Úrlausnir.is


Merkimiði - Viðmið


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (736)
Dómasafn Hæstaréttar (19)
Umboðsmaður Alþingis (323)
Stjórnartíðindi - Bls (355)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (1449)
Dómasafn Félagsdóms (4)
Dómasafn Landsyfirréttar (1)
Alþingistíðindi (427)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (135)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (3301)
Alþingi (10326)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1985:59 nr. 222/1982 [PDF]

Hrd. 1990:75 nr. 330/1988 [PDF]

Hrd. 1994:1937 nr. 2/1992 [PDF]

Hrd. 1995:3269 nr. 202/1994 [PDF]

Hrd. 1996:2737 nr. 195/1995 [PDF]

Hrd. 1996:2766 nr. 379/1995 (Kaldrananeshreppur) [PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar) [PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi) [PDF]

Hrd. 1996:4171 nr. 423/1996 [PDF]

Hrd. 1997:3600 nr. 134/1997 (Fóstureyðing) [PDF]

Hrd. 1998:128 nr. 98/1997 (Landsbankinn) [PDF]

Hrd. 1998:187 nr. 113/1997 [PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun) [PDF]

Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun) [PDF]

Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I) [PDF]
Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:4533 nr. 224/1998 [PDF]

Hrd. 1999:231 nr. 222/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:686 nr. 279/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:802 nr. 247/1998 (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1360 nr. 340/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML] [PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:571 nr. 356/1999 (Matsreglur ríkisskattstjóra)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:683 nr. 380/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML] [PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML] [PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1658 nr. 291/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2909 nr. 179/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3252 nr. 157/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4122 nr. 153/2000 (Kauphóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:84 nr. 172/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:946 nr. 359/2000 (Laxalind)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1497 nr. 373/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML] [PDF]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2547 nr. 40/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3151 nr. 160/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4134 nr. 182/2001 (Skíði í Austurríki)[HTML] [PDF]
Árekstur var í skíðabrekku. Skoðaðar voru alþjóðlegar reglur skíðasambandsins um það hver væri í rétti og hver í órétti.
Hrd. 2001:4237 nr. 393/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4559 nr. 204/2001 (Lífeyrissjóður sjómanna V)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:774 nr. 38/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1922 nr. 434/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1994 nr. 26/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2855 nr. 310/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2943 nr. 18/2002 (Skuldabréf)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3066 nr. 121/2002 (Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3373 nr. 157/2002 (Sorpförgun fyrir Varnarliðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3392 nr. 236/2002 (Guðlaugur Magnússon sf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3612 nr. 190/2002 (Hoffell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)[HTML] [PDF]
Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.

Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.
Hrd. 2003:913 nr. 462/2002 (Læknaráð)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:934 nr. 381/2002 (Snjóflóðahætta - Hnífsdalur)[HTML] [PDF]
A byggði hús í Hnífsdal í lóð sem hann fékk úthlutaðri árið 1982 og flutti lögheimili sitt þangað árið 1985. Síðar sama ár voru sett lög er kváðu á um gerð snjóflóðahættumats. Slíkt var var gert og mat á þessu svæði staðfest árið 1992, og samkvæmt því var hús A á hættusvæði. Árið 1995 var sett inn heimild í lögin fyrir sveitarstjórnir til að gera tillögu um að kaupa eða flytja eignir á hættusvæðum teldist það hagkvæmara en aðrar varnaraðgerðir ofanflóðasjóðs. Í lögunum var nánar kveðið á um þau viðmið sem ákvarðanir úr greiðslum úr sjóðnum ættu að fara eftir.

Sveitarfélagið gerði kaupsamning við A um kaup á eign hans árið 1996 eftir að tveir lögmenn höfðu metið eignina að beiðni sveitarfélagsins. A og sambýliskona hans settu fyrirvara í kaupsamninginn um endurskoðun kaupverðsins þar sem þau teldu það ekki samræmast ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins né jafnræðisreglu hennar. Árið 1998 var gefið út fyrirvaralaust afsal fyrir eigninni og flutti A brott úr sveitarfélaginu.

A taldi að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar fæli í sér að hann hefði átt að fá því sem jafngilti brunabótamati fyrir fasteignina enda hefði hann fengið þá upphæð ef hús hans hefði farist í snjóflóði eða meinað að búa í eigninni sökum snjóflóðahættu. Sveitarfélagið taldi að brunabótamat væri undantekning sem ætti ekki við í þessu máli og að þar sem A flutti brott reyndi ekki á verð á eins eða sambærilegri eign innan sveitarfélagsins, og þar að auki hefði engin sambærileg eign verið til staðar fyrir hann í sveitarfélaginu.

Hæstiréttur nefndi að þótt svo vandað hús hefði ekki verið fáanlegt á þessum tíma voru samt sem áður til sölu sem virtust vera af álíka stærð og gerð. Þá taldi hann að markaðsverð ætti að teljast fullt verð nema sérstaklega stæði á, og nefndi að slíkt hefði komið til greina af A hefði ekki átt kost á að kaupa sambærilega eign innan sveitarfélagsins né byggja nýtt hús fyrir sig og fjölskyldu sína, og því neyðst til að flytja á brott. A þurfti að bera hallan af því að hafa ekki sýnt fram á að slíkar sérstakar aðstæður ættu við í málinu. Staðfesti Hæstiréttur því hinn áfrýjaða sýknudóm.
Hrd. 2003:1486 nr. 429/2002 (Hlíðartún)[HTML] [PDF]
Galli að gluggar héldu ekki vindi og gólfið væri sigið. Í matsgerð kom fram að ekki hefði verið unnt að finna sambærilegt hús á markaði. Afslátturinn var dæmdur að álitum.
Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2850 nr. 256/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2989 nr. 472/2002 (Dóttir héraðsdómara)[HTML] [PDF]
Héraðsdómur var ómerktur þar sem dóttir héraðsdómara og sonur eins vitnisins voru í hjúskap.
Hrd. 2003:3239 nr. 23/2003 (Sýking í hælbeini)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3323 nr. 144/2003 (Skattskyld hlunnindi)[HTML] [PDF]
Eftir hlutafélagavæðingu ríkisbanka var ákveðið að hækka hlutafé annars þeirra með því að bjóða starfsmönnum sínum að kaupa hlutabréf í honum á lægra gengi en almenningi bauðst stuttu síðar þegar bréfin voru seld opinberlega. Skattayfirvöld túlkuðu verðmuninn sem skattskyld hlunnindi og færðu hann til tekna starfsmannsins. Starfsmaðurinn krafðist ógildingar úrskurðar yfirskattanefndar sem staðfesti ákvörðun skattayfirvalda.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til röksemda hans. Héraðsdómur taldi að túlka ætti ákvæði laga um tekju- og eignaskatt um hvað teljist til skattskyldra tekna með rúmum hætti og sýknaði því íslenska ríkið af kröfum starfsmannsins.
Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML] [PDF]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4300 nr. 438/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4547 nr. 447/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:139 nr. 344/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:446 nr. 239/2003 (Kennari í námsleyfi - Greiðslur úr námsleyfasjóði)[HTML] [PDF]
Stjórn námsleyfasjóðs var óheimilt að beita nýjum reglum um úthlutun námsleyfa afturvirkt á ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar.
Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML] [PDF]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:791 nr. 301/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:822 nr. 244/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1293 nr. 275/2003 (Niðurlagning stöðu - Prófessor við læknadeild)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2134 nr. 4/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2220 nr. 296/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2888 nr. 7/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3232 nr. 8/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4545 nr. 178/2004 (Brjóstaminnkun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4764 nr. 209/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:36 nr. 517/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:122 nr. 258/2004 (Félagsráðgjafi - Tæknifræðingur - Deildarstjóri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:378 nr. 273/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:470 nr. 344/2004 (Djúpiklettur - Yfirtaka löndunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:551 nr. 334/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:631 nr. 369/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:893 nr. 244/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1072 nr. 386/2004 (Byggingarvinna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1507 nr. 453/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1861 nr. 496/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1870 nr. 475/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1906 nr. 367/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2130 nr. 365/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2432 nr. 44/2005 (Óðinsgata)[HTML] [PDF]
Uppgefin stærð á íbúð var 45 m² í skrám Fasteignamats ríkisins og söluyfirliti fasteignasölunnar en var svo í raun 34,2 m². Ef tekið hefði verið tillit til hlutdeildar í sameign hefði hún orðið 35,74 m². Staðfesti Hæstiréttur því rétt kaupanda til afsláttar af kaupverðinu.
Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3168 nr. 47/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3394 nr. 66/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3641 nr. 82/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3830 nr. 108/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4111 nr. 139/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4581 nr. 358/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4745 nr. 199/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4940 nr. 175/2005 (Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu)[HTML] [PDF]
V höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna málsmeðferðar félagsmálaráðherra við starfslok hennar úr starfi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. V hafði lagt til að hún viki tímabundið úr starfi á meðan mál um ráðningu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar væri til meðferðar hjá dómstólum. Félagsmálaráðherra hafði látið hjá líða að fallast á þetta boð V.

Hæstiréttur taldi að ráðherra hefði átt að fallast á þetta boð þar sem í því hefði falist vægari valkostur en að víkja henni varanlega úr embættinu.
Hrd. 2006:465 nr. 337/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:657 nr. 382/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:717 nr. 380/2005 (deCode)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:745 nr. 376/2005 (Heimilisfræðikennari)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:843 nr. 393/2005 (Kasper ehf. - Ölgerðin)[HTML] [PDF]
Kasper rak bar á Höfðabakka og átti Ölgerðin að ráða hljómsveitir til að spila á barnum. Ölgerðin taldi forsendur samningsins brostnar þar sem bjórsalan hefði ekki orðið eins mikil og búist var og vildi ekki lengur ráða hljómsveitir til að spila á barnum, og beitti fyrir sig orðalagi viðaukasamnings sem Hæstiréttur túlkaði sem skilyrði. Ölgerðin var sýknuð af kröfum Kaspers ehf.
Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1149 nr. 384/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1278 nr. 443/2005 (Þverfell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1455 nr. 129/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1679 nr. 424/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1916 nr. 432/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2032 nr. 196/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2101 nr. 505/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2160 nr. 475/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2436 nr. 447/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2513 nr. 502/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3712 nr. 26/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4467 nr. 14/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4666 nr. 548/2006 (Atlantsskip)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4700 nr. 215/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4737 nr. 225/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5370 nr. 286/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2006 dags. 22. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 315/2006 dags. 8. mars 2007 (Glútaraldehýð)[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2006 dags. 15. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2006 dags. 22. mars 2007 (Líftrygging)[HTML] [PDF]
Maðurinn gaf ekki upp að hann væri með kransæðasjúkdóm og vátryggingafélagið neitaði að greiða líftrygginguna þegar á reyndi.
Hrd. 630/2006 dags. 26. apríl 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2007 dags. 8. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 227/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 598/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 518/2006 dags. 7. júní 2007 (FL-Group)[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 634/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2007 dags. 15. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 131/2007 dags. 13. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2006 dags. 20. september 2007 (Starfsmannaleigur - Impregilo SpA)[HTML] [PDF]
Spurt var um hver ætti að skila skattinum. Fyrirætlað í lögskýringargögnum en kom ekki fram í lagatextanum, og því ekki hægt að byggja á lagaákvæðinu.
Hrd. 15/2007 dags. 20. september 2007 (Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2007 dags. 27. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2007 dags. 18. október 2007 (Netþjónn)[HTML] [PDF]

Hrd. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 7/2007 dags. 8. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 569/2007 dags. 12. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 44/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2007 dags. 6. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 153/2007 dags. 13. desember 2007 (Flugslys í Hvalfirði)[HTML] [PDF]
Flugkennari losnaði undan bótaskyldu.
Hrd. 286/2007 dags. 17. janúar 2008 (Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnsýslulaga giltu ekki um Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem um hann giltu ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þá gat Hæstiréttur þess að engin sérákvæði væru í lögum sem giltu um starfsemi sjóðsins sem gerði hann frábrugðinn öðrum lífeyrissjóðum, og breytti sú staðreynd ekki því mati þó svo að samþykktir sjóðsins kvæðu á um að eigendur hans teldust vera Reykjavíkurborg og sjóðfélagar, og að hinn fyrrnefndi skipaði þrjá stjórnarmenn í fimm manna stjórn sjóðsins og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar tvo.
Hrd. 89/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 262/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2007 dags. 7. febrúar 2008 (Olíusamráð - Reykjavíkurborg)[HTML] [PDF]

Hrd. 143/2007 dags. 7. febrúar 2008 (Olíusamráð - Strætó bs.)[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2008 dags. 22. febrúar 2008[HTML] [PDF]
Maður fann eftirfararbúnað í bifreið sinni og krafðist þess að þeirri rannsóknaraðgerð yrði hætt. Lögmaður mannsins bað um gögn málsins eftir að málinu lauk fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur taldi að lögmaðurinn hefði ekki verið við slíkur eftir dómsuppsögu fyrir Hæstarétti. Við það hafi lokið skipun lögmannsins sem verjanda sakbornings og hafði hann ekki réttarstöðu sem slíkur.
Hrd. 221/2007 dags. 13. mars 2008 (Höfundaréttur)[HTML] [PDF]
Í útgáfu ævisögu Halldórs Laxness voru fjölmargar tilvitnanir sem taldar voru brjóta gegn höfundarétti. Hæstiréttur taldi að málshöfðunarfrestur til að hafa uppi refsikröfu í einkamáli hefði verið liðinn og var þeim kröfulið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Hrd. 442/2007 dags. 13. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 443/2007 dags. 13. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2007 dags. 18. mars 2008 (VÍS III)[HTML] [PDF]

Hrd. 248/2007 dags. 10. apríl 2008 (Iveco bátavél)[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2008 dags. 26. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 559/2007 dags. 12. júní 2008 (Öndvegisréttir)[HTML] [PDF]

Hrd. 264/2008 dags. 18. júní 2008 (Vestfjarðarvegur - Fuglaverndarfélag Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2007 dags. 18. september 2008 (Hjúkrunarfræðingur á geðsviði)[HTML] [PDF]
X starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala Íslands ásamt hjúkrunarfræðingnum Y. Y sakaði X um kynferðislega áreitni utan vinnustaðar og lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til þess að færa sig milli deilda.

Yfirmenn X ákváðu að færa X milli deilda gegn vilja hennar vegna ágreiningsins sem ríkti meðal þeirra tveggja og að ágreiningurinn truflaði starfsemina. Landspítalinn hélt því fram að um væri að ræða ákvörðun á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitenda og því ættu reglur stjórnsýsluréttarins ekki við.

Hæstiréttur taldi að ákvörðunin hefði slík áhrif á æru X, réttindi hennar og réttarstöðu hennar að öðru leyti, að hún teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Fallist var á kröfu X um ógildingu þeirrar ákvörðunar Landspítalans um að flytja hana úr starfi milli deilda og greiðslu miskabóta.
Hrd. 550/2006 dags. 18. september 2008 (Faxaflóahafnir)[HTML] [PDF]
Aðili taldi að Faxaflóahöfnum hafi verið óheimilt að setja áfenga og óáfenga drykki í mismunandi gjaldflokka vörugjalds hafnarinnar og höfðaði mál á grundvelli meints brots á jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 65. gr. stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur leit svo á að áfengar og óáfengar drykkjarvörur væru eðlisólíkar og því ekki um sambærilegar vörur að ræða, og hafnaði því þeirri málsástæðu.
Hrd. 640/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2007 dags. 23. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 580/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2008 dags. 4. desember 2008 (Lóðarúthlutun í Kópavogi)[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 284/2008 dags. 11. desember 2008 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 128/2008 dags. 18. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2008 dags. 18. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2008 dags. 5. febrúar 2009 (Fæðingarorlof)[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2008 dags. 12. febrúar 2009 (Golfkúla)[HTML] [PDF]
GÓ krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu GG þar sem hinn síðarnefndi sló golfkúlu sem lenti í hægra auga GÓ. Hæstiréttur féllst á þær forsendur héraðsdóms um viðhorf um vægara sakarmat við golfiðkun og um íþrótta almennt, en féllst þó ekki á að þau leiddu til þess að sök legðist ekki á GG. Litið var til þess að GÓ hefði verið staddur nánast beint í skotlínu GG og að GÓ hlyti að hafa séð GG þegar hann sló í kúluna. Ekki var fallist á að sjónarmið GG um áhættutöku leiddu til þess að hann væri ekki gerður bótaábyrgur fyrir tjóni GÓ. Var því GG talinn bera fébótaábyrgð á tjóninu. GÓ var látinn bera helming tjónsins þar sem hann hafði ekki uppfyllt nægilega aðgæslukröfur sem honum hafi verið gerðar.
Hrd. 379/2008 dags. 19. mars 2009 (Lindargata 33)[HTML] [PDF]
Synjað var um skaðabætur vegna leigu á öðru húsnæði á meðan endurbætur færu fram á þeim grundvelli að saknæm háttsemi gagnaðilans var ekki sönnuð, þrátt fyrir að fallist hafði verið á skaðabætur vegna beins tjóns.
Hrd. 218/2008 dags. 19. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 451/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 564/2008 dags. 6. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2008 dags. 6. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2008 dags. 6. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 479/2008 dags. 14. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML] [PDF]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. 41/2009 dags. 1. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 228/2009 dags. 29. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 133/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML] [PDF]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. 137/2009 dags. 14. janúar 2010 (Task)[HTML] [PDF]

Hrd. 230/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML] [PDF]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. 334/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Landspilda nr. 381 á Vatnsenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 441/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 444/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 443/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 265/2009 dags. 30. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 192/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 399/2009 dags. 6. maí 2010 (Skuggahverfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 245/2009 dags. 6. maí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 471/2009 dags. 27. maí 2010 (Innheimtufyrirtæki)[HTML] [PDF]

Hrd. 153/2010 dags. 16. júní 2010 (Lýsing - Gengislánadómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 347/2010 dags. 16. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 420/2010 dags. 23. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML] [PDF]
Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 610/2009 dags. 23. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2009 dags. 30. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 323/2010 dags. 4. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 714/2009 dags. 2. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2010 dags. 21. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 212/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 698/2010 dags. 21. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 399/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Veikindi og neysla)[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2011 dags. 25. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2010 dags. 3. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2010 dags. 10. mars 2011 (Meðgöngueitrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2010 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2010 dags. 24. mars 2011 (Samskip - Tali ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2010 dags. 24. mars 2011 (Markaðsmisnotkun - Exista)[HTML] [PDF]

Hrd. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML] [PDF]

Hrd. 412/2010 dags. 14. apríl 2011 (Bótaábyrgð ráðherra vegna dómaraskipunar)[HTML] [PDF]
Sérstök dómnefnd hafði farið yfir umsóknir um skipun í embætti héraðsdómara og flokkaði þrjá efstu umsækjendurna sem hæfustu. Aðili sem raðaðist í 5. sæti í röð dómnefndarinnar hafði verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er fór með skipunarvaldið. Ad hoc ráðherra var svo settur yfir málið og vék frá niðurstöðu dómnefndarinnar með því að skipa þann aðila.

Einn af þeim sem dómnefndin hafði sett í flokk hæfustu fór svo í bótamál gegn ríkinu og ad hoc ráðherrann sjálfan. Hæstiréttur sýknaði aðila af kröfunni um fjárhagstjón þar sem umsækjandinn hafði ekki sannað að hann hefði hlotið stöðuna þótt ákvörðun ad hoc ráðherrans hefði verið í samræmi við niðurstöðu dómnefndarinnar. Hins vegar taldi Hæstiréttur að bæði ad hoc ráðherrann og íslenska ríkið bæru sameiginlega miskabótaábyrgð með því að fara framhjá honum á listanum og velja umsækjanda sem var neðar á lista dómnefndarinnar.
Hrd. 508/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2011 dags. 17. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 700/2009 dags. 26. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2010 dags. 26. maí 2011 (Ístak)[HTML] [PDF]

Hrd. 320/2011 dags. 30. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 155/2011 dags. 9. júní 2011 (Motormax)[HTML] [PDF]

Hrd. 333/2011 dags. 21. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 402/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 664/2010 dags. 6. október 2011 (Spónarplata)[HTML] [PDF]

Hrd. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 566/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Úthlutun lóðar í Kópavogi)[HTML] [PDF]
Jafnræðisreglunnar var ekki gætt um þá einstaklinga sem hlut áttu að máli. Játa varð þeim er stýrðu úthlutuninni eitthvað svigrúm en þó að gættum 11. gr. stjórnsýslulaga og meginreglum stjórnsýsluréttarins.
Hrd. 427/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2011 dags. 1. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2011 dags. 1. desember 2011 (Vélar og verkfæri ehf.)[HTML] [PDF]
Vélar og verkfæri kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar, sem taldi svo að endurskilgreina þyrfti svo markaðinn. Hæstiréttur taldi að ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins raknaði með ógildingu hins æðra.
Hrd. 134/2011 dags. 8. desember 2011 (Ferliverk á FSA)[HTML] [PDF]
Sjúklingur hlaut líkamstjón í hnéaðgerð sem framkvæmd var á sjúkrahúsinu. Hæstiréttur taldi að um hefði verið um verksamning að ræða, og sneri héraðsdómi við. Sjúkrahúsið var því ekki talið bera ábyrgð á saknæmri háttsemi læknisins á grundvelli vinnuveitandaábyrgðar.
Hrd. 619/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2011 dags. 15. desember 2011 (Kársnessókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 210/2011 dags. 20. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2012 dags. 30. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2011 dags. 2. febrúar 2012 (Aðalgata Stykkishólmsbæjar - Gullver)[HTML] [PDF]

Hrd. 271/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 269/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota)[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 78/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 72/2011 dags. 23. febrúar 2012 (Valitor/Borgun - Upplýsingar um kreditkortanotkun)[HTML] [PDF]
Valitor á að boðið viðskiptavinum Borgunar upp á ókeypis notkun á posum hjá þeim. Borgun veitti upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið þurrkaði út að hluta áður en þær voru afhentar Valitor. Dómstólar töldu að Samkeppniseftirlitið hefði átt að framkvæma mat á hagsmunum einstaklinganna sem komu á framfæri ábendingum.

Valitor gerði kröfu um ógildingu á ákvörðunar áfrýjunarnefndar samkeppnismála og einnig ógildingu á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hæstiréttur taldi að ekki þyrfti að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins.
Hrd. 525/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML] [PDF]

Hrd. 103/2012 dags. 12. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 522/2011 dags. 22. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2011 dags. 22. mars 2012 (Líkamshiti)[HTML] [PDF]

Hrd. 519/2011 dags. 26. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 550/2011 dags. 26. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2011 dags. 10. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2011 dags. 16. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML] [PDF]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. 527/2011 dags. 16. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2011 dags. 24. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 315/2012 dags. 29. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 598/2011 dags. 31. maí 2012 (Atvinnusjúkdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 568/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 367/2012 dags. 6. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 613/2011 dags. 7. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2012 dags. 19. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 509/2012 dags. 31. júlí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2012 dags. 23. ágúst 2012 (Alnus)[HTML] [PDF]
Alus og Gamli Glitnir.
Glitnir seldi ýmis bréf og kaupverðið lánað af Glitni.
Alnus lenti í mínus vegna þeirra.
Haldið fram minniháttar nauðung og vísað til þess að bankastjóri Glitnis hefði hringt í framkvæmdarstjóra Alnusar að næturlagi og fengið hann til að ganga að samningum, og þyrfti að greiða um 90 milljónir ef hann kjaftaði frá samningaviðræðunum.
Nauðungin átti að hafa falist í því að ef ekki hefði verið gengið að uppgjörssamningnum myndu öll lán félagsins við bankann verða gjaldfelld.
Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið um nauðung að ræða, m.a. vegna þess að Glitnir hefði eingöngu beitt lögmætum aðferðum.
Hrd. 505/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 401/2012 dags. 3. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2011 dags. 20. september 2012 (Íslenskir aðalverktakar hf. - NCC International AS - Héðinsfjarðargöng II)[HTML] [PDF]
Framhald af atburðarásinni í Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I) en eftir þau málalok náðust ekki sættir um bætur. Var þá sett fram bótakrafa studd með matsgerð dómkvaddra matsmanna. Þar sem verkið hafði verið unnið var hægt að taka mið af því, en þar spilaði inn í að verkið reyndist flóknara en áður sýndist.
Hrd. 38/2012 dags. 20. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2012 dags. 20. september 2012 (Stefna sem málsástæða)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur gerði aðfinnslur um að héraðsdómari hafi tekið upp í dóminn langar orðréttar lýsingar úr stefnum og úr fræðiritum.
Hrd. 116/2012 dags. 4. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. 6/2012 dags. 25. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2012 dags. 25. október 2012 (Kynferðisbrot - Trúnaðartraust vegna fjölskyldubanda)[HTML] [PDF]

Hrd. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2012 dags. 8. nóvember 2012 (Stjörnugríssamruni)[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2012 dags. 14. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 264/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Café Amsterdam)[HTML] [PDF]

Hrd. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Barnsdráp)[HTML] [PDF]

Hrd. 673/2012 dags. 30. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2012 dags. 13. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 374/2012 dags. 19. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 240/2012 dags. 19. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 724/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2012 dags. 17. janúar 2013 (Grenitrén í Kópavogi)[HTML] [PDF]
Krafa var sett fram um að grenitré yrði fjarlægt eða til vara að tréð yrði stytt. Hæstiréttur var í vafa hvernig hefði átt að framkvæma varakröfuna.

Dómurinn er til marks um það almenna viðmið að viðkvæmni fólks nýtur ekki sérstakrar verndar.
Hrd. 292/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2012 dags. 31. janúar 2013 (Hells Angels - Líkamsárás o.fl.)[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 538/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 587/2012 dags. 28. febrúar 2013 (Hrísalundur)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um hvort leigutaka væri skylt að greiða uppsagnarfrest eftir að eldsvoði kom upp í hinu leigða iðnaðarhúsnæði. Leigusalinn hélt því fram að vanræksla leigutakans á gæta ítrustu varúðar við afnot húsnæðisins hafi valdið þeim eldsvoða sem upp kom. Leigutakinn hélt því hins vegar fram á að rafmagnsleysi dagana á undan hefði valdið skammhlaupi í rafmagnstækjum og tjónið því óhappatilviljun en ekki saknæm háttsemi hans sjálfs. Hæstiréttur taldi það hafa verið nægilega sýnt fram á téða óhappatilviljun og sýknaði því leigutakann af þeirri kröfu leigusalans.
Hrd. 116/2013 dags. 1. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 561/2012 dags. 7. mars 2013 (Dráttarvél lagt í myrkri á röngum helmingi)[HTML] [PDF]
Maður lenti í alvarlegu líkamstjóni þegar bifreið ók á hann á þjóðvegi nr. 1 á Suðurlandi. Maðurinn stöðvaði dráttarvél og lagði henni á öfugan vegarhelming og fyrir aftan annan bíl. Ljós voru á dráttarvélinni. Tjónvaldurinn hélt að dráttarvélin væri að keyra í sömu akstursátt.

Hæstiréttur taldi í ljósi atvika að ekki ætti að skerða bæturnar þar sem bæði tjónvaldur og tjónþoli sýndu af sér stórfellt gáleysi.
Hrd. 588/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 355/2012 dags. 14. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 579/2012 dags. 21. mars 2013 (Húsaleiga eftir nauðungarsölu)[HTML] [PDF]
Hjón bjuggu í húsi og lentu í greiðsluvandræðum. Húsið var síðan selt á nauðungaruppboði. Þau fengu að búa áfram í húsinu.
M hafði verið í samskiptum við bankann og gekk frá því samkomulagi.
Bankinn vildi koma þeim út þar sem þau höfðu ekki greitt húsaleiguna.
K hélt því fram að hún væri ekki skuldbundin og því ekki hægt að ganga að henni, en því var hafnað. K bar því sameiginlega ábyrgð með M á greiðslu húsaleigunnar til bankans.
Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2012 dags. 23. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 332/2013 dags. 28. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2013 dags. 30. maí 2013 (Plastiðjan)[HTML] [PDF]

Hrd. 347/2013 dags. 5. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 58/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 55/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2013 dags. 9. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2013 dags. 17. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2013 dags. 20. september 2013 (Skútuvogur)[HTML] [PDF]

Hrd. 493/2013 dags. 23. september 2013 (Afleiðusamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2013 dags. 24. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2013 dags. 3. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2013 dags. 3. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 586/2013 dags. 15. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2013 dags. 17. október 2013 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 237/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 337/2013 dags. 14. nóvember 2013 (Reynir Finndal)[HTML] [PDF]
Fallist var á kröfu um viðbótargreiðslu þar sem eingöngu hefði verið greitt einu sinni af láninu.
Hrd. 377/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2013 dags. 12. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 518/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2013 dags. 16. janúar 2014 (Gísli)[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2014 dags. 20. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2013 dags. 23. janúar 2014 (Sparisjóður Keflavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 719/2013 dags. 28. janúar 2014 (Einkabankaþjónusta - Sala hlutabréfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2013 dags. 30. janúar 2014 (JPY)[HTML] [PDF]
Ágreiningur um hvort réttilega hefði verið bundið við gengi erlends gjaldmiðils. Lánsfjárhæðin samkvæmt skuldabréfi var tilgreind vera í japönskum jenum og að óheimilt væri að breyta upphæðinni yfir í íslenskar krónur. Tryggingarbréf var gefið út þar sem tiltekin var hámarksfjárhæð í japönskum jenum eða jafnvirði annarrar fjárhæðar í íslenskum krónum.

Í dómi Hæstiréttur var ekki fallist á með útgefanda tryggingarbréfsins að hámarkið væri bundið við upphæðina í íslenskum krónum og því fallist á að heimilt hafði verið að binda það við gengi japanska yensins.
Hrd. 544/2013 dags. 30. janúar 2014 (Hótel Húsavík)[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Umboðssvik - Vafningur - Milestone)[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2014 dags. 20. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2013 dags. 13. mars 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML] [PDF]
Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.
Hrd. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 157/2014 dags. 13. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 171/2014 dags. 19. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 773/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 750/2013 dags. 27. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 207/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 717/2013 dags. 3. apríl 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 534/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 209/2014 dags. 8. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2013 dags. 10. apríl 2014 (Landspildur á Vatnsendabletti)[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 713/2013 dags. 15. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 777/2013 dags. 22. maí 2014 (Kojuslys)[HTML] [PDF]
Talið var að tjónþoli hafi orðið að sæta meðábyrgð að 1/3 hluta þar sem hann hafi ekki gætt sín nægilega.
Hrd. 352/2014 dags. 3. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2014 dags. 5. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 561/2014 dags. 4. september 2014 (Hljómalindarreitur)[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2014 dags. 10. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur)[HTML] [PDF]

Hrd. 90/2014 dags. 11. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 64/2014 dags. 18. september 2014 (Eineilti af hálfu skólastjóra)[HTML] [PDF]
Einelti af hálfu skólastjóra gagnvart kennara. Ekki talið að um vinnuveitandaábyrgð væri að ræða.
Hrd. 47/2014 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2014 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2014 dags. 22. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2014 dags. 22. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2014 dags. 25. september 2014 (Uppsögn)[HTML] [PDF]

Hrd. 149/2014 dags. 9. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML] [PDF]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. 152/2014 dags. 9. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 659/2014 dags. 23. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 222/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 686/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2014 dags. 13. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 93/2014 dags. 27. nóvember 2014 (Silfurtúnsreitur í Garðabæ - Goðatún)[HTML] [PDF]

Hrd. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 538/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2014 dags. 18. desember 2014 (Bær)[HTML] [PDF]

Hrd. 844/2014 dags. 9. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 140/2014 dags. 22. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 394/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 87/2015 dags. 11. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2014 dags. 12. febrúar 2015 („Burðardýr“)[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 423/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 482/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 378/2014 dags. 26. febrúar 2015 (Skiptasamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2015 dags. 4. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 515/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 625/2014 dags. 5. mars 2015 (Eyjólfur)[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 413/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 631/2014 dags. 12. mars 2015 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2014 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 675/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2014 dags. 30. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 588/2014 dags. 7. maí 2015 (Einelti af hálfu slökkviliðsstjóra)[HTML] [PDF]

Hrd. 587/2014 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 835/2014 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. 65/2015 dags. 13. maí 2015 (Gróf kynferðisbrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 791/2014 dags. 21. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 848/2014 dags. 18. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 180/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2015 dags. 30. september 2015 (Berlice ehf. - Þorsteinn Hjaltested - Afleiðutengd skuldabréf)[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2014 dags. 8. október 2015 (Imon ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 189/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2015 dags. 15. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 195/2015 dags. 15. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 115/2015 dags. 29. október 2015 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML] [PDF]
Fjallar um mörk stjórnvalds og einkaréttarlegs lögaðila.
Umboðsmaður hafði í mörg ár byggt á því að þar sem Söfnunarsjóðinn ynni á grundvelli sérlaga félli sjóðurinn undir eftirlit umboðsmanns. Hæstiréttur var ósammála þar sem sjóðurinn starfaði einnig samkvæmt hinum almennu lögum um lífeyrissjóði.
Hrd. 198/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 134/2015 dags. 10. desember 2015 (Parlogis)[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2015 dags. 17. desember 2015 (Skeifan)[HTML] [PDF]

Hrd. 303/2015 dags. 17. desember 2015 (Skeifan)[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 158/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2015 dags. 25. janúar 2016 (24 ára sambúð - Helmingaskipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML] [PDF]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 842/2014 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]
Verið var að rannsaka meinta markaðsmisnotkun banka í rannsókn á efnahagshruninu 2008. Hæstiréttur mat svo á að hlustun á síma sakbornings í kjölfar skýrslutöku, þar sem hann neitaði að tjá sig um sakargiftir, hefði verið umfram meðalhóf. Líta ætti því framhjá þeim upptökum.
Hrd. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 757/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 253/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML] [PDF]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. 781/2014 dags. 10. mars 2016 (Kaupréttarfélög)[HTML] [PDF]

Hrd. 468/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2015 dags. 17. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 410/2015 dags. 17. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2016 dags. 18. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 163/2016 dags. 18. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 478/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 677/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2015 dags. 14. apríl 2016 (Drómi)[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2015 dags. 28. apríl 2016 (Milestone - Endurskoðendur)[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 579/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 265/2016 dags. 9. maí 2016 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML] [PDF]

Hrd. 261/2016 dags. 9. maí 2016 (Kaupþing - Félagsstofnun stúdenta)[HTML] [PDF]
Kaupþing tók að sér fjárfestingar fyrir hönd Félagsstofnun stúdenta en efnahagshrunið 2008 leiddi til mikillar verðrýrnunar. Skv. matsgerð höfðu sumar þeirra leitt til tjóns þrátt fyrir að Kaupþing hefði haldið sig innan fjárfestingarstefnu sinnar. Því var ekki talið sýnt að vanefndin hefði leitt til tjónsins.
Hrd. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. 547/2015 dags. 12. maí 2016 (Krikaskóli í Mosfellsbæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2015 dags. 12. maí 2016 (Krikaskóli í Mosfellsbæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 545/2015 dags. 12. maí 2016 (Krikaskóli í Mosfellsbæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 544/2015 dags. 12. maí 2016 (Krikaskóli í Mosfellsbæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2015 dags. 12. maí 2016 (Krikaskóli í Mosfellsbæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 542/2015 dags. 12. maí 2016 (Krikaskóli í Mosfellsbæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 728/2015 dags. 16. júní 2016 (Húsaleigubætur vegna leigu íbúðar af ÖBÍ)[HTML] [PDF]

Hrd. 810/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 540/2015 dags. 16. júní 2016 (Laugarásvegur 62 - Matsgerð)[HTML] [PDF]
Miklar yfirlýsingar fóru fram í fasteignaauglýsingu, sem sem að fasteign hefði verið endurbyggð frá grunni, en raunin var að stór hluti hennar var upprunalegur.

Hæstiréttur nefndi að með afdráttarlausum yfirlýsingum sé seljandi ekki eingöngu að ábyrgjast réttmæti upplýsinganna heldur einnig ábyrgjast gæði verksins. Reynist þær upplýsingar ekki sannar þurfi seljandinn að skila þeirri verðmætaaukningu aftur til kaupandans.
Hrd. 789/2015 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 709/2015 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2016 dags. 22. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 45/2016 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2016 dags. 12. október 2016 (Vaxtaendurskoðun)[HTML] [PDF]
Vísað var til að sökum þess að engin fyrirmæli voru í nýju lögunum um lagaskil þeirra og eldri laganna bæri að leysa úr ágreiningi um skyldur er stofnaðar voru í tíð eldri laga á grundvelli eldri laganna en ekki þeirra nýrri. Skipti þá engu þótt skyldurnar hafi að einhverju leyti verið ítarlegri skilgreindar í nýju lögunum en þeim eldri.

Í þessu máli var ágreiningur um skyldu lánveitenda um upplýsingagjöf um vexti við gerð lánssamnings að því leyti að bankinn tilgreindi ekki við hvaða aðstæður óbreytilegir vextir myndu breytast. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að bankinn hefði brotið eldri lögin að þessu leyti.
Hrd. 676/2015 dags. 13. október 2016 (Vörulager)[HTML] [PDF]
Ósannað var verðmæti vörulagers þar sem málsaðilinn lét hjá líða að afla sönnunargagna því til sönnunar.
Hrd. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2015 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2016 dags. 13. október 2016 (Þorbjörn hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 94/2016 dags. 20. október 2016 (Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf. og Fljótsdalshérað gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2016 dags. 20. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 558/2015 dags. 10. nóvember 2016 (Rangar sakargiftir)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 841/2015 dags. 17. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2016 dags. 22. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 412/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 762/2016 dags. 13. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2016 dags. 15. desember 2016 (Ómerking/heimvísun)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur ómerkti úrskurð/dóm héraðsdóms.

Mamman flutti til útlanda með barnið fljótlega eftir uppkvaðningu niðurstöðu héraðsdóms og Hæstiréttur ómerkti á þeim grundvelli að aðstæður hefðu breyst svo mikið.

Niðurstaða héraðsdóms byggði mikið á matsgerð um hæfi foreldra.

Hafnað skýrt í héraðsdómi að dæma sameiginlega forsjá.

K var talin miklu hæfari en M til að sjá um barnið samkvæmt matsgerð.

Ekki minnst á í héraðsdómi að það væri forsenda úrskurðarins að hún myndi halda sig hér á landi, en Hæstiréttur vísaði til slíkra forsenda samt sem áður.

K fór í tvö fjölmiðlaviðtöl, annað þeirra nafnlaust og hitt þeirra undir fullu nafni. Hún nefndi að hann hefði sakaferil að baki. M dreifði kynlífsmyndum af henni á yfirmenn hennar og vinnufélaga.

M tilkynnti K til barnaverndaryfirvalda um að hún væri óhæf móðir.
Hrd. 660/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 214/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 784/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 254/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara)[HTML] [PDF]
Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. 260/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 378/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Innnes ehf. I)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 358/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Lækjarsmári 7)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að gallaþröskuldur laga um fasteignakaup eigi ekki við þegar seljandi vanrækir upplýsingaskyldu sína. Kaupanda var því dæmdur afsláttur af kaupverði.
Hrd. 241/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Dalsnes)[HTML] [PDF]
Krafan um viðbótargreiðslu samsvaraði 15% af tekjum eins árs hjá lántaka og 10% af eigin fé hans. Fallist var á hana.
Hrd. 453/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 577/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Eldur á dekkjaverkstæði)[HTML] [PDF]

Hrd. 593/2016 dags. 16. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 363/2016 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 387/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt/hafnað endurgreiðslu)[HTML] [PDF]

Hrd. 64/2017 dags. 13. mars 2017 (Þjóðskjalasafn)[HTML] [PDF]

Hrd. 483/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 494/2016 dags. 30. mars 2017 (Birtingur)[HTML] [PDF]

Hrd. 504/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 544/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2016 dags. 18. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 498/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 285/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 485/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 636/2016 dags. 1. júní 2017 (Of mikið burðarþol hjólbarða)[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2017 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2016 dags. 8. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 607/2016 dags. 15. júní 2017 (Jón Óskar)[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2017 dags. 15. júní 2017 (Gróf brot gegn barnsmóður - Hálstak)[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2017 dags. 26. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 619/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 283/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2017 dags. 28. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 635/2016 dags. 12. október 2017 (Reynivellir)[HTML] [PDF]

Hrd. 730/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 439/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 645/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML] [PDF]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I) nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.
Hrd. 136/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Á og Skarð á Skarðströnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 763/2017 dags. 13. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2017 dags. 13. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 830/2016 dags. 14. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 804/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 832/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 740/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 796/2016 dags. 15. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 71/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Goðatún)[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2017 dags. 1. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2016 dags. 15. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 217/2017 dags. 15. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 170/2017 dags. 27. mars 2018 (Eyrartröð)[HTML] [PDF]

Hrd. 305/2017 dags. 27. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 493/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 738/2017 dags. 26. apríl 2018 (Byggingarfulltrúi starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðar og hönnunarstjóra mannvirkisins)[HTML] [PDF]

Hrd. 287/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 367/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2017 dags. 24. maí 2018 (Slysatrygging - Dagpeningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2018 dags. 30. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 423/2017 dags. 31. maí 2018 (Vinnuslys)[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 584/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 585/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2017 dags. 14. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 582/2017 dags. 14. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 792/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 747/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 829/2017 dags. 26. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 760/2017 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 495/2017 dags. 20. september 2018 (Hagaflöt 20)[HTML] [PDF]
Fasteign var keypt á 71 milljón króna. Kaupandi taldi hana verulega gallaða og aflaði sér matsgerðar um þá. Samkvæmt henni námu gallarnir alls 3,2 milljónum (4,5% af kaupverðinu). Kaupandi bar fyrir sig að seljandi hefði bakað sér sök vegna vanrækslu upplýsingaskyldu sinnar.

Hæstiréttur féllst ekki á hina meintu vanrækslu upplýsingarskyldunnar og taldi að gallarnir væru ekki nógu miklar til að heimila riftun án hinnar meintu sakar. Hins vegar féllst hann á skaðabótakröfu kaupandans upp á 1,1 milljón króna.
Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 190/2017 dags. 18. október 2018 (LÍN og sjálfskuldarábyrgð)[HTML] [PDF]

Hrd. 849/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 249/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2017 dags. 25. október 2018 (aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 463/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 508/2017 dags. 6. desember 2018 (Huginn - Úthlutun aflaheimilda í makríl)[HTML] [PDF]
Í lögum um veiðar fyrir utan lögsögu íslenska ríkisins er kveðið á um að ef samfelld veiðireynsla liggur fyrir mætti úthluta með tilteknum hætti.
Hrd. 509/2017 dags. 6. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML] [PDF]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. 26/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2019 dags. 19. mars 2019 (Tekjutengdar greiðslur)[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML] [PDF]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. 26/2019 dags. 18. september 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 45/2019 dags. 15. október 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML] [PDF]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrd. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 51/2019 dags. 4. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2020 dags. 13. maí 2020 (Selfoss - Brenna)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2019 dags. 25. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn)[HTML] [PDF]
Um er að ræða áfrýjun á Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn áfrýjaði dómur skyldi verða óraskaður.
Hrd. 3/2020 dags. 16. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2020 dags. 24. september 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2020 dags. 17. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 5/2021 dags. 3. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrd. 38/2021 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Hrd. 46/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Hrd. 43/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Hrd. 50/2021 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 22/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 35/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Hrd. 40/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrd. 5/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. 17/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Hrd. 16/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Hrd. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 23/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 22/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 21/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 20/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 1/2024 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 57/2023 dags. 2. maí 2024[HTML]

Hrd. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. 41/2023 dags. 26. júní 2024[HTML]

Hrd. 3/2024 dags. 18. september 2024[HTML]

Hrd. 10/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. 12/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Hrd. 15/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. 45/2024 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Hrd. 11/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Hrd. 19/2024 dags. 4. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. október 2013 (Víkur ehf útgerð. kærir ákvörðun Fiskistofu um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 23. júní 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. janúar 2015 (Veiðifélag Mývatns, kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 16. janúar 2014, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2013.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2015 (Úrskurður vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir Kópasker 2013/2014)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. september 2016 (Úrskurður vegna ákvörðunar Byggðastofnunar um að hafna Hafborgu ehf. um aflamark)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. september 2016 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Byggðastofnunar varðandi tilboð Goðaborgar ehf. um samstarf varðandi nýtingu byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. mars 2018 (Ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. febrúar 2020 (Ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 30. janúar 2019, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2019.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. júní 2020 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. júlí 2020 (Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2018, um að veita útgerðaraðila skipsins [C], skriflega áminningu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. febrúar 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna beiðni um afhendingu matsblaðs vegna úthlutunar aflamarks.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24. mars 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta til bátsins [D])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. september 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að úthluta ekki aflahlutdeild í makríl í samræmi við kröfur kæranda.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 12/2004 dags. 22. nóvember 2004[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 18/2004 dags. 15. júlí 2005[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 30/2004 dags. 11. maí 2006[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 15/2005 dags. 6. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 17/2005 dags. 13. ágúst 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 19/2005 dags. 13. ágúst 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 20/2005 dags. 13. ágúst 2007[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 12/2005 dags. 21. janúar 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 9/2006 dags. 21. janúar 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2007 dags. 20. júní 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 8/2007 dags. 9. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 10/2008 dags. 25. júní 2009[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2008 dags. 25. júní 2009[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 20/2009 dags. 3. janúar 2011[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2013 dags. 10. september 2013[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2020 dags. 22. júlí 2022[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 16/2019 dags. 22. júlí 2022[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 10/2020 dags. 17. maí 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 6/2020 dags. 13. júlí 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 16/2020 dags. 25. júlí 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 17/2020 dags. 8. ágúst 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2021 dags. 14. september 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2021 dags. 25. september 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 15/2020 dags. 11. október 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 23/2019 dags. 15. nóvember 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 24/2019 dags. 15. nóvember 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 5/2021 dags. 13. febrúar 2024[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2021 dags. 18. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/1999 dags. 2. mars 2000[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2022 dags. 19. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2015 (Kæra Green Car ehf. hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2009 (Kæra Íslenska gámafélagsins ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2012 (Kæra IP fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2014 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna á ákvörðun Neytendastofu 16. maí 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2011 (Kæra Gildis lífeyrissjóðs á ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2014 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna á ákvörðun Neytendastofu 12. júní 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2014 (Kæra Atlantsolíu hf. á ákvörðun Neytendastofu 28. júlí 2014 nr. 34/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2017 (Kæra Brú Venture Capital ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2019 (Kæra Guide to Iceland ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2019)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2014 frá 23. september 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2012 (Kæra Pennans á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2012 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2013 (Kæra Lyfju hf. á ákvörðun Neytendastofu 18. júlí 2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2014 (Kæra Erlings Ellingssen á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2019 (Kæra Akt ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 5. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2012 (Kæra Rafco ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 12/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2017 (Kæra E-content ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2009 (Kæra Íslensks meðlætis hf. á ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 4/2009)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2018 (Kæra Gyðu Atladóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2018 frá 25. júlí 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2008 (Kæra Celsus ehf. hf. á ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 26/2008)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2015 (Kæra Gyðu Atladóttur á ákvörðun Neytendastofu 13. mars 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2014 (Kæra Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014 nr. 16/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2011 (Kæra Erlings Alfreðs Jónssonar á ákvörðun Neytendastofu 25. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2017 (Kæra Nautafélagsins ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2023 (Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir villandi auglýsingar með ákvörðun nr. 39/2023.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/1997 dags. 11. apríl 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 18/1999 dags. 3. febrúar 2000[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/2003 dags. 29. september 2003[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 dags. 29. janúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2005 dags. 23. febrúar 2005[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2006 dags. 17. október 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2007 dags. 22. júní 2007[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2008 dags. 13. mars 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2008 dags. 8. júlí 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2009 dags. 4. mars 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2010 dags. 28. maí 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2011 dags. 14. júní 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2011 dags. 22. júní 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2011 dags. 4. október 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2012 dags. 24. ágúst 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2012 dags. 18. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2013 dags. 21. mars 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2014 dags. 30. september 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2015 dags. 27. júlí 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2015 dags. 27. júlí 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2015 dags. 1. október 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2018 dags. 26. júní 2018[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2018 dags. 8. júlí 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2019 dags. 13. september 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2020 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2023 dags. 10. október 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins dags. 24. nóvember 1998 í máli nr. E-2/98[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 1. febrúar 2008 í máli nr. E-4/07[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 5. mars 2008 í máli nr. E-6/07[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 14. desember 2011 í máli nr. E-3/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. nóvember 2012 í máli nr. E-19/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 11. desember 2012 í máli nr. E-2/12[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. júlí 2013 í máli nr. E-15/12[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 28. ágúst 2014 í máli nr. E-25/13[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. september 2016 í máli nr. E-29/15[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. maí 2018 í máli nr. E-6/17[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 23. maí 2024 í málum nr. E-1/23 o.fl.[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 4/2009 dags. 29. maí 2009[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 12/2009 dags. 7. júlí 2009[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 13/2009 dags. 7. júlí 2009[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 20/2009 dags. 18. ágúst 2009[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 3/2011 dags. 8. apríl 2011[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 7/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 9/2016 dags. 10. október 2016[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 6/2017 dags. 12. september 2017[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 8/2017 dags. 25. september 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 9/2017 dags. 22. nóvember 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 12/2017 dags. 6. desember 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 13/2017 dags. 18. desember 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 14/2017 dags. 19. desember 2017[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 5/2018 dags. 12. september 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 6/2018 dags. 14. september 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 12/2018 dags. 6. desember 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 13/2018 dags. 12. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 15/2018 dags. 12. desember 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 15/2018 dags. 17. desember 2018[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 4/2019 dags. 29. janúar 2019[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 10/2019 dags. 2. maí 2019[PDF]

Úrskurður Einkaleyfastofunnar nr. 11/2019 dags. 11. júní 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 9/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 10/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 8/2016 dags. 12. desember 2016[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 6/2017 dags. 12. maí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 11/2016 dags. 12. maí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 7/2016 dags. 12. maí 2019[HTML]

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 20/2017 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1997:10 í máli nr. 15/1996

Dómur Félagsdóms 1998:291 í máli nr. 5/1998

Dómur Félagsdóms 1998:341 í máli nr. 10/1998

Dómur Félagsdóms í máli nr. 19/2001 dags. 10. desember 2001[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 18/2001 dags. 15. febrúar 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2002 dags. 11. júlí 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2002 dags. 8. nóvember 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2003 dags. 28. maí 2003[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 9/2005 dags. 9. maí 2005[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 8/2006 dags. 11. janúar 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 10/2006 dags. 15. janúar 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 7/2006 dags. 23. janúar 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2007 dags. 15. maí 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2007 dags. 19. september 2007[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 7/2008 dags. 8. janúar 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2008 dags. 11. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 1/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 4/2009 dags. 12. maí 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 8/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2010 dags. 4. júní 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2010 dags. 19. október 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2010 dags. 7. febrúar 2011

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-5/2011 dags. 24. júní 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2011 dags. 3. nóvember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2012 dags. 12. júlí 2012

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2014 dags. 2. desember 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2014 dags. 20. febrúar 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-21/2015 dags. 2. desember 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2016 dags. 22. september 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2016 dags. 1. desember 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2016 dags. 17. janúar 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2016 dags. 27. janúar 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2017 dags. 16. júní 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2017 dags. 26. júní 2017

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-4/2017 dags. 3. nóvember 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2017 dags. 20. nóvember 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2018 dags. 21. desember 2018

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2020 dags. 6. júlí 2020

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2020 dags. 17. desember 2020

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2020 dags. 16. febrúar 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-14/2020 dags. 9. mars 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2020 dags. 30. júní 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2021 dags. 30. nóvember 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-14/2021 dags. 16. desember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2021 dags. 11. janúar 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2020 dags. 25. janúar 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2021 dags. 11. febrúar 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2021 dags. 26. apríl 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2021 dags. 13. júní 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2023 dags. 6. júní 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2024 dags. 23. október 2024

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 27. júlí 1998 (Ísafjarðarbær (Suðureyri) - Hámark og lágmark holræsagjalda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 27. júlí 1998 (Ísafjarðarbær (Flateyri) - Hámark og lágmark holræsagjalda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. október 2004 (Sandgerðisbær - Skylda til að afla álits sérfróðs aðila vegna verulegra skuldbindinga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. maí 2006 (Kópavogsbær - Tónlistarfræðsla, skyldur sveitarfélags til að greiða fyrir tónlistarnám utan sveitarfélags)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. maí 2006 (Kópavogsbær - Úthlutun byggingarréttar, jafnræðisregla, rökstuðningur, birting ákvörðunar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 3. ágúst 2006 (Kópavogsbær - Lóðaúthlutun, jafnræðisregla, rökstuðningur, rekjanleiki stjórnsýsluákvarðana)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. ágúst 2006 (Grindavíkurbær - Framlagning fundargerða nefnda, dagskrá sveitarstjórnarfunda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. október 2006 (Grundarfjarðarbær - Álagning gatnagerðargjalds á viðbyggingu við íbúðarhús)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 29. júní 2007 (Sveitarfélagið Árborg - Aðkoma sveitarfélags vegna vörslusviptingar hrossa, úrskurðarvald ráðuneytisins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. september 2007 (Sveitarfélagið Ölfus - Skylda til að afla sérfræðiálits vegna verulegra skuldbindinga)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 3/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 7/2024 dags. 11. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2021 dags. 8. júlí 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2022 dags. 18. janúar 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2022 dags. 29. september 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 15/2022 dags. 30. desember 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2023 dags. 22. júní 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2023 dags. 19. október 2023[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2024 dags. 9. febrúar 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2024 dags. 20. mars 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2024 dags. 13. júní 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2024 dags. 13. ágúst 2024[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2024 dags. 28. ágúst 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050035 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050011 dags. 3. júní 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16060001 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16060002 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17080015 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR1901161 dags. 23. maí 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 11. maí 2009 (Synjun um atvinnuumsókn)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 2. júlí 2009 (Áliti Lyfjastofnunar um bann við birtingu auglýsingaborða verði hnekkt)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 21. ágúst 2009 (Synjun landlæknis um útgáfu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 12. apríl 2010 (Synjun landlæknis um veitingu starfsleyfis sem sálfræðingur)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2019 dags. 14. júní 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 9/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 9/2020 dags. 18. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2020 dags. 23. mars 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2020 dags. 9. október 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 5/2022 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 11/2022 dags. 24. maí 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2022 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 17/2022 dags. 1. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 30/2022 dags. 22. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 1/2023 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2023 dags. 10. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2024 dags. 22. maí 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 14/2024 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 17/2024 dags. 27. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2024 dags. 12. september 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2024 dags. 24. september 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 26/2024 dags. 10. október 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-245/2005 dags. 15. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-92/2009 dags. 16. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-157/2008 dags. 13. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-335/2009 dags. 7. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-212/2010 dags. 24. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2011 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-77/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-119/2011 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-91/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-59/2012 dags. 11. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-100/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-46/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2016 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-5/2018 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-92/2020 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-2/2021 dags. 21. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-94/2022 dags. 13. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-172/2023 dags. 22. apríl 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-505/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2007 dags. 19. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-580/2007 dags. 7. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-346/2010 dags. 29. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-204/2011 dags. 12. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-225/2011 dags. 7. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-117/2012 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-160/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-189/2013 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-165/2014 dags. 18. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-5/2013 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-76/2014 dags. 7. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-221/2012 dags. 13. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-237/2015 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-93/2016 dags. 27. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-44/2017 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-226/2017 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-57/2018 dags. 17. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-23/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-389/2019 dags. 28. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-599/2020 dags. 14. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-52/2019 dags. 2. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-365/2021 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-370/2021 dags. 3. febrúar 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-115/2022 dags. 1. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-459/2021 dags. 23. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-77/2022 dags. 22. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-27/2022 dags. 30. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-63/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-55/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-177/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-363/2022 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-525/2023 dags. 7. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-475/2023 dags. 15. júlí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-44/2008 dags. 30. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-31/2007 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-115/2008 dags. 21. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-69/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-104/2008 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-61/2011 dags. 17. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-40/2012 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-56/2014 dags. 6. ágúst 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-184/2019 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-74/2023 dags. 8. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-593/2006 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-756/2006 dags. 24. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-757/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-664/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1208/2006 dags. 11. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1569/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1630/2006 dags. 18. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2097/2007 dags. 6. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1341/2007 dags. 28. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1334/2007 dags. 16. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-932/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1611/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1305/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2499/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3349/2008 dags. 2. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2501/2008 dags. 21. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-10/2010 dags. 18. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-845/2009 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3819/2009 dags. 30. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1180/2010 dags. 30. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3302/2009 dags. 7. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2254/2009 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2253/2009 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2251/2009 dags. 4. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-150/2011 dags. 7. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1244/2010 dags. 19. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2446/2010 dags. 15. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1880/2010 dags. 17. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-682/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-24/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2126/2010 dags. 21. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1478/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-215/2012 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1450/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-16/2012 dags. 19. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 11. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-54/2013 dags. 11. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-140/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1713/2012 dags. 28. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-108/2013 dags. 17. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-235/2013 dags. 29. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1687/2012 dags. 13. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-800/2013 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1257/2012 dags. 16. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1695/2012 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-9470/2013 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-84/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-569/2014 dags. 4. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-362/2014 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-109/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-398/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-767/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-416/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-444/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-288/2015 dags. 6. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-783/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-825/2015 dags. 12. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-291/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-103/2016 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-476/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1204/2015 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-446/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-171/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-336/2016 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-59/2016 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-364/2015 dags. 24. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-831/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3/2017 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1087/2016 dags. 8. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1016/2016 dags. 17. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-215/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-214/2017 dags. 24. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-275/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-274/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-9/2017 dags. 15. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1183/2017 dags. 18. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1208/2017 dags. 4. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1151/2016 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1150/2016 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-641/2017 dags. 25. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-21/2018 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-120/2017 dags. 13. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-91/2017 dags. 24. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-124/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-526/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-767/2017 dags. 7. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-821/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-628/2018 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-23/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-529/2018 dags. 3. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-299/2018 dags. 21. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-976/2018 dags. 14. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1181/2017 dags. 28. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-169/2019 dags. 14. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-557/2019 dags. 30. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-195/2019 dags. 28. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1265/2017 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-221/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-159/2020 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-461/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-482/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1704/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2001/2019 dags. 5. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2293/2019 dags. 26. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-660/2019 dags. 28. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2205/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1318/2019 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2985/2020 dags. 10. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-886/2020 dags. 29. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3237/2020 dags. 5. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-494/2021 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-868/2021 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1547/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1521/2021 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1681/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-902/2021 dags. 19. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-940/2021 dags. 25. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-270/2022 dags. 19. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-493/2021 dags. 23. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2295/2021 dags. 11. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-35/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-47/2020 dags. 17. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-705/2022 dags. 26. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-647/2022 dags. 17. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1580/2022 dags. 4. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-652/2022 dags. 4. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1247/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1159/2022 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1074/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2218/2021 dags. 4. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2115/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2537/2021 dags. 25. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1471/2022 dags. 31. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-742/2022 dags. 13. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1016/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-749/2023 dags. 24. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1581/2022 dags. 24. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1864/2023 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-708/2022 dags. 7. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1559/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1173/2023 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1245/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1364/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-93/2024 dags. 3. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-798/2024 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2935/2023 dags. 27. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-726/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-725/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-724/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-721/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-720/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-719/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-718/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-717/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-58/2024 dags. 21. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6481/2004 dags. 9. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4733/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7750/2004 dags. 3. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3396/2005 dags. 5. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4944/2004 dags. 8. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-240/2006 dags. 11. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6601/2005 dags. 15. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4417/2005 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6143/2005 dags. 19. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1774/2005 dags. 6. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7395/2005 dags. 14. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4706/2005 dags. 27. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-97/2006 dags. 7. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7078/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5186/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8815/2004 dags. 25. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7468/2005 dags. 29. september 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2004 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7737/2005 dags. 10. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-888/2006 dags. 11. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1686/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7846/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6007/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-291/2006 dags. 4. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2008/2006 dags. 13. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2007/2006 dags. 13. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2183/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2327/2005 dags. 29. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1777/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1348/2006 dags. 2. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1948/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2005 dags. 15. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2350/2006 dags. 19. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4574/2006 dags. 19. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5353/2006 dags. 23. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-8/2005 dags. 30. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5264/2005 dags. 30. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-197/2007 dags. 4. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7408/2006 dags. 25. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5341/2005 dags. 25. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4038/2006 dags. 15. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2444/2006 dags. 15. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4602/2006 dags. 18. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4601/2006 dags. 18. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7816/2006 dags. 24. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7849/2005 dags. 2. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2343/2007 dags. 17. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7608/2006 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-754/2006 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1011/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2052/2007 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-57/2008 dags. 15. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6410/2007 dags. 15. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3594/2007 dags. 11. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1978/2007 dags. 12. mars 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7130/2007 dags. 26. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5897/2007 dags. 3. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2007 dags. 18. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2007 dags. 18. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5892/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-11/2008 dags. 23. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7709/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7507/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6840/2006 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7315/2007 dags. 1. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7000/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7167/2007 dags. 28. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1857/2008 dags. 28. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6275/2006 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5468/2008 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1436/2008 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6242/2008 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2865/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4033/2008 dags. 23. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1195/2006 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8652/2007 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3020/2006 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3045/2008 dags. 3. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1455/2007 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9627/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3831/2008 dags. 21. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2121/2007 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11363/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11362/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11361/2008 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9875/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3982/2008 dags. 29. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2009 dags. 7. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8959/2008 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-417/2009 dags. 22. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7966/2008 dags. 25. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7706/2007 dags. 2. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3212/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10724/2008 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10758/2008 dags. 1. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-180/2009 dags. 9. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-858/2009 dags. 15. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4204/2009 dags. 18. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-948/2008 dags. 18. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1998/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-302/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-983/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7506/2009 dags. 22. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1570/2009 dags. 29. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1353/2009 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9568/2008 dags. 5. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7206/2009 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4577/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2103/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6633/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9037/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8607/2009 dags. 8. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2572/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3614/2009 dags. 23. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2524/2010 dags. 26. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7173/2009 dags. 27. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5534/2006 dags. 7. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13461/2009 dags. 20. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 1. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12039/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-52/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1872/2007 dags. 9. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9054/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12453/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11613/2008 dags. 28. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14240/2009 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8504/2009 dags. 2. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010 dags. 23. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8528/2009 dags. 7. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2034/2010 dags. 19. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6152/2009 dags. 19. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14134/2009 dags. 27. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2010 dags. 19. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-771/2010 dags. 30. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-202/2010 dags. 2. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7123/2007 dags. 9. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4527/2009 dags. 21. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8678/2009 dags. 3. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14132/2009 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-564/2010 dags. 17. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-559/2010 dags. 23. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2655/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4018/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3009/2010 dags. 14. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12038/2009 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5613/2010 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 5. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4884/2010 dags. 13. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5244/2010 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2051/2010 dags. 20. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-163/2010 dags. 4. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5862/2010 dags. 9. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2010 dags. 31. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2697/2010 dags. 28. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7123/2007 dags. 28. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7518/2009 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6835/2010 dags. 8. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2152/2010 dags. 22. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-166/2010 dags. 27. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-186/2011 dags. 30. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7935/2009 dags. 11. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1381/2011 dags. 13. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2200/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-55/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4902/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7452/2010 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 1. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-583/2010 dags. 12. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4759/2010 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-46/2011 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3472/2011 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7410/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-47/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-273/2011 dags. 30. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-634/2011 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4449/2011 dags. 21. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-97/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7338/2010 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-45/2011 dags. 2. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-520/2010 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3210/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3209/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1651/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4808/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-13/2011 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-500/2010 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2892/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-140/2011 dags. 8. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-378/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2890/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. B-12/2012 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3799/2011 dags. 31. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-13/2011 dags. 28. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4280/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-543/2010 dags. 16. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-137/2011 dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-428/2011 dags. 14. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3680/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2657/2011 dags. 23. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1006/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2938/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-501/2010 dags. 4. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1047/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4281/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1906/2011 dags. 28. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-522/2012 dags. 18. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-990/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-631/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1190/2011 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2445/2012 dags. 22. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1562/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1043/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2012 dags. 27. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2562/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2513/2012 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2303/2012 dags. 8. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3089/2012 dags. 15. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2431/2012 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2219/2012 dags. 27. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3153/2012 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2013 dags. 7. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4435/2012 dags. 11. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-51/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3964/2011 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-268/2013 dags. 28. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1870/2012 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2294/2012 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-67/2013 dags. 9. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3286/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3015/2012 dags. 4. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7461/2010 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2013 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-3/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4652/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3889/2012 dags. 16. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-525/2013 dags. 17. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2100/2012 dags. 18. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3546/2012 dags. 29. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3285/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-137/2011 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-76/2011 dags. 5. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4602/2013 dags. 11. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-16/2010 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2011 dags. 21. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4269/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1466/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4399/2012 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-888/2013 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1623/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-422/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4428/2012 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2013 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3055/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1946/2013 dags. 14. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2487/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3124/2012 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-11/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-362/2013 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3790/2012 dags. 25. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2361/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1497/2011 dags. 6. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-54/2013 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1952/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-274/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1040/2013 dags. 18. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-527/2013 dags. 2. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1782/2013 dags. 7. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2957/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4442/2012 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2013 dags. 15. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4207/2013 dags. 30. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-243/2013 dags. 2. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4118/2013 dags. 9. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-842/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-553/2013 dags. 5. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2013 dags. 6. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3538/2012 dags. 12. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2439/2012 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-947/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-908/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4589/2013 dags. 1. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4588/2013 dags. 1. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2360/2013 dags. 9. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5160/2013 dags. 24. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5041/2013 dags. 26. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1595/2013 dags. 3. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-523/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3615/2013 dags. 16. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-22/2014 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4177/2013 dags. 28. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2013 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1469/2013 dags. 17. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-509/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-207/2013 dags. 19. nóvember 2014[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4523/2013 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2013 dags. 25. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1842/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2213/2012 dags. 1. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4566/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5165/2013 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-657/2013 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5054/2013 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-35/2014 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4761/2013 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3976/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3625/2014 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2763/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2762/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-440/2014 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-439/2014 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1930/2014 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2759/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2788/2014 dags. 12. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12026/2009 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-443/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2680/2013 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-821/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3097/2014 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3392/2014 dags. 6. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1465/2013 dags. 10. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2868/2012 dags. 12. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2012 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3484/2014 dags. 14. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2550/2014 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2791/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1960/2013 dags. 29. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3361/2014 dags. 5. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3968/2013 dags. 22. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4100/2013 dags. 26. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4098/2013 dags. 26. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4097/2013 dags. 26. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4096/2013 dags. 26. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4095/2013 dags. 26. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4094/2013 dags. 26. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4776/2013 dags. 29. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1829/2012 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5102/2014 dags. 19. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4559/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3157/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-736/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3920/2014 dags. 25. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-943/2014 dags. 25. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-901/2014 dags. 13. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4822/2014 dags. 10. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4821/2014 dags. 10. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1601/2013 dags. 24. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-908/2015 dags. 29. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2015 dags. 7. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1497/2011 dags. 16. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-363/2014 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2616/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4666/2014 dags. 4. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4294/2014 dags. 6. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2014 dags. 9. desember 2015 (Hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-684/2012 dags. 9. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2154/2014 dags. 5. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2153/2014 dags. 5. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2747/2014 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2014 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-190/2015 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2090/2014 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2270/2015 dags. 29. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2622/2013 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5105/2014 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2369/2014 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2015 dags. 8. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2483/2015 dags. 9. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-987/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1226/2015 dags. 22. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2770/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2769/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4161/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2607/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2014 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2521/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2519/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2518/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1908/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3626/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4464/2013 dags. 18. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4463/2013 dags. 18. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3563/2015 dags. 25. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2014 dags. 25. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3162/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-4/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-769/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2012 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3417/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5046/2014 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-428/2016 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4229/2015 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3689/2015 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2514/2012 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1967/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2014 dags. 3. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3925/2015 dags. 9. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2752/2012 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3446/2015 dags. 23. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1465/2015 dags. 23. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3355/2015 dags. 4. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2142/2015 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-149/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-145/2016 dags. 31. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3519/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2016 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-456/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2015 dags. 16. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1357/2016 dags. 19. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-16/2015 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-960/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7/2015 dags. 23. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4209/2015 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2156/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3439/2015 dags. 6. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4235/2015 dags. 6. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-964/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3014/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3533/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1750/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2616/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1865/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-839/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-840/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-932/2016 dags. 23. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1713/2016 dags. 13. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1276/2016 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4226/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2161/2015 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2160/2015 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-457/2016 dags. 5. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-401/2017 dags. 19. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2459/2016 dags. 19. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-950/2017 dags. 25. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3622/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-291/2017 dags. 31. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1113/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-26/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2998/2016 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1286/2017 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1272/2017 dags. 27. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2015 dags. 4. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3419/2016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1273/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3331/2016 dags. 5. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-755/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1330/2017 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3560/2016 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2431/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-623/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-193/2016 dags. 2. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3729/2016 dags. 9. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3815/2016 dags. 19. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2252/2016 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3877/2016 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2016 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2425/2017 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-94/2013 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1299/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2466/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1247/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2076/2016 dags. 18. maí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-15/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2767/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1613/2017 dags. 29. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2890/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-769/2017 dags. 12. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-116/2018 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3330/2017 dags. 22. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-945/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2017 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3357/2016 dags. 10. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3567/2017 dags. 18. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2284/2014 dags. 19. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2962/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3085/2017 dags. 12. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-415/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2422/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-143/2018 dags. 12. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3410/2016 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3756/2017 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3793/2017 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4525/2013 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1684/2017 dags. 26. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-505/2018 dags. 27. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3896/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-523/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4040/2011 dags. 4. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2415/2017 dags. 2. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3585/2017 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1413/2018 dags. 21. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1296/2018 dags. 29. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-584/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1118/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1597/2017 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1267/2017 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-514/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1764/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1671/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1583/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3954/2015 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4070/2017 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2018 dags. 16. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1758/2018 dags. 29. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3815/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3248/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2018 dags. 18. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2731/2018 dags. 24. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4187/2018 dags. 10. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1506/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1507/2018 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-411/2019 dags. 28. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1394/2019 dags. 29. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2018 dags. 30. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3667/2017 dags. 4. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-747/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3010/2018 dags. 10. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-471/2019 dags. 18. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4294/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3448/2019 dags. 9. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-129/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1964/2019 dags. 10. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3785/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4207/2018 dags. 27. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2019 dags. 19. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5403/2019 dags. 25. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-32/2018 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2118/2019 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2449/2018 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3554/2015 dags. 6. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-676/2018 dags. 15. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2839/2015 dags. 13. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5341/2019 dags. 15. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4247/2019 dags. 19. maí 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7537/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1738/2018 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6125/2019 dags. 2. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2516/2016 dags. 19. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3892/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3218/2019 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3426/2012 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4860/2019 dags. 16. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1270/2020 dags. 23. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4190/2018 dags. 10. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6399/2019 dags. 28. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6095/2019 dags. 30. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2205/2020 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1081/2020 dags. 20. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1776/2020 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3992/2020 dags. 30. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3067/2019 dags. 9. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-679/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5022/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2018 dags. 27. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7421/2019 dags. 8. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4378/2014 dags. 10. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3257/2020 dags. 14. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5178/2019 dags. 17. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3905/2018 dags. 29. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2444/2020 dags. 8. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3181/2018 dags. 29. janúar 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3321/2020 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1426/2020 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3012/2018 dags. 19. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5061/2020 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3197/2019 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-309/2020 dags. 15. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2019 dags. 23. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2019 dags. 23. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1668/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6363/2020 dags. 11. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7775/2020 dags. 12. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-538/2019 dags. 12. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7748/2020 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2862/2020 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7099/2020 dags. 25. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-354/2021 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2427/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7553/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7746/2020 dags. 21. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7484/2020 dags. 29. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5645/2020 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1217/2020 dags. 27. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1178/2019 dags. 1. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2020 dags. 8. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5792/2019 dags. 27. september 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-604/2020 dags. 1. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2019 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6009/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7981/2020 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5633/2020 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7384/2020 dags. 20. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-57/2021 dags. 25. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3883/2021 dags. 1. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3040/2019 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2021 dags. 6. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2781/2021 dags. 13. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2026/2021 dags. 13. desember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4065/2021 dags. 15. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2241/2021 dags. 15. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2730/2020 dags. 15. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8164/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6950/2019 dags. 20. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3120/2021 dags. 23. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3894/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-127/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2130/2021 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2880/2021 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3563/2021 dags. 15. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3653/2019 dags. 15. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2133/2021 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2021 dags. 18. mars 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4452/2021 dags. 18. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7833/2020 dags. 29. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1054/2021 dags. 30. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2482/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2879/2021 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5076/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5482/2021 dags. 5. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4941/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3541/2021 dags. 26. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8149/2020 dags. 4. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5022/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5093/2021 dags. 19. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4921/2021 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3604/2020 dags. 7. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-34/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7353/2019 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-70/2022 dags. 21. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3022/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1232/2022 dags. 30. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5657/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4574/2021 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5909/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5542/2021 dags. 13. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5455/2021 dags. 16. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5656/2021 dags. 26. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5843/2021 dags. 27. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-69/2022 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5910/2021 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5939/2021 dags. 17. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5935/2021 dags. 20. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-680/2022 dags. 27. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2113/2021 dags. 28. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5823/2021 dags. 8. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1732/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5374/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2453/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7674/2020 dags. 18. nóvember 2022[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-386/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4662/2021 dags. 5. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2656/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1004/2022 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1296/2022 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5528/2021 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1745/2022 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1997/2021 dags. 1. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5933/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-207/2013 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3265/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1160/2022 dags. 14. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6256/2020 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3975/2022 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4146/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3148/2022 dags. 29. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4987/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2019 dags. 17. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2272/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5788/2022 dags. 25. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-111/2017 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3558/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3670/2022 dags. 3. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3627/2022 dags. 9. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5785/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3734/2022 dags. 16. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7169/2019 dags. 6. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3225/2019 dags. 6. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5904/2022 dags. 20. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5373/2022 dags. 21. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2448/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2021 dags. 7. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1428/2023 dags. 21. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5953/2022 dags. 28. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-463/2022 dags. 3. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3267/2021 dags. 5. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2138/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2489/2023 dags. 18. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2400/2022 dags. 25. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3006/2022 dags. 2. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1858/2021 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1075/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1297/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-229/2023 dags. 5. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2160/2023 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-118/2023 dags. 21. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3459/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-783/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-682/2022 dags. 9. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5868/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1732/2022 dags. 17. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3030/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7254/2023 dags. 13. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5934/2021 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2362/2020 dags. 19. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6066/2023 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2023 dags. 21. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3447/2023 dags. 5. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2023 dags. 12. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3107/2019 dags. 16. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5790/2023 dags. 16. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5229/2023 dags. 17. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3226/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4104/2023 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2023 dags. 8. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4677/2023 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7750/2023 dags. 5. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5537/2023 dags. 10. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4110/2023 dags. 10. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6632/2020 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7403/2023 dags. 24. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6927/2023 dags. 24. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5155/2023 dags. 24. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4037/2022 dags. 2. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3627/2022 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3965/2023 dags. 26. september 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2024 dags. 7. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5936/2021 dags. 8. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2023 dags. 9. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1037/2022 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-322/2024 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-211/2024 dags. 15. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3898/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7152/2023 dags. 22. október 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-597/2006 dags. 25. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-140/2006 dags. 25. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-460/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-4/2008 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-94/2008 dags. 29. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-334/2007 dags. 2. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-59/2009 dags. 30. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-483/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-339/2011 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-164/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-171/2012 dags. 23. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-168/2013 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-342/2013 dags. 11. júlí 2014[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-405/2012 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-2/2016 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-428/2015 dags. 8. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-161/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2015 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-2/2016 dags. 14. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-111/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-61/2017 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-96/2018 dags. 6. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-99/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-31/2019 dags. 9. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-114/2018 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-601/2019 dags. 9. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-452/2019 dags. 7. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-391/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-439/2019 dags. 30. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-520/2021 dags. 25. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-28/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-140/2022 dags. 29. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-478/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-280/2023 dags. 17. maí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-198/2003 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-72/2007 dags. 27. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-170/2009 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-1/2014 dags. 13. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-33/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-50/2015 dags. 13. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-276/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-179/2010 dags. 15. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-30/2012 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-134/2013 dags. 20. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-117/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-31/2014 dags. 9. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-27/2014 dags. 13. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2015 dags. 14. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2015 dags. 28. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-90/2015 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-88/2018 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-63/2019 dags. 14. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-102/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-63/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-206/2021 dags. 29. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-180/2021 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-187/2022 dags. 15. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-205/2023 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-191/2022 dags. 8. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-247/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 12/2019 dags. 10. september 2019[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 14/2019 dags. 10. desember 2019[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar nr. 19/2019 dags. 19. desember 2019[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar nr. 2/2020 dags. 24. apríl 2020[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar nr. 3/2020 dags. 24. apríl 2020[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 3/2021 dags. 9. apríl 2021[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar nr. 2/2021 dags. 14. júní 2021[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 4/2021 dags. 24. júní 2021[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar í ógildingarmáli nr. 2/2023 dags. 17. apríl 2023[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar í ógildingarmáli nr. 3/2023 dags. 14. júní 2023[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 1/2023 dags. 14. júlí 2023[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 2/2024 dags. 14. febrúar 2024[PDF]

Úrskurður Hugverkastofunnar nr. 7/2024 dags. 29. ágúst 2024[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar í niðurfellingarmáli nr. 8/2024 dags. 20. nóvember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 37/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 76/2009 dags. 15. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 24/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060303 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11080220 dags. 22. júní 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11050283 dags. 24. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12020252 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11100276 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110186 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13030379 dags. 23. maí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12030363 dags. 25. júní 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13100066 dags. 23. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14080250 dags. 17. september 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12050415 dags. 22. desember 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14060100 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14070145 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14050211 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR16010163 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15090216 dags. 30. janúar 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010633 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010976 dags. 19. júlí 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010399 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010975 dags. 26. september 2022[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22080026 dags. 16. janúar 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010877 dags. 27. júní 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24020034 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 16/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 4/2014 dags. 14. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 13/2014 dags. 3. desember 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 12/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 25/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 35/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 126/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 64/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 70/2011 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 2/2014 dags. 3. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 169/2013 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 80/2012 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 124/2012 dags. 5. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 206/2012 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 125/2012 dags. 16. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 170/2012 dags. 7. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 130/2012 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 105/2012 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 179/2012 dags. 11. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 173/2012 dags. 11. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 132/2012 dags. 25. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 166/2012 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 174/2012 dags. 16. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 152/2013 dags. 30. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 128/2012 dags. 30. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 192/2012 dags. 13. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 220/2012 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 218/2012 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 239/2012 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 5/2013 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 29/2013 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 16/2013 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 14/2013 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 13/2013 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 11/2013 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 30/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 71/2013 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 32/2013 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 79/2013 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 87/2013 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 45/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 89/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 35/2013 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 90/2013 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 78/2013 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 19/2013 dags. 11. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 95/2013 dags. 11. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 102/2013 dags. 11. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 41/2013 dags. 21. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 81/2013 dags. 28. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 97/2013 dags. 28. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 105/2013 dags. 28. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 108/2013 dags. 4. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 114/2013 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 113/2013 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 69/2013 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 56/2013 dags. 15. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 36/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 54/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 59/2013 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 133/2013 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 153/2013 dags. 27. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 49/2013 dags. 3. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 55/2013 dags. 3. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 140/2013 dags. 3. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 138/2013 dags. 10. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 144/2013 dags. 10. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 115/2013 dags. 1. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 150/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 161/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 163/2013 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 165/2013 dags. 22. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 164/2013 dags. 22. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 162/2013 dags. 22. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 119/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 123/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 166/2013 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 129/2013 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 171/2013 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 173/2013 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 9/2014 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 182/2013 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 159/2013 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 176/2013 dags. 3. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 187/2013 dags. 10. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 5/2001 dags. 13. desember 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2006 dags. 18. janúar 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2008 dags. 6. júní 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2009 dags. 23. desember 2009[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 5/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 3/2010 dags. 6. desember 2010[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2011 dags. 26. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 70/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 71/2013 dags. 10. apríl 2014 (1)[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 71/2013 dags. 10. apríl 2014 (2)[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 72/2013 dags. 5. maí 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 21/2014 dags. 26. júní 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2014 dags. 6. október 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 17/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 17/2015 A dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 47/2013 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 78/2013 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 87/2013 dags. 19. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 86/2013 dags. 19. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 84/2013 dags. 19. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 58/2015 dags. 5. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 34/2016 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 43/2017 dags. 22. október 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 28/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 29/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 54/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 91/2018 dags. 4. desember 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 90/2018 dags. 4. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 119/2018 dags. 7. febrúar 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 25/2019 dags. 20. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 65/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 46/2020 dags. 8. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 138/2020 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 139/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 6/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 52/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 24/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 62/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 134/2022 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 105/2023 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2024 dags. 1. október 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/1997 dags. 11. desember 1997[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/1997 dags. 23. febrúar 1998[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/1998 dags. 8. apríl 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1998 dags. 6. maí 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1998 dags. 5. júlí 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/1999 dags. 9. september 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/1999 dags. 10. desember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1999 dags. 7. janúar 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/1999 dags. 28. febrúar 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 13/1999 dags. 14. apríl 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 18/1999 dags. 19. maí 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2000 dags. 18. desember 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2000 dags. 25. maí 2001[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2001 dags. 15. október 2001[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2001 dags. 25. mars 2002[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2001 dags. 12. apríl 2002[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2002 dags. 4. apríl 2003[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2002 dags. 23. maí 2003[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/2003 dags. 5. apríl 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/2003 dags. 29. apríl 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 15/2003 dags. 24. ágúst 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2004 dags. 1. október 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 15/2004 dags. 11. apríl 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/2004 dags. 31. október 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/2004 dags. 1. nóvember 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2005 dags. 16. nóvember 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2006 dags. 16. júní 2006[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 13/2006 dags. 21. desember 2006[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 12/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/2006 dags. 16. apríl 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2007 dags. 14. desember 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2007 dags. 27. desember 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2007 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2008 dags. 14. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2009 dags. 22. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/2009 dags. 29. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2009 dags. 11. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2014 dags. 20. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2014 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2014 dags. 12. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2015 dags. 12. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2015 dags. 1. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2015 dags. 13. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2015 dags. 16. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/2015 dags. 16. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2016 dags. 12. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 4/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2017 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/2017 dags. 17. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 71/2008 dags. 27. nóvember 2008[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 38/2009 dags. 30. júní 2009[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 100/2009 dags. 26. janúar 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2010 dags. 28. júlí 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 93/2010 dags. 30. september 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 98/2010 dags. 30. september 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 102/2010 dags. 30. september 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 147/2010 dags. 17. desember 2010[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 59/2011 dags. 9. janúar 2012[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 125/2011 dags. 12. apríl 2012[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 126/2011 dags. 24. apríl 2012[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 14/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 30/2013 dags. 17. september 2013[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 87/2014 dags. 22. desember 2014[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 42/2014 dags. 19. maí 2015[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 4/2016 dags. 26. maí 2016[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 24/2016 dags. 26. október 2016[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 30/2016 dags. 26. október 2016[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 42/2016 dags. 12. október 2017[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 43/2017 dags. 15. nóvember 2017[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 66/2016 dags. 13. febrúar 2018[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 3/2018 dags. 7. júní 2018[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 87/2017 dags. 7. júní 2018[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 90/2018 dags. 10. maí 2019[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 69/2018 dags. 2. september 2019[PDF]

Álit Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í máli nr. 11/2019 dags. 17. desember 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2001 dags. 17. ágúst 2001[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2001 dags. 7. desember 2001[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2002 dags. 2. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2002 dags. 28. október 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2002 dags. 28. október 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2002 dags. 26. nóvember 2002[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2003 dags. 24. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2003 dags. 19. september 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2003 dags. 22. september 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2003 dags. 13. október 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2003 dags. 14. október 2003[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2004 dags. 26. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2004 dags. 26. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2005 dags. 10. mars 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2005 dags. 6. október 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2006 dags. 20. júní 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2006 dags. 23. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2007 dags. 24. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2007 dags. 28. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2007 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2007 dags. 23. nóvember 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2008 dags. 15. október 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2009 dags. 23. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2009 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2009 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2010 dags. 27. apríl 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2010 dags. 17. maí 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2010 dags. 10. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2010 dags. 22. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2010 dags. 7. desember 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2010 dags. 8. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2011 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2011 dags. 26. maí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2011 dags. 14. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2011 dags. 26. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 17. október 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2011 dags. 31. janúar 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2012 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2011 dags. 18. júní 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2012 dags. 29. júní 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2012 dags. 18. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2012 dags. 4. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2012 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2012 dags. 11. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2012 dags. 15. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2013 dags. 23. september 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2014 dags. 26. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2014 dags. 28. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2014 dags. 3. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2014 dags. 8. desember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2014 dags. 20. mars 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2015 dags. 12. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2015 dags. 18. ágúst 2015[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2015 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Álit Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2017 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2018 dags. 11. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2017 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2017 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2017 (B) dags. 3. september 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2018 dags. 10. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2018 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2018 dags. 14. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2018 dags. 11. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2019 dags. 24. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2019 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2020 dags. 5. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2020 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2020 dags. 15. júní 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2020 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2020 dags. 5. ágúst 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2020 dags. 12. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 53/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 55/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 51/2020 dags. 12. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2021 dags. 28. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2021 dags. 20. desember 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2022 dags. 14. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2021 dags. 11. apríl 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2022 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2022 dags. 26. júlí 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2022 dags. 17. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2022 dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2022 dags. 31. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2022 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2022 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2022 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2022 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2023 dags. 9. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2024 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2024 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2024 dags. 15. ágúst 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2024 dags. 20. september 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 38/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2015 í máli nr. KNU15010072 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2015 í máli nr. KNU15010097 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2015 í máli nr. KNU15010098 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2015 í máli nr. KNU15010079 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2015 í máli nr. KNU15010020 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2015 í máli nr. KNU15010005 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2015 í máli nr. KNU15010092 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2015 í máli nr. KNU15010009 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2015 í máli nr. KNU15010010 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2015 í máli nr. KNU15010019 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2015 í máli nr. KNU15010085 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2015 í máli nr. KNU15010086 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2015 í máli nr. KNU15010055 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2015 í máli nr. KNU15010087 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2015 í máli nr. KNU15030016 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2015 í máli nr. KNU15030001 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2015 í máli nr. KNU15020020 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2015 í máli nr. KNU15050006 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2015 í máli nr. KNU15020018 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2015 í máli nr. KNU15020008 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2015 í máli nr. KNU15020005 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2015 í máli nr. KNU15010035 dags. 29. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2015 í máli nr. KNU15030003 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2015 í máli nr. KNU15010025 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2015 í máli nr. 15010071 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2015 í máli nr. KNU15080004 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2015 í máli nr. KNU15040005 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2015 í máli nr. KNU15010039 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2015 í máli nr. KNU15040004 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2015 í máli nr. KNU15030017 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2015 í máli nr. KNU15080011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2015 í máli nr. KNU15070002 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2015 í máli nr. KNU15010053 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2015 í máli nr. KNU15030002 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2015 í máli nr. KNU15090029 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2015 í máli nr. KNU15090005 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2015 í máli nr. KNU15090002 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2015 í máli nr. KNU15090032 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2015 í máli nr. KNU15030014 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2015 í máli nr. KNU15090028 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2015 í máli nr. KNU15090035 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2015 í máli nr. KNU15040007 dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2015 í máli nr. KNU15100011 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2015 í máli nr. KNU15010091 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2015 í máli nr. KNU15010091 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2015 í máli nr. KNU15060001 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2015 í máli nr. KNU15110003 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2015 í máli nr. KNU15110004 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2015 í máli nr. KNU15100004 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2015 í máli nr. KNU15090027 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 í máli nr. KNU15100027 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 í máli nr. KNU15100015 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 í máli nr. KNU15100007 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 í máli nr. KNU15100010 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2016 í máli nr. KNU15100012 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2016 í máli nr. KNU15100013 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 í máli nr. KNU16070043 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2016 í máli nr. KNU15070008 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2016 í máli nr. KNU15100028 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2016 í máli nr. KNU15100009 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2016 í máli nr. KNU15110013 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2016 í máli nr. KNU15110014 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2016 í máli nr. KNU15070009 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2016 í máli nr. KNU15110029 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2017 í máli nr. KNU16070029 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2016 í máli nr. KNU15110031 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2016 í máli nr. KNU15110021 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2016 í máli nr. KNU15080007 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2016 í máli nr. KNU15060002 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2016 í máli nr. KNU15100018 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2016 í máli nr. KNU15100019 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2016 í máli nr. KNU15030020 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2016 í máli nr. KNU15030024 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2016 í máli nr. KNU16010005 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2016 í máli nr. KNU16010017 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2016 í máli nr. KNU16010003 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2016 í máli nr. KNU16010004 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2016 í máli nr. KNU16010025 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2016 í máli nr. KNU15100026 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2016 í máli nr. KNU16010013 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2016 í máli nr. KNU16010020 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2016 í máli nr. KNU16010030 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2016 í máli nr. KNU16010029 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2016 í máli nr. KNU16010007 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2016 í máli nr. KNU16010006 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2016 í máli nr. KNU16010041 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2016 í máli nr. KNU16010023 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 í máli nr. KNU15030026 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2016 í máli nr. KNU15030027 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2016 í máli nr. KNU16010009 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2016 í máli nr. KNU16010011 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2016 í máli nr. KNU16010010 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2016 í máli nr. KNU15020021 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 í máli nr. KNU15020019 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2016 í máli nr. KNU16010042 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2016 í máli nr. KNU16020006 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2016 í máli nr. KNU15090013 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2016 í máli nr. KNU15110018 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2016 í máli nr. KNU16010043 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2016 í máli nr. KNU16010021 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2016 í máli nr. KNU16030029 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 í máli nr. KNU16020002 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2016 í máli nr. KNU16010044 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2016 í máli nr. KNU15080002 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2016 í máli nr. KNU15110024 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2016 í máli nr. KNU15110022 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2016 í máli nr. KNU16030027 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2016 í máli nr. KNU16030028 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2016 í máli nr. KNU16030026 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 í máli nr. KNU16010014 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 í máli nr. KNU16010015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 í máli nr. KNU16030002 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 í máli nr. KNU16030006 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2016 í máli nr. KNU16030018 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2016 í máli nr. KNU16020020 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 í máli nr. KNU16020011 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2016 í máli nr. KNU16020018 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2016 í máli nr. KNU16030007 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2016 í máli nr. KNU16020045 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2016 í máli nr. KNU16010038 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2016 í máli nr. KNU16020017 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2016 í máli nr. KNU16030008 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2016 í máli nr. KNU15070014 dags. 10. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 í máli nr. KNU15100031 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2016 í máli nr. KNU16020010 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2016 í máli nr. KNU16040014 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2016 í máli nr. KNU16040003 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2016 í máli nr. KNU16040013 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2016 í máli nr. KNU16020022 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2016 í máli nr. KNU16040004 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2016 í máli nr. KNU16030040 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2016 í máli nr. KNU15100029 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 í máli nr. KNU16030043 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2016 í máli nr. KNU16030047 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2016 í máli nr. KNU16040036 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2016 í máli nr. KNU16040037 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2016 í máli nr. KNU16020027 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2016 í máli nr. KNU16030045 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2016 í máli nr. KNU16040005 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2016 í máli nr. KNU16040018 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2016 í máli nr. KNU16040019 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2016 í máli nr. KNU16040033 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2016 í máli nr. KNU16010012 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2016 í máli nr. KNU16020021 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2016 í máli nr. KNU16050020 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2016 í máli nr. KNU16050019 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2016 í máli nr. KNU16020035 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2016 í máli nr. KNU16040006 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2016 í máli nr. KNU16040007 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2016 í máli nr. KNU16020009 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2016 í máli nr. KNU16030055 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2016 í máli nr. KNU16060012 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2016 í máli nr. KNU16040026 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2016 í máli nr. KNU16040025 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2016 í máli nr. KNU16030049 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2016 í máli nr. KNU16030042 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2015 í máli nr. KNU15050001 dags. 26. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2016 í máli nr. KNU16060022 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2016 í máli nr. KNU16060021 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2016 í máli nr. KNU16050014 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2016 í máli nr. KNU16070009 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2016 í máli nr. KNU16060051 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2016 í máli nr. KNU16070037 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2016 í máli nr. KNU16070024 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2016 í máli nr. KNU16040030 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 í máli nr. KNU16040028 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 í máli nr. KNU16040027 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 í máli nr. KNU16050025 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2016 í máli nr. KNU16060018 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2016 í máli nr. KNU16040029 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2016 í máli nr. KNU16060027 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2016 í máli nr. KNU16060038 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2016 í máli nr. KNU16060037 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2016 í máli nr. KNU16060006 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2016 í máli nr. KNU16060029 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2016 í máli nr. KNU16060041 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2016 í máli nr. KNU16060040 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2016 í máli nr. KNU16080010 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2016 í máli nr. KNU16060030 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2016 í máli nr. KNU16070008 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2016 í máli nr. KNU16060007 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2016 í máli nr. KNU16060052 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2016 í máli nr. KNU16050015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2016 í máli nr. KNU16070017 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2016 í máli nr. KNU16050051 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 í máli nr. KNU16050048 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2016 í máli nr. KNU16050046 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2016 í máli nr. KNU16050031 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2016 í máli nr. KNU16060035 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2016 í máli nr. KNU16060036 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2016 í máli nr. KNU16050047 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2016 í máli nr. KNU16050030 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2016 í máli nr. KNU16050038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2016 í máli nr. KNU16070014 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 í máli nr. KNU16060005 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2016 í máli nr. KNU16070025 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 í máli nr. KNU16070007 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2016 í máli nr. KNU16090031 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2016 í máli nr. KNU16070041 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2016 í máli nr. KNU16060016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 í máli nr. KNU16070010 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 í máli nr. KNU16070011 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2016 í máli nr. KNU16070022 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2016 í máli nr. KNU16100025 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2016 í máli nr. KNU16080021 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2016 í máli nr. KNU16080019 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 í máli nr. KNU16060031 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2016 í máli nr. KNU16070038 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2016 í máli nr. KNU16090067 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2016 í máli nr. KNU16090066 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2016 í máli nr. KNU16090024 dags. 24. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 í máli nr. KNU16060004 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 í máli nr. KNU16060003 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2016 í máli nr. KNU16090027 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2016 í máli nr. KNU16090005 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2016 í máli nr. KNU16080032 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2016 í máli nr. KNU16080001 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 í máli nr. KNU16080007 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2016 í máli nr. KNU16070012 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2016 í máli nr. KNU16070013 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2016 í máli nr. KNU16050003 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2016 í máli nr. KNU16050002 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2016 í máli nr. KNU16050003 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2016 í máli nr. KNU16050006 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2016 í máli nr. KNU16090051 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2016 í máli nr. KNU16090041 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2016 í máli nr. KNU16090039 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2016 í máli nr. KNU16090010 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2016 í máli nr. KNU16080002 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2016 í máli nr. KNU16070015 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2016 í máli nr. KNU16030003 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2016 í máli nr. KNU16030004 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2016 í máli nr. KNU16060033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2016 í máli nr. KNU16060032 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2016 í máli nr. KNU16080033 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2016 í máli nr. KNU16090026 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2016 í máli nr. KNU16060015 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2016 í máli nr. KNU16100018 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 í máli nr. KNU16080022 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 í máli nr. KNU16060013 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2016 í máli nr. KNU16070042 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2016 í máli nr. KNU16090030 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2016 í máli nr. KNU16070016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2016 í máli nr. KNU16070003 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2016 í máli nr. KNU16090064 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2016 í máli nr. KNU16090063 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2016 í máli nr. KNU1609002 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2016 í máli nr. KNU1609003 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2016 í máli nr. 16110021 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2016 í máli nr. KNU16070045 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2016 í máli nr. KNU16070044 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2016 í máli nr. KNU16060045 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2016 í máli nr. KNU16060046 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2016 í máli nr. KNU16070019 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2016 í máli nr. KNU16070020 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2016 í máli nr. KNU16100009 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 491/2016 í máli nr. KNU16090074 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2016 í máli nr. KNU16090065 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2016 í máli nr. KNU16080006 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2016 í máli nr. KNU16100066 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2016 í máli nr. KNU16100016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2016 í máli nr. KNU16090056 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2016 í máli nr. KNU16060034 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2016 í máli nr. KNU16080009 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2016 í máli nr. KNU16120039 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2016 í máli nr. KNU16100021 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2016 í máli nr. KNU16110028 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2016 í máli nr. KNU16100015 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 í máli nr. KNU16110044 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2016 í máli nr. KNU16070040 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2016 í máli nr. KNU16100027 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2016 í máli nr. KNU16100026 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2016 í máli nr. KNU16110059 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 í máli nr. KNU16110008 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 í máli nr. KNU16110009 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2016 í máli nr. KNU16060050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2016 í máli nr. KNU16060049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2016 í máli nr. KNU16090049 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2016 í máli nr. KNU16090050 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2016 í máli nr. KNU16090037 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2016 í máli nr. KNU16090036 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2016 í máli nr. KNU16090007 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2016 í máli nr. KNU16090006 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2016 í máli nr. KNU16100062 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 í máli nr. KNU16090070 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 í máli nr. KNU16090069 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2017 í máli nr. KNU16110064 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2017 í máli nr. KNU16120027 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2017 í máli nr. KNU16120026 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2017 í máli nr. KNU16120028 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2017 í máli nr. KNU16120048 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2017 í máli nr. KNU16120029 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 í máli nr. KNU16110023 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 í máli nr. KNU16110047 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 í máli nr. KNU16090034 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 í máli nr. KNU16090033 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 í máli nr. KNU16060023 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 í máli nr. KNU16120075 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 í máli nr. KNU16120074 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2017 í máli nr. KNU16110063 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2017 í máli nr. KNU16120062 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2017 í máli nr. KNU16120042 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2017 í máli nr. KNU16120060 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2017 í máli nr. KNU16100049 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2017 í máli nr. KNU16120065 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2017 í máli nr. KNU16100041 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 í máli nr. KNU16070030 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU16090010 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2017 í máli nr. KNU16100048 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 í máli nr. KNU16090055 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 í máli nr. KNU16080016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 í máli nr. KNU16100040 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2017 í máli nr. KNU16110080 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2017 í máli nr. KNU16120070 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2017 í máli nr. KNU16120071 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2017 í máli nr. KNU16110078 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2017 í máli nr. KNU16120045 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2017 í máli nr. KNU16110077 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2017 í máli nr. KNU16110079 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2017 í máli nr. KNU16120046 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2017 í máli nr. KNU16120069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2017 í máli nr. KNU16120044 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2017 í máli nr. KNU16120047 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2017 í máli nr. KNU16090015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2017 í máli nr. KNU17020015 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2017 í máli nr. KNU17020014 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2017 í máli nr. KNU16120066 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2017 í máli nr. KNU16120059 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2017 í máli nr. KNU17020016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2017 í máli nr. KNU17020008 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2017 í máli nr. KNU16090071 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2017 í máli nr. KNU17020031 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2017 í máli nr. KNU16120058 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2017 í máli nr. KNU16110043 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2017 í máli nr. KNU17030023 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2017 í máli nr. KNU17030016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2017 í máli nr. KNU17020032 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2017 í máli nr. KNU17020033 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2017 í máli nr. KNU16110025 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2017 í máli nr. KNU17030011 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2017 í máli nr. KNU17030041 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2017 í máli nr. KNU17030001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2017 í máli nr. KNU16110024 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2017 í máli nr. KNU16110026 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2017 í máli nr. KNU16110018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2017 í máli nr. KNU17020001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2017 í máli nr. KNU17030018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2017 í máli nr. KNU17030055 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2017 í máli nr. KNU17030043 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2017 í máli nr. KNU17030012 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2017 í máli nr. KNU17040021 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2017 í máli nr. KNU17040018 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2017 í máli nr. KNU17030063 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2017 í máli nr. KNU17040024 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2017 í máli nr. KNU17040008 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2017 í máli nr. KNU17040019 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2017 í máli nr. KNU17040020 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2017 í máli nr. KNU17040027 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2017 í máli nr. KNU17040028 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2017 í máli nr. KNU17030025 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2017 í máli nr. KNU17030056 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2017 í máli nr. KNU17040035 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2017 í máli nr. KNU17040034 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2017 í máli nr. KNU17040046 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2017 í máli nr. KNU17040047 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2017 í máli nr. KNU17040038 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2017 í máli nr. KNU17040037 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2017 í máli nr. KNU17040010 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2017 í máli nr. KNU17040009 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2017 í máli nr. KNU17050019 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2017 í máli nr. KNU17040042 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2017 í máli nr. KNU17050011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2017 í máli nr. KNU17050016 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2017 í máli nr. KNU17040011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2017 í máli nr. KNU17060003 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2017 í máli nr. KNU17060004 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2017 í máli nr. KNU17040016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2017 í máli nr. KNU17040017 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2017 í máli nr. KNU17050025 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2017 í máli nr. KNU17050047 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2017 í máli nr. KNU17020076 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2017 í máli nr. KNU17020075 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2017 í máli nr. KNU17020048 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2017 í máli nr. KNU17060029 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2017 í máli nr. KNU17060050 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2017 í máli nr. KNU17050030 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2017 í máli nr. KNU17050017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2017 í máli nr. KNU17050036 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2017 í máli nr. KNU17050006 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2017 í máli nr. KNU17060008 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2017 í máli nr. KNU17050039 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2017 í máli nr. KNU17050040 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2017 í máli nr. KNU17060026 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2017 í máli nr. KNU17060035 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2017 í máli nr. KNU17050056 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2017 í máli nr. KNU17060062 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2017 í máli nr. KNU17060034 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2017 í máli nr. KNU17070025 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2017 í máli nr. KNU17070004 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2017 í máli nr. KNU17070013 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2017 í máli nr. KNU17070040 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2017 í máli nr. KNU17070010 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2017 í máli nr. KNU17070028 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2017 í máli nr. KNU17050060 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2017 í máli nr. KNU17070038 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2017 í máli nr. KNU17070043 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2017 í máli nr. KNU17070042 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2017 í máli nr. KNU17060011 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2017 í máli nr. KNU17070056 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2017 í máli nr. KNU17060065 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2017 í máli nr. KNU17080023 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2017 í máli nr. KNU17070011 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 489/2017 í máli nr. KNU17070015 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 488/2017 í máli nr. KNU17070014 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2017 í máli nr. KNU17070012 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2017 í máli nr. KNU17060049 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2017 í máli nr. KNU17060048 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2017 í máli nr. KNU17060057 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2017 í máli nr. KNU17060056 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2017 í máli nr. KNU17080021 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2017 í máli nr. KNU17080032 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2017 í máli nr. KNU17080014 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2017 í máli nr. KNU17080031 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2017 í máli nr. KNU17080030 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2017 í máli nr. KNU17090006 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2017 í máli nr. KNU17090007 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2017 í máli nr. KNU17080020 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2017 í máli nr. KNU17090017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2017 í máli nr. KNU17090016 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2017 í máli nr. KNU17090037 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 553/2017 í máli nr. KNU17090051 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2017 í máli nr. KNU17070035 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 589/2017 í máli nr. KNU17080019 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2017 í máli nr. KNU17090019 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2017 í máli nr. KNU17080004 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 621/2017 í máli nr. KNU17090047 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2017 í máli nr. KNU17090048 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2017 í máli nr. KNU17100027 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2017 í máli nr. KNU17090002 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 630/2017 í máli nr. KNU17100057 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2017 í máli nr. KNU17100056 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 608/2017 í máli nr. KNU17090028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2017 í máli nr. KNU17090029 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2017 í máli nr. KNU17090038 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2017 í máli nr. KNU17090026 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2017 í máli nr. KNU17100064 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2017 í máli nr. KNU17100063 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2017 í máli nr. KNU17100003 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2017 í máli nr. KNU17100040 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 670/2017 í máli nr. KNU17090035 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2017 í máli nr. KNU17090033 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 660/2017 í máli nr. KNU17100047 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 662/2017 í máli nr. KNU17100031 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2017 í máli nr. KNU17070053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 699/2017 í máli nr. KNU17110051 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 689/2017 í máli nr. KNU17110033 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2017 í máli nr. KNU17120001 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2017 í máli nr. KNU17110057 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2017 í máli nr. KNU17110048 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2017 í máli nr. KNU17090053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2017 í máli nr. KNU17090046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2017 í máli nr. KNU17110004 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 700/2017 í máli nr. KNU17110044 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2017 í máli nr. KNU17090027 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2017 í máli nr. KNU17120012 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 694/2017 í máli nr. KNU17110058 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 695/2017 í máli nr. KNU17110060 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 702/2017 í máli nr. KNU17110034 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2017 í máli nr. KNU17110032 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 683/2017 í máli nr. KNU17070054 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 716/2017 í máli nr. KNU17120016 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2018 í máli nr. KNU17120049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2018 í máli nr. KNU17120033 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2018 í máli nr. KNU17120035 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2018 í máli nr. KNU17120034 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2018 í máli nr. KNU17120036 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2018 í máli nr. KNU17100017 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2018 í máli nr. KNU17110029 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2018 í máli nr. KNU17120031 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2018 í máli nr. KNU17100066 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2018 í máli nr. KNU17100014 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2018 í máli nr. KNU17110055 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2018 í máli nr. KNU17110054 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2018 í máli nr. KNU17100004 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2018 í máli nr. KNU18010020 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2018 í máli nr. KNU17100005 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2018 í máli nr. KNU18010030 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2018 í máli nr. KNU17120055 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2018 í máli nr. KNU18020001 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2018 í máli nr. KNU18020002 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2018 í máli nr. KNU17120024 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2018 í máli nr. KNU17120007 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2018 í máli nr. KNU17120008 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2018 í máli nr. KNU18010035 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2018 í máli nr. KNU18010024 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2018 í máli nr. KNU18020006 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2018 í máli nr. KNU18020013 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2018 í máli nr. KNU18010029 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2018 í máli nr. KNU18020016 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2018 í máli nr. KNU18010022 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2018 í máli nr. KNU18010023 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2018 í máli nr. KNU18020020 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2018 í máli nr. KNU18010033 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2018 í máli nr. KNU18020032 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2018 í máli nr. KNU18020030 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2018 í máli nr. KNU18020023 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2018 í máli nr. KNU18020029 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2018 í máli nr. KNU17120045 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2018 í máli nr. KNU17110031 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2018 í máli nr. KNU18020038 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2018 í máli nr. KNU18020014 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2018 í máli nr. KNU17120023 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2018 í máli nr. KNU18020036 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2018 í máli nr. KNU18020040 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2018 í máli nr. KNU18010006 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2018 í máli nr. KNU18020060 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2018 í máli nr. KNU18020018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2018 í máli nr. KNU18020008 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2018 í máli nr. KNU18020019 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2018 í máli nr. KNU18010034 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2018 í máli nr. KNU18020059 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2018 í máli nr. KNU18020022 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2018 í máli nr. KNU18020011 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2018 í máli nr. KNU18020009 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2018 í málum nr. KNU18020034 o.fl. dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2018 í máli nr. KNU18020039 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2018 í máli nr. KNU18020045 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2018 í máli nr. KNU18020037 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2018 í máli nr. KNU18020070 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2018 í máli nr. KNU18030015 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2018 í máli nr. KNU18020074 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2018 í málum nr. KNU18020052 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2018 í máli nr. KNU18030021 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2018 í máli nr. KNU18030007 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2018 í málum nr. KNU18020067 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2018 í máli nr. KNU18020031 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2018 í máli nr. KNU18020065 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2018 í máli nr. KNU18030003 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2018 í málum nr. KNU18020049 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2018 í máli nr. KNU18030032 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2018 í máli nr. KNU18020041 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2018 í máli nr. KNU18030026 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2018 í máli nr. KNU18030014 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2018 í máli nr. KNU18040024 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2018 í máli nr. KNU18030006 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2018 í máli nr. KNU18020078 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2018 í máli nr. KNU18020066 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2018 í máli nr. KNU18040009 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2018 í máli nr. KNU18040020 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2018 í máli nr. KNU18030034 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2018 í máli nr. KNU18020058 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2018 í máli nr. KNU18030029 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2018 í máli nr. KNU18030013 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2018 í máli nr. KNU18040037 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2018 í máli nr. KNU18040036 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2018 í máli nr. KNU18040054 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2018 í máli nr. KNU18020044 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2018 í máli nr. KNU18040011 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2018 í máli nr. KNU18040035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2018 í máli nr. KNU18050024 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2018 í máli nr. KNU18030020 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2018 í máli nr. KNU18040021 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2018 í máli nr. KNU18020073 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2018 í máli nr. KNU18050003 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2018 í máli nr. KNU18050002 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2018 í máli nr. KNU18040017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2018 í máli nr. KNU18040016 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2018 í málum nr. KNU18040052 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2018 í máli nr. KNU18040051 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2018 í málum nr. KNU18040014 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2018 í máli nr. KNU18050046 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2018 í máli nr. KNU18050052 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2018 í máli nr. KNU18050050 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2018 í máli nr. KNU18050004 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2018 í máli nr. KNU18040006 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2018 í máli nr. KNU18040022 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2018 í máli nr. KNU18040005 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2018 í máli nr. KNU18060001 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2018 í máli nr. KNU18020069 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2018 í málum nr. KNU18050061 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2018 í málum nr. KNU18050048 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2018 í máli nr. KNU18050051 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2018 í máli nr. KNU18050058 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2018 í máli nr. KNU18050028 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2018 í máli nr. KNU18050045 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2018 í máli nr. KNU18050020 dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2018 í málum nr. KNU18050011 o.fl. dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2018 í máli nr. KNU18060012 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2018 í máli nr. KNU18060013 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2018 í máli nr. KNU18060032 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2018 í máli nr. KNU18060010 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2018 í máli nr. KNU18050056 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2018 í máli nr. KNU18060031 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2018 í máli nr. KNU18060006 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2018 í máli nr. KNU18050013 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2018 í máli nr. KNU18060007 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2018 í máli nr. KNU18060008 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2018 í máli nr. KNU18060009 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2018 í máli nr. KNU18030028 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2018 í máli nr. KNU18060016 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2018 í máli nr. KNU18050019 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2018 í máli nr. KNU18040049 dags. 17. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2018 í máli nr. KNU18060024 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2018 í máli nr. KNU18060023 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2018 í máli nr. KNU18050057 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2018 í máli nr. KNU18050036 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2018 í máli nr. KNU18070018 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2018 í máli nr. KNU18050063 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2018 í málum nr. KNU18070010 o.fl. dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2018 í máli nr. KNU18070031 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2018 í máli nr. KNU18070012 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2018 í máli nr. KNU18060040 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2018 í máli nr. KNU18070015 dags. 10. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2018 í máli nr. KNU18070034 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2018 í málum nr. KNU18070028 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2018 í málum nr. KNU18080001 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2018 í málum nr. KNU18070042 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2018 í máli nr. KNU18070001 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2018 í máli nr. KNU18060036 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2018 í máli nr. KNU18060021 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2018 í máli nr. KNU18060025 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2018 í máli nr. KNU18080019 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2018 í máli nr. KNU18070022 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2018 í máli nr. KNU18070005 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2018 í máli nr. KNU18060033 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2018 í máli nr. KNU18080005 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2018 í máli nr. KNU18070017 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2018 í máli nr. KNU18070030 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2018 í máli nr. KNU18090003 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2018 í máli nr. KNU18080025 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2018 í máli nr. KNU18090002 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2018 í málum nr. KNU18090004 o.fl. dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2018 í máli nr. KNU18080020 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2018 í máli nr. KNU18080014 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2018 í máli nr. KNU18090024 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2018 í máli nr. KNU18090035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2018 í máli nr. KNU18090025 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2018 í máli nr. KNU18090011 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2018 í máli nr. KNU18080003 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2018 í máli nr. KNU18070040 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2018 í máli nr. KNU18060049 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2018 í máli nr. KNU18090028 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2018 í máli nr. KNU18080004 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2018 í máli nr. KNU18090015 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2018 í máli nr. KNU18090022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2018 í máli nr. KNU18080022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2018 í máli nr. KNU18090023 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2018 í máli nr. KNU18080033 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2018 í málum nr. KNU18090031 o.fl. dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2018 í málum nr. KNU18060043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2018 í máli nr. KNU18070019 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2018 í máli nr. KNU18100019 dags. 5. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2018 í máli nr. KNU18090043 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2018 í máli nr. KNU18090041 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2018 í máli nr. KNU18100003 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2018 í máli nr. KNU18090033 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2018 í máli nr. KNU18090046 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2018 í máli nr. KNU18080027 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2018 í málum nr. KNU18100065 o.fl. dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2018 í máli nr. KNU18100063 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2018 í máli nr. KNU18080011 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2018 í máli nr. KNU18070026 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2018 í máli nr. KNU18070025 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2018 í máli nr. KNU18080013 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2018 í málum nr. KNU18100007 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2018 í máli nr. KNU18080026 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2018 í máli nr. KNU18060048 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2018 í málum nr. KNU18100021 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2018 í máli nr. KNU18110023 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2018 í máli nr. KNU18110009 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2018 í máli nr. KNU18110010 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2018 í máli nr. KNU18100004 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2018 í máli nr. KNU18100010 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2018 í máli nr. KNU18100017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2018 í máli nr. KNU18100047 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2018 í máli nr. KNU18100048 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2018 í máli nr. KNU18070003 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2018 í máli nr. KNU18100030 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2018 í máli nr. KNU18100018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2018 í máli nr. KNU18100002 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2018 í máli nr. KNU18100029 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2018 í máli nr. KNU18100052 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2018 í máli nr. KNU18100009 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2018 í máli nr. KNU18050064 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2018 í máli nr. KNU18090044 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2018 í máli nr. KNU18110025 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2018 í málum nr. KNU18110044 o.fl. dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2018 í málum nr. KNU18100059 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2018 í máli nr. KNU18110030 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2018 í máli nr. KNU18100062 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2018 í málum nr. KNU18100057 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2018 í máli nr. KNU18100055 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2018 í máli nr. KNU18090039 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2018 í máli nr. KNU18110027 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2018 í máli nr. KNU18120013 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2019 í máli nr. KNU18100054 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2019 í máli nr. KNU18120007 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2019 í máli nr. KNU18120009 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2019 í máli nr. KNU18110039 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2019 í máli nr. KNU18120010 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2019 í máli nr. KNU18110041 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2019 í máli nr. KNU18120008 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2019 í máli nr. KNU18120033 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2019 í máli nr. KNU18110042 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2019 í máli nr. KNU18120049 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2019 í máli nr. KNU18120052 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2019 í máli nr. KNU18120053 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2019 í máli nr. KNU18120014 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2019 í máli nr. KNU18120031 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2019 í máli nr. KNU18120030 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2019 í máli nr. KNU18120051 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2019 í máli nr. KNU18120032 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2019 í máli nr. KNU18120055 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2019 í máli nr. KNU18120034 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2019 í máli nr. KNU18110040 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2019 í máli nr. KNU18100046 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2019 í máli nr. KNU18120057 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2019 í máli nr. KNU18120060 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2019 í máli nr. KNU18120061 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2019 í máli nr. KNU19010025 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2019 í máli nr. KNU19010005 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2019 í málum nr. KNU18120073 o.fl. dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2019 í máli nr. KNU19010004 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2019 í máli nr. KNU19010001 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2019 í málum nr. KNU18110035 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU19020019 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2019 í máli nr. KNU18120062 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2019 í máli nr. KNU19010012 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2019 í máli nr. KNU19010009 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2019 í máli nr. KNU18120026 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2019 í málum nr. KNU18120027 o.fl. dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2019 í máli nr. KNU18120064 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2019 í máli nr. KNU19010013 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2019 í máli nr. KNU18120011 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2019 í máli nr. KNU19010027 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2019 í máli nr. KNU18120025 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2019 í máli nr. KNU18120058 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2020 í máli nr. KNU19110010 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2019 í máli nr. KNU19020006 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2019 í máli nr. KNU19020009 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2019 í máli nr. KNU19020033 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2019 í máli nr. KNU19020003 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2019 í máli nr. KNU19010018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2019 í málum nr. KNU19020010 o.fl. dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2019 í máli nr. KNU18120063 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2019 í málum nr. KNU19010042 o.fl. dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2019 í máli nr. KNU19020043 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2019 í máli nr. KNU19020035 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2019 í máli nr. KNU19020027 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2019 í máli nr. KNU19030038 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2019 í máli nr. KNU19020012 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2019 í máli nr. KNU19020036 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2019 í málum nr. KNU19020038 o.fl. dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2019 í máli nr. KNU19020023 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2019 í máli nr. KNU19020058 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2019 í máli nr. KNU19030006 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2019 í máli nr. KNU19020045 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2019 í máli nr. KNU19020046 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2019 í máli nr. KNU19020074 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2019 í máli nr. KNU19020034 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2019 í máli nr. KNU19020061 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2019 í málum nr. KNU19020016 o.fl. dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2019 í málum nr. KNU19030034 o.fl. dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2019 í máli nr. KNU19020069 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2019 í máli nr. KNU19030015 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2019 í máli nr. KNU19030022 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2019 í máli nr. KNU19020042 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2019 í máli nr. KNU19020050 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2019 í málum nr. KNU19030019 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2019 í máli nr. KNU19040001 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2019 í máli nr. KNU19030013 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2019 í málum nr. KNU19020065 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 í máli nr. KNU19020075 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2019 í máli nr. KNU19030012 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2019 í máli nr. KNU19030011 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2019 í málum nr. KNU19020059 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2019 í málum nr. KNU19030064 o.fl. dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2019 í máli nr. KNU19030045 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2019 í málum nr. KNU19030017 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2019 í málum nr. KNU19020076 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2019 í máli nr. KNU19050003 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2019 í máli nr. KNU19030020 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2019 í máli nr. KNU19030025 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2019 í máli nr. KNU19040090 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2019 í máli nr. KNU19030042 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2019 í málum nr. KNU19030026 o.fl. dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2019 í máli nr. KNU19030031 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2019 í máli nr. KNU19040010 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2019 í máli nr. KNU19030046 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2019 í máli nr. KNU19040063 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2019 í máli nr. KNU19030061 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2019 í máli nr. KNU19040088 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2019 í máli nr. KNU19030047 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2019 í máli nr. KNU19040011 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2019 í máli nr. KNU19030048 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2019 í máli nr. KNU19040086 dags. 4. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2019 í máli nr. KNU19040083 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2019 í máli nr. KNU19040067 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2019 í málum nr. KNU19050027 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2019 í málum nr. KNU19030059 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2019 í máli nr. KNU19040007 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2019 í máli nr. KNU19040013 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2019 í máli nr. KNU19030053 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2019 í málum nr. KNU19040076 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2019 í máli nr. KNU19030057 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2019 í máli nr. KNU19030058 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2019 í máli nr. KNU19040069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2019 í málum nr. KNU19020062 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2019 í máli nr. KNU19040095 dags. 18. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2019 í máli nr. KNU19040012 dags. 21. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2019 í máli nr. KNU19050026 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2019 í máli nr. KNU19040073 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2019 í máli nr. KNU19040093 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2019 í máli nr. KNU19050025 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2019 í máli nr. KNU19050019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2019 í málum nr. KNU19050020 o.fl. dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2019 í máli nr. KNU19040080 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2019 í máli nr. KNU19060012 dags. 7. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2019 í máli nr. KNU19050001 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2019 í máli nr. KNU19040092 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2019 í máli nr. KNU19030027 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2019 í máli nr. KNU19030052 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2019 í máli nr. KNU19050034 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2019 í máli nr. KNU19030051 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2019 í máli nr. KNU19040110 dags. 11. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2019 í máli nr. KNU19040111 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2019 í máli nr. KNU19040099 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2019 í máli nr. KNU19050007 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2019 í máli nr. KNU19060044 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2019 í máli nr. KNU19050057 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2019 í máli nr. KNU19040112 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2019 í máli nr. KNU19060001 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2019 í máli nr. KNU19050006 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2019 í máli nr. KNU19040005 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2019 í máli nr. KNU19040113 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2019 í máli nr. KNU19060002 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2019 í máli nr. KNU19040084 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2019 í máli nr. KNU19050004 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2019 í máli nr. KNU19060017 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2019 í máli nr. KNU19050031 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2019 í máli nr. KNU19060015 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2019 í málum nr. KNU19040078 o.fl. dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2019 í máli nr. KNU19050008 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2019 í máli nr. KNU19060026 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2019 í málum nr. KNU19070023 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2019 í málum nr. KNU19040108 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2019 í málum nr. KNU19050041 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2019 í máli nr. KNU19050046 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2019 í máli nr. KNU19050043 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2019 í máli nr. KNU19080028 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2019 í máli nr. KNU19050050 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2019 í máli nr. KNU19050054 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2019 í máli nr. KNU19060006 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2019 í máli nr. KNU19070012 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2019 í máli nr. KNU19060027 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2019 í málum nr. KNU19060028 o.fl. dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2019 í máli nr. KNU19060008 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2019 í máli nr. KNU19050060 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2019 í máli nr. KNU19060011 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2019 í máli nr. KNU19060014 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2019 í máli nr. KNU19070022 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2019 í máli nr. KNU19060035 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2019 í máli nr. KNU19050059 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2019 í málum nr. KNU19060004 o.fl. dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2019 í máli nr. KNU19080012 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2019 í málum nr. KNU19070044 o.fl. dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2019 í máli nr. KNU19070041 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2019 í máli nr. KNU19070003 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2019 í máli nr. KNU19070017 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2019 í máli nr. KNU19060025 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2019 í máli nr. KNU19060020 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2019 í máli nr. KNU19070006 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2019 í málum nr. KNU19070030 o.fl. dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2019 í máli nr. KNU19060018 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2019 í máli nr. KNU19060019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2019 í máli nr. KNU19070047 dags. 1. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2019 í máli nr. KNU19070052 dags. 3. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2019 í máli nr. KNU19080015 dags. 4. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2019 í málum nr. KNU19060033 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2019 í málum nr. KNU19070053 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2019 í máli nr. KNU19070021 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2019 í máli nr. KNU19070046 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2019 í máli nr. KNU19070040 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2019 í máli nr. KNU19080016 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 484/2019 í málum nr. KNU19070019 o.fl. dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2019 í málum nr. KNU19060039 o.fl. dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 499/2019 í máli nr. KNU19070057 dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2019 í máli nr. KNU19070058 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2019 í máli nr. KNU19080018 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2019 í málum nr. KNU19100013 o.fl. dags. 25. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2019 í málum nr. KNU19100018 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2019 í máli nr. KNU19070028 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2019 í máli nr. KNU19070014 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2019 í málum nr. KNU19100064 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2019 í málum nr. KNU19090017 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2019 í málum nr. KNU19080029 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2019 í máli nr. KNU19050049 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2019 í máli nr. KNU19080017 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2019 í máli nr. KNU19080006 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2019 í máli nr. KNU19090023 dags. 14. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2019 í málum nr. KNU19090060 o.fl. dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2019 í máli nr. KNU19090019 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2019 í máli nr. KNU19090005 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2019 í máli nr. KNU19090056 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2019 í máli nr. KNU19090006 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2019 í málum nr. KNU19090003 o.fl. dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2019 í máli nr. KNU19090035 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2019 í máli nr. KNU19090027 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2019 í máli nr. KNU19090029 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2019 í málum nr. KNU19090030 o.fl. dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2019 í málum nr. KNU19110001 o.fl. dags. 30. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2019 í máli nr. KNU19090039 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2019 í málum nr. KNU19090040 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2019 í máli nr. KNU19090034 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2019 í máli nr. KNU19090057 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2019 í málum nr. KNU19090046 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 573/2019 í máli nr. KNU19090067 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2019 í máli nr. KNU19090038 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2019 í máli nr. KNU19090051 dags. 6. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2019 í málum nr. KNU19090032 o.fl. dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2019 í máli nr. KNU19090055 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2019 í málum nr. KNU19090021 o.fl. dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 598/2019 í máli nr. KNU19090016 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2019 í máli nr. KNU19090058 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2019 í máli nr. KNU19100010 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110038 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2020 í málum nr. KNU19100077 o.fl. dags. 5. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2020 í máli nr. KNU19090052 dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2020 í málum nr. KNU19100030 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2020 í málum nr. KNU19100005 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2020 í máli nr. KNU19100024 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2020 í máli nr. KNU19100045 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2020 í málum nr. KNU19090065 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2020 í máli nr. KNU19100061 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2020 í málum nr. KNU19090036 o.fl. dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2020 í máli nr. KNU19090024 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2020 í máli nr. KNU19100062 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2020 í máli nr. KNU19090053 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2020 í máli nr. KNU19100035 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2020 í máli nr. KNU19100043 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2020 í máli nr. KNU19100032 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2020 í málum nr. KNU19100026 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2020 í máli nr. KNU19100036 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2020 í máli nr. KNU20010002 dags. 3. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2020 í máli nr. KNU19100041 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2020 í máli nr. KNU19090054 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2020 í máli nr. KNU19090064 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2020 í máli nr. KNU19100070 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2020 í máli nr. KNU19110024 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2020 í máli nr. KNU19110017 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2020 í máli nr. KNU19100034 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2020 í máli nr. KNU19100076 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2020 í máli nr. KNU19100084 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2020 í máli nr. KNU19100009 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2020 í máli nr. KNU19100086 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2020 í máli nr. KNU20020046 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2020 í máli nr. KNU20020013 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2020 í málum nr. KNU20010034 o.fl. dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2020 í máli nr. KNU19100033 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2020 í máli nr. KNU19110016 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2020 í máli nr. KNU19100080 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2020 í máli nr. KNU19100025 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2020 í máli nr. KNU19110009 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2020 í málum nr. KNU19110005 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2020 í málum nr. KNU19090042 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2020 í málum nr. KNU19110022 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2020 í málum nr. KNU19110050 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2020 í málum nr. KNU20010024 o.fl. dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2020 í máli nr. KNU20010017 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2020 í máli nr. KNU19100042 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2020 í máli nr. KNU19110008 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2020 í málum nr. KNU19110052 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2020 í máli nr. KNU19100068 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2020 í máli nr. KNU20030034 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2020 í máli nr. KNU19100003 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2020 í málum nr. KNU20030006 o.fl. dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2020 í máli nr. KNU19110018 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2020 í máli nr. KNU19110041 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2020 í máli nr. KNU19120003 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2020 í málum nr. KNU20040008 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2020 í máli nr. KNU19110054 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2020 í málum nr. KNU20020057 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030037 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2020 í máli nr. KNU19120033 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2020 í málum nr. KNU20030015 o.fl. dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2020 í máli nr. KNU20010027 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2020 í máli nr. KNU20010044 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2020 í málum nr. KNU20020025 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2020 í málum nr. KNU20020026 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2020 í málum nr. KNU20040019 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2020 í málum nr. KNU20030012 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2020 í máli nr. KNU19110020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2020 í málum nr. KNU20030013 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2020 í málum nr. KNU20020024 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2020 í máli nr. KNU20040012 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2019 í máli nr. KNU19120059 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2020 í máli nr. KNU19110021 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2020 í máli nr. KNU20030014 dags. 14. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2020 í máli nr. KNU20020015 dags. 15. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2020 í máli nr. KNU20050006 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2020 í máli nr. KNU20020007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2020 í máli nr. KNU20050008 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2020 í máli nr. KNU20050009 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2020 í máli nr. KNU20050007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2020 í máli nr. KNU20050001 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2020 í máli nr. KNU20030025 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2020 í máli nr. KNU20030036 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2020 í máli nr. KNU20020058 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2020 í máli nr. KNU20030031 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2020 í málum nr. KNU20010041 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2020 í máli nr. KNU20040005 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2020 í máli nr. KNU20020054 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2020 í máli nr. KNU19100079 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2020 í máli nr. KNU20030026 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2020 í máli nr. KNU20050004 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2020 í máli nr. KNU20040032 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2020 í máli nr. KNU20050005 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2020 í máli nr. KNU20020059 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2020 í máli nr. KNU20030046 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2020 í máli nr. KNU20030047 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2020 í máli nr. KNU19110019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2020 í máli nr. KNU19100081 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2020 í máli nr. KNU19110027 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2020 í máli nr. KNU20010045 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2020 í máli nr. KNU20050003 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2020 í máli nr. KNU20050013 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2020 í máli nr. KNU20050002 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2020 í máli nr. KNU19120026 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2020 í máli nr. KNU20050016 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2020 í máli nr. KNU19120051 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2020 í máli nr. KNU19120052 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2020 í máli nr. KNU20040031 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2020 í máli nr. KNU20040028 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2020 í málum nr. KNU20050014 o.fl. dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2020 í máli nr. KNU20060015 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2020 í máli nr. KNU20050033 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2020 í máli nr. KNU20050022 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2020 í máli nr. KNU20050032 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2020 í máli nr. KNU20030022 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2020 í máli nr. KNU20030023 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2020 í máli nr. KNU20030042 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2020 í máli nr. KNU20060011 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2020 í máli nr. KNU20050037 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2020 í máli nr. KNU20060027 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2020 í máli nr. KNU20040021 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2020 í máli nr. KNU20030027 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2020 í málum nr. KNU20050026 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2020 í máli nr. KNU20060005 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2020 í málum nr. KNU20060022 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2020 í máli nr. KNU20050040 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2020 í máli nr. KNU20070033 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2020 í máli nr. KNU20050025 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2020 í máli nr. KNU20060043 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2020 í máli nr. KNU20070034 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2020 í máli nr. KNU20060004 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2020 í málum nr. KNU20090002 o.fl. dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2020 í máli nr. KNU20050030 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2020 í máli nr. KNU20070005 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2020 í máli nr. KNU20050031 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2020 í máli nr. KNU20050039 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2020 í máli nr. KNU20020045 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2020 í máli nr. KNU20080019 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2020 í máli nr. KNU20040007 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2020 í máli nr. KNU20090003 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2020 í máli nr. KNU20070040 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2020 í máli nr. KNU20050038 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2020 í máli nr. KNU20070022 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2020 í máli nr. KNU20070007 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2020 í máli nr. KNU20070015 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2020 í máli nr. KNU20090001 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2020 í máli nr. KNU20090019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2020 í máli nr. KNU20070021 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2020 í máli nr. KNU20080018 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2020 í máli nr. KNU20090033 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2020 í máli nr. KNU20070024 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2020 í máli nr. KNU20090015 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2020 í máli nr. KNU20100027 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2020 í máli nr. KNU20100012 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2020 í máli nr. KNU20090024 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2020 í máli nr. KNU20070042 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2020 í máli nr. KNU20060024 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2020 í máli nr. KNU20100025 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2020 í máli nr. KNU20110007 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2020 í máli nr. KNU20110006 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2020 í máli nr. KNU20080015 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2020 í máli nr. KNU20110029 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2020 í máli nr. KNU20110005 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2020 í máli nr. KNU20090038 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2020 í málum nr. KNU20090016 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2020 í máli nr. KNU20100023 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2020 í máli nr. KNU20110009 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2020 í máli nr. KNU20110028 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2020 í máli nr. KNU20110043 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2020 í máli nr. KNU20070023 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2021 í máli nr. KNU20110046 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2021 í máli nr. KNU20110045 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2021 í máli nr. KNU20110044 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2021 í máli nr. KNU20110024 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2021 í máli nr. KNU20110031 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2021 í máli nr. KNU20120006 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2021 í máli nr. KNU20110032 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2021 í máli nr. KNU20110041 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2021 í máli nr. KNU20070035 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2021 í máli nr. KNU20110015 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2021 í máli nr. KNU20110042 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2021 í máli nr. KNU20110060 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2021 í máli nr. KNU21010002 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2021 í máli nr. KNU20110025 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2021 í máli nr. KNU21010011 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2021 í máli nr. KNU20110052 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2021 í máli nr. KNU20110061 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2021 í máli nr. KNU20120032 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2021 í máli nr. KNU20110019 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2021 í máli nr. KNU20110054 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2021 í máli nr. KNU20120001 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2021 í máli nr. KNU20120040 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2021 í málum nr. KNU20090025 o.fl. dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2021 í máli nr. KNU20120009 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2021 í máli nr. KNU21010008 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2021 í máli nr. KNU20120048 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2021 í máli nr. KNU20120003 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2021 í máli nr. KNU20120004 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2021 í máli nr. KNU20120020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2021 í máli nr. KNU20120018 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2021 í máli nr. KNU20120021 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2021 í máli nr. KNU21010007 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2021 í máli nr. KNU21010003 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2021 í máli nr. KNU20120050 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2021 í máli nr. KNU20120031 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2021 í máli nr. KNU21010004 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2021 í máli nr. KNU20120002 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2021 í máli nr. KNU20120017 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2021 í máli nr. KNU20120016 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2021 í máli nr. KNU21010005 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2021 í máli nr. KNU20120061 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2021 í máli nr. KNU20120064 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2021 í máli nr. KNU20120038 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2021 í máli nr. KNU20110059 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2021 í máli nr. KNU20120053 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2021 í máli nr. KNU20120065 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2021 í máli nr. KNU21010015 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2021 í máli nr. KNU21020007 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2021 í máli nr. KNU21010006 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2021 í máli nr. KNU21010016 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2021 í máli nr. KNU21020005 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2021 í máli nr. KNU21020024 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2021 í máli nr. KNU21020033 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2021 í máli nr. KNU21020023 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2021 í máli nr. KNU21020022 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2021 í máli nr. KNU21020021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2021 í máli nr. KNU21020020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2021 í máli nr. KNU21020031 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2021 í máli nr. KNU21020018 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2021 í máli nr. KNU21020032 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2021 í máli nr. KNU21020042 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2021 í máli nr. KNU21020034 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2021 í máli nr. KNU20120059 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2021 í máli nr. KNU21020012 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2021 í máli nr. KNU21020055 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2021 í máli nr. KNU21020029 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2021 í máli nr. KNU21020028 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2021 í máli nr. KNU21030020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2021 í máli nr. KNU21020003 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2021 í máli nr. KNU21020043 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2021 í máli nr. KNU21020049 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2021 í máli nr. KNU21020026 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2021 í máli nr. KNU21020044 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2021 í máli nr. KNU21020052 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2021 í máli nr. KNU21020010 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2021 í máli nr. KNU21030023 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2021 í máli nr. KNU21020036 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2021 í máli nr. KNU21020053 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2021 í máli nr. KNU21030022 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2021 í máli nr. KNU21020030 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2021 í máli nr. KNU21020002 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2021 í máli nr. KNU21020019 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2021 í máli nr. KNU21020054 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2021 í máli nr. KNU21020058 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2021 í máli nr. KNU21020059 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2021 í máli nr. KNU21030068 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2021 í máli nr. KNU21030027 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2021 í máli nr. KNU21030032 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2021 í máli nr. KNU21030012 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2021 í máli nr. KNU21030005 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2021 í máli nr. KNU21020057 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2021 í máli nr. KNU21030014 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2021 í máli nr. KNU21030007 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2021 í máli nr. KNU21030058 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2021 í máli nr. KNU21030013 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2021 í málum nr. KNU21030074 o.fl. dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2021 í máli nr. KNU21040013 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2021 í máli nr. KNU21030039 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2021 í máli nr. KNU21030055 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2021 í máli nr. KNU21030056 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2021 í máli nr. KNU21030057 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2021 í málum nr. KNU21030079 o.fl. dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2021 í máli nr. KNU21030010 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2021 í máli nr. KNU21030006 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2021 í máli nr. KNU21030026 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2021 í máli nr. KNU21030052 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2021 í máli nr. KNU21030033 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2021 í máli nr. KNU21030008 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2021 í máli nr. KNU21020060 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2021 í máli nr. KNU21040003 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2021 í máli nr. KNU21030063 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2021 í máli nr. KNU21040002 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2021 í máli nr. KNU21030015 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2021 í máli nr. KNU21030066 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2021 í máli nr. KNU21030070 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2021 í máli nr. KNU21030021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2021 í máli nr. KNU21030064 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2021 í máli nr. KNU21040001 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2021 í máli nr. KNU21030067 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2021 í máli nr. KNU21030045 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2021 í máli nr. KNU21030018 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2021 í máli nr. KNU21030036 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2021 í máli nr. KNU21030069 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2021 í máli nr. KNU21030041 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2021 í málum nr. KNU21030053 o.fl. dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2021 í máli nr. KNU21040008 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2021 í máli nr. KNU21030073 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2021 í máli nr. KNU21060009 dags. 18. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2021 í málum nr. KNU21040026 o.fl. dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2021 í máli nr. KNU21060018 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2021 í máli nr. KNU21040022 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2021 í máli nr. KNU21030065 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2021 í máli nr. KNU21050003 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2021 í máli nr. KNU20120049 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2021 í máli nr. KNU21040023 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2021 í máli nr. KNU21040032 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2021 í máli nr. KNU21040033 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2021 í máli nr. KNU21040015 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2021 í málum nr. KNU21030077 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2021 í máli nr. KNU21040012 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2021 í máli nr. KNU21030034 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2021 í máli nr. KNU21040024 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2021 í málum nr. KNU21040028 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2021 í málum nr. KNU21040006 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2021 í máli nr. KNU21050004 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2021 í máli nr. KNU21060069 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2021 í málum nr. KNU21040030 o.fl. dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2021 í máli nr. KNU21040014 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040035 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2021 í málum nr. KNU21040055 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2021 í máli nr. KNU21060053 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2021 í máli nr. KNU21040064 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2021 í máli nr. KNU21050025 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2021 í máli nr. KNU21040050 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2021 í máli nr. KNU21060065 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2021 í máli nr. KNU21060066 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2021 í máli nr. KNU21050029 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í máli nr. KNU21070068 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2021 í málum nr. KNU21050020 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2021 í máli nr. KNU21050023 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2021 í máli nr. KNU21040060 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2021 í málum nr. KNU21040037 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2021 í málum nr. KNU21050030 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í málum nr. KNU21040058 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2021 í máli nr. KNU21030040 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2021 í máli nr. KNU21030028 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2021 í málum nr. KNU21040010 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2021 í máli nr. KNU21060048 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2021 í máli nr. KNU21030016 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2021 í máli nr. KNU21030044 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2021 í máli nr. KNU21070030 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2021 í máli nr. KNU21040009 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2021 í máli nr. KNU21050043 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2021 í máli nr. KNU21060027 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2021 í máli nr. KNU21060071 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2021 í máli nr. KNU21060068 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2021 í máli nr. KNU21060072 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2021 í máli nr. KNU21060005 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2021 í máli nr. KNU21060034 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2021 í máli nr. KNU21070039 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2021 í máli nr. KNU21070031 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2021 í máli nr. KNU21060035 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2021 í máli nr. KNU21060023 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2021 í máli nr. KNU21050052 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2021 í máli nr. KNU21060003 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2021 í málum nr. KNU21070048 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2021 í máli nr. KNU21060019 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2021 í máli nr. KNU21060020 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2021 í málum nr. KNU21050018 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2021 í máli nr. KNU21080029 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2021 í málum nr. KNU21080018 o.fl. dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2021 í máli nr. KNU21060036 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2021 í máli nr. KNU21060067 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2021 í máli nr. KNU21070071 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2021 í málum nr. KNU21070069 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2021 í máli nr. KNU21070038 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2021 í máli nr. KNU21070060 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2021 í málum nr. KNU21070036 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2021 í máli nr. KNU21070061 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2021 í máli nr. KNU21070056 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2021 í máli nr. KNU21070073 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2021 í máli nr. KNU21080006 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2021 í máli nr. KNU21070055 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2021 í máli nr. KNU21090002 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2021 í máli nr. KNU21060022 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2021 í máli nr. KNU21070040 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2021 í máli nr. KNU21080028 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080033 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2021 í málum nr. KNU21080020 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2021 í málum nr. KNU21090031 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2021 í málum nr. KNU21090035 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2021 í máli nr. KNU21090042 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2021 í máli nr. KNU21030080 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2021 í málum nr. KNU21080009 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2021 í máli nr. KNU21080005 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2021 í málum nr. KNU21090090 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2021 í málum nr. KNU21100029 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2021 í máli nr. KNU21100020 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2021 í máli nr. KNU21100031 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2021 í málum nr. KNU21090087 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 620/2021 í málum nr. KNU21100051 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2021 í máli nr. KNU21100036 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2021 í máli nr. KNU21100034 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 625/2021 í máli nr. KNU21090033 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2021 í máli nr. KNU21110022 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2021 í máli nr. KNU21090073 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2021 í máli nr. KNU21090046 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 624/2021 í máli nr. KNU21090030 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 612/2021 í málum nr. KNU21100039 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2021 í máli nr. KNU21090047 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2021 í máli nr. KNU21110017 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2021 í máli nr. KNU21110019 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2021 í máli nr. KNU21070023 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2021 í máli nr. KNU21090094 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 644/2021 í máli nr. KNU21110031 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2021 í máli nr. KNU21100071 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 649/2021 í máli nr. KNU21100012 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 651/2021 í máli nr. KNU21100015 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2021 í máli nr. KNU21110025 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2021 í máli nr. KNU21110021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2021 í máli nr. KNU21100070 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2021 í máli nr. KNU21100013 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2021 í máli nr. KNU21110033 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2022 í máli nr. KNU21110085 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2022 í málum nr. KNU21110043 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2022 í máli nr. KNU21110036 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2022 í málum nr. KNU21110045 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2022 í máli nr. KNU21110018 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2022 í málum nr. KNU21120017 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2022 í málum nr. KNU21110091 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2022 í máli nr. KNU21120064 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2022 í máli nr. KNU21120036 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2022 í máli nr. KNU22010002 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2022 í máli nr. KNU21110004 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2022 í máli nr. KNU21120049 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2022 í máli nr. KNU21120006 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2022 í máli nr. KNU21110032 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2022 í máli nr. KNU21110034 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2022 í máli nr. KNU21120063 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2022 í máli nr. KNU21120065 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2022 í máli nr. KNU22020002 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2022 í máli nr. KNU22020012 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2022 í máli nr. KNU22020006 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2022 í máli nr. KNU21070035 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2022 í máli nr. KNU22030005 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2022 í málum nr. KNU22030001 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2022 í málum nr. KNU22020016 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2022 í málum nr. KNU22030030 o.fl. dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2022 í máli nr. KNU22030036 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2022 í málum nr. KNU22030024 o.fl. dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2022 í málum nr. KNU22030013 o.fl. dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2022 í máli nr. KNU22030032 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2022 í máli nr. KNU22030040 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2022 í máli nr. KNU22040043 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2022 í máli nr. KNU22030033 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2022 í máli nr. KNU22040015 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2022 í máli nr. KNU22040007 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2022 í málum nr. KNU22040030 o.fl. dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2022 í máli nr. KNU22040016 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2022 í máli nr. KNU22040023 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2022 í máli nr. KNU22040045 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2022 í máli nr. KNU22040025 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2022 í máli nr. KNU22020019 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2022 í máli nr. KNU22030055 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2022 í máli nr. KNU22020018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2022 í máli nr. KNU22040048 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2022 í máli nr. KNU22040022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2022 í málum nr. KNU22040038 o.fl. dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2022 í máli nr. KNU22040035 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2022 í máli nr. KNU22040037 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2022 í máli nr. KNU22050013 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2022 í máli nr. KNU22050014 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2022 í máli nr. KNU22030054 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2022 í máli nr. KNU22040021 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2022 í máli nr. KNU22050007 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2022 í máli nr. KNU22040020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2022 í máli nr. KNU22050018 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2022 í máli nr. KNU22050034 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2022 í máli nr. KNU22050022 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2022 í málum nr. KNU22050010 o.fl. dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2022 í máli nr. KNU22050031 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2022 í máli nr. KNU22050028 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2022 í máli nr. KNU22050046 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2022 í máli nr. KNU22060050 dags. 11. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2022 í máli nr. KNU22050036 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2022 í máli nr. KNU22060048 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2022 í máli nr. KNU22060049 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2022 í máli nr. KNU22050037 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2022 í máli nr. KNU22070017 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2022 í máli nr. KNU22060011 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2022 í málum nr. KNU22060004 o.fl. dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2022 í máli nr. KNU22070018 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2022 í máli nr. KNU22040047 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2022 í máli nr. KNU22060042 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2022 í málum nr. KNU22060028 o.fl. dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2022 í máli nr. KNU22060036 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2022 í máli nr. KNU22060027 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2022 í máli nr. KNU22060025 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2022 í máli nr. KNU22060026 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2022 í máli nr. KNU22060044 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2022 í máli nr. KNU22060030 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2022 í máli nr. KNU22060045 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2022 í máli nr. KNU22070027 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2022 í máli nr. KNU22060038 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2022 í máli nr. KNU22070035 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2022 í máli nr. KNU22070046 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2022 í máli nr. KNU22060053 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2022 í máli nr. KNU22070022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2022 í máli nr. KNU22060051 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2022 í máli nr. KNU22070026 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2022 í máli nr. KNU22060055 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2022 í máli nr. KNU22060033 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2022 í máli nr. KNU22070065 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2022 í máli nr. KNU22070060 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2022 í máli nr. KNU22080006 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2022 í máli nr. KNU22070052 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2022 í máli nr. KNU22070061 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2022 í málum nr. KNU22080012 o.fl. dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2022 í máli nr. KNU22090014 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2022 í máli nr. KNU22060008 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2022 í máli nr. KNU22070064 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2022 í máli nr. KNU22080031 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2022 í máli nr. KNU22080028 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2022 í máli nr. KNU22090005 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2022 í máli nr. KNU22090011 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22070068 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2022 í máli nr. KNU22090015 dags. 13. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2022 í máli nr. KNU22090062 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2022 í máli nr. KNU22090017 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2022 í máli nr. KNU22090069 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2022 í máli nr. KNU22090070 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2022 í máli nr. KNU22090035 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2022 í máli nr. KNU22090023 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2022 í málum nr. KNU22090058 o.fl. dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22090056 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2022 í máli nr. KNU22090066 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2022 í máli nr. KNU22090065 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2022 í máli nr. KNU22090064 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2022 í máli nr. KNU22090057 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2022 í máli nr. KNU22100001 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2022 í máli nr. KNU22090063 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2022 í máli nr. KNU22090054 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2022 í máli nr. KNU22100028 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2022 í málum nr. KNU22100015 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2022 í máli nr. KNU22100017 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2022 í máli nr. KNU22100027 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2022 í máli nr. KNU22100002 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2022 í málum nr. KNU22100004 o.fl. dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2022 í máli nr. KNU22100038 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2022 í máli nr. KNU22100010 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2022 í máli nr. KNU22100006 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2022 í máli nr. KNU22110073 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2022 í máli nr. KNU22100071 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2022 í máli nr. KNU22100083 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2022 í máli nr. KNU22100070 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2022 í málum nr. KNU22100084 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2022 í máli nr. KNU22100079 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2023 í máli nr. KNU22100078 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2023 í máli nr. KNU22100008 dags. 10. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2023 í málum nr. KNU22110040 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2023 í máli nr. KNU22110030 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2023 í máli nr. KNU22110031 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2023 í máli nr. KNU22100080 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2023 í máli nr. KNU22100029 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2023 í máli nr. KNU22110025 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2023 í máli nr. KNU22100077 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2023 í máli nr. KNU22110026 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2023 í málum nr. KNU22110042 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2023 í máli nr. KNU22110049 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2023 í máli nr. KNU22110032 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2023 í málum nr. KNU22120084 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2023 í máli nr. KNU22110060 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2023 í málum nr. KNU22100075 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2023 í máli nr. KNU22110085 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2023 í máli nr. KNU22110005 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2023 í máli nr. KNU22100023 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2023 í máli nr. KNU22110075 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2023 í málum nr. KNU22110071 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2023 í máli nr. KNU22110076 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2023 í máli nr. KNU22110050 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2023 í máli nr. KNU22120006 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2023 í máli nr. KNU22110070 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2023 í máli nr. KNU22110052 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2023 í máli nr. KNU22110057 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2023 í málum nr. KNU22110065 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2023 í málum nr. KNU22120051 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2023 í máli nr. KNU22110036 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2023 í máli nr. KNU22120017 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2023 í máli nr. KNU22110081 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2023 í máli nr. KNU22120035 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2023 í máli nr. KNU22110077 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2023 í máli nr. KNU22120018 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2023 í máli nr. KNU22120020 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2023 í máli nr. KNU22120038 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2023 í máli nr. KNU22120007 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2023 í máli nr. KNU22120022 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2023 í máli nr. KNU22120024 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2023 í máli nr. KNU22120012 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2023 í máli nr. KNU22110063 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2023 í máli nr. KNU22120033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2023 í máli nr. KNU22120030 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2023 í máli nr. KNU22120075 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2023 í máli nr. KNU22120031 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2023 í máli nr. KNU22120029 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2023 í máli nr. KNU22120032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2023 í máli nr. KNU22120016 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2023 í málum nr. KNU22120026 o.fl. dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2023 í máli nr. KNU22120002 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2023 í málum nr. KNU22120047 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2023 í máli nr. KNU22120089 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2023 í máli nr. KNU22120086 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2023 í máli nr. KNU22120003 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2023 í máli nr. KNU22120087 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2023 í máli nr. KNU22120049 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2023 í máli nr. KNU22120064 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2023 í málum nr. KNU22120058 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2023 í máli nr. KNU22120060 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2023 í máli nr. KNU22120043 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2023 í máli nr. KNU22120010 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2023 í málum nr. KNU23010001 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2023 í málum nr. KNU23010037 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2023 í máli nr. KNU23010010 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2023 í máli nr. KNU23010009 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2023 í máli nr. KNU23010006 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2023 í máli nr. KNU23010046 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2023 í máli nr. KNU23010004 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2023 í máli nr. KNU23010016 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2023 í máli nr. KNU23010003 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2023 í máli nr. KNU23020007 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2023 í máli nr. KNU22120054 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2023 í máli nr. KNU23020027 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2023 í máli nr. KNU23010057 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2023 í máli nr. KNU23020024 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2023 í máli nr. KNU23020019 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2023 í máli nr. KNU23010060 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2023 í máli nr. KNU23020033 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2023 í máli nr. KNU23020023 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2023 í máli nr. KNU23010065 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2023 í máli nr. KNU22110048 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2023 í málum nr. KNU22120078 o.fl. dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2023 í máli nr. KNU23020076 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2023 í máli nr. KNU23020038 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2023 í máli nr. KNU23020051 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2023 í máli nr. KNU23020030 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2023 í máli nr. KNU23020031 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2023 í máli nr. KNU23020041 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2023 í máli nr. KNU22120008 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2023 í máli nr. KNU23030016 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2023 í máli nr. KNU23030017 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2023 í máli nr. KNU23020069 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2023 í máli nr. KNU23020072 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2023 í máli nr. KNU23020042 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2023 í máli nr. KNU23030007 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 227/2023 í máli nr. KNU23020032 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2023 í málum nr. KNU23030032 o.fl. dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2023 í máli nr. KNU23030034 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2023 í máli nr. KNU23030005 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2023 í málum nr. KNU23010025 o.fl. dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2023 í máli nr. KNU23030045 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2023 í máli nr. KNU23030029 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2023 í máli nr. KNU23030043 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2023 í máli nr. KNU23030020 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2023 í máli nr. KNU23030072 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2023 í máli nr. KNU23040028 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2023 í máli nr. KNU23020043 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2023 í máli nr. KNU23030074 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2023 í máli nr. KNU23040006 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2023 í máli nr. KNU23030099 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2023 í máli nr. KNU23030077 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2023 í máli nr. KNU23030088 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2023 í máli nr. KNU23040011 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2023 í máli nr. KNU23030092 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2023 í máli nr. KNU23020065 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2023 í málum nr. KNU23040040 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2023 í máli nr. KNU23040052 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2023 í máli nr. KNU23040049 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2023 í máli nr. KNU23040015 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2023 í málum nr. KNU23040031 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2023 í máli nr. KNU23040048 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2023 í máli nr. KNU23040045 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2023 í máli nr. KNU23040059 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2023 í málum nr. KNU23040068 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2023 í máli nr. KNU23040071 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2023 í máli nr. KNU23040072 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2023 í málum nr. KNU23040066 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2023 í máli nr. KNU23040070 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2023 í málum nr. KNU23030023 o.fl. dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2023 í máli nr. KNU23020064 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2023 í máli nr. KNU23020061 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2023 í málum nr. KNU23050123 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2023 í málum nr. KNU23040119 o.fl. dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2023 í máli nr. KNU23040082 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2023 í máli nr. KNU23040090 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2023 í máli nr. KNU23040108 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2023 í máli nr. KNU23040118 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2023 í máli nr. KNU23040054 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2023 í máli nr. KNU23040094 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2023 í máli nr. KNU23050025 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2023 í máli nr. KNU23050007 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2023 í máli nr. KNU23050008 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2023 í máli nr. KNU23050009 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2023 í máli nr. KNU23040087 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2023 í máli nr. KNU23050154 dags. 23. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2023 í máli nr. KNU23030041 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2023 í máli nr. KNU23050028 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2023 í máli nr. KNU23050033 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2023 í máli nr. KNU23050017 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2023 í málum nr. KNU23030051 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2023 í máli nr. KNU23050144 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2023 í málum nr. KNU23050148 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2023 í máli nr. KNU23050088 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2023 í máli nr. KNU23050046 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2023 í máli nr. KNU23090052 dags. 21. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2023 í máli nr. KNU23050128 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2023 í máli nr. KNU23050147 dags. 22. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2023 í máli nr. KNU23050075 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2023 í máli nr. KNU23050168 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2023 í málum nr. KNU23050169 o.fl. dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2023 í máli nr. KNU23050157 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2023 í máli nr. KNU23050176 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2023 í máli nr. KNU23050175 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2023 í máli nr. KNU23060158 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2023 í máli nr. KNU23060159 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2023 í máli nr. KNU23060155 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2023 í máli nr. KNU23060156 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2023 í máli nr. KNU23060157 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2023 í máli nr. KNU23050182 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2023 í máli nr. KNU23060011 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2023 í máli nr. KNU23060022 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2023 í máli nr. KNU23060168 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 587/2023 í máli nr. KNU23040021 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2023 í máli nr. KNU23070096 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 599/2023 í máli nr. KNU23070034 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2023 í máli nr. KNU23060194 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2023 í máli nr. KNU23060199 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2023 í máli nr. KNU23060200 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2023 í máli nr. KNU23080011 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2023 í máli nr. KNU23040089 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 659/2023 í máli nr. KNU23060213 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 656/2023 í máli nr. KNU23070069 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2023 í máli nr. KNU23070003 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2023 í máli nr. KNU23070035 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 704/2023 í málum nr. KNU23080025 o.fl. dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2023 í máli nr. KNU23080060 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 671/2023 í máli nr. KNU23070072 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 703/2023 í máli nr. KNU23090057 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 709/2023 í máli nr. KNU2309010124 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 708/2023 í máli nr. KNU23090105 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 722/2023 í málum nr. KNU23090076 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 725/2023 í máli nr. KNU23090070 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 721/2023 í málum nr. KNU23100070 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2023 í málum nr. KNU23060101 o.fl. dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 732/2023 í máli nr. KNU23040121 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2024 í máli nr. KNU23080103 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2024 í máli nr. KNU23120095 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2024 í máli nr. KNU23080089 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2024 í máli nr. KNU23120096 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2024 í máli nr. KNU23050030 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2024 í máli nr. KNU23060051 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2024 í máli nr. KNU23080104 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2024 í máli nr. KNU23090037 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2024 í máli nr. KNU23090056 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2024 í máli nr. KNU23090055 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2024 í máli nr. KNU23120073 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2024 í málum nr. KNU23060041 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2024 í máli nr. KNU23050153 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2024 í máli nr. KNU23060063 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2024 í máli nr. KNU23060008 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2024 í máli nr. KNU23050117 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050078 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2024 í málum nr. KNU23110021 o.fl. dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2024 í málum nr. KNU23100109 o.fl. dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2024 í málum nr. KNU23050131 o.fl. dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2024 í máli nr. KNU23050090 dags. 5. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2024 í máli nr. KNU23120011 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2024 í máli nr. KNU23110086 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2024 í máli nr. KNU24010113 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2024 í máli nr. KNU24010085 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024 í málum nr. KNU24050021 o.fl. dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 946/2024 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1117/2024 í málum nr. KNU24070043 o.fl. dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1293/2024 í málum nr. KNU24110080 o.fl. dags. 20. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 79/2020 dags. 20. janúar 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 103/2020 dags. 12. febrúar 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 106/2020 dags. 4. mars 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 119/2020 dags. 4. júní 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 109/2020 dags. 4. júní 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 6/2021 dags. 29. júní 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 35/2021 dags. 28. október 2021[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 16/2022 dags. 1. desember 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 61/2022 dags. 21. desember 2022[PDF]

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 94/2022 dags. 21. nóvember 2023[PDF]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 68/2018 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 388/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 387/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 227/2018 dags. 15. maí 2018[HTML]

Lrú. 414/2018 dags. 23. maí 2018[HTML]

Lrú. 393/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrú. 277/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Lrd. 125/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrú. 424/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrú. 537/2018 dags. 10. júlí 2018[HTML]

Lrú. 419/2018 dags. 17. júlí 2018[HTML]

Lrú. 455/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Lrú. 572/2018 dags. 2. október 2018[HTML]

Lrú. 456/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Lrú. 617/2018 dags. 23. október 2018[HTML]

Lrd. 32/2018 dags. 24. október 2018[HTML]

Lrd. 124/2018 dags. 26. október 2018[HTML]

Lrd. 127/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 304/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 181/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 51/2018 dags. 23. nóvember 2018 (Fíkniefni á fiskveiðiskipi)[HTML]
Málskotsbeiðni var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-79.
Lrd. 276/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 350/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 154/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Lrd. 507/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 243/2018 dags. 21. desember 2018[HTML]

Lrú. 872/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Lrd. 539/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Lrú. 672/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 483/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 501/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 624/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 569/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 568/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 551/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 41/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrú. 96/2019 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 493/2018 dags. 29. mars 2019[HTML]

Lrd. 256/2018 dags. 29. mars 2019[HTML]

Lrd. 727/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrd. 565/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrd. 485/2018 dags. 12. apríl 2019 (Útvarp Saga)[HTML]

Lrd. 815/2018 dags. 3. maí 2019[HTML]

Lrd. 141/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn)[HTML]
Niðurstaða þessa dóms varð staðfest af Hæstarétti í Hrd. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn).
Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 614/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 610/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrú. 391/2019 dags. 26. júní 2019[HTML]

Lrú. 413/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Lrú. 400/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Lrú. 574/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrd. 615/2018 dags. 13. september 2019[HTML]

Lrd. 929/2018 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrd. 804/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrú. 443/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrd. 919/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 899/2018 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 72/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 332/2018 dags. 6. desember 2019 (Viðskiptavakt)[HTML]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrú. 665/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Lrd. 921/2018 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrd. 580/2019 dags. 13. desember 2019 (Brenna og manndráp - Selfoss)[HTML]

Lrd. 934/2018 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrd. 255/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 768/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 1/2020 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 687/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 686/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 685/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 684/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 376/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 27/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Lrd. 26/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Lrú. 37/2020 dags. 11. mars 2020 (Héðinsreitur)[HTML]
Krafist var skaðabóta upp á fjóra milljarða króna í héraði. Málinu var vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar.
Lrd. 363/2019 dags. 13. mars 2020[HTML]

Lrd. 433/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Lrd. 355/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Lrd. 303/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Lrú. 136/2020 dags. 24. mars 2020[HTML]

Lrd. 857/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 856/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 516/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 471/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 393/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 816/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 428/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrú. 264/2020 dags. 6. maí 2020[HTML]

Lrú. 69/2020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrd. 243/2019 dags. 5. júní 2020[HTML]

Lrú. 242/2020 dags. 5. júní 2020[HTML]

Lrd. 654/2018 dags. 10. júní 2020[HTML]

Lrd. 224/2019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Lrd. 140/2018 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 706/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 595/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 415/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrú. 406/2020 dags. 3. júlí 2020[HTML]

Lrd. 530/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrd. 285/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrú. 559/2020 dags. 12. október 2020[HTML]

Lrú. 451/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Lrd. 692/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 630/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 698/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 697/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrú. 508/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 507/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 757/2019 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 432/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 356/2020 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 388/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrd. 752/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 509/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrú. 665/2020 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Lrd. 813/2019 dags. 15. janúar 2021[HTML]

Lrd. 293/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML]

Lrú. 673/2020 dags. 26. janúar 2021[HTML]

Lrú. 707/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 79/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 13/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 61/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 547/2020 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 502/2019 dags. 26. febrúar 2021 (Gat ekki dulist ástand sitt)[HTML]

Lrd. 528/2019 dags. 26. febrúar 2021 (Snapchat)[HTML]

Lrd. 46/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 128/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 34/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 72/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 74/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 73/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 680/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 678/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 779/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 196/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrú. 147/2021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 280/2021 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 132/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 126/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrú. 348/2021 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 799/2019 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 39/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 144/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 234/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrú. 378/2021 dags. 22. júní 2021[HTML]

Lrú. 379/2021 dags. 22. júní 2021[HTML]

Lrd. 257/2020 dags. 24. september 2021[HTML]

Lrd. 261/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 397/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 349/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 751/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 337/2020 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrd. 27/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrd. 117/2021 dags. 29. október 2021[HTML]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 266/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 384/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 235/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 239/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 481/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 316/2021 dags. 3. desember 2021[HTML]

Lrú. 704/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Lrd. 352/2020 dags. 10. desember 2021[HTML]

Lrd. 522/2020 dags. 10. desember 2021[HTML]

Lrd. 638/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 772/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Lrd. 700/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 671/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 563/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 723/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 561/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrú. 224/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 433/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 743/2020 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 726/2020 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 601/2020 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 104/2021 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrd. 666/2020 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrd. 344/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 599/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 181/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 710/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 609/2021 dags. 9. maí 2022[HTML]

Lrú. 263/2022 dags. 10. maí 2022[HTML]

Lrú. 500/2021 dags. 13. maí 2022[HTML]

Lrd. 10/2021 dags. 13. maí 2022[HTML]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 188/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 628/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrú. 201/2022 dags. 24. maí 2022[HTML]

Lrú. 732/2020 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrú. 731/2020 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrd. 152/2021 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 52/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 247/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 681/2020 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 508/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 168/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 268/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 267/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 379/2022 dags. 28. júní 2022[HTML]

Lrd. 274/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Lrd. 720/2021 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 205/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 764/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Lrd. 538/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Lrd. 252/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Lrd. 498/2021 dags. 14. október 2022[HTML]

Lrd. 250/2022 dags. 14. október 2022[HTML]

Lrd. 301/2021 dags. 14. október 2022[HTML]

Lrú. 370/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 471/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 558/2022 dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 458/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 646/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 633/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 574/2022 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrd. 718/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrd. 546/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 604/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 606/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 422/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 463/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrú. 670/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrú. 617/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Lrd. 345/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Lrú. 814/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 815/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 817/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 816/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrd. 706/2021 dags. 27. janúar 2023[HTML]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 186/2022 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 119/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 661/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 793/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 404/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 663/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 19/2023 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 128/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrú. 185/2023 dags. 15. mars 2023[HTML]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 503/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 662/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 3/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 181/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 84/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 196/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 67/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrú. 21/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrd. 427/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 153/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 299/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML]

Lrd. 181/2021 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 31/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 30/2022 dags. 26. maí 2023[HTML]

Lrd. 240/2022 dags. 26. maí 2023[HTML]

Lrú. 282/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Lrú. 353/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 380/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Lrd. 229/2022 dags. 16. júní 2023[HTML]

Lrd. 244/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrd. 87/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 468/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Lrú. 522/2023 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Lrú. 621/2023 dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Lrú. 573/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Lrú. 654/2023 dags. 19. september 2023[HTML]

Lrd. 241/2022 dags. 6. október 2023[HTML]

Lrd. 319/2022 dags. 12. október 2023[HTML]

Lrd. 40/2022 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrd. 288/2022 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrd. 338/2022 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrd. 413/2023 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrd. 236/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 273/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 748/2020 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 459/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 388/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 409/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 439/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 352/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 498/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 235/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 350/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 342/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 790/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 419/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrd. 474/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrd. 400/2023 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrú. 784/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Lrd. 642/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 860/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 869/2023 dags. 18. desember 2023[HTML]

Lrú. 875/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Lrú. 42/2024 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Lrú. 25/2024 dags. 23. janúar 2024[HTML]

Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 724/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 668/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 769/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 498/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 116/2023 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 864/2023 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 540/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 732/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 32/2023 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 118/2024 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 601/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 786/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 768/2022 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrd. 60/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrd. 82/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrd. 64/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 205/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 128/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 365/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 781/2022 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrd. 45/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 191/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Lrú. 141/2024 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Lrd. 249/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Lrú. 435/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Lrd. 70/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML]

Lrú. 576/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML]

Lrd. 636/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 165/2023 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 4/2023 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 72/2023 dags. 17. maí 2024[HTML]

Lrd. 583/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrú. 425/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrd. 240/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 77/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 5/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 267/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 357/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 856/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 398/2023 dags. 12. júní 2024[HTML]

Lrd. 272/2022 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrd. 836/2022 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 160/2023 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 214/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrú. 513/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Lrd. 693/2023 dags. 27. júní 2024[HTML]

Lrd. 613/2023 dags. 27. júní 2024[HTML]

Lrú. 672/2024 dags. 20. ágúst 2024[HTML]

Lrú. 491/2024 dags. 18. september 2024[HTML]

Lrú. 622/2024 dags. 30. september 2024[HTML]

Lrd. 516/2022 dags. 3. október 2024[HTML]

Lrd. 331/2023 dags. 3. október 2024[HTML]

Lrd. 663/2023 dags. 3. október 2024[HTML]

Lrd. 266/2023 dags. 10. október 2024[HTML]

Lrd. 446/2023 dags. 10. október 2024[HTML]

Lrd. 130/2024 dags. 10. október 2024[HTML]

Lrú. 784/2024 dags. 10. október 2024[HTML]

Lrú. 267/2024 dags. 15. október 2024[HTML]

Lrd. 273/2023 dags. 17. október 2024[HTML]

Lrd. 358/2023 dags. 17. október 2024[HTML]

Lrd. 899/2023 dags. 17. október 2024[HTML]

Lrd. 559/2023 dags. 17. október 2024[HTML]

Lrd. 44/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Lrú. 808/2024 dags. 4. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 444/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 523/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 486/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 487/2023 dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 561/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 584/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 732/2023 dags. 21. nóvember 2024[HTML]

Lrú. 918/2024 dags. 27. nóvember 2024[HTML]

Lrd. 713/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Lrú. 936/2024 dags. 3. desember 2024[HTML]

Lrd. 416/2023 dags. 5. desember 2024[HTML]

Lrd. 857/2023 dags. 5. desember 2024[HTML]

Lrú. 854/2024 dags. 16. desember 2024[HTML]

Lrd. 345/2024 dags. 17. desember 2024[HTML]

Lrú. 1011/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Lrú. 1018/2024 dags. 27. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 13/2014 dags. 9. apríl 2014 (Cesar (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 26/2014 dags. 9. apríl 2014 (Nathan (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 36/2014 dags. 20. júní 2014 (Íshak (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 98/2016 dags. 6. janúar 2017 (Hel (kvk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 86/2023 dags. 2. október 2023 (Brynjarr (kk. - ritháttur))[HTML]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Dómur MDE Sara Lind Eggertsdóttir gegn Íslandi dags. 5. júlí 2007 (31930/04)[HTML]
Hin kærða dómsúrlausn Hæstaréttar: Hrd. 2004:1239 nr. 344/2002 (Sara Lind Eggertsdóttir - Slagæðaleggur)

Mistök áttu sér stað við fæðingu í Landspítalanum er leiddu til þess að barnið varð fatlað. Héraðsdómur féllst á bótakröfu. Hæstiréttur Íslands sýknaði hins vegar af kröfunni byggt á áliti læknaráðs sem Hæstiréttur innti eftir af eigin frumkvæði í samræmi við lagaákvæði þar um.

MDE taldi að samsetning læknaráðs hefði verið ófullnægjandi þar sem læknarnir í læknaráði væru í vinnusambandi við Landspítalann. Í kjölfar niðurstöðu MDE var þessi álitsheimild Hæstaréttar afnumin.
Dómur MDE Súsanna Rós Westlund gegn Íslandi dags. 6. desember 2007 (42628/04)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 30. desember 1980[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2002 dags. 6. maí 2003[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 9/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2008 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2009 dags. 23. október 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2020 dags. 26. október 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2020 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2020 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 16/2019 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2021 dags. 7. júní 2022[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2022 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 30. maí 1997[HTML]

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 31. maí 2002[HTML]

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 30. júní 2003[HTML]

Yfirmatsgerð Matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði dags. 7. febrúar 2005[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 4. mars 2022 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 3. maí 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um leyfi til sæbjúgnaveiða.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 31. ágúst 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 30. september 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 16. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 8. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-50/2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2001 dags. 14. mars 2002[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2008 dags. 16. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-20/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-31/2010 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-32/2009 dags. 16. júní 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-32/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-36/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-42/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-48/2010 dags. 13. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-40/2010 dags. 9. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2011 dags. 16. maí 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-10/2011 dags. 7. september 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-11/2011 dags. 5. október 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-09/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2011 dags. 23. desember 2011[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-37/2012 dags. 9. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2012 dags. 9. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-33/2011 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-30/2012 dags. 13. mars 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2012 dags. 13. júní 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2012 dags. 5. september 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2012 dags. 12. september 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2012 dags. 24. október 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-25/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-21/2012 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-44/2012 dags. 5. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-43/2012 dags. 11. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2013 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-16/2013 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-42/2013 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-45/2013 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-43/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-21/2013 dags. 16. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-91/2013 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-65/2013 dags. 2. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-10/2015 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2015 dags. 20. maí 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2015 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-30/2014 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-18/2015 dags. 16. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-11/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-17/2015 dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-19/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-26/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2014 dags. 9. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-01/2016 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2016 dags. 24. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-17/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-20/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2016 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2017 dags. 20. september 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-05/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-10/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-17/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-16/2017 dags. 13. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-18/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-13/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2019 dags. 17. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-15/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2019 dags. 26. maí 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-14/2019 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-3/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-01/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-7/2020 dags. 30. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2020 dags. 30. júlí 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-2/2021 dags. 13. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-1/2021 dags. 20. desember 2021[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-4/2022 dags. 16. júní 2022[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-8/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-17/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-5/2023 dags. 10. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 30. desember 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. mars 2023 (Kæra vegna ákvörðunar ársreikningaskrár ríkisskattstjóra um að leggja stjórnvaldssekt)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 3. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Menntamálaráðuneytið

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 2. mars 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN22120052 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN22060006 dags. 2. mars 2023[HTML]

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN24020155 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. maí 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 10. júní 2011[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 25. mars 2014[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 5. júlí 2017 (Undanþága frá sundkennslu)[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17040036 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17060151 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17110024 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19080061 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19090105 dags. 22. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR21080094 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um dómarastörf

Álit Nefndar um dómarastörf í máli nr. 1/2010 dags. 5. október 2010[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 2/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 3/2002 dags. 24. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2003 dags. 11. ágúst 2003[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Álftaver og Skaftártunga, sveitarfélaginu Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Síða, Landbrot og Brunasandur ásamt fyrrum Leiðvallarhreppi, nú í Skaftárhreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2011/1158[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2012/576[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2012/355[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar í máli nr. 2005/517 dags. 27. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2006/92 dags. 19. desember 2006[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2007/488 dags. 10. mars 2008[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2010/583 dags. 14. september 2010[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2011/189 dags. 22. júní 2011[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/898 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2013/670 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2013/1192 dags. 13. mars 2014[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2014/616 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/992 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/796 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/882 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1684 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1715 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2015/748 dags. 26. júní 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2015/1203 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2014/1713 dags. 14. desember 2015[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2016/684 dags. 6. desember 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1433 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1003 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1115 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/1741 dags. 22. maí 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2018/639 dags. 25. júní 2019[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2019/25 dags. 20. desember 2019[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020010116 dags. 5. mars 2020[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020010428 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010729 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020102723 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010581 dags. 21. október 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020061954 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021040879 dags. 16. desember 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2021040879 dags. 3. maí 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020123091 dags. 8. september 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021102022 dags. 18. október 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022050940 dags. 28. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022020414 dags. 2. maí 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021061295 dags. 10. júlí 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022020416 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010698 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/1999 dags. 26. maí 1999[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2004 dags. 15. júlí 2004[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2006 dags. 13. nóvember 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2006 dags. 11. desember 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2007 dags. 25. janúar 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2007 dags. 9. febrúar 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2007 dags. 25. júlí 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2007 dags. 28. nóvember 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2007 dags. 6. desember 2007[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2008 dags. 15. febrúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2008 dags. 22. apríl 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2008 dags. 9. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2008 dags. 10. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2008 dags. 18. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2008 dags. 18. júlí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2008 dags. 12. ágúst 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2008 dags. 12. ágúst 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2008 dags. 4. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2009 dags. 19. febrúar 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2009 dags. 2. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2009 dags. 20. mars 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2009 dags. 23. júní 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2009 dags. 17. júlí 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2009 dags. 27. ágúst 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2009 dags. 27. ágúst 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2009 dags. 2. desember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2010 dags. 12. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2010 dags. 16. apríl 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2010 dags. 16. apríl 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2010 dags. 19. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2010 dags. 31. ágúst 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2010 dags. 7. september 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 36/2010 dags. 10. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2010 dags. 17. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 39/2010 dags. 22. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2010 dags. 29. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 41/2010 dags. 30. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2011 dags. 16. febrúar 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2011 dags. 13. apríl 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2011 dags. 13. apríl 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2011 dags. 27. maí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2011 dags. 27. maí 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2011 dags. 22. júní 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2011 dags. 30. nóvember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2011 dags. 19. desember 2011[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2012 dags. 3. janúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2012 dags. 22. febrúar 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2012 dags. 22. mars 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2012 dags. 7. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2012 dags. 7. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2012 dags. 11. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2012 dags. 24. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2012 dags. 31. maí 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2012 dags. 30. október 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2012 dags. 30. október 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2012 dags. 13. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 36/2012 dags. 14. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 38/2012 dags. 14. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 39/2012 dags. 19. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2013 dags. 15. mars 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2013 dags. 12. apríl 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2013 dags. 11. júlí 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2013 dags. 10. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2013 dags. 1. nóvember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2013 dags. 18. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2014 dags. 28. mars 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2014 dags. 1. apríl 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2014 dags. 9. apríl 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2014 dags. 30. maí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2014 dags. 3. júní 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2014 dags. 23. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2014 dags. 29. júlí 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2014 dags. 27. nóvember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2014 dags. 11. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 38/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 40/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 36/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2015 dags. 20. febrúar 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2015 dags. 20. febrúar 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2015 dags. 27. apríl 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2015 dags. 1. júní 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2015 dags. 13. júlí 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2015 dags. 12. ágúst 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2015 dags. 12. ágúst 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2015 dags. 12. ágúst 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2015 dags. 12. ágúst 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2015 dags. 28. september 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2015 dags. 28. september 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2015 dags. 18. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 34/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2016 dags. 13. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2016 dags. 10. maí 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2016 dags. 18. júlí 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2016 dags. 9. september 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2016 dags. 28. október 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2017 dags. 3. júlí 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2017 dags. 1. september 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2017 dags. 29. desember 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2018 dags. 2. maí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2018 dags. 29. maí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2018 dags. 5. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2018 dags. 14. ágúst 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2018 dags. 2. nóvember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2018 dags. 14. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2019 dags. 20. mars 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2019 dags. 16. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2019 dags. 16. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2019 dags. 15. maí 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2019 dags. 11. september 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2020 dags. 11. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2019 dags. 18. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2019 dags. 18. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2020 dags. 18. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2020 dags. 30. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2021 dags. 16. febrúar 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2021 dags. 19. febrúar 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2021 dags. 26. apríl 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2021 dags. 28. apríl 2021[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2021 dags. 30. júní 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Reikningsskila- og upplýsinganefnd

Álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 1/2013[PDF]

Álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 2/2013[PDF]

Álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 1/2024 í máli nr. IRN24020185 dags. 26. febrúar 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 13/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 13/2010[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 3/2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 6/2012 dags. 25. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2014 dags. 8. september 2014[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 20/2009 dags. 8. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um synjun um skil á byggingarétti. Mál nr. 20/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 22/2009 dags. 10. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 22/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 3/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóðum. Mál nr. 3/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 43/2009 dags. 15. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 43/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 23/2009 dags. 17. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 23/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 40/2009 dags. 21. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 40/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100038 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090091 dags. 29. júní 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17100072 dags. 2. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17120015 dags. 13. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18020062 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050076 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18050075 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18010025 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17040840 dags. 15. mars 2019[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17080031 dags. 26. júní 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070076 dags. 6. desember 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19110025 dags. 4. júní 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070041 dags. 25. júní 2021[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN21040023 dags. 29. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 15/2007 dags. 22. maí 2007 (Mál nr. 15/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 11/2007 dags. 2. ágúst 2007 (Mál nr. 11/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 12/2007 dags. 24. ágúst 2007 (Mál nr. 12/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 26/2007 dags. 21. september 2007 (Mál nr. 26/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 44/2008 dags. 20. ágúst 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, lögmæti útgáfu lóðarleigusamnings með skilyrði um greiðslu gjalds: Mál nr. 44/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 22/2008 dags. 5. nóvember 2008 (Kópavogur - frávísunarkrafa, málsmeðferð við úthlutun byggingaréttar, kærufrestir og rökstuðningur: Mál nr. 22/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 66/2008 dags. 13. janúar 2009 (Mönnunarnefnd skipa - höfnun umsóknar um að sami maður fái að gegna stöðu skipstjórna og vélstjóra um boð í skipi: Mál nr. 66/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 11/2009 dags. 27. ágúst 2009 (Mönnunarnefnd skipa - höfnun erindis um að sami maður gegni stöðu skipstjóra og vélstjóra: Mál nr. 11/2009)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2006 dags. 29. mars 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2006 dags. 16. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2006 dags. 28. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2006 dags. 14. október 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 41/2006 dags. 7. nóvember 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 48/2006 dags. 12. desember 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2007 dags. 30. mars 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2007 dags. 30. apríl 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 51/2007 dags. 18. september 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 60/2007 dags. 2. nóvember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 50/2008 dags. 7. október 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 64/2008 dags. 19. desember 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2009 dags. 13. febrúar 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2009 dags. 8. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2009 dags. 26. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2009 dags. 26. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2009 dags. 30. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2009 dags. 5. október 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2009 dags. 19. október 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 43/2009 dags. 21. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2009 dags. 21. desember 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2010 dags. 8. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2010 dags. 9. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2010 dags. 26. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2010 dags. 6. maí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2010 dags. 6. maí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2010 dags. 6. maí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2010 dags. 12. maí 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2010 dags. 6. september 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2010 dags. 21. september 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2010 dags. 16. desember 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2011 dags. 3. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2011 dags. 16. febrúar 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2011 dags. 24. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2011 dags. 30. mars 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2011 dags. 11. maí 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 30/2011 dags. 20. september 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2011 dags. 5. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2011 dags. 17. október 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2012 dags. 30. mars 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2012 dags. 3. apríl 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2012 dags. 1. júní 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2012 dags. 29. júní 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2012 dags. 16. ágúst 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2012 dags. 21. september 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2012 dags. 8. október 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2012 dags. 16. nóvember 2012[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2012 dags. 23. nóvember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2012 dags. 13. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2012 dags. 13. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2012 dags. 21. desember 2012[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2013 dags. 26. mars 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2013 dags. 22. maí 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2014 dags. 19. maí 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2014 dags. 3. desember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 40/2014 dags. 19. desember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2014 dags. 10. febrúar 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2015 dags. 7. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2015 dags. 22. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2015 dags. 4. júní 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2015 dags. 12. júní 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2015 dags. 4. september 2015[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015 dags. 22. október 2015[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2015 dags. 22. október 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 19/2016 dags. 7. júlí 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2002 dags. 31. janúar 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2017 dags. 10. febrúar 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 dags. 17. febrúar 2017[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2017 dags. 4. apríl 2017[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2017 dags. 4. apríl 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2017 dags. 6. apríl 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2017 dags. 12. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2017 dags. 20. júní 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2017 dags. 4. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2017 dags. 18. júlí 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2017 dags. 15. ágúst 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2017 dags. 22. september 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2017 dags. 17. október 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 40/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 42/2017 dags. 8. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 46/2017 dags. 19. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 dags. 21. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2018 dags. 15. mars 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2018 dags. 18. október 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2019 dags. 5. febrúar 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2019 dags. 21. nóvember 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2020 dags. 6. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2020 dags. 23. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2020 dags. 31. mars 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 dags. 28. maí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2020 dags. 22. júlí 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 35/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2021 dags. 10. maí 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2021 dags. 16. júlí 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2021 dags. 23. september 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2021 dags. 23. september 2021[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 39/2021 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2022 dags. 6. janúar 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2022 dags. 23. maí 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2022 dags. 18. október 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2022 dags. 14. nóvember 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2022 dags. 20. desember 2022[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2023 dags. 26. janúar 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2023 dags. 20. mars 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2023 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2023 dags. 4. apríl 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023 dags. 8. september 2023[HTML]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 37/2023 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 45/2023 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 48/2023 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2024 dags. 8. apríl 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 7/2024 dags. 11. apríl 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 13/2024 dags. 3. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2024 dags. 6. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 15/2024 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2024 dags. 3. júlí 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 26/2024 dags. 26. nóvember 2024[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 29/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 25/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 5/1997 dags. 18. september 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 46/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 47/1997 dags. 11. desember 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 6/1998 dags. 10. mars 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 4/1999 dags. 29. mars 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 6/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 13/2000 dags. 3. apríl 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 8/2000 dags. 15. desember 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/2001 dags. 2. febrúar 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 11/2001 dags. 22. mars 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 39/2001 dags. 4. desember 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/2003 dags. 29. janúar 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/2003 dags. 14. júlí 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2004 dags. 28. október 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 22/2004 dags. 3. desember 2004[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 9/2005 dags. 23. febrúar 2005[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2005 dags. 22. júní 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisstofnun

Ákvörðun Samkeppnisstofnunar nr. 1/2005 dags. 29. apríl 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 20/2004 dags. 1. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 6/2006 dags. 2. janúar 2006[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 4/2006 dags. 16. janúar 2006[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2009 dags. 24. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 22/2017 dags. 7. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2017 dags. 10. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2018 dags. 13. janúar 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 12120081 dags. 21. maí 2013[HTML]

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. 11110108 dags. 25. apríl 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00090058 dags. 20. október 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070054 dags. 1. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070145 dags. 20. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00090111 dags. 15. desember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00060206 dags. 22. desember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00100033 dags. 22. desember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01010054 dags. 1. maí 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00120133 dags. 3. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01050087 dags. 15. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01050032 dags. 27. nóvember 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080064 dags. 3. desember 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01070094 dags. 24. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080157 dags. 14. mars 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01100210 dags. 5. júlí 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02020039 dags. 12. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02060013 dags. 4. desember 2002[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02110059 dags. 31. mars 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02120140 dags. 16. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03040161 dags. 16. september 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03040123 dags. 22. desember 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH03080089 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. UMH04020187 dags. 25. júní 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04030181 dags. 15. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090102 dags. 10. desember 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090001 dags. 20. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090033 dags. 1. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05050107 dags. 7. september 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05060050 dags. 20. september 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04110110 dags. 8. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06030148 dags. 7. desember 2006[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06050132 dags. 10. maí 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06110026 dags. 6. júní 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07050182 dags. 5. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06120127 dags. 10. desember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07060005 dags. 15. maí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07060014 dags. 15. maí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020081 dags. 5. desember 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08030064 dags. 22. desember 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020143 dags. 21. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060035 dags. 23. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060131 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060022 dags. 3. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08110145 dags. 9. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09060039 dags. 16. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09030202 dags. 27. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09060086 dags. 15. mars 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09080074 dags. 8. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09090009 dags. 14. desember 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09120125 dags. 16. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11070080 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11040116 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11100049 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11100119 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120222 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Utanríkisráðuneytið

Úrskurður Utanríkisráðuneytisins í máli nr. UTN20060012 dags. 15. nóvember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 207/2002 dags. 15. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 80/2003 dags. 6. ágúst 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 154/2004 dags. 17. september 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 62/2005 dags. 25. maí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 341 dags. 22. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 44 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 529/2010 dags. 19. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 25/2011 dags. 28. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 156/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 295/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 112/2013 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 39/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 50/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 34/2015 dags. 27. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 108/2015 dags. 3. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 37/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 76/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 37/2009 dags. 3. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 69/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 80/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 90/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 108/2012 dags. 4. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 118/2012 dags. 11. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 113/2012 dags. 28. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 153/2012 dags. 20. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 99/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 157/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 172/2012 dags. 3. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 173/2012 dags. 3. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 184/2012 dags. 3. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 5/2013 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 159/2012 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 191/2012 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 58/2013 dags. 26. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 86/2013 dags. 10. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 60/2013 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 78/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 79/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 77/2013 dags. 21. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 28/2014 dags. 13. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 93/2014 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 69/2014 dags. 16. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 32/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 33/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 34/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 35/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 15/2010 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2010 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 26/2011 dags. 8. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 32/2011 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 39/2011 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 84/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 82/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 134/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 150/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 154/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 121/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 39/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2012 dags. 30. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 45/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 66/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 74/2012 dags. 30. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 8/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 17/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 18/2013 dags. 11. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 58/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 60/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 61/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 3/2014 dags. 7. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 11/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2014 dags. 3. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 42/2014 dags. 8. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 41/2014 dags. 22. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 46/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 47/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 54/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 61/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 72/2014 dags. 28. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 75/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 64/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 26/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 32/2015 dags. 26. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 35/2015 dags. 26. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2004 dags. 14. júní 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2006 dags. 17. júlí 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2007 dags. 10. október 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2012 dags. 30. júní 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2015 dags. 3. desember 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2015 dags. 26. janúar 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2015 dags. 9. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2016 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2018 dags. 26. febrúar 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2019 dags. 28. apríl 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 46/2003 dags. 20. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 26/2005 dags. 29. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2007 dags. 27. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2007 dags. 12. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 6/2008 dags. 27. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 38/2008 dags. 27. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 21/2009 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 22/2009 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 19/2010 dags. 28. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 32/2010 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 10/2011 dags. 9. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 24/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2011 dags. 8. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 31/2012 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2012 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2012 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 13/2012 dags. 3. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 21/2012 dags. 3. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 30/2012 dags. 10. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 17/2012 dags. 10. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2012 dags. 10. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 41/2012 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 20/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 16/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 12/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 22/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 27/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 34/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 28/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 32/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 33/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 39/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 40/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 36/2012 dags. 3. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 49/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 67/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 90/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 82/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 44/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 58/2012 dags. 3. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 60/2012 dags. 11. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 53/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 54/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 59/2012 dags. 15. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 63/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 55/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 46/2012 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 47/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 48/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 51/2012 dags. 4. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 52/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 57/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 65/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 69/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 71/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 72/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 77/2012 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 78/2012 dags. 15. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 75/2012 dags. 15. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2013 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 79/2012 dags. 22. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 46/2013 dags. 26. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2013 dags. 10. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 50/2013 dags. 11. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 2/2014 dags. 25. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/2005 í máli nr. 3/2005 dags. 27. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2005 í máli nr. 4/2005 dags. 2. september 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2005 í máli nr. 5/2005 dags. 23. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 6/2006 í máli nr. 6/2006 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 8/2009 í máli nr. 8/2009 dags. 13. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/2010 í máli nr. 3/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 11/2011 í máli nr. 11/2011 dags. 9. september 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 347/2014 dags. 16. desember 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 302/2015 dags. 22. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 188/2016 dags. 19. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 401/2016 dags. 24. janúar 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 249/2017 dags. 24. október 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 224/2018 dags. 24. ágúst 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 13/2019 dags. 19. febrúar 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 18/2019 dags. 5. mars 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 37/2019 dags. 12. mars 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 126/2019 dags. 28. maí 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 240/2019 dags. 29. ágúst 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 363/2019 dags. 17. desember 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 417/2019 dags. 2. apríl 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 61/2020 dags. 28. apríl 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 133/2020 dags. 9. júní 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 388/2020 dags. 15. desember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 39/2021 dags. 2. mars 2021[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 428/2021 dags. 22. febrúar 2022[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 114/2023 dags. 6. júní 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 202/2023 dags. 22. ágúst 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 206/2023 dags. 5. september 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 238/2023 dags. 12. september 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 280/2023 dags. 3. október 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 282/2023 dags. 17. október 2023[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 148/2024 dags. 25. júní 2024[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 69/2024 dags. 11. júlí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/1999 í máli nr. 5/1999 dags. 18. apríl 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/1999 í máli nr. 16/1999 dags. 7. ágúst 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2000 í máli nr. 11/2000 dags. 30. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2001 í máli nr. 34/2001 dags. 14. desember 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 2/2002 í máli nr. 64/2000 dags. 11. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2003 í máli nr. 10/2001 dags. 27. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2004 í máli nr. 20/2004 dags. 25. júní 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2005 í máli nr. 35/2004 dags. 7. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2006 í máli nr. 10/2006 dags. 30. mars 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 40/2006 í máli nr. 9/2005 dags. 13. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 69/2006 í máli nr. 39/2005 dags. 6. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 73/2006 í máli nr. 77/2005 dags. 24. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2007 í máli nr. 81/2005 dags. 15. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 100/2007 í máli nr. 29/2006 dags. 5. desember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 53/2008 í máli nr. 7/2008 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 19/2009 í máli nr. 134/2007 dags. 29. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2009 í máli nr. 97/2008 dags. 18. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2011 í máli nr. 13/2010 dags. 24. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2011 í máli nr. 34/2011 dags. 31. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2012 í máli nr. 12/2009 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 59/2012 í máli nr. 1/2011 dags. 25. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2012 í máli nr. 42/2010 dags. 22. nóvember 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2012 í máli nr. 8/2012 dags. 29. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2012 í máli nr. 68/2012 dags. 10. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2013 í máli nr. 43/2012 dags. 10. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2014 í máli nr. 69/2012 dags. 23. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2014 í máli nr. 20/2014 dags. 19. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2014 í máli nr. 35/2013 dags. 24. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2014 í máli nr. 129/2012 dags. 7. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2015 í máli nr. 65/2010 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2015 í máli nr. 118/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 45/2015 í máli nr. 6/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2015 í máli nr. 91/2013 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2015 í máli nr. 17/2015 dags. 8. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2015 í máli nr. 1/2013 dags. 14. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2015 í máli nr. 22/2014 dags. 14. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2015 í máli nr. 100/2011 dags. 1. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2015 í máli nr. 102/2014 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 125/2015 í máli nr. 46/2014 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2015 í máli nr. 104/2013 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2016 í máli nr. 64/2013 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 8/2016 í máli nr. 20/2013 dags. 29. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2016 í máli nr. 62/2015 dags. 21. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2016 í máli nr. 10/2014 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2016 í máli nr. 4/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2016 í máli nr. 74/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2016 í máli nr. 86/2014 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2016 í máli nr. 14/2014 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2016 í máli nr. 60/2015 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2016 í máli nr. 83/2015 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 64/2016 í máli nr. 90/2015 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2016 í máli nr. 46/2016 dags. 10. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2016 í máli nr. 3/2015 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2016 í máli nr. 143/2016 dags. 23. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2017 í máli nr. 69/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2017 í máli nr. 148/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2017 í máli nr. 157/2016 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2017 í máli nr. 136/2016 dags. 12. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2017 í máli nr. 163/2016 dags. 12. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2017 í máli nr. 165/2016 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2017 í máli nr. 5/2017 dags. 20. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2017 í máli nr. 161/2016 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2017 í máli nr. 33/2017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2017 í máli nr. 93/2015 dags. 29. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 77/2017 í málum nr. 3/2016 o.fl. dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 78/2017 í máli nr. 9/2016 dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2017 í máli nr. 125/2014 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2017 í máli nr. 126/2017 dags. 1. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2017 í máli nr. 26/2016 dags. 22. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 7/2018 í máli nr. 19/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2018 í máli nr. 31/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2018 í máli nr. 6/2016 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2018 í máli nr. 84/2017 dags. 26. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2018 í málum nr. 69/2018 o.fl. dags. 20. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2018 í máli nr. 134/2016 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2018 í máli nr. 3/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2018 í máli nr. 5/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 140/2018 í máli nr. 12/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2018 í máli nr. 4/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2018 í máli nr. 6/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2018 í máli nr. 35/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 157/2018 í máli nr. 60/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2018 í máli nr. 42/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 173/2018 í máli nr. 119/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 176/2018 í máli nr. 145/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2019 í máli nr. 52/2018 dags. 17. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2019 í máli nr. 111/2017 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2019 í máli nr. 82/2017 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2019 í málum nr. 134/2017 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2019 í máli nr. 11/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2019 í máli nr. 37/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2019 í máli nr. 13/2019 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2019 í máli nr. 49/2018 dags. 7. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 50/2019 í máli nr. 23/2018 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 91/2019 í máli nr. 98/2018 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2019 í máli nr. 130/2018 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2019 í máli nr. 9/2019 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2019 í máli nr. 49/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 120/2019 í máli nr. 146/2018 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2019 í máli nr. 59/2018 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2019 í málum nr. 5/2019 o.fl. dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2019 í máli nr. 73/2018 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2019 í máli nr. 125/2018 dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 132/2019 í máli nr. 111/2018 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2019 í máli nr. 26/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2019 í máli nr. 28/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2019 í máli nr. 29/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2019 í máli nr. 30/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2019 í málum nr. 33/2019 o.fl. dags. 30. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2019 í máli nr. 80/2018 dags. 30. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2020 í máli nr. 24/2019 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 7/2020 í málum nr. 60/2019 o.fl. dags. 30. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2020 í málum nr. 124/2019 o.fl. dags. 13. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2020 í máli nr. 62/2019 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2020 í máli nr. 15/2019 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2020 í málum nr. 80/2019 o.fl. dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 38/2020 í máli nr. 82/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2020 í máli nr. 133/2019 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2020 í máli nr. 4/2020 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2020 í málum nr. 134/2019 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2020 í máli nr. 18/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2020 í máli nr. 3/2020 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 90/2020 í máli nr. 53/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2020 í máli nr. 13/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2020 í máli nr. 32/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2020 í málum nr. 40/2020 o.fl. dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2020 í málum nr. 22/2020 o.fl. dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2020 í máli nr. 68/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2020 í máli nr. 38/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2020 í máli nr. 23/2020 dags. 23. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 145/2020 í máli nr. 53/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2020 í máli nr. 83/2020 dags. 30. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2021 í máli nr. 16/2021 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2021 í máli nr. 17/2021 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2021 í máli nr. 126/2020 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2021 í máli nr. 117/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2021 í máli nr. 3/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 55/2021 í málum nr. 107/2020 o.fl. dags. 21. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 64/2021 í máli nr. 14/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2021 í máli nr. 135/2020 dags. 14. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2021 í máli nr. 138/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2021 í málum nr. 15/2021 o.fl. dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 88/2021 í máli nr. 110/2021 dags. 22. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 95/2021 í máli nr. 21/2021 dags. 30. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2021 í máli nr. 20/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2021 í máli nr. 134/2021 dags. 3. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 102/2021 í máli nr. 17/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2021 í máli nr. 16/2021 dags. 20. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 114/2021 í málum nr. 51/2021 o.fl. dags. 24. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2021 í málum nr. 92/2021 o.fl. dags. 24. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2021 í máli nr. 41/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 119/2021 í máli nr. 46/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2021 í máli nr. 53/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 120/2021 í máli nr. 57/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2021 í máli nr. 81/2021 dags. 18. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2021 í máli nr. 86/2021 dags. 18. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2021 í máli nr. 43/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 151/2021 í máli nr. 110/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 147/2021 í málum nr. 82/2021 o.fl. dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2021 í málum nr. 83/2021 o.fl. dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 149/2021 í máli nr. 84/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2021 í máli nr. 85/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2021 í máli nr. 54/2021 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 172/2021 í máli nr. 107/2021 dags. 28. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2022 í máli nr. 116/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2022 í máli nr. 155/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2022 í máli nr. 134/2020 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2022 í máli nr. 161/2021 dags. 11. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2022 í máli nr. 175/2021 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 45/2022 í máli nr. 159/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 52/2022 í máli nr. 35/2022 dags. 13. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2022 í máli nr. 1/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 75/2022 í máli nr. 23/2022 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2022 í máli nr. 180/2021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2022 í máli nr. 179/2021 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2022 í máli nr. 183/2021 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 90/2022 í máli nr. 41/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 91/2022 í máli nr. 43/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2022 í máli nr. 37/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2022 í máli nr. 21/2022 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2022 í máli nr. 173/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2022 í máli nr. 80/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2022 í máli nr. 90/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2022 í máli nr. 82/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 5/2023 í máli nr. 58/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2023 í máli nr. 146/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2023 í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2023 í máli nr. 85/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 16/2023 í máli nr. 64/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2023 í máli nr. 111/2022 dags. 2. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2023 í máli nr. 23/2023 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2023 í máli nr. 129/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2023 í máli nr. 81/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2023 í máli nr. 122/2022 dags. 5. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 64/2023 í máli nr. 145/2022 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2023 í máli nr. 140/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2023 í máli nr. 79/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2023 í máli nr. 143/2022 dags. 15. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2023 í máli nr. 3/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2023 í máli nr. 38/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2023 í máli nr. 23/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2023 í máli nr. 51/2023 dags. 21. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2023 í máli nr. 72/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2023 í máli nr. 69/2023 dags. 22. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2023 í máli nr. 83/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2023 í máli nr. 53/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2023 í máli nr. 66/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2023 í máli nr. 71/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2023 í máli nr. 95/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2023 í máli nr. 101/2023 dags. 31. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2023 í máli nr. 84/2023 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 158/2023 í máli nr. 117/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 157/2023 í máli nr. 70/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 167/2023 í máli nr. 63/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2024 í máli nr. 110/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2024 í máli nr. 112/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2024 í máli nr. 138/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2024 í máli nr. 147/2023 dags. 4. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 44/2024 í máli nr. 7/2024 dags. 16. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2024 í máli nr. 111/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2024 í máli nr. 28/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 58/2024 í máli nr. 40/2024 dags. 17. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2024 í máli nr. 15/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2024 í máli nr. 32/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2024 í máli nr. 58/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 76/2024 í máli nr. 47/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2024 í máli nr. 62/2024 dags. 12. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2024 í máli nr. 45/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 94/2024 í máli nr. 83/2024 dags. 25. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2024 í máli nr. 70/2024 dags. 8. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 103/2024 í máli nr. 90/2024 dags. 9. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2024 í máli nr. 33/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2024 í máli nr. 49/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2024 í máli nr. 82/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2024 í máli nr. 89/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2024 í máli nr. 81/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 126/2024 í máli nr. 123/2024 dags. 10. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2024 í máli nr. 107/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 136/2024 í máli nr. 108/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 2/2025 í máli nr. 7/2025 dags. 20. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 18/2015 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 19/2015 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 27/2015 dags. 5. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 60/2105 dags. 11. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 59/2015 dags. 11. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 68/2015 dags. 11. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 94/2015 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 91/2015 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 82/2015 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 85/2015 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 86/2015 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 116/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 110/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 126/2015 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 130/2015 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 140/2015 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 167/2015 dags. 13. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 164/2015 dags. 13. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 181/2015 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 180/2015 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 174/2015 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 231/2015 dags. 3. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 235/2015 dags. 3. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 241/2015 dags. 3. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 348/2015 dags. 18. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 341/2015 dags. 18. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 342/2015 dags. 18. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 324/2015 dags. 18. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 365/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 369/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 385/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 394/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 486/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 488/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 491/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 456/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 521/2015 dags. 14. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 548/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 549/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 555/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 559/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 560/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 562/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 602/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 605/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 608/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 644/2015 dags. 13. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 5/2016 dags. 8. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 11/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-162/2003 dags. 10. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-389/2011 dags. 25. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-394/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-399/2011 dags. 29. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-424/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-489/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-500/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-503/2013 (Innri reglur um gjaldeyrisviðskipti)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-503/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-519/2014 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 644/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 664/2016 dags. 30. desember 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 (Uppreist æru)
Úrskurðarnefndin vísaði til þess að umbeðnar upplýsingar lægju fyrir á vef Hæstaréttar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 704/2017 dags. 11. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 743/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 876/2020 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 996/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1035/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1065/2022 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1075/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1073/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1088/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1117/2022 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1116/2022 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1138/2023 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1140/2023 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1149/2023 dags. 2. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1151/2023 dags. 2. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1162/2023 dags. 3. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1190/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1189/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1205/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1212/2024 dags. 9. september 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1233/2024 dags. 19. desember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 59/2009 dags. 27. apríl 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 36/2009 dags. 8. október 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 22/2010 dags. 3. desember 2010[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 40/2010 dags. 8. apríl 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 7/2011 dags. 24. júní 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 37/2011 dags. 9. desember 2011[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 50/2011 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 79/2011 dags. 17. febrúar 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 102/2011 dags. 2. mars 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 39/2012 dags. 8. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 46/2012 dags. 15. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 53/2012 dags. 22. júní 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 127/2012 dags. 9. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 117/2012 dags. 16. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 103/2012 dags. 23. nóvember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 112/2012 dags. 7. desember 2012[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 159/2012 dags. 11. janúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 160/2012 dags. 11. janúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 170/2012 dags. 8. febrúar 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 186/2012 dags. 22. mars 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 2/2013 dags. 18. apríl 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 39/2013 dags. 5. júlí 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 45/2013 dags. 30. ágúst 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 47/2013 dags. 13. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 69/2013 dags. 27. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 81/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 93/2013 dags. 10. janúar 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 5/2014 dags. 28. febrúar 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 98/2013 dags. 14. mars 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2014 dags. 30. apríl 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2014 dags. 27. maí 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 26/2014 dags. 29. ágúst 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 38/2014 dags. 12. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 57/2014 dags. 12. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 58/2014 dags. 12. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 46/2014 dags. 19. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 59/2014 dags. 19. september 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 76/2014 dags. 14. nóvember 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 89/2014 dags. 12. desember 2014[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2014 dags. 30. janúar 2015 (Endurupptaka)[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 101/2014 dags. 27. febrúar 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 104/2014 dags. 3. mars 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 110/2014 dags. 22. maí 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 4/2015 dags. 19. júní 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 20/2015 dags. 14. júlí 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 29/2015 dags. 11. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 40/2015 dags. 18. september 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 46/2015 dags. 9. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 53/2015 dags. 30. október 2015[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 19/2016 dags. 13. maí 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 18/2016 dags. 24. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 8/2016 dags. 18. ágúst 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 43/2016 dags. 30. september 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 39/2016 dags. 25. nóvember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 41/2016 dags. 2. desember 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 66/2016 dags. 7. apríl 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 70/2016 dags. 19. maí 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 2/2017 dags. 7. júlí 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 1/2017 dags. 8. september 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 9/2017 dags. 3. nóvember 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 14/2017 dags. 24. nóvember 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 31/2017 dags. 22. mars 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 11/2018 dags. 26. október 2018[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 17/2018 dags. 29. mars 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 9/2019 dags. 10. október 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 6/2020 dags. 17. desember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 10/2021 dags. 21. október 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 19/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 52/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 3/2015 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 5/2015 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 68/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 6/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 54/2016 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 24/2016 dags. 12. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 264/2015 dags. 25. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 242/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 254/2016 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 17/2015 dags. 1. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 284/2015 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2015 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 330/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 291/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 33/2015 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 30/2015 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 305/2015 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 306/2016 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 21/2015 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 287/2015 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2015 dags. 6. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 377/2015 dags. 7. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 42/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2015 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 36/2015 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2015 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 358/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 53/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 315/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 348/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 106/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 289/2015 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 324/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 376/2015 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2015 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 201/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 232/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 67/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 211/2015 dags. 7. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 333/2015 dags. 7. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2015 dags. 7. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 84/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 128/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 113/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 161/2016 dags. 15. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 295/2016 dags. 15. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 399/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 505/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 229/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 383/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 352/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 14/2017 dags. 31. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 80/2017 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 477/2016 dags. 14. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2017 dags. 21. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 497/2016 dags. 28. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 28/2017 dags. 28. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 175/2017 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 42/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 81/2016 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2015 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2017 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 95/2017 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 459/2016 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 210/2017 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 106/2017 dags. 4. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2017 dags. 4. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 180/2017 dags. 4. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 269/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 136/2017 dags. 11. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 165/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 224/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 289/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 195/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 249/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 339/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 280/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 354/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2017 dags. 8. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 312/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 410/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 431/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2017 dags. 7. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 424/2017 dags. 7. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 273/2017 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 464/2016 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 406/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 388/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Ákvörðun Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 420/2017 dags. 9. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 407/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 436/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 499/2016 dags. 21. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 438/2017 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 195/2016 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2018 dags. 31. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2018 dags. 13. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 28/2018 dags. 13. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 433/2017 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 43/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 103/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 158/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2018 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 144/2018 dags. 15. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 216/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 80/2028 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2018 dags. 12. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 124/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 266/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 133/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 274/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 162/2018 dags. 19. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 257/2018 dags. 17. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 284/2018 dags. 14. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 323/2018 dags. 14. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 211/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 338/2018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 372/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2018 dags. 8. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 297/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 329/2018 dags. 16. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 307/2018 dags. 24. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 450/2019 dags. 29. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 443/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 440/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 437/2018 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 444/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 70/2019 dags. 8. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 31/2019 dags. 12. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 72/2019 dags. 12. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 173/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 23/2019 dags. 10. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 157/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2019 dags. 24. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 224/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 192/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2019 dags. 13. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 349/2019 dags. 4. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 359/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 441/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 414/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 304/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 344/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 454/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 507/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 475/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 463/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 509/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 87/2019 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 22/2020 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 497/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 47/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 498/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 562/2019 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2019 dags. 6. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 9/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 54/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 82/2020 dags. 16. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 517/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2020 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 129/2020 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2020 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 146/2020 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 260/2020 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 199/2020 dags. 9. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 241/2020 dags. 9. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 253/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 274/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2020 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 403/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 381/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 345/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 445/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 506/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 430/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 385/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 492/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 613/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 624/2020 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 664/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 626/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 640/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 612/2020 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 588/2020 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 42/2021 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 686/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 72/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2021 dags. 11. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 649/2020 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 691/2020 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 23/2021 dags. 9. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 679/2020 dags. 9. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 88/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 159/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 217/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 236/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 199/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2021 dags. 25. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 577/2020 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 198/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 542/2020 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 178/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 165/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 164/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 396/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 130/2021 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 185/2021 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 242/2021 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 203/2021 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 155/2021 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 224/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 574/2020 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2021 dags. 20. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 95/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 346/2021 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 287/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 339/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 237/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 411/2021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 211/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 544/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 467/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 482/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 365/2021 dags. 12. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 589/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 663/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 540/2021 dags. 2. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 519/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 628/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 600/2021 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 642/2021 dags. 16. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 673/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 609/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 10/2022 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 525/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 100/2022 dags. 22. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 656/2021 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 24/2022 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 672/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 47/2022 dags. 11. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 61/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 253/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 163/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 153/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 119/2022 dags. 7. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 176/2022 dags. 10. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 137/2022 dags. 17. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 207/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 291/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 337/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 295/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 159/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 443/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 365/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 383/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 697/2021 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 476/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 458/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 491/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 500/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 526/2022 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 471/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 584/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 534/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 553/2022 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 418/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 540/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 423/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 595/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 594/2022 dags. 8. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2023 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 58/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 596/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2023 dags. 26. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2023 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 585/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 124/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 135/2023 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 9/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 174/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 156/2023 dags. 14. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 16/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 98/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 229/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 117/2023 dags. 16. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 113/2023 dags. 16. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 303/2023 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 254/2023 dags. 21. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 306/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 270/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 249/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 282/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 231/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 179/2023 dags. 13. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 309/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 418/2022 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 337/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 367/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 258/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 295/2023 dags. 16. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 376/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2023 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 473/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 257/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 488/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 544/2023 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 458/2023 dags. 30. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 537/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 526/2024 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 614/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 575/2023 dags. 21. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 553/2023 dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2024 dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 47/2024 dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 14/2024 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 114/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2024 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 93/2024 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 583/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 604/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 142/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 560/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 131/2024 dags. 23. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 608/2024 dags. 29. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 110/2024 dags. 29. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 609/2023 dags. 29. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 96/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 12. janúar 2012 (Synjun um starfsleyfi kærð)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 22. desember 2014 (Málsmeðferð landlæknis í kvörtunarmáli kærð)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 15. júní 2015 (Synjun Embætti landlæknis um veitingu starfsleyfis sem næringarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 26. júní 2015 (Synjun Embætti landlæknis um veitingu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 007/2015 dags. 7. júlí 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem hjúkrunarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 011/2015 dags. 15. júlí 2015 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem næringarfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 002/2016 dags. 21. júní 2016 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um sérfræðingsleyfi í hjúkrun)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 009/2016 dags. 23. september 2016 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 006/2018 dags. 19. janúar 2018 (Stjórnsýslukæra vegna málsmeðferðar Embættis landlæknis)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 15. mars 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 013/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 024/2018 dags. 20. september 2018 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu sérfræðileyfis í íþróttasjúkraþjálfun)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 041/2018 dags. 14. desember 2018 (Synjun Embættis landlæknis um sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun á greiningu og meðferð stoðkerfis (MT))[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 040/2018 dags. 14. desember 2018 (Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um sérfræðiviðurkenningu í sjúkraþjálfun á greiningu og meðferð stoðkerfis (MT))[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2010 dags. 1. desember 2010[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2013 dags. 23. desember 2013[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2013 dags. 30. júní 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2014 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 10/2016 dags. 14. október 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 25/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2017 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2018 dags. 2. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2020 dags. 4. september 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2020 dags. 3. desember 2020 (Fasteignamat stöðvarhúss Blönduvirkjunar)[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2021 dags. 25. október 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2021 dags. 25. október 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2023 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 451/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 817/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1033/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 60/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 142/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 162/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 98/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 252/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 258/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 145/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 169/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 203/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 295/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 400/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 150/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 181/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 303/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 337/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 450/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 53/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 414/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 274/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 343/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 49/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 597/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 594/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 591/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 548/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 520/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 135/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 89/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 108/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 391/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 171/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 327/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 143/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 299/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 244/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 282/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 328/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 430/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 574/1999[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 276/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 278/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 94/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 337/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 201/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 203/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 93/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 215/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 235/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 233/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 368/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 373/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 148/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 153/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 258/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 260/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 224/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 33/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 318/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 360/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 316/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 391/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 110/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 319/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 322/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 145/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 167/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 15/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 20/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 63/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 75/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 268/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 413/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 468/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 380/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 447/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 475/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 411/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 412/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 458/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 188/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 50/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 94/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 115/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 283/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 308/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 154/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 806/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 217/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 262/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 30/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 39/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 74/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 94/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 101/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 104/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 608/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 121/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 175/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 23/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 32/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 42/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 52/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 69/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 77/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 92/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 129/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 163/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 407/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 178/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 91/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 111/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 122/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 4/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 156/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 40/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 67/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 47/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 146/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 173/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 174/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 3/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 24/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 26/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 35/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 522/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 532/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 140/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 266/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 404/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 109/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 113/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 842/1993 dags. 24. október 1994[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 967/1993 dags. 29. mars 1995[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML][PDF]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1265/1994 dags. 11. janúar 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1317/1994 dags. 2. apríl 1996 (Réttur til afhendingar gagna)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1539/1995 dags. 2. apríl 1996[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1706/1996 (Umönnunargreiðslur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2026/1997 dags. 24. nóvember 1997 (Gjafsókn)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1833/1996 (Lækkun eignarskattsstofns II)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2339/1996 (Lækkun eignarskattsstofns II)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2098/1997 (Eftirlitsgjald með vínveitingahúsum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2217/1997 dags. 14. október 1998 (Leiðrétting á launakjörum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2156/1997 dags. 16. desember 1998[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2408/1998 dags. 22. júlí 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2466/1998 dags. 27. ágúst 1999 (Bensínstyrkur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2549/1998 dags. 27. ágúst 1999 (Bifreiðakaupalán)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2397/1998 dags. 31. ágúst 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2214/1997 dags. 4. september 1999[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2648/1999 dags. 22. mars 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2496/1998 dags. 5. apríl 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2643/1999 dags. 9. maí 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2652/1999 dags. 16. maí 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2717/1999 dags. 17. október 2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2701/1999 dags. 20. febrúar 2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2929/2000 (Undanþága frá endurgreiðslu námslána)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2953/2000 dags. 20. september 2001[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2973/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2974/2000 (Launakjör prófessora við HÍ)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2938/2000[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3047/2000 dags. 6. febrúar 2002[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3466/2002 (Launakjör presta)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3426/2002 dags. 27. janúar 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3545/2002 dags. 24. febrúar 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2625/1998 dags. 3. júlí 2003 (Reglur um fjárhagsaðstoð)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3708/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3756/2003 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3837/2003 dags. 1. desember 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML][PDF]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4030/2004 (Fæðingastyrkur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4040/2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3769/2003 dags. 6. júlí 2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3955/2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3929/2003 (Listamannalaun)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4004/2004 (Starfsleyfi sálfræðings)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3902/2003 dags. 19. október 2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4196/2004 (Hrefnukjöt)[HTML][PDF]
Lög nr. 85/2000 fjölluðu um nýtingu sjávarafurða og þar kom fram að umhverfisráðherra færi með yfirstjórn en sjávarútvegsráðherra færi með málefni um nytjastofna sjávar. Fyrirtæki vildi flytja út hrefnukjöt til Kína og fékk leiðbeiningar um að leita til umhverfisráðherra þar sem í gildi væri samkomulag um framsal sjávarútvegsráðherra. Umboðsmaður taldi ráðherra ekki getað framselt valdinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4205/2004[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3977/2003[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4315/2005 (Breyting á ráðningarkjörum)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4213/2004 (Fermingargjald)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4312/2005 dags. 30. desember 2005[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4210/2004 dags. 21. mars 2006 (Skipun ráðuneytisstjóra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4298/2004 (Hafnargjöld)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML][PDF]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 dags. 30. júní 2006[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4557/2005 dags. 30. júní 2006[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4583/2005 dags. 30. júní 2006[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4588/2005 dags. 30. júní 2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4530/2005 dags. 23. október 2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3566/2002 (Frumkvæðisathugun á málsmeðferð stjórnvalda og skráningu erinda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4316/2005 (Úthlutun úr Fornleifasjóði)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4586/2005 dags. 28. desember 2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4787/2006 dags. 28. desember 2006 (Ríkissaksóknari)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4687/2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4729/2006 dags. 3. apríl 2007 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML][PDF]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML][PDF]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3671/2002 dags. 14. desember 2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4929/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4699/2006 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4997/2007 (Námslán)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 (Áætlunarheimild LÍN)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4593/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4888/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5044/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5035/2007 dags. 17. nóvember 2008 (ÁTVR - Ákvörðun útsöluverðs áfengis)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML][PDF]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5124/2007 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5196/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5376/2008[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5220/2008 dags. 30. desember 2008 (Skipun héraðsdómara)[HTML][PDF]
Sonur Davíðs Oddssonar, ÞD, sótti um dómaraembætti og fjallað um málið í nefnd. Nefndin raðaði ÞD ekki hátt. Settur dómsmálaráðherra í málinu fór yfir gögnin og tók ákvörðun. Ráðherra taldi að þekking á sviði þjóðaréttar væri umsækjanda ekki til tekna og skipaði því ÞD. UA taldi að það mat hefði ekki verið forsvaranlegt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5230/2008 dags. 30. desember 2008 (Skipun héraðsdómara)[HTML][PDF]
Sonur Davíðs Oddssonar, ÞD, sótti um dómaraembætti og fjallað um málið í nefnd. Nefndin raðaði ÞD ekki hátt. Settur dómsmálaráðherra í málinu fór yfir gögnin og tók ákvörðun. Ráðherra taldi að þekking á sviði þjóðaréttar væri umsækjanda ekki til tekna og skipaði því ÞD. UA taldi að það mat hefði ekki verið forsvaranlegt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5106/2007 (Fjárhagsaðstoð sveitarfélags)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5081/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5356/2008 dags. 8. maí 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5408/2008[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5118/2007[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5587/2009 (Ríkissaksóknari II)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5651/2009 dags. 28. september 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5529/2008 dags. 15. desember 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5474/2008 dags. 31. desember 2009[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5900/2010 dags. 10. febrúar 2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5525/2008 dags. 29. september 2010 (Áminning)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5669/2009 (Umsókn um skráningu lögheimilis barns synjað)[HTML][PDF]
Aðilar fóru til Bandaríkjanna og ákvað Þjóðskrá að fara inn í tölvukerfið að eigin frumkvæði og breyta lögheimili þeirra. Umboðsmaður taldi að Þjóðskrá hefði borið að birta aðilunum þá ákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5795/2009 (Atvinnuleysistryggingar - Umsókn um styrk til búferlaflutninga)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5733/2009 (Lífeyrisuppbót)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5653/2009 dags. 16. desember 2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5862/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5925/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5926/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5726/2009 (Útgáfa virkjunarleyfis)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5757/2009 dags. 31. mars 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5778/2009 dags. 31. mars 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5997/2010 dags. 17. maí 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6182/2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5783/2009 dags. 8. ágúst 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6222/2010 dags. 26. ágúst 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6398/2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6034/2010[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6387/2011 dags. 10. október 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6534/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML][PDF]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6009/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6345/2011 (Landskrá - Breyting á fasteignaskráningu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6693/2011 dags. 20. mars 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6110/2010 (Ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar - Tilkynningarskylda vegna innherja)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6365/2011 dags. 31. maí 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6464/2011 dags. 21. júní 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6505/2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7089/2012 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6562/2011 dags. 14. ágúst 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6055/2010 dags. 5. september 2012[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7269/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6614/2011 dags. 4. febrúar 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7066/2012 (Ráðning í starf tryggingafulltrúa)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6540/2011 dags. 7. maí 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7070/2012 (Birting upplýsinga)[HTML][PDF]
Samskipti Innheimtustofnunar sveitarfélaga við tiltekin samtök voru birt á vefsíðu stjórnvaldsins. Ekki var tekið út það sem ekki skipti máli og bætti stofnunin við leiðréttingum. Umboðsmaður taldi þennan háttinn vera til þess fallinn að gera lítið úr samtökunum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7007/2012 dags. 19. ágúst 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7182/2012 (Endurupptaka á ákvörðun málskostnaðar)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7081/2012 (Starfsmaður með meistara- og doktorsgráðu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6483/2011 (Starfsleyfi - FME - Málshraðareglan við breytingu á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6405/2011 (Greiðsla kostnaðar vegna sérstaks umframeftirlits)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7144/2012 (Tilgreining á menntunarskilyrðum í auglýsingu)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7193/2012 dags. 20. nóvember 2013 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - Kostnaður við innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7351/2012 (Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa - Vatnsdæla í bifreið)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7241/2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML][PDF]
Byggt var á mati utanaðkomandi aðila en FME kallaði ekki eftir frekari gögnum þess aðila. Hvort punktar nefndarmanna þess aðila væru gögn málsins eða ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7382/2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7400/2013 dags. 30. júní 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8118/2014 dags. 27. ágúst 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7705/2013 dags. 17. september 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7851/2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7609/2013[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7181/2012 dags. 21. nóvember 2014[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7037/2012 dags. 28. nóvember 2014 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML][PDF]
Umboðsmaður Alþingis taldi óskýrt í lögum hvort Félagsstofnun stúdenta væri opinber aðili í skilningi laga um opinber innkaup og taldi sér ekki fært að taka afstöðu um hvort frávísun kærunefndar útboðsmála væri réttmæt eður ei. Hann benti viðkomandi fagráðherra og Alþingi á téða óvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML][PDF]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8687/2015 dags. 21. júní 2016 (Skólaakstur)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8739/2015 dags. 29. júní 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8740/2015 dags. 29. júlí 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8722/2015 dags. 7. október 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8308/2014 dags. 23. desember 2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8991/2016 dags. 27. janúar 2017[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8715/2015 dags. 26. júní 2017[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML][PDF]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9160/2016 (Ferðaþjónusta fatlaðs fólks)[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8870/2016[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8670/2015 dags. 14. maí 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9487/2017 dags. 15. júní 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9616/2018 dags. 25. október 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F78/2018 dags. 31. október 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9305/2017 dags. 30. nóvember 2018[HTML][PDF]
Fjallar um fjallskil, þ.e. réttur til að reka fé upp á land og beita. Sveitarfélögin skipuleggja smalanir á afrétti til að hreinsa þá og leggja á þjónustugjöld á aðila sem í reynd hafi upprekstrarrétt til að standa undir kostnaðnum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9517/2017 dags. 12. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9513/2017 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9398/2017 dags. 28. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9317/2017 dags. 31. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9519/2017 dags. 31. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9942/2018 dags. 23. janúar 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9780/2018 dags. 14. febrúar 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9837/2018 dags. 7. mars 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9668/2018 (Landbúnaður - Breyting á uppgjörstímabili - Ullarnýting)[HTML][PDF]
Gerð var breyting á reglugerð er leiddi til breytingar á stjórnsýsluframkvæmd. Fólk fékk tilteknar greiðslur fyrir ull og var tímabilið lengt úr 12 mánuðum í 14. Enginn fyrirvari var á breytingunni svo fólk gæti aðlagað sig.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9890/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9886/2018 dags. 26. mars 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10000/2018 dags. 28. mars 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9602/2018 dags. 29. mars 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9810/2018 dags. 13. maí 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9896/2018 dags. 23. september 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9818/2018 dags. 24. september 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9722/2018 dags. 9. desember 2019[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9991/2019 dags. 23. janúar 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10038/2019 dags. 14. maí 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9938/2018 dags. 13. júlí 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10381/2020 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1775/1996 dags. 29. desember 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10343/2019 dags. 30. desember 2020[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10475/2020 dags. 30. desember 2020[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10791/2020 dags. 22. janúar 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10054/2019 dags. 4. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10824/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10408/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10833/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10222/2019 dags. 5. mars 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10883/2020 dags. 31. mars 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11012/2021 dags. 9. apríl 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10444/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10885/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10963/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10467/2020 dags. 29. apríl 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10358/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11037/2021 dags. 6. maí 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10899/2021 dags. 31. maí 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10301/2019 dags. 3. júní 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10816/2020 dags. 3. júní 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10940/2021 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11083/2021 dags. 22. júní 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10052/2019 dags. 27. ágúst 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9970/2019 dags. 13. september 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10739/2020 dags. 28. september 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11009/2021 dags. 30. september 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11159/2021 dags. 30. september 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11134/2021 dags. 4. október 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11066/2021 dags. 6. október 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10788/2020 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10484/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10808/2020 dags. 19. október 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F79/2018 dags. 21. október 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11230/2021 dags. 21. október 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10623/2020 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10624/2020 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10160/2019 dags. 8. desember 2021[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11319/2021 dags. 14. desember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10276/2019 dags. 15. desember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10969/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10981/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10982/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11067/2021 dags. 3. febrúar 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11369/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F110/2022 dags. 14. mars 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11151/2021 dags. 28. mars 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11541/2022 dags. 4. apríl 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11595/2022 dags. 5. apríl 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10675/2020 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11253/2022 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11564/2022 dags. 28. júní 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11662/2022 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11421/2021 dags. 10. október 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11892/2022 dags. 3. nóvember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11902/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11816/2022 dags. 14. nóvember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11386/2022 dags. 12. desember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11836/2022 dags. 12. desember 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11417/2021 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11458/2021 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11944/2022 dags. 19. desember 2022[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12052/2023 dags. 28. febrúar 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11814/2022 dags. 3. mars 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12061/2023 dags. 12. apríl 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12116/2023 dags. 3. maí 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12101/2023 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12102/2023 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12177/2023 dags. 19. júní 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12190/2023 dags. 22. september 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12155/2023 dags. 28. september 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F132/2023 dags. 5. október 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12143/2023 dags. 31. október 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11696/2022 dags. 13. nóvember 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11761/2022 dags. 13. nóvember 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12058/2023 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11975/2022 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12132/2020 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11783/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11919/2023 dags. 13. mars 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12656/2024 dags. 11. apríl 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12500/2023 dags. 24. apríl 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F147/2024 dags. 13. maí 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12104/2023 dags. 13. maí 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12364/2023 dags. 13. maí 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12522/2023 dags. 17. maí 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12559/2024 dags. 23. maí 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12503/2023 dags. 3. júní 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12179/2023 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12767/2024 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12600/2024 dags. 16. júlí 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12709/2024 dags. 14. ágúst 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12390/2023 dags. 20. ágúst 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12761/2024 dags. 27. ágúst 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12652/2024 dags. 19. september 2024[HTML][PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F154/2024 dags. 30. september 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12630/2024 dags. 24. október 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12280/2023 dags. 25. október 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12513/2024 dags. 30. október 2024[HTML][PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12647/2024 dags. 12. nóvember 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1868-1870 - Registur56
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
198563
199082
19941943
19953275
1996 - Registur138
19962749, 2771, 3010, 3025, 3028, 3970, 4187
19973606
1998131, 197, 831, 1402, 3468, 4547
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1997-200015, 304-305, 344
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1990C41
1991B122
1992C204
1993B1353-1354
1993C276, 446, 553
1994A255, 310
1994B182, 389, 392, 500, 502, 1209-1210, 1222-1223, 1386, 1389-1390, 1476, 2076-2077
1995A809
1995B1122, 1315, 1378
1995C90, 95, 234, 236, 282, 443, 509, 529, 540, 542, 544-545, 697, 714, 768, 837-839, 865, 905, 922
1996B164, 696, 702, 705-706, 929, 979, 999-1000, 1249, 1279, 1325, 1520, 1787, 1804, 1819
1997A480
1997B37, 176, 198, 204, 260, 391, 453, 801, 816, 953, 984, 1253, 1476
1997C129, 188, 202, 204-205, 207, 209, 211, 213-214
1998A469
1998B54, 66, 408, 543-545, 559, 566, 1150, 1163, 1178, 1201, 1217, 1227, 1289, 1308, 1346, 1840, 1871
1998C25
1999B6, 273, 472-473, 478-480, 774, 924, 1246, 1283, 1336, 1343-1344, 1357, 1359, 1778, 1850, 2037, 2041, 2113, 2165, 2188, 2212, 2266, 2276, 2371
2000A147, 260, 285
2000B443, 913, 1278, 1280, 1291, 1373, 1632, 1957, 1977, 2240, 2848
2000C161, 176, 178, 204, 209, 228, 231, 236, 238
2001A66-67, 192
2001B5, 394, 399, 403, 409, 763, 782, 948-950, 1558, 1751, 1833, 1987, 2026, 2028-2029, 2104, 2327-2329, 2343, 2347, 2350, 2359, 2568, 2778, 2854
2001C18, 41, 54, 159, 322-323, 404, 443
2002A24, 74, 109, 129, 184, 445
2002B129, 167, 527, 662, 682, 1170, 1956, 2014, 2173, 2186, 2188, 2277, 2291, 2318
2002C150-151, 308, 314, 368, 373, 683, 740
2003A58, 168, 197, 203, 212, 225, 241, 405
2003B74, 265, 284, 333, 343, 405, 504-505, 549, 935, 967, 1164, 1177, 1378, 1575, 1597, 1607, 1620, 1623, 1699, 1718-1719, 1867, 1875, 2006, 2026, 2050, 2159, 2197, 2201, 2207, 2216-2217, 2219, 2230, 2244, 2252, 2266, 2291, 2410, 2413, 2486, 2523-2524, 2862, 2892, 2894, 2898
2003C147-150, 153-155, 320, 377, 414
2004A305-306
2004B143, 429, 504, 514-515, 682, 721, 869, 873, 894, 898, 905, 977, 1011, 1059, 1335, 1377, 1440, 1516, 2009, 2166-2168, 2181, 2257-2258, 2284, 2418, 2610, 2679, 2683
2004C296, 498, 511
2005A371, 374, 959
2005B547, 557, 565, 765, 817, 1091, 1379, 1455-1456, 1479, 1503, 1693, 1873, 2213, 2396, 2399, 2402, 2560, 2564, 2580, 2583, 2820
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1990AAugl nr. 31/1990 - Lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl.[PDF prentútgáfa]
1990BAugl nr. 31/1990 - Reglur um skilmála slysatryggingar ríkisstarfsmanna skv. kjarasamningum, vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs[PDF prentútgáfa]
1990CAugl nr. 14/1990 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu á niðurstöðum prófana og staðfestingum á samræmi
1991AAugl nr. 20/1991 - Lög um skipti á dánarbúum o.fl.[PDF prentútgáfa]
1991BAugl nr. 46/1991 - Reglugerð um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verkamanna[PDF prentútgáfa]
1991CAugl nr. 19/1991 - Auglýsing um samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 155, um öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi
1992BAugl nr. 64/1992 - Auglýsing um gjaldskrá fyrir tollskýrslueyðublöð[PDF prentútgáfa]
1992CAugl nr. 22/1992 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins
1993AAugl nr. 55/1993 - Lög um breyting á lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 98/1993 - Auglýsing um staðfesting forseta Íslands á reglugerð fyrir Háskóla Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 117/1993 - Lög um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
1993BAugl nr. 132/1993 - Gjaldskrá Hollustuverndar ríkisins vegna eftirlits og vinnslu starfsleyfa samkvæmt mengunarvarnareglugerð nr. 396/1992[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 229/1993 - Reglugerð um Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 301/1993 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264, 31. desember 1971 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 591/1993 - Reglugerð um opinber innkaup og opinberar framkvæmdir á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF prentútgáfa]
1993CAugl nr. 10/1993 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Ísraels
Augl nr. 12/1993 - Auglýsing um samning um fríverslun milli Færeyja og Íslands
Augl nr. 14/1993 - Auglýsing um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
Augl nr. 31/1993 - Auglýsing um samning um Evrópska efnahagssvæðið og bókun um breytingu á samningnum
1994AAugl nr. 60/1994 - Lög um vátryggingastarfsemi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 79/1994 - Lög um samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna og um breytingu á lögum nr. 24 7. maí 1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 100/1994 - Lög um húsaleigubætur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 137/1994 - Lög um breytingu á lögum nr. 32 12. maí 1978, um hlutafélög, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 147/1994 - Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1994BAugl nr. 48/1994 - Mengunarvarnareglugerð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 98/1994 - Viðauki við reglugerð nr. 38, 31. janúar 1991, um möskvastærðir í togvörpum, möskvamæla og mæliaðferðir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 129/1994 - Reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 138/1994 - Reglugerð um raforkumæla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 146/1994 - Reglugerð um rafsegulssviðssamhæfi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 382/1994 - Reglugerð um skilyrði fyrir leyfum til að veita fjarskiptaþjónustu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 383/1994 - Reglugerð um aðgang að almennum fjarskiptanetum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 393/1994 - Reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 431/1994 - Reglugerð um viðskipti með byggingarvörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 476/1994 - Reglugerð um gildistöku tilskipunar Evrópubandalagsins um virk, ígræðanleg lækningatæki[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 589/1994 - Reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF prentútgáfa]
1995AAugl nr. 30/1995 - Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 34/1995 - Lög um vörugjald af olíu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 72/1995 - Auglýsing um þingsályktun um vegáætlun fyrir árin 1995—1998[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 127/1995 - Auglýsing um breyting á viðauka I við tollalög nr. 55/1987, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 139/1995 - Lög um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 155/1995 - Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. um álbræðslu við Straumsvík[PDF prentútgáfa]
1995BAugl nr. 47/1995 - Auglýsing um skrár Reykjavíkurborgar skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Samþykkt til birtingar af borgarráði 24. janúar 1995[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 103/1995 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 508, 16. september 1994, um friðunarsvæði við Ísland, sbr. reglugerð nr. 629, 9. desember 1994[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 105/1995 - Auglýsing um staðfestingu á söluumboðseyðublaði Félags fasteignasala[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 131/1995 - Reglur um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði árið 1995 til átaksverkefna á vegum sveitarfélaga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 219/1995 - Reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 251/1995 - Reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 257/1995 - Gjaldskrá vegna sorphirðu í Ólafsfirði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 263/1995 - Gjaldskrá Bæjarveitna Vestmannaeyja fyrir raforku[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 264/1995 - Reglugerð um barnaverndarstofu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 301/1995 - Reglugerð um eftirlit með sáðvöru[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 361/1995 - Reglugerð um skattrannsóknir og málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 382/1995 - Samþykkt um hunda- og kattahald í Hornafirði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 442/1995 - Reglugerð um góðar starfsvenjur við rannsóknir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 534/1995 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna tilskipana Evrópubandalagsins um tilhögun upplýsingaskipta vegna setningar tæknilegra staðla og reglugerða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 549/1995 - Reglugerð um hættumat í iðnaðarstarfsemi[PDF prentútgáfa]
1995CAugl nr. 7/1995 - Auglýsing um samstarfssamning um einkaleyfi
Augl nr. 13/1995 - Auglýsing um Baselsamning um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra
Augl nr. 14/1995 - Auglýsing um loftferðasamning við Bandaríkin
Augl nr. 42/1995 - Auglýsing um samning um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims
Augl nr. 62/1995 - Auglýsing um Marakess-samning um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
1996AAugl nr. 60/1996 - Lög um breytingar á þjóðminjalögum, nr. 88 29. maí 1989, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
1996BAugl nr. 98/1996 - Reglur um úðabrúsa[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 321/1996 - Reglugerð um frjálsa þátttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 378/1996 - Reglugerð fyrir Sameinaða lífeyrissjóðinn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 382/1996 - Reglur um samsoðin gashylki úr hreinu stáli[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 383/1996 - Reglur um saumlaus gashylki úr hreinu áli og álblöndu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 497/1996 - Reglugerð um sprengiefni[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 504/1996 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóðinn Framsýn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 521/1996 - Reglugerð um Lífeyrissjóð Norðurlands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 608/1996 - Reglugerð um aðgang að leigulínum á almenna fjarskiptanetinu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 701/1996 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð verkafólks í Grindavík[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 706/1996 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóðinn Lífiðn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 711/1996 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð Vesturlands[PDF prentútgáfa]
1997AAugl nr. 12/1997 - Lög um atvinnuleysistryggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 51/1997 - Lög um breytingu lagaákvæða um fæðingarorlof[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 70/1997 - Lög um veitingu ríkisborgararéttar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 71/1997 - Lögræðislög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 73/1997 - Skipulags- og byggingarlög[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 79/1997 - Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 116/1997 - Lög um breytingu á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 131/1997 - Lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 138/1997 - Lög um húsaleigubætur[PDF prentútgáfa]
1997BAugl nr. 23/1997 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 83/1997 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 116/1997 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð Vesfirðinga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 128/1997 - Reglugerð um hafnarríkiseftirlit[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 129/1997 - Auglýsing um tæknilega tengiskilmála fyrir rafmagnsveitur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 142/1997 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð Suðurnesja[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 196/1997 - Samþykktir fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 217/1997 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð verkalýðsfélaga á Suðurlandi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 235/1997 - Skipulagsskrá Vísindasjóðs krabbameinslækningadeildar Landspítalans[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 392/1997 - Reglugerð um mjólk og mjólkurvörur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 452/1997 - Auglýsing um aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Elkem A/S og Sumitomo Corporation[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 464/1997 - Reglugerð Lífeyrissjóðs verslunarmanna[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 558/1997 - Reglugerð um innra eftirlit með framleiðslu sjávarafurða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 652/1997 - Reglugerð fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar[PDF prentútgáfa]
1997CAugl nr. 12/1997 - Auglýsing um samning um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra
Augl nr. 15/1997 - Auglýsing um samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins
1998AAugl nr. 7/1998 - Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 11/1998 - Lög um Kvótaþing[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 15/1998 - Lög um dómstóla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 99/1998 - Auglýsing frá forsætisráðuneytinu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 133/1998 - Lög um breytingu á siglingalögum, nr. 34 19. júní 1985, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 162/1998 - Fjáraukalög fyrir árið 1998[PDF prentútgáfa]
1998BAugl nr. 18/1998 - Auglýsing ríkisskattstjóra nr. 3/1998 um skattmat tekjuárið 1997 (framtalsárið 1998)[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 30/1998 - Reglugerð fyrir Bjargráðasjóð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 37/1998 - Reglugerð um húsaleigubætur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 162/1998 - Reglugerð um hollustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 171/1998 - Auglýsing um gildistöku reglna um flugrekstur sem byggjast á JAR-OPS 1[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 388/1998 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóðinn Framsýn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 389/1998 - Samþykktir fyrir Samvinnulifeyrissjóðinn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 390/1998 - Samþykktir Lífeyrissjóðsins Lífiðnar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 394/1998 - Samþykktir fyrir Sameinaða lífeyrissjóðinn[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 397/1998 - Samþykktir Eftirlaunasjóðs FÍA[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 398/1998 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 711/1996, fyrir Lífeyrissjóð Vesturlands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 410/1998 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð verkalýðsfélaga á Suðurlandi[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 417/1998 - Samþykktir fyrir Lífeyrissjóð Vestfirðinga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 420/1998 - Reglugerð um eftirlitsgjald vegna lyfjaeftirlits fyrir árið 1998[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 587/1998 - Samþykktir fyrir Lífeyrissjóð Suðurnesja[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 599/1998 - Reglugerð fyrir Lífeyrissjóð Austurlands[PDF prentútgáfa]
1998CAugl nr. 4/1998 - Auglýsing um breytingar á samþykkt um Alþjóðasiglingamálastofnunina
1999BAugl nr. 4/1999 - Reglugerð um húsaleigubætur[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 103/1999 - Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 32/1999 um ríki, svæði og starfstöðvar utan Evrópska efnahagssvæðisins, sem innflutningur á lifandi samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum er heimill frá[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 274/1999 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 419/1999 - Reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 602/1999 - Reglur um öryggisleiðbeiningar vegna efnanotkunar á vinnustöðum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 646/1999 - Reglur um fjárveitingar til háskóla skv. 20. gr. laga nr. 136/1997[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 785/1999 - Reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 789/1999 - Reglugerð um styrk kolmónoxíðs og fallryks í andrúmslofti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 792/1999 - Reglugerð um blý í andrúmslofti[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 795/1999 - Reglugerð um úrgang frá títandíoxíðiðnaði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 798/1999 - Reglugerð um fráveitur og skólp[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 799/1999 - Reglugerð um meðhöndlun seyru[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 812/1999 - Reglugerð um eftirlitsreglur hins opinbera[PDF prentútgáfa]
2000AAugl nr. 56/2000 - Lög um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 77/2000 - Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 78/2000 - Auglýsing um breyting á viðauka I við tollalög nr. 55 30. mars 1987 með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 85/2000 - Lög um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 88/2000 - Lög um breyting á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 96/2000 - Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 106/2000 - Lög um mat á umhverfisáhrifum[PDF prentútgáfa]
2000BAugl nr. 26/2000 - Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd eða lengri[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 32/2000 - Reglugerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 53/2000 - Reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 55/2000 - Reglur um ársreikninga lífeyrissjóða[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 86/2000 - Reglugerð um forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 188/2000 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit nr. 128/1997[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 414/2000 - Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 529/2000 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár tónlistarskóla[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 571/2000 - Reglur um þrýstibúnað[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 587/2000 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 659/2000 - Reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 671/2000 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 988/2000 - Reglugerð um skipsbúnað[PDF prentútgáfa]
2000CAugl nr. 12/2000 - Auglýsing um Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn
Augl nr. 13/2000 - Auglýsing um samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 182 um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar aðgerðir til að afnema hana
2001AAugl nr. 94/2001 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001BAugl nr. 4/2001 - Auglýsing um almennt hlutfall námseininga og kennslustunda, hópstærðir og breytileg viðmið kennslustunda í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 181/2001 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (I)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 340/2001 - Reglugerð um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 361/2001 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit, nr. 128/1997, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 374/2001 - Reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 612/2001 - Reglugerð um próf til að öðlast löggildingu til fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 666/2001 - Reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 695/2001 - Reglur um ársreikninga verðbréfasjóða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 705/2001 - Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 780/2001 - Reglugerð um flutningaflug[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 843/2001 - Reglur fyrir Kennaraháskóla Íslands[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 930/2001 - Reglur um tilkynningu samruna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 966/2001 - Reglur um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða og úttektar á ávöxtun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 1/2001 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu samræmismats milli Kanada og Íslands, Liechtenstein og Noregs
Augl nr. 10/2001 - Auglýsing um samning um opinber innkaup
Augl nr. 25/2001 - Auglýsing um V. viðauka við samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins, um verndun og varðveislu vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni hafsvæðisins, og 3. viðbæti við samninginn
Augl nr. 32/2001 - Auglýsing um samning um stofnun Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar
Augl nr. 36/2001 - Auglýsing um samning milli Íslands og Evrópsku lögregluskrifstofunnar
2002AAugl nr. 19/2002 - Lög um póstþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 33/2002 - Lög um eldi nytjastofna sjávar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 44/2002 - Lög um geislavarnir[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 60/2002 - Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 78/2002 - Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002BAugl nr. 74/2002 - Reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 199/2002 - Reglugerð um sundurgreindan aðgang að heimtaugum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 260/2002 - Reglur um hópundanþágu gagnvart tilteknum flokkum samninga um tæknilega yfirfærslu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 263/2002 - Reglugerð um aðgang að flugafgreiðslu á íslenskum flugvöllum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 402/2002 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (III)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 798/2002 - Reglugerð um kakó- og súkkulaðivörur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 817/2002 - Reglugerð um mörk fyrir fallryk úr andrúmslofti[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 904/2002 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (I)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 914/2002 - Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 919/2002 - Reglugerð um mjólk og mjólkurvörur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 938/2002 - Reglugerð um vörur unnar úr eðalmálmum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 20/2002 - Auglýsing um alþjóðlega björgunarsamninginn
Augl nr. 32/2002 - Auglýsing um Stokkhólmssamning um þrávirk lífræn efni
Augl nr. 34/2002 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu
2003AAugl nr. 30/2003 - Lög um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 55/2003 - Lög um meðhöndlun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 61/2003 - Hafnalög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 65/2003 - Raforkulög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 68/2003 - Lög um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 93/2003 - Auglýsing um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2003–2006[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003BAugl nr. 47/2003 - Reglugerð um starfsemi Jafnréttisstofu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 113/2003 - Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 118/2003 - Reglugerð um húsaleigubætur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 134/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands nr. 419/1999, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 164/2003 - Reglur um diplomanám á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 196/2003 - Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 286/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 305/2003 - Auglýsing um breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 333/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 458/1999, sbr. nr. 1000/2001[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 341/2003 - Reglugerð um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 416/2003 - Reglugerð um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 493/2003 - Reglugerð um forval og skilgreiningu íslenskra fyrirtækja vegna útboðs á grundvelli sjóflutningasamningsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 504/2003 - Reglur um staðsetningu, fyrirkomulag og öryggismál á afgreiðslustöðum fyrir póstþjónustu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 511/2003 - Reglugerð um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 513/2003 - Reglugerð um kerfisstjórnun í raforkukerfinu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 529/2003 - Auglýsing um fjárfestingarsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Alcoa Inc. og Fjarðaáls sf. og Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðaráls ehf[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 589/2003 - Reglugerð um hafnarríkiseftirlit með sjóflutningum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 640/2003 - Reglugerð um geislavarnir vegna notkunar röntgentækja, annarra en tannröntgentækja, við læknisfræðilega geislun[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 644/2003 - Reglur um greiðslur Ábyrgðasjóðs launa á innheimtukostnaði vegna krafna sem njóta ábyrgðar sjóðsins[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 655/2003 - Reglugerð um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 730/2003 - Reglugerð um örverurannsóknir á sláturafurðum og búnaði sláturhúsa og kjötpökkunarstöðva[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 736/2003 - Reglugerð um sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 737/2003 - Reglugerð um meðhöndlun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 738/2003 - Reglugerð um urðun úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 739/2003 - Reglugerð um brennslu úrgangs[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 745/2003 - Reglugerð um styrk ósons við yfirborð jarðar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 809/2003 - Reglugerð um geislavarnir við notkun opinna geislalinda[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 829/2003 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 989/2003 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar nr. 668 9. september 2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1011/2003 - Reglugerð um búnað og innra eftirlit í fiskeldisstöðvum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003CAugl nr. 14/2003 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
Augl nr. 23/2003 - Auglýsing um breytingu á bókun 3 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls
Augl nr. 29/2003 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2004AAugl nr. 89/2004 - Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004BAugl nr. 97/2004 - Reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 122/2004 - Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 138/2004 - Auglýsing um breytingu á almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 260/2004 - Reglur um meistaranám við félagsvísindadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 347/2004 - Reglugerð um flugvelli[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 368/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um barnamat fyrir ungbörn og smábörn, nr. 140/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 388/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur, nr. 735/1997[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 530/2004 - Reglur um viðmið við mat Fjármálaeftirlitsins á áhættu fjármálafyrirtækja og ákvörðun um eiginfjárhlutfall umfram lögbundið lágmark[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 553/2004 - Reglugerð um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 589/2004 - Reglugerð um skipsbúnað[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 599/2004 - Reglur um breytingu (19) á reglum fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 804/2004 - Reglugerð um fóstur[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 835/2004 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (III)[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 837/2004 - Reglugerð um námskeið og prófraun til að öðlast löggildingu til sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 882/2004 - Auglýsing um gjaldskrá fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 903/2004 - Reglur um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 920/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum nr. 736/2003[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 983/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1021/2004 - Reglur um ráðstöfun 400 millj. kr. aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að koma til móts við sveitarfélög í fjárhagsvanda[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1051/2004 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 511/2003 um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004CAugl nr. 44/2004 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2005AAugl nr. 74/2005 - Lög um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 91/2005 - Auglýsing um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005 - 2008[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 361/2005 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 443/2005 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 462/2000 um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 630/2005 - Reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 654/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 655/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 670/2005 - Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 782/2005 - Reglur um störf dómnefndar, ráðningar og framgang háskólakennara við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 881/2005 - Reglur um tilkynningu samruna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 980/2005 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1040/2005 - Reglugerð um framkvæmd raforkulaga[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1123/2005 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1124/2005 - Reglugerð um úrvinnslugjald[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 1236/2005 - Reglur um erlenda lektora og sérfræðinga við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005CAugl nr. 10/2005 - Auglýsing um samninga um breytingar á bókun 4 við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls
2006AAugl nr. 46/2006 - Lög um breyting á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996, og lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92 1. júní 1989[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 63/2006 - Lög um háskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2006 - Lög um umhverfismat áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 151/2006 - Lög um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 53/2006 - Reglugerð um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2006 - Reglugerð um innleiðingu reglugerða á sviði flugverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 177/2006 - Reglur um breytingu á reglum nr. 530/2004 um viðmið við mat Fjármálaeftirlitsins á áhættu fjármálafyrirtækja og ákvörðun um eiginfjárhlutfall umfram lögbundið lágmark[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 193/2006 - Reglugerð um flutningaflug[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 198/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum nr. 736/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 242/2006 - Reglugerð um almenn útboð verðbréfa að verðmæti 210 millj. kr. eða meira og skráningu verðbréfa á skipulegan verðbréfamarkað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 243/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2006 - Reglugerð um almennt útboð verðbréfa að verðmæti 8,4 til 210 milljónir kr[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 335/2006 - Reglur um breytingu á reglum nr. 966/2001 um form og efni fjárfestingastefnu lífeyrissjóða og úttektar á ávöxtun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 441/2006 - Reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2006 - Reglugerð um umhverfismerki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 594/2006 - Reglur um meistara- og doktorsnám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um tilfærslu flutninga- og farþegaskipa milli skipaskráa innan sambandsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 719/2006 - Auglýsing um skipulagsmál á Fljótsdalshéraði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 797/2006 - Reglur um doktorsnám við félagsvísindadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 798/2006 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við læknadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 809/2006 - Reglur um stjórn Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og úthlutun úr sjóðnum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2422/2001 frá 6. nóvember 2001 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2006 - Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 923/2006 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 47/2003, um starfsemi Jafnréttisstofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 957/2006 - Reglugerð um aðferðareiningar fyrir hin ýmsu þrep samræmismatsins og reglur um áfestingu og notkun CE-samræmismerkja sem ætlað er að nota í tilskipunum um tæknilega samhæfingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 987/2006 - Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1058/2006 - Reglur um breytingu (29) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1067/2006 - Reglur um viðurkenningu háskóla á grundvelli 3. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1111/2006 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 7/2006 - Auglýsing um alþjóðasamning gegn misnotkun lyfja í íþróttum
Augl nr. 15/2006 - Auglýsing um samning milli Íslands og Króatíu um flugþjónustu
Augl nr. 27/2006 - Auglýsing um samning um gagnkvæma viðurkenningu milli Bandaríkjanna og EFTA-ríkjanna innan EES
Augl nr. 29/2006 - Auglýsing um samning um varðveislu menningarerfða
Augl nr. 31/2006 - Auglýsing um bókun við samninginn milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í aðildarríki eða á Íslandi eða í Noregi
2007AAugl nr. 28/2007 - Lög um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2007 - Lög um aðild starfsmanna að evrópskum samvinnufélögum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2007 - Lög um losun gróðurhúsalofttegunda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2007 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2007 - Lög um verðbréfaviðskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 167/2007 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 37/2007 - Reglur um doktorsnám í háskólum samkvæmt 7. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2007 - Auglýsing um útgáfu viðmiða um æðri menntun og prófgráður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2007 - Reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 205/2007 - Reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2007 - Reglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 215/2007 - Reglur um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 236/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum nr. 736/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 338/2007 - Reglur um breytingu (30) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 342/2007 - Reglur um doktorsnám við hugvísindadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 377/2007 - Reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 400/2007 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýli í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 464/2007 - Reglugerð um flugvelli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 465/2007 - Reglugerð um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 474/2007 - Reglugerð um vernd skipa og hafnaraðstöðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 490/2007 - Reglur fyrir Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 632/2007 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 755/2007 - Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2007 - Reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 992/2007 - Reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 994/2007 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1287/2006 frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skyldur fjármálafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármálagerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 995/2007 - Reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1024/2007 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1131/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IV)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1133/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (VI)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1134/2007 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1166/2007 - Reglugerð um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem eru án samninga við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1207/2007 - Reglur um störf dómnefndar, ráðningar og framgang háskólakennara við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1208/2007 - Reglur um vísindaráð Háskólans á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1222/2007 - Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1223/2007 - Reglur um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1284/2007 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1298/2007 - Reglur um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands háskólaárið 2008-2009[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1328/2007 - Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru[PDF vefútgáfa]
2008AAugl nr. 10/2008 - Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 28/2008 - Lög um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 30/2008 - Lög um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 45/2008 - Lög um efni og efnablöndur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2008 - Lög um uppbót á eftirlaun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2008 - Lög um opinbera háskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2008 - Lög um grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2008 - Lög um framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 16/2008 - Reglur um Rannsóknarnámssjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 104/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 157/2008 - Reglur um rannsóknamisseri kennara við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 177/2008 - Reglugerð um viðmiðanir við skilgreiningu svæða og opinbert eftirlit ef upp kemur grunur um blóðþorra eða tilvist hans er staðfest[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 179/2008 - Reglugerð um framkvæmd reglugerða nr. 446/2005 og nr. 511/2005, að því er varðar ráðstafanir gegn tilteknum sjúkdómum í eldisdýrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2008 - Reglugerð um framkvæmd siglingaverndar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 270/2008 - Reglugerð um rafsegulsamhæfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 277/2008 - Reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 401/2008 - Reglugerð um skírteini flugliða á flugvél[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 402/2008 - Reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 403/2008 - Reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2008 - Reglugerð um arsen, kadmíum, kvikasilfur, nikkel og fjölhringa arómatísk vetniskolefni í andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 481/2008 - Reglur um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 990/2005 um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi bandalagsins (EMAS)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 555/2008 - Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á björgunarskipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 608/2008 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 624/2008 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2008 - Reglugerð um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 672/2008 - Reglugerð um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 684/2008 - Reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2008 - Reglugerð um þvotta- og hreinsiefni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 712/2008 - Reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 724/2008 - Reglugerð um hávaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2008 - Reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 826/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2008 - Reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 951/2008 - Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1046/2008 - Reglugerð um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1050/2008 - Reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1061/2008 - Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1062/2008 - Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með vatnsmælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1148/2008 - Reglugerð um gerð gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2008 - Reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1185/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1186/2008 - Reglugerð um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1188/2008 - Reglugerð um gæði og öryggi við meðhöndlun frumna og vefja úr mönnum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1263/2008 - Reglugerð um flutningaflug flugvéla[PDF vefútgáfa]
2008CAugl nr. 8/2008 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Bandaríkin
2009AAugl nr. 88/2009 - Lög um Bankasýslu ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2009 - Lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 107/2009 - Lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 33/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 160/2007, um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2009 - Reglugerð um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 39/2009 - Reglugerð um Kolvetnisrannsóknasjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 118/2009 - Reglugerð um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 144/2009 - Reglugerð um tæknifrjóvgun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 304/2009 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 111/2003 um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 318/2009 - Reglur um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands háskólaárið 2009-2010[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2009 - Reglur um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 328/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 387/2009 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 437/2009 - Reglugerð um e-merktar forpakkningar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 504/2009 - Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, Þróunaráætlun miðborgar - Reykjavík[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 569/2009 - Reglur fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2009 - Reglur um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 636/2009 - Reglugerð um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 656/2009 - Reglur um skólaakstur í grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 658/2009 - Reglugerð um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2009 - Reglugerð um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2009 - Reglugerð um sveinspróf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 711/2009 - Reglugerð um skipan og störf starfsgreinaráða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 741/2009 - Reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 835/2009 - Reglugerð um ákvarðanir varðandi framkvæmd flugverndar sem leynt skulu fara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 857/2009 - Reglur um innkaup Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 893/2009 - Reglugerð um mat og eftirlit í leikskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 894/2009 - Reglugerð um framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 916/2009 - Reglugerð um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 993/2009 - Reglur um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1004/2009 - Reglugerð um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um gerð og framsetningu umsókna og mat á aukefnum í fóðri og leyfi fyrir þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1029/2009 - Reglugerð um rekstrartakmarkanir á flugvöllum vegna hávaða[PDF vefútgáfa]
2010AAugl nr. 47/2010 - Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2010 - Lög um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2010 - Lög um breyting á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 86/2010 - Lög um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum (siðareglur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 99/2010 - Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 84/2010 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 103/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 104/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 105/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 106/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 107/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 um kröfur varðandi hollustuhætti sem varða fóður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 108/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til manneldis, auk áorðinna breytinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 113/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 130/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2230/2004 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 að því er varðar net stofnana sem starfa á sviðum sem falla undir hlutverk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 135/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 233/2010 - Reglugerð um úthlutun á hjálpartækjum á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2010 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 263/2010 - Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 270/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 401/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi sveppaeiturs í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2010 - Reglur um innkaup Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 418/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (VIII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2010 - Reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 584/2010 - Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2010 - Reglugerð um mat og eftirlit í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 770/2010 - Reglugerð um flugreglur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 771/2010 - Reglugerð um veitingu veðurþjónustu fyrir flugleiðsögu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 772/2010 - Reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 773/2010 - Reglugerð um flugkort[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 794/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (X)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 815/2010 - Reglur um ráðstöfun 1.000 milljóna króna aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 835/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 836/2010 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 960/2010 - Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
2011AAugl nr. 19/2011 - Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 28/2011 - Lög um breytingu á lögum nr. 41/2007, um landlækni, með síðari breytingum, og um brottfall laga nr. 18/2003, um Lýðheilsustöð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 36/2011 - Lög um stjórn vatnamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 43/2011 - Lög um breytingu á lögum um efni og efnablöndur og lögum um eiturefni og hættuleg efni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 48/2011 - Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2011 - Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2011 - Lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2011 - Lög um Stjórnarráð Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 119/2011 - Lög um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum (eigið fé, stórar áhættur, verðbréfun o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 128/2011 - Lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 135/2011 - Lög um breyting á lögum nr. 74/1996, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 138/2011 - Sveitarstjórnarlög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 185/2011 - Fjárlög fyrir árið 2012[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 153/2011 - Reglur um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 154/2011 - Reglur um meistara- og doktorsnám á hugvísindasviði Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 175/2011 - Auglýsing um fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 213/2011 - Reglur um meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 214/2011 - Reglur um meistara- og doktorsnám við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2011 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2011 - Reglur um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 501/2011 - Reglur um meistaranám við menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2011 - Gjaldskrá umhverfisgjalda í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2011 - Auglýsing um útgáfu viðmiða um æðri menntun og prófgráður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 535/2011 - Reglugerð um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 564/2011 - Reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 585/2011 - Reglugerð um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár leikskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 641/2011 - Reglur um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 642/2011 - Reglur um doktorsnám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 643/2011 - Reglur um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2011 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarkaupstað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 696/2011 - Reglur Kjósarhrepps um styrki til ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 755/2011 - Reglugerð um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 760/2011 - Auglýsing um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2011 - Reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 816/2011 - Reglugerð um hafnarríkiseftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 884/2011 - Reglugerð um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 968/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1760/2000 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu nautgripa og um merkingar nautakjöts og nautakjötsafurða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 985/2011 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1000/2011 - Reglugerð um námuúrgangsstaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2011 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2011 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1042/2011 - Reglugerð um gildistöku á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 1999/217/EB um samþykkt skráar yfir bragðefni sem eru notuð í eða á matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1047/2011 - Reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1131/2011 - Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1163/2011 - Reglugerð um framhaldsfræðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1185/2011 - Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í sérstökum tilvikum við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1252/2011 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1260/2011 - Reglugerð um lýðheilsusjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1295/2011 - Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn[PDF vefútgáfa]
2011CAugl nr. 3/2011 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning og tvísköttunarsamninga við Bermúdaeyjar
Augl nr. 4/2011 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning og tvísköttunarsamninga við Bresku Jómfrúaeyjar
2012AAugl nr. 67/2012 - Lög um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 (sjálfstæði og lýðræði í háskólum, réttindi fatlaðra nemenda)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2012 - Lög um loftslagsmál[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2012 - Lög um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum (EES-reglur o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2012 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 141/2012 - Lög um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (skráningarkerfi losunarheimilda)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2012 - Bókasafnalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 162/2012 - Fjárlög fyrir árið 2013[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 30/2012 - Reglugerð um eftirlit með efnaleifum í afurðum dýra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2012 - Byggingarreglugerð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 122/2012 - Gjaldskrá umhverfisgjalda í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 230/2012 - Reglugerð um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 232/2012 - Reglur um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 286/2012 - Reglur um meistaranám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 331/2012 - Reglur um breytingu á reglum nr. 903/2004, um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 365/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 397/2012 - Reglugerð um rafsegulsamhæfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 401/2012 - Reglugerð um fiskeldi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2012 - Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 416/2012 - Reglur um stjórnskipulag hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 439/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, nr. 400/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 442/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 456/2012 - Reglur um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig arkitekt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 477/2012 - Reglugerð um einkaleyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 480/2012 - Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 496/2012 - Reglur um vöruval og sölu tóbaks og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 502/2012 - Reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2012 - Reglugerð um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 561/2012 - Reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 600/2012 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 622/2012 - Reglugerð um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 735/2012 - Reglur sem tilgreina viðmið við veitingu doktorsnafnbótar í heiðursskyni við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 747/2012 - Reglur um framgang akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 751/2012 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 755/2011, um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 886/2012 - Reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 887/2012 - Reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 959/2012 - Reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 976/2012 - Auglýsing um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1048/2012 - Reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1050/2012 - Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1110/2012 - Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna og bráðatækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1237/2012 - Gjaldskrá umhverfisgjalda í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
2012CAugl nr. 5/2012 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Angvilla
Augl nr. 6/2012 - Auglýsing um upplýsingaskiptasamning við Turks- og Caicos-eyjar
2013AAugl nr. 17/2013 - Lög um útgáfu og meðferð rafeyris[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 33/2013 - Lög um neytendalán[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 48/2013 - Lög um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007 (lýsingar, hæfir fjárfestar, undanþágur frá gerð lýsinga, meðferð innherjaupplýsinga)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2013 - Lög um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (landbúnaðarháskólar og samstarf opinberra háskóla)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2013 - Efnalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 66/2013 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2013 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2013 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2013 - Lög um breytingu á lögum um geislavarnir, nr. 44/2002, með síðari breytingum (breytingar á eftirliti, niðurlagning geislavarnaráðs o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 149/2013 - Fjárlög fyrir árið 2014[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 28/2013 - Reglur um (1.) breytingu á reglum nr. 1185/2011 um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 71/2013 - Reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 72/2013 - Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2013 - Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 90/2013 - Skipulagsreglugerð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 98/2013 - Samþykkt um stjórn Fljótsdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 99/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2013 - Reglugerð um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 181/2013 - Reglur um framkvæmd hæfismats forstjóra og stjórnarmanna Íbúðalánasjóðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2013 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1042/2003 um inntöku nýnema í læknisfræðiskor og sjúkraþjálfunarskor í læknadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2013 - Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 248/2013 - Skipulagsskrá fyrir Sunnusjóð til stuðnings fjölfötluðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 333/2013 - Auglýsing um staðfestingu námskrár um nám og próf til réttinda til að mega flytja hættulegan farm á landi, svonefnd ADR-réttindi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 377/2013 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2013 - Reglugerð um málefni CERT-ÍS netöryggissveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 489/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 491/2013 - Almennar siðareglur starfsmanna ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2013 - Samþykkt um stjórn Borgarfjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 503/2013 - Auglýsing um staðfestingu á verklagsreglum um útlánastarfsemi, fjármála- og eignaumsýslu Byggðastofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 513/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Húnavatnshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 514/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Grýtubakkahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 554/2013 - Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 561/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 564/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 567/2013 - Samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2013 - Reglur um innkaup Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 591/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 592/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 611/2013 - Samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 612/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 622/2013 - Samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 640/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 653/2013 - Reglur byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 656/2013 - Reglur byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2013 - Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 678/2013 - Samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 679/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 685/2013 - Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 690/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 693/2013 - Samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 696/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2013 - Reglugerð um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 715/2013 - Samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 729/2013 - Samþykkt um stjórn Breiðdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 730/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 731/2013 - Samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 757/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 758/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skeiða– og Gnúpverjahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 763/2013 - Reglugerð um störf rannsóknarnefndar samgönguslysa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 772/2013 - Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 773/2013 - Samþykkt um stjórn Garðabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 774/2013 - Samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 780/2013 - Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 781/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 798/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Flóahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 799/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 813/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2013 - Samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 836/2013 - Reglugerð um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 100.000 evra til 5.000.000 evra í íslenskum krónum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 837/2013 - Reglugerð um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 5.000.000 evra í íslenskum krónum eða meira og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 840/2013 - Reglugerð um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda skv. ákvæði til bráðabirgða XIII í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 858/2013 - Reglugerð um greiðslur vegna barna í fóstri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 861/2013 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 862/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2013 - Reglugerð um söfnun gagna um framleiðslu, innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti og eftirlit með orkuhlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í heildarsölu til samgangna á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 876/2013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 884/2013 - Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 905/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 908/2013 - Gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2013 - Reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 924/2013 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald á Flúðum í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 925/2013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Voga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 926/2013 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 961/2013 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2013 - Auglýsing (I) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1000/2013 - Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1055/2013 - Reglur um lausafjárhlutfall o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2013 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1166/2013 - Reglugerð um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða, innlausn, markaðssetningu erlendra sjóða og upplýsingagjöf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1202/2013 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1208/2013 - Reglur um (2.) breytingu á reglum nr. 1185/2011 um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1210/2013 - Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1266/2013 - Reglur um aðfaranám að háskólanámi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1280/2013 - Samþykkt um stjórn Tálknafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1299/2013 - Reglugerð um styrki til annarrar leiklistarstarfsemi en Þjóðleikhússins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1302/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1307/2013 - Gjaldskrá Blönduóssbæjar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengda þjónustu byggingarfulltrúa[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 35/2014 - Lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 62/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með síðari breytingum (atvinna, störf o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 63/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 64/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 78/2014 - Lög um greiðslur yfir landamæri í evrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2014 - Lög um byggingarvörur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 138/2014 - Lög um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 143/2014 - Fjárlög fyrir árið 2015[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 13/2014 - Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 102/2014 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 140/2014 - Reglur um meistaranám við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2014 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Garðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 165/2014 - Reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 211/2013 um kröfur varðandi útgáfu vottorða vegna innflutnings til Sambandsins á spírum og fræjum sem ætluð eru til framleiðslu á spírum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 238/2014 - Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 242/2014 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 294/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 366/2014 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 371/2014 - Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 380/2014 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 609/1996 um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 384/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2014 - Samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 470/2014 - Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 471/2014 - Reglugerð um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða (þ.m.t. um hagsmunaárekstra, viðskiptahætti, áhættustýringu og inntak samkomulags milli vörslufyrirtækis og rekstrarfélags)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 492/2014 - Samþykkt um stjórn Bolungarvíkurkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2014 - Reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna átaks til uppbyggingar á ferðamannastöðum sumarið 2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 521/2014 - Samþykkt um stjórn Kaldrananeshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 535/2014 - Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 566/2014 - Samþykkt um stjórn Súðavíkurhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2014 - Samþykkt um stjórn Blönduósbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 626/2014 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Súdan og Suður-Súdan[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 698/2014 - Reglugerð um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 712/2014 - Reglur um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 713/2014 - Reglur um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 729/2014 - Gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 758/2014 - Reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 779/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 698/2014, um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 825/2014 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 845/2014 - Reglugerð um innkaup stofnana á sviði varnar- og öryggismála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 904/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 550/2012, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 907/2014 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 978/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 550/2012, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2014 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 698/2014, um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1014/2014 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1000/2011 um námuúrgangsstaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1031/2014 - Reglur um lausafjárhlutfall o.fl[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1068/2014 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1086/2014 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2014 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 698/2014, um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1172/2014 - Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1178/2014 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1189/2014 - Reglur um (3.) breytingu á reglum nr. 1185/2011 um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1201/2014 - Reglugerð um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1267/2014 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2014 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1277/2014 - Reglugerð um velferð minka[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1294/2014 - Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda[PDF vefútgáfa]
2014CAugl nr. 1/2014 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna
2015AAugl nr. 29/2015 - Lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004, með síðari breytingum (lausn úr landbúnaðarnotum og sala ríkisjarða)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 57/2015 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (starfsleyfi, áhættustýring, stórar áhættuskuldbindingar, starfskjör, eignarhlutir, eiginfjáraukar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 82/2015 - Lög um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, með síðari breytingum (skipulag ráðuneyta og stofnana o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 83/2015 - Lög um framkvæmd samnings um klasasprengjur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2015 - Lög um Menntamálastofnun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2015 - Lokafjárlög fyrir árið 2013[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 109/2015 - Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 112/2015 - Lög um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 123/2015 - Lög um opinber fjármál[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 134/2015 - Fjárlög fyrir árið 2016[PDF vefútgáfa]
2015BAugl nr. 78/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1188/2014, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 132/2015 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 148/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, nr. 585/2010[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 550/2012, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 180/2015 - Reglur um hönnun þjóðvega sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 202/2015 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks í Hafnarfjarðarkaupstað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 228/2015 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1042/2003 um inntöku nýnema í læknisfræði og sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 247/2015 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 285/2015 - Reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 328/2015 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa í Borgarbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 341/2015 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Eyja- og Miklaholtshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 405/2015 - Reglugerð um aðskilda sölu á reikiþjónustu í smásölu innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 467/2015 - Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 482/2015 - Reglur um breytingu á reglum nr. 263/2010 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 515/2015 - Starfsreglur verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 536/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 546/2015 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 547/2015 - Reglur um breytingu á reglum nr. 500/2011 um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2015 - Samþykkt um stjórn Breiðdalshrepps og fundarsköp sveitarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 596/2015 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 184/2002, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 602/2015 - Reglugerð um línuívilnun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 631/2015 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 632/2015 - Auglýsing um námskrá fyrir endurmenntun bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 649/2015 - Reglugerð um góðar starfsvenjur við rannsóknir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 652/2015 - Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1252/2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB að því er varðar meginreglur og viðmiðunarreglur um góða framleiðsluhætti við gerð virkra efna í mannalyf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2015 - Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 676/2015 - Reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 713/2015 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 831/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 838/2015 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 887/2015 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Líbyu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 890/2015 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 965/2015 - Reglur um þóknun og útlagðan kostnað skipaðra lögráðamanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1002/2015 - Reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2015 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1049/2015 - Reglur um innkaup Fjarðabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1078/2015 - Reglugerð um endurnýtingu úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1080/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1106/2015 - Reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1146/2015 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar, nr. 729/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1154/2015 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2015 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við hugvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1170/2015 - Reglugerð um fiskeldi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1171/2015 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1174/2015 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1195/2015 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1202/2015 - Reglur um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1207/2015 - Gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna framkvæmda- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1212/2015 - Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1215/2015 - Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1222/2015 - Reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju árið 2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2015 - Reglugerð um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1277/2015 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa í Strandabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1282/2015 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa í Borgarbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1298/2015 - Reglugerð um geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1299/2015 - Reglugerð um geislavarnir vegna notkunar geislatækja sem gefa frá sér jónandi geislun[PDF vefútgáfa]
2015CAugl nr. 4/2015 - Auglýsing um samning við Bandaríkin um að bæta alþjóðlega reglufylgni á sviði skattamála og að framfylgja FATCA-lögunum
2016AAugl nr. 20/2016 - Lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 29/2016 - Lög um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum (réttarstaða búseturéttarhafa, rekstur húsnæðissamvinnufélaga)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 52/2016 - Lög um almennar íbúðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2016 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar (sameining stofnana)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2016 - Lokafjárlög fyrir árið 2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2016 - Lög um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum (einföldun og innleiðing ársreikningatilskipunar 2013/34/ESB)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 76/2016 - Lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (sjálfstætt reknir grunnskólar, breytt valdmörk ráðuneyta, tómstundastarf og frístundaheimili)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2016 - Lög um útlendinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2016 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (eigið fé, könnunar- og matsferli, vogunarhlutfall, valdheimildir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2016 - Lög um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 102/2016 - Lög um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 113/2016 - Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 118/2016 - Lög um fasteignalán til neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 120/2016 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 13/2016 - Reglugerð um (76.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 20/2016 - Reglugerð um starfsreglur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna styrkveitinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 72/2016 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2016 - Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 144/2016 - Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 170/2016 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 179/2016 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 192/2016 - Reglugerð um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 194/2016 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 203/2016 - Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 223/2016 - Reglugerð um viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu og samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 258/2016 - Reglur um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 307/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 260/2012 um úðabrúsa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 382/2016 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu í Hörgársveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 418/2016 - Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/166 um sérstök skilyrði sem gilda um innflutning á matvælum sem innihalda eða eru úr betallaufum (Piper Betle) frá Indlandi og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 669/2009[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 425/2016 - Reglur um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 440/2016 - Reglur um bílastæðagjald í Reykjavík[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 452/2016 - Reglur um breyting á reglum nr. 98/2002, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 453/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 931/2000, um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 454/2016 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 426/1999, um vinnu barna og ungmenna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 458/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 465/2009, um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2016 - Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2016 - Reglugerð um stofnun og starf fagráða Menntamálastofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 534/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2016 - Reglugerð um búfjársæðingar og flutning fósturvísa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 555/2016 - Reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 576/2016 - Reglur um innkaup Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 687/2016 - Auglýsing um breytingu á gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar, nr. 729/2014[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 710/2016 - Auglýsing um staðfestingu samnings sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2016 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 785/2016 - Reglugerð um skattafslátt manna vegna hlutabréfakaupa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 795/2016 - Samþykkt um stjórn Skagabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 807/2016 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 890/2016 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 894/2016 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 904/2016 - Reglugerð um auglýsingu innkaupa á útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 920/2016 - Reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar til almennings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 930/2016 - Reglugerð um meginatriði náms til að öðlast löggildingu til milligöngu við sölu fasteigna og skipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2016 - Auglýsing um reglur um innritun og útskrift nemenda úr einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkurborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 960/2016 - Reglugerð um gæði eldsneytis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 966/2016 - Reglugerð um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1010/2016 - Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2016 - Reglugerð um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1094/2016 - Reglur Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1095/2016 - Reglur um stuðningsþjónustu í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1106/2016 - Auglýsing um hópastærðir í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1116/2016 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1130/2016 - Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1134/2016 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1137/2016 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1150/2016 - Reglugerð um stuðning í nautgriparækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1165/2016 - Reglugerð um fasta starfsstöð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1199/2016 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla, nr. 1150/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1260/2016 - Reglur um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1261/2016 - Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2016 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Fjarðabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1285/2016 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1323/2016 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1260/2011, um lýðheilsusjóð[PDF vefútgáfa]
2017AAugl nr. 1/2017 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 15/2017 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 18/2017 - Lokafjárlög fyrir árið 2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2017 - Lög um vátryggingasamstæður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 61/2017 - Lög um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2017 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 95/2017 - Lög um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum (launafyrirkomulag forstöðumanna)[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 25/2017 - Reglur fyrir Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 51/2017 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2017 - Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 110/2017 - Reglur um (1.) breytingu á reglum nr. 203/2016 um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 111/2017 - Reglur Akureyrarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 118/2017 - Reglur Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2017 - Reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2017 - Reglugerð um umhverfismerki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 165/2017 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 173/2017 - Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 221/2017 - Reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 233/2017 - Reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 263/2017 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 270/2017 - Reglugerð um fasteignalán til neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 333/2017 - Starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 335/2017 - Reglur um vöruval og sölu tóbaks og skilmálar í viðskiptum við birgja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 340/2017 - Reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 351/2017 - Reglur um meistaranám við hugvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2017 - Reglugerð um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 476/2017 - Reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 495/2017 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda 2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 506/2017 - Reglur um tæknilega staðla varðandi upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2017 - Reglugerð um gagnasöfnun og upplýsingagjöf stofnana vegna bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 585/2017 - Reglugerð um vátryggingastarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 590/2017 - Reglugerð um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 591/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 916/2009, um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 635/2017 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 646/2017 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Norðurþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 672/2017 - Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 673/2017 - Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2017 - Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 715/2017 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald á Flúðum í Hrunamannahreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 782/2017 - Reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 793/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 834/2017 - Reglugerð um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 842/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó nr. 800/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 846/2017 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 887/2017 - Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2017 - Reglugerð um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 951/2017 - Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, framkvæmdaleyfis- og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Vogum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 994/2017 - Reglur um meistaranám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 995/2017 - Reglur um doktorsnám við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1002/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um Launasjóð stórmeistara í skák, nr. 600/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1019/2017 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1030/2017 - Reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1050/2017 - Reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1075/2017 - Starfsreglur um kjör til kirkjuþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1130/2017 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1133/2017 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2017 - Reglur ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1162/2017 - Reglur ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1166/2017 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1238/2017 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 37/2018 - Lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2018 - Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 54/2018 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (endurbótaáætlun, tímanleg inngrip, eftirlit á samstæðugrunni, eftirlitsheimildir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2018 - Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum (stefnumótun á sviði húsnæðismála, hlutverk Íbúðalánasjóðs)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 78/2018 - Lokafjárlög fyrir árið 2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 81/2018 - Lög um köfun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 82/2018 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 85/2018 - Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna[PDF vefútgáfa]Fyrirsögn augl. síðar breytt í: Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar
Augl nr. 86/2018 - Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 90/2018 - Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 119/2018 - Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2018 - Lög um landgræðslu[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 33/2018 - Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2018 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2018 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu í Hörgársveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 138/2018 - Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 244/2018 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 276/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 285/2018 - Reglur um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 288/2018 - Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 291/2018 - Auglýsing um setningu markmiða og viðmiða fyrir starf frístundaheimila fyrir börn í yngri árgöngum grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 292/2018 - Reglur Reykjavíkurborgar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2018 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 370/2018 - Reglugerð um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 383/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 260/2012, um úðabrúsa, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 388/2018 - Reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 391/2018 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2018 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjöld og þjónustugjöld byggingarfulltrúaembættis Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 450/2018 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 458/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 510/2018 - Reglugerð um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 511/2018 - Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 545/2018 - Reglugerð um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 547/2018 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 550/2018 - Reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 587/2018 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings, nr. 170/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 681/2018 - Reglugerð um línuívilnun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 701/2018 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 735/2018 - Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 748/2018 - Samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 749/2018 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 803/2018 - Reglugerð um tilkynningar til Neytendastofu um markaðssetningu rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 813/2018 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 859/2018 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 888/2018 - Gjaldskrá Skagabyggðar fyrir skipulags- og byggingarmál[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 936/2018 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 966/2018 - Reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 977/2018 - Reglur um meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1000/2018 - Reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli í lifandi dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1001/2018 - Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1039/2018 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1080/2018 - Reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1088/2018 - Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1141/2018 - Reglur ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2019[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1145/2018 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda 2019[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1217/2018 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1230/2018 - Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2018 - Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1309/2018 - Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna opnunartíma veitingastaða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1320/2018 - Samþykkt um stjórn Árneshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1322/2018 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1328/2018 - Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöld tæknideildar í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1329/2018 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1368/2018 - Reglur um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1393/2018 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið, nr. 760/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1396/2018 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1400/2018 - Reglugerð um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2019AAugl nr. 9/2019 - Lög um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (flutningur fjármuna, VRA-vottun)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 33/2019 - Lög um skóga og skógrækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 42/2019 - Lög um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum (samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2019 - Lög um vandaða starfshætti í vísindum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2019 - Lög um Höfðaborgarsamninginn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 78/2019 - Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 88/2019 - Lög um sameiginlega umsýslu höfundarréttar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2019 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 92/2019 - Lög um Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 94/2019 - Lög um endurskoðendur og endurskoðun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 95/2019 - Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 96/2019 - Lög um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 98/2019 - Lög um póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 101/2019 - Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat, úthlutun eldissvæða o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 121/2019 - Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2019 - Lög um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 148/2019 - Lög um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016, með síðari breytingum (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 157/2019 - Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (forsendur úthlutunar úr Jöfnunarsjóði)[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 10/2019 - Samþykkt um stjórn Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 50/2019 - Reglugerð um endurbótaáætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og samstæður þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2019 - Reglur um meistaranám við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 145/2019 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2019[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2019 - Reglugerð um landverði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 195/2019 - Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 224/2019 - Reglur um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2019 - Reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 337/2019 - Auglýsing um skrá yfir vinnsluaðgerðir þar sem krafist er mats á áhrifum á persónuvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 382/2019 - Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur aðstoðar úr ríkissjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 444/2019 - Reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 465/2019 - Reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 500/2019 - Reglur um innkaup Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2019 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 545/2019 - Reglugerð um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 554/2019 - Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 569/2019 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Suður-Súdan nr. 900/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 585/2019 - Samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 588/2019 - Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 598/2019 - Gjaldskrá vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu í Árneshreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 622/2019 - Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 641/2019 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2019 - Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 811/2019 - Reglur um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 818/2019 - Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna miðsvæða M2c-M2g, Múlar – Suðurlandsbraut[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 828/2019 - Auglýsing um skrá yfir vinnsluaðgerðir sem krefjast ávallt mats á áhrifum á persónuvernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 935/2019 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1001/2019 - Reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1020/2019 - Samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1031/2019 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1032/2019 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1160/2015 um doktorsnám og doktorspróf við hugvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1033/2019 - Reglur um Doktorsstyrkjasjóð Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1069/2019 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1089/2019 - Auglýsing um gildistöku meginreglna í hagskýrslugerð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1110/2019 - Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1143/2019 - Reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1148/2019 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1212/2019 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1223/2019 - Reglur ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2019 - Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1252/2019 - Reglugerð um stuðning í nautgriparækt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1259/2019 - Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2020 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1283/2019 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1311/2019 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1343/2019 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1378/2019 - Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1379/2019 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1396/2019 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 38/2020 - Lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 45/2020 - Lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 64/2020 - Lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2020 - Lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2020 - Lyfjalög[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 150/2020 - Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 30/2020 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 145/2020 - Reglur um (1.) breytingu á reglum nr. 382/2019 um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur aðstoðar úr ríkissjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 148/2020 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa í Strandabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 164/2020 - Reglur Reykjavíkurborgar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 168/2020 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 172/2020 - Reglur um meistaranám í iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 183/2020 - Reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 190/2020 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 240/2020 - Reglugerð um launaafdrátt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 300/2020 - Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 400/2020 - Reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 404/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 192/2016, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 512/2020 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 680/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2020 - Reglugerð um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 534/2020 - Reglugerð um stuðningslán[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2020 - Reglugerð um fiskeldi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 568/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 442/2011 um uppruna og ræktun íslenska hestsins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 611/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 616/2020 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 650/2020 - Reglur um innkaup Skútustaðahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 661/2020 - Reglugerð um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2020 - Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 782/2020 - Reglur um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 802/2020 - Auglýsing um staðfestingu safnaráðs á stofnskrá Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 866/2020 - Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 868/2020 - Reglur um sviðslistasjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 941/2020 - Reglur Garðabæjar um félagslegt leiguhúsnæði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 944/2020 - Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 991/2020 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1030/2020 - Reglur um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1035/2020 - Reglur um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1042/2020 - Samþykkt um stjórn Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1075/2020 - Reglur Mosfellsbæjar um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1084/2020 - Reglugerð um hlutdeildarlán[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2020 - Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um stuðning við börn og fjölskyldur þerirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1255/2020 - Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1300/2020 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1313/2020 - Reglugerð um útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir, skilgreiningu á verksamningum og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1390/2020 - Reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1414/2020 - Reglugerð um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku í lyfjum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1430/2020 - Reglur ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1431/2020 - Reglur ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1434/2020 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1456/2020 - Gjaldskrá fyrir umhverfisgjöld í Vesturbyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1463/2020 - Reglur um (2.) breytingu á reglum nr. 382/2019 um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur aðstoðar úr ríkissjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1470/2020 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir félagslega heimaþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1530/2020 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1580/2020 - Reglur um meistaranám við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1581/2020 - Reglur um viðbótarnám á meistarastigi (diplómanám) í endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu við Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir nemendur Landgræðsluskóla GRÓ[PDF vefútgáfa]
2020CAugl nr. 3/2020 - Auglýsing um alþjóðaheilbrigðisreglugerðina
2021AAugl nr. 6/2021 - Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 7/2021 - Lög um fjárhagslegar viðmiðanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 11/2021 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 33/2021 - Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (hvatar til fjárfestinga)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 39/2021 - Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (umframlosunargjald og einföldun regluverks)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 54/2021 - Lög um íslensk landshöfuðlén[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2021 - Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004 (forsendur tekjumarka, raforkuöryggi o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 75/2021 - Lög um Fjarskiptastofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 100/2021 - Lög um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 111/2021 - Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2021 - Lög um markaði fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 116/2021 - Lög um verðbréfasjóði[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 18/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 36/2021 - Reglur um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 44/2021 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 116/2021 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 125/2021 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 161/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 230/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 240/2021 - Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 271/2021 - Auglýsing um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 303/2021 - Reglugerð um framkvæmd jafnlaunastaðfestingar og eftirlit Jafnréttisstofu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 355/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 375/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 377/2021 - Reglur um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 435/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 499/2021 - Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana, rafeyrisfyrirtækja og rekstraraðila sérhæfðra sjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 520/2021 - Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 525/2021 - Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 652/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu, nr. 792/2015, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 666/2021 - Reglur um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins varðandi tæknilega staðla um skilameðferð og endurbótaáætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 677/2021 - Reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 692/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 747/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 752/2021 - Reglur um fjárhagslegar viðmiðanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 760/2021 - Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 793/2021 - Reglur um breytingar á reglum um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri, nr. 701/2018[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2021 - Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 884/2021 - Auglýsing um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 895/2021 - Reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 921/2021 - Reglugerð um línuívilnun[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 938/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 970/2021 - Reglugerð um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða og upplýsingagjöf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1025/2021 - Reglugerð um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1039/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Myanmar, nr. 278/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1077/2021 - Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1085/2021 - Reglur um upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1133/2021 - Reglugerð um skráningarskylda aðila í fiskeldi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1155/2021 - Úthlutunarreglur um styrkveitingu mennta- og menningarmálaráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1180/2021 - Auglýsing um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1182/2021 - Auglýsing um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1215/2021 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1100/2021, um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1238/2021 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1258/2021 - Reglur Reykjavíkurborgar um stuðningsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1259/2021 - Auglýsing um breytingu á reglum Reykjavíkurborgar, nr. 465/2019, um félagslegt leiguhúsnæði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1260/2021 - Reglur Reykjavíkurborgar um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1268/2021 - Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2021 - Reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1291/2021 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1322/2021 - Reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1381/2021 - Reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1436/2021 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1504/2021 - Reglur ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1505/2021 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda 2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1540/2021 - Reglur fyrir Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1560/2021 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir félagslega heimaþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1592/2021 - Reglur um takmörkun á stöðutöku viðskiptabanka og sparisjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1719/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Belarús, nr. 97/2012, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
2021CAugl nr. 15/2021 - Auglýsing um samning við Kína um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, gráðum og staðfestingum á menntun og hæfi á æðra skólastigi
Augl nr. 22/2021 - Auglýsing um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi
Augl nr. 43/2021 - Auglýsing um bókun um breytingu á samningi um opinber innkaup
Augl nr. 44/2021 - Auglýsing um reglugerð (ESB) 2021/168 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 388/2021 varðandi fjárhagslegar viðmiðanir
Augl nr. 45/2021 - Auglýsing um valfrjálsa bókun við samninginn gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT)
Augl nr. 53/2021 - Auglýsing um Evrópusamning um landslag
Augl nr. 59/2021 - Auglýsing um loftferðasamning við Bretland
Augl nr. 65/2021 - Auglýsing um breytingu á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls
Augl nr. 66/2021 - Auglýsing um bókun um breytingu á Marakess-samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
Augl nr. 69/2021 - Auglýsing um orkusáttmála
Augl nr. 93/2021 - Auglýsing um breytingu á bókun 4 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls
Augl nr. 95/2021 - Auglýsing um Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun (Lanzarote samningur)
2022AAugl nr. 14/2022 - Lög um dýralyf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 17/2022 - Lög um breytingu á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri (áfallaþol fjarskiptaþjónustu og fjarskiptaneta)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2022 - Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 50/2022 - Lög um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (innleiðing o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 55/2022 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs (lágmarkstryggingavernd, tilgreind séreign o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 67/2022 - Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og lögum um loftslagsmál (geymsla koldíoxíðs)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2022 - Lög um fjarskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 74/2022 - Lög um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 80/2022 - Lög um loftferðir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 82/2022 - Lög um áhafnir skipa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2022 - Lög um evrópska langtímafjárfestingarsjóði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 136/2022 - Lög um landamæri[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 3/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1240/2021, um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 15/2022 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 24/2022 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 38/2022 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 53/2022 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 60/2022 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 38/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 65/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, nr. 800/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 113/2022 - Reglur um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 131/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Ásahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 154/2022 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 38/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2022 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 176/2022 - Reglugerð um einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 232/2022 - Reglur um skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja, upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar og viðmið vegna viðbótarstarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 234/2022 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 251/2022 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Hrunamannahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 252/2022 - Samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 280/2022 - Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 306/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 320/2022 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 321/2022 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 353/2022 - Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2022 - Reglugerð um útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna opinberra innkaupa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 370/2022 - Reglur um vaxtaviðmið á ótryggðum innlánum í íslenskum krónum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 377/2022 - Reglugerð um Lóu – nýsköpunarstyrki til eflingar nýsköpunar á landsbyggðinni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 408/2022 - Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 414/2022 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 420/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 428/2022 - Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um stuðningsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 431/2022 - Reglugerð um talningu atkvæða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 466/2022 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 470/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 530/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 532/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 548/2022 - Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 1020/2019, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 557/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 558/2022 - Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 565/2022 - Reglugerð um skattalegt fyrningarálag á grænar eignir og aðrar eignir sem sambærilegar geta talist[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 581/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 582/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 584/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 660/2022 - Reglur Mosfellsbæjar um stuðningsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 661/2022 - Reglur Mosfellsbæjar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Norðurþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 691/2022 - Samþykkt um stjórn Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 692/2022 - Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 694/2022 - Reglur fyrir Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 701/2022 - Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 740/2022 - Reglur um breytingu á reglum nr. 500/2011 um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 756/2022 - Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Súðavíkurhreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 764/2022 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2022 - Auglýsing um leiðbeiningar um álit um stöðu sveitarfélags skv. b-lið 2. mgr. 4. gr. a sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 808/2022 - Reglugerð um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 810/2022 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 820/2022 - Reglur um stjórnskipulag Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 821/2022 - Reglur um stjórnskipulag Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 822/2022 - Reglur um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 850/2022 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 853/2022 - Reglur um starfsleyfi og skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja, upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar og viðmið vegna viðbótarstarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 859/2022 - Reglugerð um (12.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 975/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 980/2022 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 992/2022 - Reglugerð um tilkynningar um markaðssetningu, auk leyfisveitinga, og innihaldsefni nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1025/2022 - Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1056/2022 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir stuðningsþjónustu í formi þrifa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1064/2022 - Auglýsing um staðfestingu safnaráðs á stofnskrá Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2022 - Reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1101/2022 - Reglugerð um vöruval og innkaup tollfrjálsra verslana á áfengi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1114/2022 - Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1130/2022 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1181/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1182/2022 - Samþykkt um stjórn Garðabæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1208/2022 - Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1213/2022 - Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1225/2022 - Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1246/2022 - Reglugerð um Brunamálaskólann[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1251/2022 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Langanesbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1286/2022 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1315/2022 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir stuðningsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1336/2022 - Samþykkt um stjórn Skagafjarðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1355/2022 - Reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1400/2022 - Reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1430/2022 - Reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1432/2022 - Reglur um greiðslu viðbótarlauna til almennra starfsmanna ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1490/2022 - Reglur um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1530/2022 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda á árinu 2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1553/2022 - Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 760/2021, um styrki vegna hjálpartækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1636/2022 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1717/2022 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Malí, nr. 381/2018, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1744/2022 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1750/2022 - Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Kaldrananeshreppi[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 4/2022 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn
Augl nr. 8/2022 - Auglýsing um samning hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar
Augl nr. 28/2022 - Auglýsing um samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu
Augl nr. 30/2022 - Auglýsing um samkomulag um þátttöku í Evrópustofnunni um rekstur stórra upplýsingakerfa á svæði frelsis, öryggis og réttlætis
Augl nr. 31/2022 - Auglýsing um bókun um breytingu á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum
Augl nr. 52/2022 - Auglýsing um samning við Singapúr um flugþjónustu
Augl nr. 53/2022 - Auglýsing um samning um breytingu bókunar við samning milli Íslands og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar um öryggisreglur í samræmi við samninginn um að dreifa ekki kjarnavopnum
Augl nr. 77/2022 - Auglýsing um alþjóðasamning um erfðaauðlindir plantna í matvælaframleiðslu og landbúnaði
Augl nr. 87/2022 - Auglýsing um fjölhliða samning um stofnun samevrópsks flugsvæðis
2023AAugl nr. 30/2023 - Lög um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 41/2023 - Lög um fjármögnunarviðskipti með verðbréf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2023 - Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (dvalarleyfi)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 62/2023 - Lög um breytingu á kosningalögum, lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka og sveitarstjórnarlögum (ýmsar breytingar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 63/2023 - Lög um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 68/2023 - Lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 91/2023 - Lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 44/2023 - Reglur um hlutverk og stöðu regluvarðar og skráningu samskipta samkvæmt lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, nr. 800/2015[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 152/2023 - Reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna aðila sem veita gjaldeyrisskiptaþjónustu og þjónustuveitenda sýndareigna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 155/2023 - Reglur Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 175/2023 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 177/2023 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 192/2023 - Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 206/2023 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 260/2023 - Auglýsing um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 290/2023 - Auglýsing um (2.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022-2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 303/2023 - Reglugerð um sýkingalyf fyrir dýr[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 323/2023 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 333/2023 - Auglýsing um setningu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2023-2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 395/2023 - Reglur um tilnefningu miðlægs tengiliðar í greiðsluþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2023 - Auglýsing um staðfestingu á samningi sveitarstjórna Múlaþings, Vopnafjarðarhrepps og Fljótdalshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 555/2023 - Reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 556/2023 - Reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 575/2023 - Samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 586/2023 - Reglur um skilgreiningar og viðmið vegna evrópskra langtímafjárfestingarsjóða[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 650/2023 - Samþykkt um stjórn Kjósarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 655/2023 - Reglur um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 656/2023 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 666/2023 - Reglur um doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 724/2023 - Reglur um nýráðningar akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 725/2023 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 751/2023 - Reglur um markaðsáhættu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 761/2023 - Reglur um framgang akademísks starfsfólks við Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 770/2023 - Reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 803/2023 - Reglugerð um meðhöndlun úrgangs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 856/2023 - Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 865/2023 - Reglur um akstursþjónustu Fjallabyggðar fyrir fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 895/2023 - Reglugerð um veiðar á langreyðum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 896/2023 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 908/2023 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 922/2023 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 923/2023 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 960/2023 - Reglur um númer, númeraraðir og vistföng á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 973/2023 - Reglur Fjallabyggðar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 974/2023 - Reglur Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 981/2023 - Reglur um afleiður og stöðustofnun fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 982/2023 - Reglur um starfsleyfi og skipulagskröfur verðbréfafyrirtækja, upplýsingagjöf vegna virks eignarhlutar og viðmið vegna viðbótarstarfsemi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 992/2023 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir stuðningsþjónustu í formi þrifa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1011/2023 - Reglur um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði, nr. 520/2021[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1080/2023 - Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1113/2023 - Reglur um breytingu á reglum nr. 500/2011 um doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1216/2023 - Samþykkt um stjórn Múlaþings[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1285/2023 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir stuðningsþjónustu í formi þrifa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1308/2023 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 530/2020, um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1313/2023 - Samþykkt um stjórn Tálknafjarðarhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1346/2023 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1410/2023 - Gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1445/2023 - Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1523/2023 - Reglur um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1524/2023 - Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1578/2023 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1634/2023 - Gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1649/2023 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1681/2023 - Reglur um markaðsáhættu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1699/2023 - Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 585/2011 um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1732/2023 - Reglur Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1733/2023 - Reglur fyrir Háskólann á Hólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1737/2023 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi[PDF vefútgáfa]
2023CAugl nr. 5/2023 - Auglýsing um samning gegn misrétti í menntakerfinu frá 1960
2024AAugl nr. 16/2024 - Lög um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 22/2024 - Lög um breytingu á lögum um Orkustofnun og raforkulögum (Raforkueftirlitið)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 31/2024 - Lög um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 (örnám og prófgráður)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 62/2024 - Lög um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 93/2024 - Lög um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 104/2024 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga[PDF vefútgáfa]
2024BAugl nr. 15/2024 - Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 69/2024 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 70/2024 - Auglýsing um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 160/2024 - Reglugerð um merki fasteigna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 170/2024 - Auglýsing um staðfestingu námskrár fyrir grunnþjálfun og endurmenntun skoðunarmanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 208/2024 - Samþykkt um stjórn Kaldrananeshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 216/2024 - Reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 250/2024 - Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 260/2024 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 265/2024 - Auglýsing um (2.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 281/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 360/2024 - Auglýsing um staðfestingu námskrár fyrir almenn ökuréttindi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 390/2024 - Auglýsing um setningu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2024-2025[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 410/2024 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 434/2024 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 465/2024 - Auglýsing um staðfestingu námskrár fyrir ökukennsluréttindi fyrir flokka AM, A1, A2 og A[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 466/2024 - Reglugerð um réttindi flugfarþega[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2024 - Reglur um breytingu á reglum um doktorsnám og doktorspróf við Háskólans á Akureyri nr. 822/2022[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 488/2024 - Reglur um doktorsnám á félagsvísindasviði Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 495/2024 - Reglur um markaðsáhættu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 522/2024 - Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 572/2024 - Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 580/2024 - Auglýsing um staðfestingu námskrár fyrir grunnnám til aukinna ökuréttinda[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 587/2024 - Reglur um breytingu á reglum nr. 440/2018 um doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 599/2024 - Siðareglur ráðherra[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 640/2024 - Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi, nr. 856/2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 655/2024 - Almennar siðareglur starfsfólks ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 670/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 680/2024 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Flóahrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 700/2024 - Reglugerð um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 755/2024 - Reglur um fjárframlög til háskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 770/2024 - Reglur um sviðslistasjóð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 774/2024 - Reglur um breytilega þætti starfskjara stjórnarmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 775/2024 - Reglur um markaðsáhættu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 776/2024 - Reglur um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 800/2024 - Reglur um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um endurbótaáætlanir og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 817/2024 - Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 871/2024 - Reglugerð um fangavarðanám[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 893/2024 - Reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Rússlandi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 923/2024 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 977/2024 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 984/2024 - Auglýsing um uppfærslu úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2024-2025[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2024 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1007/2024 - Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1115/2024 - Reglur um breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi, nr. 175/2023[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1120/2024 - Skipulagsskrá fyrir Hundahjálp AB[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1160/2024 - Reglugerð um bifreiðamál ríkisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1164/2024 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Sveitarfélaginu Hornafirði[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1165/2024 - Reglur um eftirlit með gæðum náms, kennslu og rannsókna í háskólum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1180/2024 - Reglur um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar við Háskólann á Akureyri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1188/2024 - Auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1195/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1207/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 10/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1211/2024 - Auglýsing um fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu í heilbrigðisþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1234/2024 - Reglur um heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að ljúka máli með sátt[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1250/2024 - Reglugerð um útlit og viðvörunarmerkingar tóbaksvara, losun skaðlegra tóbaksefna, mæliaðferðir og skýrslugjöf[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1270/2024 - Auglýsing um útgáfu viðmiða um æðri menntun og prófgráður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2024 - Reglur um aðgerðir gegn markaðssvikum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1285/2024 - Reglur um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1316/2024 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1325/2024 - Reglugerð um afrekssjóð í skák[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1326/2024 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1342/2024 - Reglur um markaðsáhættu fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1343/2024 - Reglur um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1387/2024 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir stuðningsþjónustu í formi þrifa[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1420/2024 - Reglur Hveragerðisbæjar um akstursþjónustu við fatlað fólk[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1439/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Rússlandi, nr. 893/2024[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1449/2024 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1515/2024 - Reglur um breytingu á reglum nr. 1033/2019 um Doktorsstyrkjasjóð Háskóla Íslands[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1541/2024 - Auglýsing um skiptingu fjárheimilda fjárlaga í fjárveitingar[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1626/2024 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Múlaþingi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1633/2024 - Auglýsing um viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um ákvörðun á lækkun á skattstofnum (ívilnun) við álagningu opinberra gjalda á árinu 2025[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1642/2024 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1672/2024 - Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1785/2024 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi, nr. 448/2014[PDF vefútgáfa]
2024CAugl nr. 23/2024 - Auglýsing um tvísköttunarsamning við Andorra
Augl nr. 24/2024 - Auglýsing um samning við Bretland um réttindi á sviði almannatrygginga
Augl nr. 50/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa
Augl nr. 53/2024 - Auglýsing um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing86Þingskjöl1496
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)577/578
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)43/44, 227/228, 267/268
Löggjafarþing104Umræður1083/1084
Löggjafarþing105Umræður1413/1414, 1975/1976, 2203/2204
Löggjafarþing119Umræður139/140, 361/362, 505/506, 549/550, 551/552, 645/646, 1129/1130, 1179/1180
Löggjafarþing126Þingskjöl729, 779-780, 807, 1101, 1185, 1342, 1362, 1568, 1697, 1709, 1794, 1829-1830, 1977, 2314, 2371, 2375, 2379, 2382-2383, 2406, 2529, 2548, 2657-2658, 2685, 2701, 2725, 2729, 2746, 2749, 2850, 3326, 3356, 3376, 3403, 3417, 3430, 3453, 3478, 3481, 3494, 3532, 3644, 3885, 4272, 4319, 4360-4361, 4363, 4489, 4514, 4519, 4524, 4526, 4612, 4817, 4890, 4922, 4926, 4939, 4946, 4959, 5216, 5257, 5370, 5511, 5532, 5565, 5597
Löggjafarþing128Þingskjöl296, 405, 523, 560, 644, 815, 1092, 1115, 1117, 1152-1153, 1166, 1216, 1332, 1470, 1484, 1508, 1568, 1595, 1650, 2001, 2251, 2255-2256, 2259, 2264, 2274, 2278, 2462, 2550, 2726, 2759, 2762-2763, 2848, 2851, 2899, 2911, 2936-2937, 2942, 2957, 2966, 2971, 3008, 3037, 3201, 3203, 3222, 3299, 3530-3531, 3533, 3535-3536, 3542-3543, 3572, 3724, 3734, 3756, 3826, 3855, 4069, 4183, 4333, 4340, 4419, 4521, 4551, 4581, 4699, 4705, 4712, 4778, 4807, 4819, 4849, 5028, 5032, 5152, 5209, 5278, 5291, 5472, 5973, 5986, 6016, 6022, 6033
Löggjafarþing133Þingskjöl264-265, 294, 493-494, 571, 748, 789, 825, 862, 1017, 1026, 1028, 1096, 1208, 1216, 1440, 1443, 1595, 1598, 1658, 1661, 1670, 1873, 1876, 1889, 1892, 1910, 1919, 1927-1928, 1932, 1938, 1941, 1949, 2018, 2038, 2045-2046, 2057, 2224, 2255, 2268, 2274, 2315, 2320, 2569-2570, 2588, 2594, 2608, 2616, 2637, 2652, 2654, 2906, 3082-3083, 3131, 3135, 3505, 3520, 3535, 3564, 3605, 3626-3627, 3632, 3681, 3799, 3905, 3908, 3922, 3962, 3971, 3981, 3991, 4005, 4027, 4039, 4044, 4048, 4052, 4056, 4061, 4065, 4111, 4127-4128, 4138-4139, 4145, 4152, 4202, 4206, 4208, 4217-4218, 4311, 4313, 4315, 4426, 4430, 4561, 4675, 4737, 4750, 4754, 4808, 4813-4814, 4842-4843, 4863, 5178, 5182, 5192-5193, 5195, 5317, 5383, 5575, 5581, 5593-5594, 5596, 5785, 5859, 5861, 5892-5893, 5962, 6106, 6117, 6174-6175, 6206, 6224, 6240, 6245, 6270, 6293, 6310, 6329, 6484, 6498, 6583, 6590, 6592, 6637, 6751, 6790, 6835, 6880, 6882, 6889, 7145-7146
Löggjafarþing134Þingskjöl70, 81
Löggjafarþing134Umræður29/30, 231/232, 315/316
Löggjafarþing137Þingskjöl8, 10, 12, 125, 187, 259, 384-385, 427, 433, 437, 462, 464-465, 467-468, 470, 501, 528, 537, 563, 609-611, 614, 626-627, 686, 805, 814-815, 977-979, 1026, 1075, 1131-1132, 1138-1139, 1147-1149, 1151, 1163, 1166, 1175-1177, 1183-1189, 1192-1196, 1201, 1206, 1208-1211, 1222, 1230, 1237, 1240, 1247-1248, 1253-1254, 1257, 1260, 1263, 1266-1268, 1271, 1276, 1286-1288
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
1994148, 150
199593, 432
199767, 69, 155, 289, 297, 396
199895, 158
1999104, 187, 196
200072, 84, 96
200155, 92, 125-126, 265
2002155, 209
200321, 100, 132, 151-154, 186, 246, 277
200410, 39, 123, 142, 192, 224
200558, 77-78, 193, 226
200692-93, 95, 97-98, 102, 110, 125, 171, 214, 227, 262
200731, 80, 87, 112, 125, 133, 142, 164, 174-176, 178, 182, 185-187, 244, 280
200850-51, 118, 146, 152, 194, 208, 232
201015, 17, 59
201133, 80, 90, 103, 116, 118, 122
201216, 59, 98
201374, 105-106, 119, 126
201416, 70, 109
201512, 24, 28, 72
201644, 46, 76
201722, 26, 36, 93
201862, 64, 135-136, 141, 157
20198, 46, 62, 78, 100
202078
202144, 58, 60, 67
202216
202334, 37
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19942214, 17
19942413
1994269
19943417, 21, 30
19944317
1994469
1994504, 11
19945740, 124, 126
19945957
19957100, 115, 122-124
1995128
19951430
19951617
19952111
1995254-5
19955110
19961129
19961822-23
19962321, 53, 59, 86-87, 89-90
19962510, 90-91, 163
1996396
19964184-85, 87, 90, 99, 105, 108
1996435
1997462
199755
199772
19971162
19971221
199716113, 175, 187, 191
19972948, 93
19973796, 129
1997427
19974611, 22
199748111
199833
1998616
1998164
199827155, 157-158, 165-166, 169-171
1998283, 5, 7, 9, 14, 16
1998353
19983612
19983917
19984238, 102, 259
1998453
199848168, 172-173, 176, 192, 240
1998504, 10, 13, 16, 24
19985251
1999690, 100-102, 107-108, 113
19991411
1999187-8, 10-11, 23
199921120
19992511
19992723
199932125, 131, 143, 148
19993615
1999403
1999449
1999455
19995042
2000753, 103
2000133
20001424
200021129, 179, 187
2000264, 7, 13, 15-16, 26
200028234-235, 237, 248
20004233
20004650, 58, 129, 150, 255
20004829, 36, 50, 58
20005031-32, 187
20005157, 76-77, 81, 100, 104
200054102, 115-116, 150, 280
2000553, 18, 107, 115, 188, 271, 283
20006044, 450, 452, 460-461
20013133, 146
200111192, 224, 230, 256, 266
2001143, 43, 124, 141-144, 154-155, 157-160, 164, 171-172
200120149, 152, 154, 157, 159, 213, 215
200126177
200131242-243, 247-248, 299, 318
20014515
20014630, 51, 56, 73, 94, 99, 104, 251, 407, 454, 460, 467
20015021
20015150, 270, 280, 311, 314
200223, 7
200243-4
2002665, 77
20021345
20021416
20021510
2002162, 61, 78
20022611, 24-26, 30, 37, 46-49
2002274, 10-11, 23-25
20023214
2002451-3
2002531, 50, 96, 100, 114
20026327
200336
2003514
2003699, 163, 173, 274
20031212
20031616-17
2003187
200323126, 130, 148, 193, 198, 333, 346, 348, 360
20033111-12, 14
20034512-13, 16, 19
2003496, 23, 27, 251
200357261-262
20036122
20036217
2003633
20049282, 284, 447, 449, 454-455, 553-555, 559-560
2004119
20041633, 35
2004249
20042950, 53, 70, 137, 149, 225, 229, 231, 233, 241, 244-245
200447550-551, 572, 604, 611
2004512
2004547
2004643, 10, 12-15
200578
20059386, 399, 410
20051511
20051610, 44, 337, 400, 407, 411
2005214, 6-7, 10, 12-14
20052415, 18
2005282-3, 27
2005315
20053712
2005403
2005501, 3, 5-8
20055140
20055828, 53, 56-57, 128-130, 184, 214
2005658
2006520-31
2006641
2006712
2006917
20061118
20061313, 16
20061423-24
20061581, 99-100, 790
2006213, 8, 10, 15-18, 22-23, 41, 44
20062344
20062412
2006256, 14-15, 19, 21-22, 35
2006268, 12, 22, 27, 30, 43, 49, 87
2006294
200630153, 216, 247, 258, 265, 277, 303, 348, 471, 497
20063718
20064510
20064619-20
2006473, 8
20064853
20065359-60
20065415
20065530-31
20065616
20065741-43, 45, 47
20065856, 58-59, 62, 64-65, 73, 223, 433, 1066, 1092, 1131, 1190, 1209, 1242, 1249-1252, 1285, 1545, 1551, 1557, 1566, 1586, 1594, 1615, 1665
20065922, 26, 34
20066221, 46
20066350-51, 63
2007817
2007926-27, 55, 64-65, 384, 474
20071130
20071560-61
20071649, 51, 83, 131, 149, 178, 194
2007205
20072114
20072216
2007233, 30
2007243
20072516
20072646, 130, 218, 232, 244, 373
20073027
2007425, 7-8, 11
2007435, 9, 11
20074625
2007502
20075317
20075494, 101, 115, 145, 171, 349, 423, 428, 433, 609
20075515
2007575, 38-40
2007597, 25
200810587
2008116, 12, 22, 31, 49
2008126, 11, 14-15, 41
20081320
20081991
200822232, 251, 273, 318, 336, 344-345, 359, 626, 652, 656, 686, 779, 786, 792
2008231
20082519-20, 29
20084217
20084315, 18, 28, 31-32
20085617-18, 23, 30, 66, 68
20085726-28, 30, 33, 36
20085946
20086119
2008667
20086723
20086813, 91, 130, 341, 605, 612, 620, 622, 627, 633, 732
20087119-20
20087416
200876278, 288
20087928
200929, 12
200931
2009417, 27
200964
2009821
20091325
20091415
20091534
2009184
20092210
20092319
2009246
200925327, 346, 363, 583
20092613-14
2009303, 37
20093119, 21
20093211
2009362-5
2009383-4, 6, 15-16
20094748
20095128, 30
2009523, 15-16
20095310
20095518
20096026, 29
20096215
20096616, 18
200971118
2010515
201065, 32, 143, 149-150, 214, 276, 296
201078
20101455
2010154
20102113, 120, 133, 137
201026130
20102812-13
2010294, 7, 9-10, 13-16, 24, 26, 28, 31-32
2010311
201032243, 267
20103618-19
201039228, 256, 299, 345, 440, 449, 486, 545, 551, 581, 611, 620, 654
2010474-5
20105023, 36
20105436, 58, 108-109, 113, 153-154, 173
20105697, 240
2010637, 11
20106423
2010655
20106915, 17
2010714, 24
2010725, 8, 10, 25, 27, 30, 40-41, 46, 70-71, 74-75, 81-82, 92-93
201133-5, 7-9, 33
201145, 10, 12, 14, 16-17, 19
201164
201187, 11
2011105, 74, 154-155, 158-159, 164, 170
20111313
2011148, 10-11, 19
2011158, 11, 14
20111912
20112058, 61, 88, 93
2011237-8, 10, 16, 21, 23, 28-30, 33, 41, 46-48, 61-62
2011256, 8, 17, 39-43
20112733
2011292, 107, 112, 115
20113117-19
20113311, 13, 15
20113911
20114023, 35, 40, 154
2011481-3
2011498-9
2011521, 14
20115319, 21
2011551, 107, 173, 178, 194, 289, 606
20115614, 18-19
201159153, 156, 168, 211, 218, 221, 239, 244, 273-277, 283, 356, 378, 380, 439, 446, 449, 487, 562
20116014
2011613, 9
20116221, 58-59, 61
2011666
2011671-3, 9-10, 19
201168154, 164, 371, 384, 402, 407, 418, 420, 442, 506
2012311-14
201246, 35
20127264, 267, 343, 355, 394-395
201288
2012925
20121014-15
20121295, 207-208
20121317
20121424, 26
20121714
20121811
201219442, 463
20122010
2012229, 11
2012251
2012269-10
20123015
20123245, 66
20123311
20123817, 23, 102
2012421-5, 9
20124361
2012487
2012514
2012521, 6, 25, 36, 63, 83, 89, 93, 98, 111, 119, 125, 127, 132-133, 136, 329-330
20125320, 33, 50, 60
20125496, 100, 107, 496, 554, 561, 611-612, 851, 1011-1012, 1039, 1082, 1093, 1146, 1206, 1267, 1272-1273, 1278, 1297-1298
20125513
2012579, 12
20125832, 35
2012592, 6-7, 313-314, 316, 318-319, 338, 340-341, 361, 447, 456, 517, 522, 548, 550, 553-554, 587, 592, 595, 597, 600, 779, 786, 803, 809, 816, 854
20126345, 47
2012652, 4-5, 17-18, 22-23, 26, 34, 43-45, 47-48, 56, 80, 84
20126726, 125, 138, 179-181, 183, 185-189, 315, 317
20134162, 270, 277, 281, 285, 287, 409, 495, 505, 731, 750, 846, 1083, 1095, 1105, 1114, 1117, 1137, 1154, 1157, 1177, 1341, 1352, 1372, 1375, 1460, 1544
201374, 20
2013938, 114, 243, 328, 468
201314312, 315, 353, 364, 396-397, 559
2013161, 17, 21, 183, 236
20132086, 170-171, 192, 195, 197-198, 452, 468, 528, 707, 719
20132314
20132442
20132620
2013282, 354, 429-430
20133010, 12
20133231, 41, 71, 73, 139, 168, 170
2013346, 10, 12, 14-15, 23
20133755, 131, 156, 214, 217-218, 236
20134628, 51, 87, 92
2013477
2013523, 29
20135614, 172, 183, 387, 489, 528, 623, 679, 721, 795, 803-804, 807-808, 914, 968, 986, 992, 1159
20135710, 24
2013628, 13, 16, 29
201364334, 346
20136848, 50
2013695, 11-12, 65
20137093
20137118
20144256, 266, 282, 290, 306, 345, 407, 416, 426, 443, 537, 539, 546
2014815
2014922-23, 25
20141512
20141716-17, 19
20141817-18
2014222
201423233, 256, 365, 471, 480
2014252
20142739
20142835, 114, 123
2014311
2014331-2, 22-23
20143410, 31
20143637, 301, 377-378, 519, 588, 645
2014448, 10
20144519
2014502, 6, 16
20145114
2014524-5, 10, 25
20145434, 42, 243, 317, 396, 466, 588, 592, 595-596, 892, 899, 901, 903, 945, 1016, 1021, 1066, 1100, 1104, 1118-1119, 1192, 1204, 1238, 1248-1249, 1251, 1258, 1286, 1292, 1312, 1341, 1384, 1392-1393
20145867
2014592, 35
201464342, 352, 354, 413, 485, 508
2014672, 23, 42, 65, 255, 452
20147318, 418-419, 745, 807-808, 818, 828, 889, 1044, 1046
2014745, 15, 18, 20-21, 26
20147681, 89, 95-96, 123, 128, 133, 156, 166-169
2015225
2015411
2015865, 123, 458, 465, 508-509, 598, 648-649, 672-673, 735-736, 750, 946, 950
2015917
20151117-19
2015129
20151416
2015162, 43, 108-109, 283, 360, 369, 371, 382, 443, 633, 841, 858
20152220
20152358, 121, 361, 372, 473, 475, 602, 604, 614, 819, 826, 829, 845, 853, 857, 868, 870, 876, 908
20152621
2015304-5, 11, 20, 22-23, 27, 32, 38-39, 44, 46, 52
20153124-26
20153212
20153414, 16, 24, 41-43, 184, 249, 256, 271
2015387
2015402
2015447, 10, 14, 26
2015466, 67, 453
2015472, 18-19
20154817-18
20155012
201555297, 485-486
20155746
20156018
2015628, 21, 28, 40-41
201563131-132, 138, 148, 634, 668, 670, 672, 786, 1072, 1194, 1685, 1742-1743, 1776, 1778, 1866, 1990, 1994-1995, 2275-2276, 2291
20156537, 40
20156616
20156810, 15
2015728
20157411, 39, 42, 72, 80-81, 228, 240, 412, 519, 556, 558, 766
2016121, 23
201651, 118, 190-191, 297, 715, 747, 943
20161038, 59, 76
2016139
2016146-8, 11, 17-18, 22-24, 29, 33
2016178
20161844, 64, 69, 73-75, 86-87, 113, 167, 339
201619147, 151, 167, 171, 435
2016203, 95
2016279, 56, 376, 575, 878, 994, 996, 1002, 1013, 1021, 1047, 1059, 1097, 1105, 1107, 1114, 1127, 1238, 1271, 1280, 1293, 1302, 1309, 1313, 1330, 1472
20163235
2016361
20164373
20164481, 83, 85-86, 95, 120, 122, 132, 196, 475, 491, 495-496, 501, 617
2016461
20165237, 241, 627-628
20165318-19
20165513, 15, 56
201657344, 348, 372, 428, 430, 439-440, 442, 446, 448, 487, 500, 546, 553, 560, 594, 615, 617, 652-653, 688-689, 727-728, 734, 836, 871, 1202-1203, 1251, 1725-1726, 1929
20165818
20165919
20166324-25, 100, 115, 120, 126, 206, 209, 211, 214, 224, 311
2016666, 8-9
2016674-5, 10, 14, 17, 19, 24, 29
20167021, 59
2016711
2017516
201771, 3
20171061, 63, 65, 67, 69, 71, 198, 202, 216, 227, 232, 234, 236, 238, 240, 242, 244, 247, 249, 251, 255
2017111, 3-5, 7-8
201717374, 376, 378, 386, 424, 459, 678
20172429-30, 35, 50, 127, 630, 634, 646, 648, 650
201731352, 578, 590, 598, 601, 646, 650, 685, 691, 694, 706, 727, 748, 794, 818, 1045
2017351
201740104, 147, 153-154, 162, 186, 188, 212, 224, 297
20174541-45
20174811, 13, 17, 49, 54, 67, 93, 803-805, 864
2017501, 47
2017526, 8, 11, 20
20176534
20176733, 164, 316, 325, 330, 376, 423, 522, 559-560, 562, 702, 724
2017688-9, 14, 27-28, 31
20177463, 191, 205, 208, 215, 220, 224, 233, 242, 262, 281-282, 314, 320, 347, 352, 365, 472, 654
20178014
20178121
20178230, 45, 48, 52
20178384, 94
2018213, 15
2018517
20187537
2018146, 10, 43, 153, 250, 256, 259-260, 286, 311
20181524
2018252, 35, 76, 87, 90, 95, 138, 236, 347, 359
20182933, 54, 58, 61-62, 65-66, 69, 94
20183121, 24, 68, 83, 90, 93
201833429-430, 433-434, 437
2018349, 13
2018404, 6
2018411
20184220, 26, 31-32, 105, 107, 120, 122, 163, 165, 207
2018468, 11, 24, 32, 38, 82
20184911, 373
2018517, 26, 31, 42, 47, 51-52, 54, 124, 138-139, 165, 167, 190, 192, 210-211, 231
20185249
2018541
20186320
2018641, 3, 6, 19, 21, 35, 37, 82, 98, 116, 143, 155, 206, 255-256, 361
20186512
2018672
20187224, 37, 122-123, 127, 129, 282, 350, 365
20187424
2018759, 11, 145, 256, 278, 583, 638
20187731
20187847, 49
20188015, 17
20188512
2019223, 25
2019319
2019669-70
201920153-156, 221
2019231
20192512-13, 18, 20, 22, 38, 44-45, 49, 52, 57, 61-62, 64-65, 87, 125, 134, 141, 215, 282, 288, 290, 296, 322
20192618
201931216, 242, 379, 556
20193832
2019391
20194032
20194494, 127-128
2019499, 55, 57, 59-60, 109, 117
20195254
2019541
201958174, 238
20196415, 17
20196717, 28
2019762
20198044, 63
20198421
20198524
2019862, 4, 6, 10, 15-16, 33, 92, 105, 178
2019924, 8, 80-81, 84, 100, 105, 108, 117, 160
20199321
20199429, 33, 95, 166, 196
20199720
20199832
201910113, 16, 30, 35, 39, 49, 86, 134, 168
20205284, 429, 451, 493-494, 540, 567
2020818
2020122, 14, 16, 81, 108-109, 122, 128, 139-140, 142-143, 184-185, 197, 199, 222, 239, 243, 251, 267, 285, 344, 359, 381
2020165, 10, 15, 19, 45, 51, 56, 72-74, 78-79, 81, 83, 98-99, 112, 120, 125, 133, 146, 149, 159, 271, 281-282, 288, 300
2020176, 17
2020204-5, 7-8, 12, 15, 22, 24, 26-27, 30-31, 37, 41-43, 49, 52-57, 69, 75-76, 79-81, 86, 93-94, 96, 102, 116, 118, 124-125, 129, 132, 135, 141-143, 148, 155, 157, 166-167, 191, 201, 207-208, 221-222, 224-226, 230, 237, 241-242, 244-247, 252, 259, 265, 268-270, 273, 277-279, 285, 289-291, 299, 304-306, 311, 313-314, 316, 319, 322, 325-326, 358, 370-372, 428-429, 435, 442-443, 462, 466, 496
20202418, 31, 109, 142, 149, 157, 433-434
2020266, 24, 321, 363, 477-478, 486, 527, 660, 664-665, 710, 899
20202914-15, 42, 64, 122
2020313, 7, 20
2020421-2, 35, 81-82, 101, 103, 129, 163, 188
2020434
2020494
202050139, 264, 286, 295, 304, 310, 312, 315-317, 324-326, 328, 330-331, 356, 364, 368, 373, 395, 414, 421-423, 429, 431, 437, 439, 442, 445, 449, 458, 461
20205412-13, 21, 171, 174, 188, 233
2020615
2020624-6, 10-11, 23-24, 34, 38, 47, 67-69, 71, 77, 85, 94, 97-99, 230, 255-257, 260, 277, 280
2020687
2020694-5, 7-9, 11-12, 15, 20, 22, 25, 27, 29, 46, 63-67, 79, 119-120, 122, 124, 137, 146, 203-205, 207-208, 210, 216, 219, 293, 632
2020733, 10, 12, 45-46, 74, 91, 98-99, 122, 274, 279, 302, 306, 346, 376, 459-460, 474-476, 489, 491, 494, 506, 539, 644, 646-647, 660, 676, 685-686, 706, 718, 733, 750, 759, 831, 849, 864, 880, 883
2020743, 66, 69-70, 77
202085169, 172, 190, 192, 622, 626, 628, 656, 797, 1009, 1020-1023, 1030, 1055, 1178, 1217
2020871-2, 4, 7, 88, 104, 183, 185, 187, 250-252
20217443, 445, 646-647, 661, 677, 732, 741, 757, 762
2021127
2021194, 11, 16, 23, 36, 42, 51
2021218
202122599, 615, 621-622
20212312, 24-25, 30, 33-34, 37, 53, 62-63, 84, 128-129, 136, 169, 173, 183, 194, 211, 218, 306, 308, 340-341, 471, 603
20212697, 99, 277-278, 296, 330
2021274, 6-11, 13-15, 17
2021281, 3, 5-6, 8, 18, 41
20213463, 283, 348, 425, 430
20213550
20213712, 25, 37, 53, 57, 69, 72, 100-101, 105, 107-108, 130, 134, 141-142, 144, 150, 152, 154-155, 192, 194-195
20214926, 96, 171
2021504
20215220
202157215, 236
20216011
20216269
20216621
2021713, 13, 115, 187, 306-307
2021724-5, 19, 24, 26, 32, 34, 45, 49, 54, 96, 109, 124, 126, 134, 136-138, 172, 174, 177, 181-183, 185, 217, 221-223, 227, 229-230, 232, 240, 243, 247, 249, 254, 271-272, 285
2021742, 152, 233, 395, 398
2021781-11, 13-15, 20, 25, 27, 29-30, 47, 50-51, 56, 58-59, 157-158, 340, 362, 369-370
202242, 4, 8, 31, 33, 48, 51, 57
2022816, 18-20, 23-25, 36, 53, 61, 68
20221033, 143-144, 278, 971, 989, 991, 1064, 1069-1070, 1076, 1079-1081, 1087, 1092, 1101, 1107, 1118, 1134, 1157, 1159, 1163, 1257
2022161, 3-4, 12
202218139, 145, 205, 266, 294, 296, 311, 314, 412, 429, 515, 544, 631, 641, 653, 762
20222013, 65, 87
20222681, 143, 160, 301, 346, 349
2022299, 31, 46-47, 51, 55, 58-59, 68, 71, 96, 137, 140-141, 146, 149, 164, 221-224, 233, 312, 495
20223261, 370, 561, 564-567, 578, 580, 582, 585-586
202234242, 550-553
2022371, 13, 16-18, 22, 28-30, 33, 37-38
2022388, 13, 16, 19-20, 24-29, 31-32, 39-41, 43, 46, 99-100, 103
2022415-6, 8-9, 22, 25, 29, 31-33, 40, 42, 44
20224247
2022431-5, 7-8
2022465
20224725-26, 101, 103, 155
2022487
2022513-5
20225351
20226196, 152
2022634, 9, 23-24, 26, 169, 183
2022682, 11, 14, 18, 22, 26-28, 33, 35-37, 40-41, 45, 48, 51, 58, 61, 68, 70-71, 79-81, 83-85
2022708, 66, 73, 279
202272371, 378, 406, 469-470, 474, 563, 591
20227437-38
20227629, 48, 63, 204-205
20227811
20228530
2023410, 13, 15, 25-27
2023515-16
20238195, 200, 327, 329, 444, 459, 463, 465-466, 469-470
20231596, 148, 155, 161, 169, 182, 235, 240, 243, 266, 291, 333, 380, 385, 395, 405, 424, 519
20231615
20231827
2023201-2, 140, 143, 149, 246, 321
20232259
2023261, 34, 354, 403, 556, 558, 567
20233040, 400-401, 407
20233511
2023372, 9-10, 15, 17, 22, 24, 30, 34, 47, 51-52, 54, 61, 63, 69, 74, 79, 83, 95, 103, 105, 110, 114-115, 117, 124, 134, 146-147, 152, 159, 163, 178, 198-199, 205, 210, 215, 219, 237, 252, 317, 374, 379, 398, 400-401, 548, 600, 633
2023392, 7-8, 11, 32
20234012, 15, 19, 33, 37, 39-40, 48, 191, 197, 374, 397
20234513, 15, 21, 25-33, 75, 108
2023461
20234886-87
20235119, 34
2023594
2023612, 19-21, 26-27, 31-32, 36, 42-43, 49
2023624, 31, 60, 62, 64, 67, 70, 146, 176-177, 294, 297, 322, 339, 541, 711-712, 769, 941, 957, 1137
2023687, 10, 23, 25, 35, 41, 79, 100, 107, 187, 190, 214, 264, 274
20237320, 79, 102, 108, 112, 274, 316, 471
20237524
202379365
20238115, 76
2023838, 23, 26, 34, 255, 453
2023852, 6
2023861
202411221, 236, 298, 315-316, 322, 343, 461, 505, 510-511, 523, 537, 576, 599-600, 703, 711-712, 717, 728, 733, 745, 747-748, 829
2024208, 11, 14, 16-18, 27, 29-30, 33-36, 38
20242522-23, 74, 337, 366, 647
20243222
20243420, 117, 160, 356, 375, 383-386, 396, 413, 418-419, 718-719, 749
2024382
20243968, 74-75, 81, 116, 192
20244179, 109, 111, 113-114, 188, 200, 204, 265-266, 275
2024451, 3
20244854
2024491
20245323
202458100, 131, 155, 180, 190, 205, 207, 212, 215, 217, 222, 256, 267, 276
20246028
20246584-85, 150-151, 328, 442, 463, 496-497
20246949, 51, 78, 94, 151-156, 239, 263, 305, 307, 311, 342, 348, 351, 358, 371, 375, 378, 381, 386-389, 392, 394, 403, 405, 676, 700
2024713
20247250, 52
2024775, 12-13, 32, 40, 66, 203, 206, 248, 285, 311, 313, 316
2024835, 7, 14, 17, 50-53, 90-91, 112, 126, 147, 157, 161, 164, 176, 189, 195, 201-202, 207, 215, 217-218, 220-221, 223, 261, 320, 783, 821
202485137, 149, 219, 235, 386, 442, 605
202493197, 202, 221, 224, 813, 817-818, 847-848, 1047, 1267, 1279-1281, 1321, 1537, 1590, 1628, 1632, 1698, 1700, 1703, 1775, 1786-1787, 1804
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 40

Þingmál A116 (tekju- og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Halldór Stefánsson - Ræða hófst: 1928-03-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1966-04-18 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 87

Þingmál A74 (verðstöðvun)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Björn Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-12-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A74 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (atvinnuöryggi)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-11-16 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1970-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 92

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 97

Þingmál A99 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1976-04-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 98

Þingmál A159 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (frumvarp) útbýtt þann 1977-02-11 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
8. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1976-10-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A1 (fjárlög 1978)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A342 (lánsfjáráætlun 1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1977-12-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 100

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1979-04-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A8 (aukning orkufreks iðnaðar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A360 (orkuverð til fjarvarmaveitna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1980-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B48 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
35. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 104

Þingmál A97 (byggðastefna)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-28 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 105

Þingmál A15 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 1982-10-14 15:00:00 [PDF]

Þingmál A81 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (frumvarp) útbýtt þann 1982-11-10 00:00:00 [PDF]

Þingmál A195 (viðmiðunarkerfi fyrir laun)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1983-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00 [PDF]

Þingmál B64 (um þingsköp)

Þingræður:
26. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1983-01-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A97 (skattheimta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00 [PDF]

Þingmál A191 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 107

Þingmál A25 (tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Stefán Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (aflamark á smábáta)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Páll Pétursson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A267 (stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1985-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A456 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-03 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A457 (Framkvæmdasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 (skýrsla ríkisstjórnarinnar um kjaradeilurnar)

Þingræður:
4. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B24 (umræður utan dagskrár)

Þingræður:
10. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A134 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-12-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjal nr. 311 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-12-18 00:00:00 [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1985-12-11 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Helgi Seljan (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A303 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1986-02-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A54 (réttarstaða heimavinnandi fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-16 00:00:00 [PDF]

Þingmál A342 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00 [PDF]

Þingmál A415 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-11 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 110

Þingmál A315 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (frumvarp) útbýtt þann 1988-02-26 00:00:00 [PDF]

Þingmál A457 (kjararannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (þáltill.) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 115

Þingmál A1 (fjárlög 1992)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1991-12-20 18:33:00 - [HTML]

Þingmál A167 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1991-12-06 21:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (vatnsveitur sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-12-21 13:40:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-12-21 19:44:00 - [HTML]

Þingmál A449 (skipulag á Miðhálendi Íslands)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1992-04-10 11:57:00 - [HTML]

Þingmál A458 (veitinga- og gististaðir)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1992-04-13 15:00:00 - [HTML]

Þingmál A534 (Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1992-05-18 18:52:59 - [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 1992-07-21 - Sendandi: BHMR - [PDF]

Þingmál B75 (staða íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl.)

Þingræður:
61. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1992-01-07 19:10:00 - [HTML]

Löggjafarþing 116

Þingmál A21 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-16 16:09:38 - [HTML]

Þingmál A28 (lagaákvæði er varða samgöngumál)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Halldór Blöndal (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1992-09-16 13:50:44 - [HTML]

Þingmál A97 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1992-10-15 13:41:59 - [HTML]

Þingmál A157 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 1992-10-26 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A228 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1992-11-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingræður:
173. þingfundur - Guðjón Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-05-06 21:53:28 - [HTML]

Þingmál A354 (fullgilding samnings um fríverslun milli Íslands og Færeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-02-16 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - Ræða hófst: 1993-03-10 13:45:04 - [HTML]

Þingmál A454 (Norræni fjárfestingarbankinn)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1993-04-01 14:20:21 - [HTML]
150. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-01 14:25:16 - [HTML]

Þingmál A489 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-04-19 14:58:44 - [HTML]

Þingmál A566 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B231 (staða sjávarútvegsins)

Þingræður:
151. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1993-04-02 13:49:03 - [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A18 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A39 (umhverfisgjald)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 1993-10-21 11:25:45 - [HTML]

Þingmál A103 (réttarfar, atvinnuréttindi o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 1993-12-07 - Sendandi: Nefndarritari - [PDF]

Þingmál A196 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1993-11-11 16:24:28 - [HTML]

Þingmál A219 (veiting ótakmarkaðs dvalarleyfis)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðrún J. Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1993-11-22 18:30:01 - [HTML]

Þingmál A233 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1993-11-23 15:30:10 - [HTML]
62. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-12-16 10:57:05 - [HTML]
66. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1993-12-18 01:17:54 - [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1993-12-16 11:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 218 - Komudagur: 1993-12-03 - Sendandi: BHMR, - [PDF]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-05-05 10:39:43 - [HTML]

Þingmál A280 (skuldastaða heimilanna)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 1994-05-10 14:26:50 - [HTML]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1994-05-04 01:03:24 - [HTML]

Þingmál A285 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-01 14:08:07 - [HTML]

Þingmál A341 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Gísli S. Einarsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-10 14:37:29 - [HTML]
122. þingfundur - Egill Jónsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 1994-03-29 17:14:08 - [HTML]

Þingmál A378 (stefnumótandi byggðaáætlun 1994--1997)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-02-17 15:18:02 - [HTML]

Þingmál A468 (sala ríkisins á SR-mjöli)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-03 01:02:28 - [HTML]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-28 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A547 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1994-05-04 13:41:19 - [HTML]

Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-05-05 09:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-08 10:33:14 - [HTML]
152. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-05-05 22:06:05 - [HTML]

Þingmál A614 (samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-04-28 10:50:57 - [HTML]
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-28 18:11:33 - [HTML]
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1994-04-28 18:33:51 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A3 (lánsfjárlög 1995)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-25 17:20:21 - [HTML]
67. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1994-12-27 17:37:23 - [HTML]

Þingmál A7 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A22 (skipun nefndar um vatnsútflutning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 1994-10-04 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Jón Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-10-13 15:39:35 - [HTML]

Þingmál A56 (samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Svavar Gestsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-02-24 17:13:22 - [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 1994)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1994-10-19 14:36:00 - [HTML]

Þingmál A126 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-01 13:34:03 - [HTML]
96. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1995-02-16 22:24:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 1994-11-29 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 1994-12-02 - Sendandi: Kennarasamband Íslands-Hið íslenska kennarafélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 1994-12-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir umsagnaraðila- samantekt - [PDF]
Dagbókarnúmer 362 - Komudagur: 1994-12-06 - Sendandi: Skólaskriftofa Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 1995-03-24 - Sendandi: Kennarasamband Íslands-Hið íslenska kennarafélag - Skýring: Ýmsar ályktanir - [PDF]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir - Ræða hófst: 1994-11-08 17:32:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 596 - Komudagur: 1994-12-19 - Sendandi: Háskóli Íslands, B/t uppeldis- og kennslufræði - [PDF]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-11-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (framfærsluvísitala)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-02 12:37:54 - [HTML]

Þingmál A246 (úttekt á námskrám og kennslubókum með hliðsjón af jafnréttislögum)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-12-02 13:43:25 - [HTML]

Þingmál A255 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-02-07 16:16:20 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál B43 (sala ríkisvíxla og fjármögnun ríkissjóðs)

Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-11-07 15:14:42 - [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-22 15:39:50 - [HTML]

Þingmál A27 (Alþjóðaviðskiptastofnunin)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-05-30 15:09:09 - [HTML]

Þingmál A28 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 1995-06-01 14:35:36 - [HTML]
13. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-01 17:56:33 - [HTML]

Þingmál A37 (samningur milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-06-08 17:33:59 - [HTML]

Þingmál A42 (úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-06-15 00:24:21 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A1 (fjárlög 1996)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-10-17 16:57:37 - [HTML]
13. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1995-10-17 18:51:57 - [HTML]

Þingmál A25 (umboðsmenn sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-10-10 14:59:45 - [HTML]

Þingmál A84 (þingfararkaup og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1995-10-16 17:11:05 - [HTML]

Þingmál A86 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 350 - Komudagur: 1995-12-07 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A94 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-03 12:02:39 - [HTML]

Þingmál A136 (staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-12-12 17:18:51 - [HTML]

Þingmál A147 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-15 18:17:09 - [HTML]
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1995-12-19 20:34:35 - [HTML]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1996-05-02 23:33:49 - [HTML]

Þingmál A171 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1995-12-20 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1995-11-23 16:15:09 - [HTML]
68. þingfundur - Stefán Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-12-16 10:32:00 - [HTML]
68. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1995-12-16 11:58:44 - [HTML]
68. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 1995-12-16 12:38:52 - [HTML]

Þingmál A215 (húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-07 15:30:38 - [HTML]

Þingmál A217 (háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1995-12-13 16:02:25 - [HTML]
64. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-13 16:44:39 - [HTML]

Þingmál A225 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1995-12-20 15:02:36 - [HTML]
76. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1995-12-21 13:50:52 - [HTML]
76. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-21 14:30:15 - [HTML]
76. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1995-12-21 14:34:25 - [HTML]

Þingmál A235 (ofbeldisefni í fjölmiðlum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Hjálmar Jónsson - Ræða hófst: 1996-01-31 14:43:44 - [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1996-05-09 12:46:47 - [HTML]
137. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 1996-05-14 13:37:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1695 - Komudagur: 1996-04-26 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1790 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A407 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1996-04-15 19:49:27 - [HTML]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 1996-05-21 14:51:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1777 - Komudagur: 1996-04-30 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A437 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1996-04-12 16:49:35 - [HTML]
157. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1996-05-31 13:49:27 - [HTML]

Þingmál A501 (grunnskóli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 1996-05-03 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1996-06-04 21:17:46 - [HTML]

Þingmál A525 (forsendur vistvænna landbúnaðarafurða)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1996-05-28 15:11:43 - [HTML]

Þingmál B298 (skýrsla um endurskoðun á útvarpslögum)

Þingræður:
135. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1996-05-10 13:45:57 - [HTML]
135. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-05-10 13:58:03 - [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A1 (fjárlög 1997)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1996-12-13 20:53:58 - [HTML]

Þingmál A7 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1996-11-12 14:27:23 - [HTML]

Þingmál A48 (fjáraukalög 1996)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1996-12-10 15:49:29 - [HTML]
40. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1996-12-11 15:48:42 - [HTML]

Þingmál A54 (fullgilding samnings um verndun víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-10-15 13:39:46 - [HTML]
8. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1996-10-15 14:12:53 - [HTML]

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1996-12-12 16:29:10 - [HTML]

Þingmál A102 (áhrif langrar biðar eftir læknisaðgerðum)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1997-03-21 14:41:56 - [HTML]

Þingmál A114 (stefnumörkun í heilbrigðismálum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-02 17:13:28 - [HTML]
32. þingfundur - Ásta B. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 1996-12-02 17:28:48 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1996-12-02 18:40:26 - [HTML]

Þingmál A146 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1996-11-14 15:50:56 - [HTML]

Þingmál A149 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-12-17 16:20:50 - [HTML]
47. þingfundur - Svavar Gestsson - andsvar - Ræða hófst: 1996-12-17 23:12:17 - [HTML]

Þingmál A175 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-02-04 18:39:16 - [HTML]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 1996-12-17 - Sendandi: Talnakönnun hf. - Skýring: (svör við spurningum um 180. mál) - [PDF]

Þingmál A181 (Þróunarsjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1996-11-21 10:39:56 - [HTML]

Þingmál A202 (sala afla á fiskmörkuðum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-03-03 15:57:57 - [HTML]

Þingmál A256 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1447 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A381 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1997-03-04 14:11:41 - [HTML]

Þingmál A409 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1997-03-11 18:33:50 - [HTML]

Þingmál A410 (lögræðislög)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1997-05-13 14:46:08 - [HTML]

Þingmál A528 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1997-04-18 12:41:46 - [HTML]

Þingmál A531 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1997-04-15 18:08:49 - [HTML]

Þingmál A533 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-04-15 20:56:01 - [HTML]

Þingmál A575 (vandi lesblindra)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1997-04-23 15:07:59 - [HTML]
110. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-04-23 15:13:22 - [HTML]

Þingmál B65 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995)

Þingræður:
20. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1996-11-07 10:34:31 - [HTML]

Þingmál B69 (staða jafnréttismála)

Þingræður:
16. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 1996-11-04 16:16:54 - [HTML]

Þingmál B341 (málefni barna og ungmenna)

Þingræður:
130. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-17 10:04:23 - [HTML]
130. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-05-17 10:47:26 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A1 (fjárlög 1998)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-10-08 14:37:14 - [HTML]

Þingmál A16 (efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1997-10-16 17:45:54 - [HTML]

Þingmál A23 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-10-06 16:31:50 - [HTML]

Þingmál A146 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1997-10-20 17:16:22 - [HTML]

Þingmál A175 (vopnalög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-05 15:16:23 - [HTML]

Þingmál A209 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 1998-03-05 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands - Skýring: (viðbótarupplýsingar) - [PDF]

Þingmál A287 (sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1997-12-04 14:23:21 - [HTML]

Þingmál A288 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 1998-04-28 22:37:52 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-05 16:30:33 - [HTML]
120. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 13:31:45 - [HTML]
120. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-07 14:27:44 - [HTML]
120. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-07 19:14:04 - [HTML]
120. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1998-05-07 20:24:37 - [HTML]

Þingmál A290 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-12-20 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-04 18:29:57 - [HTML]

Þingmál A303 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-16 23:34:14 - [HTML]

Þingmál A323 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-12-09 17:41:49 - [HTML]
48. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1997-12-18 23:12:08 - [HTML]
49. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1997-12-19 11:31:32 - [HTML]
49. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-19 11:46:47 - [HTML]

Þingmál A348 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-21 20:16:52 - [HTML]

Þingmál A349 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Guðmundur Bjarnason (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 1997-12-16 17:45:26 - [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Gísli S. Einarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-05-11 15:42:59 - [HTML]
124. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1998-05-11 16:15:24 - [HTML]
124. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-05-11 20:40:54 - [HTML]
124. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1998-05-11 23:47:08 - [HTML]
133. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-26 16:57:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1907 - Komudagur: 1998-04-18 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A376 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-05-27 13:58:45 - [HTML]

Þingmál A425 (eignarhald á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-19 13:14:44 - [HTML]

Þingmál A465 (skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-02-19 17:46:23 - [HTML]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-06 11:50:30 - [HTML]
81. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-03-06 13:28:58 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1998-05-14 13:34:00 - [HTML]
128. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-15 17:00:10 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1998-05-15 20:55:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1814 - Komudagur: 1998-04-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A508 (byggingar- og húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1998-03-10 16:43:50 - [HTML]

Þingmál A560 (eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 1998-06-05 14:03:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 1998-03-30 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A592 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Gunnlaugur M. Sigmundsson - andsvar - Ræða hófst: 1998-04-22 14:39:08 - [HTML]

Þingmál A642 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-05-08 18:03:01 - [HTML]

Þingmál A661 (gagnagrunnar á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-21 18:21:02 - [HTML]

Þingmál B304 (skýrsla viðskiptaráðherra um málefni Landsbanka Íslands)

Þingræður:
104. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-04-15 17:37:25 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A1 (fjárlög 1999)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1998-12-12 15:44:46 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-19 11:53:28 - [HTML]

Þingmál A23 (jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1998-10-07 14:47:51 - [HTML]

Þingmál A34 (útsendingarstyrkur ljósvakamiðla á Suðurnesjum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-11-18 14:09:25 - [HTML]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 1998-12-08 20:31:58 - [HTML]

Þingmál A122 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-12-19 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A135 (sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 1999-01-20 - Sendandi: Grund, elli- og hjúkrunarheimili, b.t. framkvæmdastjóra - [PDF]

Þingmál A173 (fjáraukalög 1998)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-19 10:44:37 - [HTML]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1998-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]

Þingmál A254 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-11-19 14:56:51 - [HTML]
28. þingfundur - Guðný Guðbjörnsdóttir - Ræða hófst: 1998-11-19 15:21:56 - [HTML]

Þingmál A322 (afnám laga um húsaleigu sem fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Vilhjálmur Egilsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-12-17 12:09:55 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1998-12-18 14:33:36 - [HTML]
52. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 1999-01-11 19:37:53 - [HTML]

Þingmál A414 (alþjóðleg viðskiptafélög)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-10 14:31:00 - [HTML]

Þingmál A452 (forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1999-02-17 19:58:11 - [HTML]

Þingmál A498 (jafnréttislög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-02-18 14:03:44 - [HTML]
69. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1999-02-18 14:48:01 - [HTML]
70. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1999-02-19 12:45:01 - [HTML]

Þingmál A520 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1999-02-19 19:07:20 - [HTML]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1258 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1291 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag - [PDF]

Þingmál A554 (viðbrögð Landsbanka og Búnaðarbanka við úrskurði kærunefndar jafnréttismála)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-03 15:47:06 - [HTML]
77. þingfundur - Finnur Ingólfsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-03-03 15:49:13 - [HTML]

Þingmál B73 (aðlögunarsamningur við fangaverði)

Þingræður:
15. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-10-22 13:37:23 - [HTML]

Þingmál B92 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1998-11-05 12:09:16 - [HTML]

Þingmál B106 (skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997)

Þingræður:
25. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-11-17 13:46:39 - [HTML]
25. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1998-11-17 16:25:22 - [HTML]
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1998-11-17 18:17:26 - [HTML]

Þingmál B310 (starfsemi Íbúðalánasjóðs og nýtt greiðslumat)

Þingræður:
75. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-03-02 13:51:39 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-10 14:18:06 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 1999-12-15 16:25:59 - [HTML]
46. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 1999-12-15 17:03:07 - [HTML]

Þingmál A19 (kjör einstæðra foreldra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1999-11-22 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A21 (starfsheiti landslagshönnuða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-02-09 15:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A24 (setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-05 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-21 10:52:16 - [HTML]
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 11:31:18 - [HTML]
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 11:34:22 - [HTML]
15. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 11:37:02 - [HTML]
15. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 11:56:20 - [HTML]
15. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 1999-10-21 12:02:18 - [HTML]
15. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 1999-10-21 12:20:01 - [HTML]

Þingmál A25 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1999-12-16 17:00:27 - [HTML]

Þingmál A59 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-01 15:47:05 - [HTML]

Þingmál A94 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Gísli S. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-10 14:13:10 - [HTML]

Þingmál A117 (fjáraukalög 1999)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-04 15:15:49 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 1999-12-07 15:37:32 - [HTML]
37. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 1999-12-07 17:36:03 - [HTML]
45. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-14 18:45:25 - [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: TAL hf. - Skýring: (A&P lögmenn fyrir TAL) - [PDF]

Þingmál A124 (framkvæmd alþjóðlegra samninga á sviði náttúruverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-05-11 10:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (staðlar fyrir mannafla á lögreglustöðvum)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hjálmar Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-10 13:37:12 - [HTML]

Þingmál A132 (frummatsskýrsla um álver á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Finnur Ingólfsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1999-12-08 14:51:56 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-03-21 17:34:46 - [HTML]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 999 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-11 18:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 1999-11-22 20:43:57 - [HTML]
105. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-05-04 10:52:46 - [HTML]

Þingmál A235 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-12-09 15:05:45 - [HTML]

Þingmál A239 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2000-02-01 19:58:50 - [HTML]

Þingmál A241 (bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-08 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1099 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-04 10:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1238 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-08 20:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1190 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Lífeyrissjóður starfsmanna Rvíkurborgar - [PDF]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1138 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-05-04 20:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1276 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-01 13:58:40 - [HTML]
53. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-02-01 14:14:39 - [HTML]
108. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-05-08 19:19:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2000-02-23 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi fél) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2000-03-20 - Sendandi: Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, Ingibjörg Davíðsdóttir formaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal, samantekt á umsögnum) - [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (lögleiðing ólympískra hnefaleika)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-15 15:51:00 - [HTML]

Þingmál A313 (íslenski hrafninn)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-02-16 14:19:56 - [HTML]

Þingmál A344 (verndun votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (svar) útbýtt þann 2000-03-13 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A358 (aukin fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2000-02-22 19:26:17 - [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1280 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 14:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-05-09 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-13 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1417 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-13 23:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-02-24 14:04:33 - [HTML]
71. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-02-24 15:46:53 - [HTML]
71. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2000-02-24 16:49:25 - [HTML]
71. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-24 17:06:54 - [HTML]
71. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2000-02-24 17:15:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2000-03-20 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1147 - Komudagur: 2000-03-21 - Sendandi: Náttúruverndarráð, Kolfinna Jóhannesdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2000-03-21 - Sendandi: Líffræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2000-03-21 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, Árni Finnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2000-03-23 - Sendandi: Hollustuvernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1234 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Héraðsskógar,skógræktarátak, Helgi Gíslason - [PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1237 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins, b.t. forstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Eyþing - Samband sveitarfél. Norðurl.e. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1448 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2000-04-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal - umsagnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1635 - Komudagur: 2000-04-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1738 - Komudagur: 2000-04-26 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (frumdrög að reglugerð ofl.) - [PDF]

Þingmál A400 (Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-24 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (NATO-þingið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A470 (Norræna ráðherranefndin 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-16 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A484 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-04-04 14:46:52 - [HTML]

Þingmál A485 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1646 - Komudagur: 2000-04-19 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2000-05-12 23:03:32 - [HTML]

Þingmál A522 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-04-11 18:49:27 - [HTML]

Þingmál A533 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A582 (staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2000)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-06 14:52:49 - [HTML]
94. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-04-06 14:55:52 - [HTML]

Þingmál A585 (fullgilding samnings um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 887 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (fullgilding Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (bað- og snyrtiaðstaða á hjúkrunarheimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1369 (svar) útbýtt þann 2000-05-11 10:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A612 (yfirlitsskýrsla um alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2000-04-13 12:35:21 - [HTML]

Þingmál A614 (skýrsla utanríkisráðherra um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2000-05-08 13:26:05 - [HTML]

Þingmál A643 (framkvæmd flugmálaáætlunar 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1303 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-09 20:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1998)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 11:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B28 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 1999-10-04 22:15:59 - [HTML]

Þingmál B108 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
17. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1999-11-02 14:06:54 - [HTML]

Þingmál B124 (málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna)

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-11-04 16:30:32 - [HTML]

Þingmál B378 (yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga um hækkun tryggingabóta)

Þingræður:
79. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-03-15 13:56:44 - [HTML]

Þingmál B501 (einkaframkvæmd við byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis í Sóltúni)

Þingræður:
109. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2000-05-09 13:42:32 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-30 10:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2000-10-05 16:53:26 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-05 18:48:34 - [HTML]
44. þingfundur - Gísli S. Einarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-08 13:57:50 - [HTML]
44. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2000-12-08 16:51:17 - [HTML]

Þingmál A9 (tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-04 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2000-10-12 13:08:08 - [HTML]

Þingmál A26 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2000-10-12 15:56:59 - [HTML]
15. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-10-30 17:19:49 - [HTML]

Þingmál A51 (löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (vátryggingarsamningar og Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-01-16 17:01:48 - [HTML]

Þingmál A92 (samkeppnishæf menntun og ný stefna í kjaramálum kennara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-16 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-10-19 16:16:54 - [HTML]

Þingmál A121 (siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-10-16 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-17 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A126 (ný stétt vinnukvenna)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-01 15:10:36 - [HTML]

Þingmál A128 (skert þjónusta Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2000-11-01 18:25:47 - [HTML]

Þingmál A160 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-21 16:26:55 - [HTML]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-11-03 11:48:47 - [HTML]

Þingmál A184 (málefni barna og unglinga í hópi nýbúa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (svar) útbýtt þann 2000-12-08 18:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A196 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-05 14:58:47 - [HTML]

Þingmál A197 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2000-11-20 16:07:30 - [HTML]
27. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2000-11-20 17:07:59 - [HTML]

Þingmál A199 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2000-11-09 11:14:50 - [HTML]

Þingmál A207 (afkomutrygging aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (þáltill.) útbýtt þann 2000-11-03 09:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-08 15:24:48 - [HTML]
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-03-08 16:50:20 - [HTML]

Þingmál A224 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2001-01-18 - Sendandi: Minjasafn Egils Ólafssonar - [PDF]

Þingmál A231 (gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (svar) útbýtt þann 2000-12-14 10:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-12-16 11:38:36 - [HTML]

Þingmál A235 (lögleiðing ólympískra hnefaleika)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2001-02-12 19:20:46 - [HTML]

Þingmál A239 (gerð neyslustaðals)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-08 17:05:49 - [HTML]
85. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2001-03-08 17:21:03 - [HTML]

Þingmál A243 (könnun á áhrifum fiskmarkaða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-02-19 16:45:16 - [HTML]

Þingmál A276 (heilbrigðisáætlun til ársins 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-16 17:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (varúðarregla, 15. regla Ríó-yfirlýsingarinnar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-12-06 14:53:57 - [HTML]

Þingmál A282 (áhrif hrefnustofnsins á viðgang þorskstofnsins)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2000-12-06 15:37:21 - [HTML]

Þingmál A284 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-03-01 11:46:41 - [HTML]
80. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-03-01 11:56:20 - [HTML]

Þingmál A312 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-29 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-04-27 11:07:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2001-01-16 - Sendandi: Dómstólaráð, Elín Sigrún Jónsdóttir frkvstj. - [PDF]

Þingmál A320 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-30 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A323 (rannsóknir á sviði ferðaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (svar) útbýtt þann 2000-12-15 17:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2000-12-15 12:38:01 - [HTML]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2001-02-19 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, - Félag ísl. stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A360 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-12-14 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-14 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A378 (úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-01-16 14:23:42 - [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-01-18 14:51:20 - [HTML]
61. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 16:26:36 - [HTML]
61. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-01-18 17:34:48 - [HTML]
61. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-18 18:01:32 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 10:43:58 - [HTML]
63. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-01-22 15:54:08 - [HTML]
64. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-01-23 16:33:59 - [HTML]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjálmar Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2001-05-19 21:34:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1339 - Komudagur: 2001-03-06 - Sendandi: Landssamband fiskeldis og hafbeitarstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2001-03-13 - Sendandi: Veiðimálanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1437 - Komudagur: 2001-03-15 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (brtl. og afrit af bréfi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2511 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Óttar Yngvason - [PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A450 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-02 15:05:57 - [HTML]

Þingmál A456 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 727 (þáltill.) útbýtt þann 2001-02-15 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-03 17:43:18 - [HTML]

Þingmál A463 (flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-03-07 15:38:23 - [HTML]

Þingmál A484 (réttur til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-03 18:12:29 - [HTML]

Þingmál A512 (framboð á leiguhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-03-15 16:09:18 - [HTML]

Þingmál A513 (viðhald sjúkrahúsbygginga)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ingibjörg Pálmadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-03-14 15:14:11 - [HTML]

Þingmál A521 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-10 14:25:09 - [HTML]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2001-05-10 22:23:18 - [HTML]

Þingmál A524 (rafrænar undirskriftir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-07 13:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A527 (velferðarsamfélagið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (þáltill.) útbýtt þann 2001-03-07 13:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (NATO-þingið 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-08 12:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1403 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-18 19:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-15 12:15:08 - [HTML]

Þingmál A543 (Norræna ráðherranefndin 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-08 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A548 (náttúruverndaráætlun)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2001-03-28 14:45:47 - [HTML]

Þingmál A565 (samningur um opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-03-13 18:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-04-05 11:57:53 - [HTML]
107. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2001-04-05 14:23:57 - [HTML]
128. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 16:53:53 - [HTML]
128. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2001-05-18 17:11:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2083 - Komudagur: 2001-04-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A568 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (frumvarp) útbýtt þann 2001-03-14 17:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A587 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (frumvarp) útbýtt þann 2001-03-28 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (Suðurlandsskógar)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Hjálmar Jónsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 22:15:35 - [HTML]

Þingmál A623 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2001-04-05 16:36:01 - [HTML]

Þingmál A624 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2058 - Komudagur: 2001-04-25 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A637 (landgræðsluáætlun 2002-2013)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2787 - Komudagur: 2001-06-29 - Sendandi: Landvernd, Tryggvi Felixson - [PDF]

Þingmál A655 (samningur um verndun Norðaustur-Atlantshafsins)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-23 16:27:10 - [HTML]

Þingmál A670 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1442 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-05-19 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A675 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2001-04-06 10:48:02 - [HTML]
124. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-16 12:10:26 - [HTML]

Þingmál A688 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 16:35:05 - [HTML]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-19 22:44:26 - [HTML]

Þingmál A709 (ábúðarlög)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Hjálmar Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-04-30 16:51:45 - [HTML]

Þingmál A719 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2805 - Komudagur: 2001-08-24 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2819 - Komudagur: 2001-09-06 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2821 - Komudagur: 2001-09-10 - Sendandi: Selfossveitur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2824 - Komudagur: 2001-09-11 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2835 - Komudagur: 2001-09-14 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2836 - Komudagur: 2001-09-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skrifstofa borgarstjóra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2837 - Komudagur: 2001-09-17 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2840 - Komudagur: 2001-09-20 - Sendandi: Akraneskaupstaður, bæjarskrifstofur - [PDF]

Þingmál A731 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2001-05-18 22:33:05 - [HTML]

Þingmál A732 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-11 18:29:42 - [HTML]
129. þingfundur - Ásta Möller (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 15:23:20 - [HTML]
129. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 15:25:18 - [HTML]
129. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-19 15:58:12 - [HTML]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2001-05-16 09:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1384 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-16 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-05-14 14:52:07 - [HTML]
122. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-05-14 16:11:47 - [HTML]
122. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2001-05-14 19:09:18 - [HTML]
122. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-14 21:43:34 - [HTML]
123. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-15 10:46:17 - [HTML]
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-15 12:14:22 - [HTML]
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-15 13:30:44 - [HTML]
123. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-05-15 15:12:45 - [HTML]
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-15 17:48:23 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2001-05-16 15:50:21 - [HTML]

Þingmál B9 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumræður))

Þingræður:
2. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2000-10-03 21:09:15 - [HTML]

Þingmál B76 (kjaramál framhaldsskólakennara)

Þingræður:
17. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2000-11-01 13:53:14 - [HTML]

Þingmál B85 (laxeldi í Mjóafirði)

Þingræður:
19. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-11-02 10:39:01 - [HTML]

Þingmál B110 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
24. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 2000-11-14 14:07:15 - [HTML]

Þingmál B346 (staða almenningsþjónustu á landsbyggðinni)

Þingræður:
80. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-01 13:41:09 - [HTML]
80. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-01 13:46:26 - [HTML]

Þingmál B375 (skýrslutökur af börnum)

Þingræður:
87. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-03-13 16:36:43 - [HTML]

Þingmál B423 (vændi á Íslandi)

Þingræður:
98. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2001-03-27 14:01:14 - [HTML]

Þingmál B545 (frumvarp um kjaramál fiskimanna)

Þingræður:
123. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-15 10:14:32 - [HTML]

Þingmál B552 (frumvarp um kjaramál fiskimanna)

Þingræður:
124. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2001-05-16 10:11:42 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A1 (fjárlög 2002)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-04 17:32:04 - [HTML]
4. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-10-04 17:52:42 - [HTML]
36. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2001-11-27 18:36:37 - [HTML]
46. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-07 12:29:31 - [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-10-01 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A4 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-16 18:30:59 - [HTML]

Þingmál A8 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 523 - Komudagur: 2001-12-17 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A9 (áfangaskýrsla um nýtingu vatnsafls og jarðvarma)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 284 - Komudagur: 2001-11-29 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2001-11-29 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A16 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-30 18:49:09 - [HTML]

Þingmál A20 (velferðarsamfélagið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-04 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-08 16:12:57 - [HTML]

Þingmál A25 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 700 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Félag ráðgjafarverkfræðinga - [PDF]

Þingmál A29 (siðareglur í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-03 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-19 15:02:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Þjóðhagsstofnun - [PDF]

Þingmál A42 (brunatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-11-08 11:54:05 - [HTML]

Þingmál A43 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-12 14:21:05 - [HTML]

Þingmál A46 (rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-11-15 14:09:33 - [HTML]

Þingmál A57 (afkomutrygging aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-08 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - andsvar - Ræða hófst: 2001-10-09 17:50:14 - [HTML]
45. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-12-06 14:23:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 293 - Komudagur: 2001-11-29 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A128 (fjáraukalög 2001)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Kristján Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2001-11-21 19:02:59 - [HTML]

Þingmál A135 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-02-04 20:47:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A158 (stofnun þjóðgarðs um Heklu og nágrenni)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ármann Höskuldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-10-18 17:55:03 - [HTML]

Þingmál A168 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 875 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-02-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 927 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-07 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2001-10-18 11:23:06 - [HTML]

Þingmál A177 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2097 - Komudagur: 2002-04-30 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2001-11-05 17:23:06 - [HTML]
51. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-12-12 23:38:07 - [HTML]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 530 - Komudagur: 2001-12-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A230 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 2001-12-03 - Sendandi: Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - [PDF]

Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 580 - Komudagur: 2002-01-07 - Sendandi: Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - [PDF]

Þingmál A260 (greiðslumark í sauðfjárbúskap)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Árni R. Árnason - Ræða hófst: 2001-12-05 15:14:53 - [HTML]

Þingmál A285 (skráning skipa)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-11-20 15:24:44 - [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-01-22 14:21:51 - [HTML]

Þingmál A321 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (eldi nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-28 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1045 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-03-26 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1156 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-08 17:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2002-02-26 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins - [PDF]

Þingmál A343 (vistvænt eldsneyti á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (þáltill.) útbýtt þann 2001-12-07 10:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A344 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-05 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1025 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1157 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-08 17:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A347 (bókhald, ársreikningar og tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Deloitte & Touche hf - [PDF]

Þingmál A348 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2001-12-13 15:27:11 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2001-12-14 12:19:30 - [HTML]

Þingmál A359 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-04-24 10:30:01 - [HTML]

Þingmál A384 (samgönguáætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Olíudreifing ehf - [PDF]

Þingmál A386 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-22 12:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Grindavíkurkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Hafnasamband sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A389 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - Ræða hófst: 2002-01-31 17:31:24 - [HTML]

Þingmál A392 (staða og þróun löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2002-04-23 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (afnám gjalds á menn utan trúfélaga)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-02-07 17:47:34 - [HTML]
73. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-07 18:10:27 - [HTML]

Þingmál A425 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2002-01-28 18:15:02 - [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 2002-02-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1400 - Komudagur: 2002-03-21 - Sendandi: Háskóli Íslands, skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A492 (verndun hafs og stranda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2002-03-13 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2002-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra kaupskipaútgerða - [PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - Ræða hófst: 2002-03-21 15:21:08 - [HTML]
103. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2002-03-22 16:29:19 - [HTML]

Þingmál A510 (NATO-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-14 11:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (stefna í byggðamálum 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-19 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1407 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-27 16:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2002-03-21 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A539 (Vísinda- og tækniráð)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2002-02-28 12:06:49 - [HTML]
85. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-02-28 13:37:11 - [HTML]

Þingmál A545 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2002-03-11 22:57:47 - [HTML]

Þingmál A549 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2056 - Komudagur: 2002-04-22 - Sendandi: Raunvísindastofnun Háskóla Íslands - Skýring: (ums. um 549., 539. og 553. mál) - [PDF]

Þingmál A550 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-03-07 12:14:50 - [HTML]

Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A555 (landgræðsluáætlun 2003 -- 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2002-04-19 - Sendandi: Ísafjarðarbær - Skýring: (sama ums. og frá Skjólskógum) - [PDF]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-26 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1293 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-03-04 20:00:25 - [HTML]
125. þingfundur - Jóhann Ársælsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-04-22 10:22:16 - [HTML]
125. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-04-22 16:49:49 - [HTML]

Þingmál A575 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1333 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-22 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-03-12 18:53:41 - [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-03-07 16:39:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1759 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Skjólskógar, Vestfjörðum - [PDF]

Þingmál A594 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1148 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1149 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Lyf og heilsa - Hagræði hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A605 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-08 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-12 18:14:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2002-03-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A616 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 964 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-12 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1231 (breytingartillaga) útbýtt þann 2002-04-17 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1432 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-05-02 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1461 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-05-02 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-25 15:36:24 - [HTML]
104. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-03-25 15:56:54 - [HTML]

Þingmál A622 (breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A624 (áfengis- og vímuefnameðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (svar) útbýtt þann 2002-04-26 09:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1034 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-21 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1434 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-30 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1443 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 16:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-03-22 11:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2002-09-02 - Sendandi: Sorpeyðing höfuðborgarsvæðis bs - [PDF]
Dagbókarnúmer 2332 - Komudagur: 2002-09-19 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2335 - Komudagur: 2002-09-26 - Sendandi: Sorpurðun Vesturlands hf. - [PDF]

Þingmál A662 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A663 (steinullarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2002-04-29 16:53:53 - [HTML]

Þingmál A665 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (fullgilding Stokkhólmssamnings um þrávirk lífræn efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-04-09 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-05-02 12:09:44 - [HTML]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-04-23 15:14:11 - [HTML]

Þingmál A729 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-04-20 18:52:44 - [HTML]

Þingmál A732 (staða framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar um jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-04-20 11:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B178 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2000)

Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2001-12-03 17:43:45 - [HTML]

Þingmál B284 (sala á greiðslumarki ríkisjarða)

Þingræður:
62. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2002-01-29 15:18:50 - [HTML]
62. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - ber af sér sakir - Ræða hófst: 2002-01-29 15:36:41 - [HTML]

Þingmál B492 (aukin vanskil og fjölgun fjárnáma í landinu)

Þingræður:
115. þingfundur - Gísli S. Einarsson - Ræða hófst: 2002-04-09 16:16:39 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-01 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2002-11-27 15:29:22 - [HTML]
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-11-27 20:18:49 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2002-12-05 14:45:55 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2002-12-05 16:37:15 - [HTML]

Þingmál A3 (matvælaverð á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-10-07 16:27:35 - [HTML]

Þingmál A4 (einkavæðingarnefnd)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2002-10-09 14:27:45 - [HTML]

Þingmál A8 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A10 (skattfrelsi lágtekjufólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-02 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2002-10-10 13:43:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 192 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Félag eldri borgara Garðabæ - [PDF]
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna - [PDF]

Þingmál A11 (aðgerðir til verndar rjúpnastofninum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2002-11-08 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A17 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-02 19:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A22 (velferðarsamfélagið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-10-29 16:52:29 - [HTML]

Þingmál A27 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A31 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Félag einstæðra foreldra - [PDF]

Þingmál A48 (samgöngur milli lands og Vestmannaeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-03 17:23:12 - [HTML]

Þingmál A49 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-01-27 16:52:54 - [HTML]

Þingmál A51 (könnun á umfangi fátæktar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-01-27 18:08:48 - [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2002)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Örn Haraldsson - Ræða hófst: 2002-10-14 16:04:15 - [HTML]
47. þingfundur - Gísli S. Einarsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-05 10:55:45 - [HTML]

Þingmál A69 (val kvenna við fæðingar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-10-16 14:10:46 - [HTML]

Þingmál A138 (reiknilíkan fyrir rekstur sýslumannsembætta)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-10-16 13:52:51 - [HTML]

Þingmál A140 (fjöldi lögreglumanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (svar) útbýtt þann 2002-10-30 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (afkomutrygging aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-14 16:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A191 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-12 15:01:34 - [HTML]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-12-10 20:24:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A227 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (atvinnuleysisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-28 11:07:19 - [HTML]
38. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-11-28 11:10:23 - [HTML]
38. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-11-28 11:15:09 - [HTML]

Þingmál A242 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A244 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-01 15:34:56 - [HTML]

Þingmál A260 (stytting þjóðvegar 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (svar) útbýtt þann 2002-12-02 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-14 09:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A324 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2002-11-11 16:20:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2002-12-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A331 (notkun Vífilsstaðaspítala fyrir aldraða hjúkrunarsjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (svar) útbýtt þann 2002-12-12 11:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (Vísinda- og tækniráð)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2002-11-18 15:51:12 - [HTML]
31. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2002-11-18 16:07:23 - [HTML]
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2003-01-21 16:32:51 - [HTML]

Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-07 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1173 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1205 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2002-11-12 15:07:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2003-02-03 - Sendandi: Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2003-02-21 - Sendandi: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf - [PDF]

Þingmál A345 (opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A346 (félagamerki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2002-11-29 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-14 10:59:12 - [HTML]

Þingmál A357 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2002-12-06 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A379 (ættleiðingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-12-04 18:05:03 - [HTML]

Þingmál A394 (breyting á XV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-27 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (skráning ökutækja)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-01-29 13:43:37 - [HTML]

Þingmál A405 (verkefni Umhverfisstofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Ráðgjafarnefnd um villt dýr - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A413 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-02 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2002-12-02 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 653 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-12-11 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 724 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-12-12 19:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 731 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-12-12 22:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-12 17:05:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 606 - Komudagur: 2002-12-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A423 (lyfjalög og læknalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A426 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-04 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (ársreikningar)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 10:53:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2003-01-21 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A438 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-12-10 19:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-12-12 23:27:02 - [HTML]

Þingmál A444 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2002-12-11 18:32:18 - [HTML]

Þingmál A446 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Tómas Ingi Olrich (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-03 16:20:10 - [HTML]
70. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2003-02-03 16:29:07 - [HTML]

Þingmál A457 (stofnun hlutafélags um Norðurorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1428 (lög í heild) útbýtt þann 2003-03-15 17:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Rafmagnsveitur ríkisins - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1164 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A464 (almannavarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-27 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 22:06:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 901 - Komudagur: 2003-01-31 - Sendandi: Geislavarnir ríkisins - [PDF]

Þingmál A469 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-03-11 16:17:04 - [HTML]

Þingmál A487 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 1998--1999, 1999--2000 og 2000--2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 804 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A500 (gerð neyslustaðals)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2003-02-05 13:38:59 - [HTML]
73. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-02-05 13:44:25 - [HTML]

Þingmál A508 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (frumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-02-26 14:25:59 - [HTML]
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-02-26 21:22:18 - [HTML]

Þingmál A510 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-01-22 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A518 (verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-23 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1194 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2003-03-08 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (um skipan lögbundinna verkefna Orkustofnunar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2003-03-10 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.) - [PDF]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1438 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-15 02:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1441 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Páll Pétursson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-02-06 12:16:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1014 - Komudagur: 2003-02-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2003-02-27 - Sendandi: Ráðgjafarnefnd um opinbert eftirlit - [PDF]

Þingmál A556 (neytendakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-30 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-01-30 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1143 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-10 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (þál. í heild) útbýtt þann 2003-03-13 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (Norræna ráðherranefndin 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-05 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (úthlutun sérstaks greiðslumarks í sauðfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (svar) útbýtt þann 2003-03-10 20:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Íslandssími hf - [PDF]

Þingmál A612 (lögmenn)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2003-03-03 16:15:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2003-04-15 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2003-05-07 - Sendandi: Orator, félag laganema við Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A619 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-02-18 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (NATO-þingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-27 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1614 - Komudagur: 2003-03-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A651 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2003-05-13 - Sendandi: Norður-Hérað - Skýring: (um 651. og 652. mál, sent frá landbrn.) - [PDF]

Þingmál A661 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1236 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-11 19:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1427 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-15 02:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1444 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A668 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (raforkuver)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-03-14 15:30:58 - [HTML]
101. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2003-03-14 17:21:07 - [HTML]

Þingmál A671 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A701 (reynslusveitarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1226 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-03-11 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B206 (vextir verðtryggðra bankalána)

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2002-11-04 15:17:13 - [HTML]

Þingmál B220 (vændi)

Þingræður:
22. þingfundur - Drífa Snædal - Ræða hófst: 2002-11-05 15:10:18 - [HTML]

Þingmál B380 (launamunur kynjanna hjá hinu opinbera)

Þingræður:
65. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2003-01-27 15:57:16 - [HTML]
65. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2003-01-27 16:04:50 - [HTML]

Þingmál B445 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
85. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2003-02-27 13:33:44 - [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A1 (fjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-01 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2003-10-03 16:19:27 - [HTML]
42. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2003-12-04 23:23:55 - [HTML]

Þingmál A5 (fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-13 15:52:54 - [HTML]

Þingmál A13 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2003-10-14 18:09:22 - [HTML]

Þingmál A14 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2003-10-28 15:52:10 - [HTML]

Þingmál A16 (GATS-samningurinn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A21 (aðgerðir gegn fátækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-02-10 15:51:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1370 - Komudagur: 2004-03-16 - Sendandi: Félagsbústaðir hf. - [PDF]

Þingmál A27 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-17 12:01:00 - [HTML]

Þingmál A38 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 387 - Komudagur: 2003-12-01 - Sendandi: Félagsþjónustan í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A41 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]

Þingmál A43 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-06 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A87 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2003-10-07 15:38:58 - [HTML]
5. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2003-10-07 17:23:24 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2003-11-28 14:47:00 - [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-09 11:42:58 - [HTML]
8. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2003-10-09 14:10:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2003-11-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A90 (fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2003-10-07 18:21:05 - [HTML]

Þingmál A91 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-10-28 17:53:40 - [HTML]

Þingmál A100 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A104 (endurskoðun á framfærslugrunni námslána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2003-10-07 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-02-12 10:42:04 - [HTML]
63. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-02-12 10:45:03 - [HTML]

Þingmál A105 (skatttekjur og skatteftirlit vegna stofnunar einkahlutafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (svar) útbýtt þann 2003-12-11 21:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (kadmínmengun í Arnarfirði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-02-18 15:05:13 - [HTML]

Þingmál A117 (vátryggingarsamningar og Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-05 18:36:50 - [HTML]

Þingmál A163 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Vímulaus æska - [PDF]

Þingmál A166 (búvöruframleiðslan og stuðningur við byggð í sveitum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-02-10 18:02:24 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-02-10 18:10:42 - [HTML]

Þingmál A202 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2004-02-10 19:04:06 - [HTML]

Þingmál A207 (siðareglur í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-28 16:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A253 (framkvæmd laga um leikskóla)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-04-14 15:17:57 - [HTML]

Þingmál A272 (úrræði fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2004-04-27 - Sendandi: Krýsuvíkursamtökin - [PDF]

Þingmál A278 (sérkennslu- og meðferðardagdeild fyrir börn með geðrænan vanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-11 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-03-04 11:20:14 - [HTML]

Þingmál A301 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-18 17:20:33 - [HTML]
29. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2003-11-18 18:02:53 - [HTML]
29. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2003-11-18 18:23:05 - [HTML]
29. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2003-11-18 18:43:27 - [HTML]
29. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-18 19:01:01 - [HTML]
29. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2003-11-18 19:15:26 - [HTML]
29. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-18 19:25:13 - [HTML]
29. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2003-11-18 19:29:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2004-01-06 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2004-01-06 - Sendandi: Austurlandsskógar - [PDF]
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2004-01-06 - Sendandi: Héraðsskógar - [PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2004-01-07 - Sendandi: Skógrækt ríkisins aðalskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2004-01-12 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 739 - Komudagur: 2004-01-13 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands - Skýring: (frá Verkfr.félaginu og Tæknifr.félaginu) - [PDF]
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 767 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 768 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 928 - Komudagur: 2004-02-03 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Landvernd - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 970 - Komudagur: 2004-02-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (um 301. og 302. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - [PDF]

Þingmál A302 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A303 (einkaleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2003-11-21 - Sendandi: Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa - Skýring: (afrit af umsögn til iðnrn.) - [PDF]

Þingmál A304 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-11-17 17:02:00 - [HTML]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2004-01-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2004-02-06 - Sendandi: Stéttarfélag verkfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1220 - Komudagur: 2004-03-03 - Sendandi: Stéttarfélag verkfræðinga - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.) - [PDF]

Þingmál A332 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-19 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2004-04-06 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A338 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2004-01-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A410 (tímabundin ráðning starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-03 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2003-12-06 10:33:58 - [HTML]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-02-02 16:41:29 - [HTML]

Þingmál A448 (Átak til atvinnusköpunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (svar) útbýtt þann 2004-03-16 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-12-12 10:07:41 - [HTML]

Þingmál A463 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Orator, félag laganema við Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-12-15 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-02-03 15:25:55 - [HTML]
55. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-02-03 15:30:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2004-03-09 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A485 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2091 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Samtök fiskvinnslu án útgerðar, Óskar Þór Karlsson - [PDF]

Þingmál A489 (samræmd stúdentspróf)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-03-17 14:10:12 - [HTML]

Þingmál A492 (veiðar og rannsóknir á túnfiski)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Árni M. Mathiesen (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-02-25 15:23:30 - [HTML]

Þingmál A530 (fjárveitingar til rannsóknastofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (svar) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (þungmálmar og þrávirk lífræn efni í hafinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (svar) útbýtt þann 2004-03-09 16:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1674 (svar) útbýtt þann 2004-05-21 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (kolmunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (svar) útbýtt þann 2004-03-04 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (framvinda byggðaáætlunar 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (frumvarp) útbýtt þann 2004-02-09 17:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A569 (siglingavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-09 17:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-09 17:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1275 - Komudagur: 2004-03-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 2004-03-15 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (yrkisréttur)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-03-02 14:35:18 - [HTML]

Þingmál A637 (NATO-þingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-24 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A734 (öryggi vöru og opinber markaðsgæsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-10 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (samningur ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Chiles)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-03-10 15:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A740 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-11 11:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1690 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-17 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1862 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1883 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Gunnar Birgisson - Ræða hófst: 2004-03-18 16:30:51 - [HTML]
130. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-28 09:01:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2004-03-31 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (arðsemisútreikn. o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2396 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2430 - Komudagur: 2004-05-11 - Sendandi: Egill B. Hreinsson - [PDF]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2004-03-29 - Sendandi: Toshiki Toma, prestur innflytjenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1914 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Rætur, Félag áhugafólks um menningarfjölbreytni - [PDF]
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Alþjóðahúsið ehf - [PDF]

Þingmál A751 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-15 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (hverfaskipting grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-05-05 15:09:10 - [HTML]

Þingmál A780 (Háskóli Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1856 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Félag háskólakennara - [PDF]

Þingmál A782 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (um ums. frá 128. þingi) - [PDF]

Þingmál A784 (veðurþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2004-05-25 - Sendandi: Halo ehf, Björn Erlingsson - [PDF]

Þingmál A785 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-22 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1548 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-29 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
125. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-05-25 15:50:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1815 - Komudagur: 2004-04-15 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (svör við spurn.) - [PDF]

Þingmál A816 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-01 13:00:59 - [HTML]

Þingmál A824 (brottfall nemenda úr framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1699 (svar) útbýtt þann 2004-05-24 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A848 (lokafjárlög 2002)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2004-04-15 18:13:22 - [HTML]

Þingmál A849 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1941 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A851 (stjórnunarhættir fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A855 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-05 21:44:55 - [HTML]
94. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2004-04-05 23:10:59 - [HTML]
127. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2004-05-26 12:26:02 - [HTML]
127. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-26 12:46:55 - [HTML]
127. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-26 13:00:47 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-26 15:21:51 - [HTML]
127. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-26 15:24:24 - [HTML]

Þingmál A856 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-18 17:52:07 - [HTML]

Þingmál A862 (kuðungsígræðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1649 (svar) útbýtt þann 2004-05-13 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]

Þingmál A873 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2210 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2268 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A878 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2439 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Vísindanefnd, Vísinda- og tækniráð. - [PDF]

Þingmál A880 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1650 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-13 09:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
127. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-26 17:30:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2085 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2004-04-26 - Sendandi: GlaxoSmithKline ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2211 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: D.A.C - [PDF]

Þingmál A909 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1377 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-05 21:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-04-23 15:05:14 - [HTML]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1629 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2004-05-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-03 15:53:28 - [HTML]
108. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2004-05-03 17:56:18 - [HTML]
113. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2004-05-12 17:24:30 - [HTML]
116. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2004-05-15 18:04:56 - [HTML]
120. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-19 13:30:40 - [HTML]
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-19 17:52:26 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-05-21 14:19:17 - [HTML]

Þingmál A981 (fátækt á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1588 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-05 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A996 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-26 23:08:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2504 - Komudagur: 2004-05-22 - Sendandi: Samtök fiskvinnslu án útgerðar, Óskar Þór Karlsson - [PDF]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-07 11:28:12 - [HTML]

Þingmál B60 (Ísland og þróunarlöndin)

Þingræður:
5. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2003-10-07 14:01:18 - [HTML]

Þingmál B87 (geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga)

Þingræður:
10. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2003-10-14 14:00:10 - [HTML]

Þingmál B142 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2003-11-13 10:32:36 - [HTML]

Þingmál B209 (lyfjaverð og fákeppni á lyfjamarkaði)

Þingræður:
42. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2003-12-04 11:08:33 - [HTML]

Þingmál B460 (skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál)

Þingræður:
95. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2004-04-06 19:41:14 - [HTML]
95. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-06 19:55:20 - [HTML]

Þingmál B489 (framlagning frumvarps um eignarhald á fjölmiðlum)

Þingræður:
101. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson (forseti) - Ræða hófst: 2004-04-23 14:07:54 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-28 13:37:28 - [HTML]
105. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-04-28 14:52:23 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-04-28 21:25:33 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-01 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-24 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 438 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-25 10:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 439 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-25 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-05 19:39:10 - [HTML]
39. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-25 11:11:06 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-11-25 18:48:31 - [HTML]
49. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2004-12-04 11:31:05 - [HTML]

Þingmál A3 (innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2004-12-10 18:53:43 - [HTML]

Þingmál A4 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-10-11 18:01:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2004-11-12 - Sendandi: Og Vodafone - [PDF]

Þingmál A7 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-10-14 12:34:30 - [HTML]

Þingmál A8 (tryggur lágmarkslífeyrir)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-14 14:09:13 - [HTML]
9. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-10-14 15:12:50 - [HTML]
9. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-14 15:27:16 - [HTML]

Þingmál A12 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A15 (atvinnuvegaráðuneyti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 70 - Komudagur: 2004-11-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A16 (forræði yfir rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A21 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-15 16:46:48 - [HTML]
30. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-15 16:51:02 - [HTML]

Þingmál A23 (fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-01 13:54:16 - [HTML]

Þingmál A24 (sérkennslu- og meðferðardagdeild fyrir börn með geðrænan vanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2005-03-04 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A32 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-25 17:39:57 - [HTML]

Þingmál A57 (fjárframlög til stjórnmálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2005-04-20 12:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-17 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 380 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-18 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 495 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-11-30 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 11:13:41 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2004-11-18 14:37:12 - [HTML]
45. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-30 13:35:59 - [HTML]

Þingmál A79 (samkeppnishæfni Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2004-10-06 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-13 13:31:24 - [HTML]
8. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-10-13 13:34:38 - [HTML]
8. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-10-13 13:42:40 - [HTML]

Þingmál A174 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-14 17:47:06 - [HTML]

Þingmál A184 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2004-12-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 523 - Komudagur: 2004-12-07 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-10-18 16:27:59 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-01-25 14:26:17 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-01-25 14:30:29 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-03 15:45:38 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2005-02-07 15:47:34 - [HTML]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2004-11-17 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A214 (skilgreining á háskólastigi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A216 (byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-10-19 17:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A218 (Grunnafjörður)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-24 13:27:59 - [HTML]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-11-04 11:05:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2004-11-19 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - Skýring: (svör við fsp. frá JóhSig.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Félag fasteignasala - Skýring: (svör við spurn. félmn.) - [PDF]

Þingmál A226 (úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2005-04-11 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2005-04-14 - Sendandi: Félag ráðgjafarverkfræðinga - [PDF]

Þingmál A228 (eignir Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-09 13:52:34 - [HTML]

Þingmál A233 (framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-24 14:22:35 - [HTML]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-25 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1388 (breytingartillaga) útbýtt þann 2005-05-09 20:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1391 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-10 11:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1465 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-11 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1476 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-11 23:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-05 10:37:33 - [HTML]
20. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-05 11:19:10 - [HTML]
133. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 19:18:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 2004-11-30 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 322 - Komudagur: 2004-12-01 - Sendandi: Rafmagnsveitur ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2004-12-01 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofa Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Héraðsskógar,skógræktarátak - Skýring: (vísa í ums. Skógræktar ríkisins) - [PDF]
Dagbókarnúmer 361 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Austurlandsskógar - Skýring: (vísa í ums. Skógræktar ríkisins) - [PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2004-12-07 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2004-12-13 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2004-12-29 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - Skýring: (sbr. umsögn Samorku) - [PDF]
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2004-12-29 - Sendandi: Líffræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A236 (rannsóknarnefnd umferðarslysa)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-09 15:01:01 - [HTML]

Þingmál A258 (skattgreiðslur Alcan á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-10 13:55:50 - [HTML]

Þingmál A267 (þingleg meðferð EES-reglna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-04 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (málefni barna með bráðaofnæmi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (svar) útbýtt þann 2004-12-09 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (samræmt gæðaeftirlit með háskólum)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-12-08 10:56:26 - [HTML]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2005-01-31 - Sendandi: Bláskógabyggð - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A306 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Gísli S. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-16 18:02:29 - [HTML]

Þingmál A318 (kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-12 10:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-13 11:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-12 10:33:42 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-11-12 10:52:05 - [HTML]
27. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-11-12 11:16:47 - [HTML]
27. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-12 12:05:39 - [HTML]
27. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-11-12 12:32:13 - [HTML]
27. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-12 12:41:37 - [HTML]
27. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2004-11-12 14:02:24 - [HTML]
27. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-12 14:16:14 - [HTML]
27. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-12 14:42:02 - [HTML]
28. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-13 11:58:56 - [HTML]

Þingmál A320 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-15 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 19:08:58 - [HTML]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-29 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-02 18:12:10 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-05-03 11:00:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Afstaða (í stað Trúnaðarráðs fanga) - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Fangelsismálastjóri - [PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Bandalag íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A349 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Bandalag íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A350 (Háskólinn á Akureyri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Bandalag íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 10:15:16 - [HTML]
54. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 12:53:05 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-12-09 13:42:58 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-12-09 15:43:51 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 16:02:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A364 (skattskylda orkufyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2005-03-02 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A367 (innanlandsmarkaður með losunarefni)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-26 14:37:29 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-02 17:26:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2005-01-31 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2005-02-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A396 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2005-05-03 22:42:04 - [HTML]

Þingmál A400 (Ríkisútvarpið sem almannaútvarp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-03 19:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2005-03-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A425 (auglýsingar á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-09 09:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A435 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A443 (aðgerðir gegn fátækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (þáltill.) útbýtt þann 2005-01-25 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (efling fjárhags Byggðastofnunar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Herdís Á. Sæmundardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-01 18:54:54 - [HTML]

Þingmál A475 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 727 (frumvarp) útbýtt þann 2005-01-27 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A477 (græðarar og starfsemi þeirra á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A479 (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1037 - Komudagur: 2005-03-09 - Sendandi: Reikningsskilaráð, Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 2005-03-22 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (SMT-tollafgreiðsla) - [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2005-05-02 10:51:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2005-03-15 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2005-03-29 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A511 (meðferð Darfúr-málsins fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-23 12:28:33 - [HTML]

Þingmál A514 (uppsagnir hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-23 12:38:59 - [HTML]

Þingmál A516 (Norræna ráðherranefndin 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-08 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (hjúkrun á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (svar) útbýtt þann 2005-04-14 17:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (siðareglur í stjórnsýslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-14 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (fíkniefni í fangelsum)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-03-02 12:47:41 - [HTML]

Þingmál A566 (samræmd próf í grunnskólum)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-03-02 15:12:44 - [HTML]

Þingmál A571 (NATO-þingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-23 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A587 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1171 - Komudagur: 2005-04-05 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]

Þingmál A589 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (þáltill.) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-04 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-05-09 10:53:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1286 - Komudagur: 2005-04-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A591 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2005-04-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A592 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1231 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A604 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 903 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A614 (breyting á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A620 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-08 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-17 17:38:33 - [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 18:55:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2005-05-11 - Sendandi: Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]

Þingmál A648 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2005-03-21 19:36:18 - [HTML]

Þingmál A649 (lyfjalög og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Blóðbankinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A651 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (sent til ums. af flm. AG) - [PDF]

Þingmál A662 (þjónustusamningur við Sólheima)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1119 (svar) útbýtt þann 2005-04-12 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A670 (gæðamat á æðardúni)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2005-03-31 14:10:55 - [HTML]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-11 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-07 10:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 14:24:40 - [HTML]

Þingmál A720 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-07 13:46:02 - [HTML]

Þingmál A721 (samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-05 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1441 (þál. í heild) útbýtt þann 2005-05-11 12:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Gunnar Birgisson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-09 22:14:22 - [HTML]
128. þingfundur - Gunnar Birgisson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-09 22:16:50 - [HTML]

Þingmál A723 (framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-05-11 20:44:37 - [HTML]

Þingmál A733 (stuðningur við búvöruframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-05-10 11:44:24 - [HTML]

Þingmál A735 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-05 18:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 16:05:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2005-05-06 - Sendandi: Samgönguráðuneytið - [PDF]

Þingmál A746 (stefna í fjarskiptamálum 2005--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-07 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-19 18:25:36 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-19 18:41:18 - [HTML]

Þingmál A747 (framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1284 (svar) útbýtt þann 2005-05-10 21:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A780 (stefna í málefnum barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1156 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-04-18 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A805 (þjónusta fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-05-06 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A816 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-11 12:16:58 - [HTML]

Þingmál B44 (afleiðingar kennaraverkfallsins fyrir þjóðlífið)

Þingræður:
4. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-06 13:32:12 - [HTML]

Þingmál B48 (fjárhagur sveitarfélaganna og tekjuleg samskipti þeirra og ríkisins)

Þingræður:
5. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2004-10-07 10:43:58 - [HTML]

Þingmál B362 (verkfall grunnskólakennara)

Þingræður:
22. þingfundur - Pétur Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-09 13:34:58 - [HTML]

Þingmál B387 (afleiðingar verkfalls kennara)

Þingræður:
30. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2004-11-15 15:10:06 - [HTML]

Þingmál B429 (skipting tekna milli ríkis og sveitarfélaga í ljósi nýgerðra kjarasamninga)

Þingræður:
41. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-29 15:35:06 - [HTML]

Þingmál B500 (starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2003)

Þingræður:
58. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2005-01-24 18:07:13 - [HTML]

Þingmál B515 (skýrsla iðnaðarráðherra um framkvæmd raforkulaga)

Þingræður:
62. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2005-01-27 14:10:35 - [HTML]

Þingmál B562 (staða útflutnings- og samkeppnisgreina)

Þingræður:
72. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2005-02-10 14:27:07 - [HTML]
72. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-02-10 14:43:29 - [HTML]

Þingmál B575 (losun koltvísýrings)

Þingræður:
76. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-17 13:37:49 - [HTML]

Þingmál B713 (misræmi á milli fjármögnunar og umsvifa hins opinbera eftir landsvæðum)

Þingræður:
104. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-06 13:00:21 - [HTML]

Þingmál B719 (niðurstaða fjölmiðlanefndar, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-11 15:47:10 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 11:24:12 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-10-06 17:45:03 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-24 11:33:12 - [HTML]
29. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2005-11-24 19:11:32 - [HTML]
35. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-12-06 22:21:44 - [HTML]

Þingmál A3 (ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2005-10-10 16:03:17 - [HTML]

Þingmál A4 (afkomutrygging aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-10-13 11:16:56 - [HTML]
8. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-13 13:00:14 - [HTML]

Þingmál A6 (tryggur lágmarkslífeyrir)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-10-17 17:26:32 - [HTML]

Þingmál A8 (Ríkisútvarpið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2005-11-25 - Sendandi: Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins - [PDF]

Þingmál A22 (fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A27 (kostir og gallar færeyska fiskveiðistjórnarkerfisins)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-03 16:42:31 - [HTML]

Þingmál A35 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 569 - Komudagur: 2006-01-05 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A45 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2005-12-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A52 (fiskverndarsvæði við Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2006-02-14 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A58 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 19:55:49 - [HTML]

Þingmál A59 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2006-03-27 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 20:05:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2006-03-10 - Sendandi: Lýðheilsustöð - [PDF]

Þingmál A77 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1477 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A93 (samráðsvettvangur stjórnvalda og samtaka aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (svar) útbýtt þann 2005-11-07 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (starfsumhverfi dagmæðra)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-12 13:33:15 - [HTML]
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-10-12 13:42:47 - [HTML]

Þingmál A117 (háhraðanettengingar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-16 13:28:35 - [HTML]

Þingmál A137 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2005-11-29 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-11-15 15:31:18 - [HTML]

Þingmál A146 (jafnréttisfræðsla o.fl. í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (svar) útbýtt þann 2005-12-09 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A162 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-13 10:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A179 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2005-11-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A186 (styrkir til erlendra doktorsnema)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-01-25 12:14:07 - [HTML]

Þingmál A197 (barnabætur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-18 12:09:23 - [HTML]

Þingmál A215 (fræðsla í Kennaraháskóla Íslands um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-12-07 16:25:59 - [HTML]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-14 16:48:34 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-03-07 13:55:44 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 17:17:45 - [HTML]
84. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-03-13 23:04:38 - [HTML]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra - [PDF]

Þingmál A287 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (akstur undir áhrifum fíkniefna)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-25 13:22:14 - [HTML]

Þingmál A316 (jafnstöðuafli)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-18 13:21:45 - [HTML]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A342 (umhverfismat áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1008 (breytingartillaga) útbýtt þann 2006-03-30 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1437 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 699 - Komudagur: 2006-01-19 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2006-01-23 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2006-01-27 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A343 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A345 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-11-21 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-02-20 18:37:18 - [HTML]

Þingmál A352 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-23 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-01-24 17:34:02 - [HTML]

Þingmál A364 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2005-11-28 16:24:41 - [HTML]

Þingmál A371 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-29 17:38:43 - [HTML]
32. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-29 17:48:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2006-02-01 - Sendandi: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - [PDF]

Þingmál A376 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1017 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-01 17:39:02 - [HTML]

Þingmál A377 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (greiðslur til foreldra langveikra barna)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-12-05 16:19:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 631 - Komudagur: 2006-01-13 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 696 - Komudagur: 2006-01-19 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A391 (stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-12-07 15:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2006-03-10 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-06 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-01-23 19:05:55 - [HTML]
49. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-01-23 22:13:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2006-02-20 - Sendandi: Félag kvikmyndagerðarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Sigurbjörn Magnússon hrl. og Jón Sveinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi m.) - [PDF]

Þingmál A404 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-11 20:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 22:36:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Jafnréttisráð - [PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-02-16 15:50:49 - [HTML]

Þingmál A417 (Kjaradómur og kjaranefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-17 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 651 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-01-20 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-17 14:05:17 - [HTML]
44. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-17 16:05:23 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-01-17 16:26:08 - [HTML]
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-17 18:32:13 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-20 11:35:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2006-01-19 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - Skýring: (eftir fund í ev.) - [PDF]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1119 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1420 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 21:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1460 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 11:02:22 - [HTML]
58. þingfundur - Hlynur Hallsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-02 11:33:31 - [HTML]
58. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-02-02 12:43:23 - [HTML]
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-02-02 14:22:18 - [HTML]
120. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 17:17:58 - [HTML]
120. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-06-02 17:30:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 940 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1072 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Listaháskóli Íslands, skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A434 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A436 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1071 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Jafnréttisráð - [PDF]

Þingmál A444 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-19 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 17:01:53 - [HTML]
119. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-01 14:25:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2006-03-21 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A445 (einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A447 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-02 16:01:34 - [HTML]
58. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-02 17:43:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2006-03-06 - Sendandi: Heimili og skóli, landssamtök foreldra - [PDF]

Þingmál A448 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-04-03 18:27:51 - [HTML]

Þingmál A463 (löggilding starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1319 - Komudagur: 2006-03-14 - Sendandi: Listaháskóli Íslands, skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A467 (endurgreiðslur öryrkja til Tryggingastofnunar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-02-15 14:25:05 - [HTML]

Þingmál A470 (aðgerðir gegn fátækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (þáltill.) útbýtt þann 2006-01-26 17:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 703 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-01-30 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-07 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (áfengisauglýsingar í útvarpi)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-02-15 13:45:05 - [HTML]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-10 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1422 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 21:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1458 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1295 - Komudagur: 2006-03-13 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1466 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Félag löglærðra fulltrúa ákæruvaldsins - Skýring: (evrópskar leiðbeiningar - lagt fram á fundi a.) - [PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-21 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-23 14:57:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1781 - Komudagur: 2006-04-24 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) - [PDF]

Þingmál A565 (Norræna ráðherranefndin 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-02-23 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-09 13:42:16 - [HTML]

Þingmál A575 (lokafjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 09:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A585 (NATO-þingið 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (eldi vatnafiska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (varnir gegn fisksjúkdómum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 880 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-20 18:30:26 - [HTML]

Þingmál A608 (alþjóðleg útboð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (svar) útbýtt þann 2006-04-11 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A612 (Veiðimálastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2003 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Laxfiskar ehf. - [PDF]

Þingmál A650 (vatnsafl og álframleiðsla)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-04-05 19:17:05 - [HTML]

Þingmál A651 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-21 15:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A664 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-22 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-24 21:49:34 - [HTML]

Þingmál A668 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1839 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: LÍSA, samtök um landupplýsingar á Íslandi - [PDF]

Þingmál A670 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A688 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A694 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1408 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2006-06-02 19:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 03:21:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: (frá fjmrn. til dómsmrn. 8.3.2006) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2006-05-05 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 12:30:03 - [HTML]
103. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-04-11 13:02:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Kjaranefnd, Guðrún Zoega form. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Reykjavíkurborg, starfsmannaskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Kjaranefnd - Skýring: (ársskýrsla) - [PDF]

Þingmál A711 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-05-04 16:22:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A721 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (frumvarp) útbýtt þann 2006-04-11 11:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A741 (áhafnir íslenskra fiskiskipa og annarra skipa)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-24 22:40:50 - [HTML]

Þingmál A743 (upplýsingar og samráð í fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 16:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A744 (Vísinda- og tækniráð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1934 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Raunvísindastofnun Háskólans - [PDF]

Þingmál A750 (daggjöld á Sóltúni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2006-04-03 18:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1303 (svar) útbýtt þann 2006-06-01 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 09:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A793 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-05-02 14:07:11 - [HTML]
113. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 2006-05-02 15:54:07 - [HTML]

Þingmál B1 (forseti Íslands setur þingið)

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2005-10-01 14:12:05 - [HTML]

Þingmál B75 (vaxtahækkun Seðlabankans)

Þingræður:
5. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-10-10 15:31:18 - [HTML]

Þingmál B150 (aðbúnaður og aðstæður aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum)

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-08 13:37:10 - [HTML]
17. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2005-11-08 13:44:50 - [HTML]

Þingmál B334 (Íbúðalánasjóður)

Þingræður:
62. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-02-08 16:00:20 - [HTML]

Þingmál B481 (forgangsröð í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
92. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-22 15:59:39 - [HTML]

Þingmál B482 (skipun ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneyti)

Þingræður:
93. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-03-27 15:11:29 - [HTML]

Þingmál B622 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
123. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-06-03 14:23:04 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-02 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-05 10:37:41 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-10-05 11:19:31 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-05 11:50:57 - [HTML]
7. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-10-05 16:25:43 - [HTML]
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2006-10-05 17:24:07 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-10-05 19:02:56 - [HTML]
34. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-23 11:48:40 - [HTML]
34. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-11-23 16:57:15 - [HTML]
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2006-11-23 19:31:15 - [HTML]
34. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-11-23 20:52:07 - [HTML]
34. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-23 22:07:59 - [HTML]
40. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-12-05 15:36:06 - [HTML]
40. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-05 23:14:29 - [HTML]

Þingmál A9 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2007-01-31 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A11 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-21 18:58:28 - [HTML]
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2006-11-21 19:12:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1224 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-03-17 16:25:01 - [HTML]

Þingmál A22 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-06 15:41:08 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-06 16:00:23 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-06 16:03:35 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-24 12:52:48 - [HTML]
35. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-11-24 13:51:10 - [HTML]
35. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-24 14:16:43 - [HTML]

Þingmál A24 (Ríkisútvarpið)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-31 17:37:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins - [PDF]

Þingmál A25 (fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-01 16:12:35 - [HTML]

Þingmál A47 (fjáraukalög 2006)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-10-10 14:27:02 - [HTML]
38. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-30 11:53:24 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-11-30 14:05:59 - [HTML]
38. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-11-30 15:36:01 - [HTML]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-12-07 16:44:58 - [HTML]
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-15 20:00:43 - [HTML]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-02 15:33:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 840 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A85 (kjör einstæðra og forsjárlausra foreldra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1242 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2007-03-16 00:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 10:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (neyslustaðall)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-10-11 13:36:24 - [HTML]

Þingmál A105 (lánveitingar Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-10-11 14:03:38 - [HTML]

Þingmál A108 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-10-11 14:15:39 - [HTML]

Þingmál A117 (stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltúns)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-11-08 14:22:06 - [HTML]

Þingmál A118 (þjónusta á öldrunarstofnunum)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-10-11 14:31:15 - [HTML]

Þingmál A153 (stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-22 12:45:29 - [HTML]

Þingmál A180 (þjónusta á hjúkrunarheimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (svar) útbýtt þann 2007-01-18 12:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A184 (fátækt barna og hagur þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2006-12-08 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-29 16:20:29 - [HTML]

Þingmál A185 (bættar samgöngur milli lands og Vestmannaeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (búnaðarfræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2006-11-20 - Sendandi: Háskóli Íslands, bt. háskólaráðs - [PDF]

Þingmál A220 (lögheimili og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2006-12-12 - Sendandi: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - Skýring: (íbúðir í atvinnuhúsnæði) - [PDF]

Þingmál A231 (upplýsingar og samráð í fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 617 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-08 15:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-08 11:06:51 - [HTML]

Þingmál A233 (lífeyrissjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 509 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, Nanna K. Sigurðardóttir for - [PDF]

Þingmál A273 (landlæknir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2007-01-19 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A276 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-11-06 17:40:40 - [HTML]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1325 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-03-15 18:42:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A282 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-10-31 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A330 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-07 22:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-09 18:15:12 - [HTML]

Þingmál A331 (hlutfall verknámsnemenda)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-01-24 14:50:14 - [HTML]

Þingmál A343 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2005 og 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (fjárhagur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (svar) útbýtt þann 2006-12-08 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A363 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1083 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-09 11:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1268 (lög í heild) útbýtt þann 2007-03-16 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2007-02-02 - Sendandi: Lögregluskóli ríkisins - [PDF]

Þingmál A385 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-30 21:18:03 - [HTML]

Þingmál A386 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 604 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2006-12-08 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 15:01:31 - [HTML]
35. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-11-24 15:07:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2006-12-04 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A388 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 782 - Komudagur: 2007-02-02 - Sendandi: Rannsóknarnefnd umferðarslysa - [PDF]
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2007-02-02 - Sendandi: Lögregluskóli ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2007-02-05 - Sendandi: Leið ehf. - [PDF]

Þingmál A389 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 15:58:21 - [HTML]

Þingmál A390 (Flugmálastjórn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-23 15:37:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Austurlands, Þorsteinn Bergsson form. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A409 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (þróunarsamvinna og þróunarhjálp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2007-02-15 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2006-12-09 - Sendandi: Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - [PDF]

Þingmál A431 (sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2007-02-09 - Sendandi: Félag háskólakennara, bt. formanns - [PDF]

Þingmál A435 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (frumvarp) útbýtt þann 2006-12-05 13:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2006-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2007-03-01 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A450 (aðild starfsmanna að evrópskum samvinnufélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-08 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1112 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-12 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1264 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2007-03-01 - Sendandi: Samband ísl. sveitarfélaga - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-22 16:51:42 - [HTML]
87. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-13 17:04:57 - [HTML]
91. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-03-16 12:42:36 - [HTML]
91. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-03-16 20:12:57 - [HTML]

Þingmál A469 (framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 782 (svar) útbýtt þann 2007-01-29 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (aðgerðir gegn fátækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 718 (þáltill.) útbýtt þann 2007-01-16 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A476 (raunávöxtun vátryggingaskulda tryggingafélaganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (svar) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (leiðbeiningarreglur varðandi uppsagnir starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (svar) útbýtt þann 2007-02-13 17:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A496 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A508 (aðgangur að háhraðanettengingu)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-14 15:26:20 - [HTML]

Þingmál A511 (námsgögn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-23 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A513 (bókmenntasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1208 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - [PDF]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A517 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (frumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 20:34:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1022 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1473 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð v. spurn.) - [PDF]

Þingmál A530 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 2007-03-14 - Sendandi: Vísindasiðanefnd - [PDF]

Þingmál A534 (atvinnumál fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (svar) útbýtt þann 2007-03-16 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-30 17:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-13 21:11:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2007-03-07 - Sendandi: Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1549 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-13 21:43:30 - [HTML]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-02-15 18:14:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2007-02-28 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A588 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-13 18:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (bótaskyldir atvinnusjúkdómar)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-28 14:05:02 - [HTML]

Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1243 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-16 00:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1360 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-01 21:17:23 - [HTML]
92. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-16 22:02:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1573 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi umhvn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A648 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1599 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A651 (framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi 2002 til 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 970 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-27 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-27 18:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-08 20:02:53 - [HTML]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-12 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-08 14:50:58 - [HTML]
89. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-15 11:29:04 - [HTML]
89. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2007-03-15 16:00:40 - [HTML]

Þingmál A671 (staða og þróun jafnréttismála frá 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-09 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1617 - Komudagur: 2007-03-19 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (efling lýðheilsu á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-13 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A702 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B145 (Kárahnjúkavirkjun og Hálslón, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra)

Þingræður:
11. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-12 12:40:18 - [HTML]

Þingmál B155 (skerðing lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja)

Þingræður:
12. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-10-16 15:44:58 - [HTML]

Þingmál B166 (þjónusta við heilabilaða)

Þingræður:
15. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-10-18 15:48:40 - [HTML]

Þingmál B208 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2005)

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2006-11-09 11:23:33 - [HTML]
24. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - Ræða hófst: 2006-11-09 11:46:10 - [HTML]

Þingmál B243 (þróun í fjarskiptaþjónustu eftir einkavæðingu Símans)

Þingræður:
31. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-11-21 14:15:36 - [HTML]

Þingmál B458 (meðferðarúrræði fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga)

Þingræður:
76. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-21 15:36:10 - [HTML]

Þingmál B492 (heilbrigðismál á Austurlandi)

Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-01 13:35:33 - [HTML]

Þingmál B522 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
88. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-14 20:50:48 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 47 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A8 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-07 14:34:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2007-06-11 - Sendandi: Lýðheilsustöð - Skýring: (samantekt úr rannsókn) - [PDF]

Þingmál B49 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-05-31 19:53:06 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-01 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-04 10:37:09 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-11-29 20:00:47 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-12-12 14:53:59 - [HTML]
42. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-12-12 23:33:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2007-10-30 - Sendandi: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Skýring: minnisbl., ársskýrsla o.fl. - [PDF]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A3 (markaðsvæðing samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A5 (aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2007/2008)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-11 22:38:28 - [HTML]

Þingmál A6 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þorvaldur Ingvarsson - Ræða hófst: 2007-10-15 18:15:55 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-10-16 18:31:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2007-11-27 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnaráð, Lýðheilsustöð - [PDF]

Þingmál A18 (réttindi samkynhneigðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2008-01-18 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]

Þingmál A19 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2007-11-29 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]

Þingmál A20 (lánamál og lánakjör einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A22 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A26 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-11 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 19:00:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2008-02-27 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A33 (breyting á lagaákvæðum um húsafriðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Fornleifavernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Þór Hjaltalín, Minjavörður Norðurlands vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2007-12-11 - Sendandi: Fornleifanefnd - [PDF]

Þingmál A37 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Lýðheilsustöð - [PDF]

Þingmál A43 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 18:00:50 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-19 18:28:42 - [HTML]

Þingmál A47 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A50 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2007-12-20 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A59 (friðlýsing Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2008-03-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun, bt. forstjóra - [PDF]

Þingmál A60 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-02-05 16:03:32 - [HTML]

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-22 17:32:54 - [HTML]

Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A90 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 470 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Sjávarútvegsráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi sl.) - [PDF]

Þingmál A91 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Sjávarútvegsráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi sl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2007-12-10 - Sendandi: Sjávarútvegsráðuneytið - Skýring: (veiðiheimildir o.fl.) - [PDF]

Þingmál A93 (hafnalög)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-12-06 15:33:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Hafnasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A102 (menntun leikskólastarfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (svar) útbýtt þann 2007-11-21 14:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-10 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-17 15:59:36 - [HTML]

Þingmál A117 (efling kennslu í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 448 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A121 (kortlagning vega og slóða á hálendinu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-14 14:16:18 - [HTML]

Þingmál A129 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-10-18 16:43:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Landsnet ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 211 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja - [PDF]
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 381 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2007-12-04 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-12-17 13:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 539 (lög í heild) útbýtt þann 2007-12-14 18:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 13:12:10 - [HTML]
36. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-04 14:59:18 - [HTML]
36. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-12-04 16:33:33 - [HTML]
36. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2007-12-04 17:09:20 - [HTML]
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-11 17:10:57 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 535 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-14 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 571 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-01-21 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 698 (lög í heild) útbýtt þann 2008-02-26 15:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-11-01 13:30:48 - [HTML]
47. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-15 14:15:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 527 - Komudagur: 2007-11-29 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst, rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála - [PDF]

Þingmál A144 (framkvæmd ferðamálaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-29 15:32:57 - [HTML]

Þingmál A149 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-02 11:39:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2007-12-10 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2007-12-14 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A183 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Vísindasiðanefnd - [PDF]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 16:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2008-02-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A185 (íþróttakennsla í grunnskólum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-19 17:19:11 - [HTML]
65. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-02-19 17:31:49 - [HTML]

Þingmál A190 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 997 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 19:59:49 - [HTML]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-10 16:38:59 - [HTML]

Þingmál A196 (sértryggð skuldabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-02-21 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-26 16:08:46 - [HTML]

Þingmál A206 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-07 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 16:36:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Þroskahjálp,landssamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2007-12-07 - Sendandi: ADHD samtökin, Sjónarhóli - [PDF]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-15 12:44:28 - [HTML]

Þingmál A237 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-07 17:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-11 21:09:40 - [HTML]

Þingmál A268 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 733 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-03-03 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 806 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-07 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 880 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-04-07 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 15:38:50 - [HTML]
80. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-03-13 15:45:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2008-02-19 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-01-21 19:08:11 - [HTML]

Þingmál A278 (samvinna vestnorrænu landanna um rannsóknir á helstu nytjastofnum sjávar innan lögsögu þeirra)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-15 19:58:14 - [HTML]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-26 22:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1256 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 21:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1182 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Samtök áhugafólks um atferlisgreiningu á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Grundarfjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1271 - Komudagur: 2008-01-29 - Sendandi: Foreldraráð Grunnskóla Húnaþings vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2008-01-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1295 - Komudagur: 2008-01-31 - Sendandi: Félag um menntarannsóknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1346 - Komudagur: 2008-02-07 - Sendandi: Snæfellsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1694 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - Skýring: (um 285.286.,287. og 288. mál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2850 - Komudagur: 2008-05-12 - Sendandi: Umboðsmaður barna - Skýring: (skólaganga barna í fóstri) - [PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1009 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1010 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1061 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2008-05-22 10:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1115 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-26 22:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1257 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-29 21:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-23 14:01:45 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-23 14:37:33 - [HTML]
107. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-05-23 17:22:47 - [HTML]
107. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-23 20:46:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Starfsgreinaráð skrifstofu- og verslunargreina - [PDF]
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (frá KÍ og aðildarfélögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1254 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Kennaraháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1256 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1285 - Komudagur: 2008-01-29 - Sendandi: Félag um menntarannsóknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1289 - Komudagur: 2008-01-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2008-02-06 - Sendandi: Starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina - [PDF]
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2008-02-08 - Sendandi: Matvæla- og veitingafélag Íslands (MATVÍS) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1854 - Komudagur: 2008-03-19 - Sendandi: Starfsgr.ráð í málm-, véltækni- og framl.greinum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1870 - Komudagur: 2008-03-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (tillögur starfshópa) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2094 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Félag framhaldsskólakennara - [PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-07 11:26:59 - [HTML]
39. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-12-07 13:31:32 - [HTML]
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-07 17:50:52 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-22 13:33:58 - [HTML]
106. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-22 16:06:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1195 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (frá KÍ og aðildarfélögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1248 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1277 - Komudagur: 2008-01-29 - Sendandi: Húnaþing vestra (foreldrafélag Leikskólans Ásgarðs) - [PDF]

Þingmál A288 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-23 02:12:20 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-23 02:36:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1126 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2008-01-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - Skýring: (frá KÍ og aðildarfélögum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2008-01-30 - Sendandi: Félag um menntarannsóknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1306 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2008-02-22 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-13 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-04 21:36:47 - [HTML]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-03 23:07:09 - [HTML]
44. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-13 21:19:34 - [HTML]

Þingmál A311 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-12-06 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 11:41:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1692 - Komudagur: 2008-03-06 - Sendandi: KPMG Endurskoðun hf - [PDF]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 20:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2008-02-27 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (þáltill.) útbýtt þann 2008-01-22 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:36:26 - [HTML]

Þingmál A344 (stofnun háskólaseturs á Akranesi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2088 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-01-29 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (flutningur á útgáfu starfsleyfa til landlæknis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-02-21 08:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Ásta Möller (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-26 14:47:09 - [HTML]

Þingmál A353 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-31 10:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-03-06 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 756 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-03-06 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-07 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 881 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-04-07 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2008-02-05 14:43:20 - [HTML]
80. þingfundur - Ásta Möller (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 15:33:42 - [HTML]

Þingmál A358 (áhættumat vegna siglinga olíuflutningaskipa í íslenskri efnahagslögsögu)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-03-05 18:04:54 - [HTML]

Þingmál A362 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-04 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-11 15:33:56 - [HTML]

Þingmál A363 (hagkvæmni og gæði í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-03-12 14:41:42 - [HTML]

Þingmál A366 (framfærslugrunnur Lánasjóðs íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-05 15:09:04 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1139 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-11 18:22:48 - [HTML]
113. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 15:45:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1704 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón A. Guðmundsson, Fitjum, Skorradal - [PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A384 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-07 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2008-02-11 17:29:10 - [HTML]
63. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-11 17:45:46 - [HTML]
63. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-02-11 17:49:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 15:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-06 15:25:56 - [HTML]

Þingmál A401 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-19 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Atli Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-27 14:52:13 - [HTML]

Þingmál A410 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-21 15:17:43 - [HTML]

Þingmál A428 (Blönduvirkjun)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-02 14:29:26 - [HTML]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-03-31 17:24:17 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-03-31 17:53:31 - [HTML]

Þingmál A431 (efni og efnablöndur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-25 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1289 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1302 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-26 10:10:35 - [HTML]
108. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 12:43:11 - [HTML]
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 21:37:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1914 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Norðurorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 1915 - Komudagur: 2008-03-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2033 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2125 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A442 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-28 12:38:58 - [HTML]

Þingmál A456 (Evrópuráðsþingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2975 - Komudagur: 2008-05-24 - Sendandi: Landlæknir - Skýring: (þarfagreining) - [PDF]

Þingmál A468 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2063 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A506 (takmörkun á losun brennisteinsvetnis af manna völdum í andrúmslofti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 801 (þáltill.) útbýtt þann 2008-04-02 12:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-04-17 23:32:12 - [HTML]

Þingmál A523 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2495 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2589 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, LÍÚ og SF) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2982 - Komudagur: 2008-06-04 - Sendandi: Akureyrarbær - Skýring: (frá fundi bæjarráðs) - [PDF]

Þingmál A529 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Laxfiskar efh., Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A534 (framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2762 - Komudagur: 2008-05-15 - Sendandi: Kennaraháskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A535 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-07 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2847 - Komudagur: 2008-05-19 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A539 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 840 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2309 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A544 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-17 21:09:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2838 - Komudagur: 2008-05-19 - Sendandi: Borgarskjalasafn Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A546 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1254 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1282 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-30 01:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2008-04-21 16:49:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2540 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Háskóli Íslands, háskólarektor - [PDF]

Þingmál A547 (uppbót á eftirlaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1193 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1278 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-30 00:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A554 (Fiskræktarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2639 - Komudagur: 2008-04-16 - Sendandi: Laxfiskar efh., Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A556 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A558 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2007, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-16 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-07 11:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1161 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1327 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-04 15:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1330 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-09 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-15 16:13:41 - [HTML]
103. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-05-15 17:08:51 - [HTML]
103. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-15 17:30:49 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 10:02:07 - [HTML]
113. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-29 10:53:35 - [HTML]
119. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-09-09 14:19:27 - [HTML]
119. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-09-09 17:06:45 - [HTML]
119. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2008-09-09 19:45:43 - [HTML]
119. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-09 21:13:01 - [HTML]
119. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-09-09 22:18:15 - [HTML]
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-09-10 14:46:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2830 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús - [PDF]
Dagbókarnúmer 2832 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Félag íslenskra sjúkraþjálfara - [PDF]
Dagbókarnúmer 2873 - Komudagur: 2008-05-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - Skýring: (stefnuyfirlýsing) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2883 - Komudagur: 2008-05-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - Skýring: (glærur um frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2887 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2936 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3022 - Komudagur: 2008-06-30 - Sendandi: Félag sjálfst. starfandi sjúkraþjálfara - [PDF]
Dagbókarnúmer 3138 - Komudagur: 2008-09-04 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A614 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-05-08 12:28:24 - [HTML]
102. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-08 14:14:01 - [HTML]
102. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-08 14:18:40 - [HTML]

Þingmál A620 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-15 09:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1306 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A625 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-22 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A651 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-11 16:29:32 - [HTML]

Þingmál A664 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-09-09 20:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B92 (utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-08 15:26:51 - [HTML]

Þingmál B114 (kostnaður við samgöngur til Vestmannaeyja)

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2007-11-19 15:31:22 - [HTML]

Þingmál B148 (efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
35. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2007-12-03 15:16:54 - [HTML]

Þingmál B194 (staða þjóðkirkju, kristni og kristinfræðslu)

Þingræður:
42. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2007-12-12 15:42:37 - [HTML]

Þingmál B345 (háhraðatengingar og starfsemi Fjarskiptasjóðs)

Þingræður:
62. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 11:06:50 - [HTML]

Þingmál B377 (vinna barna og unglinga)

Þingræður:
65. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-19 14:31:47 - [HTML]

Þingmál B415 (íbúðalán)

Þingræður:
70. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-02-27 13:36:20 - [HTML]

Þingmál B495 (ástandið í efnahagsmálum)

Þingræður:
81. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-03-31 16:34:53 - [HTML]

Þingmál B585 (fjárveitingar til úrbóta á sviði geðverndar barna og ungmenna)

Þingræður:
89. þingfundur - Samúel Örn Erlingsson - Ræða hófst: 2008-04-10 15:12:38 - [HTML]

Þingmál B653 (lengd viðvera í grunnskóla)

Þingræður:
97. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-04-30 13:50:30 - [HTML]

Þingmál B691 (bætur almannatrygginga)

Þingræður:
100. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-07 15:31:20 - [HTML]
100. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-05-07 15:48:57 - [HTML]
100. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-07 16:00:10 - [HTML]

Þingmál B763 (samkeppni á matvælamarkaði)

Þingræður:
107. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-05-23 11:42:35 - [HTML]

Þingmál B779 (Sóltúnssamningurinn og framkvæmd hans)

Þingræður:
108. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2008-05-26 15:54:42 - [HTML]
108. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-05-26 15:57:00 - [HTML]
108. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2008-05-26 16:03:55 - [HTML]

Þingmál B781 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
110. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-27 20:13:40 - [HTML]

Þingmál B812 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)

Þingræður:
113. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-29 16:16:49 - [HTML]

Þingmál B825 (skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál)

Þingræður:
116. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-09-02 20:34:36 - [HTML]

Þingmál B837 (stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum)

Þingræður:
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-09-03 14:03:39 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-01 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 349 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-15 10:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-03 10:42:19 - [HTML]
3. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2008-10-03 13:30:23 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-10-03 16:02:51 - [HTML]
58. þingfundur - Gunnar Svavarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-15 11:06:42 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-15 11:44:13 - [HTML]
66. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-22 13:51:25 - [HTML]

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-03 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 15:17:13 - [HTML]

Þingmál A7 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-28 14:26:57 - [HTML]

Þingmál A16 (lánamál og lánakjör einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A28 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2008-12-03 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (eftirlitsgjald) - [PDF]

Þingmál A29 (losun brennisteinsvetnis af manna völdum í andrúmslofti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-04 14:49:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna - [PDF]
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2008-12-08 - Sendandi: Norðurorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2008-12-11 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A32 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-31 12:54:58 - [HTML]

Þingmál A35 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-10-08 14:23:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2008-11-24 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A45 (hámarksmagn transfitusýra í matvælum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2009-03-18 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2008-11-13 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A53 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 09:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2008-12-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A66 (áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-10-06 22:15:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi viðskn.) - [PDF]

Þingmál A95 (vistakstur)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-11-12 14:49:40 - [HTML]

Þingmál A97 (Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-10-16 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 162 (svar) útbýtt þann 2008-11-17 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A120 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2008-11-12 - Sendandi: Starfshópur um útflutning á óunnum fiski - Skýring: (skýrsla starfshóps - [PDF]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-06 14:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 785 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-23 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 786 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-03-23 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 814 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-03-30 13:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 855 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-03-30 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-25 00:21:43 - [HTML]
117. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-30 16:49:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1093 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1109 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A137 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-11-11 17:13:01 - [HTML]
23. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-11-11 17:51:48 - [HTML]

Þingmál A150 (íslenskukennsla fyrir útlendinga)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-12-10 15:11:14 - [HTML]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A161 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-20 11:08:54 - [HTML]
44. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 12:16:07 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-12-05 15:24:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2008-11-26 - Sendandi: Ritari utanríkismálanefndar - Skýring: (frá fundi Ísl.deild Nató þingsins) - [PDF]
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2008-11-25 - Sendandi: Nýi Kaupþing banki - Skýring: (fleyting krónunnar - lagt fram á fundi es.) - [PDF]

Þingmál A174 (samráð við Fjármálaeftirlitið)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-12-10 14:23:05 - [HTML]

Þingmál A175 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2008-11-25 15:06:51 - [HTML]
35. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2008-11-25 15:22:34 - [HTML]
42. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-04 12:24:52 - [HTML]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-11-25 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 259 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 260 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 263 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 275 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-05 20:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-27 15:45:43 - [HTML]
37. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-11-27 15:58:06 - [HTML]
37. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-11-27 16:07:54 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-11-27 17:02:26 - [HTML]
37. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-27 17:29:21 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 17:39:35 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-27 17:48:19 - [HTML]
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-11-28 01:01:42 - [HTML]
38. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-28 01:13:29 - [HTML]
38. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2008-11-28 01:38:23 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 15:50:23 - [HTML]
44. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-05 16:07:10 - [HTML]
44. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2008-12-05 16:11:22 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 16:31:47 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-12-05 17:26:45 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-05 17:55:30 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-05 18:01:31 - [HTML]
44. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-12-05 18:28:36 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-12-05 19:54:36 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-12-05 19:58:29 - [HTML]

Þingmál A178 (breytt skipan gjaldmiðilsmála)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-16 17:44:36 - [HTML]

Þingmál A179 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-18 14:27:41 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-26 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-11-27 11:48:47 - [HTML]
37. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-11-27 13:45:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Jóhannes Karl Sveinsson - [PDF]

Þingmál A187 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 558 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-18 15:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2009-01-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-27 19:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A192 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 864 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-31 15:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2009-01-13 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 753 - Komudagur: 2009-01-16 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 659 (lög í heild) útbýtt þann 2009-03-05 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2009-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A208 (skattlagning kolvetnisvinnslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 2008-12-19 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2008-12-20 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A210 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-12-09 17:38:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 412 - Komudagur: 2008-12-11 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 769 - Komudagur: 2009-01-20 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa - [PDF]

Þingmál A219 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2008-12-17 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - Skýring: (fjárfestingarsjóður) - [PDF]

Þingmál A225 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2009-02-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A228 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A241 (vinnubrögð við gerð fjárlaga)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-16 18:44:23 - [HTML]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-16 16:42:53 - [HTML]
59. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-16 17:27:03 - [HTML]
63. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-19 12:06:25 - [HTML]

Þingmál A245 (ársreikningar, endurskoðendur og skoðunarmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-12-18 22:15:35 - [HTML]
64. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-20 11:49:57 - [HTML]
64. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-20 14:49:35 - [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2009-01-22 14:43:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lögfr.álit Peter Dyrberg) - [PDF]

Þingmál A270 (gjaldþrot fyrirtækja að kröfu hins opinbera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (svar) útbýtt þann 2009-02-25 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (gjaldþrot einstaklinga að kröfu hins opinbera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (svar) útbýtt þann 2009-02-25 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (greiðsluaðlögun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Momentum greiðsluþjónusta ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A278 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 826 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Momentum greiðsluþjónusta ehf - [PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-02-20 12:37:05 - [HTML]
85. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-02-20 13:57:50 - [HTML]
89. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-26 14:51:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2009-02-17 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (íslensk þýðing á ath.semdum Alþj.gjaldeyrissjóðsi - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Momentum greiðsluþjónusta ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 840 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A289 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-09 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A292 (skoðun á Icesave-ábyrgðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (svar) útbýtt þann 2009-02-26 10:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (fjárhagsvandi heimila)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-18 14:37:33 - [HTML]

Þingmál A309 (starfsemi vistunarmatsnefnda)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-02-25 15:16:23 - [HTML]

Þingmál A321 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-19 14:06:11 - [HTML]

Þingmál A330 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-19 16:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-24 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (einföldun á almannatryggingakerfinu)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-04 15:30:14 - [HTML]

Þingmál A356 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-31 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 23:52:45 - [HTML]

Þingmál A361 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2007, um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-02 12:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2009-03-12 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A370 (hagsmunir Íslands í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-10 20:05:53 - [HTML]

Þingmál A373 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka og bókun 37 við EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A376 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 11:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-03 16:26:08 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-14 15:43:56 - [HTML]
134. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 13:42:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-05 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 884 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-04-01 21:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-11 21:12:01 - [HTML]

Þingmál A395 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-06 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-24 21:32:12 - [HTML]

Þingmál A406 (listamannalaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 11:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A410 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 798 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-25 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-08 15:32:39 - [HTML]

Þingmál A411 (endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 20:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 903 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-04-02 20:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 14:36:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1338 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (Icesave-reikningar Landsbankans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2009-04-02 20:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (NATO-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 721 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (ÖSE-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-17 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (Evrópuráðsþingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-30 12:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Árni Páll Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-31 14:24:12 - [HTML]

Þingmál A475 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2004--2005, 2005--2006 og 2006--2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-04-17 09:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-02 20:27:33 - [HTML]

Þingmál B107 (skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)

Þingræður:
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-10-30 17:43:05 - [HTML]

Þingmál B146 (afkoma heimilanna)

Þingræður:
21. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2008-11-06 12:28:24 - [HTML]

Þingmál B176 (aukalán LÍN)

Þingræður:
25. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-13 10:41:46 - [HTML]

Þingmál B200 (Icesave-deilan við ESB)

Þingræður:
27. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-17 15:32:33 - [HTML]

Þingmál B201 (Icesave-ábyrgðir)

Þingræður:
27. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-17 15:36:02 - [HTML]
27. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-17 15:39:04 - [HTML]

Þingmál B216 (Icesave-reikningar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn)

Þingræður:
27. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-17 15:10:48 - [HTML]

Þingmál B268 (10% niðurskurður í heilbrigðisþjónustu)

Þingræður:
37. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-11-27 10:47:58 - [HTML]

Þingmál B417 (reglur um starfsemi ríkisbankanna)

Þingræður:
61. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-12-18 13:18:24 - [HTML]

Þingmál B603 (ástæða Breta fyrir að beita hryðjuverkalögum á Ísland)

Þingræður:
82. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-02-17 14:48:43 - [HTML]

Þingmál B616 (heilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
84. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 11:29:45 - [HTML]

Þingmál B771 (hagsmunir Íslands vegna Icesave-ábyrgðanna)

Þingræður:
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-12 11:41:18 - [HTML]

Þingmál B894 (frumvarp um endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja)

Þingræður:
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-30 15:28:11 - [HTML]

Þingmál B929 (opinn fundur í fjárlaganefnd -- afgreiðsla sérnefndar á frumvarpi um stjórnarskipunarlög)

Þingræður:
122. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2009-04-01 13:33:44 - [HTML]

Þingmál B943 (verðbætur á lán)

Þingræður:
122. þingfundur - Karl V. Matthíasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-01 14:39:20 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-15 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 145 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-06-16 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-19 14:05:23 - [HTML]
3. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-19 14:28:26 - [HTML]
3. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2009-05-19 16:01:20 - [HTML]
22. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-06-18 21:49:25 - [HTML]
36. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-07-09 22:19:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 2009-05-22 - Sendandi: Jón G. Jónsson - Skýring: (kynning og athugasemdir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 14 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Landsbankinn - Skýring: (skuldavandi fyrirtækja) - [PDF]
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2009-05-27 - Sendandi: Kaupþing banki hf. - Skýring: (verklagsreglur um útlánavandamál) - [PDF]
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2009-06-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A4 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]

Þingmál A31 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings - [PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 12:49:18 - [HTML]
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 14:55:10 - [HTML]
38. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 17:27:42 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 20:04:56 - [HTML]
39. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-11 11:17:51 - [HTML]
42. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-13 20:53:11 - [HTML]
44. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-15 15:32:22 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-16 12:17:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2009-06-04 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (um aðildarsamn.) 38. og 54. mál - [PDF]
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2009-06-07 - Sendandi: Ritari utanríkismálanefndar - Skýring: (hluti úr skýrslu Evrópunefndar bls.75-112) - [PDF]
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2009-06-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Heimssýn - [PDF]
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (kostnaðarmat v. aðildarumsóknar) - [PDF]

Þingmál A49 (afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 15:08:38 - [HTML]

Þingmál A52 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-05-27 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: (sbr. ums. frá 136. þingi) - [PDF]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-29 15:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 798 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (kostnaðarmat v. aðildarumsóknar) - [PDF]

Þingmál A60 (bílalán í erlendri mynt)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-01 14:27:46 - [HTML]

Þingmál A62 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-06-08 18:28:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna, Friðrik Óttar Friðriksson - [PDF]

Þingmál A82 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-09 14:56:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 333 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-09 13:53:40 - [HTML]
36. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-09 16:52:22 - [HTML]
36. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-09 16:53:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 290 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Stofnfjáreig. í Sparisjóði Bolungarvíkur - [PDF]

Þingmál A88 (nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-08 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 596 - Komudagur: 2009-07-09 - Sendandi: Fasteignaskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A90 (endurskipulagning atvinnufyrirtækja á vegum bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (svar) útbýtt þann 2009-07-09 11:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (skýrsla Seðlabankans um stöðu heimilanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (svar) útbýtt þann 2009-08-21 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A99 (neyslustaðall)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-12 18:01:53 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 18:04:08 - [HTML]
50. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-08-12 18:07:43 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 18:09:50 - [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-06-18 22:46:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2009-07-03 - Sendandi: Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn, Sigursteinn Másson - [PDF]

Þingmál A114 (kjararáð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-18 19:37:07 - [HTML]
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-18 19:55:29 - [HTML]
22. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-06-18 20:01:26 - [HTML]
46. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-23 18:31:44 - [HTML]
46. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-23 18:45:47 - [HTML]
49. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-11 16:44:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2009-06-26 - Sendandi: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 466 - Komudagur: 2009-06-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A116 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna, Friðrik Óttar Friðriksson - [PDF]
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-19 11:18:00 - [HTML]
23. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-19 16:59:10 - [HTML]
23. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-19 17:03:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Biskupsstofa - Skýring: (sent til es. og a.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Aðgerðahópur háttvirtra öryrkja - Skýring: (lagt fram á fundi ft.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 470 - Komudagur: 2009-06-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-19 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 313 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-08-10 14:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 324 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-08-11 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-22 16:33:58 - [HTML]
47. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-24 12:20:09 - [HTML]
47. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 13:54:35 - [HTML]
47. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 13:58:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 489 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - Skýring: (áhrif eigendastefnu ríkisins, lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A125 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-22 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A126 (skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-06-26 13:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-30 14:51:37 - [HTML]
30. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-06-30 15:24:54 - [HTML]
30. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-30 15:55:53 - [HTML]

Þingmál A130 (skólaeinkunnir og inntaka nemenda í framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-06-26 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 284 (svar) útbýtt þann 2009-07-23 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-30 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 335 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 336 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 339 (frávísunartilllaga) útbýtt þann 2009-08-20 08:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 346 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-08-26 15:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 348 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-26 14:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 349 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-08-26 15:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 350 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-27 10:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 351 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-27 10:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 358 (lög í heild) útbýtt þann 2009-08-28 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-07-02 12:21:19 - [HTML]
33. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 15:17:37 - [HTML]
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 15:45:45 - [HTML]
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 16:03:01 - [HTML]
33. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 16:52:54 - [HTML]
33. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 17:06:30 - [HTML]
33. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-02 18:03:07 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 18:23:07 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-02 18:25:29 - [HTML]
33. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 19:32:24 - [HTML]
34. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-03 14:01:33 - [HTML]
34. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-07-03 14:12:57 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 09:06:01 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 09:51:38 - [HTML]
55. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 10:02:45 - [HTML]
55. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 10:52:42 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-08-20 11:46:16 - [HTML]
55. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 12:28:15 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 12:29:32 - [HTML]
55. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-08-20 12:38:00 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 14:03:56 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-08-20 14:20:04 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:10:09 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:13:48 - [HTML]
55. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:15:07 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:17:24 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-20 15:22:18 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:51:39 - [HTML]
55. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 16:39:32 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-20 18:25:17 - [HTML]
55. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-08-20 18:52:20 - [HTML]
55. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 19:05:19 - [HTML]
55. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 20:22:13 - [HTML]
55. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 20:23:25 - [HTML]
55. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-08-20 20:29:47 - [HTML]
55. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-08-20 20:57:45 - [HTML]
56. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-08-21 10:01:08 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 11:49:22 - [HTML]
56. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 13:54:26 - [HTML]
56. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 15:22:34 - [HTML]
56. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-08-21 15:39:32 - [HTML]
56. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 15:55:00 - [HTML]
56. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-08-21 17:22:48 - [HTML]
56. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-08-21 17:52:24 - [HTML]
56. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 18:21:11 - [HTML]
56. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-08-21 20:02:32 - [HTML]
56. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 20:31:43 - [HTML]
56. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 21:08:44 - [HTML]
56. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-08-21 22:41:19 - [HTML]
58. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 10:35:11 - [HTML]
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 11:05:26 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 11:33:04 - [HTML]
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 11:48:48 - [HTML]
58. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-08-27 15:02:17 - [HTML]
58. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 15:40:51 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-28 09:02:13 - [HTML]
59. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-08-28 10:28:34 - [HTML]
59. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-08-28 10:57:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Gunnar Tómasson - Skýring: (sent í tölvup.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Indefence-hópurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 638 - Komudagur: 2009-07-17 - Sendandi: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2009-07-24 - Sendandi: Meiri hluti efnahags- og skattanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2009-07-23 - Sendandi: Meiri hluti utanríkismálanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2009-07-15 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 650 - Komudagur: 2009-07-25 - Sendandi: 1. minni hluti efnahags- og skattanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 2. minni hluti efnahags- og skattanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 2. minni hluti efnahags- og skattanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2009-07-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið o.fl. - Skýring: (um forgangsrétt) - [PDF]
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: 2. minni hluti utanríkismálanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2009-07-31 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (minnisbl. o.fl. um forgangsrétt) - [PDF]

Þingmál A137 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-02 15:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (stuðningur vegna fráveituframkvæmda)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-08-12 19:07:01 - [HTML]

Þingmál A152 (eignarhald á fjölmiðlum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 15:08:43 - [HTML]

Þingmál A160 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 655 - Komudagur: 2009-07-30 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A163 (skilanefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-07-24 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 357 (svar) útbýtt þann 2009-08-27 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B84 (efnahagshorfur, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-05-25 15:57:37 - [HTML]

Þingmál B170 (staðan í Icesave-deilunni)

Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-05 14:21:55 - [HTML]

Þingmál B172 (Icesave-samningarnir, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-08 15:29:20 - [HTML]
16. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-06-08 15:44:48 - [HTML]
16. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-08 16:28:40 - [HTML]

Þingmál B206 (framfærslugrunnur LÍN)

Þingræður:
19. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-15 15:33:17 - [HTML]

Þingmál B216 (nýting orkulinda og uppbygging stóriðju)

Þingræður:
20. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-06-16 14:27:16 - [HTML]
20. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-16 14:32:30 - [HTML]

Þingmál B239 (Icesave -- endurskoðun raforkulaga -- greiðsluaðlögun -- vinnubrögð á Alþingi o.fl.)

Þingræður:
23. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-06-19 10:35:32 - [HTML]

Þingmál B343 (fundarhlé vegna nefndarfundar)

Þingræður:
36. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-09 12:12:01 - [HTML]

Þingmál B369 (kennitöluskipti skuldugra fyrirtækja)

Þingræður:
40. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-13 15:22:01 - [HTML]

Þingmál B402 (gerð Icesave-samningsins)

Þingræður:
46. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2009-07-23 10:39:16 - [HTML]

Þingmál B414 (munnleg skýrsla fjármálaráðherra um eigendastefnu ríkisins á fjármálafyrirtækjum)

Þingræður:
47. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-24 11:03:08 - [HTML]
47. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 11:32:02 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-01 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 394 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-14 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-08 10:31:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2009-11-06 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Skýring: (um rannsóknasjóði) - [PDF]
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Vistunarmatsnefnd Höfuðborgarsvæðisins - Skýring: (vistunarmat í hjúkrunarrými) - [PDF]

Þingmál A4 (afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-20 15:39:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A8 (yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-11-16 22:37:51 - [HTML]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 09:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-13 15:05:47 - [HTML]

Þingmál A14 (almenningssamgöngur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 2010-04-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A15 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-10 20:09:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Fjallabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Borgarahreyfingin - [PDF]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2009-11-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1816 - Komudagur: 2010-04-27 - Sendandi: Neyðarmóttaka LSH og réttargæslumaður - [PDF]

Þingmál A58 (landflutningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-14 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-16 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 102 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-10-23 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 119 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-10-27 09:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 121 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-10-23 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-19 16:23:45 - [HTML]
15. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-10-23 11:39:53 - [HTML]
15. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-10-23 12:37:39 - [HTML]
15. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-23 14:00:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2009-10-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi ft.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2009-10-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (ályktun, tillögur) - [PDF]
Dagbókarnúmer 12 - Komudagur: 2009-10-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A73 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-02-18 12:05:11 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 247 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-17 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 257 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 258 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 601 (frhnál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-28 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-22 11:06:19 - [HTML]
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 11:37:12 - [HTML]
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-10-22 11:53:26 - [HTML]
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 12:17:12 - [HTML]
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 12:20:07 - [HTML]
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 12:23:40 - [HTML]
13. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-10-22 16:12:08 - [HTML]
13. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-10-22 17:25:51 - [HTML]
29. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-11-19 12:02:13 - [HTML]
29. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 14:53:30 - [HTML]
29. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 16:15:30 - [HTML]
29. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-11-19 17:38:35 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-11-19 18:13:12 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 18:53:43 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 19:02:33 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-19 19:47:25 - [HTML]
29. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-11-19 20:51:55 - [HTML]
29. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 21:53:06 - [HTML]
29. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-11-19 21:59:25 - [HTML]
30. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-24 14:58:27 - [HTML]
30. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-11-24 18:27:16 - [HTML]
30. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-24 22:44:23 - [HTML]
30. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-24 23:08:51 - [HTML]
32. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 12:28:28 - [HTML]
32. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 14:02:23 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-26 17:17:18 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 20:30:51 - [HTML]
33. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-11-27 18:48:00 - [HTML]
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-27 19:01:25 - [HTML]
34. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 10:31:30 - [HTML]
34. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 12:10:49 - [HTML]
34. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 13:51:18 - [HTML]
34. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 15:28:49 - [HTML]
34. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 17:25:43 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-30 16:04:46 - [HTML]
35. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-30 19:11:06 - [HTML]
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-03 01:21:57 - [HTML]
36. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-03 02:34:50 - [HTML]
37. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 15:39:04 - [HTML]
37. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 15:40:28 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-03 17:14:42 - [HTML]
37. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 00:48:34 - [HTML]
37. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 01:03:36 - [HTML]
37. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 01:20:55 - [HTML]
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 16:23:32 - [HTML]
38. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 16:47:55 - [HTML]
38. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-12-04 17:57:46 - [HTML]
38. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 18:19:29 - [HTML]
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-05 10:01:19 - [HTML]
39. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-05 19:00:12 - [HTML]
41. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-08 12:02:43 - [HTML]
41. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-08 15:03:00 - [HTML]
63. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:00:01 - [HTML]
63. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 14:38:26 - [HTML]
63. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-28 15:33:36 - [HTML]
63. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 16:59:50 - [HTML]
63. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 17:38:04 - [HTML]
63. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 17:40:39 - [HTML]
63. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 18:05:43 - [HTML]
63. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 18:19:15 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 19:42:49 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-28 21:19:32 - [HTML]
64. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 12:56:07 - [HTML]
64. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 13:00:08 - [HTML]
64. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 13:58:23 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-29 15:52:01 - [HTML]
64. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-29 16:34:16 - [HTML]
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-30 20:23:52 - [HTML]
65. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-30 21:43:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra - Skýring: (skv. beiðni utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 817 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Skýring: (skv. beiðni utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Utanríkismálanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2009-12-23 - Sendandi: IFS-greining - [PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: INDEFENCE - [PDF]
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Lárus H. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson - Skýring: (stjórnarskráin og Icesave-samningarnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2009-12-17 - Sendandi: Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2009-12-29 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (um álitsgerð Mishcon de Reya) - [PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya - [PDF]

Þingmál A77 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A81 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 223 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - Skýring: (frá SI, SSP, SUT, SÍL, IGI, HSV) - [PDF]
Dagbókarnúmer 368 - Komudagur: 2009-11-27 - Sendandi: Frosti Sigurjónsson o.fl. stjórnendur í ísl. nýsköpunarfyrirtækjum - [PDF]

Þingmál A82 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-21 13:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2009-11-27 - Sendandi: Frosti Sigurjónsson o.fl. ísl. stjórnendur í ísl. nýsköpunarfyrirt - [PDF]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 2010-01-29 - Sendandi: Borgarahreyfingin - [PDF]

Þingmál A116 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1286 - Komudagur: 2010-03-10 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A137 (kynning á breyttu fyrirkomulagi í 10. bekk)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-18 14:52:49 - [HTML]

Þingmál A147 (stofnun framhaldsskóla í Grindavík)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 15:38:48 - [HTML]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 445 - Komudagur: 2009-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A153 (húsnæðislán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (svar) útbýtt þann 2009-11-30 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A158 (Íslandsstofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - Skýring: (um útflutn.aðstoð og landkynningu) - [PDF]

Þingmál A166 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-12-15 18:07:29 - [HTML]

Þingmál A174 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-02-02 15:51:12 - [HTML]

Þingmál A181 (Norræna ráðherranefndin 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A200 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-11-13 11:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 375 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-12 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-02-01 16:13:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2009-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (lagt fram á fundi um.) - [PDF]

Þingmál A226 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Skattstjórar Norðurl.umd.vestra og Vestfjarða - [PDF]

Þingmál A228 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-19 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-19 14:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1075 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-11 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1125 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-01 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1182 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-01 22:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Eygló Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-05-17 17:36:44 - [HTML]
124. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-17 18:51:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2010-01-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A233 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa - [PDF]
Dagbókarnúmer 810 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A244 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 956 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A248 (framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (svar) útbýtt þann 2009-12-14 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A250 (skipan í stjórnir fyrirtækja á vegum skilanefnda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (svar) útbýtt þann 2009-12-29 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2009-12-12 - Sendandi: Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta - [PDF]
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2009-12-14 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2637 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (v. iðgjalds) - [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-19 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-21 10:24:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-04 13:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneyti - [PDF]

Þingmál A274 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 666 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (bygging hjúkrunarheimila) - [PDF]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 19:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A288 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-03 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
86. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-04 15:05:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1450 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A305 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Hafrannsóknastofnunin - [PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-06 17:40:18 - [HTML]
132. þingfundur - Þór Saari - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-06-07 15:32:07 - [HTML]

Þingmál A332 (sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2010-03-19 - Sendandi: Hagstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A336 (eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-22 12:11:58 - [HTML]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-29 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1114 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-05-17 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-01-29 14:06:44 - [HTML]
126. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-18 14:42:31 - [HTML]
126. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-05-18 14:53:04 - [HTML]
128. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-31 13:28:05 - [HTML]
128. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-05-31 14:35:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2010-02-16 - Sendandi: Kauphöll Íslands, OMX Nordic Exchange - [PDF]
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2010-02-22 - Sendandi: Félag um innri endurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2010-02-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2010-03-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2010-04-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 2010-04-16 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (um brtt.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A347 (lágmarksframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-12-29 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 998 (svar) útbýtt þann 2010-04-15 14:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (laun hjá hinu opinbera og lágmarksframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-12-29 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 640 (svar) útbýtt þann 2010-01-29 11:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu) - [PDF]

Þingmál A354 (notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1770 - Komudagur: 2010-04-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A356 (úttekt á aflareglu)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-02-17 15:23:58 - [HTML]

Þingmál A360 (tilfærsla verkefna frá Umhverfisstofnun til Heilbrigðiseftirlits Austurlands)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-03-03 15:00:51 - [HTML]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-16 15:52:27 - [HTML]
75. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2010-02-16 18:05:51 - [HTML]
75. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 18:25:14 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-04-26 17:37:31 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-26 18:01:34 - [HTML]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-12 18:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1391 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-24 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1399 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-16 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 14:44:13 - [HTML]
82. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-02-25 15:20:54 - [HTML]

Þingmál A379 (matvæli og fæðuöryggi á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2010-02-16 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson - Ræða hófst: 2010-03-03 15:41:39 - [HTML]

Þingmál A380 (reglugerð um gjafsókn)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-03-03 15:16:05 - [HTML]

Þingmál A383 (afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (þáltill.) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-02-22 16:45:53 - [HTML]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1045 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-05-06 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-07 14:35:15 - [HTML]

Þingmál A391 (lokafjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-22 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 14:33:46 - [HTML]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (frumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009 um breytingu á X. og XI. viðauka við EES-samning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 863 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-03-24 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-01 15:41:11 - [HTML]
100. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-03-25 17:13:11 - [HTML]

Þingmál A398 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (velferðarvaktin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-02-24 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (undanþágur frá reglum Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (svar) útbýtt þann 2010-03-25 11:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 14:47:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1676 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1709 - Komudagur: 2010-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: 365 - miðlar ehf - [PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1464 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-08 17:10:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Félag húsgagna og innanhússarkitekta, bt. formanns - [PDF]
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1656 - Komudagur: 2010-04-09 - Sendandi: Kópavogsbær, Bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1465 - Komudagur: 2010-03-26 - Sendandi: Félag húsgagna og innanhússarkitekta, bt. formanns - [PDF]
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A434 (brunavarnir á flugvöllum landsins)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-03-24 15:37:49 - [HTML]

Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-11 17:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A452 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-15 17:06:54 - [HTML]

Þingmál A455 (Alþjóðaþingmannasambandið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A464 (Maastricht-skilyrði og upptaka evru)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-06-14 13:02:44 - [HTML]

Þingmál A466 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-16 13:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A482 (Vestnorræna ráðið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-22 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2097 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A490 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2007 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1121 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-17 20:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1140 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-05-31 11:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1142 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-05-19 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-05-18 22:26:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2010-04-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarskjalavörður - [PDF]

Þingmál A496 (undirritun samkomulags um Icesave-skuldbindingar í júní 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1434 (svar) útbýtt þann 2010-06-24 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A497 (kennitöluflakk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-25 10:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A498 (bólusetning gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-25 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2010-06-14 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1476 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-07 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
153. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-08 12:21:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1930 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3082 - Komudagur: 2010-08-23 - Sendandi: Rauði kross Íslands - Skýring: (rannsókn á eðli og umfangi mansals) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3096 - Komudagur: 2010-08-26 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A520 (efling græna hagkerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2659 - Komudagur: 2010-06-02 - Sendandi: Sorpa bs. - [PDF]

Þingmál A521 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 910 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (skeldýrarækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2319 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2369 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Upplýsing, Félag bókasafns- og upplýsingafræða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A525 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A548 (bygging nýs Landspítala við Hringbraut)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2010-04-15 17:28:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2877 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Samtök heilbrigðisfyrirtækja - [PDF]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2903 - Komudagur: 2010-07-01 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A554 (atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-20 17:06:18 - [HTML]

Þingmál A555 (Vinnumarkaðsstofnun)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-20 15:41:41 - [HTML]

Þingmál A557 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1817 - Komudagur: 2010-04-13 - Sendandi: Guðmundur Lárusson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2088 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2113 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 2426 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2834 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (um drög v. 560., 561. og 562. máls) - [PDF]

Þingmál A561 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2010-04-29 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2034 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon - [PDF]

Þingmál A562 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1366 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-15 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-16 16:44:44 - [HTML]
143. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-16 05:06:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A566 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A569 (hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-20 22:18:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2347 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2404 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A570 (rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1996 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-27 15:55:53 - [HTML]

Þingmál A573 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 964 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 15:58:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2533 - Komudagur: 2010-05-25 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2665 - Komudagur: 2010-06-03 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-04-27 17:09:05 - [HTML]
113. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-04-27 17:32:35 - [HTML]
137. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-11 21:33:36 - [HTML]
138. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-12 11:08:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2381 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A575 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-05-31 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-01 16:07:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2332 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2385 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A576 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1374 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu - [PDF]

Þingmál A580 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2345 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn, IFAW - [PDF]
Dagbókarnúmer 2402 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1447 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-02 13:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-05-10 16:54:50 - [HTML]
150. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-03 12:24:41 - [HTML]
150. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-09-03 15:38:32 - [HTML]

Þingmál A604 (vísitala fasteignaverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (svar) útbýtt þann 2010-06-07 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (sjúkraflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (svar) útbýtt þann 2010-06-01 19:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-05-14 11:32:09 - [HTML]
123. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 12:11:28 - [HTML]
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 12:12:05 - [HTML]

Þingmál A634 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2747 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2995 - Komudagur: 2010-08-12 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A637 (raforkuöryggi á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1370 (svar) útbýtt þann 2010-06-15 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A646 (skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-01 17:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2935 - Komudagur: 2010-07-08 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A652 (aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1210 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A658 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-09 21:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-06 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
151. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-09-06 12:26:21 - [HTML]
152. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-09-07 15:02:32 - [HTML]
153. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-09-08 11:13:37 - [HTML]
155. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-09-09 16:42:17 - [HTML]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-24 12:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
143. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-16 05:19:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2915 - Komudagur: 2010-07-30 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 2978 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Guðmundur Páll Ólafsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 3019 - Komudagur: 2010-08-13 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 3031 - Komudagur: 2010-08-17 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1423 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-24 10:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-24 11:40:13 - [HTML]

Þingmál A672 (tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A673 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-15 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (framkvæmd grunnskólalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (svar) útbýtt þann 2010-09-06 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3124 - Komudagur: 2010-09-15 - Sendandi: Lex lögmannsstofa - [PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1525 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-27 10:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 15:33:44 - [HTML]
159. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 16:20:22 - [HTML]
159. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 16:34:38 - [HTML]
159. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 17:41:05 - [HTML]
160. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-09-14 14:46:42 - [HTML]
161. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 12:06:14 - [HTML]
167. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-09-27 11:30:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3167 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - Skýring: (um aðdraganda, innleiðingu og áhrif breytinga) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3189 - Komudagur: 2010-06-16 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svar við beiðni um upplýsingar) - [PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1520 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
162. þingfundur - Ólöf Nordal - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2010-09-17 11:02:13 - [HTML]
163. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 10:33:07 - [HTML]
163. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-09-20 11:13:26 - [HTML]
164. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-21 10:33:21 - [HTML]
164. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-21 15:22:43 - [HTML]
167. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-27 14:14:22 - [HTML]
167. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 14:30:58 - [HTML]
167. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-27 15:50:21 - [HTML]
168. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-28 13:45:22 - [HTML]

Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1520 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
164. þingfundur - Magnús Orri Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-21 17:31:16 - [HTML]

Þingmál B17 (efnahagshrun og endurreisn, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
3. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-10-06 17:02:12 - [HTML]

Þingmál B18 (óundirbúinn fyrirspurnatími)

Þingræður:
4. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-07 14:03:49 - [HTML]

Þingmál B85 (greiðslubyrði af Icesave)

Þingræður:
10. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-10-19 15:23:03 - [HTML]

Þingmál B174 (afskriftir skulda og samkeppnisstaða fyrirtækja)

Þingræður:
21. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-06 11:05:28 - [HTML]

Þingmál B227 (afgreiðsla Icesave-málsins úr nefnd -- vinnulag á Alþingi)

Þingræður:
27. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2009-11-17 13:32:19 - [HTML]

Þingmál B238 (fjárhagsleg endurskipulagning rekstrarhæfra fyrirtækja)

Þingræður:
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-18 14:10:08 - [HTML]

Þingmál B529 (skuldavandi heimilanna)

Þingræður:
71. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-01 15:39:43 - [HTML]

Þingmál B554 (fjárhagsvandi sveitarfélaga)

Þingræður:
74. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 10:53:00 - [HTML]

Þingmál B559 (staða fjármála heimilanna)

Þingræður:
74. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-04 11:09:02 - [HTML]

Þingmál B575 (aðildarviðræður við ESB -- skuldaaðlögun fyrirtækja -- stjórnsýsluúttektir)

Þingræður:
76. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-17 13:51:48 - [HTML]
76. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-02-17 13:54:05 - [HTML]

Þingmál B634 (afskriftir og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja og eigenda þeirra hjá fjármálastofnunum)

Þingræður:
82. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-02-25 13:42:05 - [HTML]
82. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-25 14:02:12 - [HTML]

Þingmál B773 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008)

Þingræður:
104. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2010-04-13 13:39:49 - [HTML]
104. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-13 13:56:44 - [HTML]
104. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-04-13 14:15:46 - [HTML]
104. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-04-13 17:27:04 - [HTML]

Þingmál B786 (samstarfsyfirlýsing við AGS)

Þingræður:
106. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-15 10:39:25 - [HTML]

Þingmál B840 (jafnvægi í ríkisfjármálum)

Þingræður:
111. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-04-26 15:05:24 - [HTML]

Þingmál B866 (opinbert neysluviðmið)

Þingræður:
114. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2010-04-28 12:19:50 - [HTML]
114. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-28 12:22:01 - [HTML]

Þingmál B1050 (skuldavandi heimilanna)

Þingræður:
137. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-06-11 12:16:20 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-01 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 413 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-10-05 17:38:59 - [HTML]
44. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-08 11:22:06 - [HTML]
44. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-08 12:35:55 - [HTML]
44. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-12-08 18:32:52 - [HTML]
49. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 16:46:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2010-10-20 - Sendandi: Ljósmæðrafélag Íslands - Skýring: (v. barneignarþjónustu) - [PDF]

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-06 16:38:25 - [HTML]

Þingmál A11 (hámarksmagn transfitusýra í matvælum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Lýðheilsustöð - [PDF]

Þingmál A19 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A21 (skuldastaða sjávarútvegsins og meðferð sjávarútvegsfyrirtækja hjá lánastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A24 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2010-10-19 17:22:58 - [HTML]
15. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-19 17:55:53 - [HTML]

Þingmál A42 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-07 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 19:34:32 - [HTML]

Þingmál A48 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2010-11-11 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, Neyðarmóttaka v/nauðgana - [PDF]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1425 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-16 21:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2010-11-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-13 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 540 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-16 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 906 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-01 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 934 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-03-01 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-20 15:10:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Íslandsstofa - Fjárfestingarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 537 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Axel Hall - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]

Þingmál A66 (ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytisins á faglegu háskólastarfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2010-10-14 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-11-29 16:36:58 - [HTML]
37. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-11-29 16:40:14 - [HTML]
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-11-29 16:45:31 - [HTML]

Þingmál A69 (gæðaeftirlit með rannsóknum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2010-10-14 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2010-11-08 17:24:03 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-11-08 17:27:38 - [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-06 18:48:32 - [HTML]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1286 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1411 (lög í heild) útbýtt þann 2011-05-11 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-20 15:32:16 - [HTML]
110. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-04-12 22:35:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2010-11-11 - Sendandi: Veiðimálastofnun - Skýring: Viðbætur - [PDF]
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: HS Orka - HS veitur - [PDF]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 22 - Komudagur: 2010-10-25 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Listaháskóli Íslands, hönnunar- og arkitektúrdeild - [PDF]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2010-12-16 - Sendandi: Flugmálastjórn Íslands - Skýring: (v. framh.nefndarálits) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1006 - Komudagur: 2010-12-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 2010-12-20 - Sendandi: Flugmálastjórn - [PDF]

Þingmál A80 (samvinnuráð um þjóðarsátt)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-04 15:40:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A81 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A86 (heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-25 18:56:17 - [HTML]
35. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 19:06:57 - [HTML]
35. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-11-25 19:13:34 - [HTML]

Þingmál A87 (stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-11-10 17:48:16 - [HTML]

Þingmál A91 (nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og hópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (fríverslun við Bandaríkin)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A100 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A107 (staðbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2011-03-16 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-09 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-10-21 15:19:43 - [HTML]
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 15:33:17 - [HTML]
47. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-14 16:34:39 - [HTML]

Þingmál A114 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1417 - Komudagur: 2011-02-21 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]

Þingmál A123 (viðauki við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A127 (neyslustaðall/neysluviðmið)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-11-22 16:41:13 - [HTML]
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-11-22 16:45:07 - [HTML]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-04 18:52:52 - [HTML]
60. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-01-18 17:19:23 - [HTML]
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-23 14:38:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 350 - Komudagur: 2010-11-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A134 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 114/2008 um breyt. á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A141 (aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-05 11:41:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1541 - Komudagur: 2011-03-01 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 290 - Komudagur: 2010-11-18 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A155 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-08 15:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A176 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 15:26:24 - [HTML]

Þingmál A186 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A187 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 880 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-02-22 13:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A190 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 927 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-28 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 928 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-02-28 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1071 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1175 (lög í heild) útbýtt þann 2011-03-30 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-01 16:16:30 - [HTML]
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-01 17:46:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Lýðheilsustöð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1010 - Komudagur: 2010-12-15 - Sendandi: Lýðheilsustöð - Skýring: (v. brtt.) - [PDF]

Þingmál A191 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Elsa B. Friðfinnsdóttir form. - [PDF]

Þingmál A196 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 513 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-14 22:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-11-18 18:43:29 - [HTML]
53. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-17 22:26:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 543 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A197 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 22:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-23 14:44:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA, SI, SVÞ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-17 17:39:49 - [HTML]
107. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-04-07 15:15:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: 365 - miðlar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2011-04-08 - Sendandi: 365 - miðlar ehf. - [PDF]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A204 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (v. ums. frá Fallorku) - [PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-17 17:23:59 - [HTML]
53. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-18 00:53:09 - [HTML]
53. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-18 01:09:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð um umsögnum) - [PDF]
Dagbókarnúmer 952 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð við athugasemdum) - [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-23 18:14:54 - [HTML]

Þingmál A218 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-06 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-07 22:34:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A219 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 18:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-22 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 15:23:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A238 (fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 871 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A249 (tækni- og raungreinamenntun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (svar) útbýtt þann 2010-12-16 19:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-15 22:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-17 11:19:19 - [HTML]
51. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2010-12-17 12:00:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Ritari félags- og tryggingamálanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 590 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 650 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Sólheimar í Grímsnesi - [PDF]
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: NPA miðstöðin svf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2010-09-09 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A273 (mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 18:33:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2011-03-14 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]

Þingmál A278 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1000 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1070 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1278 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-07 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1830 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-19 16:02:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2011-02-07 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1306 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1554 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A304 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2014 - Komudagur: 2011-04-13 - Sendandi: Hafrannsóknastofnunin - [PDF]

Þingmál A310 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1866 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-06 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-20 15:56:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1410 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Staðganga - stuðningsfélag - [PDF]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
42. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-12-06 17:01:19 - [HTML]

Þingmál A314 (rannsókn á stöðu heimilanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2011-03-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A315 (ákvæði laga og reglugerða um hollustuhætti sem varða matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 720 (svar) útbýtt þann 2011-02-01 12:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A333 (efni og efnablöndur og eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 20:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1352 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-02 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-30 20:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1429 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-17 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1430 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-05-17 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1480 (þál. í heild) útbýtt þann 2011-05-19 12:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-20 11:27:58 - [HTML]
62. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-20 12:20:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2011-03-22 - Sendandi: Fjárlaganefnd - [PDF]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-01-18 16:03:28 - [HTML]

Þingmál A339 (atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-12-07 22:14:11 - [HTML]
53. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-18 02:01:51 - [HTML]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1610 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 22:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1890 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 11:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1991 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A356 (staða Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (svar) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (gistináttaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2011-02-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A380 (framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 16:02:33 - [HTML]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2011-03-17 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1749 - Komudagur: 2011-03-17 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A385 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1619 - Komudagur: 2011-03-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A386 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 16:04:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2011-03-28 - Sendandi: Skipulagsfræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-16 14:04:54 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-12-16 15:27:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2011-01-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2010-12-17 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (samkomul. um fjárhagslega skuldbindingu ríkissjóð - [PDF]

Þingmál A395 (niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (frumvarp) útbýtt þann 2010-12-17 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-12-18 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A426 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (svar) útbýtt þann 2011-05-04 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (eftirlit Ríkisendurskoðunar með kostnaði við umsókn um aðild að ESB)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 717 (þáltill.) útbýtt þann 2011-01-25 11:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-03-31 18:34:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2329 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Gunnlaugur Pétursson - [PDF]

Þingmál A446 (fækkun hjúkrunarrýma á öldrunarheimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-25 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (svar) útbýtt þann 2011-02-17 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A469 (viðmið og mælikvarðar í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-27 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 842 (svar) útbýtt þann 2011-02-17 17:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-02-16 17:40:17 - [HTML]
75. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 18:22:21 - [HTML]

Þingmál A486 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-03 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1671 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 11:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1732 (þál. í heild) útbýtt þann 2011-06-10 12:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 12:58:01 - [HTML]
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-06-09 19:35:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2011-03-14 - Sendandi: Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1734 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Þróunarsamvinnustofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2490 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (framlög) - [PDF]

Þingmál A494 (heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2085 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: KFUM og KFUK - [PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-23 16:48:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2011-03-07 - Sendandi: Ríkissaksóknari - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2011-03-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Samgöngufélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A496 (aðgerðaáætlun í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 815 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (norræna hollustumerkið Skráargatið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-14 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-16 18:33:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2029 - Komudagur: 2011-04-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A518 (varðveisla menningararfsins á stafrænu formi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1023 (svar) útbýtt þann 2011-03-17 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A521 (efling iðn- og tæknináms)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-03-14 18:29:21 - [HTML]
91. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-03-14 18:39:31 - [HTML]

Þingmál A535 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-22 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (raforkuöryggi á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-04-11 17:16:07 - [HTML]

Þingmál A542 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1920 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-16 18:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-03-02 15:29:08 - [HTML]

Þingmál A547 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1095 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-03-22 17:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-15 21:27:50 - [HTML]
93. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-15 21:50:07 - [HTML]
99. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-03-24 16:44:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 18:33:22 - [HTML]

Þingmál A555 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A556 (greiðslur til nefnda á vegum Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1780 (svar) útbýtt þann 2011-06-11 10:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1822 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
160. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-08 13:46:32 - [HTML]
166. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-09-17 10:40:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1911 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: Aagot Óskarsdóttir lögfræðingur - [PDF]

Þingmál A570 (lokafjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-04-14 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-15 22:31:56 - [HTML]
112. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-04-14 18:20:57 - [HTML]

Þingmál A574 (framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2005/2006, 2006/2007 og 2007/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A575 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-23 18:39:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2221 - Komudagur: 2011-05-04 - Sendandi: Félag íslenskra heilsunuddara - [PDF]

Þingmál A577 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2919 - Komudagur: 2011-06-01 - Sendandi: Þórhallur Vilhjálmsson aðallögfræðingur Alþingis - [PDF]

Þingmál A599 (framkvæmd heilsustefnu, virkjun fyrirmynda o.fl.)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-04-11 18:17:48 - [HTML]

Þingmál A605 (Evrópuráðsþingið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-15 20:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (skuldamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-03-28 17:09:40 - [HTML]

Þingmál A628 (stöður lækna á Landspítala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1337 (svar) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A630 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2098 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Sálfræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A639 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1125 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-24 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-19 19:37:45 - [HTML]

Þingmál A640 (styrkir vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (svar) útbýtt þann 2011-05-11 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1755 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1773 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-14 12:01:54 - [HTML]

Þingmál A647 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-29 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (Þjóðminjasafn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2335 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Fornleifavernd ríkisins - [PDF]

Þingmál A649 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2337 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Fornleifavernd ríkisins - [PDF]

Þingmál A650 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2336 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Fornleifavernd ríkisins - [PDF]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2334 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Fornleifavernd ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2347 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2421 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Félag íslenskra fornleifafræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2424 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1892 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1935 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1996 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 22:41:12 - [HTML]
116. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-03 22:59:24 - [HTML]
117. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-04 17:19:36 - [HTML]
160. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 21:49:48 - [HTML]
161. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-12 15:51:30 - [HTML]
162. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-09-13 15:11:46 - [HTML]
162. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 21:36:12 - [HTML]
163. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-14 11:06:46 - [HTML]
163. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-15 02:59:39 - [HTML]
164. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-15 20:00:39 - [HTML]
164. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-09-15 23:44:04 - [HTML]
164. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-16 00:31:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2614 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1857 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-06 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1892 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-05 18:09:36 - [HTML]

Þingmál A676 (fullgilding á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1534 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-05-26 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1944 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1985 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (fríverslunarsamningur EFTA og Perús og landbúnaðarsamningur Íslands og Perús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A691 (staða skólamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1927 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-16 18:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
139. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-01 10:48:03 - [HTML]

Þingmál A696 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1886 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-13 11:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1939 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-16 23:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2248 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2374 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A698 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2585 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Kauphöll Íslands, OMX Nordic Exchange - [PDF]

Þingmál A702 (skattlagning á kolvetnisvinnslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2011-05-03 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 18:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A707 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1226 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A710 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1630 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
147. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-06-09 16:04:20 - [HTML]

Þingmál A724 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf. - [PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1874 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-07 21:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1875 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-09-07 22:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1972 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-09-17 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1993 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-09-17 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1998 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-12 20:20:15 - [HTML]
165. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-16 22:24:51 - [HTML]
165. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2011-09-16 23:19:47 - [HTML]
165. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-09-16 23:36:58 - [HTML]
167. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-17 16:34:03 - [HTML]
167. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-09-17 16:51:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2433 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Vopnafjarðarhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2476 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 2525 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2726 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3089 - Komudagur: 2011-09-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um brtt.) - [PDF]

Þingmál A727 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A731 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A743 (uppbygging Vestfjarðavegar)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-05-11 15:45:28 - [HTML]

Þingmál A747 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1754 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1772 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2370 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]

Þingmál A755 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-14 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A762 (útgáfa Umhverfisstofnunar á starfsleyfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1645 (svar) útbýtt þann 2011-06-07 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A763 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1330 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-15 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1540 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-26 16:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]
Dagbókarnúmer 2901 - Komudagur: 2011-06-09 - Sendandi: Karvel Aðalsteinn Jónsson - Skýring: (ums. og MA rannsókn) - [PDF]

Þingmál A784 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1388 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 15:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3005 - Komudagur: 2011-08-15 - Sendandi: Krabbameinsfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3006 - Komudagur: 2011-08-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3031 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (ums. um drög að skýrslu frá nóv. 2010) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3090 - Komudagur: 2011-09-14 - Sendandi: Rósa Katrín Möller - [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1634 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
143. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-07 18:13:40 - [HTML]
158. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-06 15:39:27 - [HTML]
159. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-07 11:13:03 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-07 16:30:19 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 16:59:44 - [HTML]
159. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 17:58:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2435 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2789 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3087 - Komudagur: 2011-09-13 - Sendandi: Friðrik Már Baldursson - Skýring: (sent skv. beiðni) - [PDF]

Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-05-12 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
124. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-05-16 15:43:27 - [HTML]
124. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-05-16 16:16:02 - [HTML]

Þingmál A792 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1417 (álit) útbýtt þann 2011-05-12 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (Maastricht-skilyrði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1715 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 21:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1786 (svar) útbýtt þann 2011-06-15 09:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A823 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-20 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-18 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1625 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1638 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-06 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1661 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1692 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1709 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1710 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-09 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1761 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-06-10 20:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-30 11:56:08 - [HTML]
135. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-30 21:19:46 - [HTML]
138. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-05-31 15:17:37 - [HTML]
139. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-06-01 20:00:41 - [HTML]
150. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-10 22:35:51 - [HTML]
150. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 23:17:15 - [HTML]
150. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-06-10 23:51:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2866 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2873 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (LÍÚ, SF og SA) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2876 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3002 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 3052 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: Arion banki hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3096 - Komudagur: 2011-09-29 - Sendandi: Lilja Rafney Magnúsdóttir form. sjávarútv.- og landbún.nefndar - Skýring: (afrit af bréfi til sjávarútv.- og landbún.ráðherr - [PDF]

Þingmál A830 (atvinnuleysistryggingar og réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-09-02 14:13:18 - [HTML]

Þingmál A834 (skuldalækkun og ábyrgð á húsnæðislánum)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-06-08 15:32:06 - [HTML]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3018 - Komudagur: 2011-08-18 - Sendandi: Ísafjarðarbær, atvinnumálanefnd - [PDF]

Þingmál B39 (skattstefna ríkisstjórnarinnar)

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-06 16:07:24 - [HTML]

Þingmál B81 (aðkoma lífeyrissjóðanna að lausn skuldavanda heimilanna)

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-14 11:02:35 - [HTML]

Þingmál B107 (samskipti skóla og trúfélaga)

Þingræður:
14. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2010-10-18 15:35:02 - [HTML]

Þingmál B192 (staða viðræðna Íslands við ESB)

Þingræður:
24. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-11-10 15:09:16 - [HTML]

Þingmál B209 (skuldavandi heimilanna)

Þingræður:
26. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-16 14:17:28 - [HTML]

Þingmál B276 (endurskoðun laga um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-25 10:57:05 - [HTML]

Þingmál B482 (Vestia-málið)

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-01-19 17:15:59 - [HTML]

Þingmál B487 (neysluviðmið)

Þingræður:
62. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-01-20 11:15:32 - [HTML]

Þingmál B575 (skuldamál fyrirtækja)

Þingræður:
71. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-14 15:20:55 - [HTML]

Þingmál B577 (Íbúðalánasjóður og skuldavandi heimilanna)

Þingræður:
71. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-14 15:35:10 - [HTML]

Þingmál B586 (störf í þágu þjóðar -- málefni grunnskólans -- skipulagsmál sveitarfélaga o.fl.)

Þingræður:
72. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-02-15 14:28:15 - [HTML]

Þingmál B629 (neysluviðmið)

Þingræður:
75. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-17 11:09:06 - [HTML]
75. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-17 11:14:10 - [HTML]
75. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2011-02-17 11:24:11 - [HTML]
75. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 11:26:31 - [HTML]
75. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 11:28:15 - [HTML]
75. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 11:34:44 - [HTML]
75. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 11:37:11 - [HTML]
75. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-17 11:39:33 - [HTML]

Þingmál B639 (synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum)

Þingræður:
76. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-22 14:26:41 - [HTML]

Þingmál B816 (úrskurður kærunefndar jafnréttismála, nr. 3/2010, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
99. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-24 12:22:53 - [HTML]
99. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-03-24 12:47:27 - [HTML]
99. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-03-24 13:09:31 - [HTML]

Þingmál B1028 (staða minni og meðalstórra fyrirtækja)

Þingræður:
123. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-12 11:13:42 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 390 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-28 18:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 454 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-12-06 17:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 493 (lög í heild) útbýtt þann 2011-12-07 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-04 10:31:54 - [HTML]
3. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2011-10-04 18:02:30 - [HTML]
3. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 18:15:23 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 18:17:35 - [HTML]
3. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 18:19:36 - [HTML]
28. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-29 15:28:10 - [HTML]
28. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-29 16:44:46 - [HTML]
28. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-11-30 00:25:40 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-11-30 06:11:59 - [HTML]
32. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-12-06 20:26:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2011-11-22 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2011-11-22 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Valgarður Guðjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (v. netlög, lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A4 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-03 19:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Guðmundur Pálsson - [PDF]

Þingmál A5 (stöðugleiki í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-10-13 17:01:59 - [HTML]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-02-21 21:05:29 - [HTML]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1020 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-03-20 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Skúli Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-18 14:10:26 - [HTML]
11. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-10-18 14:34:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2011-11-08 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2011-11-10 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 97 - Komudagur: 2011-11-11 - Sendandi: Ferðakostnaðarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 140 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 868 - Komudagur: 2011-12-22 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 2012-01-05 - Sendandi: Skúli Björnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins - [PDF]

Þingmál A10 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 376 - Komudagur: 2011-11-22 - Sendandi: Nýsköpunarmiðstöð Íslands - [PDF]

Þingmál A12 (úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A14 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 25 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A15 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn - [PDF]

Þingmál A16 (leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Marinó G. Njálsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Gunnlaugur Kristinsson, endurskoðandi - [PDF]

Þingmál A22 (norræna hollustumerkið Skráargatið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-03 12:40:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Hjartaheill, Landssamtök hjartasjúklinga - [PDF]

Þingmál A28 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Lúðvík Geirsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-20 16:37:42 - [HTML]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-10-03 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-28 16:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-10-06 17:25:43 - [HTML]
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-28 20:29:46 - [HTML]
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-28 20:47:41 - [HTML]
27. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-28 20:48:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2011-11-01 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-03-13 17:43:51 - [HTML]
72. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-13 18:07:52 - [HTML]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 630 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A96 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1598 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A106 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 565 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A108 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2611 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A127 (Fjarðarheiðargöng)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Seyðisfirði - [PDF]

Þingmál A135 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-01 14:45:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum - [PDF]

Þingmál A142 (aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-19 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-08 18:20:52 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-08 18:25:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 506 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A147 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-19 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 949 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-12 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 16:17:47 - [HTML]

Þingmál A156 (grunnskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Kennarasamband Íslands, Skólastjórafél. Íslands og Félag grunnsk.k - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A188 (lokafjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-20 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 15:04:47 - [HTML]
98. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-05-11 17:35:30 - [HTML]

Þingmál A191 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2011-11-22 - Sendandi: Deloitte hf - [PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-15 12:09:26 - [HTML]
37. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-15 20:01:28 - [HTML]
37. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-12-15 21:58:14 - [HTML]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-13 14:16:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 279 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Samál - Samtök álframleiðenda - [PDF]

Þingmál A205 (eftirlit Ríkisendurskoðunar með kostnaði við ESB-umsókn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-01 12:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A216 (jöfnun kostnaðar við húshitun)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-11-14 17:21:19 - [HTML]

Þingmál A220 (tímasett áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-20 18:48:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A229 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-03 12:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 430 - Komudagur: 2011-11-24 - Sendandi: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufr. - [PDF]

Þingmál A233 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-03 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (þjóðgarður við Breiðafjörð norðanverðan)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A248 (heimilissorp)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-13 17:36:33 - [HTML]

Þingmál A256 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-09 14:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2011-12-06 - Sendandi: Krabbameinsfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A258 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-03 15:38:10 - [HTML]

Þingmál A266 (heildstæð orkustefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-14 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-02-14 15:37:03 - [HTML]
56. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 16:19:11 - [HTML]
56. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-02-14 16:53:32 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 2012-02-27 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn) - [PDF]

Þingmál A273 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-15 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1034 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-03-28 16:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 987 - Komudagur: 2012-02-10 - Sendandi: Skipulagsfræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A278 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1094 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-28 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A284 (afrekssjóður Íþróttasambands Íslands)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 19:32:10 - [HTML]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A307 (málefni aldraðra, heilbrigðisþjónusta, almannatryggingar og kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2012-02-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A309 (mælingar á mengun frá virkjun og borholum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (svar) útbýtt þann 2012-01-18 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-16 11:34:57 - [HTML]
123. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-16 11:39:49 - [HTML]
123. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-06-16 12:21:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Brynja Björk Birgisdóttir - [PDF]

Þingmál A319 (fagleg úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, geðsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2012-03-07 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús - [PDF]

Þingmál A321 (staða barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2012-03-28 10:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (starfsskilyrði í æskulýðsstarfi)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-12-05 17:07:02 - [HTML]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-23 14:02:49 - [HTML]
61. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-02-23 14:18:03 - [HTML]

Þingmál A330 (ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-11-28 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (svar) útbýtt þann 2012-01-09 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A331 (ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 397 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-11-28 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A334 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-29 20:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A341 (fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1493 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Skýring: (skýrsla; Ástand fjarskipta á Vesturlandi) - [PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1451 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-05 15:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1500 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A355 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-12-15 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A358 (endurskoðun laga og reglugerða um kaup erlendra aðila á jörðum á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (þáltill.) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 2011-12-14 - Sendandi: Nova ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 889 - Komudagur: 2012-01-11 - Sendandi: Nova - [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 832 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1032 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Kauphöllin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2012-03-29 - Sendandi: Íslandspóstur ohf. - [PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2012-01-09 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (um kaupaaukakerfi) - [PDF]

Þingmál A368 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 444 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 11:38:47 - [HTML]

Þingmál A369 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2012-01-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1487 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Kauphöllin - Skýring: (um nýja 9. mgr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2012-03-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A370 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A371 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-08 17:20:19 - [HTML]
39. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-17 15:56:54 - [HTML]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 13:45:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-24 14:07:57 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-24 20:12:11 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-24 21:33:10 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-05-24 23:33:02 - [HTML]

Þingmál A375 (varnir gegn mengun hafs og stranda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1426 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-05-30 10:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1168 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A377 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-12-02 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-08 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1015 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-19 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-18 18:10:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2012-02-09 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2012-02-28 - Sendandi: Atvinnuveganefnd Alþingis - [PDF]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-12 16:33:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Morten Lange - [PDF]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-19 16:45:33 - [HTML]
45. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-19 17:00:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Morten Lange - [PDF]

Þingmál A402 (lagning raflína í jörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (þáltill. n.) útbýtt þann 2011-12-15 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 12:38:19 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.) - [PDF]

Þingmál A407 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 587 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (málshöfðun gegn fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A417 (málshöfðun gegn fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (málshöfðun gegn fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A424 (ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-01-16 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 819 (svar) útbýtt þann 2012-02-21 18:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (eignarhald ríkisins á fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-27 15:54:49 - [HTML]

Þingmál A433 (samskipti lækna og framleiðenda lyfja og lækningatækja)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-12 16:32:05 - [HTML]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-01-17 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1341 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-05-21 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1496 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-06-11 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-11 11:09:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 969 - Komudagur: 2012-02-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2012-02-14 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2012-02-17 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - fagdeild - [PDF]
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1133 - Komudagur: 2012-02-22 - Sendandi: NPA miðstöðin svf. - [PDF]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-01-24 17:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1381 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1382 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-05-18 17:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1454 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-06 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1502 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 17:20:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2012-02-17 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Sigríður Ólafsdóttir og Gunnlaugur Björnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1104 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík, Skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors - [PDF]
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2012-02-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Listaháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir og fleiri - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2223 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A471 (greiðslur í þróunarsjóði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (svar) útbýtt þann 2012-02-22 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A488 (matvæli)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-22 16:15:50 - [HTML]

Þingmál A493 (rannsókn á einkavæðingu banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-02 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-21 20:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Skúli Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-28 15:25:28 - [HTML]
63. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2012-02-28 16:15:44 - [HTML]

Þingmál A497 (hætta af kjarnorkuslysi í Sellafield)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (svar) útbýtt þann 2012-02-27 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A499 (virðisaukaskattur á barnaföt)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-27 17:26:39 - [HTML]

Þingmál A500 (hlutfall skatta og gjalda til ríkissjóðs af útsöluverði bensíns og dísilolíu)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-27 17:57:37 - [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-22 15:59:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2012-03-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2012-03-22 - Sendandi: Matfugl ehf. - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Biskup Íslands - [PDF]

Þingmál A520 (staða mannréttindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (svar) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2011--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-16 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (svar) útbýtt þann 2012-03-21 18:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A528 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (svar) útbýtt þann 2012-03-15 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A530 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (svar) útbýtt þann 2012-04-03 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A554 (starfsmannastefna ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 983 (svar) útbýtt þann 2012-03-15 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (starfsmannahald og rekstur sendiráða Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1411 (svar) útbýtt þann 2012-05-25 18:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 2012-04-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (bifreiðamál hreyfihamlaðra og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (svar) útbýtt þann 2012-04-24 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (erlend lán hjá Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-04-16 16:22:03 - [HTML]

Þingmál A598 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-15 11:21:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1681 - Komudagur: 2012-04-05 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1784 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1549 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-13 18:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 14:35:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2390 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: 365 - miðlar ehf - [PDF]

Þingmál A603 (fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A604 (fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 23:20:00 - [HTML]

Þingmál A606 (framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 fram til ársloka 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A609 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 959 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-21 17:02:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A625 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-14 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (sóknaráætlunin Ísland 2020 og staða verkefna á ábyrgðarsviði ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (svar) útbýtt þann 2012-04-26 19:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A631 (aðgerðir til lækkunar á húshitunarkostnaði)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-04-16 16:36:06 - [HTML]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-05-16 17:02:30 - [HTML]
100. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-16 20:24:53 - [HTML]
101. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 12:08:29 - [HTML]
104. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 22:34:44 - [HTML]
106. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-05-24 11:25:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1628 - Komudagur: 2012-03-24 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - [PDF]

Þingmál A653 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1986 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Samál - [PDF]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-28 22:27:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1839 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Dalvíkurbyggð, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1901 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Arion banki hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2012-05-02 - Sendandi: Sérfræðihópur skipaður af atvinnuveganefnd Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 10:33:35 - [HTML]
111. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 14:19:49 - [HTML]
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-01 21:40:12 - [HTML]
111. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-01 23:07:41 - [HTML]
116. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 00:38:37 - [HTML]
116. þingfundur - Jón Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2012-06-09 01:59:35 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-06-18 17:26:08 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 20:31:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1840 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Dalvíkurbyggð, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1868 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Arion banki hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1964 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1995 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson - [PDF]

Þingmál A659 (siðareglur fyrir forsetaembættið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Bílgreinasambandið - [PDF]

Þingmál A678 (framkvæmd skólastarfs í leikskólum skólaárin 2008--2009, 2009--2010 og 2010--2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-28 10:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-04-30 21:21:37 - [HTML]
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-30 21:37:18 - [HTML]
92. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-30 21:41:46 - [HTML]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2588 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Þroskaþjálfafélag Íslands, bt. formanns - [PDF]

Þingmál A695 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-30 11:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-30 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-17 14:19:05 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 15:46:38 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 15:51:17 - [HTML]
84. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 15:52:41 - [HTML]
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-17 16:35:42 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-04-17 17:07:49 - [HTML]
84. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-04-17 20:21:05 - [HTML]
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-18 17:22:23 - [HTML]
85. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-18 17:44:00 - [HTML]
93. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-05-02 18:31:44 - [HTML]
94. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-05-03 15:33:36 - [HTML]
94. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-03 23:00:10 - [HTML]
94. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-03 23:15:10 - [HTML]
94. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-03 23:17:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1977 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Samorka - [PDF]

Þingmál A703 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2219 - Komudagur: 2012-05-09 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (almenn eigendastefna) - [PDF]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-04-30 18:47:26 - [HTML]
92. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-30 20:06:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2362 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A708 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A709 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1659 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-19 22:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2585 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-25 17:49:06 - [HTML]
107. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-25 20:22:12 - [HTML]
119. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-12 11:22:22 - [HTML]

Þingmál A719 (heiðurslaun listamanna)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 15:26:06 - [HTML]
95. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-05-04 15:47:51 - [HTML]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-18 17:53:58 - [HTML]
86. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-20 16:07:37 - [HTML]
87. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 17:14:07 - [HTML]
87. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 18:15:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2004 - Komudagur: 2012-04-30 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2146 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2153 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Sveinn Traustason - [PDF]
Dagbókarnúmer 2234 - Komudagur: 2012-05-09 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2473 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2630 - Komudagur: 2012-05-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A734 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1508 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-14 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1611 (lög í heild) útbýtt þann 2012-06-18 21:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 13:57:54 - [HTML]
120. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-13 16:35:42 - [HTML]
121. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-14 13:11:12 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-14 13:13:12 - [HTML]
124. þingfundur - Lúðvík Geirsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 15:37:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2385 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2493 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A736 (réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2636 - Komudagur: 2012-05-25 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A738 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 11:11:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2514 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Snerpa ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2647 - Komudagur: 2012-05-25 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi am.) - [PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-20 11:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1658 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-19 22:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A752 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-04-26 12:08:59 - [HTML]
89. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 12:39:54 - [HTML]
89. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 14:25:56 - [HTML]
89. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-04-26 20:37:44 - [HTML]

Þingmál A762 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1493 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-11 15:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-05-11 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-05-21 16:52:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (umsagnir sem bárust efnh- og viðskrn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2765 - Komudagur: 2012-08-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. frá efnh.- og viðskrn. - viðbót) - [PDF]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-18 11:48:41 - [HTML]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A824 (siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1490 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-06-11 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A832 (kostnaður við aðild að NATO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1706 (svar) útbýtt þann 2012-09-10 15:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A854 (hollusta skólamáltíða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1621 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-06-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1693 (svar) útbýtt þann 2012-08-21 11:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B76 (dýravernd)

Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-10-13 15:35:59 - [HTML]

Þingmál B86 (áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál)

Þingræður:
9. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2011-10-17 15:21:40 - [HTML]

Þingmál B115 (umræður um störf þingsins 1. nóvember)

Þingræður:
15. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-11-01 13:37:34 - [HTML]

Þingmál B134 (aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga)

Þingræður:
18. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-08 14:45:15 - [HTML]

Þingmál B268 (staða framhaldsskólanna)

Þingræður:
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-12-05 15:50:08 - [HTML]

Þingmál B273 (yfirlýsing um forsendur kjarasamninga)

Þingræður:
31. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-12-05 15:21:56 - [HTML]

Þingmál B283 (agi í ríkisfjármálum)

Þingræður:
34. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 16:18:58 - [HTML]

Þingmál B488 (ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins)

Þingræður:
51. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-31 14:05:48 - [HTML]

Þingmál B525 (staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-16 13:31:02 - [HTML]
58. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-16 16:25:19 - [HTML]

Þingmál B693 (skuldbindingar ríkissjóðs sem ekki eru nefndar í fjárlögum eða fjáraukalögum)

Þingræður:
73. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-03-14 16:06:15 - [HTML]

Þingmál B777 (umræður um störf þingsins 17. apríl)

Þingræður:
84. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-04-17 13:41:12 - [HTML]

Þingmál B797 (stjórnsýsluhindranir á Norðurlöndum, munnleg skýrsla ráðherra norrænna samstarfsmála)

Þingræður:
86. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-20 11:11:09 - [HTML]
86. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-04-20 13:07:33 - [HTML]

Þingmál B847 (réttarstaða fatlaðra til bifreiðakaupa)

Þingræður:
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-27 10:37:14 - [HTML]

Þingmál B912 (umgjörð ríkisfjármála)

Þingræður:
97. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-10 13:37:28 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-11 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 670 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-11 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 693 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-12 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2012-12-20 15:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-13 10:42:30 - [HTML]
4. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 15:08:35 - [HTML]
4. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-09-14 16:16:13 - [HTML]
42. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-11-29 18:13:56 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Geirsson - Ræða hófst: 2012-11-29 21:16:18 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Geirsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-29 22:01:14 - [HTML]
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-12-03 16:45:13 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-12-03 17:04:06 - [HTML]
46. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-12-05 01:09:11 - [HTML]
46. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-12-05 01:33:17 - [HTML]
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-05 05:29:23 - [HTML]
55. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-18 12:07:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: ADHD samtökin - [PDF]

Þingmál A3 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-27 12:33:35 - [HTML]
13. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-27 12:42:43 - [HTML]

Þingmál A9 (þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 14:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-09 18:13:17 - [HTML]

Þingmál A14 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A40 (endurskipulagning á lífeyrissjóðakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A50 (rannsókn á einkavæðingu banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 276 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-10-16 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 293 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-10-18 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 455 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-11-07 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Skúli Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-20 16:54:11 - [HTML]
30. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-11-06 15:50:13 - [HTML]
31. þingfundur - Skúli Helgason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-11-07 16:49:38 - [HTML]

Þingmál A51 (bætt skattskil)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (kennitöluflakk) - [PDF]

Þingmál A57 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 2012-10-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (sbr. fyrri ums.) - [PDF]

Þingmál A61 (eftirlit Ríkisendurskoðunar með kostnaði við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 12:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 484 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 527 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (lagt fram á fundi vf) - [PDF]
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Málefli - [PDF]
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Þóra Sæunn Úlfsdóttir - [PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A87 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1082 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-19 16:14:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2012-10-12 - Sendandi: Samorka - [PDF]
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2012-10-16 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2012-10-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Skýring: (mb. II - um umsagnir) - [PDF]
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Vegagerðin - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1083 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1310 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-22 18:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1342 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2012-10-29 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 526 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-20 13:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-26 15:41:59 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-09-26 16:56:29 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-09-26 17:14:56 - [HTML]
41. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-11-23 13:57:28 - [HTML]
41. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-11-23 15:07:26 - [HTML]
50. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 14:49:01 - [HTML]
50. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-12-11 16:50:42 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-12-11 19:30:35 - [HTML]
50. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 22:40:08 - [HTML]
50. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 22:42:52 - [HTML]
50. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-11 22:52:59 - [HTML]
50. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-12 02:12:56 - [HTML]
52. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 16:52:53 - [HTML]
52. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 18:01:40 - [HTML]
52. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 18:03:57 - [HTML]
52. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 18:06:08 - [HTML]
52. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 18:08:24 - [HTML]
52. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 23:50:00 - [HTML]
53. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 12:05:30 - [HTML]
53. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 12:06:47 - [HTML]
53. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 14:55:10 - [HTML]
54. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-12-17 16:39:42 - [HTML]
54. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-12-17 18:35:28 - [HTML]
54. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 18:42:55 - [HTML]
54. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 21:46:26 - [HTML]
63. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-01-14 12:03:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (sbr. fyrri ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 632 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]

Þingmál A93 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-06 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A94 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-06 15:44:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2012-10-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: CreditInfo - [PDF]

Þingmál A97 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 730 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A101 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-19 21:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A105 (skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A106 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-01-16 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (bókasafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 764 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-19 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 774 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-19 15:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2012-10-13 - Sendandi: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - [PDF]
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða - [PDF]

Þingmál A110 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Sögueyjan Ísland - [PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2012-10-19 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda - [PDF]

Þingmál A119 (mótun reglna um verkferla og hæfnismat við opinberar embættisveitingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A122 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A125 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-19 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 15:45:05 - [HTML]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-05 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:35:18 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 17:27:07 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 17:35:30 - [HTML]
67. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-01-17 17:42:01 - [HTML]
68. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-22 14:13:14 - [HTML]

Þingmál A137 (skaðsemisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A138 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 522 (lög í heild) útbýtt þann 2012-11-19 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (flutningur málaflokks fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-09-24 17:08:28 - [HTML]

Þingmál A151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A152 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2012-11-05 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (breyt. á frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Blönduósi - [PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 582 - Komudagur: 2012-11-16 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A193 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-10 16:32:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Póst- fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2012-11-05 - Sendandi: Snerpa ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 406 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: 365 - miðlar ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 532 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - [PDF]

Þingmál A196 (menningarstefna)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-16 18:10:15 - [HTML]

Þingmál A198 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 483 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Rannís - Rannsóknarmiðstöð Íslands - [PDF]

Þingmál A204 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-08 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 18:31:11 - [HTML]

Þingmál A214 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-17 16:05:41 - [HTML]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-10-17 16:46:00 - [HTML]
59. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 17:29:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2012-10-30 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (álitsgerð KBB) - [PDF]
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 915 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-24 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 916 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-01-24 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 962 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-02-14 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1056 (lög í heild) útbýtt þann 2013-02-21 12:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-16 15:56:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-11 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1148 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-11 12:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1280 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-18 12:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-10-16 16:47:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Creditinfo Ísland hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2012-12-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - Skýring: (afrit af bréfi til atv.- og nýsk.ráðherra) - [PDF]

Þingmál A228 (aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]

Þingmál A242 (fjárveitingar til menningarverkefna úti á landi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-22 17:21:37 - [HTML]

Þingmál A243 (biðlistar eftir hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (svar) útbýtt þann 2012-11-15 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2012-11-15 15:22:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, Kristinn Jónasson form. - [PDF]

Þingmál A265 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (lokafjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-23 15:19:19 - [HTML]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 744 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 16:33:05 - [HTML]
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-24 17:05:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A278 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 15:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Dýrahjálp Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 628 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A287 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (um umsagnir) - [PDF]

Þingmál A289 (athugun á áhrifum útlánsvaxta lífeyrissjóðanna á stýrivexti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-23 15:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A291 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1083 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur o.fl. - Skýring: (JP lögmenn, sameiginl. ums.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2012-12-19 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (heildarendursk. á reglum Jöfnunarsj. sveitarfélag - [PDF]

Þingmál A292 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A299 (vextir og framfærslukostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (svar) útbýtt þann 2012-12-11 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A303 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-21 10:28:10 - [HTML]

Þingmál A314 (hjúkrunarrými)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (svar) útbýtt þann 2012-11-29 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-25 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-26 23:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-03-27 23:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-08 15:51:58 - [HTML]
104. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2013-03-15 18:31:34 - [HTML]
105. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-16 10:20:38 - [HTML]
111. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-03-26 19:56:53 - [HTML]

Þingmál A323 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1331 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Samtök meðlagsgreiðenda - [PDF]

Þingmál A360 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A368 (álver Alcoa í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 576 (svar) útbýtt þann 2012-12-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A372 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-06 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 886 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-01-14 14:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 887 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-22 03:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Veiðimálastofnun - [PDF]

Þingmál A393 (mótun framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 480 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-15 13:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (útgjaldasparnaður í almannatryggingakerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (svar) útbýtt þann 2013-01-14 10:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A406 (víkjandi lán til banka við endurreisn bankakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (svar) útbýtt þann 2012-12-11 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2012-11-20 21:15:34 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-11-22 11:06:33 - [HTML]
76. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2013-01-31 16:50:20 - [HTML]
76. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-01-31 17:41:15 - [HTML]
82. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-02-15 11:10:24 - [HTML]
89. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-03-06 12:15:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Páll Þórhallsson lögfræðingur - Skýring: (um Feneyjanefndina) - [PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 32. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 35. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 36. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2012-09-04 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson lektor - Skýring: (um VII. kafla, til sérfræðingahóps, skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 798 - Komudagur: 2012-11-30 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - Skýring: (22.gr. frumvarpsins). - [PDF]
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Frosti Sigurjónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2013-01-27 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2013-02-05 - Sendandi: Sjómannasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Félag vélstjóra og málmtæknimanna - [PDF]

Þingmál A419 (neysluviðmið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (svar) útbýtt þann 2013-03-05 19:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1618 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-15 18:31:30 - [HTML]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1113 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1248 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-14 11:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-01-15 14:38:12 - [HTML]
103. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-03-14 13:30:58 - [HTML]
103. þingfundur - Birgir Ármannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-03-14 14:53:00 - [HTML]
103. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-14 15:51:44 - [HTML]
113. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-27 23:31:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1486 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Skútustaðahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Skógrækt ríkisins aðalskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1606 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1783 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - Skýring: (um 56. gr.) - [PDF]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1132 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-06 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1159 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-07 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1182 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2013-03-08 18:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-01-16 17:27:38 - [HTML]
66. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-01-16 17:42:36 - [HTML]
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-16 18:04:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Trefjar ehf - [PDF]

Þingmál A448 (búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-12-08 10:43:54 - [HTML]

Þingmál A449 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-15 16:05:16 - [HTML]

Þingmál A451 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 09:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A458 (framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 200/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-06 17:12:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (afleiðuviðskipti) - [PDF]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-22 15:02:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1417 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A470 (velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-19 21:59:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Krabbameinsfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Félag íslenskra öldrunarlækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum - [PDF]

Þingmál A472 (lýðræðisleg fyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-30 13:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A473 (vörugjöld og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-19 21:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-12-18 21:20:36 - [HTML]

Þingmál A484 (námsgögn og starfsnám nemenda á starfsbrautum fyrir fatlaða í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 747 (svar) útbýtt þann 2012-12-18 16:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (undirbúningur lagasetningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 15:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 18:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-17 13:35:24 - [HTML]
67. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 14:00:52 - [HTML]
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 14:03:17 - [HTML]
67. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 14:11:57 - [HTML]
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 14:16:11 - [HTML]
67. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-17 14:33:57 - [HTML]
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-17 15:22:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A491 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (frumvarp) útbýtt þann 2012-12-03 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A495 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-12-08 13:29:13 - [HTML]

Þingmál A496 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-09 11:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1319 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A502 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2013-01-11 - Sendandi: Íslandsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2013-01-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A504 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1349 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-26 23:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1384 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-03-27 23:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (þáltill.) útbýtt þann 2012-12-19 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A527 (rannsókn á einkavæðingu bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (þáltill.) útbýtt þann 2012-12-21 10:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-23 17:38:41 - [HTML]

Þingmál A529 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (álit) útbýtt þann 2012-12-21 20:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-29 14:04:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1807 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Barnaverndarstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1922 - Komudagur: 2013-03-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-28 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-19 15:20:45 - [HTML]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Landsbankinn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1731 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1739 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA) - [PDF]

Þingmál A575 (fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 987 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (staða ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A582 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1184 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-09 11:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1311 (þál. í heild) útbýtt þann 2013-03-21 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-03-19 21:00:01 - [HTML]

Þingmál A584 (Evrópuráðsþingið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 997 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (sértæk þjálfun, hæfing og lífsgæði einstaklinga með fjölþættar skerðingar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-02-25 16:03:30 - [HTML]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 14:03:08 - [HTML]

Þingmál A605 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2013-03-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samgönguáætlunar 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-25 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-25 18:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-02-26 22:19:22 - [HTML]

Þingmál A623 (landsskipulagsstefna 2013--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A624 (endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (þáltill.) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A627 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2013-03-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1976 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-07 12:31:53 - [HTML]
91. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-03-07 15:57:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2013-04-19 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2013-05-30 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (viðbótarumsögn) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2013-06-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A638 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1121 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (verðtrygging neytendasamninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1138 (frumvarp) útbýtt þann 2013-03-07 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-06 17:52:44 - [HTML]
112. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-27 15:55:54 - [HTML]

Þingmál A649 (áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára, 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-03-06 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A669 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2013-03-15 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A673 (úrgangs- og spilliefni á Heiðarfjalli á Langanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-03-11 20:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-15 11:53:35 - [HTML]

Þingmál A681 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 13:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (alþjóðlegur dagur lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (þáltill.) útbýtt þann 2013-03-15 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1277 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-16 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A703 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1335 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-26 18:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B10 (stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-09-12 20:12:32 - [HTML]

Þingmál B74 (ESB-aðild og framkvæmd ríkisfjármálastefnu)

Þingræður:
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-09-24 15:07:44 - [HTML]

Þingmál B141 (staða aðildarviðræðnanna við ESB)

Þingræður:
14. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-10-08 16:08:36 - [HTML]

Þingmál B165 (umræður um störf þingsins 17. október)

Þingræður:
20. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-10-17 15:02:12 - [HTML]

Þingmál B211 (beitarþol, landgræðsla og lausaganga búfjár)

Þingræður:
26. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-25 11:14:23 - [HTML]

Þingmál B326 (stóriðjusamningar og loftslagsmál)

Þingræður:
40. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-11-22 10:37:46 - [HTML]

Þingmál B531 (úthlutun aflamarks í ýsu á þessu fiskveiðiári)

Þingræður:
66. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-01-16 15:52:02 - [HTML]

Þingmál B575 (dómur EFTA-dómstólsins um Icesave, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-28 15:21:18 - [HTML]

Þingmál B613 (olíuleit á Drekasvæðinu)

Þingræður:
77. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-11 15:44:14 - [HTML]

Þingmál B712 (umræður um störf þingsins 26. febrúar)

Þingræður:
88. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-26 13:44:47 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-19 19:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-06-11 22:07:45 - [HTML]
9. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-20 12:31:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2013-06-17 - Sendandi: Trefjar ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 14 - Komudagur: 2013-06-17 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2013-06-28 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-27 11:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Árni Páll Árnason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-06-27 13:31:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 29 - Komudagur: 2013-06-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2013-06-20 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-06-21 15:24:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2013-06-13 - Sendandi: Björn Davíðsson - [PDF]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2013-07-03 - Sendandi: Helgi Tómasson - [PDF]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-14 11:43:41 - [HTML]
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-06-14 13:46:06 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-07-01 23:19:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 60 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 101 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: Svör v. fsp - [PDF]

Þingmál A20 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-20 11:18:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-25 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Freyja Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-04 14:54:58 - [HTML]
22. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-07-04 17:30:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A37 (leikskóli að loknu fæðingarorlofi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2013-09-26 - Sendandi: Samtök sjálfstæðra skóla - [PDF]

Þingmál B92 (breyting á stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslur)

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-06-21 11:01:56 - [HTML]
10. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-21 11:03:57 - [HTML]

Þingmál B146 (umræður um störf þingsins 27. júní)

Þingræður:
15. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-06-27 10:46:58 - [HTML]

Þingmál B227 (störf ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-09-10 13:36:59 - [HTML]

Þingmál B286 (lög um fjárreiður ríkisins)

Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-09-18 15:25:00 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-12 16:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 400 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-18 22:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 497 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-21 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-04 15:06:13 - [HTML]
4. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-10-04 15:21:20 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-04 20:12:32 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-04 20:59:20 - [HTML]
36. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2013-12-13 17:13:10 - [HTML]
36. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-12-13 19:40:48 - [HTML]
39. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-12-17 11:07:38 - [HTML]
39. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-12-17 16:43:39 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-12-17 20:49:27 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2013-12-17 21:45:12 - [HTML]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-16 18:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-08 14:04:37 - [HTML]
40. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-12-18 12:45:38 - [HTML]
41. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-12-18 19:36:24 - [HTML]
43. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-12-19 19:38:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Glitnis - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-12 21:58:37 - [HTML]

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A5 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2013-11-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (lagt fram á fundi vf.) - [PDF]

Þingmál A10 (endurnýjun og uppbygging Landspítala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Kristján L. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-05 16:53:51 - [HTML]
16. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-11-05 17:50:16 - [HTML]

Þingmál A13 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 18:46:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A14 (hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2013-12-09 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2013-11-15 - Sendandi: KPMG hf. - [PDF]

Þingmál A17 (uppbyggðir vegir um hálendið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A23 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 228 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-11-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-11-27 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-09 16:12:18 - [HTML]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A50 (úrgangs- og spilliefni á Heiðarfjalli á Langanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-10-04 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 152 (svar) útbýtt þann 2013-11-01 11:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A51 (skaðabótaábyrgð í tengslum við úrgangs- og spilliefni frá bandaríska varnarliðinu í Langanesbyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (svar) útbýtt þann 2013-11-07 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A59 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A60 (raflínur í jörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 941 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-09 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-14 16:57:19 - [HTML]
49. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-14 17:23:23 - [HTML]
49. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2014-01-14 17:29:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1076 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1093 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Landsnet ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2014-02-28 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2013-11-11 - Sendandi: Hafþór Sævarsson, stjórnarform. Unseen ehf. - [PDF]

Þingmál A74 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 19:01:54 - [HTML]
49. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-01-14 18:11:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Hugarafl - [PDF]

Þingmál A91 (skaðsemisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 224 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-11-19 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-11-27 15:44:25 - [HTML]

Þingmál A95 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (myglusveppur og tjón af völdum hans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 15:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Kristján L. Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 16:47:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2013-11-15 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlandssvæðis - [PDF]
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2013-11-19 - Sendandi: Vinnueftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 823 - Komudagur: 2013-12-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (bókun og grg.) - [PDF]

Þingmál A129 (Húsavíkurflugvöllur)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-12-02 16:20:42 - [HTML]

Þingmál A135 (skipulag hreindýraveiða)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-12-02 16:41:01 - [HTML]

Þingmál A136 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A137 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-07 15:01:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2013-11-20 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A140 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-09 15:59:00 - [HTML]

Þingmál A147 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (frumvarp) útbýtt þann 2013-11-05 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-27 16:40:17 - [HTML]

Þingmál A152 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-06 14:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 265 - Komudagur: 2013-11-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-11-12 15:31:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Sókn lögmannsstofa fh. Flóka ehf. og Sólbergs ehf. - Skýring: (v. lögfr.álits) - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-13 16:13:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 443 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: HOB-vín ehf., Sigurður Örn Bernhöft - Skýring: (minnisbl. o.fl.) - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-14 14:04:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 625 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2013-12-11 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 633 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf. - [PDF]

Þingmál A165 (Landsvirkjun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 412 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-20 18:51:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2014-01-27 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - Skýring: (eftir fund í US) - [PDF]
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2014-01-31 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A168 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-13 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 404 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-18 17:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-14 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-03 19:03:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 891 - Komudagur: 2014-01-23 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2014-01-23 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A171 (framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007--2008, 2008--2009 og 2009--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-14 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A176 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-18 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1212 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1264 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A185 (málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A195 (mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A197 (seinkun klukkunnar og bjartari morgnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 861 - Komudagur: 2014-01-20 - Sendandi: Þorsteinn Sæmundsson - [PDF]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-26 23:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-28 14:46:04 - [HTML]
33. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-10 16:27:13 - [HTML]
35. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-12 13:01:34 - [HTML]

Þingmál A200 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-03 20:21:10 - [HTML]

Þingmál A203 (háhraðanettengingar í dreifbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 260 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-27 17:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-29 12:01:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 911 - Komudagur: 2014-01-28 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-12-03 14:45:41 - [HTML]
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-03 14:55:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2014-01-30 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A213 (færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1352 - Komudagur: 2014-04-01 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (v. ums. SVÞ) - [PDF]

Þingmál A215 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-02 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1046 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-09 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1047 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-05-09 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1258 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:40:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 2014-01-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2014-02-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A216 (áhættumat vegna ferðamennsku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A217 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-11 15:59:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2014-03-19 - Sendandi: Samtök um betri byggð - [PDF]

Þingmál A219 (tillögur ríkisstjórnarinnar til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-12-02 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 498 (svar) útbýtt þann 2014-01-14 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 14:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1275 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A223 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A233 (fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-10 22:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A234 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-11 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1211 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A242 (kirkjujarðir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (svar) útbýtt þann 2014-01-14 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (svar) útbýtt þann 2014-03-24 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A245 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-19 12:51:41 - [HTML]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Þingeyinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2014-02-21 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2014-03-10 - Sendandi: Mennta- og menningarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2014-03-25 - Sendandi: Félag héraðsskjalavarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2014-03-25 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - Skýring: (eftir fund í am.) - [PDF]

Þingmál A247 (starf samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 424 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-12-19 11:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 821 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-03-24 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1209 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1259 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-16 12:43:16 - [HTML]
118. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:53:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 897 - Komudagur: 2014-01-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Fjölmenningarsetur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-02 13:32:30 - [HTML]

Þingmál A256 (stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-15 17:21:04 - [HTML]
107. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-05-09 14:47:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 2014-02-14 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A273 (höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2014-01-20 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-11 18:03:37 - [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1159 - Komudagur: 2014-02-26 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-12 17:11:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A286 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (álit) útbýtt þann 2014-01-28 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2014-03-21 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A307 (sjúkraflug)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (svar) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A315 (gjaldskrárlækkanir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-03-18 17:56:38 - [HTML]
76. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-18 18:19:16 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-06 18:37:45 - [HTML]
106. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-06 20:22:52 - [HTML]
106. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-05-06 22:29:44 - [HTML]

Þingmál A319 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-13 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-03-19 18:01:19 - [HTML]
77. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-19 18:23:17 - [HTML]
118. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 12:36:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2014-04-06 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2014-04-06 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1431 - Komudagur: 2014-04-05 - Sendandi: Laxfiskar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-19 16:16:29 - [HTML]
69. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 20:51:35 - [HTML]
70. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-02-27 15:46:07 - [HTML]

Þingmál A327 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-14 00:53:34 - [HTML]

Þingmál A338 (greiðsludráttur í verslunarviðskiptum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2014-04-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-27 16:50:54 - [HTML]
75. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:18:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A351 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 18:22:02 - [HTML]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A357 (ÖSE-þingið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-27 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (Alþjóðaþingmannasambandið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A373 (endurskoðendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Stefán Svavarsson - [PDF]

Þingmál A375 (smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-26 16:24:19 - [HTML]
82. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-03-26 16:33:42 - [HTML]
82. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-03-26 16:52:29 - [HTML]

Þingmál A376 (losun og móttaka úrgangs frá skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-24 16:00:14 - [HTML]

Þingmál A377 (lokafjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-26 17:12:45 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-26 17:34:10 - [HTML]
82. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-03-26 18:30:11 - [HTML]

Þingmál A383 (útgjöld vegna almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (svar) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (styrkveitingar til menningarminja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (svar) útbýtt þann 2014-04-07 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A398 (Norræna ráðherranefndin 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-13 13:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 733 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (barnabætur)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-04-28 15:45:25 - [HTML]

Þingmál A412 (sóknaráætlun landshluta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1197 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A414 (efling tónlistarnáms)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-01 14:28:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Kennarasamband Íslands, Félag tónlistarskólakennara - [PDF]
Dagbókarnúmer 1667 - Komudagur: 2014-04-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1669 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A415 (alþjóðlegur dagur lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (þáltill.) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 15:23:07 - [HTML]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-24 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-10 11:08:14 - [HTML]
95. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 14:32:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: sameiginleg með SI - [PDF]
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1731 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagssvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1771 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1788 - Komudagur: 2014-05-07 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-03-27 11:06:20 - [HTML]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1092 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-12 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-02 15:38:31 - [HTML]
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-02 15:58:18 - [HTML]
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-04-02 21:17:39 - [HTML]
108. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-05-12 18:21:39 - [HTML]
108. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-12 20:33:25 - [HTML]
109. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-05-13 14:42:41 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-05-16 18:53:09 - [HTML]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-26 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1069 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-05-09 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1105 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-13 11:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1253 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 21:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-07 15:42:57 - [HTML]
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 16:15:57 - [HTML]
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 16:30:17 - [HTML]
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-07 16:35:29 - [HTML]
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 16:59:08 - [HTML]
91. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 17:40:11 - [HTML]
91. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-04-07 17:43:56 - [HTML]
91. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 20:47:38 - [HTML]
91. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 20:50:12 - [HTML]
91. þingfundur - Brynhildur S. Björnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-07 22:13:03 - [HTML]
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 15:46:03 - [HTML]
92. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-04-08 16:24:07 - [HTML]
92. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-04-08 17:25:16 - [HTML]
92. þingfundur - Margrét Gauja Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-08 17:58:39 - [HTML]
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-04-08 23:34:54 - [HTML]
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 23:56:06 - [HTML]
109. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-13 20:35:43 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 21:04:35 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 21:58:26 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 23:22:16 - [HTML]
116. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-05-15 17:00:03 - [HTML]
116. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 17:37:54 - [HTML]
119. þingfundur - Árni Páll Árnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-16 20:28:16 - [HTML]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-27 16:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1779 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Kópavogsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A495 (fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-03-31 14:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2014-05-02 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður, bæjarskrifstofur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2014-05-07 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2014-06-20 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]

Þingmál A504 (lögbinding lágmarkslauna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (þáltill.) útbýtt þann 2014-04-01 18:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-30 17:50:08 - [HTML]
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-04-30 18:19:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1808 - Komudagur: 2014-05-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2014-05-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 2014-05-28 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1874 - Komudagur: 2014-05-27 - Sendandi: Félag forstöðumanna ríkisstofnana - [PDF]
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2014-05-30 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2014-06-02 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2014-06-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A511 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-03-31 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-10 22:48:54 - [HTML]

Þingmál A516 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A522 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-30 16:41:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2014-05-12 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A529 (framkvæmd á úrskurðum kjararáðs vegna laga nr. 87/2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 21:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-01 17:37:08 - [HTML]
88. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-04-01 23:06:49 - [HTML]
88. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-01 23:23:06 - [HTML]
88. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-01 23:31:41 - [HTML]

Þingmál A565 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-04-29 20:31:12 - [HTML]

Þingmál A567 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-29 15:17:42 - [HTML]
100. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-29 21:53:48 - [HTML]
100. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-29 22:02:39 - [HTML]

Þingmál A572 (eftirfylgni með tilmælum ÖSE um framkvæmd kosninga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-04-28 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1306 (svar) útbýtt þann 2014-06-30 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A582 (þjónusta fyrir þolendur ofbeldis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1312 (svar) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (lánamál ríkissjóðs og vaxtagjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1297 (svar) útbýtt þann 2014-06-30 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (leiðir öryrkja til að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-15 12:46:09 - [HTML]

Þingmál A601 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-15 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 22:35:44 - [HTML]

Þingmál B8 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-10-02 22:12:01 - [HTML]

Þingmál B16 (staða bankakerfisins)

Þingræður:
5. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-10-08 13:36:53 - [HTML]

Þingmál B166 (fjármunir til þjónustu við fatlað fólk)

Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-18 15:23:37 - [HTML]

Þingmál B253 (bætur vegna kynferðisbrota í Landakotsskóla)

Þingræður:
33. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2013-12-10 14:28:54 - [HTML]

Þingmál B399 (aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum)

Þingræður:
52. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-20 15:13:10 - [HTML]

Þingmál B400 (styrkir til húsafriðunar)

Þingræður:
52. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-01-20 15:19:07 - [HTML]

Þingmál B406 (staða Íslands í alþjóðlegu PISA-könnuninni, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra)

Þingræður:
53. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-21 15:33:16 - [HTML]

Þingmál B432 (staða sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu)

Þingræður:
56. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-01-27 16:38:50 - [HTML]

Þingmál B446 (staðgöngumæðrun, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
59. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-29 17:29:57 - [HTML]
59. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-01-29 17:43:01 - [HTML]
59. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-01-29 17:47:32 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-29 18:32:52 - [HTML]

Þingmál B483 (stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum)

Þingræður:
63. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-02-13 10:37:58 - [HTML]

Þingmál B484 (rannsókn á leka í ráðuneyti og staða innanríkisráðherra)

Þingræður:
63. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-13 10:44:37 - [HTML]

Þingmál B505 (umræður um störf þingsins 19. febrúar)

Þingræður:
65. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-02-19 15:11:47 - [HTML]

Þingmál B524 (framtíðarsýn í gjaldeyrismálum)

Þingræður:
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-02-24 16:51:50 - [HTML]

Þingmál B533 (umræður um störf þingsins 25. febrúar)

Þingræður:
68. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-02-25 14:29:48 - [HTML]

Þingmál B544 (orð utanríkisráðherra)

Þingræður:
68. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-02-25 22:15:49 - [HTML]
68. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-02-25 22:19:51 - [HTML]

Þingmál B566 (beiðni um fund forseta með þingflokksformönnum)

Þingræður:
70. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-02-27 11:55:59 - [HTML]

Þingmál B654 (menningarsamningar)

Þingræður:
80. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-03-25 14:35:17 - [HTML]

Þingmál B724 (þjóðhagslegur ávinningur af hvalveiðum)

Þingræður:
90. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-02 15:18:16 - [HTML]

Þingmál B740 (skýrsla Alþjóðamálastofnunar um ESB)

Þingræður:
91. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-07 15:06:07 - [HTML]

Þingmál B751 (almannatryggingar og staða öryrkja)

Þingræður:
93. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-09 16:09:24 - [HTML]

Þingmál B818 (umræður störf þingsins 2. maí)

Þingræður:
102. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-05-02 10:47:04 - [HTML]

Þingmál B851 (stefnumótun heilsugæslu í landinu)

Þingræður:
108. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-12 10:39:37 - [HTML]
108. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2014-05-12 10:40:58 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 653 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-15 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 756 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-15 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-12-03 16:41:22 - [HTML]
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-03 17:51:54 - [HTML]
41. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-12-04 14:04:14 - [HTML]
41. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2014-12-04 17:29:40 - [HTML]
41. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 18:15:38 - [HTML]
44. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-09 14:52:35 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-12-09 18:25:09 - [HTML]
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-12-09 22:17:30 - [HTML]
50. þingfundur - Margrét Gauja Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 15:35:26 - [HTML]
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 17:46:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Gunnarsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 284 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Borgarfjarðarhreppur - Skýring: , Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2014-10-17 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2014-11-06 - Sendandi: Vopnafjarðarhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2015-01-08 - Sendandi: Afstaða til ábyrgðar, félag fanga á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1575 - Komudagur: 2014-10-08 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-09-16 18:57:54 - [HTML]
39. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-02 23:06:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5 - Komudagur: 2014-09-23 - Sendandi: Jón Steinsson hagfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Samband ísl berkla/brjóstholssj - [PDF]
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2014-10-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2014-10-24 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands - Skýring: og Félag ísl. bókaútgefenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2014-10-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 911 - Komudagur: 2014-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (framhaldsumsögn) - [PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-18 14:09:18 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-18 14:27:05 - [HTML]
8. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-09-18 14:33:35 - [HTML]
46. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-12-11 17:58:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2014-10-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: og Neytendasamtökin (lagt fram á fundi velfn.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2014-11-24 - Sendandi: Virk Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A5 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-06 12:25:18 - [HTML]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 779 - Komudagur: 2014-11-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]

Þingmál A16 (hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2014-10-16 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1038 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-04 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-19 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-10-09 12:22:35 - [HTML]
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 16:45:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 138 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst ses. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A18 (útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1383 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-02 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-24 17:37:54 - [HTML]
12. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 17:44:19 - [HTML]
12. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 17:45:23 - [HTML]
12. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 17:48:01 - [HTML]
12. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 17:54:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 34 - Komudagur: 2014-09-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2014-10-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]
Dagbókarnúmer 342 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2014-10-30 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2014-10-30 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A19 (bráðaaðgerðir í byggðamálum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-09-23 18:31:16 - [HTML]

Þingmál A21 (aðgerðir til að draga úr matarsóun)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-08 16:44:48 - [HTML]

Þingmál A26 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A29 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1114 - Komudagur: 2014-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A32 (millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]

Þingmál A34 (mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 2015-03-13 - Sendandi: Hafrannsóknastofnunin - [PDF]

Þingmál A39 (gerð framkvæmdaáætlunar til langs tíma um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - [PDF]
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - [PDF]

Þingmál A52 (aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-11 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Karl Garðarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-05 16:02:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð - [PDF]
Dagbókarnúmer 838 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Sálfræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 651 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-04 10:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 732 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-12 16:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 748 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-12-15 13:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-23 14:25:33 - [HTML]
46. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 21:37:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2014-10-01 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2014-10-02 - Sendandi: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2014-10-03 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 70 - Komudagur: 2014-10-08 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 75 - Komudagur: 2014-10-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2014-11-03 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - Skýring: , viðbótarums. - [PDF]
Dagbókarnúmer 484 - Komudagur: 2014-10-21 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 514 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-13 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A61 (eftirlitsstjórnvöld/eftirlitsaðilar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (svar) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (eftirlitsstjórnvöld/eftirlitsaðilar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (svar) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A67 (eftirlitsstjórnvöld/eftirlitsaðilar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (svar) útbýtt þann 2014-10-15 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (eftirlitsstjórnvöld/eftirlitsaðilar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (svar) útbýtt þann 2014-10-07 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A74 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2015-04-20 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1370 (lög í heild) útbýtt þann 2015-06-01 12:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-05-28 17:34:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Nefnd um nýtingu og varðveislu ræktanlegs lands á Íslandi - [PDF]

Þingmál A75 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-18 15:46:39 - [HTML]
13. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-25 12:15:48 - [HTML]

Þingmál A76 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A106 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-17 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A107 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-27 13:04:50 - [HTML]

Þingmál A109 (skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1453 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík - [PDF]

Þingmál A120 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-27 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-01-20 17:09:02 - [HTML]

Þingmál A122 (efling virkniúrræða fyrir atvinnuleitendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2015-03-16 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A132 (aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (svar) útbýtt þann 2014-11-27 10:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 341 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Einkaleyfastofan - [PDF]
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2014-12-05 - Sendandi: Einkaleyfastofan - Skýring: , um 15. gr. - [PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2014-12-12 - Sendandi: Einkaleyfastofan - Skýring: (athugas. við 24. gr. frv. og brtt. á 30. gr.) - [PDF]

Þingmál A157 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 597 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-11-27 11:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-07 14:53:42 - [HTML]
53. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-01-20 16:29:27 - [HTML]

Þingmál A159 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-07 15:37:09 - [HTML]

Þingmál A161 (greiðslur í tengslum við störf rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (svar) útbýtt þann 2014-10-16 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A185 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2334 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A186 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2015-02-09 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A187 (græna hagkerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (svar) útbýtt þann 2014-11-03 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A205 (raforkuverð til garðyrkjubænda)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 18:21:52 - [HTML]
26. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 18:31:45 - [HTML]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-12 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-16 11:39:41 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 12:18:09 - [HTML]
20. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 12:20:38 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 12:22:26 - [HTML]
20. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-16 12:24:51 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 12:39:44 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-16 13:32:17 - [HTML]
20. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-10-16 13:48:14 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-16 14:48:04 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-16 15:40:58 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-16 15:50:17 - [HTML]
20. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 16:04:54 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 16:11:22 - [HTML]
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 16:15:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A209 (bætt hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2015-03-23 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A210 (lögbinding lágmarkslauna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 16:05:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2335 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur - [PDF]

Þingmál A214 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-15 17:13:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 636 - Komudagur: 2014-11-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A216 (háhraðanettengingar í dreifbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-08 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A230 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (svar) útbýtt þann 2014-12-02 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A237 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-03 21:36:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur - [PDF]

Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-14 15:10:36 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-14 15:21:41 - [HTML]
22. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-10-21 14:23:36 - [HTML]
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-21 14:56:23 - [HTML]
22. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2014-10-21 16:05:07 - [HTML]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-10-09 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1180 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-14 17:08:56 - [HTML]
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-14 17:43:10 - [HTML]
106. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-13 18:53:15 - [HTML]
108. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-05-19 15:46:21 - [HTML]
109. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2015-05-20 20:35:14 - [HTML]
109. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-20 23:17:18 - [HTML]
109. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-05-21 00:30:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðurlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 436 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1134 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Landvernd - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Skipulagsstofnun - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]

Þingmál A248 (öldrunarstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (svar) útbýtt þann 2014-11-04 15:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 815 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A251 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Tollstjóri - [PDF]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Heyrnar-og talmeinastöð Íslands - [PDF]

Þingmál A291 (loftmengun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 352 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-10-21 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A299 (fjöldi opinberra starfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (svar) útbýtt þann 2014-11-18 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-21 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 972 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 985 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2015-02-24 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1091 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-19 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-04 14:19:43 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-11-04 14:27:28 - [HTML]
69. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2015-02-24 17:45:30 - [HTML]
69. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-02-24 18:24:02 - [HTML]
71. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-02-26 18:57:02 - [HTML]
112. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-05-26 20:11:18 - [HTML]
112. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-05-26 21:27:26 - [HTML]
112. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-05-26 21:52:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 898 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2015-02-04 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - Skýring: , meiri hluti - [PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-10-21 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2014-10-23 12:50:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2014-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A318 (Háskóli Íslands og innritunargjöld)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 19:33:33 - [HTML]

Þingmál A319 (haustrall Hafrannsóknastofnunar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-11-03 17:35:03 - [HTML]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-10-22 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 973 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1228 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2015-04-21 19:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1355 (þál. í heild) útbýtt þann 2015-05-28 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-04 15:06:11 - [HTML]
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-04 15:16:48 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-04 15:18:47 - [HTML]
27. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-11-04 15:23:02 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-11-04 15:33:15 - [HTML]
27. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-04 15:43:48 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-04 15:46:08 - [HTML]
74. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-02-27 15:24:08 - [HTML]
74. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-02-27 15:38:50 - [HTML]
112. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-05-26 22:17:30 - [HTML]
112. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-26 22:29:26 - [HTML]
112. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-05-26 22:42:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 668 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 676 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Náttúrufræðistofa Kópavogs - [PDF]
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 739 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 903 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: EYÞING-samband sveitarfél. á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2014-12-11 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2015-02-04 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Snorri Baldursson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - Skýring: , meiri hluti - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 884 - Komudagur: 2014-12-04 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2014-12-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2015-01-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1162 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A332 (plastagnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (svar) útbýtt þann 2014-11-06 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A339 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-31 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-10-31 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-04 15:56:22 - [HTML]

Þingmál A355 (undirbúningur að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (þáltill.) útbýtt þann 2014-11-04 16:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A356 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-09 21:47:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2014-11-19 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Samtök um betri byggð - [PDF]

Þingmál A367 (fjáraukalög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 484 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-07 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-20 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-11 14:22:05 - [HTML]
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-11-11 15:06:53 - [HTML]
30. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-11-11 16:22:47 - [HTML]
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-20 11:35:17 - [HTML]
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-11-20 11:55:48 - [HTML]
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-20 12:26:47 - [HTML]
36. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-20 12:30:35 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-20 12:33:03 - [HTML]
36. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-11-20 14:08:19 - [HTML]
37. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-11-27 14:43:33 - [HTML]

Þingmál A381 (aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-01-26 16:17:31 - [HTML]
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-01-26 16:28:01 - [HTML]

Þingmál A385 (innleiðing rafrænna skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A390 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 687 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-08 10:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-19 15:45:42 - [HTML]
35. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-11-19 15:54:52 - [HTML]
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-11-19 16:15:53 - [HTML]
35. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-11-19 18:04:57 - [HTML]
46. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 20:00:45 - [HTML]
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 20:19:22 - [HTML]
46. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-12-11 21:07:53 - [HTML]

Þingmál A391 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-27 18:34:50 - [HTML]

Þingmál A396 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-18 19:36:29 - [HTML]

Þingmál A397 (dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Páll Valur Björnsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-11-20 14:58:52 - [HTML]

Þingmál A398 (Hlíðarskóli og stuðningur við verkefni grunnskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-27 19:10:12 - [HTML]
113. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-27 19:21:44 - [HTML]

Þingmál A405 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-27 15:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1647 - Komudagur: 2015-03-25 - Sendandi: KFUM og KFUK á Íslandi og Bandalag ísl. skáta - [PDF]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1336 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-26 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-28 17:16:55 - [HTML]
58. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 17:22:43 - [HTML]
58. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 17:46:31 - [HTML]
58. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-01-28 19:18:49 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-04 16:17:40 - [HTML]
63. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-04 16:55:34 - [HTML]
63. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-04 17:19:22 - [HTML]
63. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-04 19:13:19 - [HTML]
63. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-04 19:41:43 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 12:17:22 - [HTML]
64. þingfundur - Páll Valur Björnsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 13:15:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1093 - Komudagur: 2014-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1384 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1387 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1396 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Húnaþing vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2015-03-18 - Sendandi: Haukur Hilmarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2015-05-06 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A420 (fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-03 19:38:44 - [HTML]

Þingmál A423 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-10 23:35:41 - [HTML]

Þingmál A424 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A425 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-02 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1279 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-11 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-03 20:25:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1277 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1338 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Margrét Hermanns Auðardóttir - [PDF]

Þingmál A430 (meðferð sakamála og lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-25 15:07:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-03 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-11 18:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1294 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-13 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1397 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-08 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1545 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-30 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1594 (lög í heild) útbýtt þann 2015-07-01 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-12-16 21:54:34 - [HTML]
55. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-01-22 17:13:47 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 14:49:02 - [HTML]
57. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 16:20:25 - [HTML]
57. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-27 16:47:43 - [HTML]
57. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-27 18:11:02 - [HTML]
57. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-27 18:13:14 - [HTML]
57. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 18:17:23 - [HTML]
116. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-02 00:06:48 - [HTML]
116. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-02 00:19:24 - [HTML]
117. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-06-02 14:07:05 - [HTML]
117. þingfundur - Karl Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 14:31:55 - [HTML]
117. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 15:19:16 - [HTML]
117. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 16:22:03 - [HTML]
117. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-06-02 16:30:34 - [HTML]
117. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 16:53:55 - [HTML]
117. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 17:11:01 - [HTML]
117. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-06-02 17:50:00 - [HTML]
117. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 18:15:01 - [HTML]
117. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 18:17:24 - [HTML]
117. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 18:23:52 - [HTML]
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-02 18:27:49 - [HTML]
117. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 19:46:25 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 20:27:04 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 20:54:44 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 21:04:29 - [HTML]
117. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 21:20:15 - [HTML]
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 21:45:48 - [HTML]
117. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 21:47:05 - [HTML]
117. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 22:18:53 - [HTML]
117. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 23:10:53 - [HTML]
117. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 23:38:26 - [HTML]
117. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 23:40:43 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 10:36:07 - [HTML]
118. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 10:56:23 - [HTML]
118. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-06-03 11:56:35 - [HTML]
118. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 12:19:02 - [HTML]
118. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 15:03:24 - [HTML]
118. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 16:23:59 - [HTML]
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 16:44:07 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-03 17:02:52 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 17:31:52 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 17:36:58 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 18:02:19 - [HTML]
118. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 18:04:34 - [HTML]
118. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 19:35:23 - [HTML]
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 19:37:43 - [HTML]
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-03 19:47:25 - [HTML]
119. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 10:39:38 - [HTML]
119. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:00:12 - [HTML]
119. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:02:05 - [HTML]
119. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:06:55 - [HTML]
119. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:11:28 - [HTML]
119. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:12:53 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:14:12 - [HTML]
119. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:16:32 - [HTML]
119. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-06-04 11:21:21 - [HTML]
119. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 11:51:07 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 16:52:12 - [HTML]
119. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 16:59:24 - [HTML]
119. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 17:09:31 - [HTML]
119. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 17:11:47 - [HTML]
141. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-01 12:17:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2015-03-02 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2015-03-03 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A436 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (frumvarp) útbýtt þann 2014-12-04 11:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (nothæfisstuðull flugvalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-12-05 11:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 825 (svar) útbýtt þann 2015-01-20 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A451 (samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-05 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A452 (upplýsingar um loftmengun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-12-08 11:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 827 (svar) útbýtt þann 2015-01-20 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A454 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 14:33:02 - [HTML]
64. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-05 15:24:35 - [HTML]
64. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 15:58:29 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 17:16:33 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 17:32:16 - [HTML]
64. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-05 17:51:42 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-05 18:46:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 2015-03-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1200 - Komudagur: 2015-02-19 - Sendandi: Kayakaklúbburinn, Reykjavík - [PDF]
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2015-02-25 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1330 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 15:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1306 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-20 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1307 (breytingartillaga) útbýtt þann 2015-05-20 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1308 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-20 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1555 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-01 09:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1589 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-01 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-21 16:12:34 - [HTML]
140. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 16:03:29 - [HTML]
140. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 16:19:18 - [HTML]
140. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-06-30 16:33:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]

Þingmál A464 (eftirlit með framkvæmd laga um vexti og verðtryggingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-12-11 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A466 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 14:23:56 - [HTML]

Þingmál A470 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1112 - Komudagur: 2015-02-11 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna - [PDF]

Þingmál A476 (Evrópuráðsþingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-20 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A483 (stofnun Landsiðaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (þáltill.) útbýtt þann 2015-01-20 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 17:07:39 - [HTML]

Þingmál A487 (vinna til úrbóta á lagaumhverfi, reglum og framkvæmd nauðungarvistunar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-03-02 17:49:30 - [HTML]

Þingmál A499 (endurskoðun á samningi við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-01-22 10:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 971 (svar) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (NATO-þingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 867 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-22 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 16:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2015-04-30 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A508 (skuldaþak sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-02 17:03:10 - [HTML]
75. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-03-02 17:04:24 - [HTML]

Þingmál A510 (norrænt samstarf 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-28 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (meðferð elds og varnir gegn gróðureldum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2015-02-24 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs - [PDF]

Þingmál A515 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A528 (lokafjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-03 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1512 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-18 16:54:54 - [HTML]
137. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-06-25 11:47:33 - [HTML]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-25 16:17:24 - [HTML]
70. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-02-25 17:23:10 - [HTML]
70. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2015-02-25 17:50:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 2015-03-16 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1614 - Komudagur: 2015-03-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2015-04-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2015-04-20 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2015-04-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2330 - Komudagur: 2015-06-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A562 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-24 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A567 (norrænt merki fyrir sjálfbæra ferðamannastaði)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-03-23 17:33:47 - [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1593 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-02 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1604 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-02 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-03 14:40:15 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-03-03 15:55:41 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-03 16:22:12 - [HTML]
77. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-04 18:58:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Rúnar Lárusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A573 (nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-26 12:16:41 - [HTML]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-24 18:49:09 - [HTML]
84. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-24 21:07:25 - [HTML]
84. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2015-03-24 23:20:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1708 - Komudagur: 2015-04-15 - Sendandi: Þróunarsamvinnustofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A587 (vistun fanga í öryggisfangelsum og opnum fangelsum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (svar) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (skipulag þróunarsamvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2015-05-13 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-04 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A602 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-16 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-05 14:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1363 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-29 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
137. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-25 15:31:29 - [HTML]
137. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-25 15:39:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1987 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Sérstakur saksóknari - [PDF]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-19 11:07:48 - [HTML]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-17 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-04 19:04:10 - [HTML]
102. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-05-05 15:59:50 - [HTML]
102. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-05 16:24:10 - [HTML]

Þingmál A626 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 15:57:37 - [HTML]

Þingmál A627 (eftirfylgniskýrslur Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (álit) útbýtt þann 2015-03-18 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (verndarsvæði í byggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1440 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-15 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-04-21 18:06:11 - [HTML]
140. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 17:00:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2015-04-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A633 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-19 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A636 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-23 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (fjármögnun útgjalda til málefna fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 20:08:25 - [HTML]

Þingmál A665 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2091 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A668 (endurskoðun á skilyrðum gjafsóknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1136 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (frumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1423 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-12 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-04-21 14:32:30 - [HTML]
93. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-21 14:41:50 - [HTML]

Þingmál A687 (lögræðislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1898 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Rannsóknasetur í fötlunarfræðum - [PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-13 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1349 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-05-27 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1454 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2015-06-16 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-22 18:02:08 - [HTML]
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-22 18:19:24 - [HTML]
94. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-22 18:21:34 - [HTML]
96. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-27 18:47:25 - [HTML]
120. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-05 12:20:59 - [HTML]
120. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-05 13:30:56 - [HTML]
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-05 13:59:29 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-08 18:53:33 - [HTML]
140. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 13:39:00 - [HTML]
140. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-30 13:46:43 - [HTML]
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 14:04:51 - [HTML]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-04-20 17:41:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1917 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1923 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1947 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Ferðafélagið Útivist - [PDF]
Dagbókarnúmer 2119 - Komudagur: 2015-05-21 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A690 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 16:32:46 - [HTML]
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 16:54:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2015-05-04 - Sendandi: Smærri útgerðir sem hafa stundað veiðar á makríl með línu- og handfærum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A693 (byggðaáætlun og sóknaráætlanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Félagsbústaðir hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Búseti Norðurlandi hsf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2044 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]

Þingmál A698 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-15 18:25:14 - [HTML]

Þingmál A700 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 14:04:14 - [HTML]
99. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 14:37:38 - [HTML]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A704 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-15 18:40:38 - [HTML]

Þingmál A705 (meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
102. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-05 18:25:45 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-05 21:31:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2145 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2168 - Komudagur: 2015-06-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2179 - Komudagur: 2015-06-02 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2015-06-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2015-06-05 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd - [PDF]

Þingmál A733 (skerðing framfærslulána til námsmanna erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1396 (svar) útbýtt þann 2015-06-05 16:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A745 (fatlaðir nemendur í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1426 (svar) útbýtt þann 2015-06-12 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A749 (skerðing á bótum almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (svar) útbýtt þann 2015-06-22 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1311 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-05-20 18:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A768 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (þáltill.) útbýtt þann 2015-05-27 12:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A770 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-05-27 15:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2235 - Komudagur: 2015-06-10 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2239 - Komudagur: 2015-06-10 - Sendandi: Sandgerðisbær - [PDF]

Þingmál A771 (afplánun í fangelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (svar) útbýtt þann 2015-06-22 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-05-29 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1494 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-29 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-01 15:51:18 - [HTML]
116. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-01 18:30:18 - [HTML]
116. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-01 20:22:11 - [HTML]
140. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-30 18:32:39 - [HTML]

Þingmál A783 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2016--2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1393 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-06-03 17:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1609 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-07-02 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-10 14:54:34 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-10 15:11:55 - [HTML]
145. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-07-02 16:25:38 - [HTML]
145. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-07-02 17:26:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2324 - Komudagur: 2015-06-26 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1610 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-07-02 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A788 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 18:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2359 - Komudagur: 2015-08-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2361 - Komudagur: 2015-08-27 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið og fjármálaskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2372 - Komudagur: 2015-09-02 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A793 (net- og upplýsingaöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1412 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-10 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-12 10:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1430 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-13 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-06-12 18:57:59 - [HTML]
128. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-06-12 19:28:02 - [HTML]
128. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-12 19:43:30 - [HTML]
128. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-06-12 20:07:47 - [HTML]
129. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-13 15:49:51 - [HTML]
129. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-13 15:56:53 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-13 16:24:20 - [HTML]
129. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-13 17:53:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2251 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A800 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-24 16:49:14 - [HTML]

Þingmál A804 (aðgerðaáætlun um loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1569 (svar) útbýtt þann 2015-07-01 20:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (orkuskipti í samgöngum samin af Grænu orkunni, samstarfsvettvangi um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-25 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A814 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-07-03 10:47:32 - [HTML]

Þingmál B13 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-10 20:15:06 - [HTML]
2. þingfundur - Brynhildur S. Björnsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-10 21:56:30 - [HTML]

Þingmál B125 (umræður um störf þingsins 8. október)

Þingræður:
16. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-08 15:34:37 - [HTML]

Þingmál B126 (þjóðarvá vegna lífsstílstengdra sjúkdóma barna og unglinga)

Þingræður:
16. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-10-08 16:07:53 - [HTML]

Þingmál B146 (úthlutun menningarstyrkja)

Þingræður:
18. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-10-14 14:34:23 - [HTML]

Þingmál B148 (takmarkað aðgengi að framhaldsskólum)

Þingræður:
19. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-10-15 15:51:43 - [HTML]
19. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2014-10-15 16:10:35 - [HTML]

Þingmál B151 (neysluviðmið)

Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-14 13:37:05 - [HTML]

Þingmál B293 (umræður um störf þingsins 18. nóvember)

Þingræður:
34. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-11-18 13:56:21 - [HTML]

Þingmál B326 (ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins á spurningum um verðtryggingu, munnleg skýrsla fjármálaráðherra)

Þingræður:
37. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-11-27 15:47:51 - [HTML]
37. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-11-27 16:21:02 - [HTML]

Þingmál B421 (hækkun bóta lífeyrisþega)

Þingræður:
47. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-12 10:57:25 - [HTML]

Þingmál B531 (umræður um störf þingsins 28. janúar)

Þingræður:
58. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 15:35:31 - [HTML]

Þingmál B543 (lagning jarðstrengja)

Þingræður:
59. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-29 10:33:13 - [HTML]

Þingmál B565 (umræður um störf þingsins 3. febrúar)

Þingræður:
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-03 13:40:33 - [HTML]

Þingmál B579 (lífeyrismál)

Þingræður:
64. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 11:04:28 - [HTML]

Þingmál B588 (aðgerðaáætlun í málefnum fátækra)

Þingræður:
65. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-16 15:26:27 - [HTML]

Þingmál B708 (staða Alþingis, yfirlýsing forseta og umræða um hana, skv. 61. gr. þingskapa)

Þingræður:
79. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-16 17:46:19 - [HTML]

Þingmál B736 (ívilnunarsamningur við Matorku)

Þingræður:
83. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-23 15:54:57 - [HTML]

Þingmál B746 (umræður um störf þingsins 24. mars)

Þingræður:
84. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-03-24 14:26:54 - [HTML]

Þingmál B796 (umræður um störf þingsins 15. apríl)

Þingræður:
89. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-04-15 15:02:24 - [HTML]

Þingmál B829 (umræður um störf þingsins 21. apríl)

Þingræður:
93. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-04-21 13:43:53 - [HTML]

Þingmál B853 (siðareglur ráðherra og túlkun þeirra)

Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-27 15:10:51 - [HTML]
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-27 15:14:34 - [HTML]
95. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-04-27 15:15:38 - [HTML]

Þingmál B961 (húsnæðismál)

Þingræður:
109. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-20 16:20:24 - [HTML]

Þingmál B1042 (skattbreytingar og ávinningur launþega)

Þingræður:
115. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-05-29 11:15:35 - [HTML]

Þingmál B1166 (endurskoðun laga nr. 9/2014)

Þingræður:
127. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-06-11 10:56:58 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 585 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-05 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 599 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-08 16:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-18 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 703 (lög í heild) útbýtt þann 2015-12-19 18:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-10 11:07:40 - [HTML]
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-10 11:25:36 - [HTML]
3. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-10 14:31:18 - [HTML]
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 13:21:36 - [HTML]
4. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-11 18:12:23 - [HTML]
4. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-09-11 19:52:40 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-11 20:03:24 - [HTML]
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-08 17:07:27 - [HTML]
50. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 01:04:28 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 11:57:43 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 13:05:51 - [HTML]
51. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-12-10 14:46:08 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-12-10 17:39:52 - [HTML]
51. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 20:30:59 - [HTML]
51. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 21:31:34 - [HTML]
51. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 22:15:56 - [HTML]
51. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 22:24:10 - [HTML]
51. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-12-11 01:40:04 - [HTML]
52. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-12-11 22:35:37 - [HTML]
53. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-12-12 11:49:16 - [HTML]
53. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 12:01:51 - [HTML]
53. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 12:16:53 - [HTML]
54. þingfundur - Páll Valur Björnsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 11:38:23 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 20:00:06 - [HTML]
54. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2015-12-14 20:12:36 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 20:23:07 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 20:27:40 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-14 21:31:20 - [HTML]
55. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-15 16:06:48 - [HTML]
56. þingfundur - Árni Páll Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-16 23:14:22 - [HTML]
56. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-16 23:17:05 - [HTML]
59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-19 14:08:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Ísafjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Grindavíkurbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 91 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Stykkishólmsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Borgarbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag atvinnuleikhópa - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-15 15:25:17 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-17 22:57:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2015-10-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Árni Páll Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-14 15:43:43 - [HTML]
5. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-09-14 16:18:10 - [HTML]
5. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-14 16:30:30 - [HTML]
5. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-09-14 17:25:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A7 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 10:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A8 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-14 19:02:45 - [HTML]

Þingmál A9 (aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 14:45:26 - [HTML]

Þingmál A10 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A11 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 11:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 810 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-18 13:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-10-15 15:09:36 - [HTML]
64. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-20 18:31:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann - [PDF]
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: IOGT á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A15 (bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-24 15:00:22 - [HTML]

Þingmál A18 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 68 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 294 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A28 (leiðsögumenn ferðamanna)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-09 18:32:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1333 - Komudagur: 2016-04-25 - Sendandi: Jakob S. Jónsson - [PDF]

Þingmál A29 (endurskoðun á skilyrðum gjafsóknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-17 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A37 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A49 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 16:03:55 - [HTML]

Þingmál A69 (stofnun Landsiðaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (efling virkniúrræða fyrir atvinnuleitendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1706 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A86 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Árni Páll Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-02 17:51:36 - [HTML]

Þingmál A87 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-23 18:08:45 - [HTML]

Þingmál A88 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 16:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-15 21:47:31 - [HTML]
6. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-15 22:44:05 - [HTML]
9. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-21 17:43:09 - [HTML]
37. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-19 16:21:48 - [HTML]
39. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-24 16:36:23 - [HTML]
40. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-25 17:42:12 - [HTML]
40. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-25 17:46:41 - [HTML]
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-25 20:20:50 - [HTML]
57. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-12-17 14:50:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Þróunarsamvinnustofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A99 (alþjóðlegur dagur lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-21 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-09-14 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-03-14 18:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1027 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-03-16 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 18:34:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 127 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 147 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 398 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A112 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-09-15 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1282 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-17 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (undirbúningur að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-15 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 872 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-22 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1031 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-03-16 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 14:22:07 - [HTML]
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 19:04:55 - [HTML]
89. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-16 16:05:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2015-10-27 - Sendandi: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun - [PDF]

Þingmál A127 (forritun sem hluti af skyldunámi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-10-05 16:14:15 - [HTML]

Þingmál A132 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 10:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 14:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-09 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1051 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-03-18 11:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 152 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 430 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-11-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-11-12 14:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Skógrækt ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 208 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 226 - Komudagur: 2015-10-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-18 15:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 481 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-23 15:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 495 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 525 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-03 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-19 12:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 17:26:24 - [HTML]
10. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 17:28:52 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-22 17:54:49 - [HTML]
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-22 18:13:33 - [HTML]
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 19:10:14 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 20:25:19 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 20:30:02 - [HTML]
10. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-09-22 21:00:31 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-22 21:10:49 - [HTML]
41. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-26 12:38:01 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-26 14:08:45 - [HTML]
41. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-26 16:33:09 - [HTML]
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-11-27 11:50:48 - [HTML]
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-11-27 11:52:22 - [HTML]
42. þingfundur - Árni Páll Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-11-27 11:53:44 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-18 18:10:28 - [HTML]
59. þingfundur - Árni Páll Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-19 10:58:37 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-19 11:04:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 266 - Komudagur: 2015-10-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A155 (hæfnispróf í framhaldsskólum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-10-05 16:41:35 - [HTML]
14. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-05 16:49:54 - [HTML]

Þingmál A156 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-12-19 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-26 15:43:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 336 - Komudagur: 2015-11-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A157 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-06 14:51:24 - [HTML]

Þingmál A169 (umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2016-03-09 - Sendandi: Betra peningakerfi,félagasamtök - [PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-05 17:10:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf. - [PDF]

Þingmál A184 (Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Safnstjóri og stjórn Gljúfrasteins - [PDF]

Þingmál A197 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-06 20:53:50 - [HTML]

Þingmál A199 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-06 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 416 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-11-17 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 568 (lög í heild) útbýtt þann 2015-12-02 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-10 20:01:51 - [HTML]

Þingmál A201 (háskólarnir í Norðvesturkjördæmi)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-10-19 16:55:52 - [HTML]

Þingmál A214 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (úttekt á aðgengi að opinberum byggingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (svar) útbýtt þann 2015-11-17 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A225 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2015-11-02 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2015-11-20 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-20 17:39:43 - [HTML]
23. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-20 17:43:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-20 15:45:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Guðmundur Pálsson sérfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 396 - Komudagur: 2015-11-18 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2015-11-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A230 (áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-02-29 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-02 16:44:25 - [HTML]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (staða hafna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1590 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-08-29 14:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (svar) útbýtt þann 2015-12-09 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (kennaramenntun og námsárangur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (svar) útbýtt þann 2016-01-19 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-31 19:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 528 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-27 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-10 15:06:20 - [HTML]
30. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-10 15:21:37 - [HTML]
30. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-11-10 15:37:00 - [HTML]
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-10 16:27:33 - [HTML]
46. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-03 13:52:37 - [HTML]
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-12-03 17:42:26 - [HTML]
46. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-03 18:37:13 - [HTML]
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-12-04 15:09:21 - [HTML]
47. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-04 15:19:30 - [HTML]
47. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-04 15:21:41 - [HTML]
47. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-04 15:23:52 - [HTML]
47. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-04 16:03:15 - [HTML]

Þingmál A318 (biðlisti vegna greiningar á athyglisbresti með ofvirkni (ADHD))[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-23 16:26:37 - [HTML]
38. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-23 16:34:20 - [HTML]

Þingmál A326 (áhættumat vegna ferðamennsku)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-03 17:12:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2016-03-17 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A327 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-17 15:51:47 - [HTML]

Þingmál A330 (rannsókn á einkavæðingu bankanna, hinni síðari)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (þáltill.) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Vigdís Hauksdóttir, form. fjárlaganefndar - [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-01 15:26:56 - [HTML]
83. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-01 15:28:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2015-12-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A335 (niðurstöður og úrbótatillögur í skýrslu um ofbeldi gegn fötluðum konum)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-23 16:20:47 - [HTML]

Þingmál A338 (stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-11-10 17:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1184 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-04-20 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-11-12 15:31:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 625 - Komudagur: 2016-01-10 - Sendandi: Janus endurhæfing ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2016-03-31 - Sendandi: Virk Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]

Þingmál A346 (ofbeldi gegn fötluðum konum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (svar) útbýtt þann 2015-12-07 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A354 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1068 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2016-04-07 - Sendandi: Albert S. Sigurðsson, landfræðingur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2016-04-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A359 (hækkun á nemendagólfi Fjölbrautaskóla Snæfellinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (svar) útbýtt þann 2016-01-12 13:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (þunn eiginfjármögnun)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-30 15:57:37 - [HTML]

Þingmál A366 (rekstrarform í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (svar) útbýtt þann 2016-03-01 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-04-14 14:07:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 556 - Komudagur: 2015-12-09 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 860 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Félags- og húsnæðismálaráðherra - [PDF]

Þingmál A372 (stefna um nýfjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-11-25 16:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 998 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-03-14 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-19 15:12:15 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-15 19:21:15 - [HTML]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (lokafjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-30 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1301 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-18 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-02 17:00:41 - [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1761 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 11:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1799 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-13 13:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1819 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-13 11:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
168. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-11 14:02:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 622 - Komudagur: 2016-01-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2016-01-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A384 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 520 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1718 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-28 10:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2016-01-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 613 - Komudagur: 2016-01-06 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2016-03-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2016-08-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A394 (hjúkrunarrými)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (svar) útbýtt þann 2016-02-03 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-24 09:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-21 11:53:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2016-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1148 - Komudagur: 2016-03-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 18:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-18 20:31:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2016-01-15 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skrifstofa fjármála og rekstrar - [PDF]
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2016-01-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2016-01-26 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A408 (ákvæði um greiðslu sérstakrar framfærsluuppbótar í samræmi við búsetu hér á landi)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2016-01-25 15:56:30 - [HTML]

Þingmál A420 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-03-01 13:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 17:49:59 - [HTML]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1266 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-11 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1267 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-05-11 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1291 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-05-24 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1391 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-05-31 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1437 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-18 20:36:11 - [HTML]
110. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-12 11:12:45 - [HTML]
110. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-05-12 11:58:41 - [HTML]
110. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-12 12:39:16 - [HTML]
110. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-12 14:17:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 659 - Komudagur: 2016-01-15 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, fjármálaskrifstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 675 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2016-01-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1179 - Komudagur: 2016-01-13 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1547 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1678 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1681 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Samband ísl. sveitarfélaga og velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A447 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-19 16:15:52 - [HTML]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1461 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1470 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-21 13:30:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-21 14:17:40 - [HTML]
111. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-17 20:24:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 878 - Komudagur: 2016-02-16 - Sendandi: Ferðamálastofa - [PDF]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-01-27 17:20:11 - [HTML]
74. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 12:32:43 - [HTML]
74. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 14:01:14 - [HTML]
74. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-04 16:13:15 - [HTML]
76. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-16 14:18:39 - [HTML]
76. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-02-16 15:07:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A463 (norrænt samstarf 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-25 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (staða lýðræðis í stafrænum heimi, ógnir við friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2016-01-27 18:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A487 (leiguleið til uppbyggingar hjúkrunarheimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (svar) útbýtt þann 2016-03-01 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (fækkun fæðingarstaða og ungbarnaeftirlit í dreifbýli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (svar) útbýtt þann 2016-03-01 17:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A491 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (svar) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A506 (útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (svar) útbýtt þann 2016-03-09 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A512 (útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1263 (svar) útbýtt þann 2016-05-12 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A517 (endurskoðun reglugerðar um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-03-14 16:27:54 - [HTML]

Þingmál A532 (endurskoðun starfsreglna verkefnisstjórnar um rammaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2016-02-16 17:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2016-02-29 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2016-02-18 13:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1067 (svar) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2016-02-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: Fríverslunarsamningur EFTA og Miðameríkuríkja (Kostaríka og Panama) - íslensk þýðing - [PDF]

Þingmál A560 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-02 17:10:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1071 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1555 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1615 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-15 15:06:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1312 - Komudagur: 2016-04-15 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A610 (öryggisúttekt á vegakerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (svar) útbýtt þann 2016-05-04 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-15 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2016-05-12 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir - [PDF]

Þingmál A628 (framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 2008/2009 til 2012/2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-17 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (þáltill.) útbýtt þann 2016-03-18 11:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A631 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-18 14:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-20 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1686 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-09-20 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1770 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-11 10:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1781 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
166. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-07 17:12:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Gildi - lífeyrissjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1619 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2016-09-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2168 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-03-18 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Haraldur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-19 16:28:08 - [HTML]
101. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-19 17:17:39 - [HTML]
101. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-19 18:19:37 - [HTML]
160. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-29 14:02:22 - [HTML]
164. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-10-05 18:30:27 - [HTML]
165. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-06 15:03:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2016-04-27 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A644 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A648 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-04-04 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-14 14:55:00 - [HTML]

Þingmál A653 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-04-04 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-23 14:19:27 - [HTML]
153. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2016-09-19 18:55:40 - [HTML]
154. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-20 18:11:03 - [HTML]
154. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-20 18:12:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1935 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2016-09-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A659 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-10 17:41:36 - [HTML]
153. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-19 17:23:08 - [HTML]
153. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-19 17:47:51 - [HTML]

Þingmál A664 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1976 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1734 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-06 09:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1778 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
159. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-28 17:13:38 - [HTML]

Þingmál A667 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1372 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-30 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-01 21:26:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 2016-04-29 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2016-05-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A668 (fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 21:06:22 - [HTML]
122. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 21:18:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1477 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2016-05-25 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A672 (ný skógræktarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1379 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-30 20:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1410 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-01 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1447 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-03 19:38:03 - [HTML]
122. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-31 21:36:14 - [HTML]
122. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-31 21:46:10 - [HTML]
122. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 21:53:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1520 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Þorsteinn Pétursson og Guðmundur Aðalsteinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1527 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2016-06-07 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-30 20:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1439 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1466 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
123. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-01 22:23:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1569 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2016-05-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2016-06-16 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1858 - Komudagur: 2016-08-18 - Sendandi: Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna - [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1594 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1618 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-09-06 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1663 (lög í heild) útbýtt þann 2016-09-13 16:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
144. þingfundur - Jón Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-09-01 13:12:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: Guðjón Sigurbjartsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: MS - Mjólkursamsalan - [PDF]
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Landssamband kúabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Sveinn Runólfsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Auðhumla svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2016-06-02 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A685 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Árni Páll Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-08 13:04:32 - [HTML]

Þingmál A723 (framlög til vísindastarfsemi og háskólastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (svar) útbýtt þann 2016-06-02 21:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1400 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-31 23:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1440 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1467 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A739 (byggingarkostnaður Hörpu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1388 (svar) útbýtt þann 2016-05-31 14:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1549 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 14:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1672 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1549 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
107. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-03 14:18:40 - [HTML]
107. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-05-03 15:12:31 - [HTML]
134. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-17 15:52:25 - [HTML]
134. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-17 17:19:37 - [HTML]

Þingmál A748 (nám erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2016-05-04 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1512 (svar) útbýtt þann 2016-08-05 11:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A764 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1284 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-05-17 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1640 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-09-07 16:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1827 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A774 (staða og þróun í málefnum innflytjenda 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-23 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A776 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1813 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2016-10-12 20:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 21:26:24 - [HTML]

Þingmál A779 (félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-23 15:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1938 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Fræðsla og forvarnir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1972 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Rauði krossinn - [PDF]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-26 16:24:13 - [HTML]
146. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-05 17:39:20 - [HTML]
146. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-05 18:13:35 - [HTML]

Þingmál A784 (þjóðaröryggisráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-24 16:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1430 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-06-02 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-16 22:20:56 - [HTML]

Þingmál A786 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-05-26 18:57:39 - [HTML]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1774 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 19:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-05-31 16:30:32 - [HTML]
168. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-11 15:55:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1860 - Komudagur: 2016-08-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2028 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2078 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Reitir hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2016-09-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2116 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2164 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-30 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1723 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-28 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1725 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2016-09-28 16:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-08-16 15:12:14 - [HTML]
170. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-12 19:15:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2016-08-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1876 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1917 - Komudagur: 2016-08-31 - Sendandi: Listaháskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2016-09-06 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2020 - Komudagur: 2016-09-12 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]
Dagbókarnúmer 2040 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2042 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna - [PDF]

Þingmál A802 (aðgerðaáætlun um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1405 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-06-02 15:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2118 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: N1 hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Skeljungur - [PDF]

Þingmál A803 (framtíðarhúsnæði fatlaðs fólks samkvæmt þjónustusamningi við Ás styrktarfélag)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1630 (svar) útbýtt þann 2016-09-06 17:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A805 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-06-02 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A811 (nýr tækjakostur á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1655 (svar) útbýtt þann 2016-09-13 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A813 (fjölskyldustefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-06-08 15:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2016-09-09 - Sendandi: Unicef Ísland - [PDF]

Þingmál A815 (kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1504 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-06-08 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1507 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-08 20:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
130. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-08 20:54:16 - [HTML]

Þingmál A817 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1977 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-15 17:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
135. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-18 11:43:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2016-08-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-17 16:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1931 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A838 (verksmiðjubú)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1795 (svar) útbýtt þann 2016-10-12 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A846 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1595 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-08-30 13:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A848 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1604 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-30 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A849 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-30 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2090 - Komudagur: 2016-09-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A853 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-13 16:25:05 - [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-02 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1790 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-11 17:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
149. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-08 12:28:47 - [HTML]
169. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-12 14:16:13 - [HTML]
169. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-12 16:29:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2091 - Komudagur: 2016-09-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2241 - Komudagur: 2016-10-10 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A858 (fullgilding Parísarsamningsins)[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-07 17:11:33 - [HTML]

Þingmál A864 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2016 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1636 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-07 17:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
151. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-13 19:05:38 - [HTML]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-19 19:26:09 - [HTML]

Þingmál A869 (kostnaður af rýmkun réttar til heimilisuppbótar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1745 (svar) útbýtt þann 2016-10-05 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
154. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-20 20:10:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd - [PDF]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2100 - Komudagur: 2016-09-21 - Sendandi: Hópur sendiherra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni - [PDF]
Dagbókarnúmer 2132 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2265 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1689 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-20 18:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
155. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-22 14:20:32 - [HTML]
155. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-22 15:19:00 - [HTML]
158. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 12:02:46 - [HTML]
158. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-27 15:26:36 - [HTML]
158. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 15:31:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2215 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2222 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2263 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-23 15:04:54 - [HTML]

Þingmál A879 (samgönguáætlun 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-27 10:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A881 (lokafjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1708 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-27 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B36 (störf þingsins)

Þingræður:
7. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:06:57 - [HTML]
7. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-09-16 15:09:29 - [HTML]
7. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:25:31 - [HTML]

Þingmál B46 (stefna í málefnum innflytjenda og flóttamanna)

Þingræður:
8. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 10:53:15 - [HTML]

Þingmál B49 (málefni flóttamanna)

Þingræður:
9. þingfundur - Brynhildur S. Björnsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-21 16:04:11 - [HTML]

Þingmál B129 (dýravelferð)

Þingræður:
19. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-13 14:14:20 - [HTML]
19. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-10-13 14:19:26 - [HTML]

Þingmál B147 (atvinnumál sextugra og eldri)

Þingræður:
21. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-10-15 11:48:16 - [HTML]

Þingmál B160 (störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-20 13:49:32 - [HTML]

Þingmál B164 (nýir kjarasamningar og verðbólga)

Þingræður:
22. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-10-19 15:28:28 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-10-19 15:29:39 - [HTML]

Þingmál B205 (störf þingsins)

Þingræður:
28. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-04 15:19:38 - [HTML]

Þingmál B217 (markmið Íslendinga í loftslagsmálum)

Þingræður:
30. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-11-10 13:50:51 - [HTML]

Þingmál B273 (hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans)

Þingræður:
37. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-19 13:56:41 - [HTML]

Þingmál B298 (almenningssamgöngur og uppbygging þeirra á höfuðborgarsvæðinu)

Þingræður:
39. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-24 14:51:17 - [HTML]

Þingmál B367 (störf þingsins)

Þingræður:
49. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-12-08 13:45:52 - [HTML]

Þingmál B449 (störf þingsins)

Þingræður:
56. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-12-16 10:19:07 - [HTML]

Þingmál B510 (sala bankanna)

Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-21 11:09:34 - [HTML]
65. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-01-21 11:24:45 - [HTML]

Þingmál B540 (störf þingsins)

Þingræður:
68. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-01-27 15:12:06 - [HTML]

Þingmál B541 (áhrif kjöt- og mjólkurframleiðslu á loftslagsbreytingar)

Þingræður:
68. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-01-27 16:30:22 - [HTML]

Þingmál B573 (störf þingsins)

Þingræður:
73. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2016-02-03 15:13:07 - [HTML]

Þingmál B584 (ný aflaregla í loðnu)

Þingræður:
75. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-15 15:45:42 - [HTML]
75. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-15 15:51:14 - [HTML]

Þingmál B714 (hagsmunaskráning þingmanna og siðareglur)

Þingræður:
92. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-04-04 16:27:55 - [HTML]

Þingmál B728 (siðareglur ráðherra)

Þingræður:
93. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2016-04-07 11:23:29 - [HTML]

Þingmál B758 (störf þingsins)

Þingræður:
97. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-04-13 15:33:01 - [HTML]

Þingmál B795 (munnleg skýrsla menntmrh. um þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf., fjölmiðil í almannaþágu)

Þingræður:
102. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-20 16:39:36 - [HTML]

Þingmál B946 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
121. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-30 19:48:30 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-30 20:09:59 - [HTML]

Þingmál B1117 (sala á eignum sem komu til frá slitabúum föllnu bankanna)

Þingræður:
145. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-05 15:39:38 - [HTML]
145. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-05 15:44:54 - [HTML]
145. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-09-05 15:54:43 - [HTML]

Þingmál B1127 (skattlagning bónusa og arðgreiðslna)

Þingræður:
145. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-05 15:24:16 - [HTML]

Þingmál B1206 (störf þingsins)

Þingræður:
156. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-23 11:25:12 - [HTML]

Þingmál B1269 (störf þingsins)

Þingræður:
163. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-04 16:04:43 - [HTML]

Þingmál B1275 (störf þingsins)

Þingræður:
164. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2016-10-05 11:14:24 - [HTML]

Þingmál B1280 (áætlanir um þinglok)

Þingræður:
164. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-10-05 10:56:41 - [HTML]

Þingmál B1313 (vaxtagreiðslur af lánum almennings)

Þingræður:
168. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-10-11 15:30:09 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-07 13:33:03 - [HTML]
2. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-07 16:44:40 - [HTML]
12. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-22 15:01:40 - [HTML]
12. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2016-12-22 15:57:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2016-12-13 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 103 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista - [PDF]
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: ADHD samtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 140 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: ADHD samtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 143 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Staðlaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 152 - Komudagur: 2017-01-04 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag atvinnuleikhópa - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-21 22:09:43 - [HTML]
10. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2016-12-21 22:25:30 - [HTML]
11. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-12-22 10:49:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 2016-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A3 (sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2016-12-07 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 15 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-20 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 16 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-20 14:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 17 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-20 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 37 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-12-29 11:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 82 (lög í heild) útbýtt þann 2016-12-22 21:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-13 14:07:40 - [HTML]
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2016-12-20 16:13:53 - [HTML]
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2016-12-20 16:23:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag framhaldsskólakennara, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag grunnskólakennara, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag leikskólakennara, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 127 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag tónlistarskólakennara, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Félag stjórnenda í framhaldsskólum, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2016-12-20 - Sendandi: Skólastjórafélag Íslands, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2016-12-20 - Sendandi: Félag stjórnenda leikskóla, sbr. umsögn Kennarasambands Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 19 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-12-29 11:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 59 (lög í heild) útbýtt þann 2016-12-22 11:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2016-12-20 14:42:10 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-20 15:01:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2016-12-23 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A8 (lokafjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 310 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-03-02 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 430 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-03-22 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-13 17:04:40 - [HTML]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-14 20:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 73 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-12-22 18:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-15 12:00:45 - [HTML]
5. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-12-15 12:21:30 - [HTML]
13. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2016-12-22 18:58:27 - [HTML]

Þingmál A31 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-12-22 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A32 (málefni Brúneggja ehf. og upplýsingagjöf til almennings um brot á reglum um dýravelferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (svar) útbýtt þann 2017-02-27 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A42 (eftirlitsstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (svar) útbýtt þann 2017-02-23 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A44 (eftirlitsstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (svar) útbýtt þann 2017-03-13 15:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-01 16:45:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2017-02-22 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 248 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-01-24 21:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 427 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-03-22 17:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 474 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-03-27 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 481 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-03-27 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
19. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-26 14:35:24 - [HTML]
49. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-03-28 14:47:21 - [HTML]
49. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-28 15:10:51 - [HTML]
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-03-28 16:30:04 - [HTML]
49. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-03-28 17:09:47 - [HTML]
49. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-28 17:41:13 - [HTML]
49. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2017-03-28 18:20:57 - [HTML]
49. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-03-28 21:41:02 - [HTML]
50. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-03-29 16:48:51 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-03-30 15:09:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2017-02-09 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2017-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A70 (upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (frumvarp) útbýtt þann 2017-01-26 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-31 17:53:27 - [HTML]

Þingmál A77 (úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-02-22 18:29:38 - [HTML]

Þingmál A78 (aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Andri Ingason og Rebekka Bjarnadóttir - [PDF]

Þingmál A83 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-02 14:10:41 - [HTML]

Þingmál A84 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 370 - Komudagur: 2017-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A98 (fjárlagaliðurinn Sjúkrahús, óskipt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (svar) útbýtt þann 2017-02-24 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A101 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 14:21:33 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 15:07:23 - [HTML]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 15:04:14 - [HTML]
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 15:31:38 - [HTML]
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 15:32:58 - [HTML]
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 15:34:09 - [HTML]
31. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 18:00:21 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-02-28 18:34:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2017-03-14 - Sendandi: SAFF Samstarfsráð félagasamtaka í forvörnum - [PDF]
Dagbókarnúmer 430 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2017-03-19 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2017-03-21 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A110 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 16:23:36 - [HTML]

Þingmál A111 (viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 931 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1032 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 11:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1052 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A113 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-07 16:29:20 - [HTML]

Þingmál A115 (stytting biðlista á kvennadeildum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-22 18:47:23 - [HTML]

Þingmál A119 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-08 17:54:08 - [HTML]

Þingmál A121 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (stytting biðlista)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (svar) útbýtt þann 2017-03-09 12:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A146 (orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-21 13:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Skeljungur hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 553 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A156 (opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A157 (biðlistar eftir greiningu)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-03-06 16:42:30 - [HTML]
39. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-03-06 16:49:23 - [HTML]
39. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-03-06 16:56:43 - [HTML]

Þingmál A164 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (svar) útbýtt þann 2017-04-26 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 17:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A168 (gerð samnings um vegabréfsáritanafrelsi við Kósóvó)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-03-27 18:28:57 - [HTML]

Þingmál A175 (rafræn birting málaskráa og gagna ráðuneyta)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-03-01 18:07:11 - [HTML]

Þingmál A176 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-22 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A196 (staða lýðræðis í stafrænum heimi, ógnir við friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-02-23 14:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A197 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (svar) útbýtt þann 2017-04-24 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A205 (staða og stefna í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-02-28 13:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-07 16:13:54 - [HTML]
40. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-07 19:52:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2017-03-31 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - byggðaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2017-04-04 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2017-04-05 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 706 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2017-04-18 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]

Þingmál A216 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2017-03-03 - Sendandi: Marinó Gunnar Njálsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A227 (stefna um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-03 17:11:34 - [HTML]

Þingmál A234 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-09 15:52:59 - [HTML]

Þingmál A235 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-09 13:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Nichole Leigh Mosty (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-05-16 17:11:05 - [HTML]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 571 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: No Borders Iceland - [PDF]

Þingmál A237 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 515 - Komudagur: 2017-03-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A255 (notkun geðlyfja og svefnlyfja á hjúkrunarheimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (svar) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 15:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (eigendastefna Landsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (svar) útbýtt þann 2017-04-25 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A271 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-23 11:46:04 - [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 2017-04-19 - Sendandi: Breiðafjarðarnefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A284 (fylgdarlaus börn sem sækja um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A285 (uppbygging leiguíbúða)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-03-23 16:47:59 - [HTML]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A308 (Evrópuráðsþingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-22 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (selastofnar við Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (svar) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A315 (stóriðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (svar) útbýtt þann 2017-06-01 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (gjaldeyrisútboð og afnám gjaldeyrishafta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (svar) útbýtt þann 2017-06-01 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (sérstakur húsnæðisstuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (svar) útbýtt þann 2017-05-03 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (laxeldi í sjókvíum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1126 (svar) útbýtt þann 2017-08-18 11:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A340 (sjókvíaeldi og vernd villtra laxfiska)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-03-27 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 775 (svar) útbýtt þann 2017-05-15 16:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A354 (Hvalfjarðargöng og þjóðvegur um Hvalfjörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (svar) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A358 (Alþjóðaþingmannasambandið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-29 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2016 um breytingu á II. viðauka og X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A365 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-28 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 740 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-09 20:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-03 19:58:41 - [HTML]

Þingmál A370 (Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 17:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2017-05-02 15:10:45 - [HTML]
61. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 15:31:03 - [HTML]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A375 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-04-26 15:45:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 16:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1035 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1056 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-03 20:12:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1107 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra - [PDF]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-29 14:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2017-05-03 - Sendandi: Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - [PDF]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 15:49:33 - [HTML]

Þingmál A392 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A394 (aðgerðir gegn kennaraskorti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-30 15:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (vátryggingasamstæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1031 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1051 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 809 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 831 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 842 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 873 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2017-05-23 12:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1063 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 02:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 12:11:04 - [HTML]
57. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-04-06 13:02:42 - [HTML]
57. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 13:14:12 - [HTML]
57. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-04-06 13:29:22 - [HTML]
57. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-04-06 14:28:26 - [HTML]
57. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-04-06 14:32:57 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-06 16:34:28 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-06 17:06:36 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-06 17:10:38 - [HTML]
57. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 17:15:24 - [HTML]
57. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-04-06 17:16:12 - [HTML]
57. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 17:17:49 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2017-04-06 17:20:43 - [HTML]
57. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 18:28:36 - [HTML]
57. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 18:31:01 - [HTML]
57. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-04-06 19:53:02 - [HTML]
57. þingfundur - Gunnar Ingiberg Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-04-06 21:02:01 - [HTML]
57. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-04-06 22:47:46 - [HTML]
57. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 22:50:00 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-06 23:01:46 - [HTML]
69. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-23 13:31:47 - [HTML]
69. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-23 14:21:55 - [HTML]
69. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-23 15:14:01 - [HTML]
69. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-23 23:50:28 - [HTML]
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 11:40:01 - [HTML]
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 11:44:39 - [HTML]
70. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 11:46:05 - [HTML]
71. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 15:08:50 - [HTML]
71. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 15:36:37 - [HTML]
71. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 15:49:54 - [HTML]
71. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 16:30:24 - [HTML]
71. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-24 23:04:00 - [HTML]
72. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-26 14:12:16 - [HTML]
72. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 18:58:47 - [HTML]
78. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-06-01 01:34:18 - [HTML]
78. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-06-01 01:36:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2017-04-18 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 940 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1010 - Komudagur: 2017-04-27 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2017-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Útlendingastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2017-05-03 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2017-05-03 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Sjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 2. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, 3. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd, 1. minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]

Þingmál A406 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-03 18:12:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 2017-06-01 - Sendandi: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2017-06-02 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 2017-06-02 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2017-06-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2017-06-02 - Sendandi: Skógræktin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2017-08-30 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2017-05-09 18:08:05 - [HTML]

Þingmál A414 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2017-08-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A420 (þolmörk í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 553 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1000 (þál. í heild) útbýtt þann 2017-05-31 15:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-25 20:38:21 - [HTML]
59. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-04-25 20:48:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1192 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1352 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 569 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samtökin '78 og fleiri (sameiginleg umsögn) - [PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 966 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2017-05-30 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-25 22:01:30 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-04-25 22:35:18 - [HTML]
59. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-25 23:06:00 - [HTML]
75. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-30 23:39:44 - [HTML]
75. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-31 00:00:21 - [HTML]
77. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-05-31 21:12:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1376 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-02 17:38:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2017-05-13 - Sendandi: Rannsóknasetur í fötlunarfræðum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Kristinn Tómasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 17:57:55 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-05-02 18:06:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A446 (fjárfestingarstefna lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2017-04-05 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
58. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-04-24 19:23:25 - [HTML]
58. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-24 19:26:53 - [HTML]

Þingmál A458 (norrænt samstarf 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (lífeyrissjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (svar) útbýtt þann 2017-06-01 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (sálfræðiþjónusta í opinberum háskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (þáltill.) útbýtt þann 2017-04-26 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A480 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-02 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 13:43:43 - [HTML]
63. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 14:03:57 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2017-05-04 15:02:46 - [HTML]

Þingmál A487 (flutningur námsbókalagers Menntamálastofnunar til A4)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (framkvæmd samgönguáætlunar 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-03 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (jarðgöng undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 14:05:48 - [HTML]
75. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-30 14:51:13 - [HTML]

Þingmál A551 (eignasafn Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-22 10:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1149 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A558 (samskipti og verðmat við sölu á landi Vífilsstaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1143 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (verknámsbrautir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-23 18:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1119 (svar) útbýtt þann 2017-08-18 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A591 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (upplýsingagjöf lífeyrissjóða um fjárfestingarstefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-30 10:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1134 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (kynjamismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1146 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (biðtími eftir mjaðma- og hnjáliðaskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A603 (friðlýsing á vatnasviði Svartár og Suðurár í Bárðardal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (réttaráhrif laga nr. 124/2016, um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-30 20:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1154 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (kaup erlendra aðila á jörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1156 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (landsmarkmið við losun gróðurhúsalofttegunda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (svar) útbýtt þann 2017-06-28 11:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-06-01 13:10:04 - [HTML]
79. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-06-01 14:56:18 - [HTML]
79. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-06-01 15:29:26 - [HTML]
79. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2017-06-01 16:00:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Álit umboðsmanns Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 412/2010 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti - [PDF]

Þingmál B96 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
17. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-24 21:36:10 - [HTML]

Þingmál B114 (aðgerðaáætlun í loftslagsmálum)

Þingræður:
18. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2017-01-25 15:34:05 - [HTML]

Þingmál B130 (sjómannaverkfallið)

Þingræður:
20. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-01-31 14:33:25 - [HTML]

Þingmál B146 (störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-02-01 15:28:47 - [HTML]

Þingmál B147 (kjör öryrkja)

Þingræður:
23. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-01 15:42:38 - [HTML]
23. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-02-01 15:58:27 - [HTML]

Þingmál B165 (verklag við opinber fjármál)

Þingræður:
25. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-06 15:49:01 - [HTML]
25. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2017-02-06 16:11:18 - [HTML]
25. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-02-06 16:13:32 - [HTML]

Þingmál B184 (ívilnandi samningar vegna mengandi stóriðju)

Þingræður:
28. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 11:28:52 - [HTML]

Þingmál B195 (úrskurður kjararáðs og komandi kjarasamningar)

Þingræður:
29. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2017-02-21 14:00:23 - [HTML]

Þingmál B330 (aðgangsstýring í ferðaþjónustu)

Þingræður:
42. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-03-09 11:31:45 - [HTML]

Þingmál B345 (störf þingsins)

Þingræður:
45. þingfundur - Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-21 13:46:19 - [HTML]

Þingmál B388 (gengisþróun og afkoma útflutningsgreina)

Þingræður:
49. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-03-28 14:18:26 - [HTML]

Þingmál B437 (framlög til nýsköpunar)

Þingræður:
56. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-04-06 11:05:13 - [HTML]

Þingmál B497 (tölvukerfi stjórnvalda)

Þingræður:
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 14:30:45 - [HTML]

Þingmál B529 (málefni framhaldsskólanna)

Þingræður:
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 15:20:47 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 15:35:48 - [HTML]

Þingmál B544 (Landhelgisgæslan og endurnýjun þyrluflotans)

Þingræður:
65. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 17:00:13 - [HTML]

Þingmál B609 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
74. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-29 19:39:02 - [HTML]
74. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-05-29 20:31:07 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-09-14 10:32:52 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-09-14 17:11:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2017-10-10 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A5 (stefna í efnahags- og félagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-14 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (rannsókn á ástæðum og áhrifum fátæktar í íslensku samfélagi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 13:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-14 10:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A18 (þolmörk í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-09-26 13:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A24 (framleiðsla, sala og meðferð kannabisefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 13:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A67 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2017-09-26 14:50:21 - [HTML]
6. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-26 15:09:15 - [HTML]
6. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2017-09-26 15:47:39 - [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-09-26 18:15:05 - [HTML]

Þingmál A124 (kröfur um menntun opinberra starfsmanna sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A132 (ærumeiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (fjarskipti og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:51:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 94 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-22 11:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-15 12:59:40 - [HTML]
3. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2017-12-15 14:51:11 - [HTML]
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-15 16:18:10 - [HTML]
8. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-12-22 12:11:10 - [HTML]
8. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-22 15:44:15 - [HTML]
8. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-22 17:18:01 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-22 18:16:27 - [HTML]
8. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-22 18:39:38 - [HTML]
12. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-29 19:41:56 - [HTML]
12. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-29 19:57:19 - [HTML]
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-29 21:11:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Geðhjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 43 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2017-12-22 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-23 16:35:10 - [HTML]
41. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-03-20 22:10:14 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-21 16:38:46 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-03-22 20:52:30 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 21:19:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2018-01-02 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2018-02-19 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-21 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 111 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-12-28 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-16 11:25:43 - [HTML]
4. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-16 11:55:14 - [HTML]
7. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-21 17:21:17 - [HTML]
8. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-22 11:17:06 - [HTML]
11. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-12-28 15:52:16 - [HTML]
11. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2017-12-28 17:10:06 - [HTML]
11. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-12-28 18:13:24 - [HTML]
12. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-29 12:18:42 - [HTML]
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-12-29 12:21:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A6 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-31 16:05:07 - [HTML]
19. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-31 16:35:51 - [HTML]

Þingmál A9 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2017-12-16 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2018-03-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A14 (trygging gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-24 19:36:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 2018-02-16 - Sendandi: Rannsóknarsetrið CORDA við Háskólann í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A16 (aðdragandi að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-04-12 12:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-16 11:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 16:36:50 - [HTML]
20. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-01 16:44:29 - [HTML]
20. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-01 16:46:30 - [HTML]
20. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-01 16:48:17 - [HTML]
20. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-01 16:50:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 373 - Komudagur: 2018-02-26 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A24 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-16 12:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-19 17:35:33 - [HTML]

Þingmál A25 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 17:03:11 - [HTML]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 847 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-05-07 17:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 873 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-04-26 14:15:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Fljótsdalshérað - [PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 249 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: NPA miðstöðin svf - [PDF]
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2018-02-05 - Sendandi: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - Skýring: (v. minnisblaðs) - [PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 818 (breytingartillaga) útbýtt þann 2018-04-23 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 848 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-05-03 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 874 (lög í heild) útbýtt þann 2018-04-26 14:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Akureyrarkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A39 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A40 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-21 18:26:20 - [HTML]
44. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2018-03-23 11:33:49 - [HTML]
59. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-03 19:21:43 - [HTML]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 175 - Komudagur: 2018-01-18 - Sendandi: Félagsbústaðir hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 228 - Komudagur: 2018-01-26 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A48 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A49 (lokafjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-19 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1119 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-06 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-23 17:45:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1661 - Komudagur: 2018-02-20 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]

Þingmál A50 (þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2018-02-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 327 - Komudagur: 2018-02-20 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A51 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A62 (sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (þáltill.) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A64 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-31 19:05:55 - [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-21 13:31:51 - [HTML]
12. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2017-12-29 16:39:31 - [HTML]
12. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2017-12-29 17:16:17 - [HTML]

Þingmál A67 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 134 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-12-29 13:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-12-29 14:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2018-02-16 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]

Þingmál A88 (óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-30 17:55:38 - [HTML]

Þingmál A92 (norrænt samstarf 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A95 (Alþjóðaþingmannasambandið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A112 (sálfræðiþjónusta í opinberum háskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (þáltill.) útbýtt þann 2018-01-24 15:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-02-08 17:56:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 550 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-03-01 16:55:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Intact á Íslandi - [PDF]

Þingmál A127 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2018-03-23 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 19:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 16:07:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2018-03-05 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A135 (mat á forsendum við útreikning verðtryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2018-03-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A140 (kostnaður við hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2018-01-31 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-05 16:48:54 - [HTML]
33. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-03-05 16:52:03 - [HTML]

Þingmál A161 (aðgengi fatlaðs fólks að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-01-31 19:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 518 (svar) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A164 (stefna stjórnvalda um innanlandsflug)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (svar) útbýtt þann 2018-02-20 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (markaðar tekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2018-03-08 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Virk Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-02-06 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1162 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 12:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1244 (þál. í heild) útbýtt þann 2018-06-11 20:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 13:43:22 - [HTML]
24. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-08 14:23:08 - [HTML]
24. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-08 14:29:07 - [HTML]
24. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-08 14:33:16 - [HTML]
24. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-02-08 15:04:11 - [HTML]
75. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 16:10:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 659 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 669 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Norðurál ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Guðrún D. Harðardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Hörður Einarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2018-03-16 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2018-03-21 - Sendandi: Lota - [PDF]

Þingmál A182 (ræðismenn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (svar) útbýtt þann 2018-03-07 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A185 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A190 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-22 15:31:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2018-03-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-04 19:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-02-22 11:33:33 - [HTML]

Þingmál A206 (kostnaðarþátttaka námsmanna í heilbrigðisþjónustu og frítekjumark LÍN)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-20 14:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-22 12:25:44 - [HTML]

Þingmál A231 (framkvæmd skólastarfs í leikskólum skólaárin 2011--2012, 2012--2013, 2013--2014 og 2014--2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-02-22 10:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A245 (hreinlætisaðstaða í Dyrhólaey)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-03-19 17:20:49 - [HTML]

Þingmál A246 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2018-04-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A248 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 819 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A263 (siglingavernd og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1056 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-05-31 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-08 14:19:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1125 - Komudagur: 2018-04-06 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A264 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2018-03-08 - Sendandi: Gangverð ehf - [PDF]

Þingmál A266 (hækkun bóta almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (svar) útbýtt þann 2018-05-31 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 903 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A312 (eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins og greiðslur af verðtryggðum lánum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-28 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 687 (svar) útbýtt þann 2018-03-28 15:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A337 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 536 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-07 18:48:59 - [HTML]
41. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-03-20 20:14:59 - [HTML]

Þingmál A339 (Þjóðskrá Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 596 - Komudagur: 2018-03-08 - Sendandi: Gangverð ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2018-03-08 - Sendandi: Gangverð ehf - [PDF]

Þingmál A343 (undanþágur frá banni við hergagnaflutningum)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-04-09 18:22:16 - [HTML]
45. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-04-09 18:32:02 - [HTML]

Þingmál A344 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-06 17:12:33 - [HTML]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 11:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A350 (þróunar- og mannúðaraðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 804 (svar) útbýtt þann 2018-04-23 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (jafnréttismat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (svar) útbýtt þann 2018-06-07 18:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (biðlistar og stöðugildi sálfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (svar) útbýtt þann 2018-04-18 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-20 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 15:23:48 - [HTML]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 15:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1237 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1257 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1238 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1258 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (lög um félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-09 17:52:26 - [HTML]

Þingmál A408 (eftirlit með vátryggingaskilmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (svar) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (aðkoma og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-06-11 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A410 (hjólaleið milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-21 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 932 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-05-08 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1098 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-19 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1121 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-06 11:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-05-31 20:46:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2018-04-25 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1195 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-11 10:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-04-24 16:03:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A441 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 17:04:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2018-05-17 - Sendandi: Sjóvá-Almennar tryggingar hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1639 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A442 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1634 - Komudagur: 2018-05-15 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2018-05-30 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson - [PDF]

Þingmál A443 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2018-04-26 16:37:21 - [HTML]

Þingmál A445 (hreyfing og svefn grunnskólabarna)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-05-28 16:09:59 - [HTML]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A455 (breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1183 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1239 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-21 10:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1259 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-16 19:01:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1708 - Komudagur: 2018-05-30 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1419 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Háafell ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Erfðanefnd landbúnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2018-05-01 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]

Þingmál A465 (kvikmyndalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1504 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1547 - Komudagur: 2018-05-05 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1191 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-19 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1201 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-08 19:02:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2018-04-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1467 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A471 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A474 (skattleysi launatekna undir 300.000 kr.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-28 15:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-05-09 20:20:57 - [HTML]

Þingmál A479 (stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1245 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 20:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-16 17:37:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Vegagerðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Vegagerðin - [PDF]

Þingmál A480 (stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf - [PDF]

Þingmál A481 (köfun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1231 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1250 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 21:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Dive.is - [PDF]

Þingmál A485 (Ferðamálastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1095 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2018-06-05 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-05 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1128 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1129 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1176 (þál. í heild) útbýtt þann 2018-06-08 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-11 17:44:39 - [HTML]
47. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-04-11 20:05:18 - [HTML]
48. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 11:07:09 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 14:05:07 - [HTML]
48. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-04-12 15:26:25 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 15:27:38 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 16:18:10 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 16:22:52 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-04-12 17:35:05 - [HTML]
48. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2018-04-12 18:42:13 - [HTML]
48. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-12 21:20:34 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-06-07 13:27:45 - [HTML]
70. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-06-07 16:03:27 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-06-07 17:26:16 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 18:03:26 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 18:07:55 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-06-07 18:15:03 - [HTML]
70. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-06-07 20:32:42 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 23:46:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2018-04-19 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1646 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2018-05-21 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1672 - Komudagur: 2018-05-18 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Velferðarnefnd, minni hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2018-05-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1707 - Komudagur: 2018-05-30 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, minni hluti - [PDF]

Þingmál A495 (þolmörk ferðamennsku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 717 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-10 15:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (rannsóknir og mengunarvarnir vegna torfæruaksturs í Jósefsdal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (svar) útbýtt þann 2018-07-17 14:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A518 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2018-05-08 21:10:48 - [HTML]

Þingmál A529 (eftirlit Fjármálaeftirlitsins með verðtryggðum lánum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 773 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-04-16 18:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1333 (svar) útbýtt þann 2018-07-17 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (fjölkerfameðferð við hegðunarvanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1135 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (heimilislæknar á Íslandi og ráðningar heilsugæslulækna á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-23 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (vinnutími, tekjur og framfærsla fanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (svar) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A545 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-06 21:13:05 - [HTML]

Þingmál A547 (aðgengi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (aðgengi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (svar) útbýtt þann 2018-06-12 20:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (aðgengi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1298 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A556 (aðgengi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A562 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A565 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1678 - Komudagur: 2018-05-25 - Sendandi: Skitptimynt ehf. - [PDF]

Þingmál A571 (kostnaðargreining í heilbrigðiskerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (svar) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A578 (mengunarhætta vegna saltburðar og hættulegra efna í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-05-03 17:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1398 (svar) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A601 (NPA-samningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1168 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-31 18:16:07 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-29 17:16:26 - [HTML]
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-05-29 18:29:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1805 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Íslensk erfðagreining ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1807 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1820 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]

Þingmál A630 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2018-05-30 18:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-05 15:46:08 - [HTML]
68. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-06-05 15:57:28 - [HTML]
68. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-05 16:12:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1786 - Komudagur: 2018-06-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A660 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2018-06-12 20:44:45 - [HTML]

Þingmál A682 (árangur af störfum Stjórnstöðvar ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-07-17 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B22 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-12-14 19:37:03 - [HTML]
2. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2017-12-14 21:31:11 - [HTML]

Þingmál B36 (velferðarmál)

Þingræður:
5. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-12-19 13:33:28 - [HTML]

Þingmál B92 (barnabætur)

Þingræður:
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-29 10:44:46 - [HTML]

Þingmál B111 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan)

Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-22 15:23:24 - [HTML]

Þingmál B157 (siðareglur ráðherra)

Þingræður:
18. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-01-30 13:40:48 - [HTML]
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-01-30 13:42:42 - [HTML]
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-01-30 13:46:46 - [HTML]

Þingmál B188 (hækkun fasteignamats)

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-05 15:20:19 - [HTML]
21. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-05 15:24:00 - [HTML]

Þingmál B192 (langtímaorkustefna)

Þingræður:
21. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-05 15:59:17 - [HTML]

Þingmál B201 (störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-07 15:28:30 - [HTML]

Þingmál B233 (skilyrði fyrir gjafsókn)

Þingræður:
25. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2018-02-19 15:29:07 - [HTML]

Þingmál B275 (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir)

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-28 15:55:16 - [HTML]

Þingmál B316 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra)

Þingræður:
36. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-03-07 16:57:13 - [HTML]

Þingmál B330 (kjararáð)

Þingræður:
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-03-08 10:40:41 - [HTML]

Þingmál B523 (norðurslóðir)

Þingræður:
60. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-08 14:56:05 - [HTML]

Þingmál B569 (jöfnuður og traust)

Þingræður:
63. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-29 14:45:11 - [HTML]

Þingmál B592 (dagskrá fundarins)

Þingræður:
65. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2018-05-31 10:58:55 - [HTML]

Þingmál B596 (almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
67. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-06-04 20:12:01 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-06-04 20:56:59 - [HTML]
67. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-06-04 21:13:11 - [HTML]

Þingmál B615 (störf þingsins)

Þingræður:
69. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir - Ræða hófst: 2018-06-06 10:56:57 - [HTML]

Þingmál B632 (verðtrygging fjárskuldbindinga)

Þingræður:
70. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-06-07 11:24:43 - [HTML]
70. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-06-07 11:44:20 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 446 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-14 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 451 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-14 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 459 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 463 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 14:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-13 14:03:14 - [HTML]
4. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2018-09-14 12:04:07 - [HTML]
4. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 12:06:26 - [HTML]
4. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 12:39:27 - [HTML]
4. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 15:45:04 - [HTML]
4. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-09-14 22:39:31 - [HTML]
32. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 11:44:11 - [HTML]
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 13:46:05 - [HTML]
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-15 14:33:19 - [HTML]
32. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 15:53:34 - [HTML]
32. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-15 17:56:24 - [HTML]
32. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-15 18:54:44 - [HTML]
32. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-15 23:25:12 - [HTML]
34. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-11-20 14:22:44 - [HTML]
34. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-11-20 17:02:45 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-11-20 18:01:01 - [HTML]
34. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-11-20 20:22:04 - [HTML]
35. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-11-21 19:20:05 - [HTML]
42. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-12-05 18:01:47 - [HTML]
42. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-12-05 19:34:20 - [HTML]
42. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-05 20:07:04 - [HTML]
42. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2018-12-05 20:21:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 91 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2018-10-12 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2018-11-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A2 (ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 638 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-10 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 653 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-11 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-18 14:09:47 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-18 14:25:48 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-18 14:30:33 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-18 14:40:01 - [HTML]
6. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-09-18 15:17:01 - [HTML]
48. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-12-12 15:43:27 - [HTML]
48. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-12-12 15:55:25 - [HTML]
49. þingfundur - Óli Björn Kárason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-12-13 11:14:03 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-12-05 16:09:37 - [HTML]

Þingmál A4 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-20 21:27:22 - [HTML]

Þingmál A8 (skattleysi launatekna undir 300.000 kr.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 17:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-09-26 18:47:35 - [HTML]

Þingmál A9 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 17:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2018-10-09 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði - [PDF]

Þingmál A13 (aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-26 15:59:15 - [HTML]
98. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-05-02 13:39:35 - [HTML]

Þingmál A16 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 21:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 18:40:49 - [HTML]
5. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-09-17 19:08:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 17 - Komudagur: 2018-10-04 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A23 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-06 19:29:22 - [HTML]

Þingmál A24 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2018-11-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A25 (breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 289 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2018-12-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A34 (Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2018-11-08 15:16:23 - [HTML]

Þingmál A35 (auðlindir og auðlindagjöld)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-11-08 15:34:37 - [HTML]

Þingmál A38 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2018-12-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu, Samorka, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A43 (vistvæn opinber innkaup á matvöru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4580 - Komudagur: 2019-03-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4582 - Komudagur: 2019-03-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A52 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-06-11 11:20:31 - [HTML]

Þingmál A54 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2018-10-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A72 (plöntuverndarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-09-17 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 266 (svar) útbýtt þann 2018-10-16 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A77 (breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2018-11-09 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A86 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-01 14:30:09 - [HTML]

Þingmál A107 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-03-06 17:11:04 - [HTML]

Þingmál A109 (forsendur að baki hækkun bóta almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5680 - Komudagur: 2019-06-03 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 5721 - Komudagur: 2019-06-06 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 5768 - Komudagur: 2019-06-14 - Sendandi: Núll prósent - [PDF]

Þingmál A115 (hámarkshraði)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-05 17:01:24 - [HTML]

Þingmál A116 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-10-15 17:28:28 - [HTML]

Þingmál A120 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-07 23:44:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5588 - Komudagur: 2019-05-17 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A141 (staða aðgerða samkvæmt ferðamálaáætlun 2011--2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-09-24 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A142 (fæðingarorlof og heimabyggð fjarri fæðingarþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-09-24 17:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 332 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-25 14:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-09-27 12:31:10 - [HTML]
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-11-26 18:19:08 - [HTML]
45. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2018-12-10 18:21:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2018-10-01 - Sendandi: Heiðveig María Einarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 59 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Félag skipstjórnarmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 202 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Félag vélstjóra og málmtæknimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2018-11-23 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]

Þingmál A153 (gjafsókn í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-26 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A154 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4605 - Komudagur: 2019-03-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A155 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-12-04 17:48:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 452 - Komudagur: 2018-11-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A162 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-16 16:22:35 - [HTML]

Þingmál A164 (stefna ríkisins við innkaup á matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 713 (svar) útbýtt þann 2018-12-13 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-09-27 17:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-05 16:38:36 - [HTML]
63. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-06 16:17:37 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-06 17:16:59 - [HTML]
63. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir - Ræða hófst: 2019-02-06 19:26:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2507 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2530 - Komudagur: 2018-12-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-10 16:12:18 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-10 16:20:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2508 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A176 (stuðningur við útgáfu bóka á íslensku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Landsbókasafn -Háskólabókasafn - [PDF]

Þingmál A178 (dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-27 18:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-16 18:49:10 - [HTML]

Þingmál A181 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 710 - Komudagur: 2018-11-25 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - [PDF]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 16:44:21 - [HTML]
69. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-21 17:11:28 - [HTML]
69. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-21 17:25:20 - [HTML]
69. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-21 17:35:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4564 - Komudagur: 2019-03-04 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]

Þingmál A185 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 410 - Komudagur: 2018-11-05 - Sendandi: Öldrunarfræðafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A196 (innlend eldsneytisframleiðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2043 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2019-08-28 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A203 (fulltrúar af landsbyggðinni í stjórnum, nefndum og ráðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (svar) útbýtt þann 2018-11-19 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1726 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-06 15:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-23 16:56:28 - [HTML]
23. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 17:32:11 - [HTML]
23. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-23 17:46:57 - [HTML]
23. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-23 17:51:38 - [HTML]
120. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-11 15:00:15 - [HTML]
120. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-06-11 15:27:50 - [HTML]
120. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-11 16:15:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2018-11-20 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 4626 - Komudagur: 2019-03-11 - Sendandi: Samgöngufélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4991 - Komudagur: 2019-04-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A221 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 725 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-12-13 13:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-13 20:30:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2018-11-08 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1406 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-02 11:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 22:10:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 548 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 551 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Félag skógareigenda á Suðurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Skógræktin - [PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Einar Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A232 (landgræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 745 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-13 20:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 746 (breytingartillaga) útbýtt þann 2018-12-13 20:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 774 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-01-02 11:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 783 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-12-14 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 22:52:15 - [HTML]
51. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-14 11:39:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2018-11-01 - Sendandi: Ólafur Arnalds prófessor - [PDF]
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samtök náttúrustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 907 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A250 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A254 (verkefni þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (svar) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (tjónabifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (svar) útbýtt þann 2018-11-15 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A266 (lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2018-11-23 - Sendandi: Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna - [PDF]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-23 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1916 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1941 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1944 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2018-12-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2018-12-06 - Sendandi: Íslandspóstur hf - [PDF]

Þingmál A272 (orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-24 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (lögræðislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4633 - Komudagur: 2019-03-12 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A285 (gististaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (svar) útbýtt þann 2018-11-19 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A292 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A299 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 606 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Læknadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A301 (tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-08 12:17:52 - [HTML]

Þingmál A303 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2018-12-03 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A305 (nýjar aðferðir við orkuöflun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-08 11:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4554 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-05 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1849 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1936 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: Einar S. Hálfdánarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: Guðmundur Óli Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 5077 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5573 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2018-11-28 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF]

Þingmál A345 (stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-14 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1424 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-05-02 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-03 18:22:13 - [HTML]
40. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-03 18:29:18 - [HTML]
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-12-03 18:45:01 - [HTML]
98. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-02 12:23:13 - [HTML]

Þingmál A347 (farsímasamband)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (svar) útbýtt þann 2018-12-07 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (ráðstafanir vegna biðlista eftir aðgerðum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-12-10 17:14:34 - [HTML]

Þingmál A379 (fjárfestingarstefna lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-11-20 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 794 (svar) útbýtt þann 2019-01-10 11:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-22 16:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-11 15:54:39 - [HTML]
98. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-05-02 20:05:04 - [HTML]
98. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2019-05-02 20:57:11 - [HTML]
98. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-02 21:41:04 - [HTML]
101. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-07 16:16:12 - [HTML]
101. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-07 18:35:45 - [HTML]
101. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-07 18:37:56 - [HTML]
101. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-07 19:43:13 - [HTML]
103. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-05-13 18:21:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4143 - Komudagur: 2019-01-17 - Sendandi: Andlegt þjóðarráð Bahá´íA á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 4179 - Komudagur: 2019-01-21 - Sendandi: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4219 - Komudagur: 2019-01-23 - Sendandi: Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4230 - Komudagur: 2019-01-24 - Sendandi: Landlæknisembættið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4237 - Komudagur: 2019-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A396 (framkvæmd samgönguáætlunar 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-26 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-27 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1546 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1687 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-03 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 11:11:39 - [HTML]
114. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-31 11:33:10 - [HTML]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1546 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2616 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A411 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1443 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-06 16:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 15:38:23 - [HTML]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-07 15:46:37 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 16:10:27 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 16:13:17 - [HTML]
124. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-06-18 13:48:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2547 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4637 - Komudagur: 2019-03-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A414 (staðfesting ríkisreiknings 2017)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-02 15:03:12 - [HTML]

Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1756 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1784 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-03 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1699 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-05 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1763 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1789 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-11 22:46:26 - [HTML]
119. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 12:05:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4152 - Komudagur: 2019-01-18 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 4186 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4390 - Komudagur: 2019-02-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 5053 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A417 (samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1460 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-06 19:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-07 21:25:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3181 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2019-01-10 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4407 - Komudagur: 2019-02-18 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5367 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1576 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 13:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1596 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-23 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-12 17:58:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2019-01-28 - Sendandi: Ríkisendurskoðun - [PDF]
Dagbókarnúmer 4303 - Komudagur: 2019-02-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4374 - Komudagur: 2019-02-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4414 - Komudagur: 2019-02-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4958 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A435 (ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (fjáraukalög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 22:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 12:22:15 - [HTML]
50. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-12-13 17:25:14 - [HTML]

Þingmál A440 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-06 21:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-07 16:50:58 - [HTML]

Þingmál A443 (íslenska sem opinbert mál á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-12-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1667 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-04 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1668 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-06-04 16:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1750 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-07 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-06 20:34:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 929 - Komudagur: 2018-12-19 - Sendandi: Menntaskólinn við Sund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2928 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Mímir - símenntun ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3182 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Málnefnd um íslenskt táknmál - [PDF]

Þingmál A448 (rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-12-10 19:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2018-12-11 23:09:40 - [HTML]

Þingmál A473 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 708 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-13 12:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 19:30:50 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 02:09:42 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-02-27 04:10:34 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-02-27 04:13:17 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-02-27 04:46:30 - [HTML]
71. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 16:50:58 - [HTML]
71. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 18:32:54 - [HTML]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A497 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-28 17:30:28 - [HTML]

Þingmál A499 (fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-24 11:45:58 - [HTML]
57. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-24 11:47:36 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-19 15:23:03 - [HTML]

Þingmál A500 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (svigrúm til launahækkana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2019-01-22 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-03-04 17:37:40 - [HTML]
74. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-03-04 17:40:53 - [HTML]

Þingmál A509 (heilbrigðisstefna til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-23 15:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4401 - Komudagur: 2019-02-17 - Sendandi: Félag íslenskra heimilislækna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4537 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4549 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 4551 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Hrafnista,dvalarheimili aldraðra og Sjómannadagsráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 4552 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4556 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A524 (NATO-þingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (Landssímahúsið við Austurvöll)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-02-19 17:52:28 - [HTML]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-31 11:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4813 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A545 (friðun hafsvæða)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-03-04 17:11:09 - [HTML]

Þingmál A547 (viðmið og gögn fyrir forritunar- og upplýsingatæknikennslu í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (þáltill.) útbýtt þann 2019-02-06 18:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A549 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-21 14:01:45 - [HTML]

Þingmál A552 (skýrsla um nýtt áhættumat á innflutningi hunda)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-08 16:12:32 - [HTML]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1757 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1785 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2010--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (Schengen-samstarfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-02-19 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A569 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-21 10:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A570 (Jafnréttissjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-21 14:28:31 - [HTML]

Þingmál A597 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-26 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1041 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 16:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5636 - Komudagur: 2019-05-24 - Sendandi: Arion banki hf. - [PDF]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A641 (ferðakostnaður sjúkratryggðra og aðgengi fólks utan höfuðborgarsvæðisins að sérfræðiþjónustu)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-04-29 16:02:38 - [HTML]

Þingmál A644 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5072 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 13:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4960 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1870 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1937 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-03-11 16:47:09 - [HTML]
78. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-11 17:02:32 - [HTML]
121. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-12 15:57:05 - [HTML]
124. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-06-18 17:24:33 - [HTML]
126. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-06-19 19:18:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4881 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4911 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4912 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 4916 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Valdimar Ingi Gunnarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4940 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Ísafjarðarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 4942 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 4946 - Komudagur: 2019-04-01 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4972 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]
Dagbókarnúmer 5418 - Komudagur: 2019-05-07 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]

Þingmál A667 (húsnæðisverð í verðvísitölum, verðtrygging og verðbólgumarkmið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-03-11 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A688 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1110 (álit) útbýtt þann 2019-03-19 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-20 15:42:46 - [HTML]

Þingmál A710 (taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-03-21 14:41:16 - [HTML]

Þingmál A724 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4889 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A739 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4992 - Komudagur: 2019-04-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 5013 - Komudagur: 2019-04-09 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1929 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-20 00:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1930 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-06-20 00:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1946 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2019-06-20 12:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1948 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-20 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1982 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-20 21:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-26 15:23:19 - [HTML]
84. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-03-26 15:53:08 - [HTML]
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-26 16:53:12 - [HTML]
84. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-26 16:55:24 - [HTML]
84. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-26 16:59:10 - [HTML]
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-26 17:24:49 - [HTML]
84. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-26 18:51:42 - [HTML]
84. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-26 19:18:49 - [HTML]
84. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-03-26 19:45:03 - [HTML]
84. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-26 19:47:41 - [HTML]
84. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-03-26 21:11:57 - [HTML]
84. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-26 22:18:51 - [HTML]
85. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 16:13:07 - [HTML]
85. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-03-27 19:41:56 - [HTML]
85. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-27 20:34:38 - [HTML]
85. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 20:39:14 - [HTML]
85. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 20:48:11 - [HTML]
85. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-03-27 20:49:39 - [HTML]
85. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 20:50:48 - [HTML]
85. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-03-27 21:17:10 - [HTML]
85. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-03-27 22:47:50 - [HTML]
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 22:50:07 - [HTML]
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 22:53:50 - [HTML]
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 22:57:15 - [HTML]
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 23:00:33 - [HTML]
86. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-03-28 10:42:06 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-28 11:50:23 - [HTML]
128. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-20 10:51:17 - [HTML]
129. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-06-20 13:28:03 - [HTML]
129. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-06-20 14:36:24 - [HTML]
129. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-20 16:43:45 - [HTML]
129. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-20 17:16:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4987 - Komudagur: 2019-04-07 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 5356 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5390 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5501 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 5503 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5550 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Matís ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 5561 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A752 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1808 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-13 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-01 19:00:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5481 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samtökin 78 - [PDF]

Þingmál A758 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-04-01 17:51:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5177 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]

Þingmál A759 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 20:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1764 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1790 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A763 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-28 11:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1718 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1744 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 21:34:52 - [HTML]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1874 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1934 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 01:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
122. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-13 19:04:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5444 - Komudagur: 2019-05-08 - Sendandi: Forsætisráðuneytið og efnahags- og fjármálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5239 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:50:32 - [HTML]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A773 (fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-31 11:07:03 - [HTML]

Þingmál A774 (frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-29 17:27:52 - [HTML]

Þingmál A775 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1940 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1943 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5135 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5157 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 5167 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 5244 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 21:31:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5268 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag makrílveiðimanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 5307 - Komudagur: 2019-05-01 - Sendandi: Þorbjörn hf., Rammi hf og Nesfiskur ehf - [PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1504 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-14 20:19:41 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-05-20 20:44:21 - [HTML]
106. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 05:10:25 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 19:47:49 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 19:57:53 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 01:43:44 - [HTML]
108. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 21:40:20 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 16:19:50 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-23 18:16:30 - [HTML]
109. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-24 05:04:24 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-25 00:10:05 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 03:09:40 - [HTML]
111. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-28 04:29:39 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 02:42:08 - [HTML]
117. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 16:59:31 - [HTML]
130. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (forseti) - Ræða hófst: 2019-08-28 10:39:41 - [HTML]
130. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 13:38:44 - [HTML]
130. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-08-28 17:37:40 - [HTML]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5275 - Komudagur: 2019-05-01 - Sendandi: Húnavatnshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 5482 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 5565 - Komudagur: 2019-05-15 - Sendandi: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - [PDF]

Þingmál A779 (vandaðir starfshættir í vísindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1666 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-03 09:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1754 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-11 10:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1782 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-11 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:00:57 - [HTML]
118. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-06 21:57:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5342 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5348 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Háskólaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5415 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - [PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5223 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1586 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 20:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 10:46:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5069 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A783 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5461 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Fréttastofa RÚV - [PDF]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5312 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga - [PDF]

Þingmál A786 (þjóðarátak í forvörnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1246 (þáltill.) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-01 20:22:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5445 - Komudagur: 2019-05-08 - Sendandi: Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 5460 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Lánamál ríkisins - [PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5070 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5071 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A794 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5185 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1669 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-06-03 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-11 16:05:42 - [HTML]
118. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-06 22:09:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5388 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1815 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1840 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-14 11:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A801 (menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1909 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1910 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-06-19 16:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1939 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1942 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
126. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-19 20:25:18 - [HTML]
126. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2019-06-19 21:02:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5061 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 5085 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samtök líffræðikennara,Samlíf - [PDF]
Dagbókarnúmer 5110 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 5266 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Gerður G. Óskarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 5341 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5381 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 5395 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - [PDF]
Dagbókarnúmer 5662 - Komudagur: 2019-05-29 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A805 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (þáltill.) útbýtt þann 2019-04-01 18:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 19:51:20 - [HTML]

Þingmál A838 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A844 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-11 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 20:19:09 - [HTML]

Þingmál A850 (frestun töku lífeyris)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-05-13 16:50:12 - [HTML]

Þingmál A853 (greiðslumat vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1485 (svar) útbýtt þann 2019-05-13 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A863 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-30 15:33:47 - [HTML]

Þingmál A872 (virkjanir innan þjóðlendna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1589 (svar) útbýtt þann 2019-05-22 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A873 (óbyggð víðerni og friðlýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1807 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A892 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1480 (frumvarp) útbýtt þann 2019-05-13 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A951 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-05-28 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A953 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1652 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-05-29 21:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1878 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1880 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 17:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1881 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 21:57:32 - [HTML]
115. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 22:00:14 - [HTML]
115. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 22:09:58 - [HTML]
115. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 22:12:04 - [HTML]
115. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-03 22:52:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5731 - Komudagur: 2019-06-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A954 (félagsleg aðstoð og almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-06-04 10:33:49 - [HTML]
116. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-04 12:47:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5738 - Komudagur: 2019-06-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A960 (framkvæmd samgönguáætlunar 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-04 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1833 (þáltill.) útbýtt þann 2019-06-13 21:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A975 (mótun iðnaðarstefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1834 (þáltill.) útbýtt þann 2019-06-13 21:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A979 (skiptastjórar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1838 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-14 12:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1019 (breytingar á skattalögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2096 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B11 (stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-09-12 21:26:28 - [HTML]

Þingmál B44 (efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu)

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-20 11:07:45 - [HTML]
8. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2018-09-20 11:21:00 - [HTML]
8. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-20 11:40:17 - [HTML]
8. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-09-20 11:46:07 - [HTML]
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-20 13:18:26 - [HTML]

Þingmál B48 (biðtími hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands)

Þingræður:
9. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-24 15:51:18 - [HTML]
9. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-24 15:54:57 - [HTML]

Þingmál B61 (störf þingsins)

Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-09-26 15:16:14 - [HTML]
11. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-09-26 15:20:41 - [HTML]

Þingmál B144 (þolmörk ferðamennsku, munnleg skýrsla ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra)

Þingræður:
21. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-17 16:19:12 - [HTML]
21. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-10-17 16:28:17 - [HTML]

Þingmál B155 (framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
22. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-10-18 12:30:26 - [HTML]
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-10-18 14:31:15 - [HTML]
22. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-10-18 16:33:26 - [HTML]

Þingmál B167 (framtíð og efling íslenska sveitarstjórnarstigsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 14:16:15 - [HTML]

Þingmál B171 (staða iðnnáms)

Þingræður:
24. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-24 14:06:24 - [HTML]

Þingmál B183 (aðdragandi að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík o.fl., munnleg skýrsla umhverfis- og auðlindaráðherra)

Þingræður:
25. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2018-10-25 12:32:30 - [HTML]
25. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2018-10-25 12:39:21 - [HTML]
25. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-10-25 13:35:09 - [HTML]

Þingmál B228 (gerð krabbameinsáætlunar)

Þingræður:
30. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-12 15:50:36 - [HTML]

Þingmál B230 (eignarhald á bújörðum)

Þingræður:
30. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-12 15:58:55 - [HTML]

Þingmál B239 (framlög til öryrkja)

Þingræður:
31. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2018-11-14 15:39:38 - [HTML]

Þingmál B274 (störf þingsins)

Þingræður:
35. þingfundur - Páll Magnússon - Ræða hófst: 2018-11-21 15:01:39 - [HTML]

Þingmál B280 (gjaldskrárhækkanir)

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-22 10:35:14 - [HTML]

Þingmál B442 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-01-21 15:18:49 - [HTML]
54. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 15:53:43 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 15:54:57 - [HTML]
54. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-01-21 16:54:53 - [HTML]
54. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-01-21 18:57:38 - [HTML]

Þingmál B454 (stuðningur við landbúnað)

Þingræður:
55. þingfundur - Elvar Eyvindsson - Ræða hófst: 2019-01-22 14:00:46 - [HTML]

Þingmál B456 (bráðavandi Landspítala)

Þingræður:
55. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-01-22 15:31:17 - [HTML]

Þingmál B484 (hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra)

Þingræður:
58. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-29 15:48:39 - [HTML]
58. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-01-29 16:24:39 - [HTML]

Þingmál B489 (störf þingsins)

Þingræður:
59. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-01-30 15:03:36 - [HTML]

Þingmál B498 (kjör öryrkja)

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-01-31 10:59:14 - [HTML]

Þingmál B508 (vandi ungs fólks á húsnæðismarkaði)

Þingræður:
61. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-02-04 16:01:30 - [HTML]

Þingmál B615 (vinnumarkaðsmál)

Þingræður:
74. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-04 15:04:39 - [HTML]

Þingmál B627 (málefni lögreglunnar)

Þingræður:
75. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-03-05 14:22:31 - [HTML]

Þingmál B643 (efnahagsleg staða íslenskra barna)

Þingræður:
77. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-03-07 11:26:30 - [HTML]

Þingmál B656 (viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 14:06:12 - [HTML]
79. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 15:21:00 - [HTML]

Þingmál B662 (staða á vinnumarkaði og jöfnunarsjóður)

Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-19 13:35:29 - [HTML]

Þingmál B755 (aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra. -- Ein umræða)

Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-11 11:21:48 - [HTML]

Þingmál B763 (áhrif kjarasamninga á tekjur öryrkja og eldri borgara)

Þingræður:
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-29 15:20:42 - [HTML]
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-29 15:23:55 - [HTML]

Þingmál B774 (störf þingsins)

Þingræður:
97. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-04-30 13:40:18 - [HTML]

Þingmál B791 (störf þingsins)

Þingræður:
99. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-05-03 10:54:40 - [HTML]

Þingmál B979 (rammaáætlun)

Þingræður:
120. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-06-11 10:52:40 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 443 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-11 19:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 451 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 15:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 453 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 550 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-26 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-12 10:36:30 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-12 11:30:11 - [HTML]
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-09-12 12:09:38 - [HTML]
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-12 12:36:25 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-12 17:54:32 - [HTML]
4. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-09-13 15:08:05 - [HTML]
4. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 15:27:10 - [HTML]
4. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-09-13 15:46:16 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-13 21:03:16 - [HTML]
4. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-13 21:05:31 - [HTML]
30. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-12 17:55:54 - [HTML]
30. þingfundur - Inga Sæland (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-12 19:07:56 - [HTML]
30. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-12 20:58:00 - [HTML]
31. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-11-13 17:29:34 - [HTML]
32. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-11-14 15:57:46 - [HTML]
35. þingfundur - Birgir Þórarinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-26 15:27:44 - [HTML]
35. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-26 16:53:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 43 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2019-10-08 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2019-10-14 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 169 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 225 - Komudagur: 2019-10-14 - Sendandi: Grænir skógar ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2019-10-30 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-17 14:52:56 - [HTML]
37. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-28 16:41:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 496 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-11-18 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-17 16:31:35 - [HTML]
6. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-17 16:59:47 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-17 17:55:24 - [HTML]
37. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 17:14:47 - [HTML]
37. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-28 17:44:20 - [HTML]
38. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-02 17:08:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2019-10-08 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A6 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-13 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-16 17:05:27 - [HTML]
5. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-09-16 17:14:47 - [HTML]

Þingmál A13 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-16 15:44:35 - [HTML]
5. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-09-16 16:35:59 - [HTML]

Þingmál A16 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-19 18:27:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1476 - Komudagur: 2020-03-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2020-03-12 - Sendandi: Samtök sjálfstætt starfandi skóla - [PDF]

Þingmál A17 (300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-09-19 11:57:42 - [HTML]
7. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-19 12:04:55 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-09-19 12:13:38 - [HTML]
46. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 15:52:06 - [HTML]

Þingmál A19 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun í jarðamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-23 17:09:35 - [HTML]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 519 - Komudagur: 2019-11-18 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A30 (aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1345 - Komudagur: 2020-02-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A31 (grænn samfélagssáttmáli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-23 16:41:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 457 - Komudagur: 2019-11-12 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A32 (endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-19 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 756 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2019-12-16 18:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 12:48:21 - [HTML]
47. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-17 13:13:23 - [HTML]
47. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-17 15:10:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2019-10-22 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 212 - Komudagur: 2019-10-22 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2019-10-22 - Sendandi: Ólafur Arnalds - [PDF]
Dagbókarnúmer 218 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]

Þingmál A33 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-16 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 18:36:58 - [HTML]

Þingmál A39 (rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2349 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Forseti Alþingis - [PDF]

Þingmál A41 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A42 (veiðar á fuglum á válistum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2011 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1361 - Komudagur: 2020-02-20 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A50 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:04:22 - [HTML]

Þingmál A53 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2019-10-30 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]

Þingmál A68 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 679 - Komudagur: 2019-11-30 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna - [PDF]

Þingmál A80 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-10 15:31:56 - [HTML]

Þingmál A85 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-10 16:05:56 - [HTML]

Þingmál A87 (barnaverndarlög og almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 2019-11-14 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A99 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-04 16:33:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2020-02-25 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-12 16:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 695 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-11 19:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 762 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-12-16 19:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-13 16:07:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A104 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-13 10:59:24 - [HTML]

Þingmál A115 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 82 - Komudagur: 2019-10-09 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A116 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 420 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A117 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 288 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-10-22 16:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 290 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-10-17 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A129 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 723 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2019-12-13 13:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-16 16:37:58 - [HTML]

Þingmál A135 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-09 19:02:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 400 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A138 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-14 17:20:48 - [HTML]

Þingmál A140 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1406 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A142 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-10-16 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 264 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-10-16 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 287 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-10-21 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 289 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-10-17 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-24 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 688 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-11 20:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 890 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-01-29 17:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-10 12:44:02 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-01-28 15:02:02 - [HTML]
53. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 15:31:07 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 15:32:26 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 16:16:55 - [HTML]
53. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 16:32:30 - [HTML]
53. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-01-28 16:51:32 - [HTML]
53. þingfundur - Njörður Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 17:11:00 - [HTML]
53. þingfundur - Njörður Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 17:15:15 - [HTML]
53. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 17:52:44 - [HTML]
53. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-28 19:18:45 - [HTML]
53. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-01-28 19:36:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2019-10-31 - Sendandi: Grýtubakkahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 365 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2019-11-18 - Sendandi: Langanesbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2019-11-21 - Sendandi: Mosfellsbær - [PDF]

Þingmál A150 (strandveiðar árið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (svar) útbýtt þann 2019-11-05 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A163 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-10 16:04:00 - [HTML]

Þingmál A164 (skipulagt hjartaeftirlit ungs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-26 10:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-17 17:16:31 - [HTML]

Þingmál A178 (eigendastefnur Landsvirkjunar og Isavia)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-10-21 16:46:15 - [HTML]
22. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-21 16:52:41 - [HTML]

Þingmál A181 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-01 10:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 425 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Fræðsla og forvarnir - [PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-30 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 495 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-18 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 12:12:09 - [HTML]

Þingmál A185 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-17 18:15:23 - [HTML]

Þingmál A188 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-22 15:01:38 - [HTML]

Þingmál A211 (utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 477 (svar) útbýtt þann 2019-11-18 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (stefna og aðgerðir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-10-10 16:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 399 (svar) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-15 15:48:22 - [HTML]
18. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-15 18:18:37 - [HTML]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-16 17:33:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A238 (hafverndarsvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (svar) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A243 (þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-22 15:21:29 - [HTML]
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-22 15:50:46 - [HTML]
23. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-22 17:03:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 505 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2019-11-22 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A245 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-12-11 15:54:10 - [HTML]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf - [PDF]

Þingmál A252 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-16 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (skipan nefndar til að meta stöðu og gera tillögur um framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-18 18:27:51 - [HTML]

Þingmál A269 (breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (sviðslistir)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-16 19:03:58 - [HTML]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 580 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið - [PDF]

Þingmál A280 (árangur og áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-05-28 10:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-23 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (breytingar á sköttum og gjöldum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (svar) útbýtt þann 2019-12-13 10:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A296 (forgangsvegir, endurbygging stofnleiða og lagningu bundins slitlags á tengivegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (svar) útbýtt þann 2019-12-17 14:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A309 (þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-06 19:25:50 - [HTML]

Þingmál A310 (endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-25 15:33:11 - [HTML]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 14:25:45 - [HTML]
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 14:30:21 - [HTML]

Þingmál A316 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 17:13:02 - [HTML]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Björn Samúelsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2532 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - [PDF]

Þingmál A318 (breyting á ýmsum lögum um matvæli)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-13 11:51:28 - [HTML]

Þingmál A319 (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 11:25:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 804 - Komudagur: 2019-12-05 - Sendandi: Íbúðalánasjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A320 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 735 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 18:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 768 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 812 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-17 15:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-11 17:30:51 - [HTML]
29. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-11 17:51:58 - [HTML]
46. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 12:31:06 - [HTML]
46. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-16 12:53:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2019-11-20 - Sendandi: Bjarg íbúðafélag - [PDF]
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 862 - Komudagur: 2019-12-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 874 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 879 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A324 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-13 17:14:21 - [HTML]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1481 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-25 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 16:31:39 - [HTML]
108. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-25 19:29:28 - [HTML]
108. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-25 19:47:18 - [HTML]
108. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-25 20:16:24 - [HTML]
108. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-25 20:33:00 - [HTML]
109. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-05-28 18:44:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 2019-12-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1216 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-06 17:24:10 - [HTML]

Þingmál A334 (Alþingi sem fjölskylduvænn vinnustaður)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2020-01-30 14:55:50 - [HTML]

Þingmál A340 (fjármálastofnanir og aðgerðir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-02-03 18:27:31 - [HTML]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1330 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-02 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1373 (lög í heild) útbýtt þann 2020-05-11 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A344 (fjöldi og birting dóma og úrskurða Félagsdóms)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 392 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-11-05 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 592 (svar) útbýtt þann 2019-12-02 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-26 19:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1711 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-15 20:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 869 - Komudagur: 2019-12-10 - Sendandi: Gagnsæi, samtök gegn spillingu - [PDF]
Dagbókarnúmer 871 - Komudagur: 2019-12-10 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A364 (fjáraukalög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-11 18:00:15 - [HTML]
29. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-11 18:52:32 - [HTML]
44. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 17:47:47 - [HTML]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A374 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-12 19:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A379 (úttekt á starfsemi Menntamálastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 471 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-11-14 11:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 16:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna - [PDF]

Þingmál A386 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-18 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-27 18:10:27 - [HTML]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1909 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1947 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Vistor hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1147 - Komudagur: 2020-01-17 - Sendandi: Frumtök - samtök framleiðenda frumlyfja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2020-01-17 - Sendandi: Lyfjahópur Félags atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 716 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 772 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 816 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-17 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:17:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Ásahreppur o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit - [PDF]
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A393 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 11:28:41 - [HTML]

Þingmál A394 (staða eldri borgara hérlendis og erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2122 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-28 15:09:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2307 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A425 (aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-28 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A430 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (frumvarp) útbýtt þann 2019-12-02 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 17:53:24 - [HTML]

Þingmál A431 (staðfesting ríkisreiknings 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur og tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-03 17:36:05 - [HTML]

Þingmál A433 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-03 18:24:34 - [HTML]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1688 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-06-12 18:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1943 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-15 20:56:17 - [HTML]
118. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-16 16:01:36 - [HTML]
118. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-16 16:43:13 - [HTML]
120. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-18 15:05:24 - [HTML]
120. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-18 19:58:08 - [HTML]
120. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-06-18 23:40:06 - [HTML]
121. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-20 12:10:33 - [HTML]
122. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-23 00:25:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Flugfélag Austurlands ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1208 - Komudagur: 2020-01-28 - Sendandi: Hafnasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1541 - Komudagur: 2020-03-15 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1062 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Flugfélag Austurlands ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1121 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1130 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2020-01-28 - Sendandi: Hafnasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1542 - Komudagur: 2020-03-15 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A437 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-12 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
40. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-04 16:42:37 - [HTML]
40. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-12-04 17:03:13 - [HTML]
40. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-12-04 17:10:23 - [HTML]
105. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-19 14:16:41 - [HTML]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Vinnuhópur - Skjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Félag læknanema - [PDF]

Þingmál A440 (auknar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-12-02 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1719 (svar) útbýtt þann 2020-06-18 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A444 (heimild forstöðumanna ríkisstofnana til að hækka eftirlaun starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-12-03 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 983 (svar) útbýtt þann 2020-02-20 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A445 (kaup á Microsoft-hugbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (svar) útbýtt þann 2020-03-02 15:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A446 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2020-03-10 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A447 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1632 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-08 18:28:23 - [HTML]
116. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-06-12 16:28:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2020-02-14 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2003 - Komudagur: 2020-05-09 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 16:33:31 - [HTML]
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-12-11 16:53:30 - [HTML]
43. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-12-11 19:33:01 - [HTML]
44. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 11:49:57 - [HTML]

Þingmál A452 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 14:36:26 - [HTML]
44. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 14:40:41 - [HTML]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Kjarninn miðlar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A468 (fjöleignarhús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2320 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A483 (framvinda stefnumótandi byggðaáætlunar 2018--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-12-16 15:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (öryggi fjarskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (svar) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A489 (Norræna ráðherranefndin 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 752 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-12-16 15:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A497 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (svar) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A500 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (svar) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (svar) útbýtt þann 2020-02-04 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 840 (svar) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (svar) útbýtt þann 2020-03-04 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A506 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (svar) útbýtt þann 2020-02-25 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (framkvæmd laga um fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (svar) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A510 (107. og 108. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2018 og 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1485 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-28 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1492 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-28 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1493 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-05-28 10:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1610 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1657 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-09 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-29 17:08:39 - [HTML]
112. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-02 16:39:26 - [HTML]
112. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-02 17:52:01 - [HTML]
113. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-06-03 15:51:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2020-02-27 - Sendandi: Gagnsæi, samtök gegn spillingu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A535 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (frumvarp) útbýtt þann 2020-01-29 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (ÖSE-þingið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (norrænt samstarf 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-04 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A566 (takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (þáltill.) útbýtt þann 2020-02-06 13:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 17:59:09 - [HTML]

Þingmál A569 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-02-06 13:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1562 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-29 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-20 12:31:18 - [HTML]
112. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-02 19:31:47 - [HTML]

Þingmál A573 (olíu- og eldsneytisdreifing)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 19:30:06 - [HTML]

Þingmál A580 (málsmeðferð umsókna umsækjenda um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-02-06 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1087 (svar) útbýtt þann 2020-03-13 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A581 (Framkvæmd samgönguáætlunar 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (birting viðskiptaboða og kostun dagskrárefnis á RÚV)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1271 (svar) útbýtt þann 2020-04-28 13:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A596 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-02-25 14:42:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1490 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A597 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2020-03-31 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A607 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-02-28 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1564 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-29 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-02 19:35:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1816 - Komudagur: 2020-04-20 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2009 - Komudagur: 2020-05-11 - Sendandi: Félag ábyrgra hundaeigenda - [PDF]

Þingmál A609 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2232 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Dista ehf. - [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Gylfi Magnússon - [PDF]
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A611 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2020-03-18 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 12:47:19 - [HTML]
70. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-05 12:54:50 - [HTML]
70. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-05 12:59:11 - [HTML]
70. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-05 13:30:37 - [HTML]

Þingmál A634 (siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-05 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A639 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-25 17:17:36 - [HTML]
127. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-25 17:46:20 - [HTML]
127. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2020-06-25 19:57:04 - [HTML]
127. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-25 21:23:05 - [HTML]
127. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-25 22:38:12 - [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1646 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-08 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-09 15:20:53 - [HTML]
115. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-06-09 15:41:48 - [HTML]

Þingmál A643 (forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1094 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1609 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-06-03 15:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-03-12 16:32:12 - [HTML]

Þingmál A644 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (framkvæmd skólastarfs í fram­haldsskólum skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-03-12 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A650 (reynslulausn fanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-03-13 14:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1247 (svar) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 10:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-05 16:33:00 - [HTML]
128. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-06-26 15:08:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2179 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2254 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - [PDF]

Þingmál A664 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-17 15:47:36 - [HTML]
79. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-20 12:25:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2213 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna - [PDF]

Þingmál A666 (félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 21:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-17 17:02:37 - [HTML]
78. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-03-17 17:09:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1785 - Komudagur: 2020-04-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1797 - Komudagur: 2020-04-15 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A667 (tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-19 23:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-03-20 13:50:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1601 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A669 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (frumvarp) útbýtt þann 2020-03-17 13:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1188 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-23 12:04:45 - [HTML]
82. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-03-23 13:01:57 - [HTML]
82. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2020-03-23 13:17:35 - [HTML]
84. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-03-30 10:48:21 - [HTML]
84. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 12:04:03 - [HTML]
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 12:06:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2020-03-23 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2020-03-25 - Sendandi: PricewaterhouseCoopers ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1695 - Komudagur: 2020-03-25 - Sendandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1729 - Komudagur: 2020-03-29 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]

Þingmál A692 (samningar samkvæmt lögum um opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1592 (svar) útbýtt þann 2020-06-08 14:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-30 13:50:06 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:24:30 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:28:05 - [HTML]
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-30 14:43:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1659 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1794 - Komudagur: 2020-03-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A699 (sérstakt tímabundið fjárfestingarátak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-03-25 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-26 13:56:03 - [HTML]

Þingmál A709 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
128. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-06-26 19:08:10 - [HTML]
129. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-06-29 11:27:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtökv verslunar og þjónustu og Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samtök sprotafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2085 - Komudagur: 2020-05-19 - Sendandi: Spectaflow - [PDF]
Dagbókarnúmer 2092 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Nasdaq Iceland - [PDF]

Þingmál A712 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2020-06-12 17:05:11 - [HTML]

Þingmál A713 (breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 15:44:40 - [HTML]

Þingmál A714 (breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2429 - Komudagur: 2020-07-02 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1763 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-23 11:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-28 18:36:57 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 12:32:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2105 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2125 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Eleven Experience á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2407 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A716 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2252 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Hagsmunaráð starfsfólks utanríkisþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2334 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: Árni Þór Sigurðsson, sendiherra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2338 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: Stefán Skjaldarson, sendiherra - [PDF]
Dagbókarnúmer 2363 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Gunnar Snorri Gunnarsson - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-06 23:02:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2261 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: UN Women - [PDF]
Dagbókarnúmer 2263 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Starfshópur þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks - [PDF]
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]
Dagbókarnúmer 2282 - Komudagur: 2020-06-01 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf - [PDF]

Þingmál A718 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2154 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2158 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A719 (framboð og kjör forseta Íslands og kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-04-14 15:34:27 - [HTML]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1756 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2104 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2309 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Pure north recycling - [PDF]

Þingmál A721 (ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2057 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]

Þingmál A723 (aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19 heimsfaraldursins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1971 - Komudagur: 2020-05-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-04-22 16:46:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1898 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1906 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A725 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-21 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1380 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-11 19:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1381 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-05-11 19:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1390 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-12 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1403 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-05-18 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1420 (lög í heild) útbýtt þann 2020-05-13 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-22 17:44:50 - [HTML]
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-22 18:06:26 - [HTML]
92. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-04-22 18:21:27 - [HTML]
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-22 18:29:44 - [HTML]
92. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-22 18:32:07 - [HTML]
102. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-12 14:31:44 - [HTML]
102. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-12 15:14:06 - [HTML]
102. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-12 15:47:39 - [HTML]
102. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-12 16:41:24 - [HTML]
102. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2020-05-12 17:01:47 - [HTML]
102. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-05-12 19:13:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1874 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1897 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1922 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1929 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1995 - Komudagur: 2020-05-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1322 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-06 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-22 18:39:21 - [HTML]
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-22 19:19:22 - [HTML]
92. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-04-22 19:53:43 - [HTML]
99. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-05-06 16:28:05 - [HTML]
99. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-05-06 16:42:13 - [HTML]
99. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 17:59:37 - [HTML]
99. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 18:41:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1875 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1904 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1907 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1914 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A728 (Matvælasjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1856 - Komudagur: 2020-04-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2544 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1737 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 20:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-04 19:21:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: N1 hf. - [PDF]

Þingmál A737 (mat á gerðum fjórða orkupakka Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1279 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-04-28 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1494 (svar) útbýtt þann 2020-05-28 10:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A748 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (þáltill.) útbýtt þann 2020-05-04 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A749 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-05-05 13:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
100. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 14:34:42 - [HTML]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2327 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2347 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Neytendastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2020-07-25 - Sendandi: ADVEL lögmenn - [PDF]

Þingmál A776 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1623 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-08 18:34:46 - [HTML]

Þingmál A788 (uppbygging á friðlýstum svæðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1389 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2020-05-12 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-06-18 12:46:36 - [HTML]

Þingmál A791 (lögbundin verkefni Geislavarna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1547 (svar) útbýtt þann 2020-05-29 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A811 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Smári McCarthy (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-28 15:43:22 - [HTML]
109. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-05-28 15:58:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2126 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Airport Associates - [PDF]
Dagbókarnúmer 2174 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1545 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-28 21:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-18 20:05:38 - [HTML]
110. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-29 15:02:43 - [HTML]
110. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-29 15:43:16 - [HTML]
110. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-29 17:27:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2087 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1691 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 19:28:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-15 16:07:20 - [HTML]
117. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-15 16:41:19 - [HTML]
117. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-15 17:24:29 - [HTML]
117. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-15 17:28:54 - [HTML]
117. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-15 17:37:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2207 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: ADVEL lögmenn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Hagsmunahópur fasteignafélaga - [PDF]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A839 (ferðagjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1642 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-08 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
115. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-09 16:32:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2281 - Komudagur: 2020-05-31 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A841 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-28 12:16:20 - [HTML]

Þingmál A842 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-26 18:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A843 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2350 - Komudagur: 2020-06-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A875 (lögbundin verkefni Menntamálastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1823 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A885 (verkfallsréttur lögreglumanna)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-06-18 12:10:11 - [HTML]

Þingmál A906 (biðlistar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2022 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A907 (lögbundin verkefni ráðuneytisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1990 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1662 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-06-10 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2064 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-01 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
116. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-06-12 19:35:14 - [HTML]
116. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-12 20:17:29 - [HTML]
134. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-09-02 15:38:59 - [HTML]
134. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-09-02 18:08:44 - [HTML]
134. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-09-02 20:32:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2384 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: VR - [PDF]
Dagbókarnúmer 2392 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Félag fasteignasala - [PDF]
Dagbókarnúmer 2394 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2398 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2440 - Komudagur: 2020-08-14 - Sendandi: Meiri hluti velferðarnefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2441 - Komudagur: 2020-08-18 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 2451 - Komudagur: 2020-08-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2020-08-24 - Sendandi: VR - [PDF]
Dagbókarnúmer 2457 - Komudagur: 2020-08-26 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2471 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A936 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1747 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-20 11:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A967 (aðferðarfræði, áhættumat og greiningar á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2029 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-08-25 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A968 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2031 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-08-25 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2088 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-03 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2090 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-03 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2094 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-03 18:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
132. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-08-27 13:01:34 - [HTML]
132. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-08-27 13:58:28 - [HTML]
132. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-08-27 15:19:41 - [HTML]
132. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-08-27 15:54:10 - [HTML]
137. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-09-03 16:25:26 - [HTML]
137. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-09-03 18:08:25 - [HTML]
137. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-09-03 19:45:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2467 - Komudagur: 2020-08-30 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2485 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-08-25 17:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2104 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-04 13:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
133. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-08-28 14:08:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2474 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Flugfélagið PLAY - [PDF]

Þingmál A970 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2104 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-04 13:40:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Flugfélagið PLAY - [PDF]

Þingmál A992 (strandveiðar árið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2140 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1003 (skimun fyrir krabbameini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2147 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B30 (bráðamóttaka Landspítalans)

Þingræður:
5. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-16 15:35:46 - [HTML]
5. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2019-09-16 15:37:56 - [HTML]

Þingmál B35 (störf þingsins)

Þingræður:
6. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-09-17 13:46:20 - [HTML]

Þingmál B47 (loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi)

Þingræður:
7. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 12:32:15 - [HTML]

Þingmál B89 (jarðamál og eignarhald þeirra)

Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 15:43:45 - [HTML]

Þingmál B160 (íslenskt bankakerfi og sala á hlutum ríkisins í bönkunum)

Þingræður:
22. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-10-21 16:01:51 - [HTML]

Þingmál B202 (geðheilbrigðisvandi ungs fólks)

Þingræður:
26. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 16:02:11 - [HTML]

Þingmál B216 (brottvísun barnshafandi konu)

Þingræður:
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-06 15:33:20 - [HTML]

Þingmál B234 (störf þingsins)

Þingræður:
30. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-11-12 13:36:37 - [HTML]

Þingmál B333 (Hvalárvirkjun)

Þingræður:
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-04 15:05:22 - [HTML]

Þingmál B368 (störf þingsins)

Þingræður:
43. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2019-12-11 15:32:39 - [HTML]

Þingmál B405 (afleiðingar óveðursins í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda, munnleg skýrsla forsætisráðherra. --- Ein umræða)

Þingræður:
48. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 15:41:09 - [HTML]

Þingmál B412 (staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan)

Þingræður:
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-20 20:26:40 - [HTML]

Þingmál B427 (staða hjúkrunarheimila og Landspítala)

Þingræður:
51. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 15:40:22 - [HTML]

Þingmál B438 (fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-01-23 11:36:39 - [HTML]

Þingmál B452 (útgreiðsla persónuafsláttar)

Þingræður:
53. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-01-28 14:27:23 - [HTML]

Þingmál B470 (nýting og vistfræðileg þýðing loðnustofnsins 2000--2019, munnleg skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)

Þingræður:
55. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2020-01-30 11:47:45 - [HTML]
55. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2020-01-30 12:17:34 - [HTML]
55. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir - Ræða hófst: 2020-01-30 12:54:09 - [HTML]

Þingmál B472 (málefni flóttamanna og hælisleitenda)

Þingræður:
56. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-02-03 15:03:45 - [HTML]

Þingmál B502 (störf þingsins)

Þingræður:
60. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-02-18 13:31:01 - [HTML]

Þingmál B572 (störf Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, munnleg skýrsla utanríkisráðherra)

Þingræður:
70. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-05 15:19:22 - [HTML]

Þingmál B668 (kostnaður við kjarasamninga við hjúkrunarfræðinga)

Þingræður:
86. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-04-02 10:42:07 - [HTML]

Þingmál B678 (áhrif COVID-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
87. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-04-14 14:12:17 - [HTML]
87. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-04-14 14:48:27 - [HTML]
87. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-04-14 14:55:38 - [HTML]

Þingmál B708 (launahækkun þingmanna og ráðherra)

Þingræður:
91. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-04-20 15:12:45 - [HTML]

Þingmál B760 (fyrirmæli sóttvarnayfirvalda)

Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-04-30 10:34:07 - [HTML]

Þingmál B818 (störf þingsins)

Þingræður:
102. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-05-12 13:59:17 - [HTML]

Þingmál B865 (nýting vindorku)

Þingræður:
108. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-25 15:39:49 - [HTML]

Þingmál B924 (störf þingsins)

Þingræður:
113. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2020-06-03 15:08:36 - [HTML]

Þingmál B944 (störf þingsins)

Þingræður:
115. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-09 13:59:13 - [HTML]

Þingmál B978 (störf þingsins)

Þingræður:
118. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-16 12:47:12 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-10 10:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 552 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-10 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-05 17:34:42 - [HTML]
35. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-10 11:59:17 - [HTML]
35. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-10 19:26:46 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-10 22:26:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: NPA miðstöðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 651 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-16 17:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 652 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-12-16 17:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 675 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-12-17 20:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2020-10-06 12:35:48 - [HTML]
4. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-06 15:37:31 - [HTML]
4. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-06 15:46:24 - [HTML]
4. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2020-10-06 18:28:18 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-10-06 20:43:36 - [HTML]
5. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-10-07 11:32:29 - [HTML]
5. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-10-07 13:31:26 - [HTML]
5. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 13:37:04 - [HTML]
40. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-17 11:57:01 - [HTML]
40. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-17 16:05:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 52 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]

Þingmál A4 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-02 14:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-10-08 12:22:00 - [HTML]
6. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-08 12:43:16 - [HTML]
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-02 16:16:47 - [HTML]
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-02 16:21:04 - [HTML]
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-02 16:31:06 - [HTML]
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-02 17:53:27 - [HTML]
30. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-12-02 18:11:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Gísli Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 179 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A6 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-19 11:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-08 13:52:33 - [HTML]
24. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-11-24 14:49:00 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-24 15:20:23 - [HTML]
24. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-11-24 15:28:34 - [HTML]
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-11-25 16:03:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 68 - Komudagur: 2020-10-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A7 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 935 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-02-24 12:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 956 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-03-02 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-08 14:13:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 395 - Komudagur: 2020-11-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1446 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1464 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 18:06:42 - [HTML]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 646 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 676 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-17 20:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 202 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Trans Ísland, félag trans fólks á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 225 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Jafnréttisstofa - [PDF]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Faggildingarráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A19 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 518 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-08 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 522 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-08 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 17:38:10 - [HTML]
34. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-09 19:48:51 - [HTML]
34. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-09 20:11:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2020-11-11 - Sendandi: Hagsmunaráð starfsfólks utanríkisþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A20 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-12-14 16:07:46 - [HTML]

Þingmál A22 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A23 (ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A25 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 12:21:59 - [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A27 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2020-11-08 - Sendandi: Þorkell Helgason - [PDF]

Þingmál A28 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 16:02:41 - [HTML]

Þingmál A30 (breyting á barnalögum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A31 (ríkisábyrgð á viðspyrnulán til atvinnuþróunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-25 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-15 21:18:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2021-01-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A32 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-13 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-21 16:27:37 - [HTML]

Þingmál A38 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A43 (aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-05 16:31:16 - [HTML]

Þingmál A44 (mótun sjálfbærrar iðnaðarstefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-13 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 13:42:58 - [HTML]

Þingmál A45 (viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 17:48:45 - [HTML]

Þingmál A49 (aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 419 - Komudagur: 2020-11-11 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A52 (árangurstenging kolefnisgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-07 17:17:17 - [HTML]
32. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2020-12-07 18:22:29 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-01-27 16:46:44 - [HTML]
49. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-27 18:12:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1669 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A57 (sértæk þjónustueining fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og langveik börn)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 14:59:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 384 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Einstök börn, foreldrafélag - [PDF]

Þingmál A59 (vinna utan starfsstöðva)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-10-05 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 733 (svar) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A71 (einstaklingar með greindan hegðunarvanda eftir heilaskaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-10-05 17:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 703 (svar) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A72 (einstaklingar með greindan hegðunarvanda eftir heilaskaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-10-05 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 249 (svar) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A80 (Þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-10-13 14:30:54 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-03 15:30:04 - [HTML]
88. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-03 15:58:49 - [HTML]
88. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-03 16:06:10 - [HTML]

Þingmál A85 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A87 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 14:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 19:06:52 - [HTML]

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1044 - Komudagur: 2020-12-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A94 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 16:34:35 - [HTML]

Þingmál A96 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-19 15:33:59 - [HTML]

Þingmál A104 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 23:23:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 867 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A111 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A129 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2021-03-03 - Sendandi: Ríkisútvarpið - [PDF]

Þingmál A132 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-12 18:19:00 - [HTML]

Þingmál A136 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A139 (aukin skógrækt til kolefnisbindingar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-11-12 16:19:01 - [HTML]

Þingmál A143 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A156 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-23 15:36:00 - [HTML]
58. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2021-02-23 15:38:41 - [HTML]

Þingmál A157 (aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-12 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-15 20:59:55 - [HTML]

Þingmál A159 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-13 17:16:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Ágústa Þorbergsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 839 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - [PDF]

Þingmál A188 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-16 15:32:14 - [HTML]

Þingmál A193 (frumvarp um skilgreiningu auðlinda)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-11-18 18:02:04 - [HTML]

Þingmál A201 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-04 17:23:32 - [HTML]

Þingmál A202 (tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-15 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 352 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-11-18 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 15:59:21 - [HTML]
23. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-11-19 13:33:36 - [HTML]
23. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-11-19 13:53:13 - [HTML]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Snerpa Internet - [PDF]
Dagbókarnúmer 336 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Neyðarlínan ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Síminn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 500 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2823 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Nova ehf. - [PDF]

Þingmál A212 (tekjufallsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Björn og Alfreð Haukssynir - [PDF]
Dagbókarnúmer 82 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 97 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Leiðsögn - [PDF]
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Samráðshópur tónlistariðnaðarins - [PDF]

Þingmál A235 (framkvæmd ályktana Alþingis 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A240 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 882 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A242 (takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-04 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 14:40:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A248 (kvótaflóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 480 (svar) útbýtt þann 2020-12-03 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A260 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2222 - Komudagur: 2021-03-18 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A265 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-04-15 16:24:00 - [HTML]

Þingmál A266 (Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 833 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-02-02 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]

Þingmál A271 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-12-15 20:18:39 - [HTML]

Þingmál A274 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A276 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 800 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-01-27 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 839 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-02-03 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 848 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-02-03 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-01-28 19:12:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A277 (staðfesting ríkisreiknings 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A278 (menntastefna 2021--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-17 17:56:31 - [HTML]
72. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-23 19:57:08 - [HTML]
72. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-03-23 21:04:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Menntamálastofnun - [PDF]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1067 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-18 15:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1412 (lög í heild) útbýtt þann 2021-05-11 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-17 19:59:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2020-12-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 860 - Komudagur: 2020-12-06 - Sendandi: Rafhjólaklúbburinn Skjalbökurnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A282 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-03 15:42:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2097 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2228 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A299 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-02 15:43:42 - [HTML]

Þingmál A300 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-08 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-08 15:12:48 - [HTML]

Þingmál A311 (varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1115 - Komudagur: 2020-12-18 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A312 (fjárhagslegar viðmiðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 21:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 836 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-02-03 11:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 846 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-02-03 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-19 15:59:08 - [HTML]

Þingmál A314 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 18:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-19 16:06:10 - [HTML]
38. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-12-15 15:01:46 - [HTML]

Þingmál A321 (Tækniþróunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2021-03-18 19:08:06 - [HTML]
71. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-18 19:29:51 - [HTML]
71. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-18 19:34:27 - [HTML]
72. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-03-23 16:58:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Ágúst Þór Jónsson - [PDF]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-17 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-18 01:31:31 - [HTML]
41. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-18 01:45:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2020-12-06 - Sendandi: Ásdís Aðalbjörg Arnalds o.fl. - [PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-01-28 15:38:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2020-12-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1062 - Komudagur: 2020-12-12 - Sendandi: Birgir Björgvinsson - [PDF]

Þingmál A334 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-24 18:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 567 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-11 15:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 568 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-11 15:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 580 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-14 15:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-26 14:13:59 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-14 22:48:38 - [HTML]
37. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-14 23:08:28 - [HTML]
38. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-12-15 15:26:51 - [HTML]
38. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-12-15 15:29:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Allrahanda GL ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A335 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-24 17:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 12:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-03-02 16:31:33 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1635 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-08 16:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2021-01-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A342 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-02 22:45:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Almannaheill, samtök þriðja geirans - [PDF]

Þingmál A343 (lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-27 15:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-27 15:35:09 - [HTML]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-02-25 15:11:48 - [HTML]

Þingmál A353 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (frumvarp) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
63. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-03 16:13:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2247 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2251 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2422 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-12-09 18:40:39 - [HTML]
106. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-03 14:34:52 - [HTML]
106. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2021-06-03 16:01:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2021-01-19 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1400 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2921 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2021-01-18 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2922 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2923 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A361 (félagsleg aðstoð og almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-02 23:57:22 - [HTML]

Þingmál A362 (greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-03 16:53:12 - [HTML]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-01 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:11:02 - [HTML]
47. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:13:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1503 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Íslandsdeild Transparency International - [PDF]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2021-02-03 - Sendandi: Kjarninn miðlar ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1736 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-21 13:31:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1515 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Eiður Ævarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Samtök náttúrustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson - [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
33. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 16:52:13 - [HTML]
33. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 19:40:35 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-12-08 20:05:22 - [HTML]
33. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 21:10:50 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-08 23:34:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Ferða-og útivistarfélagið Slóðavinir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1416 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra og Akrahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1435 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Norðurflug ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2021-02-05 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Storm Orka ehf. - [PDF]

Þingmál A372 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2020-12-14 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1200 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-09 16:16:20 - [HTML]
78. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-04-14 15:35:38 - [HTML]
78. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 16:00:08 - [HTML]
78. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 16:02:05 - [HTML]
78. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-14 16:18:23 - [HTML]
78. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 16:43:15 - [HTML]
80. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-19 14:03:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A374 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-15 18:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 623 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-16 10:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-16 12:03:04 - [HTML]
39. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-16 12:21:16 - [HTML]
39. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-16 12:23:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-04-15 17:25:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A377 (ferðagjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-14 16:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-12-15 16:31:57 - [HTML]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1622 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-07 19:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1639 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-08 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-06-11 23:12:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2021-02-15 - Sendandi: Starfshópur minni sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1755 - Komudagur: 2021-02-16 - Sendandi: Bolungarvíkurkaupstaður - [PDF]
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: LEX lögmannsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Fljótsdalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Svalbarðsstrandarhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1796 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1797 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Langanesbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Skorradalshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2021-03-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2950 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Starfshópur minni sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3010 - Komudagur: 2021-05-18 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A386 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1966 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A389 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (þáltill.) útbýtt þann 2020-12-08 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A393 (jafnréttisáætlanir fyrir skólakerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-09 18:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 946 (svar) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A394 (biðlistar í heilbrigðiskerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1604 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-06-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1183 - Komudagur: 2021-01-14 - Sendandi: Vantrú - [PDF]

Þingmál A399 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-11 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1241 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-04-19 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1264 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-04-20 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-19 17:47:30 - [HTML]
45. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-19 17:56:02 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-19 17:58:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2021-02-07 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2021-02-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1697 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-16 12:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-20 18:16:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1677 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur - [PDF]

Þingmál A424 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-17 18:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-01-26 17:56:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3116 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A441 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-01-26 17:00:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A446 (endurgreiðsla virðisaukaskatts og flokkun bifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (svar) útbýtt þann 2021-04-14 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A451 (kolefnisgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1220 (svar) útbýtt þann 2021-04-14 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 17:00:19 - [HTML]
55. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-02-16 19:25:23 - [HTML]
89. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-05-04 17:43:52 - [HTML]

Þingmál A453 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-04 18:01:26 - [HTML]

Þingmál A458 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2292 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Efling stéttarfélag - [PDF]

Þingmál A460 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-20 17:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 18:58:28 - [HTML]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-03 19:50:57 - [HTML]
54. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-02-11 15:54:30 - [HTML]
54. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 17:32:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2021-03-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A475 (vistun barna á vegum stjórnvalda á einkaheimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2021-03-29 - Sendandi: Margrét Esther Erludóttir - [PDF]

Þingmál A478 (breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-03-18 16:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-03-23 23:12:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A483 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1913 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A486 (skimun fyrir krabbameini)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2021-03-03 14:47:21 - [HTML]

Þingmál A495 (breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2392 - Komudagur: 2021-03-31 - Sendandi: FRÆ - Fræðsla og forvarnir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2394 - Komudagur: 2021-03-31 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2021-03-31 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A497 (norrænt samstarf 2020)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2021-02-04 16:33:51 - [HTML]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1941 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1978 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 1983 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]

Þingmál A505 (ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1944 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A506 (Fjarskiptastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1795 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-12 23:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 15:22:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2056 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A511 (biðtími eftir sérfræðilæknum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (svar) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A513 (gjöld fyrir rekstrar- og starfsleyfi fiskeldisstöðva)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-02-04 14:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 952 (svar) útbýtt þann 2021-03-02 16:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (gerð skoðanakönnunar um afstöðu til dánaraðstoðar meðal heilbrigðisstarfsfólks)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-03-12 17:19:02 - [HTML]

Þingmál A533 (langtímaorkustefna og aðgerðaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-17 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-06-11 14:41:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2006 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2021-03-12 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A535 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 17:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1316 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-03 18:02:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1898 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri - [PDF]
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1777 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Húnavatnshreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2138 - Komudagur: 2021-03-12 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður - [PDF]

Þingmál A543 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (frumvarp) útbýtt þann 2021-02-18 12:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 18:35:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2415 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Félag hrossabænda - [PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A555 (þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (þáltill.) útbýtt þann 2021-02-23 12:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-15 18:22:36 - [HTML]

Þingmál A556 (mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 927 (þáltill. n.) útbýtt þann 2021-02-23 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1048 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2021-03-16 15:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-03-12 11:40:51 - [HTML]

Þingmál A558 (brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-27 18:18:20 - [HTML]

Þingmál A559 (skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-03-03 16:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A560 (breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1734 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-06-11 14:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 15:45:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2325 - Komudagur: 2021-03-24 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A568 (Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-03 14:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A569 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-11 21:21:51 - [HTML]
112. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-11 21:34:22 - [HTML]

Þingmál A570 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 962 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-03 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2351 - Komudagur: 2021-03-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2933 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A584 (aðgerðir gegn markaðssvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-11 18:22:00 - [HTML]

Þingmál A585 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A596 (sérstök þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3112 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 3122 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A601 (íslenskunám innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1569 (svar) útbýtt þann 2021-06-03 13:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2427 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2437 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2450 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf - [PDF]

Þingmál A603 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2435 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: FRÆ - Fræðsla og forvarnir - [PDF]

Þingmál A604 (tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
68. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 18:52:18 - [HTML]

Þingmál A605 (brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1325 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-03 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-05 18:01:53 - [HTML]

Þingmál A614 (staða lífeyrissjóða í hagkerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1902 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-09-03 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A615 (lántökur ríkissjóðs á næstu árum, líkleg vaxtaþróun og gengisáhætta og áhrif á peningahagkerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1901 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-09-03 11:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (innleiðing NPA-samninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (svar) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2585 - Komudagur: 2021-04-20 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3081 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2538 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3065 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1510 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-25 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1511 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-05-25 19:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1512 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-26 12:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1517 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-26 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1559 (þál. í heild) útbýtt þann 2021-05-31 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-03-24 18:26:51 - [HTML]
73. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-24 20:35:32 - [HTML]
73. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-24 20:53:17 - [HTML]
74. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-25 15:03:17 - [HTML]
101. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-26 13:52:25 - [HTML]
101. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-26 15:05:38 - [HTML]
101. þingfundur - Inga Sæland (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-26 18:07:30 - [HTML]
102. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-27 13:39:18 - [HTML]
102. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-27 15:08:20 - [HTML]
102. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-05-27 17:41:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2518 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2534 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2568 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Ungir jafnaðarmenn - [PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1625 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-07 19:33:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1665 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1727 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-11 11:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:05:09 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-26 13:16:37 - [HTML]
109. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-08 21:17:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2502 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2508 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Norðurál ehf. Grundartangi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2515 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Veitur ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2516 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2523 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Ráðgjafaráð veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 2525 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2527 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A629 (happdrætti Háskóla Íslands og happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-23 14:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-11 17:00:35 - [HTML]

Þingmál A641 (lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A642 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2794 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 2852 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A645 (lýðheilsustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-24 14:57:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2564 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Virk Starfsendurhæfingarsjóður - [PDF]
Dagbókarnúmer 2577 - Komudagur: 2021-04-19 - Sendandi: Samtök um líkamsvirðingu - [PDF]

Þingmál A650 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3109 - Komudagur: 2021-06-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A663 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-04-13 19:32:17 - [HTML]

Þingmál A664 (starfsmenn í stjórnum opinberra hlutafélaga)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2021-04-27 14:19:26 - [HTML]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 15:50:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2979 - Komudagur: 2021-05-12 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A675 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1144 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1500 (svar) útbýtt þann 2021-05-25 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A676 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1145 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1526 (svar) útbýtt þann 2021-05-27 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A677 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1146 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1400 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1147 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1918 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1148 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1285 (svar) útbýtt þann 2021-04-26 12:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A680 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1927 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A681 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1361 (svar) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1259 (svar) útbýtt þann 2021-04-21 12:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A683 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1369 (svar) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A684 (lagaleg ráðgjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-26 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1474 (svar) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (aðgerðir í kjölfar snjóflóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1320 (svar) útbýtt þann 2021-05-03 15:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 20:18:57 - [HTML]

Þingmál A696 (endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3098 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A698 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-05 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 15:54:02 - [HTML]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1823 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 16:27:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2694 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Frjálsi lífeyrissjóðurinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2713 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 20:49:52 - [HTML]
77. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 20:52:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2780 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök smærri útgerða - [PDF]
Dagbókarnúmer 2867 - Komudagur: 2021-05-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2719 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2736 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2802 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2927 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 22:05:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2622 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2706 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2720 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2777 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2783 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: EM Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2845 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2928 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2994 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A708 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A709 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 21:39:26 - [HTML]
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 21:58:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2707 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2721 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2784 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: EM Orka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2846 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2929 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2993 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A711 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1640 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-08 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 23:55:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2766 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2951 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3074 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1768 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1809 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2684 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2723 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2743 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 2816 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2887 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2909 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2912 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 3111 - Komudagur: 2021-06-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A713 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2795 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-12 16:46:56 - [HTML]
76. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-04-12 18:13:46 - [HTML]
76. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-04-12 18:54:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2789 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: FRÆ - Fræðsla og forvarnir - [PDF]
Dagbókarnúmer 2793 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]

Þingmál A715 (breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2843 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Félag grunnskólakennara - [PDF]

Þingmál A716 (grunnskólar og framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 14:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-11 14:19:41 - [HTML]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2588 - Komudagur: 2021-04-20 - Sendandi: Birgir Örn Steingrímsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2814 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]

Þingmál A730 (fulltrúar Hæstaréttar í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-04-13 12:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1373 (svar) útbýtt þann 2021-05-06 13:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-14 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (stuðningur við Istanbúl-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-15 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A738 (lagning bundins slitlags á umferðarlitla vegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1233 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-04-15 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-21 14:45:29 - [HTML]
82. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 15:23:30 - [HTML]
82. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2021-04-21 15:36:24 - [HTML]
82. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 15:42:40 - [HTML]
82. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-21 16:20:28 - [HTML]
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-04-21 16:54:06 - [HTML]
83. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-04-22 03:26:17 - [HTML]
83. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-04-22 03:39:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2601 - Komudagur: 2021-04-21 - Sendandi: Læknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A748 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 12:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A750 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1273 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-21 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-04-26 16:54:34 - [HTML]

Þingmál A752 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 16:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A762 (Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1702 (þál. í heild) útbýtt þann 2021-06-10 19:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3068 - Komudagur: 2021-05-26 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 3069 - Komudagur: 2021-05-26 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A765 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1321 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-03 15:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A768 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-05 14:08:01 - [HTML]

Þingmál A769 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1340 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-03 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-05 14:59:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2941 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A772 (stefna Íslands um gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-06 12:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A775 (atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-08 15:21:27 - [HTML]
109. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-06-08 16:49:27 - [HTML]

Þingmál A779 (hreinsun Heiðarfjalls)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-05-10 15:56:56 - [HTML]

Þingmál A782 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (svar) útbýtt þann 2021-06-03 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A790 (framkvæmd samgönguáætlunar 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-20 17:11:33 - [HTML]
112. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-06-11 13:05:17 - [HTML]

Þingmál A799 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1453 (frumvarp) útbýtt þann 2021-05-19 12:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A803 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (frumvarp) útbýtt þann 2021-05-20 12:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A805 (aðgerðir gegn áfengis- og vímuefnavanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1487 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-05-20 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1731 (svar) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A807 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A818 (fjáraukalög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1690 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-10 10:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 15:59:37 - [HTML]
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 18:49:49 - [HTML]
111. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-10 11:13:33 - [HTML]
111. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-06-10 15:31:03 - [HTML]
111. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-10 20:11:31 - [HTML]

Þingmál A821 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1547 (frumvarp) útbýtt þann 2021-05-31 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A825 (rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1558 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-31 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A854 (sveigjanleiki í námi og fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1842 (svar) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A855 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1670 (frumvarp) útbýtt þann 2021-06-09 19:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A857 (netlög sjávarjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1683 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A859 (undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1708 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-06-10 22:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A872 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A892 (skiptastjórar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1873 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-07-06 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:25:14 - [HTML]
10. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-19 17:37:19 - [HTML]

Þingmál B88 (eftirlit með innflutningi á búvörum)

Þingræður:
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 11:15:45 - [HTML]

Þingmál B159 (ríkisaðstoð til minnstu fyrirtækjanna)

Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 10:52:09 - [HTML]

Þingmál B190 (efnahagsaðgerðir og atvinnuleysi)

Þingræður:
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-26 10:39:22 - [HTML]

Þingmál B264 (launamál og hækkun almannatrygginga)

Þingræður:
35. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-10 11:01:44 - [HTML]

Þingmál B339 (sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
44. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 16:29:34 - [HTML]
44. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-01-18 18:00:21 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-01-18 20:32:55 - [HTML]
44. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 22:24:03 - [HTML]

Þingmál B374 (öflun og dreifing bóluefnis, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
48. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-26 15:19:42 - [HTML]

Þingmál B378 (störf þingsins)

Þingræður:
49. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-01-27 15:05:41 - [HTML]

Þingmál B389 (staða stóriðjunnar)

Þingræður:
50. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 11:38:40 - [HTML]

Þingmál B428 (framfærsluviðmið og rekstrarkostnaður heimila)

Þingræður:
54. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2021-02-11 13:18:04 - [HTML]

Þingmál B446 (störf þingsins)

Þingræður:
56. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-17 13:37:41 - [HTML]

Þingmál B483 (staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga)

Þingræður:
60. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-25 14:46:12 - [HTML]

Þingmál B493 (innviðir og þjóðaröryggi)

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-03-02 14:02:59 - [HTML]

Þingmál B505 (neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins)

Þingræður:
64. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-04 13:13:45 - [HTML]
64. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-04 13:17:34 - [HTML]

Þingmál B553 (sóttvarnaráðstafanir og bólusetningar gegn Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 14:50:35 - [HTML]

Þingmál B615 (aflétting sóttvarnaaðgerða)

Þingræður:
76. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-12 15:35:27 - [HTML]

Þingmál B660 (skóli án aðgreiningar)

Þingræður:
81. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-20 14:00:14 - [HTML]
81. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-20 14:06:48 - [HTML]

Þingmál B668 (viðmið um nýgengi smita)

Þingræður:
82. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-04-21 13:04:20 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-21 13:06:26 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-21 13:09:55 - [HTML]

Þingmál B701 (covid-19, staðan og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-26 14:45:37 - [HTML]
85. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-04-26 14:55:18 - [HTML]
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-26 15:01:15 - [HTML]
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-26 15:30:55 - [HTML]
85. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-04-26 15:42:09 - [HTML]
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-26 15:44:24 - [HTML]
85. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-04-26 15:46:19 - [HTML]

Þingmál B721 (störf þingsins)

Þingræður:
89. þingfundur - Hjálmar Bogi Hafliðason - Ræða hófst: 2021-05-04 13:02:00 - [HTML]

Þingmál B722 (efnahagsmál)

Þingræður:
89. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-05-04 14:08:29 - [HTML]

Þingmál B741 (heimildir lögreglu til stöðvunar mótmæla)

Þingræður:
91. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-06 13:26:15 - [HTML]
91. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-05-06 13:28:09 - [HTML]

Þingmál B751 (heimahjúkrun og umönnunarbyrði)

Þingræður:
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-10 13:17:20 - [HTML]

Þingmál B821 (traust á stjórnmálum og stjórnsýslu)

Þingræður:
100. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-25 13:48:02 - [HTML]
100. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-25 14:06:14 - [HTML]

Þingmál B886 (endurgreiðslur ferðakostnaðar vegna fyrirbyggjandi aðgerða)

Þingræður:
109. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-08 13:42:46 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-02 11:27:46 - [HTML]
3. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2021-12-02 13:34:58 - [HTML]
4. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-12-03 15:49:02 - [HTML]
4. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-03 20:49:26 - [HTML]
5. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 12:31:11 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2021-12-04 13:15:31 - [HTML]
15. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-12-21 22:51:48 - [HTML]
15. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-22 03:04:57 - [HTML]
15. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-22 03:07:35 - [HTML]
16. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-22 14:32:05 - [HTML]
16. þingfundur - Arnar Þór Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-22 15:39:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 209 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Staðlaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: NPA - miðstöðin - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 253 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Landssamband eldri borgara - [PDF]
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2021-12-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 339 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2021-12-15 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis - [PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 531 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-02-21 18:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 537 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-02-22 13:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 539 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-02-22 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-22 17:03:41 - [HTML]
39. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-02-22 17:44:00 - [HTML]
39. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-22 19:46:01 - [HTML]
39. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-22 20:14:47 - [HTML]
39. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-02-22 22:12:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2021-12-14 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 451 - Komudagur: 2022-01-11 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2022-01-12 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 456 - Komudagur: 2022-01-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2022-01-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 246 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-12-22 18:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-07 14:07:34 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-07 14:48:45 - [HTML]
6. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-07 15:49:11 - [HTML]
6. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-12-07 17:01:56 - [HTML]
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-07 17:26:29 - [HTML]
17. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-12-27 11:37:17 - [HTML]
17. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-12-27 12:40:00 - [HTML]
17. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2021-12-27 15:21:17 - [HTML]
18. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-12-28 11:15:53 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-12-28 11:17:22 - [HTML]
19. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-28 15:39:59 - [HTML]
19. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-28 15:43:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Biskupsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 265 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 287 - Komudagur: 2021-12-16 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A4 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 226 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-21 18:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
17. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-12-27 15:40:01 - [HTML]

Þingmál A7 (skattleysi launatekna undir 350.000 kr)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1231 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A8 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 18:37:58 - [HTML]

Þingmál A11 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-08 15:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
24. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-19 16:44:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir - [PDF]
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]

Þingmál A12 (úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Náttúruhamfaratrygging Íslands - [PDF]

Þingmál A14 (uppbygging geðdeilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-02 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-20 16:13:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Sjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]

Þingmál A15 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 431 - Komudagur: 2022-01-08 - Sendandi: Hanna Valdís Guðjónsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2022-01-14 - Sendandi: Barla Barandum og Edwald Isenbugel - [PDF]
Dagbókarnúmer 515 - Komudagur: 2022-01-15 - Sendandi: Helga Óskarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 517 - Komudagur: 2022-01-15 - Sendandi: Grænkerið - [PDF]
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Félag hrossabænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 524 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Meike Erika Witt - [PDF]
Dagbókarnúmer 533 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Sigursteinn Másson - [PDF]
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Alda Sigmundsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2022-01-14 - Sendandi: Árný Elínborg Ásgeirsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Kristín Helga Gunnarsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Velbú, samtök um velferð búfjár - [PDF]
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Aníta Guðlaug Axelsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Ísteka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Oddur Þorri Viðarsson og Tanja Elín Sigurgrímsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 582 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Anna Guðrún Einarsdóttir o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 590 - Komudagur: 2022-01-18 - Sendandi: Inga Kristrún Gottskálksdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2022-01-18 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2022-01-19 - Sendandi: Sara Ástþórsdóttir - [PDF]

Þingmál A22 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-08 15:52:15 - [HTML]

Þingmál A24 (ávana-og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-20 17:10:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 661 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Lögreglan á Norðurlandi eystra - [PDF]
Dagbókarnúmer 889 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A27 (endurskoðun neysluviðmiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1468 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A29 (áhrif hækkunar fasteignamats)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A30 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A32 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-08 16:22:21 - [HTML]

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi - [PDF]

Þingmál A38 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A40 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-09 18:16:12 - [HTML]

Þingmál A41 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-09 18:27:23 - [HTML]

Þingmál A42 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A51 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-03-01 19:11:57 - [HTML]

Þingmál A54 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
45. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-02 16:43:55 - [HTML]

Þingmál A56 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-02 18:02:18 - [HTML]

Þingmál A61 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A62 (Happdrætti Háskóla Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A72 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-24 14:01:33 - [HTML]

Þingmál A75 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 13:36:22 - [HTML]

Þingmál A80 (vextir og verðtrygging og húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2022-01-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A93 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 933 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A97 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A110 (greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-12-02 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 687 (svar) útbýtt þann 2022-03-23 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (skiptastjórar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-12-02 12:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 909 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A121 (biðlisti barna eftir þjónustu talmeinafræðinga)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2022-01-31 16:54:35 - [HTML]

Þingmál A128 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 17:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A137 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2021-12-16 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A141 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-08 15:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A142 (stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Meike Witt - [PDF]

Þingmál A145 (skimun fyrir brjóstakrabbameini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (svar) útbýtt þann 2022-01-17 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-02 19:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A151 (breyting á ýmsum lögum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigþrúður Ármann - Ræða hófst: 2021-12-27 16:23:09 - [HTML]

Þingmál A161 (staðfesting ríkisreiknings)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-01 15:45:13 - [HTML]

Þingmál A163 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-03-30 16:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-01-18 16:13:45 - [HTML]

Þingmál A164 (fjárhagslegar viðmiðanir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A165 (ákvörðun nr. 388/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-25 18:07:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2022-01-18 - Sendandi: Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-18 15:36:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 727 - Komudagur: 2022-02-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2022-02-08 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra - [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 496 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-09 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 502 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-10 12:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Nova ehf. - [PDF]

Þingmál A171 (hringtenging rafmagns á Vestfjörðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2022-02-17 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]

Þingmál A174 (fjáraukalög 2021)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-15 16:11:22 - [HTML]
11. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-12-15 19:06:09 - [HTML]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 914 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-09 20:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1307 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-09 14:39:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 696 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 750 - Komudagur: 2022-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1037 - Komudagur: 2022-03-08 - Sendandi: Fræðslumiðstöð Vestfjarða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Tækniskólinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2022-03-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Isavia ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A191 (undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-12-16 13:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 769 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2022-03-30 17:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (úrvinnsla úrbótatillagna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (svar) útbýtt þann 2022-03-15 17:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A202 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-28 13:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-17 16:22:28 - [HTML]
20. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-01-17 16:46:08 - [HTML]

Þingmál A218 (rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2022-01-17 19:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-02-28 16:23:31 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - svar - Ræða hófst: 2022-02-28 16:26:55 - [HTML]

Þingmál A228 (skoðun ökutækja og hagsmunir bifreiðaeigenda á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 17:33:17 - [HTML]

Þingmál A232 (styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-18 15:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 410 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-02-01 17:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
32. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-02 16:55:31 - [HTML]
32. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - Ræða hófst: 2022-02-02 17:44:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2022-01-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði - [PDF]
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2022-01-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A233 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-02 18:29:42 - [HTML]

Þingmál A241 (greining á samúðarþreytu og tillögur að úrræðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Handleiðslufélag Íslands - [PDF]

Þingmál A243 (mengun í gamla vatnsbólinu í Keflavík, Njarðvík og við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-01-20 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1128 (svar) útbýtt þann 2022-06-02 13:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 17:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A253 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 14:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-27 15:31:34 - [HTML]
28. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-27 16:10:43 - [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 17:47:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3362 - Komudagur: 2022-05-20 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A272 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-28 13:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1199 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A282 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-01 13:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A283 (bætt stjórnsýsla í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 397 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-01 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A291 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-01 15:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 556 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-02-23 14:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-07 17:58:06 - [HTML]
34. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - Ræða hófst: 2022-02-07 18:22:32 - [HTML]
40. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-23 16:58:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-23 17:04:51 - [HTML]
41. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-02-24 13:45:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 860 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A299 (landsmarkmið í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (svar) útbýtt þann 2022-03-03 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (heildarúttekt heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnasjúkdóma)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2022-05-16 15:54:13 - [HTML]

Þingmál A318 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-05-31 19:40:22 - [HTML]

Þingmál A323 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-02-07 16:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1085 (svar) útbýtt þann 2022-05-30 18:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (aukinn fjöldi tilkynntra brota gegn börnum á tímum Covid-19)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (svar) útbýtt þann 2022-03-07 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1210 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1257 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 15:04:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
37. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-10 15:30:27 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-14 16:04:34 - [HTML]
90. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-14 16:49:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - [PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2022-02-28 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1090 - Komudagur: 2022-03-14 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1197 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A334 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT á Íslandi - [PDF]

Þingmál A337 (samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (svar) útbýtt þann 2022-03-14 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A339 (samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (svar) útbýtt þann 2022-06-02 16:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A344 (samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A346 (samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (svar) útbýtt þann 2022-04-01 14:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A347 (samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1459 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-22 15:48:56 - [HTML]
88. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-09 20:40:31 - [HTML]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-09 14:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2022-03-10 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A357 (sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-02-10 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A359 (endurskoðun skattmatsreglna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A364 (lausaganga búfjár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (svar) útbýtt þann 2022-03-07 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A372 (skoðun á fjármálum Reykjavíkurborgar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 928 (svar) útbýtt þann 2022-04-27 15:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A378 (endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-22 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A379 (tekjur af losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 541 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-03-08 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 917 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2022-03-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A389 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 18:06:23 - [HTML]

Þingmál A397 (tekjustofn sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-28 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A401 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-28 17:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A403 (skotvopnaeign, innflutning skotvopna og framleiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (svar) útbýtt þann 2022-04-29 12:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A410 (innleiðing tilskipunar um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir farartæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (svar) útbýtt þann 2022-04-07 14:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A411 (ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-01 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-04 15:56:50 - [HTML]

Þingmál A414 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 19:08:58 - [HTML]
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-15 20:41:41 - [HTML]
83. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-06-01 17:42:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - [PDF]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1337 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 22:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1398 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
48. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 17:05:07 - [HTML]
48. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 17:24:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2022-03-31 - Sendandi: Eleven Experience á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3462 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A418 (mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 597 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1381 (þál. í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-15 21:22:25 - [HTML]
52. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 21:53:29 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-15 22:52:41 - [HTML]
53. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-21 17:44:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2022-04-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1351 - Komudagur: 2022-04-22 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3630 - Komudagur: 2022-06-09 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1263 - Komudagur: 2022-04-01 - Sendandi: ÍS 47 ehf og Hábrúnar hf. - [PDF]

Þingmál A423 (málarekstur ráðherra fyrir dómstólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2022-03-02 16:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
57. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 17:08:24 - [HTML]
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-28 17:12:02 - [HTML]
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-28 17:30:32 - [HTML]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-09 17:32:19 - [HTML]
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-15 17:52:59 - [HTML]

Þingmál A439 (Evrópuráðsþingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (utanríkis- og alþjóðamál 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-08 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-10 12:03:19 - [HTML]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-09 16:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
54. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-22 22:07:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]

Þingmál A451 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-10 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A455 (grænar fjárfestingar ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1425 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (fjáraukalög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-23 16:07:34 - [HTML]
55. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-03-23 17:51:23 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-23 18:04:54 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-23 19:25:58 - [HTML]
56. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-03-24 14:00:08 - [HTML]
56. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-24 14:21:44 - [HTML]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Halldóra Mogensen - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-04-08 14:26:20 - [HTML]
67. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 15:32:46 - [HTML]
69. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 19:40:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3246 - Komudagur: 2022-05-13 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1175 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-07 18:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1176 (breytingartillaga) útbýtt þann 2022-06-07 20:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1376 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-24 18:35:32 - [HTML]
59. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 21:16:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1262 - Komudagur: 2022-04-04 - Sendandi: Neyðarlínan ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2022-04-04 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3256 - Komudagur: 2022-05-13 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3278 - Komudagur: 2022-05-16 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 3300 - Komudagur: 2022-05-18 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]

Þingmál A462 (ákvörðun nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-04 17:27:09 - [HTML]
61. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-04-04 17:46:26 - [HTML]

Þingmál A463 (ákvörðun nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-14 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A465 (björgun og sjúkraflutningar Landhelgisgæslunnar á Suðurlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-21 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (greiðslumat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-22 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 18:18:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3378 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A503 (fjárstuðningur við Alþjóðlega sakamáladómstólinn vegna ætlaðra stríðsglæpa rússneska innrásarhersins í Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 720 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-23 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A506 (biðlistar eftir valaðgerðum)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 16:51:32 - [HTML]
74. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2022-05-16 16:53:54 - [HTML]

Þingmál A507 (læknismeðferð erlendis vegna langs biðtíma innan lands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1413 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1214 (breytingartillaga) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1219 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-13 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1220 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-13 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1271 (þál. í heild) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-05 15:01:38 - [HTML]
62. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-04-05 15:21:10 - [HTML]
62. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-05 18:28:00 - [HTML]
62. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-04-05 21:47:43 - [HTML]
63. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-04-06 14:56:45 - [HTML]
89. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-13 16:24:21 - [HTML]
89. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-06-13 17:05:04 - [HTML]
89. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-06-13 22:45:44 - [HTML]
89. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-06-13 23:23:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1253 - Komudagur: 2022-03-31 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3206 - Komudagur: 2022-04-12 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 3238 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3239 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál - [PDF]
Dagbókarnúmer 3242 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3268 - Komudagur: 2022-05-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3274 - Komudagur: 2022-05-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3288 - Komudagur: 2022-05-17 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 3289 - Komudagur: 2022-05-17 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 3561 - Komudagur: 2022-06-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A514 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (álit) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-05-31 14:25:18 - [HTML]
82. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 14:35:35 - [HTML]
82. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 14:42:39 - [HTML]
82. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 14:56:13 - [HTML]
82. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 15:03:18 - [HTML]
82. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-05-31 15:09:32 - [HTML]
82. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 15:15:50 - [HTML]

Þingmál A517 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-31 21:12:41 - [HTML]

Þingmál A530 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 18:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A531 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-04-07 17:02:36 - [HTML]
64. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 17:13:36 - [HTML]
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 17:15:44 - [HTML]
64. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 17:19:40 - [HTML]

Þingmál A532 (fjármálamarkaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1231 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-13 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1306 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1332 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 22:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1401 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (ásættanlegur biðtími eftir heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1408 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-04-01 14:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1383 (þál. (m.áo.br.)) útbýtt þann 2022-06-15 21:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
76. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 17:17:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3620 - Komudagur: 2022-06-09 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A568 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 17:48:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3405 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]

Þingmál A569 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-06-14 23:29:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3427 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í lif- og heilbrigðistækni - [PDF]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Helga Þórðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-17 16:03:39 - [HTML]

Þingmál A575 (stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3488 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Heilbrigðisstofnun Norðurlands - [PDF]

Þingmál A583 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3298 - Komudagur: 2022-05-17 - Sendandi: Náttúrugrið - [PDF]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 22:03:22 - [HTML]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3489 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Ráðgjafar- og greiningarstöð - [PDF]
Dagbókarnúmer 3513 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Halldóra Inga Ingileifsdóttir og Sif Hauksdóttir - [PDF]

Þingmál A592 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1364 (þál. í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3484 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3485 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 3551 - Komudagur: 2022-06-03 - Sendandi: Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 3595 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Ragnar Friðrik Ólafsson - [PDF]

Þingmál A593 (sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A594 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-04 14:29:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
75. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2022-05-16 22:13:45 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 23:57:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3445 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3456 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3506 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-05-24 20:39:09 - [HTML]
80. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-05-24 21:20:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3593 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 3596 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3636 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3640 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT - [PDF]
Dagbókarnúmer 3646 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A599 (heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-01 20:11:21 - [HTML]

Þingmál A611 (losun gróðurhúsalofttegunda við opinberar framkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1417 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A629 (störf mannanafnanefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-07 13:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 991 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A633 (mat á loftslagsáhrifum áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1415 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A640 (áhrif breytts öryggisumhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (valdaframsal til Bankasýslu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (svar) útbýtt þann 2022-04-28 18:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A654 (aðgerðir til að auka þátttöku í skimun fyrir leghálskrabbameini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (svar) útbýtt þann 2022-05-30 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-18 15:53:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3328 - Komudagur: 2022-05-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 3329 - Komudagur: 2022-05-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A679 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-16 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-06-02 15:54:32 - [HTML]

Þingmál A687 (ráðstefnan Stokkhómur+50)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-23 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1250 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2022-06-14 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1323 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1395 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-20 14:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-23 16:00:31 - [HTML]
90. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-14 22:50:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3402 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - [PDF]

Þingmál A699 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2022-05-24 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1310 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1387 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A700 (rástöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-05-24 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A723 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-06-07 16:35:25 - [HTML]
85. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-06-07 19:34:17 - [HTML]
85. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-07 21:05:43 - [HTML]

Þingmál A730 (framkvæmd samgönguáætlunar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A754 (kostnaður vegna kolefnishlutleysis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1352 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-06-15 23:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A762 (makríll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1438 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A766 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B9 (rannsókn kjörbréfa)

Þingræður:
0. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-11-25 15:23:36 - [HTML]

Þingmál B59 (sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.)

Þingræður:
8. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-09 13:40:29 - [HTML]

Þingmál B90 (atvinnuleysistryggingar)

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-12-16 14:31:24 - [HTML]
12. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2021-12-16 14:33:28 - [HTML]

Þingmál B144 (staðan í heilbrigðiskerfinu)

Þingræður:
23. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-01-18 14:35:02 - [HTML]

Þingmál B146 (störf þingsins)

Þingræður:
24. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-01-19 15:33:47 - [HTML]

Þingmál B149 (hlutdeildarlán og húsnæðisverð)

Þingræður:
25. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-01-20 10:55:36 - [HTML]

Þingmál B181 (viðmið skaðabótalaga)

Þingræður:
28. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-01-27 10:51:43 - [HTML]

Þingmál B205 (störf þingsins)

Þingræður:
32. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-02 15:21:25 - [HTML]

Þingmál B224 (nefnd um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða)

Þingræður:
34. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-07 15:30:06 - [HTML]

Þingmál B235 (störf þingsins)

Þingræður:
36. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-02-09 15:04:01 - [HTML]

Þingmál B247 (raforkumál)

Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-02-10 11:43:32 - [HTML]

Þingmál B349 (samkomulag við Rauða krossinn um þjónustu við flóttamenn)

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-10 11:18:48 - [HTML]
50. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-10 11:21:03 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-10 11:22:19 - [HTML]

Þingmál B389 (áhrif stríðs í Úkraínu á matvælamarkað)

Þingræður:
53. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-21 16:04:21 - [HTML]

Þingmál B460 (viðbúnaður þjóðaröryggisráðs við vöruskorti)

Þingræður:
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-28 15:13:57 - [HTML]

Þingmál B467 (fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu)

Þingræður:
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-28 16:26:06 - [HTML]

Þingmál B487 (sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
60. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-03-30 17:13:44 - [HTML]
60. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-30 18:44:09 - [HTML]
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-30 19:54:09 - [HTML]
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-30 20:20:33 - [HTML]

Þingmál B496 (ákvæði siðareglna fyrir alþingismenn)

Þingræður:
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-04 15:32:53 - [HTML]

Þingmál B513 (fyrirkomulag við sölu Íslandsbanka)

Þingræður:
64. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-07 10:34:33 - [HTML]

Þingmál B519 (almannatryggingar)

Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-07 16:27:20 - [HTML]

Þingmál B543 (sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
68. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-25 16:59:34 - [HTML]
68. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-25 17:24:41 - [HTML]
68. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-25 20:20:28 - [HTML]
68. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 00:05:14 - [HTML]

Þingmál B553 (störf þingsins)

Þingræður:
70. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-27 15:31:26 - [HTML]

Þingmál B571 (sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka)

Þingræður:
71. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 13:37:32 - [HTML]

Þingmál B574 (dagskrártillaga)

Þingræður:
71. þingfundur - Óli Björn Kárason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-04-28 10:35:45 - [HTML]

Þingmál B577 (afstaða ráðherranefndar til bankasölu)

Þingræður:
72. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-29 10:38:12 - [HTML]

Þingmál B644 (störf þingsins)

Þingræður:
82. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-05-31 13:49:12 - [HTML]

Þingmál B646 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
82. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-05-31 13:34:30 - [HTML]

Þingmál B647 (störf þingsins)

Þingræður:
83. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-06-01 15:25:49 - [HTML]

Þingmál B660 (flutningur aðseturs Vatnajökulsþjóðgarðs, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
84. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-06-02 12:26:54 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 699 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-05 20:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 713 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
4. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-09-16 15:18:20 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-16 17:31:30 - [HTML]
4. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-09-16 18:37:37 - [HTML]
4. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2022-09-16 18:47:51 - [HTML]
42. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-12-06 14:31:36 - [HTML]
42. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-06 17:06:21 - [HTML]
42. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2022-12-06 19:04:27 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-07 17:23:08 - [HTML]
43. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-12-08 00:05:24 - [HTML]
45. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-12-09 14:24:09 - [HTML]
46. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-12-10 16:54:09 - [HTML]
47. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-12-12 19:21:54 - [HTML]
47. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-12-12 19:24:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2022-10-04 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2022-10-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 59 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: BSRB - [PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 98 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2022-10-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 451 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Sorgarmiðstöð, félagasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 871 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Staðlaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3716 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2022-10-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A3 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-09-20 18:31:40 - [HTML]

Þingmál A4 (hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A5 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 16 - Komudagur: 2022-10-06 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2022-10-14 - Sendandi: Rótin - félag um málefni kvenna - [PDF]

Þingmál A8 (tæknifrjóvgun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-22 13:21:56 - [HTML]

Þingmál A9 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]

Þingmál A11 (samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 15:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 169 - Komudagur: 2022-10-18 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]

Þingmál A14 (kosningalög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-20 21:08:45 - [HTML]

Þingmál A16 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 419 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir - [PDF]

Þingmál A18 (breyting á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-12 18:51:41 - [HTML]

Þingmál A19 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-11 17:56:12 - [HTML]
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-11 18:01:00 - [HTML]

Þingmál A20 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson - [PDF]

Þingmál A29 (starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-17 17:46:42 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2022-12-09 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna - [PDF]

Þingmál A35 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-23 14:35:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4087 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A38 (starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-23 15:27:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4114 - Komudagur: 2023-03-16 - Sendandi: Íslandsdeild Transparency International - [PDF]

Þingmál A41 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-12 18:10:10 - [HTML]

Þingmál A44 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 280 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A46 (öruggt farsímasamband á þjóðvegum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3727 - Komudagur: 2023-01-02 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]

Þingmál A48 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis - [PDF]

Þingmál A50 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 18:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
34. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-21 18:16:13 - [HTML]

Þingmál A52 (breytingar á aðalnámskrá í grunnskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 274 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Félag læsisfræðinga á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 283 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Skólastjórafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 290 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Rannsóknastofa um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna - [PDF]
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A53 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2022-11-15 - Sendandi: Ólafur Róbert Rafnsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Í-ess bændur - [PDF]
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Meike Erika Witt o.fl. - [PDF]
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Ísteka ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]

Þingmál A57 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-20 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A58 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-22 16:11:33 - [HTML]

Þingmál A61 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A65 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2022-12-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 3707 - Komudagur: 2022-12-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A67 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-23 18:11:44 - [HTML]

Þingmál A68 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 17:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A79 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4003 - Komudagur: 2023-03-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A86 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2022-11-24 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A89 (breytingar á raforkulögum til að tryggja raforkuöryggi almennings o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: HS Orka hf. - [PDF]

Þingmál A90 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 394 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: BSRB - [PDF]

Þingmál A92 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 17:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
71. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-03-01 18:20:24 - [HTML]

Þingmál A98 (uppbygging geðdeilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
16. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-13 13:00:50 - [HTML]

Þingmál A101 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-29 18:30:46 - [HTML]

Þingmál A102 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 17:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A114 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2023-05-16 15:17:05 - [HTML]

Þingmál A115 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 10:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-07 16:55:10 - [HTML]

Þingmál A132 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-11-10 15:25:58 - [HTML]

Þingmál A135 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4198 - Komudagur: 2023-03-23 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT - [PDF]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 550 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-11-21 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 591 (lög í heild) útbýtt þann 2022-11-23 16:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A143 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-23 12:10:07 - [HTML]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-05-09 20:23:42 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:33:12 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:37:15 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:41:45 - [HTML]
104. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-09 20:46:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2022-11-02 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A148 (gjaldfrjálsar heilbrigðisskimanir)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-20 16:48:24 - [HTML]

Þingmál A162 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-07 17:52:35 - [HTML]

Þingmál A163 (heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2022-11-28 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Læknadeild Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A165 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 19:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
74. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-07 18:04:59 - [HTML]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 16:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 707 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-06 13:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-12-14 21:41:08 - [HTML]

Þingmál A177 (fulltrúar í starfshópi um stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-20 18:38:01 - [HTML]

Þingmál A179 (mat Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna (FSRE) á húsnæðisþörf stofnana ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1651 (svar) útbýtt þann 2023-04-27 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin - [PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 581 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-11-22 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 587 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-11-23 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 611 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-11-24 10:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 838 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-15 15:23:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
36. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-11-23 16:40:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A213 (fjarvinnustefna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-12 17:00:10 - [HTML]
13. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-12 17:33:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 376 - Komudagur: 2022-11-07 - Sendandi: Mannauður, félag mannauðsstjóra - [PDF]

Þingmál A217 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-09 13:42:25 - [HTML]
78. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-03-09 13:59:36 - [HTML]

Þingmál A219 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A227 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-12 21:47:25 - [HTML]

Þingmál A231 (úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Náttúruhamfaratrygging Íslands - [PDF]

Þingmál A248 (ME-sjúkdómurinn hjá börnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (svar) útbýtt þann 2022-12-12 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A263 (niðurgreiðslur aðgerða á tunguhafti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (svar) útbýtt þann 2022-10-25 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A270 (biðlistar eftir ADHD-greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 914 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-15 21:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-12-16 13:11:22 - [HTML]
51. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-16 13:24:55 - [HTML]
51. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-12-16 15:42:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2022-11-15 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 765 - Komudagur: 2022-12-12 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2022-12-13 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A285 (útboð innan heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1289 (svar) útbýtt þann 2023-03-15 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (lagning bundins slitlags á umferðarlitla vegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-10 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 620 (svar) útbýtt þann 2022-12-05 20:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A290 (heimild til afhendingar upplýsinga úr málaskrá lögreglu vegna afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (svar) útbýtt þann 2022-11-08 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A291 (jöfn tækifæri til afreka)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2022-11-07 16:44:19 - [HTML]

Þingmál A293 (eftirlit með menntun, aðbúnaði og réttindum barna í skólum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - svar - Ræða hófst: 2022-11-07 17:02:43 - [HTML]

Þingmál A303 (geislafræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 16:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 782 (svar) útbýtt þann 2022-12-14 17:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A304 (lífeindafræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 16:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 783 (svar) útbýtt þann 2022-12-15 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (hjúkrunarfræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 727 (svar) útbýtt þann 2022-12-14 10:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A306 (ljósmæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 784 (svar) útbýtt þann 2022-12-15 16:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A307 (sjúkraliðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 785 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A308 (hjálpartæki fyrir börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (svar) útbýtt þann 2022-10-25 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (sjúkrasjóður stéttarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 323 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-12 16:05:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 429 (svar) útbýtt þann 2022-10-27 16:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-14 16:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1287 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-13 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-19 16:26:24 - [HTML]
20. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-19 17:13:18 - [HTML]
80. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-03-14 18:20:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3828 - Komudagur: 2023-02-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A345 (greiðslumat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-18 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-20 16:37:54 - [HTML]

Þingmál A347 (framfærsluviðmið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (svar) útbýtt þann 2023-04-25 13:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-20 16:59:26 - [HTML]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-10-20 15:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-26 16:22:54 - [HTML]
23. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-10-26 17:10:03 - [HTML]

Þingmál A372 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-20 10:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-21 10:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-08 15:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 15:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
22. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-10-25 16:37:20 - [HTML]
22. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 17:47:16 - [HTML]
53. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-23 18:45:39 - [HTML]
54. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-01-24 16:37:30 - [HTML]
54. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2023-01-24 21:09:10 - [HTML]
54. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-24 22:20:57 - [HTML]
55. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2023-01-25 19:22:17 - [HTML]
56. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-01-26 16:01:54 - [HTML]
56. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2023-01-26 18:08:24 - [HTML]
57. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-31 16:54:07 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-31 21:06:36 - [HTML]
58. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-01 19:02:59 - [HTML]
58. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-01 21:13:43 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 20:31:54 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:15:30 - [HTML]
59. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-03 01:37:08 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 03:59:09 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 12:16:59 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 13:11:26 - [HTML]
60. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-03 18:32:00 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 16:46:43 - [HTML]
61. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-06 17:08:01 - [HTML]
61. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-06 17:50:44 - [HTML]
61. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-07 00:30:23 - [HTML]
62. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-07 15:20:10 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 17:49:53 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 18:24:54 - [HTML]
62. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-07 19:18:30 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-07 21:27:30 - [HTML]
62. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-07 22:32:52 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-08 00:10:07 - [HTML]
62. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-02-08 01:44:41 - [HTML]
62. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-08 01:55:28 - [HTML]
64. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-02-09 14:12:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar - [PDF]
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 674 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3812 - Komudagur: 2023-01-23 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A383 (gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4855 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Markaðsstofur landshlutanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 4875 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]

Þingmál A396 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-11-07 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-07 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-09 17:46:25 - [HTML]

Þingmál A405 (viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra og sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (svar) útbýtt þann 2022-12-08 15:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A407 (heilsugæslusel í Suðurnesjabæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-08 13:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-08 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-10 14:57:12 - [HTML]
80. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 19:19:33 - [HTML]
80. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 19:22:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 637 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A418 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2022-11-09 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (kostnaðar- og ábatagreiningar vegna skógræktarverkefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 805 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-13 19:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Birgir Þórarinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-12-14 20:05:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (ákvarðanir nr. 138/2022, nr. 249/2022 og nr. 151/2022 um breytingar á IX. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-11-15 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
41. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-12-05 17:01:08 - [HTML]

Þingmál A435 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2022-12-04 - Sendandi: Hugarafl - [PDF]

Þingmál A442 (tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 15:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (raforkuöryggi og forgangsröðun raforku til orkuskipta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 541 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-16 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 842 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A475 (ákvörðun nr. 396/2021 um breytingu á XX. viðauka við EES- samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-11-17 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A479 (frestun réttaráhrifa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A480 (líftryggingar einstaklinga sem greinst hafa með langvarandi sjúkdóm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 868 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (sálfræðiþjónusta hjá heilsugæslunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A504 (fylgdarlaus börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Samkeppniseftirlitið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (álit) útbýtt þann 2022-12-02 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3864 - Komudagur: 2023-02-21 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 3937 - Komudagur: 2023-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4488 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4489 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A531 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3975 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-05 22:04:04 - [HTML]
41. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-05 22:27:31 - [HTML]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-02-27 17:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-22 16:40:02 - [HTML]
85. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-03-22 16:44:31 - [HTML]
86. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-03-23 11:23:14 - [HTML]
86. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-23 11:51:22 - [HTML]
86. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-23 11:52:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3748 - Komudagur: 2023-01-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3760 - Komudagur: 2023-01-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A534 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-12-13 18:14:54 - [HTML]
48. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 18:39:55 - [HTML]

Þingmál A536 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1694 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-05 12:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3953 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 3965 - Komudagur: 2023-03-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A537 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2022-12-15 20:49:54 - [HTML]
100. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-27 13:39:00 - [HTML]
100. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-27 15:06:48 - [HTML]

Þingmál A538 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 680 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1585 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-04-18 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-12-15 20:56:32 - [HTML]
50. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2022-12-15 21:02:03 - [HTML]
100. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-04-27 15:20:09 - [HTML]

Þingmál A542 (tónlist)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-09 17:23:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4211 - Komudagur: 2023-03-24 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A543 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-31 19:05:58 - [HTML]
115. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-01 15:04:56 - [HTML]
116. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-06-05 16:05:09 - [HTML]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-10 11:42:45 - [HTML]
48. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-13 16:21:45 - [HTML]
48. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2022-12-13 16:50:06 - [HTML]

Þingmál A572 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2022-12-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A581 (hungursneyðin í Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-22 16:04:16 - [HTML]

Þingmál A585 (fylgdarlaus börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1770 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-12 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1843 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-05-23 15:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1859 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-24 17:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-09 16:38:06 - [HTML]
64. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-09 16:50:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3907 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Hopp Mobility ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 3984 - Komudagur: 2023-03-06 - Sendandi: Hopp Mobility ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 4384 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A591 (fjöldi skurðhjúkrunarfræðinga í skurðaðgerðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1548 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-21 18:19:36 - [HTML]

Þingmál A617 (viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra og sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1263 (svar) útbýtt þann 2023-03-13 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A628 (reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1343 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 17:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A642 (breyting á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A650 (gagnsæi við ákvarðanatöku í opinberum hlutafélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2041 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A678 (lóðarleiga á jörðum í eigu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2264 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (frumvarp) útbýtt þann 2023-01-31 17:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
67. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-22 16:19:26 - [HTML]

Þingmál A681 (læknar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1051 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-01 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2024 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A682 (lögbundið eftirlit og eftirfylgni með réttindum fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-01 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2158 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A689 (tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4212 - Komudagur: 2023-03-24 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A697 (bið eftir þjónustu transteyma)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2023-03-27 17:38:14 - [HTML]

Þingmál A712 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-08 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-20 17:52:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4027 - Komudagur: 2023-03-10 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A713 (búfjárbeit á friðuðu eða vernduðu landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1644 (svar) útbýtt þann 2023-04-27 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (neyðarbirgðir af lyfjum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1282 (svar) útbýtt þann 2023-03-13 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A735 (stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1659 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-04-28 16:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1664 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-02 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1686 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-05-03 16:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1724 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-08 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A757 (ráðning starfsfólks með skerta starfsorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2026 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (flóttafólk frá Venesúela)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-21 16:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1345 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A783 (Evrópuráðsþingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-06 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (álit) útbýtt þann 2023-02-27 17:53:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1208 (álit) útbýtt þann 2023-02-28 10:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 15:59:15 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 16:07:34 - [HTML]
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-28 16:11:36 - [HTML]
70. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 16:40:05 - [HTML]
70. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-28 16:55:26 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-02-28 17:58:18 - [HTML]
70. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 19:13:34 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-28 19:49:34 - [HTML]
70. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-28 20:09:21 - [HTML]

Þingmál A797 (orkunýting bygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2176 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A802 (sáttmáli um laun kjörinna fulltrúa, starfsstétta grunninnviða og lágmarksframfærslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1231 (þáltill.) útbýtt þann 2023-03-06 15:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A804 (efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1840 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-05-23 15:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A805 (ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A806 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1983 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-06 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2127 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A812 (Íslandsbanki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2048 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A821 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-08 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A832 (norrænt samstarf 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1285 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-13 17:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A857 (aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1329 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-15 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1867 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-26 11:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1912 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-05-31 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-03-28 17:19:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4335 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin - [PDF]
Dagbókarnúmer 4741 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A858 (Land og skógur)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-23 14:57:43 - [HTML]
116. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2023-06-05 18:46:34 - [HTML]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-20 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1719 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-08 17:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1761 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-05-10 17:27:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4338 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4363 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 4487 - Komudagur: 2023-04-24 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A861 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-23 15:41:59 - [HTML]

Þingmál A863 (grásleppuveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1673 (svar) útbýtt þann 2023-05-05 12:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A878 (samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2273 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A883 (Geðheilsumiðstöð barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2161 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A889 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-28 18:25:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4727 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Carbfix ohf, Orka náttúrunnar og Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-19 16:16:18 - [HTML]

Þingmál A893 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 16:47:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4682 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1995 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-07 12:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2017 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-08 11:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2125 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-06-09 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-31 14:29:42 - [HTML]
94. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-04-17 16:21:56 - [HTML]
94. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2023-04-17 20:42:32 - [HTML]
95. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2023-04-18 19:00:07 - [HTML]
95. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-04-18 19:25:29 - [HTML]
95. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-04-18 19:35:09 - [HTML]
121. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-06-08 13:55:29 - [HTML]
121. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-08 14:26:06 - [HTML]
122. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-06-09 12:13:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4371 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 4397 - Komudagur: 2023-04-15 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 4406 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál - [PDF]
Dagbókarnúmer 4436 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4440 - Komudagur: 2023-04-18 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4446 - Komudagur: 2023-04-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4514 - Komudagur: 2023-04-28 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4827 - Komudagur: 2023-05-04 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]

Þingmál A895 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-27 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A914 (landbúnaðarstefna til ársins 2040)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1430 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-28 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1930 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-06-01 15:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-05-31 17:29:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4411 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4417 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4422 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]

Þingmál A915 (matvælastefna til ársins 2040)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-28 13:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1913 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-05-31 17:54:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Bergþór Ólason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-05-31 15:58:33 - [HTML]

Þingmál A916 (byrjendalæsi og leshraðamælingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2011 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A936 (sjóðir á vegum ráðuneytisins og stofnana þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1641 (svar) útbýtt þann 2023-04-27 14:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A939 (tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-04-25 15:00:07 - [HTML]

Þingmál A942 (ríkislögmaður)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-18 21:47:50 - [HTML]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1990 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-07 11:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 21:00:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4754 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Neytendasamtökin og Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 4763 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4768 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 4793 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4795 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Orkustofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 5025 - Komudagur: 2023-06-01 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A944 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1987 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-06 15:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 19:42:55 - [HTML]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1967 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-05 19:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2062 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-08 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2138 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-25 19:57:39 - [HTML]
117. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-06-06 16:11:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4582 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Indriði Ingi Stefánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 4625 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4656 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4672 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skotfélagið Markviss - [PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1480 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2023-04-26 16:52:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4744 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]

Þingmál A952 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4566 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 4920 - Komudagur: 2023-06-02 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4928 - Komudagur: 2023-06-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
97. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-04-24 17:29:33 - [HTML]
97. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-24 17:50:25 - [HTML]
97. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-04-24 18:30:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4613 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4624 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4648 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A971 (hatursorðræða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1570 (svar) útbýtt þann 2023-04-24 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2063 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-08 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2139 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A975 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4677 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Neyðarlínan ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 4693 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]

Þingmál A976 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-18 22:36:16 - [HTML]

Þingmál A978 (aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4550 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A981 (endurskoðendur og endurskoðun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A982 (aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1530 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4676 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 5026 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands - [PDF]

Þingmál A983 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4913 - Komudagur: 2023-06-01 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A984 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1532 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A986 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4576 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4637 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 4650 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Auðbjörg Reynisdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 4886 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A987 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1915 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-01 13:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
98. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2023-04-25 17:25:14 - [HTML]
116. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-06-05 16:40:52 - [HTML]
116. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-06-05 16:58:13 - [HTML]

Þingmál A1000 (fjármögnun og framkvæmd aðgerðaráætlunar gegn matarsóun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2166 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1028 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4749 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4814 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4781 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 4821 - Komudagur: 2023-05-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 4927 - Komudagur: 2023-06-05 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 4935 - Komudagur: 2023-06-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A1053 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (álit) útbýtt þann 2023-05-08 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
111. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-05-24 18:55:11 - [HTML]

Þingmál A1061 (sjúkraflug)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2023-06-07 12:40:01 - [HTML]

Þingmál A1077 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1782 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2076 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1078 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1783 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2046 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1079 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1784 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2180 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1080 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1785 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1979 (svar) útbýtt þann 2023-06-07 11:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1081 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1786 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2189 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1082 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1787 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1961 (svar) útbýtt þann 2023-06-06 13:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1083 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1788 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2087 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1084 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1789 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2005 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1085 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1790 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1994 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1086 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1791 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1959 (svar) útbýtt þann 2023-06-06 13:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1087 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1792 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2084 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1088 (netöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1793 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2074 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1109 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1829 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-05-23 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1111 (viðurkenning á háskólagráðum erlendra einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2217 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1114 (starfsemi geðheilsuteyma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2247 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1121 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-05-30 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1122 (fordæming ólöglegs brottnáms úkraínskra barna)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-05-31 16:53:08 - [HTML]

Þingmál A1130 (breytingar á sköttum og gjöldum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2256 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1135 (dvalarleyfisskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1896 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-30 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1143 (notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1925 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-06-01 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2089 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1144 (fjárveitingar til heilsugæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1926 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-06-01 16:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2292 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1152 (aðgengi að heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1963 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-06-05 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2230 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1155 (almannatryggingar og húsnæðisbætur)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-06-08 21:34:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4944 - Komudagur: 2023-06-07 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A1156 (breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
118. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-06-07 11:21:24 - [HTML]
122. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-06-09 16:35:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4945 - Komudagur: 2023-06-07 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A1157 (framkvæmd samgönguáætlunar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1991 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-06-09 11:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1166 (fasteignafjárfestingarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2262 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1171 (aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2055 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-06-08 14:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B65 (Virðismat kvennastarfa)

Þingræður:
8. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-22 11:39:01 - [HTML]

Þingmál B82 (viðbrögð opinberra aðila við náttúruvá)

Þingræður:
9. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-27 14:19:28 - [HTML]

Þingmál B107 (niðurstöður starfshóps um neyðarbirgðir, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
12. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-11 14:11:52 - [HTML]
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-10-11 14:49:17 - [HTML]
12. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2022-10-11 15:13:13 - [HTML]
12. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-10-11 15:57:06 - [HTML]
12. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-11 16:28:56 - [HTML]
12. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-11 16:40:24 - [HTML]

Þingmál B147 (Staðan á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif)

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-17 15:53:24 - [HTML]

Þingmál B223 (málefni hælisleitenda)

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-11-07 15:23:14 - [HTML]

Þingmál B234 (Störf þingsins)

Þingræður:
27. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-08 13:41:06 - [HTML]

Þingmál B261 (traust á söluferli ríkiseigna)

Þingræður:
30. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-14 15:20:29 - [HTML]

Þingmál B272 (Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka)

Þingræður:
31. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-11-15 14:33:32 - [HTML]
31. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-11-15 20:25:47 - [HTML]
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-11-15 20:55:54 - [HTML]
31. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-11-15 22:08:20 - [HTML]

Þingmál B276 (lögfræðiálit vegna ÍL-sjóðs)

Þingræður:
31. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-11-15 13:47:28 - [HTML]

Þingmál B283 (söluferli Íslandsbanka)

Þingræður:
32. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-11-16 15:27:51 - [HTML]

Þingmál B287 (Niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, munnleg skýrsla forsætisráðherra)

Þingræður:
32. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2022-11-16 17:22:30 - [HTML]

Þingmál B367 (Málefni öryrkja)

Þingræður:
41. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 16:16:36 - [HTML]

Þingmál B412 (orkuskipti í sjávarútvegi)

Þingræður:
47. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2022-12-12 15:24:33 - [HTML]

Þingmál B442 (fjárframlög til fjölmiðla)

Þingræður:
49. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-12-14 15:07:25 - [HTML]

Þingmál B495 (Störf þingsins)

Þingræður:
54. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-24 14:02:07 - [HTML]

Þingmál B502 (störf þingsins)

Þingræður:
55. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-01-25 15:08:11 - [HTML]

Þingmál B509 (losun gróðurhúsalofttegunda)

Þingræður:
56. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-01-26 10:48:45 - [HTML]
56. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2023-01-26 10:50:55 - [HTML]

Þingmál B626 (aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum)

Þingræður:
68. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-23 11:08:58 - [HTML]

Þingmál B726 (Björgunargeta Landhelgisgæslunnar)

Þingræður:
79. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-13 16:24:37 - [HTML]
79. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-03-13 16:35:04 - [HTML]
79. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-13 16:55:44 - [HTML]

Þingmál B740 (opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol)

Þingræður:
81. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2023-03-15 17:32:19 - [HTML]

Þingmál B752 (Samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn varðandi rafvarnarvopn)

Þingræður:
82. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-20 16:11:16 - [HTML]
82. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-03-20 16:53:17 - [HTML]
82. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-03-20 17:14:42 - [HTML]

Þingmál B807 (Störf þingsins)

Þingræður:
93. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-03-31 10:57:48 - [HTML]

Þingmál B823 (svör við fyrirspurnum)

Þingræður:
93. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-03-31 11:30:46 - [HTML]

Þingmál B1033 (ný vatnslögn til Vestmannaeyja)

Þingræður:
116. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-06-05 15:42:12 - [HTML]

Þingmál B1049 (Almennar stjórnmálaumræður)

Þingræður:
120. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2023-06-07 19:42:52 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 672 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-05 13:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 674 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-05 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2023-09-14 11:47:41 - [HTML]
3. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 14:49:00 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 16:47:35 - [HTML]
3. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-09-14 16:56:44 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 19:04:44 - [HTML]
4. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-15 10:29:10 - [HTML]
4. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-15 10:36:23 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-05 16:33:51 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 17:45:24 - [HTML]
43. þingfundur - Kristrún Frostadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-05 19:05:17 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-05 22:59:37 - [HTML]
44. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-06 23:12:45 - [HTML]
45. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-12-07 16:46:53 - [HTML]
46. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-08 13:06:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2023-09-22 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2023-09-27 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2023-10-09 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 70 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag atvinnuleikhópa - [PDF]
Dagbókarnúmer 82 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál - [PDF]
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Byggðastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 590 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - [PDF]
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 982 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 987 - Komudagur: 2023-11-20 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 991 - Komudagur: 2023-11-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 998 - Komudagur: 2023-11-27 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1143 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Rannsóknarsetur fyrir menntun og hugarfar - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 731 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-18 15:55:43 - [HTML]
5. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-18 16:17:10 - [HTML]
5. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-09-18 16:33:05 - [HTML]
48. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-12 15:04:53 - [HTML]
48. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-12 15:07:16 - [HTML]
48. þingfundur - Logi Einarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-12 15:13:59 - [HTML]
48. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-12 15:33:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2023-10-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A3 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-09-19 14:42:25 - [HTML]

Þingmál A4 (skattleysi launatekna undir 400.000 kr.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 241 - Komudagur: 2023-10-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2023-11-03 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A5 (bann við fiskeldi í opnum sjókvíum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Náttúruverndarfélagið Laxinn lifir - [PDF]
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2023-11-01 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]

Þingmál A6 (kosningalög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 17:03:12 - [HTML]
10. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-28 17:30:33 - [HTML]

Þingmál A11 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-20 17:06:43 - [HTML]
7. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-20 17:08:46 - [HTML]

Þingmál A12 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Hagsmunafélag stóðbænda - [PDF]
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Ísteka ehf. - [PDF]

Þingmál A13 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-30 18:02:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1475 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta - [PDF]

Þingmál A19 (þjóðarmarkmið um fastan heimilislækni og heimilisteymi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2023-11-06 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 907 - Komudagur: 2023-11-29 - Sendandi: Emil Lárus Sigurðsson Jón Steinar Jónsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 955 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Heilsugæslan Kirkjusandi - [PDF]

Þingmál A21 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
66. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-06 14:32:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Valorka ehf - [PDF]

Þingmál A24 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1248 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1299 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-03-20 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1321 (lög í heild) útbýtt þann 2024-03-21 15:30:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-22 17:38:40 - [HTML]
56. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-22 17:56:39 - [HTML]
88. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-03-19 17:10:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst ses. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2024-01-30 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2024-02-06 - Sendandi: Hólaskóli - Háskólinn á Hólum - [PDF]
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2024-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A26 (verndar- og orkunýtingaráætlun og umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-30 19:14:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Rarik ohf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
78. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 23:09:05 - [HTML]

Þingmál A29 (Orkustofnun og raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1170 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-03-06 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1180 (lög í heild) útbýtt þann 2024-03-07 11:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A34 (breyting á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A35 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2024-02-08 - Sendandi: Veðurstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A36 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A38 (fjarvinnustefna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1545 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A41 (fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-31 18:33:01 - [HTML]

Þingmál A47 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-25 19:04:58 - [HTML]
20. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-25 19:08:59 - [HTML]

Þingmál A49 (leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitímabils)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A51 (endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-17 18:20:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A72 (fjarnám á háskólastigi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A78 (barnalög og tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-06 17:40:36 - [HTML]

Þingmál A82 (uppbygging Suðurfjarðavegar)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-23 15:56:36 - [HTML]

Þingmál A94 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A96 (endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A99 (bann við hvalveiðum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-21 14:29:11 - [HTML]
8. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-21 14:31:12 - [HTML]
8. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-09-21 15:15:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Umsagnir mótteknar með tölvupóstum 24. október 2023 - [PDF]

Þingmál A101 (heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1916 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Lyfjastofnun - [PDF]

Þingmál A102 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2023-10-27 - Sendandi: Það er von - [PDF]
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2023-11-03 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A103 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Trans Ísland, félag trans fólks á Íslandi - [PDF]

Þingmál A105 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1810 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A106 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
69. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 12:50:44 - [HTML]

Þingmál A111 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 16:15:49 - [HTML]

Þingmál A115 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]

Þingmál A116 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1649 - Komudagur: 2024-03-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A118 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
70. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-12 18:13:07 - [HTML]

Þingmál A129 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 18:26:02 - [HTML]

Þingmál A132 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1612 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A137 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A145 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 14:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A155 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A161 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A166 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A173 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 15:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A181 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2023-10-09 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Póstdreifing ehf. - [PDF]

Þingmál A182 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 686 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-12-05 15:50:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-26 14:31:56 - [HTML]
9. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-26 15:43:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Eyjafjarðarsveit - [PDF]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-08 17:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 710 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-11 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-11 16:26:38 - [HTML]
47. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-11 16:34:56 - [HTML]
48. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-12 14:21:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 99 - Komudagur: 2023-10-09 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A184 (endurskoðendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (sáttmáli um laun starfssstétta grunninnviða og lágmarksframfærslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-21 11:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A193 (rannsókn kynferðisbrotamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (svar) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 16:44:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 14:16:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Fjarskiptastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 1131 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A225 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 807 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-15 14:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-09-26 18:19:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-11-29 23:08:07 - [HTML]

Þingmál A228 (aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-21 13:29:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-21 15:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A232 (meðferðarstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (svar) útbýtt þann 2023-11-23 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A233 (frjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2024-03-11 16:57:57 - [HTML]
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2024-03-11 17:09:49 - [HTML]

Þingmál A234 (stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-21 16:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-12-14 16:42:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Íslandsstofa - [PDF]

Þingmál A237 (heilsugæslusel í Suðurnesjabæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 630 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-28 13:29:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 641 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-29 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 668 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-04 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 707 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-08 15:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-10-09 17:15:31 - [HTML]
40. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-11-29 21:17:06 - [HTML]
40. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-11-29 21:41:26 - [HTML]
45. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2023-12-07 12:42:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 312 - Komudagur: 2023-10-23 - Sendandi: Nói Kristinsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja - [PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 11:21:16 - [HTML]

Þingmál A240 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-28 18:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: Félag grunnskólakennara - [PDF]
Dagbókarnúmer 863 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A241 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 723 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-12-11 16:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála - [PDF]
Dagbókarnúmer 434 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri - [PDF]

Þingmál A246 (fræðsla félaga- og hagsmunasamtaka í leik- og grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-26 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 411 (svar) útbýtt þann 2023-10-24 13:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A247 (dvalarleyfisskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-26 16:21:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 748 (svar) útbýtt þann 2023-12-13 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (ferðakostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (svar) útbýtt þann 2024-02-13 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A296 (skilamat á þjónustu talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-28 14:38:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 769 (svar) útbýtt þann 2023-12-14 10:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A297 (skipun og störf talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-28 15:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 772 (svar) útbýtt þann 2023-12-14 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-21 17:53:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT á Íslandi - [PDF]

Þingmál A306 (leiðrétting námslána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1396 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2023-11-08 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-10-06 13:51:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
12. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-10-10 20:03:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2023-10-27 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Reykjanesbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 448 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Víðir Gíslason - [PDF]
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Vesturbyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2024-08-29 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]

Þingmál A316 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2893 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2894 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2896 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A320 (búsetuúrræði fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2267 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (menntaskólaáfangar fyrir grunnskólabörn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 477 (svar) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A329 (kaup lögreglu á búnaði fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-10-10 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2025 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (inntökupróf í læknisfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-10-12 15:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 738 (svar) útbýtt þann 2023-12-12 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A338 (mönnunarvandi í leikskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (svar) útbýtt þann 2023-11-08 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A343 (hættumat vegna ofanflóða)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 19:22:12 - [HTML]

Þingmál A347 (hlutur fyrirtækja í hagnaðardrifinni verðbólgu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1405 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-04-15 15:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-16 14:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1718 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-16 14:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
21. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-26 15:31:52 - [HTML]
117. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-05 22:42:07 - [HTML]
117. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-05 23:14:23 - [HTML]
117. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2024-06-05 23:21:12 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-06-06 12:17:16 - [HTML]
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - Ræða hófst: 2024-06-06 12:59:30 - [HTML]
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 13:20:03 - [HTML]
118. þingfundur - Tómas A. Tómasson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 13:24:29 - [HTML]
118. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-06-06 16:17:34 - [HTML]
118. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-06-06 17:38:57 - [HTML]
118. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-06-06 18:23:40 - [HTML]
118. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 20:56:52 - [HTML]
118. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2024-06-06 21:02:38 - [HTML]
118. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-06 21:58:23 - [HTML]
118. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-06 22:18:49 - [HTML]
118. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-06 23:00:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 699 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: RARIK - [PDF]
Dagbókarnúmer 2803 - Komudagur: 2024-06-07 - Sendandi: Neytendasamtökin - [PDF]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 20:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
50. þingfundur - Birgir Þórarinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-14 17:29:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Lögreglan á Suðurnesjum - [PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Indriði R. Grétarsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A369 (aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-10-16 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 792 (svar) útbýtt þann 2023-12-15 14:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A379 (árangur í móttöku og aðlögun erlendra ríkisborgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2023-11-29 15:58:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A384 (sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1164 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Sjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]

Þingmál A387 (kennsluefni í kynfræðslu í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-10-18 17:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 568 (svar) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-23 11:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A409 (læsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1759 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A441 (alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A448 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (almennar sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-09 14:02:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2023-11-16 - Sendandi: Ragnheiður B. Guðmundsdóttir o.fl. - [PDF]

Þingmál A455 (kostnaður við byggingu hjúkrunarheimila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (svar) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A460 (fjöldi lögreglumanna)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 18:50:00 - [HTML]

Þingmál A467 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 14:18:51 - [HTML]
27. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 14:23:17 - [HTML]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-15 18:14:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Samtök sjálfstæðra skóla - [PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A469 (afstaða Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2023-11-09 11:24:38 - [HTML]

Þingmál A473 (áfengisneysla og áfengisfíkn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1955 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-09 15:30:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 718 - Komudagur: 2023-11-16 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 877 - Komudagur: 2023-11-27 - Sendandi: Grýtubakkahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 927 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Súðavíkurhreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Suðurnesjabær - [PDF]

Þingmál A481 (fjáraukalög 2023)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-12 18:23:56 - [HTML]

Þingmál A484 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 811 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-12-15 14:55:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
31. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-14 18:05:31 - [HTML]
31. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-14 18:10:25 - [HTML]
31. þingfundur - Halldór Auðar Svansson - Ræða hófst: 2023-11-14 18:23:23 - [HTML]
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2023-11-14 18:37:37 - [HTML]

Þingmál A502 (afnám jafnlaunavottunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (þáltill.) útbýtt þann 2023-11-14 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-14 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 799 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-14 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-15 21:37:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-20 14:59:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2101 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-22 19:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: BSRB og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Arkitektafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2023-12-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2023-12-12 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A511 (aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-29 10:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1664 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-05-08 16:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2023-12-18 - Sendandi: MML - Miðja máls og læsis - [PDF]
Dagbókarnúmer 1283 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Mímir-símenntun ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2023-12-20 - Sendandi: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1832 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Símennt - samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1833 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Símennt - samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Símennt - samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - [PDF]

Þingmál A514 (eftirlit með framkvæmd brottvísana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1393 (svar) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A515 (ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (svar) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A519 (fyrirspurnir í Heilsuveru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-21 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1830 (svar) útbýtt þann 2024-06-14 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (áhrif ófriðar á þróunarsamvinnu Íslands)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-01-24 15:50:43 - [HTML]

Þingmál A533 (breytingar á lögum um mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-02-05 18:26:16 - [HTML]

Þingmál A534 (aðgerðir í kjölfar skýrslu umboðsmanns Alþingis um konur í fangelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (svar) útbýtt þann 2024-02-16 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A535 (landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-24 17:56:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1673 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-13 16:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
39. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-28 17:12:50 - [HTML]
112. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-05-14 15:02:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1246 - Komudagur: 2023-12-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2023-12-18 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Landsnet hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2024-01-09 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2023-12-15 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2024-02-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A536 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (frumvarp) útbýtt þann 2023-11-27 15:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
81. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-06 18:04:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1820 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1838 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Skatturinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 1860 - Komudagur: 2024-03-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A539 (endurnýjun lyfjaskírteina fyrir ADHD-lyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (staða barna innan trúfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-29 18:23:44 - [HTML]
40. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2023-11-29 18:31:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Guðmundur I Bergþórsson og Sigurður Jóhannesson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: N1 hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Ingibjörg Isaksen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-15 20:10:33 - [HTML]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:21:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A549 (kostnaður vegna réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1271 (svar) útbýtt þann 2024-03-19 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A553 (dreifing nektarmynda af ólögráða einstaklingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (svar) útbýtt þann 2024-02-01 14:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A563 (Ríkisútvarpið og áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A571 (undanþágur frá fjarskiptaleynd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (svar) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (farsímanotkun barna á grunnskólaaldri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (svar) útbýtt þann 2024-02-16 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A577 (mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-20 15:23:55 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-20 16:11:49 - [HTML]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-12-14 16:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-07 13:26:50 - [HTML]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-15 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1272 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-19 13:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1297 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-03-20 16:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-03-19 15:06:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 1662 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: HLH ráðgjöf - [PDF]

Þingmál A585 (Umhverfis- og orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A591 (framvinda stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (svar) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A612 (lífeyrir almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-01-24 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1645 (svar) útbýtt þann 2024-05-10 16:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A618 (sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-01-25 12:52:09 - [HTML]
59. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-01-25 12:54:27 - [HTML]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-12 15:15:12 - [HTML]

Þingmál A621 (útreikningur launaþróunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 927 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-01-25 10:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A623 (kostnaður við leiðtogafund Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1106 (svar) útbýtt þann 2024-02-22 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A645 (gervigreind)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-03-18 17:52:06 - [HTML]

Þingmál A651 (gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2213 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A655 (gervigreind)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-18 19:04:51 - [HTML]

Þingmál A659 (flutningur fólks til Venesúela)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-11 18:16:18 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
120. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-11 23:26:49 - [HTML]

Þingmál A675 (tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Marine Collagen ehf. - [PDF]

Þingmál A685 (skilgreiningar á hlutlægum viðmiðum í kynferðisbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1026 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-02-08 13:37:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1145 (svar) útbýtt þann 2024-03-05 13:03:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1640 - Komudagur: 2024-02-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A689 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
72. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-13 19:32:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2058 - Komudagur: 2024-04-17 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1397 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-08 14:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (eftirlit með framkvæmd ákæruvalds)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1037 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-02-12 16:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2144 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1101 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-02-21 23:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1102 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-02-21 23:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1128 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-02-22 23:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1131 (lög í heild) útbýtt þann 2024-02-23 00:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
73. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-15 13:52:42 - [HTML]
73. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-02-15 13:58:23 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2024-02-15 14:48:32 - [HTML]
77. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-02-22 14:22:18 - [HTML]
77. þingfundur - Teitur Björn Einarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 14:45:56 - [HTML]
77. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 14:48:23 - [HTML]
77. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 14:51:12 - [HTML]
77. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 15:35:05 - [HTML]
77. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 15:49:55 - [HTML]
77. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 15:52:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 15:58:19 - [HTML]
77. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-02-22 20:18:05 - [HTML]
77. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-02-22 20:22:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1515 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2024-04-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:13:57 - [HTML]
74. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:17:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1655 - Komudagur: 2024-03-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2423 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A708 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (álit) útbýtt þann 2024-02-15 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A712 (lögfræðikostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-02-15 14:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1663 (svar) útbýtt þann 2024-05-14 16:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A717 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-02-19 16:18:18 - [HTML]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1712 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-15 20:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1716 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-16 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-04 20:08:38 - [HTML]
113. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-05-16 14:11:23 - [HTML]
113. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-05-16 15:45:32 - [HTML]
113. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:04:33 - [HTML]
113. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:06:55 - [HTML]
113. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 17:29:48 - [HTML]
113. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 18:10:22 - [HTML]
114. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-05-17 13:45:57 - [HTML]
114. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-05-17 13:58:35 - [HTML]
122. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-13 15:53:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1786 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]
Dagbókarnúmer 2074 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2075 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-05 14:56:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2024-03-28 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SVÞ og VÍ - [PDF]
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A728 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-05-14 14:55:46 - [HTML]

Þingmál A734 (raunfærnimat)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2268 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2098 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-22 17:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1726 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1830 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Alma íbúðafélag hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2016 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: BSRB, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2086 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Heimstaden - [PDF]
Dagbókarnúmer 2500 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A755 (gjaldtaka í sjókvíaeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2251 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A756 (kortlagning óbyggðra víðerna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1865 (svar) útbýtt þann 2024-07-05 10:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A772 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-06 14:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1924 - Komudagur: 2024-04-04 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A777 (gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1468 (svar) útbýtt þann 2024-04-11 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A794 (öryggi í knattspyrnuhúsum og fjölnota íþróttahúsum)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-06 18:15:53 - [HTML]

Þingmál A795 (samningar Sjúkratrygginga Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1209 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-03-11 17:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1506 (svar) útbýtt þann 2024-04-15 16:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A809 (stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-12 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
88. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-03-19 20:09:44 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-19 20:26:18 - [HTML]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1905 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-14 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1918 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-18 14:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2009 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-21 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2089 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 14:17:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-20 17:47:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2023 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2030 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2070 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2083 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 2231 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A847 (Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2102 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 19:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2123 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
90. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-21 16:24:44 - [HTML]
130. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-06-22 14:31:14 - [HTML]
130. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-22 16:04:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2119 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2597 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2670 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2773 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A876 (tekjur af auðlegðarskatti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1312 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-03-21 12:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A880 (skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-22 13:35:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2059 - Komudagur: 2024-04-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A881 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-22 13:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
108. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-07 17:16:20 - [HTML]
108. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-07 17:28:54 - [HTML]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-11 15:38:21 - [HTML]

Þingmál A899 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 20:14:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2196 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2294 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2342 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Skipulagsstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2570 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Fuglavernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2578 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Flugfélagið Geirfugl ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2584 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Svifflugfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2662 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2837 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2842 - Komudagur: 2024-06-20 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 18:10:51 - [HTML]
96. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 19:48:18 - [HTML]
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 19:50:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2185 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Ungir umhverfissinnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2195 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Samtök orkusveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2211 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur - [PDF]
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: wpd Ísland - [PDF]
Dagbókarnúmer 2256 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Fuglaverndarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2456 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Dalabyggð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2569 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Fuglavernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2579 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Flugfélagið Geirfugl ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2585 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Svifflugfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2663 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2838 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A905 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2164 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2501 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A906 (sjúkraskrár)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2174 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Embætti landlæknis - [PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 18:17:06 - [HTML]
94. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 18:29:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2664 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2714 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands - [PDF]

Þingmál A909 (breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A910 (fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 14:56:13 - [HTML]
130. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-06-22 11:32:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A911 (Nýsköpunarsjóðurinn Kría)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2179 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður - [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-04 23:25:30 - [HTML]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-11 12:20:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2157 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A915 (breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1970 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-20 17:07:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1989 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-21 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2183 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 23:01:40 - [HTML]

Þingmál A918 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-04-30 15:44:22 - [HTML]
104. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-30 15:56:40 - [HTML]

Þingmál A920 (ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-16 15:42:29 - [HTML]
96. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 17:05:44 - [HTML]
96. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2024-04-16 17:10:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2332 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2496 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A921 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2024-05-16 - Sendandi: Deloitte legal ehf. - [PDF]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1855 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-12 19:58:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-11 16:14:11 - [HTML]
124. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 19:11:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2674 - Komudagur: 2024-06-03 - Sendandi: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A923 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-11 13:21:05 - [HTML]
94. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-11 14:08:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2830 - Komudagur: 2024-06-13 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2627 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A926 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2710 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Sýslumannaráð - [PDF]

Þingmál A927 (aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-23 14:16:20 - [HTML]
101. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-23 16:08:59 - [HTML]
101. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 17:29:32 - [HTML]
101. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 17:34:05 - [HTML]
101. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-04-23 18:20:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2246 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 2327 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: RATEL - [PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2355 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Vestfjarðastofa ses. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2358 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslenski náttúruverndarsjóðurinn - The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2382 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Íslenski náttúruverndarsjóðurinn - The Icelandic Wildlife Fund - [PDF]
Dagbókarnúmer 2384 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2457 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2464 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2465 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Jóhannes Sturlaugsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2468 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Matvælastofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2525 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Magna Lögmenn ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2822 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar - [PDF]

Þingmál A931 (skák)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2436 - Komudagur: 2024-05-12 - Sendandi: Hjörvar Steinn Grétarsson - [PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-04-15 18:47:39 - [HTML]
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-16 20:52:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A936 (sviðslistir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2437 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Björn Ingiberg Jónsson - [PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1919 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-18 17:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 22:07:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2598 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2681 - Komudagur: 2024-06-03 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A939 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A942 (Orkusjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2096 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-22 17:32:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 22:40:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2228 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Konur í orkumálum - [PDF]

Þingmál A953 (afturköllun dvalarleyfis og brottvísun erlendra ríkisborgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1963 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A978 (tekjur af auðlegðarskatti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1441 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-11 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2266 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A980 (útreikningur launaþróunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1443 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-11 15:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2193 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A998 (gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2161 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1005 (læknaskortur í Grundarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2206 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1032 (styrkir til félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2138 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-16 13:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1831 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-10 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1832 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-06-10 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-14 13:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2061 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-22 11:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2024-04-19 15:47:19 - [HTML]
100. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-22 19:25:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2168 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Fjármálaráð - [PDF]
Dagbókarnúmer 2270 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 2285 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Vestfjarðastofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 2308 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál - [PDF]
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2400 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2401 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna - [PDF]
Dagbókarnúmer 2573 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]
Dagbókarnúmer 2666 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]
Dagbókarnúmer 2694 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A1036 (ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1505 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-15 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1995 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-06-21 16:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2740 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Námsbraut í land- og ferðamálafræði, Háskóla Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2746 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu - [PDF]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-17 18:56:20 - [HTML]
97. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-17 21:00:22 - [HTML]

Þingmál A1056 (ávinningur sjálfvirknivæðingar og gervigreindar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1753 (svar) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1075 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
113. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-05-16 14:07:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2407 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]
Dagbókarnúmer 2435 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A1076 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1096 (mengun frá skolvatni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2176 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1099 (utanríkis- og alþjóðamál 2023)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-13 16:31:25 - [HTML]

Þingmál A1104 (staðfesting rammasamkomulags milli Íslands og Grænlands um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1655 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-05-08 14:46:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1803 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-05 19:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
114. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-17 16:38:33 - [HTML]
125. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-06-19 21:47:49 - [HTML]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2879 - Komudagur: 2024-07-15 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]

Þingmál A1110 (meginþættir í störfum fjármálastöðugleikaráðs 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1672 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-05-14 15:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1120 (aðstoð við erlenda ríkisborgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2173 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1130 (breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2051 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-21 22:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2762 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Marine Collagen ehf. - [PDF]

Þingmál A1146 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1821 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-08 11:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
119. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-06-10 16:47:43 - [HTML]
119. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-10 18:23:48 - [HTML]

Þingmál A1148 (áhrif heimilisofbeldis við úrskurð um umgengni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1836 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-11 17:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1151 (íslenska sem opinbert mál á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1839 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-06-10 18:32:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2243 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1155 (loftslagsáhrif lagafrumvarpa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1884 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-06-13 14:34:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2142 (svar) útbýtt þann 2024-08-13 11:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-18 21:34:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2844 - Komudagur: 2024-06-20 - Sendandi: Dómstólasýslan - [PDF]

Þingmál A1183 (þjónusta við einstaklinga með endómetríósu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2216 (svar) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B13 (Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-13 19:43:13 - [HTML]
2. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-09-13 21:24:38 - [HTML]

Þingmál B129 (Hjúkrunarrými og heimahjúkrun)

Þingræður:
8. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-09-21 11:34:09 - [HTML]

Þingmál B184 (Fátækt og samfélagslegur kostnaður, munnleg skýrsla forsætisráðherra.)

Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-10-12 12:31:05 - [HTML]
14. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-10-12 16:29:12 - [HTML]
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-12 17:56:10 - [HTML]

Þingmál B196 (Þolmörk ferðaþjónustunnar)

Þingræður:
15. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-16 15:46:29 - [HTML]

Þingmál B201 (Slysasleppingar í sjókvíaeldi)

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2023-10-17 14:37:27 - [HTML]

Þingmál B202 (Störf þingsins)

Þingræður:
17. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-18 15:37:03 - [HTML]

Þingmál B225 (Kvennastéttir og kjarasamningar)

Þingræður:
19. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2023-10-24 14:00:43 - [HTML]

Þingmál B253 (afstaða stjórnvalda í utanríkismálum)

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2023-11-06 15:22:32 - [HTML]

Þingmál B318 (Málefni fatlaðs fólks)

Þingræður:
32. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-15 15:46:09 - [HTML]

Þingmál B490 (Störf þingsins)

Þingræður:
51. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-12-15 11:57:33 - [HTML]

Þingmál B541 (Orkumál)

Þingræður:
57. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-23 14:24:22 - [HTML]

Þingmál B693 (öryggis- og varnarmál í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu)

Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-22 10:44:53 - [HTML]

Þingmál B699 (Gjaldtaka á friðlýstum svæðum)

Þingræður:
77. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-22 11:06:51 - [HTML]
77. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-02-22 11:11:58 - [HTML]
77. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-22 11:35:52 - [HTML]

Þingmál B733 (Störf þingsins)

Þingræður:
80. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-05 13:50:46 - [HTML]

Þingmál B855 (Störf þingsins)

Þingræður:
96. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2024-04-16 14:26:25 - [HTML]

Þingmál B925 (Störf þingsins)

Þingræður:
104. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-30 13:35:12 - [HTML]

Þingmál B974 (bankasala og traust á fjármálakerfinu)

Þingræður:
110. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-05-13 15:18:31 - [HTML]

Þingmál B1000 (Staða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins)

Þingræður:
113. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-16 11:15:46 - [HTML]

Þingmál B1039 (Störf þingsins)

Þingræður:
117. þingfundur - Eva Dögg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-05 15:17:04 - [HTML]

Þingmál B1127 (Störf þingsins)

Þingræður:
125. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2024-06-19 11:03:51 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A1 (fjárlög 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-10 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 376 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-11-14 19:22:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
3. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-12 09:34:22 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-09-12 17:25:39 - [HTML]
4. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-09-13 18:05:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Landspítalinn - [PDF]
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa - [PDF]
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: BHM - [PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2024-10-17 - Sendandi: Akureyrarbær - [PDF]
Dagbókarnúmer 265 - Komudagur: 2024-10-22 - Sendandi: Samtökin '78 - [PDF]
Dagbókarnúmer 504 - Komudagur: 2024-10-11 - Sendandi: Golfsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 511 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 512 - Komudagur: 2024-10-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 552 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: UMFÍ - [PDF]
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2024-10-08 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistafólks - [PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-10 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-16 15:49:47 - [HTML]
5. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-16 16:16:23 - [HTML]
5. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-09-16 16:55:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2024-10-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2024-10-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A10 (breyting á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 11:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A12 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 16:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-17 15:10:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2024-11-11 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A16 (myndlistarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 331 - Komudagur: 2024-10-29 - Sendandi: Listaháskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A34 (verndar- og orkunýtingaráætlun og umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A36 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök - [PDF]

Þingmál A45 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-11 19:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A46 (skattleysi launatekna undir 450.000 kr. og 450.000 kr. lágmark til framfærslu lífeyrisþega)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2024-10-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - [PDF]

Þingmál A50 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-10-10 11:29:41 - [HTML]

Þingmál A65 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu trans fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2024-10-02 - Sendandi: Trans Ísland, félag trans fólks á Íslandi - [PDF]

Þingmál A67 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-12 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A70 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 11:33:58 - [HTML]

Þingmál A71 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 15:39:11 - [HTML]

Þingmál A74 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 13:56:17 - [HTML]

Þingmál A76 (dánaraðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2024-11-12 - Sendandi: Helga Matthildur Jónsdóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2024-11-21 - Sendandi: Lífsvirðing - Félag um dánaraðstoð - [PDF]

Þingmál A78 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 10:53:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
14. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-10 15:15:11 - [HTML]

Þingmál A85 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 14:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (brottfall laga um orlof húsmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-16 17:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A148 (skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A158 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A163 (neytendalán og fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A167 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 15:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A169 (Happdrætti Háskóla Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 15:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A177 (neytendalán o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-19 10:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A188 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A195 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-09-12 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 216 - Komudagur: 2024-10-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A222 (námsgögn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-18 14:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
8. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-09-19 11:39:31 - [HTML]
8. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2024-09-19 12:49:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A233 (sjávarútvegsstefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2024-10-10 - Sendandi: Fiskistofa - [PDF]

Þingmál A259 (framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 336 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ) - [PDF]

Þingmál A260 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-04 14:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-10-07 15:50:43 - [HTML]
11. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-10-07 16:13:59 - [HTML]

Þingmál A272 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 277 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A273 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A274 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-09 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A276 (Fasteignir sjúkrahúsa ohf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-09 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A295 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-17 10:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A298 (stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2024-10-24 - Sendandi: Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar - [PDF]
Dagbókarnúmer 352 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ - [PDF]

Þingmál A300 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-11-13 21:08:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2024-10-30 - Sendandi: Dufland ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 395 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: Coripharma ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 452 - Komudagur: 2024-11-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A301 (kílómetragjald á ökutæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-22 20:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 393 - Komudagur: 2024-10-31 - Sendandi: SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 448 - Komudagur: 2024-11-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A304 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A321 (helstu verkefni stjórnvalda og mat á framtíðarhorfum vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-11-08 13:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A323 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (frumvarp) útbýtt þann 2024-11-08 13:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 373 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-11-14 19:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A326 (staðfesting ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (þáltill. n.) útbýtt þann 2024-11-11 16:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B51 (vísitala neysluverðs og verðbólga)

Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-19 11:02:54 - [HTML]
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-09-19 11:06:46 - [HTML]

Þingmál B64 (Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs)

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-09-24 14:45:19 - [HTML]
9. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2024-09-24 14:59:58 - [HTML]

Þingmál B89 (staða samgöngumála á Vestfjörðum)

Þingræður:
11. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2024-10-07 15:48:49 - [HTML]