Úrlausnir.is


Merkimiði - 57. gr. laga um grunnskóla, nr. 66/1995

Síað eftir merkimiðanum „57. gr. laga um grunnskóla, nr. 66/1995“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1997:1499 nr. 447/1996 [PDF]


Hrd. 1997:1509 nr. 448/1996 [PDF]


Hrd. 2004:446 nr. 239/2003 (Kennari í námsleyfi - Greiðslur úr námsleyfasjóði)[HTML] [PDF]
Stjórn námsleyfasjóðs var óheimilt að beita nýjum reglum um úthlutun námsleyfa afturvirkt á ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar.

Hrd. 405/2006 dags. 8. mars 2007 (Djúpavogshreppur)[HTML] [PDF]
Með lögum var kveðið á um lokun B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gagnvart nýjum launagreiðendum en launagreiðendur er höfðu fyrir gildistöku laganna heimild til að greiða í hann mættu gera það áfram. Sveitarstjóri Djúpavogs hafði áður greitt í þá deild fyrir gildistöku laganna. Lögum um lífeyrissjóðinn hafði þá verið breytt til þess að heimila sveitarfélögum að greiða iðgjöld fyrir starfsmenn sína en það væri samt háð samþykki stjórnar sjóðsins, og með breytingarlögunum er lokuðu deildinni hefði einnig verið bætt við ákvæði er kvæði á um að kennarar og skólastjórnendur skóla reknum af sveitarfélögum skyldu vera sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum og greiða iðgjöld til hans. Djúpivogur túlkaði þetta ákvæði á þann veg að þar með væri sveitarfélagið komið með slíka heimild án takmarkana.

Með vísan til frumvarps laganna, sögulegri skýringu og almennu markmiði laganna skýrði Hæstiréttur lagaákvæðið á þann veg að sveitarfélagið gæti einvörðungu greitt áfram vegna þeirra starfsmanna sinna sem höfðu sérstaka heimild stjórnar sjóðsins til slíks, en þannig háttaði ekki um sveitarfélagið. Ef lögin yrðu túlkuð á þann hátt sem Djúpivogur taldi að ætti að túlka þau væri ekki hægt að ná því markmiði laganna að loka B-deild sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn var því sýknaður af viðurkenningarkröfu sveitarfélagsins.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6442/2004 dags. 5. maí 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4573/2006 dags. 31. janúar 2007[HTML]