengið mikið svigrúm. Stjórnvald setti reglu er mælti fyrir að dvöl í þrjú ár leiddi til ótímabundins dvalarleyfis. Einstaklingur fékk dvalarleyfi og ári síðar var tímabilið lengt í fimm ár og látið gilda afturvirkt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3308/2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3427/2002 dags. 17. október 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3580/2002 dags. 31. október 2002 (Lánatryggingasjóður kvenna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3643/2002 dags. 13. desember 2002 (Lögfræðiálit fyrir Mosfellsbæ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3466/2002 (Launakjör presta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3699/2003 dags. 17. janúar 2003 (Byggðakvóti)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3715/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3515/2002 dags. 18. mars 2003 (Afturköllun ákvörðunar - Blóðskilunarmeðferð)[HTML]
Maður var langt kominn með nýrnasjúkdóm og þurfti að fara í blóðskilunarmeðferð. Sonur hans þurfti að keyra honum til höfuðborgarsvæðisins og sótti um ívilnun vegna þessa. Tryggingayfirlækni var sent eyðublað með beiðni um þessa fyrirgreiðslu ferðakostnaðar, sem samþykkti umsóknina. Nokkru síðar var ákvörðunin leiðrétt þar sem yfirlæknirinn taldi sig hafa séð annað eyðublað, og send synjun í staðinn. Mistökin voru ekki rakin til sonarins og ekki séð að hann hefði beitt neinum blekkingum. Umboðsmaður taldi ekki heimilt að beita ákvæðinu í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3616/2002 (Rás 2)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3708/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3717/2003 (Innfjarðarrækja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3929/2003 (Listamannalaun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3956/2003 dags. 1. september 2004 (Deildarstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4004/2004 (Starfsleyfi sálfræðings)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3902/2003 dags. 19. október 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4132/2004 dags. 19. október 2004 (Súðavíkurhreppur - Byggðakvóti)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4064/2004 dags. 3. nóvember 2004 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4140/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4249/2004 (Ráðning lögreglumanns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4018/2004 dags. 6. júní 2005 (Lausn opinbers starfsmanns frá störfum vegna sparnaðar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4231/2004 dags. 28. júní 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4495/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4279/2004 dags. 10. janúar 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4427/2005 dags. 6. mars 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4210/2004 dags. 21. mars 2006 (Skipun ráðuneytisstjóra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4163/2004 dags. 24. apríl 2006 (Úthafskarfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4298/2004 (Hafnargjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4557/2005 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4583/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4340/2005 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4530/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4440/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4351/2005 (Skúffufé ráðherra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4478/2005 (Malarnáma - útleiga námuréttinda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4586/2005 dags. 28. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4700/2006 dags. 29. desember 2006 (LÍA og vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4677/2006 dags. 13. febrúar 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4585/2005 (Úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4609/2005 dags. 4. apríl 2007 (Ábyrgðarsjóður launa)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4629/2006 (Sala á útlánasafni Lánasjóðs Landbúnaðarins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 9. október 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4962/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4929/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4699/2006 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 (Áætlunarheimild LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5035/2007 dags. 17. nóvember 2008 (ÁTVR - Ákvörðun útsöluverðs áfengis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4866/2006 dags. 18. nóvember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5364/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5328/2008 (Hæfi til að stunda leigubifreiðaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4992/2007 (Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5519/2008 dags. 29. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5106/2007 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélags)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5356/2008 dags. 8. maí 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5736/2009 dags. 22. júlí 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5118/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5651/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5836/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5197/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML]
Orðalagi var breytt þannig að í stað þess að úthlutað væri til byggðarlags var úthlutað til aðila innan þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5815/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5646/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5893/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5525/2008 dags. 29. september 2010 (Áminning)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5063/2007 dags. 30. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5795/2009 (Atvinnuleysistryggingar - Umsókn um styrk til búferlaflutninga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5733/2009 (Lífeyrisuppbót)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5740/2009 dags. 31. desember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6093/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5862/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 6376/2011 dags. 28. mars 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5949/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6109/2010 dags. 7. júní 2011 (Úthlutunarreglur LÍN)[HTML]
Umboðsmaður gerði athugasemdir við stuttan tímafrest sem væntanlegir nemendur fengu frá því breytingar voru gerðar og þar til lánstímabilið hófst.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6446/2011 dags. 16. júní 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5890/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6182/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6116/2010 (Vöruvalsreglur ÁTVR)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6034/2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6534/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6052/2010 dags. 30. desember 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6539/2011 dags. 15. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6110/2010 (Ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar - Tilkynningarskylda vegna innherja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6918/2012 dags. 27. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6816/2012 dags. 30. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6961/2012 dags. 21. maí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6276/2011 dags. 18. júní 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7019/2012 dags. 9. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6424/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6433/2011 (Atvinnuleysistryggingar námsmanna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6982/2012 dags. 14. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6340/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6865/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7162/2012 dags. 17. janúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7284/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6614/2011 dags. 4. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6584/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F5/2013 dags. 7. ágúst 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7144/2012 (Tilgreining á menntunarskilyrðum í auglýsingu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7326/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7394/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7382/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2010 dags. 8. júlí 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7788/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7037/2012 dags. 28. nóvember 2014 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]
Umboðsmaður Alþingis taldi óskýrt í lögum hvort Félagsstofnun stúdenta væri opinber aðili í skilningi laga um opinber innkaup og taldi sér ekki fært að taka afstöðu um hvort frávísun kærunefndar útboðsmála væri réttmæt eður ei. Hann benti viðkomandi fagráðherra og Alþingi á téða óvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8140/2014 (Ábyrgðarbréf)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8322/2015 dags. 28. október 2015[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8675/2015 (Úthlutun styrkja úr Orkusjóði - Heimildir stjórnvalda til að birta og leiðrétta upplýsingar opinberlega)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8194/2014 (Endurtökupróf)[HTML]
Ákvörðun var tekin um að heimila tilteknum einstaklingi að fara í tiltekið endurtökupróf. Reynt á það hvort skólinn hefði komið málinu þannig fyrir að nemandinn hefði í raun ekki val, til að létta sér vinnuna.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8687/2015 dags. 21. júní 2016 (Skólaakstur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8739/2015 dags. 29. júní 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8544/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8729/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8945/2016 dags. 10. október 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9040/2016 dags. 30. desember 2016 (Uppsögn úr starfi)[HTML]
Starfsmaður var ráðinn í ár til að sinna ákveðnu verkefni. Honum var svo sagt upp vegna hagræðingar.
Reynt var á þá reglu að ef starfsmanni væri sagt upp að ósekju starfsmannsins yrði honum fundið annað starf.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8741/2015 dags. 30. desember 2016 (Áminning heilsugæslulæknis)[HTML]
Heilsugæslulæknir mætti ekki á nokkra fundi við yfirlækna en hann hafði áður sagst ekki ætla að mæta á þá. Umboðsmaður taldi að skora hefði átt á lækninn að mæta á fundina og vara hann við afleiðingum þess að mæta ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8956/2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8820/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 9266/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9487/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9616/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9688/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]
Fyrirtæki í ferðaþjónustu kvartaði undan samþykkt ráðherra á gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs vegna tjaldsvæða og þjónustu í þjóðgarðinum. Kvartandi óskaði eftir áliti um það hvort gjaldtakan samræmdist ákvæðum laga og fjárhæðum. Hann hélt því fram að gjaldtakan bryti í bága við jafnræðisregluna þar sem það var eingöngu lagt á hópferðabíla en ekki á fólk í einkabílum.

Umboðsmaður athugaði hvort rétt væri að miða gjaldið við mögulegan farþegafjölda í rútu en ekki raunverulegan. Umboðsmaður taldi það hins vegar málefnalegt enda vandkvæði við að hafa eftirlit með því hversu margir farþegar væru í hverju ökutæki.

Umboðsmaður túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að heimilt væri að fella eitt gjald fyrir alla þjónustu garðsins í stað þess að skipta þeim niður á tiltekna kostnaðarliði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9656/2018 (Neyðarhnappur)[HTML]
Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið veitt heimild til ráðherra til að byggja á atriðum eins og búsetu og öðrum persónulegum atriðum. Þá hafði einnig ekki verið metin atriði eins og hvort sambærileg þjónusta og sú sem var skert var fyrir hendi á staðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9513/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9519/2017 dags. 31. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9771/2018 dags. 11. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9977/2019 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9837/2018 dags. 7. mars 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9668/2018 (Landbúnaður - Breyting á uppgjörstímabili - Ullarnýting)[HTML]
Gerð var breyting á reglugerð er leiddi til breytingar á stjórnsýsluframkvæmd. Fólk fékk tilteknar greiðslur fyrir ull og var tímabilið lengt úr 12 mánuðum í 14. Enginn fyrirvari var á breytingunni svo fólk gæti aðlagað sig.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9957/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10010/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10032/2019 dags. 28. mars 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10034/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9896/2018 dags. 23. september 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9722/2018 dags. 9. desember 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10089/2019 dags. 21. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9991/2019 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10319/2019 dags. 19. febrúar 2020 (Nafnbirting umsækjenda hjá RÚV)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10128/2019 dags. 6. apríl 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10502/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10260/2019 dags. 27. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9873/2018 dags. 7. september 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10025/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9963/2019 dags. 19. október 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10235/2019 dags. 3. desember 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10103/2019 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10890/2020 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10871/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10895/2020 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10860/2020 dags. 26. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10912/2021 dags. 26. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10916/2021 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10936/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10957/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10797/2020 dags. 3. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10921/2021 dags. 15. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10961/2021 dags. 17. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10971/2021 dags. 17. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10813/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11006/2021 dags. 29. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11011/2021 dags. 29. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10785/2020 dags. 31. mars 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10992/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 31. desember 2008[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10884/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10246/2019 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11029/2021 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10077/2019 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11063/2021 dags. 4. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1162/2021 dags. 7. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11062/2021 dags. 7. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11079/2021 dags. 7. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11092/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11093/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11129/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11121/2021 dags. 28. maí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10301/2019 dags. 3. júní 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10521/2020 dags. 10. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10940/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10898/2021 dags. 21. júní 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10750/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10968/2021 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11097/2021 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10847/2020 dags. 9. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11217/2021 dags. 10. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10658/2020 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11080/2021 dags. 23. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10985/2021 dags. 24. ágúst 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11224/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11071/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10904/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10788/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11238/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F79/2018 dags. 21. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11152/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11245/2021 dags. 2. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10626/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10623/2020 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11262/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11179/2021 dags. 6. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11361/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11393/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11328/2021 dags. 23. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11433/2021 dags. 23. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F107/2021 dags. 18. janúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11431/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11497/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11067/2021 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11482/2022 dags. 14. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11522/2022 dags. 14. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11536/2022 dags. 14. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11362/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11559/2022 dags. 21. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11496/2022 dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F103/2021 dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F109/2022 dags. 3. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10929/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10592/2020 dags. 24. mars 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11523/2022 dags. 29. mars 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11590/2022 dags. 5. apríl 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11597/2022 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11633/2022 dags. 25. apríl 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10783/2020 dags. 10. maí 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11680/2022 dags. 10. maí 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11314/2021 dags. 8. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10990/2021 dags. 8. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11354/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11564/2022 dags. 28. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11730/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11505/2022 dags. 30. júní 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11764/2022 dags. 22. ágúst 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11808/2022 dags. 15. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11815/2022 dags. 15. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11827/2022 dags. 15. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11603/2022 dags. 20. september 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11842/2022 dags. 20. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11531/2022 dags. 6. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11529/2022 dags. 6. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11875/2022 dags. 21. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11884/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11685/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11835/2022 dags. 2. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11836/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11386/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11734/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11478/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11458/2021 dags. 15. desember 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11959/2022 dags. 27. janúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12016/2023 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11814/2022 dags. 3. mars 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11868/2022 dags. 6. mars 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12011/2023 dags. 7. mars 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11881/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12093/2023 dags. 29. mars 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12040/2023 dags. 11. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F133/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12074/2023 dags. 24. apríl 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12083/2023 dags. 25. apríl 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F117/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12194/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12169/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12188/2023 dags. 19. júní 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12279/2023 dags. 17. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12289/2023 dags. 17. júlí 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11723/2022 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12308/2023 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12304/2023 dags. 28. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12265/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12311/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12228/2023 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12145/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12332/2023 dags. 11. september 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12142/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12109/2023 dags. 22. september 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12155/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F132/2023 dags. 5. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12402/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12244/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12421/2023 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12411/2023 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12406/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12058/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12493/2023 dags. 19. desember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12467/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12504/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12515/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12139/2023 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12210/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12533/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12624/2024 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12380/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12660/2024 dags. 25. mars 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12178/2023 dags. 4. apríl 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12305/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12576/2024 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12117/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12121/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12546/2024 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12514/2023 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12482/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12389/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12230/2023 dags. 5. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12751/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12784/2024 dags. 18. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12516/2023 dags. 18. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12789/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12802/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12806/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12716/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12822/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12839/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12772/2024 dags. 17. júlí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12851/2024 dags. 1. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12809/2024 dags. 16. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12390/2023 dags. 20. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12887/2024 dags. 27. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12838/2024 dags. 27. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12888/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12478/2023 dags. 9. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12652/2024 dags. 19. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12634/2024 dags. 19. september 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F154/2024 dags. 30. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12408/2024 dags. 30. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12859/2024 dags. 4. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12787/2024 dags. 16. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12897/2024 dags. 17. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12763/2024 dags. 17. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12630/2024 dags. 24. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12980/2024 dags. 29. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12513/2024 dags. 30. október 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12945/2024 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12992/2024 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13005/2024 dags. 9. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13015/2024 dags. 13. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12871/2024 dags. 17. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13048/2024 dags. 18. desember 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11924/2022 dags. 20. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12567/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13056/2024 dags. 3. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 2/2025 dags. 4. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13054/2025 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 28/2025 dags. 5. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 23/2025 dags. 20. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13064/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 54/2025 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12905/2024 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13052/2024 dags. 10. mars 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12862/2024 dags. 12. mars 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 89/2025 dags. 31. mars 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 66/2025 dags. 31. mars 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 159/2025 dags. 29. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 178/2025 dags. 30. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 198/2025 dags. 6. júní 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12937/2024 dags. 30. júní 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 238/2025 dags. 23. júlí 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 328/2025 dags. 15. september 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 363/2025 dags. 19. september 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 347/2025 dags. 30. september 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 65/2025 dags. 16. október 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 448/2025 dags. 27. október 2025[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12684/2024 dags. 14. nóvember 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 454/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 96/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 493/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1955119
1958768
1964871
1966538
1969468
1972970
1974709, 792-794, 800
19821045
1984883, 885
1986 - Registur139, 146
1986468, 707, 711, 715, 719, 1165, 1173
1987826, 988, 1009, 1014, 1745
1988343, 367, 370, 540
19891003
1990456, 758, 1254
1991 - Registur100
1991217, 623, 625, 1989
1992 - Registur131, 239, 264
1992122, 381, 414, 871, 1200, 1885, 1967, 1973, 1984, 2245, 2254, 2282, 2288
1993 - Registur191, 222, 236
199370-71, 346, 407, 1218, 1221, 1318, 1994, 2185, 2330
1994 - Registur251
1994126, 481, 486, 615, 679, 681, 775, 873, 877, 1208, 1257, 1363, 1386, 2334, 2359, 2466, 2545, 2915-2916
1995 - Registur309
19952546, 2594, 2606, 2615, 2880, 3096, 3203, 3219, 3267, 3274
1996 - Registur346
1996595, 631, 899, 1067, 1453, 1659, 2413, 2968, 2994, 3006-3007, 3022, 3024, 3027-3028, 3046, 3115, 3117, 3119, 3427, 3650, 3708, 3766, 4029, 4124, 4126, 4128, 4254, 4272, 4281
1997 - Registur26, 145-146, 178-179, 182, 201
199736, 38, 363, 366-367, 400, 409, 598, 697, 770, 1302, 2157, 2179, 2260, 2262, 2397-2398, 2400, 2402, 2471, 2491, 2503, 2516, 2563, 2565, 2576, 2578, 2580-2581, 2591, 2642-2643, 2769-2770, 2876, 2941, 3096, 3252, 3338-3339
1998 - Registur158, 254-255, 326, 342
1998150, 185, 197, 312, 315, 513-514, 745, 817, 1098, 1225, 1320, 1380-1382, 1400-1401, 1403, 1405-1406, 1419, 1427, 1431-1432, 1669, 1672-1673, 1718, 1806, 1979, 1982, 2007, 2031, 2234, 2236, 2244, 2246, 2249, 2288, 2398, 2401, 2535, 3124, 3126, 3195-3196, 3202, 3204, 3267, 3463, 3469-3470, 3540, 3553, 3565, 3577, 3589, 3608, 3847, 3850, 3853, 3862-3863, 3866, 3986-3987, 4079-4080, 4082, 4353, 4454, 4480
199974-75, 388-389, 405, 407, 415-416, 422, 654, 673, 676-677, 686, 701-702, 1290, 1298, 1562, 1709, 1714, 1720, 1723, 1886, 1917, 1919, 1961, 2015, 2018, 2021, 2079, 2090, 2227-2229, 2772, 2803, 2818, 3044, 3520-3521, 3705, 3754, 3783, 3787, 3794-3795, 3937, 3942, 3960, 4007, 4016-4017, 4263, 4271, 4671, 4770, 4772, 4789, 4937-4938, 4948
2000151, 162-163, 407, 419, 902, 940, 1066, 1069, 1083, 1086, 1197, 1202, 1206, 1208, 1223, 1252, 1254, 1326, 1335, 1338-1339, 1371, 1384, 1514, 1516, 1535, 1538-1539, 1544-1545, 1547, 1550, 1559, 1561, 1567-1568, 1628, 1640, 1644-1645, 1677, 1812, 1851, 1862, 2111, 2141, 2174, 2185-2186, 2188, 2192, 2714, 2716, 2719, 2940-2941, 3131, 3240, 3246-3247, 3275, 3523-3524, 3546, 3548, 3556, 3558, 3561, 3807, 3809-3810, 4001, 4025, 4034, 4058, 4081, 4146, 4150, 4268, 4315, 4364, 4394, 4396, 4497, 4500
20023918, 3955-3956
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1984-1992108-109, 421, 432, 562
1993-199625
1993-1996145, 150-151, 230, 257-258, 489
1997-2000232, 299, 302, 501, 578, 628
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1945A67, 166
1946A191, 213
1949A232
1954A41
1975C12
1977B447
1978A8, 42
1978C24, 58
1986A80
1987A27
1988A212
1989A256, 260
1990A222
1991C28
1992B123
1993A4, 25, 62, 155, 181, 234
1993B541, 867
1993C272, 582, 707, 735, 1462
1994A239
1994B695, 767, 787, 808, 1209, 1425
1995A155, 620, 648
1995B457, 1708, 1710
1995C282-283, 298
1996A27, 258, 449, 457-458
1996B630, 1520
1997A288, 454
1997B747, 773, 1064, 1499
1997C177
1998A122, 134, 137, 139
1998B885
1999A207, 218, 225
1999B849, 923, 1417, 1974, 2059
1999C25-26
2000A166, 269, 315
2000B301, 744, 875, 890, 1042, 1533, 1759
2000C195, 442
2001A25, 71, 170, 184, 187, 202
2001B254, 1361, 2842
2001C153, 216, 325
2002A24-26, 30, 189
2002B213, 1339, 1429, 2038, 2225
2002C747, 899, 965
2003A76, 211-212, 214-215, 225, 250, 301, 308-310, 405
2003B64, 1606, 1610, 1619
2003C138-139, 142, 525
2004A37, 304, 832
2004B495, 632, 2167, 2673, 2678, 2680, 2682, 2684
2004C541
2005A40, 959
2005B1693, 2394, 2397, 2401-2403
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1945AAugl nr. 51/1945 - Auglýsing um loftflutningasamning milli Íslands og Bandaríkja Ameríku[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 86/1945 - Auglýsing um loftflutninga milli Íslands og Svíþjóðar[PDF prentútgáfa]
1946AAugl nr. 91/1946 - Auglýsing um að Ísland hafi gengið að sáttmála hinna sameinuðu þjóða[PDF prentútgáfa]
1949AAugl nr. 100/1949 - Auglýsing um Norðurlandasamning um gagnkvæma veitingu ellilífeyris[PDF prentútgáfa]
1954AAugl nr. 16/1954 - Auglýsing um milliríkjasamning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma veitingu mæðrahjálpar[PDF prentútgáfa]
1975CAugl nr. 3/1975 - Auglýsing um fullgildingu samnings um alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti[PDF prentútgáfa]
1977BAugl nr. 278/1977 - Reglugerð um Tækniskóla Íslands[PDF prentútgáfa]
1978AAugl nr. 4/1978 - Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband[PDF prentútgáfa]
1978CAugl nr. 8/1978 - Auglýsing um aðild Íslands að Vínarsamningnum um ræðissamband[PDF prentútgáfa]
1986AAugl nr. 27/1986 - Lög um verðbréfamiðlun[PDF prentútgáfa]
1989AAugl nr. 19/1989 - Lög um eignarleigustarfsemi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 20/1989 - Lög um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði[PDF prentútgáfa]
1991CAugl nr. 2/1991 - Auglýsing um samning um stofnun Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu[PDF prentútgáfa]
1992BAugl nr. 51/1992 - Reglugerð um Byggðastofnun[PDF prentútgáfa]
1993AAugl nr. 2/1993 - Lög um Evrópska efnahagssvæðið[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 9/1993 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 32/1993 - Lög um breytingar á lögum um fjarskipti, nr. 73/1984[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 37/1993 - Stjórnsýslulög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 47/1993 - Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF prentútgáfa]
1993BAugl nr. 299/1993 - Reglugerð Hitaveitu Seyluhrepps[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 414/1993 - Reglugerð um skuldbreytingar á lánum á vegum Byggingarsjóðs ríkisins[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 10/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Ísraels[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 15/1993 - Auglýsing um breytingar á Montrealbókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 31/1993 - Auglýsing um samning um Evrópska efnahagssvæðið og bókun um breytingu á samningnum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 32/1993 - Auglýsing um samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls og bókun um breytingu á samningnum[PDF prentútgáfa]
1994AAugl nr. 69/1994 - Lög um sölu notaðra ökutækja[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 244/1994 - Reglugerð um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 382/1994 - Reglugerð um skilyrði fyrir leyfum til að veita fjarskiptaþjónustu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 450/1994 - Auglýsing um grundvöll reikningsskila[PDF prentútgáfa]
1995AAugl nr. 61/1995 - Lög um leigubifreiðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 90/1995 - Lög um breytingu á lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 95/1995 - Lög um breyting á lögum nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1995BAugl nr. 224/1995 - Reglugerð um leigubifreiðar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 664/1995 - Reglugerð fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar[PDF prentútgáfa]
1995CAugl nr. 14/1995 - Auglýsing um loftferðasamning við Bandaríkin[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 18/1995 - Auglýsing um samning við Austurríki um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
1996AAugl nr. 13/1996 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 80/1996 - Lög um framhaldsskóla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 142/1996 - Lög um póstþjónustu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 143/1996 - Lög um fjarskipti[PDF prentútgáfa]
1996BAugl nr. 302/1996 - Reglugerð um innkaup ríkisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 608/1996 - Reglugerð um aðgang að leigulínum á almenna fjarskiptanetinu[PDF prentútgáfa]
1997AAugl nr. 85/1997 - Lög um umboðsmann Alþingis[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 131/1997 - Lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 366/1997 - Auglýsing um veitingu starfa háskólakennara[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 367/1997 - Reglugerð um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 492/1997 - Reglur um tímabundnar undanþágur frá akstri eigin leigubifreiðar[PDF prentútgáfa]
1997CAugl nr. 14/1997 - Auglýsing um Evrópusamning um samframleiðslu kvikmyndaverka[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 28/1998 - Lög um verslunaratvinnu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/1998 - Lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða[PDF prentútgáfa]
1998BAugl nr. 274/1998 - Reglugerð um Byggðastofnun[PDF prentútgáfa]
1999AAugl nr. 100/1999 - Lög um breyting á lögum nr. 80/1996, um framhaldsskóla, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 107/1999 - Lög um fjarskipti[PDF prentútgáfa]
1999BAugl nr. 302/1999 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 367/1997 um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 433/1999 - Reglugerð um upplýsingaskyldu útgefenda, kauphallaraðila og eigenda verðbréfa sem skráð eru í kauphöll[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 726/1999 - Reglur um breytingu á reglum um tímabundnar undanþágur frá akstri eigin bifreiðar nr. 492/1997 með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 759/1999 - Reglur um tímabundnar undanþágur frá akstri eigin leigubifreiðar[PDF prentútgáfa]
1999CAugl nr. 9/1999 - Auglýsing um samning við Lettland um gagnkvæma eflingu og vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 64/2000 - Lög um bílaleigur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 99/2000 - Lög um breytingu á lögum nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, og á lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 110/2000 - Lög um lífsýnasöfn[PDF prentútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga
2000BAugl nr. 347/2000 - Reglugerð fyrir Byggðastofnun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 397/2000 - Reglugerð um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 398/2000 - Reglugerð um bílaleigur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 458/2000 - Reglugerð fyrir Háskóla Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 587/2000 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 588/2000 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
2000CAugl nr. 12/2000 - Auglýsing um Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 29/2000 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001AAugl nr. 13/2001 - Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 36/2001 - Lög um Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 86/2001 - Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 94/2001 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001BAugl nr. 134/2001 - Reglugerð um vörslu og nýtingu lífsýna í lífsýnasöfnum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 475/2001 - Reglugerð um skipun starfsgreinaráða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 542/2001 - Reglur um tímabundnar undanþágur frá akstri eigin leigubifreiðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 960/2001 - Reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 26/2001 - Auglýsing um breytingar á samningi um Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum (INMARSAT)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002AAugl nr. 19/2002 - Lög um póstþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 80/2002 - Barnaverndarlög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002BAugl nr. 86/2002 - Reglur um almenna heimild til að reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 189/2002 - Reglugerð um leigubifreiðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 498/2002 - Reglur læknadeildar Háskóla Íslands um ráðningu og framgang starfsmanna með hæfnisdóm[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 528/2002 - Reglugerð um fólksflutninga á landi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 839/2002 - Reglur Háskóla Íslands um aldurs- og árangurstengda tilfærslu starfsþátta kennara við 55 og 60 ára aldur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 910/2002 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 244/1994 um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 26/2002 - Auglýsing um breytingu á samningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/2002 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 35/2002 - Auglýsing um breytingar á samningi um Alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl (INTELSAT)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003AAugl nr. 33/2003 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/2003 - Raforkulög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 69/2003 - Lög um Póst- og fjarskiptastofnun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 81/2003 - Lög um fjarskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 93/2003 - Auglýsing um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2003–2006[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003BAugl nr. 44/2003 - Reglugerð um upplýsingaskyldu í viðskiptum með notuð ökutæki[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 397/2003 - Reglugerð um leigubifreiðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 511/2003 - Reglugerð um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 513/2003 - Reglugerð um kerfisstjórnun í raforkukerfinu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003CAugl nr. 13/2003 - Auglýsing um samning við Litháen um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 35/2003 - Auglýsing um breytingar á samningi við Kanada um samframleiðslu á sviði hljóð- og myndverka[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004AAugl nr. 24/2004 - Lög um breyting á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 89/2004 - Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 142/2004 - Lög um veðurþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004BAugl nr. 138/2004 - Auglýsing um breytingu á almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 207/2004 - Auglýsing um staðfestingu starfsreglna nefndar sem starfar samkvæmt 1. mgr. 31. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 882/2004 - Auglýsing um gjaldskrá fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1050/2004 - Reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1051/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 511/2003 um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004CAugl nr. 35/2004 - Auglýsing um niðurfellingu samnings um samræmismat og samþykki iðnaðarvara milli Litháens og Íslands, Liechtenstein og Noregs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 66/2004 - Auglýsing um samning við Lúxemborg um almannatryggingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 31/2005 - Lög um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 91/2005 - Auglýsing um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005 - 2008[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 313/2005 - Reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 782/2005 - Reglur um störf dómnefndar, ráðningar og framgang háskólakennara við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1040/2005 - Reglugerð um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2006BAugl nr. 234/2006 - Auglýsing um starfsreglur um kjör til kirkjuþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 570/2006 - Reglur um skilyrt aðgangskerfi og notendabúnað fyrir stafrænt sjónvarp[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 790/2006 - Reglugerð um bílaleigur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 797/2006 - Reglur um doktorsnám við félagsvísindadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1024/2006 - Reglugerð um starfsemi veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1109/2006 - Reglur um innanhússfjarskiptalagnir[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 17/2006 - Auglýsing um samning milli Íslands og Mexíkó um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga[PDF vefútgáfa]
2007AAugl nr. 80/2007 - Vegalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2007 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2007 - Auglýsing um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2007 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 110/2007 - Lög um kauphallir[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 169/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 338/2007 - Reglur um breytingu (30) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 466/2007 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 646/2007 - Reglugerð um uppboðsmarkaði sjávarafla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 647/2007 - Gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 720/2007 - Reglur um lóðaúthlutun á Flúðum í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 909/2007 - Reglur félagsvísindadeildar Háskóla Íslands um ráðningu og framgang akademískra starfsmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 995/2007 - Reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1013/2007 - Reglur um opinbera fjárfestingaráðgjöf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1058/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Litlárvatna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1059/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár í Hvammssveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1060/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár í Skefilsstaðahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1061/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hafralónsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1062/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1063/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hvítár og Norðlingafljóts[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1066/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxdæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1067/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1068/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Gríshólsár og Bakkaár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1071/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Grenlækjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1072/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Gljúfurár í Borgarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1073/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Gljúfurár í Húnavatnssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1074/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Fögruhlíðarár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1075/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Arnarvatnsheiðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1076/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Krossár í Bitrufirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1077/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Kaldár í Jökulsárhlíð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1078/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Langavatns og Fjallabaksár á Skaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1079/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Hvítá í Borgarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1080/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Selfljóts[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1081/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Selár í Steingrímsfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1082/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Flóku í Borgarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1084/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Mývatns[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1207/2007 - Reglur um störf dómnefndar, ráðningar og framgang háskólakennara við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1331/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár og Krákár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1332/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Breiðdæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1333/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Síðumannaafréttar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1339/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Þverár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1340/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Svarfaðardalsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1341/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Þorvaldsdalsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1342/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Elliðavatns[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1343/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1345/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Gáru[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1346/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Lagarfljóts[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1349/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Skagaröst[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1351/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1352/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Víðidalsár í Húnavatnssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1355/2007 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Langár og Urriðaár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1356/2007 - Reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
2008AAugl nr. 30/2008 - Lög um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 58/2008 - Lög um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 78/2008 - Lög um breytingu á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2008 - Lög um sjúkratryggingar[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 390/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár á Ásum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 391/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 435/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Andakílsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 436/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Flóka[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 437/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2008 - Reglugerð um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 477/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Blöndu og Svartár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 481/2008 - Reglur um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 848/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Gufuár í Borgarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 849/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Leirvogsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 850/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár í Aðaldal[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 852/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Skjálfandafljóts[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 991/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Árnesinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 992/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 993/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Skaftár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1050/2008 - Reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1125/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Miðfirðinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1126/2008 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Miðfjarðarár og Litlu Kverkár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1148/2008 - Reglugerð um gerð gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2008 - Reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
2008CAugl nr. 10/2008 - Auglýsing um fjárfestingasamning við Indland[PDF vefútgáfa]
2009AAugl nr. 75/2009 - Lög um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 107/2009 - Lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 38/2009 - Reglugerð um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 142/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hörgár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 295/2009 - Auglýsing um staðfestingu starfsreglna nefndar sem starfar samkvæmt 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 387/2009 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 569/2009 - Reglur fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 621/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Selár í Vopnafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 622/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Norðfjarðarár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 623/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Dalsár í Fáskrúðsfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 624/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár í Jökulsárhlíð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 625/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár i Hvammssveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2009 - Reglur um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2009 - Reglugerð um sveinspróf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 741/2009 - Reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 857/2009 - Reglur um innkaup Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 942/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag eystri bakka Hólsár og neðri hluta Þverár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 943/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 944/2009 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Norðurár í Borgarfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 993/2009 - Reglur um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 86/2010 - Lög um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum (siðareglur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 99/2010 - Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2010 - Auglýsing um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 152/2010 - Lög um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 98/2010 - Samþykkt fyrir Tungufljótsdeild Veiðifélags Árnesinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 99/2010 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Svalbarðsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 307/2010 - Reglugerð um störf eftirlitsnefndar sbr. lög nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2010 - Reglur um innkaup Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 447/2010 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Álftár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 448/2010 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Fnjóskár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 449/2010 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hítarár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2010 - Samþykkt fyrir Fiskræktar- og veiðifélag Miðdæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 510/2010 - Reglugerð um samninga um heilbrigðisþjónstu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 620/2010 - Reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1146/2010 - Reglugerð um vörslu og nýtingu lífsýna í lífsýnasöfnum[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 38/2011 - Lög um fjölmiðla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 40/2011 - Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2011 - Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2011 - Lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 132/2011 - Lög um breytingu á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 186/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Minni-Vallalækjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 187/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Skógaár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 188/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Laxinn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 189/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Selár í Vopnafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 332/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Tungudalsár í Fáskrúðsfirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2011 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 564/2011 - Reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár leikskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 760/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 891/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Faxa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 892/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Lýsu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 894/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Unadalsár, Skagafjarðarsýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 895/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Miklavatns og Fljótaár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2011 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1080/2011 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hróarslækjar í Rangárvallasýslu[PDF vefútgáfa]
2012AAugl nr. 50/2012 - Lög um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum (flugvirkt, flugvernd, neytendavernd, EES-skuldbindingar, loftferðasamningar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2012 - Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2012 - Lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 31/2012 - Reglugerð um störf eftirlitsnefndar sbr. lög nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 284/2012 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Eldvatns á Meðallandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 393/2012 - Reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2012 - Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 442/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 592/2012 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Hróarslækjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 751/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 755/2011, um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 954/2012 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Grímsár á Fljótsdalshéraði neðan virkjunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 967/2012 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Fljótavíkur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 968/2012 - Samþykkt fyrir Fiskræktar- og veiðifélag Reykjadalsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1027/2012 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturhluta Hólsár[PDF vefútgáfa]
2013AAugl nr. 23/2013 - Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 253/2013 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 444/2013 - Gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 574/2013 - Reglur um störf stöðunefndar sem fjallar um faglega hæfni umsækjenda um stöður framkvæmdastjóra lækninga og annarra stjórnenda lækninga á heilbrigðisstofnunum sem ríkið rekur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2013 - Reglur um innkaup Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 659/2013 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Hölkna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1050/2013 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Straumfjarðarár[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 44/2014 - Lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 48/2014 - Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (hlutdeildarsetning úthafsrækju og rækju á miðunum við Snæfellsnes, afli til strandveiða og bóta- og byggðaráðstafana, flutningur í aflamark)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2014 - Lög um breyting á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi)[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 220/2014 - Reglur um störf stöðunefndar sem fjallar um faglega hæfni umsækjenda um stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar á heilbrigðisstofnunum sem ríkið rekur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 345/2014 - Reglugerð um starfsemi veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 523/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 412/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 845/2014 - Reglugerð um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1017/2014 - Reglur um skipan og störf hæfnisnefndar lögreglunnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1153/2014 - Reglur um skipan og störf hæfnisnefndar lögreglunnar[PDF vefútgáfa]
2015AAugl nr. 88/2015 - Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (markmið, stjórnsýsla og almenn ákvæði)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2015 - Lög um opinber fjármál[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 840/2015 - Reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1049/2015 - Reglur um innkaup Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1106/2015 - Reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1111/2015 - Reglur um innanhússfjarskiptalagnir[PDF vefútgáfa]
2015CAugl nr. 4/2015 - Auglýsing um samning við Bandaríkin um að bæta alþjóðlega reglufylgni á sviði skattamála og að framfylgja FATCA-lögunum[PDF vefútgáfa]
2016AAugl nr. 24/2016 - Lög um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum (stöðugleikaframlag)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 120/2016 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 144/2016 - Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 250/2016 - Reglur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 258/2016 - Reglur um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 326/2016 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 350/2016 - Reglugerð um eftirlitsáætlun um jafnræði viðskiptavina flutningsfyrirtækis raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 374/2016 - Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 400/2016 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 576/2016 - Reglur um innkaup Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 875/2016 - Starfsreglur stjórnar Samkeppniseftirlitsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 944/2016 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Blöndu og Svartár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 948/2016 - Auglýsing um reglur um innritun og útskrift nemenda úr Brúarskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 949/2016 - Auglýsing um reglur um innritun og útskrift nemenda úr Klettaskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2016 - Auglýsing um reglur um innritun og útskrift nemenda úr einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkurborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1060/2016 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Þingvallavatns[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1065/2016 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár í Hrútafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1071/2016 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Mýrarkvíslar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1132/2016 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Hölkna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1199/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla, nr. 1150/2008[PDF vefútgáfa]
2017AAugl nr. 28/2017 - Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 165/2017 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2017 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 340/2017 - Reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 476/2017 - Reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2017 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Önundarfjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 640/2017 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2017 - Reglugerð um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1095/2017 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Ormarsár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1250/2017 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 38/2018 - Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 45/2018 - Lög um endurnot opinberra upplýsinga[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 75/2018 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2018 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 578/2018 - Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um aðgang að heilbrigðisgögnum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 615/2018 - Reglur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 642/2018 - Reglugerð um styrkveitingar ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 822/2018 - Reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 876/2018 - Reglur um störf stjórnar Persónuverndar og skipingu starfa gagnvart skrifstofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1080/2018 - Reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1396/2018 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 77/2019 - Umferðarlög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 88/2019 - Lög um sameiginlega umsýslu höfundarréttar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2019 - Lög um Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 98/2019 - Lög um póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2019 - Lög um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 155/2019 - Reglugerð um verkefni vísindasiðanefndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2019 - Reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 491/2019 - Reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2019 - Reglur um innkaup Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2019 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 977/2019 - Reglur um störf ráðgefandi nefnda er fjalla um hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2019 - Reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1379/2019 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 26/2020 - Fjáraukalög fyrir árið 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 34/2020 - Lög um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 58/2020 - Lög um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (rafræn afgreiðsla o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 64/2020 - Lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 89/2020 - Lög um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 158/2020 - Fjárlög fyrir árið 2021[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 226/2020 - Reglur um starfsskyldu samkvæmt VII. kafla laga nr. 82/2008 um almannavarnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2020 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 366/2020 - Reglur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 570/2020 - Auglýsing um birtingu á reglum frá 14. febrúar 2013 um ráðgjöf og sáttameðferð samkvæmt barnalögum nr. 76/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 588/2020 - Reglugerð um útboð eldissvæða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 650/2020 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2020 - Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 970/2020 - Reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 984/2020 - Auglýsing um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings, nr. 949/2009, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1035/2020 - Reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1111/2020 - Reglugerð um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1226/2020 - Starfsreglur stjórnar Samkeppniseftirlitsins[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 2/2021 - Lög um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (opinberar sóttvarnaráðstafanir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2021 - Lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2021 - Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004 (forsendur tekjumarka, raforkuöryggi o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2021 - Lög um Fjarskiptastofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2021 - Lög um breytingu á lögum um póstþjónustu og lögum um Byggðastofnun (flutningur póstmála)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2021 - Lög um þjóðkirkjuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2021 - Lög um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 110/2021 - Lög um félög til almannaheilla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2021 - Kosningalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2021 - Lög um markaði fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2021 - Fjárlög fyrir árið 2022[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 44/2021 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2021 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Landmannaafréttar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2021 - Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1010/2021 - Auglýsing um staðfestingu á starfsreglum stjórnar Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1025/2021 - Reglugerð um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1155/2021 - Úthlutunarreglur um styrkveitingu mennta- og menningarmálaráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1450/2021 - Reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga nr. 76/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1509/2021 - Auglýsing um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð um hjónin Berþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, nr. 370/1996[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 5/2021 - Auglýsing um samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 7/2021 - Auglýsing um samning við Kína um undanþágur handhafa diplómatískra vegabréfa frá vegabréfsáritun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 23/2021 - Auglýsing um samning um almannatryggingar við Bandaríkin og stjórnsýslufyrirkomulag vegna framkvæmdar samningsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 26/2021 - Auglýsing um endurviðtökusamning við Georgíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 45/2021 - Auglýsing um valfrjálsa bókun við samninginn gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT)[PDF vefútgáfa]
2022AAugl nr. 70/2022 - Lög um fjarskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2022 - Lög um loftferðir[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 24/2022 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 101/2022 - Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 157/2022 - Reglur um nýráðningar og hæfismat akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 248/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 306/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 501/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 345/2014 um starfsemi veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 646/2022 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 694/2022 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2022 - Reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1101/2022 - Reglugerð um vöruval og innkaup tollfrjálsra verslana á áfengi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1178/2022 - Reglur um útgáfu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1432/2022 - Reglur um greiðslu viðbótarlauna til almennra starfsmanna ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1744/2022 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 10/2022 - Auglýsing um endurskoðaðan Evrópusamning um samframleiðslu kvikmyndaverka[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 28/2022 - Auglýsing um samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 35/2022 - Auglýsing um samning gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi (Palermó-samninginn)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 42/2022 - Auglýsing um stofnsamþykkt Alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku (IRENA)[PDF vefútgáfa]
2023AAugl nr. 18/2023 - Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð (réttindaávinnsla og breytt framsetning)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 62/2023 - Lög um breytingu á kosningalögum, lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka og sveitarstjórnarlögum (ýmsar breytingar)[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 323/2023 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 380/2023 - Starfsreglur stjórnar Samkeppniseftirlitsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 482/2023 - Samþykkt fyrir Veiðifélagið Kolku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 555/2023 - Reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 556/2023 - Reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2023 - Reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 677/2023 - Samþykkt um búfjárhald í Suðurnesjabæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 724/2023 - Reglur um nýráðningar akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 897/2023 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá leikskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1064/2023 - Reglur um úthlutun styrkja úr Vinnuverndarsjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1590/2023 - Auglýsing um staðfestingu reglna um innritun og útskrift nemenda úr sérdeild Sunnulækjarskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1600/2023 - Reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um störf forstöðumanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1704/2023 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Þjórsár[PDF vefútgáfa]
2024AAugl nr. 22/2024 - Lög um breytingu á lögum um Orkustofnun og raforkulögum (Raforkueftirlitið)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2024 - Lög um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2024 - Lög um breytingu á lögum um fjarskipti, lögum um íslensk landshöfuðlén og lögum um Fjarskiptastofu (fjarskiptanet o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 87/2024 - Lög um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (starfslok óbyggðanefndar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 110/2024 - Lög um Umhverfis- og orkustofnun[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 320/2024 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 356/2024 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Laxár í Leirársveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2024 - Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 790/2024 - Gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 892/2024 - Reglugerð um ráðstöfun og öflun eigna ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 940/2024 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Flóamanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1047/2024 - Reglur um störf ráðgefandi nefnda er fjalla um hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1290/2024 - Starfsreglur úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1316/2024 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1493/2024 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Skaftártungumanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1497/2024 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1712/2024 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mosfellsbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1790/2024 - Reglur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
2024CAugl nr. 42/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Líbanons[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 53/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2024 - Auglýsing um endurskoðaðan félagsmálasáttmála Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Albaníu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Serbíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 77/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 79/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 83/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Bosníu og Hersegóvínu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 86/2024 - Auglýsing um heildarsamning um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 87/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 88/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Georgíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 89/2024 - Auglýsing um heildarsamning um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu[PDF vefútgáfa]
2025AAugl nr. 47/2025 - Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuöryggi)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2025 - Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (dýrahald)[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 146/2025 - Auglýsing um staðfestingu samþykktar fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2025 - Reglur um úthlutun styrkja úr Vinnuverndarsjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 166/2025 - Auglýsing um staðfestingu samnings um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 202/2025 - Reglur um störf stjórnar Persónuverndar og skiptingu starfa gagnvart skrifstofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 309/2025 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 736/2025 - Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 784/2025 - Samþykkt fyrir Fiskræktar- og veiðifélag Miðdæla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 826/2025 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hafnarfjarðarkaupstað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 830/2025 - Auglýsing um staðfestingu reglna um innritun og útskrift nemenda úr Ásgarðsskóla – skóla í skýjunum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 961/2025 - Reglur um úthlutun Byggðastofnunar á framlögum úr Sóknarsjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 978/2025 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Fellsstrandar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 980/2025 - Samþykkt fyrir Veiðifélag Víðidalsár í Húnavatnssýslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1086/2025 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 345/2014 um starfsemi veiðifélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1305/2025 - Auglýsing um staðfestingu á samningi milli Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1311/2025 - Starfsreglur úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla[PDF vefútgáfa]
2025CAugl nr. 8/2025 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerð á sviði fjármálaþjónustu sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 12/2025 - Auglýsing um birtingu á tiltekinni ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 29/2025 - Auglýsing um fyrirsvarssamning við Noreg[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Þjóðfundurinn 1851Umræður199
Ráðgjafarþing3Umræður747
Ráðgjafarþing7Umræður146
Löggjafarþing7Umræður (Ed. og sþ.)91/92
Löggjafarþing13Umræður (Ed. og sþ.)365/366
Löggjafarþing13Umræður (Nd.)505/506
Löggjafarþing15Umræður (Nd.)117/118, 973/974
Löggjafarþing21Umræður (Ed. og sþ.)281/282, 335/336
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)1613/1614
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)1959/1960
Löggjafarþing28Umræður - Fallin mál101/102
Löggjafarþing31Þingskjöl247
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)91/92
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)229/230
Löggjafarþing34Þingskjöl69, 71
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)2477/2478
Löggjafarþing43Þingskjöl457
Löggjafarþing45Þingskjöl266
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)1091/1092, 2727/2728-2729/2730, 2763/2764
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)699/700
Löggjafarþing49Umræður - Fallin mál435/436
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)1149/1150
Löggjafarþing51Umræður - Fallin mál423/424
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir23/24, 77/78
Löggjafarþing61Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir337/338
Löggjafarþing63Þingskjöl1189
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál119/120
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)1043/1044, 1775/1776
Löggjafarþing65Þingskjöl4, 12, 21, 43
Löggjafarþing66Umræður (þáltill. og fsp.)269/270
Löggjafarþing67Þingskjöl436
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)749/750
Löggjafarþing68Þingskjöl318
Löggjafarþing68Umræður (þáltill. og fsp.)743/744
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál403/404
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)1219/1220-1221/1222
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)515/516, 995/996, 1317/1318
Löggjafarþing73Þingskjöl1224
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál229/230-231/232
Löggjafarþing74Umræður (þáltill. og fsp.)557/558
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)83/84, 687/688
Löggjafarþing76Þingskjöl1375
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)2107/2108
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)1109/1110
Löggjafarþing78Þingskjöl777
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)1311/1312, 1399/1400, 1877/1878
Löggjafarþing80Þingskjöl503
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)1973/1974, 3373/3374
Löggjafarþing81Þingskjöl333, 349, 1107
Löggjafarþing81Umræður (samþ. mál)1329/1330-1331/1332
Löggjafarþing82Þingskjöl279
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)85/86, 223/224
Löggjafarþing83Þingskjöl1013
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)481/482
Löggjafarþing84Þingskjöl285
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)2043/2044, 2183/2184
Löggjafarþing85Þingskjöl211
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál431/432
Löggjafarþing86Þingskjöl294, 1500
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)333/334, 807/808, 969/970-971/972, 2565/2566
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)145/146
Löggjafarþing87Þingskjöl273
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)777/778, 1173/1174
Löggjafarþing87Umræður (þáltill. og fsp.)325/326
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)745/746, 1199/1200, 1203/1204, 1345/1346
Löggjafarþing88Umræður (þáltill. og fsp.)623/624
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál267/268
Löggjafarþing89Umræður (samþ. mál)1257/1258, 2111/2112
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)11/12, 901/902, 931/932
Löggjafarþing89Umræður - Óútrædd mál285/286, 293/294-297/298, 301/302, 305/306
Löggjafarþing90Þingskjöl602, 717
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)183/184, 443/444, 651/652, 1215/1216, 1513/1514
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)69/70, 93/94, 163/164, 209/210, 531/532, 919/920, 925/926
Löggjafarþing91Þingskjöl1998
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)1239/1240, 1459/1460
Löggjafarþing91Umræður (þáltill. og fsp.)341/342
Löggjafarþing92Þingskjöl260, 484, 527, 610, 1397, 1741
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)117/118-119/120, 169/170-171/172, 1167/1168-1169/1170, 2425/2426
Löggjafarþing92Umræður (þáltill. og fsp.)193/194, 421/422
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál215/216, 311/312
Löggjafarþing93Þingskjöl228, 1125
Löggjafarþing93Umræður83/84, 539/540-541/542, 1059/1060, 1063/1064, 1891/1892, 2387/2388
Löggjafarþing94Þingskjöl1691, 1694
Löggjafarþing94Umræður1011/1012, 1453/1454, 1499/1500, 3221/3222, 3561/3562, 3735/3736
Löggjafarþing96Þingskjöl476, 831, 1179
Löggjafarþing96Umræður693/694, 1187/1188, 1337/1338, 2257/2258, 2393/2394, 3161/3162, 3901/3902, 4279/4280
Löggjafarþing97Þingskjöl275, 286, 1174, 1749
Löggjafarþing97Umræður183/184-185/186, 1091/1092, 1817/1818, 2133/2134, 2431/2432, 2621/2622-2623/2624
Löggjafarþing98Þingskjöl420, 592, 607
Löggjafarþing98Umræður109/110, 1269/1270, 1879/1880, 2053/2054, 2385/2386, 4109/4110
Löggjafarþing99Þingskjöl322, 355, 1276, 1279, 1403
Löggjafarþing99Umræður265/266, 711/712, 1303/1304, 3343/3344, 4023/4024, 4299/4300, 4565/4566
Löggjafarþing100Þingskjöl360, 370, 1566, 1568-1569, 1660, 2323, 2330, 2352, 2431
Löggjafarþing100Umræður457/458, 487/488-489/490, 609/610, 715/716, 1485/1486, 1613/1614, 2423/2424, 2723/2724, 3115/3116, 3883/3884, 3957/3958, 3961/3962, 4993/4994, 5261/5262
Löggjafarþing101Þingskjöl257, 530, 532
Löggjafarþing101Umræður37/38
Löggjafarþing102Þingskjöl588, 591-592, 1819, 2067
Löggjafarþing102Umræður181/182, 1903/1904, 2441/2442, 2627/2628, 2829/2830, 2837/2838, 3089/3090, 3093/3094
Löggjafarþing103Þingskjöl430, 702, 728
Löggjafarþing103Umræður349/350, 353/354, 733/734, 979/980, 987/988, 1151/1152, 1159/1160-1161/1162, 1359/1360, 1967/1968, 3049/3050, 3297/3298, 4299/4300, 4323/4324, 4329/4330, 4969/4970
Löggjafarþing104Þingskjöl833, 837, 1745, 1925, 2072, 2655
Löggjafarþing104Umræður259/260, 1731/1732, 1987/1988, 1991/1992, 2697/2698, 2909/2910-2911/2912, 3277/3278, 3287/3288, 3953/3954-3955/3956, 3985/3986, 4715/4716
Löggjafarþing105Þingskjöl696, 953, 1015, 1771, 1804, 1806, 2267, 2301, 2558, 2586
Löggjafarþing105Umræður165/166, 511/512, 1083/1084, 1467/1468, 1481/1482, 1693/1694, 1841/1842, 2087/2088, 2317/2318-2319/2320, 2325/2326, 2403/2404, 2639/2640, 2651/2652, 2665/2666, 2715/2716, 2741/2742, 2755/2756, 2865/2866
Löggjafarþing106Þingskjöl273, 324, 527, 2047, 2051, 2195
Löggjafarþing106Umræður65/66, 221/222, 1469/1470, 2225/2226, 2591/2592, 2595/2596, 2745/2746, 2925/2926, 3157/3158, 3229/3230, 3357/3358, 3459/3460, 3465/3466, 3469/3470, 4085/4086, 4135/4136, 4301/4302, 4365/4366, 4583/4584, 5103/5104, 5615/5616, 5903/5904, 5915/5916, 5941/5942, 6273/6274, 6299/6300, 6305/6306, 6423/6424
Löggjafarþing107Þingskjöl470, 639, 946, 1152, 1209, 1564, 2529
Löggjafarþing107Umræður271/272, 503/504, 1137/1138, 1337/1338, 2273/2274, 2597/2598, 2653/2654, 2703/2704, 3057/3058, 3593/3594, 3901/3902, 4193/4194, 5167/5168, 5475/5476, 5631/5632, 6275/6276
Löggjafarþing108Þingskjöl576, 653, 801, 901, 1667, 1673, 2150, 2940, 2972, 3035, 3177
Löggjafarþing108Umræður45/46, 233/234, 447/448, 485/486, 833/834, 905/906, 911/912-913/914, 957/958, 1099/1100, 1471/1472, 1663/1664, 1709/1710, 1821/1822, 1905/1906, 2227/2228-2229/2230, 2445/2446, 2611/2612, 2643/2644, 2779/2780, 2783/2784, 3257/3258, 3439/3440, 3593/3594, 4043/4044, 4223/4224-4225/4226, 4535/4536
Löggjafarþing109Þingskjöl416, 481, 653, 673, 705, 951, 1295, 2556, 2559, 3072, 3191, 3498, 3545, 3609, 3855
Löggjafarþing109Umræður283/284, 639/640, 2333/2334, 2395/2396, 2411/2412, 3301/3302-3303/3304, 3619/3620, 3809/3810, 4345/4346, 4365/4366, 4445/4446
Löggjafarþing110Þingskjöl2717, 2735, 2851, 2854, 2862, 2875, 3031, 3537, 3945, 3952
Löggjafarþing110Umræður65/66, 245/246, 503/504, 889/890, 1307/1308, 1311/1312, 1613/1614, 1675/1676, 2073/2074, 2279/2280, 2567/2568, 3377/3378, 3819/3820-3821/3822, 3867/3868, 4197/4198, 4205/4206, 4527/4528, 4961/4962, 5781/5782, 5807/5808, 5873/5874, 5901/5902, 7305/7306, 7309/7310, 7323/7324, 7337/7338, 7343/7344, 7539/7540, 7545/7546, 7563/7564, 7875/7876
Löggjafarþing111Þingskjöl2, 25, 82, 193, 1177, 1652, 1680, 2197, 2301, 2422, 2454, 2479
Löggjafarþing111Umræður71/72, 77/78-79/80, 197/198, 463/464, 917/918, 2743/2744, 2991/2992, 2995/2996, 3137/3138, 3155/3156, 3165/3166, 3279/3280-3281/3282, 3293/3294, 3365/3366, 3385/3386, 3635/3636, 3831/3832, 3937/3938, 3989/3990, 4243/4244, 4249/4250, 4369/4370, 4419/4420, 4465/4466, 4745/4746, 5137/5138, 6025/6026, 6245/6246, 6465/6466, 6855/6856, 6865/6866, 7151/7152, 7587/7588, 7675/7676
Löggjafarþing112Þingskjöl991, 1792, 2548, 2562, 2573, 2575, 3157, 3310, 4081, 4552, 4829, 5187, 5205
Löggjafarþing112Umræður193/194, 597/598, 609/610, 679/680, 981/982, 1199/1200, 1897/1898, 2067/2068, 2387/2388, 2419/2420, 2571/2572, 2599/2600, 3009/3010, 3883/3884, 4047/4048, 5001/5002-5003/5004, 5105/5106, 5373/5374, 5463/5464, 5639/5640, 5647/5648, 6329/6330, 6487/6488, 6723/6724, 7555/7556-7557/7558, 7575/7576
Löggjafarþing113Þingskjöl1712, 2258, 2276, 3179, 3437, 4375, 4453, 4462, 4467, 4497, 4538, 4683, 4850, 4857
Löggjafarþing113Umræður105/106, 179/180, 505/506, 581/582, 1261/1262, 1637/1638, 2065/2066, 2097/2098, 2153/2154, 2247/2248, 2547/2548, 3023/3024, 3047/3048, 3283/3284, 3401/3402, 3511/3512, 3521/3522, 3941/3942, 3991/3992, 4181/4182, 4485/4486, 4539/4540, 4543/4544-4545/4546, 4689/4690-4691/4692, 4833/4834, 4841/4842, 5057/5058, 5197/5198, 5333/5334
Löggjafarþing114Umræður163/164, 253/254, 281/282, 331/332, 347/348, 383/384, 411/412, 517/518
Löggjafarþing115Þingskjöl949, 1112, 1657, 1732-1733, 1868, 3306, 3452, 3501, 3845, 3945-3946, 4090, 4417, 4531, 5702, 5730
Löggjafarþing115Umræður467/468, 589/590, 1005/1006, 1347/1348-1349/1350, 1409/1410, 1427/1428, 1581/1582, 1661/1662-1663/1664, 1835/1836, 1913/1914, 2381/2382, 2575/2576, 2805/2806, 3081/3082, 3371/3372, 3609/3610, 3781/3782, 4025/4026, 5071/5072, 5201/5202, 5377/5378, 6123/6124, 6145/6146, 6503/6504, 6849/6850, 7165/7166, 7197/7198, 7483/7484-7485/7486, 7555/7556, 7699/7700, 7703/7704, 7711/7712, 7715/7716-7717/7718, 7853/7854-7855/7856, 8073/8074-8075/8076, 8079/8080, 8175/8176, 8449/8450, 8611/8612, 9489/9490
Löggjafarþing116Þingskjöl4, 32, 403, 545, 594, 601, 668, 677-679, 1646, 1650, 2357, 2441, 2560, 2669, 3199, 3271, 3282, 3297, 3817-3818, 3874, 4395-4396, 4640, 4812, 5089, 5181, 5444, 5529, 5618, 5636, 5776, 5910, 5914, 6104
Löggjafarþing116Umræður69/70, 99/100-101/102, 177/178, 605/606, 615/616, 741/742, 779/780, 1043/1044, 1071/1072, 1087/1088, 1243/1244-1245/1246, 1425/1426, 2043/2044, 2643/2644, 2743/2744, 2907/2908, 3279/3280-3281/3282, 3453/3454, 3539/3540, 3635/3636, 4275/4276, 4457/4458, 4751/4752, 4927/4928, 5107/5108, 5119/5120-5121/5122, 5133/5134, 5335/5336, 5365/5366, 5517/5518-5519/5520, 5561/5562-5563/5564, 5767/5768, 5859/5860, 5939/5940, 5979/5980-5981/5982, 5999/6000, 6187/6188, 6369/6370, 6959/6960, 7025/7026, 7065/7066, 7177/7178, 7367/7368, 7833/7834, 7947/7948, 8025/8026-8027/8028, 8167/8168, 8359/8360, 8509/8510, 8773/8774, 8973/8974, 9029/9030, 9489/9490, 9563/9564, 9703/9704, 9851/9852, 10015/10016, 10091/10092, 10113/10114, 10189/10190, 10231/10232
Löggjafarþing117Þingskjöl1130, 1158, 1566, 1821, 2237, 2339, 2357-2358, 2419, 2613, 2728, 2815, 2896, 3386, 3421, 3725, 3755, 4005-4006, 4020, 4038, 4042-4043, 4097, 4297, 4824, 5148
Löggjafarþing117Umræður379/380-381/382, 387/388-389/390, 551/552, 813/814, 817/818, 829/830, 835/836, 871/872-873/874, 877/878, 1145/1146, 1163/1164, 1175/1176, 1297/1298, 1513/1514, 1715/1716, 1737/1738, 1891/1892, 1945/1946, 2031/2032, 2251/2252, 2361/2362, 2719/2720, 2985/2986-2987/2988, 3061/3062, 3635/3636, 3717/3718, 3721/3722, 3765/3766, 3889/3890, 4387/4388, 4547/4548, 4701/4702, 4757/4758, 5209/5210-5211/5212, 5321/5322, 5925/5926, 6017/6018, 6173/6174, 6481/6482-6483/6484, 6545/6546, 6689/6690, 6707/6708, 6715/6716, 6719/6720, 7021/7022, 7239/7240, 7333/7334, 7587/7588, 7619/7620-7621/7622, 7667/7668, 7757/7758, 7799/7800, 7957/7958, 8243/8244, 8337/8338, 8707/8708
Löggjafarþing118Þingskjöl523, 530, 564, 798, 880, 943, 1130-1131, 1188, 1203, 1222, 1242, 1244, 1256, 1956, 1960, 2075, 2078-2079, 2098, 2103, 2563, 2571, 2634, 2703, 2705, 2730, 2734-2735, 2804, 2982, 3105, 3405, 3409, 3629, 3705, 3752, 3776, 3806, 4139, 4260
Löggjafarþing118Umræður383/384, 517/518, 521/522, 629/630, 819/820, 1013/1014, 1303/1304, 1371/1372, 1375/1376, 1807/1808, 2131/2132, 2169/2170, 2239/2240, 2299/2300, 2949/2950, 2959/2960, 3119/3120, 3147/3148, 3571/3572, 4149/4150, 4153/4154, 4339/4340, 4357/4358, 4505/4506, 4511/4512, 4765/4766, 5225/5226, 5265/5266, 5293/5294
Löggjafarþing119Þingskjöl27, 41, 548, 656, 721
Löggjafarþing119Umræður19/20-21/22, 27/28-29/30, 45/46, 95/96, 131/132, 149/150, 229/230, 303/304, 441/442, 449/450, 553/554, 579/580, 651/652, 669/670, 741/742, 769/770, 967/968, 997/998-1001/1002, 1005/1006, 1033/1034, 1037/1038-1039/1040, 1139/1140, 1275/1276
Löggjafarþing120Þingskjöl327, 514, 523, 669, 672, 674, 828-829, 845, 864, 909, 969, 1386, 1431, 1633, 1669, 1719, 2202, 2194, 2830, 2841, 2943, 3023, 3138, 3178, 3269, 3279, 3431, 3438, 3451, 3455, 3580, 3599, 3728, 3896, 3898-3899, 3901, 3904, 3909, 3916, 3992, 4014, 4309, 4369, 4410, 4423, 4426, 4769, 4845, 4851
Löggjafarþing120Umræður135/136, 211/212, 253/254, 641/642, 661/662, 723/724, 993/994, 1029/1030, 1195/1196, 1259/1260, 1363/1364, 1465/1466, 1725/1726, 1803/1804, 1813/1814, 1867/1868, 1911/1912, 2343/2344-2345/2346, 2383/2384, 2685/2686, 2859/2860, 3357/3358, 3481/3482, 3489/3490, 3555/3556, 3925/3926, 3933/3934, 3991/3992, 4029/4030-4031/4032, 4081/4082, 4113/4114, 4119/4120, 4147/4148, 4399/4400, 4447/4448, 4507/4508, 4519/4520, 4547/4548, 4613/4614, 4695/4696, 5479/5480, 5537/5538, 5603/5604, 5713/5714, 5721/5722, 5757/5758, 6127/6128, 6137/6138, 6141/6142, 6187/6188, 6191/6192, 6287/6288, 6471/6472, 6501/6502, 6607/6608, 6671/6672, 6745/6746, 6807/6808, 6979/6980, 6993/6994, 7043/7044-7045/7046, 7051/7052, 7095/7096, 7627/7628, 7675/7676
Löggjafarþing121Þingskjöl701, 735, 751-752, 1258-1259, 1357, 1383, 1392, 2229, 2311, 2322, 2435, 2437-2438, 2642, 2647-2648, 2665, 2681, 2881, 3533, 3548, 3838, 3883, 4062, 4100, 4351, 4363, 4376, 4751, 4832, 4901, 4931, 4955, 4973, 5078, 5172, 5211, 5493, 5596, 5881, 5912, 6009
Löggjafarþing121Umræður71/72, 267/268, 485/486, 903/904, 1081/1082, 1107/1108-1109/1110, 1133/1134, 1229/1230, 1239/1240, 1249/1250, 1275/1276, 1619/1620-1621/1622, 1671/1672, 1693/1694, 1835/1836, 2077/2078, 2373/2374-2375/2376, 2379/2380-2381/2382, 2397/2398, 2437/2438, 2493/2494, 2499/2500, 2517/2518, 2537/2538, 2779/2780, 3029/3030, 3033/3034-3037/3038, 3117/3118-3119/3120, 3131/3132, 3219/3220, 3407/3408, 3429/3430, 3463/3464, 3579/3580, 3585/3586, 3623/3624, 4085/4086, 4143/4144, 4209/4210, 4355/4356, 4909/4910, 4983/4984, 5149/5150, 5161/5162, 5343/5344, 5347/5348, 5399/5400, 5591/5592-5593/5594, 5615/5616, 5797/5798, 5835/5836, 5839/5840, 5931/5932-5933/5934, 5939/5940, 6095/6096, 6149/6150, 6153/6154, 6159/6160, 6281/6282, 6409/6410, 6449/6450, 6461/6462, 6469/6470, 6515/6516, 6555/6556, 6567/6568, 6589/6590, 6607/6608, 6727/6728, 6789/6790-6791/6792, 6869/6870-6871/6872
Löggjafarþing122Þingskjöl592, 621, 795, 913, 951, 992, 1003, 1141, 1188, 1357, 1434, 1490, 1526, 1639, 1691, 1907, 1913, 1924, 1983, 2005, 2042, 2051-2052, 2073, 2083, 2154, 2199, 2254-2255, 2327, 2640, 2784, 3001, 3105, 3128, 3194, 3321, 3326, 3671-3672, 3822, 3959, 3993, 4066, 4096, 4204, 4233, 4238, 4241, 4244, 4294, 4413, 4669, 4689, 4723, 4812, 4920-4921, 4941, 5082, 5409-5410, 5425-5426, 5564, 5642, 5646, 5648, 5907, 5999
Löggjafarþing122Umræður27/28, 187/188, 267/268, 545/546, 717/718, 1111/1112, 1177/1178-1179/1180, 1331/1332, 1371/1372, 1621/1622, 1733/1734, 1965/1966, 2379/2380, 2395/2396, 2479/2480, 2527/2528, 2801/2802, 2831/2832, 3123/3124, 3131/3132, 3141/3142, 3353/3354, 3367/3368, 3379/3380, 3427/3428, 3493/3494, 3519/3520, 3561/3562, 3565/3566-3567/3568, 3571/3572-3573/3574, 3593/3594, 3607/3608, 3615/3616-3617/3618, 3783/3784, 3951/3952, 4001/4002, 4009/4010-4011/4012, 4089/4090, 4103/4104, 4583/4584-4585/4586, 4589/4590-4591/4592, 4719/4720-4721/4722, 4847/4848, 5131/5132, 5169/5170, 5251/5252, 5273/5274, 5417/5418, 5439/5440, 5579/5580, 5583/5584-5585/5586, 5703/5704, 5831/5832, 5847/5848, 5913/5914, 6173/6174, 6277/6278, 6369/6370, 6425/6426, 6579/6580, 6585/6586, 6611/6612, 6651/6652, 6695/6696, 6749/6750, 6813/6814, 6999/7000, 7013/7014, 7361/7362, 7531/7532, 7545/7546, 7573/7574, 7577/7578, 7675/7676, 7683/7684, 7691/7692, 7881/7882, 7937/7938, 7999/8000
Löggjafarþing123Þingskjöl484, 532, 555, 590, 638, 641, 808, 820, 954-955, 959, 961-962, 1007-1008, 1099, 1105-1106, 1350, 1357, 1423-1424, 1440, 1448, 1478, 1708, 1777, 1789, 1987-1988, 2011, 2040, 2143, 2147, 2310, 2396, 2436, 2611, 2639, 2767, 2929, 2973, 3148, 3229-3230, 3327, 3339-3340, 3345, 3367, 3924, 3973, 3986, 4137, 4406, 4792, 5019
Löggjafarþing123Umræður135/136, 271/272, 315/316, 571/572, 587/588, 591/592, 609/610, 613/614-615/616, 687/688, 783/784-785/786, 791/792-797/798, 801/802, 815/816, 869/870, 955/956-957/958, 963/964, 999/1000-1003/1004, 1013/1014, 1069/1070, 1129/1130, 1193/1194, 1205/1206, 1245/1246-1247/1248, 1293/1294, 1315/1316, 1335/1336, 1341/1342, 1403/1404, 1489/1490, 1559/1560, 1565/1566, 1861/1862, 1897/1898, 1901/1902, 1935/1936-1939/1940, 2009/2010, 2029/2030, 2039/2040, 2063/2064, 2281/2282, 2309/2310, 2323/2324, 2553/2554-2555/2556, 2577/2578, 2589/2590-2591/2592, 2609/2610, 2661/2662, 2679/2680, 2783/2784-2785/2786, 2843/2844, 2923/2924, 2929/2930-2931/2932, 2941/2942-2945/2946, 2975/2976, 2985/2986, 2997/2998, 3055/3056, 3059/3060-3061/3062, 3097/3098, 3283/3284, 3419/3420, 3447/3448, 3493/3494, 3547/3548, 3655/3656, 3683/3684-3685/3686, 3693/3694, 3843/3844, 3897/3898, 3945/3946-3947/3948, 3977/3978, 4185/4186, 4269/4270, 4273/4274, 4431/4432, 4545/4546, 4685/4686, 4699/4700, 4743/4744, 4807/4808, 4821/4822, 4851/4852, 4871/4872-4873/4874
Löggjafarþing124Umræður3/4, 39/40, 65/66, 93/94-97/98, 315/316
Löggjafarþing125Þingskjöl540, 567, 598, 637, 672, 679, 749, 971, 1151, 1157, 1181, 1184, 1250-1252, 1784, 1972, 1980, 1994, 2155, 2272, 2284, 2287, 2555, 2565, 2577, 2592, 2608, 2610, 2981, 3085, 3092, 3111, 3424, 3426, 3557, 3638, 3650, 3654, 3724, 3745, 3753, 3803, 3883, 4035, 4100, 4251-4255, 4384-4385, 4563, 4573, 4597, 4599, 4863, 4949, 5131, 5206, 5412, 5647, 5660, 5815, 5826, 6052, 6063, 6446, 6463, 6473
Löggjafarþing125Umræður33/34, 159/160, 163/164, 383/384-385/386, 391/392, 403/404, 431/432, 541/542-543/544, 691/692, 729/730, 881/882, 919/920, 1027/1028, 1035/1036, 1371/1372, 1745/1746, 1801/1802, 2005/2006, 2049/2050, 2063/2064, 2123/2124, 2335/2336, 2353/2354, 2557/2558, 2631/2632, 2681/2682, 2705/2706, 2715/2716, 2723/2724, 2857/2858, 3269/3270, 3273/3274, 3289/3290, 3293/3294-3295/3296, 3307/3308-3309/3310, 3331/3332, 3335/3336-3337/3338, 3347/3348, 3389/3390, 3397/3398, 3403/3404, 3449/3450-3451/3452, 3459/3460, 3465/3466, 3481/3482, 3487/3488, 3535/3536, 3693/3694, 3817/3818, 3963/3964, 3973/3974, 4083/4084, 4205/4206-4207/4208, 4309/4310-4311/4312, 4469/4470-4473/4474, 4505/4506, 4509/4510, 4515/4516-4521/4522, 4543/4544, 4585/4586-4587/4588, 4593/4594, 4677/4678, 4681/4682, 4687/4688-4693/4694, 4697/4698, 4845/4846, 5089/5090, 5251/5252-5253/5254, 5343/5344, 5387/5388-5389/5390, 5393/5394, 5443/5444, 5507/5508, 5521/5522, 5533/5534, 5605/5606, 5767/5768, 5771/5772, 5779/5780-5783/5784, 5809/5810, 5815/5816, 5829/5830, 5841/5842, 5847/5848, 5855/5856, 5865/5866, 5915/5916, 5993/5994, 6041/6042, 6093/6094-6095/6096, 6119/6120-6121/6122, 6221/6222-6223/6224, 6227/6228, 6231/6232, 6251/6252, 6255/6256, 6331/6332, 6355/6356, 6401/6402, 6527/6528-6529/6530, 6593/6594, 6605/6606, 6613/6614, 6631/6632, 6651/6652, 6843/6844, 6851/6852
Löggjafarþing126Þingskjöl640, 642, 652, 739, 779, 782, 914, 949, 989, 999, 1043, 1182, 1184, 1238, 1251, 1295, 1315, 1324, 1561-1562, 1569, 1671, 1803, 1919-1924, 2044, 2188, 2322, 2392, 2397, 2496, 2716, 2790, 2807, 2912, 3063, 3065, 3202, 3293, 3307, 3309, 3315, 3470, 3736, 3780-3781, 3791, 4011, 4057, 4059, 4134, 4272, 4481, 4485, 4499, 4509, 4515-4516, 4523, 4526-4527, 4540, 4559, 4637, 4642, 4647, 4751-4752, 4757, 4759, 4768, 4771, 4786-4787, 4790, 4798, 4816, 4890, 4893, 4900, 4910, 4920, 4922, 4928, 4935-4936, 4938, 4944-4945, 4948, 5036, 5048, 5050, 5221, 5279, 5281, 5294, 5299, 5341, 5353, 5565-5566, 5589, 5592, 5607, 5637, 5641, 5652, 5666, 5719-5720
Löggjafarþing126Umræður17/18, 21/22, 33/34, 61/62, 65/66, 397/398, 411/412, 415/416, 449/450, 463/464, 557/558, 599/600, 671/672-673/674, 681/682, 1035/1036-1037/1038, 1139/1140, 1255/1256, 1263/1264, 1323/1324, 1509/1510, 1521/1522, 1545/1546-1547/1548, 1551/1552, 1569/1570, 1613/1614, 1621/1622, 1657/1658, 1681/1682, 1709/1710, 1719/1720, 1729/1730, 1801/1802, 1871/1872, 1893/1894, 2377/2378, 2475/2476, 2479/2480-2483/2484, 2499/2500, 2505/2506, 2741/2742, 2855/2856, 2861/2862, 2865/2866-2867/2868, 2909/2910, 2917/2918, 2955/2956, 3005/3006-3009/3010, 3127/3128, 3131/3132, 3239/3240, 3245/3246, 3281/3282, 3321/3322, 3371/3372, 3411/3412, 3445/3446, 3603/3604, 3681/3682, 3691/3692, 3723/3724, 3729/3730, 3751/3752, 3779/3780, 3813/3814-3815/3816, 3819/3820-3821/3822, 3831/3832, 3875/3876, 4017/4018, 4023/4024, 4033/4034, 4125/4126, 4305/4306, 4343/4344-4345/4346, 4351/4352, 4393/4394, 4399/4400-4407/4408, 4413/4414, 4471/4472, 4573/4574, 4581/4582-4589/4590, 4597/4598, 4665/4666, 4689/4690, 4699/4700, 4743/4744, 4751/4752, 4757/4758-4759/4760, 4789/4790, 4797/4798, 4843/4844, 4851/4852, 4867/4868, 5223/5224, 5229/5230, 5239/5240, 5313/5314, 5317/5318, 5335/5336, 5419/5420, 5431/5432, 5497/5498-5499/5500, 5729/5730, 5739/5740, 5777/5778, 6053/6054-6057/6058, 6077/6078, 6095/6096, 6315/6316, 6319/6320, 6429/6430, 6533/6534, 6687/6688, 6773/6774, 6801/6802-6803/6804, 6831/6832, 6853/6854, 6909/6910, 7043/7044, 7047/7048, 7051/7052-7053/7054, 7087/7088-7089/7090, 7097/7098, 7115/7116, 7143/7144, 7229/7230, 7239/7240-7241/7242, 7245/7246, 7279/7280
Löggjafarþing127Þingskjöl565-569, 575, 634, 738, 761, 854, 985, 1006, 1040-1042, 1045, 1058, 1060, 1091-1092, 1100, 1116, 1166, 1296, 1303, 1448, 1522, 1535, 1671, 1681, 1767, 1812, 1822, 2211, 2274, 2283, 2285, 2290, 2293-2294, 2334, 2471, 2476, 2730, 2744, 2775, 2797, 2827, 2979-2980, 3078-3079, 3183-3184, 3460-3461, 3611-3612, 3782-3783, 3841-3844, 3846-3847, 3853-3854, 3881-3882, 3899-3900, 3917-3918, 3959-3960, 3995-3996, 4034-4035, 4099-4100, 4231-4232, 4575-4576, 4578-4579, 4588-4589, 4596-4597, 4603-4605, 4612-4614, 4616-4617, 4623-4624, 4635-4636, 4638-4643, 4649-4650, 4959-4960, 5274-5275, 5370-5371, 5504-5505, 5524-5525, 5570-5571, 5626, 5637-5638, 5652-5653, 5666-5667, 5670-5671, 5846-5847, 5959-5960, 6014-6015, 6024-6025
Löggjafarþing127Umræður29/30, 35/36-41/42, 189/190-191/192, 215/216, 219/220-227/228, 235/236, 259/260, 277/278-279/280, 427/428, 457/458, 483/484-485/486, 515/516, 519/520, 529/530, 587/588, 603/604, 803/804, 837/838, 863/864, 915/916, 939/940, 985/986, 1019/1020, 1159/1160, 1307/1308-1309/1310, 1351/1352, 1367/1368-1369/1370, 1379/1380, 1437/1438, 1755/1756, 1861/1862, 1883/1884, 2021/2022, 2057/2058, 2115/2116, 2135/2136, 2143/2144-2145/2146, 2149/2150-2155/2156, 2167/2168, 2187/2188, 2237/2238-2239/2240, 2243/2244, 2363/2364, 2481/2482-2485/2486, 2587/2588, 2609/2610, 2633/2634, 2649/2650-2651/2652, 2665/2666, 2695/2696-2697/2698, 2753/2754, 2769/2770, 2773/2774, 2777/2778-2779/2780, 2793/2794, 2825/2826, 2831/2832-2837/2838, 2863/2864, 2875/2876, 2879/2880, 2991/2992, 3097/3098, 3141/3142, 3159/3160, 3179/3180, 3215/3216, 3233/3234, 3271/3272, 3321/3322, 3473/3474, 3537/3538, 3595/3596, 3599/3600, 3653/3654, 3669/3670, 3697/3698, 3805/3806, 3889/3890, 3911/3912, 4013/4014, 4161/4162, 4167/4168, 4181/4182, 4217/4218, 4251/4252, 4315/4316, 4333/4334, 4381/4382, 4421/4422, 4459/4460, 4527/4528, 4545/4546, 4553/4554-4555/4556, 4563/4564, 4569/4570, 4593/4594, 4611/4612-4615/4616, 4637/4638, 4645/4646, 4659/4660-4663/4664, 4679/4680, 4699/4700, 4741/4742, 4753/4754-4755/4756, 4773/4774, 4815/4816, 4831/4832, 4857/4858, 4987/4988, 5197/5198, 5317/5318, 5371/5372, 5483/5484-5487/5488, 5491/5492, 5513/5514, 5577/5578, 6239/6240, 6323/6324, 6381/6382, 6397/6398, 6403/6404, 6407/6408, 6419/6420-6421/6422, 6449/6450-6451/6452, 6549/6550, 6553/6554, 6583/6584-6585/6586, 6595/6596, 6599/6600, 6611/6612, 6879/6880, 6919/6920, 6927/6928, 6931/6932-6933/6934, 6985/6986, 7011/7012, 7055/7056, 7065/7066, 7129/7130, 7187/7188, 7201/7202, 7211/7212, 7231/7232, 7237/7238, 7241/7242, 7247/7248-7249/7250, 7275/7276, 7281/7282, 7423/7424, 7545/7546, 7555/7556, 7679/7680, 7689/7690-7691/7692, 7695/7696, 7717/7718, 7721/7722, 7763/7764, 7817/7818, 7923/7924, 7931/7932-7933/7934, 7959/7960
Löggjafarþing128Þingskjöl574-583, 585, 600, 604, 640, 644, 659, 663, 798, 802, 862-863, 866-867, 901, 905, 942, 946, 1023, 1027, 1083, 1087, 1132, 1136, 1247, 1251, 1296-1297, 1300-1301, 1402, 1406, 1518, 1522, 1544, 1548, 1572, 1576, 1578, 1582, 1591, 1595, 1601, 1604-1606, 1608, 1610, 1682, 1686, 1716, 1720, 1823, 1826, 2246-2247, 2401-2402, 2531-2532, 2727-2728, 2774-2775, 2898-2902, 2911-2913, 2916-2917, 2925-2926, 2934-2938, 2945-2946, 2954-2955, 2959-2964, 2971-2972, 3015-3016, 3120-3121, 3280-3281, 3317-3318, 3540, 3761, 3855, 4008, 4148, 4155-4156, 4177, 4185, 4187-4188, 4200, 4208, 4277, 4281, 4370, 4378, 4391, 4408, 4456, 4520, 4623, 4678, 4736, 4848, 5027, 5029, 5032, 5130, 5258, 5352, 5364, 5571, 5763, 5972, 5975, 5986
Löggjafarþing128Umræður3/4, 35/36, 49/50, 279/280, 433/434, 441/442, 453/454, 631/632-633/634, 671/672, 681/682-685/686, 701/702, 721/722, 725/726, 731/732-733/734, 749/750, 851/852, 875/876, 879/880, 885/886, 1003/1004, 1037/1038, 1089/1090, 1179/1180, 1191/1192, 1397/1398, 1527/1528, 1679/1680, 1759/1760, 1817/1818, 1999/2000, 2075/2076, 2115/2116, 2145/2146, 2435/2436, 2753/2754, 2803/2804-2805/2806, 2809/2810, 2915/2916, 3053/3054-3055/3056, 3113/3114, 3155/3156, 3253/3254-3265/3266, 3281/3282-3283/3284, 3331/3332, 3369/3370, 3529/3530, 3539/3540, 3543/3544, 3599/3600-3601/3602, 3611/3612, 3655/3656, 3853/3854-3855/3856, 3859/3860, 3955/3956, 3977/3978, 3981/3982, 4027/4028, 4061/4062, 4073/4074, 4093/4094-4095/4096, 4129/4130, 4253/4254, 4319/4320, 4331/4332-4333/4334, 4339/4340, 4497/4498-4499/4500, 4507/4508-4509/4510, 4527/4528, 4565/4566-4567/4568, 4679/4680, 4695/4696-4699/4700, 4887/4888
Löggjafarþing129Umræður105/106
Löggjafarþing130Þingskjöl512, 852, 916, 1098, 1375, 1612, 1666, 1669, 1734, 1892, 1960, 2033, 2167-2169, 2283, 2328-2329, 2361, 2435, 2449, 2469, 2571, 2611-2613, 2617, 2746, 3145, 3454, 3457, 3683, 3949, 3960, 4152, 4163, 4172, 4334, 4368, 4470, 4477, 4561, 4596, 4925, 4927, 4955, 5057, 5142, 5146, 5467, 5536, 6053, 6109, 6316, 6391, 6442, 6471, 6510, 6513-6514, 6595, 6739, 6750, 6755, 6906, 6947, 7192, 7217, 7299, 7343, 7345, 7387
Löggjafarþing130Umræður177/178, 449/450, 467/468, 591/592, 597/598, 627/628, 769/770-773/774, 777/778, 781/782-785/786, 793/794-795/796, 861/862, 969/970, 1329/1330, 1421/1422, 1429/1430, 1455/1456, 1513/1514, 1559/1560, 1611/1612, 1621/1622, 1681/1682, 1687/1688, 1819/1820, 1917/1918, 2019/2020, 2037/2038, 2131/2132, 2173/2174-2175/2176, 2191/2192, 2413/2414, 2503/2504-2505/2506, 2509/2510, 2537/2538, 2621/2622-2623/2624, 2663/2664, 2701/2702, 2751/2752, 2827/2828, 2843/2844, 3081/3082, 3313/3314, 3329/3330, 3379/3380-3381/3382, 3441/3442, 3449/3450, 3455/3456, 3511/3512-3513/3514, 3617/3618, 3687/3688, 3785/3786, 3811/3812, 3817/3818, 3907/3908, 3969/3970-3971/3972, 3979/3980, 3983/3984, 4155/4156, 4249/4250, 4375/4376, 4385/4386, 4523/4524, 4549/4550, 4679/4680, 4691/4692, 4961/4962, 4995/4996, 5033/5034, 5157/5158, 5175/5176, 5195/5196, 5199/5200-5201/5202, 5365/5366-5367/5368, 5403/5404, 5407/5408, 5411/5412, 5435/5436, 5439/5440, 5445/5446-5447/5448, 5485/5486, 5519/5520, 5587/5588-5591/5592, 5877/5878, 5983/5984, 5989/5990, 5997/5998, 6033/6034, 6101/6102, 6129/6130, 6145/6146, 6415/6416-6417/6418, 6487/6488, 6491/6492, 6501/6502, 6543/6544, 6601/6602, 6651/6652, 6675/6676, 6693/6694, 6851/6852, 6897/6898, 7157/7158, 7183/7184, 7241/7242, 7365/7366, 7369/7370, 7373/7374, 7397/7398, 7531/7532, 7731/7732, 7793/7794-7795/7796, 7819/7820, 7881/7882, 7951/7952, 8169/8170, 8339/8340, 8413/8414, 8417/8418
Löggjafarþing131Þingskjöl522, 838, 865, 871, 903, 947, 1003, 1026, 1092, 1103-1104, 1169, 1193-1194, 1216, 1453, 1465, 1471, 1475, 1479, 1488, 1505, 1531, 1554, 1556, 1615, 1683, 1786, 1938, 2109, 2228, 2686, 2718, 2724, 2734, 2955, 3595, 3635, 3687-3688, 3695, 3710-3711, 3714, 3716, 3724, 3984, 4187-4188, 4502-4503, 4507, 4509, 4527, 4620, 4709, 4757, 4805, 4832, 4949, 4959, 5014, 5082, 5160, 5177, 5310, 5338, 5417, 5434, 5506, 5508, 5526-5527, 5707, 6115
Löggjafarþing131Umræður43/44, 93/94, 163/164, 355/356-359/360, 371/372, 379/380-381/382, 385/386, 555/556, 623/624, 627/628, 643/644, 681/682, 759/760, 793/794, 845/846, 875/876, 927/928, 945/946-949/950, 1013/1014, 1019/1020, 1095/1096, 1099/1100, 1253/1254, 1527/1528-1529/1530, 1791/1792, 1861/1862, 2041/2042, 2077/2078, 2239/2240, 2305/2306, 2345/2346, 2363/2364, 2563/2564, 2569/2570, 2581/2582-2583/2584, 2611/2612, 2621/2622, 2781/2782, 2787/2788, 2799/2800-2801/2802, 2819/2820, 2835/2836, 3233/3234, 3327/3328, 3489/3490, 3709/3710, 3843/3844, 3937/3938, 3959/3960, 3973/3974, 3991/3992, 4027/4028, 4147/4148, 4335/4336, 4397/4398, 4503/4504, 4601/4602, 4783/4784, 4953/4954, 5117/5118, 5205/5206, 5215/5216, 5237/5238, 5477/5478, 5491/5492, 5495/5496, 5567/5568, 5581/5582, 5607/5608, 5611/5612-5613/5614, 5689/5690, 5711/5712, 5807/5808-5809/5810, 5813/5814, 5819/5820, 5823/5824, 5849/5850-5851/5852, 5855/5856, 6007/6008, 6079/6080, 6093/6094-6099/6100, 6115/6116, 6119/6120-6121/6122, 6135/6136, 6145/6146, 6159/6160, 6191/6192-6193/6194, 6307/6308, 6313/6314, 6459/6460, 6605/6606, 6645/6646, 6661/6662, 6671/6672, 6725/6726-6727/6728, 6745/6746, 6767/6768, 6771/6772, 6775/6776, 6909/6910, 6933/6934, 6945/6946, 7015/7016, 7047/7048, 7065/7066-7067/7068, 7073/7074, 7085/7086, 7099/7100-7103/7104, 7115/7116, 7347/7348, 7375/7376, 7383/7384, 7391/7392, 7397/7398, 7613/7614, 7661/7662-7665/7666, 7681/7682, 7817/7818, 8169/8170, 8177/8178, 8183/8184, 8189/8190, 8237/8238
Löggjafarþing132Þingskjöl500, 502, 561, 563, 633, 637, 704, 923-924, 1113, 1143, 1325, 1327, 1482, 1693-1694, 1698-1700, 1702, 1705, 1713, 1719, 1721, 1735, 1752, 2090, 2093, 2111, 2158, 2264, 2298, 2327, 2376, 2418, 2601, 2631, 2756, 2764, 3470, 3797, 3882, 4078, 4211, 4277, 4366, 4479, 4572, 4575, 4587, 4649, 4723-4724, 4753, 4875, 4878, 4948, 4962, 4985, 4990, 5019, 5057, 5081, 5132, 5650
Löggjafarþing132Umræður23/24, 27/28, 35/36, 39/40, 47/48, 123/124, 237/238, 329/330, 371/372, 379/380, 413/414, 531/532, 571/572, 575/576, 581/582, 679/680, 773/774, 783/784, 789/790, 793/794-795/796, 919/920, 949/950, 979/980, 991/992, 1053/1054, 1093/1094-1095/1096, 1101/1102, 1131/1132, 1179/1180, 1187/1188, 1325/1326, 1397/1398, 1437/1438, 1451/1452, 1749/1750, 1753/1754, 1757/1758-1759/1760, 1781/1782, 1785/1786, 1821/1822, 1859/1860, 2281/2282, 2309/2310, 2421/2422, 2479/2480, 2565/2566, 2585/2586, 2687/2688, 2707/2708, 2749/2750, 2783/2784, 3003/3004, 3059/3060, 3077/3078-3083/3084, 3175/3176-3177/3178, 3197/3198, 3215/3216, 3409/3410, 3417/3418, 3497/3498, 3507/3508, 3695/3696, 3811/3812, 3819/3820, 3945/3946, 3949/3950, 3999/4000, 4085/4086, 4135/4136, 4281/4282, 4311/4312, 4355/4356, 4747/4748, 4827/4828, 4993/4994, 4997/4998, 5119/5120-5121/5122, 5175/5176, 5195/5196-5197/5198, 5255/5256, 5269/5270, 5331/5332-5333/5334, 5339/5340, 5491/5492, 5527/5528, 5547/5548, 6085/6086, 6115/6116-6117/6118, 6221/6222, 6267/6268, 6359/6360, 6371/6372, 6479/6480, 6485/6486, 6521/6522, 6567/6568, 6895/6896, 7033/7034, 7059/7060, 7089/7090, 7093/7094, 7111/7112, 7123/7124, 7143/7144, 7151/7152, 7155/7156, 7199/7200, 7541/7542, 7651/7652, 7719/7720, 7729/7730, 7781/7782, 7835/7836, 7855/7856, 7861/7862, 7901/7902-7903/7904, 7969/7970, 8023/8024, 8035/8036, 8073/8074-8075/8076, 8429/8430-8431/8432, 8475/8476, 8481/8482, 8549/8550, 8713/8714-8715/8716, 8721/8722, 8799/8800, 8951/8952
Löggjafarþing133Þingskjöl503-505, 509-510, 560, 582, 591-592, 717, 760, 772, 774, 790, 860, 875, 897, 1000, 1076, 1107, 1125, 1253, 1269, 1360, 1422, 1425, 1430, 1434-1435, 1439, 1457, 1484, 1592-1595, 1610-1611, 1705, 1771, 1819, 1821-1822, 2100, 2105, 2695, 2968, 3066, 3123, 3133, 3164, 3184, 3508, 3673, 3724, 3947, 3950, 4117-4118, 4137, 4206-4207, 4210, 4225-4226, 4279, 4287, 4506, 4561, 4630, 4632, 4668, 4729, 4742, 4750, 4756, 4775, 4907-4908, 4997, 5107-5108, 5293, 5299, 5319, 5328, 5524, 5685, 5703, 5775, 5833, 5844, 5900, 5904, 5910, 5942, 6131, 6141, 6166, 6217-6218, 6253, 6302, 6376, 6385, 6403, 6407, 6452, 6516, 6711, 6889, 6956, 7144-7145, 7225, 7253
Löggjafarþing133Umræður45/46, 135/136, 203/204, 451/452, 477/478, 705/706, 775/776, 811/812, 857/858, 875/876, 961/962-963/964, 1007/1008, 1033/1034, 1037/1038, 1041/1042, 1059/1060, 1065/1066, 1077/1078, 1161/1162, 1173/1174, 1247/1248, 1563/1564, 1713/1714, 1817/1818, 1915/1916, 1949/1950, 2039/2040, 2255/2256, 2303/2304, 2341/2342, 2359/2360-2361/2362, 2465/2466-2467/2468, 2639/2640, 2673/2674-2675/2676, 2679/2680, 2703/2704, 2791/2792, 2797/2798-2799/2800, 2819/2820, 2825/2826, 2833/2834, 2877/2878, 2943/2944-2945/2946, 2961/2962, 3123/3124, 3139/3140, 3143/3144, 3169/3170, 3215/3216, 3333/3334, 3357/3358, 3441/3442, 3451/3452, 3507/3508, 3755/3756, 3803/3804, 3873/3874, 3877/3878, 3965/3966, 4115/4116, 4119/4120, 4125/4126-4127/4128, 4139/4140, 4143/4144, 4237/4238, 4291/4292-4293/4294, 4311/4312-4313/4314, 4341/4342, 4353/4354, 4437/4438, 4491/4492, 4503/4504, 4571/4572, 4697/4698, 4763/4764, 4879/4880-4881/4882, 4903/4904, 4947/4948, 5001/5002, 5039/5040, 5217/5218, 5295/5296, 5409/5410, 5431/5432-5433/5434, 5701/5702-5703/5704, 5743/5744-5745/5746, 5749/5750-5751/5752, 5759/5760, 5851/5852, 6077/6078, 6187/6188, 6213/6214, 6221/6222, 6297/6298, 6319/6320, 6323/6324, 6405/6406, 6445/6446, 6543/6544, 6601/6602, 6695/6696, 6791/6792, 6883/6884, 6903/6904, 6925/6926, 6931/6932, 6949/6950, 6963/6964, 7015/7016
Löggjafarþing134Þingskjöl94, 104, 130, 206
Löggjafarþing134Umræður55/56, 87/88, 103/104, 137/138, 145/146, 183/184-185/186, 233/234, 273/274, 303/304, 329/330, 353/354, 403/404, 483/484-485/486, 511/512, 515/516, 573/574
Löggjafarþing135Þingskjöl493, 505-506, 512, 537, 545, 563, 566, 588-589, 622, 627, 645, 707, 909, 1021, 1245, 1278, 1425, 1456, 1460, 1469, 1483, 1756, 1762, 1821, 2055, 2470, 2664, 2689, 2750, 2868, 3034, 3061, 3063, 3125, 3209, 3387, 3395, 3398, 3825, 3839, 3841-3842, 3848-3849, 3851-3854, 4048, 4148, 4291, 4296, 4316, 4606, 4624-4625, 4627, 4695, 4702, 4832, 4866, 4868, 4879, 4960, 5066, 5172, 5221-5223, 5283, 5287, 5300, 5319, 5361, 5375, 5402-5403, 5567, 5591, 5882, 5981, 5988, 5990, 6003, 6005, 6022, 6043, 6050, 6054, 6093-6095, 6169, 6251, 6291, 6302, 6306, 6550
Löggjafarþing135Umræður35/36, 83/84, 303/304, 311/312, 569/570, 643/644, 657/658, 681/682, 749/750-751/752, 775/776, 789/790, 799/800, 811/812, 827/828, 851/852, 863/864, 871/872, 881/882, 887/888, 935/936, 965/966, 1017/1018, 1021/1022, 1079/1080, 1181/1182, 1401/1402, 1425/1426-1427/1428, 1439/1440-1441/1442, 1485/1486-1489/1490, 1495/1496, 1519/1520, 1569/1570, 1585/1586, 1631/1632, 1713/1714, 1785/1786-1787/1788, 1803/1804-1805/1806, 1897/1898-1899/1900, 1971/1972, 2027/2028, 2229/2230, 2307/2308-2309/2310, 2341/2342, 2419/2420-2421/2422, 2453/2454, 2459/2460, 2469/2470, 2567/2568, 2631/2632, 2663/2664-2667/2668, 2673/2674, 2679/2680, 2689/2690, 2695/2696, 2819/2820, 2847/2848, 2863/2864, 3067/3068, 3083/3084, 3191/3192, 3283/3284, 3329/3330, 3339/3340, 3393/3394, 3417/3418, 3507/3508, 3559/3560, 3573/3574, 3585/3586, 3591/3592, 3627/3628, 3725/3726, 3787/3788, 3793/3794, 3803/3804, 3843/3844, 3897/3898, 3931/3932, 3943/3944, 4089/4090, 4109/4110, 4113/4114-4115/4116, 4329/4330, 4429/4430, 4467/4468-4469/4470, 4497/4498-4505/4506, 4511/4512, 4577/4578, 4619/4620, 4671/4672, 4699/4700, 4707/4708, 4769/4770, 4799/4800-4801/4802, 4829/4830, 4851/4852, 4875/4876, 4921/4922, 4963/4964, 5069/5070, 5159/5160, 5167/5168, 5179/5180, 5187/5188, 5193/5194, 5197/5198, 5225/5226, 5243/5244-5247/5248, 5261/5262, 5271/5272-5273/5274, 5287/5288, 5491/5492, 5525/5526-5527/5528, 5537/5538-5539/5540, 5743/5744, 5767/5768, 5773/5774, 5923/5924, 6049/6050, 6165/6166, 6275/6276, 6297/6298-6299/6300, 6385/6386, 6397/6398, 6413/6414, 6447/6448, 6529/6530, 6543/6544, 6559/6560, 6569/6570, 6595/6596, 6645/6646, 6681/6682, 6685/6686, 6695/6696, 6711/6712, 6731/6732, 6735/6736, 6803/6804, 6811/6812, 6873/6874, 6955/6956, 6985/6986, 7023/7024, 7079/7080, 7243/7244, 7261/7262, 7267/7268, 7281/7282-7283/7284, 7295/7296, 7299/7300, 7303/7304, 7307/7308, 7361/7362, 7407/7408, 7439/7440, 7557/7558, 7575/7576, 7617/7618, 7637/7638, 7649/7650, 7803/7804, 7861/7862, 7873/7874, 7969/7970, 7973/7974, 7985/7986-7987/7988, 8011/8012, 8063/8064, 8081/8082, 8089/8090, 8093/8094, 8099/8100-8101/8102, 8111/8112, 8141/8142, 8189/8190, 8221/8222, 8277/8278, 8303/8304, 8375/8376, 8439/8440, 8491/8492-8493/8494, 8511/8512, 8541/8542, 8553/8554, 8615/8616, 8621/8622, 8629/8630, 8643/8644, 8659/8660, 8761/8762
Löggjafarþing136Þingskjöl437, 439, 441, 457, 502, 588, 608, 756, 789, 811, 829, 934, 1086, 1112, 1175, 1321, 1327, 1361, 1378, 1400, 1408, 1412, 1496, 1504, 1924, 2135, 2138, 2198-2199, 2204-2205, 2209, 2216, 2386, 2561, 2908-2909, 2952, 2956, 2959, 2963, 3009, 3092, 3170, 3174, 3189, 3353, 3358, 3361, 3501, 3505, 3509, 3512, 3764-3765, 3772-3773, 3794, 3836, 3866, 3886, 3956, 3975, 4019, 4110-4111, 4116, 4120, 4158, 4302, 4413, 4421, 4444, 4448
Löggjafarþing136Umræður31/32, 77/78, 119/120, 189/190-191/192, 205/206, 265/266, 331/332, 335/336, 341/342, 347/348, 371/372, 383/384, 389/390-391/392, 427/428, 437/438, 469/470, 477/478, 539/540, 605/606, 685/686, 709/710, 793/794, 829/830, 835/836, 843/844, 849/850, 897/898, 937/938, 949/950-953/954, 995/996, 1021/1022-1023/1024, 1031/1032, 1165/1166, 1279/1280, 1309/1310, 1375/1376, 1381/1382, 1437/1438, 1465/1466, 1483/1484-1489/1490, 1561/1562-1563/1564, 1897/1898, 1993/1994-2001/2002, 2045/2046-2047/2048, 2051/2052, 2083/2084, 2099/2100, 2251/2252, 2331/2332, 2339/2340, 2365/2366, 2375/2376, 2409/2410, 2479/2480, 2491/2492-2493/2494, 2499/2500-2501/2502, 2575/2576, 2595/2596, 2653/2654, 2657/2658, 2661/2662, 2681/2682, 2715/2716, 2723/2724, 2771/2772, 2955/2956, 3015/3016, 3149/3150, 3163/3164-3165/3166, 3357/3358, 3421/3422, 3427/3428-3429/3430, 3555/3556-3557/3558, 3707/3708-3709/3710, 3727/3728-3729/3730, 3763/3764-3769/3770, 3791/3792-3793/3794, 3823/3824-3833/3834, 3863/3864-3865/3866, 3939/3940-3941/3942, 3963/3964-3969/3970, 3979/3980-3981/3982, 4023/4024-4025/4026, 4159/4160, 4203/4204, 4213/4214, 4235/4236, 4357/4358, 4367/4368-4369/4370, 4421/4422, 4439/4440, 4449/4450, 4475/4476, 4517/4518, 4521/4522, 4553/4554, 4581/4582-4583/4584, 4587/4588, 4593/4594, 4599/4600-4601/4602, 4609/4610, 4645/4646-4647/4648, 4659/4660-4663/4664, 4667/4668, 4671/4672, 4915/4916, 4945/4946, 5011/5012, 5025/5026, 5047/5048, 5063/5064, 5175/5176, 5239/5240, 5389/5390, 5405/5406, 5463/5464, 5475/5476-5477/5478, 5571/5572, 5637/5638, 5653/5654, 5667/5668, 5683/5684, 5821/5822, 5841/5842, 6039/6040, 6195/6196, 6321/6322, 6395/6396, 6485/6486, 6503/6504, 6579/6580, 6631/6632, 6649/6650, 6701/6702, 6707/6708, 6711/6712-6713/6714, 6835/6836, 6841/6842-6843/6844, 6873/6874, 6947/6948
Löggjafarþing137Þingskjöl72, 255, 259, 292, 384-386, 388-389, 399, 424, 456, 512, 529, 550, 563, 617, 672, 806, 889, 915, 978, 1135-1136, 1151, 1199, 1223
Löggjafarþing137Umræður9/10, 21/22, 59/60, 65/66, 129/130, 135/136, 239/240, 255/256, 295/296, 309/310, 425/426, 583/584, 609/610, 755/756-757/758, 775/776, 853/854, 857/858, 885/886-887/888, 893/894, 897/898, 937/938, 945/946, 1075/1076, 1227/1228, 1249/1250-1253/1254, 1257/1258, 1285/1286, 1337/1338, 1423/1424, 1441/1442, 1459/1460, 1655/1656, 1761/1762, 1807/1808, 1813/1814, 1833/1834, 2037/2038, 2071/2072, 2119/2120, 2137/2138, 2159/2160-2161/2162, 2169/2170, 2175/2176, 2191/2192-2193/2194, 2205/2206, 2365/2366, 2569/2570, 2661/2662, 2779/2780, 2917/2918, 3015/3016, 3021/3022, 3027/3028, 3043/3044, 3051/3052, 3185/3186-3187/3188, 3195/3196-3199/3200, 3289/3290, 3745/3746
Löggjafarþing138Þingskjöl30, 472, 485, 837, 870, 874, 938, 980, 982, 986-988, 1031, 1081, 1115, 1117, 1226, 1236, 1291, 1293, 1368, 1447, 1628, 1648, 1683, 1739, 1749, 1771, 1865, 1867, 1870, 1882, 1908, 1915, 1919, 1931, 1933, 2169, 2372, 2578, 2590, 2617, 2669, 2694, 2697, 2783, 2794, 2821, 2849, 2917, 2981, 3009, 3098, 3150, 3157, 3168, 3170, 3194, 3468, 3471, 3478, 3571, 3575, 3595, 3610, 3635, 3645, 3663, 3725, 3744, 3749, 3752, 3792-3793, 3801, 4202, 4229, 4249, 4251-4252, 4388, 4391, 4445, 4694, 4742, 4758, 4769, 4771, 4777-4778, 4797, 4849, 4879, 5068, 5104, 5161, 5174, 5221-5222, 5237, 5272, 5277, 5296, 5300, 5312, 5326, 5328, 5334, 5353, 5400-5402, 5413, 5434, 5459, 5496, 5675, 5704, 5706, 5917, 5930, 5944, 5946, 5992, 6001, 6183, 6236-6242, 6245, 6506, 6539, 6700, 6771-6772, 6875, 6969, 7070, 7134, 7167, 7169, 7172, 7191, 7218, 7243, 7274, 7315, 7351, 7628, 7691, 7703, 7710
Löggjafarþing139Þingskjöl8-11, 58-59, 566, 569, 665, 685, 687-688, 715, 719, 739, 743, 755, 769-770, 1033-1035, 1193-1194, 1224, 1286, 1386, 1388, 1391, 1453, 1474, 1544, 1563, 1601, 1611, 1630, 1691, 1710, 1715, 1718, 1759-1760, 1768, 2024, 2026-2027, 2029, 2036, 2084, 2093, 2117, 2133, 2199, 2377, 2391, 2414, 2743, 2788, 2882, 2997, 3029, 3033, 3546, 3639, 3657, 3835, 3969, 4001, 4006, 4008, 4278, 4285, 4287, 4295, 4317, 4323, 4347, 4377, 4480-4481, 4484-4485, 4707-4708, 4811, 4865, 4877, 4923, 4930, 5293, 5352, 5884-5885, 5889, 5904-5905, 5968, 6069, 6280, 6305, 6325, 6361-6362, 6370, 6377, 6390-6391, 6534, 6539-6540, 6617, 6669, 6776, 6974, 7125, 7149, 7190, 7229, 7274, 7291, 7494, 7534, 7540, 7663, 7673, 7691, 7710-7711, 7721, 7809, 7870, 7928, 7931-7932, 7956, 8000, 8019-8020, 8049, 8120, 8271, 8273, 8281, 8287, 8295, 8470-8471, 8513, 8515-8517, 8524, 8546, 8552, 8555, 8560, 8578, 8607, 8617, 8637, 8665-8666, 8670, 8673, 8678, 8785, 8814-8815, 8822-8823, 8826, 8854, 8867, 8914, 8942, 9020, 9033-9034, 9039, 9099, 9172, 9263, 9291, 9299, 9320-9321, 9382, 9439, 9502, 9509, 9612, 9722, 9734, 9785, 9915
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1954 - 1. bindi107/108, 121/122
1965 - 1. bindi99/100, 113/114
1990 - 1. bindi85/86
1990 - 2. bindi2205/2206, 2217/2218
1995 - Registur53
199522, 259, 262, 411, 419, 438, 784, 790, 843, 1111, 1202
1999 - Registur57
199922, 275, 432, 441, 450, 458, 478, 576, 827-828, 887, 899, 903-905, 1180, 1259, 1263
2003 - Registur65
200325, 307, 310, 346, 348, 406, 486, 494, 505, 514, 544, 654, 750, 958-959, 964, 995, 1000, 1004, 1006, 1034, 1137-1138, 1143, 1160, 1482, 1486, 1489, 1496, 1500-1501, 1509-1510, 1512, 1571
2007 - Registur68
200731, 360, 362, 366, 375, 494, 541, 549, 560, 568, 603, 717-718, 825, 1072, 1074, 1077, 1129, 1134, 1139, 1141, 1175, 1180, 1307, 1309, 1314, 1334, 1485, 1556, 1697, 1702, 1706, 1716, 1718, 1774
Fara á yfirlit

Ritið Samningar Íslands við erlend ríki

BindiBls. nr.
1265, 288
2920
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
19889
198929, 54, 128
199159-60, 112, 122-125, 145, 197, 204
199220, 39, 83, 148, 180, 206, 351, 357
1993121, 171, 187, 191-192, 219-220, 223-225, 230-234, 240, 243, 248, 254, 276, 289, 305, 307, 310, 340, 367, 371
199431, 47, 145, 147, 149, 167, 169-170, 189, 193, 234, 241, 275, 281, 289-290, 292, 303, 331, 368, 387, 399, 444, 448
199570, 78-79, 81, 83, 86, 92, 163, 213, 217, 223, 314, 434, 441-442, 465, 495, 515, 578
199656, 87, 92, 209, 284-286, 290-291, 301, 324, 328, 330, 416, 486, 491-493, 509, 556, 592, 687, 693
199764, 67, 69, 71-72, 92, 99, 171-172, 176-177, 189, 215, 341, 361, 402-403, 408, 464, 524, 531
1998103, 147, 243, 253
199932, 51, 53-55, 73, 88, 136, 155, 232, 234, 237, 240-241, 257, 323
200027, 46-47, 49, 51, 54, 57-58, 64-66, 103, 111, 116, 139-140, 142, 144-145, 147, 154, 255, 266
200114, 53-54, 77-78, 82, 136, 140-141, 145, 148, 152, 273, 285
2002122, 182, 217
200323, 99, 105, 123, 134, 142, 146, 178, 255
20047, 74, 81, 92-94, 123, 130, 136, 143-144, 161, 175, 201, 215
200563, 78-79, 115, 202-203, 217
200612-13, 16, 24, 29-30, 128, 160, 164, 172, 174, 190-197, 199, 201-202, 204-205, 237, 253
20076, 15-16, 21, 32, 74, 110-113, 125-126, 135, 141, 144-147, 151, 155-156, 185, 191, 203, 214, 217-218, 220, 254, 271
20086, 11-12, 17-18, 51-52, 61, 82, 109, 118, 122, 126, 175, 179-180, 195, 222
200923, 26, 230, 239, 268
201020, 38, 66
201112, 15-16, 33-34, 62, 87
201228-29, 76, 84, 86, 95
201318, 20, 38, 40, 44, 48, 77-78, 99, 119, 125
201426, 37-38, 94
201521, 30
201623, 30, 32, 39-40, 79
201725, 33-34, 69, 94
201877-78, 108-109, 126, 148, 159
201976
202027, 63
202116, 56-57
202216, 19, 32-33
202315, 50
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1994424
1994468
199450111
19945319-20
1994551
1995163
19954113
1995435
19955113
19961110
199625155
19965311
1996569
1997229
19973758, 107
199748111
19981916
199848168, 231, 236, 263
19992112, 261
1999235
199932160
19993333-35
1999449
2000746, 50, 125
2000914
20001313-14
20001819
200046126, 149-150, 152, 154-155, 159, 265, 267-268
20004835, 47
200055250, 266
20006013
200111224, 226, 274
20011234
20011519
20012021
20012320
20013047
200146455
200323255, 365
2003638
200578
2006219
20062515
200716201
2007501, 6
2010311
201071145
201148
2011337
20114018, 24
2011668-9, 11
20116711
201244
2012263
20123311
2012514
20126535
20132314
2013588
20142710, 13, 17, 21
2014286, 38, 52, 81, 94, 126
2014311
201473557
201476154-155
20151532-33
2015305, 11, 18, 23, 25, 29, 35, 38, 43
2015402
2015472
20156211
2015631868, 2346
2016203
2016271103, 1105, 1293
2016361
201657603, 639, 675
20166620, 31, 38
20166729-30
2016682-3
2017311, 6, 633
2017351
2017501
20178215, 23-26, 33
20182413
2018351
2018411
20187422
2019231
20193811
2019541
2019814-5
20198419
20198524
2019894
202026655
2020494
202143
20212711
20213510, 40
2021504
20224147
2022487
20226824, 27-28, 41, 46, 49, 54, 67, 82, 85
20227061
2023422
202395
2023327
2023396, 12
2023461
20236111-12, 14, 18, 26-28, 30, 32, 36, 38
20245323
202477328
202483296
20252336, 49, 67, 162, 166
202533127
20254122
Fara á yfirlit

Lögbirtingablað

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
20111053333, 3336, 3338, 3341, 3344, 3346, 3349, 3352, 3354, 3357, 3360
20111093457
2012441390, 1393, 1395-1396, 1398-1402, 1405-1406, 1408
2012451412-1415, 1418, 1420, 1422-1423, 1425, 1427, 1429, 1431-1432, 1434, 1436-1440
2012471501, 1503
2012481510, 1513, 1515-1517, 1520, 1523, 1526, 1529, 1531-1534
2012491540, 1558, 1561, 1563, 1565, 1568
2014892843-2844
201513416
2019912897
2020393
202027915
2020442027
2022777275
2022797472
20232188
2024191788-1790
2024211971
20257608
2025121070
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 21

Þingmál A5 (samband Danmerkur og Íslands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Lárus H. Bjarnason - Ræða hófst: 1909-05-05 00:00:00 - [HTML]
-1. þingfundur - Kristinn Daníelsson - Ræða hófst: 1909-05-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 24

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Guðmundur Eggerz - Ræða hófst: 1913-08-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 26

Þingmál A14 (stjórnarskráin)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Einar Arnórsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1915-07-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 28

Þingmál A143 (verðhækkunartollur)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1917-09-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 31

Þingmál A24 (afstaða foreldra til óskilgetinna barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1919-07-01 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 32

Þingmál A8 (þingmannakosning í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1920-02-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A46 (vörutollur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1921-04-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 34

Þingmál A2 (lögfylgjur hjónabands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 42

Þingmál B29 (þingsetning á Þingvöllum)

Þingræður:
11. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1930-06-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A91 (sveitargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1931-03-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 45

Þingmál A55 (ríkisskattanefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-03-01 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 46

Þingmál A6 (verðtollur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-03-08 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1933-05-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 48

Þingmál A27 (sláturfjárafurðir)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1934-11-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 49

Þingmál A66 (starfsmenn ríkisins og laun þeirra)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1935-03-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 50

Þingmál A120 (jarðræktarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1936-04-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A84 (sala mjólkur og rjóma o. fl.)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-03-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A42 (aðstoð við íslenzka námsmenn á Norðurlöndum og í Þýzkalandi)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1942-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (verðlagsuppbætur á útflutningsafurðir landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1942-05-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 61

Þingmál A165 (menntaskóli að Laugarvatni)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1943-03-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 63

Þingmál A104 (húsmæðrafræðsla í sveitum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gísli Sveinsson - Ræða hófst: 1944-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (samningur við Bandaríkin um loftflutninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 928 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1945-01-24 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 64

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1945-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (útflutningur á afurðum bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1946-03-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 65

Þingmál A1 (bandalag hinna sameinuðu þjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1946-07-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 66

Þingmál A333 (húsaleigulöggjöf)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-02-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A121 (Reykjavíkurhöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (frumvarp) útbýtt þann 1947-12-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 68

Þingmál A905 (bændaskólar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-11-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 69

Þingmál A68 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1950-02-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 70

Þingmál A173 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-02-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1952)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (skipun prestakalla)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1951-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Magnús Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1951-12-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 73

Þingmál A165 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-04-02 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Lárus Jóhannesson (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-04-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A62 (jöfnun raforkuverðs)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-10-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A1 (fjárlög 1956)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1956-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (laun starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1955-12-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 76

Þingmál A83 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1957-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (Alþjóðakjarnorkumálastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-05-29 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 77

Þingmál A186 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ásgeir Sigurðsson - Ræða hófst: 1958-05-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A144 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]
115. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]
116. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1959-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00 [PDF]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1959-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A78 (kaup seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (þáltill.) útbýtt þann 1960-03-03 11:11:00 [PDF]

Þingmál A111 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.)

Þingræður:
26. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-02-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A109 (kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (þáltill.) útbýtt þann 1960-11-17 09:06:00 [PDF]

Þingmál A115 (réttindi og skyldur hjóna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (frumvarp) útbýtt þann 1960-11-23 16:26:00 [PDF]
Þingskjal nr. 435 (nefndarálit) útbýtt þann 1961-03-01 16:26:00 [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-12-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A38 (kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 1961-10-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A74 (lækkun aðflutningsgjalda)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1961-12-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A184 (endurskoðun laga um byggingarsamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Skaftason - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (þáltill.) útbýtt þann 1963-03-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 84

Þingmál A46 (kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 1963-10-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A83 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1964-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
77. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 (útvarp úr forystugreinum dagblaða)

Þingræður:
71. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1964-04-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A1 (fjárlög 1965)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1964-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 1964-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A134 (Landsspítali Íslands)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-03-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A6 (Húsnæðismálastofnun ríksisins)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ingi R. Helgason - Ræða hófst: 1965-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 1965-10-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (Lánasjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1966-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (stækkun lögsagnarumdæmis Keflavíkurkaupstaðar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (Atvinnujöfnunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-04-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A12 (endurkaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 1966-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1967-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1967-04-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A7 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (aðild Íslands að GATT)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1968-04-09 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1968-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (framkvæmdaáætlun fyrir Norðurland)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A2 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-11-04 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-11-04 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-04 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A212 (sumaratvinna skólafólks)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A224 (fréttastofa sjónvarps)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-07 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 (utanríkismál)

Þingræður:
31. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A1 (fjárlög 1970)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1969-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (iðja og iðnaður)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1969-12-05 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1969-12-12 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-12-12 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Magnús Kjartansson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (útgáfustyrkur til vikublaðs)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-15 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lán vegna framkvæmdaáætlunar 1970)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
50. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B24 (starfshættir Alþingis)

Þingræður:
3. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-10-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A11 (fiskiðnskóli)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ingvar Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (námskostnaðarsjóður)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Sigurvin Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1971-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1971-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A308 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 92

Þingmál A34 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A47 (málefni barna og unglinga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1971-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (Jafnlaunadómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 1971-11-01 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Svava Jakobsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (fjörutíu stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (vinnutími fiskimanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1971-11-29 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (vörugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 189 (nefndarálit) útbýtt þann 1971-12-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-12-09 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Ragnar Arnalds (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A279 (dagvistunarheimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-05-12 00:00:00 [PDF]

Þingmál B21 (herstöðva- og varnarmál)

Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-12-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A3 (bygging og rekstur dagvistunarheimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A21 (Jafnlaunaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 1972-10-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1972-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (milliþinganefnd í byggðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (þáltill.) útbýtt þann 1973-02-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A158 (samningur Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu og breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evró)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B78 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
66. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A8 (skólakerfi)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1974-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A297 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A379 (lán til íbúðarhúsabygginga bænda)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1973-12-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A1 (fjárlög 1975)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00 [PDF]

Þingmál A33 (samræmd vinnsla sjávarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (nefndarálit) útbýtt þann 1974-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti (INTELSAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1974-12-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A183 (skólaskipan á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (þáltill.) útbýtt þann 1975-03-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A204 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1975-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A224 (tónlistarskólar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Gunnlaugur Finnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A319 (trygginga- og skattakerfi)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1974-12-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A17 (skólaskipan á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 1975-10-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1975-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (verðjöfnunargjald raforku)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1975-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (Líferyissjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1976-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1976-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A192 (jafnrétti kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1976-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-03-17 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1976-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A263 (biskupsembætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál S82 ()

Þingræður:
49. þingfundur - Ingi Tryggvason - Ræða hófst: 1976-02-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 98

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1976-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-10-20 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1977-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-13 15:00:00 [PDF]

Þingmál A31 (dagvistarheimili fyrir börn)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (biskupsembætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A86 (kosningaréttur)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1977-02-07 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1977-02-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A28 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1977-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (alþjóðasamningur um ræðissamband)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1977-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1977-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (frumvarp) útbýtt þann 1978-01-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00 [PDF]

Þingmál A268 (Iðntæknistofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A299 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A328 (Kröfluvirkjun)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B80 (skýrsla um Framkvæmdastofnun ríkisins)

Þingræður:
73. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1978-05-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A54 (fjárlög 1979)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1978-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (jöfnun upphitunarkostnaðar í skólum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Egill Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1978-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (þátttaka ungs fólks í atvinnulífinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1978-11-02 00:00:00 [PDF]

Þingmál A60 (innkaup opinberra aðila á íslenskum iðnaðarvörum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1979-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (tollskrá)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1978-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (dagvistarheimili fyrir börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 1978-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A126 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1978-12-15 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1979-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (stefnumörkun í málefnum landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (þáltill.) útbýtt þann 1979-02-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Pálmi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (fjörutíu stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1979-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (frumvarp) útbýtt þann 1979-03-15 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1979-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A291 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A303 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-05-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A306 (eignarnám hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1979-05-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 101

Þingmál A2 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-10-11 23:56:00 [PDF]

Þingmál A35 (viðskiptabankar í eigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00 [PDF]

Þingmál B19 (tilkynning frá ríkisstjórninni og umræða um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1979-10-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 102

Þingmál A17 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-09 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (stefnumörkun í málefnum landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1980-01-28 00:00:00 [PDF]

Þingmál A160 (jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1980-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (Iðnrekstrarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-06 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Geir Hallgrímsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Geir Hallgrímsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (þáltill.) útbýtt þann 1980-05-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A223 (íslenskukennsla í Ríkisútvarpinu)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B119 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
102. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1980-05-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A1 (fjárlög 1981)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Karvel Pálmason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 1980-10-14 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (sveigjanlegur vinnutími hjá ríkisfyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1980-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-04 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (þáltill.) útbýtt þann 1980-11-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A151 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1981-01-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (jöfnun raforkukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1981-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A261 (jafnrétti kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (raforkuver)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-13 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1981-05-13 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1981-05-13 00:00:00 - [HTML]
122. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1981-05-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A18 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (votheysverkun)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (lánsfjárlög 1982)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1981-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1981-12-08 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (framkvæmd orkumálakafla stjórnarsáttmálans)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-03-09 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1982-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (málefni El Salvador)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1982-03-25 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-04-19 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A261 (röðun jarða til tölvuvinnslu og upplýsingamiðlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (þáltill.) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00 [PDF]

Þingmál A279 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A364 (utanríkismál 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-03-15 00:00:00 [PDF]

Þingmál A385 (framkvæmd jöfnunar á starfsskilyrðum atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-05-03 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 105

Þingmál A30 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1983-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (tölvuvinnsla og upplýsingamiðlun varðandi landbúnaðinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A73 (stjórn flugmála)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1983-01-20 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1983-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (hvalveiðibann)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1983-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (Verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1982-11-30 13:42:00 [PDF]

Þingmál A131 (heimilisfræði í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (þáltill.) útbýtt þann 1982-12-06 13:42:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A186 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-02-08 09:16:00 [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (breytingartillaga) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Ingólfur Guðnason - Ræða hófst: 1983-03-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Ingólfur Guðnason - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
6. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1982-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B46 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
28. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B93 (um þingsköp)

Þingræður:
54. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A1 (fjárlög 1984)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (launamál)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-12 23:59:00 [PDF]

Þingmál A19 (Verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-13 23:59:00 [PDF]

Þingmál A23 (afnám laga um álag á ferðagjaldeyri)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1983-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (húsaleigusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-10-27 00:00:00 [PDF]

Þingmál A123 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1984-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (gjaldeyris- og viðskiptamál)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kristófer Már Kristinsson - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1984-05-18 00:00:00 - [HTML]
107. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (kennsla í Íslandssögu)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-02-09 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (takmörkun fiskveiða í skammdeginu)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1984-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lausaskuldir bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1984-03-13 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1984-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A242 (veðdeild Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 1984-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A245 (útflutningur dilkakjöts)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1984-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A260 (sjómannalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A270 (afnám tekjuskatts á almennum launatekjum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A354 (landflutningasjóður)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Egill Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A441 (minniháttar einkamál fyrir héraðsdómi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B103 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-06 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1984-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B118 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
56. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B123 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
54. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B164 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
90. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A1 (fjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1984-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (umsvif erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Haraldur Ólafsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (ríkisábyrgð á launum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1985-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-12 15:53:00 [PDF]

Þingmál A57 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (Verðlagsráð sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00 [PDF]

Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-20 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Skúli Alexandersson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (sjómannalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A150 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (stighækkandi eignarskattsauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-19 00:00:00 [PDF]

Þingmál A232 (framleiðni íslenskra atvinnuvega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (þáltill.) útbýtt þann 1984-12-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A264 (framhaldsskólar og námsvistargjöld)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Þórður Skúlason - Ræða hófst: 1985-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A267 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1985-02-04 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Þorsteinn Pálsson - Ræða hófst: 1985-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A281 (hagnýting Seðlabankahúss)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A365 (vegáætlun 1985--1988)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A382 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A469 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B85 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
59. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1985-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B99 (Afgreiðsla þingmála)

Þingræður:
56. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1985-04-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A2 (lánsfjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (skattafrádráttur fyrir fiskvinnslufólk)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-22 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1986-02-26 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Helgi Seljan (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1986-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (mismunun gagnvart konum hérlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (framhaldsnám í sjávarútvegsfræðum á Höfn)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (framleiðni íslenskra atvinnuvega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-29 00:00:00 [PDF]

Þingmál A114 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A145 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-27 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-16 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1985-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (launamál kvenna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (verðjöfnunargjald af raforkusölu)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1985-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (verðbréfamiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 721 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1986-04-03 00:00:00 [PDF]

Þingmál A217 (stefnumörkun í menningarmálum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Sverrir Hermannsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A312 (verkfræðingar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1986-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1986-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A401 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1986-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A403 (réttur launafólks til námsleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 747 (þáltill.) útbýtt þann 1986-04-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A407 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A426 (lífeyrissjóður allra landsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (þáltill.) útbýtt þann 1986-04-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál B16 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B39 (okurmál)

Þingræður:
19. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1985-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B44 (veiðar smábáta)

Þingræður:
21. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B86 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)

Þingræður:
39. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1986-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B98 (um þingsköp)

Þingræður:
49. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1986-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B141 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A7 (mismunun gagnvart konum hérlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A17 (lífeyrissjóður allra landsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A50 (þjóðhagsáætlun 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00 [PDF]

Þingmál A53 (endurmat á störfum láglaunahópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A65 (réttur launafólks til námsleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-21 00:00:00 [PDF]

Þingmál A131 (heimilisfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (þáltill.) útbýtt þann 1986-11-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A294 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-22 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 618 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-02-17 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 649 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-02-23 00:00:00 [PDF]

Þingmál A342 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-09 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 923 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-13 00:00:00 [PDF]

Þingmál A359 (stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A406 (samningar um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A311 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-25 00:00:00 [PDF]

Þingmál A331 (störf og starfshættir umboðsmanns Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-07 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 978 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1988-05-02 00:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (sala notaðra bifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-08 00:00:00 [PDF]

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00 [PDF]

Þingmál A374 (valfrelsi til verðtryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A431 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1005 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-05-04 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 1016 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-05-04 00:00:00 [PDF]

Þingmál A460 (jöfnun orkukostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (frumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 111

Þingmál A2 (eignarleigustarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 1988-11-15 - Sendandi: Féfang hf., Glitnir hf., Lind hf., Lýsing hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 147 - Komudagur: 1988-12-12 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 1990-04-26 - Sendandi: Félag Sambands fiskframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A422 (læknalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 1990-04-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands/Læknadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál B11 (staða viðræðna um evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B12 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
4. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1991-05-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A1 (fjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1991-10-23 02:09:00 - [HTML]
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-12-12 22:11:00 - [HTML]
57. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1991-12-20 22:24:00 - [HTML]

Þingmál A31 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-11-19 15:54:00 - [HTML]
34. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1991-11-26 23:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1991-12-10 13:58:00 - [HTML]

Þingmál A55 (jöfnun atkvæðisréttar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1991-11-21 11:54:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Lyfjatæknaskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1992-03-23 14:57:00 - [HTML]

Þingmál A58 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-11-13 14:03:00 - [HTML]

Þingmál A124 (Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-01-09 17:36:00 - [HTML]

Þingmál A125 (fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1992-05-04 14:25:23 - [HTML]
132. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-04 15:02:13 - [HTML]

Þingmál A138 (raforkuverð)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1991-11-28 12:08:00 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-12-06 21:45:00 - [HTML]
55. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-19 02:48:00 - [HTML]

Þingmál A177 (efling íþróttaiðkunar kvenna)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-14 14:31:00 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-04-14 14:57:00 - [HTML]
126. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1992-04-14 15:29:00 - [HTML]
126. þingfundur - Ingi Björn Albertsson - Ræða hófst: 1992-04-14 15:48:00 - [HTML]
126. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir - andsvar - Ræða hófst: 1992-04-14 15:57:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1991-12-21 21:04:00 - [HTML]

Þingmál A214 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-02-11 18:20:00 - [HTML]
79. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 1992-02-12 14:50:00 - [HTML]
82. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-17 13:46:18 - [HTML]
84. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1992-02-19 19:08:00 - [HTML]
133. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1992-05-05 17:51:39 - [HTML]
133. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-05-05 21:30:13 - [HTML]
136. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-05-07 23:33:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 553 - Komudagur: 1992-02-25 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir v/frv LÍN útdr. úr ræðum - [PDF]

Þingmál A300 (fjárhagsaðstoð félagsmálastofnana)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-03-12 13:10:00 - [HTML]

Þingmál A311 (svört atvinnustarfsemi)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1992-03-12 11:48:00 - [HTML]

Þingmál A343 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1992-04-10 14:44:00 - [HTML]

Þingmál A399 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-03-31 21:40:00 - [HTML]

Þingmál A402 (greiðslukortastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-06 14:24:00 - [HTML]

Þingmál A452 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1992-04-03 14:31:00 - [HTML]

Þingmál A457 (ferðamiðlun)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-04-09 16:39:00 - [HTML]
123. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-04-09 16:52:00 - [HTML]

Þingmál A534 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-05-19 12:44:27 - [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 1992-07-13 - Sendandi: Félag íslenskra iðnrekenda - [PDF]

Þingmál B21 (skýrsla utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði)

Þingræður:
19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-11-05 20:32:00 - [HTML]

Þingmál B34 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun)

Þingræður:
27. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-11-14 13:11:00 - [HTML]
27. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1991-11-14 14:37:00 - [HTML]

Þingmál B68 (orkusáttmáli Evrópu)

Þingræður:
53. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-12-16 16:08:00 - [HTML]

Þingmál B130 (samningur um Evrópskt efnahagssvæði og þingleg meðferð hans)

Þingræður:
128. þingfundur - Jón Helgason - Ræða hófst: 1992-04-28 17:17:00 - [HTML]
128. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-04-28 17:32:30 - [HTML]

Þingmál B178 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
140. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-05-11 20:35:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1992-08-24 13:40:29 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1992-08-24 15:00:59 - [HTML]
7. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1992-08-25 16:29:03 - [HTML]
13. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-03 19:27:36 - [HTML]
13. þingfundur - Páll Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 1992-09-03 20:07:39 - [HTML]
16. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-09-09 15:32:52 - [HTML]
82. þingfundur - Björn Bjarnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-14 14:59:45 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1992-12-16 00:31:33 - [HTML]
93. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1993-01-05 11:24:16 - [HTML]
93. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-05 14:15:11 - [HTML]
93. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1993-01-05 17:20:35 - [HTML]
96. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1993-01-07 21:12:48 - [HTML]
98. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-01-09 13:42:52 - [HTML]
98. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1993-01-09 16:57:10 - [HTML]

Þingmál A11 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 1992-11-23 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Vinnuskjal - athugasemdir v/frv. - [PDF]

Þingmál A21 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1992-12-03 12:32:09 - [HTML]

Þingmál A25 (lagaákvæði á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-11 14:25:31 - [HTML]
19. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1992-09-11 16:34:22 - [HTML]

Þingmál A26 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-14 13:34:58 - [HTML]

Þingmál A28 (lagaákvæði er varða samgöngumál)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-16 13:50:44 - [HTML]

Þingmál A36 (réttarfar, atvinnuréttindi o.fl.)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1992-09-17 22:20:24 - [HTML]

Þingmál A46 (kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1992-09-08 18:42:24 - [HTML]

Þingmál A77 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-12-02 14:10:00 - [HTML]

Þingmál A138 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-10-21 14:05:40 - [HTML]
146. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-29 13:49:07 - [HTML]

Þingmál A190 (vegáætlun 1992)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1992-11-10 15:03:48 - [HTML]

Þingmál A208 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1992-11-17 15:53:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 1993-03-03 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 1993-03-22 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]

Þingmál A232 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingræður:
173. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1993-05-06 23:03:22 - [HTML]

Þingmál A262 (undirbúningur vegna hálfrar aldar afmælis lýðveldisins)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-12 14:46:51 - [HTML]

Þingmál A272 (afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (þáltill.) útbýtt þann 1992-11-30 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
157. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-15 21:36:10 - [HTML]

Þingmál A274 (Montreal-bókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1992-11-30 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (samningar við EB um fiskveiðimál)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1992-12-03 22:24:38 - [HTML]
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1993-01-07 10:32:39 - [HTML]
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-07 11:03:36 - [HTML]
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-07 11:07:27 - [HTML]
99. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-01-11 10:42:42 - [HTML]
100. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1993-01-12 16:47:32 - [HTML]
100. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1993-01-12 18:01:01 - [HTML]

Þingmál A276 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
169. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1993-05-04 22:42:24 - [HTML]
173. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1993-05-07 00:10:17 - [HTML]

Þingmál A280 (Rafmagnseftirlit ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (svar) útbýtt þann 1993-01-05 23:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A284 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-22 00:36:13 - [HTML]
88. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-12-22 01:48:04 - [HTML]
88. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-12-22 03:12:00 - [HTML]

Þingmál A286 (skattamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1992-12-18 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-12-18 11:17:41 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1992-12-19 13:13:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 1992-12-14 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 1992-12-14 - Sendandi: Landssamband iðnaðarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 661 - Komudagur: 1992-12-17 - Sendandi: Landssamband iðnaðarmanna - [PDF]

Þingmál A290 (vegáætlun 1993--1996)[HTML]

Þingræður:
175. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-05-07 15:03:17 - [HTML]

Þingmál A295 (fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1992-12-17 11:07:06 - [HTML]

Þingmál A296 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1993-01-14 18:56:29 - [HTML]

Þingmál A301 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Pétur Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 1993-03-04 12:25:12 - [HTML]

Þingmál A303 (tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-03-25 12:04:23 - [HTML]

Þingmál A305 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
172. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-05-06 16:26:29 - [HTML]

Þingmál A314 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-03-05 11:22:04 - [HTML]

Þingmál A321 (greiðslur úr ríkissjóði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-03-04 17:22:01 - [HTML]

Þingmál A326 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
167. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-30 17:14:26 - [HTML]

Þingmál A327 (Tækniskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-03-09 14:11:46 - [HTML]

Þingmál A348 (efling íþróttaiðkunar kvenna)[HTML]

Þingræður:
165. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-04-29 10:42:25 - [HTML]

Þingmál A379 (þingmannanefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu 1992)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1993-03-11 14:10:00 - [HTML]

Þingmál A440 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingræður:
166. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-04-29 16:43:38 - [HTML]

Þingmál A451 (bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi)[HTML]

Þingræður:
139. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-03-23 16:50:37 - [HTML]

Þingmál A458 (staða brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (þáltill.) útbýtt þann 1993-03-25 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A515 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-04-06 14:36:43 - [HTML]

Þingmál A547 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 1993-04-20 15:27:32 - [HTML]

Þingmál A549 (gjald af tóbaksvörum)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1993-04-15 18:20:15 - [HTML]

Þingmál A566 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1993-04-19 19:23:50 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B110 (sjávarútvegssamningur Íslands og EB)

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1992-11-26 12:07:00 - [HTML]

Þingmál B221 (ábyrgðir á lífeyrisgreiðslum Sambandsins)

Þingræður:
148. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1993-03-31 14:56:15 - [HTML]

Þingmál B230 (útboð opinberra aðila)

Þingræður:
151. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-02 13:08:19 - [HTML]

Þingmál B261 (vandi sjávarútvegsins)

Þingræður:
175. þingfundur - Anna Ólafsdóttir Björnsson - Ræða hófst: 1993-05-07 18:20:33 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A1 (fjárlög 1994)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1993-12-18 18:43:51 - [HTML]

Þingmál A9 (efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-14 14:03:48 - [HTML]
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-14 14:06:09 - [HTML]
13. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-14 14:08:57 - [HTML]

Þingmál A28 (búfjárhald)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-11-09 14:04:57 - [HTML]
31. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-09 15:17:57 - [HTML]

Þingmál A31 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-10-14 14:36:01 - [HTML]

Þingmál A42 (kostir þess að gera landið að einu kjördæmi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1993-10-28 13:12:57 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-10-28 13:34:35 - [HTML]
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-28 14:26:22 - [HTML]
25. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-10-28 14:34:18 - [HTML]
25. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1993-10-28 15:26:04 - [HTML]
25. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1993-10-28 17:15:21 - [HTML]
25. þingfundur - Björn Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 1993-10-28 17:29:25 - [HTML]
25. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-10-28 17:42:06 - [HTML]

Þingmál A61 (niðurstöður fundar leiðtoga Evrópuráðsins í Vínarborg)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1993-11-11 14:54:34 - [HTML]

Þingmál A71 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-10-20 15:43:10 - [HTML]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 75 - Komudagur: 1993-11-15 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneyti/Dögg Pálsdóttir - [PDF]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-04-19 15:54:55 - [HTML]

Þingmál A139 (nýting síldarstofna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-09 16:07:26 - [HTML]

Þingmál A157 (erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Árni R. Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-11-23 17:01:07 - [HTML]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-11-23 15:09:43 - [HTML]

Þingmál A234 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1993-11-29 16:55:42 - [HTML]
46. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1993-11-29 16:58:04 - [HTML]

Þingmál A244 (prestssetur)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-12-07 14:21:50 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1993-12-16 20:28:48 - [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1993-12-16 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-30 19:28:48 - [HTML]
65. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-17 10:44:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 1993-12-01 - Sendandi: Verslunarráð Íslands, - [PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Indriði H. Þorláksson - Skýring: Erindi um skatta, breytingar og horfur - [PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 1993-12-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: Skattlagning á ferðaþjónustu - [PDF]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1994-04-26 22:15:40 - [HTML]

Þingmál A263 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-08 14:22:29 - [HTML]

Þingmál A272 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-03-22 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1994-02-01 17:31:09 - [HTML]

Þingmál A281 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1993-12-14 14:29:24 - [HTML]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1112 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-04-28 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson - Ræða hófst: 1994-02-15 17:21:22 - [HTML]
90. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-02-15 18:09:58 - [HTML]
149. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1994-05-03 12:25:28 - [HTML]
149. þingfundur - Gísli S. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-03 16:59:18 - [HTML]

Þingmál A302 (stöðvun verkfalls fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-01-25 16:32:49 - [HTML]
77. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1994-01-26 15:17:34 - [HTML]

Þingmál A322 (afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-08 18:01:55 - [HTML]

Þingmál A341 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Egill Jónsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-10 14:07:47 - [HTML]

Þingmál A354 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-04-13 14:23:38 - [HTML]
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-13 14:49:50 - [HTML]
130. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1994-04-13 15:17:42 - [HTML]

Þingmál A377 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-23 13:59:08 - [HTML]
153. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-05-06 16:02:46 - [HTML]

Þingmál A389 (sala notaðra ökutækja)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-18 16:12:14 - [HTML]

Þingmál A400 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-02-24 12:44:40 - [HTML]

Þingmál A413 (leit að verðmæta- og atvinnuskapandi verkefnum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Árni M. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-28 17:47:56 - [HTML]

Þingmál A468 (sala ríkisins á SR-mjöli)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-02 15:37:22 - [HTML]
148. þingfundur - Sigbjörn Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-05-02 18:11:30 - [HTML]
148. þingfundur - Sigbjörn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 18:29:41 - [HTML]
148. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 18:30:56 - [HTML]
148. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1994-05-02 18:33:16 - [HTML]
148. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-05-02 23:01:21 - [HTML]

Þingmál A499 (héraðsskógar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-03-23 14:21:28 - [HTML]

Þingmál A506 (stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1233 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-05-06 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-03-22 17:53:51 - [HTML]
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-10 23:39:14 - [HTML]

Þingmál A527 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-12 18:52:57 - [HTML]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingræður:
158. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-11 12:03:07 - [HTML]

Þingmál A542 (samningur um Svalbarða)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-08 17:17:40 - [HTML]

Þingmál A550 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1994-05-07 10:41:09 - [HTML]

Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-05-05 09:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-04-08 12:01:00 - [HTML]
125. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1994-04-08 12:22:44 - [HTML]

Þingmál A614 (samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1994-04-28 11:03:29 - [HTML]

Þingmál B69 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
39. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1993-11-18 11:03:16 - [HTML]
39. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1993-11-18 13:32:05 - [HTML]

Þingmál B90 (skattlagning aflaheimilda)

Þingræður:
44. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-25 17:40:39 - [HTML]

Þingmál B135 (lögskráning sjómanna)

Þingræður:
77. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1994-01-26 15:34:00 - [HTML]

Þingmál B136 (atvinnuleysið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn því)

Þingræður:
78. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1994-01-27 12:49:15 - [HTML]

Þingmál B175 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1991 og 1992)

Þingræður:
92. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1994-02-17 12:18:34 - [HTML]

Þingmál B248 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.))

Þingræður:
151. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1994-05-04 21:57:01 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A1 (fjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1994-10-12 21:43:21 - [HTML]

Þingmál A3 (lánsfjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-10-25 23:27:08 - [HTML]
69. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1994-12-28 14:00:35 - [HTML]

Þingmál A25 (afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (þáltill.) útbýtt þann 1994-10-04 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-18 13:37:16 - [HTML]
14. þingfundur - Finnur Ingólfsson - Ræða hófst: 1994-10-18 13:49:40 - [HTML]

Þingmál A88 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-20 10:35:46 - [HTML]

Þingmál A97 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A103 (vöruverð lífsnauðsynja og verðmunur á milli þéttbýlis og dreifbýlis)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 1994-11-30 12:23:13 - [HTML]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (málefni sumarhúsaeigenda)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Petrína Baldursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-31 18:28:22 - [HTML]

Þingmál A126 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-02-24 10:33:23 - [HTML]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1994-11-08 15:58:03 - [HTML]
29. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1994-11-08 16:38:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 1994-11-28 - Sendandi: Skólameistarafélag Íslands, Form. Jón Hjartarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 1994-12-12 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: athugasemdir-samantekt umsagna - [PDF]

Þingmál A157 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1994-11-07 17:29:02 - [HTML]

Þingmál A221 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1994-12-06 16:02:55 - [HTML]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-11-23 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-11-29 14:45:36 - [HTML]

Þingmál A246 (úttekt á námskrám og kennslubókum með hliðsjón af jafnréttislögum)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1994-12-02 13:57:34 - [HTML]

Þingmál A255 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-02-07 16:16:20 - [HTML]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 541 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-12-29 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-15 10:57:20 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Ræða hófst: 1994-12-15 12:00:42 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-19 15:26:24 - [HTML]
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1994-12-19 17:20:15 - [HTML]
104. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1995-02-23 14:12:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 918 - Komudagur: 1995-01-24 - Sendandi: BHMR - [PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1040 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A329 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-07 17:39:11 - [HTML]

Þingmál A376 (endurskoðun skattalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (þáltill.) útbýtt þann 1995-02-08 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (opinber fjölskyldustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1995-02-17 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1995-02-23 11:15:40 - [HTML]

Þingmál B79 (málefni Atlanta-flugfélagsins)

Þingræður:
37. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-11-18 14:05:19 - [HTML]

Þingmál B155 (hækkun áburðarverðs)

Þingræður:
84. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-03 10:39:50 - [HTML]
84. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1995-02-03 11:00:08 - [HTML]

Þingmál B164 (skýrsla umboðsmanns Alþingis)

Þingræður:
95. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1995-02-15 18:02:21 - [HTML]

Þingmál B171 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.))

Þingræður:
103. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-22 22:27:07 - [HTML]

Þingmál B205 (tilkynning um dagskrá)

Þingræður:
90. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-09 18:23:39 - [HTML]
90. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1995-02-09 18:49:55 - [HTML]

Þingmál B232 (tilkynning um dagskrá)

Þingræður:
102. þingfundur - Pálmi Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-22 14:27:15 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-22 15:39:50 - [HTML]
4. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1995-05-22 16:44:36 - [HTML]

Þingmál A3 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (lög í heild) útbýtt þann 1995-06-15 20:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-05-19 12:16:15 - [HTML]
18. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-09 16:13:03 - [HTML]
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1995-06-13 16:31:34 - [HTML]
21. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-13 17:17:39 - [HTML]
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1995-06-13 20:33:34 - [HTML]
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1995-06-15 18:14:08 - [HTML]

Þingmál A5 (aðgerðir til að afnema launamisrétti kynjanna)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1995-05-23 16:55:03 - [HTML]

Þingmál A11 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-31 15:14:58 - [HTML]
11. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-05-31 15:42:14 - [HTML]
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-07 14:15:59 - [HTML]

Þingmál A14 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1995-06-12 20:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-05-29 15:44:34 - [HTML]

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1995-06-01 18:05:47 - [HTML]
16. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-08 19:11:41 - [HTML]
23. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 1995-06-14 21:11:30 - [HTML]

Þingmál A36 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-09 13:15:44 - [HTML]

Þingmál A37 (samningur milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-06-08 17:54:27 - [HTML]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.))

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-18 20:33:05 - [HTML]
2. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1995-05-18 21:08:06 - [HTML]
2. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-05-18 22:01:24 - [HTML]

Þingmál B67 (mál á dagskrá)

Þingræður:
21. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - málsh. um fundarstjórn - Ræða hófst: 1995-06-13 14:13:29 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A1 (fjárlög 1996)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1995-10-06 14:04:13 - [HTML]

Þingmál A16 (opinber fjölskyldustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 1995-10-05 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-10-12 10:34:27 - [HTML]

Þingmál A25 (umboðsmenn sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-10-10 14:59:45 - [HTML]

Þingmál A30 (veiðileyfagjald)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1995-11-17 11:24:45 - [HTML]

Þingmál A44 (fjáraukalög 1995)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-12-21 22:40:19 - [HTML]

Þingmál A51 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-01 14:00:54 - [HTML]

Þingmál A55 (afnám mismununar gagnvart konum)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1995-11-29 13:37:49 - [HTML]

Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-03-12 13:55:59 - [HTML]
105. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-12 14:51:15 - [HTML]
131. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-06 16:23:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 740 - Komudagur: 1996-01-26 - Sendandi: Háskóli Íslands, heimspekideild - [PDF]

Þingmál A94 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-05-29 09:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1995-11-02 13:52:39 - [HTML]
130. þingfundur - Sturla Böðvarsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-03 16:45:00 - [HTML]
130. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-03 16:56:09 - [HTML]

Þingmál A97 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (lög í heild) útbýtt þann 1996-03-18 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-10-31 15:21:33 - [HTML]

Þingmál A147 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1995-11-16 14:57:26 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-04-30 20:32:19 - [HTML]
129. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-02 21:30:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 1995-11-27 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 1996-01-11 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 1996-03-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A158 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-21 17:34:44 - [HTML]

Þingmál A171 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1995-12-19 16:55:26 - [HTML]

Þingmál A188 (jöfnun atkvæðisréttar)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Viktor B. Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-11-27 17:13:04 - [HTML]

Þingmál A198 (samstarfssamningur milli Norðurlanda)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-11 15:06:09 - [HTML]

Þingmál A206 (afnám laga nr. 96/1936)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1995-12-07 11:06:09 - [HTML]

Þingmál A221 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-18 16:56:30 - [HTML]
70. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-18 17:10:46 - [HTML]
70. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-18 17:11:57 - [HTML]

Þingmál A224 (laun forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólafur Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-11 17:10:31 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-12-08 11:17:02 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1995-12-08 12:00:56 - [HTML]
58. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-08 18:12:20 - [HTML]

Þingmál A232 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 1996-01-16 - Sendandi: Tryggingarsjóður viðskiptabanka - [PDF]

Þingmál A254 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1996-02-19 17:36:45 - [HTML]
137. þingfundur - Ágúst Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-14 17:22:46 - [HTML]

Þingmál A257 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Lettlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (þáltill. n.) útbýtt þann 1995-12-20 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A258 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Eistlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (þáltill. n.) útbýtt þann 1995-12-20 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-02-01 11:11:46 - [HTML]

Þingmál A295 (vegáætlun 1995--1998)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1996-05-20 21:23:54 - [HTML]

Þingmál A323 (réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-03-14 11:38:59 - [HTML]

Þingmál A329 (Norræna ráðherranefndin 1995)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1996-02-29 10:56:10 - [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1996-02-27 17:02:03 - [HTML]
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-02-27 17:32:03 - [HTML]
151. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1996-05-29 14:44:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1365 - Komudagur: 1996-04-11 - Sendandi: Internet á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Ritari samgöngunefndar - Skýring: (athugasemdir frá ritara) - [PDF]

Þingmál A344 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-04-11 10:40:04 - [HTML]

Þingmál A348 (kærumál vegna undirboða)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1996-03-13 14:23:48 - [HTML]

Þingmál A356 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2005 - Komudagur: 1996-05-13 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-14 16:03:48 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-03-19 13:55:45 - [HTML]
135. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-10 15:59:02 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 17:33:50 - [HTML]
136. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1996-05-13 20:32:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1524 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 1996-04-22 - Sendandi: Ritari efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1790 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn - [PDF]

Þingmál A388 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-18 17:01:37 - [HTML]

Þingmál A399 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 1996-03-18 16:50:59 - [HTML]

Þingmál A408 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-10 13:49:32 - [HTML]
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-04-10 14:49:10 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1996-03-22 15:05:02 - [HTML]
114. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-03-22 21:28:49 - [HTML]
140. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-05-17 17:30:33 - [HTML]
143. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-05-21 15:25:52 - [HTML]
144. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-05-22 11:21:41 - [HTML]
146. þingfundur - Gísli S. Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-05-23 11:10:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Vinnumálasambandið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Verkamannafélagið Dagsbrún - [PDF]
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A421 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2103 - Komudagur: 1996-05-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A422 (staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2102 - Komudagur: 1996-05-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A437 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-04-12 15:28:54 - [HTML]

Þingmál A445 (vörugjald)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-04-11 17:38:01 - [HTML]

Þingmál A451 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-28 17:42:37 - [HTML]

Þingmál A501 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-28 23:24:11 - [HTML]
150. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-28 23:41:01 - [HTML]
150. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-05-28 23:44:53 - [HTML]

Þingmál A516 (útskriftir íbúa Kópavogshælis)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1996-05-28 16:11:41 - [HTML]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-05-18 11:27:19 - [HTML]

Þingmál A524 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1996-06-04 18:25:47 - [HTML]

Þingmál B97 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994)

Þingræður:
40. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1995-11-23 11:59:41 - [HTML]

Þingmál B279 (úthlutun sjónvarpsrása)

Þingræður:
129. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-02 13:53:21 - [HTML]

Þingmál B322 (tilskipanir Evrópusambandsins um orkumál og stefna íslenskra stjórnvalda)

Þingræður:
151. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-29 10:04:10 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A1 (fjárlög 1997)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-12-20 10:02:58 - [HTML]

Þingmál A3 (veiðileyfagjald)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1996-10-10 11:38:49 - [HTML]

Þingmál A7 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-10-17 14:24:39 - [HTML]

Þingmál A17 (flutningur ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1996-11-12 16:49:25 - [HTML]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (nefndarálit) útbýtt þann 1996-12-12 13:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 1996-12-09 - Sendandi: Félag úthafsútgerða - Skýring: lögfræðiálit - [PDF]

Þingmál A58 (jöfnun atkvæðisréttar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-30 13:44:06 - [HTML]

Þingmál A70 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ragnar Arnalds - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-29 15:41:26 - [HTML]
58. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-29 15:59:41 - [HTML]
58. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-29 16:02:26 - [HTML]

Þingmál A87 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 1996-10-17 08:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A97 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-12 19:08:05 - [HTML]

Þingmál A100 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-05-13 21:25:51 - [HTML]

Þingmál A127 (afnám skylduáskriftar að Ríkisútvarpinu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Viktor B. Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-14 17:59:47 - [HTML]

Þingmál A137 (lágmarksrefsing við alvarlegum líkamsárásum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1996-11-13 13:53:38 - [HTML]

Þingmál A143 (staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 1996-11-26 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka, Finnur Sveinbjörnsson - [PDF]

Þingmál A145 (tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1996-11-14 21:31:30 - [HTML]

Þingmál A146 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1996-11-14 16:10:52 - [HTML]
24. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 16:56:07 - [HTML]

Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-17 16:04:12 - [HTML]
47. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-17 16:20:50 - [HTML]
47. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-12-17 17:44:42 - [HTML]
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-12-17 23:16:11 - [HTML]
49. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-12-18 21:16:33 - [HTML]
49. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-12-18 21:48:48 - [HTML]
49. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-12-18 22:11:01 - [HTML]

Þingmál A150 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-12-19 21:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-19 10:22:10 - [HTML]

Þingmál A151 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (lög í heild) útbýtt þann 1996-12-19 21:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A175 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-02-04 16:53:44 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-02-11 13:59:49 - [HTML]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1996-12-03 15:26:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 409 - Komudagur: 1996-12-12 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstj - [PDF]

Þingmál A189 (sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-14 13:20:10 - [HTML]

Þingmál A202 (sala afla á fiskmörkuðum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-03-03 16:19:38 - [HTML]

Þingmál A213 (umboðsmenn sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-21 17:46:08 - [HTML]

Þingmál A228 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-12 18:35:23 - [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-01-30 10:32:20 - [HTML]
59. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-01-30 17:27:11 - [HTML]
59. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-01-30 17:40:17 - [HTML]
127. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-15 10:42:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 1997-04-02 - Sendandi: Viðar Már Matthíasson prófessor - [PDF]

Þingmál A237 (Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-02 13:21:07 - [HTML]
115. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-02 13:31:18 - [HTML]
116. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1997-05-05 18:39:43 - [HTML]
116. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1997-05-05 18:45:35 - [HTML]
116. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 1997-05-05 18:46:54 - [HTML]
116. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1997-05-05 19:03:46 - [HTML]

Þingmál A244 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1366 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-16 23:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-13 12:32:41 - [HTML]

Þingmál A255 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-02-13 11:56:00 - [HTML]

Þingmál A258 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-06 15:33:19 - [HTML]

Þingmál A260 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-10 17:33:19 - [HTML]

Þingmál A284 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (frumvarp) útbýtt þann 1997-02-03 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-11 16:23:34 - [HTML]
121. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-12 12:07:34 - [HTML]
121. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-05-12 12:17:52 - [HTML]
121. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-12 13:04:52 - [HTML]
121. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-12 13:06:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 1997-03-06 - Sendandi: Fríkirkjan í Reykjavík, B/t Cesils Garaldssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 1997-03-26 - Sendandi: Ásatrúarfélagið, Kormákur Hlini Hermannsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A309 (vegáætlun 1997 og 1998)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-02-17 15:44:36 - [HTML]

Þingmál A313 (íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-04 15:43:50 - [HTML]

Þingmál A407 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Pétur H. Blöndal (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-23 17:02:47 - [HTML]

Þingmál A409 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 1997-03-11 18:17:25 - [HTML]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (nefndarálit) útbýtt þann 1997-05-15 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Svavar Gestsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1997-05-16 17:14:49 - [HTML]

Þingmál A454 (reglugerð um ferðakostnað sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-16 14:45:30 - [HTML]
103. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 1997-04-16 15:01:06 - [HTML]

Þingmál A463 (innheimta þungaskatts)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1997-05-14 15:49:48 - [HTML]

Þingmál A483 (hafnaáætlun 1997--2000)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-04-21 15:21:42 - [HTML]

Þingmál A530 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nefndarálit) útbýtt þann 1997-05-16 16:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A531 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-04-14 15:58:09 - [HTML]
128. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-16 10:54:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna - [PDF]

Þingmál A552 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-18 21:02:46 - [HTML]
106. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-04-18 21:14:28 - [HTML]

Þingmál A571 (aðgengi hreyfihamlaðra á fæðingardeild Landspítalans)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-16 15:05:26 - [HTML]

Þingmál A591 (skipan prestakalla og prófastsdæma)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1997-05-09 15:48:16 - [HTML]
120. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-09 15:52:44 - [HTML]
120. þingfundur - Hjálmar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-05-09 15:53:53 - [HTML]

Þingmál A609 (tjón á bílum)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-05-14 16:48:10 - [HTML]

Þingmál B26 (lífskjör og undirbúningur kjarasamninga)

Þingræður:
3. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1996-10-07 15:58:54 - [HTML]

Þingmál B65 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995)

Þingræður:
20. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-07 10:34:31 - [HTML]

Þingmál B113 (málefni Þróunarsjóðs og fiskvinnslufyrirtækja)

Þingræður:
32. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-02 16:01:04 - [HTML]
32. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1996-12-02 16:12:03 - [HTML]

Þingmál B122 (niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um raungreinamenntun íslenskra skólabarna)

Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (forseti) - Ræða hófst: 1996-12-03 14:14:30 - [HTML]

Þingmál B131 (lokun póststöðva)

Þingræður:
36. þingfundur - Guðni Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-05 13:42:52 - [HTML]

Þingmál B166 (undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga)

Þingræður:
60. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-02-03 15:40:56 - [HTML]

Þingmál B215 (staða eldri borgara í skatt- og almannatryggingakerfinu)

Þingræður:
81. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1997-02-27 13:52:55 - [HTML]

Þingmál B269 (útgáfa starfsleyfis og upphaf framkvæmda við álbræðslu á Grundartanga)

Þingræður:
98. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1997-04-03 14:41:01 - [HTML]

Þingmál B277 (úrskurður samkeppnisráðs um Flugfélag Íslands hf.)

Þingræður:
101. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1997-04-14 15:22:17 - [HTML]

Þingmál B290 (setning reglugerðar um tekjutryggingu almannatrygginga)

Þingræður:
105. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-04-17 13:36:57 - [HTML]
105. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1997-04-17 13:42:31 - [HTML]

Þingmál B331 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
126. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 1997-05-14 22:25:12 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A1 (fjárlög 1998)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-10-08 14:37:14 - [HTML]
5. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-10-08 14:57:57 - [HTML]
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1997-12-12 16:05:06 - [HTML]

Þingmál A43 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-18 16:56:19 - [HTML]

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 1997-11-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1250 - Komudagur: 1998-03-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 1998-03-19 - Sendandi: Bjarni Þór Óskarsson hdl. og fleiri - Skýring: (undirskriftarlistar) - [PDF]

Þingmál A70 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1998-02-13 13:53:01 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-13 14:25:06 - [HTML]
67. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-13 14:30:47 - [HTML]
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-02-13 14:41:35 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1998-02-13 15:00:26 - [HTML]

Þingmál A149 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (lög í heild) útbýtt þann 1997-12-15 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 1997-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A151 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-03-31 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (málefni skipasmíðaiðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-10-22 14:08:09 - [HTML]

Þingmál A181 (umferðaröryggismál)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-11-19 14:32:26 - [HTML]

Þingmál A189 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 1998-03-18 - Sendandi: Samtök fiskvinnslu án útgerðar, Óskar Þór Karlsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1848 - Komudagur: 1998-04-16 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A194 (hollustuhættir)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-02-24 18:03:43 - [HTML]

Þingmál A202 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-13 16:26:43 - [HTML]

Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 453 - Komudagur: 1997-12-08 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 1998-03-05 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - Skýring: (viðbótarupplýsingar) - [PDF]

Þingmál A222 (ljósleiðari)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-11-12 13:58:28 - [HTML]

Þingmál A225 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1997-11-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 1997-12-01 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A284 (réttarstaða íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-25 16:32:04 - [HTML]
75. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-25 17:01:16 - [HTML]
75. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-02-25 17:05:11 - [HTML]
75. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-25 17:08:43 - [HTML]

Þingmál A285 (starfsemi kauphalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (lög í heild) útbýtt þann 1998-04-06 17:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-28 18:29:59 - [HTML]
114. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1998-04-29 20:31:44 - [HTML]
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 1998-04-29 21:36:08 - [HTML]
114. þingfundur - Árni R. Árnason - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-29 23:03:10 - [HTML]
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-04-30 12:05:17 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-05 16:30:33 - [HTML]
119. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-06 12:33:19 - [HTML]
120. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-07 14:27:44 - [HTML]
120. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-07 20:24:37 - [HTML]

Þingmál A290 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-12-04 18:12:50 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-12-18 16:55:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-12-20 15:08:24 - [HTML]

Þingmál A304 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-08 15:05:26 - [HTML]

Þingmál A307 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (frumvarp) útbýtt þann 1997-12-02 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A311 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-28 15:03:43 - [HTML]

Þingmál A337 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-17 11:28:06 - [HTML]

Þingmál A338 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ágúst Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-20 12:08:47 - [HTML]

Þingmál A343 (fæðingarorlof)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-18 12:10:58 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-02-19 10:57:27 - [HTML]
124. þingfundur - Gísli S. Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-11 11:16:02 - [HTML]
124. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-11 17:06:57 - [HTML]
124. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-11 23:47:08 - [HTML]
125. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-12 15:10:48 - [HTML]
133. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-26 16:57:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-09 10:32:40 - [HTML]
123. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-09 10:48:40 - [HTML]
123. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-05-09 13:55:47 - [HTML]

Þingmál A368 (búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-03 14:08:36 - [HTML]
57. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1998-02-03 15:00:16 - [HTML]

Þingmál A376 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1452 (þál. í heild) útbýtt þann 1998-05-28 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-10 14:14:13 - [HTML]
63. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-02-10 15:11:31 - [HTML]
63. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-02-10 16:12:34 - [HTML]
134. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-27 13:32:09 - [HTML]
134. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-27 13:58:45 - [HTML]

Þingmál A378 (vegáætlun 1998-2002)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-28 15:37:33 - [HTML]
136. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1998-05-28 15:47:15 - [HTML]

Þingmál A393 (staða umferðaröryggismála)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-02 17:31:50 - [HTML]

Þingmál A408 (samgöngur á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-02-11 15:25:20 - [HTML]

Þingmál A436 (dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-02-12 17:05:19 - [HTML]

Þingmál A443 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-12 15:05:43 - [HTML]
93. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-24 14:17:35 - [HTML]

Þingmál A468 (aðstaða landsmanna til að nýta sér ljósleiðarann)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-04 13:49:01 - [HTML]

Þingmál A478 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1646 - Komudagur: 1998-03-31 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 1998-04-02 - Sendandi: Kaupmannasamtök Íslands, b.t. Sigurðar Jónssonar - [PDF]

Þingmál A481 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-03 18:39:45 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-14 13:34:00 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-14 20:32:17 - [HTML]
131. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-19 13:32:23 - [HTML]

Þingmál A524 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-06-04 12:33:38 - [HTML]

Þingmál A552 (bindandi álit í skattamálum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-17 18:55:49 - [HTML]
89. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1998-03-17 19:12:55 - [HTML]
89. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1998-03-17 19:32:16 - [HTML]

Þingmál A560 (eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-17 20:33:49 - [HTML]

Þingmál A568 (staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-03-19 14:53:13 - [HTML]

Þingmál A592 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-22 14:55:08 - [HTML]
110. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-22 15:14:20 - [HTML]
110. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-22 15:19:14 - [HTML]

Þingmál A618 (samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Marokkós)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1998-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A620 (skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-14 13:41:22 - [HTML]

Þingmál A641 (yfirskattanefnd)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-14 15:31:29 - [HTML]

Þingmál A660 (flutningskostnaður olíuvara)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-16 15:11:46 - [HTML]

Þingmál A661 (gagnagrunnar á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-16 16:51:27 - [HTML]

Þingmál A684 (jöfnun flutningskostnaðar á sláturfé)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Hjálmar Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-05-04 14:03:50 - [HTML]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-10-02 21:23:46 - [HTML]

Þingmál B35 (málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna)

Þingræður:
6. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1997-10-09 10:44:00 - [HTML]

Þingmál B57 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996)

Þingræður:
11. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1997-10-16 14:38:53 - [HTML]

Þingmál B81 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
100. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-31 15:22:56 - [HTML]
100. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-03-31 18:17:25 - [HTML]

Þingmál B86 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996)

Þingræður:
25. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1997-11-13 15:13:18 - [HTML]

Þingmál B141 (rafmagnseftirlit)

Þingræður:
45. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-17 10:08:57 - [HTML]

Þingmál B190 (úrskurður umboðsmanns um ólögmæta hótelstyrki)

Þingræður:
57. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-03 13:37:54 - [HTML]
57. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1998-02-03 13:44:46 - [HTML]

Þingmál B220 (uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi)

Þingræður:
68. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-16 15:43:54 - [HTML]
68. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-16 16:05:43 - [HTML]

Þingmál B224 (heimsmet Völu Flosadóttur)

Þingræður:
68. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1998-02-16 15:25:11 - [HTML]

Þingmál B413 (fyrirkomulag umræðu um störf þingsins)

Þingræður:
134. þingfundur - Guðni Ágústsson (forseti) - Ræða hófst: 1998-05-27 10:58:31 - [HTML]

Þingmál B439 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
143. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-06-03 20:49:54 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A1 (fjárlög 1999)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1998-10-05 16:49:53 - [HTML]
38. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-11 11:15:14 - [HTML]
47. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-19 17:52:31 - [HTML]

Þingmál A6 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-08 13:35:01 - [HTML]

Þingmál A19 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-05 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-12 16:14:00 - [HTML]

Þingmál A43 (þingfararkaup)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-19 16:46:37 - [HTML]

Þingmál A79 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 1998-10-12 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A92 (hvalveiðar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1999-03-09 18:59:55 - [HTML]

Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-09 15:41:31 - [HTML]
36. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-12-09 21:31:48 - [HTML]
37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-12-10 10:30:58 - [HTML]
37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-10 11:30:14 - [HTML]
37. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-10 11:37:35 - [HTML]
37. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1998-12-10 18:20:47 - [HTML]
41. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-15 15:30:37 - [HTML]
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-12-15 17:11:23 - [HTML]
42. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-12-15 21:04:29 - [HTML]
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-12-16 14:59:23 - [HTML]

Þingmál A113 (þjónustukaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 1998-12-02 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A120 (skattfrádráttur meðlagsgreiðenda)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1998-11-03 17:29:49 - [HTML]
18. þingfundur - Sturla Böðvarsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-03 17:36:35 - [HTML]
18. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-11-03 17:38:17 - [HTML]
18. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-03 17:46:31 - [HTML]

Þingmál A146 (leiklistarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 10:42:33 - [HTML]
15. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-22 11:18:52 - [HTML]
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-22 12:51:21 - [HTML]
15. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-22 12:52:48 - [HTML]
15. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-10-22 12:58:04 - [HTML]
15. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-22 13:09:20 - [HTML]
15. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-22 13:12:10 - [HTML]

Þingmál A149 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 1999-02-09 16:31:05 - [HTML]

Þingmál A169 (afnám einokunar ríkisins á smásölu áfengis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 19:03:09 - [HTML]

Þingmál A170 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-03 18:01:12 - [HTML]
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 1998-11-03 18:10:12 - [HTML]
18. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1998-11-03 18:20:29 - [HTML]

Þingmál A174 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 16:00:09 - [HTML]

Þingmál A176 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-11-03 16:54:20 - [HTML]
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-11-03 17:02:44 - [HTML]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1998-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 1999-01-15 - Sendandi: Guðmundur Skaftason fyrrverandi hæstaréttardómari - [PDF]

Þingmál A192 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-18 14:22:42 - [HTML]
26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-11-18 14:31:58 - [HTML]

Þingmál A193 (jafnræði kynja við fjárveitingar til æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarfs)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bryndís Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-11 16:21:27 - [HTML]
22. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-11-11 16:41:17 - [HTML]
22. þingfundur - Bryndís Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-11-11 16:45:58 - [HTML]

Þingmál A198 (aðbúnaður og kjör öryrkja)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-11 14:33:33 - [HTML]

Þingmál A199 (opinberar eftirlitsreglur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-05 17:38:23 - [HTML]

Þingmál A219 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-30 17:20:46 - [HTML]

Þingmál A229 (Fjárfestingarbanki atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-11-16 18:46:10 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-16 19:29:18 - [HTML]

Þingmál A230 (stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-02 15:19:46 - [HTML]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-19 11:45:55 - [HTML]
27. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-11-19 11:49:52 - [HTML]
28. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1998-11-19 14:02:00 - [HTML]
28. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-11-19 15:42:52 - [HTML]
28. þingfundur - Gunnlaugur M. Sigmundsson - Ræða hófst: 1998-11-19 16:07:31 - [HTML]
28. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1998-11-19 16:57:42 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1999-02-11 10:54:29 - [HTML]
64. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-11 16:09:51 - [HTML]
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1999-02-16 14:18:25 - [HTML]

Þingmál A278 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 1998-12-11 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A279 (bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 1998-12-10 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 1998-12-11 - Sendandi: Ökukennarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A291 (hafnaáætlun 1999-2002)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-03 13:40:49 - [HTML]
66. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1999-02-16 14:09:54 - [HTML]

Þingmál A302 (réttarstaða ríkisstarfsmanna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-19 23:05:39 - [HTML]

Þingmál A313 (útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-10 13:49:04 - [HTML]

Þingmál A324 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-10 19:40:29 - [HTML]
37. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 1998-12-10 20:16:39 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-18 10:34:23 - [HTML]
45. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-12-18 11:04:40 - [HTML]
45. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 12:48:20 - [HTML]
45. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 14:53:07 - [HTML]
45. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1998-12-18 17:24:24 - [HTML]
45. þingfundur - Kristján Pálsson - Ræða hófst: 1998-12-18 21:38:26 - [HTML]
45. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-12-18 23:49:00 - [HTML]
52. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-11 13:58:34 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-11 14:41:24 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-11 15:55:31 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-11 16:00:32 - [HTML]
52. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1999-01-11 18:04:40 - [HTML]
52. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-01-11 18:51:04 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-11 20:07:21 - [HTML]
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-11 20:54:56 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-01-12 12:23:06 - [HTML]
53. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-01-12 13:10:17 - [HTML]
55. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-01-13 11:32:31 - [HTML]

Þingmál A344 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-06 14:36:51 - [HTML]

Þingmál A349 (fæðingarorlof karla í ríkisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-02-03 16:27:51 - [HTML]

Þingmál A352 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-03-10 17:18:02 - [HTML]
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1999-03-10 18:16:54 - [HTML]

Þingmál A456 (ferða- og dvalarkostnaður)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1999-03-03 16:09:56 - [HTML]

Þingmál A470 (greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-16 16:52:11 - [HTML]

Þingmál A486 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (frumvarp) útbýtt þann 1999-02-10 11:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A498 (jafnréttislög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-18 15:23:07 - [HTML]

Þingmál A509 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-19 15:13:02 - [HTML]

Þingmál A520 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1999-02-19 19:07:20 - [HTML]

Þingmál A521 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-10 22:09:12 - [HTML]
84. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-03-10 22:23:26 - [HTML]
85. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1999-03-11 11:05:00 - [HTML]

Þingmál A554 (viðbrögð Landsbanka og Búnaðarbanka við úrskurði kærunefndar jafnréttismála)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-03-03 15:49:13 - [HTML]

Þingmál A585 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-08 13:45:19 - [HTML]

Þingmál A612 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1999-03-11 16:16:41 - [HTML]
87. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1999-03-11 16:25:53 - [HTML]

Þingmál B92 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
21. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-05 10:34:06 - [HTML]

Þingmál B98 (mælendaskrá í utandagskrárumræðu)

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-05 17:36:32 - [HTML]

Þingmál B106 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997)

Þingræður:
25. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1998-11-17 17:42:02 - [HTML]
25. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-11-17 18:40:18 - [HTML]

Þingmál B138 (dómur Hæstaréttar um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
33. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-04 14:00:09 - [HTML]
33. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:28:57 - [HTML]
33. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 1998-12-04 14:33:15 - [HTML]

Þingmál B180 (útboð á rekstri hjúkrunarheimilis fyrir aldraða)

Þingræður:
45. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1998-12-18 16:22:33 - [HTML]

Þingmál B277 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
72. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-25 11:03:44 - [HTML]

Þingmál B327 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
81. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-03-08 21:30:09 - [HTML]

Löggjafarþing 124

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1999-06-10 11:00:12 - [HTML]
2. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 1999-06-10 11:37:49 - [HTML]
2. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1999-06-10 14:26:50 - [HTML]
2. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-06-10 14:40:04 - [HTML]
2. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-06-10 14:45:01 - [HTML]

Þingmál B2 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 1999-06-08 13:46:05 - [HTML]

Þingmál B14 (umræða um stefnuræðu forsætisráðherra)

Þingræður:
0. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1999-06-08 22:01:49 - [HTML]

Þingmál B70 (athugasemdir Samkeppnisstofnunar um samkeppni á fjarskiptamarkaði)

Þingræður:
8. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1999-06-16 11:49:58 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 1999-12-15 22:26:50 - [HTML]

Þingmál A10 (sérstakar aðgerðir í byggðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-05 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-12 17:35:05 - [HTML]
7. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-12 17:55:10 - [HTML]

Þingmál A17 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A24 (setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-05 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-10-21 12:02:18 - [HTML]

Þingmál A27 (endurskoðun laga um almannatryggingar, skatta og lífeyrissjóði)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-13 13:31:14 - [HTML]

Þingmál A36 (varasjóður fyrir lán Byggingarsjóðs verkamanna)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-10-13 14:23:35 - [HTML]

Þingmál A47 (aðgerðir til að vinna gegn áhrifum loftslagsbreytinga)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-11-03 14:24:04 - [HTML]

Þingmál A56 (greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-11 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-18 18:08:53 - [HTML]
11. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 1999-10-18 18:24:20 - [HTML]

Þingmál A57 (vitamál)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1999-12-17 12:03:47 - [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-16 19:01:32 - [HTML]

Þingmál A69 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 1999-11-10 - Sendandi: Siðmennt, fél. um borgaralegar athafnir - [PDF]
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 1999-11-18 - Sendandi: Guðfræðideild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A81 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-03 16:40:04 - [HTML]

Þingmál A98 (eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-21 15:58:09 - [HTML]

Þingmál A101 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 502 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-20 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 527 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-12-21 22:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (þjónustukaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2000-03-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A117 (fjáraukalög 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 323 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-07 13:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1999-11-04 11:25:12 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 19:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 500 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-21 09:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (lög í heild) útbýtt þann 1999-12-21 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-11 10:54:16 - [HTML]
23. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1999-11-11 11:47:54 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-17 12:41:27 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1999-12-17 14:00:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 477 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: TAL hf. - Skýring: (A&P lögmenn fyrir TAL) - [PDF]
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A134 (afnám gjalds á menn utan trúfélaga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-10 15:16:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2000-01-18 - Sendandi: Samtök um aðskiln ríkis/kirkju, Páll Halldórsson - [PDF]

Þingmál A144 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-03-14 17:01:36 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-14 17:23:29 - [HTML]
78. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-03-14 17:26:07 - [HTML]
78. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2000-03-14 17:52:15 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-14 18:15:59 - [HTML]
78. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-14 18:17:11 - [HTML]
78. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-14 18:19:04 - [HTML]

Þingmál A167 (kynferðisleg misnotkun á börnum)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-08 14:17:45 - [HTML]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-11 12:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 11:16:50 - [HTML]
56. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-02-03 11:48:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2000-03-14 - Sendandi: Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu, b.t. Þorsteins Vilhjálmsson - [PDF]

Þingmál A179 (tannréttingar barna og unglinga)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-02-02 13:57:49 - [HTML]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 1999-11-17 19:16:55 - [HTML]

Þingmál A193 (starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-17 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-06 15:43:59 - [HTML]

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-14 16:18:10 - [HTML]

Þingmál A200 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-16 14:45:22 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A223 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-12-03 12:20:50 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 1999-12-08 19:35:37 - [HTML]
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-04 23:05:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A230 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 15:56:36 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 16:52:23 - [HTML]

Þingmál A231 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 278 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-03 17:23:56 - [HTML]

Þingmál A235 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-09 10:48:43 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-09 15:05:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 1999-12-07 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (samantekt v. umsagna) - [PDF]

Þingmál A239 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-01 19:47:26 - [HTML]
53. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2000-02-01 20:15:24 - [HTML]

Þingmál A249 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 18:31:08 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-03 18:34:22 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-02-03 18:58:10 - [HTML]

Þingmál A254 (innheimtusvið tollstjórans í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-08 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (frumvarp) útbýtt þann 1999-12-07 15:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (þáltill.) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1136 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-04 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-02-01 14:32:13 - [HTML]
53. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2000-02-01 15:02:45 - [HTML]
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2000-02-01 16:32:56 - [HTML]
53. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-02-01 16:45:25 - [HTML]
53. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-02-01 17:35:14 - [HTML]
53. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-01 18:03:16 - [HTML]
108. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-08 19:03:23 - [HTML]
108. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-05-08 19:19:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2000-03-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2000-03-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal, samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-02-21 17:37:28 - [HTML]

Þingmál A290 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-07 18:10:02 - [HTML]

Þingmál A299 (flugmálaáætlun 2000 - 2003)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-05-04 15:05:14 - [HTML]

Þingmál A308 (framkvæmd skattskila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (svar) útbýtt þann 2000-03-14 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A315 (notkun þjóðfánans)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-02-23 15:09:44 - [HTML]

Þingmál A321 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-21 18:27:29 - [HTML]
104. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-28 19:03:55 - [HTML]

Þingmál A324 (póstburður)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-15 14:04:42 - [HTML]

Þingmál A326 (skylduskil til safna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1408 - Komudagur: 2000-04-03 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi m) - [PDF]

Þingmál A331 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-16 14:59:06 - [HTML]

Þingmál A332 (skattlagning slysabóta)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-03-08 14:26:10 - [HTML]
75. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-03-08 14:33:41 - [HTML]

Þingmál A338 (grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-14 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-20 18:03:01 - [HTML]
82. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-20 18:22:10 - [HTML]
82. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-03-20 18:23:46 - [HTML]
82. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-03-20 18:48:02 - [HTML]

Þingmál A354 (vatnsveitur í dreifbýli)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-03-08 15:06:51 - [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-24 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-16 11:30:21 - [HTML]
81. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2000-03-16 11:34:25 - [HTML]
81. þingfundur - Gísli S. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-16 12:06:16 - [HTML]
116. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2000-05-11 11:19:30 - [HTML]

Þingmál A407 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-03-14 14:01:16 - [HTML]
78. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 2000-03-14 14:07:29 - [HTML]
78. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-14 14:20:18 - [HTML]
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-03-14 14:30:00 - [HTML]
97. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-04-11 14:40:47 - [HTML]
98. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-04-12 13:38:25 - [HTML]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1332 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1344 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 23:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1367 - Komudagur: 2000-03-30 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A424 (kostnaður við fjarkennslu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-03-22 14:41:58 - [HTML]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-20 16:53:58 - [HTML]
82. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-03-20 17:30:41 - [HTML]
82. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-03-20 17:54:12 - [HTML]

Þingmál A439 (greiðslur til öldrunarstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (svar) útbýtt þann 2000-04-26 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A446 (greiðsla þungaskatts erlendra ökutækja)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-04-05 15:03:39 - [HTML]

Þingmál A460 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-04-27 14:13:44 - [HTML]
103. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-27 15:17:03 - [HTML]
103. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-27 16:07:43 - [HTML]
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-27 17:21:23 - [HTML]
103. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-27 17:51:06 - [HTML]
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-04-27 18:01:41 - [HTML]
103. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-04-27 19:03:31 - [HTML]
108. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-05-08 17:03:40 - [HTML]
109. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-09 13:05:34 - [HTML]
109. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-05-09 15:07:31 - [HTML]

Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A481 (endurskoðun kosningalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (þáltill.) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-27 23:13:17 - [HTML]

Þingmál A487 (framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (starfsgrundvöllur lítilla iðnfyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-04-12 14:51:37 - [HTML]
99. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-04-12 15:00:40 - [HTML]

Þingmál A519 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 20:30:27 - [HTML]
97. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2000-04-11 21:33:16 - [HTML]
97. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-04-11 22:25:12 - [HTML]
113. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-05-10 11:47:50 - [HTML]

Þingmál A524 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2000-04-07 17:05:05 - [HTML]

Þingmál A531 (samvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A532 (samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-10 17:04:45 - [HTML]

Þingmál A534 (lífsýnasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 20:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1309 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-05-09 20:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1398 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-12 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1411 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-13 20:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-11 12:47:44 - [HTML]

Þingmál A535 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-04-10 16:26:06 - [HTML]
96. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2000-04-10 16:48:08 - [HTML]

Þingmál A547 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-04 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-05-09 18:20:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2000-04-19 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A558 (staðfest samvist)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-04-06 21:46:35 - [HTML]

Þingmál A570 (bílaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1289 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1318 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (staðfesting breytinga á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A584 (fullgilding samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jafnrétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (fullgilding Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Árni Johnsen (Nefnd) - Ræða hófst: 2000-05-04 21:34:40 - [HTML]

Þingmál A623 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-05-08 17:27:14 - [HTML]
108. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-08 17:56:41 - [HTML]

Þingmál A647 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1998)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (störf úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (skattfrelsi forseta Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2000-05-13 09:59:59 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-05-13 10:25:50 - [HTML]

Þingmál A653 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-12 21:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B28 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1999-10-04 20:18:03 - [HTML]
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-10-04 21:36:39 - [HTML]

Þingmál B35 (aðgangur að sjúkraskýrslum)

Þingræður:
4. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-06 15:48:11 - [HTML]
4. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 1999-10-06 16:07:25 - [HTML]

Þingmál B66 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1997)

Þingræður:
9. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 1999-10-14 10:49:02 - [HTML]

Þingmál B238 (skýrslutaka af börnum við héraðsdómstóla)

Þingræður:
49. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1999-12-18 10:30:11 - [HTML]

Þingmál B264 (starfsleyfi fyrir gagnagrunni á heilbrigðissviði)

Þingræður:
53. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-02-01 16:26:04 - [HTML]

Þingmál B278 (Vatneyrardómurinn og viðbrögð stjórnvalda)

Þingræður:
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-02-03 10:42:52 - [HTML]

Þingmál B463 (stjórn fiskveiða)

Þingræður:
102. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-26 14:07:48 - [HTML]
102. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-04-26 14:21:49 - [HTML]
102. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-04-26 15:05:53 - [HTML]
102. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-04-26 15:16:08 - [HTML]
102. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2000-04-26 15:26:57 - [HTML]

Þingmál B511 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
115. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-05-10 20:02:37 - [HTML]
115. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2000-05-10 20:52:57 - [HTML]
115. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-05-10 21:23:34 - [HTML]
115. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 2000-05-10 21:30:02 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-11-30 22:44:04 - [HTML]

Þingmál A14 (smásala á tóbaki)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2000-10-17 18:40:46 - [HTML]

Þingmál A22 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-16 15:53:21 - [HTML]

Þingmál A23 (grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-04 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-10-16 17:18:26 - [HTML]

Þingmál A26 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-03 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-12 15:01:08 - [HTML]
9. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-12 16:10:43 - [HTML]
9. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-12 16:13:35 - [HTML]
9. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-12 16:27:20 - [HTML]
15. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2000-10-30 16:37:29 - [HTML]

Þingmál A27 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-20 18:23:45 - [HTML]
27. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-11-20 18:44:10 - [HTML]
27. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-11-20 19:10:58 - [HTML]

Þingmál A30 (viðskipti og samningar um gagnaflutninga og önnur tölvusamskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (svar) útbýtt þann 2000-12-15 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A36 (skattlagning söluhagnaðar af hlutabréfum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-10-18 15:36:32 - [HTML]

Þingmál A42 (rekstur skipasmíðastöðva)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (svar) útbýtt þann 2000-11-01 15:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2001-01-16 16:40:19 - [HTML]
59. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-16 16:57:02 - [HTML]

Þingmál A48 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-08 13:55:53 - [HTML]

Þingmál A50 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-08 12:56:24 - [HTML]

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-20 17:52:38 - [HTML]

Þingmál A92 (samkeppnishæf menntun og ný stefna í kjaramálum kennara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-16 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-19 16:16:54 - [HTML]
14. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-10-19 16:31:53 - [HTML]
14. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-10-19 17:12:43 - [HTML]

Þingmál A121 (siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-10-16 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A138 (fyrirtæki í útgerð)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-11-22 14:31:27 - [HTML]
30. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-11-22 14:33:43 - [HTML]

Þingmál A146 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-08 12:00:13 - [HTML]

Þingmál A154 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-14 14:23:04 - [HTML]
49. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2000-12-14 14:46:27 - [HTML]
49. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-14 15:03:41 - [HTML]
51. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2000-12-16 11:23:27 - [HTML]

Þingmál A158 (greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-19 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-08 12:37:28 - [HTML]
85. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2001-03-08 12:54:29 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-03-08 13:31:40 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-08 13:42:04 - [HTML]

Þingmál A166 (tólf ára samfellt grunnnám)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-08 15:35:37 - [HTML]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 833 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-03-06 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-11-03 11:48:47 - [HTML]
80. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-03-01 12:38:43 - [HTML]

Þingmál A181 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-31 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A190 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-12 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Kristján Pálsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-14 15:14:37 - [HTML]

Þingmál A194 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-30 11:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Árni Johnsen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-12 18:58:41 - [HTML]

Þingmál A196 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2000-11-13 17:34:08 - [HTML]

Þingmál A197 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-11-20 16:44:36 - [HTML]

Þingmál A199 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-27 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-09 12:10:52 - [HTML]
33. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-28 14:23:47 - [HTML]
33. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-28 21:13:54 - [HTML]
33. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-28 23:08:12 - [HTML]

Þingmál A200 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-11-13 17:08:53 - [HTML]

Þingmál A215 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-11-21 23:40:42 - [HTML]

Þingmál A217 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Sverrir Hermannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-08 14:16:17 - [HTML]

Þingmál A227 (sjókvíaeldi)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-22 15:12:08 - [HTML]
30. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-11-22 15:15:22 - [HTML]

Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-21 14:25:37 - [HTML]

Þingmál A235 (lögleiðing ólympískra hnefaleika)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 18:43:22 - [HTML]
67. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 18:47:45 - [HTML]
67. þingfundur - Katrín Fjeldsted - Ræða hófst: 2001-02-12 18:51:06 - [HTML]
67. þingfundur - Gunnar Birgisson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 19:09:02 - [HTML]
67. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 19:16:22 - [HTML]
67. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 19:20:46 - [HTML]
67. þingfundur - Katrín Fjeldsted - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 19:22:42 - [HTML]

Þingmál A242 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-21 21:50:04 - [HTML]

Þingmál A243 (könnun á áhrifum fiskmarkaða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-02-19 15:53:30 - [HTML]
72. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-02-19 16:45:16 - [HTML]

Þingmál A264 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-16 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-21 17:51:41 - [HTML]
28. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2000-11-21 18:42:55 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 15:31:44 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-16 15:59:32 - [HTML]

Þingmál A276 (heilbrigðisáætlun til ársins 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-16 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1469 (þál. í heild) útbýtt þann 2001-05-20 00:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-07 18:37:58 - [HTML]
43. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2000-12-07 19:06:51 - [HTML]
43. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-12-07 19:13:47 - [HTML]
43. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-07 19:26:09 - [HTML]
43. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2000-12-07 19:27:53 - [HTML]
129. þingfundur - Katrín Fjeldsted (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-19 17:30:48 - [HTML]

Þingmál A320 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2000-12-07 20:24:56 - [HTML]

Þingmál A327 (hafnaáætlun 2001--2004)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-05-19 18:19:16 - [HTML]
129. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 18:30:37 - [HTML]
129. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 18:32:35 - [HTML]
129. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 18:36:58 - [HTML]
129. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 18:54:56 - [HTML]

Þingmál A329 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-05 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-05 16:01:58 - [HTML]
81. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-03-05 16:32:01 - [HTML]
81. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-03-05 16:55:42 - [HTML]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-07 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2000-12-15 12:06:35 - [HTML]

Þingmál A360 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-12-14 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-01-20 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-17 19:27:06 - [HTML]
60. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2001-01-17 20:33:57 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-01-17 23:29:56 - [HTML]
61. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-01-18 12:01:32 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-01-18 17:04:58 - [HTML]
63. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-22 10:32:08 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2001-01-22 14:01:04 - [HTML]
64. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-23 15:14:38 - [HTML]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1340 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-16 11:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-13 17:45:02 - [HTML]
129. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-19 21:41:44 - [HTML]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (kjarasamningur ríkisins við framhaldsskólakennara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-01-22 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 842 (svar) útbýtt þann 2001-03-12 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-04-03 16:29:49 - [HTML]
104. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-04-03 16:46:30 - [HTML]

Þingmál A429 (samningar um sölu á vöru milli ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A436 (lífeyristryggingar örorku- og ellilífeyrisþega)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-02-28 15:39:08 - [HTML]

Þingmál A448 (samvinnufélög (rekstrarumgjörð))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-14 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (samvinnufélög (innlánsdeildir))[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-01 12:52:08 - [HTML]
113. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-26 11:27:42 - [HTML]

Þingmál A450 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-02 15:05:57 - [HTML]
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-04-02 15:30:36 - [HTML]
103. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-04-02 16:15:55 - [HTML]

Þingmál A480 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2001-03-06 15:47:42 - [HTML]

Þingmál A481 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-05 15:38:40 - [HTML]

Þingmál A484 (réttur til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (frumvarp) útbýtt þann 2001-02-27 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-03 18:12:29 - [HTML]
104. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-04-03 18:25:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2445 - Komudagur: 2001-05-07 - Sendandi: Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A499 (byggðakvóti)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2001-03-14 18:08:12 - [HTML]

Þingmál A518 (kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-14 15:40:39 - [HTML]

Þingmál A520 (stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-12 17:32:36 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-03-12 18:16:41 - [HTML]
90. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 2001-03-15 11:09:19 - [HTML]

Þingmál A521 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2001-03-13 15:44:09 - [HTML]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-13 19:21:52 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-03-13 20:32:56 - [HTML]

Þingmál A541 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2001-03-12 15:50:44 - [HTML]

Þingmál A565 (samningur um opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-03-13 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-04-05 14:40:24 - [HTML]

Þingmál A567 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-10 23:08:25 - [HTML]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2727 - Komudagur: 2001-05-31 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2730 - Komudagur: 2001-06-06 - Sendandi: Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, Baldur Dýrfjörð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2829 - Komudagur: 2001-09-12 - Sendandi: Félagsþjónustan í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A576 (kynningarstarf Flugmálastjórnar)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-04-25 14:18:31 - [HTML]

Þingmál A587 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (frumvarp) útbýtt þann 2001-03-28 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1442 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-05-19 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-05 19:51:14 - [HTML]
128. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-18 18:40:16 - [HTML]
128. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-05-18 18:58:37 - [HTML]

Þingmál A671 (skipan opinberra framkvæmda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2001-05-02 - Sendandi: Innkaupastofnun Reykjavborgar - [PDF]

Þingmál A675 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1425 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-05-18 22:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2001-05-02 17:02:52 - [HTML]
116. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-02 17:25:56 - [HTML]
116. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-05-02 18:39:41 - [HTML]
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-02 20:44:36 - [HTML]
127. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-17 11:08:38 - [HTML]
127. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2001-05-17 14:05:07 - [HTML]
127. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2001-05-17 15:16:01 - [HTML]
127. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-05-17 21:25:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2500 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Framkvæmdanefnd um einkavæðingu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2501 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - Skýring: (afrit af minnisblaði til Einkavæðinganefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2502 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - Skýring: (afrit af umsögn um 122. mál á 125. þingi) - [PDF]

Þingmál A719 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2805 - Komudagur: 2001-08-24 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2824 - Komudagur: 2001-09-11 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2835 - Komudagur: 2001-09-14 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2836 - Komudagur: 2001-09-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skrifstofa borgarstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2837 - Komudagur: 2001-09-17 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2840 - Komudagur: 2001-09-20 - Sendandi: Akraneskaupstaður, bæjarskrifstofur - [PDF]

Þingmál A731 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1479 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-20 01:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-18 22:27:21 - [HTML]
128. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 22:33:05 - [HTML]
128. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-05-18 23:16:25 - [HTML]

Þingmál A732 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-05-11 17:49:16 - [HTML]

Þingmál A736 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjálmar Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-19 10:18:58 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-05-14 16:11:47 - [HTML]

Þingmál A740 (tryggingarskilmálar vátryggingafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1343 (þáltill.) útbýtt þann 2001-05-16 11:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B9 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumræður))

Þingræður:
2. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-03 19:53:17 - [HTML]
2. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-10-03 20:14:16 - [HTML]
2. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-10-03 21:09:15 - [HTML]

Þingmál B17 (ráðstafanir stjórnvalda í kjölfar jarðskjálfta á Suðurlandi í sumar)

Þingræður:
3. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-04 14:15:47 - [HTML]
3. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-10-04 14:41:18 - [HTML]

Þingmál B110 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
24. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2000-11-14 15:36:19 - [HTML]

Þingmál B126 (atvinnumál landsbyggðar og byggðastefna stjórnvalda)

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2000-11-20 15:49:06 - [HTML]

Þingmál B137 (skipun í nefndir og ráð á vegum ríkisins)

Þingræður:
32. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2000-11-27 15:05:47 - [HTML]

Þingmál B176 (einkarekið sjúkrahús)

Þingræður:
43. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-12-07 10:40:31 - [HTML]

Þingmál B180 (sala Landssímans)

Þingræður:
44. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-12-08 10:38:52 - [HTML]

Þingmál B214 (sameining Landsbanka og Búnaðarbanka)

Þingræður:
50. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2000-12-15 16:01:10 - [HTML]

Þingmál B271 (bréf forsætisnefndar til Hæstaréttar)

Þingræður:
66. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-08 10:33:43 - [HTML]

Þingmál B285 (útboð á kennslu grunnskólabarna)

Þingræður:
67. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-12 15:53:24 - [HTML]
67. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-02-12 15:58:33 - [HTML]

Þingmál B291 (skýrsla auðlindanefndar)

Þingræður:
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-02-13 13:58:22 - [HTML]

Þingmál B306 (staða Íslands í Evrópusamstarfi)

Þingræður:
72. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 2001-02-19 15:26:10 - [HTML]

Þingmál B346 (staða almenningsþjónustu á landsbyggðinni)

Þingræður:
80. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-01 13:41:09 - [HTML]

Þingmál B375 (skýrslutökur af börnum)

Þingræður:
87. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-13 16:32:15 - [HTML]
87. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-03-13 16:54:11 - [HTML]
87. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-03-13 16:58:59 - [HTML]

Þingmál B435 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
102. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-29 10:53:42 - [HTML]

Þingmál B457 (sjávarútvegur og byggðaþróun á Íslandi)

Þingræður:
107. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-04-05 13:43:02 - [HTML]

Þingmál B483 (frumvarp um almenn hegningarlög)

Þingræður:
111. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-04-25 13:42:26 - [HTML]

Þingmál B551 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
126. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-05-16 20:53:39 - [HTML]

Þingmál B552 (frumvarp um kjaramál fiskimanna)

Þingræður:
124. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-05-16 10:11:42 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A1 (fjárlög 2002)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2001-12-07 20:28:46 - [HTML]

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-08 15:44:29 - [HTML]
5. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2001-10-08 17:35:27 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-08 18:07:47 - [HTML]
5. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-08 18:07:56 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-08 18:10:30 - [HTML]
5. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-08 18:10:43 - [HTML]
5. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-10-08 18:13:02 - [HTML]
5. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-10-08 18:30:45 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-08 19:28:28 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-10-16 14:21:23 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-16 17:05:46 - [HTML]
11. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2001-10-16 17:08:37 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-16 17:28:41 - [HTML]
11. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-16 18:17:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2001-11-15 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A5 (átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-15 16:35:14 - [HTML]
10. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2001-10-15 18:47:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2001-11-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-15 12:07:05 - [HTML]
30. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2001-11-15 12:30:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 505 - Komudagur: 2001-12-13 - Sendandi: Siðmennt, fél. um borgaralegar athafnir - [PDF]

Þingmál A21 (fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-18 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (áhugamannahnefaleikar)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Katrín Fjeldsted - Ræða hófst: 2002-02-07 14:12:59 - [HTML]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 548 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A42 (brunatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A43 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2002-02-12 14:43:28 - [HTML]

Þingmál A45 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-15 13:47:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2002-04-26 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A49 (vestnorrænt samstarf og íslensk nærsvæðastefna)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-03-07 18:38:30 - [HTML]

Þingmál A51 (tólf ára samfellt grunnnám)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-06 14:15:17 - [HTML]

Þingmál A59 (tryggingarskilmálar vátryggingafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-08 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Gísli S. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-08 14:47:21 - [HTML]
25. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-11-08 14:57:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 258 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A74 (jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A87 (greiðslur fyrir tjón af völdum jarðskjálfta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-04 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A112 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-12 15:56:59 - [HTML]

Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-06 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 472 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-06 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-10-09 14:37:39 - [HTML]
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-10-09 16:17:40 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-06 11:44:25 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-06 13:13:32 - [HTML]
45. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-06 14:23:08 - [HTML]
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-06 16:21:18 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2001-12-06 22:04:27 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-06 22:33:57 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2001-12-08 14:19:57 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-11 14:00:43 - [HTML]
48. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-11 14:25:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 2001-11-29 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2001-12-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A125 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (fjáraukalög 2001)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-04 15:52:39 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-04 18:35:46 - [HTML]

Þingmál A131 (rannsóknir á útbreiðslu, stofnstærð og veiðiþoli kúfskeljar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-01-29 16:44:39 - [HTML]

Þingmál A134 (erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 173 - Komudagur: 2001-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A135 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Karl V. Matthíasson - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-04 22:00:23 - [HTML]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A151 (persónuafsláttur barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2001-11-15 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - fjölskylduráð - [PDF]

Þingmál A156 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-02-19 17:58:17 - [HTML]
80. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2002-02-19 18:28:37 - [HTML]

Þingmál A159 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-13 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-01 10:41:02 - [HTML]
19. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2001-11-01 10:44:22 - [HTML]
19. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2001-11-01 10:48:58 - [HTML]

Þingmál A167 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-11-01 13:35:32 - [HTML]
19. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2001-11-01 13:44:49 - [HTML]
54. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 22:34:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2001-11-20 - Sendandi: Átak, bifreiðastjórafélag - [PDF]

Þingmál A168 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 875 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-02-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 927 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-07 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2001-11-01 15:51:07 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-25 16:26:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2001-11-23 - Sendandi: Póstmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-08 12:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-18 11:15:27 - [HTML]
15. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-18 11:17:33 - [HTML]
15. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-10-18 12:39:30 - [HTML]
54. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 20:32:05 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2001-12-13 21:02:03 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Fjeldsted - Ræða hófst: 2001-12-13 21:14:07 - [HTML]
54. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2001-12-13 21:22:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2001-11-08 - Sendandi: Hjúkrunarráð Heilbrigðisstofnunar Austurlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2001-11-14 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]

Þingmál A178 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-17 15:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A183 (fartölvuvæðing framhaldsskólanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-10-18 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 318 (svar) útbýtt þann 2001-11-14 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2001-11-15 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-11-02 11:38:50 - [HTML]
20. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-11-02 13:31:00 - [HTML]
20. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-11-02 15:27:00 - [HTML]
21. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-11-05 16:52:39 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-12 14:12:03 - [HTML]
51. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2001-12-12 17:11:32 - [HTML]
51. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-12-12 18:31:07 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-12 20:54:28 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2001-12-12 23:07:09 - [HTML]

Þingmál A194 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2002-02-19 19:29:01 - [HTML]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2002-01-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A230 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (lagning ljósleiðara)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-11-14 14:21:46 - [HTML]

Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-15 11:05:20 - [HTML]

Þingmál A269 (framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-15 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-12 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A285 (skráning skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2002-02-19 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A287 (niðurstaða 7. aðildarríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-19 16:59:09 - [HTML]
31. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-19 17:03:11 - [HTML]

Þingmál A303 (einkarekstur göngudeildar við Landspítala -- háskólasjúkrahús)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-02-06 15:17:25 - [HTML]

Þingmál A310 (tónlistarnám fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2001-11-21 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-05 15:19:39 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-12-05 15:22:49 - [HTML]

Þingmál A315 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-21 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-01-28 16:09:06 - [HTML]
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-18 11:41:58 - [HTML]
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-04-18 11:57:48 - [HTML]
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-18 13:30:52 - [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1412 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-29 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1436 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-01-22 15:12:18 - [HTML]

Þingmál A327 (samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-12 11:09:11 - [HTML]

Þingmál A333 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-15 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-02-05 17:07:45 - [HTML]
102. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-21 17:03:16 - [HTML]

Þingmál A342 (úttekt Ríkisendurskoðunar á skattsvikamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-12-04 18:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A347 (bókhald, ársreikningar og tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2002-02-13 - Sendandi: Erna Bryndís Halldórsdóttir endursk. - [PDF]
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 2002-02-13 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 777 - Komudagur: 2002-02-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2002-02-19 - Sendandi: Lögmannsstofan Taxis hf. - [PDF]

Þingmál A348 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2001-12-11 18:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 547 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-12 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-13 13:37:31 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 15:17:42 - [HTML]
54. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2001-12-13 15:27:11 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 15:46:50 - [HTML]
54. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 15:47:57 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 15:50:11 - [HTML]
54. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2001-12-13 15:51:01 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-12-13 17:00:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Minni hluti menntamálanefndar - [PDF]

Þingmál A359 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1001 - Komudagur: 2002-03-05 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A366 (sameignarfyrirtæki um Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-12 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A378 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Vestmannaeyjabær - [PDF]

Þingmál A384 (samgönguáætlun)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-01-24 14:12:23 - [HTML]

Þingmál A385 (lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-19 18:14:36 - [HTML]

Þingmál A386 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2002-03-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Hafnasamband sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2002-03-13 - Sendandi: Siglufjarðarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1292 - Komudagur: 2002-03-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skrifstofa borgarstjóra - [PDF]

Þingmál A398 (ferðakostnaður foreldra barna á meðferðarstofnunum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-03-06 13:44:17 - [HTML]

Þingmál A399 (þátttaka almannatrygginga í ferðakostnaði foreldra barna á meðferðarstofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2002-01-23 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-06 15:27:57 - [HTML]
71. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-02-06 15:35:45 - [HTML]

Þingmál A417 (afnám gjalds á menn utan trúfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (frumvarp) útbýtt þann 2002-01-24 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-01-28 17:40:40 - [HTML]

Þingmál A429 (jarðalög)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-04-17 11:53:23 - [HTML]

Þingmál A430 (endurskoðun á reglum um innheimtu virðisaukaskatts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (þáltill.) útbýtt þann 2002-01-29 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-07 17:34:07 - [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-30 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-29 23:53:58 - [HTML]

Þingmál A444 (niðurfelling veggjalds í Hvalfjarðargöng)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Gísli S. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-13 19:04:32 - [HTML]

Þingmál A467 (sjálfstætt starfandi sálfræðingar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2002-02-27 14:37:59 - [HTML]

Þingmál A490 (Norræna ráðherranefndin 2001)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2002-02-28 15:40:02 - [HTML]

Þingmál A491 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (frumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1729 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A492 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1198 - Komudagur: 2002-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins - [PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - Ræða hófst: 2002-02-14 17:48:25 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-02-14 19:32:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1216 - Komudagur: 2002-03-13 - Sendandi: Rafmagnsveitur ríkisins - [PDF]

Þingmál A510 (NATO-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-14 11:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (stefna í byggðamálum 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1407 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-27 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-02-26 17:54:11 - [HTML]
82. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-26 19:23:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1335 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A539 (Vísinda- og tækniráð)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-28 12:20:55 - [HTML]

Þingmál A545 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-11 22:37:31 - [HTML]

Þingmál A550 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-07 11:55:55 - [HTML]

Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A554 (skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans og einkavæðingarnefndar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-06 15:02:22 - [HTML]

Þingmál A561 (endurskoðun jarðalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2002-02-26 18:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-17 11:58:18 - [HTML]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-19 23:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-03-04 16:01:57 - [HTML]
86. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-03-04 17:17:28 - [HTML]
86. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 18:07:32 - [HTML]
86. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-04 18:11:30 - [HTML]
86. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 18:56:23 - [HTML]
86. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 20:25:24 - [HTML]
86. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 22:24:09 - [HTML]
86. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-04 22:28:24 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-03-05 14:11:18 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:22:53 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:25:53 - [HTML]
87. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:27:04 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:29:05 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 14:31:54 - [HTML]
87. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-03-05 16:08:35 - [HTML]
87. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-03-05 16:35:13 - [HTML]
87. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2002-03-05 17:43:43 - [HTML]
87. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-03-05 18:08:20 - [HTML]
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-03-05 18:17:40 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-22 10:22:16 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-22 11:40:52 - [HTML]
125. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-04-22 16:49:49 - [HTML]
125. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-22 21:13:40 - [HTML]
134. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-04-30 16:49:04 - [HTML]
134. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-04-30 18:21:54 - [HTML]
134. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-04-30 19:47:44 - [HTML]
134. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-04-30 21:40:37 - [HTML]
134. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-30 22:12:08 - [HTML]
137. þingfundur - Jóhann Ársælsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2002-05-03 15:10:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2002-03-19 - Sendandi: Samtök fiskvinnslu án útgerðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1486 - Komudagur: 2002-03-25 - Sendandi: Samtök fiskvinnslustöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2002-03-25 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A565 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Króatíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Makedóníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 887 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Jórdaníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A576 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 903 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-04 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-07 13:34:36 - [HTML]
91. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-03-07 13:43:20 - [HTML]
92. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-07 14:58:35 - [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-05 19:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (verslunaratvinna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1603 - Komudagur: 2002-04-03 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A614 (starfsemi og staða Þjóðhagsstofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1962 - Komudagur: 2002-04-16 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A615 (samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-12 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-03-25 16:30:37 - [HTML]
104. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-25 17:02:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2002-04-11 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A621 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1437 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-30 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-03-25 18:45:43 - [HTML]

Þingmál A629 (réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2002-04-12 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A638 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2002-07-10 - Sendandi: Samorka - [PDF]

Þingmál A647 (alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-03-26 11:14:58 - [HTML]

Þingmál A649 (Tækniháskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-04-29 12:00:24 - [HTML]

Þingmál A650 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A654 (endurskoðun laga um innflutning dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2217 - Komudagur: 2002-05-22 - Sendandi: Nautgriparæktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A659 (starfsmannafjöldi hjá Fasteignamati ríkisins og Landskrá fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1232 (svar) útbýtt þann 2002-04-19 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A663 (steinullarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-09 23:18:09 - [HTML]

Þingmál A665 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2317 - Komudagur: 2002-07-29 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A670 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Jóhann Ársælsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-20 16:39:54 - [HTML]

Þingmál A673 (jöfnun kostnaðar við flutning og dreifingu raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (flugmálaáætlun árið 2002)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2002-05-02 14:41:05 - [HTML]

Þingmál A693 (jöfnun námskostnaðar)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-24 13:37:51 - [HTML]

Þingmál A696 (breiðbandsvæðing landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (þáltill.) útbýtt þann 2002-04-03 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A707 (Lýðheilsustöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2002-07-03 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnarráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2302 - Komudagur: 2002-07-05 - Sendandi: Manneldisráð Íslands - [PDF]

Þingmál A709 (Þjóðhagsstofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-18 11:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-04-10 18:28:17 - [HTML]
122. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-18 14:35:24 - [HTML]
122. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-18 14:44:03 - [HTML]
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-18 16:05:18 - [HTML]
122. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-04-18 18:34:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1964 - Komudagur: 2002-04-16 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A710 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-08 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A711 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1366 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-13 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-05-02 19:29:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1959 - Komudagur: 2002-04-16 - Sendandi: Dýraverndarráð - [PDF]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1344 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-23 09:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1353 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-23 10:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-04-10 23:38:49 - [HTML]
126. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-23 11:03:23 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-04-23 17:09:33 - [HTML]
130. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-04-26 10:20:33 - [HTML]
130. þingfundur - Gunnar Birgisson - Ræða hófst: 2002-04-26 11:12:00 - [HTML]
130. þingfundur - Gunnar Birgisson - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-26 11:45:25 - [HTML]
130. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-04-26 11:47:43 - [HTML]
130. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2002-04-26 15:08:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1929 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Samtök fjárfesta - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A732 (staða framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar um jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-04-20 11:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B34 (Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumræður))

Þingræður:
2. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 2001-10-02 20:47:52 - [HTML]
2. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2001-10-02 21:14:13 - [HTML]
2. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-10-02 21:27:10 - [HTML]
2. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-10-02 21:37:15 - [HTML]
2. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2001-10-02 21:43:11 - [HTML]

Þingmál B176 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
40. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2001-11-29 14:05:13 - [HTML]
40. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-29 15:49:50 - [HTML]

Þingmál B277 (svör um sölu ríkisjarða)

Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-01-28 15:10:31 - [HTML]

Þingmál B284 (sala á greiðslumarki ríkisjarða)

Þingræður:
62. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2002-01-29 15:26:10 - [HTML]

Þingmál B294 (sala Landssímans)

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-01-30 13:46:01 - [HTML]

Þingmál B298 (málefni flugfélagsins Go-fly)

Þingræður:
67. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-01-31 13:31:01 - [HTML]

Þingmál B321 (yfirlýsing frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs)

Þingræður:
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2002-02-07 15:30:40 - [HTML]

Þingmál B338 (uppsagnir á Múlalundi)

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-14 10:32:28 - [HTML]

Þingmál B363 (boðað frumvarp um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
82. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-02-26 13:42:51 - [HTML]
82. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-02-26 13:46:59 - [HTML]

Þingmál B383 (staða jafnréttismála, munnleg skýrsla félagsmálaráðherra)

Þingræður:
93. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-03-08 11:27:49 - [HTML]

Þingmál B388 (útboð í heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
93. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2002-03-08 13:51:25 - [HTML]

Þingmál B424 (endurskoðun EES-samningsins)

Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2002-03-22 11:02:52 - [HTML]

Þingmál B542 (Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
129. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-04-24 20:48:19 - [HTML]
129. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-04-24 21:35:10 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2002-12-05 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-27 11:56:18 - [HTML]
47. þingfundur - Gísli S. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-12-05 14:05:12 - [HTML]
47. þingfundur - Gísli S. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-12-05 14:09:04 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-12-05 18:34:19 - [HTML]

Þingmál A17 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-10-29 15:43:13 - [HTML]

Þingmál A18 (samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-02 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-06 14:21:09 - [HTML]

Þingmál A19 (kvennahreyfingin á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2002-12-09 - Sendandi: Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A24 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Jóhann Ársælsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-11 14:13:15 - [HTML]
76. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2003-02-11 14:38:06 - [HTML]
76. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2003-02-11 14:55:02 - [HTML]
76. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-02-11 16:30:54 - [HTML]

Þingmál A26 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-31 16:22:09 - [HTML]

Þingmál A29 (ójafnvægi í byggðamálum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-05 14:54:16 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-05 14:57:14 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-11-05 16:41:36 - [HTML]

Þingmál A32 (verðmyndun á innfluttu sementi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-05 16:52:55 - [HTML]
22. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-05 17:39:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A40 (efling félagslegs forvarnastarfs)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2002-11-12 17:02:49 - [HTML]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (breiðbandsvæðing landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 17:11:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A132 (réttarstaða samkynhneigðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-08 17:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2003-03-06 - Sendandi: Félag sam- og tvíkynhneigðra stúdenta við HÍ - [PDF]

Þingmál A147 (vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-11 15:01:20 - [HTML]

Þingmál A157 (skráning skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A165 (endurreisn Þingvallaurriðans)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-12-04 13:48:28 - [HTML]

Þingmál A171 (framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-14 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-10-15 14:57:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2002-11-13 - Sendandi: Tilvera - [PDF]

Þingmál A191 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-12 15:01:34 - [HTML]

Þingmál A206 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1663 - Komudagur: 2003-03-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A207 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2003-02-18 18:30:54 - [HTML]
81. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2003-02-18 18:44:22 - [HTML]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-01 10:54:03 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-12-10 20:24:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A216 (aðskilnaður ríkis og þjóðkirkju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (svar) útbýtt þann 2002-11-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (tannheilsa barna og unglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (svar) útbýtt þann 2002-12-12 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2002-10-31 10:36:26 - [HTML]
19. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2002-10-31 11:23:26 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-10-31 11:48:28 - [HTML]
19. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-10-31 11:52:40 - [HTML]

Þingmál A254 (rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-29 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-31 15:26:22 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2002-10-31 15:42:40 - [HTML]

Þingmál A257 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-29 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-11 15:11:19 - [HTML]

Þingmál A313 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-14 09:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A324 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-11-11 17:52:31 - [HTML]

Þingmál A336 (Vísinda- og tækniráð)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2003-01-21 17:41:39 - [HTML]

Þingmál A337 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2002-12-16 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1160 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1189 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-14 10:59:12 - [HTML]

Þingmál A351 (fyrirtækjaskrá)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-14 11:52:53 - [HTML]

Þingmál A355 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 400 - Komudagur: 2002-12-03 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A359 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-13 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (kostnaðarþátttaka Tryggingastofnunar við meðferð psoriasissjúklinga)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 2002-11-28 12:41:40 - [HTML]

Þingmál A377 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (svar) útbýtt þann 2003-01-22 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A410 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 513 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-03 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (lyfjalög og læknalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A424 (breyting á VII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-04 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-05 15:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A445 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A446 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-03 16:20:10 - [HTML]
70. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2003-02-03 16:29:07 - [HTML]

Þingmál A453 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-12-12 12:37:38 - [HTML]

Þingmál A454 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (frumvarp) útbýtt þann 2002-12-11 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1262 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-12 19:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1428 (lög í heild) útbýtt þann 2003-03-15 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-30 10:45:20 - [HTML]
69. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2003-01-30 11:19:18 - [HTML]
99. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-13 16:30:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Íslenska álfélagið hf. - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Rafmagnsveitur ríkisins - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1164 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 2003-03-07 - Sendandi: Húsavíkurbær - Skýring: (um 462. og 463. mál) - [PDF]

Þingmál A463 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (almannavarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-27 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 22:06:48 - [HTML]

Þingmál A469 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1221 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-11 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-11 12:04:11 - [HTML]
96. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2003-03-11 12:35:46 - [HTML]
96. þingfundur - Gísli S. Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-11 14:43:33 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-03-11 14:45:22 - [HTML]
96. þingfundur - Árni Steinar Jóhannsson - Ræða hófst: 2003-03-11 15:12:59 - [HTML]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 985 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1008 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2003-01-28 23:42:44 - [HTML]
84. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-26 11:45:44 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2003-02-26 13:31:00 - [HTML]
84. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-02-26 18:33:56 - [HTML]
86. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2003-03-03 16:01:04 - [HTML]
86. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2003-03-03 16:02:46 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2003-03-04 19:06:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 944 - Komudagur: 2003-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2003-02-14 - Sendandi: Alcan á Íslandi (ISAL) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1022 - Komudagur: 2003-02-17 - Sendandi: 1. minni hl. efnahags- og viðskiptanefndar - Skýring: (ÖS og JóhS) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A510 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-01-22 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2003-02-27 - Sendandi: Skólaskrifstofa Suðurlands - [PDF]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (lífeyrisgreiðslur til Íslendinga erlendis)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-05 15:12:18 - [HTML]
73. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2003-02-05 15:20:13 - [HTML]

Þingmál A563 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-01-30 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1143 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-10 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (þál. í heild) útbýtt þann 2003-03-13 15:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A572 (Norræna ráðherranefndin 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-05 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (úthlutun sérstaks greiðslumarks í sauðfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (svar) útbýtt þann 2003-03-10 20:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1412 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 23:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2003-02-13 12:06:00 - [HTML]

Þingmál A600 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1413 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 23:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A609 (komugjöld á heilsugæslustöðvum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-03-05 14:25:54 - [HTML]

Þingmál A611 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-02-18 17:49:10 - [HTML]

Þingmál A612 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-03 16:09:47 - [HTML]
86. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2003-03-03 16:23:05 - [HTML]
86. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-03 16:27:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2003-04-15 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1769 - Komudagur: 2003-04-28 - Sendandi: Skólafélag Viðskiptaháskólans á Bifröst - [PDF]
Dagbókarnúmer 1770 - Komudagur: 2003-04-28 - Sendandi: Viðskiptaháskólinn á Bifröst - [PDF]
Dagbókarnúmer 1796 - Komudagur: 2003-05-06 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A615 (ráðning sjúkrahúsprests við Barnaspítala Hringsins)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-03-05 14:39:54 - [HTML]

Þingmál A624 (átak til að treysta byggð á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (þáltill.) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A626 (ÖSE-þingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1010 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (NATO-þingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 2003-07-10 - Sendandi: Þórshafnarhreppur - Skýring: (um 651. og 652. mál) - [PDF]

Þingmál A653 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 11:59:34 - [HTML]

Þingmál A659 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-03-06 21:17:03 - [HTML]

Þingmál A662 (fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (frumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2003-03-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (afrit - lagt fram á fundi sg.) - [PDF]

Þingmál A671 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1282 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-12 19:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2003-03-06 15:13:13 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 16:18:02 - [HTML]
90. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2003-03-06 17:48:23 - [HTML]
90. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 18:00:32 - [HTML]
90. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 18:02:54 - [HTML]
90. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 18:04:41 - [HTML]
90. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 18:06:19 - [HTML]
90. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-06 18:06:57 - [HTML]
99. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-13 10:50:20 - [HTML]
99. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-13 11:05:33 - [HTML]
99. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-13 11:07:08 - [HTML]
99. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2003-03-13 11:10:39 - [HTML]
99. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2003-03-13 11:46:20 - [HTML]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B126 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2002-10-01 14:07:40 - [HTML]

Þingmál B129 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumræður))

Þingræður:
2. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2002-10-02 21:12:43 - [HTML]

Þingmál B133 (krafa um dreifða eignaraðild við sölu á hlut ríkisins í ríkisbönkunum)

Þingræður:
3. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-10-03 10:43:23 - [HTML]

Þingmál B157 (staða heilbrigðismála)

Þingræður:
6. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-10-08 16:35:56 - [HTML]

Þingmál B171 (alþjóðadagur kvenna í landbúnaði)

Þingræður:
10. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2002-10-15 13:34:36 - [HTML]

Þingmál B174 (samþjöppun veiðiheimilda í sjávarútvegi)

Þingræður:
10. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-10-15 14:08:35 - [HTML]

Þingmál B199 (staða heilsugæslunnar)

Þingræður:
19. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-10-31 13:51:55 - [HTML]

Þingmál B316 (samræming réttinda opinberra starfsmanna og félaga innan ASÍ sem vinna hjá ríkinu)

Þingræður:
54. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-12 10:32:14 - [HTML]

Þingmál B499 (kjör bænda)

Þingræður:
99. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-03-13 13:50:10 - [HTML]

Löggjafarþing 129

Þingmál B64 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2003-05-27 21:29:43 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A1 (fjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-24 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-11-25 16:20:33 - [HTML]
33. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2003-11-25 17:48:02 - [HTML]
42. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-12-04 21:07:03 - [HTML]

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-06 16:57:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 258 - Komudagur: 2003-11-24 - Sendandi: Guðfræðideild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A5 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-10-13 16:06:48 - [HTML]

Þingmál A6 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - Ræða hófst: 2003-10-13 17:41:48 - [HTML]

Þingmál A9 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A12 (efling iðnnáms, verknáms og listnáms í framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1224 - Komudagur: 2004-03-04 - Sendandi: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - [PDF]

Þingmál A14 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2003-10-28 15:52:10 - [HTML]
15. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 16:09:58 - [HTML]

Þingmál A18 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-28 14:06:51 - [HTML]
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 14:16:20 - [HTML]
15. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2003-10-28 14:26:34 - [HTML]
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 14:43:11 - [HTML]
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 14:45:31 - [HTML]
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 15:04:16 - [HTML]
15. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-10-28 15:06:09 - [HTML]
15. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-28 15:20:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A22 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A23 (skattafsláttur vegna barna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sigurlín Margrét Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-16 13:48:57 - [HTML]

Þingmál A32 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-10-29 15:34:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 470 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A45 (aðgerðir gegn ójafnvægi í byggðamálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A85 (styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-02-09 17:17:30 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-09 17:24:46 - [HTML]

Þingmál A87 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-18 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-18 14:25:13 - [HTML]
29. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-18 15:09:38 - [HTML]
38. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-28 16:17:57 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-10 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-11 15:23:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent) - [PDF]

Þingmál A90 (fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2003-11-03 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (svör við spurningum ev.) - [PDF]

Þingmál A91 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A99 (afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 533 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A140 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2003-10-16 10:40:44 - [HTML]
36. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2003-11-27 15:19:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 112 - Komudagur: 2003-11-13 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A141 (talnagetraunir)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-16 11:14:27 - [HTML]

Þingmál A153 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A166 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-16 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-10 17:30:46 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-02-10 18:02:24 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-02-10 18:10:42 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-02-10 18:26:58 - [HTML]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-03 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Landvernd - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]

Þingmál A303 (einkaleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A304 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 18:08:54 - [HTML]

Þingmál A306 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 15:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-11-18 19:38:28 - [HTML]
29. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2003-11-18 20:18:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2004-01-12 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (sameiginl. umsögn BHM, BSRB og KÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - Skýring: (vísa í ums. BSRB, BHM og KÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Útgarður, félag háskólamanna - Skýring: (vísa í ums. BHM, BSRB og KÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 813 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Félag ísl. félagsvísindamanna - Skýring: (vísa í ums. BHM, BSRB og KÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2004-01-26 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - Skýring: (vísa í ums. BHM, BSRB og KÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 2004-02-02 - Sendandi: Félag starfsmanna Alþingis - [PDF]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2004-01-12 - Sendandi: Félag prófessora við Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Stéttarfélag verkfræðinga - [PDF]

Þingmál A327 (barnaverndarmál)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-11-26 15:19:16 - [HTML]

Þingmál A329 (listnám fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-19 16:57:38 - [HTML]

Þingmál A331 (fjarskiptakostnaður ráðuneyta og ríkisfyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 744 (svar) útbýtt þann 2004-02-03 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A337 (útvarpslög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-26 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A341 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins, siglinganefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2004-01-27 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A342 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-03-31 23:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-04 11:35:04 - [HTML]

Þingmál A343 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2004-03-15 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - Skýring: (um breyt.tillögur) - [PDF]

Þingmál A353 (fjármagn til rannsókna við háskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2003-11-27 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-12 11:08:27 - [HTML]
63. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-02-12 11:11:25 - [HTML]
63. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2004-02-12 11:17:50 - [HTML]

Þingmál A374 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-28 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Sigurlín Margrét Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-02 16:00:33 - [HTML]
39. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2003-12-02 17:00:04 - [HTML]
39. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2003-12-02 17:33:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2004-01-23 - Sendandi: Félag heyrnarlausra - Skýring: (um 374. og 375. mál) - [PDF]

Þingmál A386 (textun)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-03-04 13:18:15 - [HTML]

Þingmál A387 (réttarstaða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (þáltill.) útbýtt þann 2003-12-02 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 552 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Neytendasamtökin - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A410 (tímabundin ráðning starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-03 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-03-01 16:18:37 - [HTML]
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-03-01 16:49:37 - [HTML]

Þingmál A417 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-04 17:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-05 15:39:22 - [HTML]
43. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-05 15:53:46 - [HTML]
43. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-05 15:57:05 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2003-12-05 16:10:13 - [HTML]

Þingmál A420 (greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-06 12:15:25 - [HTML]

Þingmál A428 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-12 11:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2003-12-10 13:54:27 - [HTML]
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2003-12-10 19:55:58 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2003-12-10 22:57:34 - [HTML]
49. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-12 12:14:58 - [HTML]

Þingmál A447 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 929 - Komudagur: 2004-02-02 - Sendandi: Efling, stéttarfélag - Skýring: (ályktanir, mótmæli o.fl. frá ýmsum félögum) - [PDF]

Þingmál A459 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 11:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A460 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2003-12-11 22:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-12 11:06:19 - [HTML]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1078 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Landslög f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. - [PDF]

Þingmál A463 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-01-29 11:54:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, félagsvísinda- og lagadeild - [PDF]
Dagbókarnúmer 1071 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Viðskiptaháskólinn á Bifröst, lögfræðideild - [PDF]
Dagbókarnúmer 1556 - Komudagur: 2004-03-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A465 (fullnusta refsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]

Þingmál A543 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1135 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A545 (málefni heilabilaðra)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-02-18 14:52:23 - [HTML]

Þingmál A549 (nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1674 (svar) útbýtt þann 2004-05-21 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-02-05 20:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-05 21:06:29 - [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-02-23 16:06:27 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-23 16:53:50 - [HTML]
70. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-24 18:03:43 - [HTML]

Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (Evrópuráðsþingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-23 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A656 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (svar) útbýtt þann 2004-03-23 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (svar) útbýtt þann 2004-03-29 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (svar) útbýtt þann 2004-03-29 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A663 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1702 (svar) útbýtt þann 2004-05-24 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A668 (svæðisútvarp)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-10 18:58:33 - [HTML]

Þingmál A688 (norrænt samstarf 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-02 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-03-16 15:44:07 - [HTML]

Þingmál A690 (jöfnun flutningskostnaðar á sementi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-02 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-03-08 18:27:24 - [HTML]

Þingmál A693 (fjölskylduráð og opinber fjölskyldustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (svar) útbýtt þann 2004-04-06 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A698 (atvinnumál kvenna)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-03-10 18:11:51 - [HTML]

Þingmál A729 (börn með Goldenhar-heilkenni)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-04-14 18:56:19 - [HTML]

Þingmál A737 (Landsnet hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-10 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A740 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-11 11:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1862 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1883 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-03-18 13:31:25 - [HTML]
86. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-18 14:37:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2004-04-15 - Sendandi: Rafmagnsveitur ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2396 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A747 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-28 11:58:19 - [HTML]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 22:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 11:49:20 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-29 12:02:52 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 12:43:09 - [HTML]
106. þingfundur - Brynja Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-29 15:58:53 - [HTML]
106. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2004-04-29 22:54:20 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-04-30 11:53:44 - [HTML]
107. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-30 13:42:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2004-04-15 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A750 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-05-25 10:41:54 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-25 10:52:48 - [HTML]

Þingmál A772 (hverfaskipting grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-05 15:06:00 - [HTML]
110. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-05 15:15:09 - [HTML]
110. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-05-05 15:15:19 - [HTML]

Þingmál A780 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-04-01 10:37:20 - [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1802 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2004-05-26 21:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (veðurþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-22 16:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2004-05-25 - Sendandi: Halo ehf, Björn Erlingsson - [PDF]

Þingmál A785 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-25 12:11:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1920 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A787 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-03-30 18:28:38 - [HTML]

Þingmál A803 (fjárveitingar til sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2004-03-31 14:57:58 - [HTML]

Þingmál A815 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-29 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-16 17:03:03 - [HTML]
100. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-16 17:07:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2189 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A849 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-05 18:36:08 - [HTML]
94. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-04-05 20:04:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1888 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1942 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A850 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-15 15:17:36 - [HTML]
97. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-04-15 15:25:39 - [HTML]
97. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-15 16:06:37 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-15 16:17:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2141 - Komudagur: 2004-04-26 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga, Árni Snæbjörnsson frkvstj. - [PDF]

Þingmál A851 (stjórnunarhættir fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A855 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1518 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-04-05 21:57:48 - [HTML]
94. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-05 22:25:01 - [HTML]
127. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 10:23:47 - [HTML]

Þingmál A856 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2004-05-18 17:01:24 - [HTML]
119. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-18 17:45:27 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-18 17:52:07 - [HTML]
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-18 19:48:37 - [HTML]

Þingmál A861 (virðisaukaskattur af áskrift að netmiðlum)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2004-04-14 18:51:43 - [HTML]

Þingmál A865 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (frumvarp) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1682 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-17 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-04-16 11:24:43 - [HTML]
129. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-27 16:43:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2312 - Komudagur: 2004-05-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A873 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1670 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-15 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-15 19:00:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2452 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]

Þingmál A874 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna 2002--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-06 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A875 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-16 16:49:01 - [HTML]
131. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-28 16:26:05 - [HTML]
131. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-28 16:44:03 - [HTML]

Þingmál A878 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-15 12:13:05 - [HTML]
97. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-04-15 12:30:08 - [HTML]
97. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-15 12:57:05 - [HTML]

Þingmál A880 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1652 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-13 09:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
127. þingfundur - Þuríður Backman (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 17:40:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2490 - Komudagur: 2004-05-21 - Sendandi: Thorarensen Lyf ehf - [PDF]

Þingmál A909 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1377 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-05 21:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A910 (tónlistarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2177 - Komudagur: 2004-04-27 - Sendandi: Tónminjasetur Íslands ses, Bjarki Sveinbjörnsson - [PDF]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2338 - Komudagur: 2004-05-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A947 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2339 - Komudagur: 2004-05-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 14:34:24 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-05-11 17:44:27 - [HTML]
112. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-05-11 22:55:38 - [HTML]
113. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-05-12 11:43:24 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-12 13:06:09 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-05-13 15:10:13 - [HTML]
114. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2004-05-13 20:53:18 - [HTML]
120. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-19 22:02:23 - [HTML]
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-22 11:01:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A988 (framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi skólaárin 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-11 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A996 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2004-05-17 21:48:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2483 - Komudagur: 2004-05-21 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2004-05-25 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A997 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-05-17 11:45:22 - [HTML]
118. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-17 16:04:25 - [HTML]

Þingmál A1008 (samanburður á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1828 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-27 16:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1009 (skattskylda orkufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-28 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Sigurður H. Líndal - [PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B118 (reglur um dráttarvexti)

Þingræður:
19. þingfundur - Ásgeir Friðgeirsson - Ræða hófst: 2003-11-03 15:32:05 - [HTML]

Þingmál B132 (starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar)

Þingræður:
24. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2003-11-11 13:45:09 - [HTML]

Þingmál B142 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2003-11-13 10:32:36 - [HTML]
27. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2003-11-13 13:31:31 - [HTML]
27. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-13 17:58:42 - [HTML]

Þingmál B190 (ofurlaun stjórnenda fyrirtækja)

Þingræður:
36. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2003-11-27 13:56:30 - [HTML]

Þingmál B283 (breytingar á eignarhaldi í sjávarútvegi)

Þingræður:
54. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-02-02 16:13:40 - [HTML]

Þingmál B296 (fjárhagsvandi Háskóla Íslands)

Þingræður:
57. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-02-05 10:48:24 - [HTML]

Þingmál B335 (símenntunarmiðstöðvar)

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-02-17 13:39:22 - [HTML]

Þingmál B366 (brottkast á síld)

Þingræður:
73. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2004-03-01 15:36:09 - [HTML]
73. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2004-03-01 15:39:45 - [HTML]

Þingmál B410 (umræður um störf þingsins)

Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-03-16 13:57:05 - [HTML]

Þingmál B454 (lífsýnatökur úr starfsfólki)

Þingræður:
93. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-01 13:33:28 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-04-28 15:30:41 - [HTML]

Þingmál B539 (ábendingar umboðsmanns Alþingis um skipun í embætti dómara við Hæstarétt)

Þingræður:
110. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-05 13:42:16 - [HTML]

Þingmál B550 (skipan hæstaréttardómara)

Þingræður:
112. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 14:02:51 - [HTML]
112. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-11 14:15:14 - [HTML]
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 14:21:46 - [HTML]

Þingmál B560 (fréttir af samskiptum forsætisráðherra og umboðsmanns Alþingis, viðvera ráðherra á þingfundum o.fl.)

Þingræður:
115. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-05-14 10:09:02 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-25 10:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-10-05 12:34:41 - [HTML]
3. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-05 18:26:50 - [HTML]
39. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-25 11:11:06 - [HTML]
39. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2004-11-25 23:57:01 - [HTML]
48. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-03 11:31:56 - [HTML]

Þingmál A4 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-10-11 18:01:22 - [HTML]
6. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-11 18:21:14 - [HTML]

Þingmál A6 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-10-12 14:45:31 - [HTML]
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-12 15:11:38 - [HTML]

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-11-02 14:21:33 - [HTML]

Þingmál A23 (fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-02-01 15:09:28 - [HTML]
64. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-02-01 17:15:42 - [HTML]

Þingmál A35 (staðgreiðsla opinberra gjalda og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hilmar Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2004-11-02 18:04:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A46 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2005-03-02 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]

Þingmál A50 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-14 18:13:10 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-02-17 12:18:27 - [HTML]

Þingmál A57 (fjárframlög til stjórnmálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2005-04-20 12:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (afdrif laxa í sjó)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-21 17:07:20 - [HTML]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2005-04-14 - Sendandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1353 - Komudagur: 2005-04-18 - Sendandi: Verslunarráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1382 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A75 (veggjald í Hvalfjarðargöng)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 2004-10-21 19:12:03 - [HTML]

Þingmál A93 (breytingar á húsnæðismarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (svar) útbýtt þann 2004-10-21 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A141 (sláturhús í Búðardal)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-11-03 14:12:05 - [HTML]

Þingmál A160 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-19 14:51:49 - [HTML]
11. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-10-19 15:13:02 - [HTML]

Þingmál A174 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2005-04-06 - Sendandi: Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1816 - Komudagur: 2005-05-04 - Sendandi: Félagsþjónustan í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A183 (veðurþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-13 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 611 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-12-09 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 669 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-10 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 676 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A184 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-10-19 14:04:30 - [HTML]
11. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2004-10-19 14:22:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 400 - Komudagur: 2004-12-03 - Sendandi: Félag vinnuvélaeigenda - [PDF]

Þingmál A186 (þungaskattur á orkugjöfum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2004-11-24 14:37:43 - [HTML]

Þingmál A188 (háhraðatengingar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-10 15:49:33 - [HTML]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-18 16:57:32 - [HTML]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-24 11:24:49 - [HTML]

Þingmál A195 (styrkur til loðdýraræktar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2004-10-14 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-03 14:21:01 - [HTML]
17. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-03 14:23:34 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-11-03 14:28:35 - [HTML]

Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A216 (byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-21 12:38:39 - [HTML]
14. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-21 12:41:25 - [HTML]
14. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-21 15:24:57 - [HTML]
20. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-11-05 14:39:39 - [HTML]
20. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-11-05 14:54:50 - [HTML]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 499 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-30 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-11-04 14:09:23 - [HTML]
19. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-11-04 14:31:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 158 - Komudagur: 2004-11-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A224 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Intrum á Íslandi ehf - [PDF]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Áhugahópur um verndun Þjórsárvera - [PDF]
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A240 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-02 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-05 18:11:18 - [HTML]
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-05 18:51:28 - [HTML]

Þingmál A244 (stjórnmálaþátttaka, áhrif og völd kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-02 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 17:12:42 - [HTML]
111. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-14 17:30:19 - [HTML]
111. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-04-14 17:48:55 - [HTML]

Þingmál A246 (græðarar)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-04-26 15:10:57 - [HTML]

Þingmál A247 (starfslok og taka lífeyris)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1780 - Komudagur: 2005-05-02 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A265 (listnám fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-04 10:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 15:46:55 - [HTML]

Þingmál A277 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (frumvarp) útbýtt þann 2004-11-08 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (jafnréttisáætlun og skipan í stöður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (svar) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A291 (grásleppuveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-11-09 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 358 (svar) útbýtt þann 2004-11-15 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2005-01-31 - Sendandi: Bláskógabyggð - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A299 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-11-18 18:48:57 - [HTML]

Þingmál A321 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-12-10 01:35:01 - [HTML]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-26 16:10:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-17 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-11-26 12:40:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Trúnaðarráð fanga á Kvíabryggju - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Afstaða (í stað Trúnaðarráðs fanga) - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Fangelsismálastjóri - [PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Þórarinn E. Sveinsson - Ræða hófst: 2004-11-22 17:54:40 - [HTML]
55. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-10 12:39:26 - [HTML]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-20 13:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2004-12-09 16:17:33 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-10 00:36:04 - [HTML]
54. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-10 00:37:36 - [HTML]

Þingmál A364 (skattskylda orkufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-23 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1183 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2005-04-25 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1202 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-26 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-03 12:46:52 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-02-03 14:32:32 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 16:27:40 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 16:31:59 - [HTML]
118. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-26 17:58:24 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-26 20:49:47 - [HTML]
118. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-26 20:51:51 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-26 20:53:55 - [HTML]
118. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2005-04-26 20:58:15 - [HTML]
118. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-26 21:56:38 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-05-06 20:45:17 - [HTML]
124. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-06 20:55:26 - [HTML]
124. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-06 21:01:56 - [HTML]
124. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-06 21:06:17 - [HTML]
125. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2005-05-07 11:01:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2005-02-25 - Sendandi: Múlavirkjun ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 982 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A371 (stúlkur og raungreinar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-03-09 15:26:24 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-12-02 15:51:15 - [HTML]
47. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-12-02 16:10:59 - [HTML]
47. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-12-02 17:16:46 - [HTML]

Þingmál A380 (forgangur í framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-20 18:19:40 - [HTML]

Þingmál A396 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-30 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1221 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-29 10:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Kjartan Ólafsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-03 16:31:13 - [HTML]
121. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-03 17:11:38 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-05-03 17:36:16 - [HTML]
133. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-11 18:49:48 - [HTML]

Þingmál A398 (afnám laga um Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-12-07 14:53:55 - [HTML]
51. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-12-07 16:14:23 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-12-07 17:32:12 - [HTML]
74. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-15 16:29:12 - [HTML]

Þingmál A399 (stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-02 10:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-06 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A425 (auglýsingar á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-09 09:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-12-10 19:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-03 10:32:10 - [HTML]
66. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2005-02-03 12:00:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2005-03-08 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A481 (helgidagafriður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1019 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-03-22 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-07 15:50:50 - [HTML]
100. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-31 10:35:05 - [HTML]
100. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 10:39:13 - [HTML]
100. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 10:41:24 - [HTML]
100. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 10:43:10 - [HTML]
100. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 11:06:31 - [HTML]
100. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-03-31 11:25:46 - [HTML]
100. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-03-31 11:46:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 798 - Komudagur: 2005-02-17 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A487 (íslenskir fiskkaupendur)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2005-02-09 12:26:11 - [HTML]
69. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-02-09 12:27:28 - [HTML]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1305 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1360 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2005-05-07 11:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-03 15:45:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2005-03-09 - Sendandi: Vífilfell hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1060 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Tollvarðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1217 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-04-29 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-02 11:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2005-03-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A505 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (frumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (stöðvun á söluferli Landssímans)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-09 12:27:31 - [HTML]

Þingmál A537 (meinatæknar og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2005-03-18 - Sendandi: Rannsóknastofa í sýklafræði - [PDF]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-08 20:07:37 - [HTML]

Þingmál A573 (símenntunarmiðstöðvar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-03-16 12:21:36 - [HTML]

Þingmál A575 (þrífösun rafmagns)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-03-16 13:13:58 - [HTML]

Þingmál A576 (Alþjóðaþingmannasambandið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-23 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (fullvinnsla á fiski hérlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-24 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-05-09 12:37:51 - [HTML]

Þingmál A611 (sláturhúsið á Kirkjubæjarklaustri)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-06 14:44:18 - [HTML]
104. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-04-06 14:54:50 - [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (opinber hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-03-16 13:21:42 - [HTML]

Þingmál A627 (Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-06 12:42:18 - [HTML]

Þingmál A639 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 12:22:11 - [HTML]
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 15:28:01 - [HTML]
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 15:42:23 - [HTML]
92. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - Ræða hófst: 2005-03-17 15:44:45 - [HTML]
96. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-03-21 17:04:45 - [HTML]
96. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-21 18:57:35 - [HTML]

Þingmál A641 (umboðsmenn sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-13 15:16:41 - [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-15 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-11 23:17:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (um 643. og 644. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A644 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1757 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Seltjarnarneskaupstaður - [PDF]

Þingmál A657 (Ríkisútvarpið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1001 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-17 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (gæðamat á æðardúni)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 13:51:44 - [HTML]
100. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 14:01:09 - [HTML]
100. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-31 14:20:30 - [HTML]

Þingmál A675 (happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Íslandsspil (Íslenskir söfnunarkassar) - [PDF]

Þingmál A682 (útgjöld til jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (svar) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (skipun ráðuneytisstjóra og embættismanna Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (þáltill.) útbýtt þann 2005-04-01 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-03 12:50:46 - [HTML]

Þingmál A698 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2005-04-20 - Sendandi: Olíudreifing ehf - [PDF]

Þingmál A708 (starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-07 10:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1444 (lög í heild) útbýtt þann 2005-05-11 12:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 14:24:40 - [HTML]
111. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-14 14:31:13 - [HTML]
111. þingfundur - Lára Stefánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-14 14:37:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2005-05-03 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A710 (endurgreiðslur gjalda íslensks skipaiðnaðar)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-13 14:11:14 - [HTML]

Þingmál A718 (lóðaúthlutunarreglur Reykjavíkurborgar)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-13 15:45:53 - [HTML]
109. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2005-04-13 15:51:10 - [HTML]

Þingmál A721 (samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-05 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1441 (þál. í heild) útbýtt þann 2005-05-11 12:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2005-04-12 22:52:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1589 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Siglingastofnun - Skýring: (stefnumótun) - [PDF]

Þingmál A722 (samningur ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Líbanons)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-05 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A723 (framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-05 14:59:13 - [HTML]
103. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-05 15:22:06 - [HTML]
103. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-05 15:24:19 - [HTML]
103. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-05 15:26:35 - [HTML]
103. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-04-05 16:33:19 - [HTML]
103. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-04-05 16:41:32 - [HTML]
103. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-05 17:03:33 - [HTML]
103. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-05 17:10:15 - [HTML]
103. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-05 17:12:39 - [HTML]

Þingmál A725 (búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-04-07 18:01:06 - [HTML]

Þingmál A727 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-07 17:33:54 - [HTML]

Þingmál A732 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1278 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2005-05-03 12:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 17:55:14 - [HTML]
133. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 18:15:53 - [HTML]
133. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-11 19:09:27 - [HTML]
133. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2005-05-11 22:05:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Félag kvótabátaeigenda - [PDF]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1727 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]

Þingmál A746 (stefna í fjarskiptamálum 2005--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-07 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-19 18:25:36 - [HTML]

Þingmál A760 (stuðningur við íbúa á herteknum svæðum í Palestínu og Sýrlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (svar) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (Lánasjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2005-05-06 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-19 20:48:09 - [HTML]
113. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-19 21:27:56 - [HTML]
124. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-06 15:46:22 - [HTML]

Þingmál B40 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-10-04 21:09:33 - [HTML]

Þingmál B64 (skipun nýs hæstaréttardómara)

Þingræður:
6. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-11 15:39:52 - [HTML]

Þingmál B68 (túlkun fyrir heyrnarlausa)

Þingræður:
7. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2004-10-12 14:07:46 - [HTML]
7. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2004-10-12 14:10:07 - [HTML]

Þingmál B302 (skipan nefndar á vegum fjármálaráðuneytis)

Þingræður:
10. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-10-18 15:07:51 - [HTML]

Þingmál B308 (sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík)

Þingræður:
12. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-10-20 13:46:55 - [HTML]

Þingmál B391 (svar við fyrirspurn)

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-16 13:33:00 - [HTML]
31. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-16 13:35:03 - [HTML]
31. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-11-16 13:40:03 - [HTML]

Þingmál B429 (skipting tekna milli ríkis og sveitarfélaga í ljósi nýgerðra kjarasamninga)

Þingræður:
41. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-29 15:52:57 - [HTML]

Þingmál B458 (málefni sparisjóðanna)

Þingræður:
48. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-03 11:08:47 - [HTML]

Þingmál B463 (mælendaskrá í athugasemdaumræðu)

Þingræður:
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-07 14:01:06 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-07 14:21:06 - [HTML]

Þingmál B499 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2003)

Þingræður:
58. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2005-01-24 16:21:05 - [HTML]

Þingmál B515 (skýrsla iðnaðarráðherra um framkvæmd raforkulaga)

Þingræður:
62. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2005-01-27 17:50:00 - [HTML]

Þingmál B603 (sala Símans og grunnnetið)

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-03 10:31:55 - [HTML]

Þingmál B622 (mælendaskrá í athugasemdum um störf þingsins)

Þingræður:
85. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-08 13:55:04 - [HTML]

Þingmál B650 (staða íslensks skipasmíðaiðnaðar)

Þingræður:
92. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-17 13:37:15 - [HTML]

Þingmál B656 (útboðsreglur ríkisins)

Þingræður:
93. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-21 15:49:54 - [HTML]

Þingmál B704 (sala Símans, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-04-04 16:47:38 - [HTML]

Þingmál B708 (jafnréttismál í landbúnaði)

Þingræður:
103. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-05 14:00:30 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-10-06 12:19:26 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-06 11:51:13 - [HTML]
35. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-12-06 16:40:16 - [HTML]
35. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-12-06 23:49:50 - [HTML]
36. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2005-12-07 14:42:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2005-11-08 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ht.) - [PDF]

Þingmál A3 (ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-10-10 16:35:14 - [HTML]
39. þingfundur - Helgi Hjörvar (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-08 16:52:48 - [HTML]

Þingmál A6 (tryggur lágmarkslífeyrir)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-17 18:01:29 - [HTML]

Þingmál A8 (Ríkisútvarpið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-11 18:34:46 - [HTML]

Þingmál A10 (skipun ráðuneytisstjóra og annarra embættismanna Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 15:07:53 - [HTML]
10. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2005-10-18 15:21:01 - [HTML]
10. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2005-10-18 15:47:14 - [HTML]

Þingmál A12 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2005-11-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A17 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-11-08 16:30:34 - [HTML]
17. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-08 16:56:52 - [HTML]
17. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-08 17:04:55 - [HTML]

Þingmál A18 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2005-11-14 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A29 (stjórnmálaþátttaka, áhrif og völd kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-20 17:02:24 - [HTML]

Þingmál A31 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 480 - Komudagur: 2005-12-08 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A34 (hlutur kvenna í sveitarstjórnum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2005-10-20 17:53:52 - [HTML]
13. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-10-20 18:01:31 - [HTML]

Þingmál A37 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-08 19:01:13 - [HTML]

Þingmál A42 (textun)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-15 16:55:49 - [HTML]
21. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-11-15 18:07:43 - [HTML]

Þingmál A45 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-11-04 16:08:21 - [HTML]

Þingmál A46 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-25 14:44:53 - [HTML]
52. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-01-25 15:31:53 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2005-12-08 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A54 (útvarpslög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 18:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1470 - Komudagur: 2006-03-27 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1492 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Samstarfsnefnd háskólastigsins, akademísk stjórnsýsla - [PDF]

Þingmál A79 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-22 13:51:50 - [HTML]

Þingmál A95 (gleraugnakostnaður barna)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-11-23 13:15:23 - [HTML]

Þingmál A96 (starfsumhverfi dagmæðra)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-10-12 13:42:47 - [HTML]

Þingmál A108 (jörðin Saurbær í Eyjafjarðarsveit)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-09 18:24:57 - [HTML]

Þingmál A141 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-02 14:41:55 - [HTML]

Þingmál A144 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2005-10-11 15:36:14 - [HTML]

Þingmál A162 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-13 10:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A182 (fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2005-10-19 15:19:56 - [HTML]

Þingmál A191 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-20 16:35:44 - [HTML]

Þingmál A199 (undirbúningur nýrrar fangelsisbyggingar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2006-01-18 15:09:12 - [HTML]
45. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-18 15:13:52 - [HTML]

Þingmál A203 (Lánasjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-11-09 18:53:57 - [HTML]

Þingmál A212 (fullvinnsla á fiski hérlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-17 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-02 16:08:57 - [HTML]
75. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-02 16:24:10 - [HTML]
75. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-02 16:37:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-20 17:21:19 - [HTML]

Þingmál A225 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-02 17:32:38 - [HTML]

Þingmál A235 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-06 16:27:11 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:34:24 - [HTML]
88. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-16 13:35:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Veiðimálastjóri - [PDF]

Þingmál A271 (kynferðisafbrotamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2005-11-04 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-18 15:15:57 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-01-18 15:28:37 - [HTML]

Þingmál A284 (samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Túnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A285 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-11-22 14:38:11 - [HTML]
27. þingfundur - Kjartan Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-22 15:02:36 - [HTML]
38. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2005-12-07 22:41:22 - [HTML]
38. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-07 23:39:58 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-12-07 23:42:05 - [HTML]
53. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-01-26 17:23:05 - [HTML]

Þingmál A308 (afleysingar presta)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-18 15:33:12 - [HTML]

Þingmál A313 (stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2005-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A323 (staða íslensks skipaiðnaðar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-18 14:00:49 - [HTML]

Þingmál A327 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-15 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-07 23:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-21 17:44:18 - [HTML]
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-21 18:00:36 - [HTML]
26. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-11-21 18:29:04 - [HTML]
39. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-08 14:31:59 - [HTML]

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-22 17:35:40 - [HTML]

Þingmál A348 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-11-21 17:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - Ræða hófst: 2006-01-24 16:44:56 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-01-24 17:22:51 - [HTML]
98. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-03 16:04:26 - [HTML]

Þingmál A363 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-11-29 17:19:40 - [HTML]

Þingmál A364 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 529 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-07 18:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-29 18:02:14 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-11-29 19:12:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (Matvælarannsóknir hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2006-03-01 - Sendandi: Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-31 19:01:21 - [HTML]
55. þingfundur - Sæunn Stefánsdóttir - Ræða hófst: 2006-01-31 19:25:59 - [HTML]

Þingmál A389 (greiðslur til foreldra langveikra barna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-03-03 12:16:03 - [HTML]
76. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-03 14:41:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A391 (stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-12-07 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1496 (þál. í heild) útbýtt þann 2006-06-03 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-09 11:16:17 - [HTML]
63. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-02-09 11:50:57 - [HTML]
63. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-02-09 15:07:03 - [HTML]
122. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-06-03 12:37:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Eyþing - Samband sveitarfél. í Eyjaf. og Þing. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A392 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-01-30 16:28:38 - [HTML]
93. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-27 16:42:00 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-27 20:00:29 - [HTML]
93. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-27 21:55:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 930 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 962 - Komudagur: 2006-02-22 - Sendandi: Norðurorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2006-02-23 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-06 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-04 14:30:57 - [HTML]
99. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-04-04 17:49:27 - [HTML]
99. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-04-04 20:58:42 - [HTML]
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
104. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-04-19 18:01:54 - [HTML]
104. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-04-19 22:36:53 - [HTML]
105. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-04-21 14:05:18 - [HTML]
105. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-21 15:05:14 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 2006-04-21 15:57:14 - [HTML]
117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 - [HTML]
117. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-05-30 20:00:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2006-02-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2006-02-17 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (frá BSRB og BHM) - [PDF]
Dagbókarnúmer 943 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: 365-miðlar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1335 - Komudagur: 2006-03-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A404 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-02-07 14:18:00 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-06-02 22:45:25 - [HTML]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-02-16 12:50:45 - [HTML]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-01-20 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-01-17 16:45:24 - [HTML]
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-20 11:40:11 - [HTML]
47. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 12:09:12 - [HTML]
47. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 12:11:28 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-20 13:52:15 - [HTML]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1119 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-02-02 13:31:11 - [HTML]
58. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-02-02 13:50:58 - [HTML]
120. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 17:17:58 - [HTML]

Þingmál A434 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1237 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður, Félags- og tómstundanefnd - [PDF]

Þingmál A447 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-02 17:15:20 - [HTML]
120. þingfundur - Dagný Jónsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 17:47:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1535 - Komudagur: 2006-04-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-02-06 18:24:38 - [HTML]

Þingmál A471 (reiknilíkan framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Sigurrós Þorgrímsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-31 13:44:39 - [HTML]

Þingmál A475 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 703 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-01-30 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A491 (útræðisréttur strandjarða)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-03-08 14:27:57 - [HTML]

Þingmál A521 (nefndir á vegum ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (svar) útbýtt þann 2006-05-04 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (innflutningur á landbúnaðarvörum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-02-22 13:45:05 - [HTML]

Þingmál A547 (skattaumhverfi líknarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1408 - Komudagur: 2006-03-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A551 (fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-03-08 12:21:53 - [HTML]

Þingmál A552 (starfsemi og hæfi stjórnenda Kauphallarinnar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-03-08 15:39:36 - [HTML]

Þingmál A590 (samkeppnisstaða ríkisbanka á húsnæðismarkaði)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-26 13:15:39 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-04-26 13:23:35 - [HTML]

Þingmál A595 (eldi vatnafiska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Tjörneshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Félag eigenda sjávarjarða við austanverðan Eyjafjörð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1654 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Þórshafnarhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1656 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Jón Kristjánsson fiskifræðingur - [PDF]

Þingmál A608 (alþjóðleg útboð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (svar) útbýtt þann 2006-04-11 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (leiguverð fiskveiðiheimilda)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-04-05 13:10:38 - [HTML]

Þingmál A612 (Veiðimálastofnun)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-20 21:48:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Laxfiskar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2003 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Laxfiskar ehf. - [PDF]

Þingmál A613 (fiskrækt)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2006-03-20 22:47:28 - [HTML]

Þingmál A616 (uppboðsmarkaðir sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-03-16 17:21:35 - [HTML]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (þáltill.) útbýtt þann 2006-03-21 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2128 - Komudagur: 2006-05-19 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Hafnarfirði - [PDF]

Þingmál A676 (samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2006-03-27 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1127 (svar) útbýtt þann 2006-04-06 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1004 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1219 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-01 11:58:26 - [HTML]

Þingmál A690 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-04-11 14:02:15 - [HTML]

Þingmál A694 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Flugvirkjafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A695 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 20:42:50 - [HTML]

Þingmál A703 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-24 19:15:52 - [HTML]

Þingmál A712 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (stofnun hlutafélags um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A739 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 21:15:22 - [HTML]

Þingmál A742 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-06 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Jón Kristjánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-25 14:11:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1975 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Svæðisvinnumiðlun Norðul eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2033 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Svæðisvinnumiðlun Vesturlands - [PDF]

Þingmál A743 (upplýsingar og samráð í fyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2152 - Komudagur: 2006-05-22 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A764 (námsbækur)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-31 14:34:01 - [HTML]

Þingmál A771 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-04-21 18:46:38 - [HTML]

Þingmál A788 (vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2096 - Komudagur: 2006-05-08 - Sendandi: Hlutverk - Samtök um vinnu og verkþjálfun - [PDF]

Þingmál A791 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 09:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 10:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A797 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-05-04 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B67 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2005-10-04 19:52:53 - [HTML]
2. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2005-10-04 20:14:21 - [HTML]
2. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-10-04 20:48:36 - [HTML]
2. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2005-10-04 21:05:47 - [HTML]
2. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-10-04 21:37:35 - [HTML]

Þingmál B97 (beiðni um utandagskrárumræðu)

Þingræður:
8. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2005-10-13 10:34:06 - [HTML]
8. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2005-10-13 10:35:55 - [HTML]

Þingmál B133 (fjölgun og staða öryrkja)

Þingræður:
15. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-04 14:06:38 - [HTML]

Þingmál B136 (stefna ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum)

Þingræður:
16. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-11-07 15:03:12 - [HTML]
16. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-11-07 15:08:04 - [HTML]

Þingmál B150 (aðbúnaður og aðstæður aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum)

Þingræður:
17. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2005-11-08 13:44:50 - [HTML]

Þingmál B169 (skólagjöld við opinbera háskóla)

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-11-14 15:54:30 - [HTML]

Þingmál B173 (staða jafnréttismála)

Þingræður:
21. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-11-15 14:17:33 - [HTML]

Þingmál B334 (Íbúðalánasjóður)

Þingræður:
62. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-02-08 15:42:53 - [HTML]

Þingmál B374 (styrkir til ættleiðingar)

Þingræður:
70. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-02-20 15:23:42 - [HTML]

Þingmál B389 (kjaradeila ljósmæðra)

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2006-03-02 10:38:21 - [HTML]
75. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-02 10:46:40 - [HTML]

Þingmál B481 (forgangsröð í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
92. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-03-22 15:51:24 - [HTML]

Þingmál B482 (skipun ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneyti)

Þingræður:
93. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-27 15:06:34 - [HTML]

Þingmál B555 (frumvörp um Ríkisútvarpið og fjölmiðla)

Þingræður:
108. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-25 13:35:09 - [HTML]

Þingmál B622 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
123. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-06-03 14:35:01 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-10-05 12:37:21 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-10-05 18:15:48 - [HTML]

Þingmál A5 (úttekt á hækkun rafmagnsverðs)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-31 14:32:50 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-31 14:37:07 - [HTML]

Þingmál A16 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-31 17:09:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 696 - Komudagur: 2007-01-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A18 (rammaáætlun um náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-02-06 17:19:55 - [HTML]

Þingmál A19 (heildararðsemi stóriðju- og stórvirkjanaframkvæmda fyrir þjóðarbúið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-09 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1151 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-14 21:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2006-11-14 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A24 (Ríkisútvarpið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 17:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A28 (endurskipulagning á skattkerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-16 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-20 19:39:07 - [HTML]

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (fjáraukalög 2006)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-11-30 11:58:12 - [HTML]
38. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-11-30 15:36:01 - [HTML]
38. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-30 17:39:26 - [HTML]

Þingmál A48 (heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 18:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-16 16:52:03 - [HTML]
44. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-12-07 17:26:28 - [HTML]
44. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-12-07 20:00:28 - [HTML]
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-07 20:56:31 - [HTML]
44. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-12-07 21:24:13 - [HTML]
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-15 20:00:43 - [HTML]
51. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-01-15 22:51:47 - [HTML]
52. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2007-01-16 16:01:35 - [HTML]
52. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-16 17:22:41 - [HTML]
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-16 23:12:01 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-18 17:46:14 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-01-18 21:57:58 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-19 12:23:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 25 - Komudagur: 2006-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2006-12-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A62 (úrbætur í málefnum barna og unglinga sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (samkomulag við Færeyjar og Grænland um skipti á ræðismönnum)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-03-09 12:10:21 - [HTML]

Þingmál A81 (greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A116 (meðlagsgreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (svar) útbýtt þann 2006-12-07 12:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A118 (þjónusta á öldrunarstofnunum)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-10-11 14:31:15 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-11-15 14:06:51 - [HTML]

Þingmál A134 (menningarsamningar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-08 12:51:37 - [HTML]

Þingmál A150 (raforkuverð til garðyrkjubænda)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-11-01 15:30:27 - [HTML]

Þingmál A152 (skólagjöld í opinberum háskólum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-11-22 15:00:18 - [HTML]

Þingmál A175 (búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (fátækt barna og hagur þeirra)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-01-29 16:16:12 - [HTML]

Þingmál A187 (skipun ráðuneytisstjóra og annarra embættismanna Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-03 21:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A190 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-03 15:44:10 - [HTML]
20. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-03 15:46:24 - [HTML]

Þingmál A194 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (gatnagerðargjald)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-12-08 10:42:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 34 - Komudagur: 2006-11-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A232 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2006-11-23 - Sendandi: Samtök fiskvinnslu án útgerðar - [PDF]

Þingmál A236 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Magnús Helgi Árnason hdl. - Skýring: (sent fh. nokkurra útgerðarfyrirtækja) - [PDF]

Þingmál A256 (Loftslagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-19 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (jafnræði fiskvinnslu í landi og á sjó)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 260 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2006-10-19 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1117 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-12 23:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2006-12-05 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2007-01-18 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A274 (Heyrnar- og talmeinastöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Heyrnartækni ehf, Arnór Halldórsson - [PDF]

Þingmál A276 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 568 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-07 20:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-06 17:35:42 - [HTML]
21. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2006-11-06 18:47:05 - [HTML]
21. þingfundur - Björn Ingi Hrafnsson - Ræða hófst: 2006-11-06 19:18:07 - [HTML]
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 12:22:55 - [HTML]
48. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-09 13:36:10 - [HTML]
48. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-09 13:40:27 - [HTML]
48. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-09 13:42:04 - [HTML]
48. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-12-09 13:55:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 18:37:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1053 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1325 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-06 17:13:02 - [HTML]
21. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-06 17:26:53 - [HTML]
21. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-06 17:31:47 - [HTML]
92. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-03-17 01:41:07 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-03-17 10:06:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2006-11-22 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A289 (jafnrétti til tónlistarnáms)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-12-06 15:56:11 - [HTML]

Þingmál A296 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-06 17:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (starf trúfélaga í grunnskólum og framhaldsskólum)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-14 12:53:06 - [HTML]
71. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-02-14 13:02:46 - [HTML]

Þingmál A315 (rekstur dvalar- og hjúkrunarrýma)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-21 13:08:51 - [HTML]
75. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2007-02-21 13:15:16 - [HTML]

Þingmál A328 (styrkir til íþróttaiðkunar og heilsuræktar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (svar) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (skilgreining vega og utanvegaaksturs)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-22 12:55:33 - [HTML]

Þingmál A338 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-09 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-16 18:27:30 - [HTML]

Þingmál A339 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1068 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]

Þingmál A340 (leiðir til að auka fullvinnslu á fiski)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (þáltill.) útbýtt þann 2006-11-13 19:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A357 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (Landsvirkjun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 402 - Komudagur: 2006-11-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - Skýring: (um 364. og 365. mál) - [PDF]

Þingmál A381 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-11-24 17:16:23 - [HTML]

Þingmál A382 (skattlagning lífeyrisgreiðslna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A388 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2007-02-05 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2007-02-05 - Sendandi: Leið ehf. - [PDF]

Þingmál A397 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-12-09 00:52:50 - [HTML]

Þingmál A408 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, Félagsvísinda- og lagadeild - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Háskóli Íslands - félagsfræðiskor, Helgi Gunnlaugsson próf. - [PDF]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 17:15:31 - [HTML]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-12-04 18:19:30 - [HTML]
48. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-09 15:44:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2006-12-04 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 600 - Komudagur: 2006-12-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A420 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (ættleiðingarstyrkir)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-12-06 21:23:32 - [HTML]
46. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-12-08 15:23:51 - [HTML]
46. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2006-12-08 15:27:48 - [HTML]

Þingmál A431 (sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 11:44:59 - [HTML]
60. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-01-25 12:22:02 - [HTML]
60. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-25 12:50:23 - [HTML]

Þingmál A432 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 20:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-01 11:27:18 - [HTML]

Þingmál A435 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (frumvarp) útbýtt þann 2006-12-05 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-08 15:44:13 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2006-12-08 16:41:26 - [HTML]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-06 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1352 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 08:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1384 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-30 15:03:30 - [HTML]
62. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-30 16:10:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-01 15:39:03 - [HTML]
90. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-15 22:36:24 - [HTML]

Þingmál A463 (aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-01-22 16:42:22 - [HTML]

Þingmál A496 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A508 (aðgangur að háhraðanettengingu)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-14 15:23:10 - [HTML]

Þingmál A513 (bókmenntasjóður)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-03-17 10:47:34 - [HTML]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 21:32:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A516 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 20:09:56 - [HTML]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-13 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 01:15:44 - [HTML]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1129 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-13 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 01:22:50 - [HTML]

Þingmál A541 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-30 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 991 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-02-26 21:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Dagný Jónsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-09 13:48:27 - [HTML]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-02-13 15:26:03 - [HTML]
70. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-13 18:43:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1549 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A555 (ferjusiglingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (þáltill.) útbýtt þann 2007-02-12 16:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-02-20 16:05:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A574 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1386 (þál. í heild) útbýtt þann 2007-03-17 23:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - Skýring: (um 574. og 575. mál) - [PDF]

Þingmál A588 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2007-02-19 21:10:18 - [HTML]
93. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-17 15:15:17 - [HTML]

Þingmál A607 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-15 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A620 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-19 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A630 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 938 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Sigurlín Margrét Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-27 16:46:30 - [HTML]
79. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-02-27 17:26:12 - [HTML]
79. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2007-02-27 18:01:13 - [HTML]

Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-16 00:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-16 22:02:29 - [HTML]
92. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-16 23:53:19 - [HTML]

Þingmál A648 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1648 - Komudagur: 2007-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI,SVÞ,SART og Samorku) - [PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A668 (skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-03-08 11:52:46 - [HTML]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-15 12:04:52 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-16 15:22:18 - [HTML]
91. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2007-03-16 16:03:44 - [HTML]

Þingmál A671 (staða og þróun jafnréttismála frá 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 19:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-12 15:43:14 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-12 17:13:53 - [HTML]
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 17:19:44 - [HTML]
86. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-13 01:18:35 - [HTML]

Þingmál A684 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Egyptalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-03-09 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (þáltill.) útbýtt þann 2007-03-12 23:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A698 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1147 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B105 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-10-03 21:39:04 - [HTML]

Þingmál B152 (álit Samkeppniseftirlitsins um búvörulögin)

Þingræður:
12. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-16 15:05:44 - [HTML]

Þingmál B192 (lækkun virðisaukaskatts á geisladiskum)

Þingræður:
21. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-11-06 15:33:32 - [HTML]

Þingmál B199 (lækkun virðisaukaskatts á geisladiskum)

Þingræður:
22. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-11-07 13:34:43 - [HTML]

Þingmál B203 (frumvörp um eignarhald orkufyrirtækja)

Þingræður:
23. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-11-08 12:14:45 - [HTML]

Þingmál B208 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2005)

Þingræður:
24. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-09 11:03:46 - [HTML]

Þingmál B243 (þróun í fjarskiptaþjónustu eftir einkavæðingu Símans)

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-21 13:53:20 - [HTML]

Þingmál B374 (umræða um málefni útlendinga)

Þingræður:
60. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2007-01-25 11:02:45 - [HTML]

Þingmál B375 (framkvæmd þjóðlendulaga)

Þingræður:
60. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 11:13:54 - [HTML]
60. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-01-25 11:40:06 - [HTML]

Þingmál B415 (samkeppnisstaða Vestmannaeyja og landsbyggðarinnar)

Þingræður:
70. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2007-02-13 13:59:21 - [HTML]
70. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-13 14:10:39 - [HTML]

Þingmál B433 (vaxtarsamningur fyrir Norðurland vestra)

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-19 15:31:42 - [HTML]

Þingmál B476 (málefni byggðarlaga utan landshlutakjarna)

Þingræður:
79. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-27 14:06:21 - [HTML]
79. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2007-02-27 14:18:41 - [HTML]

Þingmál B498 (frumvarp til stjórnarskipunarlaga)

Þingræður:
85. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-09 10:36:16 - [HTML]

Þingmál B504 (atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum)

Þingræður:
86. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 15:13:31 - [HTML]

Þingmál B520 (áform um breytt rekstrarform Iðnskólans í Reykjavík)

Þingræður:
87. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-03-13 13:45:34 - [HTML]

Þingmál B522 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
88. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2007-03-14 19:53:24 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A1 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-04 17:47:21 - [HTML]
3. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-04 21:04:28 - [HTML]
8. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-06-12 18:00:31 - [HTML]
8. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-06-12 20:00:29 - [HTML]
8. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-06-12 21:01:10 - [HTML]

Þingmál A2 (þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2007-06-05 16:20:48 - [HTML]

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 47 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2007-06-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - Skýring: (um 7., 8. og 9. mál) - [PDF]

Þingmál A8 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 42 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-06-13 11:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 48 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2007-06-04 16:41:34 - [HTML]

Þingmál A11 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-06-06 15:07:58 - [HTML]
8. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-12 11:22:57 - [HTML]
10. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-06-13 14:42:07 - [HTML]

Þingmál A12 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-07 10:57:07 - [HTML]
6. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-06-07 15:17:24 - [HTML]

Þingmál A13 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2007-06-07 16:57:14 - [HTML]

Þingmál B49 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-05-31 20:26:11 - [HTML]
2. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-05-31 21:42:22 - [HTML]

Þingmál B66 (vandi sjávarbyggðanna)

Þingræður:
4. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-06-05 13:48:00 - [HTML]

Þingmál B88 (Íbúðalánasjóður)

Þingræður:
6. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-06-07 13:47:52 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-28 20:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 474 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-12-12 11:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2007-11-29 23:28:03 - [HTML]
34. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-30 14:40:43 - [HTML]
34. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-30 18:13:50 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-12 20:42:09 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Bjarnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2007-12-13 11:42:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2007-11-19 - Sendandi: Viðskiptanefnd, 2. minni hluti - [PDF]

Þingmál A6 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-10-18 18:37:27 - [HTML]

Þingmál A7 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A11 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 15:34:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2008-02-02 - Sendandi: Ritari efnh.- og skattanefndar - [PDF]

Þingmál A12 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 16:17:25 - [HTML]

Þingmál A14 (skattaívilnanir vegna rannsókna- og þróunarverkefna)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-10-10 14:28:36 - [HTML]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 19:57:33 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-10-18 20:33:28 - [HTML]

Þingmál A16 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 21:32:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2007-11-15 - Sendandi: Rannsóknastofan í Mjódd ehf. - [PDF]

Þingmál A18 (réttindi samkynhneigðra)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-12 18:39:21 - [HTML]

Þingmál A19 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 13:31:36 - [HTML]

Þingmál A20 (lánamál og lánakjör einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-30 17:46:55 - [HTML]

Þingmál A23 (lagaákvæði um almenningssamgöngur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 16:55:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2007-11-27 - Sendandi: Mosfellsbær, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Strætó bs - [PDF]

Þingmál A31 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-21 15:17:55 - [HTML]

Þingmál A37 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 522 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Lyfjafræðideild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A38 (fullvinnsla á fiski hérlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-13 16:11:01 - [HTML]
23. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-13 16:25:31 - [HTML]
23. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-13 16:29:28 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-13 16:58:16 - [HTML]

Þingmál A39 (tekjutap hafnarsjóða)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-06 14:07:56 - [HTML]

Þingmál A42 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-12 17:38:53 - [HTML]
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-12 17:45:58 - [HTML]
22. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-12 17:47:50 - [HTML]
22. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-12 17:48:38 - [HTML]
22. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-12 17:49:51 - [HTML]

Þingmál A47 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-27 17:51:43 - [HTML]

Þingmál A53 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-19 15:35:20 - [HTML]
65. þingfundur - Huld Aðalbjarnardóttir - Ræða hófst: 2008-02-19 16:02:31 - [HTML]

Þingmál A56 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-15 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-15 17:34:35 - [HTML]

Þingmál A57 (heildararðsemi stóriðju- og stórvirkjanaframkvæmda fyrir þjóðarbúið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A62 (Loftslagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-09 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 17:49:32 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-22 17:51:20 - [HTML]

Þingmál A65 (notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Gunnar Svavarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 17:57:19 - [HTML]
16. þingfundur - Gunnar Svavarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 18:18:11 - [HTML]

Þingmál A70 (málefni lesblindra)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-10-10 13:57:46 - [HTML]

Þingmál A86 (uppbygging fjarskipta og háhraðanetstenginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-10-04 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 151 (svar) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2007-12-13 15:23:02 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2007-12-13 16:18:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum - Skýring: (lagt fram á fundi sl.) - [PDF]

Þingmál A95 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-16 14:58:02 - [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-20 16:10:20 - [HTML]
28. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-20 17:39:49 - [HTML]
28. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-11-20 17:44:38 - [HTML]

Þingmál A115 (embætti umboðsmanns sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Þorvaldur Ingvarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-17 14:46:17 - [HTML]

Þingmál A124 (fjöldi óskoðaðra og ótryggðra ökutækja í umferð)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-05 19:46:23 - [HTML]

Þingmál A129 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 12:06:43 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 16:57:56 - [HTML]
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 17:00:04 - [HTML]
12. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-10-18 17:04:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]

Þingmál A136 (flutningsjöfnunarstyrkir)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-14 13:31:34 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-01 11:19:57 - [HTML]
16. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2007-11-01 14:00:40 - [HTML]
47. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-15 14:15:43 - [HTML]
47. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2008-01-15 14:54:18 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-15 17:30:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-01-29 16:53:42 - [HTML]
54. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-29 18:30:23 - [HTML]
54. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-01-29 18:43:45 - [HTML]
54. þingfundur - Ellert B. Schram - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-29 18:59:39 - [HTML]

Þingmál A148 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 14:22:59 - [HTML]
62. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-02-07 14:37:23 - [HTML]

Þingmál A149 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-02 12:05:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 748 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A164 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 21:12:07 - [HTML]

Þingmál A169 (endurskoðun á skattamálum lögaðila)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 16:53:22 - [HTML]
62. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-02-07 17:06:32 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-02-07 17:23:53 - [HTML]

Þingmál A170 (yfirtaka ríkisins á Speli ehf. og niðurfelling veggjalds um Hvalfjarðargöng)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (þáltill.) útbýtt þann 2007-11-01 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-07 17:56:26 - [HTML]

Þingmál A183 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2007-11-12 15:46:52 - [HTML]

Þingmál A192 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2008-02-13 - Sendandi: Alþjóðahús - [PDF]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-15 16:15:26 - [HTML]

Þingmál A209 (greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-14 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 16:36:15 - [HTML]
41. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-12-11 21:01:17 - [HTML]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-15 11:01:51 - [HTML]
25. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-11-15 12:23:58 - [HTML]

Þingmál A229 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2007-12-11 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-14 14:12:34 - [HTML]

Þingmál A231 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1153 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A243 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 927 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-04-29 17:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (útlendingar og réttarstaða þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2007-12-17 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A271 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-07 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 880 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-04-07 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-11 21:51:51 - [HTML]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-21 16:03:15 - [HTML]
50. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-21 16:29:42 - [HTML]
50. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-21 17:18:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1378 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Hvíldarklettur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-22 22:21:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1202 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2008-03-12 - Sendandi: Umboðsmaður barna - Skýring: (frá maí 2006) - [PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-23 20:46:49 - [HTML]
107. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-23 22:19:10 - [HTML]
113. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-29 19:16:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1092 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1211 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Myndlistaskólinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1362 - Komudagur: 2008-02-11 - Sendandi: Samband ísl. sveitarfélaga (Svandís Ingimundardóttir9 - Skýring: (þróun lagasetn. og skólaskýrsla 2007) - [PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2007-12-07 12:30:30 - [HTML]
39. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-12-07 15:19:33 - [HTML]
39. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-12-07 16:33:11 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-22 12:17:26 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-22 14:18:31 - [HTML]
106. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-05-22 14:39:15 - [HTML]
106. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-22 15:38:11 - [HTML]
106. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-05-22 16:43:39 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-05-22 17:14:18 - [HTML]
106. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-05-22 17:34:49 - [HTML]
108. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-05-26 16:38:35 - [HTML]

Þingmál A288 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-23 02:24:12 - [HTML]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-03 20:01:17 - [HTML]
35. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2007-12-03 22:48:51 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-03 23:07:09 - [HTML]
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-04 00:18:35 - [HTML]
44. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-13 21:19:34 - [HTML]
44. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-13 21:21:42 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-13 22:22:54 - [HTML]
46. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-14 17:35:26 - [HTML]

Þingmál A300 (styrking byggðalínu)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-05 21:46:08 - [HTML]
37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 21:48:14 - [HTML]

Þingmál A302 (eignarhald Landsnets)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-05 21:50:35 - [HTML]
37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 21:53:56 - [HTML]
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-05 21:59:09 - [HTML]

Þingmál A311 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-12-06 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-25 16:07:46 - [HTML]
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 19:09:54 - [HTML]
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 19:14:03 - [HTML]

Þingmál A319 (sala Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. á fasteignum á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (þáltill.) útbýtt þann 2007-12-12 20:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-05-28 12:29:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1557 - Komudagur: 2008-02-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1965 - Komudagur: 2008-03-31 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ath.semdir ums.aðila) - [PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-01 16:35:56 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-08 16:06:21 - [HTML]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-01-17 14:57:15 - [HTML]

Þingmál A333 (heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (svar) útbýtt þann 2008-02-25 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1608 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1718 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1135 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 11:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1224 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1268 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-22 20:18:00 - [HTML]
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-28 21:15:56 - [HTML]
112. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 21:33:02 - [HTML]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (þáltill.) útbýtt þann 2008-01-22 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:36:26 - [HTML]
96. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2008-04-29 14:51:39 - [HTML]
96. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-04-29 15:42:18 - [HTML]
96. þingfundur - Ellert B. Schram - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 16:47:40 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-04-29 16:48:53 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 18:05:05 - [HTML]
96. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-04-29 18:26:42 - [HTML]

Þingmál A341 (skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-04-09 11:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A345 (útvarp frá Alþingi)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2008-02-04 18:49:43 - [HTML]

Þingmál A347 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2008-03-06 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A349 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1755 - Komudagur: 2008-09-03 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-01-29 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (hagkvæmni og gæði í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-12 14:38:22 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1139 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-11 18:22:48 - [HTML]
113. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 15:45:10 - [HTML]
113. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-29 17:12:39 - [HTML]
113. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-05-29 17:13:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2320 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Hagsmunafélag frístundahúsaeigenda í Eyraskógi og Hrísabrekku - Skýring: (ályktun og undirskriftir) - [PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1910 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Hveragerðisbær - Skýring: (um 374., 375. og 376. mál) - [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1920 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Hveragerðisbær - Skýring: (um 375., 376. og 377. mál) - [PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1921 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Hveragerðisbær - Skýring: (um 374., 375. og 376. mál) - [PDF]

Þingmál A378 (samgöngur á sjó til og frá Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-02-20 14:26:01 - [HTML]

Þingmál A384 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 11:51:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2008-03-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-21 11:08:46 - [HTML]
99. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-06 15:33:24 - [HTML]
99. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-06 16:03:40 - [HTML]

Þingmál A391 (kostnaðarþátttaka ríkis vegna fæðinga)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-12 15:13:49 - [HTML]

Þingmál A396 (embætti umboðsmanns aldraðra)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-03-12 14:26:58 - [HTML]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 713 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-02-27 14:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-02-21 17:19:31 - [HTML]
73. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-03-03 15:54:14 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 16:17:59 - [HTML]
73. þingfundur - Jón Magnússon (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 17:58:50 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 18:10:33 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-03 18:14:02 - [HTML]
74. þingfundur - Mörður Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-03-04 14:08:03 - [HTML]

Þingmál A407 (útflutningur á óunnum fiski)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-27 14:27:33 - [HTML]

Þingmál A410 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-02-21 13:47:15 - [HTML]
67. þingfundur - Ellert B. Schram - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-21 15:33:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1707 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A428 (Blönduvirkjun)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-02 14:36:15 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1167 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1232 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 15:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-28 15:22:25 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 15:55:31 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 16:43:51 - [HTML]
72. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-28 17:16:21 - [HTML]
72. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2008-02-28 17:36:14 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 17:56:14 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-28 19:49:24 - [HTML]
108. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-05-26 11:57:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1915 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2008-04-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2096 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2561 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (flutn.fyrirtæki og aðskiln.kröfur) - [PDF]

Þingmál A452 (Norræna ráðherranefndin 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 722 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (ÖSE-þingið 2007)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 16:19:14 - [HTML]

Þingmál A464 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 738 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-04 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1163 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 22:19:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1975 - Komudagur: 2008-04-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2008-04-17 - Sendandi: Lyfjaver - [PDF]
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2008-04-25 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A468 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2231 - Komudagur: 2008-04-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A471 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 22:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 15:09:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2563 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A491 (flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-02 14:57:43 - [HTML]
83. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-04-02 15:03:00 - [HTML]

Þingmál A493 (fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-03-31 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-08 20:08:50 - [HTML]

Þingmál A515 (tekjuskattur og skattlagning kaupskipaútgerðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1229 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-05-29 19:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-07 16:15:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2379 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A519 (viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-17 15:09:49 - [HTML]
93. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-18 01:00:38 - [HTML]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-09-04 16:41:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Skipti hf. (Síminn hf. og Míla ehf.) - [PDF]

Þingmál A523 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-17 14:28:28 - [HTML]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2494 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Fóðurblandan ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A529 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2364 - Komudagur: 2008-04-23 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins - Skýring: (lagt fram á fundi es.) - [PDF]

Þingmál A530 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Laxfiskar efh., Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2311 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson, Laxfiskar - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A534 (framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1143 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1225 (þál. í heild) útbýtt þann 2008-05-29 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-17 16:19:52 - [HTML]
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-28 22:29:34 - [HTML]

Þingmál A535 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1145 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-04-17 18:42:45 - [HTML]
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-28 22:36:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2605 - Komudagur: 2008-05-08 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A537 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2398 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2427 - Komudagur: 2008-04-29 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2961 - Komudagur: 2008-05-16 - Sendandi: REMAX-fasteignasala - Skýring: (álitsgerð o.fl.) - [PDF]

Þingmál A544 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2732 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A546 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-21 16:35:26 - [HTML]
94. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-04-21 17:04:32 - [HTML]
94. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-04-21 18:58:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2540 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Háskóli Íslands, háskólarektor - [PDF]

Þingmál A548 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2432 - Komudagur: 2008-04-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2434 - Komudagur: 2008-04-29 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A554 (Fiskræktarsjóður)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-15 17:57:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2639 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Laxfiskar efh., Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A559 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (þáltill.) útbýtt þann 2008-04-03 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-16 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A587 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-17 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-28 15:44:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2777 - Komudagur: 2008-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-07 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1220 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-04 15:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1330 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-09 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1344 (lög í heild) útbýtt þann 2008-09-10 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-15 11:37:44 - [HTML]
103. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-15 16:01:25 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 10:02:07 - [HTML]
113. þingfundur - Árni Páll Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2008-05-29 14:13:07 - [HTML]
119. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-09-09 14:19:27 - [HTML]
119. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-09-09 16:33:55 - [HTML]
119. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-09-09 17:06:45 - [HTML]
119. þingfundur - Alma Lísa Jóhannsdóttir - Ræða hófst: 2008-09-09 21:48:38 - [HTML]
119. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-09-09 22:18:15 - [HTML]
119. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-09 22:48:48 - [HTML]
120. þingfundur - Ásta Möller - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-09-10 14:44:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2829 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: MND-félagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2858 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Landlæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2881 - Komudagur: 2008-05-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2935 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2936 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2944 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2956 - Komudagur: 2008-05-26 - Sendandi: Heilsugæslustöðin á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 3027 - Komudagur: 2008-06-30 - Sendandi: Tannlæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3137 - Komudagur: 2008-09-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A620 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-05-28 23:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Ásta Möller (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-30 00:26:39 - [HTML]

Þingmál A625 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-22 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3042 - Komudagur: 2008-07-02 - Sendandi: Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A645 (framvinda byggðaáætlunar 2006--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-28 11:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-09-04 12:24:07 - [HTML]
122. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-09-11 15:55:57 - [HTML]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2007-10-02 21:14:14 - [HTML]

Þingmál B18 (mótvægisaðgerðir)

Þingræður:
3. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-10-03 15:21:47 - [HTML]
3. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-10-03 15:26:05 - [HTML]

Þingmál B55 (eignarhlutur ríkisins í Landsvirkjun)

Þingræður:
12. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-10-18 10:38:38 - [HTML]

Þingmál B68 (afstaða heilbrigðisráðherra til áfengisfrumvarpsins)

Þingræður:
14. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-10-30 13:54:04 - [HTML]

Þingmál B141 (samningur um framleiðslu dagskrárefnis fyrir RÚV)

Þingræður:
32. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2007-11-28 15:59:15 - [HTML]

Þingmál B170 (skýrsla frá Ríkisendurskoðun og ummæli þingmanns)

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Bjarnason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2007-12-05 13:37:47 - [HTML]

Þingmál B171 (skýrsla forsætisráðherra um starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar)

Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-06 11:03:29 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-12-06 11:51:46 - [HTML]
38. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-12-06 12:20:29 - [HTML]

Þingmál B172 (aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja)

Þingræður:
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-06 10:46:18 - [HTML]

Þingmál B228 (álit mannréttindanefndar SÞ um kvótakerfið)

Þingræður:
47. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-15 13:48:58 - [HTML]

Þingmál B274 (álit mannréttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
51. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 14:03:27 - [HTML]

Þingmál B345 (háhraðatengingar og starfsemi Fjarskiptasjóðs)

Þingræður:
62. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-02-07 11:28:37 - [HTML]

Þingmál B370 (samningar um opinber verkefni)

Þingræður:
64. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-12 15:34:29 - [HTML]

Þingmál B373 (aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð kjarasamninga)

Þingræður:
65. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-19 13:36:38 - [HTML]

Þingmál B584 (skýrsla OECD um heilbrigðismál)

Þingræður:
89. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:03:34 - [HTML]

Þingmál B600 (skólagjöld í háskólum -- efnahagsspár -- hvalveiðar)

Þingræður:
91. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-04-16 13:43:01 - [HTML]
91. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2008-04-16 13:47:23 - [HTML]

Þingmál B624 (Evrópumál)

Þingræður:
94. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-21 15:27:08 - [HTML]

Þingmál B691 (bætur almannatrygginga)

Þingræður:
100. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-05-07 15:46:43 - [HTML]

Þingmál B779 (Sóltúnssamningurinn og framkvæmd hans)

Þingræður:
108. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-26 15:40:14 - [HTML]

Þingmál B781 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
110. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-05-27 20:02:26 - [HTML]

Þingmál B812 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
113. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 16:06:27 - [HTML]
113. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-29 16:25:25 - [HTML]
113. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-29 16:30:04 - [HTML]

Þingmál B825 (skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál)

Þingræður:
116. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-09-02 14:48:34 - [HTML]
116. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-09-02 16:33:49 - [HTML]

Þingmál B840 (svar frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
117. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-09-03 13:46:57 - [HTML]
117. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-09-03 13:50:46 - [HTML]

Þingmál B862 (afdrif þingmannamála -- efnahagsmál)

Þingræður:
120. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-09-10 13:40:05 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-12-20 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-10-03 12:14:00 - [HTML]
3. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-10-03 16:13:22 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-12-15 16:54:33 - [HTML]
58. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-16 00:36:22 - [HTML]
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-16 01:42:52 - [HTML]
59. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-12-16 15:13:16 - [HTML]

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-03 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 15:17:13 - [HTML]
12. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-10-14 16:00:48 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-14 16:26:33 - [HTML]
14. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-10-16 12:25:23 - [HTML]

Þingmál A7 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-09 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-28 14:26:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2009-01-12 - Sendandi: Andlegt þjóðarráð Baháía á Íslandi - [PDF]

Þingmál A10 (hlutdeild sveitarfélaga í innheimtum skatttekjum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2008-10-07 15:17:40 - [HTML]

Þingmál A11 (aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2008--2009)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Karl V. Matthíasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-09 14:57:50 - [HTML]

Þingmál A13 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-09 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-10-16 14:10:23 - [HTML]

Þingmál A18 (málsvari fyrir aldraða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2008-11-20 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A30 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-31 12:33:21 - [HTML]
117. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-03-30 17:37:56 - [HTML]

Þingmál A35 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-08 14:02:55 - [HTML]

Þingmál A38 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2008-11-11 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi - [PDF]

Þingmál A39 (strandsiglingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-15 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (almenningssamgöngur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-31 14:37:33 - [HTML]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-01-20 15:50:51 - [HTML]

Þingmál A66 (áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2008-10-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi ft.) - [PDF]

Þingmál A101 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-25 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-30 20:45:25 - [HTML]

Þingmál A106 (geðheilbrigðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (svar) útbýtt þann 2008-12-22 18:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-31 10:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-02 18:05:50 - [HTML]
90. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-02 18:51:01 - [HTML]

Þingmál A114 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-10 17:02:57 - [HTML]

Þingmál A115 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-11-12 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-11-06 14:37:26 - [HTML]
25. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-13 11:09:52 - [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-11-11 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-11 14:09:43 - [HTML]
23. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-11 15:15:17 - [HTML]
23. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-11-11 15:29:13 - [HTML]
23. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-11 15:38:54 - [HTML]

Þingmál A120 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-08 13:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-09 14:37:20 - [HTML]
55. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-12-12 13:36:02 - [HTML]

Þingmál A126 (jafnræði kynja í ríkisbönkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2008-11-06 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-26 14:41:44 - [HTML]
36. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-11-26 14:44:53 - [HTML]

Þingmál A128 (tímabundnar ráðstafanir í þágu einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-12 12:26:43 - [HTML]

Þingmál A137 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2008-11-17 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-11 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-11-21 14:00:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 272 - Komudagur: 2008-11-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A151 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2008-11-17 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (breyttill.) - [PDF]

Þingmál A153 (kaup á verðbréfum úr peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (svar) útbýtt þann 2008-12-10 15:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-11-20 11:29:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2008-11-27 - Sendandi: Viðskiptanefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A173 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-11-24 15:40:55 - [HTML]
34. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-24 16:01:48 - [HTML]

Þingmál A175 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-25 14:48:13 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 15:41:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2008-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A181 (úttekt á stöðuveitingum og launakjörum kynjanna í nýju ríkisbönkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (þáltill.) útbýtt þann 2008-11-26 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (aðgerðir til stuðnings sparisjóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-11-27 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 505 (svar) útbýtt þann 2009-02-04 12:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A194 (skylda lánastofnana í meirihlutaeigu ríkisins til að leita tilboða í innleyst fyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1351 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]

Þingmál A210 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-18 20:44:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 2008-12-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A212 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-09 16:50:05 - [HTML]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-11 15:42:55 - [HTML]

Þingmál A218 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-11 15:59:14 - [HTML]
51. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-11 16:14:43 - [HTML]

Þingmál A225 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2009-02-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A228 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 406 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-18 22:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-12 11:08:37 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-20 00:51:59 - [HTML]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-15 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 404 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-18 22:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 405 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-18 22:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 410 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-19 10:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-16 15:52:33 - [HTML]
59. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-12-16 18:15:47 - [HTML]
63. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-19 14:10:45 - [HTML]
63. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-19 14:41:48 - [HTML]
63. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-19 20:28:41 - [HTML]
63. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-19 21:09:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 600 - Komudagur: 2008-12-18 - Sendandi: Heilbrigðisnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2008-12-18 - Sendandi: Heilbrigðisnefnd, minni hluti - [PDF]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-18 21:57:40 - [HTML]
67. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-12-22 17:29:16 - [HTML]

Þingmál A247 (virðisaukaskattur, vörugjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-17 15:48:50 - [HTML]

Þingmál A253 (peningamarkaðs- og skammtímasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2008-12-18 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 925 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2009-04-07 18:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1040 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - [PDF]

Þingmál A273 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-19 16:58:14 - [HTML]

Þingmál A275 (greiðsluaðlögun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 853 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A278 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A279 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Árni M. Mathiesen - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-10 15:40:22 - [HTML]
78. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-10 15:46:23 - [HTML]
78. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-10 15:55:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2009-02-20 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-02-20 15:06:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Árni Páll Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-13 12:29:42 - [HTML]
103. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-03-13 13:48:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 819 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI,SFF,SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 840 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A286 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-06 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A289 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-09 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 637 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-04 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-10 15:14:53 - [HTML]
95. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-05 11:37:57 - [HTML]
96. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-03-06 11:11:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2009-02-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 994 - Komudagur: 2009-03-03 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A301 (hlutur kvenna í stjórnmálum)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-02-18 14:57:16 - [HTML]
83. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-02-18 15:04:19 - [HTML]
83. þingfundur - Ragnheiður Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2009-02-18 15:05:26 - [HTML]
83. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-02-18 15:14:35 - [HTML]

Þingmál A304 (gjaldfrjáls göng)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-02-25 14:49:10 - [HTML]

Þingmál A313 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-02-17 20:25:14 - [HTML]
82. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2009-02-17 21:32:18 - [HTML]
95. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2009-03-05 11:29:41 - [HTML]

Þingmál A321 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-17 19:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-05 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 667 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-06 09:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 13:47:13 - [HTML]
84. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-19 13:58:03 - [HTML]
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-19 14:08:24 - [HTML]
84. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-02-19 14:15:04 - [HTML]
84. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 14:33:05 - [HTML]
96. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-06 14:42:48 - [HTML]
96. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-06 14:53:02 - [HTML]
97. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-03-09 17:24:28 - [HTML]
97. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-03-09 17:48:55 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-09 18:21:50 - [HTML]
97. þingfundur - Ellert B. Schram - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-09 18:54:19 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-09 18:56:49 - [HTML]
97. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2009-03-09 20:01:16 - [HTML]
97. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-03-09 22:26:56 - [HTML]
97. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-03-09 22:51:39 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-03-09 23:37:47 - [HTML]
97. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-03-09 23:53:11 - [HTML]
97. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-03-10 00:08:59 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-03-10 00:32:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2009-02-27 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-25 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2009-03-03 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (frá SFF, SVÞ, SA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1210 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A346 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (álit) útbýtt þann 2009-02-26 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A356 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-03-03 14:53:17 - [HTML]
132. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-15 23:36:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A365 (tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-17 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-18 12:04:45 - [HTML]

Þingmál A366 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 804 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-25 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-05 15:56:04 - [HTML]
117. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-30 19:32:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A368 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-02 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-05 17:12:26 - [HTML]
95. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2009-03-05 17:43:50 - [HTML]

Þingmál A376 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 11:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-02 23:51:58 - [HTML]
125. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 22:19:03 - [HTML]
127. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-06 18:37:18 - [HTML]
128. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-07 11:38:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 910 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-04 15:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (skattaleg atriði) - [PDF]

Þingmál A395 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-06 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-24 20:39:04 - [HTML]
112. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-03-24 21:52:02 - [HTML]
123. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 00:36:38 - [HTML]

Þingmál A406 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-15 15:24:02 - [HTML]
132. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-15 15:39:17 - [HTML]

Þingmál A407 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-01 22:59:56 - [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 857 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-30 20:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 13:44:42 - [HTML]
131. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-14 14:08:44 - [HTML]
131. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-14 14:27:11 - [HTML]
132. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 11:59:05 - [HTML]
132. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2009-04-15 12:22:51 - [HTML]
132. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-04-15 13:31:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1510 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Halldór H. Backman hrl. - [PDF]

Þingmál A413 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-12 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (þáltill.) útbýtt þann 2009-03-13 09:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (náms- og starfsráðgjafar)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-16 17:02:43 - [HTML]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (upplýsingaskylda fyrirtækja, félaga og stofnana í eigu íslenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 719 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-16 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (ÖSE-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-17 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1384 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2009-03-30 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (blaðagrein frá SFF um endurskoðun á skaðabótalögu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2009-03-16 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A442 (notkun lyfsins Tysabri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2009-03-20 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-25 14:24:13 - [HTML]
113. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-03-25 14:27:23 - [HTML]
113. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-03-25 14:38:13 - [HTML]

Þingmál A445 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-03-25 23:17:18 - [HTML]
117. þingfundur - Ásta Möller - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2009-03-30 16:42:41 - [HTML]

Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-08 13:47:10 - [HTML]
130. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 15:11:22 - [HTML]

Þingmál A468 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (frumvarp) útbýtt þann 2009-04-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-10-02 20:53:28 - [HTML]

Þingmál B74 (staða bankakerfisins, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
13. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-15 14:20:28 - [HTML]
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-15 15:13:02 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-10-15 15:32:35 - [HTML]
13. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-15 15:42:47 - [HTML]

Þingmál B94 (áfengisauglýsingar og viðbrögð við dómi Hæstaréttar)

Þingræður:
15. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-28 14:02:58 - [HTML]

Þingmál B107 (skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)

Þingræður:
17. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-30 11:11:41 - [HTML]
17. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-30 16:17:51 - [HTML]
17. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-30 16:20:03 - [HTML]

Þingmál B142 (peningamarkaðssjóðir)

Þingræður:
21. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-06 11:00:12 - [HTML]
21. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-06 11:02:30 - [HTML]

Þingmál B147 (málefni fasteignaeigenda)

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-06 13:40:15 - [HTML]
21. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-11-06 13:45:35 - [HTML]
21. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-11-06 14:04:42 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-06 14:07:03 - [HTML]

Þingmál B170 (smærri fjármálafyrirtæki -- sala notaðra bíla -- fundur fjármálaráðherra með fjárlaganefnd)

Þingræður:
24. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-12 13:31:47 - [HTML]

Þingmál B177 (peningamarkaðssjóðir smærri fjármálafyrirtækja)

Þingræður:
25. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-13 10:43:01 - [HTML]
25. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-13 10:48:50 - [HTML]

Þingmál B234 (bankamál og skilin milli eldri banka og hinna nýju)

Þingræður:
33. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-21 11:32:35 - [HTML]

Þingmál B355 (peningamarkaðssjóðir)

Þingræður:
51. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-11 11:17:55 - [HTML]
51. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-11 11:23:19 - [HTML]
51. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-12-11 11:36:21 - [HTML]
51. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-12-11 11:38:42 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-11 11:41:12 - [HTML]
51. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-11 11:48:09 - [HTML]

Þingmál B417 (reglur um starfsemi ríkisbankanna)

Þingræður:
61. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-18 13:20:09 - [HTML]
61. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-18 13:23:18 - [HTML]

Þingmál B421 (vandi smærri fjármálafyrirtækja)

Þingræður:
61. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 13:52:06 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-12-18 13:54:17 - [HTML]

Þingmál B508 (stefna ríkisstjórnarinnar, skýrsla forsrh.)

Þingræður:
74. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-04 21:28:12 - [HTML]

Þingmál B540 (greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
75. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-02-05 10:56:12 - [HTML]
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-05 10:58:08 - [HTML]

Þingmál B590 (íslenskt viðskiptaumhverfi)

Þingræður:
81. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-16 15:16:10 - [HTML]

Þingmál B616 (heilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
84. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-02-19 11:19:23 - [HTML]

Þingmál B642 (skuldbreyting húsnæðislána)

Þingræður:
87. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-24 13:39:26 - [HTML]
87. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-24 13:41:37 - [HTML]
87. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-24 13:43:36 - [HTML]

Þingmál B644 (skuldir heimilanna)

Þingræður:
87. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-24 13:53:12 - [HTML]

Þingmál B649 (staða og starfsumhverfi íslenskrar verslunar)

Þingræður:
87. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2009-02-24 14:32:35 - [HTML]

Þingmál B676 (sala Morgunblaðsins)

Þingræður:
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-02 15:11:46 - [HTML]

Þingmál B709 (opinber hlutafélög)

Þingræður:
95. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-05 10:49:05 - [HTML]

Þingmál B730 (skerðing bóta almannatrygginga vegna lífeyrisgreiðslna)

Þingræður:
97. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-09 15:43:56 - [HTML]

Þingmál B767 (skerðing almannatrygginga vegna fjármagnstekna)

Þingræður:
101. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-12 10:56:24 - [HTML]

Þingmál B801 (endurreisn bankakerfisins)

Þingræður:
104. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2009-03-16 16:07:17 - [HTML]

Þingmál B836 (skipan sendiherra)

Þingræður:
111. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-23 15:16:56 - [HTML]

Þingmál B838 (hugmyndir Salt Investments í heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
111. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2009-03-23 15:31:50 - [HTML]

Þingmál B860 (ASÍ og framboðsmál)

Þingræður:
113. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-25 13:43:09 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-25 13:45:31 - [HTML]

Þingmál B983 (námslán og atvinnuleysisbætur)

Þingræður:
127. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-06 11:02:26 - [HTML]

Þingmál B994 (fundur í umhverfisnefnd -- umhverfismál)

Þingræður:
128. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2009-04-07 10:38:57 - [HTML]

Þingmál B995 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
129. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2009-04-07 21:43:25 - [HTML]

Þingmál B1022 (hvalveiðar)

Þingræður:
131. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-04-14 13:49:27 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-16 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 146 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-06-16 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 162 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-06-22 17:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 261 (lög í heild) útbýtt þann 2009-07-10 11:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-06-18 21:38:42 - [HTML]
22. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-06-18 21:49:25 - [HTML]
23. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-06-19 11:05:27 - [HTML]
36. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-07-09 19:36:49 - [HTML]
36. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-09 20:11:26 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-07-09 20:47:25 - [HTML]
36. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-07-09 21:59:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Kaupþing banki hf. - Skýring: (verklagsreglur um útlánavandamál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2009-06-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-26 14:58:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI) - [PDF]

Þingmál A14 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 91 - Komudagur: 2009-06-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A25 (niðurgreiðsla á rafmagni til húshitunar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-05-27 13:53:49 - [HTML]

Þingmál A31 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2009-05-25 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - [PDF]

Þingmál A33 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 30 - Komudagur: 2009-05-28 - Sendandi: Skilanefnd Straums Burðaráss - [PDF]
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2009-05-28 - Sendandi: Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður Landsbanka Íslands hf. í greiðslu - [PDF]
Dagbókarnúmer 33 - Komudagur: 2009-05-29 - Sendandi: Ragnar Þ. Jónasson - [PDF]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-26 15:55:23 - [HTML]

Þingmál A35 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-26 18:40:18 - [HTML]

Þingmál A37 (aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-07-23 15:09:45 - [HTML]
46. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2009-07-23 15:10:52 - [HTML]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2009-05-28 16:38:45 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 21:20:09 - [HTML]
43. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-14 15:10:37 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 22:32:24 - [HTML]
44. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-15 19:31:25 - [HTML]

Þingmál A49 (afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 408 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A57 (lokafjárlög 2007)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-22 16:31:22 - [HTML]

Þingmál A62 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna, Friðrik Óttar Friðriksson - [PDF]

Þingmál A82 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-09 14:44:48 - [HTML]
17. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-09 14:56:34 - [HTML]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-30 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-01 14:59:02 - [HTML]
32. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-01 20:09:17 - [HTML]
32. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-01 20:30:25 - [HTML]
33. þingfundur - Eygló Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-02 11:09:07 - [HTML]
36. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-09 16:22:13 - [HTML]
36. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-09 17:46:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 294 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Sparisjóður Bolungarvíkur - [PDF]

Þingmál A88 (nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-08 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-11 11:36:39 - [HTML]
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-11 11:57:19 - [HTML]
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-06-11 14:51:04 - [HTML]
18. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-06-11 15:22:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2009-06-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A90 (endurskipulagning atvinnufyrirtækja á vegum bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (svar) útbýtt þann 2009-07-09 11:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A92 (yfirtaka fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2009-06-15 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-12 15:20:54 - [HTML]
50. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 15:22:16 - [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 22:11:32 - [HTML]

Þingmál A114 (kjararáð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-06-18 20:16:44 - [HTML]

Þingmál A116 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna, Friðrik Óttar Friðriksson - [PDF]

Þingmál A117 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (frumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-22 18:50:42 - [HTML]
24. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-22 19:02:55 - [HTML]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 174 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-26 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-19 14:55:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2009-06-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - Skýring: (skattlagning sykurs) - [PDF]
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Halldóra Inga Ingileifsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 399 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 470 - Komudagur: 2009-06-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2009-08-12 - Sendandi: Kexverksmiðjan Frón - [PDF]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-06-22 17:46:11 - [HTML]
47. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-07-24 13:32:23 - [HTML]
47. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 13:58:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 694 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (v. eigendastefnu ríkisins) - [PDF]

Þingmál A126 (skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-06-26 13:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-30 14:19:22 - [HTML]

Þingmál A130 (skólaeinkunnir og inntaka nemenda í framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-06-26 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 284 (svar) útbýtt þann 2009-07-23 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-30 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 335 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-07-03 14:12:57 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 09:06:01 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-28 09:02:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2009-07-20 - Sendandi: Kristján Þór Júlíusson alþingismaður - Skýring: (Mörkin lögmannsstofa hf., úthlutun til kröfuhafa - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2009-07-13 - Sendandi: Slitastjórn Landsbanka Íslands - Skýring: (útgreiðslur úr búi bankans) - [PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2009-07-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið o.fl. - Skýring: (um forgangsrétt) - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2009-07-31 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (minnisbl. o.fl. um forgangsrétt) - [PDF]

Þingmál A148 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-09 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-09 16:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2009-09-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Vinstrihreyfingin-grænt framboð - [PDF]
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2009-09-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A152 (eignarhald á fjölmiðlum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 15:08:43 - [HTML]

Þingmál A155 (útflutningsálag á fiski)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 14:36:36 - [HTML]

Þingmál B52 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
1. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-05-15 16:00:48 - [HTML]

Þingmál B60 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-18 19:52:47 - [HTML]

Þingmál B63 (skýrsla um stöðu íslensku bankanna)

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-19 13:36:59 - [HTML]

Þingmál B67 (málefni garðyrkjubænda)

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-19 14:00:23 - [HTML]

Þingmál B79 (áform ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda)

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-20 14:13:35 - [HTML]
4. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-05-20 14:35:08 - [HTML]

Þingmál B143 (þjóðlendur)

Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-03 13:51:19 - [HTML]

Þingmál B149 (staða heimilanna)

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-03 15:15:47 - [HTML]

Þingmál B168 (meðferð ríkisbanka á fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum)

Þingræður:
15. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-06-05 14:48:28 - [HTML]
15. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-06-05 14:57:46 - [HTML]

Þingmál B173 (erindi frá kröfuhöfum vegna íslensku bankanna)

Þingræður:
16. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-08 15:03:45 - [HTML]

Þingmál B199 (atvinnumál og atvinnustefna ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
18. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-06-11 11:21:37 - [HTML]

Þingmál B216 (nýting orkulinda og uppbygging stóriðju)

Þingræður:
20. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2009-06-16 14:34:47 - [HTML]

Þingmál B338 (reikniaðferð í Icesave-samningnum)

Þingræður:
36. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-07-09 12:45:09 - [HTML]

Þingmál B346 (ríkisbankarnir -- sparnaður í rekstri þingsins -- samgöngumál --svar við fyrirspurn)

Þingræður:
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-07-10 10:43:55 - [HTML]
37. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 10:46:10 - [HTML]

Þingmál B414 (munnleg skýrsla fjármálaráðherra um eigendastefnu ríkisins á fjármálafyrirtækjum)

Þingræður:
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-24 11:03:08 - [HTML]
47. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 11:38:59 - [HTML]
47. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 11:59:55 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-01 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 383 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-12 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 394 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-14 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-10-08 11:42:24 - [HTML]
5. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-10-08 14:25:50 - [HTML]
5. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-08 14:39:44 - [HTML]
5. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-08 15:10:15 - [HTML]
5. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-08 17:54:35 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-12-14 16:13:42 - [HTML]
43. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-14 19:17:47 - [HTML]
43. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-14 21:40:27 - [HTML]
43. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2009-12-14 21:41:57 - [HTML]
43. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-15 00:49:49 - [HTML]
57. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-21 17:36:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2009-11-12 - Sendandi: Félags- og tryggingamálanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A3 (nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-13 17:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2009-12-02 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A4 (afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-20 14:42:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A5 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-05 11:14:47 - [HTML]

Þingmál A7 (samningsveð)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2009-11-10 18:16:07 - [HTML]

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2009-11-02 - Sendandi: RARIK - [PDF]

Þingmál A14 (almenningssamgöngur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-13 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-02 17:21:10 - [HTML]
84. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-03-02 17:41:02 - [HTML]
84. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-02 17:54:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 2010-04-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A22 (skilaskylda á ferskum matvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2010-01-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A39 (ókeypis skólamáltíðir)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-10-14 14:35:51 - [HTML]

Þingmál A44 (friðlýsing Skjálfandafljóts)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2009-11-17 22:00:45 - [HTML]

Þingmál A47 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-10-21 14:51:53 - [HTML]

Þingmál A58 (landflutningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-14 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-16 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 102 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-10-23 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 103 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-10-23 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 119 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-10-27 09:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 121 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-10-23 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-19 16:23:45 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2009-10-19 17:29:30 - [HTML]
10. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-19 17:44:47 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-19 17:47:20 - [HTML]
15. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-10-23 11:39:53 - [HTML]
15. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-23 12:03:20 - [HTML]
15. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-23 12:07:32 - [HTML]
15. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2009-10-23 12:18:51 - [HTML]
15. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2009-10-23 13:30:51 - [HTML]
15. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-23 14:00:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2009-10-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (ályktun, tillögur) - [PDF]
Dagbókarnúmer 11 - Komudagur: 2009-10-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (til FT og ES) - [PDF]
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2009-10-26 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (til FT og ES) - [PDF]

Þingmál A70 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-20 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-05 17:31:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 112 - Komudagur: 2009-11-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2009-11-17 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2009-11-25 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A71 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-15 17:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-16 12:01:58 - [HTML]
84. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-03-02 15:20:37 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-17 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 601 (frhnál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-28 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-11-19 12:02:13 - [HTML]
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-24 21:57:35 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-26 16:30:04 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-27 16:10:48 - [HTML]
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 17:15:36 - [HTML]
35. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-30 11:48:20 - [HTML]
36. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 11:42:18 - [HTML]
36. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 15:47:41 - [HTML]
36. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-02 18:33:12 - [HTML]
36. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 18:51:22 - [HTML]
36. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 18:53:51 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 19:02:57 - [HTML]
37. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-03 11:20:20 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-03 17:54:53 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 21:21:51 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-03 21:31:52 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-04 12:14:39 - [HTML]
38. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 16:56:56 - [HTML]
38. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 19:45:47 - [HTML]
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-05 10:01:19 - [HTML]
40. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-08 00:46:01 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 21:10:04 - [HTML]
63. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-28 22:23:08 - [HTML]
64. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-29 17:14:08 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-29 17:37:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2009-12-17 - Sendandi: Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2009-12-21 - Sendandi: Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins - Skýring: (ísl. þýðing á áliti Ashurst lögfr.stofu) - [PDF]
Dagbókarnúmer 861 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hf. - Skýring: (greiðslustöðvun o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya - [PDF]

Þingmál A77 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 17:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2634 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A81 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 224 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (um 81. og 82. mál v. ums. Nasdaq OMX) - [PDF]

Þingmál A82 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2009-11-13 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 192 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A83 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-03 14:46:43 - [HTML]

Þingmál A93 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-06 12:09:23 - [HTML]

Þingmál A96 (skipun nefndar um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-04 14:23:54 - [HTML]

Þingmál A100 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-03 17:40:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A101 (fjármögnun endurbóta á Suðurlandsvegi)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-11-04 15:56:06 - [HTML]

Þingmál A102 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2009-11-13 - Sendandi: Vinstrihreyfingin-grænt framboð - [PDF]
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2009-11-27 - Sendandi: Akraneskaupstaður - Skýring: (sbr. ums. Samb.ísl.sveitarfélaga) - [PDF]

Þingmál A103 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2009-11-25 - Sendandi: Samfylkingin - [PDF]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-12 16:30:55 - [HTML]

Þingmál A114 (Vestfirðir sem vettvangur kennslu í sjávarútvegsfræðum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 17:06:34 - [HTML]

Þingmál A143 (ferðasjóður Íþróttasambands Íslands)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-18 15:04:15 - [HTML]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-08 22:55:54 - [HTML]
133. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-08 23:21:45 - [HTML]
134. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-06-09 15:43:53 - [HTML]

Þingmál A163 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (frumvarp) útbýtt þann 2009-11-06 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-04 14:52:13 - [HTML]
86. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-04 15:02:34 - [HTML]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-02 18:48:43 - [HTML]
84. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-03-02 18:57:12 - [HTML]

Þingmál A174 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-02 18:48:03 - [HTML]
74. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-04 15:53:20 - [HTML]
74. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-02-04 16:33:38 - [HTML]

Þingmál A177 (þýðingarvinna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-25 14:30:26 - [HTML]

Þingmál A181 (Norræna ráðherranefndin 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (lækkun rafmagnskostnaðar garðyrkjubænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1477 - Komudagur: 2010-03-29 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A195 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-19 16:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2009-12-02 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A197 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (frumvarp) útbýtt þann 2009-11-12 17:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 891 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-04-20 14:46:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1128 - Komudagur: 2010-03-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A198 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 398 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2009-12-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A226 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 631 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Skattstofa Norðurlumd eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2009-12-11 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A228 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2010-01-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A233 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-24 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (vaxtabætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2009-11-19 21:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-16 15:45:42 - [HTML]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-19 10:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-19 11:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-05 12:22:45 - [HTML]
54. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-19 14:21:04 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-19 16:30:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2009-12-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2009-12-14 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A245 (sameining sveitarfélaga vegna fjárhagsstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-11-25 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 404 (svar) útbýtt þann 2009-12-14 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A250 (skipan í stjórnir fyrirtækja á vegum skilanefnda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (svar) útbýtt þann 2009-12-29 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Tryggingasjóður sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2009-12-12 - Sendandi: Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta - [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-26 22:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 530 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-19 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-20 00:15:33 - [HTML]
57. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-21 10:38:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 612 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2009-12-14 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A258 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-27 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 424 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-15 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-05 17:16:10 - [HTML]
48. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-17 00:15:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A273 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 443 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-15 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-16 21:30:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 663 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A274 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 456 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-16 12:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jón Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-16 18:47:27 - [HTML]
48. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-16 20:35:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 19:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-05 17:21:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A288 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1515 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 15:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-04-29 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-15 21:20:36 - [HTML]
45. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-15 21:22:40 - [HTML]
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-15 22:15:05 - [HTML]
118. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-06 15:02:26 - [HTML]
126. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-18 23:06:16 - [HTML]
126. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-18 23:26:35 - [HTML]

Þingmál A321 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-12-14 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-12-21 09:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-18 14:06:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A333 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1520 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Guðmundur Tryfingsson ehf. - [PDF]

Þingmál A338 (þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsbankans vegna Icesave-reikninganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 587 (þáltill.) útbýtt þann 2009-12-21 20:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-05-18 21:36:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2010-02-09 - Sendandi: Samtök fjárfesta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A345 (Seðlabanki Íslands og samvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-04 16:12:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1797 - Komudagur: 2010-04-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-01-08 19:00:58 - [HTML]

Þingmál A354 (notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (þáltill.) útbýtt þann 2010-01-29 12:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 2010-04-15 - Sendandi: Þroskaþjálfafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A357 (jöfnun samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni með endurskoðun á reglum ÁTVR)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 17:36:38 - [HTML]
75. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 17:58:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1220 - Komudagur: 2010-03-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1391 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-24 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1399 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-16 22:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A383 (afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (þáltill.) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 16:54:22 - [HTML]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (frumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009 um breytingu á X. og XI. viðauka við EES-samning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-01 15:36:47 - [HTML]

Þingmál A401 (velferðarvaktin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-02-24 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (álit) útbýtt þann 2010-03-01 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (lækkun fóðurkostnaðar í loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-03-01 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1011 (svar) útbýtt þann 2010-04-26 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 14:47:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Og fjarskipti ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Skjárinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1676 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: 365 - miðlar ehf - [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-08 18:02:56 - [HTML]
151. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-06 11:28:52 - [HTML]
152. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-09-07 17:02:50 - [HTML]
152. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-07 17:22:20 - [HTML]
152. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-07 17:24:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2010-03-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Félag húsgagna og innanhússarkitekta, bt. formanns - [PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2010-03-08 19:20:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2010-03-19 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1689 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Arkitektafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1788 - Komudagur: 2010-04-23 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A427 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2010-03-19 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur - [PDF]

Þingmál A446 (greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-03-24 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-03-15 16:24:03 - [HTML]

Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1774 - Komudagur: 2010-04-20 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A449 (gjaldþrotaskipti og fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-09 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-06 18:38:15 - [HTML]

Þingmál A452 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-15 17:48:43 - [HTML]
91. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-15 17:52:27 - [HTML]

Þingmál A454 (ÖSE-þingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-16 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-16 14:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-23 17:04:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2450 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A469 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-22 19:21:01 - [HTML]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-25 14:09:42 - [HTML]
100. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-25 14:22:28 - [HTML]

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A499 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-25 18:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-10 18:22:45 - [HTML]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2349 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Íslensk getspá sf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2350 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Íslenskar getraunir - [PDF]

Þingmál A513 (framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A520 (efling græna hagkerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Skúli Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-07 15:17:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2510 - Komudagur: 2010-05-25 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2659 - Komudagur: 2010-06-02 - Sendandi: Sorpa bs. - [PDF]

Þingmál A525 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2177 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Samtök fiskvinnslustöðva - [PDF]

Þingmál A543 (geislavarnir)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-30 15:20:49 - [HTML]

Þingmál A545 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan íslenskrar fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-06 13:32:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2498 - Komudagur: 2010-05-21 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2528 - Komudagur: 2010-05-25 - Sendandi: Landssamband hestamannafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2699 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Sniglar,bifhjólasamtök lýðveldisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2786 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2903 - Komudagur: 2010-07-01 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A554 (atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 944 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 16:37:39 - [HTML]

Þingmál A557 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2010-06-02 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2804 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2822 - Komudagur: 2010-06-15 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2945 - Komudagur: 2010-07-28 - Sendandi: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2946 - Komudagur: 2010-07-12 - Sendandi: Mosfellsbær, fjölskyldusvið - [PDF]

Þingmál A559 (húsaleigulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 17:14:22 - [HTML]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2113 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 2212 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2224 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Dómstólaráð, bt. framkv.stjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2837 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Neytendasamtökin - Skýring: (um drög) - [PDF]

Þingmál A561 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Dómstólaráð, bt. framkv.stjóra - [PDF]

Þingmál A563 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 953 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A564 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 954 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A569 (hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 15:31:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A573 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-27 16:19:43 - [HTML]
113. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-04-27 16:24:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2665 - Komudagur: 2010-06-03 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1279 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-10 19:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 16:28:49 - [HTML]
137. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-11 21:08:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2381 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2867 - Komudagur: 2010-06-25 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A575 (skipan ferðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2385 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu - [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A582 (samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-04-20 21:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1381 (þál. í heild) útbýtt þann 2010-06-15 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-06-12 19:59:15 - [HTML]
142. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 11:44:35 - [HTML]
142. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 11:46:52 - [HTML]
142. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 12:11:26 - [HTML]
142. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-06-15 16:57:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2239 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Kópavogsbær, Bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2398 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2441 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2463 - Komudagur: 2010-05-20 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2048 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-26 21:04:49 - [HTML]

Þingmál A591 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1846 - Komudagur: 2010-04-29 - Sendandi: Samiðn,samband iðnfélaga - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (frumvarp) útbýtt þann 2010-04-27 17:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1447 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-02 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-10 16:34:01 - [HTML]
120. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-10 17:10:05 - [HTML]
150. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-03 12:24:41 - [HTML]
150. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-03 12:46:06 - [HTML]
150. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-03 14:15:37 - [HTML]
150. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-03 14:21:54 - [HTML]
150. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-03 15:28:22 - [HTML]

Þingmál A605 (jafnræði lífsskoðunarfélaga, trúarlega sem veraldlegra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (þáltill.) útbýtt þann 2010-05-06 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1123 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-18 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-16 01:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1387 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-16 01:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A650 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-14 21:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-07 22:50:04 - [HTML]
142. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-16 00:59:53 - [HTML]

Þingmál A652 (aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1210 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2970 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-24 12:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-10 14:59:36 - [HTML]
135. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-10 15:32:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2819 - Komudagur: 2010-06-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2863 - Komudagur: 2010-06-22 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2923 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3016 - Komudagur: 2010-08-13 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1417 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-24 09:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-24 14:59:11 - [HTML]
147. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-06-24 15:34:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2959 - Komudagur: 2010-08-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3023 - Komudagur: 2010-08-16 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A663 (samvinnuráð um þjóðarsátt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-06-16 16:01:20 - [HTML]

Þingmál A670 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1363 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A672 (tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2010-06-24 12:19:06 - [HTML]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3117 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Þórður Bogason, Lögmenn Höfðabakka - [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 15:33:44 - [HTML]
160. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-09-14 18:28:21 - [HTML]
161. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-09-15 15:21:35 - [HTML]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-09-21 14:18:10 - [HTML]
168. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-09-28 14:24:42 - [HTML]
169. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-09-28 16:30:43 - [HTML]

Þingmál B16 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-05 19:49:10 - [HTML]

Þingmál B17 (efnahagshrun og endurreisn, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-10-06 16:53:01 - [HTML]

Þingmál B86 (útflutningur á óunnum fiski)

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-19 15:32:32 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-19 15:35:49 - [HTML]

Þingmál B113 (brottvísun hælisleitenda)

Þingræður:
13. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-22 10:47:47 - [HTML]

Þingmál B153 (persónukjör -- atvinnumál -- fjárheimildir ríkisstofnana)

Þingræður:
19. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-11-04 13:56:11 - [HTML]

Þingmál B174 (afskriftir skulda og samkeppnisstaða fyrirtækja)

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-11-06 11:31:49 - [HTML]

Þingmál B190 (fundarstjórnarumræða og dagskrá fundarins)

Þingræður:
22. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-10 14:24:37 - [HTML]
22. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-11-10 14:29:47 - [HTML]
22. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-10 14:30:31 - [HTML]

Þingmál B238 (fjárhagsleg endurskipulagning rekstrarhæfra fyrirtækja)

Þingræður:
28. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-18 14:04:53 - [HTML]
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-18 14:10:08 - [HTML]
28. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-18 14:15:30 - [HTML]
28. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-11-18 14:17:46 - [HTML]
28. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-18 14:20:06 - [HTML]

Þingmál B243 (skattatillögur ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
29. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-19 10:37:36 - [HTML]

Þingmál B252 (flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga)

Þingræður:
29. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2009-11-19 13:45:35 - [HTML]
29. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-19 13:59:00 - [HTML]

Þingmál B268 (Reykjavíkurflugvöllur -- verklagsreglur bankanna -- Suðvesturlína o.fl.)

Þingræður:
31. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2009-11-25 13:39:45 - [HTML]
31. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-25 13:45:54 - [HTML]

Þingmál B283 (niðurskurður hjá grunnskólum)

Þingræður:
33. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-27 10:54:54 - [HTML]
33. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-27 10:55:45 - [HTML]

Þingmál B436 (greinargerð með atkvæði)

Þingræður:
54. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-12-19 17:49:04 - [HTML]

Þingmál B559 (staða fjármála heimilanna)

Þingræður:
74. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 11:29:25 - [HTML]
74. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 11:31:40 - [HTML]

Þingmál B604 (Færeyingar og EFTA -- verklagsreglur bankanna -- Icesave o.fl.)

Þingræður:
79. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-02-23 13:37:36 - [HTML]
79. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-02-23 13:47:20 - [HTML]

Þingmál B625 (málefni RÚV)

Þingræður:
81. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 11:05:57 - [HTML]
81. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 11:23:42 - [HTML]

Þingmál B634 (afskriftir og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja og eigenda þeirra hjá fjármálastofnunum)

Þingræður:
82. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 13:31:06 - [HTML]
82. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-02-25 13:44:39 - [HTML]
82. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-02-25 13:51:19 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-02-25 13:55:25 - [HTML]

Þingmál B710 (þjónustu- og öryggisstig löggæslu á Íslandi)

Þingræður:
92. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-16 14:11:31 - [HTML]

Þingmál B748 (stöðugleikasáttmálinn)

Þingræður:
98. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-03-23 16:21:01 - [HTML]

Þingmál B751 (styrkir til stjórnmálaflokka -- sjávarútvegsmál -- beiðni um utandagskrárumræðu o.fl.)

Þingræður:
99. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-03-24 13:58:20 - [HTML]

Þingmál B773 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008)

Þingræður:
104. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-04-13 17:53:07 - [HTML]

Þingmál B797 (neyðaráætlun vegna eldgoss -- málefni LSR -- tengsl stjórnmálaflokka og fjölmiðla o.fl.)

Þingræður:
107. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2010-04-16 12:07:45 - [HTML]

Þingmál B851 (hjúskaparlöggjöf -- samstarf við AGS -- iðnaðarmálagjald o.fl.)

Þingræður:
112. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-27 13:44:30 - [HTML]

Þingmál B855 (staða og fjárhagslegar afleiðingar eldgoss í Eyjafjallajökli)

Þingræður:
112. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-04-27 14:29:31 - [HTML]

Þingmál B867 (höfuðstólslækkun gagnvart fyrirtækjum)

Þingræður:
114. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-04-28 12:30:32 - [HTML]

Þingmál B881 (frumvarp um ein hjúskaparlög)

Þingræður:
116. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-30 12:19:33 - [HTML]

Þingmál B905 (skerðing lífeyrisréttinda og staða opinberu lífeyrissjóðanna)

Þingræður:
118. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-05-06 11:31:01 - [HTML]

Þingmál B967 (strandveiðar)

Þingræður:
128. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-05-31 12:20:38 - [HTML]

Þingmál B998 (tjón ferðaþjónustunnar vegna hrossapestar)

Þingræður:
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-07 11:09:27 - [HTML]

Þingmál B1072 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
141. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-06-14 22:12:16 - [HTML]
141. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-14 22:45:01 - [HTML]

Þingmál B1126 (áhrif dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra)

Þingræður:
147. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-24 13:47:26 - [HTML]
147. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-06-24 14:07:26 - [HTML]

Þingmál B1140 (störf og stefna ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
149. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2010-09-02 15:14:20 - [HTML]

Þingmál B1155 (málefni lífeyrissjóðanna og Landsbankans)

Þingræður:
150. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-09-03 10:58:56 - [HTML]

Þingmál B1179 (þátttaka lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu)

Þingræður:
152. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-07 11:03:40 - [HTML]
152. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-09-07 11:16:38 - [HTML]
152. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-09-07 11:25:42 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-01 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 413 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-05 14:12:08 - [HTML]
4. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2010-10-05 15:08:45 - [HTML]
44. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-12-08 16:58:38 - [HTML]
44. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-12-08 20:51:49 - [HTML]
49. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 13:00:43 - [HTML]
49. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 19:20:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 2010-10-01 - Sendandi: Snæfellsbær - Skýring: (afrit af bréfum til fjárln.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2010-11-16 - Sendandi: Félags- og tryggingamálanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2010-11-15 - Sendandi: Samgöngunefnd - [PDF]

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-10-06 17:10:48 - [HTML]

Þingmál A6 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-07 12:39:06 - [HTML]

Þingmál A24 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-19 16:47:20 - [HTML]
15. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-19 16:57:26 - [HTML]
15. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-19 16:58:52 - [HTML]
15. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-10-19 17:01:26 - [HTML]
15. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-10-19 17:15:45 - [HTML]
15. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2010-10-19 17:46:39 - [HTML]

Þingmál A38 (rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-07 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-12 17:15:51 - [HTML]
8. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-12 17:34:39 - [HTML]

Þingmál A42 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2011-04-14 19:40:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 143 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Valdimar Össurarson v. íbúa Kollsvíkur í Vesturbyggð - [PDF]

Þingmál A44 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-07 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-20 18:35:07 - [HTML]
16. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 19:19:18 - [HTML]

Þingmál A46 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-21 17:31:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A49 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A55 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-13 16:18:25 - [HTML]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Íslandsstofa - Fjárfestingarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2011-01-26 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - Skýring: (v. brtt.) - [PDF]

Þingmál A67 (reglur um verkferla og hæfnismat við opinberar embættisveitingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 97 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 14:55:49 - [HTML]
35. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 14:57:51 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-11-25 16:07:09 - [HTML]
42. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-06 18:41:43 - [HTML]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 17:26:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2010-11-10 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A80 (samvinnuráð um þjóðarsátt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-04 14:47:21 - [HTML]
20. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-04 16:03:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2010-11-18 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A87 (stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-10 17:16:08 - [HTML]

Þingmál A88 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-11 16:17:04 - [HTML]

Þingmál A91 (nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og hópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1835 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-02 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 13:59:32 - [HTML]

Þingmál A106 (uppboðsmarkaður fyrir eignir banka og fjármálastofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-21 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-20 17:14:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1295 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Kauphöll Íslands, OMX Nordic Exchange - [PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2010-11-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2010-11-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 198 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A119 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-04 18:38:48 - [HTML]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-04 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Ögmundur Jónasson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-09 15:28:31 - [HTML]
93. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-15 22:07:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Vodafone - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Skipti hf. (móðurfélag Mílu ehf. og Símans hf.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Mörður Árnason alþingismaður - Skýring: (frá Póst- og fjarskiptastofnun) - [PDF]

Þingmál A141 (aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-01-19 16:33:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1542 - Komudagur: 2011-03-01 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A156 (ábendingar Ríkisendurskoðunar um kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (álit) útbýtt þann 2010-11-08 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A176 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2010-11-10 13:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]

Þingmál A186 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1036 - Komudagur: 2010-12-20 - Sendandi: RR-SKIL - [PDF]
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2010-12-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A190 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-16 16:37:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 748 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Trúnaðarmenn hjá Landlæknisembættinu - [PDF]

Þingmál A196 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 543 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A197 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 22:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-23 15:17:32 - [HTML]
53. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-17 23:11:17 - [HTML]
53. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-17 23:14:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2010-11-26 - Sendandi: Brimborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-03-24 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-04-11 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-15 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-17 17:39:49 - [HTML]
107. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-04-07 14:13:43 - [HTML]
108. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-04-11 15:43:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: 365 - miðlar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2010-11-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1778 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-10 22:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2011-02-01 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A203 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-17 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Atli Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-01-26 14:44:38 - [HTML]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 20:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-17 15:08:54 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-17 15:30:13 - [HTML]
30. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-11-17 15:49:24 - [HTML]
30. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-17 16:04:04 - [HTML]
53. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-17 23:44:54 - [HTML]
53. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-12-18 00:18:11 - [HTML]
53. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-12-18 00:38:15 - [HTML]
53. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-12-18 00:43:32 - [HTML]
53. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-18 01:07:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 398 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 406 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Slitastjórn SPRON og Frjálsa Fjárfestingarbankans - [PDF]
Dagbókarnúmer 409 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Borgarahreyfingin - [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-17 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-12-17 22:14:03 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Orri Schram - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 10:56:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 886 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2011-01-13 - Sendandi: Þórður Bogason, Lögmenn Höfðabakka - Skýring: (sbr. fyrri umsögn) - [PDF]

Þingmál A212 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 246 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-11-16 18:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-11-16 18:25:26 - [HTML]
28. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-11-16 18:40:34 - [HTML]
28. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-11-16 18:51:08 - [HTML]
28. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-11-16 18:53:14 - [HTML]

Þingmál A218 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 16:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A219 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A233 (kostnaðargreining á spítölum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-12-13 13:12:25 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-03-31 15:31:38 - [HTML]

Þingmál A246 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-24 17:05:03 - [HTML]
59. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-17 16:06:56 - [HTML]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-24 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 550 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-15 22:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 613 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-17 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 614 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-12-17 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-25 11:55:21 - [HTML]
35. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 12:17:51 - [HTML]
51. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2010-12-17 12:00:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Ritari félags- og tryggingamálanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Hlutverk - Samtök um vinnu og verkþjálfun - [PDF]
Dagbókarnúmer 636 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sjálfsbjörg - [PDF]
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Sólheimar í Grímsnesi - [PDF]
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Iðjuþjálfafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2010-09-09 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A275 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (frumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 11:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 16:19:12 - [HTML]
65. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-26 17:06:14 - [HTML]
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-01-26 17:21:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1525 - Komudagur: 2011-02-28 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2011-02-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A300 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1139 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-29 13:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-30 20:06:14 - [HTML]
41. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-30 20:14:08 - [HTML]
41. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-11-30 20:15:15 - [HTML]
41. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-30 20:30:28 - [HTML]
103. þingfundur - Magnús Orri Schram (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-30 15:32:55 - [HTML]
103. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-30 15:41:42 - [HTML]
103. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-30 15:59:47 - [HTML]
103. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-03-30 16:42:20 - [HTML]
103. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-30 16:54:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A301 (kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2010-12-11 - Sendandi: Félag íslenskra félagsliða - Skýring: (sbr. ums. SFR) - [PDF]

Þingmál A310 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1410 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Staðganga - stuðningsfélag - [PDF]

Þingmál A311 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2011-02-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Pétur H. Blöndal (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-17 20:09:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A314 (rannsókn á stöðu heimilanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2011-03-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A334 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-30 20:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1429 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-17 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-20 11:27:58 - [HTML]
62. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-20 11:46:23 - [HTML]
62. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-01-20 14:38:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 2011-02-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2011-03-16 - Sendandi: Heilbrigðisnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1739 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Iðnaðarnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2011-03-22 - Sendandi: Fjárlaganefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2011-03-30 - Sendandi: Menntamálanefnd - [PDF]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-01-18 15:47:26 - [HTML]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2011-02-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A359 (gistináttaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: ISAVIA ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2011-02-24 - Sendandi: Ferðamálastofa - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A377 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-13 10:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1127 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1203 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-04-07 09:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1323 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-15 13:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1367 - Komudagur: 2011-02-16 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A380 (framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 15:01:53 - [HTML]
75. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 15:49:29 - [HTML]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-17 13:30:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A385 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1619 - Komudagur: 2011-03-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 778 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-02 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-03 11:28:42 - [HTML]
70. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-03 11:38:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2011-01-06 - Sendandi: Peter Örebeck, Noregi - Skýring: (á ensku og íslensku) - [PDF]

Þingmál A394 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (frumvarp) útbýtt þann 2010-12-17 14:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1544 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-27 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
142. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-06 18:55:48 - [HTML]

Þingmál A405 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2011-01-31 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A406 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-01-17 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-01-17 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 16:39:20 - [HTML]

Þingmál A408 (rannsókn samgönguslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A471 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 19:12:45 - [HTML]

Þingmál A486 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011--2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2286 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna - [PDF]

Þingmál A494 (heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2078 - Komudagur: 2011-04-26 - Sendandi: Karatesamband Íslands - [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-23 15:40:09 - [HTML]
77. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-02-23 16:26:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Landssamband hestamannafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1635 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Samgöngufélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1870 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík - [PDF]
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2011-04-19 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A496 (aðgerðaáætlun í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-22 17:31:32 - [HTML]

Þingmál A500 (úthlutun veiðileyfa til ferðaþjónustuaðila á hreindýraveiðisvæðum)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-28 16:21:11 - [HTML]
101. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-03-28 16:23:34 - [HTML]
101. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-03-28 16:30:02 - [HTML]

Þingmál A506 (beiting reiknilíkans við fjárveitingar til framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-03-14 17:42:51 - [HTML]
91. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-03-14 17:50:32 - [HTML]

Þingmál A513 (styrkir og lánveitingar til íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1779 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 22:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-18 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-20 11:56:31 - [HTML]
134. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-27 14:39:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1855 - Komudagur: 2011-03-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-05-27 12:38:45 - [HTML]

Þingmál A547 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-15 21:27:50 - [HTML]
99. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-24 17:09:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Búseti sf. og Búmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1668 - Komudagur: 2011-03-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-23 16:09:15 - [HTML]

Þingmál A555 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Baldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-06-09 20:43:18 - [HTML]

Þingmál A557 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 16:10:02 - [HTML]
92. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 16:39:56 - [HTML]
92. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 16:41:53 - [HTML]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1896 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-15 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1984 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
160. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-08 17:04:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1911 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: Aagot Óskarsdóttir lögfræðingur - [PDF]

Þingmál A563 (mat á skilaverði eignasafns Landsbanka Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2087 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A568 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2999 - Komudagur: 2011-08-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A570 (lokafjárlög 2009)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-14 18:18:33 - [HTML]

Þingmál A572 (Hagþjónusta landbúnaðarins o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1531 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-26 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-09 19:12:33 - [HTML]

Þingmál A582 (gerð hlutlauss kynningarefnis vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1794 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-11 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-24 15:12:04 - [HTML]

Þingmál A612 (bólusetningar ungbarna gegn pneumókokkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-03-15 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1295 (svar) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (fyrirgreiðsla og afskriftir viðskiptamanna bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1383 (svar) útbýtt þann 2011-05-12 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A630 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-23 13:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1573 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-30 14:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-29 14:38:35 - [HTML]
102. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-03-29 14:42:31 - [HTML]
159. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-07 23:29:30 - [HTML]

Þingmál A643 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2828 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Motus kröfuþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1755 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1773 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-14 11:50:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2011-04-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2240 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A649 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2417 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Héraðsskjalavörður Kópavogs og héraðsskjalavörður Árnesinga - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2420 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Héraðsskjalavörður Kópavogs og héraðsskjalavörður Árnesinga - [PDF]

Þingmál A658 (endurskoðun á núverandi kirkjuskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-30 13:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A659 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1274 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-04-07 10:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-31 13:31:38 - [HTML]
106. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 12:10:08 - [HTML]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
162. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 20:02:23 - [HTML]

Þingmál A681 (fríverslunarsamningur EFTA og Albaníu og landbúnaðarsamningur Íslands og Albaníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1198 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (fríverslunarsamningur EFTA og Serbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Serbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (fríverslunarsamningur EFTA og Úkraínu og landbúnaðarsamningur Íslands og Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-17 18:51:50 - [HTML]

Þingmál A694 (skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
139. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-06-01 10:00:44 - [HTML]
139. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-01 12:56:07 - [HTML]

Þingmál A695 (aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1583 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-31 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 23:07:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2163 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2404 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 18:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2778 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2406 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A710 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 14:33:11 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 14:51:42 - [HTML]

Þingmál A713 (endurútreikningur gengistryggðra lána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1913 (svar) útbýtt þann 2011-09-16 23:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A720 (vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-04-14 14:53:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2238 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A724 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2267 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Haukur Örn Birgisson hrl. og Ragnar Baldursson hrl. fh. Útlána - [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 18:42:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2521 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1874 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-07 21:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
166. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-09-17 13:01:09 - [HTML]

Þingmál A729 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1819 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1550 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-27 12:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-04-15 15:56:03 - [HTML]
142. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-06 15:39:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2075 - Komudagur: 2011-04-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2011-04-29 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2365 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Félag framhaldsskólakennara og Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2366 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband ísl. framhaldsskólanema - [PDF]

Þingmál A736 (pólitískar ráðningar í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1261 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A746 (notendastýrð og persónuleg þjónusta við fatlaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1743 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1640 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 12:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1641 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-06-07 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1754 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1772 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-15 15:59:52 - [HTML]
113. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-04-15 16:35:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2326 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2338 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2411 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A748 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-12 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1837 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-04-13 20:22:18 - [HTML]

Þingmál A754 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2752 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A768 (brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-19 19:01:49 - [HTML]

Þingmál A769 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-05-05 15:18:01 - [HTML]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A783 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-12 11:42:54 - [HTML]
123. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-12 12:08:36 - [HTML]
123. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-12 12:15:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2547 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Slitastjórn SPRON - [PDF]
Dagbókarnúmer 2561 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - [PDF]
Dagbókarnúmer 2572 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Logos slf, lögmannsþjónusta - [PDF]
Dagbókarnúmer 2822 - Komudagur: 2011-05-27 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (álit f. evrn. frá des. 2009 eftir JKS) - [PDF]

Þingmál A784 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1388 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-17 15:06:24 - [HTML]
128. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-17 15:14:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2898 - Komudagur: 2011-06-08 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2990 - Komudagur: 2011-07-29 - Sendandi: Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 2993 - Komudagur: 2011-07-01 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús - [PDF]
Dagbókarnúmer 2995 - Komudagur: 2011-07-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3006 - Komudagur: 2011-08-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3011 - Komudagur: 2011-08-17 - Sendandi: Gigtarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3031 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (ums. um drög að skýrslu frá nóv. 2010) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3067 - Komudagur: 2011-08-30 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (greiðsluþátttaka í lyfjakostnaði) - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1612 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-03 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1634 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1643 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
143. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 16:38:28 - [HTML]
143. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 18:13:40 - [HTML]
143. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-06-07 21:16:02 - [HTML]
158. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-06 14:03:55 - [HTML]
159. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-09-07 12:12:51 - [HTML]
159. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 12:25:45 - [HTML]
159. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 12:30:19 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 20:47:56 - [HTML]
159. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-07 21:37:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2435 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2789 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-16 20:06:13 - [HTML]

Þingmál A792 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1417 (álit) útbýtt þann 2011-05-12 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A823 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-20 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-18 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-05-19 12:44:18 - [HTML]
130. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-19 12:56:30 - [HTML]
148. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-10 11:53:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2737 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Samtök fjárfesta - [PDF]
Dagbókarnúmer 2744 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2759 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1709 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 12:38:01 - [HTML]
135. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-05-30 15:49:52 - [HTML]
135. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-05-30 16:25:45 - [HTML]
135. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-30 16:58:07 - [HTML]
135. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 17:19:46 - [HTML]
135. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 17:23:24 - [HTML]
135. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 17:25:49 - [HTML]
135. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 19:20:21 - [HTML]
135. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-05-30 22:04:46 - [HTML]
138. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 15:33:11 - [HTML]
138. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 15:34:59 - [HTML]
138. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-31 15:38:28 - [HTML]
138. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-05-31 21:13:55 - [HTML]
139. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 15:27:29 - [HTML]
139. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 18:22:34 - [HTML]
139. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-06-01 20:51:57 - [HTML]
139. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-02 01:33:35 - [HTML]
139. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-02 01:40:54 - [HTML]
150. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 23:17:15 - [HTML]
151. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-11 11:31:34 - [HTML]
151. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-11 12:43:49 - [HTML]
154. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-06-11 19:25:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2873 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (LÍÚ, SF og SA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2881 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Kristinn H. Gunnarsson o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2894 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (v. ums. HÁG) - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
140. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-06-03 10:32:14 - [HTML]
140. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2011-06-03 14:34:09 - [HTML]
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-03 17:50:59 - [HTML]
140. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-06-03 18:26:22 - [HTML]
141. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-06 11:46:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3014 - Komudagur: 2011-08-18 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 3024 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 3027 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3028 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Frjálslyndi flokkurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3029 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3052 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Arion banki hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3053 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál - Betra kerfi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3096 - Komudagur: 2011-09-29 - Sendandi: Lilja Rafney Magnúsdóttir form. sjávarútv.- og landbún.nefndar - Skýring: (afrit af bréfi til sjávarútv.- og landbún.ráðherr - [PDF]

Þingmál A828 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1553 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-27 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-09 19:17:43 - [HTML]

Þingmál A834 (skuldalækkun og ábyrgð á húsnæðislánum)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-08 15:19:53 - [HTML]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3044 - Komudagur: 2011-08-22 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 3049 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál - Betra kerfi - [PDF]

Þingmál A876 (staða lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1931 (svar) útbýtt þann 2011-09-16 18:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A880 (samkeppni á ljósleiðaramarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (svar) útbýtt þann 2011-09-12 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A881 (framtíðarstefna í sjávarútvegsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1670 (þáltill.) útbýtt þann 2011-06-07 21:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A891 (prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-15 11:23:03 - [HTML]

Þingmál A895 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3081 - Komudagur: 2011-09-07 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A898 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-09-05 11:46:59 - [HTML]
157. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-05 15:04:16 - [HTML]

Þingmál B14 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
3. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-04 21:05:55 - [HTML]

Þingmál B32 (sértæk skuldaaðlögun)

Þingræður:
5. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-10-06 14:11:37 - [HTML]
5. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-10-06 14:15:52 - [HTML]

Þingmál B39 (skattstefna ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
5. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-10-06 16:22:18 - [HTML]

Þingmál B89 (frestur til að skila erindum til fjárlaganefndar)

Þingræður:
10. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-10-14 11:12:45 - [HTML]
10. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-10-14 11:13:54 - [HTML]

Þingmál B119 (fjárhagsstaða sveitarfélaganna)

Þingræður:
15. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-10-19 16:33:37 - [HTML]

Þingmál B126 (niðurskurður í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
16. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-10-20 14:56:43 - [HTML]

Þingmál B132 (Bankasýslan)

Þingræður:
17. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-10-21 10:38:24 - [HTML]

Þingmál B141 (áform um breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni)

Þingræður:
17. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-10-21 12:00:46 - [HTML]

Þingmál B142 (flutningur á málefnum fatlaðra)

Þingræður:
17. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-21 12:11:30 - [HTML]
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-21 12:16:33 - [HTML]
17. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2010-10-21 12:21:51 - [HTML]
17. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2010-10-21 12:28:26 - [HTML]
17. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2010-10-21 12:30:42 - [HTML]
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-21 12:37:15 - [HTML]

Þingmál B175 (bygging nýs fangelsis)

Þingræður:
22. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-11-08 15:26:03 - [HTML]

Þingmál B180 (Bankasýslan og Vestia-málið)

Þingræður:
22. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-11-08 16:12:47 - [HTML]

Þingmál B183 (áframhaldandi samstarf við AGS -- gagnaver -- kostnaður við þjóðfund o.fl.)

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-11-09 14:05:19 - [HTML]

Þingmál B192 (staða viðræðna Íslands við ESB)

Þingræður:
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-10 14:44:41 - [HTML]

Þingmál B232 (safnliðir á fjárlögum -- vinnulag í nefndum -- ESB -- Icesave o.fl.)

Þingræður:
30. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-11-17 14:32:10 - [HTML]

Þingmál B284 (kosning til stjórnlagaþings -- fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna)

Þingræður:
35. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-11-25 11:11:54 - [HTML]
35. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-11-25 11:13:40 - [HTML]

Þingmál B412 (lausn á skuldavanda lítilla fyrirtækja)

Þingræður:
51. þingfundur - Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson - Ræða hófst: 2010-12-17 10:50:35 - [HTML]

Þingmál B482 (Vestia-málið)

Þingræður:
61. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-01-19 17:24:49 - [HTML]

Þingmál B520 (framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra)

Þingræður:
66. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-01-27 12:38:41 - [HTML]

Þingmál B591 (orð þingmanns í umræðu um störf þingsins)

Þingræður:
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-15 14:41:44 - [HTML]

Þingmál B648 (veggjöld og samgönguframkvæmdir)

Þingræður:
77. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-02-23 15:14:28 - [HTML]

Þingmál B694 (umræður um störf þingsins)

Þingræður:
83. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-03-01 14:34:56 - [HTML]

Þingmál B816 (úrskurður kærunefndar jafnréttismála, nr. 3/2010, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
99. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-24 12:22:53 - [HTML]

Þingmál B950 (samgöngumál -- verklag í nefndum -- ríkisfjármál)

Þingræður:
117. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-05-04 14:11:39 - [HTML]

Þingmál B955 (breytingar á lögum um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
114. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-05-02 15:30:54 - [HTML]

Þingmál B1116 (aðild Íslands að NATO -- efnahagsmál -- Evrópusambandið o.fl.)

Þingræður:
136. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-05-31 10:48:28 - [HTML]

Þingmál B1179 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
145. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-06-08 21:10:50 - [HTML]
145. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-06-08 21:31:34 - [HTML]

Þingmál B1207 (áhrif frumvarps um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
147. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-09 14:23:23 - [HTML]

Þingmál B1253 (staðan í efnahags- og atvinnumálum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
156. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-02 12:10:10 - [HTML]

Þingmál B1322 (framhald þingfundar)

Þingræður:
161. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-09-12 20:17:08 - [HTML]

Þingmál B1332 (uppgjör fyrirtækja í erlendri mynt -- Kvikmyndaskóli Íslands -- HS Orka o.fl.)

Þingræður:
163. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-09-14 10:36:32 - [HTML]
163. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-14 10:38:49 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-28 18:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 19:09:59 - [HTML]
28. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-11-29 21:46:33 - [HTML]
32. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-06 12:41:43 - [HTML]
32. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-06 14:55:35 - [HTML]
32. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-12-06 16:11:35 - [HTML]
32. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-12-06 18:14:40 - [HTML]
32. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2011-12-06 19:57:00 - [HTML]
33. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-12-07 16:57:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2011-11-19 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Árni Þormóðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Samtökin 78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Þórarinn Lárusson og Árni Björn Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður - [PDF]

Þingmál A4 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-05 15:52:08 - [HTML]
43. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-17 17:16:44 - [HTML]
43. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-17 17:41:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Guðmundur Pálsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 993 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-14 18:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-15 11:32:16 - [HTML]
74. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-03-15 13:43:17 - [HTML]
74. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-03-15 14:03:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 140 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins - [PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 24 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Samtök lánþega - [PDF]
Dagbókarnúmer 26 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 33 - Komudagur: 2011-11-07 - Sendandi: Gunnlaugur Kristinsson, endurskoðandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A10 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A16 (leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-17 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Hagar hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Rolf Johansen hf. - [PDF]

Þingmál A24 (hitaeiningamerkingar á skyndibita)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: KFC ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Dominos pizza á Íslandi - [PDF]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2011-11-28 22:00:16 - [HTML]

Þingmál A34 (reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 327 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A38 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2011-11-23 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A41 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1232 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-04-25 18:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: Samtök lánþega - [PDF]

Þingmál A42 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-12 16:23:19 - [HTML]

Þingmál A57 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 17:24:07 - [HTML]

Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A62 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-17 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 16:06:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2011-11-24 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A66 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-11-01 17:53:11 - [HTML]

Þingmál A68 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-01 14:12:05 - [HTML]
65. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-01 14:48:43 - [HTML]

Þingmál A85 (hafnir)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-01 17:54:46 - [HTML]

Þingmál A88 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-02 18:47:47 - [HTML]

Þingmál A97 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-13 14:57:20 - [HTML]
20. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-11-10 15:33:28 - [HTML]

Þingmál A104 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-12 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-10-19 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-17 16:16:02 - [HTML]
13. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 12:14:03 - [HTML]

Þingmál A108 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2611 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A109 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-03 16:14:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A112 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1634 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A113 (greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-03-15 16:03:02 - [HTML]

Þingmál A120 (heilbrigðisþjónusta í heimabyggð)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-02-28 17:28:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1933 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]

Þingmál A124 (ólöglegt niðurhal)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-11-28 18:10:01 - [HTML]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 15:23:52 - [HTML]
15. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 15:43:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A141 (svört atvinnustarfsemi og umfang skattsvika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (svar) útbýtt þann 2011-11-14 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A142 (aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-08 15:17:25 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-11-08 18:48:35 - [HTML]

Þingmál A156 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Kennarasamband Íslands, Skólastjórafél. Íslands og Félag grunnsk.k - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A170 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A192 (fólksflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: LOGOS lögmannsþjónusta - [PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 12:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 512 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-12 22:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-11-03 13:53:13 - [HTML]
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-03 14:54:11 - [HTML]
37. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-12-15 15:15:34 - [HTML]
37. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-12-15 16:53:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 305 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 362 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-12 22:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-12-13 20:46:32 - [HTML]
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-13 21:14:39 - [HTML]
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-13 21:31:42 - [HTML]
36. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-14 12:04:16 - [HTML]
36. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 12:46:51 - [HTML]
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 12:56:02 - [HTML]
36. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-12-14 20:29:01 - [HTML]
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-12-14 22:44:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 143 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Kauphöll Íslands, OMX Nordic Exchange - [PDF]
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Biskupsstofa, kirkjuráð - [PDF]

Þingmál A216 (jöfnun kostnaðar við húshitun)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-14 17:18:06 - [HTML]

Þingmál A220 (tímasett áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1908 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hjúkrunar og ljósmæðraráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1909 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, stjórn læknaráðs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2012-05-02 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A233 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-03 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 650 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A256 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-09 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1244 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-30 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1405 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-24 10:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-02 14:56:23 - [HTML]
30. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-12-02 15:19:17 - [HTML]
97. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-05-10 11:16:08 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 13:31:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2011-12-06 - Sendandi: Gigtarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 706 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: SÍBS Samband ísl. berkla- og brjósth.sjúkl. - [PDF]

Þingmál A260 (íslenskir námsmenn í Svíþjóð og bætur almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (svar) útbýtt þann 2011-12-06 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (heildstæð orkustefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-14 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 14:32:40 - [HTML]
56. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 14:37:50 - [HTML]

Þingmál A267 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 15:18:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]

Þingmál A269 (vörumerki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Félag umboðsmanna vörmerkja og einkaleyfa - Skýring: (viðbótar athugas.) - [PDF]

Þingmál A273 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-02-02 14:38:41 - [HTML]

Þingmál A285 (ferðasjóður Íþróttasambands Íslands)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-16 19:34:08 - [HTML]

Þingmál A288 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 18:20:34 - [HTML]
110. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 16:19:24 - [HTML]

Þingmál A293 (tannskemmdir hjá börnum og unglingum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-01-30 17:55:29 - [HTML]

Þingmál A306 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-02 14:50:12 - [HTML]

Þingmál A307 (málefni aldraðra, heilbrigðisþjónusta, almannatryggingar og kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2012-02-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-16 11:39:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A317 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-08 11:15:38 - [HTML]

Þingmál A318 (Landsvirkjun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-30 19:32:22 - [HTML]
29. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-30 19:34:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A319 (fagleg úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, geðsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2012-03-07 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús - [PDF]

Þingmál A321 (staða barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2012-03-28 10:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (lækkun fasteignaskulda hjá Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-30 18:26:29 - [HTML]
50. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-30 18:37:44 - [HTML]

Þingmál A341 (fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-02 11:22:15 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-02-02 11:38:26 - [HTML]
53. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-02-02 11:50:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A343 (fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1242 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A344 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1343 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1451 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-05 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1500 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 14:53:48 - [HTML]

Þingmál A352 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A355 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-12-15 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A358 (endurskoðun laga og reglugerða um kaup erlendra aðila á jörðum á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (þáltill.) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-14 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 01:03:05 - [HTML]
39. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-12-17 12:23:32 - [HTML]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: Fjarskipti ehf. (Vodafone) - [PDF]

Þingmál A364 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 18:19:23 - [HTML]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 832 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-25 17:05:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1197 - Komudagur: 2012-02-28 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2012-03-27 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A368 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A369 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 2012-01-23 - Sendandi: Kauphöll Íslands, OMX Nordic Exchange - [PDF]

Þingmál A371 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-08 17:10:03 - [HTML]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-01-24 15:44:34 - [HTML]
106. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-24 22:54:30 - [HTML]
109. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-05-30 15:10:32 - [HTML]

Þingmál A375 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1168 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 18:07:58 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-01-24 18:23:19 - [HTML]
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 21:17:10 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 21:10:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (viðbótar athugasemd) - [PDF]

Þingmál A377 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-12-02 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-14 21:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 00:47:13 - [HTML]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A389 (aðgangur almennings að hljóðupptökum Blindrabókasafns Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2012-04-25 - Sendandi: Hlusta ehf. og Lestu ehf. - [PDF]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1629 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-06-19 13:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1224 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og fleiri - Skýring: (SA,SI,SVÞ,SAF,LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Morten Lange - [PDF]
Dagbókarnúmer 1335 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1630 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-06-19 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2012-01-19 12:08:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1115 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og fleiri - Skýring: (SI, SVÞ, SAF, LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Morten Lange - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1351 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1362 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1448 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]

Þingmál A395 (ábending Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og utanumhald rammasamninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 901 - Komudagur: 2011-12-14 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - Skýring: (ábending frá Ríkisendurskoðun) - [PDF]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (þáltill.) útbýtt þann 2011-12-16 00:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 910 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-29 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 912 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-29 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 14:51:42 - [HTML]
46. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 15:44:46 - [HTML]
46. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 20:21:57 - [HTML]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1353 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-01-17 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1341 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-05-21 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1496 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-06-11 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-11 11:09:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 969 - Komudagur: 2012-02-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2012-02-17 - Sendandi: Akureyrarbær, félagsmálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A462 (greiðslur samkvæmt starfslokasamningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (svar) útbýtt þann 2012-02-28 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Listaháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir og fleiri - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A482 (álögur á eldsneyti)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-02-27 17:15:43 - [HTML]

Þingmál A490 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-28 15:08:54 - [HTML]

Þingmál A493 (rannsókn á einkavæðingu banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-02 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (frekari aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2012-04-16 16:13:55 - [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-15 17:05:02 - [HTML]
57. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-15 17:14:58 - [HTML]
57. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-15 17:24:29 - [HTML]
57. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-15 17:44:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Siðmennt - [PDF]
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2012-03-22 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía - [PDF]
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2012-03-24 - Sendandi: Dögg Harðardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2012-03-25 - Sendandi: Baháí samfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1636 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Samfylkingin - [PDF]

Þingmál A510 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2649 - Komudagur: 2012-05-29 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]

Þingmál A511 (framkvæmd samgönguáætlunar 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2011--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-16 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (svar) útbýtt þann 2012-03-21 18:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (ÖSE-þingið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A547 (starfsmannastefna ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (svar) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (starfsmannastefna ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (svar) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (starfsmannastefna ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (svar) útbýtt þann 2012-05-11 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A554 (starfsmannastefna ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 983 (svar) útbýtt þann 2012-03-15 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (málefni innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1591 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A580 (almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 2012-04-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (erlend lán hjá Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2012-03-01 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-16 16:18:47 - [HTML]
83. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-04-16 16:22:03 - [HTML]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-30 15:19:49 - [HTML]

Þingmál A603 (fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 fram til ársloka 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1854 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A625 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-14 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (útgjaldaáhrif reglugerða á sviði almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (svar) útbýtt þann 2012-05-03 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (sóknaráætlunin Ísland 2020 og staða verkefna á ábyrgðarsviði ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (svar) útbýtt þann 2012-04-26 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A633 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1421 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-29 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-24 22:02:30 - [HTML]
110. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 14:21:49 - [HTML]
111. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-06-01 11:58:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2650 - Komudagur: 2012-05-29 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1110 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-03-29 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-03-27 15:11:59 - [HTML]
77. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 20:38:23 - [HTML]
77. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 20:51:54 - [HTML]
77. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 23:50:49 - [HTML]
80. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-03-29 15:49:44 - [HTML]
80. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-03-29 16:29:46 - [HTML]
80. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-03-29 17:06:59 - [HTML]
80. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-03-29 19:16:53 - [HTML]
80. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-03-29 20:09:38 - [HTML]
100. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-16 20:02:56 - [HTML]
100. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-16 20:53:11 - [HTML]
101. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 11:27:48 - [HTML]
101. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 11:29:10 - [HTML]
101. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-18 20:00:30 - [HTML]
101. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 20:16:50 - [HTML]
101. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 20:19:04 - [HTML]
101. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 20:42:30 - [HTML]
101. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 21:42:57 - [HTML]
101. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 22:58:24 - [HTML]
101. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 23:03:11 - [HTML]
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-05-19 11:28:50 - [HTML]
102. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 11:46:05 - [HTML]
102. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 12:45:51 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 14:51:00 - [HTML]
105. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-22 15:52:19 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-22 15:57:34 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Bjarnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-05-24 12:42:24 - [HTML]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1228 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-04-24 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-03-28 17:32:53 - [HTML]
79. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-03-28 20:26:00 - [HTML]
79. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-28 22:59:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2012-04-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1892 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál, Kristinn H. Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1941 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1976 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2222 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (lagt fram á fundi - um 657. og 658. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2516 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Kristinn H. Gunnarsson - Skýring: (svör við spurn.) - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1436 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-01 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 17:02:29 - [HTML]
112. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-06-04 20:44:28 - [HTML]
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-04 21:29:56 - [HTML]
112. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-04 21:43:56 - [HTML]
112. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-04 22:25:38 - [HTML]
112. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-04 23:31:39 - [HTML]
112. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-04 23:33:47 - [HTML]
112. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-04 23:43:32 - [HTML]
113. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-05 14:33:41 - [HTML]
113. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-05 16:27:05 - [HTML]
113. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-05 17:32:29 - [HTML]
113. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-05 22:55:03 - [HTML]
113. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2012-06-05 22:59:41 - [HTML]
114. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 19:12:08 - [HTML]
114. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-06-06 23:57:26 - [HTML]
115. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-07 15:16:57 - [HTML]
115. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 17:22:25 - [HTML]
116. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-08 16:11:51 - [HTML]
116. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-08 23:24:50 - [HTML]
116. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-06-09 00:20:30 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-06-18 17:26:08 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 20:31:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1737 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1804 - Komudagur: 2012-04-18 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður, Ráðhúsinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál, Kristinn H. Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1995 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson - [PDF]

Þingmál A664 (greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-28 20:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (framkvæmd skólastarfs í leikskólum skólaárin 2008--2009, 2009--2010 og 2010--2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-28 10:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Félag löglærðra aðstoðarmanna dómara - [PDF]

Þingmál A684 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2535 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - [PDF]

Þingmál A691 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1123 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A698 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-03-30 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2663 - Komudagur: 2012-05-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-30 11:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-30 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-17 14:19:05 - [HTML]
84. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 14:42:57 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 14:44:28 - [HTML]
84. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 14:45:46 - [HTML]
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-17 16:35:42 - [HTML]
93. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-02 16:17:13 - [HTML]
94. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-05-03 15:33:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A703 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2219 - Komudagur: 2012-05-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (almenn eigendastefna) - [PDF]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2498 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Útlán - [PDF]

Þingmál A705 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-03-30 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 21:43:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar) - [PDF]

Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-06-14 17:33:46 - [HTML]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Huld Aðalbjarnardóttir - Ræða hófst: 2012-04-20 15:17:47 - [HTML]
86. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-20 15:27:01 - [HTML]
86. þingfundur - Huld Aðalbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-20 15:29:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2127 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Framtíðarlandið - Skýring: (um Gjástykki og Eldvörp) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Sveinn Traustason - [PDF]
Dagbókarnúmer 2466 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Skaftárhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2473 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2012-05-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A733 (ökutækjatrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2237 - Komudagur: 2012-05-09 - Sendandi: Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi og Samtök fjármálafyrirtæ - Skýring: (sameiginl. umsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2634 - Komudagur: 2012-05-24 - Sendandi: Landssamband ísl. vélsleðamanna og Mótorhj.- og snjósl.sambandi Ís - Skýring: (sameiginleg umsögn - [PDF]

Þingmál A734 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-11 17:29:40 - [HTML]
120. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-06-13 17:28:01 - [HTML]
120. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-13 18:10:47 - [HTML]
121. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-14 14:40:54 - [HTML]
122. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-15 14:00:26 - [HTML]

Þingmál A735 (atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1509 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-19 11:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1533 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-12 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-04 15:10:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2469 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar - [PDF]

Þingmál A738 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-25 19:01:12 - [HTML]

Þingmál A739 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-04-25 16:37:10 - [HTML]
88. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-04-25 17:24:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2752 - Komudagur: 2012-08-02 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A745 (jöfnun húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar á raforku á landsvísu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (þáltill.) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 11:11:48 - [HTML]
90. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-04-27 14:02:47 - [HTML]
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-04-27 15:26:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2351 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2361 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Þorbjörn Brodddason prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 2410 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2429 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Fjarskipti ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2522 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-12 22:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 17:35:29 - [HTML]

Þingmál A752 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-22 17:51:09 - [HTML]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A765 (vinnustaðanámssjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2615 - Komudagur: 2012-05-23 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 2629 - Komudagur: 2012-05-24 - Sendandi: Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-05-21 17:07:44 - [HTML]
104. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-05-21 17:30:17 - [HTML]

Þingmál A787 (húsnæðismál námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1709 (svar) útbýtt þann 2012-09-10 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A815 (lagning heilsársvegar í Árneshrepp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1417 (þáltill.) útbýtt þann 2012-05-25 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A816 (framkvæmd samgönguáætlunar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-05-30 12:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1490 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-06-11 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A827 (jöfnun lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1518 (frumvarp) útbýtt þann 2012-06-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A852 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-06-19 17:11:26 - [HTML]

Þingmál A856 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1634 (frumvarp) útbýtt þann 2012-06-19 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B24 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-03 21:25:44 - [HTML]

Þingmál B74 (skuldaúrvinnsla lánastofnana -- tjón af manngerðum jarðskjálftum -- aðgerðir í efnahagsmálum o.fl.)

Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-10-19 15:13:17 - [HTML]

Þingmál B202 (samningar um sölu Byrs)

Þingræður:
24. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-11-16 16:18:02 - [HTML]

Þingmál B242 (þriðja skýrsla eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun)

Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-11-30 18:48:40 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-11-30 18:57:43 - [HTML]

Þingmál B382 (störf og stefna ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-16 15:14:36 - [HTML]
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-16 17:02:25 - [HTML]

Þingmál B418 (staða dýralæknisþjónustu um land allt)

Þingræður:
45. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-01-19 13:51:00 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-01-19 13:57:28 - [HTML]

Þingmál B439 (styrkir frá ESB)

Þingræður:
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-24 13:58:27 - [HTML]

Þingmál B478 (stuðningur við afreksfólk í íþróttum)

Þingræður:
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-30 15:15:09 - [HTML]

Þingmál B502 (atvinnustefna ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
54. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-03 13:49:27 - [HTML]

Þingmál B553 (dómur Hæstaréttar um gjaldeyrislán, munnleg skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-02-16 11:43:12 - [HTML]
58. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-02-16 12:10:23 - [HTML]
58. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-16 12:58:29 - [HTML]

Þingmál B565 (starfsumhverfi sjávarútvegsins)

Þingræður:
59. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-21 14:25:14 - [HTML]
59. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-21 14:35:02 - [HTML]

Þingmál B591 (skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans um afföll íbúðarlána og kostnað við niðurfærslu lána, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
61. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-23 16:15:40 - [HTML]

Þingmál B692 (umræður um störf þingsins 14. mars)

Þingræður:
73. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-03-14 15:02:35 - [HTML]

Þingmál B759 (veiðigjöld)

Þingræður:
80. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-03-29 10:43:36 - [HTML]

Þingmál B797 (stjórnsýsluhindranir á Norðurlöndum, munnleg skýrsla ráðherra norrænna samstarfsmála)

Þingræður:
86. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-20 11:37:56 - [HTML]
86. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-04-20 12:17:44 - [HTML]

Þingmál B828 (mælendaskrá í óundirbúnum fyrirspurnum)

Þingræður:
87. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2012-04-24 14:05:23 - [HTML]

Þingmál B831 (umræður um störf þingsins 25. apríl)

Þingræður:
88. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-04-25 15:03:07 - [HTML]

Þingmál B927 (umræður um störf þingsins 11. maí)

Þingræður:
98. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-11 10:41:19 - [HTML]

Þingmál B1025 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
108. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-05-29 21:29:46 - [HTML]

Þingmál B1052 (eigendastefna Landsbankans)

Þingræður:
111. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-06-01 10:47:32 - [HTML]

Þingmál B1067 (frumvörp um sjávarútvegsmál)

Þingræður:
112. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-04 10:49:08 - [HTML]

Þingmál B1069 (ákvörðun LÍÚ um hlé á veiðum)

Þingræður:
112. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-04 11:03:43 - [HTML]

Þingmál B1077 (umræður um störf þingsins 5. júní)

Þingræður:
113. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-06-05 10:31:52 - [HTML]

Þingmál B1078 (skert þjónusta við landsbyggðina)

Þingræður:
113. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-06-05 14:16:25 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-11 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 693 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-12 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-13 10:42:30 - [HTML]
3. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-09-13 13:32:23 - [HTML]
3. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-13 13:50:07 - [HTML]
4. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 11:13:33 - [HTML]
4. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 11:33:14 - [HTML]
4. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 17:06:06 - [HTML]
4. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 17:31:17 - [HTML]
43. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-30 14:15:50 - [HTML]
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-11-30 16:01:02 - [HTML]
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 17:21:25 - [HTML]
43. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-30 20:51:14 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 21:11:48 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-12-03 20:08:21 - [HTML]
46. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-04 19:30:55 - [HTML]
55. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-18 12:07:48 - [HTML]
55. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-12-18 16:24:30 - [HTML]
57. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-12-19 17:13:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: ADHD samtökin - [PDF]

Þingmál A3 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Suðurorka ehf - [PDF]

Þingmál A4 (frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-20 13:54:00 - [HTML]
7. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-20 14:21:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A5 (almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-20 14:51:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 82 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A9 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2012-11-01 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A13 (malbikun bílastæða við Reykjavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-08 16:42:13 - [HTML]
14. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2012-10-08 16:45:27 - [HTML]

Þingmál A14 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A27 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-14 18:22:17 - [HTML]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A49 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 907 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A50 (rannsókn á einkavæðingu banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Lúðvík Geirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-11-06 15:15:14 - [HTML]

Þingmál A51 (bætt skattskil)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (kennitöluflakk) - [PDF]

Þingmál A58 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 12:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A60 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2012-10-11 16:14:09 - [HTML]

Þingmál A63 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-10-17 17:14:08 - [HTML]
20. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-17 17:20:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2012-10-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 98 - Komudagur: 2012-10-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A80 (málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-01-22 17:01:58 - [HTML]

Þingmál A81 (jöfnun húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar á raforku á landsvísu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-13 16:00:50 - [HTML]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-19 16:58:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2012-10-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA, SI og SVÞ - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2012-10-18 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfj. og Kópavogssv. - [PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2012-10-29 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 17:17:23 - [HTML]
51. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-12 17:54:47 - [HTML]
54. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 15:46:06 - [HTML]

Þingmál A101 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-19 21:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A103 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2012-10-11 - Sendandi: Motus kröfuþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A108 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-18 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi) - [PDF]

Þingmál A121 (stuðningur við íslenska tónlist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-19 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 13:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Ferðamálastofa - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-05 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 659 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-05 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-27 16:15:17 - [HTML]
67. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:35:18 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:58:37 - [HTML]
74. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-29 15:14:21 - [HTML]
74. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-29 15:30:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2012-11-01 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 332 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Sálarrannsóknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2012-11-30 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Pétur Pétursson og Bjarni Randver Sigurvinsson - [PDF]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (húsakostur Listaháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-10-22 16:55:15 - [HTML]

Þingmál A151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 723 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-14 17:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 836 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-22 00:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 870 (lög í heild) útbýtt þann 2012-12-22 01:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-25 17:19:40 - [HTML]
10. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-09-25 17:36:09 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-20 18:43:08 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-20 18:59:38 - [HTML]
59. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 20:16:18 - [HTML]
59. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-12-20 20:54:34 - [HTML]
60. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-21 10:32:41 - [HTML]
60. þingfundur - Lúðvík Geirsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-21 10:45:00 - [HTML]
60. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-21 10:47:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 258 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A152 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-09-25 16:33:50 - [HTML]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A156 (skólatannlækningar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-22 16:20:51 - [HTML]

Þingmál A162 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-28 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-16 15:24:33 - [HTML]
74. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-29 16:31:12 - [HTML]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 341 - Komudagur: 2012-11-04 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-27 17:30:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A184 (dómarar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-11-05 16:52:43 - [HTML]
29. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-11-05 16:56:03 - [HTML]
29. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-11-05 17:01:07 - [HTML]
29. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-11-05 17:03:20 - [HTML]

Þingmál A191 (lagning heilsársvegar í Árneshrepp)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-16 19:15:33 - [HTML]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1040 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-20 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1079 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-05 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1119 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-05 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1236 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-13 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-10 16:32:39 - [HTML]
85. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-21 11:35:48 - [HTML]
85. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-21 11:56:26 - [HTML]
85. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-21 12:03:35 - [HTML]
85. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-02-21 14:09:02 - [HTML]
85. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-02-21 14:45:27 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-21 15:07:35 - [HTML]
87. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-25 16:30:39 - [HTML]
87. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-02-25 17:36:56 - [HTML]
87. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-25 21:30:06 - [HTML]
99. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-12 12:24:23 - [HTML]
99. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 14:48:38 - [HTML]
99. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-03-12 16:42:14 - [HTML]
99. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 16:54:13 - [HTML]
99. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-12 17:34:57 - [HTML]
99. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 18:05:05 - [HTML]
99. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 18:07:32 - [HTML]
99. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 18:09:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 173 - Komudagur: 2012-10-20 - Sendandi: Tunnan prentþjónusta ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 445 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum - Skýring: (lagt fram á fundi am.) - [PDF]

Þingmál A196 (menningarstefna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 550 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Menningarráð Vesturlands - [PDF]

Þingmál A198 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-10-11 14:47:53 - [HTML]

Þingmál A199 (sviðslistalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 202 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Leiklistarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Fagfélög sviðslistamanna - Skýring: (FÍL,FÍLD,FLH,FLÍ,SL) - [PDF]

Þingmál A206 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-14 17:51:36 - [HTML]
34. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-14 18:18:03 - [HTML]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 710 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-13 17:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]

Þingmál A219 (strandveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-22 18:04:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1531 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-21 15:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 336 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Útlán - Samtök fjárm.fyrirtækja án umsýslu fjárm. - [PDF]
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Creditinfo - Skýring: (sent eftir fund í ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson - Skýring: (viðbótarumsögn v. minnisbl. atv- og nýskrn.) - [PDF]

Þingmál A236 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-16 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A242 (fjárveitingar til menningarverkefna úti á landi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-22 17:11:23 - [HTML]
23. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-22 17:21:37 - [HTML]

Þingmál A245 (þjónustusamningur við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-22 16:43:10 - [HTML]
23. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-22 16:46:17 - [HTML]
23. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-22 16:52:45 - [HTML]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-10-25 14:45:31 - [HTML]
28. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-25 15:02:49 - [HTML]

Þingmál A265 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (háhraðatengingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2013-01-17 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-19 22:28:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 15:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1143 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Landssamband kúabænda - [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1115 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A291 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2012-12-19 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (heildarendursk. á reglum Jöfnunarsj. sveitarfélag - [PDF]

Þingmál A294 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-01-24 13:59:52 - [HTML]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-26 19:36:11 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-03-26 20:02:14 - [HTML]

Þingmál A335 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A371 (verð og álagning á efni til raforkuflutnings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-05 17:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:23:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2012-12-02 - Sendandi: Gunnar Briem - [PDF]
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1112 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 20:39:08 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-30 16:25:43 - [HTML]
76. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2013-01-31 11:47:12 - [HTML]
76. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 14:27:31 - [HTML]
76. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2013-01-31 16:50:20 - [HTML]
80. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-13 21:55:57 - [HTML]
80. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-13 22:01:05 - [HTML]
89. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 11:37:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 35. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og form. Samtaka um líkamsvirðin - Skýring: (um jafnræði) - [PDF]
Dagbókarnúmer 757 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir - Skýring: (punktar v. fundar með am.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Daníel Þórarinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Arnór Snæbjörnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Dr. Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 940 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Ingibjörg Norðdahl - [PDF]
Dagbókarnúmer 990 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Elva Björk Ágústsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1016 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Skýring: (um 13. og 34. gr., sent til SE og EV) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Gabríela Bryndís Ernudóttir - Skýring: (um 6. gr.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1036 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Ásdís Sigurgestsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1037 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1038 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Petrea Guðný Sigurðardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Ragna Kristmundsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Helga Kristrún Unnarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Eiríkur Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Forsætisnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (aths. við brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-15 18:17:57 - [HTML]
66. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-01-16 18:12:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2013-01-02 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]

Þingmál A422 (opinber innkaup og Ríkiskaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 762 (svar) útbýtt þann 2012-12-19 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Birgir Ármannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-03-14 14:53:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Einar Gunnarsson skógfræðingur - [PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Magnús Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1642 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Félag atvinnurekenda o.fl. - Skýring: (sameiginl. umf. FA,SFÚ,SÍF) - [PDF]

Þingmál A448 (búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-12-08 10:47:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands, bt. formanns - [PDF]

Þingmál A451 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1569 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 818 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-05 22:07:55 - [HTML]
60. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-21 20:21:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1018 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Bílaleigan FairCar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (um till. SAF varðandi vörugjöld) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1417 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1874 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]

Þingmál A470 (velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 18:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Félag íslenskra öldrunarlækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum - [PDF]

Þingmál A473 (vörugjöld og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-12-20 22:40:34 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-12-20 22:48:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1060 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A477 (happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um tjáningar- og upplýsingafrelsi - [PDF]

Þingmál A481 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lánasjóð íslenskra námsmanna, lánshæfi náms og þróun útlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 619 (álit) útbýtt þann 2012-11-30 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A496 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Rannsóknastofnun um barna- og fjölskylduvernd - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A502 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-12 21:46:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2012-12-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A520 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-12-20 15:30:43 - [HTML]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1814 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A548 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (svar) útbýtt þann 2013-02-19 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1123 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-05 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2013-02-11 18:43:30 - [HTML]
78. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-11 19:57:38 - [HTML]
79. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-12 14:40:47 - [HTML]
79. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2013-02-12 15:52:22 - [HTML]
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-12 17:48:06 - [HTML]
79. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-12 18:03:27 - [HTML]
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-12 18:10:09 - [HTML]
79. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2013-02-12 18:12:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2013-02-23 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1739 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda - [PDF]

Þingmál A572 (Vestnorræna ráðið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 970 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A575 (fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-26 23:40:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1901 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: Hafnasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A580 (staða ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A584 (Evrópuráðsþingið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 997 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (sértæk þjálfun, hæfing og lífsgæði einstaklinga með fjölþættar skerðingar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-02-25 16:03:30 - [HTML]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samgönguáætlunar 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-25 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (vörugjald og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-07 20:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1826 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A623 (landsskipulagsstefna 2013--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A626 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2009--2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (Norræna ráðherranefndin 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-09 11:08:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2013-03-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2010 - Komudagur: 2013-03-27 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]

Þingmál A632 (kísilver í landi Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-07 21:13:13 - [HTML]
91. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2013-03-07 21:37:22 - [HTML]
111. þingfundur - Illugi Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-27 01:31:37 - [HTML]
112. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-27 21:58:58 - [HTML]
112. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-03-27 22:00:15 - [HTML]

Þingmál A633 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-03-07 19:15:08 - [HTML]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-03-07 14:42:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2028 - Komudagur: 2013-04-12 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-14 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 18:32:08 - [HTML]
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-18 23:03:50 - [HTML]
107. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-19 14:19:50 - [HTML]
107. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-19 18:01:57 - [HTML]
109. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-22 16:42:59 - [HTML]

Þingmál A651 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-11 12:58:25 - [HTML]

Þingmál A680 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-25 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-26 22:09:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2013-03-16 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A683 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1277 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-16 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-22 13:32:31 - [HTML]
109. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-22 14:24:14 - [HTML]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B10 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-12 19:52:19 - [HTML]
2. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-09-12 21:24:49 - [HTML]

Þingmál B28 (umræður um störf þingsins 19. september)

Þingræður:
6. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-19 15:09:36 - [HTML]

Þingmál B29 (staða atvinnumála)

Þingræður:
6. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-09-19 16:01:51 - [HTML]

Þingmál B142 (umræður um störf þingsins 9. október)

Þingræður:
15. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-10-09 13:34:27 - [HTML]

Þingmál B143 (staða ferðaþjónustunnar)

Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-09 15:17:25 - [HTML]

Þingmál B161 (None)

Þingræður:
17. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-11 10:51:10 - [HTML]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)

Þingræður:
21. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2012-10-18 15:04:11 - [HTML]
21. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2012-10-18 15:42:10 - [HTML]
21. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-10-18 16:06:28 - [HTML]

Þingmál B192 (staða Fjölbrautaskóla Suðurnesja)

Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-22 15:12:13 - [HTML]

Þingmál B205 (niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármál, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
24. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-23 15:01:32 - [HTML]

Þingmál B248 (Fjarskiptasjóður og forgangsverkefni hans)

Þingræður:
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-06 14:39:44 - [HTML]
30. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-11-06 14:53:22 - [HTML]
30. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-11-06 14:55:37 - [HTML]
30. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2012-11-06 15:07:41 - [HTML]

Þingmál B252 (umræður um störf þingsins 7. nóvember)

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-11-07 15:31:15 - [HTML]

Þingmál B280 (umræður um störf þingsins 14. nóvember)

Þingræður:
34. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-11-14 15:16:49 - [HTML]

Þingmál B281 (byggðamál)

Þingræður:
34. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2012-11-14 16:10:52 - [HTML]
34. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-14 16:13:13 - [HTML]

Þingmál B328 (heilsutengd þjónusta)

Þingræður:
40. þingfundur - Guðrún Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-22 10:41:03 - [HTML]

Þingmál B330 (Drómi fjármálafyrirtæki)

Þingræður:
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-11-22 10:52:28 - [HTML]

Þingmál B360 (lögmæti verðtryggingar)

Þingræður:
44. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-03 15:23:11 - [HTML]

Þingmál B616 (undanþága fyrir sorpbrennsluna á Klaustri)

Þingræður:
77. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2013-02-11 15:17:15 - [HTML]

Þingmál B651 (umræður um störf þingsins 15. febrúar)

Þingræður:
82. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-02-15 10:40:59 - [HTML]

Þingmál B667 (umræður um störf þingsins 20. febrúar)

Þingræður:
84. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-02-20 15:21:01 - [HTML]

Þingmál B792 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
102. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-13 20:55:06 - [HTML]
102. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-13 21:36:42 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A1 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-21 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2013-06-11 20:43:32 - [HTML]
11. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-24 15:23:29 - [HTML]

Þingmál A2 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-06-21 14:38:44 - [HTML]

Þingmál A3 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2013-06-19 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2013-06-19 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 147 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-06-11 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 47 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-26 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 49 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-27 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 55 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2013-06-28 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-13 14:06:15 - [HTML]
5. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-06-13 14:34:57 - [HTML]
5. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-13 15:14:12 - [HTML]
15. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-27 11:39:24 - [HTML]
15. þingfundur - Árni Páll Árnason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-06-27 13:31:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2013-06-20 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2013-06-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 59 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Velferðarnefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2013-06-22 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 140 - Komudagur: 2013-06-26 - Sendandi: Félag fasteignasala - Skýring: (afrit af bréfi til velf.ráðherra) - [PDF]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-06-21 17:56:28 - [HTML]
11. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2013-06-24 19:22:25 - [HTML]
12. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-25 14:49:13 - [HTML]

Þingmál A13 (verðtryggð námslán)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-07-01 12:16:31 - [HTML]
17. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-07-01 12:22:18 - [HTML]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-27 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-06-14 14:02:10 - [HTML]
7. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2013-06-18 16:50:36 - [HTML]
16. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-28 14:09:05 - [HTML]
18. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-07-01 17:32:34 - [HTML]
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-07-02 15:29:18 - [HTML]
19. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-02 17:42:30 - [HTML]
19. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-02 17:44:45 - [HTML]
19. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-07-02 19:33:03 - [HTML]
19. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-02 19:51:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 85 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: Sam.ub. með Samtökum fiskv. og SA - [PDF]
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna, Jón Gunnar Björgvinsson - [PDF]

Þingmál A16 (málefni sparisjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (svar) útbýtt þann 2013-09-16 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2013-06-14 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Freyja Haraldsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-07-04 23:34:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A36 (viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-09-18 15:41:28 - [HTML]

Þingmál A40 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (þáltill.) útbýtt þann 2013-09-10 13:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2013-09-25 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2013-09-27 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A44 (hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 18:29:50 - [HTML]

Þingmál A48 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-09-11 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B20 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-10 19:42:28 - [HTML]
2. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-10 21:07:21 - [HTML]

Þingmál B57 (áherslur nýrrar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum)

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-18 14:51:04 - [HTML]

Þingmál B133 (umræður um störf þingsins 26. júní)

Þingræður:
14. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2013-06-26 15:27:04 - [HTML]

Þingmál B176 (kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. nýsamþykktum lögum um breytingu á 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu)

Þingræður:
24. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-07-05 00:59:54 - [HTML]

Þingmál B227 (störf ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-10 14:51:14 - [HTML]

Þingmál B236 (aukið skatteftirlit)

Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-09-11 15:30:21 - [HTML]

Þingmál B271 (eignarréttur lántakenda)

Þingræður:
29. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-09-17 14:48:39 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-09-17 15:04:45 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 363 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-13 11:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-03 12:38:49 - [HTML]
4. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-10-04 13:58:05 - [HTML]
4. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-10-04 14:03:46 - [HTML]
36. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-12-13 16:02:58 - [HTML]
37. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-12-14 12:32:18 - [HTML]
37. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2013-12-14 14:07:56 - [HTML]
37. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-12-14 16:05:30 - [HTML]
38. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-16 15:37:41 - [HTML]
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-12-17 15:01:13 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-17 22:05:33 - [HTML]
40. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-12-18 15:25:56 - [HTML]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-12-19 19:38:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Glitnis - [PDF]
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn SPB, Sparisjóðabanka Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-09 18:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-12-12 15:01:43 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-12 20:32:14 - [HTML]
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-12 20:34:25 - [HTML]
35. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-12-12 22:52:39 - [HTML]
35. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-12 23:26:47 - [HTML]
35. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-13 01:03:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: Samtök sprotafyrirtækja - Skýring: Sameiginl. ub með SA og SI - [PDF]
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2013-12-18 - Sendandi: Bílaleigan FairCar (Summus ehf.) - [PDF]

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 52 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A5 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-04 10:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2013-11-07 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2013-11-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (lagt fram á fundi vf.) - [PDF]

Þingmál A11 (viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-16 17:35:32 - [HTML]
10. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2013-10-16 17:40:25 - [HTML]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 12:49:32 - [HTML]

Þingmál A20 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-03 10:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (mótun viðskiptastefnu Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A58 (upptaka gæðamerkisins ,,broskarlinn")[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A59 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A60 (raflínur í jörð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1104 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Hörður Einarsson, hrl. - [PDF]

Þingmál A62 (skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-08 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 18:51:08 - [HTML]

Þingmál A70 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A72 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2013-11-11 - Sendandi: Hafþór Sævarsson, stjórnarform. Unseen ehf. - [PDF]

Þingmál A78 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (myglusveppur og tjón af völdum hans)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-30 17:06:37 - [HTML]
12. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-30 17:08:38 - [HTML]

Þingmál A119 (bætt ímynd Alþingis á samfélagsmiðlum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-01 12:10:52 - [HTML]

Þingmál A124 (nám erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (svar) útbýtt þann 2013-12-02 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2013-12-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 832 - Komudagur: 2014-01-10 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A149 (undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (svar) útbýtt þann 2013-12-10 16:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A152 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-12 14:58:34 - [HTML]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-05-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1255 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 21:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-12 15:12:02 - [HTML]
20. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-11-12 15:31:21 - [HTML]
20. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-12 16:18:20 - [HTML]
20. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-12 16:23:04 - [HTML]
20. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2013-11-12 16:27:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 480 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Kampi ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Sókn lögmannsstofa fh. Flóka ehf. og Sólbergs ehf. - Skýring: (v. lögfr.álits) - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1207 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1257 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 527 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: HOB-vín ehf., Sigurður Örn Bernhöft - Skýring: (minnisbl. o.fl.) - [PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1077 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-12 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1204 (lög í heild) útbýtt þann 2014-05-16 18:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 633 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2014-01-15 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - Skýring: (kynning) - [PDF]

Þingmál A171 (framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007--2008, 2008--2009 og 2009--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-14 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-01-27 17:21:04 - [HTML]

Þingmál A177 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-18 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A178 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-12-04 16:36:16 - [HTML]
42. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-19 12:34:03 - [HTML]

Þingmál A179 (tollalög og vörugjald)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 17:39:00 - [HTML]

Þingmál A186 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-19 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-20 20:49:59 - [HTML]
26. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-20 20:59:05 - [HTML]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-26 23:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-11 17:16:10 - [HTML]
35. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-12 12:12:19 - [HTML]

Þingmál A205 (tollalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 623 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2014-02-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-12-12 01:01:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A233 (fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 700 - Komudagur: 2013-12-16 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A234 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1144 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-05-14 20:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2014-02-21 - Sendandi: Hafnasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2014-02-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A237 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-01-14 15:53:16 - [HTML]
49. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2014-01-14 16:18:06 - [HTML]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A239 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-01-23 12:33:38 - [HTML]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 946 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Þingeyinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2014-03-10 - Sendandi: Mennta- og menningarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-03-24 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:53:44 - [HTML]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-02 13:32:30 - [HTML]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1021 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A256 (stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-20 10:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-15 16:12:12 - [HTML]
107. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-09 15:07:20 - [HTML]

Þingmál A271 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (frumvarp) útbýtt þann 2014-01-16 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-28 17:17:09 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-28 17:41:40 - [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-29 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-02-13 17:24:12 - [HTML]

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-13 18:15:14 - [HTML]

Þingmál A319 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2014-04-01 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A328 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-20 16:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Snarrótin, samtök - [PDF]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-11 17:57:16 - [HTML]
72. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 18:14:50 - [HTML]
72. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-03-11 19:30:58 - [HTML]
73. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 18:21:34 - [HTML]
75. þingfundur - Helgi Hjörvar - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2014-03-14 01:59:58 - [HTML]
75. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-14 02:17:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A357 (ÖSE-þingið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-27 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A377 (lokafjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-06 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-26 17:42:51 - [HTML]
82. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-26 18:23:23 - [HTML]
82. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-03-26 18:30:11 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:24:35 - [HTML]
118. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-05-16 10:27:00 - [HTML]
118. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-05-16 10:29:47 - [HTML]
119. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 21:10:45 - [HTML]

Þingmál A378 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2014-04-16 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A390 (styrkveitingar til menningarminja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-03-12 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A398 (Norræna ráðherranefndin 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-13 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 19:10:48 - [HTML]
79. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 19:12:59 - [HTML]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af málum tengdum Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-03-31 17:37:32 - [HTML]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 11:59:22 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 12:01:38 - [HTML]
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 12:03:50 - [HTML]
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-10 12:08:19 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 15:22:07 - [HTML]

Þingmál A473 (land sem ríkið leigir sveitarfélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 19:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-03-27 11:06:20 - [HTML]
83. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-27 11:52:46 - [HTML]
83. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-27 11:58:04 - [HTML]
83. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-03-27 12:35:52 - [HTML]

Þingmál A483 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-02 15:38:31 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-02 18:51:35 - [HTML]
90. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-02 19:06:26 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-04-02 19:08:58 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-02 19:40:48 - [HTML]
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-04-02 21:17:39 - [HTML]
108. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 15:40:29 - [HTML]
108. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 15:50:49 - [HTML]
108. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 16:28:55 - [HTML]
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-05-12 16:38:36 - [HTML]
108. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 17:16:44 - [HTML]
109. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 16:31:54 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 16:51:56 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 17:05:27 - [HTML]
109. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-13 17:07:56 - [HTML]
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-05-16 18:57:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2014-04-10 - Sendandi: Allianz - líftryggingafélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2014-04-10 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1598 - Komudagur: 2014-04-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1599 - Komudagur: 2014-04-10 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-07 16:35:29 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 19:06:50 - [HTML]
92. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 16:43:58 - [HTML]
92. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 18:48:54 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 21:04:35 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 21:54:30 - [HTML]
109. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 22:11:39 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 23:22:16 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-15 16:35:40 - [HTML]
116. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-05-15 16:37:30 - [HTML]
118. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-05-16 14:46:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2014-04-22 - Sendandi: Kristján Valdimarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1735 - Komudagur: 2014-05-01 - Sendandi: Kristinn Már Ársælsson - [PDF]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafr. - [PDF]

Þingmál A495 (fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-03-31 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1739 - Komudagur: 2014-05-02 - Sendandi: Eyjafjarðarsveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2014-05-07 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1875 - Komudagur: 2014-05-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2014-05-30 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A510 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 17:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1143 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-05-14 20:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-10 16:05:00 - [HTML]
118. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 18:36:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1756 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagssvið - [PDF]

Þingmál A525 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2014-04-30 15:47:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Fjarðabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2014-05-07 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2014-05-08 - Sendandi: Vestmannaeyjabær, bæjarskrifstofur - [PDF]

Þingmál A575 (framkvæmd samgönguáætlunar 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-04-29 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A585 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-05-06 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (leiðir öryrkja til að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-15 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekjur af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-16 11:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 16:40:42 - [HTML]
124. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-06-18 22:25:03 - [HTML]
124. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 22:30:56 - [HTML]

Þingmál B8 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-02 21:12:08 - [HTML]

Þingmál B101 (formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014, munnleg skýrsla samstarfsráðherra Norðurlanda)

Þingræður:
17. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-06 16:52:46 - [HTML]

Þingmál B117 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-11-07 11:24:30 - [HTML]
18. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2013-11-07 12:13:43 - [HTML]
18. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2013-11-07 13:02:29 - [HTML]
18. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 13:09:45 - [HTML]

Þingmál B162 (umræður um störf þingsins 19. nóvember)

Þingræður:
25. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-11-19 13:32:09 - [HTML]

Þingmál B213 (umræður um störf þingsins 3. desember)

Þingræður:
31. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2013-12-03 13:40:44 - [HTML]

Þingmál B241 (leiðrétting verðtryggðra námslána)

Þingræður:
32. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-12-04 15:10:34 - [HTML]

Þingmál B253 (bætur vegna kynferðisbrota í Landakotsskóla)

Þingræður:
33. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2013-12-10 14:28:54 - [HTML]

Þingmál B259 (umræður um störf þingsins 11. desember)

Þingræður:
34. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-12-11 15:23:19 - [HTML]

Þingmál B281 (málefni Dróma)

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-12-13 10:52:32 - [HTML]

Þingmál B385 (umræður um störf þingsins 21. janúar)

Þingræður:
53. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-01-21 13:39:27 - [HTML]

Þingmál B400 (styrkir til húsafriðunar)

Þingræður:
52. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-01-20 15:19:07 - [HTML]

Þingmál B446 (staðgöngumæðrun, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-29 18:32:52 - [HTML]

Þingmál B565 (dagskrá fundarins og kvöldfundir)

Þingræður:
70. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-02-27 10:32:03 - [HTML]

Þingmál B630 (almannaréttur og gjaldtaka á ferðamannastöðum)

Þingræður:
77. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-19 16:19:51 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-03-19 16:48:49 - [HTML]

Þingmál B653 (umræður um störf þingsins 25. mars)

Þingræður:
80. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-03-25 14:09:22 - [HTML]

Þingmál B677 (skatttekjur af hverjum ferðamanni og þróun rekstrarumhverfis ferðamannaiðnaðarins)

Þingræður:
83. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2014-03-27 14:01:36 - [HTML]

Þingmál B678 (afnám gjaldeyrishafta og samningar við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna)

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-03-27 14:28:34 - [HTML]

Þingmál B690 (húsnæðismál)

Þingræður:
84. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-03-31 16:00:45 - [HTML]

Þingmál B691 (skóli án aðgreiningar)

Þingræður:
84. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-31 16:35:06 - [HTML]

Þingmál B745 (umræður um störf þingsins 8. apríl)

Þingræður:
92. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2014-04-08 14:02:11 - [HTML]

Þingmál B781 (aðgerðir í þágu leigjenda)

Þingræður:
97. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-04-28 15:29:50 - [HTML]

Þingmál B793 (umræður um störf þingsins 29. apríl)

Þingræður:
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-04-29 14:02:39 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 638 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 653 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 655 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 767 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-16 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 769 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-16 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-12 21:05:56 - [HTML]
4. þingfundur - Brynhildur S. Björnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-12 21:07:59 - [HTML]
40. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-03 15:44:10 - [HTML]
40. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-03 16:30:09 - [HTML]
40. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-03 16:32:54 - [HTML]
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-03 16:41:22 - [HTML]
40. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-03 20:13:10 - [HTML]
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 17:24:51 - [HTML]
41. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2014-12-04 17:29:40 - [HTML]
41. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-12-04 21:00:02 - [HTML]
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2014-12-05 13:31:50 - [HTML]
43. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-12-08 11:07:47 - [HTML]
44. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-12-09 14:22:33 - [HTML]
44. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-09 15:03:41 - [HTML]
44. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-09 16:36:14 - [HTML]
44. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2014-12-09 20:41:00 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-12-10 16:44:56 - [HTML]
45. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2014-12-10 21:34:08 - [HTML]
50. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-16 14:17:05 - [HTML]
50. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 14:46:40 - [HTML]
50. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 14:49:21 - [HTML]
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-16 15:39:45 - [HTML]
50. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 17:35:01 - [HTML]
50. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-12-16 21:28:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Borgarfjarðarhreppur - Skýring: , Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 297 - Komudagur: 2014-10-17 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2014-10-17 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 620 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-28 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-16 17:25:10 - [HTML]
6. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-09-16 22:23:16 - [HTML]
46. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 15:10:41 - [HTML]
49. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-12-15 15:06:05 - [HTML]
49. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-12-15 16:12:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2014-10-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-17 18:05:51 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-18 15:33:49 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-18 15:38:19 - [HTML]
46. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2014-12-11 18:18:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 473 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Festa - lífeyrissjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A5 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 465 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-05 15:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2014-09-23 - Sendandi: Hafnasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1335 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-26 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1361 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-29 10:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 14:37:14 - [HTML]
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-09-25 15:01:13 - [HTML]
138. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-29 16:00:11 - [HTML]
138. þingfundur - Eldar Ástþórsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-29 16:07:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2014-10-22 - Sendandi: Íslandsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2015-03-10 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2015-03-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2107 - Komudagur: 2015-05-20 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A12 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 14:03:51 - [HTML]
13. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-09-25 14:17:42 - [HTML]
13. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-25 14:25:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 289 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 322 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A14 (efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-18 17:30:46 - [HTML]

Þingmál A16 (hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-23 16:20:24 - [HTML]
34. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-18 14:48:52 - [HTML]
35. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-11-19 15:40:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2014-10-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-12 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-08 17:42:52 - [HTML]
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-10-08 18:50:27 - [HTML]
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-08 19:24:25 - [HTML]
17. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 14:27:23 - [HTML]
17. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-10-09 14:32:42 - [HTML]
17. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 14:51:43 - [HTML]
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 14:55:30 - [HTML]
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-09 15:07:44 - [HTML]
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 15:29:59 - [HTML]
19. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-15 18:44:52 - [HTML]
22. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 20:11:55 - [HTML]
22. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 20:13:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A19 (bráðaaðgerðir í byggðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 17:08:08 - [HTML]
11. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2014-09-23 17:14:31 - [HTML]
11. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-09-23 18:07:19 - [HTML]
11. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 18:18:48 - [HTML]

Þingmál A28 (jafnt aðgengi að internetinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-24 17:56:27 - [HTML]
12. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 18:12:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2014-10-22 - Sendandi: IMMI, Alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]

Þingmál A29 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 862 - Komudagur: 2014-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2014-12-10 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1114 - Komudagur: 2014-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A31 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2014-11-25 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2014-11-28 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Samiðn,samband iðnfélaga - [PDF]

Þingmál A39 (gerð framkvæmdaáætlunar til langs tíma um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1530 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A41 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-13 14:20:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 674 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Catch the Fire Reykjavík - [PDF]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-04 10:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 14:34:40 - [HTML]
11. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 14:38:50 - [HTML]
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 14:40:45 - [HTML]
46. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 21:51:59 - [HTML]
46. þingfundur - Róbert Marshall (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 21:55:54 - [HTML]

Þingmál A57 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 18:01:42 - [HTML]

Þingmál A74 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 15:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1160 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - Skýring: , v. breyt.till. - [PDF]

Þingmál A101 (athugun á hagkvæmni lestarsamgangna)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-01 10:47:31 - [HTML]

Þingmál A107 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-17 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-09-25 13:45:48 - [HTML]
74. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-02-27 12:09:48 - [HTML]

Þingmál A131 (fulltrúar ríkisins á erlendum vettvangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (svar) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2014-12-12 - Sendandi: Einkaleyfastofan - Skýring: (athugas. við 24. gr. frv. og brtt. á 30. gr.) - [PDF]

Þingmál A157 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A159 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-07 15:26:03 - [HTML]

Þingmál A183 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson - [PDF]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]

Þingmál A207 (úrskurðarnefnd velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 453 - Komudagur: 2014-11-06 - Sendandi: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2014-12-10 - Sendandi: Félagsstofnun stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur - [PDF]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-11-19 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 574 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-25 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-10-15 16:50:06 - [HTML]
19. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-15 17:13:22 - [HTML]
37. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-11-27 18:44:30 - [HTML]
37. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-11-27 18:48:37 - [HTML]

Þingmál A237 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 12:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-03 21:36:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2015-02-07 - Sendandi: Þorsteinn Bergsson - Skýring: og Soffía Ingvarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1314 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur - [PDF]

Þingmál A238 (aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 2015-03-17 - Sendandi: Hjúkrunarráð Sjúkrahússins á Akureyri - [PDF]

Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 370 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-10-21 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-10-14 16:17:27 - [HTML]
22. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 14:16:09 - [HTML]
22. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 14:17:39 - [HTML]
22. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 14:19:12 - [HTML]
22. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-10-21 14:23:36 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-21 15:16:49 - [HTML]
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 16:25:27 - [HTML]
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 16:47:09 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-10-22 15:45:39 - [HTML]
23. þingfundur - Árni Páll Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-10-22 15:49:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2014-10-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A242 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2014-10-31 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-29 17:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Kristján L. Möller (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-05-12 20:17:27 - [HTML]

Þingmál A248 (öldrunarstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (svar) útbýtt þann 2014-11-04 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 815 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-15 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Málbjörg,félag - [PDF]
Dagbókarnúmer 556 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Sjónarhóll - ráðgjafarmiðs ses. - [PDF]
Dagbókarnúmer 580 - Komudagur: 2014-11-13 - Sendandi: Fjóla - félag fólks með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu - [PDF]
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Heyrn ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Endurhæfing - þekkingarsetur - [PDF]
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2014-11-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 706 - Komudagur: 2014-11-25 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Heyrnar-og talmeinastöð Íslands - [PDF]

Þingmál A266 (greiðsluþátttökukerfi í lyfjakostnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-10-16 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 548 (svar) útbýtt þann 2014-11-19 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2015-05-28 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2155 - Komudagur: 2015-05-29 - Sendandi: Landspítali - [PDF]

Þingmál A275 (kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-10-20 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 793 (svar) útbýtt þann 2014-12-16 18:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1226 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-21 18:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-26 18:12:30 - [HTML]
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-26 18:39:37 - [HTML]
112. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-05-26 20:48:43 - [HTML]
112. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-05-26 21:52:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]

Þingmál A319 (haustrall Hafrannsóknastofnunar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-11-03 17:33:36 - [HTML]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1592 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-01 20:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1603 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-02 15:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 884 - Komudagur: 2014-12-04 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 997 - Komudagur: 2015-01-02 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2015-01-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2015-01-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1162 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (um tillögur Tryggingstofnunar ríkisins) - [PDF]

Þingmál A330 (niðurfelling aðflutningsgjalda af ódýrum vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-23 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (æskulýðsstarf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2014-10-23 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-11-03 19:42:03 - [HTML]
26. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 19:45:00 - [HTML]

Þingmál A339 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-31 13:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Jafnréttisráð - Skýring: , formaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2015-05-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2198 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2203 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A363 (yfirskattanefnd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 480 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-06 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-11 17:32:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A366 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-07 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-28 12:18:49 - [HTML]
48. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-12-12 17:07:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2014-12-10 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A367 (fjáraukalög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-20 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-11 14:49:01 - [HTML]
30. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-11-11 15:42:37 - [HTML]
30. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-11 16:07:35 - [HTML]
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-11-20 11:55:48 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-20 12:33:03 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-11-27 13:28:01 - [HTML]

Þingmál A372 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2014-11-13 12:46:18 - [HTML]

Þingmál A374 (námskostnaður)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-01-26 17:30:23 - [HTML]

Þingmál A375 (fækkun nemendaígilda)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-01-26 17:38:34 - [HTML]

Þingmál A389 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1452 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2015-06-16 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Óttarr Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 18:40:54 - [HTML]

Þingmál A398 (Hlíðarskóli og stuðningur við verkefni grunnskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-05-27 17:49:31 - [HTML]

Þingmál A408 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 16:25:16 - [HTML]

Þingmál A411 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1647 - Komudagur: 2015-03-25 - Sendandi: KFUM og KFUK á Íslandi og Bandalag ísl. skáta - [PDF]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-27 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-28 17:19:07 - [HTML]
63. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-04 19:15:37 - [HTML]

Þingmál A420 (fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-02-03 19:50:22 - [HTML]

Þingmál A421 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1292 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-13 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-02 00:19:24 - [HTML]
117. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-06-02 17:50:00 - [HTML]
117. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 20:13:17 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 20:27:04 - [HTML]
118. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-06-03 15:44:53 - [HTML]
118. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 16:53:36 - [HTML]
119. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-06-04 11:21:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1429 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]

Þingmál A437 (sala á eignarhlut Landsbanka Íslands í Borgun hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 819 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-02-05 17:38:50 - [HTML]
64. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 18:15:55 - [HTML]
64. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 18:18:12 - [HTML]
64. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 18:20:27 - [HTML]
64. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 19:45:42 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 19:47:52 - [HTML]
64. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 19:50:14 - [HTML]
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 19:52:36 - [HTML]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 12:17:38 - [HTML]
59. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-01-29 15:12:50 - [HTML]
61. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-02-02 17:57:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Fræðagarður, stéttarfélag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]

Þingmál A475 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan í Keflavík - [PDF]

Þingmál A491 (störf og hlutverk fjölmiðlanefndar og endurskoðun laga um fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-01-20 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1181 (svar) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 14:58:42 - [HTML]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Hveragerðisbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2015-04-30 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A509 (viðbrögð við aldurstengdri mismunun á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 978 (svar) útbýtt þann 2015-02-24 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (norrænt samstarf 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-28 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-26 22:00:29 - [HTML]

Þingmál A511 (stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1182 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2015-02-28 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A516 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-18 18:00:42 - [HTML]

Þingmál A528 (lokafjárlög 2013)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-06-25 11:47:33 - [HTML]

Þingmál A547 (innritunargjöld öryrkja í háskólum)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 17:20:58 - [HTML]
87. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 17:23:13 - [HTML]

Þingmál A553 (nám og náms- og starfsráðgjöf fanga)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 17:39:36 - [HTML]

Þingmál A559 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (þáltill.) útbýtt þann 2015-02-18 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A560 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 17:02:23 - [HTML]
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 18:07:41 - [HTML]
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 18:30:51 - [HTML]
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-05 12:01:09 - [HTML]
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-05 12:05:19 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1817 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]

Þingmál A573 (nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-02-27 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-26 11:50:14 - [HTML]
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-26 11:59:05 - [HTML]
71. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-26 12:02:49 - [HTML]
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-26 12:16:41 - [HTML]
73. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-02-27 12:02:19 - [HTML]

Þingmál A580 (bann við mismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (svar) útbýtt þann 2015-04-14 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (skipulag þróunarsamvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2015-05-13 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-04 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 17:54:24 - [HTML]

Þingmál A599 (tryggingagjaldsgreiðslur vegna fólks sem er 60 ára og eldra)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-03-23 16:31:41 - [HTML]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-05 14:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (Norræna ráðherranefndin 2014)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-03-19 19:20:03 - [HTML]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-17 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1471 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-24 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-05-04 17:36:47 - [HTML]
101. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-04 19:04:10 - [HTML]
140. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-30 13:16:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2065 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A627 (eftirfylgniskýrslur Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (álit) útbýtt þann 2015-03-18 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-04-21 18:06:11 - [HTML]

Þingmál A636 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 22:12:07 - [HTML]
97. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 22:14:17 - [HTML]

Þingmál A660 (bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-25 19:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (lækkun tryggingagjalds vegna 60 ára og eldri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (þáltill.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-05 14:48:18 - [HTML]
120. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-06-05 18:25:45 - [HTML]
120. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-06-05 18:32:08 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-08 18:53:33 - [HTML]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-04-15 16:45:51 - [HTML]
89. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-15 17:31:05 - [HTML]
89. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-15 17:32:55 - [HTML]
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-04-16 14:09:32 - [HTML]
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 14:49:43 - [HTML]
90. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 15:09:13 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-04-16 15:12:08 - [HTML]
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 16:32:46 - [HTML]
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 16:54:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1780 - Komudagur: 2015-05-03 - Sendandi: Dögun-stjórnmálasamtök um réttlæti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2015-05-04 - Sendandi: Smærri útgerðir sem hafa stundað veiðar á makríl með línu- og handfærum - [PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 17:21:18 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-04-16 17:23:31 - [HTML]
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 17:54:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1951 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Búseti Norðurlandi hsf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2044 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-04-28 18:28:57 - [HTML]
97. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 18:44:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1968 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál A698 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Rúnar Lárusson - [PDF]

Þingmál A701 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2015-05-14 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A705 (meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-05-11 18:16:05 - [HTML]
104. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-11 19:40:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2166 - Komudagur: 2015-06-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2015-06-02 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]
Dagbókarnúmer 2193 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2015-06-05 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]

Þingmál A721 (mannréttindamiðuð fjárlagagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1625 (svar) útbýtt þann 2015-07-03 12:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A724 (lífeyrisréttindi íslenskra ríkisborgara erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (þáltill.) útbýtt þann 2015-04-20 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A770 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-05-27 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-05-29 14:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2240 - Komudagur: 2015-06-10 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2329 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A775 (áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-01 21:59:58 - [HTML]
116. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-06-01 22:02:14 - [HTML]

Þingmál A785 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-06-07 22:37:26 - [HTML]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-06-10 13:34:26 - [HTML]
145. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-07-02 17:15:29 - [HTML]
145. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-07-02 17:26:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2284 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2306 - Komudagur: 2015-06-21 - Sendandi: InDefence - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]
Dagbókarnúmer 2324 - Komudagur: 2015-06-26 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2279 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn Spron - [PDF]
Dagbókarnúmer 2285 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2307 - Komudagur: 2015-06-21 - Sendandi: InDefence - [PDF]
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A788 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 18:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2361 - Komudagur: 2015-08-27 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið og fjármálaskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2372 - Komudagur: 2015-09-02 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A791 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-22 17:52:28 - [HTML]
134. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-22 18:27:44 - [HTML]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-13 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-13 15:56:53 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-13 16:24:20 - [HTML]
129. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-06-13 16:45:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2251 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A799 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1422 (álit) útbýtt þann 2015-06-12 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A800 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-07-02 12:56:04 - [HTML]

Þingmál A806 (orkuskipti í samgöngum samin af Grænu orkunni, samstarfsvettvangi um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-25 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A809 (lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-29 11:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A816 (skuldauppgjör einstaklinga, félaga og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1614 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-07-03 09:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B13 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-10 20:28:08 - [HTML]
2. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-10 21:37:33 - [HTML]

Þingmál B22 (staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatengingar í dreifbýli)

Þingræður:
5. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2014-09-15 16:37:18 - [HTML]

Þingmál B103 (málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna)

Þingræður:
14. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-06 15:37:58 - [HTML]
14. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-06 15:48:32 - [HTML]

Þingmál B133 (breyting á reglugerð um línuívilnun)

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-09 10:38:20 - [HTML]

Þingmál B146 (úthlutun menningarstyrkja)

Þingræður:
18. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-14 14:09:17 - [HTML]
18. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-14 14:14:34 - [HTML]

Þingmál B150 (staða verknáms)

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-16 11:34:24 - [HTML]

Þingmál B180 (menningarsamningar landshlutasamtakanna)

Þingræður:
21. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-10-20 15:23:56 - [HTML]

Þingmál B268 (skuldaleiðrétting, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
31. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2014-11-12 15:42:11 - [HTML]
32. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-13 14:58:48 - [HTML]

Þingmál B279 (mælendaskrá í umræðu um störf þingsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-11-12 15:07:27 - [HTML]

Þingmál B295 (skuldaleiðrétting og staða ríkissjóðs)

Þingræður:
33. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-17 16:11:53 - [HTML]

Þingmál B311 (umræður um störf þingsins 19. nóvember)

Þingræður:
35. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-11-19 15:08:07 - [HTML]

Þingmál B326 (ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins á spurningum um verðtryggingu, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
37. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-11-27 16:16:21 - [HTML]

Þingmál B530 (gjaldeyrishöft)

Þingræður:
57. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-01-27 14:38:29 - [HTML]

Þingmál B554 (einkavæðing í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
60. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-02-02 15:56:39 - [HTML]
60. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-02-02 16:03:36 - [HTML]

Þingmál B565 (umræður um störf þingsins 3. febrúar)

Þingræður:
62. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-02-03 13:42:57 - [HTML]

Þingmál B568 (umræður um störf þingsins 4. febrúar)

Þingræður:
63. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-02-04 15:21:53 - [HTML]

Þingmál B569 (ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup)

Þingræður:
63. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-02-04 16:05:31 - [HTML]

Þingmál B577 (tollamál á sviði landbúnaðar)

Þingræður:
64. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-05 10:56:59 - [HTML]

Þingmál B648 (arður sjávarútvegsfyrirtækja og veiðigjöld)

Þingræður:
72. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-27 11:08:50 - [HTML]

Þingmál B686 (efling veikra byggða)

Þingræður:
78. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-03-05 11:18:37 - [HTML]

Þingmál B732 (innheimta útboðsgjalds vegna tollkvóta)

Þingræður:
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-03-19 11:06:20 - [HTML]

Þingmál B736 (ívilnunarsamningur við Matorku)

Þingræður:
83. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-23 15:47:49 - [HTML]
83. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-03-23 15:52:26 - [HTML]
83. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2015-03-23 15:59:23 - [HTML]
83. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-23 16:03:49 - [HTML]
83. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-23 16:05:54 - [HTML]
83. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-03-23 16:10:11 - [HTML]

Þingmál B872 (fjarskiptamál)

Þingræður:
99. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-04-30 11:22:12 - [HTML]

Þingmál B976 (markaðslausnir í sjávarútvegi)

Þingræður:
110. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-05-21 14:59:07 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-05-21 15:14:08 - [HTML]

Þingmál B1294 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
143. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-07-01 19:55:46 - [HTML]
143. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-07-01 21:51:10 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 599 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-08 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 601 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-08 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 681 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-18 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-09-10 14:43:52 - [HTML]
4. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 15:19:56 - [HTML]
49. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-08 16:55:59 - [HTML]
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-08 17:07:27 - [HTML]
49. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-08 20:00:44 - [HTML]
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-08 22:17:12 - [HTML]
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 16:28:33 - [HTML]
50. þingfundur - Haraldur Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 16:29:46 - [HTML]
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 17:13:07 - [HTML]
50. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 17:18:22 - [HTML]
50. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-12-09 17:32:27 - [HTML]
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 20:17:42 - [HTML]
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-09 21:14:57 - [HTML]
51. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 20:21:32 - [HTML]
51. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 20:24:01 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-12-11 00:12:04 - [HTML]
52. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-11 15:32:43 - [HTML]
54. þingfundur - Helgi Hjörvar - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-12-14 21:27:19 - [HTML]
54. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 22:14:57 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 22:16:14 - [HTML]
54. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-12-14 22:31:23 - [HTML]
54. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 22:58:06 - [HTML]
55. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-15 22:06:27 - [HTML]
55. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-12-15 23:07:45 - [HTML]
56. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-16 11:13:52 - [HTML]
56. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-12-16 15:02:18 - [HTML]
56. þingfundur - Árni Páll Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-16 17:19:54 - [HTML]
56. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-16 19:17:21 - [HTML]
56. þingfundur - Páll Valur Björnsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-16 21:44:13 - [HTML]
59. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-19 12:03:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Akraneskaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Flóahreppur - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 678 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-19 10:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-17 21:06:49 - [HTML]
57. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-17 22:48:14 - [HTML]
58. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-18 12:13:35 - [HTML]
60. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-19 18:22:03 - [HTML]
60. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-19 18:28:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 97 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: ALP hf. bílaleiga - [PDF]
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Hertz bílaleiga - Bílaleiga Flugleiða - [PDF]
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 115 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 247 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Go Green/Rental 1 - [PDF]
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2015-11-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A7 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A8 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-14 19:02:45 - [HTML]

Þingmál A9 (aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 11:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-10-08 15:14:01 - [HTML]
18. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 15:42:04 - [HTML]
18. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 16:03:39 - [HTML]
18. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 18:24:26 - [HTML]
18. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 18:26:35 - [HTML]
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 17:18:46 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-20 17:04:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2016-01-28 - Sendandi: Stefán Geir Þórisson hrl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A14 (embætti umboðsmanns aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2016-02-19 - Sendandi: Félag eldri borgara - [PDF]

Þingmál A15 (bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 12:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-09-24 15:21:45 - [HTML]

Þingmál A16 (styrking leikskóla og fæðingarorlofs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2015-11-11 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A19 (upplýsingalög)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-09-17 17:42:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A20 (aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-16 18:57:40 - [HTML]

Þingmál A25 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 18:14:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Miðstöð foreldra og barna ehf. - [PDF]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-14 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-23 16:17:28 - [HTML]

Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A72 (lífeyrisréttindi íslenskra ríkisborgara erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-17 14:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]

Þingmál A104 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 315 - Komudagur: 2015-10-28 - Sendandi: Gagnsæi, samtök gegn spillingu - [PDF]

Þingmál A121 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 19:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2015-10-28 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (bann við mismunun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1206 - Komudagur: 2016-03-30 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A146 (jafnræði í skráningu foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-22 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-03 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-19 12:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-11-26 15:16:31 - [HTML]
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-26 15:37:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2268 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A157 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 15:36:08 - [HTML]

Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-03 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 366 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-03 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 15:17:10 - [HTML]
27. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-03 15:30:46 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 16:26:59 - [HTML]
27. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 16:29:17 - [HTML]
27. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 19:21:07 - [HTML]
27. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 19:23:07 - [HTML]
27. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 19:24:28 - [HTML]
27. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 19:28:22 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-03 21:20:33 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 22:11:25 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-11-03 23:40:06 - [HTML]
29. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-04 19:16:47 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-04 19:42:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf. - [PDF]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-06 13:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1201 - Komudagur: 2016-03-30 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2016-04-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A197 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 20:13:07 - [HTML]
147. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 20:17:42 - [HTML]
147. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 20:36:49 - [HTML]
147. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 20:38:59 - [HTML]
147. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-06 20:45:38 - [HTML]
147. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-06 20:53:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2016-04-01 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A198 (framkvæmd samgönguáætlunar 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-10-06 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A199 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-30 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-30 17:58:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 305 - Komudagur: 2015-10-27 - Sendandi: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]

Þingmál A200 (sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-30 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A214 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2016-03-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2016-03-11 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]

Þingmál A224 (happdrætti og talnagetraunir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-15 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 744 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-01-25 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-20 17:32:36 - [HTML]
76. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-16 16:08:35 - [HTML]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2015-11-10 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 376 - Komudagur: 2015-11-13 - Sendandi: RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Guðmundur Pálsson sérfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 409 - Komudagur: 2015-11-20 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A255 (lækkun tryggingagjalds vegna 60 ára og eldri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-22 16:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (staða hafna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1590 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-08-29 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A294 (skuldauppgjör einstaklinga, félaga og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 323 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-10-22 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-12-03 17:42:26 - [HTML]
47. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-04 14:40:16 - [HTML]
49. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-08 14:39:00 - [HTML]
58. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-18 17:48:31 - [HTML]

Þingmál A309 (útreikningur rekstrarframlaga til símenntunarmiðstöðva)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-11-02 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 469 (svar) útbýtt þann 2015-11-19 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (rannsókn á einkavæðingu bankanna, hinni síðari)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Vigdís Hauksdóttir, form. fjárlaganefndar - [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 17:06:18 - [HTML]
88. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-15 16:04:54 - [HTML]

Þingmál A333 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-17 17:44:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 433 - Komudagur: 2015-11-25 - Sendandi: Fjölís,hagsmunasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A338 (stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 517 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Sjónarhóll - ráðgjafarmiðs ses. - [PDF]

Þingmál A340 (réttindi og skyldur eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-24 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (skipan dómara við Hæstarétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (svar) útbýtt þann 2016-01-25 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (rekstrarform í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (svar) útbýtt þann 2016-03-01 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2015-12-14 - Sendandi: Kvikmyndamiðstöð Íslands - [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 999 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-15 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-11-27 12:42:15 - [HTML]
42. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-27 13:32:24 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-27 14:01:02 - [HTML]
89. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-16 16:24:37 - [HTML]
89. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-03-16 16:48:05 - [HTML]
90. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-17 11:12:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 556 - Komudagur: 2015-12-09 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 860 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Félags- og húsnæðismálaráðherra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2016-03-17 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál A372 (stefna um nýfjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1008 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-15 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 20:00:33 - [HTML]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2015-12-18 18:35:41 - [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2016-01-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A385 (sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-02 16:52:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2016-01-25 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A399 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 654 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 674 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Félagsbústaðir hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A400 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 973 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-09 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-10 11:12:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A404 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-09 18:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 821 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-18 19:37:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 633 - Komudagur: 2016-01-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 661 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 676 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skrifstofa fjármála og rekstrar - [PDF]
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Félagsbústaðir hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2016-01-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A412 (skáldahúsin á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 580 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-12-04 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 724 (svar) útbýtt þann 2016-01-12 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-11 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 909 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-03-01 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 968 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-03-14 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1043 (lög í heild) útbýtt þann 2016-03-17 11:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-18 21:46:53 - [HTML]
58. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-18 21:52:20 - [HTML]
58. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-18 22:04:11 - [HTML]
84. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 17:49:59 - [HTML]
84. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-02 18:00:26 - [HTML]
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-17 11:18:02 - [HTML]
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-17 11:19:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 2016-01-19 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1390 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-31 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-05-17 14:25:47 - [HTML]
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-05-17 14:27:36 - [HTML]
123. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-06-01 17:42:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, fjármálaskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Félagsbústaðir hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 727 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: Félag ferðaþjónustubænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2016-02-16 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2016-03-03 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2016-05-03 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 14:01:14 - [HTML]
74. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-04 14:39:21 - [HTML]
74. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 15:11:32 - [HTML]
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-16 15:57:52 - [HTML]

Þingmál A462 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 745 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-26 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A476 (Alþjóðaþingmannasambandið 2015)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-02 16:27:48 - [HTML]

Þingmál A485 (staða lýðræðis í stafrænum heimi, ógnir við friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2016-01-27 18:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (fækkun fæðingarstaða og ungbarnaeftirlit í dreifbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (svar) útbýtt þann 2016-03-01 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (svar) útbýtt þann 2016-05-10 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A500 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1197 (svar) útbýtt þann 2016-04-28 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (GATS- og TiSA-samningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1040 (svar) útbýtt þann 2016-03-17 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (ríkisjarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (svar) útbýtt þann 2016-04-08 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2016-02-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: Fríverslunarsamningur EFTA og Miðameríkuríkja (Kostaríka og Panama) - íslensk þýðing - [PDF]

Þingmál A549 (embættismenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2016-09-18 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A600 (einkarekstur heilsugæslustöðva)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (svar) útbýtt þann 2016-04-28 10:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (vasapeningar og hjúkrunarheimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (svar) útbýtt þann 2016-05-10 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (menningarminjar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-18 16:41:38 - [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-15 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2016-03-17 11:56:59 - [HTML]
90. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-17 12:28:48 - [HTML]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2016-05-12 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir - [PDF]

Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2016-04-14 11:52:11 - [HTML]
98. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-14 12:07:27 - [HTML]
98. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-14 12:11:42 - [HTML]
98. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-14 12:39:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - [PDF]

Þingmál A631 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A634 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-18 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-03-18 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1801 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-10-12 12:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-19 16:22:03 - [HTML]
160. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-29 19:05:51 - [HTML]
164. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-05 18:11:02 - [HTML]
165. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-10-06 15:08:16 - [HTML]
165. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-06 15:36:22 - [HTML]
165. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-06 16:38:28 - [HTML]
166. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-07 14:25:37 - [HTML]
166. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-07 14:50:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2016-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A644 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-20 18:12:47 - [HTML]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1606 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A659 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A664 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1976 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1778 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-28 17:13:38 - [HTML]
159. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-28 17:32:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1523 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1603 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1628 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1845 - Komudagur: 2016-08-11 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]

Þingmál A667 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1376 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-30 20:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-01 21:33:48 - [HTML]
123. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2016-06-01 21:58:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2016-05-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A668 (fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök sprotafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A672 (ný skógræktarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Norðurflug ehf. - [PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1541 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Samtök sjálfstæðra skóla og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-06-02 12:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-12 16:16:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2016-05-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1729 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1851 - Komudagur: 2016-08-15 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A678 (lyfjastefna til ársins 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni 2 sf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2245 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni sf. - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1591 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1594 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1649 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-09-08 15:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1663 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1848 - Komudagur: 2016-08-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2016-08-22 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2016-09-12 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2257 - Komudagur: 2016-09-06 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2016-05-11 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A735 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-06-02 18:57:51 - [HTML]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1550 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1550 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2016-05-03 17:30:41 - [HTML]

Þingmál A742 (lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1545 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst - [PDF]

Þingmál A756 (breytt framfærsla námsmanna erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1510 (svar) útbýtt þann 2016-08-05 11:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A758 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2016-05-25 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A759 (104. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-12 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A763 (heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2016-05-18 17:06:12 - [HTML]

Þingmál A764 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2016-08-16 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]

Þingmál A765 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1839 - Komudagur: 2016-08-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A766 (framkvæmd samgönguáætlunar 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-17 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A774 (staða og þróun í málefnum innflytjenda 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-23 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-22 19:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2016-05-20 17:44:53 - [HTML]
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 20:12:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson - [PDF]

Þingmál A779 (félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-23 15:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1986 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A781 (sjálfsforræði félagsþjónustu sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (svar) útbýtt þann 2016-08-15 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-05 18:13:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2016-08-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A784 (þjóðaröryggisráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1430 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-06-02 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:20:56 - [HTML]

Þingmál A786 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1399 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-31 22:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-26 18:48:53 - [HTML]
119. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-26 18:53:21 - [HTML]
119. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-05-26 19:22:39 - [HTML]

Þingmál A791 (rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (þáltill. n.) útbýtt þann 2016-05-26 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1723 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-28 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1725 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2016-09-28 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-08-16 14:48:22 - [HTML]
133. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-16 18:44:50 - [HTML]
133. þingfundur - Haraldur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-16 18:47:07 - [HTML]
133. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-16 19:16:13 - [HTML]
170. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-12 19:15:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2016-08-19 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1880 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2016-08-29 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1917 - Komudagur: 2016-08-31 - Sendandi: Listaháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1966 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A795 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-08-23 15:16:02 - [HTML]

Þingmál A805 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-06-02 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1436 (þáltill.) útbýtt þann 2016-06-02 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A810 (gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-06-02 18:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1492 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-06-02 22:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 19:28:11 - [HTML]

Þingmál A813 (fjölskyldustefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-06-08 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
136. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-19 12:19:41 - [HTML]
136. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-08-19 12:41:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2008 - Komudagur: 2016-09-08 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2016-09-09 - Sendandi: Unicef Ísland - [PDF]
Dagbókarnúmer 2076 - Komudagur: 2016-09-16 - Sendandi: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A817 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1709 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-09-27 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1730 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-28 18:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
167. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 17:46:41 - [HTML]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1720 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-28 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-08-18 11:58:54 - [HTML]
135. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-08-18 14:37:43 - [HTML]
167. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 18:38:46 - [HTML]
169. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-12 12:09:27 - [HTML]
169. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-12 12:14:01 - [HTML]
169. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2016-10-12 12:28:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2016-08-30 - Sendandi: Allianz Ísland hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1936 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1942 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A823 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1545 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-16 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-17 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A830 (endurbætur á Vesturlandsvegi)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2016-09-05 16:50:06 - [HTML]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-01 14:15:13 - [HTML]
144. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 17:03:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2016-09-30 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A855 (sala á eignarhlut ríkissjóðs í Reitum fasteignafélagi hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1833 (svar) útbýtt þann 2016-10-25 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-02 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
148. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-07 18:10:53 - [HTML]
169. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-12 16:25:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2032 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2070 - Komudagur: 2016-09-16 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2082 - Komudagur: 2016-09-19 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2084 - Komudagur: 2016-09-19 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A859 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1626 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-05 18:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-09-13 20:00:18 - [HTML]
154. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-20 16:19:08 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A872 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1687 (álit) útbýtt þann 2016-09-20 18:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 15:09:56 - [HTML]
155. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-09-22 16:19:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2210 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A875 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 19:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
158. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-27 18:35:43 - [HTML]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1696 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A879 (samgönguáætlun 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-27 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A882 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1710 (frumvarp) útbýtt þann 2016-09-27 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A884 (mannréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1713 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-09-27 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B64 (réttur til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
11. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-23 15:48:46 - [HTML]

Þingmál B116 (menning á landsbyggðinni)

Þingræður:
18. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-08 11:21:23 - [HTML]
18. þingfundur - Erna Indriðadóttir - Ræða hófst: 2015-10-08 11:44:06 - [HTML]

Þingmál B184 (flóttamannamálin)

Þingræður:
25. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-10-22 12:14:07 - [HTML]

Þingmál B239 (frumvörp um húsnæðismál)

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-12 10:47:46 - [HTML]

Þingmál B297 (starfsumhverfi lögreglunnar)

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-24 14:20:28 - [HTML]

Þingmál B302 (störf þingsins)

Þingræður:
40. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-11-25 15:43:43 - [HTML]
40. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-11-25 16:06:53 - [HTML]

Þingmál B350 (afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja)

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-12-03 10:40:18 - [HTML]

Þingmál B460 (markmið Íslands í loftslagsmálum)

Þingræður:
57. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2015-12-17 11:41:45 - [HTML]

Þingmál B529 (sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun)

Þingræður:
66. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-01-25 15:06:40 - [HTML]

Þingmál B561 (styrkur til kvikmyndar um flóttamenn)

Þingræður:
70. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-02-01 15:45:00 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-01 15:50:17 - [HTML]

Þingmál B575 (TiSA-samningurinn)

Þingræður:
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-04 11:09:13 - [HTML]
74. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-02-04 11:39:34 - [HTML]

Þingmál B576 (niðurstöður greiningar UNICEF á hag barna og viðbrögð stjórnvalda við þeim)

Þingræður:
74. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-04 11:49:48 - [HTML]
74. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-02-04 12:16:29 - [HTML]

Þingmál B580 (framtíð sjávarútvegsbyggða)

Þingræður:
74. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 10:53:46 - [HTML]

Þingmál B673 (störf þingsins)

Þingræður:
88. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-03-15 13:31:15 - [HTML]

Þingmál B742 (breyting á ríkisstjórn)

Þingræður:
94. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-04-08 11:43:13 - [HTML]

Þingmál B750 (útdeiling skúffufjár ráðherra)

Þingræður:
96. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-04-12 14:46:45 - [HTML]

Þingmál B863 (greiðsluþátttaka sjúklinga)

Þingræður:
109. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-10 14:06:32 - [HTML]

Þingmál B893 (ungt fólk og staða þess)

Þingræður:
112. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-18 15:44:59 - [HTML]

Þingmál B934 (stefna í skattlagningu á bifreiðaeigendur)

Þingræður:
119. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 14:46:44 - [HTML]

Þingmál B946 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
121. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-30 21:41:30 - [HTML]

Þingmál B955 (tryggingagjald og samsköttun milli skattþrepa)

Þingræður:
122. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-31 13:38:43 - [HTML]
122. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-05-31 13:41:05 - [HTML]

Þingmál B957 (uppfylling stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
122. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 13:54:29 - [HTML]

Þingmál B1024 (munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðu þjóðmála, ein umr)

Þingræður:
132. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-08-15 16:44:42 - [HTML]

Þingmál B1029 (hlutverk LÍN)

Þingræður:
132. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-08-15 15:40:15 - [HTML]

Þingmál B1035 (störf þingsins)

Þingræður:
134. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-08-17 15:33:33 - [HTML]

Þingmál B1042 (störf þingsins)

Þingræður:
136. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-08-19 10:39:05 - [HTML]

Þingmál B1065 (störf þingsins)

Þingræður:
138. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-08-23 13:46:39 - [HTML]

Þingmál B1068 (uppboðsleið í stað veiðigjalda)

Þingræður:
140. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-08-25 12:00:51 - [HTML]

Þingmál B1097 (störf þingsins)

Þingræður:
142. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-08-30 13:58:21 - [HTML]

Þingmál B1117 (sala á eignum sem komu til frá slitabúum föllnu bankanna)

Þingræður:
145. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-05 15:39:38 - [HTML]
145. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-09-05 15:54:43 - [HTML]

Þingmál B1154 (störf þingsins)

Þingræður:
151. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-13 13:58:54 - [HTML]

Þingmál B1159 (fjárveitingar til skáldahúsanna á Akureyri)

Þingræður:
150. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-09-12 15:31:11 - [HTML]

Þingmál B1192 (samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu)

Þingræður:
155. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 12:14:10 - [HTML]

Þingmál B1268 (framhald þingstarfa)

Þingræður:
161. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-10-03 15:04:08 - [HTML]

Þingmál B1269 (störf þingsins)

Þingræður:
163. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-04 15:45:57 - [HTML]

Þingmál B1270 (umræða um samgönguáætlun og fjarvera innanríkisráðherra)

Þingræður:
161. þingfundur - Árni Páll Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-03 15:53:55 - [HTML]
161. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-10-03 16:03:37 - [HTML]

Þingmál B1280 (áætlanir um þinglok)

Þingræður:
164. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-10-05 10:56:41 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 55 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-12-22 12:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-07 13:33:03 - [HTML]
2. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-07 17:01:15 - [HTML]
12. þingfundur - Theodóra S. Þorsteinsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2016-12-22 13:09:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Smári McCarthy - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-12-22 11:13:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2016-12-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A3 (sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2017-02-10 - Sendandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema - [PDF]

Þingmál A4 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2017-03-01 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2017-03-02 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-20 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-13 14:37:21 - [HTML]
8. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-20 16:36:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 68 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2016-12-20 - Sendandi: Óskar Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2016-12-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A28 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-12-22 21:33:59 - [HTML]

Þingmál A49 (greiðsluþátttaka sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 485 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-03-28 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-03-28 17:42:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2017-02-09 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]

Þingmál A67 (Lífeyrissjóður bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]

Þingmál A76 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-26 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A84 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-02-02 12:41:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2017-03-01 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2017-03-02 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 517 - Komudagur: 2017-03-21 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A90 (málefni lánsveðshóps)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (svar) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (styrkir úr menningarsjóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (svar) útbýtt þann 2017-03-30 14:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (jafnræði í skráningu foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-01 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 918 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-26 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1005 (þál. í heild) útbýtt þann 2017-05-31 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 18:58:14 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-30 18:41:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 522 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 543 - Komudagur: 2017-03-22 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2017-03-31 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A105 (lækkun virðisaukaskatts á gleraugum og linsum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-02-27 16:21:02 - [HTML]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Páll Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 15:56:30 - [HTML]
31. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 16:01:10 - [HTML]
31. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2017-02-23 17:15:59 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 14:33:30 - [HTML]
36. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 15:58:09 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 16:17:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2017-03-19 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2017-03-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A110 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 16:23:36 - [HTML]
28. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 16:39:25 - [HTML]
28. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 16:53:52 - [HTML]

Þingmál A113 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-07 16:30:18 - [HTML]
32. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-24 15:18:11 - [HTML]

Þingmál A119 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-08 18:10:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A120 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-08 19:09:21 - [HTML]
42. þingfundur - Einar Brynjólfsson - Ræða hófst: 2017-03-09 13:30:37 - [HTML]
42. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2017-03-09 13:54:12 - [HTML]
42. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-03-09 14:25:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2017-03-20 - Sendandi: Hveragerðisbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 538 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2017-03-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Garður - [PDF]
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2017-03-30 - Sendandi: Flóahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2017-03-31 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 753 - Komudagur: 2017-04-11 - Sendandi: Bláskógabyggð - [PDF]

Þingmál A122 (fjárveitingar til sóknaráætlana landshluta og hlutverk þeirra)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-27 19:01:36 - [HTML]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2017-05-16 15:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2017-02-10 - Sendandi: MND félagið á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Hópferðir - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 223 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: SBA-Norðurleið - [PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Fjallasýn Rúnars Óskarssona ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2017-02-25 - Sendandi: Austfjarðaleið ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 298 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Time Tours Ltd - [PDF]

Þingmál A140 (yfirferð kosningalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2017-02-09 12:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-04-24 18:39:40 - [HTML]
58. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-24 18:42:52 - [HTML]
58. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-04-24 18:48:31 - [HTML]
58. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-04-24 18:52:31 - [HTML]

Þingmál A146 (orkuskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]

Þingmál A167 (málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 17:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (fjarskiptasjóður, staða ljósleiðaravæðingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-02-22 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 457 (svar) útbýtt þann 2017-03-28 18:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A196 (staða lýðræðis í stafrænum heimi, ógnir við friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-02-23 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir o.fl. frá 1997)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-27 19:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2017-03-07 15:52:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 652 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Hrafnabjargavirkjun hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2017-04-05 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 706 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A235 (vopnalög)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-09 12:12:03 - [HTML]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-09 12:25:50 - [HTML]
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-09 12:39:11 - [HTML]

Þingmál A237 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 515 - Komudagur: 2017-03-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A241 (rannsóknarleyfi Orkubús Vestfjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (svar) útbýtt þann 2017-03-23 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 889 - Komudagur: 2017-04-23 - Sendandi: Íslenska kalkþörungafélagið ehf - [PDF]

Þingmál A277 (efling verk- og iðnnáms)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-24 18:16:57 - [HTML]

Þingmál A282 (ráðstafanir ríkislóða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (svar) útbýtt þann 2017-04-25 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A284 (fylgdarlaus börn sem sækja um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (mannréttindasjónarmið í íslenskri löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-05-15 17:34:02 - [HTML]

Þingmál A307 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 20:56:23 - [HTML]

Þingmál A308 (Evrópuráðsþingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-22 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-29 14:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 864 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík - [PDF]

Þingmál A389 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 12:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Ríkiskaup - [PDF]

Þingmál A392 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-15 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 787 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-16 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 934 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 17:58:58 - [HTML]
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 18:02:16 - [HTML]
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 18:15:14 - [HTML]
66. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 18:34:32 - [HTML]
66. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 18:42:14 - [HTML]
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 19:04:18 - [HTML]
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-16 19:08:10 - [HTML]
68. þingfundur - Eygló Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-22 16:25:59 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-30 11:55:44 - [HTML]
75. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-05-30 11:58:31 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-30 12:00:20 - [HTML]
75. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-30 12:07:15 - [HTML]
75. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-30 12:08:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 997 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis - [PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 873 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2017-05-23 12:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 22:22:11 - [HTML]
69. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-23 15:14:01 - [HTML]
71. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 19:46:34 - [HTML]
71. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-05-24 20:28:09 - [HTML]
72. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-26 14:12:16 - [HTML]
72. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-26 15:56:29 - [HTML]
72. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 16:24:18 - [HTML]
72. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 16:26:34 - [HTML]
72. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 16:28:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2017-04-12 - Sendandi: Ingibjörg G. Guðjónsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Elín Árnadóttir hdl - [PDF]
Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, 3. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (kynjavakt Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2017-04-19 - Sendandi: Félag vélstjóra og málmtæknimanna - [PDF]

Þingmál A416 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1229 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Ísam ehf - [PDF]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1000 (þál. í heild) útbýtt þann 2017-05-31 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 20:28:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1192 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1198 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1277 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Endurhæfing - þekkingarsetur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1352 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 569 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2017-05-19 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-26 18:03:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1236 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1346 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1378 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2017-05-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Þingmál A457 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 21:31:19 - [HTML]

Þingmál A458 (norrænt samstarf 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (diplómanám þroskahamlaðra í myndlist o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-05-22 12:12:24 - [HTML]

Þingmál A480 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 14:58:10 - [HTML]

Þingmál A489 (framkvæmd samgönguáætlunar 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-03 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A506 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-05-05 15:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (útboðsskylda á opinberri þjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (svar) útbýtt þann 2017-06-01 12:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A609 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-06-01 00:29:31 - [HTML]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-06-01 15:40:28 - [HTML]
79. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-06-01 18:27:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1520 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál B96 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
17. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-01-24 22:03:09 - [HTML]

Þingmál B117 (húsnæðismál)

Þingræður:
18. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-01-25 16:19:37 - [HTML]

Þingmál B198 (skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána)

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-02-21 14:26:30 - [HTML]

Þingmál B209 (matvælaframleiðsla og matvælaöryggi)

Þingræður:
30. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-02-22 16:49:30 - [HTML]

Þingmál B223 (samgöngur á höfuðborgarsvæðinu)

Þingræður:
31. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2017-02-23 11:44:04 - [HTML]

Þingmál B224 (staðan í ferðamálum - leiðir til gjaldtöku og skipting tekna)

Þingræður:
31. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-23 12:18:13 - [HTML]

Þingmál B232 (störf þingsins)

Þingræður:
32. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-24 10:43:45 - [HTML]

Þingmál B233 (æskulýðsmál og samfélagsþátttaka ungs fólks á Íslandi)

Þingræður:
32. þingfundur - Viktor Orri Valgarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-24 12:30:34 - [HTML]

Þingmál B246 (eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum)

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-02-27 15:48:55 - [HTML]

Þingmál B273 (greiðsluþátttaka einstaklinga í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
38. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-02 10:47:11 - [HTML]

Þingmál B295 (skýrsla um könnun á vistun barna á Kópavogshæli)

Þingræður:
38. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-03-02 14:34:35 - [HTML]

Þingmál B313 (staða fanga)

Þingræður:
40. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-03-07 14:44:06 - [HTML]
40. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-07 15:00:03 - [HTML]

Þingmál B318 (menntamál og stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
41. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-03-08 16:30:37 - [HTML]
41. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-03-08 16:37:16 - [HTML]

Þingmál B519 (einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
63. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 11:05:12 - [HTML]

Þingmál B545 (salan á Vífilsstaðalandi)

Þingræður:
65. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 15:48:09 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 2017-09-25 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A3 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A4 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-09-26 14:16:32 - [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-09-26 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-09-26 16:47:45 - [HTML]
6. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-09-26 17:34:19 - [HTML]
6. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-09-26 18:05:18 - [HTML]
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-09-26 23:54:32 - [HTML]
7. þingfundur - Nichole Leigh Mosty (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-27 00:09:16 - [HTML]
7. þingfundur - Nichole Leigh Mosty (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-27 00:10:40 - [HTML]
7. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-27 00:12:18 - [HTML]
8. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-09-27 00:47:55 - [HTML]

Þingmál B8 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2017-09-13 20:09:29 - [HTML]
2. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-09-13 21:21:12 - [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-22 17:09:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-16 10:32:55 - [HTML]
7. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-12-21 16:05:40 - [HTML]
7. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-21 18:18:12 - [HTML]
8. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-22 11:45:21 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2017-12-28 16:14:57 - [HTML]
12. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-29 12:32:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2017-12-16 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Carbon Recycling International ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A8 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-12-21 12:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-12-21 20:27:25 - [HTML]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 205 - Komudagur: 2018-01-23 - Sendandi: Ragnheiður Bragadóttir prófessor - [PDF]

Þingmál A11 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2018-01-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A19 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-01 16:30:40 - [HTML]

Þingmál A23 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2018-02-26 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2018-02-28 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A24 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-19 17:35:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A25 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 847 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-05-07 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 873 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-04-26 14:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-04-24 14:49:26 - [HTML]
54. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-04-24 15:37:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2018-01-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp, ÖBÍ, NPA-miðstöðin og Tabú - [PDF]
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2018-01-31 - Sendandi: Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 249 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2018-01-12 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 152 - Komudagur: 2018-01-15 - Sendandi: Valdimar Össurarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A28 (málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A37 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]

Þingmál A39 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A50 (þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 14:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1243 (þál. í heild) útbýtt þann 2018-06-11 20:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-11 15:05:52 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2018-06-11 15:44:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2018-02-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A63 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2018-01-06 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A64 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-22 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-01-31 19:19:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Mjólkursamsalan - [PDF]
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf - [PDF]

Þingmál A67 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-12-29 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2018-02-16 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 426 - Komudagur: 2018-02-28 - Sendandi: Margrét Guðmundsdóttir, málfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2018-03-05 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 532 - Komudagur: 2018-03-06 - Sendandi: Aðalsteinn Hákonarson - [PDF]

Þingmál A92 (norrænt samstarf 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A97 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 17:38:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2018-03-16 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A98 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-24 17:00:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2018-02-21 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A108 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A113 (endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-03 16:53:17 - [HTML]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-03-01 14:07:41 - [HTML]
32. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-01 14:46:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Linda Magnúsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]

Þingmál A115 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 473 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 482 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: HS Orka hf. - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A128 (ættleiðingar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 11:43:24 - [HTML]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 14:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1155 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 19:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]

Þingmál A134 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-20 17:43:43 - [HTML]
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 17:57:13 - [HTML]
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 18:14:55 - [HTML]

Þingmál A167 (markaðar tekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Virk Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-02-06 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 13:43:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Grýtubakkahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 675 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2018-03-16 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A180 (uppgreiðslugjöld húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (svar) útbýtt þann 2018-03-08 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (lágskattaríki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2018-03-09 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A196 (heilbrigðisáætlun)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-02-26 17:33:12 - [HTML]

Þingmál A201 (frelsi á leigubifreiðamarkaði)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-27 18:21:41 - [HTML]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Halldóra Mogensen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-08 15:45:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2018-03-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 817 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Ísam ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Ólöf Una Haraldsdóttir - [PDF]

Þingmál A218 (sala fullnustueigna Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 985 (svar) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (úrskurðir sýslumanns í umgengnismálum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-03-05 16:42:37 - [HTML]

Þingmál A236 (aðgengi að stafrænum smiðjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-05-31 12:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-05 16:23:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A244 (heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-03-05 17:17:50 - [HTML]

Þingmál A246 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-08 16:03:31 - [HTML]

Þingmál A251 (vistvæn opinber innkaup á matvöru)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-21 19:24:30 - [HTML]

Þingmál A263 (siglingavernd og loftferðir)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-06-08 14:30:27 - [HTML]

Þingmál A264 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 953 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-05-09 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 978 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-05-09 19:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-28 16:22:52 - [HTML]
31. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-02-28 16:39:33 - [HTML]
31. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-28 16:56:29 - [HTML]

Þingmál A269 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-26 17:04:50 - [HTML]
57. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 17:30:08 - [HTML]
57. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 17:32:34 - [HTML]
57. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 17:43:34 - [HTML]
57. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 17:58:30 - [HTML]
57. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-04-26 18:01:31 - [HTML]
57. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-26 18:38:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1667 - Komudagur: 2018-05-24 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía - [PDF]
Dagbókarnúmer 1671 - Komudagur: 2018-05-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar - [PDF]

Þingmál A272 (útistandandi húsnæðislán Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 802 (svar) útbýtt þann 2018-04-23 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (matvæli o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-01 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (heimahjúkrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (svar) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-20 14:06:22 - [HTML]
41. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-03-20 15:28:46 - [HTML]

Þingmál A386 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-20 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A387 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A388 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2018-04-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 15:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 16:44:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Félag heyrnarlausra - [PDF]

Þingmál A396 (nýting vatnsauðlinda þjóðlendna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (svar) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-20 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (aðkoma og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-06-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (kynjavakt Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-22 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2018-04-20 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-04-23 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-04-24 16:03:45 - [HTML]
54. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-24 16:40:58 - [HTML]
54. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-04-24 16:46:17 - [HTML]
54. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-24 17:10:17 - [HTML]
54. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-24 17:14:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Garðar Eyland - [PDF]
Dagbókarnúmer 1104 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Langanesbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2018-04-07 - Sendandi: Magnús Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1114 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagaströnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1153 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Sæljón - félag smábátaeigenda á Akranesi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1158 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2018-04-18 - Sendandi: Strandabyggð - [PDF]

Þingmál A432 (ráðgjöf vegna siðareglna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (svar) útbýtt þann 2018-04-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Háafell ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 21:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-26 16:48:44 - [HTML]
75. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 14:51:16 - [HTML]

Þingmál A468 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A479 (stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A480 (stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-16 21:26:22 - [HTML]
75. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-06-11 12:56:22 - [HTML]

Þingmál A481 (köfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1554 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Félag atvinnurekenda og Wow air - [PDF]

Þingmál A486 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (frumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A492 (Íslandsstofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 702 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1343 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-05 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-04-12 12:27:34 - [HTML]
48. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-04-12 12:32:28 - [HTML]
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 13:09:13 - [HTML]
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 13:27:17 - [HTML]
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 13:39:06 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-12 16:06:56 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 16:13:51 - [HTML]
48. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-04-12 16:43:46 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 16:45:55 - [HTML]
48. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-04-12 16:48:28 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 17:02:00 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 17:19:51 - [HTML]
48. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-04-13 01:20:19 - [HTML]
70. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 22:22:14 - [HTML]
70. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-08 00:20:19 - [HTML]
71. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-06-08 11:17:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2018-04-26 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál - [PDF]
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1646 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Velferðarnefnd, minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A510 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-10 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-23 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (álit) útbýtt þann 2018-04-24 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði - [PDF]

Þingmál A567 (notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (svar) útbýtt þann 2018-05-30 18:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A571 (kostnaðargreining í heilbrigðiskerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (svar) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A614 (umskurður á kynfærum drengja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-05-28 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-29 19:33:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1811 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A631 (veiðigjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A647 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (frumvarp) útbýtt þann 2018-06-08 12:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-06-08 18:29:32 - [HTML]

Þingmál B22 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2017-12-14 21:56:36 - [HTML]

Þingmál B48 (störf þingsins)

Þingræður:
6. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-12-21 10:42:17 - [HTML]

Þingmál B79 (störf þingsins)

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2017-12-28 13:35:27 - [HTML]

Þingmál B111 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan)

Þingræður:
14. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-22 16:22:41 - [HTML]

Þingmál B150 (staða einkarekinna fjölmiðla)

Þingræður:
17. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-25 11:47:32 - [HTML]
17. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-01-25 12:31:32 - [HTML]

Þingmál B183 (embættisfærslur dómsmálaráðherra)

Þingræður:
20. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-02-01 11:04:15 - [HTML]

Þingmál B192 (langtímaorkustefna)

Þingræður:
21. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-05 16:04:37 - [HTML]

Þingmál B236 (frelsi á leigubílamarkaði)

Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-19 16:03:16 - [HTML]

Þingmál B262 (sjúkrabifreið á Ólafsfirði)

Þingræður:
29. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-26 15:17:41 - [HTML]

Þingmál B275 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)

Þingræður:
31. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-28 15:59:42 - [HTML]

Þingmál B316 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
36. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-03-07 15:48:33 - [HTML]
36. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-03-07 16:34:44 - [HTML]

Þingmál B327 (Arion banki)

Þingræður:
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2018-03-08 14:15:59 - [HTML]

Þingmál B376 (tollgæslumál)

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 11:37:27 - [HTML]

Þingmál B477 (framtíð og fyrirkomulag utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga)

Þingræður:
55. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-04-25 16:13:27 - [HTML]

Þingmál B512 (kjör ljósmæðra)

Þingræður:
59. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-03 11:22:54 - [HTML]

Þingmál B541 (borgaralaun)

Þingræður:
61. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-09 16:43:10 - [HTML]

Þingmál B568 (störf þingsins)

Þingræður:
63. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-29 13:38:58 - [HTML]

Þingmál B592 (dagskrá fundarins)

Þingræður:
65. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-31 11:23:14 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-13 10:33:22 - [HTML]
4. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 16:22:43 - [HTML]
4. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-09-14 16:42:51 - [HTML]
4. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-09-14 19:44:58 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (forseti) - Ræða hófst: 2018-11-15 12:52:16 - [HTML]
33. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-11-19 18:53:36 - [HTML]
34. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-20 18:42:39 - [HTML]
34. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-20 18:45:14 - [HTML]
35. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-11-21 17:52:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 33 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 216 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Vestfjarðastofa - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A5 (aðgerðaáætlun í húsnæðismálum)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-06 17:08:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2018-11-30 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A9 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2018-10-05 - Sendandi: Mannanafnanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2018-10-09 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]

Þingmál A11 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-19 18:58:16 - [HTML]

Þingmál A12 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2018-10-17 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A13 (aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-09-26 16:01:35 - [HTML]
11. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-09-26 16:11:27 - [HTML]

Þingmál A17 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-16 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 19:07:49 - [HTML]
25. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-25 21:27:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2018-11-27 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2018-11-29 - Sendandi: Landssamband kúabænda - [PDF]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2018-10-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A23 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-06 19:38:40 - [HTML]
27. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-06 19:40:50 - [HTML]

Þingmál A25 (breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2018-10-25 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A35 (auðlindir og auðlindagjöld)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2018-11-08 15:44:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 2018-12-14 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A39 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-18 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A43 (vistvæn opinber innkaup á matvöru)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-22 14:29:57 - [HTML]

Þingmál A48 (kynjavakt Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-18 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-22 12:01:50 - [HTML]

Þingmál A52 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1677 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-03 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-22 16:15:55 - [HTML]
118. þingfundur - Smári McCarthy (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-06 14:49:13 - [HTML]
118. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-06-06 16:20:10 - [HTML]

Þingmál A54 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2018-10-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A68 (þinglýsingalög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 333 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A75 (umskurður á kynfærum drengja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-09-17 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 265 (svar) útbýtt þann 2018-10-16 19:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-05 17:49:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5062 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum - [PDF]

Þingmál A104 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-18 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4885 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5713 - Komudagur: 2019-06-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 5765 - Komudagur: 2019-06-14 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A119 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5588 - Komudagur: 2019-05-17 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A124 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-24 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A135 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-11-14 19:31:31 - [HTML]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-25 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 15:54:02 - [HTML]
12. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-27 15:59:17 - [HTML]
12. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-09-27 18:57:52 - [HTML]
38. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-11-26 18:53:58 - [HTML]
38. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-26 21:06:50 - [HTML]
38. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-26 21:32:10 - [HTML]
38. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-11-26 21:53:30 - [HTML]
39. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-11-27 17:10:54 - [HTML]
39. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-11-27 17:58:25 - [HTML]
39. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-27 18:31:11 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (forseti) - Ræða hófst: 2018-11-27 18:58:40 - [HTML]
45. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-12-10 21:30:14 - [HTML]
45. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-12-10 21:45:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Fiskvinnslan Oddi - [PDF]
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 225 - Komudagur: 2018-10-23 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samtök sveitar - [PDF]
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2018-10-31 - Sendandi: Fjarðabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2018-11-23 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A153 (gjafsókn í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-26 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4605 - Komudagur: 2019-03-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A161 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 15:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A166 (fjármögnun þjónustu SÁÁ og meðferðarúrræði utan höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-09-27 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 430 (svar) útbýtt þann 2018-11-14 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-09-27 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 879 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-01-31 16:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 885 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-02-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 927 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-02-07 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-02-05 14:14:58 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-05 14:56:24 - [HTML]
62. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-02-05 15:07:13 - [HTML]
62. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-02-05 16:41:04 - [HTML]
62. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-05 18:15:09 - [HTML]
62. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-05 18:39:50 - [HTML]
62. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-05 18:41:53 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-02-05 19:25:52 - [HTML]
62. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-05 23:37:52 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-02-06 16:45:21 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-06 17:12:23 - [HTML]
63. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-06 18:18:20 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-02-06 18:34:51 - [HTML]
63. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-02-06 20:15:25 - [HTML]
63. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-02-06 20:35:48 - [HTML]
64. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-02-07 12:06:45 - [HTML]
64. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-07 12:26:33 - [HTML]
64. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-02-07 13:37:03 - [HTML]
65. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-02-07 14:39:46 - [HTML]
65. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-02-07 15:17:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Strætó bs - [PDF]
Dagbókarnúmer 325 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2018-10-30 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2018-10-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 400 - Komudagur: 2018-11-02 - Sendandi: Vestfjarðastofa, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Ísafjarðarbær og Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2018-12-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2217 - Komudagur: 2019-01-04 - Sendandi: Steinunn Birna Friðriksdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2393 - Komudagur: 2019-01-03 - Sendandi: Stefán Örn Viðarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 3857 - Komudagur: 2019-01-09 - Sendandi: Búi Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4297 - Komudagur: 2019-02-01 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 4321 - Komudagur: 2019-02-04 - Sendandi: Atli Gylfason. - [PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-09-27 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 879 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-01-31 16:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 885 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-02-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 928 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-02-07 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2018-10-11 15:21:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2018-10-30 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 368 - Komudagur: 2018-10-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2018-11-02 - Sendandi: Vestfjarðastofa, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Ísafjarðarbær og Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 843 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 2018-12-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2219 - Komudagur: 2019-01-04 - Sendandi: Steinunn Birna Friðriksdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2394 - Komudagur: 2019-01-03 - Sendandi: Stefán Örn Viðarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 3858 - Komudagur: 2019-01-09 - Sendandi: Búi Guðmundsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4298 - Komudagur: 2019-02-01 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 4322 - Komudagur: 2019-02-05 - Sendandi: Atli Gylfason. - [PDF]

Þingmál A186 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2018-11-27 - Sendandi: Félag kvenna í atvinnulífinu - [PDF]

Þingmál A187 (staða sveitarfélaganna á Suðurnesjum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-02-28 14:30:19 - [HTML]

Þingmál A200 (fulltrúar af landsbyggðinni í stjórnum, nefndum og ráðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 340 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A206 (fulltrúar af landsbyggðinni í stjórnum, nefndum og ráðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (svar) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A212 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 10:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-24 20:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1686 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1792 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 16:34:58 - [HTML]
23. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-23 17:00:19 - [HTML]
23. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-10-23 18:01:53 - [HTML]
114. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 11:58:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2018-11-19 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4626 - Komudagur: 2019-03-11 - Sendandi: Samgöngufélagið - [PDF]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-10-23 20:29:02 - [HTML]
23. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-10-23 20:58:59 - [HTML]
23. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-23 21:10:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 556 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 22:10:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]

Þingmál A233 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-16 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4376 - Komudagur: 2019-02-14 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (staða barna tíu árum eftir hrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-17 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 22:59:59 - [HTML]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-23 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1916 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1928 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-06-19 20:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1941 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1944 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-19 21:38:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2018-11-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2018-12-06 - Sendandi: Íslandspóstur hf - [PDF]

Þingmál A272 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-24 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (gjaldtaka Isavia á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-10-24 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 394 (svar) útbýtt þann 2018-11-08 13:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4428 - Komudagur: 2019-02-20 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A280 (staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2075 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-11-06 14:10:51 - [HTML]

Þingmál A292 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A294 (samkeppnisrekstur opinberra aðila, fyrirtækja og stofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (frumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A299 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 769 - Komudagur: 2018-11-29 - Sendandi: Sjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2018-12-05 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]

Þingmál A305 (nýjar aðferðir við orkuöflun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4554 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4578 - Komudagur: 2019-02-27 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]

Þingmál A351 (styrkir til kaupa á hjálpartækjum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-12-10 17:00:33 - [HTML]

Þingmál A353 (ráðstafanir vegna biðlista eftir aðgerðum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-12-10 17:14:34 - [HTML]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-11 15:54:39 - [HTML]
98. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-02 22:03:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4219 - Komudagur: 2019-01-23 - Sendandi: Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4577 - Komudagur: 2019-02-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A396 (framkvæmd samgönguáætlunar 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-26 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (bólusetning ungbarna gegn hlaupabólu)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-02-04 17:47:39 - [HTML]
61. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-02-04 17:50:16 - [HTML]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-27 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1687 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-03 12:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2943 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3184 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4742 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4823 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-27 15:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2944 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3185 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4192 - Komudagur: 2019-01-22 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4824 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Blátt áfram, forvarnarverkefni - [PDF]
Dagbókarnúmer 2616 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3181 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A428 (gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (svar) útbýtt þann 2019-01-24 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-07 16:25:27 - [HTML]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A436 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4392 - Komudagur: 2019-02-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 4651 - Komudagur: 2019-03-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A437 (fjáraukalög 2018)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2018-12-09 - Sendandi: Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði - [PDF]

Þingmál A438 (réttindi barna erlendra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-02-18 16:42:15 - [HTML]

Þingmál A440 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-06 21:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-12-07 17:04:11 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-14 10:49:24 - [HTML]

Þingmál A441 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A442 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A463 (samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-06 16:54:00 - [HTML]

Þingmál A473 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 708 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-13 12:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A481 (fjöldi félagsbústaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 763 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-12-14 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-14 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-02-26 16:05:32 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-02-26 18:51:10 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-02-27 04:10:34 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-02-27 15:51:34 - [HTML]
71. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 15:57:00 - [HTML]
71. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 16:08:29 - [HTML]
71. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 18:20:08 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-02-28 11:07:03 - [HTML]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4523 - Komudagur: 2019-02-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A499 (fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A500 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (heilbrigðisstefna til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-23 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1684 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-03 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2019-01-30 17:45:08 - [HTML]
114. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-31 15:18:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4360 - Komudagur: 2019-02-12 - Sendandi: MND félagið á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 4401 - Komudagur: 2019-02-17 - Sendandi: Félag íslenskra heimilislækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4528 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Félag sjúkraþjálfara - [PDF]
Dagbókarnúmer 4529 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4540 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4544 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 4678 - Komudagur: 2019-03-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A519 (bætt kjör kvennastétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2019-01-24 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-04 16:49:53 - [HTML]
74. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-03-04 16:53:03 - [HTML]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-31 11:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-02-21 11:57:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4702 - Komudagur: 2019-03-18 - Sendandi: Hinsegin dagar - [PDF]

Þingmál A549 (helgidagafriður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 922 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-07 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-07 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (jöfnun orkukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-08 16:35:48 - [HTML]

Þingmál A569 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-21 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4878 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A637 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5745 - Komudagur: 2019-06-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4840 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 4852 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4853 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 5221 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 5589 - Komudagur: 2019-05-17 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A642 (siglingavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4974 - Komudagur: 2019-04-04 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1918 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-19 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-12 15:57:05 - [HTML]
121. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-06-12 16:26:40 - [HTML]
122. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-13 13:58:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4901 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Erfðanefnd landbúnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4916 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Valdimar Ingi Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4942 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 4961 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Ólafur I. Sigurgeirsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4968 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A650 (gistinætur í hús- og ferðaþjónustubifreiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1220 (svar) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (frumvarp) útbýtt þann 2019-03-18 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-19 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1561 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-20 19:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-06-13 15:13:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4945 - Komudagur: 2019-04-02 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A711 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5346 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A724 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1310 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-10 15:40:34 - [HTML]
92. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 16:12:57 - [HTML]
92. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 16:45:54 - [HTML]
92. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 17:16:02 - [HTML]
92. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-04-10 17:49:19 - [HTML]
92. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-04-10 18:16:12 - [HTML]
92. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-10 18:24:00 - [HTML]

Þingmál A732 (auglýsingar á samfélagsmiðlum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1413 (svar) útbýtt þann 2019-05-02 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A739 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-20 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1948 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-20 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-06-20 14:36:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5501 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]

Þingmál A752 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1808 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-13 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5122 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A759 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 20:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 18:30:18 - [HTML]

Þingmál A762 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2042 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-08-28 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 21:19:30 - [HTML]
131. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 20:00:24 - [HTML]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-13 21:19:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5159 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-04-02 21:25:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5117 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Félag eggjabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 5524 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Matfugl ehf. - [PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:50:32 - [HTML]

Þingmál A771 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A774 (frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1653 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 09:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 21:51:54 - [HTML]
88. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 22:15:59 - [HTML]
88. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 23:03:09 - [HTML]
122. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-13 15:35:48 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-18 14:11:26 - [HTML]
124. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-18 16:17:53 - [HTML]
125. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 11:13:40 - [HTML]
125. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 11:37:42 - [HTML]
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2019-06-19 11:50:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5120 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 5268 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag makrílveiðimanna - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1504 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 16:26:35 - [HTML]
106. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:14:23 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-21 16:23:11 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 17:16:20 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 17:41:04 - [HTML]
107. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 17:43:37 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-21 19:59:15 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 20:49:27 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 00:25:15 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-22 02:45:21 - [HTML]
107. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 02:55:18 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 05:29:29 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 06:04:08 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 20:31:40 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 16:50:19 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 17:42:50 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 20:22:55 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 22:23:26 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 05:09:48 - [HTML]
109. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 05:11:59 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-25 06:30:36 - [HTML]
111. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-27 22:58:05 - [HTML]
112. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-29 03:01:15 - [HTML]
117. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 19:23:50 - [HTML]
130. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-28 15:35:44 - [HTML]
130. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 18:31:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5089 - Komudagur: 2019-04-19 - Sendandi: Jón Baldvin Hannibalsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5114 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Frjálst land, félagasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 5190 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Landssamband bakarameistara - [PDF]
Dagbókarnúmer 5197 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5259 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 5337 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 5446 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 5450 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Þórarinn Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 5466 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landssamband bakarameistara - [PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5471 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5565 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A779 (vandaðir starfshættir í vísindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-29 12:35:58 - [HTML]
131. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 19:26:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5069 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5340 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A783 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5371 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Héraðssaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 5461 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Fréttastofa RÚV - [PDF]

Þingmál A784 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1733 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-06 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-10 20:41:22 - [HTML]
120. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-11 23:33:12 - [HTML]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5312 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5476 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1873 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1935 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5161 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5070 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5338 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5071 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5339 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1669 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-03 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-06 22:09:56 - [HTML]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1815 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1840 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-14 11:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A800 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A801 (menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5238 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag framhaldsskólakennara - [PDF]
Dagbókarnúmer 5341 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5381 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A802 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-11 21:18:40 - [HTML]

Þingmál A811 (niðurfelling ábyrgða á eldri námslánum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1279 (þáltill.) útbýtt þann 2019-04-02 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A891 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5580 - Komudagur: 2019-05-16 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (þjónusta við fæðandi konur á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1599 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-05-23 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1997 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A954 (félagsleg aðstoð og almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-06-04 11:02:56 - [HTML]
116. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-06-04 11:12:02 - [HTML]

Þingmál A960 (framkvæmd samgönguáætlunar 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-04 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1021 (vextir, gengistrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2107 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1023 (rafrænar þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1980 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-20 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2048 (svar) útbýtt þann 2019-08-29 17:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B44 (efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu)

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-20 11:07:45 - [HTML]

Þingmál B58 (ópíóíðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við honum)

Þingræður:
10. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-25 14:48:45 - [HTML]

Þingmál B139 (forvarnir)

Þingræður:
20. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-10-16 14:34:56 - [HTML]

Þingmál B142 (störf þingsins)

Þingræður:
21. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-10-17 15:23:22 - [HTML]

Þingmál B167 (framtíð og efling íslenska sveitarstjórnarstigsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-10-23 14:40:29 - [HTML]

Þingmál B170 (störf þingsins)

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-10-24 13:31:52 - [HTML]

Þingmál B178 (birting dóma og nafna í ákveðnum dómsmálum)

Þingræður:
25. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-25 10:51:24 - [HTML]

Þingmál B207 (störf þingsins)

Þingræður:
28. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir - Ræða hófst: 2018-11-07 15:04:13 - [HTML]
28. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-11-07 15:22:37 - [HTML]

Þingmál B228 (gerð krabbameinsáætlunar)

Þingræður:
30. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-12 15:45:01 - [HTML]

Þingmál B230 (eignarhald á bújörðum)

Þingræður:
30. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-12 16:20:19 - [HTML]

Þingmál B393 (losun fjármagnshafta)

Þingræður:
49. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2018-12-13 10:32:46 - [HTML]

Þingmál B415 (atvinnustefna á opinberum ferðamannastöðum)

Þingræður:
51. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-12-14 13:45:53 - [HTML]

Þingmál B437 (samgönguáætlun)

Þingræður:
47. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-12-11 20:09:24 - [HTML]

Þingmál B442 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
54. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 15:53:43 - [HTML]

Þingmál B463 (störf þingsins)

Þingræður:
56. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-01-23 15:05:35 - [HTML]
56. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-01-23 15:10:10 - [HTML]

Þingmál B556 (störf þingsins)

Þingræður:
68. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-02-20 15:13:04 - [HTML]

Þingmál B716 (störf þingsins)

Þingræður:
88. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-04-02 13:54:45 - [HTML]

Þingmál B774 (störf þingsins)

Þingræður:
97. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-30 13:42:45 - [HTML]

Þingmál B869 (tækifæri garðyrkjunnar)

Þingræður:
106. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-20 16:30:44 - [HTML]

Þingmál B919 (um fundarstjórn)

Þingræður:
111. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-05-27 15:47:15 - [HTML]

Þingmál B926 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
113. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 20:54:37 - [HTML]

Þingmál B952 (störf þingsins)

Þingræður:
116. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2019-06-04 10:05:31 - [HTML]

Þingmál B960 (störf þingsins)

Þingræður:
117. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-06-05 10:06:46 - [HTML]

Þingmál B965 (athugasemdir forseta við orð þingmanna)

Þingræður:
117. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-06-05 10:40:08 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-12 12:04:12 - [HTML]
3. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-12 16:04:30 - [HTML]
3. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-09-12 16:53:55 - [HTML]
4. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-13 14:30:39 - [HTML]
4. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 14:53:38 - [HTML]
30. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-12 14:48:04 - [HTML]
30. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-12 17:55:54 - [HTML]
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-14 12:23:40 - [HTML]
32. þingfundur - Hjálmar Bogi Hafliðason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-11-14 15:20:20 - [HTML]
35. þingfundur - María Hjálmarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-26 18:30:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 31 - Komudagur: 2019-10-03 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2019-10-08 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2019-10-11 - Sendandi: Sjálfstætt starfandi heilsugæstustöðvar - [PDF]
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2019-10-14 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3 - Komudagur: 2019-09-16 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5 - Komudagur: 2019-09-16 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A4 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2019-11-28 - Sendandi: Arion banki hf. - [PDF]

Þingmál A8 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Félagsráðgjafinn - [PDF]

Þingmál A13 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-16 15:44:35 - [HTML]

Þingmál A16 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 18:13:12 - [HTML]
7. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-19 18:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2020-03-12 - Sendandi: Samtök sjálfstætt starfandi skóla - [PDF]

Þingmál A17 (300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 15:41:04 - [HTML]
46. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 15:45:38 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 15:49:57 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 15:54:09 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 15:58:35 - [HTML]
46. þingfundur - Inga Sæland - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-16 20:52:04 - [HTML]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun í jarðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A24 (meðferðar- og endurhæfingarstefna í málefnum fanga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A33 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A41 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A50 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 17:33:25 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:04:22 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:41:07 - [HTML]
51. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:43:28 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:45:32 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-01-22 18:48:06 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 19:01:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1495 - Komudagur: 2020-03-10 - Sendandi: Fríkirkjusöfnuðurinn Reykjavík - [PDF]

Þingmál A57 (stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2020-02-21 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - [PDF]

Þingmál A71 (Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-29 18:06:08 - [HTML]

Þingmál A80 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-10 15:31:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A92 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-13 12:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A93 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-13 09:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (stafræn endurgerð íslensks prentmáls vegna þingsályktunar nr. 20/148)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-09-12 11:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (jafnræði við launasetningu ólíkra starfsstétta hjá hinu opinbera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2019-09-12 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-10-21 16:29:41 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-10-21 16:32:59 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-10-21 16:40:45 - [HTML]

Þingmál A99 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A100 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-19 10:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-06 17:59:54 - [HTML]
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-06 18:20:09 - [HTML]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-12 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 695 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-11 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 762 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-12-16 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-09-26 11:31:38 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-13 16:07:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A104 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-12-17 10:57:00 - [HTML]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 288 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-10-22 16:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 290 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-10-17 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 58 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A128 (fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-19 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 15:37:15 - [HTML]
11. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-09-26 15:52:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2019-10-24 - Sendandi: Fríkirkjusöfnuðurinn Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]

Þingmál A140 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1406 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-24 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 688 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-11 20:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 890 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-01-29 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-01-28 15:02:02 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 15:42:34 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 15:45:05 - [HTML]
53. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2020-01-28 17:54:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2019-10-31 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 853 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A158 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-17 16:45:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2019-12-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A163 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-26 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-10 15:40:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A179 (niðurfelling ábyrgða á eldri námslánum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-07 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-09 18:10:03 - [HTML]

Þingmál A181 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-01 10:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2020-02-05 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga - [PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-30 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 495 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-18 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-10-08 20:15:12 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 12:12:09 - [HTML]
39. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-03 15:25:17 - [HTML]
39. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-03 19:26:46 - [HTML]
40. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-12-04 15:49:49 - [HTML]

Þingmál A191 (staða barna tíu árum eftir hrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-08 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A202 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2019-12-12 - Sendandi: Hafsteinn Þór Hauksson og Oddur Þorri Viðarsson - [PDF]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-15 14:06:38 - [HTML]

Þingmál A230 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-23 18:10:30 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 18:23:21 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 18:27:34 - [HTML]

Þingmál A241 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-15 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (þjóðarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2019-11-13 - Sendandi: Náttúruhamfaratrygging Íslands - [PDF]

Þingmál A245 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-16 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2020-02-19 - Sendandi: Steinar Berg Ísleifsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1852 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A254 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-03-20 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (dreifing fjármagns til rannsókna, þróunar og nýsköpunar eftir landshlutum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2019-10-17 13:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2019-12-16 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]

Þingmál A269 (breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-21 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 15:56:48 - [HTML]
24. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 16:00:01 - [HTML]
24. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 16:06:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: Klassíski listdansskólinn - [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A285 (CBD í almennri sölu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Hampfélagið - [PDF]

Þingmál A311 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1610 - Komudagur: 2020-03-20 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A312 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1432 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-18 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-05 14:39:41 - [HTML]
27. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-05 14:44:07 - [HTML]
27. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 14:51:52 - [HTML]
105. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-19 14:48:36 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-19 14:53:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2020-03-10 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 673 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-09 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-05 14:18:34 - [HTML]
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 14:23:46 - [HTML]
45. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-13 16:29:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök verlsunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Margrét Þ. Jónsdóttir - [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1026 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1067 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-12 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1328 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-06 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 16:41:50 - [HTML]
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-04 16:56:53 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-03 15:11:02 - [HTML]
68. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-03 15:35:58 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-03 15:58:30 - [HTML]
68. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-03 16:16:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A318 (breyting á ýmsum lögum um matvæli)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-12-13 11:43:57 - [HTML]

Þingmál A320 (almennar íbúðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A324 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-13 17:18:17 - [HTML]
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-05-13 19:34:11 - [HTML]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1479 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-05 14:54:45 - [HTML]
27. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 15:08:32 - [HTML]
27. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-05 15:48:36 - [HTML]
27. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 16:10:34 - [HTML]
27. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-11-05 16:36:00 - [HTML]
108. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-25 19:47:18 - [HTML]
109. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2020-05-28 20:00:50 - [HTML]
109. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-05-28 20:14:23 - [HTML]
109. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-28 20:34:10 - [HTML]
110. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-05-29 12:50:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 625 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Jóhannes Ingibjartsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 2019-12-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1804 - Komudagur: 2020-04-16 - Sendandi: Linda Rut Benediktsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1811 - Komudagur: 2020-04-20 - Sendandi: Reynir Axelsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 2020-04-21 - Sendandi: Björn Eysteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2020 - Komudagur: 2020-05-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A364 (fjáraukalög 2019)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 21:57:04 - [HTML]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Nasdaq verðbréfamiðstöð - [PDF]

Þingmál A381 (úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 713 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 11:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-18 16:47:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-18 17:02:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-28 11:06:52 - [HTML]
129. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-06-29 10:43:14 - [HTML]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 716 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:17:07 - [HTML]
46. þingfundur - Óli Björn Kárason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-16 20:30:04 - [HTML]

Þingmál A397 (afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-03-05 19:08:24 - [HTML]

Þingmál A401 (umhverfisskattar, umhverfisgjöld og skattalegar ívilnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-11-25 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 982 (svar) útbýtt þann 2020-02-20 12:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1010 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2020-04-01 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-28 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Una Hildardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-30 15:18:48 - [HTML]

Þingmál A428 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-02 17:27:33 - [HTML]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur og tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 848 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 18:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1687 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 21:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-04 17:59:54 - [HTML]
40. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-04 18:21:07 - [HTML]
117. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-06-15 22:30:36 - [HTML]
118. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-16 13:09:16 - [HTML]
118. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-06-16 13:29:41 - [HTML]
118. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-16 18:11:40 - [HTML]
118. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-16 20:32:39 - [HTML]
118. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-16 23:11:32 - [HTML]
120. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-19 00:59:20 - [HTML]
120. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-06-19 02:45:02 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-20 11:16:45 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-20 15:30:54 - [HTML]
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-06-22 15:47:52 - [HTML]
122. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-06-22 18:39:26 - [HTML]
122. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-22 18:44:39 - [HTML]
122. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-22 21:04:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 18:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1687 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 21:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1944 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1020 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1044 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf. - [PDF]

Þingmál A437 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-12 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-19 14:16:41 - [HTML]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-02 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-04 17:13:50 - [HTML]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-10 15:38:14 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-10 16:16:43 - [HTML]
42. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-10 16:18:55 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-10 16:20:40 - [HTML]
43. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-12-11 16:16:45 - [HTML]
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-12-11 16:53:30 - [HTML]
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 17:21:36 - [HTML]
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 17:23:48 - [HTML]
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 17:25:56 - [HTML]
43. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-12-11 19:33:01 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-12-11 20:11:14 - [HTML]
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 21:44:42 - [HTML]
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 21:47:15 - [HTML]
43. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-12-11 21:50:02 - [HTML]
43. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 22:05:56 - [HTML]
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-11 22:29:47 - [HTML]
43. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 22:35:18 - [HTML]
43. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 22:39:47 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:29:25 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:33:29 - [HTML]
44. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:35:34 - [HTML]
44. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-12-12 13:02:28 - [HTML]
47. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-17 14:56:06 - [HTML]
47. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-12-17 15:00:03 - [HTML]

Þingmál A450 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-21 14:34:11 - [HTML]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-12-16 23:26:55 - [HTML]
46. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 00:10:07 - [HTML]
46. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 00:42:24 - [HTML]
46. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 00:44:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A479 (flutnings- og dreifikerfi raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (svar) útbýtt þann 2020-03-04 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (rafmagnsöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1495 (svar) útbýtt þann 2020-05-28 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A500 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (svar) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 840 (svar) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (107. og 108. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2018 og 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1610 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1657 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-09 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2020-02-27 - Sendandi: Gagnsæi, samtök gegn spillingu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A524 (launasjóður íslensks afreksíþróttafólks)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-04 19:32:49 - [HTML]

Þingmál A526 (reiknilíkan nemendaígildis á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 997 (svar) útbýtt þann 2020-02-24 17:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-05 16:59:26 - [HTML]

Þingmál A572 (reynsla af breyttu skipulagi heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 18:29:07 - [HTML]

Þingmál A581 (Framkvæmd samgönguáætlunar 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A609 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1705 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-15 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1712 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-15 20:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-04 17:42:58 - [HTML]
116. þingfundur - Brynjar Níelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-12 17:33:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 2020-03-21 - Sendandi: Dista ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2020-03-23 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2232 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Dista ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2289 - Komudagur: 2020-06-02 - Sendandi: ISAVIA - [PDF]
Dagbókarnúmer 2333 - Komudagur: 2020-06-07 - Sendandi: Dista ehf. - [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1732 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-29 16:45:06 - [HTML]

Þingmál A616 (Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 311/2019 um breytingu á X. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-03 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 13:53:37 - [HTML]

Þingmál A634 (siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-05 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1739 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 21:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1742 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-18 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-05-05 16:01:52 - [HTML]
97. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 16:24:14 - [HTML]
128. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 10:45:42 - [HTML]
128. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-06-26 11:34:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2093 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2367 - Komudagur: 2020-06-12 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A664 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1711 - Komudagur: 2020-03-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2213 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna - [PDF]

Þingmál A666 (félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2020-04-06 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1676 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1681 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1699 - Komudagur: 2020-03-25 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2020-03-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1190 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1192 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1202 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1207 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-03-30 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-03-23 14:14:55 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-30 13:50:06 - [HTML]
84. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:15:21 - [HTML]
84. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:19:38 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:21:01 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:24:30 - [HTML]
84. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-03-30 14:45:28 - [HTML]
84. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-30 16:16:22 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 16:36:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1652 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1655 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A697 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A699 (sérstakt tímabundið fjárfestingarátak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A701 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-28 18:22:28 - [HTML]

Þingmál A707 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-30 14:15:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2192 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2243 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]

Þingmál A710 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-05 22:24:34 - [HTML]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samtök sprotafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2092 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Nasdaq Iceland - [PDF]

Þingmál A714 (breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1920 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-06-29 15:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2020-05-11 19:51:24 - [HTML]
101. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 20:55:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2263 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-16 10:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2308 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Pure north recycling - [PDF]

Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-04-20 16:21:30 - [HTML]
93. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-04-28 15:01:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1824 - Komudagur: 2020-04-21 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-04-22 12:33:03 - [HTML]
92. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-04-22 14:49:12 - [HTML]
92. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-22 16:44:28 - [HTML]
100. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-07 17:01:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: None - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2543 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A725 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1380 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-11 19:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1874 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-05-06 20:59:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1875 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1904 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1913 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: Nox Medical - [PDF]
Dagbókarnúmer 1927 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A728 (Matvælasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-04-28 15:29:51 - [HTML]
93. þingfundur - Willum Þór Þórsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-04-28 18:06:46 - [HTML]

Þingmál A733 (aðgerðir í þágu námsmanna vegna COVID-19)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-30 16:42:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2121 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Sálfræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1737 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1939 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1961 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-29 23:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-29 17:51:36 - [HTML]
129. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-06-29 18:10:12 - [HTML]

Þingmál A769 (lögbundin verkefni Póst- og fjarskiptastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1677 (svar) útbýtt þann 2020-06-11 18:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A773 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-05-28 17:53:26 - [HTML]
110. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-05-29 12:17:48 - [HTML]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2323 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2332 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]

Þingmál A786 (aðgerðir til þess að verja heimilin)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-06-18 13:29:14 - [HTML]

Þingmál A811 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1538 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-28 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Smári McCarthy (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-28 15:43:22 - [HTML]

Þingmál A812 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-20 18:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 18:40:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2344 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Vinnumálastofnun - [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2201 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Hagsmunahópur fasteignafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2182 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A838 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-25 16:56:32 - [HTML]

Þingmál A839 (ferðagjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1642 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-08 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-09 16:32:02 - [HTML]
115. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-09 17:02:44 - [HTML]
115. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-06-09 17:52:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2268 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-12 21:13:28 - [HTML]
134. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2020-09-02 17:36:42 - [HTML]
134. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-09-02 18:08:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2390 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2392 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2397 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2449 - Komudagur: 2020-08-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A944 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-06-24 10:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-06-29 11:40:50 - [HTML]
129. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-29 11:48:11 - [HTML]
129. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-29 12:02:21 - [HTML]
130. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-29 22:00:10 - [HTML]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-08-28 15:42:53 - [HTML]
133. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2020-08-28 17:51:29 - [HTML]

Þingmál B7 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-09-11 21:22:03 - [HTML]

Þingmál B88 (velsældarhagkerfið)

Þingræður:
12. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 14:33:56 - [HTML]

Þingmál B89 (jarðamál og eignarhald þeirra)

Þingræður:
12. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2019-10-08 15:19:01 - [HTML]

Þingmál B99 (störf þingsins)

Þingræður:
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-09 15:13:41 - [HTML]
14. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-10-09 15:18:15 - [HTML]

Þingmál B135 (störf þingsins)

Þingræður:
19. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-16 15:12:42 - [HTML]

Þingmál B157 (fjárfestingaleið Seðlabankans)

Þingræður:
22. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-21 15:35:30 - [HTML]

Þingmál B158 (háskólastarf á landsbyggðinni)

Þingræður:
22. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-10-21 15:39:15 - [HTML]

Þingmál B179 (aðgerðir Íslandsbanka)

Þingræður:
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-10-24 10:36:02 - [HTML]

Þingmál B218 (samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins)

Þingræður:
28. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-11-06 16:27:49 - [HTML]

Þingmál B223 (losun kolefnis)

Þingræður:
29. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-11-11 15:04:04 - [HTML]

Þingmál B282 (jöfnun dreifikostnaðar á raforku)

Þingræður:
34. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-11-25 16:17:58 - [HTML]
34. þingfundur - María Hjálmarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-25 16:25:24 - [HTML]
34. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-11-25 16:51:15 - [HTML]

Þingmál B314 (lóðagjöld á bújörðum og skattalegir hvatar til að halda jörðum í ábúð)

Þingræður:
37. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-28 13:52:06 - [HTML]

Þingmál B327 (störf þingsins)

Þingræður:
39. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2019-12-03 13:54:24 - [HTML]

Þingmál B336 (samkomulag við fráfarandi ríkislögreglustjóra)

Þingræður:
40. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-12-04 15:26:32 - [HTML]
40. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-12-04 15:28:51 - [HTML]

Þingmál B368 (störf þingsins)

Þingræður:
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-11 15:20:39 - [HTML]

Þingmál B438 (fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
52. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-01-23 11:27:47 - [HTML]

Þingmál B472 (málefni flóttamanna og hælisleitenda)

Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-02-03 15:06:01 - [HTML]

Þingmál B502 (störf þingsins)

Þingræður:
60. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-02-18 13:35:30 - [HTML]

Þingmál B513 (stuðningur við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins)

Þingræður:
61. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-02-20 11:31:06 - [HTML]

Þingmál B560 (jafnt atkvæðavægi)

Þingræður:
69. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-03-04 15:52:37 - [HTML]
69. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-03-04 15:57:13 - [HTML]
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-03-04 16:08:20 - [HTML]

Þingmál B672 (gagnsæi brúarlána)

Þingræður:
86. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-04-02 11:04:22 - [HTML]

Þingmál B775 (störf þingsins)

Þingræður:
97. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-05-05 13:49:45 - [HTML]

Þingmál B780 (orð þingmanns um annan þingmann)

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-05-05 14:09:08 - [HTML]

Þingmál B830 (fjárhagsstaða stúdenta)

Þingræður:
103. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-13 15:34:31 - [HTML]

Þingmál B865 (nýting vindorku)

Þingræður:
108. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-05-25 15:34:26 - [HTML]

Þingmál B935 (skimanir ferðamanna)

Þingræður:
114. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-06-08 16:04:40 - [HTML]
114. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-06-08 16:09:20 - [HTML]

Þingmál B969 (hlutdeildarlán)

Þingræður:
117. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-15 15:56:40 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 530 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-09 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 571 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-14 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 726 (lög í heild) útbýtt þann 2020-12-18 22:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-10-05 16:36:11 - [HTML]
36. þingfundur - Logi Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-12-11 13:24:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 75 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2020-10-06 17:25:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]

Þingmál A4 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2020-11-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-26 16:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-02 15:55:37 - [HTML]
30. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-12-02 17:31:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2020-11-01 - Sendandi: Ólafur K. Ólafs f.h. 11 lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2020-11-16 - Sendandi: Ólafur K. Ólafs - [PDF]
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A7 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 2167 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-13 19:07:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 335 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Átak, bifreiðastjórafélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 445 - Komudagur: 2020-11-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A11 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-11 17:16:19 - [HTML]
66. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-03-12 12:51:59 - [HTML]
79. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2021-04-15 13:59:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 620 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-15 21:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Vottunarstofan ICert - [PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2020-11-12 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-15 21:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Faggildingarráð - [PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-08 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 522 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-08 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Logi Einarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-09 19:55:35 - [HTML]

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 16:04:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A22 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-13 16:32:11 - [HTML]
37. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-14 16:44:01 - [HTML]
37. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-12-14 17:03:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-10-22 12:11:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A27 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-12 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 14:20:29 - [HTML]

Þingmál A35 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 17:10:45 - [HTML]

Þingmál A38 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A42 (stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2020-11-25 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-07 17:07:20 - [HTML]
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-07 18:07:13 - [HTML]
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2020-12-07 18:22:29 - [HTML]
49. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-27 18:10:23 - [HTML]

Þingmál A63 (ákvörðun pólskra sveitarfélaga um að lýsa sig ,,LGBT-laus svæði")[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (svar) útbýtt þann 2020-10-20 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (Þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-13 14:50:49 - [HTML]
88. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-05-03 16:36:02 - [HTML]

Þingmál A87 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Bótanefnd - [PDF]

Þingmál A91 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-11-26 18:15:18 - [HTML]

Þingmál A94 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 430 - Komudagur: 2020-11-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A100 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 23:03:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A101 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 17:13:44 - [HTML]

Þingmál A105 (aðgengi að vörum sem innihalda CBD)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1695 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-10 15:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2902 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A116 (launasjóður íslensks afreksíþróttafólks)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-06-12 22:08:45 - [HTML]

Þingmál A136 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 971 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-03-03 17:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Storytel á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]

Þingmál A141 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2211 - Komudagur: 2021-03-18 - Sendandi: Ráðgjafahópur umboðsmanns barna (ungmennaráð) - [PDF]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Kristján Rúnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A162 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A178 (fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-12 19:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-23 16:58:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2020-11-04 - Sendandi: Örn Bárður Jónsson - [PDF]

Þingmál A188 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2154 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]

Þingmál A201 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: HHB&W ehf. - [PDF]

Þingmál A204 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1307 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-03 17:00:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtökin 78 - [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 336 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Neyðarlínan ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A211 (bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A212 (tekjufallsstyrkir)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-11-04 18:02:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Gaflaraleikhúsið,félagasamtök - [PDF]

Þingmál A213 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-12-15 19:30:15 - [HTML]

Þingmál A229 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-21 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-05 17:28:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2020-11-24 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 548 - Komudagur: 2020-11-25 - Sendandi: Landssamband kúabænda - [PDF]

Þingmál A232 (Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-22 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-24 15:51:09 - [HTML]
59. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-02-24 16:01:22 - [HTML]

Þingmál A235 (framkvæmd ályktana Alþingis 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 828 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A240 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 882 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A242 (takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A265 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-05 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-04-15 15:54:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 749 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Hábrún ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A266 (Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]

Þingmál A274 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 19:26:36 - [HTML]

Þingmál A278 (menntastefna 2021--2030)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-11-17 17:20:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2020-11-25 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst - [PDF]
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Iðnmennt - [PDF]
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2020-12-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A282 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2097 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A300 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A301 (álagning fasteignaskatta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-13 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (fjárhagslegar viðmiðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 21:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-12-14 22:24:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2020-12-21 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A321 (Tækniþróunarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-17 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 19:29:28 - [HTML]
24. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 19:48:47 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-11-24 20:20:53 - [HTML]
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-24 20:57:06 - [HTML]
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 21:27:38 - [HTML]
24. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 21:30:09 - [HTML]
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 22:04:13 - [HTML]
41. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-12-18 00:30:19 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-12-18 22:23:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2020-12-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-01-27 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 838 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-02-11 12:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 865 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-02-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-25 16:40:33 - [HTML]
25. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-11-25 18:14:57 - [HTML]
50. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-01-28 14:29:51 - [HTML]
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-01-28 17:47:54 - [HTML]
51. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-02-02 15:22:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2020-12-12 - Sendandi: Heilsufrelsi Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2021-01-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A334 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-11 15:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Samstöðuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og rekstaraðila á eigin kennitölu í ferðaþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Samstöðuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og rekstaraðila á eigin kennitölu í ferðaþjónustu - [PDF]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1636 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-06-08 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1776 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1817 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-15 21:41:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2541 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A340 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-02 16:44:26 - [HTML]

Þingmál A341 (upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa og flöggunarskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1047 (lög í heild) útbýtt þann 2021-03-16 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2020-12-17 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A343 (lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-26 17:44:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2021-02-04 - Sendandi: Bjartur Thorlacius - [PDF]
Dagbókarnúmer 1666 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Hrafnista,dvalarheim aldraðra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Stjórn Lífssafn Landspítala innan Rannsóknarsviðs - [PDF]

Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2337 - Komudagur: 2021-03-24 - Sendandi: Samtök smærri útgerða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2408 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-09 17:11:45 - [HTML]
106. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-06-03 15:42:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2021-01-10 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1550 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-31 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-03 18:00:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1292 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A362 (greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-03 17:20:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2020-12-09 - Sendandi: Handknattleikssamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 946 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Körfuknattleikssamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 951 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A366 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-01-19 14:20:35 - [HTML]
45. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-19 14:38:31 - [HTML]
97. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-05-18 19:42:16 - [HTML]
99. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-20 13:44:10 - [HTML]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1604 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 16:52:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1254 - Komudagur: 2021-01-19 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1345 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Halldór Kvaran - [PDF]
Dagbókarnúmer 1431 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Norðurflug ehf. - [PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: Hrafnabjargavirkjun hf. - [PDF]

Þingmál A372 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-15 17:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Félag vinnuvélaeigenda - [PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1200 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-14 16:18:23 - [HTML]
80. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-19 14:03:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Logos - [PDF]
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]

Þingmál A374 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A376 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-12-16 19:05:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 944 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 962 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1639 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-08 16:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1557 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A392 (námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1455 (svar) útbýtt þann 2021-05-25 12:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-12-15 18:04:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A399 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A400 (breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-20 17:21:41 - [HTML]
46. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-20 17:42:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði - [PDF]
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Drangey - smábátafélag Skagafjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1728 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-20 18:10:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1555 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Halldór Gunnar Ólafsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1695 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A426 (úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2020-12-18 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-01-26 16:19:46 - [HTML]
48. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-26 16:42:43 - [HTML]
48. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-26 16:44:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A443 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A444 (breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1338 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Prófnefnd viðurkenndra bókara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-05-04 19:18:08 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-04 21:03:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2162 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Fjölmenningarsetur - [PDF]

Þingmál A460 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-20 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 18:58:28 - [HTML]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-03 14:57:22 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-02-03 16:29:38 - [HTML]
54. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-02-11 16:06:48 - [HTML]
54. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-11 17:10:50 - [HTML]
54. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-02-11 19:06:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2021-03-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2010 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2340 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A470 (Kristnisjóður o.fl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-26 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 19:07:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2269 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A478 (breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-27 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-03-24 16:29:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1827 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A489 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu drengja í skólakerfinu)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 17:52:11 - [HTML]
67. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 18:06:15 - [HTML]
67. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 18:08:31 - [HTML]

Þingmál A491 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 14:02:15 - [HTML]

Þingmál A495 (breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 826 (frumvarp) útbýtt þann 2021-02-02 13:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2375 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-16 20:19:08 - [HTML]
55. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 20:35:58 - [HTML]
55. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 20:56:21 - [HTML]
55. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-16 21:05:48 - [HTML]
55. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 21:35:33 - [HTML]
55. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-02-16 21:48:21 - [HTML]
55. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 21:52:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1800 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1933 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1959 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1983 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A505 (ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2021-02-26 - Sendandi: Endurvinnslan hf - [PDF]

Þingmál A506 (Fjarskiptastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1795 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-12 23:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (ályktun þingfundar ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (svar) útbýtt þann 2021-03-04 18:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 16:38:51 - [HTML]

Þingmál A518 (samgönguúrbætur á norðanverðum Tröllaskaga)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-03 14:01:35 - [HTML]

Þingmál A522 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-11 16:10:43 - [HTML]

Þingmál A533 (langtímaorkustefna og aðgerðaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-17 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1766 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1807 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 15:09:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2006 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2021-03-12 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A536 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 15:42:26 - [HTML]
88. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-03 18:02:39 - [HTML]
93. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-11 14:37:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1671 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1777 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 16:53:21 - [HTML]
57. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-18 17:18:30 - [HTML]
112. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-12 02:19:40 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-06-12 02:45:42 - [HTML]
112. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-12 02:53:44 - [HTML]
112. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-12 02:58:14 - [HTML]
113. þingfundur - Willum Þór Þórsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-12 15:32:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Húnavatnshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2108 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2353 - Komudagur: 2021-03-26 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2956 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A539 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 901 (þáltill.) útbýtt þann 2021-02-17 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-15 18:06:51 - [HTML]

Þingmál A549 (fiskeldi, matvæli og landbúnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-18 16:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2142 - Komudagur: 2021-03-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A551 (heimilisuppbót og sérstök uppbót almannatrygginga og aldurstakmörk námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1840 (svar) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A564 (kynjavakt Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (þáltill.) útbýtt þann 2021-03-02 13:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A569 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-04 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1608 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-04 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1806 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 16:05:35 - [HTML]
67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 16:07:29 - [HTML]
67. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 16:09:44 - [HTML]
67. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-16 16:31:03 - [HTML]
67. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-03-16 17:01:23 - [HTML]
67. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 17:08:54 - [HTML]
67. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 17:11:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2345 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Vantrú - [PDF]
Dagbókarnúmer 2666 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Kristinn Jens Sigurþórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2825 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Prestafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A589 (mat á því hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-11 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-11 15:53:05 - [HTML]

Þingmál A603 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1685 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-10 11:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1773 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1814 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-03-18 14:31:22 - [HTML]

Þingmál A620 (kostnaðarþátttaka hjálpartækja til útivistar og tómstunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1886 (svar) útbýtt þann 2021-08-25 11:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (starfsemi Úrvinnslusjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1076 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-18 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1914 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2538 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2499 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1625 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-07 19:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1665 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1727 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-11 11:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-08 21:17:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2523 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Ráðgjafaráð veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A644 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1631 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-07 19:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Halldóra Mogensen (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-09 21:54:02 - [HTML]

Þingmál A645 (lýðheilsustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-24 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1759 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-12 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:46:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2608 - Komudagur: 2021-04-23 - Sendandi: Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2958 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar - [PDF]

Þingmál A663 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 18:42:31 - [HTML]
77. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-04-13 19:32:17 - [HTML]
105. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-02 13:56:32 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-02 14:05:10 - [HTML]
105. þingfundur - Logi Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-02 14:06:26 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-02 14:07:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2914 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A675 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1500 (svar) útbýtt þann 2021-05-25 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A676 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1526 (svar) útbýtt þann 2021-05-27 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1918 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1369 (svar) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-18 22:01:45 - [HTML]

Þingmál A698 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 16:03:03 - [HTML]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2661 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 2670 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2672 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Almenni lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2677 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2694 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2697 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2831 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3028 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2813 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 21:09:51 - [HTML]

Þingmál A708 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2787 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur og orku náttúrunnar - [PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-14 13:46:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2814 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2996 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: María Sjöfn Árnadóttir - [PDF]

Þingmál A727 (hjálpartæki fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (svar) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-14 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-12 15:47:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2883 - Komudagur: 2021-05-05 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]

Þingmál A734 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-15 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 15:23:30 - [HTML]
82. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2021-04-21 17:18:33 - [HTML]

Þingmál A752 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 16:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A755 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3040 - Komudagur: 2021-05-21 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A762 (Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1702 (þál. í heild) útbýtt þann 2021-06-10 19:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-10 15:43:40 - [HTML]

Þingmál A768 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-05 14:28:01 - [HTML]
90. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-05-05 14:43:22 - [HTML]

Þingmál A769 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-11 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-05-11 15:02:38 - [HTML]

Þingmál A775 (atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1656 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-06-08 20:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-04 15:54:21 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-08 14:25:47 - [HTML]
109. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-08 14:56:36 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-08 16:06:11 - [HTML]
109. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-08 18:14:30 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-09 13:44:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3017 - Komudagur: 2021-05-18 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A790 (framkvæmd samgönguáætlunar 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A795 (ríkisstyrkir til fyrirtækja og stofnana á fræðslumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1669 (svar) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A817 (úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (þáltill.) útbýtt þann 2021-05-27 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A818 (fjáraukalög 2021)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-10 11:08:28 - [HTML]

Þingmál A854 (sveigjanleiki í námi og fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1842 (svar) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A855 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1670 (frumvarp) útbýtt þann 2021-06-09 19:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A872 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B16 (kynjahalli í aðgerðum ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-10-05 10:46:37 - [HTML]

Þingmál B49 (störf þingsins)

Þingræður:
8. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-10-13 14:06:36 - [HTML]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-10-19 16:18:05 - [HTML]
10. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-19 17:37:19 - [HTML]

Þingmál B69 (störf þingsins)

Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-10-20 14:01:20 - [HTML]

Þingmál B104 (sóttvarnaráðstafanir, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
16. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-05 11:38:48 - [HTML]
16. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-05 12:25:45 - [HTML]

Þingmál B121 (þjónusta sérgreinalækna á landsbyggðinni)

Þingræður:
18. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-12 11:38:45 - [HTML]

Þingmál B152 (störf þingsins)

Þingræður:
22. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-11-18 15:14:34 - [HTML]

Þingmál B176 (sóttvarnaaðgerðir í framhaldsskólum)

Þingræður:
24. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2020-11-24 14:20:15 - [HTML]

Þingmál B224 (sóttvarnaráðstafanir með sérstakri áherslu á bólusetningar gegn Covid-19 - forgangsröðun og skipulag, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-03 12:16:36 - [HTML]

Þingmál B289 (störf þingsins)

Þingræður:
38. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-12-15 13:58:58 - [HTML]

Þingmál B316 (horfur um afhendingu bóluefnis vegna Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-18 12:45:42 - [HTML]

Þingmál B334 (sala Íslandsbanka)

Þingræður:
44. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-18 15:23:47 - [HTML]

Þingmál B339 (sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
44. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-01-18 18:33:32 - [HTML]
44. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-18 22:26:23 - [HTML]

Þingmál B413 (greining leghálssýna)

Þingræður:
53. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-02-04 13:19:53 - [HTML]

Þingmál B415 (áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála)

Þingræður:
53. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-04 13:30:01 - [HTML]

Þingmál B417 (samskipti Íslands og Bandaríkjanna eftir valdaskiptin 20. janúar sl.)

Þingræður:
53. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-04 13:38:32 - [HTML]

Þingmál B442 (Covid-19 og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 14:55:19 - [HTML]

Þingmál B626 (fátækt á Íslandi)

Þingræður:
77. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2021-04-13 13:57:08 - [HTML]

Þingmál B741 (heimildir lögreglu til stöðvunar mótmæla)

Þingræður:
91. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-05-06 13:28:09 - [HTML]
91. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-05-06 13:31:02 - [HTML]

Þingmál B827 (störf þingsins)

Þingræður:
101. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-26 13:13:00 - [HTML]

Þingmál B853 (eignir Íslendinga á aflandssvæðum)

Þingræður:
104. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-06-01 14:07:24 - [HTML]

Þingmál B879 (almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður))

Þingræður:
108. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 20:47:45 - [HTML]
108. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 20:54:16 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 231 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-21 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 232 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-21 19:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 249 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-12-28 10:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 269 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-28 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 286 (lög í heild) útbýtt þann 2021-12-28 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-12-02 21:36:33 - [HTML]
15. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-21 21:12:44 - [HTML]
15. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-21 21:15:12 - [HTML]
15. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-12-21 22:51:48 - [HTML]
15. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-12-22 00:49:27 - [HTML]
16. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-12-22 10:42:55 - [HTML]
19. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-12-28 14:23:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2021-12-11 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2021-12-15 - Sendandi: Atvinnufjelagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 339 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-22 21:54:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2022-01-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-22 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-12-27 11:05:39 - [HTML]
17. þingfundur - Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-27 15:31:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2021-12-14 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2021-12-19 - Sendandi: Lífeyrissjóður bænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2021-12-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2021-12-28 - Sendandi: Ólafur K. Ólafsson - [PDF]

Þingmál A12 (úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-07 12:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-19 17:59:53 - [HTML]
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-01-19 18:13:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Náttúruhamfaratrygging Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2022-02-17 - Sendandi: Fjallabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2022-03-28 - Sendandi: Guðrún Pálsdóttir og Guðmundur R. Björgvinsson - [PDF]

Þingmál A23 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-16 00:15:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3667 - Komudagur: 2022-06-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 3668 - Komudagur: 2022-06-15 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A30 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 987 - Komudagur: 2022-02-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A39 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A55 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-02 17:24:13 - [HTML]
45. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-02 17:41:57 - [HTML]

Þingmál A56 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2022-03-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A57 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Fríða Rún Þórðardóttir - [PDF]

Þingmál A59 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-07 16:20:55 - [HTML]

Þingmál A65 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 12:46:46 - [HTML]

Þingmál A73 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Félag strandveiðimanna - [PDF]

Þingmál A75 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-03-03 13:48:53 - [HTML]

Þingmál A76 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 13:54:59 - [HTML]

Þingmál A77 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 14:19:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2022-03-14 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A78 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-03 14:48:19 - [HTML]

Þingmál A79 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (vextir og verðtrygging og húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 18:34:42 - [HTML]

Þingmál A84 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A88 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-10 11:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A93 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A99 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 10:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A118 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-03 14:23:37 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-02-03 15:22:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2022-02-22 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf - [PDF]

Þingmál A143 (tímasett aðgerðaáætlun um einföldun regluverks)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-19 16:20:59 - [HTML]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-12-21 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-12-27 16:36:06 - [HTML]

Þingmál A162 (starf Seðlabanka Íslands eftir gildistöku laga nr. 92/2019)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-01-27 14:30:37 - [HTML]

Þingmál A164 (fjárhagslegar viðmiðanir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2022-01-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-01-18 15:09:38 - [HTML]
23. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-01-18 15:44:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 727 - Komudagur: 2022-02-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-13 18:13:23 - [HTML]

Þingmál A170 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-14 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-26 18:53:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2022-02-15 - Sendandi: Torg ehf. - [PDF]

Þingmál A175 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 694 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1288 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-16 00:04:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: EAK ehf. - [PDF]

Þingmál A190 (framlög, styrkir, viljayfirlýsingar, fyrirheit og samningar allra ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-12-15 18:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A202 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-28 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-26 17:12:24 - [HTML]
27. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-26 17:39:16 - [HTML]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-17 22:41:25 - [HTML]

Þingmál A232 (styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-02 16:47:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2022-01-24 - Sendandi: Samstöðuhópur einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu SELFF - [PDF]
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2022-01-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A238 (val á söluaðila raforku til þrautavara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-01-20 13:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-02-03 18:04:36 - [HTML]

Þingmál A251 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 19:15:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Félag strandveiðimanna - [PDF]

Þingmál A252 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A258 (minnisblöð sóttvarnalæknis og ákvarðanir ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (svar) útbýtt þann 2022-03-15 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A259 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (þáltill.) útbýtt þann 2022-01-25 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A268 (aðlögun barna að skólastarfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-01-27 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (svar) útbýtt þann 2022-06-01 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 766 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-03-29 18:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-05-31 22:48:16 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-31 23:03:02 - [HTML]

Þingmál A282 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-01 13:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-08 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (umferðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 17:04:51 - [HTML]
37. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 17:08:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2022-02-28 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A334 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-08 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 18:53:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1205 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1211 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Santewines SAS - [PDF]
Dagbókarnúmer 1216 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A357 (sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-02-10 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (endurskoðun skattmatsreglna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A367 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-01 14:36:39 - [HTML]
44. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-01 14:39:10 - [HTML]

Þingmál A378 (endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-22 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-09 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2022-02-24 11:20:57 - [HTML]

Þingmál A415 (aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1173 - Komudagur: 2022-03-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1269 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 17:05:07 - [HTML]
91. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-15 19:20:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3462 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3570 - Komudagur: 2022-06-04 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A418 (mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 597 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1381 (þál. í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-15 21:22:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1351 - Komudagur: 2022-04-22 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]

Þingmál A423 (málarekstur ráðherra fyrir dómstólum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 17:23:12 - [HTML]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-03-09 17:59:24 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-15 16:21:50 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 18:14:45 - [HTML]

Þingmál A439 (Evrópuráðsþingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (utanríkis- og alþjóðamál 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-08 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-03-10 15:22:02 - [HTML]

Þingmál A447 (aðgengi að sérgreinalæknum á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 798 (svar) útbýtt þann 2022-04-01 14:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-22 20:02:24 - [HTML]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 13:17:28 - [HTML]
67. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-04-08 13:55:34 - [HTML]
67. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-04-08 15:01:52 - [HTML]
67. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-04-08 15:52:35 - [HTML]

Þingmál A459 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-23 20:05:19 - [HTML]
78. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-05-23 20:07:33 - [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1376 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-29 16:24:06 - [HTML]
59. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-03-29 19:12:07 - [HTML]
59. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-03-29 19:48:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1262 - Komudagur: 2022-04-04 - Sendandi: Neyðarlínan ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2022-04-12 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3240 - Komudagur: 2022-05-11 - Sendandi: Ljósleiðarinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3256 - Komudagur: 2022-05-13 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-21 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3508 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Samband ungra sjálfstæðismanna - [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-17 18:13:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3339 - Komudagur: 2022-05-24 - Sendandi: Sóttvarnalæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 3378 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3483 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1212 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-06 17:18:38 - [HTML]
64. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2022-04-07 12:01:34 - [HTML]
89. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-13 15:26:37 - [HTML]
89. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-06-13 19:43:18 - [HTML]
89. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-06-13 23:50:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3208 - Komudagur: 2022-04-29 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 3289 - Komudagur: 2022-05-17 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 3294 - Komudagur: 2022-05-16 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3299 - Komudagur: 2022-05-10 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A518 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-15 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 20:32:45 - [HTML]
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 16:44:55 - [HTML]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1259 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 14:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3585 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - [PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-05-23 21:19:30 - [HTML]

Þingmál A563 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-04-01 14:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1383 (þál. (m.áo.br.)) útbýtt þann 2022-06-15 21:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 17:02:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3397 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 3527 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3408 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3474 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A575 (stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2022-05-17 20:01:46 - [HTML]
91. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-15 15:59:43 - [HTML]

Þingmál A582 (niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3254 - Komudagur: 2022-05-13 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A592 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3518 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A593 (sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 22:30:54 - [HTML]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1321 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2022-06-15 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-24 21:12:07 - [HTML]
80. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-05-24 21:20:06 - [HTML]
80. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-24 21:32:09 - [HTML]
80. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-24 21:42:53 - [HTML]
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-15 17:25:22 - [HTML]
91. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-15 17:38:24 - [HTML]
91. þingfundur - Björgvin Jóhannesson - Ræða hófst: 2022-06-15 17:42:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3469 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 3522 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum - [PDF]
Dagbókarnúmer 3596 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A600 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (sala á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-25 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1105 (svar) útbýtt þann 2022-05-31 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A660 (kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1443 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A664 (ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýslu ríkisins niður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1107 (svar) útbýtt þann 2022-05-31 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-18 16:48:39 - [HTML]
79. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-05-24 15:45:16 - [HTML]

Þingmál A679 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-16 17:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3578 - Komudagur: 2022-06-04 - Sendandi: Bílgreinasambandið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 3579 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Rafbílasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-23 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1291 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 23:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-30 16:15:45 - [HTML]
81. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-05-30 16:55:38 - [HTML]
90. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-15 00:31:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3575 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3577 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Almenni lífeyrissjóðurinn - [PDF]

Þingmál A702 (greiðslur til LOGOS lögmannsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1059 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-05-24 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1426 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A723 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-07 18:00:17 - [HTML]

Þingmál A730 (framkvæmd samgönguáætlunar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A737 (skilyrði fyrir gerð greiðsluáætlunar um skatta og opinber gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A766 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B86 (fjárhagsstaða sveitarfélaga)

Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-16 14:05:11 - [HTML]

Þingmál B144 (staðan í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
23. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-18 14:25:28 - [HTML]

Þingmál B155 (sóttvarnaaðgerðir, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
25. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-20 13:49:53 - [HTML]
25. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-20 15:09:19 - [HTML]

Þingmál B175 (færsla aflaheimilda í strandveiðum)

Þingræður:
26. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-25 14:35:42 - [HTML]

Þingmál B188 (afgreiðsla ríkisborgararéttar)

Þingræður:
28. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-01-27 10:33:37 - [HTML]
28. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-27 10:42:33 - [HTML]
28. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-01-27 10:45:11 - [HTML]

Þingmál B212 (sala raforku til þrautavara)

Þingræður:
33. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-02-03 10:53:25 - [HTML]
33. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-02-03 10:57:22 - [HTML]

Þingmál B216 (afléttingaráætlun stjórnvalda, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 12:10:03 - [HTML]
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 13:39:57 - [HTML]
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 13:54:35 - [HTML]
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 13:58:18 - [HTML]
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 14:11:34 - [HTML]

Þingmál B218 (túlkun starfsmannalaga um flutning embættismanna)

Þingræður:
33. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-02-03 16:17:12 - [HTML]

Þingmál B223 (frumvarp um strandveiðar)

Þingræður:
34. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-02-07 15:21:59 - [HTML]

Þingmál B236 (innlend matvælaframleiðsla)

Þingræður:
36. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-09 16:07:13 - [HTML]

Þingmál B248 (opinn fundur með dómsmálaráðherra vegna gagna frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-10 10:42:57 - [HTML]
37. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-10 10:45:46 - [HTML]
37. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-02-10 10:59:48 - [HTML]

Þingmál B263 (störf þingsins)

Þingræður:
39. þingfundur - Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - Ræða hófst: 2022-02-22 13:35:26 - [HTML]
39. þingfundur - Friðrik Már Sigurðsson - Ræða hófst: 2022-02-22 13:55:45 - [HTML]

Þingmál B342 (störf þingsins)

Þingræður:
49. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-09 15:37:12 - [HTML]

Þingmál B399 (þróunarsamvinna og Covid-19)

Þingræður:
54. þingfundur - Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - Ræða hófst: 2022-03-22 14:31:38 - [HTML]
54. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-22 14:45:12 - [HTML]

Þingmál B420 (sala á hlut í Íslandsbanka)

Þingræður:
55. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-23 15:04:22 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-23 15:25:10 - [HTML]

Þingmál B487 (sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-30 16:32:34 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-30 18:16:48 - [HTML]
60. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-30 18:44:09 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-30 19:35:34 - [HTML]
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-30 20:06:40 - [HTML]

Þingmál B510 (störf þingsins)

Þingræður:
63. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-04-06 14:15:45 - [HTML]

Þingmál B519 (almannatryggingar)

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-07 16:06:21 - [HTML]

Þingmál B522 (traust við sölu ríkiseigna)

Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-07 11:17:32 - [HTML]

Þingmál B543 (sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
68. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-25 16:59:34 - [HTML]
68. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-25 17:40:03 - [HTML]
68. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-04-25 17:52:50 - [HTML]
68. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-25 18:14:14 - [HTML]
68. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-04-25 18:16:25 - [HTML]
68. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-25 20:20:28 - [HTML]
68. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-25 22:10:07 - [HTML]
68. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-25 23:07:37 - [HTML]
68. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-25 23:11:41 - [HTML]
68. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 00:05:14 - [HTML]
68. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 01:13:11 - [HTML]
68. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 01:28:54 - [HTML]
68. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-04-26 02:17:05 - [HTML]

Þingmál B553 (störf þingsins)

Þingræður:
70. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-04-27 15:07:50 - [HTML]
70. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-27 15:29:22 - [HTML]

Þingmál B590 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðismál)

Þingræður:
74. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-05-16 15:26:38 - [HTML]

Þingmál B599 (störf þingsins)

Þingræður:
76. þingfundur - Helga Þórðardóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 13:33:07 - [HTML]

Þingmál B629 (brottvísanir flóttamanna)

Þingræður:
80. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-05-24 18:24:02 - [HTML]

Þingmál B675 (gögn frá Útlendingastofnun)

Þingræður:
85. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-06-07 14:53:32 - [HTML]

Þingmál B712 (störf þingsins)

Þingræður:
90. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-14 13:14:32 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-15 19:56:55 - [HTML]
4. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-16 13:30:21 - [HTML]
43. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2022-12-07 19:57:49 - [HTML]
43. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-12-08 01:49:56 - [HTML]
43. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 02:51:37 - [HTML]
44. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 12:44:13 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-08 13:32:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Icelandair ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 98 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Borgarleikhúsið - [PDF]
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 837 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 871 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-12-15 13:57:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 60 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 3713 - Komudagur: 2022-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A10 (efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A14 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-20 21:08:45 - [HTML]

Þingmál A17 (verkferlar um viðbrögð við ógnandi hegðun og ofbeldi meðal barna og ungmenna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2022-11-08 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A18 (breyting á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-12 18:51:41 - [HTML]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A28 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-10-20 12:51:50 - [HTML]

Þingmál A29 (starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 08:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-17 17:39:23 - [HTML]
33. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-17 17:44:05 - [HTML]
33. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-17 17:44:41 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 689 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A38 (starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-23 14:57:49 - [HTML]
68. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-23 15:02:19 - [HTML]
68. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2023-02-23 15:10:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4114 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Íslandsdeild Transparency International - [PDF]

Þingmál A41 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-12 18:32:45 - [HTML]
13. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-12 18:37:08 - [HTML]
13. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-12 18:44:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 323 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A47 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-17 18:47:13 - [HTML]

Þingmál A48 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-21 18:11:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A55 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-21 18:55:26 - [HTML]

Þingmál A57 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-22 14:20:28 - [HTML]

Þingmál A59 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-24 14:59:10 - [HTML]

Þingmál A66 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-23 18:05:12 - [HTML]

Þingmál A68 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2022-12-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A72 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Viðar Eggertsson - Ræða hófst: 2023-02-23 17:43:49 - [HTML]

Þingmál A74 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-23 18:19:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A80 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-23 17:29:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4305 - Komudagur: 2023-04-11 - Sendandi: Astma- og ofnæmisfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4337 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4364 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Dóra Ásgeirsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4407 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]

Þingmál A90 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 394 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A93 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 93 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-19 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-01 18:38:01 - [HTML]

Þingmál A107 (Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 10:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4196 - Komudagur: 2023-03-23 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst ses. - [PDF]

Þingmál A114 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-05-16 14:39:31 - [HTML]

Þingmál A122 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4271 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]

Þingmál A126 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4345 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A127 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-22 18:20:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4236 - Komudagur: 2023-03-28 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf - [PDF]

Þingmál A128 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 16:37:19 - [HTML]

Þingmál A143 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4065 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4097 - Komudagur: 2023-03-15 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1706 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-08 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 19:06:42 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-05-09 20:23:42 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:33:12 - [HTML]
104. þingfundur - Ingibjörg Isaksen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:35:21 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:37:15 - [HTML]

Þingmál A153 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3838 - Komudagur: 2023-02-14 - Sendandi: Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A155 (niðurfelling námslána)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-13 14:25:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 325 - Komudagur: 2022-11-02 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A162 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-29 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 17:32:15 - [HTML]

Þingmál A165 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 19:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 18:04:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4162 - Komudagur: 2023-03-21 - Sendandi: Orlofsnefnd húsmæðra Kópavogi - [PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-27 17:03:30 - [HTML]
9. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-27 17:45:09 - [HTML]
9. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2022-09-27 17:47:36 - [HTML]
49. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-12-14 23:43:06 - [HTML]

Þingmál A174 (lyfsala utan apóteka)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-07 17:49:25 - [HTML]

Þingmál A177 (fulltrúar í starfshópi um stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-20 18:38:01 - [HTML]

Þingmál A188 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna - [PDF]

Þingmál A200 (skipanir án auglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (svar) útbýtt þann 2022-10-13 10:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 385 - Komudagur: 2022-11-08 - Sendandi: Heilsuhagur - hagsmunasamtök notenda í heilbrigðisþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 431 - Komudagur: 2022-11-10 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A227 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-12-12 20:51:04 - [HTML]
47. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 00:18:59 - [HTML]

Þingmál A231 (úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-20 17:12:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Náttúruhamfaratrygging Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2022-11-08 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A255 (Samstarfssjóður háskóla og fjarnám)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - svar - Ræða hófst: 2022-10-17 17:45:52 - [HTML]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 278 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Húseigendafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2022-11-08 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2022-11-15 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2022-12-13 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A273 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-18 18:33:23 - [HTML]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 225 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-10 17:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 20:44:53 - [HTML]

Þingmál A297 (úthlutanir Tækniþróunarsjóðs)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-03-20 19:06:57 - [HTML]

Þingmál A317 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-13 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A322 (val á söluaðila raforku til þrautavara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-13 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1312 (svar) útbýtt þann 2023-03-15 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A325 (bætt staða og þjónusta við Íslendinga búsetta erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-13 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-05-03 17:49:41 - [HTML]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-10-20 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-26 15:46:22 - [HTML]

Þingmál A366 (Menntamálastofnun og námsgagnagerð)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - svar - Ræða hófst: 2022-11-07 17:23:00 - [HTML]

Þingmál A370 (aðgengi fatlaðs fólks að réttinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (svar) útbýtt þann 2023-03-06 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-01-24 17:24:21 - [HTML]
55. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-01-25 17:21:08 - [HTML]
56. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-01-26 17:15:38 - [HTML]
58. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-01 20:40:44 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 00:59:30 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:15:30 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:04:52 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-08 00:10:07 - [HTML]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-27 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-11-07 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (jafnréttis- og kynfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 3829 - Komudagur: 2023-02-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Framvís - samtök vísifjárfesta, - [PDF]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 668 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A457 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-17 15:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A476 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - [PDF]

Þingmál A485 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4132 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2023-02-09 15:51:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3937 - Komudagur: 2023-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3966 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 4488 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4489 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A530 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-15 20:27:43 - [HTML]
50. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-15 20:31:55 - [HTML]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 722 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: NPA miðstöðin - [PDF]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-02-09 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1200 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-02-27 17:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-03-23 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1436 (lög í heild) útbýtt þann 2023-03-28 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Jódís Skúladóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-22 16:37:51 - [HTML]
85. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-03-22 16:44:31 - [HTML]
86. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-23 11:33:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3760 - Komudagur: 2023-01-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A536 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1694 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-05 12:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4536 - Komudagur: 2023-05-02 - Sendandi: Brim hf. - [PDF]

Þingmál A540 (opinbert eftirlit Matvælastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1910 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-31 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-06-01 19:27:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3951 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A542 (tónlist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4121 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A543 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2022-12-15 21:34:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3738 - Komudagur: 2023-01-10 - Sendandi: Útvarp Saga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3747 - Komudagur: 2023-01-10 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]

Þingmál A546 (leyfisskylda og eftirlit með áfangaheimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4880 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Vernd fangahjálp - [PDF]

Þingmál A552 (aðgerðir vegna ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 953 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 16:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (úrvinnslugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-09 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-12-14 12:06:59 - [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3984 - Komudagur: 2023-03-06 - Sendandi: Hopp Mobility ehf. - [PDF]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (andleg líðan barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2224 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (samráð starfshóps um endurskoðun húsaleigulaga við hagaðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 985 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-01-24 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3954 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A679 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4095 - Komudagur: 2023-03-15 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A689 (tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4122 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A690 (myndlistarstefna til 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-02-01 17:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3918 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A710 (aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (þáltill.) útbýtt þann 2023-02-07 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (kostnaður vegna fjar- og staðnáms á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1330 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A740 (meginþættir í störfum fjármálastöðugleikaráðs 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1128 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-20 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (jafnræði í skráningu foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1136 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-20 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1360 (svar) útbýtt þann 2023-03-21 15:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (ráðning starfsfólks með skerta starfsorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (svar) útbýtt þann 2023-03-21 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (þáltill.) útbýtt þann 2023-02-23 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (sérstök tímabundin ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (þáltill.) útbýtt þann 2023-02-23 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-05-16 16:04:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4879 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis - [PDF]

Þingmál A783 (Evrópuráðsþingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-06 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (álit) útbýtt þann 2023-02-27 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (álit) útbýtt þann 2023-02-28 10:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-28 15:36:58 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 16:07:34 - [HTML]
70. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 16:09:24 - [HTML]
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-28 16:11:36 - [HTML]
70. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 16:40:05 - [HTML]
70. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 17:09:11 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-02-28 17:58:18 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-28 19:24:36 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-28 19:49:34 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 20:09:21 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-28 20:25:58 - [HTML]

Þingmál A795 (aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-02-28 19:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4593 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Málfrelsis - Samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi - [PDF]

Þingmál A804 (efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1772 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-12 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2023-05-15 16:07:03 - [HTML]

Þingmál A805 (ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A807 (þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4908 - Komudagur: 2023-06-01 - Sendandi: Hampfélagið - [PDF]

Þingmál A857 (aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4741 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-20 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1719 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-08 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A861 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-21 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-23 15:19:14 - [HTML]
86. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 15:43:17 - [HTML]
86. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 15:45:44 - [HTML]
86. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-03-23 16:13:09 - [HTML]
86. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-23 16:25:31 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-03-23 16:36:36 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 16:50:53 - [HTML]
86. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 16:53:09 - [HTML]
86. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-23 16:55:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4267 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Strandveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4300 - Komudagur: 2023-04-05 - Sendandi: Íslandssaga - Fiskvinnslan á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 4432 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A863 (grásleppuveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1673 (svar) útbýtt þann 2023-05-05 12:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-19 16:16:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]

Þingmál A893 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 16:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4682 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-31 11:39:14 - [HTML]
94. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-04-17 18:44:03 - [HTML]
95. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-04-18 15:15:06 - [HTML]
95. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2023-04-18 20:16:09 - [HTML]
95. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2023-04-18 21:04:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4446 - Komudagur: 2023-04-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4472 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 4478 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 4483 - Komudagur: 2023-04-22 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4484 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 4490 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4491 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 4493 - Komudagur: 2023-04-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4609 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A896 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-05-24 17:44:15 - [HTML]

Þingmál A914 (landbúnaðarstefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4428 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A924 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-30 11:13:07 - [HTML]

Þingmál A939 (tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 14:24:56 - [HTML]

Þingmál A940 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-18 22:07:47 - [HTML]

Þingmál A941 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2023-04-25 19:04:47 - [HTML]
121. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-06-08 20:49:24 - [HTML]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 21:00:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4754 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Neytendasamtökin og Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4763 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4768 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 4793 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4817 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1967 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-05 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1974 (breytingartillaga) útbýtt þann 2023-06-05 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2062 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-08 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2138 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-04-25 20:19:53 - [HTML]
117. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-06-06 16:11:28 - [HTML]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4616 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Gunnlogi, félagasamtök - [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-26 16:42:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4744 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 4884 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A952 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2098 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-09 10:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-19 15:40:31 - [HTML]
122. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-09 15:35:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4572 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4573 - Komudagur: 2023-05-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A955 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4776 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4578 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A969 (erfðalög og erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4780 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A974 (alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2023-04-18 22:22:55 - [HTML]
95. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-18 22:33:58 - [HTML]
95. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-04-18 23:20:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4552 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 4909 - Komudagur: 2023-06-01 - Sendandi: Halldór Gunnar Ólafsson - [PDF]

Þingmál A978 (aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4647 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-26 19:14:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4687 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - [PDF]

Þingmál A982 (aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1530 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4608 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og vestfjarðastofa - [PDF]

Þingmál A983 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1993 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-07 12:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4792 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]

Þingmál A987 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 17:07:18 - [HTML]
98. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 17:48:46 - [HTML]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4934 - Komudagur: 2023-06-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A1053 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-05-24 18:44:56 - [HTML]

Þingmál A1066 (ráðstöfun byggðakvóta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1754 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2023-05-10 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1132 (framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1888 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-05-30 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1161 (forsendur og endurskoðun krabbameinsáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2289 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B10 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-09-14 20:42:08 - [HTML]

Þingmál B43 (störf þingsins)

Þingræður:
6. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2022-09-20 13:48:10 - [HTML]

Þingmál B45 (störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-09-21 15:19:24 - [HTML]

Þingmál B65 (Virðismat kvennastarfa)

Þingræður:
8. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-09-22 11:29:29 - [HTML]

Þingmál B82 (viðbrögð opinberra aðila við náttúruvá)

Þingræður:
9. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-27 14:19:28 - [HTML]

Þingmál B127 (Fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu)

Þingræður:
16. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-13 11:14:04 - [HTML]
16. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-13 11:19:18 - [HTML]
16. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-10-13 11:52:45 - [HTML]

Þingmál B156 (Störf þingsins)

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2022-10-18 13:59:17 - [HTML]

Þingmál B259 (sala Íslandsbanka)

Þingræður:
30. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-11-14 15:06:21 - [HTML]
30. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-11-14 15:10:52 - [HTML]

Þingmál B271 (Störf þingsins)

Þingræður:
31. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-11-15 14:08:37 - [HTML]

Þingmál B272 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka)

Þingræður:
31. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-15 15:37:46 - [HTML]
31. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-11-15 17:34:52 - [HTML]
31. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-15 18:31:04 - [HTML]
31. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-11-15 18:49:01 - [HTML]
31. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-11-15 19:25:37 - [HTML]
31. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-15 20:25:47 - [HTML]
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-11-15 20:55:54 - [HTML]
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-15 21:08:38 - [HTML]
31. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-15 21:10:50 - [HTML]
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-11-15 21:22:00 - [HTML]
31. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-15 21:32:22 - [HTML]
31. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-11-15 22:08:20 - [HTML]

Þingmál B276 (lögfræðiálit vegna ÍL-sjóðs)

Þingræður:
31. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-11-15 13:47:28 - [HTML]

Þingmál B280 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka)

Þingræður:
32. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-11-16 15:03:28 - [HTML]

Þingmál B281 (biðlistar í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
32. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-11-16 15:12:12 - [HTML]

Þingmál B287 (Niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
32. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2022-11-16 17:37:27 - [HTML]
32. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-16 18:27:56 - [HTML]

Þingmál B312 (greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol)

Þingræður:
34. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-11-21 15:06:23 - [HTML]

Þingmál B317 (Störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-11-23 15:41:00 - [HTML]

Þingmál B366 (biðlistar í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
41. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-12-05 15:42:59 - [HTML]

Þingmál B448 (styrkur til N4)

Þingræður:
50. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-15 11:07:32 - [HTML]

Þingmál B514 (Ferðaþjónustan á Íslandi í kjölfar Covid-19)

Þingræður:
56. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-26 11:15:56 - [HTML]

Þingmál B532 (Störf þingsins)

Þingræður:
58. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-01 15:49:36 - [HTML]

Þingmál B587 (sjávarútvegsmál)

Þingræður:
63. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-08 16:12:25 - [HTML]

Þingmál B645 (breytingar á háskólastiginu)

Þingræður:
69. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-27 15:34:35 - [HTML]

Þingmál B658 (Störf þingsins)

Þingræður:
70. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 15:01:00 - [HTML]

Þingmál B725 (einkarekstur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
79. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2023-03-13 16:10:39 - [HTML]

Þingmál B749 (birting greinargerðar um sölu Lindarhvols)

Þingræður:
82. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-03-20 15:40:39 - [HTML]

Þingmál B752 (Samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn varðandi rafvarnarvopn)

Þingræður:
82. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-03-20 16:40:58 - [HTML]

Þingmál B786 (Störf þingsins)

Þingræður:
89. þingfundur - Viðar Eggertsson - Ræða hófst: 2023-03-28 13:38:34 - [HTML]

Þingmál B880 (svör ráðherra við fyrirspurnum)

Þingræður:
100. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-04-27 16:07:58 - [HTML]

Þingmál B998 (Staðan í efnahagsmálum, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umr.)

Þingræður:
113. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-05-30 18:24:08 - [HTML]

Þingmál B1031 (skipun í stjórnir opinberra stofnana)

Þingræður:
116. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-06-05 15:30:05 - [HTML]

Þingmál B1054 (loftslagsgjöld á flug)

Þingræður:
121. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-06-08 11:40:23 - [HTML]
121. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2023-06-08 11:42:52 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-09-14 12:27:24 - [HTML]
3. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 16:05:10 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 17:42:00 - [HTML]
43. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-05 20:11:26 - [HTML]
43. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-12-05 22:13:22 - [HTML]
45. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-07 13:49:31 - [HTML]
45. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-12-07 16:46:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2023-10-09 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 249 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2023-10-23 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 994 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ragnar Sigurðsson - Ræða hófst: 2023-09-18 17:59:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2023-10-03 - Sendandi: Þjóðkirkjan - [PDF]
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 138 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1093 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A6 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 17:03:12 - [HTML]

Þingmál A8 (þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 174 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Hampfélagið - [PDF]

Þingmál A19 (þjóðarmarkmið um fastan heimilislækni og heimilisteymi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A22 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: Svavar Kjarrval - [PDF]
Dagbókarnúmer 1544 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Mirra - Fræðsla, rannsóknir, ráðgjöf - [PDF]

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1319 - Komudagur: 2024-01-16 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A29 (Orkustofnun og raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1141 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1170 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-03-06 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1180 (lög í heild) útbýtt þann 2024-03-07 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-03-05 17:36:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2024-02-12 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1456 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A32 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1108 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-02-22 23:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]

Þingmál A35 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1378 - Komudagur: 2024-02-07 - Sendandi: Landmælingar Íslands - [PDF]

Þingmál A37 (málstefna íslensks táknmáls 2024--2027 og aðgerðaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (fjarvinnustefna)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-08 11:40:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1545 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A45 (erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Sýslumannaráð - [PDF]

Þingmál A50 (brottfall laga um heiðurslaun listamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A72 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst ses. - [PDF]

Þingmál A74 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-08 17:13:24 - [HTML]

Þingmál A79 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A81 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Tómas A. Tómasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-09 15:29:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A83 (aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-14 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-11-23 15:20:38 - [HTML]

Þingmál A87 (breytingar á aðalnámskrá grunnskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Félag læsisfræðinga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A94 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-12 17:35:12 - [HTML]

Þingmál A107 (merkingar á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (skráning foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Jódís Skúladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 18:06:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1915 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2080 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A116 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-15 11:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Félag heyrnarlausra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1636 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A119 (starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (skipun starfshóps um umönnun og geymslu líka)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jódís Skúladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-21 16:35:56 - [HTML]

Þingmál A123 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-12 17:59:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A126 (efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1735 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A134 (lagning heilsársvegar í Árneshrepp)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum, þjóðfræðistofa - [PDF]

Þingmál A137 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-21 17:05:51 - [HTML]

Þingmál A141 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 15:13:57 - [HTML]

Þingmál A146 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A151 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (sérstök tímabundin ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-19 15:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A160 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A164 (Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Póstdreifing ehf. - [PDF]

Þingmál A182 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A187 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1973 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-20 17:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1991 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-21 16:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2023-11-29 23:12:59 - [HTML]

Þingmál A229 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-21 15:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-17 14:58:20 - [HTML]

Þingmál A234 (stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-21 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-14 15:43:28 - [HTML]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 630 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-28 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-11-28 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-11-29 22:16:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2023-10-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-28 12:39:28 - [HTML]

Þingmál A261 (samráð starfshóps um endurskoðun húsaleigulaga við hagaðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 264 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-26 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 594 (svar) útbýtt þann 2023-11-21 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 558 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-10-06 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2023-10-10 17:21:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 385 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 405 - Komudagur: 2023-10-27 - Sendandi: Ísafjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2023-11-14 - Sendandi: Fjarðabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2023-11-22 - Sendandi: Ráðgjafahópur umboðsmanns barna (ungmennaráð) - [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2892 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1718 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-16 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-26 15:31:52 - [HTML]
117. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2024-06-05 23:21:12 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-06-06 12:17:16 - [HTML]
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2024-06-06 12:59:30 - [HTML]
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 13:24:29 - [HTML]
118. þingfundur - Katrín Sif Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 17:28:27 - [HTML]
118. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 18:17:59 - [HTML]
118. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 20:54:32 - [HTML]
118. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-06 23:00:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Orka náttúrunnar ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: RARIK - [PDF]

Þingmál A391 (endurgreiðslukerfi vegna viðgerða á rafmagnstækjum)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - svar - Ræða hófst: 2023-11-06 17:12:56 - [HTML]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A402 (gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]

Þingmál A409 (læsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1759 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A448 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (almennar sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 13:33:55 - [HTML]
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 13:35:59 - [HTML]
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 13:40:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Árni H. Kristjánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson, - [PDF]
Dagbókarnúmer 898 - Komudagur: 2023-11-28 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 913 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1327 - Komudagur: 2024-01-23 - Sendandi: Sigrún Magnúsdóttir - [PDF]

Þingmál A450 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A462 (framkvæmd markaðskönnunar og undirbúningur útboðs á póstmarkaði)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-11-22 19:19:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1159 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Íslandspóstur ohf - [PDF]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 780 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-13 22:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-14 18:04:55 - [HTML]
50. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-14 18:32:13 - [HTML]
50. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-14 18:36:39 - [HTML]
50. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-12-14 21:17:22 - [HTML]
51. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-15 14:10:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Samtök sjálfstæðra skóla - [PDF]
Dagbókarnúmer 946 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Sjávarborg ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: FRÍSK - Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2023-12-05 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-09 15:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Súðavíkurhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1133 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Vestmannaeyjabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2024-01-02 - Sendandi: GB stjórnsýsluráðgjöf slf - [PDF]

Þingmál A479 (Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2024-01-03 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga - [PDF]

Þingmál A485 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 560 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-13 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-11-13 22:34:14 - [HTML]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1053 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði - [PDF]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-14 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-15 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-11-21 17:09:58 - [HTML]
51. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-15 21:37:44 - [HTML]
51. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-15 21:46:48 - [HTML]
51. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-12-15 21:58:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Rafbílasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Halldór Rósmundur Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-20 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2101 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-22 19:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2023-12-12 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A511 (aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1445 - Komudagur: 2024-02-15 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1833 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Símennt - samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Símennt - samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]

Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-01-30 15:43:04 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-06-21 23:29:10 - [HTML]
129. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-22 00:35:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: Hrafnasteinar ehf. - [PDF]

Þingmál A533 (breytingar á lögum um mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 18:26:16 - [HTML]

Þingmál A535 (landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-24 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1673 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-13 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1724 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-05-16 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-28 17:12:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2024-02-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2023-11-28 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-12-15 15:20:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Guðmundur I Bergþórsson og Sigurður Jóhannesson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-12-15 20:12:04 - [HTML]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-11-29 17:22:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-15 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1252 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-03-19 14:30:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: HLH ráðgjöf - [PDF]

Þingmál A585 (Umhverfis- og orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2082 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-22 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2114 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 21:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2134 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (framvinda stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-24 13:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1345 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A624 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1610 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Myndstef - [PDF]

Þingmál A626 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-31 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1007 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-02-06 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-02-07 16:30:43 - [HTML]

Þingmál A629 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-30 14:27:09 - [HTML]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 18:11:02 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A672 (ráðstöfun byggðakvóta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1004 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2024-02-06 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1468 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Hjá Höllu ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1493 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Grindin ehf. - [PDF]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1397 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-02-12 16:15:45 - [HTML]
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-24 18:59:29 - [HTML]
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 19:08:36 - [HTML]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (frumvarp) útbýtt þann 2024-02-13 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1101 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-02-21 23:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1102 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-02-21 23:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1128 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-02-22 23:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1131 (lög í heild) útbýtt þann 2024-02-23 00:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2024-02-15 13:47:48 - [HTML]
73. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-15 14:59:41 - [HTML]
77. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-02-22 14:22:18 - [HTML]
77. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 14:45:56 - [HTML]
77. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2024-02-22 16:38:22 - [HTML]
77. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-02-22 16:54:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1448 - Komudagur: 2024-02-15 - Sendandi: Grindavíkurbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1504 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1515 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1737 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-05-17 16:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2024-04-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-21 16:14:33 - [HTML]
76. þingfundur - Valgerður Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-02-21 16:36:05 - [HTML]
109. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-05-08 15:50:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Samtök heilbrigðisfyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1665 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1696 - Komudagur: 2024-03-11 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2024-03-11 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1704 - Komudagur: 2024-03-11 - Sendandi: Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1718 - Komudagur: 2024-03-14 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2136 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A728 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A729 (mat á menntun innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-18 18:28:03 - [HTML]

Þingmál A734 (raunfærnimat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2268 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-22 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2022 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2066 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2117 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 16:02:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2817 - Komudagur: 2024-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A738 (lóðarleigusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (svar) útbýtt þann 2024-03-20 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-06 17:04:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2024-03-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Alma íbúðafélag hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2007 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Kærunefnd húsamála - [PDF]
Dagbókarnúmer 2125 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Árni Páll Hafþórsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2500 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A772 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-06 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1590 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-19 18:50:35 - [HTML]
108. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-05-07 16:07:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1924 - Komudagur: 2024-04-04 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1939 - Komudagur: 2024-04-05 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-07 16:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-12 16:56:52 - [HTML]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A847 (Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2024-03-20 17:32:29 - [HTML]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1961 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2773 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 21:55:40 - [HTML]
120. þingfundur - María Rut Kristinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-11 17:16:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2296 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samorka - [PDF]

Þingmál A899 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2294 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2481 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2837 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2842 - Komudagur: 2024-06-20 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2277 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A905 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2335 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2679 - Komudagur: 2024-06-03 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2177 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A910 (fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1964 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-20 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2023 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-21 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 14:37:41 - [HTML]
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 14:52:07 - [HTML]
129. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-22 00:48:54 - [HTML]
129. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-22 01:00:49 - [HTML]
129. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-22 01:22:03 - [HTML]
129. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-22 01:26:52 - [HTML]
129. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-22 01:29:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2186 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2542 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A911 (Nýsköpunarsjóðurinn Kría)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A916 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2113 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Akta sjóðir hf. - [PDF]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1872 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-12 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 17:24:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2641 - Komudagur: 2024-05-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2692 - Komudagur: 2024-06-04 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2801 - Komudagur: 2024-06-07 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A919 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2058 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-22 10:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-17 23:31:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2460 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2812 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2818 - Komudagur: 2024-06-10 - Sendandi: Consensa ehf. - [PDF]

Þingmál A920 (ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1751 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-01 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1778 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-03 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2062 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 11:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2120 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 14:28:57 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 14:47:59 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 14:50:57 - [HTML]
96. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 16:06:30 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-04-16 16:26:44 - [HTML]
96. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-04-16 16:46:25 - [HTML]
96. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 17:19:36 - [HTML]
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 18:03:02 - [HTML]
129. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-21 20:04:06 - [HTML]
129. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-21 20:35:48 - [HTML]
129. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-21 21:20:34 - [HTML]
129. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-21 22:08:25 - [HTML]
130. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-06-22 10:37:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2208 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2209 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2426 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2496 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A921 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2604 - Komudagur: 2024-05-23 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1855 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-12 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 19:11:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2674 - Komudagur: 2024-06-03 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A923 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A924 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2132 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 16:31:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2327 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: RATEL - [PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2383 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2465 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2494 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Blöndu og Svartár - [PDF]
Dagbókarnúmer 2503 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Hábrún ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2514 - Komudagur: 2024-05-16 - Sendandi: ÍS 47 ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1847 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-11 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1943 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-19 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2024-04-15 19:24:19 - [HTML]
96. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 21:08:16 - [HTML]
124. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-18 20:18:38 - [HTML]
128. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-20 22:33:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2068 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2210 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A936 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-23 21:21:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2111 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Andri Björn Róbertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2122 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Andri Björn Róbertsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2420 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum - [PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2601 - Komudagur: 2024-05-23 - Sendandi: SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna - [PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1891 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-13 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
105. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-30 17:51:44 - [HTML]
124. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 21:07:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2268 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2540 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Árnesinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2565 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2669 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A940 (bókmenntastefna fyrir árin 2024--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2535 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2613 - Komudagur: 2024-05-24 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]

Þingmál A942 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 22:06:33 - [HTML]
96. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-04-16 22:45:18 - [HTML]

Þingmál A947 (ástandsskoðun húseigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1774 (svar) útbýtt þann 2024-06-04 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1002 (gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2194 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1014 (styrkir til félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2260 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-16 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-18 11:12:17 - [HTML]
99. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2024-04-19 14:14:41 - [HTML]
100. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-22 15:55:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2190 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2285 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2303 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2308 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2310 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2312 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2400 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna - [PDF]

Þingmál A1036 (ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1505 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-15 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1995 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-21 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1099 (utanríkis- og alþjóðamál 2023)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-13 15:58:59 - [HTML]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1114 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1690 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-14 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2024-06-19 20:17:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2680 - Komudagur: 2024-06-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2686 - Komudagur: 2024-06-04 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]

Þingmál A1130 (breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-04 14:54:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2715 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Axel S Blomsterberg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Sigríður Rós Jónatansdóttir - [PDF]

Þingmál A1131 (Afurðasjóður Grindavíkurbæjar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2024-06-04 17:32:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2759 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A1146 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-10 17:08:16 - [HTML]

Þingmál A1151 (íslenska sem opinbert mál á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2243 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1181 (fimm ára aðgerðaáætlun heilbrigðisstefnu 2025 til 2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1965 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-20 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B13 (Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2023-09-13 21:13:23 - [HTML]

Þingmál B162 (Ráðstöfun söluágóða af ríkiseignum til fjárfestinga í mikilvægum innviðum)

Þingræður:
11. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-10-09 16:40:59 - [HTML]

Þingmál B173 (Störf þingsins)

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-10-11 15:16:07 - [HTML]

Þingmál B184 (Fátækt og samfélagslegur kostnaður, munnleg skýrsla forsætisráðherra.)

Þingræður:
14. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-10-12 17:43:38 - [HTML]

Þingmál B190 (álit umboðsmanns Alþingis og traust almennings á stjórnvöldum)

Þingræður:
15. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-16 15:07:49 - [HTML]

Þingmál B217 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)

Þingræður:
18. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-10-19 10:55:00 - [HTML]

Þingmál B235 (Störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-10-25 15:31:34 - [HTML]

Þingmál B349 (hlutverk ríkisfjármála í baráttunni gegn verðbólgu)

Þingræður:
36. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-11-23 11:41:51 - [HTML]

Þingmál B393 (Óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
41. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2023-12-04 15:12:14 - [HTML]

Þingmál B417 (skráning skammtímaleigu húsnæðis í atvinnuskyni)

Þingræður:
45. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-12-07 10:36:44 - [HTML]
45. þingfundur - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-12-07 10:40:28 - [HTML]

Þingmál B532 (Staða mála varðandi Grindavík, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
56. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-22 15:11:35 - [HTML]

Þingmál B558 (Útvistun heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
59. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-01-25 11:20:09 - [HTML]

Þingmál B659 (Áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2024-02-13 15:53:01 - [HTML]

Þingmál B748 (Samkeppni og neytendavernd)

Þingræður:
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 11:40:54 - [HTML]

Þingmál B851 (aðgerðir til eflingar náms í heibrigðisvísindum)

Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-15 16:17:16 - [HTML]

Þingmál B869 (tímabil strandveiða)

Þingræður:
97. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-17 15:30:27 - [HTML]

Þingmál B966 (orð ráðherra um valdheimildir ríkislögreglustjóra)

Þingræður:
109. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-05-08 15:34:57 - [HTML]

Þingmál B976 (brottvísun þolenda mansals úr landi)

Þingræður:
110. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2024-05-13 15:34:13 - [HTML]

Þingmál B1052 (regluverk almannatrygginga)

Þingræður:
118. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-06-06 10:44:41 - [HTML]

Þingmál B1077 (störf þingsins)

Þingræður:
120. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2024-06-11 13:38:24 - [HTML]

Þingmál B1127 (Störf þingsins)

Þingræður:
125. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2024-06-19 11:03:51 - [HTML]
125. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-19 11:11:07 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-10 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-09-13 11:05:09 - [HTML]
4. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-09-13 11:09:39 - [HTML]
4. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2024-09-13 11:25:00 - [HTML]
4. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-13 14:32:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 153 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Viska, Stéttarfélag sérfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2024-10-22 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: Heimili kvikmyndanna-Bíó Paradís ses. - [PDF]
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2024-11-04 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2024-10-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 589 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Skref til baka - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2024-11-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A40 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-26 14:10:52 - [HTML]

Þingmál A44 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-07 17:05:54 - [HTML]

Þingmál A67 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 12:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-17 14:04:26 - [HTML]

Þingmál A72 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 09:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 13:32:01 - [HTML]

Þingmál A78 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 15:15:11 - [HTML]

Þingmál A118 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A122 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-19 11:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A162 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A164 (Fiskistofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A186 (skráning foreldratengsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-19 13:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 16 - Komudagur: 2024-09-25 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]

Þingmál A195 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-09-12 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (þáltill.) útbýtt þann 2024-09-24 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-26 15:07:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2024-10-11 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2024-10-25 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A222 (námsgögn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-09-19 11:58:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 192 - Komudagur: 2024-10-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-24 18:19:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 181 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A234 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A296 (heilbrigðisþjónusta og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-17 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Cruise Lines International Association (CLIA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Deloitte legal ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 400 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Cruise Iceland - [PDF]
Dagbókarnúmer 433 - Komudagur: 2024-11-05 - Sendandi: Cruise Iceland - [PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2024-11-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A301 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 359 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2024-11-13 21:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-24 11:11:33 - [HTML]
16. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-10-24 11:42:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 403 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Rafbílasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2024-11-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2024-11-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A304 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 358 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-11-13 21:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Jódís Skúladóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-11-14 12:33:30 - [HTML]

Þingmál A338 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-11-26 13:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A3 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-04 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A20 (endurskoðun á skipulagi leik-, grunn- og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2025-04-01 17:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A21 (sveigjanleg tilhögun á fæðingar- og foreldraorlofi)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2025-03-18 17:44:45 - [HTML]

Þingmál A36 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-08 19:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A55 (ívilnanir við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2025-02-08 19:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-13 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A81 (Alþjóðaþingmannasambandið 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-02-10 19:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-18 14:55:34 - [HTML]

Þingmál A83 (norrænt samstarf 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-02-10 19:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-02-11 14:17:57 - [HTML]
55. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2025-06-06 19:55:35 - [HTML]
55. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-06 21:58:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2025-02-23 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]

Þingmál A88 (aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-02-10 19:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: NASF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Kristín Ása Guðmundsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A97 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-03-24 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - andsvar - Ræða hófst: 2025-02-17 17:07:17 - [HTML]
6. þingfundur - Guðmundur Ari Sigurjónsson - Ræða hófst: 2025-02-17 17:51:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Pétur Zimsen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-03-24 16:16:39 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Pétur Zimsen (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-24 17:12:46 - [HTML]
19. þingfundur - Snorri Másson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-24 17:14:00 - [HTML]
19. þingfundur - Guðmundur Ari Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-24 17:18:35 - [HTML]
19. þingfundur - Guðmundur Ari Sigurjónsson - Ræða hófst: 2025-03-24 17:23:00 - [HTML]
19. þingfundur - Jón Pétur Zimsen (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-24 17:36:09 - [HTML]
19. þingfundur - Guðmundur Ari Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-24 17:37:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2025-03-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2025-03-10 - Sendandi: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2025-03-11 - Sendandi: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2025-03-12 - Sendandi: Meyvant Þórólfsson - [PDF]

Þingmál A98 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-12 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-03 17:27:54 - [HTML]
9. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2025-03-03 17:42:59 - [HTML]
9. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2025-03-03 17:55:41 - [HTML]
9. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-03 18:32:15 - [HTML]
28. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-08 15:21:18 - [HTML]
28. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-08 18:04:49 - [HTML]

Þingmál A100 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-15 10:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 212 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A101 (breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-03-03 16:10:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A107 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2025-03-28 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A111 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-18 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Pawel Bartoszek (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-05-15 19:38:51 - [HTML]

Þingmál A118 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 568 (breytingartillaga) útbýtt þann 2025-05-26 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-03-04 15:55:23 - [HTML]
10. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2025-03-04 15:59:23 - [HTML]

Þingmál A120 (vegalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2025-04-02 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - [PDF]

Þingmál A122 (verðbréfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-01 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 667 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-06 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-04 16:43:40 - [HTML]
10. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2025-03-04 17:23:43 - [HTML]
10. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2025-03-04 17:58:10 - [HTML]
69. þingfundur - Pawel Bartoszek (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-06-24 14:26:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2025-03-13 - Sendandi: Bifhjólasamtök lýðveldisins sniglar - [PDF]
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2025-03-17 - Sendandi: Rafbílasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2025-03-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2025-03-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2025-03-19 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2025-03-19 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 387 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2025-05-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1182 - Komudagur: 2025-05-22 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A130 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-03 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 583 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-05-28 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 742 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2025-06-18 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 828 (lög í heild) útbýtt þann 2025-07-05 12:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-05 16:19:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 291 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Norðurál ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Vonarskarð ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 315 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Samtök álframleiðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Landsnet hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2025-03-24 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2025-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 580 - Komudagur: 2025-04-04 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A141 (skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök upplýsingafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A143 (endurskoðun á reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (þáltill.) útbýtt þann 2025-03-06 17:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-19 17:57:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Sif Huld Albertsdóttir - [PDF]

Þingmál A149 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2025-03-27 - Sendandi: Viðskiptaráð - [PDF]

Þingmál A158 (borgarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-11 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-13 18:01:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2025-03-25 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-11 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2025-03-13 14:45:10 - [HTML]
14. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-13 15:19:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2025-03-31 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Samtök smærri útgerða - [PDF]
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A160 (sviðslistir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-13 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 2025-04-03 - Sendandi: Íslenski dansflokkurinn - [PDF]

Þingmál A168 (framvinda stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-03-18 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-14 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-17 17:11:46 - [HTML]
15. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2025-03-17 18:01:33 - [HTML]
36. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-07 15:45:40 - [HTML]
36. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2025-05-07 16:34:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2025-03-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A176 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-24 18:11:58 - [HTML]

Þingmál A186 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-18 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-06 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-03-20 15:35:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]

Þingmál A187 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Inga Sæland (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2025-03-20 12:00:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Góðvild, félagasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2025-04-04 - Sendandi: NPA miðstöðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 995 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A212 (skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-25 19:33:30 - [HTML]

Þingmál A213 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2025-04-09 - Sendandi: Gunnar Már Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2025-04-10 - Sendandi: Jakob Sigurðsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2025-04-10 - Sendandi: Bryndís Gunnlaugsdóttir - [PDF]

Þingmál A214 (náttúruvernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 643 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A215 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ragna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2025-03-25 15:15:48 - [HTML]
20. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-25 15:31:20 - [HTML]

Þingmál A220 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 550 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-05-22 15:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Inga Sæland (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-03-31 17:33:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 650 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Dýrfinna - [PDF]
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2025-04-09 - Sendandi: Dóra Ásgeirsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2025-04-16 - Sendandi: Kattavinafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 791 - Komudagur: 2025-04-17 - Sendandi: Villikettir, félagasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Rósant Guðbjörn Aðalsteinsson - [PDF]

Þingmál A224 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-25 19:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2025-05-30 - Sendandi: Félags- og húsnæðismálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A227 (framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 740 - Komudagur: 2025-04-14 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A251 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2025-04-01 15:57:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 758 - Komudagur: 2025-04-15 - Sendandi: Elma orkuviðskipti ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: HS Orka hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 821 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: Vonarskarð ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A254 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-02 15:41:48 - [HTML]
24. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-02 16:35:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: BHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]

Þingmál A255 (námsgögn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Anna María Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-08 20:43:19 - [HTML]
28. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-08 21:28:16 - [HTML]
28. þingfundur - Anna María Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-08 22:10:23 - [HTML]
28. þingfundur - Halla Hrund Logadóttir - Ræða hófst: 2025-04-08 23:24:39 - [HTML]
29. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2025-04-09 16:10:06 - [HTML]
29. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-04-09 16:15:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2025-04-11 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2025-04-11 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A256 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A257 (lyfjalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-29 21:25:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1133 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2025-06-04 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1354 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]

Þingmál A259 (almannatryggingar og endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jens Garðar Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2025-03-31 18:37:49 - [HTML]
63. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-16 19:13:45 - [HTML]

Þingmál A260 (breyting á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-10 17:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 790 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-27 10:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-04-04 15:41:09 - [HTML]
73. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-06-28 14:43:03 - [HTML]
79. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-07-04 10:04:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 862 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2025-05-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A261 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A262 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-31 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2025-04-07 17:25:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 2025-05-12 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2025-05-13 - Sendandi: Samtök sveitafélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2025-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A268 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Adolfsson - Ræða hófst: 2025-04-02 23:20:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2025-04-22 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2025-04-23 - Sendandi: Húnabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2025-05-28 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A270 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Rósa Guðbjartsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-28 19:47:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1038 - Komudagur: 2025-05-07 - Sendandi: Vinstrihreyfingin - grænt framboð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2025-05-13 - Sendandi: Múlaþing - [PDF]
Dagbókarnúmer 1090 - Komudagur: 2025-05-13 - Sendandi: Vestmannaeyjabær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2025-05-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1115 - Komudagur: 2025-05-16 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A272 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A278 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-31 18:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 805 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-07-01 16:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-29 19:40:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1173 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A281 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-31 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 720 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-13 18:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 788 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-26 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Snorri Másson - Ræða hófst: 2025-04-09 19:22:03 - [HTML]
29. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-04-09 20:02:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2025-04-20 - Sendandi: Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 2025-05-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 994 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A283 (farsæld barna til ársins 2035)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-03-31 18:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-09 21:08:58 - [HTML]
29. þingfundur - Rósa Guðbjartsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-09 21:15:23 - [HTML]
29. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-09 21:49:43 - [HTML]
29. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-04-09 21:53:08 - [HTML]
29. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-09 22:12:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 931 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Sjálfstæðir Skólar - [PDF]

Þingmál A286 (stuðningskerfi fyrir öryrkja til menntunar og aukinnar atvinnuþátttöku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (þáltill.) útbýtt þann 2025-03-31 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 953 - Komudagur: 2025-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A289 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (frumvarp) útbýtt þann 2025-04-01 15:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (frumvarp) útbýtt þann 2025-04-01 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2025-04-01 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-05-13 14:51:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1285 - Komudagur: 2025-05-28 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2025-05-29 - Sendandi: Landssamband grásleppuútgerða -2 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2025-06-02 - Sendandi: Sveitarfélagið Stykkishólmur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2025-06-06 - Sendandi: Grásleppusjómenn á Norðausturlandi - [PDF]

Þingmál A319 (fjáraukalög 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-04-08 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 620 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-02 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2025-04-29 15:34:44 - [HTML]
32. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-29 15:47:55 - [HTML]
32. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-04-29 18:49:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 984 - Komudagur: 2025-04-30 - Sendandi: Óttar Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1254 - Komudagur: 2025-05-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-04-30 20:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-05-05 22:50:25 - [HTML]
35. þingfundur - Rósa Guðbjartsdóttir - Ræða hófst: 2025-05-06 16:55:07 - [HTML]
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 18:31:57 - [HTML]
75. þingfundur - Bergþór Ólason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-07-01 00:16:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1236 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Grýtubakkahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Innviðafélag Vestfjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1246 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: KPMG Law - [PDF]

Þingmál A392 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Hafrannsóknastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (álit) útbýtt þann 2025-05-15 17:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (endómetríósa og kvennadeild Landspítala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 763 (svar) útbýtt þann 2025-06-26 20:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (fjáraukalög II 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2025-06-04 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-05-28 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 787 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-26 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-07-08 10:06:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1339 - Komudagur: 2025-06-07 - Sendandi: Kristinn Karl Brynjarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Félag skipstjórnarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1370 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Einar Sigurðsson, Jóhann A. Jónsson og Jónas Ragnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A430 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-06-24 18:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2025-06-02 16:11:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1358 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Brú lífeyrissjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2025-06-11 - Sendandi: Lífeyrissjóður verslunarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1410 - Komudagur: 2025-06-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A472 (samgöngufélagið Þjóðbraut)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (þáltill.) útbýtt þann 2025-06-12 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2021--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-09-04 09:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B72 (aðgerðir ráðherra vegna dóms Hæstaréttar gegn ÁTVR)

Þingræður:
6. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2025-02-17 15:15:04 - [HTML]

Þingmál B83 (Strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi)

Þingræður:
7. þingfundur - Eydís Ásbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-02-18 14:38:07 - [HTML]

Þingmál B115 (Störf þingsins)

Þingræður:
11. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-03-05 15:05:53 - [HTML]

Þingmál B187 (Störf þingsins)

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-03-25 13:53:54 - [HTML]

Þingmál B222 (Störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Fida Abu Libdeh - Ræða hófst: 2025-04-01 13:47:47 - [HTML]

Þingmál B244 (Störf þingsins)

Þingræður:
26. þingfundur - Eydís Ásbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2025-04-04 10:32:01 - [HTML]

Þingmál B306 (Störf þingsins)

Þingræður:
32. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-04-29 13:46:06 - [HTML]

Þingmál B419 (endurkrafa vegna styrkja til Flokks fólksins)

Þingræður:
48. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-05-22 10:34:39 - [HTML]

Þingmál B496 (Störf þingsins)

Þingræður:
53. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-04 15:16:22 - [HTML]

Þingmál B502 (heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar)

Þingræður:
54. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-05 10:31:29 - [HTML]

Þingmál B505 (samstarf innan ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
54. þingfundur - Ingibjörg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-05 10:58:18 - [HTML]

Þingmál B506 (breytingar á lögum um inn­ritun í fram­halds­skóla)

Þingræður:
54. þingfundur - Snorri Másson - Ræða hófst: 2025-06-05 11:01:48 - [HTML]

Þingmál B548 (Almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
58. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-06-11 19:43:27 - [HTML]

Þingmál B551 (Störf þingsins)

Þingræður:
59. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-06-12 13:32:27 - [HTML]

Þingmál B593 (Kvenréttindadagurinn)

Þingræður:
65. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2025-06-19 10:31:02 - [HTML]

Þingmál B596 (afstaða Viðreisnar og aðgerðir í heilbrigðismálum)

Þingræður:
66. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2025-06-20 10:41:09 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-06-20 10:42:28 - [HTML]

Þingmál B668 (endurskoðun reglna um smásölu áfengis)

Þingræður:
79. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-07-04 13:31:39 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A1 (fjárlög 2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-09 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 450 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-01 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 459 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-12-02 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Ragnar Þór Ingólfsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-12-02 14:31:52 - [HTML]
39. þingfundur - Eiríkur Björn Björgvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-12-02 21:04:06 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2025-12-03 18:28:55 - [HTML]
41. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-12-04 19:01:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: Heilsustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: Starfsgreinasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 152 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2025-10-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 224 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 379 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: BHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2025-10-06 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 388 - Komudagur: 2025-10-14 - Sendandi: BHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2025-10-17 - Sendandi: Heilbrigðisstofnanir - [PDF]
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 2025-10-19 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 457 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Bridgesamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 551 - Komudagur: 2025-10-27 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2025-11-12 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 873 - Komudagur: 2025-11-20 - Sendandi: Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1092 - Komudagur: 2025-12-01 - Sendandi: RIFF - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-09 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 477 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-12-03 20:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-12-12 11:45:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Cruise Iceland, AECO & CLIA - [PDF]
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Páll Guðbrandsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 339 - Komudagur: 2025-10-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 384 - Komudagur: 2025-10-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2025-10-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2025-10-23 - Sendandi: Stormur ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2025-10-30 - Sendandi: Fallstakkur (Glacier Journey) - [PDF]
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 929 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Cruise Iceland - [PDF]
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2025-12-08 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2025-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2025-10-31 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Júlíus Valsson - [PDF]

Þingmál A4 (barnalög og tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2025-10-29 - Sendandi: Tilvera Samtök um ófrjósemi - [PDF]

Þingmál A9 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A10 (endurskoðun á skipulagi leik-, grunn- og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A11 (sala eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-11-04 15:11:27 - [HTML]
27. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - andsvar - Ræða hófst: 2025-11-04 15:28:03 - [HTML]
27. þingfundur - Tómas Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2025-11-04 15:40:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2025-11-20 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A13 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Efling stéttarfélag - [PDF]

Þingmál A30 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-25 17:59:32 - [HTML]

Þingmál A39 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A41 (samgöngufélagið Þjóðbraut)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-12 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A45 (leikskólar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-08 18:04:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A47 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-16 17:05:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A49 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2025-09-16 19:46:18 - [HTML]
18. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-15 17:05:28 - [HTML]
18. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2025-10-15 18:16:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 28 - Komudagur: 2025-09-24 - Sendandi: Fótbolti ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 31 - Komudagur: 2025-09-25 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2025-09-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A54 (viðhlítandi þjónusta vegna vímuefnavanda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2025-11-17 - Sendandi: Rótin, félagasamtök - [PDF]

Þingmál A66 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-09 16:12:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-17 16:04:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2025-10-01 - Sendandi: Landspítali - [PDF]

Þingmál A85 (borgarstefna fyrir árin 2025--2040)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-09-16 13:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A88 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-09 13:59:37 - [HTML]
15. þingfundur - Grímur Grímsson - Ræða hófst: 2025-10-09 14:30:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: SÁÁ - [PDF]

Þingmál A95 (rekstur fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2025-10-22 16:49:37 - [HTML]
24. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-10-22 17:00:40 - [HTML]

Þingmál A99 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (verðbréfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A104 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-23 16:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 409 - Komudagur: 2025-10-17 - Sendandi: Axel Jón Ellenarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2025-10-25 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A106 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-05 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Inga Sæland (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-22 15:29:09 - [HTML]
9. þingfundur - Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - Ræða hófst: 2025-09-22 17:11:21 - [HTML]
28. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2025-11-05 17:07:10 - [HTML]
28. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-11-05 17:24:09 - [HTML]
28. þingfundur - Tómas Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2025-11-05 17:53:49 - [HTML]

Þingmál A107 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 272 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-04 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 281 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2025-11-05 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 282 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-05 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 335 (lög í heild) útbýtt þann 2025-11-12 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Inga Sæland (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-22 18:08:20 - [HTML]
28. þingfundur - Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-11-05 19:02:44 - [HTML]
29. þingfundur - Sigurður Örn Hilmarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-11-06 16:02:46 - [HTML]
29. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-11-06 16:27:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2025-09-27 - Sendandi: Dýrfinna - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2025-10-07 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: Kattavinafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 353 - Komudagur: 2025-10-13 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 446 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Félags- og húsnæðismálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A108 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (sýslumaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 341 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-14 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Grímur Grímsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2025-11-18 15:05:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 284 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Félag löglærðra fulltrúa sýslumanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2025-10-10 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A112 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2025-10-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 257 - Komudagur: 2025-10-09 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A114 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 17:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-23 15:47:35 - [HTML]
10. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2025-09-23 16:01:03 - [HTML]
10. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-09-23 16:07:41 - [HTML]

Þingmál A115 (stefna í neytendamálum til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A133 (bálför og bálstofa)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-22 16:12:47 - [HTML]
24. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2025-10-22 16:16:33 - [HTML]
24. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2025-10-22 16:26:35 - [HTML]

Þingmál A143 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-06 15:43:08 - [HTML]
12. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-10-06 16:34:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 426 - Komudagur: 2025-10-19 - Sendandi: Landsamband vörubifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2025-10-22 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 505 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 517 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2025-12-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2025-12-16 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1346 - Komudagur: 2025-12-18 - Sendandi: Orkey - [PDF]

Þingmál A145 (hagsmunir hreyfihamlaðra og skipulagsáætlanir í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Inga Sæland (félags- og húsnæðismálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2025-10-15 16:17:25 - [HTML]

Þingmál A153 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2025-10-06 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2025-10-27 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2025-10-27 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: Landssamband grásleppuútgerða - [PDF]

Þingmál A154 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-11-20 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2025-10-07 16:41:25 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-10-07 16:46:37 - [HTML]
13. þingfundur - Snorri Másson - Ræða hófst: 2025-10-07 17:52:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2025-10-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2025-10-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A156 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-10-06 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A157 (staða og árangur í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2025-10-06 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 551 (svar) útbýtt þann 2025-12-16 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-14 18:48:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 425 - Komudagur: 2025-10-17 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A173 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2025-11-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A174 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-09 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 438 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Alma D. Möller (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-10-16 11:50:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2025-11-04 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2025-11-21 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A175 (innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (þáltill.) útbýtt þann 2025-10-14 17:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1018 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Flóahreppur - [PDF]

Þingmál A179 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2025-11-05 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A180 (staðfesting Haag-samningsins um gagnkvæma innheimtu meðlags)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A190 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-17 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-10-17 11:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Elma orkuviðskipti ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: HS Orka hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2025-11-07 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A192 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-12-11 15:13:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2025-11-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2025-11-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A203 (skattfrádráttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (þáltill.) útbýtt þann 2025-10-21 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A205 (heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (svar) útbýtt þann 2025-12-18 17:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A217 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 260 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (markaðir fyrir sýndareignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 930 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1031 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Alma Mjöll Ólafsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Alma Mjöll Ólafsdóttir - [PDF]

Þingmál A232 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1054 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1055 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Ásdís Bergþórsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A257 (skattar, gjöld o.fl. (tollar, leigutekjur o.fl.))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-12-16 17:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1038 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1044 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2025-12-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Atvinnuvegaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2025-12-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A263 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1153 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Sigurður Ólafsson - [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2025-12-09 - Sendandi: Norðurorka hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2025-12-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A269 (almannatryggingar og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2025-12-02 - Sendandi: BHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2025-12-05 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A286 (fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2025-12-01 - Sendandi: Barnaheill - Save the Children á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: BHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2025-12-03 - Sendandi: Guðlaugur Kristján Jörundsson - [PDF]

Þingmál A287 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2025-12-10 - Sendandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg - [PDF]

Þingmál A292 (endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beiting öryggisákvæðis EES og tímabundin lækkun virðisaukaskatts af matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (þáltill.) útbýtt þann 2025-11-25 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A302 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Fjársýslu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 423 (álit) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2025-12-12 - Sendandi: BHM - [PDF]

Þingmál A311 (réttindavernd fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 436 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A318 (menningarframlag streymisveitna til að efla íslenska menningu og íslenska tungu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A322 (samgönguáætlun fyrir árin 2026--2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2025-12-03 10:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A323 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (frumvarp) útbýtt þann 2025-12-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (sjúkratryggingar og ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-02 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (frumvarp) útbýtt þann 2025-12-09 16:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2025-12-10 11:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-18 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B11 (Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2025-09-10 19:57:48 - [HTML]

Þingmál B31 (áherslur ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-09-18 10:41:10 - [HTML]

Þingmál B33 (Landsvirkjun og brot á samkeppnislögum)

Þingræður:
8. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-09-18 10:53:24 - [HTML]
8. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-09-18 10:55:11 - [HTML]
8. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-09-18 10:58:21 - [HTML]

Þingmál B54 (framboð fjarnáms við Háskóla Íslands)

Þingræður:
11. þingfundur - Halla Hrund Logadóttir - Ræða hófst: 2025-09-25 11:06:07 - [HTML]

Þingmál B69 (Opinber fjárframlög til stjórnmálaflokka)

Þingræður:
14. þingfundur - Ragnar Þór Ingólfsson - Ræða hófst: 2025-10-08 16:01:16 - [HTML]
14. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2025-10-08 16:03:43 - [HTML]

Þingmál B78 (Menntamál)

Þingræður:
15. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-10-09 13:29:46 - [HTML]
15. þingfundur - Halla Hrund Logadóttir - Ræða hófst: 2025-10-09 13:39:25 - [HTML]

Þingmál B131 (Störf þingsins)

Þingræður:
22. þingfundur - Sverrir Bergmann Magnússon - Ræða hófst: 2025-10-21 14:02:07 - [HTML]

Þingmál B142 (endurskoðun innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa)

Þingræður:
25. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2025-10-23 11:12:11 - [HTML]

Þingmál B196 (trygging grunnþjónustu)

Þingræður:
33. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2025-11-17 15:07:03 - [HTML]

Þingmál B233 (Störf þingsins)

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-11-25 13:55:41 - [HTML]

Þingmál B234 (Verndarráðstafanir ESB vegna innflutnings á járnblendi, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
38. þingfundur - Víðir Reynisson - Ræða hófst: 2025-11-25 15:22:11 - [HTML]

Þingmál B328 (fundarstjórn forseta)

Þingræður:
51. þingfundur - Jón Pétur Zimsen - Ræða hófst: 2025-12-17 14:51:55 - [HTML]

Þingmál B329 (atkvæðaskýring þingmanns og makríldeila)

Þingræður:
51. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2025-12-17 15:04:17 - [HTML]