Úrlausnir.is


Merkimiði - 19. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936

Síað eftir merkimiðanum „19. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1972:93 nr. 145/1970 (ÁTVR) [PDF]
Kona rak verslun í eigin nafni þar sem hún stofnaði ekki félag um það. Bróðir hennar rak verslunina vegna veikinda hennar. Hann stofnaði til viðskipta við ÁTVR og ætlaði ÁTVR síðan að innheimta skuld. Konan nefndi að á þeim tíma hefði bróðir hennar tekið við rekstrinum og því hefði hann stofnað til skuldina sjálfur en ekki í umboði hennar. ÁTVR var talið grandlaust þar sem það hefði ekki vitað af þessum eigendaskiptum.

Hrd. 202/2008 dags. 12. febrúar 2009 (Rektor)[HTML] [PDF]


Hrd. 304/2012 dags. 19. desember 2012 (Oddviti F-lista)[HTML] [PDF]
Reykjavíkurborg greiddi lögbundin framlög til F-listans og var greitt inn á tiltekinn bankareikning borgarmálafélags F-listans sem oddviti flokksins hafði áður stofnað sem klofningsflokk frá hinum. Ekki var fallist á að oddvitinn hefði haft stöðuumboð fyrir F-listann til að breyta ráðstöfuninni. F-listinn hafði tilkynnt borginni um umboðsskortinn.

Vísað var til ákvæða laganna um að framlögin ættu að vera greidd til stjórnmálaflokka en einstakir frambjóðendur þeirra ættu ekki sjálfstætt tilkall til þeirra. Einnig var litið til þess að oddvitinn var forseti borgarstjórnar á þeim tíma og því ekki talið að borgin hefði verið grandlaus um þetta.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6824/2006 dags. 15. janúar 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2201/2011 dags. 8. febrúar 2012[HTML]