Úrlausnir.is


Merkimiði - 51. gr. laga um lausafjárkaup, nr. 39/1922

Síað eftir merkimiðanum „51. gr. laga um lausafjárkaup, nr. 39/1922“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1967:960 nr. 24/1967 (Raflampar höfðu verið seldir) [PDF]


Hrd. 1971:560 nr. 48/1970 (Þéttiefni) [PDF]
Kaupandi fékk annað þéttiefni frá seljanda en hann pantaði. Seljandinn var talinn vera ábyrgur. Álitaefni var hvort kaupandinn hefði átt að gera sér grein fyrir muninum en nefnt að hann hefði átt að geta treyst seljandanum í þeim efnum.

Hrd. 2004:273 nr. 227/2003 (Nathan & Olsen ehf.)[HTML] [PDF]
Gerð var áreiðanleikakönnun vegna kaupa á fyrirtæki og benti hún á ýmsa ágalla. Í kjölfarið var samið um afslátt af kaupverðinu. Nokkrum mánuðum eftir afhendingu komst kaupandinn að því að ástandið hjá fyrirtækinu hefði verið enn verra. Hæstiréttur taldi kaupandann ekki geta borið þetta fyrir sig gagnvart seljandanum þótt áreiðanleikakönnunin hafi ekki gefið rétta mynd af stöðunni.