Úrlausnir.is


Merkimiði - d-liður 1. mgr. 192. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008

Síað eftir merkimiðanum „d-liður 1. mgr. 192. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 29/2009 dags. 30. janúar 2009 (Skattahluti Baugsmálsins)[HTML] [PDF]


Hrd. 15/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Fjármálaeftirlitið / Baldur Guðlaugsson - Innherjaupplýsingar)[HTML] [PDF]
Maður var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir innherjasvik. Málið var svo fellt niður að gefnum skýringum mannsins, en sú niðurfelling af bundin einhverjum skilyrðum. Málið var svo tekið aftur upp og vildi maðurinn meina að skilyrðið hafi verið ógilt. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað mannsins að þessu leyti þar sem ákvörðunin hafi verið til þess fallin að ná markmiði rannsóknarinnar.

Hrd. 456/2013 dags. 10. september 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 131/2014 dags. 25. febrúar 2014[HTML] [PDF]
Sækjandi setti fram sem sönnunargagn hljóðritað samtal eins ákærðu í máli og lýsti yfir því að hann hygðist kalla verjanda hins ákærða sem vitni. Hæstiréttur taldi í ljósi þess að sækjandi neitaði að draga umrætt skjal til baka og útilokaði ekki vitnaleiðslu verjandans, staðfesti hann úrskurð héraðsdóms um að skipun verjandans yrði felld úr gildi.

Hrd. 688/2015 dags. 14. október 2015 (Synjað um að leysa verjanda frá störfum)[HTML] [PDF]
Fjórir sakborningar voru í einangrun og í fjölmiðlaviðtali nefndi verjandi eins þeirra að hann kannaðist ekki við ásakanir sem á honum voru bornar. Krafist var að verjanda yrði vikið úr störfum þar sem verjandinn var talinn vera með viðtalinu að flytja skilaboð frá sakborningnum til umheimsins. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og nefndi að áhrifin þurfi ýmist að hafa haft óeðlileg áhrif á rannsóknina eða málsmeðferðina.

Hrd. 804/2015 dags. 2. desember 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 436/2016 dags. 14. júní 2016[HTML] [PDF]
Sakborningur var sakaður um að hafa bakkað bíl á ungt barn þannig að það lést. Eitt vitni var að þessu og hafði verjandi sakborningsins samband við vitnið. Var verjandinn sakaður um að reyna að hafa áhrif á framburð vitnisins en verjandinn sagðist hafa verið í upplýsingaöflun. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu.

Hrd. 138/2017 dags. 6. mars 2017[HTML] [PDF]
Lögreglumaður lá undir grun um misbeitingu á valdi sínu og var málið svo fellt niður. Ríkissaksóknari ógilti niðurfellinguna og öðlaðist tilnefning verjandans sjálfkrafa aftur gildi við það.

Hrd. 539/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML] [PDF]