Úrlausnir.is


Merkimiði - Réttaráhrif

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1162)
Dómasafn Hæstaréttar (240)
Umboðsmaður Alþingis (280)
Stjórnartíðindi (207)
Dómasafn Félagsdóms (17)
Dómasafn Landsyfirréttar (1)
Alþingistíðindi (298)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (231)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (133)
Alþingi (2275)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1952:508 nr. 61/1951 [PDF]

Hrd. 1961:878 nr. 30/1961 [PDF]

Hrd. 1962:310 nr. 140/1961 (Bílaverið) [PDF]

Hrd. 1964:618 nr. 13/1963 [PDF]

Hrd. 1969:579 nr. 109/1968 [PDF]

Hrd. 1969:1361 nr. 128/1969 (Bollagata - Þrjú ár of mikið) [PDF]

Hrd. 1974:1000 nr. 125/1973 (Útsvar) [PDF]

Hrd. 1975:921 nr. 128/1975 [PDF]

Hrd. 1976:656 nr. 147/1975 (Forsjá barns) [PDF]

Hrd. 1977:55 nr. 230/1976 [PDF]

Hrd. 1980:1068 nr. 30/1978 [PDF]

Hrd. 1980:1955 nr. 198/1980 [PDF]

Hrd. 1981:834 nr. 198/1978 (Bæjarlögmaður) [PDF]

Hrd. 1981:1086 nr. 219/1980 (Skilorðsbundin náðun) [PDF]

Hrd. 1982:711 nr. 27/1980 [PDF]

Hrd. 1982:1718 nr. 62/1982 [PDF]

Hrd. 1982:1752 nr. 47/1982 [PDF]

Hrd. 1983:188 nr. 68/1982 [PDF]

Hrd. 1983:1226 nr. 83/1983 [PDF]

Hrd. 1983:1374 nr. 216/1981 (Mb. Særún) [PDF]
Aðili fer með skjöl til þinglýsingar.
Bátur í Vestmannaeyjum.
Fasteignir í Hafnarfirði.
Kyrrsetningargerð varðandi bát.
Átt að afhenda kyrrsetningargerð í röngu umdæmi og “þinglýsir henni”. Gerðin fékk því ekki réttarvernd.
Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála) [PDF]
K og M deildu um gildi kaupmála sem þau gerðu sín á milli.

M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.

Ólíkt héraðsdómi taldi Hæstiréttur að ekki ætti að ógilda kaupmálann.
Hrd. 1984:165 nr. 93/1982 (Andlegt ástand) [PDF]
M sagðist hafa verið miður sín og að K hefði beitt sig þvingunum. Það var ekki talið sannað.
Hrd. 1984:735 nr. 35/1983 [PDF]

Hrd. 1984:804 nr. 30/1983 (Víxilskuld) [PDF]

Hrd. 1985:92 nr. 167/1982 (Oddhólsmál I) [PDF]

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984 [PDF]

Hrd. 1985:599 nr. 100/1985 [PDF]

Hrd. 1986:750 nr. 3/1986 [PDF]

Hrd. 1986:1161 nr. 232/1986 [PDF]

Hrd. 1986:1168 nr. 233/1986 [PDF]

Hrd. 1986:1534 nr. 187/1985 [PDF]

Hrd. 1987:348 nr. 112/1986 (Oy Credit) [PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985 [PDF]

Hrd. 1987:830 nr. 200/1985 [PDF]

Hrd. 1987:863 nr. 201/1985 [PDF]

Hrd. 1987:1735 nr. 331/1987 (Hafskip) [PDF]

Hrd. 1988:43 nr. 167/1987 [PDF]

Hrd. 1988:142 nr. 13/1987 [PDF]

Hrd. 1988:518 nr. 153/1987 [PDF]

Hrd. 1988:619 nr. 227/1987 (Verkfall BSRB - Citroen) [PDF]

Hrd. 1988:625 nr. 228/1987 (Verkfall BSRB - Citroen) [PDF]

Hrd. 1988:1039 nr. 186/1988 [PDF]

Hrd. 1988:1422 nr. 244/1988 (Oddhólsmál II) [PDF]

Hrd. 1989:1666 nr. 166/1988 [PDF]

Hrd. 1989:1676 nr. 168/1988 [PDF]

Hrd. 1990:409 nr. 219/1988 [PDF]

Hrd. 1990:615 nr. 151/1990 [PDF]

Hrd. 1990:620 nr. 152/1990 [PDF]

Hrd. 1990:807 nr. 451/1989 [PDF]

Hrd. 1990:807 nr. 452/1989 [PDF]

Hrd. 1991:118 nr. 265/1987 (Foss- og vatnsréttindi Orkubús Vestfjarða - Fornjótsdómurinn) [PDF]

Hrd. 1991:561 nr. 72/1989 (Ömmudómur II, barnabarn) [PDF]
Um er að ræða sömu atvik og í Ömmudómi I nema hér var um að ræða afsal til barnabarns konunnar sem var grandlaust um misneytinguna. Í þessum dómi var afsalið ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 þrátt fyrir að um misneytingu hafi verið að ræða.
Hrd. 1991:570 nr. 73/1989 (Misneyting - Ömmudómur I) [PDF]
Fyrrverandi stjúpdóttir fer að gefa sig eldri manni. Hann gerir erfðaskrá og gefur henni peninga, og þar að auki gerir hann kaupsamning. Hún er síðan saksótt í einkamáli.

Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlausnar hjá dómstólum.
Hrd. 1991:900 nr. 257/1989 [PDF]

Hrd. 1991:1368 nr. 44/1989 (Brúarhóll) [PDF]

Hrd. 1991:1558 nr. 394/1988 [PDF]

Hrd. 1991:1827 nr. 354/1989 (Hreppsnefnd Skorradalshrepps - Hvammur í Skorradal) [PDF]

Hrd. 1991:2022 nr. 243/1990 [PDF]

Hrd. 1991:2078 nr. 425/1989 [PDF]

Hrd. 1992:198 nr. 271/1989 (Reynilundur) [PDF]

Hrd. 1992:352 nr. 42/1992 [PDF]

Hrd. 1992:458 nr. 409/1990 (Steinull) [PDF]

Hrd. 1992:1420 nr. 298/1992 (Dragavegur) [PDF]

Hrd. 1992:1762 nr. 361/1992 (Jónína og Benjamín) [PDF]

Hrd. 1992:1858 nr. 156/1987 (Sæból) [PDF]

Hrd. 1992:1945 nr. 230/1991 [PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur) [PDF]

Hrd. 1992:2171 nr. 411/1992 [PDF]

Hrd. 1993:346 nr. 85/1993 [PDF]

Hrd. 1993:1131 nr. 418/1990 (Snjósleði) [PDF]

Hrd. 1993:1475 nr. 293/1993 (Niðurfelling ákærufrestunar) [PDF]

Hrd. 1993:2205 nr. 325/1990 (Brekka) [PDF]

Hrd. 1994:6 nr. 449/1993 [PDF]

Hrd. 1994:110 nr. 20/1994 [PDF]

Hrd. 1994:606 nr. 189/1993 (Reykjavíkurvegur, riftun, ábyrgð f. barn) [PDF]

Hrd. 1994:678 nr. 134/1994 [PDF]

Hrd. 1994:1586 nr. 336/1994 [PDF]

Hrd. 1994:1683 nr. 369/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2325 nr. 245/1992 [PDF]

Hrd. 1994:2664 nr. 318/1991 [PDF]

Hrd. 1994:2743 nr. 480/1994 [PDF]

Hrd. 1995:16 nr. 1/1995 (Grettisgata) [PDF]

Hrd. 1995:119 nr. 280/1991 [PDF]

Hrd. 1995:390 nr. 337/1993 [PDF]

Hrd. 1995:700 nr. 76/1995 [PDF]

Hrd. 1995:953 nr. 234/1993 [PDF]

Hrd. 1995:1161 nr. 341/1992 (Mótorbáturinn Dagný) [PDF]
Krafist var ógildingar á kaupsamningi um bát. Ný lög um stjórn fiskveiða tóku gildi eftir söluna þar sem leyft var framsal á aflaheimild báta, og jókst virði báta verulega við gildistöku laganna. Kaupverðið var um 1,6 milljón og síðar kom út mat um virði bátsins ásamt aflahlutdeild um að hann hefði orðið um 5 milljóna króna virði. Seljandinn ætlaði að kaupa sér stærri bát en bátarnir sem hann hugðist ætla að kaupa ruku upp í verði.

Meirihlutinn taldi að ógilda ætti samninginn á grundvelli 36. gr. sml.

Í sératkvæðum minnihlutans var staða aðila talin jöfn við samningsgerðina og að ekki ætti að ógilda samninginn. Báðir aðilar höfðu vitneskju um fyrirhugaða löggjöf.

Dómurinn hefur verið nokkuð gagnrýndur.
Hrd. 1995:1175 nr. 342/1992 (Umboð lögmanns - Trillur) [PDF]

Hrd. 1995:1287 nr. 139/1995 [PDF]

Hrd. 1995:1553 nr. 336/1993 [PDF]

Hrd. 1995:1646 nr. 316/1992 (Öryggisþjónustan Vari) [PDF]

Hrd. 1995:1863 nr. 245/1994 (Þverársel) [PDF]

Hrd. 1995:1887 nr. 106/1994 (Verkvernd) [PDF]
Hæstiréttur leit svo á að heimilt væri að kveða á um í bréfi mætti kveða að um það giltu ekki viðskiptabréfareglur, en það eitt og sér útilokaði þó ekki framsal.
Hrd. 1995:1966 nr. 267/1995 (Brattahlíð - Lögveð) [PDF]

Hrd. 1995:2064 nr. 166/1993 (Aðaltún) [PDF]

Hrd. 1995:2163 nr. 312/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2226 nr. 461/1994 (Féfang hf.) [PDF]

Hrd. 1995:2270 nr. 321/1995 (Fiskanes) [PDF]

Hrd. 1995:2417 nr. 359/1994 (Prestadómur) [PDF]
Forseti Íslands gaf út bráðabirgðalög er skylduðu Kjaradóm til að taka nýja ákvörðun í stað fyrri ákvörðunar er hækkuðu laun tiltekinna embættis- og starfsmanna ríkisins, og dró þessi nýja ákvörðun úr fyrri hækkun. Prestur stefndi ráðherra fyrir dóm og krafðist mismun þeirra fjárhæða.

Meirihluti Hæstaréttar taldi ekki ástæðu til þess að efast um það mat bráðabirgðalöggjafans á brýnni nauðsyn í skilningi 28. gr. stjórnarskrárinnar, sem hann framkvæmdi við setningu bráðabirgðalaganna, né að hann hafi misbeitt því valdi.

Í þessum dómi reyndi í fyrsta skipti á hin hertu skilyrði 28. gr. stjórnarskrárinnar um setningu bráðabirgðalaga eins og henni hafði verið breytt árið 1991.
Hrd. 1995:2433 nr. 233/1994 [PDF]

Hrd. 1995:2582 nr. 186/1995 (Tollstjórinn) [PDF]

Hrd. 1995:3098 nr. 386/1995 [PDF]

Hrd. 1996:74 nr. 258/1994 [PDF]

Hrd. 1996:301 nr. 342/1994 (Radíóbúðin) [PDF]

Hrd. 1996:753 nr. 119/1995 [PDF]

Hrd. 1996:943 nr. 259/1994 [PDF]

Hrd. 1996:1085 nr. 69/1994 [PDF]

Hrd. 1996:2017 nr. 205/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2659 nr. 348/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2678 nr. 360/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2754 nr. 365/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2848 nr. 256/1995 (Sveitarfélagamörk á Hellisheiði) [PDF]

Hrd. 1996:3251 nr. 11/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3531 nr. 416/1995 (Albert Ólafsson HF 39) [PDF]

Hrd. 1996:3875 nr. 171/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3893 nr. 259/1996 [PDF]

Hrd. 1997:16 nr. 472/1996 [PDF]

Hrd. 1997:208 nr. 233/1995 [PDF]

Hrd. 1997:380 nr. 11/1997 [PDF]

Hrd. 1997:591 nr. 156/1996 [PDF]

Hrd. 1997:946 nr. 102/1997 [PDF]

Hrd. 1997:971 nr. 112/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1096 nr. 317/1996 [PDF]

Hrd. 1997:2137 nr. 244/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel, húsaleiga, tímamark, skipti á milli hjóna) [PDF]
M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.

M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.
Hrd. 1997:2816 nr. 157/1997 (Tæknifrjóvgun) [PDF]
Kona fer í tæknifrjóvgun en hafði ekki skriflegt samþykki mannsins. Maðurinn taldi sig ekki vita að konan væri að fara í tæknifrjóvgun og sagðist hafa lagst gegn tæknifrjóvguninni, og vildi því ekki gangast við að vera faðir barnanna, en sá vitnisburður var talinn ótrúverðugur.

Maðurinn var dæmdur faðir barnsins þrátt fyrir skýrt lagaákvæði um að fyrir þurfi að liggja skriflegt samþykki M sökum þátttöku hans í ferlinu.
Hrd. 1997:2828 nr. 302/1997 (Framsal sakamanna til Bandaríkjanna) [PDF]
Bandarísk hjón voru framseld til Bandaríkjanna. Bandarísku stjórnvöldin handtóku hjónin með því að setja þau í járn. Talið var að íslensk stjórnvöld hefðu átt að skilyrða framsalið til að koma í veg fyrir vanvirðandi meðferð.
Hrd. 1997:2862 nr. 2/1997 (Inntak hf.) [PDF]

Hrd. 1997:2918 nr. 432/1996 (Ákvörðun byggingarnefndar - Blómaskáli) [PDF]

Hrd. 1997:3600 nr. 134/1997 (Fóstureyðing) [PDF]

Hrd. 1997:3672 nr. 101/1997 [PDF]

Hrd. 1998:163 nr. 12/1998 [PDF]

Hrd. 1998:323 nr. 22/1998 [PDF]

Hrd. 1998:433 nr. 214/1997 [PDF]

Hrd. 1998:656 nr. 159/1997 (Félagsgjöld til Lögmannafélagsins) [PDF]

Hrd. 1998:726 nr. 68/1998 [PDF]

Hrd. 1998:1537 nr. 293/1997 (Stimpilgjald) [PDF]

Hrd. 1998:2021 nr. 389/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2116 nr. 427/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2363 nr. 20/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2484 nr. 450/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2553 nr. 162/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2821 nr. 297/1998 (Myllan-Brauð hf. og Mjólkursamsalan í Reykjavík) [PDF]

Hrd. 1998:2908 nr. 394/1998 (Vanhæfi héraðsdómara) [PDF]

Hrd. 1998:2930 nr. 36/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2951 nr. 419/1997 (Range Rover II) [PDF]

Hrd. 1998:3096 nr. 497/1997 (Iðnlánasjóður - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) [PDF]

Hrd. 1998:3194 nr. 453/1997 [PDF]

Hrd. 1998:3349 nr. 422/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3418 nr. 25/1998 (Krókabátar) [PDF]
Lög voru birt en áttu ekki að koma til framkvæmda fyrr en á ákveðnum degi síðar sama ár. Með lögunum var skilgreindur frestur fyrir veiðimenn til að velja kerfi fyrir lok tiltekins dags, sem var nokkrum dögum eftir birtinguna. Stjórnvöld úrskurðuðu í máli vegna þessa áður en lögin komu til framkvæmda. Hæstiréttur ógilti úrskurðinn á þeim forsendum að óheimilt var að byggja úrskurð á lagaákvæði sem ekki var komið til framkvæmda.
Hrd. 1998:3651 nr. 119/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3711 nr. 97/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3771 nr. 107/1998 (Haffjarðará III - Verslun í Hafnarfirði) [PDF]

Hrd. 1998:3844 nr. 102/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3857 nr. 151/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3969 nr. 121/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4022 nr. 91/1998 (Kvótadómur) [PDF]
Hjón skildu og gerðu á endanum þrjá samninga. Þau gerðu samning í apríl en svo var K ósátt og gerður var annar samningur sama mánuð. Síðar á árinu var svo gerður þriðji samningurinn.
Deilt var síðan um hvort miða skyldi verðmatið við fyrsta samninginn eða seinasta samninginn. Héraðsdómur vildi miða við tímasetningu fyrsta samningsins en Hæstiréttur við seinasta samninginn þar sem hann hefði verið hinn endanlegi samningur.
Hrd. 1998:4374 nr. 122/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1999:338 nr. 8/1999 (Lindalax)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:568 nr. 328/1998 (Gamli Álafoss hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:592 nr. 329/1998 (Farg hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:724 nr. 379/1998 (Akraneskaupstaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:802 nr. 247/1998 (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1216 nr. 97/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1384 nr. 94/1999 (Nautgripir)[HTML] [PDF]
Þau voru sammála um að viðmiðunardagur skipta yrði settur á dag fyrsta skiptafundarins.

Deilt var um verðmat á nautgripabúi. Opinber skipti höfðu farið fram en M hafði umráð búsins. K hafði flutt annað.
Nautgripirnir höfðu verið listaðir upp. Ekki fyrr en tveimur árum síðar kemur í ljós að innan við helmingurinn af þeim væri til staðar. M nefndi að um væri að ræða eðlilegan rekstur og sum þeirra höfðu drepist.
Skiptastjórinn benti á að M væri óheimilt að ráðstafa nautgripunum án síns samþykkis og að umráðafólki eigna sem falla undir opinber skipti er skylt að fara vel með þær. M var þá gert að rekja örlög hvers nauts og höfðu þá sum þeirra drepist. Kom þá í ljós að M hafði selt naut úr búinu en á óeðlilega lágu verði.
Hrd. 1999:1455 nr. 467/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1955 nr. 436/1998 (Söluturninn Svali)[HTML] [PDF]
Aðili leigði húsnæði undir verslun til tíu ára. Skyldmenni tóku að sér ábyrgð á efndum samningsins af hálfu leigjanda.

Hæstiréttur sneri við héraðsdómi og féllst ekki á ógildingu þar sem aðilar gætu ekki búist við að samningar séu áhættulausir.
Hrd. 1999:2282 nr. 502/1998 (Hávöxtunarfélagið)[HTML] [PDF]
Starfsmaður verðbréfafyrirtækis gerði mistök við kaup á skuldabréfi fyrir viðskiptavin sem leiddi til tjóns fyrir viðskiptavininn, sem það krafðist síðan vátryggjanda sinn um fjárhæð er samsvaraði sinna eigin bóta til viðskiptavinarins. Verðbréfafyrirtækið bar það fyrir sig að það væri viðskiptavinur í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði og því næði starfsábyrgðartrygging þess til mistaka starfsmannsins.

Hæstiréttur mat það svo að orðalag og efnisskipan laganna bæri það ekki með sér að verðbréfafyrirtækið teldist sem viðskiptavinur í þeim skilningi, og synjaði því kröfu þess.
Hrd. 1999:2558 nr. 210/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2628 nr. 37/1999 (Fiskiðjan Ver)[HTML] [PDF]
G var sjómaður sem ráðinn var til starfa hjá félaginu I sem leigði skipið af félaginu K. G krafði H, eiganda skipsins, um greiðslu ógreiddra launa vegna starfa á skipi hans. Kröfuna byggði hann á ákvæði siglingalaga um að hann hefði sjóveðrétt í skipinu og heimildarákvæði sömu laga til að sækja fullnustu slíkra krafna hvort sem er hjá eiganda eða skipstjóra þess.

Hæstiréttur skýrði síðarnefnda ákvæðið þannig að það leiddi ekki sjálfkrafa til þess að eigandi skipsins bæri persónulega ábyrgð á greiðslu krafna sem sjóveðréttur væri í, og leit til þess að bæði eldra ákvæðið og hið nýja væru efnislega hin sömu. H hafði ekki persónulega ábyrgst greiðslu á slíkum kröfum og því gæti G ekki beint kröfu sinni til hans. Þá skipti máli að G hafði heldur ekki áður beint launakröfu að I né sótt mál til fullnustu hennar. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:3132 nr. 239/1999 (Kynfaðernismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3140 nr. 345/1999 (Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3159 nr. 25/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3762 nr. 182/1999 (Hafnarstræti - Þakviðgerð í tvíbýlishúsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4247 nr. 132/1999 (Forstjóri Landmælinga ríkisins - Brottvikning)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:179 nr. 218/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML] [PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:617 nr. 327/1999 (Afturköllun flugumferðarstjóraskírteinis)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:800 nr. 62/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1002 nr. 360/1999 (Menntamálaráðuneytið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1017 nr. 386/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1473 nr. 487/1999 (Vélfræðingur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1479 nr. 488/1999 (Vélfræðingur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1486 nr. 489/1999 (Vélfræðingur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1493 nr. 23/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1693 nr. 5/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1884 nr. 169/2000 (Arnarborgin - Lausn úr skiprúmi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2245 nr. 213/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2352 nr. 181/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2887 nr. 72/2000 (Menntaskólinn í Kópavogi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3168 nr. 173/2000 (Sýslumaðurinn á Húsavík)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3507 nr. 396/2000 (Einholt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3563 nr. 195/2000 (Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3830 nr. 405/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML] [PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4298 nr. 102/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:57 nr. 311/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:535 nr. 33/2001 (Hólafélagið ehf. - Málamyndagerningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML] [PDF]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1756 nr. 146/2001 (Haffærnisskírteini)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML] [PDF]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2841 nr. 301/2001 (Kærustupar, opinber skipti)[HTML] [PDF]
Samband í 5 ár en ekki skráð.
M vildi opinber skipti.
Ekki þótti sannað að sambúðin hefði varað í tvö ár samfellt.
Hrd. 2001:2873 nr. 325/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2975 nr. 154/2001 (Bárugata - Forgangsáhrif þinglýsingar - Nunnudómur hinn fyrri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3101 nr. 356/2001 (Bræðurnir Ormsson ehf)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi og vildi taka lán til að fjárfesta meiru í einkahlutafélagið Bræðurnir Ormsson þar sem fyrirtækið var í fjárkröggum og veðsetti hlutabréf sín í fyrirtækinu til að fjármagna það.

Eitt barnið var ósátt við það og vildu fá móðurarfinn sinn úr búinu. Fallist var á það.
Hrd. 2001:3111 nr. 138/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3386 nr. 207/2001 (Gripið og greitt II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3451 nr. 129/2001 (Slys í Vestfjarðagöngum - Áhættutaka III - Farþegi í bifreið)[HTML] [PDF]
Tímamótadómur þar sem breytt var frá fyrri fordæmum um að farþegar missi bótarétt þegar þeir fá sér far með ölvuðum ökumönnum þar sem um hefði verið að ræða áhættutöku, og talið að farþegar undir slíkum kringumstæðum beri í staðinn meðábyrgð á tjóninu.
Hrd. 2001:3597 nr. 122/2001 (Eykt ehf. - Ísfell)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur sýknaði af kröfu um févíti sökum tómlætis þar sem eitt og hálft ár leið frá verklokum og þar til févítiskrafan var höfð uppi.
Hrd. 2001:3914 nr. 396/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4175 nr. 228/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4629 nr. 442/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4634 nr. 419/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4712 nr. 186/2001 (Svalbakur ÞH)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4722 nr. 187/2001 (Svalbakur ÞH)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4743 nr. 189/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:517 nr. 231/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:599 nr. 272/2001 (SP-Fjármögnun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:884 nr. 335/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:916 nr. 323/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1037 nr. 366/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1212 nr. 306/2001 (Lögmaður og vitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2335 nr. 69/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2409 nr. 23/2002 (Sæþotur)[HTML] [PDF]
Líkamstjón hlaust af notkun sæþota. Tveir strákar leigðu tækin og annar slasaðist. Við leigutökuna undirrituðu strákarnir samning um takmarkanirnar á bótaábyrgð leigusalans.
Hrd. 2002:2710 nr. 78/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3158 nr. 181/2002 (Austurbrún)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3221 nr. 106/2002 (Yfirlýsing eftir staðfestingu samnings)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3350 nr. 73/2002 (K veitti m.a. móttöku greiðslu skv. samningi - Flugslys í Skerjafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3275 nr. 143/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3295 nr. 144/2002 (Eignarhaldsfélag Hörpu hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3447 nr. 262/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3789 nr. 238/2002 (Framsal handhafaskuldabréfs)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3893 nr. 284/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4071 nr. 299/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4343 nr. 286/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:527 nr. 30/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:596 nr. 70/2002 (Forkaupsréttur - Dalabyggð - Sælingsdalstunga)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag nýtti sér forkaupsrétt á grundvelli þess að ætlunin var að efla ferðaþjónustu. Kaupandinn taldi að ræða hefði átt við hann um að rækja þetta markmið. Hæstiréttur féllst ekki á mál kaupandans.
Hrd. 2003:1085 nr. 438/2002 (Lyfjaeftirlitsgjald II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1203 nr. 424/2002 (Flutningsjöfnunarsjóður - Olía)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1633 nr. 116/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1643 nr. 100/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1655 nr. 99/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1716 nr. 461/2002 (Sparisjóðsbók)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1859 nr. 156/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1904 nr. 435/2002 (Umferðarmiðstöð á Selfossi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2286 nr. 186/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2329 nr. 499/2002 (Hlutabréfakaup)[HTML] [PDF]
J keypti hlutabréf árið 1996 og nýtti sér frádráttarheimild þágildandi laga til að draga frá allt að 80% fjárfestingarinnar frá tekjum sínum og var heimilt að flytja frádrátt til annarra skattára og nýta á næstu fimm árum. Í ársbyrjun 1997 tóku í gildi ný lög þar sem frádráttarheimildin var lækkuð í áföngum á næstu þremur árum en farið yrði með eldri ónýttan frádrátt með sama hætti og ef til hans hefði verið stofnað eftir gildistöku laganna.

Í málinu byggði J á því að með því að lækka frádráttarheimild hans með þessum hætti ætti sér stað afturvirk skerðing á rétti sem hann hefði löglega til unnið og féllst meirihluti Hæstaréttar á það.
Hrd. 2003:2507 nr. 548/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2579 nr. 561/2002 (Þyrill ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3023 nr. 73/2003 (Vatn - Dalabyggð)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3036 nr. 3/2003 (Lífiðn)[HTML] [PDF]
Maður ritaði undir veðskuldabréf þar sem hann gekkst undir ábyrgð fyrir skuld annars aðila við banka. Engin lagaskylda var um greiðslumat þegar lánið var tekið og lét bankinn hjá líða að kanna greiðslugetu lántakans áður en lánið var veitt. Ábyrgðarmaðurinn var samkvæmt mati dómkvadds manns með þroskahömlun ásamt því að vera ólæs. Hann var því talinn hafa skort hæfi til að gera sér grein fyrir skuldbindingunni.

Undirritun ábyrgðarmannsins var því ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936.
Hrd. 2003:3058 nr. 34/2003 (Trygging ferðaskrifstofu)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3355 nr. 46/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3655 nr. 402/2003 (Engjasel 85 II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3885 nr. 312/2003 (Frjáls fjölmiðlun)[HTML] [PDF]
Kaupandi neitaði að greiða eftirstöðvar í hlutabréfakaupum þar sem verðmæti félagsins væri lægra en það sem var uppgefið. Síðar fór félagið í gjaldþrot. Hæstiréttur leit svo á að um væri að ræða gölluð kaup og ákvarðaði að kaupandinn hefði átt að greiða það sem hann hafði þegar greitt og eftirstöðvarnar sem hann neitaði að greiða yrðu felldar niður.
Hrd. 2003:4058 nr. 155/2003 (Lyngheiði 6)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4130 nr. 419/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4141 nr. 245/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4202 nr. 217/2003 (Veiðireynsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4306 nr. 439/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4366 nr. 145/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4400 nr. 446/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4538 nr. 461/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:104 nr. 469/2003 (Tollstjóri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:308 nr. 158/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:700 nr. 209/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:840 nr. 261/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:965 nr. 305/2003 (Corona)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1129 nr. 37/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1214 nr. 329/2003 (Fósturlaun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1431 nr. 371/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1658 nr. 434/2003 (Guðrún Gísladóttir KE-15)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1666 nr. 435/2003 (Guðrún Gísladóttir KE-15)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1718 nr. 341/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1732 nr. 407/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1794 nr. 411/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1854 nr. 77/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2294 nr. 40/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2336 nr. 15/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2548 nr. 30/2004 (Þitt mál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2654 nr. 66/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2727 nr. 213/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings)[HTML] [PDF]
K kom til Íslands frá Litháen og var með dvalarleyfi. Dvalarleyfið var síðan afturkallað þar sem útlendingaeftirlitið hefði komist á snoðir um ákæru fyrir glæp í heimalandi sínu en síðan dæmdur sekur en verið ósakhæfur, og að útlendingaeftirlitið efaðist um réttmæti útskriftar hans. Hann var síðan útskrifaður sem heilbrigður og fer síðar til Íslands. Greint var á um það hvort heimilt hefði verið að afturkalla það, meðal annars á þeim forsendum að málið hefði ekki verið rannsakað nægilega.

Hæstiréttur felldi úr gildi afturköllunina á dvalarleyfi K og þar af leiðandi grundvöll brottvísunarinnar. Í síðara máli Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004) fékk K miskabætur vegna brottvísunarinnar.
Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3038 nr. 297/2004 (Eignir/eignaleysi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni)[HTML] [PDF]
Ekki var sátt um viðmiðunardag skipta. K keypti fasteign stuttu eftir og vildi að fasteignin yrði utan skipta.

K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.

Framhald þessarar atburðarásar: Hrd. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir, skuldir, útlagning)
Hrd. 2004:3587 nr. 117/2004 (Breki KE 61 - Magnel - Veiki kokkurinn)[HTML] [PDF]
Matsveinn á skipi og var ráðningarfyrirkomulag hans sérstakt miðað við almennan vinnumarkað. Hann veikist og taldi sig eiga veikindarétt. Vinnuveitandinn réð hann stöðugt til skamms tíma og taldi matsveinninn það vera til málamynda.

Hæstiréttur nefndi að samkvæmt sjómannalögum væri hægt að gera tímabundna ráðningarsamninga en litið á aðstæður. Þar sem útgerðin var í fjárhagskröggum og allir sjómennirnir voru einnig ráðnir í tímabundinn tíma með því markmiði að bjarga útgerðinni. Taldi hann því fyrirkomulagið í þessu tilviki hafi ekki verið ósanngjarnt. Ekki var sýnt fram á að um hefði verið að ræða málamyndagerning.
Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4021 nr. 198/2004 (Ísland/Frakkland)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4285 nr. 422/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4309 nr. 211/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4386 nr. 186/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4449 nr. 206/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4806 nr. 444/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:5001 nr. 390/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:5066 nr. 287/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:84 nr. 493/2004 (Innsetning/15 ára)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:425 nr. 30/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:955 nr. 84/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:960 nr. 380/2004 (GlaxoSmithKline - Lyf - Lamictal)[HTML] [PDF]
Aukaverkun á lyfi, sem ekki var listuð, varð til þess að neytandi varð 75% öryrki.
Hrd. 2005:1150 nr. 73/2005 (Tengsl við erfðaskrá)[HTML] [PDF]
M hafði verið giftur áður og átt börn með fyrri eiginkonu sinni. M og K gerðu síðan kaupmála um að eignir hans yrðu séreign M og ákvæði til að tryggja stöðu K við andlát. Kaupmálinn og erfðaskrárnar áttu síðan að verka saman. Erfðaskrá M var síðan úrskurðuð ógild.
K hélt því fram að um væri að ræða brostnar forsendur og því ætti kaupmálinn ekki að gilda, en þeirri kröfu var hafnað. Dómstólar ýjuðu að því að það hefði verið að halda því fram ef sú forsenda hefði verið rituð í kaupmálann.
Hrd. 2005:1415 nr. 113/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1507 nr. 453/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1805 nr. 158/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2075 nr. 497/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2130 nr. 365/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2209 nr. 186/2005 (Sauðlauksdalsflugvöllur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2469 nr. 36/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2962 nr. 340/2005 (Brekka - Ábúðarsamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3090 nr. 365/2005 (Elliðahvammur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3132 nr. 75/2005 (Húsasmiðjan gegn Stáliðjunni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3714 nr. 429/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4377 nr. 194/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4604 nr. 480/2005 (Ný lögreglurannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4612 nr. 183/2005 (Hestar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4707 nr. 353/2005 (Myndlistarsýning)[HTML] [PDF]
Listaverk sem ríkið fékk að láni voru til sýnis á Þingvöllum. Ríkið ákvað svo einhliða að hafa þau áfram án þess að afla heimildar. Svo eyðilögðust þau á því tímabili af óhappatilviljun. Íslenska ríkið var talið bera hlutlæga ábyrgð á því tjóni sökum casus mixtus cum culpa.
Hrd. 2005:4722 nr. 354/2005 (Listaverk - Myndlistarsýning)[HTML] [PDF]
Listaverk sem ríkið fékk að láni voru til sýnis á Þingvöllum. Ríkið ákvað svo einhliða að hafa þau áfram án þess að afla heimildar. Svo eyðilögðust þau á því tímabili af óhappatilviljun. Íslenska ríkið var talið bera hlutlæga ábyrgð á því tjóni sökum casus mixtus cum culpa.
Hrd. 2005:4847 nr. 485/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4873 nr. 500/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4897 nr. 499/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5033 nr. 493/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5171 nr. 292/2005 (Sóleyjarimi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:156 nr. 313/2005 (Tjónamat og skoðun - Alþjóðleg miðlun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:519 nr. 321/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:745 nr. 376/2005 (Heimilisfræðikennari)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:843 nr. 393/2005 (Kasper ehf. - Ölgerðin)[HTML] [PDF]
Kasper rak bar á Höfðabakka og átti Ölgerðin að ráða hljómsveitir til að spila á barnum. Ölgerðin taldi forsendur samningsins brostnar þar sem bjórsalan hefði ekki orðið eins mikil og búist var og vildi ekki lengur ráða hljómsveitir til að spila á barnum, og beitti fyrir sig orðalagi viðaukasamnings sem Hæstiréttur túlkaði sem skilyrði. Ölgerðin var sýknuð af kröfum Kaspers ehf.
Hrd. 2006:1051 nr. 97/2006 (Bankareikningar lögmannsstofu)[HTML] [PDF]
Viðskipti með stofnfjárbréf voru kærð. Lögregla leitaði til Fjármálaeftirlitsins um gagnaöflun og voru þau svo afhent lögreglunni. Deilt var um hvort lögreglan gæti nýtt atbeina annarra aðila til að afla fyrir sig gögn. Hæstiréttur taldi að slíkt væri heimilt.
Hrd. 2006:1149 nr. 384/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1309 nr. 343/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2032 nr. 196/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2115 nr. 216/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2449 nr. 466/2005 (Garður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2672 nr. 224/2006 (Barátta fyrir lífsýni III)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2851 nr. 248/2006 (Skattrannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2894 nr. 8/2006 (Tómas Zoëga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2964 nr. 548/2005 (Skipta börnum)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3118 nr. 540/2005 (Tryggingasvik)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3219 nr. 32/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3345 nr. 359/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3375 nr. 379/2006 (Rekstur frísvæðis)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3476 nr. 354/2006 (Frávísun kröfuliða)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3605 nr. 101/2006 (Kostnaður vegna umgengni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3649 nr. 72/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3707 nr. 90/2006 (Víxilmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3745 nr. 553/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4599 nr. 205/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4958 nr. 568/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5134 nr. 222/2006 (Jökull)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5244 nr. 145/2006 (Bjartur í Vík ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5356 nr. 267/2006 (Impregilo SpA)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5584 nr. 340/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5617 nr. 613/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5716 nr. 82/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5725 nr. 336/2006 (Þjónustusamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2007 dags. 7. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2006 dags. 22. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2006 dags. 22. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2006 dags. 1. mars 2007 (Yfirgangssemi)[HTML] [PDF]

Hrd. 433/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2006 dags. 3. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 214/2007 dags. 4. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2007 dags. 8. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 227/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2006 dags. 24. maí 2007 (Öryrkjabandalag Íslands - Loforð ráðherra um hækkun örorkulífeyris)[HTML] [PDF]

Hrd. 440/2006 dags. 7. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 377/2007 dags. 8. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2007 dags. 10. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2007 dags. 23. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2007 dags. 18. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 594/2006 dags. 1. nóvember 2007 (Brekkuás)[HTML] [PDF]

Hrd. 151/2007 dags. 15. nóvember 2007 (Unnarsholtskot - Gjafir)[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 157/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 626/2007 dags. 10. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 605/2007 dags. 18. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2008 dags. 23. janúar 2008 (Galtalækjarskógur)[HTML] [PDF]
Ekki var tekið fram hver spildan var sem var leigð.
Hrd. 50/2008 dags. 8. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2008 dags. 12. febrúar 2008 (Hringbraut 15)[HTML] [PDF]

Hrd. 325/2007 dags. 14. febrúar 2008 (Uppgjör fasteignakaupa - Lögmenn reikna lokagreiðslu - Fulning)[HTML] [PDF]
Dómurinn fjallar um mat hvort viðsemjandinn hafi verið í góðri trú eða ekki, og hvort viðsemjandinn hafi haft áhrif á það.

Samkomulag var gert eftir að galli kom upp en samkomulagið byggði á röngum tölum, sem sagt reikningsleg mistök, en afskipti kaupandans voru talin hafa valdið því. Seljandinn var því ekki talinn skuldbundinn af fjárhæðinni.
Hrd. 233/2007 dags. 21. febrúar 2008 (Skaginn)[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2007 dags. 28. febrúar 2008 (Áfengisvandi)[HTML] [PDF]

Hrd. 134/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 165/2007 dags. 6. mars 2008 (Leiðbeint - Hafnað hótunum eða þrýstingi)[HTML] [PDF]

Hrd. 330/2007 dags. 18. mars 2008 (Þorsklifur)[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2007 dags. 10. apríl 2008 (Hafið)[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2007 dags. 10. apríl 2008 (Kvikmyndin Hafið)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2008 dags. 11. apríl 2008 (SMÁÍS - 365 miðlar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 444/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2007 dags. 23. apríl 2008 (Mikil og góð tengsl)[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML] [PDF]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. 557/2007 dags. 23. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 179/2008 dags. 28. apríl 2008 (Punktar í ökuferilsskrá)[HTML] [PDF]
Málið var höfðað til ógildingar á ákvörðun sýslumanns um að afturkalla ökuréttindi A. Þann 27. apríl 2007 tók í gildi nýtt ákvæði í umferðarlögum er heimilaði beitingu akstursbanns gegn handhafa bráðabirgðaökuskírteinis. Við gildistöku ákvæðisins var viðmið um fjölda punkta lækkað úr sjö niður í fjóra áður en heimilt væri að setja viðkomandi í akstursbann. Á þeim tíma hafði A þegar hlotið þrjá punkta. Þann 29. ágúst 2007 hlaut A fjórða punktinn á ökuskírteinið og var þá settur í akstursbann.

A krafðist ógildingar akstursbannsins á grundvelli þess að um væri að ræða afturvirk réttaráhrif. Hæstiréttur tók ekki undir þann málflutning þar sem hann taldi að um væri að ræða viðurlagaákvörðun er byggðist á lögmæltri ítrekunarheimild en ekki refsinga í skilningi V. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
Hrd. 191/2008 dags. 29. apríl 2008 (Fjárskipti vegna síðari skilnaðar)[HTML] [PDF]
Samkvæmt fjárskiptasamningi fékk K fasteign í sinn hlut gegn því að greiða M tiltekna fjárhæð og hafði greitt M hluta þeirrar upphæðar. Óvíst var í hvað peningarnir fóru.
Síðan tóku þau saman aftur og hófu að búa aftur saman. Skabos féll þá niður.

Síðar var aftur óskað um skilnað að borði og sæng og var þá spurning hvort fjárskiptasamningurinn sem lá þá fyrir áður myndi þá gilda. Dómstólar töldu að hann hefði fallið úr gildi.
M vildi meina að ef K vildi halda íbúðinni þyrfti hún að greiða honum 17 milljónir. K krafðist lækkunar á upphæðinni niður í 13 milljónir og dómstólar samþykktu það.
Hrd. 350/2007 dags. 30. apríl 2008 (Turnhamar)[HTML] [PDF]

Hrd. 644/2007 dags. 8. maí 2008 (Garðagrund)[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2007 dags. 15. maí 2008 (Sýkt blóð)[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2008 dags. 26. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 608/2007 dags. 12. júní 2008 (Tengsl við föður og stjúpu - M vildi sameiginlega forsjá)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2007 dags. 12. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 298/2008 dags. 16. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2008 dags. 16. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 338/2008 dags. 26. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 640/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2008 dags. 9. október 2008 (Jörðin Brakandi)[HTML] [PDF]
Jörðin var seld einu barnanna fyrir nokkuð lítið fé miðað við virði hennar. Barnið hafði búið á jörðinni og sá um rekstur hennar.
Hrd. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)[HTML] [PDF]
Hjón tóku bókstaflega upp samband að nýju eftir útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng og bjuggu saman í rúman þrjá og hálfan mánuð.
Skilnaðurinn var talinn hafa fallið niður.
Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004)[HTML] [PDF]
K fékk miskabætur vegna brottvísunar hans er var felld úr gildi með Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings).
Hrd. 140/2008 dags. 30. október 2008 (Tengsl umfram stöðugleika)[HTML] [PDF]
Framhald af: Hrd. 427/2007 dags. 24. ágúst 2007 (Stöðugleiki)

K og M kynntust árið 1997 og tóku stuttu síðar upp sambúð. Þau eignuðust tvö börn saman, A árið 1998 og B árið 2001. Sambúð þeirra lauk árið 2003. Þau tvö gerðu samkomulag um sameiginlega forsjá barnanna tveggja, en A myndi eiga lögheimili hjá K og B hjá M. Samkomulagið var staðfest af sýslumanni sama ár.

Börnin bjuggu síðan vikulega til skiptist hjá hvoru foreldrinu. Vorið 2006 óskaði K eftir því að lögheimili beggja barnanna yrðu færð til hennar en eftir sáttameðferðina var ákveðið að lögheimilisfyrirkomulagið yrði óbreytt. K vildi flytja inn til annars manns ári síðar en ekki náðust sættir milli hennar og M um flutning barnanna. Hún fór svo í þetta forsjármál.

Hún krafðist bráðabirgðaúrskurðar um að hún fengi óskipta forsjá barnanna, sem var svo hafnað af héraðsdómi með úrskurði en hins vegar var fallist á til bráðabirgða að lögheimili barnanna yrði hjá henni á meðan málarekstri stæði. M skaut bráðabirgðaúrskurðinum til Hæstaréttar, er varð að máli nr. 427/2007, en þar var staðfest synjun héraðsdóms um bráðabirgðaforsjá en felldur úr gildi sá hluti úrskurðarins um að lögheimili beggja barnanna yrði hjá K.

K gerði dómkröfu um að fyrra samkomulag hennar við M yrði fellt úr gildi og henni falið óskipt forsjá barnanna A og B, og ákveðið í dómnum hvernig umgengninni við M yrði háttað. Einnig krafðist hún einfalds meðlags frá M með hvoru barninu.

M gerði sambærilegar forsjárkröfur gagnvart K, og umgengni eins og lýst var nánar í stefnu.
Fyrir héraðsdómi gaf matsmaður skýrslu og lýsti þeirri skoðun sinni að eldra barnið hefði lýst skýrum vilja til að vera hjá móður, en eldra barnið hefði ekki viljað taka afstöðu. Matsmaðurinn taldi drengina vera mjög tengda.

Fyrir Hæstarétti var lögð fram ný matsgerð sem gerð var eftir dómsuppsögu í héraði. Samkvæmt henni voru til staðar jákvæð tengsl barnsins A við foreldra sína, en mun sterkari í garð móður sinnar. Afstaða barnsins A teldist skýr og afdráttarlaus á þá vegu að hann vilji búa hjá móður sinni og fara í umgengni til föður síns. Því var ekki talið að breytingar á búsetu hefðu neikvæð áhrif.

Tengsl barnsins B við foreldra sína voru jákvæð og einnig jákvæð í garð stjúpföður en neikvæð gagnvart stjúpmóður. Hins vegar voru ekki næg gögn til þess að fá fram afstöðu hans til búsetu.

Hæstiréttur taldi með hliðsjón af þessu að K skyldi fara með óskipta forsjá barnanna A og B. M skyldi greiða einfalt meðlag með hvoru barnanna, og rækja umgengni við þau.
Hrd. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 180/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2008 dags. 4. desember 2008 (Séreign barna)[HTML] [PDF]
Gerð var erfðaskrá þar sem tilgreint var að hvert barn fengi tiltekinn arfshluta og nefnt að hvert þeirra bæri að gera hana að séreign. Orðalagið var talið vera yfirlýsing en ekki kvöð.

Í Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) var eignin gerð að séreign í kaupmála en svo var ekki í þessu máli.
Lögmaðurinn sem ritaði erfðaskrána taldi að vilji arfleifanda hefði verið sá að eignin yrði séreign.
Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 427/2008 dags. 18. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2009 dags. 9. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2009 dags. 10. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 465/2008 dags. 12. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2009 dags. 4. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 68/2009 dags. 9. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2009 dags. 8. maí 2009 (Tvöfalt líf II)[HTML] [PDF]
Framhald á atburðarásinni í Hrd. 183/2008 dags. 28. apríl 2008 (Tvöfalt líf).

Syninum tókst heldur ekki að sanna faðernið í þessu máli.
Hrd. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 544/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2008 dags. 18. júní 2009 (Ritalín)[HTML] [PDF]
Dæmi um talsverða þróun aðstæðna á meðan dómsmeðferð stendur.
Deilt var um forsjá en eingöngu hvort barnið ætti að taka ritalín eða ekki.
Barnið var hjá föður sínum en í móðir þess með umgengni. Móðirin vildi að barnið tæki ritalín en faðirinn ekki.
Fyrir héraðsdómi réð neitun föðursins um að barnið tæki ritalín úrslitum varðandi forsjána, og fékk faðirinn hana ekki. Eftir dómsuppsögu í héraðsdómi skipti faðirinn um skoðun og leyfði barninu að taka lyfið. Hann gaf út yfirlýsingu þess efnis.
Hæstiréttur vísaði til þess að aðstæður hefðu gjörbreyst og dæmdi föðurnum forsjána.
Hrd. 368/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2009 dags. 21. ágúst 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2009 dags. 17. september 2009 (Vantaði sérfróða - Tyrkland)[HTML] [PDF]
Mælt var fyrir um meðlag meðfram dómsúrlausn um forsjá.
Hrd. 92/2009 dags. 17. september 2009 (Brotist inn í bíl og lyklar teknir úr hanskahólfi)[HTML] [PDF]
Maður sótti bíl á verkstæði og sett varalyklana í hanskahólfið. Þjófur tekur bílinn traustataki og notar lyklana til að keyra bílnum burt. Bíllinn finnst svo ónýtur. Hæstiréttur telur að varúðarreglan hafi verið brotin en skerti bæturnar um helming.
Hrd. 693/2008 dags. 8. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 578/2009 dags. 22. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 572/2009 dags. 23. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 197/2009 dags. 5. nóvember 2009 (Stöðugleiki / tálmun)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2009 dags. 13. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 72/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 195/2009 dags. 10. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2009 dags. 14. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 264/2009 dags. 17. desember 2009 (Sönnun - Engin rök til að synja)[HTML] [PDF]
Höfðað var forsjármál en þau gerðu strax dómsátt um forsjána. Hins vegar var dæmt um umgengnina.
Hrd. 711/2009 dags. 8. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 166/2009 dags. 14. janúar 2010 (Starfsmannaleiga)[HTML] [PDF]
Fyrirtækið S var ráðið til að setja upp loftræstikerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2000. S fékk portúgalska fyrirtækið M sem undirverktaka sem myndi útvega þjónustu starfsmanna. Fyrirtækið M sæi síðan um launagreiðslur til starfsmannanna sem það útvegaði. Skattstjórinn taldi að umræddir starfsmenn fyrirtækisins M bæru skattskyldu hér á landi og því bæri S að halda eftir staðgreiðslu af launum þeirra.

Hæstiréttur taldi að fyrirtækið M væri launagreiðandinn en ekki S. Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Portúgals hafði verið undirritaður var 2. ágúst 1999 og var gildistaka hans auglýst af utanríkisráðuneytinu 31. maí 2002, en hann var ekki auglýstur í C-deild Stjórnartíðinda fyrr en 18. desember 2003. Mat Hæstiréttur því sem svo að hin takmarkaða skattskylda M hefði fallið niður frá ársbyrjun 2003 þó birtingu hans hafi skort á þeim tíma. Úrskurður skattstjóra var því ógiltur.
Hrd. 285/2009 dags. 14. janúar 2010 (Fasteignakaup að Framnesvegi, fyrirvari um fjármögnun banka)[HTML] [PDF]

Hrd. 759/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 398/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Fjármálaeftirlitið / Baldur Guðlaugsson - Innherjaupplýsingar)[HTML] [PDF]
Maður var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir innherjasvik. Málið var svo fellt niður að gefnum skýringum mannsins, en sú niðurfelling af bundin einhverjum skilyrðum. Málið var svo tekið aftur upp og vildi maðurinn meina að skilyrðið hafi verið ógilt. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað mannsins að þessu leyti þar sem ákvörðunin hafi verið til þess fallin að ná markmiði rannsóknarinnar.
Hrd. 241/2009 dags. 4. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2010 dags. 10. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 214/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Istorrent II)[HTML] [PDF]
Reyndi á því hvort milligönguaðilinn bæri ábyrgð á efninu. Eingöngu væri verið að útvega fjarskiptanet. Talið að þetta ætti ekki við þar sem þjónustan væri gagngert í ólöglegum tilgangi.
Hrd. 243/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 355/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Málamyndaafsal um sumarbústað)[HTML] [PDF]
Krafa var ekki talin njóta lögverndar þar sem henni var ætlað að skjóta eignum undan aðför.
Hrd. 258/2009 dags. 18. febrúar 2010 (Laufskálar)[HTML] [PDF]

Hrd. 68/2010 dags. 19. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 207/2010 dags. 12. maí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2009 dags. 21. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2010 dags. 29. júlí 2010 (Tálmun/aðför)[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2010 dags. 24. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2010 dags. 24. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 469/2010 dags. 31. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 648/2009 dags. 16. september 2010 (Starfslokasamningur framkvæmdastjóra FÍS)[HTML] [PDF]
Andrés vann sem framkvæmdarstjóri Félags Íslenskra Stórkaupmanna (FÍS) en gerði svo starfslokasamning. Í þeim samningi stóð að hann ynni ekki hjá þeim út uppsagnarfrestinn jafnvel þótt hann ynni annars staðar. Síðan var Andrés ráðinn hjá samkeppnisaðila FÍS. Félagið var ósátt og neitaði um frekari launagreiðslur. Andrés höfðaði svo málið til að innheimta ógreiddu launin.

Fyrir dómi bar FÍS fyrir brostnar forsendur en ekki var fallist á þá málsvörn. Hæstiréttur taldi að ákvæðið hafi verið skýrt og ef félagið teldi sig hafa ætlað að banna honum að vinna í keppinauti, þá hefði það hæglega getað sett slíkt ákvæði inn í samninginn.
Hrd. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML] [PDF]
Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Hrd. 462/2010 dags. 16. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 513/2010 dags. 20. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2009 dags. 14. október 2010 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Íran)[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2010 dags. 14. október 2010 (Fjölskyldunefnd)[HTML] [PDF]
Forsjá barns var komin til fjölskyldunefndar og ekki var búið að skipa því lögráðamann. Talið var því að skort hafi heimild til að áfrýja fyrir hönd þess.
Hrd. 504/2008 dags. 18. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 559/2009 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2010 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2010 dags. 28. október 2010 (Löngun til að dæma - Vilji barna til viku/viku umgengni)[HTML] [PDF]

Hrd. 289/2010 dags. 28. október 2010 (Bolungarvík - Sjómaður sofnar)[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2010 dags. 28. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2010 dags. 28. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Átök um umgengni)[HTML] [PDF]
Dæmi um það hvernig umgengnin var ákveðin mismunandi eftir barni.
Hrd. 600/2010 dags. 16. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 620/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 619/2010 dags. 26. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 488/2009 dags. 2. desember 2010 (Ásbjarnarnes)[HTML] [PDF]
Snýr að reglu 20. kapítúla Kaupabálkar Jónsbókar um rétt til að slíta sameign.
Hrd. 185/2010 dags. 2. desember 2010 (Klettháls)[HTML] [PDF]
Staðfest var að heimilt væri að nýta fyrnda gagnkröfu til skuldajafnaðar þar sem gagnkrafan var samrætt aðalkröfunni.
Hrd. 628/2010 dags. 7. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2010 dags. 17. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 703/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2010 dags. 3. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 399/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Veikindi og neysla)[HTML] [PDF]

Hrd. 387/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2010 dags. 3. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2011 dags. 7. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2011 dags. 8. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2010 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2011 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2011 dags. 18. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 133/2011 dags. 18. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 68/2011 dags. 23. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2010 dags. 31. mars 2011 (Eddufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2010 dags. 7. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 273/2010 dags. 14. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 154/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 200/2011 dags. 15. apríl 2011 (Útflutningsálag)[HTML] [PDF]

Hrd. 177/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 508/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 186/2011 dags. 3. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2010 dags. 12. maí 2011 (Íslenskir aðalverktakar)[HTML] [PDF]

Hrd. 473/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML] [PDF]

Hrd. 475/2010 dags. 12. maí 2011 (Réttur til að skila úthlutaðri lóð)[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2011 dags. 23. maí 2011 (skilmálar við afleiðuviðskipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 533/2010 dags. 26. maí 2011 (Syðra Fjall 1)[HTML] [PDF]

Hrd. 237/2011 dags. 27. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2011 dags. 30. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2011 dags. 14. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2011 dags. 15. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 542/2010 dags. 21. júní 2011 (Álftaneslaug)[HTML] [PDF]
Deilt var um uppgjör verksamnings um sundlaug á Álftanesi. Verktakinn vildi að samningnum yrði breytt því hann vildi hærri greiðslu vegna ófyrirsjáanlegra verðlagshækkana sem urðu á tímabilinu og jafnframt á 36. gr. samningalaga.

Byggingavísitalan hækkaði ekki um 4% eins og áætlað hafði verið, heldur yfir 20%.
Hæstiréttur synjaði kröfu verktakans um breytingu vegna brostinna forsendna, en hins vegar fallist á að breyta honum á grundvelli 36. gr. samningalaganna.
Hrd. 379/2011 dags. 7. júlí 2011 (BSI Spain Wealth Management A.V., S.A.)[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 476/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 428/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 434/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 450/2011 dags. 2. september 2011 (Urðarhvarf)[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2011 dags. 6. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2010 dags. 22. september 2011 (Kaldakinn - Gjafagerningur jarðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 415/2011 dags. 18. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 721/2010 dags. 20. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2011 dags. 20. október 2011 (Þrotabú AB 258)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 291/2010 dags. 10. nóvember 2011 (Fádæma dráttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 608/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 597/2011 dags. 2. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 260/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML] [PDF]
K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.
Hrd. 318/2011 dags. 15. desember 2011 (Ferð úr landi)[HTML] [PDF]
M sóttist eftir að fara með barnið úr landi til umgengni.
K kvað á um að ekki mætti fara með barnið úr landi án hennar samþykkis.
Hrd. 637/2011 dags. 16. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2011 dags. 19. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2011 dags. 20. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2011 dags. 20. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Jakob Traustason)[HTML] [PDF]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. 245/2011 dags. 26. janúar 2012 (Framvirkir samningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML] [PDF]

Hrd. 124/2012 dags. 12. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2011 dags. 15. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 526/2011 dags. 15. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2012 dags. 23. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2012 dags. 23. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2012 dags. 26. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 197/2012 dags. 26. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 231/2012 dags. 27. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 229/2012 dags. 27. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2011 dags. 3. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 248/2012 dags. 3. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2012 dags. 8. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 518/2011 dags. 10. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2011 dags. 10. maí 2012 (Vanlýsing)[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2011 dags. 16. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2012 dags. 18. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2011 dags. 31. maí 2012 (Ærumeiðingar í DV)[HTML] [PDF]
Ný lög um fjölmiðla tóku við af eldri lögum um prentrétt, er færðu refsi- og fébótaábyrgð á efni rita frá höfundi þess, hafi hann verið nafngreindur, yfir á nafngreinda viðmælendur séu ummælin höfð rétt eftir þeim og með samþykki þeirra. Í máli þessu höfðu verið birt ummæli eftir nafngreindan einstakling eftir gildistöku laganna, en viðtalið hafði verið tekið fyrir gildistökuna. 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga kveður á um að við tilvik eins og þessi falli einnig niður aðrar afleiðingar sem refsinæmi hans samkvæmt eldri lögum leiddi af sér.

Hæstiréttur skýrði ákvæðið á þá leið að þar væri verið að vísa til önnur viðurlög en refsingu, en hins vegar raskaði það ekki bótarétti sem hafði þegar stofnast. Þrátt fyrir að ómerking ummæla á grundvelli almennra hegningarlaga teldist til refsikenndra viðurlaga væri hún í eðli sínu staðfesting á því að óviðurkvæmileg ummæli skyldu verða að engu hafandi. Af þessari ástæðu voru þau ekki jöfnuð við íþyngjandi viðurlaga í þessu samhengi. Ummælin voru því dæmd ómerk en miskabæturnar lækkaðar.
Hrd. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 337/2012 dags. 5. júní 2012 (Ófjárráða)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með stjúpbörnum sínum. Hún átti síðan einnig son sem hún var náin.

K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.

K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.

Niðurstaða dómstóla var að erfðaskráin væri ógild. Hæstiréttur minntist sérstaklega á að lögræði væri ekki skilyrði til að gera erfðaskrá.
Hrd. 288/2012 dags. 6. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2011 dags. 7. júní 2012 (Skil á lóð til Reykjavíkurborgar)[HTML] [PDF]
Dómurinn er dæmi um réttarframkvæmd þar sem krafist er þess að hver sem vill bera fyrir sig venju þurfi að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í málinu tókst ekki að sýna fram á að það hafi verið venjuhelguð framkvæmd að hægt væri að skila lóðum til Reykjavíkurborgar með einhliða gjörningi lóðarhafa og fengið endurgreiðslu á lóðargjöldum.
Hrd. 524/2011 dags. 7. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2011 dags. 14. júní 2012 (Jöklafold 4)[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2011 dags. 14. júní 2012 (Tjörvastaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 394/2012 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2012 dags. 24. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 518/2012 dags. 29. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 401/2012 dags. 3. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 422/2012 dags. 3. september 2012 (Þrotabú Fons gegn Römlu ehf.)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um að brotavarnarþing geti byggst á staðsetningu bankaútibús þar sem bankareikningur var staðsettur.
Hrd. 578/2012 dags. 12. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 502/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2012 dags. 26. september 2012 (Latibær)[HTML] [PDF]

Hrd. 421/2011 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2011 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2012 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2011 dags. 11. október 2012 (Krýsuvík)[HTML] [PDF]
Deilur um landamerki um Stóru Vatnsleysu og Krýsuvíkur. Sem sagt hvaða landamerki ættu að gilda og landamerki Krýsuvíkar var talið gilda, en um hundrað árum síðar komu aðrir aðilar sem sögðu að eigendur Krýsuvíkur á þeim tíma hefðu ekki verið raunverulegir eigendur. Hæstiréttur vísaði til gildi þinglýstra skjala þar til annað kæmi í ljós.
Hrd. 703/2011 dags. 11. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. 181/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 136/2012 dags. 8. nóvember 2012 (Sterk tengsl föður)[HTML] [PDF]

Hrd. 213/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 264/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Café Amsterdam)[HTML] [PDF]

Hrd. 159/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2012 dags. 13. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 720/2012 dags. 18. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2012 dags. 19. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 723/2012 dags. 19. desember 2012 (Commerzbank I)[HTML] [PDF]

Hrd. 724/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 752/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 253/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2013 dags. 1. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2013 dags. 1. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2013 dags. 11. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML] [PDF]
Glitnir tók stjórnendaábyrgðatryggingar hjá TM. TM endurtryggði svo áhættuna hjá bresku vátryggingafélagi með öðrum skilmálum. Glitnir fékk framlengingu. Ef tiltekin skilyrðu væru uppfyllt gilti 72ja mánaða tilkynningartími.

Erlenda félagið dekkaði eingöngu tilkynningar vegna atburða á tilteknu tímabili er tilkynntar voru innan ákveðins frestar.

Degi fyrir lok frestarins óskaði starfsmaður Glitnis að endurnýja trygginguna og ef það væri ekki hægt að kaupa viðbótartímabil. TM svaraði að þau þyrftu tiltekin gögn til að meta það. Glitnir sendi ekki umsóknina né umbeðnar fjárhagsupplýsingar. Í lok júní 2009 kemur tölvupóstur frá Glitni um að þau séu búin að kaupa tryggingu annars staðar.

Einhverju síðar gerði Glitnir kröfur í trygginguna. Byggt var á hluta A3 þar sem þau töldu að TM hefði neitað. TM byggði á því að neitun hefði ekki átt sér stað þar sem eingöngu hefði verið beðið um gögn og þar að auki hafi Glitnir ekki greitt gjaldið sem hefði átt að greiða fyrir viðbótarverndina.
Hrd. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML] [PDF]

Hrd. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]
Kaupanda fasteignar var játað svigrúm til að halda eftir meiru en sem nam gallakröfu sinni, þ.e. fyrir matskostnaði dómskvadds matsmanns og lögmannskostnaði fyrir tiltekið tímabil. Það sem var umfram var kaupanda gert að greiða seljanda með dráttarvöxtum.
Hrd. 495/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 89/2013 dags. 27. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 570/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 79/2013 dags. 1. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2013 dags. 1. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 588/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 115/2013 dags. 8. mars 2013 (Skotæfingasvæði)[HTML] [PDF]
Þar sagði Hæstiréttur í fyrsta skipti að óþarfi hafi verið að stefna sveitarfélaginu, en áður hafði ekki verið gerð athugasemd við það að sleppa þeim.
Hrd. 533/2012 dags. 14. mars 2013 (MP banki hf.)[HTML] [PDF]
Kona setti með handveðsetningu til MP banka sem tryggingu og einnig tiltekinn reikning í hennar eigu hjá Kaupþingi. Innstæða hafði verið flutt af þessum reikningi til MP banka. Hún krafði bankann um féð þar sem hún taldi bankann hafa ráðstafað fénu án leyfis. Hæstiréttur taldi að handveðsetningin hefði ekki fallið niður vegna þessa.
Hrd. 623/2012 dags. 21. mars 2013 (Árekstur á Hringbraut - Bætur fyrir missi framfæranda)[HTML] [PDF]

Hrd. 641/2012 dags. 21. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 613/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 585/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 155/2013 dags. 8. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2013 dags. 16. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 166/2013 dags. 16. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 210/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 245/2013 dags. 23. apríl 2013 (Askar Capital hf.)[HTML] [PDF]
Veðsetningin var talin ógild. Stjórnarmaður lánaði félaginu fé og tók veð í félaginu. Það var ekki borið undir stjórnina. Bæði mikilsháttar ráðstöfun og varðaði stjórnarmann.
Hrd. 711/2012 dags. 23. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2012 dags. 24. apríl 2013 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 190/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2013 dags. 29. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 631/2012 dags. 2. maí 2013 (LBI hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2012 dags. 2. maí 2013 (Árekstur á Hringbraut/Birkimel)[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 634/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 712/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 630/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 229/2013 dags. 7. maí 2013 (ALMC I)[HTML] [PDF]

Hrd. 262/2013 dags. 8. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 261/2013 dags. 8. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 247/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2013 dags. 14. maí 2013 (Auðgunarhvatir - VSP)[HTML] [PDF]

Hrd. 753/2012 dags. 16. maí 2013 (Þrotabú Icarusar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2013 dags. 16. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 332/2013 dags. 28. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2013 dags. 30. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2013 dags. 31. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2013 dags. 31. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 380/2013 dags. 18. júní 2013 (Vottun fullnægjandi)[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2013 dags. 12. júlí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 486/2013 dags. 25. júlí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 386/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 409/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 488/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2013 dags. 12. september 2013 (Bank Pekao S.A. Centrala)[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2013 dags. 16. september 2013 (Tjarnarvellir)[HTML] [PDF]

Hrd. 499/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2013 dags. 20. september 2013 (Skútuvogur)[HTML] [PDF]

Hrd. 490/2013 dags. 23. september 2013 (Endurfjármögnunarsamningur Giftar)[HTML] [PDF]
Loforðsgjafinn var Kaupþing og móttakandi Gift, og þriðji aðilinn SPRON verðbréf ehf. Kaupþing hafði tekið að sér að greiða skuldir Giftar til tiltekins þriðja aðila. Deilt var um hvort SPRON ætti beinan rétt til efnda á þeim samningi. Svo var ekki að mati Hæstaréttar.
Hrd. 493/2013 dags. 23. september 2013 (Afleiðusamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2012 dags. 26. september 2013 (Landamerki Reykjahlíðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 589/2013 dags. 4. október 2013 (TIF)[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 207/2013 dags. 10. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 476/2013 dags. 14. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2013 dags. 14. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 303/2013 dags. 17. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2013 dags. 24. október 2013 (Olíusamráð)[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2013 dags. 28. október 2013 (Commerzbank II)[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2013 dags. 31. október 2013 (Engin sönnunargögn)[HTML] [PDF]
Undirstrikað að mannerfðafræðileg rannsókn væri ekki hið eina sönnunargagn sem mætti leggja fram.

Ágæt vissa var um hver væri faðirinn. Sá aðili var fluttur úr landi og ekki lá fyrir slík rannsókn. Reynt að láta reyna á það hvort það væri hægt að gera það án slíkrar rannsóknar.
Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.
Hrd. 334/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 361/2013 dags. 21. nóvember 2013 (Ræktunarsamband)[HTML] [PDF]

Hrd. 384/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 723/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 721/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 446/2013 dags. 5. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2013 dags. 5. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 737/2013 dags. 6. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 781/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 509/2013 dags. 16. janúar 2014 (Afleiðusamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2013 dags. 16. janúar 2014 (Gjalddagi láns)[HTML] [PDF]

Hrd. 817/2013 dags. 20. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2014 dags. 21. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2013 dags. 23. janúar 2014 (Sparisjóður Keflavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 577/2013 dags. 23. janúar 2014 (Draupnir)[HTML] [PDF]
Ágreiningur milli banka og fjárfestingarfélags.
Draupnir fékk lánað fyrir byggingu Norðurturnsins og veðið í fyrirhugaðri byggingu.
Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á beitingu neinna þvingana og að bankinn hefði eingöngu beitt heimildum sem bankinn hafði og mátti beita.
Hrd. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 16/2014 dags. 24. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 719/2013 dags. 28. janúar 2014 (Einkabankaþjónusta - Sala hlutabréfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 62/2014 dags. 5. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2013 dags. 6. febrúar 2014 (Andleg vanlíðan)[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2014 dags. 12. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Icelandair ehf. - Uppsögn)[HTML] [PDF]
Flugstjóra var vikið úr starfi fyrirvaralaust sökum ávirðinga auk annarra atvika er áttu sér stað. Hæstiréttur taldi brottvikninguna hafa verið ólögmæta. Þá hélt Icelandair fram ýmsum öðrum atvikum en rétturinn taldi þau haldlaus í málinu þar sem félagið hefði ekki veitt flugstjóranum áminningu vegna þeirra á sínum tíma.
Hrd. 598/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.

Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.
Hrd. 630/2013 dags. 20. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2014 dags. 20. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 55/2014 dags. 20. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2013 dags. 20. mars 2014 (Ásgarður 131 - Seljendur sýknaðir)[HTML] [PDF]
Seljendur fóru í verulegar framkvæmdir í kjallara fasteignar og frágangurinn eftir framkvæmdirnar varð slíkur að hann leiddi til rakaskemmda auk fleiri skemmda. Seldu þeir svo eignina fyrir 30 milljónir króna. Var talið að um galla hefði verið að ræða en ekki nægur til að heimila riftun, en hins vegar féllst Hæstiréttur á kröfu kaupanda um skaðabætur úr ábyrgðartryggingu fasteignasalans.
Hrd. 724/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 175/2014 dags. 24. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] [PDF]
Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.

Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.
Hrd. 734/2013 dags. 27. mars 2014 (Lífland)[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 717/2013 dags. 3. apríl 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2013 dags. 3. apríl 2014 (Straumborg gegn Glitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 542/2013 dags. 10. apríl 2014 (Atorka Group hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 593/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 268/2014 dags. 23. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2014 dags. 2. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 246/2014 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2014 dags. 8. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2014 dags. 12. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2014 dags. 20. maí 2014 (Klausturhvammur 20)[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2014 dags. 28. maí 2014 (Snjóþotan)[HTML] [PDF]

Hrd. 728/2013 dags. 28. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2014 dags. 6. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 402/2014 dags. 11. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2014 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 362/2014 dags. 13. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2014 dags. 16. júní 2014 (Wow air)[HTML] [PDF]

Hrd. 403/2014 dags. 16. júní 2014 (Lekamálið)[HTML] [PDF]

Hrd. 63/2014 dags. 18. júní 2014 (Sameiginleg forsjá)[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2014 dags. 10. júlí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 527/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2014 dags. 4. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 561/2014 dags. 4. september 2014 (Hljómalindarreitur)[HTML] [PDF]

Hrd. 573/2014 dags. 9. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur)[HTML] [PDF]

Hrd. 503/2014 dags. 11. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 606/2014 dags. 16. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2014 dags. 17. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 58/2014 dags. 18. september 2014 (Fonsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 91/2014 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 621/2014 dags. 22. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2014 dags. 22. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2014 dags. 22. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 635/2014 dags. 29. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML] [PDF]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. 154/2014 dags. 2. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 651/2014 dags. 7. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML] [PDF]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. 152/2014 dags. 9. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 663/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 222/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 127/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 716/2014 dags. 11. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 195/2014 dags. 20. nóvember 2014 (Exista)[HTML] [PDF]

Hrd. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 598/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 746/2014 dags. 11. desember 2014 (ALMC II)[HTML] [PDF]

Hrd. 787/2014 dags. 11. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 792/2014 dags. 16. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML] [PDF]

Hrd. 851/2014 dags. 23. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 856/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2015 dags. 12. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 364/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 320/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 57/2015 dags. 20. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2015 dags. 23. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 365/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2015 dags. 29. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML] [PDF]

Hrd. 526/2014 dags. 5. febrúar 2015 (Tómlæti - Viðbótarmeðlag)[HTML] [PDF]

Hrd. 45/2015 dags. 13. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 91/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 378/2014 dags. 26. febrúar 2015 (Skiptasamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 465/2014 dags. 26. febrúar 2015 (Seljavegur)[HTML] [PDF]
14% flatarmálsmunur var ekki talinn duga.
Hrd. 534/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 139/2015 dags. 2. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2015 dags. 4. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 625/2014 dags. 5. mars 2015 (Eyjólfur)[HTML] [PDF]

Hrd. 150/2015 dags. 11. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2014 dags. 12. mars 2015 (Málamyndasamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 216/2014 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2014 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 507/2014 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2015 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2015 dags. 17. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 566/2014 dags. 19. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 567/2014 dags. 19. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 682/2014 dags. 31. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2015 dags. 13. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 262/2015 dags. 16. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 231/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 594/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 587/2014 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. 752/2014 dags. 28. maí 2015 (Jökulsárlón - Spilda úr landi Fells - Riftun)[HTML] [PDF]

Hrd. 760/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 357/2015 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.
Hrd. 372/2015 dags. 10. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 833/2014 dags. 11. júní 2015 (Hæfi / breytingar eftir héraðsdóm)[HTML] [PDF]
Uppnám sem héraðsdómur olli.

Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá á báðum börnunum og þá fór mamman í felur með börnin.

M krafðist nýs mats eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms, og tók Hæstiréttur það fyrir.

K var talin hæfari skv. matsgerð en talið mikilvægara í dómi héraðsdóms að eldra barnið vildi ekki vera hjá K, heldur M, og að ekki ætti að skilja börnin að. Hæstiréttur var ósammála þeim forsendum og dæmdu forsjá þannig að eitt barnið væri í forsjá K og hitt forsjá M.

Talið að M hefði innrætt í eldri barnið hatur gagnvart K.

Matsmaður var í algjörum vandræðum í málinu.
Hrd. 402/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 413/2015 dags. 17. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2015 dags. 24. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2015 dags. 24. ágúst 2015 (Aðgangur að útboðsgögnum)[HTML] [PDF]
Fallist var á að Isavia myndi afhenda gögn en Isavia neitaði samt sem áður. Krafist var svo aðfarargerðar á grundvelli stjórnvaldsákvörðunarinnar. Isavia krafðist svo flýtimeðferðar þar sem ella kæmi aðilinn ekki vörnum við. Hæstiréttur synjaði því þar sem Isavia gæti komið vörnum sínum að í aðfararmálinu.
Hrd. 470/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 510/2015 dags. 1. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2015 dags. 11. september 2015 (Mál eftir ættleiðingu I)[HTML] [PDF]
Búið að slaka aðeins á þeirri ströngu kröfu að móðir þyrfti að hafa sagt að viðkomandi aðili væri faðirinn. Hins vegar ekki bakkað alla leið.

Skylt er að leiða nægar líkur á því að tiltekinn aðili hafi haft samfarir við móðurina á getnaðartíma barnsins.

Minnst á ljósmyndir er sýni fram á að barnið sé líkt meintum föður sínum.
Hrd. 518/2015 dags. 11. september 2015 (Mál eftir ættleiðingu II)[HTML] [PDF]

Hrd. 576/2015 dags. 16. september 2015[HTML] [PDF]
Dómstjóri var vanhæfur og skipaði annan dómara til að fara með málið. Það var ekki talið vera til þess fallið að gera þann dómara vanhæfan af þeim sökum.
Hrd. 181/2015 dags. 17. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2015 dags. 30. september 2015 (Berlice ehf. - Þorsteinn Hjaltested - Afleiðutengd skuldabréf)[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 189/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2015 dags. 13. október 2015[HTML] [PDF]
Áframhald á atburðarásinni í Hrd. 511/2014 dags. 22. apríl 2015 (Meðdómari hraunar yfir saksóknara).
Dómsformaður lét yfirlýsingu falla þar sem hann væri ekki sáttur með úrlausn Hæstaréttar. Hæstiréttur taldi að sú yfirlýsing leiddi til þess að einnig mætti með réttu efast um hlutleysi dómsformannsins.
Hrd. 636/2015 dags. 13. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 115/2015 dags. 29. október 2015 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML] [PDF]
Fjallar um mörk stjórnvalds og einkaréttarlegs lögaðila.
Umboðsmaður hafði í mörg ár byggt á því að þar sem Söfnunarsjóðinn ynni á grundvelli sérlaga félli sjóðurinn undir eftirlit umboðsmanns. Hæstiréttur var ósammála þar sem sjóðurinn starfaði einnig samkvæmt hinum almennu lögum um lífeyrissjóði.
Hrd. 173/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Hestamannafélagið Funi - Reiðvegur)[HTML] [PDF]
A krafðist ógildingar á ákvörðun ráðherra um að heimila Hestamannafélagsinu Funa að gera eignarnám í hluta lands í eigu A og nýta andlag eignarnámsins til lagningar reiðstígs.

Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn hefði farið, þar sem önnur myndi liggja um austanverða Eyjafjarðará er myndi þvera Munkaþverá og hinn valkosturinn var að leggja hann um vestanverða Eyjafjarðará án þess að þvera Munkaþverá. Ráðherra valdi fyrrnefndu leiðina með rökstuðningi um aukið umferðaröryggi gagnvart bílaumferð er leiddi síður til þess að hestar myndu fælast, og því lægi fyrir almenningsþörf.

Hæstiréttur tók almennt undir mat ráðherra um almenningsþörfina en taldi hins vegar að ekki hefði nægilega verið gætt að meðalhófi, meðal annars sökum þess takmarkaða hóps er myndi ferðast um stíginn og að stígurinn yrði í einkaeigu. Þá nefndi hann að hinn valkosturinn hefði ekki verið nógu vel rannsakaður og borinn saman við hagsmuni eignarnámsþolans. Féllst Hæstiréttur því á kröfuna um ógildingu ákvörðunar ráðherra.
Hrd. 226/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Sértæk skuldaaðlögun á Gnoðarvogi 60)[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 686/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 682/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 684/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 745/2015 dags. 18. nóvember 2015 (Háfell)[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 732/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 94/2015 dags. 3. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 134/2015 dags. 10. desember 2015 (Parlogis)[HTML] [PDF]

Hrd. 297/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 263/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2016 dags. 8. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 807/2015 dags. 20. janúar 2016 (Gunnars majónes)[HTML] [PDF]

Hrd. 356/2015 dags. 21. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 757/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 62/2016 dags. 5. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri í Betel)[HTML] [PDF]

Hrd. 157/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 253/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 406/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Endurupptökunefnd)[HTML] [PDF]
Nefnd á vegum framkvæmdavaldsins fékk það vald að fella úr gildi dóma dómstóla. Hæstiréttur taldi það andstætt stjórnarskrá þar sem það fór gegn verkaskiptingu þriggja handhafa ríkisvalds.
Hrd. 99/2016 dags. 26. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2015 dags. 3. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 468/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 711/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 204/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 509/2015 dags. 14. apríl 2016 (Tunguás)[HTML] [PDF]
Maður gefur 15 börnum sínum land sem kallað er Tunguás með gjafabréfi. Á því var kvöð um sameign, að hana mætti ekki selja eða ráðstafa henni og hvert og eitt ætti forkaupsrétt innbyrðis. Sum systkinin vildu skipta sameigninni en hin andmæltu því. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið skýrt í gjafabréfinu að bannað væri að skipta henni og taldi það því heimilt. Þau yrðu samt sem áður bundin af kvöðunum áfram hver á sínum eignarhluta.
Hrd. 592/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2016 dags. 25. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 197/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 227/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 225/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 247/2016 dags. 6. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 320/2016 dags. 10. maí 2016 (Undirritun/vottun)[HTML] [PDF]

Hrd. 630/2015 dags. 19. maí 2016 (Sumarhús)[HTML] [PDF]

Hrd. 333/2016 dags. 24. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 637/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. 67/2016 dags. 9. júní 2016 (Tengsl / tálmanir / tilraun)[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2015 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2015 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2015 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2016 dags. 14. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2016 dags. 3. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2016 dags. 24. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2016 dags. 26. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2016 dags. 5. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2016 dags. 13. september 2016 (Heiðarvegur 10)[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2016 dags. 14. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2016 dags. 14. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 793/2015 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 528/2016 dags. 16. september 2016 (365 miðlar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2016 dags. 27. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 860/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 64/2016 dags. 6. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 658/2016 dags. 12. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 676/2015 dags. 13. október 2016 (Vörulager)[HTML] [PDF]
Ósannað var verðmæti vörulagers þar sem málsaðilinn lét hjá líða að afla sönnunargagna því til sönnunar.
Hrd. 94/2016 dags. 20. október 2016 (Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf. og Fljótsdalshérað gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 855/2015 dags. 20. október 2016 (SPB)[HTML] [PDF]

Hrd. 71/2016 dags. 20. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2016 dags. 26. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 707/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 714/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 715/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2016 dags. 17. nóvember 2016 (Fjármögnunarleiga)[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 186/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 735/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 781/2016 dags. 12. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2016 dags. 15. desember 2016 (Ómerking/heimvísun)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur ómerkti úrskurð/dóm héraðsdóms.

Mamman flutti til útlanda með barnið fljótlega eftir uppkvaðningu niðurstöðu héraðsdóms og Hæstiréttur ómerkti á þeim grundvelli að aðstæður hefðu breyst svo mikið.

Niðurstaða héraðsdóms byggði mikið á matsgerð um hæfi foreldra.

Hafnað skýrt í héraðsdómi að dæma sameiginlega forsjá.

K var talin miklu hæfari en M til að sjá um barnið samkvæmt matsgerð.

Ekki minnst á í héraðsdómi að það væri forsenda úrskurðarins að hún myndi halda sig hér á landi, en Hæstiréttur vísaði til slíkra forsenda samt sem áður.

K fór í tvö fjölmiðlaviðtöl, annað þeirra nafnlaust og hitt þeirra undir fullu nafni. Hún nefndi að hann hefði sakaferil að baki. M dreifði kynlífsmyndum af henni á yfirmenn hennar og vinnufélaga.

M tilkynnti K til barnaverndaryfirvalda um að hún væri óhæf móðir.
Hrd. 212/2016 dags. 15. desember 2016 (Íslandsstofa)[HTML] [PDF]
Íslandsstofa stofnaði til útboðs um rammasamning. Hæstiréttur taldi hana bundna af meginreglum stjórnsýsluréttar þar sem hún var (þá) ótvírætt stjórnvald í skilningi íslenskra laga.
Hrd. 214/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 825/2016 dags. 27. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 827/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 836/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 837/2016 dags. 13. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2017 dags. 19. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 329/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 453/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2017 dags. 6. mars 2017[HTML] [PDF]
Lögreglumaður lá undir grun um misbeitingu á valdi sínu og var málið svo fellt niður. Ríkissaksóknari ógilti niðurfellinguna og öðlaðist tilnefning verjandans sjálfkrafa aftur gildi við það.
Hrd. 404/2016 dags. 9. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 302/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML] [PDF]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. 461/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2017 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 189/2016 dags. 11. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 621/2016 dags. 11. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2017 dags. 12. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2016 dags. 18. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 537/2016 dags. 18. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML] [PDF]
Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.
Hrd. 527/2016 dags. 15. júní 2017 (Umtalsverðar eignir - Riftun - Kaupmáli)[HTML] [PDF]
K og M hófu sambúð árið 2002 en gengu hjónaband 31. janúar 2009. Þau gerðu kaupmála 28. janúar 2009 og var hann móttekinn til skráningar í kaupmálabók sýslumanns 30. s.m. Þann dag afsalaði M þremur bifreiðum í sinni eigu til K.

Í hrd. 204/2014 var tekin til greina krafa Landsbankans hf. um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 12. febrúar 2013 og lauk kröfulýsingarfresti 10. maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 2.336.688.534 kr.

Við skoðun skiptastjóra á eignum og skuldum búsins taldi hann að M hefði ráðstafað verulegum hluta eigna sinna án endurgjalds. Höfðað var mál til riftunar á ráðstöfunum samkvæmt kaupmálanum og afsals á bifreiðunum. Málið var þingfest en K mætti ekki á þing. Málið var dómtekið en vísað frá þar sem það hafði verið höfðað að liðnum málshöfðunarfresti skv. 148. gjaldþrotalaga. Hæstiréttur felldi úr gildi frávísunarúrskurðinn með dómi í máli nr. 495/2015 og lagði fyrir héraðsdóm að taka það til efnismeðferðar. Dómur gekk síðan í málinu þar sem ráðstöfununum var rift og K gert að afhenda þrotabúinu eignirnar. K óskaði endurupptöku á málinu og var fallist á þá beiðni og kvað upp þann dóm sem áfrýjað var í þessu máli.
Hrd. 761/2016 dags. 15. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 607/2016 dags. 15. júní 2017 (Jón Óskar)[HTML] [PDF]

Hrd. 347/2017 dags. 15. júní 2017 (Óundirritaður verksamningur)[HTML] [PDF]
Málsástæða aðila sett fram fyrir Hæstarétti um að málatilbúnaður gagnaðila síns í héraði hefði ekki uppfyllt skilyrði eml. um skýran og glöggan málatilbúnað var ekki talinn koma til álita, nema að því leyti sem hann innihéldi galla á málatilbúnaði sem heimilt væri að vísa frá ex officio.
Hrd. 334/2017 dags. 21. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 451/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 452/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 441/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Krókur hótel)[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2017 dags. 22. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 395/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Ytri-Hólmur)[HTML] [PDF]
Skjal var móttekið til þinglýsingar árið 1958 en ekki fært í þinglýsingarbókina. Það var síðar leiðrétt. Ekki var talið að vafinn væri nægur til að útiloka að mistökin hefðu verið augljós.
Hrd. 597/2016 dags. 21. september 2017 (Úttekt af bankareikningum - Fasteign afsalað til sonar sambýliskonu)[HTML] [PDF]
Dánarbú eldri manns (A) er tekið til skipta. Búið er tekið til opinberra skipta. Fyrir andlátið hafði A selt syni sambýliskonu sinnar (B) fasteign. Dánarbúið fór svo í mál gegn B þar sem kaupverðið var greitt en ekki í peningum.

Hæstiréttur taldi í ljósi þess að seljandinn hafi verið með Alzheimer og samkvæmt læknismati hafi hann verið heilabilaður við samningsgerðina, og að B hafi átt að vera fullkunnugt um það ástand.

Deilt var um fjármuni sem B hafi átt að hafa tekið út af bankareikningi A. B tókst ekki að sýna fram á að fjármunirnir hafi verið nýttir í þágu A né verið innan umboðsins og var því gert að endurgreiða fjármunina.
Hrd. 653/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2017 dags. 28. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 616/2017 dags. 11. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 731/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 780/2016 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2016 dags. 14. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 717/2016 dags. 14. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur)[HTML] [PDF]

Hrd. 867/2016 dags. 19. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 646/2016 dags. 19. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2017 dags. 19. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 86/2017 dags. 19. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 801/2017 dags. 4. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 677/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 720/2016 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 482/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Ekki sameiginleg forsjá)[HTML] [PDF]

Hrd. 796/2016 dags. 15. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 54/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Greiðslumat)[HTML] [PDF]

Hrd. 848/2016 dags. 1. mars 2018 (Langvinnar deilur)[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2017 dags. 8. mars 2018 (Fiskverkun)[HTML] [PDF]

Hrd. 148/2017 dags. 8. mars 2018 (Landsbankinn Luxemborg)[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2016 dags. 15. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 507/2017 dags. 22. mars 2018 (Munur á hæfi/tengsl/stöðugleiki)[HTML] [PDF]

Hrd. 170/2017 dags. 27. mars 2018 (Eyrartröð)[HTML] [PDF]

Hrd. 305/2017 dags. 27. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 738/2017 dags. 26. apríl 2018 (Byggingarfulltrúi starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðar og hönnunarstjóra mannvirkisins)[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 237/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 404/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 478/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 620/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2017 dags. 9. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2017 dags. 9. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2017 dags. 24. maí 2018 (Slysatrygging - Dagpeningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 344/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 582/2017 dags. 14. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 618/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 626/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2017 dags. 21. júní 2018 (Lambhagabúið)[HTML] [PDF]
Ekki er nægilegt að skuldari hafi boðið fram tillögu að lausn gagnvart kröfuhafa, án þess að bjóða fram greiðsluna sjálfa.
Hrd. 598/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 773/2017 dags. 26. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 853/2017 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 827/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 190/2017 dags. 18. október 2018 (LÍN og sjálfskuldarábyrgð)[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2017 dags. 25. október 2018 (Jarðhitaréttindi í Skútustaðahreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 788/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 735/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Fögrusalir)[HTML] [PDF]

Hrd. 844/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Yfirdráttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML] [PDF]

Hrd. 842/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML] [PDF]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. 12/2019 dags. 19. mars 2019 (Tekjutengdar greiðslur)[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2018 dags. 21. maí 2019 (Hluthafasamkomulag)[HTML] [PDF]
Tvær fjölskyldur áttu saman hlutafélag, um helming hvor. Önnur þeirra samanstóð af fjórum einstaklingum, er gerðu hluthafasamning sín á milli árið 2010 og svo var hluthafasamningur milli allra hluthafa. Í fyrrnefnda samningnum var ákvæði um að samþykki allra aðila þess samnings þyrfti svo einn gæti framselt hlut sinn. Einn aðilinn að fyrrnefnda samningnum framseldi hluta sinn til erlends einkahlutafélags, án þess að afla slíkrar heimildar, og það félag framseldi svo þann hluta til einkahlutafélags í fullri eigu þess einstaklings. Þessir gjörningar voru álitnir heimilaðir samkvæmt síðarnefnda samningnum, svo breyttum árið 2014.

Hæstiréttur taldi að fyrstnefndi framsalsgerningurinn væri brot á fyrrnefnda samningnum þrátt fyrir að hinn endanlegi eigandi væri fyrirtæki í fullri eigu viðkomandi einstaklings. Litið var á að hluthafinn ætti um 34% hlut í hlutafélaginu er stæði af 69% af þeim 50% hlut sem hluthafasamningurinn næði yfir. Sá sem rifti samningnum var talinn eiga verulegra hagsmuna að gæta í þessu og ekki væri tryggt að félagið sem ætti þennan 34% hlut kæmist ekki í eigu utanaðkomandi aðila. Væri því um verulega vanefnd að ræða og gæti hver og einn hinna aðila hluthafasamningsins rift honum á þeim forsendum.

Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2019 dags. 28. maí 2019 (Reiknistofa bankanna I)[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2019 dags. 12. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2019 dags. 27. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML] [PDF]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. 17/2019 dags. 23. október 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2019 dags. 20. desember 2019 (Verktaki nr. 16)[HTML] [PDF]
Í málinu lá fyrir munnlegur samningur eiganda mannvirkis við byggingarstjóra þrátt fyrir að í lögum um mannvirki var kveðið á um skyldu um skriflegra samninga í þeim tilvikum. Hæstiréttur minntist á meginregluna um formfrelsi samninga og leit hann svo á að í lögunum væri ekki áskilið að gildi samningsins sé bundið við að hann sé skriflegur, og stæði því umrætt lagaákvæði ekki í vegi fyrir gildi hins umdeilda samnings.
Hrd. 19/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 51/2019 dags. 4. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. 54/2019 dags. 17. september 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 19/2020 dags. 29. október 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2020 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2020 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2020 dags. 22. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2021 dags. 25. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2021 dags. 16. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2021 dags. 28. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2021 dags. 1. júlí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2021 dags. 11. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 27/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 45/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 26/2021 dags. 2. desember 2021[HTML]

Hrd. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrd. 9/2022 dags. 8. mars 2022[HTML]

Hrd. 43/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Hrd. 25/2022 dags. 9. maí 2022[HTML]

Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 30/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 27/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Hrd. 36/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Hrd. 49/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML]

Hrd. 4/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 3/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 2/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 25/2023 dags. 29. desember 2023[HTML]

Hrd. 33/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 29/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 30/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Hrd. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 1/2024 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. 56/2023 dags. 22. maí 2024[HTML]

Hrd. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. 20/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2007 (Kæra Múrbúðarinnar á ákvörðun Neytendastofu 25. júlí 2007.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2010 (Kæra Lýsingar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 34/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2010 (Kæra Þórdísar B. Sigurþórsdóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 35/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2012 (Kæra Hjalta Árnasonar og Félags íslenskra aflraunamanna á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2015 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2015)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2009 (Kæra SP-Fjármögnunar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 25/2009)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2012 (Kæra Jóns Einarssonar á ákvörðun Neytendastofu 6. september 2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2013 (Kæra Jökulsárlóns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2013.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2008 (Kæra Sparibíls ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. mars 2008)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2015 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu 27. janúar 2015.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2010 (Kæra Icelandair ehf. á ákvörðun Neytendastofu 15. febrúar 2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2007 (Kæra Góu-Lindu sælgætisgerðar ehf. 6. júlí 2007 nr. 14/2007)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2011 (Kæra Bergsteins Ómars Óskarssonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 15/2011)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2019 (Kæra Styrktarsjóðs í minningu Sigurbjargar á ákvörðun Neytendastofu „um að veita neikvæða umsögn um tollafgreiðslu“ tiltekinnar sendingar. )

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2007 (Kæra Aðalstöðvarinnar á ákvörðun Neytendastofu 12. júlí 2007 nr. 16/2007)

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 17/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2021 dags. 13. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 33/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 7/2021 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 30/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 29/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2022 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 41/2021 dags. 28. mars 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 35/2021 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 40/2021 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 38/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2022 dags. 16. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 22/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 19/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 31/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 29/2022 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2023 dags. 20. mars 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 30/2022 dags. 21. mars 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2023 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 6/2023 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2023 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 7/2023 dags. 16. júní 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 28/2022 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2022 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2023 dags. 21. júní 2024[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2024 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 14/2023 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2024 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1984:88 í máli nr. 11/1984

Dómur Félagsdóms 1984:95 í máli nr. 12/1984

Dómur Félagsdóms 1986:122 í máli nr. 1/1986

Dómur Félagsdóms 1993:40 í máli nr. 2/1993

Úrskurður Félagsdóms 1995:305 í máli nr. 1/1995

Úrskurður Félagsdóms 1996:660 í máli nr. 12/1996

Dómur Félagsdóms 1996:673 í máli nr. 12/1996

Úrskurður Félagsdóms 1996:708 í máli nr. 15/1996

Dómur Félagsdóms 1997:10 í máli nr. 15/1996

Dómur Félagsdóms 1997:57 í máli nr. 5/1997

Dómur Félagsdóms 1997:104 í máli nr. 6/1997

Úrskurður Félagsdóms 1998:215 í máli nr. 1/1998

Dómur Félagsdóms 1998:291 í máli nr. 5/1998

Dómur Félagsdóms 2000:505 í máli nr. 8/1999

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2001 dags. 4. júlí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 19/2001 dags. 10. desember 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 20/2001 dags. 21. desember 2001

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 12. júlí 2004

Dómur Félagsdóms í máli nr. 14/2004 dags. 24. febrúar 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2007 dags. 21. desember 2007

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 4/2008 dags. 28. júlí 2008

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-15/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-21/2015 dags. 2. desember 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2016 dags. 29. apríl 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2019 dags. 7. mars 2019

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-22/2020 dags. 29. apríl 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2020 dags. 25. janúar 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2021 dags. 26. apríl 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2023 dags. 15. desember 2023

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2021 dags. 8. júlí 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2021 dags. 24. ágúst 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2021 dags. 14. september 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2021 dags. 19. október 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2021 dags. 29. október 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2021 dags. 29. október 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2021 dags. 26. nóvember 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2021 dags. 2. desember 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2022 dags. 18. janúar 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 2/2022 dags. 21. janúar 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2022 dags. 18. febrúar 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2022 dags. 13. maí 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2022 dags. 19. september 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2022 dags. 22. september 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 9/2022 dags. 29. september 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 11/2022 dags. 26. október 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2022 dags. 28. nóvember 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 15/2022 dags. 30. desember 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 14/2022 dags. 30. desember 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2023 dags. 27. mars 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2023 dags. 3. maí 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2023 dags. 8. júní 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2023 dags. 13. júní 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2023 dags. 22. júní 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2023 dags. 13. júlí 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2023 dags. 13. september 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2023 dags. 19. október 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2023 dags. 22. desember 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2024 dags. 9. febrúar 2024

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2024 dags. 23. apríl 2024

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. L-3/2008 dags. 6. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-108/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-107/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-114/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-113/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-112/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-111/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-110/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-109/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-106/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-105/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-104/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-103/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-27/2009 dags. 19. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-48/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-15/2010 dags. 16. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-18/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2009 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-145/2010 dags. 20. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-178/2010 dags. 6. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2011 dags. 5. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 26. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-91/2011 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2011 dags. 7. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-101/2011 dags. 29. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-108/2011 dags. 9. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-53/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-120/2011 dags. 4. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-46/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-99/2015 dags. 26. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2015 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-89/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-188/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-65/2021 dags. 7. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-2/2021 dags. 21. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-108/2020 dags. 26. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-64/2021 dags. 25. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-701/2003 dags. 30. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-541/2006 dags. 13. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2006 dags. 2. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-626/2006 dags. 25. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-93/2011 dags. 26. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-1/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-110/2010 dags. 20. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-2/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-101/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-225/2011 dags. 7. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-201/2011 dags. 22. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-28/2012 dags. 14. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-219/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-218/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-244/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-189/2013 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-184/2013 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-58/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-26/2014 dags. 29. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-226/2014 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-5/2013 dags. 6. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-50/2013 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. M-10/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-82/2016 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Z-1/2016 dags. 2. ágúst 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-43/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-259/2017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-182/2020 dags. 10. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-156/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-353/2022 dags. 13. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-55/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-124/2005 dags. 21. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-27/2008 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-147/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Y-1/2009 dags. 6. maí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Y-1/2008 dags. 6. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-191/2008 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-119/2009 dags. 7. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-33/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-55/2013 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Z-1/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-18/2018 dags. 12. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-151/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-939/2005 dags. 23. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2165/2005 dags. 10. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-302/2006 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2312/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2005 dags. 31. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1816/2006 dags. 26. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1379/2006 dags. 11. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1974/2006 dags. 17. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-313/2007 dags. 26. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-45/2007 dags. 26. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-597/2007 dags. 15. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-868/2007 dags. 16. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-2/2007 dags. 6. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-152/2007 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-139/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2278/2007 dags. 1. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2008 dags. 23. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1398/2008 dags. 4. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1059/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3349/2008 dags. 2. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1119/2008 dags. 17. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2488/2007 dags. 18. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-256/2009 dags. 24. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3107/2008 dags. 7. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. D-27/2008 dags. 29. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3851/2009 dags. 3. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3592/2009 dags. 7. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4601/2009 dags. 9. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4029/2009 dags. 17. ágúst 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3736/2009 dags. 29. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2721/2009 dags. 1. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-59/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-17/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1893/2009 dags. 18. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2142/2010 dags. 23. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-902/2010 dags. 12. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1891/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1244/2010 dags. 19. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2010 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2735/2010 dags. 27. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-515/2010 dags. 19. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1849/2010 dags. 10. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-5/2011 dags. 27. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-63/2012 dags. 7. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1170/2011 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-693/2012 dags. 4. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-14/2012 dags. 26. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1250/2012 dags. 15. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-4/2013 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-305/2013 dags. 26. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-5/2013 dags. 23. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1435/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-111/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-3/2014 dags. 22. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-143/2014 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-295/2014 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1486/2013 dags. 24. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-165/2014 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-84/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1592/2013 dags. 27. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-826/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1171/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-109/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1309/2014 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-517/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1592/2014 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-104/2016 dags. 8. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-287/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-62/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1252/2015 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-171/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1247/2015 dags. 10. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-8/2016 dags. 21. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-276/2017 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-549/2017 dags. 19. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-275/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-274/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-285/2017 dags. 24. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-948/2016 dags. 26. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1137/2017 dags. 21. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-853/2016 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-7/2017 dags. 18. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-125/2018 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-21/2018 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-91/2017 dags. 24. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-154/2018 dags. 26. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-312/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-629/2018 dags. 6. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-608/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1085/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-943/2018 dags. 2. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-318/2019 dags. 20. september 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-169/2019 dags. 14. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1007/2019 dags. 18. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-359/2019 dags. 24. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-178/2019 dags. 13. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1131/2018 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-474/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-360/2019 dags. 18. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2018 dags. 7. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-152/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1440/2019 dags. 12. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2398/2019 dags. 19. júní 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-172/2019 dags. 25. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1823/2020 dags. 5. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-51/2019 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1335/2020 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2522/2019 dags. 3. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1381/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1667/2020 dags. 11. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1556/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2261/2020 dags. 16. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-1684/2019 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-893/2021 dags. 1. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-418/2019 dags. 24. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3284/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3283/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3281/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-191/2021 dags. 19. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-252/2021 dags. 7. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-108/2021 dags. 8. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-907/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-759/2020 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-901/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1962/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1528/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1758/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1737/2021 dags. 5. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1718/2021 dags. 11. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2535/2021 dags. 19. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-135/2022 dags. 4. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1183/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-30/2019 dags. 28. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1230/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-301/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1247/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1152/2022 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2115/2022 dags. 15. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-649/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1811/2022 dags. 19. júní 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-2340/2022 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-292/2023 dags. 18. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-708/2022 dags. 7. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-904/2023 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-602/2023 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-654/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2033/2022 dags. 21. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-273/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2997/2023 dags. 11. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7738/2005 dags. 8. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6583/2005 dags. 14. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7483/2005 dags. 28. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4733/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. D-5/2006 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3824/2005 dags. 7. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6947/2005 dags. 11. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 10. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10432/2004 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-633/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7312/2004 dags. 6. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6286/2005 dags. 7. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4943/2002 dags. 16. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7756/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1713/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6007/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-825/2006 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1928/2006 dags. 3. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2317/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-383/2006 dags. 20. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4245/2006 dags. 2. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3967/2006 dags. 12. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-2/2006 dags. 21. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4276/2006 dags. 27. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-8/2005 dags. 30. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6278/2006 dags. 7. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-74/2007 dags. 11. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7755/2005 dags. 18. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7754/2005 dags. 18. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 12. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1128/2007 dags. 14. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-856/2007 dags. 20. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-2/2007 dags. 4. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2006 dags. 11. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7816/2006 dags. 24. september 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2054/2007 dags. 28. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1924/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-870/2007 dags. 19. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-856/2007 dags. 25. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2005 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-295/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1148/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2535/2007 dags. 15. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3592/2007 dags. 22. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-4/2007 dags. 12. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7124/2007 dags. 13. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6/2008 dags. 4. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5974/2006 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2008 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5092/2007 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6888/2007 dags. 14. maí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7109/2007 dags. 20. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7848/2007 dags. 28. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6639/2007 dags. 29. maí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-20/2007 dags. 3. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7000/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7818/2006 dags. 15. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-19/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8589/2007 dags. 11. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2813/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2788/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2351/2006 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1326/2008 dags. 23. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1195/2006 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-11/2008 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8491/2008 dags. 16. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-399/2008 dags. 25. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7532/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6895/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6035/2008 dags. 5. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8493/2008 dags. 23. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2009 dags. 27. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3265/2007 dags. 14. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2007 dags. 14. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11299/2008 dags. 22. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-34/2009 dags. 6. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6482/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-8/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-2/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3996/2008 dags. 14. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3982/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7808/2009 dags. 4. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6119/2009 dags. 10. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-262/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7504/2002 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3235/2009 dags. 26. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8557/2009 dags. 4. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4718/2009 dags. 4. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9490/2009 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-933/2009 dags. 29. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-286/2010 dags. 31. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11725/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-7/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3180/2009 dags. 9. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4554/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-304/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11720/2009 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8019/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8018/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8017/2009 dags. 6. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12039/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12161/2009 dags. 8. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-30/2010 dags. 10. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12452/2009 dags. 24. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11613/2008 dags. 28. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-62/2009 dags. 1. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-61/2009 dags. 1. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010 dags. 23. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8800/2009 dags. 9. ágúst 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8494/2009 dags. 8. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4601/2009 dags. 15. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4326/2010 dags. 1. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-68/2009 dags. 3. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2010 dags. 15. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 14. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-676/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3507/2010 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2010 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-96/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-114/2010 dags. 1. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3014/2010 dags. 9. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6115/2010 dags. 17. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5613/2010 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8575/2009 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12403/2009 dags. 10. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-262/2010 dags. 16. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-628/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-679/2010 dags. 24. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5553/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-54/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-65/2011 dags. 8. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12352/2009 dags. 15. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-829/2011 dags. 19. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2612/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-845/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6524/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-264/2010 dags. 20. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2824/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4902/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6157/2010 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-756/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-86/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-85/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-83/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1605/2011 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-39/2009 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1452/2011 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3472/2011 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2983/2010 dags. 3. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-374/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-97/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3458/2011 dags. 28. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-101/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5988/2010 dags. 7. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-30/2010 dags. 20. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3313/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2236/2011 dags. 28. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-48/2010 dags. 3. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1307/2011 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4229/2011 dags. 20. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3213/2011 dags. 8. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1399/2011 dags. 15. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1180/2011 dags. 6. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8680/2009 dags. 7. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-161/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2839/2011 dags. 26. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10157/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3746/2011 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12443/2009 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12442/2009 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12440/2009 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12444/2009 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12441/2009 dags. 18. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2801/2011 dags. 26. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4867/2011 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6385/2010 dags. 21. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-447/2011 dags. 22. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2011 dags. 30. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3328/2011 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-137/2011 dags. 9. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-446/2011 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-428/2011 dags. 14. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4901/2010 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-29/2012 dags. 19. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4878/2011 dags. 19. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2010 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-388/2011 dags. 6. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2342/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-149/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-492/2010 dags. 14. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-169/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2012 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-274/2010 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1190/2011 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1398/2012 dags. 11. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1466/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1665/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-166/2011 dags. 4. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-62/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-711/2011 dags. 14. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2016/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1562/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2383/2011 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-583/2012 dags. 27. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2243/2012 dags. 4. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12436/2009 dags. 29. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2802/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2303/2012 dags. 8. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2012 dags. 16. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2012 dags. 31. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3674/2012 dags. 12. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2012 dags. 19. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-56/2013 dags. 21. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4433/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-51/2012 dags. 27. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1690/2012 dags. 4. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4513/2011 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2302/2012 dags. 29. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2701/2012 dags. 18. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2300/2012 dags. 30. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4095/2012 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7461/2010 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2463/2012 dags. 29. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3285/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-449/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-338/2013 dags. 31. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-137/2011 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3517/2012 dags. 8. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1945/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-16/2010 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3428/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-183/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1003/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1322/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4866/2011 dags. 30. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-42/2013 dags. 3. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-41/2013 dags. 3. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2013 dags. 6. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2013 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-74/2010 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4029/2012 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-333/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-274/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1040/2013 dags. 18. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1476/2013 dags. 19. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3800/2012 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-648/2012 dags. 9. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2838/2012 dags. 2. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-910/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-55/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-842/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-159/2013 dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-564/2012 dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2919/2013 dags. 16. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-99/2013 dags. 16. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1637/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4092/2013 dags. 20. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-154/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4589/2013 dags. 1. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4588/2013 dags. 1. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3398/2012 dags. 18. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4828/2011 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1919/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7328/2010 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1438/2012 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4565/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2013 dags. 4. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-265/2014 dags. 9. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4566/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-758/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-361/2014 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13/2014 dags. 22. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2737/2014 dags. 23. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3876/2013 dags. 8. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2763/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2762/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-12/2012 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2759/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2788/2014 dags. 12. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-443/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-821/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3392/2014 dags. 6. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1465/2013 dags. 10. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2772/2014 dags. 27. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5262/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2757/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2039/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2918/2014 dags. 12. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-930/2014 dags. 16. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-147/2013 dags. 16. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2477/2015 dags. 21. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2530/2014 dags. 23. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4559/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2014 dags. 2. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3156/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4277/2014 dags. 10. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2752/2014 dags. 16. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1009/2015 dags. 15. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1601/2013 dags. 24. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2015 dags. 7. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2015 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4808/2014 dags. 28. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4738/2014 dags. 30. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4798/2013 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2616/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2014 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-316/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-915/2015 dags. 23. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2145/2014 dags. 24. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2012 dags. 4. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1651/2015 dags. 7. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4849/2014 dags. 8. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2740/2012 dags. 11. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-530/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1916/2013 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-620/2014 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2622/2013 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5105/2014 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4492/2014 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2014 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2807/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2012 dags. 17. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4161/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-7/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2554/2015 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-119/2015 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2014 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2567/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3626/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3188/2015 dags. 3. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2742/2012 dags. 3. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3260/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1672/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1012/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2015 dags. 18. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-81/2014 dags. 20. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2014 dags. 25. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4173/2013 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3196/2015 dags. 31. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3218/2014 dags. 6. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2738/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-732/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1626/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-662/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1579/2015 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5046/2014 dags. 1. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2754/2012 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-3/2016 dags. 8. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2514/2012 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2748/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2747/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2746/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2745/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2834/2012 dags. 26. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-39/2014 dags. 2. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-228/2016 dags. 13. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2752/2012 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-322/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-321/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-2/2016 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-190/2015 dags. 13. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2749/2012 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2510/2013 dags. 19. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2739/2012 dags. 21. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4259/2015 dags. 27. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3519/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2765/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2751/2012 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2016 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2744/2012 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-679/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2016 dags. 19. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-320/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4207/2015 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1076/2016 dags. 18. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2085/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-85/2013 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4091/2013 dags. 24. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2140/2015 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2757/2012 dags. 28. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3014/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-235/2015 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1738/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2486/2016 dags. 20. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3512/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3511/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3510/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3509/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2231/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-839/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-484/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-44/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-669/2016 dags. 12. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2872/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2874/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2119/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2743/2012 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2016 dags. 29. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-228/2016 dags. 5. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1244/2016 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2736/2012 dags. 23. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4665/2014 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2016 dags. 8. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-506/2017 dags. 11. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1273/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2016 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1687/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2227/2016 dags. 18. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1952/2016 dags. 28. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1330/2017 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1676/2017 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3149/2017 dags. 27. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1290/2017 dags. 27. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-3/2017 dags. 2. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-573/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3729/2016 dags. 9. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2119/2017 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-277/2015 dags. 20. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3337/2017 dags. 23. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2398/2017 dags. 4. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3066/2017 dags. 14. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1134/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-861/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-76/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2767/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1672/2015 dags. 1. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3132/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3071/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2535/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2263/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2173/2017 dags. 25. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-61/2013 dags. 25. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2017 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3357/2016 dags. 10. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3765/2017 dags. 13. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1984/2016 dags. 20. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2922/2016 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-658/2016 dags. 4. september 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-5/2018 dags. 6. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3439/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3085/2017 dags. 12. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2718/2017 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-958/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-3/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-641/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3793/2017 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4525/2013 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-413/2018 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-215/2018 dags. 4. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4040/2011 dags. 4. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-287/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-6/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4093/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2682/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2000/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1296/2018 dags. 29. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-709/2018 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3085/2015 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-195/2015 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-584/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2435/2017 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2002/2018 dags. 2. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2018 dags. 7. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1023/2017 dags. 20. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1804/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3895/2018 dags. 26. júní 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-1/2019 dags. 5. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2410/2018 dags. 8. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2409/2018 dags. 8. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2408/2018 dags. 8. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1304/2018 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2018 dags. 6. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-957/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1788/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-426/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-2789/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1746/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6454/2019 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2016 dags. 2. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-152/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-4/2019 dags. 9. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7549/2019 dags. 18. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2018 dags. 19. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5403/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3107/2019 dags. 31. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2118/2019 dags. 31. mars 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2399/2020 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5926/2019 dags. 26. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3034/2020 dags. 11. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2176/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3892/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-2038/2020 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3426/2012 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2816/2019 dags. 18. ágúst 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2019 dags. 21. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6095/2019 dags. 30. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1081/2020 dags. 20. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3992/2020 dags. 30. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6115/2019 dags. 6. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4241/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2867/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1620/2018 dags. 23. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4378/2014 dags. 10. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2479/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2444/2020 dags. 8. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3259/2020 dags. 2. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3189/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4322/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2581/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6883/2020 dags. 11. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2672/2020 dags. 22. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2019 dags. 23. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2019 dags. 23. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5179/2019 dags. 29. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5883/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3670/2018 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6845/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3543/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7629/2020 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2720/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1959/2019 dags. 3. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7828/2020 dags. 27. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4324/2020 dags. 31. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1907/2018 dags. 2. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7231/2020 dags. 30. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7108/2020 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5418/2020 dags. 28. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1414/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-122/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1416/2021 dags. 10. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1352/2021 dags. 13. desember 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4065/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1085/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8057/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4237/2019 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4452/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4309/2020 dags. 22. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4921/2021 dags. 30. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3970/2021 dags. 8. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-392/2022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3343/2021 dags. 30. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4574/2021 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-1432/2022 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5834/2021 dags. 13. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7614/2020 dags. 10. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1128/2022 dags. 14. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5411/2021 dags. 19. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5935/2021 dags. 20. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4681/2021 dags. 1. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1124/2022 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-386/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5683/2021 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4681/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2343/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4394/2021 dags. 26. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-652/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5933/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3189/2020 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2359/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3080/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3839/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2021 dags. 20. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2454/2019 dags. 29. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3744/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3874/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-111/2017 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4837/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2021 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2643/2022 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1385/2023 dags. 19. september 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2921/2023 dags. 23. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3848/2022 dags. 25. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5776/2022 dags. 26. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3006/2022 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5784/2022 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2068/2022 dags. 13. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2748/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2747/2023 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4366/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5141/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4070/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6924/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4882/2022 dags. 19. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1541/2022 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5326/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-884/2024 dags. 21. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6120/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1162/2023 dags. 18. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4037/2022 dags. 2. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-42/2006 dags. 8. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-610/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-6/2007 dags. 29. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-8/2006 dags. 11. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-13/2007 dags. 25. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-18/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-4/2007 dags. 21. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-8/2006 dags. 3. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-8/2006 dags. 9. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-527/2007 dags. 21. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-2/2010 dags. 13. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-146/2010 dags. 24. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-34/2011 dags. 3. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. K-1/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-596/2010 dags. 10. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1/2012 dags. 17. ágúst 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-478/2011 dags. 13. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-107/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-531/2013 dags. 4. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2013 dags. 30. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-26/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-1/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-41/2016 dags. 2. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-59/2017 dags. 31. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-30/2015 dags. 8. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-712/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-157/2018 dags. 15. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-237/2021 dags. 1. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-193/2021 dags. 24. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-526/2021 dags. 18. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-398/2022 dags. 29. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-478/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-214/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-172/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-150/2008 dags. 12. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-8/2008 dags. 16. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-222/2008 dags. 15. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-28/2011 dags. 5. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-81/2012 dags. 8. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-40/2012 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-71/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-66/2014 dags. 20. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 dags. 29. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-1/2018 dags. 1. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-59/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-136/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2006 dags. 14. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2006 dags. 12. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-27/2006 dags. 7. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-173/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-349/2008 dags. 20. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-450/2009 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-204/2010 dags. 17. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-116/2012 dags. 9. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-154/2012 dags. 22. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-117/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-68/2014 dags. 21. desember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-2/2015 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-88/2015 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-2/2017 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2015 dags. 28. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-140/2016 dags. 17. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-81/2017 dags. 8. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-56/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-6/2019 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2019 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-108/2019 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-34/2019 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-102/2020 dags. 16. júní 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 25/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 11/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 17/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 24/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 81/2011 dags. 11. maí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 79/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 100/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 137/2012 dags. 5. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 230/2012 dags. 14. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 70/2011 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 62/2011 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 82/2011 dags. 31. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 11/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 10/2012 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 27/2012 dags. 9. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 32/2012 dags. 9. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 40/2012 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 50/2012 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 51/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 59/2012 dags. 3. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 55/2012 dags. 20. mars 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 77/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 89/2012 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 73/2012 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 66/2012 dags. 28. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 157/2012 dags. 5. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 71/2012 dags. 8. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 83/2012 dags. 12. maí 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 96/2012 dags. 2. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 104/2012 dags. 2. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 116/2013 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 113/2012 dags. 12. júní 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 144/2012 dags. 11. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 189/2012 dags. 11. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 123/2012 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 133/2012 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 136/2012 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2012 dags. 4. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 143/2012 dags. 4. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 162/2012 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 177/2012 dags. 23. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 154/2012 dags. 30. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 152/2013 dags. 30. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 208/2012 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 212/2012 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 216/2012 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 211/2012 dags. 11. desember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 241/2012 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 139/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 28/2013 dags. 26. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 45/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 27/2013 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 34/2013 dags. 21. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 19/2013 dags. 11. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 108/2013 dags. 4. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 7/1995 dags. 3. maí 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 66/1996 dags. 2. október 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 93/1996 dags. 26. febrúar 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 6/2003 dags. 23. maí 2003[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 3/2010 dags. 18. október 2010[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 2/2011 dags. 17. mars 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 19/2011 dags. 20. september 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 34/2012 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 32/2012 dags. 14. desember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 38/2012 dags. 14. desember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 56/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 7/2015 dags. 7. maí 2015[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 31/2015 dags. 15. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 46/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 9/2017 dags. 10. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 45/2016 dags. 17. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 22/2017 dags. 18. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 25/2017 dags. 18. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 8/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 46/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 51/2017 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 59/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 77/2017 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 82/2017 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 4/2018 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 81/2017 dags. 23. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 9/2018 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 35/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 33/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 30/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 32/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 46/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 37/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 66/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 64/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 76/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 77/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 81/2018 dags. 31. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 88/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 89/2018 dags. 4. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 94/2018 dags. 4. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 95/2018 dags. 4. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 98/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 100/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 102/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 106/2018 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 107/2018 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 104/2018 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 112/2018 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 126/2018 dags. 7. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 125/2018 dags. 7. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 118/2018 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 129/2018 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 133/2018 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 130/2018 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 3/2019 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 5/2019 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 1/2019 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 8/2019 dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 6/2019 dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 17/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 13/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 14/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 16/2019 dags. 20. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 20/2019 dags. 20. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 24/2019 dags. 20. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 19/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 31/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 18/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 34/2019 dags. 24. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 47/2019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 54/2019 dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 50/2019 dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 59/2019 dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 55/2019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 58/2019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 83/2019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 53/2019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 67/2019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 72/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 66/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 68/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 75/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 44/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 69/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 88/2019 dags. 20. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 91/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 30/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 87/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 90/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 93/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 104/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 97/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 107/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 102/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 73/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 106/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 98/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 114/2019 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 4/2020 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 117/2019 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 2/2020 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 110/2019 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 3/2020 dags. 16. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 120/2019 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 14/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 108/2019 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 9/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 26/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 22/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 31/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 35/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 25/2020 dags. 19. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 29/2020 dags. 19. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 42/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 28/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 32/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 38/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 37/2020 dags. 9. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 44/2020 dags. 23. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 34/2020 dags. 3. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 41/2020 dags. 1. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 51/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 68/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 70/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 12/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 62/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 49/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 79/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 77/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 90/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 86/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 100/2020 dags. 21. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 101/2020 dags. 21. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 110/2020 dags. 21. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 118/2020 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 113/2020 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 116/2020 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 117/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 121/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 119/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 92/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 120/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 127/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 104/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 125/2020 dags. 15. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 9/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 144/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 140/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 143/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 124/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 145/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 149/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 79/2020 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 5/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 135/2020 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 11/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 6/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 150/2020 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 7/2021 dags. 18. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 10/2021 dags. 2. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 146/2020 dags. 2. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 18/2021 dags. 14. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 22/2021 dags. 14. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 15/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 31/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 25/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 34/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 35/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 36/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 24/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 38/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 29/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 40/2021 dags. 31. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 54/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 58/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 21/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 61/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 57/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 64/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 51/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 37/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 70/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 53/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 43/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 55/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 95/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 82/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 90/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 84/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 76/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 97/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 94/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 102/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 98/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 89/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 109/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 76/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 96/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 103/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 114/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 115/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 99/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 118/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 119/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 106/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 111/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 124/2021 dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 3/2022 dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 116/2021 dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 11/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 6/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 13/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 7/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 17/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 9/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 18/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 19/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 4/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 24/2022 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 32/2022 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 37/2022 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2022 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 33/2022 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 47/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 55/2022 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 30/2022 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 67/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 60/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 41/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 74/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 49/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 81/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 61/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 76/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 78/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 68/2022 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 53A/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 82/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 43/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 84/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 79/2022 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 88/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 77/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 98/2022 dags. 19. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 89/2022 dags. 19. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 72/2022 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 90/2022 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 108/2022 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 73/2022 dags. 2. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 109/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 94/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 80/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 11/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 96/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 116/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 101/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 92/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 133/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 110/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 114/2023 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 1/2023 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 115/2022 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 5/2023 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 8/2023 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 28/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 6/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 15/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 2/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 34/2023 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 27/2023 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 22/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 48/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 36/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 18/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 39/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 59/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 14/2023 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 32/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 17/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 66/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 41/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 16/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 56/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 61/2023 dags. 17. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 63/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 72/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 44/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 85/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 54/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 29/2023 dags. 29. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 58/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 49/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 89/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 52/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 82/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 75/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 84/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 97/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 62/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 68/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 38/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 71/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 83/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 108/2023 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 95/2023 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 102/2023 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 113/2023 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 74/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 117/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 121/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 126/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 124/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 123/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 99/2023 dags. 11. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 136/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 120/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 147/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 137/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 127/2023 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 134/2023 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 133/2023 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/2024 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2024 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2024 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 110/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 135/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2017 dags. 1. júní 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2001 dags. 1. október 2001[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2002 dags. 6. maí 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2003 dags. 25. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2006 dags. 25. október 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2008B dags. 19. nóvember 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2008B dags. 9. mars 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2009 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2010B dags. 23. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2011 dags. 14. júlí 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2012 dags. 27. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2012 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2014 dags. 20. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 51/2020B dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2020 dags. 17. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2020 dags. 22. maí 2020[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2020B dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 55/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2021 dags. 28. júlí 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2022 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2022 dags. 26. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2022 dags. 13. september 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2022 dags. 21. október 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2022 dags. 21. október 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2022 dags. 20. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2022 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2023 dags. 25. maí 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2023 dags. 19. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2023 dags. 25. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2023 dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2023 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2024 dags. 18. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2015 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2015 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2015 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2015 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2015 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2015 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2015 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2015 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2015 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2015 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2015 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2015 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2015 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2015 dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2016 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2016 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2016 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2016 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2016 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2016 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2017 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2016 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2016 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2015 dags. 26. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2016 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2016 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2016 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2016 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2016 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 í máli nr. KNU16060031 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2016 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2016 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2016 dags. 24. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2016 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2016 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2016 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 491/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2016 í máli nr. KNU16100027 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2016 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2016 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2017 í máli nr. KNU16110079 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2017 í máli nr. KNU16120046 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2017 í máli nr. KNU16120050 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2017 í máli nr. KNU16120041 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2017 í máli nr. KNU16120002 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2017 í máli nr. KNU16120069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2017 í máli nr. KNU16110069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2017 í máli nr. KNU16120044 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2017 í máli nr. KNU16120047 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2017 í máli nr. KNU16090015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2017 í máli nr. KNU16120057 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2017 í máli nr. KNU17020015 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2017 í máli nr. KNU17020014 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2017 í máli nr. KNU16120066 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2017 í máli nr. KNU16120059 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2017 í máli nr. KNU17020016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2017 í máli nr. KNU17020008 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2017 í máli nr. KNU16090071 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2017 í máli nr. KNU17020017 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2017 í máli nr. KNU17020031 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2017 í máli nr. KNU16120058 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2017 í máli nr. KNU16110043 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2017 í máli nr. KNU17030023 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2017 í máli nr. KNU17030016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2017 í máli nr. KNU17020032 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2017 í máli nr. KNU17020033 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2017 í máli nr. KNU16110025 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2017 í máli nr. KNU17030011 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2017 í máli nr. KNU17030060 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2017 í máli nr. KNU17030041 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2017 í máli nr. KNU17020049 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2017 í máli nr. KNU17020050 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2017 í máli nr. KNU17030001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2017 í máli nr. KNU16110024 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2017 í máli nr. KNU16110026 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2017 í máli nr. KNU16110018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2017 í máli nr. KNU17030018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2017 í máli nr. KNU17030055 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2017 í máli nr. KNU17030043 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2017 í máli nr. KNU17030012 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2017 í máli nr. KNU17030013 dags. 11. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2017 í máli nr. KNU17040021 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2017 í máli nr. KNU17040018 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2017 í máli nr. KNU17030063 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2017 í máli nr. KNU17040024 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2017 í máli nr. KNU17040008 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2017 í máli nr. KNU17040019 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2017 í máli nr. KNU17040020 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2017 í máli nr. KNU17040027 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2017 í máli nr. KNU17040028 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2017 í máli nr. KNU17030025 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2017 í máli nr. KNU17030056 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2017 í máli nr. KNU17040046 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2017 í máli nr. KNU17040047 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2017 í máli nr. KNU17040038 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2017 í máli nr. KNU17040037 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2017 í máli nr. KNU17040010 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2017 í máli nr. KNU17040009 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2017 í máli nr. KNU17050019 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2017 í máli nr. KNU17040042 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2017 í máli nr. KNU17050011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2017 í máli nr. KNU17050016 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2017 í máli nr. KNU16120024 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2017 í máli nr. KNU17040011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2017 í máli nr. KNU17060003 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2017 í máli nr. KNU17060004 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2017 í máli nr. KNU17040045 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2017 í máli nr. KNU17050025 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2017 í máli nr. KNU17050047 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2017 í máli nr. KNU17020076 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2017 í máli nr. KNU17020075 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2017 í máli nr. KNU17030042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2017 í máli nr. KNU17060029 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2017 í máli nr. KNU17060050 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2017 í máli nr. KNU17050030 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2017 í máli nr. KNU17050036 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2017 í máli nr. KNU17050006 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2017 í máli nr. KNU17060008 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2017 í máli nr. KNU17050039 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2017 í máli nr. KNU17050040 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2017 í máli nr. KNU17060026 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2017 í máli nr. KNU17050056 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2017 í máli nr. KNU17060062 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2017 í máli nr. KNU17060034 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2017 í máli nr. KNU17070025 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2017 í máli nr. KNU17070004 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2017 í máli nr. KNU17070013 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2017 í máli nr. KNU17070040 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2017 í máli nr. KNU17070010 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2017 í máli nr. KNU17070002 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2017 í máli nr. KNU17070001 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2017 í máli nr. KNU17070028 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2017 í máli nr. KNU17050060 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2017 í máli nr. KNU17070038 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2017 í máli nr. KNU17070043 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2017 í máli nr. KNU17070042 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2017 í máli nr. KNU17060011 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2017 í máli nr. KNU17070056 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2017 í máli nr. KNU17050057 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 479/2017 í máli nr. KNU17080012 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2017 í máli nr. KNU17080032 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2017 í máli nr. KNU17060055 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2017 í máli nr. KNU17060065 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2017 í máli nr. KNU17080023 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 491/2017 í máli nr. KNU17080022 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2017 í máli nr. KNU17060049 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2017 í máli nr. KNU17060057 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2017 í máli nr. KNU17060056 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2017 í máli nr. KNU1708003 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2017 í máli nr. KNU17080036 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2017 í máli nr. KNU17080021 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2017 í máli nr. KNU17080032 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2017 í máli nr. KNU17080014 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2017 í máli nr. KNU17080031 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2017 í máli nr. KNU17080030 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2017 í máli nr. KNU17090006 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2017 í máli nr. KNU17090007 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2017 í máli nr. KNU17080020 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2017 í máli nr. KNU17090017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2017 í máli nr. KNU17090023 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2017 í máli nr. KNU17090016 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2017 í máli nr. KNU17090037 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 579/2017 í máli nr. KNU17100001 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2017 í máli nr. KNU17070049 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 553/2017 í máli nr. KNU17090051 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2017 í máli nr. KNU17080037 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2017 í máli nr. KNU17070036 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2017 í máli nr. KNU17080034 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 572/2017 í máli nr. KNU17100018 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2017 í máli nr. KNU17090056 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 578/2017 í máli nr. KNU17100002 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2017 í máli nr. KNU17090057 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2017 í máli nr. KNU17080006 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2017 í máli nr. KNU17070041 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 581/2017 í máli nr. KNU17070050 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2017 í máli nr. KNU17070035 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2017 í máli nr. KNU17070034 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 589/2017 í máli nr. KNU17080019 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2017 í máli nr. KNU17090050 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 600/2017 í máli nr. KNU17090049 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2017 í máli nr. KNU17090019 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2017 í máli nr. KNU17080004 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 621/2017 í máli nr. KNU17090047 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2017 í máli nr. KNU17090048 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2017 í máli nr. KNU17100026 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2017 í máli nr. KNU17100056 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2017 í máli nr. KNU17100028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 610/2017 í máli nr. KNU17090045 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2017 í máli nr. KNU17090044 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2017 í máli nr. KNU17090038 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2017 í máli nr. KNU17090026 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2017 í máli nr. KNU17090039 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2017 í máli nr. KNU17100064 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2017 í máli nr. KNU17100063 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2017 í máli nr. KNU17100003 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2017 í máli nr. KNU17100040 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 670/2017 í máli nr. KNU17090035 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2017 í máli nr. KNU17090033 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 660/2017 í máli nr. KNU17100047 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 674/2017 í máli nr. KNU17100029 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 666/2017 í máli nr. KNU17100016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 662/2017 í máli nr. KNU17100031 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2017 í máli nr. KNU17070053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2017 í máli nr. KNU17090053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 691/2017 í máli nr. KNU17110064 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 698/2017 í máli nr. KNU17120003 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2017 í máli nr. KNU17090046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2017 í máli nr. KNU17090027 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 692/2017 í máli nr. KNU17110009 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2017 í máli nr. KNU17110065 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 683/2017 í máli nr. KNU17070054 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 712/2017 í máli nr. KNU17110024 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 711/2017 í máli nr. KNU17110023 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2017 í máli nr. KNU17100067 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2018 í máli nr. KNU17120006 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2018 í máli nr. KNU17120005 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2018 í máli nr. KNU17120020 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2018 í máli nr. KNU17100048 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2017 í máli nr. KNU17110050 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2018 í máli nr. KNU17120018 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2018 í máli nr. KNU17120019 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2018 í máli nr. KNU17120040 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2018 í máli nr. KNU17100059 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2018 í máli nr. KNU18010007 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2018 í máli nr. KNU18010008 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2018 í máli nr. KNU17120031 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2018 í máli nr. KNU18010032 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2018 í máli nr. KNU17100066 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU17100060 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2018 í máli nr. KNU17100014 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2018 í máli nr. KNU17110055 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2018 í máli nr. KNU17110054 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2018 í máli nr. KNU18010014 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2018 í máli nr. KNU17100004 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2018 í máli nr. KNU18010020 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2018 í máli nr. KNU17100005 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2018 í máli nr. KNU18010030 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2018 í máli nr. KNU17120055 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2018 í máli nr. KNU18020001 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2018 í máli nr. KNU18020002 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2018 í máli nr. KNU17120024 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2018 í máli nr. KNU17120007 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2018 í máli nr. KNU17120008 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2018 í máli nr. KNU18010035 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2018 í máli nr. KNU18010024 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2018 í máli nr. KNU18020006 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2018 í máli nr. KNU18020012 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2018 í máli nr. KNU18020042 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2018 í máli nr. KNU18020013 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2018 í máli nr. KNU18010029 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2018 í máli nr. KNU18010019 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2018 í máli nr. KNU18020016 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2018 í máli nr. KNU18010022 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2018 í máli nr. KNU18010023 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2018 í máli nr. KNU18010018 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2018 í máli nr. KNU18020007 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2018 í máli nr. KNU18030008 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2018 í máli nr. KNU18020020 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2018 í máli nr. KNU18030009 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2018 í máli nr. KNU18030011 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2018 í máli nr. KNU18030010 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2018 í máli nr. KNU18010033 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2018 í máli nr. KNU18020032 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2018 í máli nr. KNU18020030 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2018 í máli nr. KNU18020023 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2018 í máli nr. KNU18020029 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2018 í máli nr. KNU18020047 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2018 í máli nr. KNU17120045 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2018 í máli nr. KNU17110031 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2018 í máli nr. KNU18020038 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2018 í máli nr. KNU18020014 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2018 í máli nr. KNU17120023 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2018 í máli nr. KNU18010005 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2018 í máli nr. KNU18030022 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2018 í máli nr. KNU18020036 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2018 í máli nr. KNU18020040 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2018 í máli nr. KNU18010006 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2018 í máli nr. KNU18020060 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2018 í máli nr. KNU18020018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2018 í máli nr. KNU18020008 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2018 í máli nr. KNU18020019 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2018 í máli nr. KNU18010034 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2018 í máli nr. KNU18020059 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2018 í máli nr. KNU18020048 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2018 í máli nr. KNU18020022 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2018 í máli nr. KNU18020011 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2018 í máli nr. KNU18020009 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2018 í málum nr. KNU18020035 o.fl. dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2018 í máli nr. KNU18030019 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2018 í máli nr. KNU18020039 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2018 í máli nr. KNU18030018 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2018 í máli nr. KNU18020045 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2018 í máli nr. KNU18020055 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2018 í máli nr. KNU18020037 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2018 í máli nr. KNU18020070 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2018 í máli nr. KNU18030015 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2018 í máli nr. KNU18020074 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2018 í málum nr. KNU18020053 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2018 í máli nr. KNU18030021 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2018 í máli nr. KNU18030007 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2018 í málum nr. KNU18020067 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2018 í máli nr. KNU18020031 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2018 í máli nr. KNU18030024 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2018 í máli nr. KNU18040032 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2018 í máli nr. KNU18020065 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2018 í máli nr. KNU18030003 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2018 í máli nr. KNU18040033 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2018 í málum nr. KNU18020049 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2018 í máli nr. KNU18030032 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2018 í máli nr. KNU18020041 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2018 í máli nr. KNU18030026 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2018 í máli nr. KNU18040038 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2018 í máli nr. KNU18030014 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2018 í máli nr. KNU18040024 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2018 í málum nr. KNU18040018 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2018 í máli nr. KNU18030006 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2018 í máli nr. KNU18020078 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2018 í máli nr. KNU18020066 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2018 í máli nr. KNU18030005 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2018 í máli nr. KNU18030004 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2018 í máli nr. KNU18040009 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2018 í máli nr. KNU18040020 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2018 í máli nr. KNU18030034 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2018 í máli nr. KNU18020058 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2018 í máli nr. KNU18030029 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2018 í máli nr. KNU18030013 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2018 í máli nr. KNU18040037 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2018 í máli nr. KNU18040036 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2018 í máli nr. KNU18040054 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2018 í máli nr. KNU18020044 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2018 í máli nr. KNU18040011 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2018 í máli nr. KNU18050038 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2018 í máli nr. KNU18050017 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2018 í máli nr. KNU18050023 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2018 í máli nr. KNU18050035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2018 í máli nr. KNU18050021 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2018 í máli nr. KNU18040035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2018 í máli nr. KNU18040048 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2018 í máli nr. KNU18050024 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2018 í máli nr. KNU18030020 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2018 í máli nr. KNU18040021 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2018 í máli nr. KNU18020073 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2018 í máli nr. KNU18050003 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2018 í máli nr. KNU18060020 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2018 í máli nr. KNU18050002 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2018 í máli nr. KNU18040017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2018 í máli nr. KNU18050053 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2018 í máli nr. KNU18040016 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2018 í málum nr. KNU18040052 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2018 í máli nr. KNU18040051 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2018 í málum nr. KNU18040014 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2018 í máli nr. KNU18050046 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2018 í máli nr. KNU18050052 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2018 í máli nr. KNU18050065 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2018 í máli nr. KNU18050050 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2018 í máli nr. KNU18050004 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2018 í málum nr. KNU18040007 o.fl. dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2018 í máli nr. KNU18040006 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2018 í máli nr. KNU18050054 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2018 í máli nr. KNU18040022 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2018 í máli nr. KNU18040005 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2018 í máli nr. KNU18040023 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2018 í málum nr. KNU18060026 o.fl. dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2018 í máli nr. KNU18060001 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2018 í máli nr. KNU18050055 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2018 í máli nr. KNU18040001 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2018 í máli nr. KNU18050016 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2018 í máli nr. KNU18050022 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2018 í máli nr. KNU18070006 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2018 í máli nr. KNU1800026 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2018 í máli nr. KNU18020069 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2018 í máli nr. KNU18050027 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2018 í máli nr. KNU18070002 dags. 23. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2018 í málum nr. KNU18050061 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2018 í málum nr. KNU18050048 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2018 í máli nr. KNU18050051 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2018 í máli nr. KNU18050058 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2018 í máli nr. KNU18050028 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2018 í máli nr. KNU18050045 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2018 í máli nr. KNU18050020 dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2018 í málum nr. KNU18050012 o.fl. dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2018 í máli nr. KNU18060012 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2018 í máli nr. KNU18060013 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2018 í máli nr. KNU18060032 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2018 í máli nr. KNU18060010 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2018 í máli nr. KNU18050056 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2018 í máli nr. KNU18060031 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2018 í máli nr. KNU18060006 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2018 í máli nr. KNU18050013 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2018 í máli nr. KNU18060007 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2018 í málum nr. KNU18070037 o.fl. dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2018 í máli nr. KNU18060008 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2018 í máli nr. KNU18050018 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2018 í máli nr. KNU18050032 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2018 í máli nr. KNU18060009 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2018 í máli nr. KNU18030028 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2018 í máli nr. KNU18060016 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2018 í máli nr. KNU18050019 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2018 í máli nr. KNU18040049 dags. 17. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2018 í máli nr. KNU18060024 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2018 í máli nr. KNU18060023 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2018 í máli nr. KNU18070041 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2018 í máli nr. KNU18050057 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2018 í máli nr. KNU18050036 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2018 í máli nr. KNU18070018 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2018 í máli nr. KNU18050063 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2018 í málum nr. KNU18070010 o.fl. dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2018 í máli nr. KNU18070031 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2018 í máli nr. KNU18070012 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2018 í máli nr. KNU18060040 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2018 í máli nr. KNU18070015 dags. 10. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2018 í máli nr. KNU18060037 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2018 í máli nr. KNU18060039 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2018 í málum nr. KNU18070035 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2018 í máli nr. KNU18070034 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2018 í málum nr. KNU18070028 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2018 í máli nr. KNU18080029 dags. 26. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2018 í málum nr. KNU18070042 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2018 í máli nr. KNU18070001 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2018 í máli nr. KNU18060036 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2018 í máli nr. KNU18060021 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2018 í máli nr. KNU18060025 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2018 í máli nr. KNU18080019 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2018 í máli nr. KNU18060033 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2018 í máli nr. KNU18080005 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2018 í máli nr. KNU18070017 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2018 í máli nr. KNU18070030 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2018 í máli nr. KNU18090001 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2018 í máli nr. KNU18090003 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2018 í máli nr. KNU18080025 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2018 í máli nr. KNU18090002 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2018 í málum nr. KNU18090004 o.fl. dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2018 í máli nr. KNU18080020 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2018 í máli nr. KNU18080014 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2018 í máli nr. KNU18090024 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2018 í máli nr. KNU18070016 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2018 í máli nr. KNU18080028 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2018 í máli nr. KNU18090010 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2018 í máli nr. KNU18070032 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2018 í máli nr. KNU18070027 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2018 í máli nr. KNU18090035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2018 í máli nr. KNU18080015 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2018 í máli nr. KNU18090025 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2018 í máli nr. KNU18090011 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2018 í máli nr. KNU18080003 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2018 í máli nr. KNU18070040 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2018 í máli nr. KNU18060049 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2018 í máli nr. KNU18090028 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2018 í máli nr. KNU18080004 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2018 í máli nr. KNU18090015 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2018 í máli nr. KNU18090022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2018 í máli nr. KNU18080022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2018 í máli nr. KNU18090023 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2018 í máli nr. KNU18080033 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2018 í málum nr. KNU18090032 o.fl. dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2018 í málum nr. KNU18060043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2018 í máli nr. KNU18070019 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2018 í málum nr. KNU18100043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2018 í máli nr. KNU18100019 dags. 5. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2018 í máli nr. KNU18090043 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2018 í málum nr. KNU18100023 o.fl. dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2018 í máli nr. KNU18090041 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2018 í máli nr. KNU18090033 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2018 í máli nr. KNU18090046 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2018 í máli nr. KNU18100061 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2018 í máli nr. KNU18080027 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2018 í máli nr. KNU18100045 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2018 í máli nr. KNU18100037 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2018 í máli nr. KNU18110005 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 479/2018 í máli nr. KNU18090007 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2018 í máli nr. KNU18090042 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2018 í málum nr. KNU18100065 o.fl. dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2018 í máli nr. KNU18100063 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2018 í máli nr. KNU18080011 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2018 í máli nr. KNU18070026 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2018 í máli nr. KNU18070025 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2018 í máli nr. KNU18080013 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2018 í málum nr. KNU18100007 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2018 í máli nr. KNU18080026 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2018 í máli nr. KNU18110001 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2018 í máli nr. KNU18060048 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2018 í málum nr. KNU18100022 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2018 í máli nr. KNU18110023 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2018 í máli nr. KNU18110009 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2018 í máli nr. KNU18110010 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2018 í máli nr. KNU18110024 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2018 í máli nr. KNU18100004 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2018 í máli nr. KNU18100010 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2018 í máli nr. KNU18100017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2018 í máli nr. KNU18100047 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2018 í máli nr. KNU18100048 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2018 í máli nr. KNU18100030 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2018 í máli nr. KNU18100018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2018 í máli nr. KNU18100002 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2018 í máli nr. KNU18100029 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2018 í máli nr. KNU18100052 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2018 í máli nr. KNU18100009 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2018 í máli nr. KNU18050064 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2018 í máli nr. KNU18090044 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2018 í máli nr. KNU18110025 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2018 í málum nr. KNU18110044 o.fl. dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2018 í málum nr. KNU18100059 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2018 í máli nr. KNU18110030 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2018 í málum nr. KNU18110037 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2018 í máli nr. KNU18100062 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2018 í málum nr. KNU18100058 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2018 í máli nr. KNU18090039 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2018 í máli nr. KNU18110016 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2018 í málum nr. KNU18120003 o.fl. dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2018 í máli nr. KNU18110027 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2018 í máli nr. KNU18110020 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2018 í máli nr. KNU18100053 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2018 í máli nr. KNU18080016 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2018 í máli nr. KNU18110029 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 566/2018 í málum nr. KNU18100038 o.fl. dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2018 í máli nr. KNU18120013 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2019 í máli nr. KNU18100054 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2019 í máli nr. KNU18120007 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2019 í máli nr. KNU18120009 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2019 í máli nr. KNU18110039 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2019 í máli nr. KNU18120010 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2019 í máli nr. KNU18110041 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2019 í máli nr. KNU18120008 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2019 í máli nr. KNU18120033 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2019 í máli nr. KNU18110032 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2019 í máli nr. KNU18100020 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2019 í máli nr. KNU18110012 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2019 í máli nr. KNU18110042 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2019 í máli nr. KNU18110043 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2019 í máli nr. KNU18120049 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2019 í máli nr. KNU18120052 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2019 í máli nr. KNU18120053 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2019 í máli nr. KNU18120014 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2019 í máli nr. KNU18120031 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2019 í máli nr. KNU18120030 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2019 í máli nr. KNU18120051 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2019 í máli nr. KNU18120032 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2019 í máli nr. KNU18120055 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2019 í máli nr. KNU18120034 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2019 í máli nr. KNU18120038 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2019 í máli nr. KNU18110040 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2019 í máli nr. KNU18100046 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2019 í málum nr. KNU19020020 o.fl. dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2019 í málum nr. KNU19010023 o.fl. dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2019 í máli nr. KNU19010022 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2019 í máli nr. KNU18120057 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2019 í máli nr. KNU18120060 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2019 í máli nr. KNU18120061 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2019 í máli nr. KNU19010025 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2019 í máli nr. KNU19010005 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2019 í máli nr. KNU19010004 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2019 í máli nr. KNU19010001 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2019 í málum nr. KNU18110035 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU19020019 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2019 í máli nr. KNU18120062 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2019 í máli nr. KNU19010012 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2019 í máli nr. KNU19010039 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2019 í máli nr. KNU19010009 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2019 í máli nr. KNU18120026 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2019 í máli nr. KNU19010040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2019 í málum nr. KNU18120027 o.fl. dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2019 í máli nr. KNU18120064 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2019 í máli nr. KNU19010013 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2019 í máli nr. KNU18100001 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2019 í máli nr. KNU18120056 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2019 í máli nr. KNU18120050 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2019 í máli nr. KNU18120011 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2019 í máli nr. KNU19010027 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2019 í máli nr. KNU18120025 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2019 í máli nr. KNU18120058 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2020 í máli nr. KNU19110010 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2019 í máli nr. KNU19020009 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2019 í máli nr. KNU19020033 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2019 í máli nr. KNU19020003 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2019 í máli nr. KNU19010018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2019 í máli nr. KNU18120063 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2019 í máli nr. KNU19010029 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2019 í málum nr. KNU19030036 o.fl. dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2019 í máli nr. KNU19020022 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2019 í máli nr. KNU19010019 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2019 í máli nr. KNU19020043 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2019 í máli nr. KNU19020035 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2019 í máli nr. KNU19030002 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2019 í máli nr. KNU19020027 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2019 í máli nr. KNU19030038 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2019 í máli nr. KNU19020012 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2019 í máli nr. KNU19020036 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2019 í máli nr. KNU19030008 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2019 í málum nr. KNU19020038 o.fl. dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2019 í máli nr. KNU19020023 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2019 í máli nr. KNU19030050 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2019 í máli nr. KNU19020058 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2019 í máli nr. KNU19030006 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2019 í máli nr. KNU19020045 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2019 í máli nr. KNU19020046 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2019 í máli nr. KNU19020074 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2019 í máli nr. KNU19020061 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2019 í málum nr. KNU19030034 o.fl. dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2019 í máli nr. KNU19020040 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2019 í máli nr. KNU19020069 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2019 í máli nr. KNU19030015 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2019 í máli nr. KNU19030022 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2019 í máli nr. KNU19020042 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2019 í máli nr. KNU19020050 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2019 í máli nr. KNU19020041 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2019 í máli nr. KNU19030009 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2019 í málum nr. KNU19030019 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2019 í máli nr. KNU19040001 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2019 í máli nr. KNU19040062 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2019 í máli nr. KNU19030013 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 í máli nr. KNU19020075 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2019 í máli nr. KNU19030012 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2019 í máli nr. KNU19030011 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2019 í málum nr. KNU19020060 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2019 í málum nr. KNU19030064 o.fl. dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2019 í máli nr. KNU19030045 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2019 í málum nr. KNU19030018 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2019 í málum nr. KNU19020076 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2019 í máli nr. KNU19040065 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2019 í máli nr. KNU19050003 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2019 í máli nr. KNU19030020 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2019 í máli nr. KNU19030025 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2019 í máli nr. KNU19040090 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2019 í máli nr. KNU19030042 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2019 í máli nr. KNU19040085 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2019 í máli nr. KNU19030062 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2019 í máli nr. KNU19040006 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2019 í málum nr. KNU19030026 o.fl. dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2019 í máli nr. KNU19030031 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2019 í máli nr. KNU19040010 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2019 í máli nr. KNU19040091 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2019 í máli nr. KNU19030046 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2019 í máli nr. KNU19040063 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2019 í máli nr. KNU19030061 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2019 í máli nr. KNU19040088 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2019 í máli nr. KNU19030047 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2019 í máli nr. KNU19040011 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2019 í máli nr. KNU19030048 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2019 í máli nr. KNU19040086 dags. 4. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2019 í máli nr. KNU19040083 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2019 í máli nr. KNU19040067 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2019 í máli nr. KNU19050030 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2019 í málum nr. KNU19050027 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2019 í málum nr. KNU19030059 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2019 í máli nr. KNU19040007 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2019 í máli nr. KNU19040013 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2019 í máli nr. KNU19050069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2019 í máli nr. KNU19030053 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2019 í málum nr. KNU19040076 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2019 í máli nr. KNU19030057 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2019 í máli nr. KNU19030058 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2019 í máli nr. KNU19040069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2019 í málum nr. KNU19020062 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2019 í máli nr. KNU19040095 dags. 18. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2019 í máli nr. KNU19040117 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2019 í máli nr. KNU19040087 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2019 í máli nr. KNU19040012 dags. 21. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2019 í máli nr. KNU19050026 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2019 í máli nr. KNU19040093 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2019 í máli nr. KNU19050025 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2019 í máli nr. KNU19050019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2019 í málum nr. KNU19050021 o.fl. dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2019 í máli nr. KNU19040080 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2019 í máli nr. KNU19060012 dags. 7. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2019 í máli nr. KNU19050001 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2019 í máli nr. KNU19040092 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2019 í máli nr. KNU19050034 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2019 í máli nr. KNU19050062 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2019 í máli nr. KNU19040110 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2019 í máli nr. KNU19040111 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2019 í máli nr. KNU19040099 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2019 í máli nr. KNU19050007 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2019 í máli nr. KNU19060044 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2019 í máli nr. KNU19050057 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2019 í máli nr. KNU19060001 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2019 í máli nr. KNU19050006 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2019 í máli nr. KNU19040005 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2019 í máli nr. KNU19060002 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2019 í máli nr. KNU19040084 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2019 í máli nr. KNU19050004 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2019 í máli nr. KNU19060017 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2019 í máli nr. KNU19050031 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2019 í máli nr. KNU19060015 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2019 í málum nr. KNU19040079 o.fl. dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2019 í máli nr. KNU19050008 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2019 í máli nr. KNU19060026 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2019 í málum nr. KNU19070023 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2019 í málum nr. KNU19040108 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2019 í málum nr. KNU19050042 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2019 í máli nr. KNU19060030 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2019 í máli nr. KNU19050046 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2019 í máli nr. KNU19050043 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2019 í máli nr. KNU19080028 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2019 í máli nr. KNU19050050 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2019 í málum nr. KNU19070004 o.fl. dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2019 í máli nr. KNU19050054 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2019 í máli nr. KNU19060006 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2019 í máli nr. KNU19070012 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2019 í máli nr. KNU19060027 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2019 í máli nr. KNU19060008 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2019 í máli nr. KNU19050060 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2019 í máli nr. KNU19060011 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2019 í máli nr. KNU19060014 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2019 í máli nr. KNU19070022 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2019 í máli nr. KNU19060035 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2019 í máli nr. KNU19050059 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2019 í máli nr. KNU19080012 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2019 í málum nr. KNU19070044 o.fl. dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2019 í máli nr. KNU19050024 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2019 í máli nr. KNU19060009 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2019 í máli nr. KNU19070007 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2019 í máli nr. KNU19070041 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2019 í máli nr. KNU19080019 dags. 23. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2019 í máli nr. KNU19090001 dags. 23. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2019 í máli nr. KNU19070017 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2019 í máli nr. KNU19060025 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2019 í máli nr. KNU19060020 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2019 í máli nr. KNU19070006 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2019 í málum nr. KNU19070031 o.fl. dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2019 í máli nr. KNU19060018 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2019 í máli nr. KNU19060019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2019 í máli nr. KNU19090010 dags. 30. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2019 í máli nr. KNU19090009 dags. 30. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2019 í máli nr. KNU19070047 dags. 1. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2019 í máli nr. KNU19070052 dags. 3. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2019 í máli nr. KNU19080015 dags. 4. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2019 í málum nr. KNU19060034 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2019 í málum nr. KNU19070053 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2019 í máli nr. KNU19070021 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2019 í máli nr. KNU19080011 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2019 í máli nr. KNU19070046 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2019 í máli nr. KNU19070040 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2019 í máli nr. KNU19080016 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2019 í málum nr. KNU19060039 o.fl. dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2019 í máli nr. KNU19060024 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2019 í máli nr. KNU19070033 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 485/2019 í máli nr. KNU19080025 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 499/2019 í máli nr. KNU19070057 dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2019 í máli nr. KNU19070058 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2019 í máli nr. KNU19080018 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2019 í málum nr. KNU19100014 o.fl. dags. 25. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2019 í málum nr. KNU19100019 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2019 í máli nr. KNU19060016 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2019 í máli nr. KNU19070028 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2019 í málum nr. KNU19100064 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2019 í málum nr. KNU19080029 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2019 í máli nr. KNU19050049 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2019 í máli nr. KNU19080017 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2019 í máli nr. KNU19080006 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2019 í máli nr. KNU19080034 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2019 í málum nr. KNU19080009 o.fl. dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2019 í máli nr. KNU19090023 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2019 í málum nr. KNU19090060 o.fl. dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2019 í málum nr. KNU19110011 o.fl. dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2019 í máli nr. KNU19090019 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2019 í máli nr. KNU19090005 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2019 í máli nr. KNU19090056 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2019 í máli nr. KNU19100048 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 551/2019 í málum nr. KNU19100082 o.fl. dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2019 í málum nr. KNU19090003 o.fl. dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2019 í máli nr. KNU19090035 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2019 í máli nr. KNU19090027 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2019 í máli nr. KNU19090029 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2019 í máli nr. KNU19080033 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2019 í máli nr. KNU19080047 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 560/2019 í máli nr. KNU19070059 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 561/2019 í máli nr. KNU19090044 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2019 í málum nr. KNU19090030 o.fl. dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2019 í málum nr. KNU19110001 o.fl. dags. 30. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2019 í máli nr. KNU19090039 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2019 í málum nr. KNU19090040 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2019 í máli nr. KNU19090034 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2019 í máli nr. KNU19090057 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2019 í málum nr. KNU19090047 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 573/2019 í máli nr. KNU19090067 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2019 í máli nr. KNU19090038 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2019 í máli nr. KNU19090051 dags. 6. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 584/2019 í máli nr. KNU19100071 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 595/2019 í máli nr. KNU19100015 dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2019 í máli nr. KNU19110013 dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2019 í málum nr. KNU19090033 o.fl. dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2019 í máli nr. KNU19110044 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2019 í máli nr. KNU19110031 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2019 í máli nr. KNU19090055 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2019 í málum nr. KNU19090021 o.fl. dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2019 í máli nr. KNU19090058 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2019 í máli nr. KNU19100010 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110039 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2020 í málum nr. KNU19100077 o.fl. dags. 5. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2020 í máli nr. KNU19090052 dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2020 í málum nr. KNU19100031 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2020 í málum nr. KNU19120037 o.fl. dags. 10. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2020 í málum nr. KNU19120049 o.fl. dags. 13. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2020 í málum nr. KNU19100005 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2020 í máli nr. KNU19100024 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2020 í máli nr. KNU19100045 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2020 í málum nr. KNU19090065 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2020 í máli nr. KNU19100061 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2020 í málum nr. KNU19090036 o.fl. dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2020 í máli nr. KNU19090024 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2020 í máli nr. KNU19100062 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2020 í máli nr. KNU19100037 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2020 í máli nr. KNU19090053 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2020 í máli nr. KNU19100035 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2020 í máli nr. KNU19100043 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2020 í máli nr. KNU19100032 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2020 í málum nr. KNU19100026 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2020 í máli nr. KNU19100036 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2020 í málum nr. KNU19120062 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2020 í máli nr. KNU20010002 dags. 3. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2020 í máli nr. KNU19080014 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2020 í máli nr. KNU19090059 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2020 í máli nr. KNU19070034 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2020 í máli nr. KNU19120015 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2020 í máli nr. KNU19120014 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2020 í málum nr. KNU19120001 o.fl. dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2020 í máli nr. KNU19100041 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2020 í máli nr. KNU19090054 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2020 í máli nr. KNU19090064 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2020 í máli nr. KNU19110040 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2020 í máli nr. KNU19100070 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2020 í máli nr. KNU19120029 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2020 í máli nr. KNU19110024 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2020 í máli nr. KNU19110017 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2020 í máli nr. KNU19100034 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2020 í máli nr. KNU20010015 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2020 í máli nr. KNU19100076 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2020 í máli nr. KNU20010022 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2020 í máli nr. KNU19100084 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2020 í máli nr. KNU19100009 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2020 í máli nr. KNU19120034 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2020 í máli nr. KNU19100086 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2020 í máli nr. KNU19110049 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2020 í málum nr. KNU19120018 o.fl. dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2020 í máli nr. KNU19120035 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2020 í máli nr. KNU19110007 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2020 í málum nr. KNU19120047 o.fl. dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2020 í málum nr. KNU20010005 o.fl. dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2020 í máli nr. KNU20020046 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2020 í máli nr. KNU20020013 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2020 í málum nr. KNU20010034 o.fl. dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2020 í máli nr. KNU19110016 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2020 í máli nr. KNU19100080 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2020 í máli nr. KNU20010023 dags. 13. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2020 í máli nr. KNU19120030 dags. 13. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2020 í máli nr. KNU20010048 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2020 í málum nr. KNU20020030 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2020 í máli nr. KNU19100025 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2020 í máli nr. KNU20020012 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2020 í máli nr. KNU19110009 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2020 í málum nr. KNU20020043 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2020 í máli nr. KNU20020028 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2020 í máli nr. KNU20010047 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2020 í málum nr. KNU20010049 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2020 í málum nr. KNU19110005 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2020 í málum nr. KNU20010007 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2020 í málum nr. KNU20010010 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2020 í málum nr. KNU20010024 o.fl. dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2020 í máli nr. KNU20010017 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2020 í máli nr. KNU19100085 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2020 í máli nr. KNU19100042 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2020 í málum nr. KNU20010018 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2020 í máli nr. KNU20020040 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2020 í máli nr. KNU19110008 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2020 í málum nr. KNU19110052 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2020 í máli nr. KNU19100068 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2020 í máli nr. KNU20030034 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2020 í máli nr. KNU19100003 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2020 í málum nr. KNU20030006 o.fl. dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2020 í máli nr. KNU20030005 dags. 14. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2020 í máli nr. KNU19110018 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2020 í máli nr. KNU19110041 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2020 í máli nr. KNU19120003 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2020 í máli nr. KNU20030001 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2020 í málum nr. KNU20040008 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2020 í máli nr. KNU20010026 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2020 í máli nr. KNU19110054 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2020 í málum nr. KNU20020057 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2020 í málum nr. KNU20030008 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030038 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2020 í máli nr. KNU19120033 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2020 í málum nr. KNU20030016 o.fl. dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2020 í máli nr. KNU20010027 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2020 í máli nr. KNU20010044 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2020 í máli nr. KNU20020005 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2020 í málum nr. KNU20020025 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2020 í málum nr. KNU20020026 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2020 í málum nr. KNU20040019 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2020 í málum nr. KNU20030012 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2020 í máli nr. KNU19110020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2020 í máli nr. KNU20040022 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2020 í málum nr. KNU20030013 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2020 í málum nr. KNU20020024 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2020 í máli nr. KNU20040012 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2019 í máli nr. KNU19120059 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2020 í máli nr. KNU19110021 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2020 í máli nr. KNU20030014 dags. 14. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2020 í máli nr. KNU20020015 dags. 15. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2020 í máli nr. KNU20020007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2020 í málum nr. KNU20010030 o.fl. dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2020 í máli nr. KNU20050001 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2020 í máli nr. KNU19120027 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2020 í máli nr. KNU20010016 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2020 í máli nr. KNU19120028 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2020 í málum nr. KNU20020009 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2020 í máli nr. KNU20030036 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2020 í málum nr. KNU20020055 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2020 í máli nr. KNU20020058 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2020 í máli nr. KNU20030031 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2020 í málum nr. KNU20010041 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2020 í máli nr. KNU20040005 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2020 í máli nr. KNU20020054 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2020 í máli nr. KNU19100079 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2020 í máli nr. KNU20030026 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2020 í máli nr. KNU20050004 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2020 í málum nr. KNU19110042 o.fl. dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2020 í máli nr. KNU20040032 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2020 í máli nr. KNU20050035 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2020 í máli nr. KNU20050034 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2020 í máli nr. KNU20020003 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2020 í máli nr. KNU20050005 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2020 í máli nr. KNU20020059 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2020 í máli nr. KNU20030046 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2020 í máli nr. KNU20030047 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2020 í máli nr. KNU20040024 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2020 í máli nr. KNU19110019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2020 í máli nr. KNU20040027 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2020 í máli nr. KNU19100081 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2020 í máli nr. KNU19110027 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2020 í máli nr. KNU20010045 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2020 í máli nr. KNU20050003 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2020 í máli nr. KNU20050013 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2020 í máli nr. KNU20050002 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2020 í máli nr. KNU19120026 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2020 í máli nr. KNU20050016 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2020 í máli nr. KNU19120051 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2020 í máli nr. KNU19120052 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2020 í máli nr. KNU20040031 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2020 í máli nr. KNU20040028 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2020 í málum nr. KNU20050014 o.fl. dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2020 í máli nr. KNU20060032 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2020 í máli nr. KNU20060036 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2020 í máli nr. KNU20060013 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2020 í máli nr. KNU20060031 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2020 í máli nr. KNU20060030 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2020 í máli nr. KNU20060034 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2020 í máli nr. KNU20060035 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2020 í máli nr. KNU20060033 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2020 í máli nr. KNU20060015 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2020 í málum nr. KNU20060007 o.fl. dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2020 í máli nr. KNU20050033 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2020 í máli nr. KNU20050022 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2020 í máli nr. KNU20060039 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2020 í máli nr. KNU20060040 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2020 í máli nr. KNU20050032 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2020 í máli nr. KNU20060009 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2020 í máli nr. KNU20030022 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2020 í máli nr. KNU20030023 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2020 í máli nr. KNU20050024 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2020 í máli nr. KNU20030042 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2020 í máli nr. KNU20060011 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2020 í máli nr. KNU20060021 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2020 í máli nr. KNU20050037 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2020 í máli nr. KNU20070002 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2020 í máli nr. KNU20060027 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2020 í máli nr. KNU20040021 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2020 í máli nr. KNU20080008 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2020 í máli nr. KNU20030027 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2020 í máli nr. KNU20060042 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2020 í málum nr. KNU20050026 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2020 í máli nr. KNU20060005 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2020 í málum nr. KNU20060022 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2020 í máli nr. KNU20050040 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2020 í máli nr. KNU20070033 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2020 í máli nr. KNU20080003 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2020 í máli nr. KNU20070003 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2020 í máli nr. KNU20050025 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2020 í máli nr. KNU20060003 dags. 10. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2020 í máli nr. KNU20080004 dags. 16. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2020 í máli nr. KNU20070017 dags. 16. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2020 í máli nr. KNU20060029 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2020 í máli nr. KNU20080016 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2020 í máli nr. KNU20060004 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2020 í máli nr. KNU20060038 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2020 í málum nr. KNU20090007 o.fl. dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2020 í máli nr. KNU20080007 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2020 í máli nr. KNU20070011 dags. 25. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2020 í máli nr. KNU20090006 dags. 28. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2020 í máli nr. KNU20070029 dags. 29. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2020 í máli nr. KNU20080005 dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2020 í málum nr. KNU20090002 o.fl. dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2020 í máli nr. KNU20050030 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2020 í máli nr. KNU20070005 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2020 í máli nr. KNU20050031 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2020 í máli nr. KNU20050039 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2020 í máli nr. KNU20020045 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2020 í máli nr. KNU20090020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2020 í máli nr. KNU20040007 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2020 í máli nr. KNU20090030 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2020 í máli nr. KNU20090022 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2020 í máli nr. KNU20090003 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2020 í máli nr. KNU20070040 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2020 í máli nr. KNU20050038 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2020 í máli nr. KNU20070022 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2020 í máli nr. KNU20070007 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2020 í máli nr. KNU20070015 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2020 í máli nr. KNU20090001 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2020 í máli nr. KNU20090019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2020 í máli nr. KNU20070021 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2020 í málum nr. KNU20070038 o.fl. dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2020 í máli nr. KNU20080018 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2020 í máli nr. KNU20090033 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2020 í máli nr. KNU20070024 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2020 í máli nr. KNU20090015 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2020 í máli nr. KNU20100007 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2020 í máli nr. KNU20090034 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2020 í máli nr. KNU20090004 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2020 í máli nr. KNU20100027 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2020 í máli nr. KNU20100014 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2020 í máli nr. KNU20100012 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2020 í máli nr. KNU20100008 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2020 í máli nr. KNU20100011 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2020 í máli nr. KNU20090024 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2020 í máli nr. KNU20070042 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2020 í máli nr. KNU20060024 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2020 í máli nr. KNU20100013 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2020 í máli nr. KNU20100025 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2020 í máli nr. KNU20110007 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2020 í máli nr. KNU20110018 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2020 í máli nr. KNU20110006 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2020 í máli nr. KNU20110008 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2020 í máli nr. KNU20080015 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2020 í máli nr. KNU20110063 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2020 í máli nr. KNU20110029 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2020 í máli nr. KNU20110005 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2020 í máli nr. KNU20090038 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2020 í málum nr. KNU20090016 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2020 í máli nr. KNU20100023 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2020 í máli nr. KNU20110009 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2020 í máli nr. KNU20110028 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2020 í málum nr. KNU20110013 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2020 í máli nr. KNU20110001 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2020 í máli nr. KNU20110043 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2020 í máli nr. KNU20110057 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2020 í máli nr. KNU20070023 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2021 í máli nr. KNU20120012 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2021 í máli nr. KNU20110046 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2021 í máli nr. KNU20110045 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2021 í máli nr. KNU20110044 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2021 í máli nr. KNU20110031 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2021 í máli nr. KNU20120006 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2021 í máli nr. KNU20120027 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2021 í máli nr. KNU20110032 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2021 í máli nr. KNU20120028 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2021 í máli nr. KNU20110041 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2021 í máli nr. KNU20070035 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2021 í máli nr. KNU20110015 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2021 í máli nr. KNU20110042 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2021 í máli nr. KNU20110060 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2021 í máli nr. KNU20100031 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2021 í máli nr. KNU20110037 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2021 í máli nr. KNU20110030 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2021 í máli nr. KNU20110035 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2021 í máli nr. KNU20100006 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2021 í máli nr. KNU21010002 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2021 í máli nr. KNU20110025 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2021 í málum nr. KNU21010020 o.fl. dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2021 í máli nr. KNU20110054 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2021 í máli nr. KNU20120001 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2021 í máli nr. KNU20120040 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2021 í málum nr. KNU20090025 o.fl. dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2021 í málum nr. KNU20120023 o.fl. dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2021 í máli nr. KNU20120009 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2021 í máli nr. KNU21010008 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2021 í máli nr. KNU20120054 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2021 í máli nr. KNU21010025 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2021 í máli nr. KNU20120003 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2021 í máli nr. KNU20120004 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2021 í máli nr. KNU20120020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2021 í máli nr. KNU20120018 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2021 í máli nr. KNU21010007 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2021 í máli nr. KNU21010003 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2021 í máli nr. KNU21020011 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2021 í máli nr. KNU20120050 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2021 í máli nr. KNU20120031 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2021 í máli nr. KNU20120002 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2021 í máli nr. KNU20120017 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2021 í máli nr. KNU21010005 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2021 í máli nr. KNU20120064 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2021 í máli nr. KNU20120038 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2021 í máli nr. KNU20120053 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2021 í máli nr. KNU20120065 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2021 í máli nr. KNU21020009 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2021 í máli nr. KNU20120013 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2021 í máli nr. KNU21010015 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2021 í máli nr. KNU21020007 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2021 í máli nr. KNU21010006 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2021 í máli nr. KNU21010016 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2021 í máli nr. KNU21020040 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2021 í máli nr. KNU21020024 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2021 í máli nr. KNU21020033 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2021 í máli nr. KNU21020023 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2021 í máli nr. KNU21020022 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2021 í máli nr. KNU21020021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2021 í máli nr. KNU21020020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2021 í máli nr. KNU21020031 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2021 í máli nr. KNU21020018 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2021 í máli nr. KNU21020032 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2021 í máli nr. KNU21020042 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2021 í máli nr. KNU21020034 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2021 í máli nr. KNU20120059 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2021 í máli nr. KNU21020055 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2021 í máli nr. KNU21020029 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2021 í máli nr. KNU21020028 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2021 í máli nr. KNU21030020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2021 í máli nr. KNU21020003 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2021 í máli nr. KNU21020067 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2021 í máli nr. KNU21030025 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2021 í máli nr. KNU21020044 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2021 í máli nr. KNU21020052 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2021 í máli nr. KNU21020010 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2021 í máli nr. KNU21040016 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2021 í máli nr. KNU21030023 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2021 í máli nr. KNU21020053 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2021 í máli nr. KNU21030022 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2021 í máli nr. KNU21030082 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2021 í máli nr. KNU21020002 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2021 í máli nr. KNU21020019 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2021 í máli nr. KNU21020054 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2021 í máli nr. KNU21020058 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2021 í máli nr. KNU21030059 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2021 í máli nr. KNU21030068 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2021 í máli nr. KNU21030027 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2021 í máli nr. KNU21030032 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2021 í máli nr. KNU21030012 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2021 í máli nr. KNU21030005 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2021 í máli nr. KNU21020057 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2021 í máli nr. KNU21030014 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2021 í máli nr. KNU21030007 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2021 í máli nr. KNU21030058 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2021 í máli nr. KNU21030013 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2021 í máli nr. KNU21050036 dags. 17. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2021 í málum nr. KNU21030075 o.fl. dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2021 í máli nr. KNU21040013 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2021 í máli nr. KNU21030039 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2021 í máli nr. KNU21030055 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2021 í máli nr. KNU21030051 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2021 í málum nr. KNU21010032 o.fl. dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2021 í máli nr. KNU21020066 dags. 1. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2021 í málum nr. KNU21030080 o.fl. dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2021 í máli nr. KNU21030010 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2021 í máli nr. KNU21030006 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2021 í máli nr. KNU21030026 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2021 í máli nr. KNU21030033 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2021 í máli nr. KNU21030008 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2021 í máli nr. KNU21020060 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2021 í máli nr. KNU21040003 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2021 í máli nr. KNU21050009 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2021 í máli nr. KNU21030063 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2021 í máli nr. KNU21030015 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2021 í máli nr. KNU21030066 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2021 í máli nr. KNU21030070 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2021 í máli nr. KNU21030021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2021 í máli nr. KNU21030064 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2021 í máli nr. KNU21040001 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2021 í máli nr. KNU21030067 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2021 í máli nr. KNU21050051 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2021 í máli nr. KNU21050050 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2021 í máli nr. KNU21030036 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2021 í máli nr. KNU21030069 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2021 í máli nr. KNU21030041 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2021 í málum nr. KNU21030054 o.fl. dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2021 í máli nr. KNU21040008 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2021 í máli nr. KNU21030073 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2021 í máli nr. KNU21060009 dags. 18. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2021 í máli nr. KNU21040045 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2021 í máli nr. KNU21040020 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2021 í máli nr. KNU21040044 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2021 í máli nr. KNU20110048 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2021 í máli nr. KNU21060018 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2021 í máli nr. KNU21060004 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2021 í máli nr. KNU21040022 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2021 í máli nr. KNU21030065 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2021 í máli nr. KNU21040023 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2021 í máli nr. KNU21040032 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2021 í máli nr. KNU21040033 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2021 í máli nr. KNU21040015 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2021 í málum nr. KNU21030077 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2021 í máli nr. KNU21040012 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2021 í máli nr. KNU21030034 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2021 í máli nr. KNU21040024 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2021 í málum nr. KNU21040028 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2021 í málum nr. KNU21040007 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2021 í máli nr. KNU21050007 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2021 í máli nr. KNU21060069 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2021 í máli nr. KNU21050032 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2021 í málum nr. KNU21040030 o.fl. dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2021 í máli nr. KNU21060056 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040036 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2021 í málum nr. KNU21040056 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2021 í máli nr. KNU21040064 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2021 í máli nr. KNU21050025 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2021 í máli nr. KNU21050042 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2021 í máli nr. KNU21060041 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2021 í máli nr. KNU21040050 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2021 í máli nr. KNU21050041 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2021 í máli nr. KNU21060066 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2021 í máli nr. KNU21050049 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2021 í máli nr. KNU21060040 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2021 í máli nr. KNU21050029 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2021 í málum nr. KNU21070034 o.fl. dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2021 í máli nr. KNU21060042 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í máli nr. KNU21070068 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2021 í málum nr. KNU21050020 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2021 í máli nr. KNU21070020 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2021 í máli nr. KNU21040060 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2021 í málum nr. KNU21040038 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2021 í málum nr. KNU21050030 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í málum nr. KNU21040058 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2021 í máli nr. KNU21060055 dags. 30. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2021 í máli nr. KNU21060025 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2021 í máli nr. KNU21080027 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2021 í máli nr. KNU21080025 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2021 í máli nr. KNU21080026 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2021 í máli nr. KNU21080016 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2021 í málum nr. KNU21080001 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2021 í máli nr. KNU21080017 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2021 í máli nr. KNU21060024 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2021 í máli nr. KNU21030028 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2021 í málum nr. KNU21040010 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2021 í máli nr. KNU21030016 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2021 í máli nr. KNU21030044 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2021 í máli nr. KNU21040009 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2021 í málum nr. KNU21080036 o.fl. dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2021 í máli nr. KNU21050043 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2021 í máli nr. KNU21060027 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2021 í máli nr. KNU21060071 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2021 í máli nr. KNU21060068 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2021 í máli nr. KNU21070010 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2021 í máli nr. KNU21060072 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2021 í máli nr. KNU21070041 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2021 í máli nr. KNU21080032 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2021 í máli nr. KNU21060005 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2021 í máli nr. KNU21080008 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2021 í máli nr. KNU21080047 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2021 í máli nr. KNU21080022 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2021 í máli nr. KNU21080014 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2021 í máli nr. KNU21070039 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2021 í máli nr. KNU21070031 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2021 í máli nr. KNU21080011 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2021 í máli nr. KNU21060049 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2021 í máli nr. KNU21070001 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2021 í máli nr. KNU21070013 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2021 í máli nr. KNU21060035 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2021 í máli nr. KNU21060023 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2021 í máli nr. KNU21050052 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2021 í máli nr. KNU21060003 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2021 í málum nr. KNU21090039 o.fl. dags. 5. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2021 í máli nr. KNU21080045 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2021 í máli nr. KNU21080046 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2021 í málum nr. KNU21070048 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2021 í máli nr. KNU21090003 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 485/2021 í máli nr. KNU21090009 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2021 í málum nr. KNU21050018 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 489/2021 í máli nr. KNU21080044 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2021 í máli nr. KNU21060070 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2021 í máli nr. KNU21080029 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2021 í máli nr. KNU21080042 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2021 í málum nr. KNU21080018 o.fl. dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2021 í máli nr. KNU21090037 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2021 í máli nr. KNU21070014 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2021 í máli nr. KNU21090066 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2021 í máli nr. KNU21060036 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2021 í máli nr. KNU21060067 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2021 í máli nr. KNU21070071 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2021 í málum nr. KNU21070069 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2021 í máli nr. KNU21070038 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2021 í máli nr. KNU21070060 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2021 í málum nr. KNU21070036 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2021 í máli nr. KNU21070061 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2021 í máli nr. KNU21070056 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2021 í máli nr. KNU21090044 dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2021 í máli nr. KNU21080048 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2021 í máli nr. KNU21090038 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2021 í máli nr. KNU21070073 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2021 í máli nr. KNU21080006 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2021 í máli nr. KNU21070055 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2021 í málum nr. KNU21100003 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2021 í málum nr. KNU21090068 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2021 í máli nr. KNU21100007 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2021 í máli nr. KNU21060022 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2021 í máli nr. KNU21070040 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2021 í máli nr. KNU21080028 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080034 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2021 í málum nr. KNU21080020 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2021 í málum nr. KNU21090032 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2021 í málum nr. KNU21090035 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2021 í máli nr. KNU21090042 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2021 í máli nr. KNU21030080 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2021 í málum nr. KNU21080009 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 582/2021 í máli nr. KNU21100046 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2021 í máli nr. KNU21100049 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 557/2021 í máli nr. KNU21100045 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 587/2021 í máli nr. KNU21100037 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2021 í máli nr. KNU21090069 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 573/2021 í máli nr. KNU21090050 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 589/2021 í máli nr. KNU21100002 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2021 í máli nr. KNU21080005 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2021 í málum nr. KNU21090090 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2021 í málum nr. KNU21100029 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2021 í máli nr. KNU21090089 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2021 í máli nr. KNU21100011 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2021 í máli nr. KNU21100019 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2021 í máli nr. KNU21100056 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2021 í máli nr. KNU21100020 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 603/2021 í máli nr. KNU21100048 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2021 í máli nr. KNU21100031 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2021 í málum nr. KNU21090087 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 620/2021 í málum nr. KNU21100051 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2021 í máli nr. KNU21100064 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2021 í máli nr. KNU21100036 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2021 í máli nr. KNU21100034 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 625/2021 í máli nr. KNU21090033 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2021 í máli nr. KNU21110022 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2021 í máli nr. KNU21090073 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 643/2021 í máli nr. KNU21100078 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2021 í máli nr. KNU21090046 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2021 í máli nr. KNU21110076 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 624/2021 í máli nr. KNU21090030 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 612/2021 í málum nr. KNU21100039 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 642/2021 í máli nr. KNU21110004 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2021 í máli nr. KNU21090047 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2021 í máli nr. KNU21110017 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2021 í máli nr. KNU21110019 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2021 í máli nr. KNU21070023 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 653/2021 í máli nr. KNU21110066 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2021 í máli nr. KNU21090094 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 613/2021 í málum nr. KNU21110048 o.fl. dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2021 í máli nr. KNU21100071 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 649/2021 í máli nr. KNU21100012 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 651/2021 í máli nr. KNU21100015 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2021 í máli nr. KNU21110025 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2021 í máli nr. KNU21110021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2021 í máli nr. KNU21100070 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2021 í máli nr. KNU21100013 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2021 í máli nr. KNU21110033 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2021 í máli nr. KNU21100026 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2021 í máli nr. KNU21100059 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2021 í máli nr. KNU21100010 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2021 í máli nr. KNU21100058 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2021 í máli nr. KNU21100057 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2021 í máli nr. KNU21100073 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 635/2021 í máli nr. KNU21100027 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 664/2021 í málum nr. KNU21110081 o.fl. dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2021 í máli nr. KNU21110095 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2021 í máli nr. KNU21120004 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2021 í máli nr. KNU21110003 dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2022 í máli nr. KNU21110059 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2022 í máli nr. KNU21110085 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2022 í málum nr. KNU21110043 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2022 í máli nr. KNU21110036 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2022 í málum nr. KNU21110045 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2022 í máli nr. KNU21110018 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2022 í máli nr. KNU21110086 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2022 í máli nr. KNU21110026 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2022 í máli nr. KNU21100077 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2022 í máli nr. KNU21120011 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2022 í málum nr. KNU21120017 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2022 í málum nr. KNU21110091 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2022 í málum nr. KNU21120012 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2022 í máli nr. KNU21120048 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2022 í máli nr. KNU21120064 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2022 í máli nr. KNU21120036 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2022 í máli nr. KNU22010002 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2022 í málum nr. KNU21100075 o.fl. dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2022 í máli nr. KNU21120008 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2022 í máli nr. KNU21120051 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2022 í máli nr. KNU21100079 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2022 í máli nr. KNU21110004 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2022 í máli nr. KNU21110063 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2022 í máli nr. KNU21120049 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2022 í máli nr. KNU21120006 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2022 í máli nr. KNU22010018 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2022 í máli nr. KNU22010016 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2022 í máli nr. KNU21110032 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2022 í máli nr. KNU21110034 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2022 í máli nr. KNU21120065 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2022 í máli nr. KNU22020002 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2022 í máli nr. KNU22020012 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2022 í máli nr. KNU22020010 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2022 í málum nr. KNU21110087 o.fl. dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2022 í málum nr. KNU22020025 o.fl. dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2022 í máli nr. KNU22020006 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2022 í máli nr. KNU22010019 dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2022 í máli nr. KNU21070035 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2022 í máli nr. KNU22010015 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2022 í máli nr. KNU21110042 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2022 í máli nr. KNU22020033 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2022 í máli nr. KNU22010020 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2022 í máli nr. KNU22020011 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2022 í máli nr. KNU22030018 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2022 í máli nr. KNU22030006 dags. 24. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2022 í máli nr. KNU22030005 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2022 í málum nr. KNU22030001 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2022 í málum nr. KNU22030009 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2022 í málum nr. KNU22020016 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2022 í málum nr. KNU22030022 o.fl. dags. 7. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2022 í máli nr. KNU22030036 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2022 í máli nr. KNU22040002 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2022 í málum nr. KNU22030024 o.fl. dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2022 í máli nr. KNU22020036 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2022 í máli nr. KNU22020003 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2022 í máli nr. KNU22030056 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2022 í máli nr. KNU22040005 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2022 í máli nr. KNU22030019 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2022 í máli nr. KNU22030037 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2022 í máli nr. KNU22040006 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2022 í máli nr. KNU22030039 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2022 í málum nr. KNU22030013 o.fl. dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2022 í máli nr. KNU22040036 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2022 í máli nr. KNU22030032 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2022 í máli nr. KNU22030040 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2022 í máli nr. KNU22040043 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2022 í máli nr. KNU22030033 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2022 í máli nr. KNU22040004 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2022 í máli nr. KNU22040015 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2022 í máli nr. KNU22040007 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2022 í máli nr. KNU22040016 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2022 í máli nr. KNU22040023 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2022 í máli nr. KNU22040045 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2022 í máli nr. KNU22040025 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2022 í málum nr. KNU22050001 o.fl. dags. 31. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2022 í máli nr. KNU22020019 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2022 í máli nr. KNU22030055 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2022 í máli nr. KNU22020018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2022 í máli nr. KNU22040048 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2022 í máli nr. KNU22040022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2022 í málum nr. KNU22040038 o.fl. dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2022 í máli nr. KNU22040046 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2022 í máli nr. KNU22060007 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2022 í máli nr. KNU22040035 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 233/2022 í máli nr. KNU22040008 dags. 16. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 227/2022 í málum nr. KNU22050003 o.fl. dags. 16. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2022 í máli nr. KNU22040037 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2022 í máli nr. KNU22050013 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2022 í máli nr. KNU22050014 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2022 í máli nr. KNU22030054 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2022 í máli nr. KNU22040021 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2022 í máli nr. KNU22050007 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2022 í máli nr. KNU22040020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2022 í máli nr. KNU22040051 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2022 í málum nr. KNU22050042 o.fl. dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2022 í málum nr. KNU22060010 o.fl. dags. 30. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2022 í máli nr. KNU22050018 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2022 í máli nr. KNU22050034 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2022 í máli nr. KNU22060023 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2022 í máli nr. KNU22060024 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2022 í máli nr. KNU22050022 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2022 í málum nr. KNU22050010 o.fl. dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2022 í máli nr. KNU22050031 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2022 í máli nr. KNU22050028 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2022 í máli nr. KNU22050025 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2022 í máli nr. KNU22050032 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2022 í máli nr. KNU22060022 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2022 í máli nr. KNU22050043 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2022 í máli nr. KNU22050046 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2022 í málum nr. KNU22070006 o.fl. dags. 15. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2022 í máli nr. KNU22060050 dags. 11. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2022 í máli nr. KNU22050036 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2022 í máli nr. KNU22070001 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2022 í máli nr. KNU22060048 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2022 í máli nr. KNU22060049 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2022 í máli nr. KNU22050037 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2022 í máli nr. KNU22070017 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2022 í máli nr. KNU22060011 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2022 í málum nr. KNU22060004 o.fl. dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2022 í máli nr. KNU22070018 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2022 í máli nr. KNU22060042 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2022 í máli nr. KNU22070019 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2022 í málum nr. KNU22060028 o.fl. dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2022 í máli nr. KNU22060036 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2022 í máli nr. KNU22060027 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2022 í máli nr. KNU22060025 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2022 í máli nr. KNU22060026 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2022 í máli nr. KNU22060044 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2022 í máli nr. KNU22060030 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2022 í máli nr. KNU22070002 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2022 í máli nr. KNU22060045 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2022 í máli nr. KNU22070027 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2022 í máli nr. KNU22060038 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2022 í máli nr. KNU22070035 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2022 í máli nr. KNU22070046 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2022 í máli nr. KNU22070029 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2022 í máli nr. KNU22070049 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2022 í máli nr. KNU22060053 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2022 í máli nr. KNU22070050 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2022 í máli nr. KNU22070022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2022 í máli nr. KNU22070023 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2022 í máli nr. KNU22060051 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2022 í máli nr. KNU22070026 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2022 í máli nr. KNU22060055 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2022 í máli nr. KNU22090004 dags. 9. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2022 í máli nr. KNU22070025 dags. 16. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2022 í máli nr. KNU22070063 dags. 16. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2022 í máli nr. KNU22060054 dags. 16. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2022 í máli nr. KNU22070004 dags. 16. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2022 í máli nr. KNU22080024 dags. 20. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2022 í máli nr. KNU22070065 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2022 í máli nr. KNU22080023 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2022 í máli nr. KNU22070060 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2022 í máli nr. KNU22080006 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2022 í máli nr. KNU22080003 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2022 í máli nr. KNU22070052 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2022 í máli nr. KNU22090028 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2022 í máli nr. KNU22090027 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2022 í máli nr. KNU22090029 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2022 í málum nr. KNU22080033 o.fl. dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2022 í máli nr. KNU22080019 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2022 í máli nr. KNU22080007 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2022 í máli nr. KNU22070061 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2022 í máli nr. KNU22090001 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2022 í málum nr. KNU22080012 o.fl. dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2022 í máli nr. KNU22090014 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2022 í máli nr. KNU22060008 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2022 í máli nr. KNU22090030 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2022 í máli nr. KNU22070064 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2022 í máli nr. KNU22080031 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2022 í máli nr. KNU22080028 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2022 í máli nr. KNU22090005 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2022 í máli nr. KNU22090016 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2022 í máli nr. KNU22090011 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22070068 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2022 í máli nr. KNU22090022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2022 í máli nr. KNU22090010 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2022 í máli nr. KNU22090013 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2022 í máli nr. KNU22090062 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2022 í máli nr. KNU22090017 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2022 í máli nr. KNU22090069 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2022 í málum nr. KNU22090032 o.fl. dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2022 í máli nr. KNU22090035 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2022 í máli nr. KNU22090034 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2022 í máli nr. KNU22090026 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2022 í máli nr. KNU22100050 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2022 í máli nr. KNU22090023 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2022 í málum nr. KNU22090058 o.fl. dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22090056 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2022 í máli nr. KNU22090066 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2022 í máli nr. KNU22090065 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2022 í máli nr. KNU22090064 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2022 í máli nr. KNU22090057 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2022 í máli nr. KNU22100001 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2022 í máli nr. KNU22090063 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2022 í máli nr. KNU22100013 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2022 í málum nr. KNU22100025 o.fl. dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2022 í málum nr. KNU22100031 o.fl. dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2022 í máli nr. KNU22090009 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2022 í máli nr. KNU22090050 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2022 í máli nr. KNU22090068 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2022 í máli nr. KNU22090054 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2022 í málum nr. KNU22110010 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2022 í máli nr. KNU22100028 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2022 í málum nr. KNU22100015 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2022 í máli nr. KNU22110009 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2022 í máli nr. KNU22100017 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2022 í máli nr. KNU22100027 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2022 í máli nr. KNU22110003 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2022 í máli nr. KNU22100002 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2022 í málum nr. KNU22100062 o.fl. dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2022 í málum nr. KNU22100004 o.fl. dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2022 í máli nr. KNU22100045 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2022 í máli nr. KNU22100068 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2022 í máli nr. KNU22100055 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2022 í máli nr. KNU22100067 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2022 í máli nr. KNU22100065 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2022 í máli nr. KNU22100053 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 485/2022 í máli nr. KNU22100057 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 496/2022 í máli nr. KNU22100069 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 489/2022 í máli nr. KNU22100061 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2022 í máli nr. KNU22100038 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2022 í máli nr. KNU22100047 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2022 í máli nr. KNU22100052 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2022 í máli nr. KNU22100059 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2022 í máli nr. KNU22110047 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2022 í máli nr. KNU22110029 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2022 í máli nr. KNU22110037 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2022 í máli nr. KNU22100014 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2022 í máli nr. KNU22100024 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2022 í máli nr. KNU22100010 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2022 í málum nr. KNU22110056 o.fl. dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2022 í máli nr. KNU22100006 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2022 í máli nr. KNU22110073 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2022 í máli nr. KNU22100081 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2022 í máli nr. KNU22100071 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2022 í máli nr. KNU22100083 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2022 í máli nr. KNU22110078 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2022 í máli nr. KNU22110061 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2022 í máli nr. KNU22100070 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2022 í málum nr. KNU22110090 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2022 í málum nr. KNU22100084 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2022 í máli nr. KNU22110024 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2022 í máli nr. KNU22100079 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2022 í máli nr. KNU22110062 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2022 í máli nr. KNU22100074 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2023 í máli nr. KNU22120041 dags. 3. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2023 í máli nr. KNU22120071 dags. 3. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2023 í máli nr. KNU22110080 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2023 í máli nr. KNU22100078 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2023 í máli nr. KNU22100008 dags. 10. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2023 í málum nr. KNU22110040 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2023 í máli nr. KNU22110030 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2023 í máli nr. KNU22110031 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2023 í máli nr. KNU22100080 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2023 í máli nr. KNU22100029 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2023 í máli nr. KNU22110025 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2023 í máli nr. KNU22100077 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2023 í máli nr. KNU22110026 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2023 í málum nr. KNU22110042 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2023 í máli nr. KNU22120083 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2023 í máli nr. KNU22110049 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2023 í máli nr. KNU22110032 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2023 í máli nr. KNU22110023 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2023 í málum nr. KNU22120084 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2023 í máli nr. KNU22110060 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2023 í málum nr. KNU22100075 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2023 í máli nr. KNU22120053 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2023 í máli nr. KNU22120005 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2023 í máli nr. KNU22120025 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2023 í máli nr. KNU22110083 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2023 í máli nr. KNU22110085 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2023 í máli nr. KNU22110002 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2023 í máli nr. KNU22110005 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2023 í máli nr. KNU22100023 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2023 í málum nr. KNU22120072 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2023 í máli nr. KNU22110075 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2023 í málum nr. KNU22110071 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2023 í máli nr. KNU22110064 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2023 í máli nr. KNU22110076 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2023 í máli nr. KNU22110050 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2023 í máli nr. KNU22120006 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2023 í máli nr. KNU22110070 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2023 í máli nr. KNU22110052 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2023 í máli nr. KNU22110057 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2023 í málum nr. KNU22110065 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2023 í máli nr. KNU22120055 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2023 í málum nr. KNU23010028 o.fl. dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2023 í máli nr. KNU23010030 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2023 í máli nr. KNU23010036 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2023 í máli nr. KNU22110006 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2023 í máli nr. KNU22120015 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2023 í máli nr. KNU22110036 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2023 í máli nr. KNU22110033 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2023 í máli nr. KNU22110007 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2023 í máli nr. KNU22110022 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2023 í málum nr. KNU23010040 o.fl. dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2023 í máli nr. KNU22120017 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2023 í máli nr. KNU22110081 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2023 í máli nr. KNU22120035 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2023 í máli nr. KNU22110077 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2023 í máli nr. KNU23010047 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2023 í máli nr. KNU22120018 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2023 í máli nr. KNU22120020 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2023 í máli nr. KNU22120009 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2023 í máli nr. KNU22120007 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2023 í máli nr. KNU22120022 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2023 í máli nr. KNU22120024 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2023 í máli nr. KNU22120012 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2023 í máli nr. KNU22120037 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2023 í málum nr. KNU23020008 o.fl. dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2023 í máli nr. KNU23020006 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2023 í máli nr. KNU23020003 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2023 í málum nr. KNU23020001 o.fl. dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2023 í máli nr. KNU23010021 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2023 í máli nr. KNU22120057 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2023 í máli nr. KNU22120088 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2023 í máli nr. KNU22110063 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2023 í máli nr. KNU22120093 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2023 í máli nr. KNU23010011 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2023 í máli nr. KNU22120033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2023 í máli nr. KNU23010032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2023 í máli nr. KNU22120030 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2023 í máli nr. KNU22120075 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2023 í máli nr. KNU22120031 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2023 í máli nr. KNU22120070 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2023 í máli nr. KNU23010033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2023 í máli nr. KNU22120029 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2023 í máli nr. KNU23010005 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2023 í máli nr. KNU22120032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2023 í máli nr. KNU23010031 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2023 í máli nr. KNU23020039 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2023 í máli nr. KNU23020047 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2023 í máli nr. KNU23020046 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2023 í máli nr. KNU22120016 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2023 í málum nr. KNU22120026 o.fl. dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2023 í máli nr. KNU22120002 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2023 í máli nr. KNU23010059 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2023 í máli nr. KNU23010058 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2023 í málum nr. KNU22120047 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2023 í máli nr. KNU22120089 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2023 í máli nr. KNU22120086 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2023 í máli nr. KNU22120003 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2023 í máli nr. KNU22120087 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2023 í máli nr. KNU22120049 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2023 í máli nr. KNU22120064 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2023 í málum nr. KNU22120058 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2023 í máli nr. KNU22120060 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2023 í málum nr. KNU23010043 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2023 í máli nr. KNU23020036 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2023 í máli nr. KNU23010061 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2023 í máli nr. KNU23020005 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2023 í máli nr. KNU23020037 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2023 í máli nr. KNU23020052 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2023 í máli nr. KNU23020026 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2023 í máli nr. KNU23020053 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2023 í máli nr. KNU23010063 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2023 í máli nr. KNU23030012 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2023 í máli nr. KNU22120043 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2023 í máli nr. KNU23010008 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2023 í máli nr. KNU23020066 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2023 í máli nr. KNU22120010 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2023 í máli nr. KNU22120069 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2023 í máli nr. KNU23030011 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2023 í málum nr. KNU23030057 o.fl. dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2023 í máli nr. KNU23030059 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2023 í málum nr. KNU23010001 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2023 í málum nr. KNU23010037 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2023 í máli nr. KNU23010010 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2023 í máli nr. KNU23010009 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2023 í máli nr. KNU23020049 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2023 í máli nr. KNU23010006 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2023 í máli nr. KNU23010004 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2023 í málum nr. KNU23010054 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2023 í máli nr. KNU23010007 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2023 í máli nr. KNU23010016 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2023 í máli nr. KNU23010003 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2023 í máli nr. KNU23030063 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2023 í máli nr. KNU23020007 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2023 í máli nr. KNU23030065 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2023 í máli nr. KNU23030064 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2023 í máli nr. KNU23030073 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2023 í máli nr. KNU23030081 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2023 í máli nr. KNU23020027 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2023 í máli nr. KNU23030008 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2023 í máli nr. KNU23010057 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2023 í máli nr. KNU23030013 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2023 í máli nr. KNU23020024 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2023 í máli nr. KNU23020019 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2023 í máli nr. KNU23020035 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2023 í máli nr. KNU23020025 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2023 í máli nr. KNU23010060 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2023 í máli nr. KNU23020033 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2023 í máli nr. KNU23020023 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2023 í máli nr. KNU23010065 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 211/2023 í máli nr. KNU23030068 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2023 í málum nr. KNU23030066 o.fl. dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2023 í máli nr. KNU23030094 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2023 í máli nr. KNU23030093 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2023 í máli nr. KNU23020050 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 222/2023 í máli nr. KNU23030101 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2023 í máli nr. KNU23030102 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2023 í málum nr. KNU23030103 o.fl. dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2023 í máli nr. KNU22110048 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2023 í málum nr. KNU22120078 o.fl. dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2023 í máli nr. KNU23020076 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2023 í máli nr. KNU23020038 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2023 í máli nr. KNU23020051 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2023 í máli nr. KNU23020030 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2023 í máli nr. KNU23020031 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2023 í máli nr. KNU23020041 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2023 í máli nr. KNU23040057 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2023 í máli nr. KNU23040060 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2023 í máli nr. KNU23040017 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2023 í máli nr. KNU22120008 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2023 í máli nr. KNU23030086 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2023 í málum nr. KNU23040077 o.fl. dags. 2. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2023 í máli nr. KNU23030016 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2023 í máli nr. KNU23030017 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2023 í máli nr. KNU23020069 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2023 í máli nr. KNU23020072 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2023 í máli nr. KNU23020042 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2023 í máli nr. KNU23030007 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 227/2023 í máli nr. KNU23020032 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2023 í málum nr. KNU23030032 o.fl. dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2023 í máli nr. KNU23030034 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2023 í máli nr. KNU23030005 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2023 í máli nr. KNU23040095 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2023 í málum nr. KNU23040106 o.fl. dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2023 í máli nr. KNU23040058 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2023 í máli nr. KNU23040097 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2023 í máli nr. KNU23040001 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2023 í máli nr. KNU23040096 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2023 í máli nr. KNU23040061 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2023 í máli nr. KNU23030069 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2023 í máli nr. KNU23020079 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2023 í máli nr. KNU23030079 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2023 í máli nr. KNU23010045 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2023 í máli nr. KNU23030036 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2023 í máli nr. KNU23030045 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2023 í málum nr. KNU23030047 o.fl. dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2023 í máli nr. KNU23030029 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2023 í máli nr. KNU23030043 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2023 í máli nr. KNU23030020 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2023 í máli nr. KNU23040028 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2023 í máli nr. KNU23040083 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2023 í máli nr. KNU23040125 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2023 í máli nr. KNU23050056 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2023 í máli nr. KNU23020043 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2023 í máli nr. KNU23050101 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2023 í máli nr. KNU23050098 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2023 í máli nr. KNU23050103 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2023 í máli nr. KNU23030074 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2023 í máli nr. KNU23040006 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2023 í máli nr. KNU23030099 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2023 í máli nr. KNU23030077 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2023 í máli nr. KNU23030088 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2023 í máli nr. KNU23040011 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2023 í máli nr. KNU23030092 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2023 í máli nr. KNU23050051 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2023 í máli nr. KNU23040036 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2023 í máli nr. KNU23050129 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2023 í máli nr. KNU23050104 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2023 í máli nr. KNU23040105 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2023 í máli nr. KNU23020065 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2023 í máli nr. KNU23050162 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2023 í málum nr. KNU23050099 o.fl. dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2023 í málum nr. KNU23040040 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2023 í máli nr. KNU23040052 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2023 í máli nr. KNU23040049 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2023 í máli nr. KNU23040015 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2023 í málum nr. KNU23040031 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2023 í máli nr. KNU23040048 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2023 í máli nr. KNU23040045 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2023 í máli nr. KNU23040059 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2023 í máli nr. KNU23040075 dags. 20. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2023 í máli nr. KNU23060048 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2023 í máli nr. KNU23060056 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2023 í máli nr. KNU23060066 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2023 í máli nr. KNU23060046 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2023 í máli nr. KNU23060047 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2023 í málum nr. KNU23040068 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2023 í máli nr. KNU23040071 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2023 í máli nr. KNU23040072 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2023 í málum nr. KNU23040066 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2023 í máli nr. KNU23040070 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2023 í máli nr. KNU23060188 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2023 í máli nr. KNU23060166 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2023 í máli nr. KNU23060179 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2023 í málum nr. KNU23030023 o.fl. dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2023 í máli nr. KNU23020064 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2023 í máli nr. KNU23060088 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2023 í máli nr. KNU23020061 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2023 í máli nr. KNU23060087 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2023 í máli nr. KNU23060086 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2023 í máli nr. KNU23060085 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2023 í máli nr. KNU23060084 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2023 í málum nr. KNU23050124 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2023 í máli nr. KNU23060178 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2023 í máli nr. KNU23050165 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2023 í máli nr. KNU23060198 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2023 í máli nr. KNU23060203 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2023 í málum nr. KNU23070010 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2023 í máli nr. KNU23060151 dags. 12. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2023 í málum nr. KNU23040119 o.fl. dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2023 í máli nr. KNU23040082 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2023 í máli nr. KNU23040090 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2023 í máli nr. KNU23040108 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2023 í máli nr. KNU23040118 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2023 í máli nr. KNU23050004 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2023 í máli nr. KNU23040054 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2023 í máli nr. KNU23040094 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2023 í málum nr. KNU23070009 o.fl. dags. 24. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2023 í máli nr. KNU23050025 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2023 í máli nr. KNU23070107 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2023 í máli nr. KNU23070106 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2023 í máli nr. KNU23070105 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2023 í málum nr. KNU23070117 o.fl. dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2023 í máli nr. KNU23050007 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2023 í máli nr. KNU23050008 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2023 í máli nr. KNU23050009 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2023 í máli nr. KNU23040087 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2023 í máli nr. KNU23070103 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2023 í máli nr. KNU23030041 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2023 í máli nr. KNU23050028 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2023 í máli nr. KNU23050033 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2023 í máli nr. KNU23050017 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 479/2023 í máli nr. KNU23060177 dags. 6. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 488/2023 í máli nr. KNU23070118 dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2023 í málum nr. KNU23080052 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2023 í málum nr. KNU23070097 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2023 í málum nr. KNU23030052 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2023 í málum nr. KNU23080007 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 484/2023 í máli nr. KNU23060147 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2023 í máli nr. KNU23050144 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2023 í málum nr. KNU23050148 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2023 í máli nr. KNU23050088 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2023 í máli nr. KNU23060068 dags. 15. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2023 í máli nr. KNU23050046 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2023 í máli nr. KNU23050110 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2023 í máli nr. KNU23070055 dags. 21. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2023 í máli nr. KNU23090052 dags. 21. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2023 í máli nr. KNU23050147 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2023 í máli nr. KNU23050075 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2023 í máli nr. KNU23050168 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2023 í málum nr. KNU23050169 o.fl. dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2023 í máli nr. KNU23050157 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2023 í máli nr. KNU23050176 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2023 í máli nr. KNU23050175 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 561/2023 í máli nr. KNU23090062 dags. 5. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2023 í máli nr. KNU23090063 dags. 5. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2023 í máli nr. KNU23090099 dags. 5. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2023 í máli nr. KNU23080035 dags. 6. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2023 í máli nr. KNU23060158 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2023 í máli nr. KNU23060159 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2023 í máli nr. KNU23060155 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2023 í máli nr. KNU23060156 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2023 í máli nr. KNU23060157 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2023 í máli nr. KNU23050182 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2023 í máli nr. KNU23060011 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2023 í máli nr. KNU23060022 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2023 í máli nr. KNU23060168 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2023 í máli nr. KNU23070064 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 587/2023 í máli nr. KNU23040021 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2023 í máli nr. KNU23050087 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 599/2023 í máli nr. KNU23070034 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2023 í máli nr. KNU23060194 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2023 í máli nr. KNU23060199 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2023 í máli nr. KNU23060200 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2023 í máli nr. KNU23080011 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 713/2023 í máli nr. KNU23090001 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2023 í máli nr. KNU23040089 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2023 í máli nr. KNU23110007 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2023 í máli nr. KNU23100152 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 í máli nr. KNU23090096 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 681/2023 í máli nr. KNU23100122 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 680/2023 í málum nr. KNU23100118 o.fl. dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 656/2023 í máli nr. KNU23070069 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2023 í máli nr. KNU23070035 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2023 í máli nr. KNU23110041 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2023 í máli nr. KNU23080067 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 665/2023 í máli nr. KNU23080056 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 677/2023 í máli nr. KNU23080041 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2023 í málum nr. KNU23100009 o.fl. dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 704/2023 í málum nr. KNU23080025 o.fl. dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2023 í máli nr. KNU23080060 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 671/2023 í máli nr. KNU23070072 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 703/2023 í máli nr. KNU23090057 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 725/2023 í máli nr. KNU23090070 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 721/2023 í málum nr. KNU23100070 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2023 í málum nr. KNU23060101 o.fl. dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 732/2023 í máli nr. KNU23040121 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 743/2023 í máli nr. KNU23090117 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 747/2023 í máli nr. KNU23090019 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 762/2023 í máli nr. KNU23120012 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 766/2023 í máli nr. KNU23110027 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 763/2023 í málum nr. KNU23110140 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 760/2023 í málum nr. KNU23120001 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 765/2023 í máli nr. KNU23110090 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 759/2023 í máli nr. KNU23110072 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 761/2023 í málum nr. KNU23110079 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 764/2023 í máli nr. KNU23110107 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 739/2023 í máli nr. KNU23090022 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 773/2023 í máli nr. KNU23090142 dags. 18. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 784/2023 í máli nr. KNU23120003 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2024 í máli nr. KNU23110088 dags. 2. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2024 í máli nr. KNU23120063 dags. 2. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2024 í máli nr. KNU23110087 dags. 2. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2024 í máli nr. KNU23120034 dags. 2. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2024 í máli nr. KNU23110089 dags. 2. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2024 í máli nr. KNU24010002 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2024 í máli nr. KNU23120047 dags. 4. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2024 í máli nr. KNU23050006 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2024 í máli nr. KNU23060065 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2024 í máli nr. KNU23080103 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2024 í máli nr. KNU23080089 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2024 í máli nr. KNU23100159 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2024 í máli nr. KNU23090083 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2024 í máli nr. KNU23100104 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2024 í málum nr. KNU23050141 o.fl. dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2024 í máli nr. KNU23110115 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2024 í máli nr. KNU23050030 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2024 í máli nr. KNU23080104 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2024 í máli nr. KNU23090037 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2024 í máli nr. KNU23090056 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2024 í máli nr. KNU23090055 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2024 í máli nr. KNU23120073 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2024 í máli nr. KNU23110030 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2024 í máli nr. KNU23110125 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2024 í máli nr. KNU23110045 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2024 í máli nr. KNU23110047 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2024 í málum nr. KNU23060041 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2024 í máli nr. KNU24010093 dags. 20. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050079 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2024 í máli nr. KNU23110124 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2024 í máli nr. KNU23120046 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2024 í málum nr. KNU24030070 o.fl. dags. 19. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2024 í málum nr. KNU23100109 o.fl. dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2024 í málum nr. KNU24020134 o.fl. dags. 25. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2024 í máli nr. KNU23120011 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2024 í máli nr. KNU24040031 dags. 29. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2024 í máli nr. KNU24030145 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2024 í máli nr. KNU24010020 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2024 í máli nr. KNU24010004 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2024 í máli nr. KNU24010019 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2024 í máli nr. KNU24020199 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2024 í máli nr. KNU24010113 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2024 í máli nr. KNU24010085 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2024 í málum nr. KNU24050010 o.fl. dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024 í málum nr. KNU24050021 o.fl. dags. 14. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 132/2018 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 224/2018 dags. 1. mars 2018[HTML]

Lrú. 225/2018 dags. 2. mars 2018[HTML]

Lrú. 194/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Lrú. 187/2018 dags. 22. mars 2018[HTML]

Lrú. 270/2018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Lrú. 301/2018 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Lrú. 297/2018 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Lrú. 314/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Lrú. 319/2018 dags. 7. maí 2018[HTML]

Lrú. 279/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 326/2018 dags. 15. maí 2018[HTML]

Lrd. 128/2018 dags. 18. maí 2018[HTML]

Lrú. 328/2018 dags. 18. maí 2018[HTML]

Lrú. 358/2018 dags. 23. maí 2018[HTML]

Lrú. 390/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Lrú. 438/2018 dags. 20. júní 2018 (Hafnað að fella niður sviptingu á leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi)[HTML]

Lrú. 424/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrd. 274/2018 dags. 26. júní 2018[HTML]

Lrú. 658/2018 dags. 15. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 661/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 660/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 662/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 470/2018 dags. 28. ágúst 2018 (Nýr „kaupmáli“ ógildur)[HTML]
Málskotsbeiðni til að kæra úrskurð Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2018-182 þann 4. október 2018.

Kaupmálinn var á viðunandi formi en hafði þó ekki verið skráður hjá sýslumanni.
Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML]

Lrú. 573/2018 dags. 3. október 2018[HTML]

Lrd. 123/2018 dags. 5. október 2018[HTML]

Lrd. 113/2018 dags. 12. október 2018 (Eftirlit í ákveðinn tíma)[HTML]

Lrd. 250/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 174/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 304/2018 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 729/2018 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 742/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 758/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 417/2018 dags. 7. desember 2018 (Inntak foreldrahæfni/faðir+)[HTML]
Fjallað aðallega um forsjá en einnig hafði verið fyrirkomulag milli foreldranna um að barnið væri í tveimur leikskólum.
Lrú. 747/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Lrd. 436/2018 dags. 14. desember 2018 (Inntak foreldrahæfni/móðir+)[HTML]
Tekið sérstaklega fram að engin ný gögn höfðu verið lögð fram fyrir Landsrétti sem hnekktu matsgerðinni.

Dómkvaddur matsmaður ráðlagði að forsjá drengjanna yrði ekki sameiginleg. Hann taldi að þau hefðu verið jafn hæf til að fara með forsjána, en móðirin hefði ýmsa burði fram yfir föðurinn til að axla ein og óstudd ábyrgð á uppeldi og umönnun drengjanna. Í matsgerðinni var ítarleg útlistun á hæfni foreldranna.

Ásakanir voru á í víxl gagnvart hvort öðru um að hitt væri að beita ofbeldi.

Dómsorð héraðsdóms eru ítarleg varðandi fyrirkomulag umgengninnar.

Faðirinn hafði sett þrautavarakröfu við aðalmeðferð málsins sem var mótmælt sem of seint framkominni, sem héraðsdómari tók undir að svo væri. Landsréttur tók efnislega afstöðu til kröfunnar án frekari athugasemda.
Lrd. 635/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Lrd. 558/2018 dags. 19. desember 2018 (Breyting eftir héraðsdóm)[HTML]
Málskotsbeiðni til að kæra úrskurð Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-31 þann 5. febrúar 2019.
Lrd. 507/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 384/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 243/2018 dags. 21. desember 2018[HTML]

Lrú. 891/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Lrú. 933/2018 dags. 14. janúar 2019[HTML]

Lrú. 892/2018 dags. 24. janúar 2019[HTML]

Lrd. 503/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 306/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 554/2018 dags. 1. febrúar 2019 (Lok sáttameðferðar o.fl.)[HTML]
Málskotsbeiðni til að áfrýja dómi Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-89 þann 18. mars 2019.

Leitað eftir sáttameðferð.
K sagði í símtali að það væri enginn möguleiki á sátt. M var ósammála og þá vísaði sýslumaður málinu frá.

Þar var um að ræða samskipti umgengnisforeldris við barn sitt gegnum Skype.

Fyrir héraði er móðirin stefnandi en faðir hinn stefndi. Hún gerði kröfu um forsjá eingöngu hjá henni, til umgengni og til meðlags. Krafa var lögð fram í héraði um kostnað vegna umgengni en henni var vísað frá sem of seint fram kominni.

Í kröfugerð í héraði er ítarleg útlistun til lengri tíma hvernig umgengni eigi að vera hagað, skipt eftir tímabilum. Í niðurstöðu héraðsdóm var umgengnin ekki skilgreint svo ítarlega.

Fyrir Landsrétti bætti faðirinn við kröfu um að sáttameðferðin fyrir sýslumanni uppfyllti ekki skilyrði barnalaga. Landsréttur tók afstöðu til kröfunnar þar sem dómstólum bæri af sjálfsdáðum að gæta þess. Hann synjaði frávísunarkröfunni efnislega.

Landsréttur fjallaði um fjárhagslega stöðu beggja og taldi að þau ættu að bera kostnaðinn að jöfnu, þrátt fyrir að grundvelli þeirrar kröfu hafi verið vísað frá í héraði sem of seint fram kominni.
Lrd. 578/2018 dags. 8. febrúar 2019 (Rætt við barn)[HTML]
Á þessari stundu (1. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.

K og M voru í sambúð og eignuðust barnið eftir sambúðarslit þeirra. Þau gerðu samkomulag árið 2007 um sameiginlega forsjá barnsins, að lögheimili þess yrði hjá K, og að M greiddi K eitt og hálft meðlag frá þeim degi. Samkomulagið var staðfest af sýslumanni. Enginn skriflegur samningur um umgengni var gerður.

M leitaði til sýslumanns í desember 2016 og krafðist breytingar á samkomulaginu þannig að hann færi einn með forsjá barnsins og greiðslu einfalds meðlags frá K. Sýslumaður vísaði málinu frá þar sem ekki náðist samkomulag milli K og M.

Í dómsmálinu kröfðust K og M óskiptrar forsjár en til vara að hún yrði sameiginleg með lögheimili hjá sér. Bæði gerðu kröfu um að dómstólar kvæðu á um inntak umgengninnar og um greiðslu meðlags af hendi hins.

Þau gerðu bráðabirgðasamkomulag um umgengni við barnið á meðan málið væri rekið fyrir dómstólum. Það hljóðaði upp á jafna umgengni og að barnið myndi eiga greið samskipti við hitt foreldrið á meðan umgengni stæði.

Héraðsdómur úrskurðaði, að kröfu M, til bráðabirgða að lögheimili barnsins yrði hjá honum og að K greiddi honum einfalt meðlag frá úrskurðardegi þar til endanlegur dómur lægi fyrir í málinu. Áður en sá úrskurður var kveðinn var fenginn sálfræðingur til þess að ræða við barnið um afstöðu þess til lögheimilis. Í fyrra viðtali sálfræðingsins við barnið lýsti það hversu leiðinlegt það væri að flytja stöðugt búferlum milli hótela vegna endurtekinna vandamála með myglu. Í seinna viðtalinu var barnið nýflutt inn í nýja íbúð og lýsti því létti og spenningi vegna þess. Barnið leit á báða foreldra sína sem trúnaðarmenn en ræði frekar við móður sína ef það er hrætt eða áhyggjufullt. Barnið var talið skýrt í afstöðu sinni um að það vildi frekar að faðir sinn færi með sín málefni en móðir og að það virðist öruggara í umsjá föður síns þar sem hann reiðist nær aldrei. Barnið kaus sveigjanleika þannig að það gæti hitt hvort foreldrið sem er þegar því hentaði og að umgengni væri sem jöfnust.

Dómkvaddur matsmaður var kallaður í héraði til að meta aðstæður, og skilaði í kjölfarið skýrslu þar sem K og M var lýst. Þá lagði matsmaðurinn persónuleikapróf fyrir barnið og komst að þeirri niðurstöðu að barnið sýndi sterkari og jákvæðari tilfinninga- og umönnunartengsl við föður sinn en móður. Einnig kom fram að barnið væri í nánum og miklum tengslum við föðurætt sína, en nánast hið andstæða varðandi móðurætt sína. Enn fremur var það mat matsmannsins að ekkert benti til annars en að barninu liði vel hjá föður sínum en teldi sig ekki nægilega öruggt hjá móður sinni. Í ljósi þessa taldi matsmaðurinn að viku/viku umgengni hentaði ekki þar sem annað hlutfall yrði betur til þess fallið að koma á meiri ró og festu. Umgengnin gæti, til að byrja með, verið löng helgi aðra hverja viku sem gæti svo þróast út í jafnari umgengni. Matsmaðurinn taldi báða foreldrana vera hæfa til að fara með forsjá en faðirinn væri hæfari.

Að mati héraðsdómara lá ekkert fyrir í málinu að K eða M hefði vísvitandi reynt að hafa áhrif á afstöðu barnsins til málsins en málareksturinn hefði samt óhjákvæmilegt haft slík áhrif. Þá var ekkert sem benti til þess að skoðun barnsins væri ekki sín eigin eða utanaðkomandi áhrif væru svo mikil að ekki væri hægt að byggja á henni.

K byggði málatilbúnað sinn á því að matsgerðin væri röng og byggði á röngum forsendum, en hafði fallið frá kröfu um yfirmat þar sem henni var synjað um gjafsókn vegna kostnaðar af yfirmatsgerð. K kom ekki með sannfærandi rök sem gæfu ástæðu til þess að efast um réttmæti þeirra upplýsinga sem matið byggði á.

M sakaði K um að tálma umgengni hans við barnið á tímabili. K neitaði sök þar sem ekki væri í gildi umgengnisamningur og að M hefði hitt barnið á því tímabili. Framburður lá fyrir dómi um að M hefði einungis hitt barnið tilviljanakennt í gegnum aðra á því tímabili. Samskiptum M við barnið hefði verið stjórnað af K á tímabilinu og þau hefðu verið lítil. Matsmaður taldi barnið hafa liðið illa hjá K á tímabilinu. Héraðsdómari taldi að líta yrði meðal annars til þessara atriða þar sem skylda foreldra væri að stuðla að umgengni við það foreldri sem væri ekki forsjárforeldri eða umgengnisforeldri, og að það gilti þrátt fyrir að ekki væri til staðar samkomulag um umgengni.

K sakaði M einnig um tálmun á umgengni en dómurinn taldi ekkert hafa komið fram sem styddi slíkar ásakanir.

Vísað var í að dómafordæmi lægju fyrir um að sameiginleg forsjá kæmi ekki til greina þegar annað foreldrið er talið hæfara, og vísað í nefndarálits vegna ákvæðis sem lögfest var með 13. gr. laga nr. 61/2012, er lögfesti heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá foreldra.

Héraðsdómur féllst því á kröfu M um að hann færi með óskipta forsjá barnsins. Af þeim ástæðum féllst hann einnig á kröfu M um að K myndi greiða honum meðlag. Þá kvað héraðsdómur einnig nánar um fyrirkomulag umgengninnar, og að hún yrði aðallega hjá M.

K áfrýjaði málinu til Landsréttar þar sem hún gerði sömu kröfur og í héraði. Við aðalmeðferð málsins féll hún hins vegar frá öllum dómkröfum fyrir Landsrétti utan greiðslu málskostnaðar. Hún gerði það eftir að sálfræðingur hafði verið fenginn til að kynna sér viðhorf barnsins að nýju og hafði gefið skýrslu um það við aðalmeðferð málsins.
Lrd. 467/2018 dags. 8. febrúar 2019 (Lífstíðarábúð)[HTML]
Ábúandi jarðar vanrækti að greiða leigu er næmi 1% af fasteignarmati eignanna og leit Landsréttur svo á að jarðareigandanum hafi verið heimilt að rifta samningnum og víkja ábúanda af jörðinni.
Lrú. 672/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 590/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 501/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Lrú. 497/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 166/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Lrú. 93/2019 dags. 4. mars 2019[HTML]

Lrd. 528/2018 dags. 8. mars 2019 (Málamyndaafsöl)[HTML]
Á þessari stundu (12. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.
Lrd. 486/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 624/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrú. 201/2019 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 640/2018 dags. 29. mars 2019[HTML]

Lrú. 171/2019 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Lrú. 181/2019 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Lrú. 178/2019 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Lrú. 173/2019 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Lrú. 172/2019 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Lrd. 806/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrd. 795/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrd. 667/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrd. 665/2018 dags. 12. apríl 2019 (Farmsamningur)[HTML]

Lrd. 636/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrd. 25/2019 dags. 10. maí 2019[HTML]

Lrú. 177/2019 dags. 14. maí 2019[HTML]

Lrú. 122/2019 dags. 15. maí 2019[HTML]

Lrd. 843/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrd. 622/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrú. 309/2019 dags. 20. júní 2019[HTML]

Lrú. 308/2019 dags. 20. júní 2019[HTML]

Lrú. 391/2019 dags. 26. júní 2019[HTML]

Lrú. 442/2019 dags. 28. júní 2019[HTML]

Lrú. 361/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Lrú. 321/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Lrú. 514/2019 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Lrú. 513/2019 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Lrú. 602/2019 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrú. 509/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrú. 578/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Lrú. 562/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Lrú. 450/2019 dags. 20. september 2019[HTML]

Lrd. 929/2018 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrd. 17/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrú. 571/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Lrd. 741/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 721/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrú. 443/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrú. 662/2019 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrd. 97/2019 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrd. 159/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 919/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 335/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 38/2019 dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 691/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 183/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 39/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 932/2018 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrd. 542/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrd. 33/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrd. 32/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrd. 244/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrú. 783/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrú. 723/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrú. 667/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrd. 95/2019 dags. 20. desember 2019 (Háaleiti 37)[HTML]
Leki kom í ljós þremur mánuðum eftir afhendingu og var hann slíkur að talið var útilokað að seljandinn hafi ekki vitað af honum við kaupsamningsgerð.
Lrd. 934/2018 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrd. 187/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 857/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Lrd. 923/2018 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrd. 185/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrú. 64/2020 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 10/2020 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 896/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 920/2018 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 861/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 687/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 686/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 685/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 684/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 333/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Lrd. 324/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Lrd. 261/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Lrd. 35/2019 dags. 6. mars 2020[HTML]

Lrd. 335/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Lrú. 54/2020 dags. 26. mars 2020[HTML]

Lrd. 567/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrú. 208/2020 dags. 27. apríl 2020[HTML]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrd. 494/2019 dags. 15. maí 2020[HTML]

Lrd. 338/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrd. 368/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 415/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrú. 411/2020 dags. 31. júlí 2020[HTML]

Lrú. 70/2020 dags. 18. ágúst 2020[HTML]

Lrú. 450/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]

Lrú. 392/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]

Lrú. 378/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]

Lrú. 348/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Lrú. 357/2020 dags. 7. september 2020[HTML]

Lrd. 130/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Lrd. 406/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrú. 523/2020 dags. 29. september 2020[HTML]

Lrd. 247/2020 dags. 2. október 2020 (Gróft ofbeldis- og kynferðisbrot leiddi til andlegs tjóns)[HTML]

Lrd. 147/2020 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrú. 531/2020 dags. 5. október 2020[HTML]

Lrú. 400/2020 dags. 5. október 2020[HTML]

Lrú. 462/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Lrd. 729/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 440/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 360/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrú. 459/2020 dags. 19. október 2020[HTML]

Lrd. 698/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 697/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 444/2019 dags. 30. október 2020

Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 565/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 602/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 603/2020 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrú. 889/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 826/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 356/2020 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrú. 620/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 848/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 555/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrd. 732/2019 dags. 21. desember 2020[HTML]

Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML]

Lrd. 733/2019 dags. 21. desember 2020[HTML]

Lrú. 509/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrú. 618/2020 dags. 5. janúar 2021[HTML]

Lrú. 738/2020 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Lrd. 824/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 6/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 547/2020 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 667/2020 dags. 4. mars 2021[HTML]

Lrd. 80/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 612/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrú. 147/2021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Lrd. 16/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 143/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 166/2021 dags. 14. apríl 2021[HTML]

Lrd. 444/2019 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Lrú. 219/2021 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Lrú. 235/2021 dags. 3. maí 2021[HTML]

Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 174/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 170/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 186/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrd. 212/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrú. 331/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Lrú. 349/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Lrú. 350/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Lrú. 361/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Lrú. 363/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Lrú. 416/2021 dags. 25. júní 2021[HTML]

Lrú. 319/2021 dags. 28. júní 2021[HTML]

Lrú. 363/2021 dags. 29. júní 2021

Lrú. 421/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Lrú. 420/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Lrú. 419/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Lrú. 382/2021 dags. 29. júní 2021[HTML]

Lrú. 511/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 476/2021 dags. 30. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 389/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Lrd. 119/2021 dags. 17. september 2021[HTML]

Lrd. 245/2021 dags. 24. september 2021[HTML]

Lrd. 256/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrú. 549/2021 dags. 5. október 2021[HTML]

Lrú. 577/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Lrd. 397/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 426/2020 dags. 15. október 2021[HTML]

Lrd. 374/2020 dags. 15. október 2021[HTML]

Lrd. 199/2020 dags. 15. október 2021[HTML]

Lrd. 417/2020 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 484/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 683/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 587/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 466/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 338/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 614/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 481/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 722/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 707/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 522/2020 dags. 10. desember 2021[HTML]

Lrú. 664/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Lrú. 650/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Lrd. 638/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 470/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 633/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 691/2021 dags. 6. janúar 2022[HTML]

Lrú. 732/2021 dags. 18. janúar 2022[HTML]

Lrú. 35/2022 dags. 18. janúar 2022[HTML]

Lrd. 701/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 97/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrú. 224/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 601/2020 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 167/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 353/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Lrú. 531/2021 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Lrd. 599/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 325/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 710/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 152/2022 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 230/2022 dags. 9. maí 2022[HTML]

Lrd. 10/2021 dags. 13. maí 2022[HTML]

Lrd. 614/2020 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 271/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 191/2021 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrd. 152/2021 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrd. 273/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 264/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 211/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 52/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrú. 214/2022 dags. 7. júní 2022[HTML]

Lrú. 124/2022 dags. 7. júní 2022[HTML]

Lrú. 725/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 371/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 333/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrú. 335/2022 dags. 21. júní 2022[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 268/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 267/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 48/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 63/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 246/2022 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Lrú. 550/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Lrú. 401/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Lrú. 446/2022 dags. 2. september 2022[HTML]

Lrú. 387/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrú. 376/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrú. 378/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrd. 199/2020 dags. 16. september 2022[HTML]

Lrd. 531/2021 dags. 16. september 2022[HTML]

Lrú. 565/2022 dags. 21. september 2022[HTML]

Lrd. 123/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 302/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 296/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 347/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 554/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Lrú. 553/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Lrd. 250/2022 dags. 14. október 2022[HTML]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 513/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 558/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 557/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 521/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 458/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 488/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 627/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 664/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 509/2022 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrd. 304/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 555/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 422/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrú. 617/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Lrú. 691/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Lrú. 550/2021 dags. 16. desember 2022[HTML]

Lrú. 758/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Lrú. 33/2023 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Lrú. 791/2022 dags. 16. janúar 2023[HTML]

Lrú. 813/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML]

Lrú. 775/2022 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Lrú. 38/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 799/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 652/2021 dags. 3. mars 2023[HTML]

Lrd. 2/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrú. 184/2023 dags. 14. mars 2023[HTML]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 503/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 388/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 109/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 110/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 111/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 150/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrú. 198/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrú. 283/2023 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Lrú. 296/2023 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Lrú. 291/2023 dags. 2. maí 2023[HTML]

Lrú. 252/2023 dags. 9. maí 2023[HTML]

Lrú. 251/2023 dags. 9. maí 2023[HTML]

Lrd. 37/2022 dags. 12. maí 2023[HTML]

Lrú. 122/2023 dags. 15. maí 2023[HTML]

Lrd. 581/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 272/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Lrd. 673/2022 dags. 26. maí 2023[HTML]

Lrd. 28/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Lrú. 426/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Lrú. 353/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 380/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Lrd. 198/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrd. 87/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 354/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 211/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 468/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Lrú. 139/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Lrú. 168/2023 dags. 3. ágúst 2023[HTML]

Lrú. 603/2023 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Lrú. 633/2023 dags. 5. september 2023[HTML]

Lrú. 632/2023 dags. 5. september 2023[HTML]

Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML]

Lrú. 510/2023 dags. 13. september 2023[HTML]

Lrú. 553/2023 dags. 2. október 2023[HTML]

Lrú. 649/2023 dags. 5. október 2023[HTML]

Lrd. 211/2022 dags. 6. október 2023[HTML]

Lrú. 642/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Lrd. 191/2021 dags. 12. október 2023[HTML]

Lrd. 365/2022 dags. 12. október 2023[HTML]

Lrd. 373/2022 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrú. 676/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Lrú. 667/2023 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 212/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 181/2023 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 388/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 440/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 353/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 704/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 441/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 675/2023 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 442/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 790/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 819/2023 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 419/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrú. 826/2023 dags. 4. desember 2023[HTML]

Lrú. 825/2023 dags. 4. desember 2023[HTML]

Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrú. 771/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrd. 741/2022 dags. 19. janúar 2024[HTML]

Lrú. 25/2024 dags. 23. janúar 2024[HTML]

Lrú. 56/2024 dags. 23. janúar 2024[HTML]

Lrd. 724/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 678/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 460/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 74/2024 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 861/2023 dags. 12. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 540/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 601/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 690/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 807/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 224/2023 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrú. 83/2024 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrú. 87/2024 dags. 13. mars 2024[HTML]

Lrd. 637/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 180/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Lrú. 191/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Lrd. 249/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Lrd. 70/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML]

Lrd. 96/2023 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 245/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrd. 824/2022 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 5/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 357/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 731/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrú. 291/2024 dags. 10. júní 2024[HTML]

Lrú. 484/2024 dags. 10. júní 2024[HTML]

Lrd. 398/2023 dags. 12. júní 2024[HTML]

Lrú. 438/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Lrú. 513/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Lrú. 279/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Lrú. 454/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2002 dags. 2. maí 2003[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2020 dags. 31. maí 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2007 dags. 24. ágúst 2007

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2008 dags. 11. janúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2008 dags. 1. apríl 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2010 dags. 5. maí 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2010 dags. 15. júní 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2010 dags. 14. september 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2012 dags. 17. febrúar 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2012 dags. 7. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2015 dags. 25. júní 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2017 dags. 23. janúar 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2017 dags. 14. júní 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2018 dags. 16. febrúar 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2018 dags. 26. apríl 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2018 dags. 10. september 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2019 dags. 13. febrúar 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2019 dags. 13. febrúar 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2019 dags. 22. febrúar 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2019 dags. 11. mars 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2019 dags. 20. mars 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2019 dags. 16. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2019 dags. 16. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2019 dags. 16. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2019 dags. 16. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2019 dags. 29. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2019 dags. 15. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2019 dags. 23. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2019 dags. 29. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2019 dags. 16. júlí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2019 dags. 23. ágúst 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2019 dags. 11. september 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2019 dags. 7. október 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2020 dags. 14. apríl 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2020 dags. 29. maí 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2020 dags. 22. júní 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2021 dags. 16. febrúar 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2021 dags. 19. febrúar 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2021 dags. 20. apríl 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2021 dags. 26. apríl 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2021 dags. 28. apríl 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2021 dags. 10. maí 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2021 dags. 31. maí 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2021 dags. 31. maí 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2021 dags. 30. júní 2021

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 214 dags. 20. október 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 247 dags. 16. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 409/2008 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 114/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 76/2012 dags. 4. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 8/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 34/2013 dags. 29. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 38/2013 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 13/2013 dags. 3. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 40/2013 dags. 3. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 60/2013 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 137/2013 dags. 19. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 22/2015 dags. 19. maí 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 201/2011 dags. 20. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 70/2012 dags. 11. september 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2000 dags. 4. janúar 2000

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2000 dags. 2. mars 2001

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2001 dags. 16. júlí 2001

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2004 dags. 7. apríl 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2004 dags. 7. apríl 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2004 dags. 14. júní 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2006 dags. 3. mars 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2006 dags. 10. apríl 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2006 dags. 31. ágúst 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 15/2006 dags. 21. desember 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 15/2006 dags. 27. ágúst 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2012 dags. 30. júní 2013

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2015 dags. 3. desember 2015

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2015 dags. 9. júní 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2016 dags. 11. október 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2015 dags. 19. október 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2015 dags. 30. desember 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2017 dags. 9. febrúar 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2016 dags. 1. mars 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2016 dags. 1. mars 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2015 dags. 1. mars 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2017 dags. 8. mars 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2017 dags. 30. ágúst 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2018 dags. 12. apríl 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2017 dags. 9. maí 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2017 dags. 5. nóvember 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2019 dags. 4. október 2019

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2019 dags. 28. apríl 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2022 dags. 1. desember 2022

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2003 dags. 28. október 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 63/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-78/1999 dags. 25. ágúst 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-199/2005 dags. 25. febrúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-206/2005B dags. 10. júní 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-208/2005 dags. 10. júní 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-233/2006B dags. 18. október 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-275/2008 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-277/2008B dags. 18. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-277/2008C dags. 5. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-279/2008B dags. 4. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-307/2009B dags. 14. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-328/2010B dags. 11. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-363/2011B dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-382/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-421/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. B-418/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-438/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-442/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. B-438/2012 dags. 20. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. B-442/2012 dags. 10. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-462/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-474/2013 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-475/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-478/2013 dags. 24. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. B-474/2013 dags. 25. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-491/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-508/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-509/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-515/2014 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-517/2014 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. B-528/2014 dags. 27. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-531/2014 dags. 30. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-544/2014 dags. 24. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-547/2014 dags. 24. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 548/2014 dags. 13. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 549/2014 dags. 1. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 575/2015 dags. 2. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 577/2015 dags. 23. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 585/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 586/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 616/2016 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 628/2016 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 638/2016 dags. 12. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 (Uppreist æru)
Úrskurðarnefndin vísaði til þess að umbeðnar upplýsingar lægju fyrir á vef Hæstaréttar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 704/2017 dags. 11. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 713/2017 dags. 13. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 715/2018 dags. 3. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 775/2019 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1092/2022 dags. 29. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1160/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1169/2024 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1190/2024 dags. 16. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 28/2016 dags. 25. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 291/2016 dags. 9. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 357/2015 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 180/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 348/2016 dags. 8. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2016 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 145/2017 dags. 19. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 134/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2017 dags. 8. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 160/2017 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2017 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 387/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 13/2018 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2018 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 487/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 59/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 188/2018 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 247/2019 dags. 28. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 251/2019 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 341/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 98/2020 dags. 16. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 617/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 645/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 107/2021 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 202/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 502/2021 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 112/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 450/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 91/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 688/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 697/2021 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 471/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 166/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 227/2023 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 339/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 594/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 161/1989 (Starfsstöð innsigluð)[HTML] [PDF]
Lagt til grundvallar að samskipti hefðu átt að eiga sér stað áður en starfsstöð væri lokað vegna vanrækslu á greiðslu söluskattsskuldar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 313/1990 dags. 21. september 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 497/1991 dags. 9. júní 1992 (Frestun á réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 687/1992 dags. 3. maí 1993[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 545/1991 (Landgræðsla ríkisins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1052/1994 dags. 18. júlí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1053/1994 dags. 18. júlí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1034/1994 dags. 28. júlí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 877/1993 dags. 20. september 1994 (Úrskurður skattstjóra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1090/1994 dags. 21. nóvember 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1190/1994 dags. 1. desember 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1185/1994 dags. 9. maí 1995 (Tryggingagjald)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1263/1994 dags. 22. ágúst 1995 (Áminning lögreglumanns)[HTML] [PDF]
Lögreglumaður fékk „veikari áminningu“ en ekki var ljóst hvernig áminning það var enda ekkert slíkt réttarúrræði til staðar í íslenskum rétti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1425/1995 dags. 1. september 1995 (Barnadagpeningar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1336/1995 dags. 15. september 1995 (Rússajeppi - Óskráð bifreið fjarlægð)[HTML] [PDF]
Heilbrigðisnefnd hafði skilgreint óskráðar bifreiðar sem rusl. Einstaklingur kvartaði til UA þar sem heilbrigðisfulltrúinn hafði komið og fjarlægt bifreið við fjöleignarhús, án þess að hafa fengið andmælarétt áður en reglurnar voru settar og áður en bifreiðin var fjarlægð.

UA nefndi að þegar reglurnar voru settar voru þær settar almennt, jafnvel þótt tilefnið hafi verið þessi tiltekna bifreið. Hins vegar fólst framkvæmd þeirra gagnvart þeirri tilteknu bifreið, í sér stjórnvaldsákvörðun, og þyrftu því að leitast við eins og þau geta að veita andmælarétt. Þó bifreiðin hafi verið óskráð vissi heilbrigðisfulltrúinn hins vegar hver átti bílinn.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1156/1994 dags. 13. október 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1302/1994 dags. 13. október 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1320/1994 dags. 2. febrúar 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1262/1994 dags. 4. júní 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1520/1995 (Tryggingayfirlæknir)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1394/1995 dags. 2. október 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1746/1996 dags. 22. nóvember 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1714/1996 (Skilyrði um að hörpudiskafli yrði unninn í tiltekinni vinnslustöð)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1796/1996 dags. 20. mars 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1822/1996 dags. 4. apríl 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1859/1996 dags. 29. apríl 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1724/1996 dags. 24. júní 1997 (Réttur til atvinnuleysisbóta við atvinnuleit í EES-ríki)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1852/1996 dags. 28. ágúst 1997 (Breyting á einkunn)[HTML] [PDF]
Kennarar voru að spjalla eftir birtingu lokaeinkunna og taldi kennari að hann hefði gefið heldur mikið fyrir og ákvað að lækka sumar einkunnirnar til að gæta samræmis. UA taldi það ekki fullnægjandi.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1969/1996 dags. 16. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 dags. 9. janúar 1998 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2140/1997 dags. 14. maí 1998 (Krókabátar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2450/1998 dags. 14. október 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1885/1996 dags. 1. desember 1998 (Skilyrði um hámarksaldur fyrir starfsþjálfun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2210/1997 dags. 10. maí 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2202/1997 dags. 4. júní 1999 (Stöðuveiting - Skólastjóri Listdansskóla Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2458/1998 dags. 21. júlí 1999 (Kærunefnd jafnréttismála)[HTML] [PDF]
Blaðsíðutal riðlaðist þegar ákvörðunin var send með faxi. Þegar þetta uppgötvaðist var sent nýtt fax.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2510/1998 dags. 17. september 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2608/1998 dags. 27. janúar 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2641/1999 dags. 29. febrúar 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2370/1998 (Frádráttur lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2643/1999 dags. 9. maí 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2795/1999 dags. 22. júní 2000 (Samstarfserfiðleikar umsækjanda við fyrrverandi yfirmenn sína)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2675/1999 dags. 27. október 2000 (Brottvikning nemanda á sjúkraliðabraut)[HTML] [PDF]
Ekkert í lögum kvað á um að neikvæð umsögn í starfsþjálfun ætti að vera viðkomandi í óhag.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2793/1999 dags. 20. nóvember 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2787/1999 dags. 21. nóvember 2000 (Stöðuveiting)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2826/1999 dags. 21. nóvember 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2037/1997 dags. 6. desember 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2878/1999 dags. 30. janúar 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2862/1999 dags. 31. janúar 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2701/1999 dags. 20. febrúar 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2877/1999 dags. 27. febrúar 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML] [PDF]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3241/2001 dags. 3. ágúst 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3152/2001 dags. 12. september 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3087/2000 dags. 13. nóvember 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3298/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3399/2001 dags. 18. mars 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3307/2001 dags. 10. maí 2002 (Ótímabundið dvalarleyfi)[HTML] [PDF]
Í þágildandi lögum voru engin skilyrði um hvenær viðkomandi uppfyllti skilyrði til að öðlast tímabundið né ótímabundið dvalarleyfi. Stjórnvöldum var því fengið mikið svigrúm. Stjórnvald setti reglu er mælti fyrir að dvöl í þrjú ár leiddi til ótímabundins dvalarleyfis. Einstaklingur fékk dvalarleyfi og ári síðar var tímabilið lengt í fimm ár og látið gilda afturvirkt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3343/2001 dags. 18. júní 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3461/2002 dags. 10. október 2002 (Samfélagsþjónusta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3259/2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3344/2001 (Úrskurðir yfirskattanefndar)[HTML] [PDF]
Skattstjóri endurákvarðaði skatta fyrir nokkur tiltekin gjaldár og var sú ákvörðun kærð til yfirskattanefndar. Í kjölfarið endurákvarðaði skattstjóri aftur skatta fyrir sum af þeim gjaldárum.

Viðkomandi taldi að skattstjórinn hefði ekki getað tekið aðra slíka ákvörðun þar sem yfirskattanefnd hefði þegar tekið afstöðu um þau atriði, en yfirskattanefnd féllst ekki á það sjónarmið þar sem hún hefði ekki tekið efnislega afstöðu til álitaefnanna.

Umboðsmaður taldi að yfirskattanefnd hefði átt að taka fram í fyrri úrskurði sínum hver réttaráhrif hennar úrskurðar voru.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3493/2002 (Áminning á LSH)[HTML] [PDF]
Yfirmaður veitti afar takmarkaðar upplýsingar um grundvöll fyrirhugaðrar áminningar og veitti starfsmanninum ekki nægan frest.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3456/2002 dags. 31. desember 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3395/2001 dags. 21. janúar 2003 (Endurheimta ofgreidds meðlags)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3667/2002 (Umsækjandi sagður kvarta sífellt í starfi, einkum um launamál)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3616/2002 (Rás 2)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3680/2002 (Ráðning yfirflugumferðarstjóra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3490/2002 (Skipun í embætti sýslumanns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3724/2003 dags. 31. október 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 29. desember 2003 (Falun Gong)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3717/2003 (Innfjarðarrækja)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3854/2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML] [PDF]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4044/2004 dags. 24. júní 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3769/2003 dags. 6. júlí 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3927/2003 dags. 14. júlí 2004 (Áhrif gjalds vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4176/2004 dags. 30. desember 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4187/2004 (Tollstjóri)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4205/2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4249/2004 (Ráðning lögreglumanns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4291/2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4252/2004 dags. 20. júní 2005 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4231/2004 dags. 28. júní 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4241/2004 dags. 1. júlí 2005 (Aðgangur brotaþola að gögnum máls)[HTML] [PDF]
Brotaþoli óskaði eftir afriti af gögnum tiltekins máls frá ríkissaksóknara en var synjað á þeim forsendum að lagaákvæðið yrði túlkað þannig að hann gæti einvörðungu komið og kynnt sér gögnin, en ekki afritað þau.

Umboðsmaður skýrði lagaákvæðið með hliðsjón af skýringu á sama orðasambandi í annarri málsgrein sömu greinar þar sem henni var beitt með þeim hætti að viðkomandi ætti rétt á afriti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4217/2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3977/2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4168/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML] [PDF]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4279/2004 dags. 10. janúar 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML] [PDF]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4210/2004 dags. 21. mars 2006 (Skipun ráðuneytisstjóra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4521/2005 (Málskotsnefnd LÍN)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML] [PDF]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4557/2005 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4601/2005 dags. 31. október 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4572/2005 dags. 20. desember 2006 (Lausn frá störfum - Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4787/2006 dags. 28. desember 2006 (Ríkissaksóknari)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4248/2004 dags. 29. desember 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006 dags. 2. apríl 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML] [PDF]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4962/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4929/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4633/2006 (Samfélagsþjónusta)[HTML] [PDF]
Umboðsmaður taldi órannsakað hjá yfirvöldum um ástæður þess að viðkomandi aðili mætti ekki í samfélagsþjónustu, en að þeim hefði borið að gera það áður en farið væri að taka þá ákvörðun að telja hann ekki hafa uppfyllt þá vararefsingu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4712/2006 (Stimpilgjald)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4891/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5124/2007 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5196/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5081/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5261/2008 (Brottvísun og endurkomubann)[HTML] [PDF]
Útlendingur á Íslandi er tekinn fyrir ofbeldisbrot og sat fyrir það í fangelsi. Útlendingastofnun tók fyrir hvort skilyrði væru fyrir því að vísa honum úr landi og setja á hann endurkomubann. Hún veitti útlendingnum frest til að kynna sér gögn málsins.

Umboðsmaður taldi að þriggja daga fresturinn til að kynna sér gögn málsins hefði verið of skammur þar sem hann gat ekki skilið efni gagnanna án túlks, og engar forsendur á grundvelli skjótrar málsmeðferðar réttlættu tímalengdina. Þá leit hann einnig til þess að ákvörðun stofnunarinnar var tekin löngu eftir að setti fresturinn var liðinn og ákvörðunin hafði birt honum mörgum vikum eftir að hún hafði verið tekin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5356/2008 dags. 8. maí 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5471/2008 (LÍN - Ósk um niðurfellingu afborgana)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5118/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5617/2009 dags. 16. desember 2009 (Tilnefning rannsóknarmanna - Rannsókn í hlutafélagi)[HTML] [PDF]
Ráðuneyti synjaði um heimild til skipunar skoðunarmanns.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5334/2008 dags. 29. desember 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5697/2009 dags. 31. desember 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5649/2009 (Leiðrétting á einkunn)[HTML] [PDF]
Nemandi var á gangi skólans með einkunnablað þar sem stóð að hann hefði fengið 5 í einu námskeiðinu. Kennari þess námskeiðs tók eftir því og taldi þá einkunn ekki vera rétta. Fór hann þá með nemandann afsíðis og leiðrétti einkunnina niður í 4.

Fyrsta víglínan af hálfu skólayfirvalda var að birtingin hefði ekki átt sér stað fyrr en hann fékk tilkynninguna um 5 í einkunn, sem umboðsmaður féllst ekki á.

Næsta víglína fólst í því að um hefði verið væri að leiðréttingu á einkunninni. Þá reyndi á hvort mistökin hafi verið bersýnileg. Umboðsmaður taldi svo ekki vera, heldur hefði þurft að hefja nýtt stjórnsýslumál.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5424/2008 dags. 24. mars 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5197/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML] [PDF]
Orðalagi var breytt þannig að í stað þess að úthlutað væri til byggðarlags var úthlutað til aðila innan þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6117/2010 dags. 8. september 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5525/2008 dags. 29. september 2010 (Áminning)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5795/2009 (Atvinnuleysistryggingar - Umsókn um styrk til búferlaflutninga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5653/2009 dags. 16. desember 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5740/2009 dags. 31. desember 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5862/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5925/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5926/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5726/2009 (Útgáfa virkjunarleyfis)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5924/2010 dags. 15. mars 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6121/2010 dags. 15. mars 2011 (Hæfi framkvæmdastjóra - Fjármálaeftirlitið)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5757/2009 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5778/2009 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML] [PDF]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6009/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6345/2011 (Landskrá - Breyting á fasteignaskráningu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6365/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6137/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6252/2010 dags. 16. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6701/2011 dags. 28. september 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7163/2012 dags. 28. september 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7251/2012 dags. 14. desember 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6578/2011 (Skil á ársskýrslu og árshlutareikningum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6483/2011 (Starfsleyfi - FME - Málshraðareglan við breytingu á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7075/2012 (Kyrrsetning svifflugu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7144/2012 (Tilgreining á menntunarskilyrðum í auglýsingu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7108/2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7323/2012 dags. 28. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7327/2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7382/2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7408/2013 dags. 24. júní 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7400/2013 dags. 30. júní 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8076/2014 dags. 17. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8140/2014 (Ábyrgðarbréf)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8181/2014 dags. 22. apríl 2015 (Flutningur Fiskistofu)[HTML] [PDF]
Ef stjórnvaldsathöfn varðar grundvallaratriði í skipulagi stofnunar eða þjónustu, og þar með hversu íþyngjandi hún er fyrir borgarana, þ.m.t. starfsmenn stofnunarinnar, þá þarfnast hún sterkari lagastoðar en ella.

Umboðsmaður taldi ámælisvert að enginn lögfræðinga ráðuneytisins hefði vakið athygli á fordæminu í Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands).
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8354/2015 (Ráðning deildarstjóra í grunnskóla - Pólitískar skoðanir umsækjanda)[HTML] [PDF]
Einstaklingur sótti um stöðu deildarstjóra en var ekki ráðinn. Hann var í framboði í sveitarstjórnarkosningum. Ráðningarfyrirtækið gaf út skýrslu er benti á að ástæðu ólgu innan skólans voru mismunandi pólitískar skoðanir og því var litið til þess þegar ráðið var í stöðuna. Umboðsmaður taldi að ekki mætti líta til slíkra sjónarmiða þótt þau kæmu fram í skýrslunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8735/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8699/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8397/2015 dags. 13. september 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8945/2016 dags. 10. október 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8940/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8942/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8678/2015 dags. 23. desember 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8741/2015 dags. 30. desember 2016 (Áminning heilsugæslulæknis)[HTML] [PDF]
Heilsugæslulæknir mætti ekki á nokkra fundi við yfirlækna en hann hafði áður sagst ekki ætla að mæta á þá. Umboðsmaður taldi að skora hefði átt á lækninn að mæta á fundina og vara hann við afleiðingum þess að mæta ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9040/2016 dags. 30. desember 2016 (Uppsögn úr starfi)[HTML] [PDF]
Starfsmaður var ráðinn í ár til að sinna ákveðnu verkefni. Honum var svo sagt upp vegna hagræðingar.
Reynt var á þá reglu að ef starfsmanni væri sagt upp að ósekju starfsmannsins yrði honum fundið annað starf.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7896/2014 dags. 31. janúar 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8956/2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8715/2015 dags. 26. júní 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8820/2016 dags. 26. júní 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9116/2016 (Skipulags- og byggingarmál)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML] [PDF]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8879/2016 dags. 12. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9345/2017 dags. 28. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9547/2017 dags. 26. júní 2018 (Prófnefnd bókara)[HTML] [PDF]
Ráðherra tilgreindi í reglugerð að prófnefnd bókara væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og því væru úrlausnir hennar ekki bornar undir önnur stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis benti á að slík aðgreining, svo gild væri, yrði að vera hægt að ráða af lögunum sjálfum eða lögskýringargögnum, en svo var ekki í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9440/2017 dags. 3. júlí 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9561/2018 (Ráðning starfsmanna á Borgarsögusafni)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018 (Endurgreiðsla atvinnuleysisbóta)[HTML] [PDF]
Orð gegn orði um hvort Vinnumálastofnun hefði birt tilkynninguna.
Vinnumálastofnun hafði birt ákvörðun í málinu á “mínum síðum” hjá stofnuninni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9519/2017 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 (Kæru- og úrskurðarnefndir)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9982/2018 dags. 27. mars 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9810/2018 dags. 13. maí 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9819/2018 dags. 31. maí 2019 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]
Aðili bauð í tollkvóta á kjöti. Hann gerir mistök og setti nokkur núll fyrir aftan upphæðina. Honum var svo haldið við það tilboð. Umboðsmaður taldi að meta hefði átt hvort rétt væri að afturkalla ákvörðunina þegar upplýsingar bárust um að viðkomandi gerði mistökin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9622/2018 dags. 23. september 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9896/2018 dags. 23. september 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9964/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9758/2018 dags. 28. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9823/2018 dags. 29. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9722/2018 dags. 9. desember 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10089/2019 dags. 21. janúar 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10319/2019 dags. 19. febrúar 2020 (Nafnbirting umsækjenda hjá RÚV)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9971/2019 dags. 17. mars 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10135/2019 dags. 26. ágúst 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10235/2019 dags. 3. desember 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10093/2019 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10886/2020 dags. 30. desember 2020[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10807/2020 dags. 11. janúar 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10428/2020 dags. 10. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10908/2021 dags. 24. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10939/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10797/2020 dags. 3. mars 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10955/2021 dags. 17. mars 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10959/2021 dags. 19. mars 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10431/2020 dags. 14. apríl 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10811/2020 dags. 15. apríl 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10077/2019 dags. 30. apríl 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11046/2021 dags. 7. maí 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10521/2020 dags. 10. júní 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11097/2021 dags. 2. júlí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11204/2021 dags. 10. ágúst 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11220/2021 dags. 10. ágúst 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11243/2021 dags. 16. ágúst 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10052/2019 dags. 27. ágúst 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11276/2021 dags. 15. september 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11295/2021 dags. 15. september 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10996/2021 dags. 23. september 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10484/2020 dags. 12. október 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11294/2021 dags. 1. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11245/2021 dags. 2. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10864/2020 dags. 17. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10925/2021 dags. 15. desember 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10075/2019 dags. 21. desember 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11463/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11467/2022 dags. 25. janúar 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11188/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10592/2020 dags. 24. mars 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11216/2021 dags. 30. maí 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11339/2021 dags. 30. maí 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11320/2021 dags. 24. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11643/2022 dags. 18. október 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F118/2022 dags. 3. nóvember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11410/2021 dags. 21. nóvember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11835/2022 dags. 2. desember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11458/2021 dags. 15. desember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11738/2022 dags. 21. desember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11551/2022 dags. 7. mars 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11998/2023 dags. 15. maí 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F132/2023 dags. 5. október 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12216/2023 dags. 12. október 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F122/2022 dags. 16. október 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11783/2022 dags. 5. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F116/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12592/2024 dags. 9. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12593/2024 dags. 9. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12273/2023 dags. 17. apríl 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12324/2023 dags. 17. apríl 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12251/2023 dags. 14. maí 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12187/2023 dags. 23. maí 2024[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12230/2023 dags. 5. júní 2024[HTML] [PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1868-1870344
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1952508
1961885
1962313
1964631
1969587, 1373
19741003
1975927
1976674
197757
1980 - Registur66, 103
19801085, 1956
1981 - Registur12
1981862, 1086
1982722, 1751, 1754, 1775
1983220, 254, 1229, 1385, 2139-2140, 2144-2147
1984 - Registur10
1984168-171, 735-737, 805
198592, 509, 602
1986 - Registur82
1986750, 754, 1166, 1174, 1538-1540
1987349, 824, 860, 885, 1746
198844, 48, 155, 535, 623, 629, 1039-1040, 1429-1430
1988 - Registur109
1989 - Registur87, 104
19891667, 1673, 1677, 1683
1990 - Registur113, 142
1990409, 414, 416-417, 618, 622, 811
1991122, 568, 582, 902, 1378, 1559, 1838, 2028, 2085
1992 - Registur33, 119, 123, 157, 163, 182, 200, 204, 229, 267-268, 286, 299
1992201, 354, 459, 1422, 1767, 1769, 1877, 1946, 1970, 2171
1993348, 1135, 1479, 2224
19948-9, 114, 612, 678, 1589, 1686, 2326, 2329, 2332-2333, 2668, 2673, 2758
1994 - Registur279
199518, 124, 396, 701, 953-954, 1170-1171, 1186, 1289, 1291, 1554-1555, 1650, 1873, 1888, 1972, 2074, 2166, 2232, 2275, 2429, 2441, 2584, 3111
1995 - Registur238, 301, 388
199676, 310, 763, 947, 1087, 2020, 2663, 2666, 2680, 2758, 2856, 2888, 3260, 3541, 3877, 3885, 3895, 3906
199717, 221, 384, 592, 598, 948, 974, 1103, 2140, 2266, 2824, 2838, 2875, 2881, 2933, 3600, 3603-3604, 3680
1997 - Registur162
1998165-166, 326, 438, 664, 727, 1541, 2028, 2120, 2378, 2487, 2570, 2827, 2910, 2945, 2949, 2951, 2955, 3097, 3100-3101, 3109-3110, 3112, 3202, 3355, 3419, 3661, 3716, 3778, 3846, 3849-3850, 3863-3864, 3974, 4038, 4387, 4416
1998 - Registur220, 373
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1984-199291, 99, 131
1993-199643-44, 309, 663, 676, 715
1997-200020, 62, 65, 112, 222, 297, 514
1997-2000 - Registur27
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1931A45-46
1956A190
1962A14
1963A364-365
1970A345
1972A89
1973A6
1978A53-54, 86, 132, 137, 169-172
1979A146
1981A80, 82
1982A29
1984A170
1985A289, 305, 367
1985C242
1987C166, 188, 190, 201-202, 220
1988A133, 166
1989A358-359, 363, 438
1990A44
1991A95, 101, 129, 132, 137, 149, 184, 210, 528, 530
1992A58, 60, 66, 104, 107, 164, 233
1993A134-135, 149, 152-153, 165, 184, 186, 208
1993C657, 677, 958, 1426
1994A86, 100, 172, 396, 424, 429
1994B199, 278
1995A31, 201
1995C79, 300
1996A134, 155, 212, 282, 381
1996B719, 1181
1997A38, 106, 113, 178, 180, 182, 188, 190, 197, 243, 447, 451, 454-455, 459
1997B841, 1117, 1119
1997C83
1998A380, 382, 405
1998B1363
1999A160, 237-238, 582, 585, 587
1999B112, 1017, 2065
2000A90-92, 101, 120, 229
2000B240, 879, 882, 1126, 1217, 1456, 1460-1461, 1486, 1489-1490
2000C106, 140, 475-476, 621-622
2001A49-50, 105
2001B317, 424, 1966
2001C244
2002A93, 97, 204, 259, 265, 270, 501
2003A77, 136, 151, 219, 278-280, 282-283, 290
2003B110-111, 1323, 1354, 1741, 2036, 2038, 2040, 2042, 2431, 2436-2437
2004A23, 54-55, 92-93, 97, 99, 109, 118, 481, 812-814, 827
2004B1128, 1240
2004C31, 57, 100
2005A14, 128-129, 446
2005B314, 317, 1359, 1971
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing44Þingskjöl248, 654-655
Löggjafarþing49Þingskjöl784
Löggjafarþing54Þingskjöl355
Löggjafarþing71Þingskjöl670
Löggjafarþing72Þingskjöl177, 188, 194, 203, 208
Löggjafarþing73Þingskjöl136, 146, 148, 153
Löggjafarþing74Þingskjöl168, 201
Löggjafarþing75Þingskjöl527, 841, 874
Löggjafarþing76Þingskjöl995
Löggjafarþing77Þingskjöl559, 563
Löggjafarþing78Þingskjöl744-745, 747-748, 750, 753-754, 760, 770, 778-779, 781-786, 788-789, 791, 793
Löggjafarþing79Þingskjöl39
Löggjafarþing81Þingskjöl802, 814
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)543/544
Löggjafarþing83Þingskjöl199-202, 496-497, 1041
Löggjafarþing86Þingskjöl1269, 1321
Löggjafarþing90Þingskjöl230, 241, 1920, 2173
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)1539/1540
Löggjafarþing93Þingskjöl933-934, 1208, 1635
Löggjafarþing97Þingskjöl289, 1514, 1517-1518, 1524, 1801, 1845, 1849, 1864, 1877
Löggjafarþing101Þingskjöl277
Löggjafarþing105Umræður1003/1004, 1011/1012
Löggjafarþing114Umræður105/106, 107/108, 143/144, 183/184, 239/240
Löggjafarþing119Umræður433/434
Löggjafarþing124Umræður279/280
Löggjafarþing126Þingskjöl1210, 1298, 1334, 1704, 1708-1709, 1711, 2002, 2007, 2025, 2046, 2052, 2520, 2937, 3015, 3023, 3247, 3255, 3265, 3383-3384, 3389-3390, 3398-3401, 3404, 3406-3408, 3417, 3419, 3608, 3610, 3749, 3752, 3770, 3824, 3826-3827, 3829-3830, 3874, 3950, 3952, 3965, 4377, 4513, 4525, 4681, 4718, 4852-4853, 4880
Löggjafarþing128Þingskjöl599, 649-650, 873-875, 877-878, 886, 914, 921, 927-928, 940, 952, 1073, 1099, 1140, 1142, 1519, 1553, 1574, 1591, 1594-1595, 1626-1627, 1723, 2567, 2771, 2807, 3252, 3263, 3602, 3783, 3837, 4623, 4644, 4760, 5131, 5175, 5222, 5295, 5306, 5311, 5313, 5322, 5331, 5358, 5362-5363, 5369-5370, 5372-5374, 5376, 5378-5380, 5383, 5385, 5391, 5397, 5401-5402, 5405-5406, 5409, 5429, 5433, 5438, 5440, 5446, 5450, 5455, 5867, 5998-6000, 6002-6003, 6011
Löggjafarþing129Umræður19/20
Löggjafarþing133Þingskjöl485-486, 491, 956, 985-986, 994, 1103, 1220-1221, 1269-1270, 2631, 2645, 2960, 3030, 3495, 3500, 3722-3723, 3961, 3972, 3988, 4001, 4007, 4010, 4013, 4015, 4018, 4022, 4025, 4028, 4037, 4043, 4047, 4051, 4055, 4059, 4064, 4960, 4987, 5148-5149, 5223, 5248, 5676, 5683, 5953, 5958, 6110, 6157, 6244, 6259, 6292, 6374, 6918, 7050, 7055, 7057, 7134, 7216, 7323, 7333
Löggjafarþing134Þingskjöl74, 120, 135, 212
Löggjafarþing137Þingskjöl180, 695, 697, 735, 750, 1069
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198812
199447, 87, 88, 89, 99, 140, 185, 267, 270, 274, 276, 277, 285, 286, 288, 289, 291, 292, 293, 442, 446, 449, 451
199513, 29, 33, 62, 152, 157, 158, 161, 162, 180, 350, 351, 452, 461, 546, 547, 577, 581, 584, 586
199739, 116, 117, 268, 337, 338, 400, 414, 417, 418, 423, 428, 446, 457, 473, 522, 528, 532, 534
19988, 43, 56, 67, 68, 72, 84, 167, 174, 181, 241, 248, 251, 254, 258, 259
1999154, 321, 328, 331, 335, 339, 340
200079, 84, 110, 117, 124, 252, 260, 263, 268, 273
20016, 7, 8, 13, 108, 138, 148, 150, 227, 228, 230, 231, 232, 233, 234, 235, 242, 243, 270, 279, 282, 286, 292
20026, 59, 62, 68, 77, 111, 117, 179, 214, 223, 227, 232, 237, 238
200353, 107, 114, 115, 122, 124, 125, 229, 236, 251, 252, 261, 265, 270, 276
2004128, 182, 197, 198, 208, 212, 217, 222, 223
200554, 96, 99, 102, 109, 118, 123, 124, 199, 210, 214, 219, 225, 226
200662, 126, 132, 233, 234, 241, 245, 249, 254, 260, 261
2007135, 149, 171, 250, 251, 258, 262, 267, 273, 279, 280
2008183
2010116, 136
201157, 89, 91, 125, 129
20126, 79, 80
20137, 15, 24, 42, 72, 77, 89, 99, 100, 121, 136
201442, 79, 103, 112
201575, 87
201612, 19, 69, 96
201855, 148, 173
201986, 105, 129
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1994226, 19
19965175
19972710
1997511
200050101, 103
200051122
200054124
20005531
2001851
200120228
200131299, 301-302
20015135, 41
20021816
20036141
200323304, 387
200429199
200516379
200630411
2006581638
20066217
2007421, 3
200827117
20084478
20094752
20106439
20115459, 78
20127295
20121269
20121926, 29, 54, 180
201254657
201259832
201341440
2013712
201314559-560
2013328
201337118
201356627, 629-630
20135712
20158888
201523104
2015314
2015381
201546440
20161419, 23
201619124, 192
201652235
20165788-89, 114, 396, 549, 586-587, 602, 638, 674, 859
201794
201717447, 649
2017244
201731165
20176719, 28
20181492, 244, 247, 249, 254, 268, 272, 274-275
20184619, 29-31, 51, 58, 80
20185147
201875117
201925299
201949115
20195413
201958248, 258, 261, 290, 306
2019927
202012123, 129, 132-133
202020315
20205623-24
20206114-15
20206264, 164
20207453
202087335, 342
2021815
202122628, 631
2021675
202172230
2022571
202326410
2023332
202362258
20236836
2023714
20243211
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 43

Þingmál A240 (hjúskapur, ættleiðing og lögræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-03-21 00:00:00

Löggjafarþing 44

Þingmál A88 (hjúskapur, ættleiðing og lögráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1931-07-23 00:00:00
Þingskjal nr. 304 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1931-08-14 00:00:00

Löggjafarþing 49

Þingmál A146 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1935-10-28 00:00:00

Löggjafarþing 54

Þingmál A29 (hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-09 00:00:00

Löggjafarþing 63

Þingmál A2 (niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-02-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A45 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-12-07 00:00:00

Löggjafarþing 72

Þingmál A25 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00

Löggjafarþing 73

Þingmál A3 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00

Þingmál A13 (vátryggingasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-12 00:00:00

Löggjafarþing 74

Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00

Löggjafarþing 75

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-07 00:00:00

Þingmál A129 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-01-06 00:00:00

Löggjafarþing 76

Þingmál A157 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-05 00:00:00

Löggjafarþing 77

Þingmál A101 (hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-02-14 00:00:00

Löggjafarþing 78

Þingmál A153 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00

Löggjafarþing 79

Þingmál A3 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-07-23 00:00:00

Löggjafarþing 81

Þingmál A169 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-01-27 13:31:00

Löggjafarþing 82

Þingmál A95 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-11-29 00:00:00
Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-12-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A16 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-15 00:00:00

Þingmál A110 (fullnusta norrænna refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-12-05 00:00:00

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00

Löggjafarþing 84

Þingmál A2 (þinglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00

Þingmál A16 (fullnusta refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00

Löggjafarþing 86

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00

Löggjafarþing 90

Þingmál A6 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-15 00:00:00
Þingskjal nr. 558 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1970-04-14 00:00:00
Þingskjal nr. 763 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1970-04-29 00:00:00

Löggjafarþing 91

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00

Löggjafarþing 92

Þingmál A23 (félaga- og firmaskrár)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Björn Fr. Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00
Þingræður:
8. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00

Löggjafarþing 93

Þingmál A142 (dómsmálastjórn í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-01-29 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-01-30 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (dómsmálastjórn í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-21 00:00:00
Þingræður:
54. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-21 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A253 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-04-12 00:00:00

Löggjafarþing 94

Þingmál A28 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-22 00:00:00

Löggjafarþing 97

Þingmál A15 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-16 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A235 (ættleiðing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00

Þingmál A270 (ábúðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-05 00:00:00

Þingmál A276 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00

Þingmál A277 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-06 00:00:00

Löggjafarþing 98

Þingmál A96 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (lögrétttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00

Þingmál A219 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-13 00:00:00

Löggjafarþing 99

Þingmál A49 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00
Þingskjal nr. 526 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-04-11 00:00:00

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00

Þingmál A52 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00

Þingmál A103 (gjaldþrotalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-29 00:00:00
Þingskjal nr. 474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-04-04 00:00:00

Þingmál A152 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-01-30 00:00:00
Þingskjal nr. 539 (breytingartillaga) útbýtt þann 1978-04-12 00:00:00
Þingskjal nr. 569 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-04-14 00:00:00
Þingræður:
54. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-02-01 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Ingi Tryggvason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-13 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00

Þingmál A273 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-11 00:00:00

Þingmál A366 (Norðurlandaráð 1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1978-04-21 00:00:00

Löggjafarþing 100

Þingmál A177 (húsaleigusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-02-06 00:00:00
Þingskjal nr. 699 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1979-05-14 00:00:00
Þingræður:
55. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (afborgunarkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-03 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Kjartan Ólafsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-05-15 00:00:00 - [HTML]
106. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00

Þingmál A351 (Norðurlandaráð 1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1979-03-28 00:00:00

Löggjafarþing 101

Þingmál A6 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00

Löggjafarþing 102

Þingmál A36 (samvinnufélagalög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-14 00:00:00

Þingmál A103 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00

Þingmál A104 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00

Löggjafarþing 103

Þingmál A5 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00

Þingmál A7 (horfnir menn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 716 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-05-05 00:00:00

Þingmál A18 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A302 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00

Löggjafarþing 104

Þingmál A170 (flutningssamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-01-20 00:00:00

Þingmál A265 (Norðurlandasamningar um vinnumarkaðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00

Löggjafarþing 105

Þingmál A152 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-16 00:00:00

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00

Þingmál B42 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1982-12-07 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1982-12-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A83 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-08 00:00:00
Þingræður:
56. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00

Þingmál A221 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-27 00:00:00
Þingræður:
94. þingfundur - Egill Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-29 00:00:00

Þingmál A274 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00

Löggjafarþing 107

Þingmál A149 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00

Þingmál A348 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-03-12 00:00:00

Þingmál A423 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-04-11 00:00:00
Þingskjal nr. 1337 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-06-19 00:00:00

Þingmál A465 (skipti á dánarbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (frumvarp) útbýtt þann 1985-04-29 00:00:00

Þingmál A493 (sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00

Þingmál A546 (norrænt samstarf 1984)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-04-30 00:00:00

Löggjafarþing 108

Þingmál A26 (skipti á dánarbúum og félagsbúum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-21 00:00:00

Þingmál A74 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-28 00:00:00

Þingmál A84 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-30 00:00:00
Þingskjal nr. 260 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-12-13 00:00:00

Þingmál A143 (réttaráhrif tæknifrjóvgunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (þáltill.) útbýtt þann 1985-11-21 00:00:00
Þingskjal nr. 624 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-03-17 00:00:00
Þingskjal nr. 696 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1986-03-25 00:00:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-03 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A260 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-11 00:00:00
Þingræður:
49. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A438 (norrænt samstarf 1985)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00

Löggjafarþing 109

Þingmál A120 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-04 00:00:00
Þingskjal nr. 598 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-02-12 00:00:00

Þingmál A159 (afborgunarkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-18 00:00:00

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00

Þingmál A210 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00

Þingmál A303 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-27 00:00:00

Þingmál A321 (vaxtalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-04 00:00:00

Löggjafarþing 110

Þingmál A130 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00
Þingskjal nr. 988 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-05-03 00:00:00

Þingmál A131 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00

Þingmál A207 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-15 00:00:00

Þingmál A260 (brottfall ýmissa laga á sviði viðskiptamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-02-09 00:00:00

Þingmál A323 (búnaðarmálasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-02 00:00:00

Þingmál A338 (sala notaðra bifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-08 00:00:00

Þingmál A477 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A496 (löggjöf um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 861 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-04-18 00:00:00

Löggjafarþing 113

Þingmál A98 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 1991-02-11 - Sendandi: Sakadómur Reykjavíkur[PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A127 (Viðlagatrygging Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 1992-01-24 - Sendandi: Tryggingaeftirlit ríkisins[PDF]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1992-12-07 14:30:00 [HTML]

Þingmál A245 (stjórnarnefndir vinnumiðlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1992-11-19 11:30:00 [HTML]

Þingmál A450 (alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A458 (staða brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (þáltill.) útbýtt þann 1993-03-25 11:30:00 [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML]

Þingmál A143 (fjöleignarhús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 1993-12-09 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Reykjavík,[PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 1994-02-08 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: athugasemdir- samantekt[PDF]

Þingmál A200 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-09 11:12:00 [HTML]

Þingmál A215 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-11-17 14:30:00 [HTML]

Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 1994-04-06 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga,[PDF]

Löggjafarþing 118

Þingmál A88 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-17 14:31:00 [HTML]

Þingmál A97 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:45:00 [HTML]

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML]

Þingmál A106 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-19 14:05:00 [HTML]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 1994-11-28 - Sendandi: Verslunarskóli Íslands, B/t skólastjóra[PDF]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A431 (umgengni um auðlindir sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-02-21 12:02:00 [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 1995-11-27 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 1996-03-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A233 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-12-11 14:37:00 [HTML]

Þingmál A249 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1014 (lög í heild) útbýtt þann 1996-05-20 20:14:00 [HTML]

Þingmál A320 (staðfest samvist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1182 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-06-04 02:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari[PDF]

Þingmál A361 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 1996-05-17 13:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 1996-04-10 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (lög í heild) útbýtt þann 1996-05-29 09:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2023 - Komudagur: 1996-05-17 - Sendandi: Eikríkur Tómasson prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 2068 - Komudagur: 1996-05-24 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagastofnun[PDF]

Þingmál A519 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2037 - Komudagur: 1996-05-21 - Sendandi: Sjávarútvegsráðuneytið[PDF]

Löggjafarþing 121

Þingmál A57 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 1996-12-09 - Sendandi: Félag úthafsútgerða - Skýring: lögfræðiálit[PDF]

Þingmál A171 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-03-03 14:00:00 [HTML]

Þingmál A233 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (lög í heild) útbýtt þann 1997-05-09 15:35:00 [HTML]

Þingmál A237 (Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1231 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-13 13:19:00 [HTML]

Þingmál A258 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 1997-04-11 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - Skýring: (drög að reglugerð)[PDF]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-13 21:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 1997-03-17 - Sendandi: Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju, B/t Björgvins Brynjólfssonar[PDF]

Þingmál A410 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1377 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-17 13:34:00 [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A149 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (lög í heild) útbýtt þann 1997-12-15 17:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 1997-11-21 - Sendandi: Verðbréfaþing Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 1997-11-25 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A249 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 702 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-12-20 19:19:00 [HTML]

Þingmál A445 (lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1550 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-06-04 18:34:00 [HTML]

Þingmál A464 (dánarvottorð o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1936 - Komudagur: 1998-04-20 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A641 (yfirskattanefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1547 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-06-04 18:41:00 [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A135 (sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 1999-01-20 - Sendandi: Grund, elli- og hjúkrunarheimili, b.t. framkvæmdastjóra[PDF]

Þingmál A521 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1198 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-11 14:49:00 [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A23 (öryggi greiðslufyrirmæla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 487 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-17 20:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 542 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-12-21 22:06:00 [HTML]

Þingmál A69 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 488 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-17 20:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 543 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-12-21 22:07:00 [HTML]

Þingmál A70 (lagaskil á sviði samningaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1096 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-04 10:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1134 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-04 16:13:00 [HTML]

Þingmál A110 (lausafjárkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1095 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-04 10:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1149 (lög í heild) útbýtt þann 2000-05-04 16:23:00 [HTML]

Þingmál A111 (þjónustukaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-20 14:11:00 [HTML]

Þingmál A112 (aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-10-20 15:21:00 [HTML]

Þingmál A113 (samningur um flutning dæmdra manna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-10-20 15:21:00 [HTML]

Þingmál A119 (auglýsingagerð fyrir Lánasýslu ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1999-10-21 16:20:00 [HTML]

Þingmál A163 (rafræn eignarskráning á verðbréfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-10 12:52:00 [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj.[PDF]

Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 2000-03-09 - Sendandi: Kærunefnd jafnréttismála, Skrifstofa jafnréttismála[PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal, samantekt á umsögnum)[PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2000-04-10 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar[PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML]

Þingmál A281 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-15 11:37:00 [HTML]

Þingmál A290 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-16 19:23:00 [HTML]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML]

Þingmál A420 (verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2000-04-10 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: samningsbundið uppgjör á afleiðusamningum[PDF]

Þingmál A421 (húsgöngu- og fjarsölusamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1094 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-04 10:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1151 (lög í heild) útbýtt þann 2000-05-04 16:23:00 [HTML]

Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj.[PDF]

Þingmál A485 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 13:25:00 [HTML]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-20 16:49:00 [HTML]

Þingmál A509 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (frumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML]

Þingmál A545 (Innheimtustofnun sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2000-04-26 - Sendandi: Innheimtustofnun sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A564 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1215 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 21:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1216 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-05-08 21:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1353 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-10 11:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1361 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-10 21:20:00 [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A312 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-29 13:10:00 [HTML]

Þingmál A314 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 946 - Komudagur: 2001-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-07 10:22:00 [HTML]

Þingmál A368 (verðbréfaviðskipti, rafræn eignarskráning verðbréfa og hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 583 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2000-12-15 16:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 623 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-12-16 18:46:00 [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1413 - Komudagur: 2001-03-13 - Sendandi: Óttar Yngvason hrl. - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.)[PDF]

Þingmál A429 (samningar um sölu á vöru milli ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-12 14:26:00 [HTML]

Þingmál A445 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML]

Þingmál A505 (hönnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 792 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-28 15:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1208 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-09 15:35:00 [HTML]

Þingmál A506 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 903 (svar) útbýtt þann 2001-03-26 14:40:00 [HTML]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1772 - Komudagur: 2001-04-04 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A524 (rafrænar undirskriftir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-07 13:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1150 (lög í heild) útbýtt þann 2001-04-27 15:21:00 [HTML]

Þingmál A553 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-12 14:33:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2001-04-27 - Sendandi: Þröstur Freyr Gylfason[PDF]

Þingmál A566 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1996 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: KPMG og fleiri[PDF]

Þingmál A125 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML]

Þingmál A132 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2001-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (um minnisblað)[PDF]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML]

Þingmál A177 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-18 15:11:00 [HTML]

Þingmál A203 (samningsbundnir gerðardómar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-02-18 16:18:00 [HTML]

Þingmál A253 (fasteignakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1056 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-25 17:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1161 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-10 17:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1182 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-10 12:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2001-12-17 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga[PDF]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1247 (breytingartillaga) útbýtt þann 2002-04-19 11:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1412 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-29 11:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1436 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 11:30:00 [HTML]

Þingmál A326 (samningur um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-11-27 13:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 532 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-11 17:43:00 [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-30 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1431 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-05-02 17:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1460 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-05-02 18:43:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2002-03-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2007 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML]

Þingmál A662 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A31 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-03 10:22:00 [HTML]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML]

Þingmál A50 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-04 17:43:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1338 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-13 20:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1424 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-15 02:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1443 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:36:00 [HTML]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 660 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-12-13 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 743 (lög í heild) útbýtt þann 2002-12-13 15:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2002-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1160 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1189 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:28:00 [HTML]

Þingmál A348 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 384 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 17:14:00 [HTML]

Þingmál A352 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 657 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-11 13:09:00 [HTML]

Þingmál A353 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 699 - Komudagur: 2002-12-23 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A360 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-13 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1175 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1207 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:32:00 [HTML]

Þingmál A395 (breyting á VII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML]

Þingmál A396 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1234 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-03-11 18:51:00 [HTML]

Þingmál A439 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 18:50:00 [HTML]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1428 (lög í heild) útbýtt þann 2003-03-15 17:39:00 [HTML]

Þingmál A493 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (frumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML]

Þingmál A518 (verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-23 14:49:00 [HTML]

Þingmál A556 (neytendakaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-30 13:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1162 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1195 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:29:00 [HTML]

Þingmál A568 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Réttarfarsnefnd - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2003-03-28 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A654 (eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A664 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A38 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Refsiréttarnefnd[PDF]

Þingmál A203 (Evrópufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-14 08:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-16 14:49:00 [HTML]

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-16 14:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1494 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-26 16:34:00 [HTML]

Þingmál A257 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-04 17:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2004-03-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A301 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1025 - Komudagur: 2004-02-23 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (innleiðing tilskipunar)[PDF]

Þingmál A302 (skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2004-01-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg, kjaraþróunardeild[PDF]
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2004-01-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A333 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-25 16:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2004-03-30 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1678 - Komudagur: 2004-04-06 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-03 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2004-01-23 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 11:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1199 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-03-23 13:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1226 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-03-23 16:49:00 [HTML]

Þingmál A442 (hugverkaréttindi á sviði iðnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 15:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1577 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2004-05-04 16:30:00 [HTML]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Páll Hreinsson[PDF]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2004-04-05 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]

Þingmál A751 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-15 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Félag umboðsm., vörum. og einkaleyfa[PDF]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1802 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2004-05-26 21:37:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A867 (sjórnsýsluviðurlög og refsiviðurlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1325 (þáltill.) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML]

Þingmál A884 (samningur um veitingu evrópskra einkaleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 18:21:00 [HTML]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML]

Þingmál A960 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-23 16:47:00 [HTML]

Þingmál A961 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1479 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 17:40:00 [HTML]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós[PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML]

Þingmál A996 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2509 - Komudagur: 2004-05-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (auglýsing - hlutdeild í sjávarauðlindinni)[PDF]

Þingmál A1002 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2004-05-24 13:18:00 [HTML]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1898 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-07-21 12:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2621 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Hróbjartur Jónatansson, hrl.[PDF]
Dagbókarnúmer 2622 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 2627 - Komudagur: 2004-07-13 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi allshn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2635 - Komudagur: 2004-07-14 - Sendandi: Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - Skýring: (um 1011. og 1012. mál)[PDF]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2633 - Komudagur: 2004-07-14 - Sendandi: Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - Skýring: (um 1011. og 1012. mál)[PDF]

Löggjafarþing 131

Þingmál A70 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 15:13:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 12:20:42 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 14:03:07 - [HTML]
87. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 14:04:58 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1383 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A159 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1185 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-25 15:38:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-14 10:32:04 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 15:31:52 - [HTML]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-14 11:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 569 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-07 21:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 839 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-02-22 13:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 897 (lög í heild) útbýtt þann 2005-03-02 16:45:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2004-10-18 17:09:11 - [HTML]
53. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-08 20:06:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2004-11-17 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2004-11-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A205 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-18 14:56:00 [HTML]

Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 653 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-10 11:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 216 - Komudagur: 2004-11-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A215 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-03-07 18:39:04 - [HTML]

Þingmál A300 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-10 14:46:00 [HTML]

Þingmál A309 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2005-01-26 - Sendandi: Réttarfarsnefnd, Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A318 (kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-12 10:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 352 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-11-13 12:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 353 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-11-13 13:13:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-12 10:33:42 - [HTML]
27. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 2004-11-12 15:28:45 - [HTML]

Þingmál A330 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-16 13:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 579 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-12-07 21:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 580 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-12-07 21:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 617 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-09 14:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 665 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:13:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-18 19:08:58 - [HTML]
53. þingfundur - Gunnar Birgisson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-08 20:38:11 - [HTML]
53. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-12-08 20:47:33 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-08 21:02:05 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-08 21:05:59 - [HTML]
53. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-08 21:08:11 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-12-09 13:37:20 - [HTML]
55. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-12-10 17:07:53 - [HTML]
55. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-12-10 17:18:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 443 - Komudagur: 2004-12-03 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2005-02-01 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna[PDF]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1305 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1360 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2005-05-07 11:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1032 - Komudagur: 2005-03-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1289 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1290 (breytingartillaga) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-11 13:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1457 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-11 21:40:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-03-08 16:30:27 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 16:55:42 - [HTML]
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 16:56:51 - [HTML]
125. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:04:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1841 - Komudagur: 2005-05-08 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A667 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-21 19:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-04 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1308 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:05:00 [HTML]

Þingmál A735 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-05 18:08:00 [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A78 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 17:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2005-12-05 - Sendandi: Sifjalaganefnd[PDF]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A267 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2005-12-01 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-07 16:06:18 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
82. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-03-10 13:45:27 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 17:17:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-04 15:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1128 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-05 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1129 (breytingartillaga) útbýtt þann 2006-04-05 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1418 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 22:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1456 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:06:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-08 14:37:19 - [HTML]
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 13:01:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 432 - Komudagur: 2005-12-06 - Sendandi: Sifjalaganefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2005-12-07 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra[PDF]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML]

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1181 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-19 21:30:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-22 17:19:01 - [HTML]

Þingmál A344 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:10:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-25 13:43:43 - [HTML]

Þingmál A352 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 386 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-23 15:34:00 [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2006-03-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - Skýring: (um 4.mgr. ákv.II til br.b.)[PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]

Þingmál A436 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (frumvarp) útbýtt þann 2006-01-20 15:02:00 [HTML]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-21 17:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1511 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1439 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A594 (evrópsk samvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-07 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1431 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1501 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:49:00 [HTML]

Þingmál A634 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-16 15:05:00 [HTML]

Þingmál A637 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (þáltill.) útbýtt þann 2006-03-21 15:34:00 [HTML]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2172 - Komudagur: 2006-05-30 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2006-05-26 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Hólmavík[PDF]

Þingmál A742 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-06 16:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1479 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1505 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:50:00 [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A9 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2007-01-31 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-15 20:00:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2006-11-27 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (um 56. og 57. mál)[PDF]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 949 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-02-22 10:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 950 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 10:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1082 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-09 11:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1267 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2006-11-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A186 (flutningur verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-19 14:11:26 - [HTML]

Þingmál A220 (lögheimili og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Magnús Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-12 14:15:59 - [HTML]

Þingmál A232 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-19 13:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 648 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-09 10:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 673 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-09 15:37:00 [HTML]

Þingmál A258 (niðurlagning úrskurðarnefnda á sviði siglingamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-19 10:11:00 [HTML]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð[PDF]

Þingmál A388 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2007-02-05 - Sendandi: Leið ehf.[PDF]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1396 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1409 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:57:00 [HTML]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML]

Þingmál A429 (ættleiðingarstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-04 16:57:00 [HTML]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-07 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1399 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1413 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2007-03-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A517 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (frumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 14:01:00 [HTML]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1322 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1362 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:50:00 [HTML]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1363 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf[PDF]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1442 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna[PDF]

Þingmál A617 (breytingar á ýmsum lögum um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00 [HTML]

Þingmál A620 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-19 14:31:00 [HTML]

Þingmál A642 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 11:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-16 11:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1309 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 21:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Guðni Th. Jóhannesson sagnfr.[PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1350 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 18:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1383 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:15:00 [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-12 22:55:20 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-12 23:47:15 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:05:17 - [HTML]
86. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:08:59 - [HTML]
86. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:11:09 - [HTML]
86. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-13 00:12:50 - [HTML]
86. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-13 01:18:35 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-03-13 02:05:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð)[PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML]

Þingmál A692 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML]

Þingmál A697 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (þáltill.) útbýtt þann 2007-03-12 23:23:00 [HTML]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál B471 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-02-27 13:33:10 - [HTML]
79. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-02-27 13:42:48 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 47 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2007-06-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - Skýring: (um 7., 8. og 9. mál)[PDF]

Þingmál A8 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 42 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-06-13 11:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 48 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A7 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 15:59:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 347 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A18 (réttindi samkynhneigðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2008-01-18 - Sendandi: Biskup Íslands[PDF]

Þingmál A58 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-17 12:59:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:35:09 - [HTML]

Þingmál A67 (fyrning kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 478 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-12 16:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 547 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-12-17 13:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 560 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-12-14 18:41:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-14 16:35:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2007-11-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2007-11-05 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2007-10-30 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. til viðskrn., lagt fram á fundi v.)[PDF]
Dagbókarnúmer 466 - Komudagur: 2007-11-23 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A92 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-09 13:12:00 [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 535 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-14 16:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 571 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-01-21 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 698 (lög í heild) útbýtt þann 2008-02-26 15:24:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-15 14:15:43 - [HTML]
47. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-15 15:47:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A146 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-02 11:33:28 - [HTML]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-29 15:32:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A149 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Kópavogi[PDF]
Dagbókarnúmer 1824 - Komudagur: 2008-03-14 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 876 - Komudagur: 2007-12-10 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]

Þingmál A196 (sértryggð skuldabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 16:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 718 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-03-03 14:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 744 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-03-04 16:21:00 [HTML]

Þingmál A232 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1287 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1300 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1294 - Komudagur: 2008-01-31 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML]

Þingmál A288 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1116 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-26 22:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1258 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-29 21:14:00 [HTML]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-05-23 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1189 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1234 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 15:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2008-02-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1965 - Komudagur: 2008-03-31 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ath.semdir ums.aðila)[PDF]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2008-01-17 14:38:38 - [HTML]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1286 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1299 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:53:00 [HTML]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1135 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 11:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1224 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1268 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:22:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-28 21:15:56 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1139 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1140 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1252 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1280 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:00:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 15:45:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1704 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Skorradalshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón A. Guðmundsson, Fitjum, Skorradal[PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2298 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Kópavogsbær[PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 13:22:00 [HTML]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.)[PDF]

Þingmál A442 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 17:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1333 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-09-10 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1350 (lög í heild) útbýtt þann 2008-09-11 19:09:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2008-04-15 - Sendandi: Félag ráðgjafarverkfræðinga[PDF]

Þingmál A518 (framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 819 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 13:14:00 [HTML]

Þingmál A521 (breytt fyrirkomulag á skráningu og þinglýsingu skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1269 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:23:00 [HTML]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1323 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-09-03 15:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1336 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-09-11 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1352 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-09-11 19:09:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Skipti hf. (Síminn hf. og Míla ehf.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2695 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2306 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (vinnuskjal frá ráðun.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A532 (staðfest samvist)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-21 21:34:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2745 - Komudagur: 2008-05-15 - Sendandi: Samtökin '78[PDF]

Þingmál A533 (aðild starfsmanna við samruna félaga yfir landamæri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3136 - Komudagur: 2008-09-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A536 (stjórnsýslulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2856 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri[PDF]

Þingmál A577 (Norðurlandasamningur um hjúskap, ættleiðingu og lögráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 893 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-10 13:21:00 [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A13 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-09 15:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 672 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-09 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-16 13:57:15 - [HTML]
101. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 14:55:23 - [HTML]

Þingmál A15 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-03 16:16:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 17:17:18 - [HTML]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-06 16:09:00 [HTML]

Þingmál A53 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 09:59:00 [HTML]

Þingmál A94 (niðurlagning úrskurðarnefnda á sviði siglingamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 15:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 257 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 269 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-05 10:51:00 [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 139 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-11-10 17:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 140 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-11-10 17:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 160 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-11-12 12:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 172 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-11-13 14:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 173 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-11-13 14:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 182 (lög í heild) útbýtt þann 2008-11-13 19:24:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-11 13:59:37 - [HTML]
26. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-13 17:57:19 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-13 18:52:50 - [HTML]

Þingmál A125 (ábyrgðarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-23 17:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A157 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-17 14:16:00 [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-27 19:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 237 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 238 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-11-28 04:59:00 [HTML]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 659 (lög í heild) útbýtt þann 2009-03-05 14:08:00 [HTML]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 17:26:00 [HTML]

Þingmál A218 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 13:07:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Ríkisútvarpið, útvarpsstjóri[PDF]

Þingmál A225 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 14:01:00 [HTML]

Þingmál A228 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-23 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 453 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-20 17:33:00 [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-19 13:55:00 [HTML]

Þingmál A275 (greiðsluaðlögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (frumvarp) útbýtt þann 2009-01-26 15:00:00 [HTML]

Þingmál A278 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 12:40:00 [HTML]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-04 19:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 790 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-24 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-05 11:16:28 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-03-25 18:15:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2009-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-03-25 14:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Íbúðalánasjóður[PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-03 17:06:04 - [HTML]
127. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-06 22:00:42 - [HTML]
134. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - Ræða hófst: 2009-04-17 15:20:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna[PDF]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 17:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 930 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-04-14 18:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 935 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-04-15 18:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1446 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1510 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Halldór H. Backman hrl.[PDF]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML]

Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-03-30 21:24:00 [HTML]

Þingmál B1002 (skýrsla fjármálanefndar breska þingsins um áhrif aðgerða bresku stjórnarinnar á fall íslensku bankanna)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-07 15:14:56 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A4 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-02 21:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 221 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-07-02 21:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 305 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-08-10 14:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 322 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-08-11 14:57:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 20:51:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2009-06-09 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]

Þingmál A20 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2009-05-20 11:41:00 [HTML]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2009-06-11 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-29 15:43:00 [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-16 16:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða, Ómar Antonsson[PDF]
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands, ReykavíkurAkademíunni[PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Indefence-hópurinn[PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2009-07-20 - Sendandi: Kristján Þór Júlíusson alþingismaður - Skýring: (Mörkin lögmannsstofa hf., úthlutun til kröfuhafa[PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-08 20:45:00 [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A8 (yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2009-11-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-16 17:55:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-17 14:02:20 - [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 446 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-17 14:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 511 (lög í heild) útbýtt þann 2009-12-18 20:09:00 [HTML]

Þingmál A21 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-05 18:56:00 [HTML]

Þingmál A58 (landflutningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-14 13:08:00 [HTML]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-10-23 10:26:00 [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 16:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 247 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-17 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-11-19 12:02:13 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 05:34:27 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-04 14:02:08 - [HTML]
64. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-29 18:59:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Utanríkismálanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 861 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hf. - Skýring: (greiðslustöðvun o.fl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya[PDF]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-09 15:41:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 445 - Komudagur: 2009-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-02 18:48:43 - [HTML]

Þingmál A171 (handtaka og afhending manna milli Norðurlanda vegna refsiverðra verknaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-06 14:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 653 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-02-04 10:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 678 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-02-16 17:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Dóms- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (samn. um framsal vegna refsiverðrar háttsemi)[PDF]

Þingmál A181 (Norræna ráðherranefndin 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML]

Þingmál A202 (ein hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-18 12:59:32 - [HTML]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-19 14:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1125 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-01 13:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1182 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-01 22:17:00 [HTML]

Þingmál A233 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-24 18:01:00 [HTML]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-04 13:48:00 [HTML]

Þingmál A273 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 479 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-23 10:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 499 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-18 14:44:00 [HTML]

Þingmál A274 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 17:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 478 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-18 13:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 496 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-18 14:44:00 [HTML]

Þingmál A286 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-28 14:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 616 (lög í heild) útbýtt þann 2009-12-29 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-29 09:30:52 - [HTML]

Þingmál A305 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1289 - Komudagur: 2010-03-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (afrit af bréfi til SFF um málskotsrétt)[PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (um brtt.)[PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu)[PDF]

Þingmál A359 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A382 (vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-17 12:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1051 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-05-10 14:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1086 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-05-11 16:24:00 [HTML]

Þingmál A402 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (álit) útbýtt þann 2010-03-01 14:36:00 [HTML]

Þingmál A403 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-01 16:25:23 - [HTML]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A424 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-14 20:31:00 [HTML]
Þingræður:
142. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-16 00:23:26 - [HTML]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Mosfellsbær, bæjarskrifstofur[PDF]

Þingmál A446 (greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 889 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-03-25 18:24:00 [HTML]

Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-07-01 09:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1377 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1774 - Komudagur: 2010-04-20 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A458 (Norræna ráðherranefndin 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1302 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-11 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
100. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-25 14:03:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2170 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Snorri Óskarsson í Betel[PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1476 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-07 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1477 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-07 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1491 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-09-09 16:34:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-16 14:59:45 - [HTML]
153. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-08 12:21:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1930 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3087 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Rauði kross Íslands - Skýring: (viðbótarathugasemdir)[PDF]

Þingmál A514 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2304 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-30 15:28:36 - [HTML]

Þingmál A547 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A556 (réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A557 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 950 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2026 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A561 (tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:46:00 [HTML]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-27 15:31:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2434 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2594 - Komudagur: 2010-05-28 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 3084 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð vegna umsagna)[PDF]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2782 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (réttur grunnskólabarna til náms í framh.sk.áföngu[PDF]

Þingmál A585 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1469 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-06 12:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2084 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-04-12 13:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML]

Þingmál A645 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1340 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-14 13:04:00 [HTML]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
132. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-07 23:16:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2932 - Komudagur: 2010-07-29 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 2937 - Komudagur: 2010-07-08 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A655 (bótagreiðslur til foreldra með sameiginlegt forræði)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-06-14 14:45:54 - [HTML]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3027 - Komudagur: 2010-08-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML]

Þingmál A670 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1363 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML]
Þingræður:
143. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-16 04:04:55 - [HTML]

Þingmál A672 (tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML]

Þingmál A682 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1425 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 10:23:00 [HTML]

Þingmál A686 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1433 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-24 14:05:00 [HTML]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingræður:
163. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 14:31:09 - [HTML]

Þingmál B773 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2010-04-13 15:39:56 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML]

Þingmál A20 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-13 17:36:41 - [HTML]

Þingmál A55 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-10-14 13:24:00 [HTML]

Þingmál A56 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1425 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-16 21:25:00 [HTML]
Þingræður:
130. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-19 15:18:35 - [HTML]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-10-20 16:27:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: HS Orka - HS veitur[PDF]
Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (sbr. fyrri umsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2011-04-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (einnig sent umhvn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2202 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-09 17:03:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-14 16:34:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-04 18:38:48 - [HTML]
43. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-12-07 21:33:10 - [HTML]
76. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 17:01:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-15 22:07:46 - [HTML]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-11-05 14:16:00 [HTML]

Þingmál A176 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Deloitte hf[PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-04-11 17:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1324 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-15 14:00:00 [HTML]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 946 - Komudagur: 2010-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2011-02-01 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 20:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 405 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara[PDF]
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A212 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 247 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-11-18 11:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 249 (lög í heild) útbýtt þann 2010-11-16 19:55:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-16 15:19:23 - [HTML]
27. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-16 15:24:01 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 708 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-01-20 12:20:00 [HTML]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-24 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 613 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-17 15:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 614 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-12-17 15:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Sólheimar í Grímsnesi[PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 999 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1000 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1070 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1278 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-07 11:53:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-30 16:58:42 - [HTML]
94. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-16 15:06:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2010-12-13 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2010-12-17 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]

Þingmál A334 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-30 20:50:00 [HTML]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1498 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-05-26 16:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1711 (lög í heild) útbýtt þann 2011-06-09 14:07:00 [HTML]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1890 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 11:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1991 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2011-02-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2770 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2011-01-06 - Sendandi: Peter Örebeck, Noregi - Skýring: (á ensku og íslensku)[PDF]

Þingmál A400 (staða skuldara á Norðurlöndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1921 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-16 18:06:00 [HTML]

Þingmál A408 (rannsókn samgönguslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2011-03-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SÍ, FFSÍ, VM, SVÞ, SL)[PDF]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2329 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Gunnlaugur Pétursson[PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1870 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík[PDF]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-03-15 20:38:22 - [HTML]
97. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-03-22 18:06:33 - [HTML]
97. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 20:17:15 - [HTML]

Þingmál A577 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2424 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A659 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1274 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-04-07 10:41:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-31 13:31:38 - [HTML]
106. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 12:10:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1983 - Komudagur: 2011-04-06 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings banka hf.[PDF]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1992 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1999 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1887 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML]
Þingræður:
160. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 20:32:42 - [HTML]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1887 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML]

Þingmál A696 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2011-05-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1628 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 12:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1728 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 11:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1767 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:21:00 [HTML]

Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1614 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 14:17:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-15 12:35:22 - [HTML]

Þingmál A709 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1614 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-03 14:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1616 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-06-03 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1863 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-12 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1982 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:48:00 [HTML]

Þingmál A711 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1840 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1841 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2860 - Komudagur: 2011-06-03 - Sendandi: Árni Davíðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2998 - Komudagur: 2011-07-30 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík[PDF]
Dagbókarnúmer 3043 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3058 - Komudagur: 2011-08-25 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3069 - Komudagur: 2011-08-31 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (slysatryggingar)[PDF]

Þingmál A724 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Haukur Örn Birgisson hrl. og Ragnar Baldursson hrl. fh. Útlána[PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1874 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-07 21:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1998 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2726 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2011-08-18 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (um 9.-14. kafla)[PDF]
Dagbókarnúmer 3089 - Komudagur: 2011-09-14 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um brtt.)[PDF]

Þingmál A730 (meðferð sakamála og meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (frumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2788 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Brynjar Níelsson hrl.[PDF]
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A783 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 13:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1662 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 17:20:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-12 11:42:54 - [HTML]

Þingmál A822 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1463 (álit) útbýtt þann 2011-05-19 13:22:00 [HTML]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3002 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3003 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-10-11 20:47:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum)[PDF]
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (lagt fram á fundi se.)[PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-01-18 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon[PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-21 15:07:00 [HTML]

Þingmál A8 (meðferð sakamála og meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-04 16:25:00 [HTML]

Þingmál A42 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A267 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-28 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-11 16:03:46 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn)[PDF]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-30 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1449 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-05 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1529 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-12 19:25:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-02 17:44:30 - [HTML]
110. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 14:47:36 - [HTML]
110. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-31 15:20:10 - [HTML]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-16 11:02:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A317 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-12-16 11:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 611 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-12-21 15:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 633 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-12-17 20:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 2011-12-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (brtt.)[PDF]

Þingmál A320 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-29 20:21:00 [HTML]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML]

Þingmál A346 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi[PDF]

Þingmál A369 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2012-01-27 - Sendandi: Össur hf.[PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1506 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-19 18:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1531 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-12 19:28:00 [HTML]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 18:07:58 - [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 910 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-29 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-20 17:15:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (álitsgerð Páls Hr. frá mars 2004)[PDF]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:37:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2012-02-22 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2012-02-23 - Sendandi: Fiskistofa[PDF]

Þingmál A523 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2011--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-16 10:16:00 [HTML]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML]

Þingmál A600 (staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML]

Þingmál A634 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (álit) útbýtt þann 2012-03-19 14:57:00 [HTML]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-03-29 17:45:31 - [HTML]
101. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 21:51:58 - [HTML]
101. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-05-18 21:56:34 - [HTML]
104. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-05-21 19:41:34 - [HTML]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar)[PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2012-04-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ)[PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum[PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9[PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum[PDF]

Þingmál A660 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-28 14:44:00 [HTML]

Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00 [HTML]

Þingmál A687 (meðferð sakamála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1117 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 18:09:00 [HTML]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1503 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:01:00 [HTML]

Þingmál A708 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar)[PDF]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2010 - Komudagur: 2012-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A733 (ökutækjatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2040 - Komudagur: 2012-05-04 - Sendandi: Umferðarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 2656 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík[PDF]

Þingmál A735 (atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1509 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-19 11:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1533 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-12 19:29:00 [HTML]

Þingmál A736 (réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1418 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-25 18:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1504 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:01:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 17:54:12 - [HTML]

Þingmál A737 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-18 11:48:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2675 - Komudagur: 2012-06-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML]

Þingmál A827 (jöfnun lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1518 (frumvarp) útbýtt þann 2012-06-12 14:26:00 [HTML]

Þingmál B797 ()[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-20 11:11:09 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A12 (dómstólar o.fl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-18 16:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 964 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1044 (lög í heild) útbýtt þann 2013-02-20 17:12:00 [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1310 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-22 18:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1342 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-20 13:52:00 [HTML]

Þingmál A93 (bókhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-06 15:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1011 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-14 10:18:00 [HTML]

Þingmál A94 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-06 15:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1011 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-14 10:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (brtt.)[PDF]

Þingmál A115 (nauðungarsala o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2012-12-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (sbr. ums. frá 140. þingi)[PDF]

Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A128 (skipan ferðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]

Þingmál A130 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]

Þingmál A150 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]

Þingmál A152 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-08 18:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 944 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-28 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-01-29 16:02:39 - [HTML]
75. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-30 15:54:52 - [HTML]
75. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-30 15:57:39 - [HTML]
84. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-02-20 16:56:22 - [HTML]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (breyt. á frv.)[PDF]
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson[PDF]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 829 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-22 00:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 868 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-21 23:57:00 [HTML]

Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 962 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-02-14 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1056 (lög í heild) útbýtt þann 2013-02-21 12:48:00 [HTML]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-21 15:23:00 [HTML]

Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML]

Þingmál A265 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:14:00 [HTML]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-12 17:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1314 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-25 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1340 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur[PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1215 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-11 15:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1315 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-21 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1356 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-03-26 23:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A363 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-06 14:01:00 [HTML]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis[PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-30 16:25:43 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-30 17:37:41 - [HTML]
75. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 18:51:13 - [HTML]
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-30 19:30:31 - [HTML]
76. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 12:34:44 - [HTML]
76. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 18:30:48 - [HTML]
80. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-02-13 20:29:03 - [HTML]
82. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-02-15 11:10:24 - [HTML]
82. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-02-15 13:30:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2012-10-14 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 35. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 36. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Hinrika Sandra Ingimundardóttir lögfræðingur - Skýring: (um 26. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (ýmis gögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Pawel Bartoszek[PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992)[PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2012-12-14 - Sendandi: Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon - Skýring: (send um 3. mál á 140. löggjþ. 17.1.2012)[PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, 1. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1113 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-15 14:06:44 - [HTML]
103. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-14 11:14:42 - [HTML]
113. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-27 23:58:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1378 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1390 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SI, LÍÚ og SA)[PDF]
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Bláskógabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1474 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1493 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Skógrækt ríkisins aðalskrifstofa[PDF]

Þingmál A439 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-22 14:17:00 [HTML]

Þingmál A453 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1915 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A488 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 16:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ)[PDF]
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Reiknistofa fiskmarkaða hf, Bjarni Áskelsson[PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn[PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Fjölmenningarsetur[PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1929 - Komudagur: 2013-03-11 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1123 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-05 19:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA)[PDF]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML]

Þingmál A628 (Norræna ráðherranefndin 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]

Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga og Landssamtök landeigenda[PDF]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2013-05-30 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A650 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (frumvarp) útbýtt þann 2013-03-06 17:50:00 [HTML]

Þingmál A669 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1276 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-16 12:04:00 [HTML]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML]

Þingmál A703 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1335 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-26 18:27:00 [HTML]

Þingmál B632 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2013-02-13 15:13:59 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-08 16:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 29 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-06-25 15:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 45 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-06-25 18:38:00 [HTML]

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-06-11 15:46:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-13 14:06:15 - [HTML]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A20 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-06-19 19:59:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-20 11:18:22 - [HTML]

Þingmál A40 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2013-09-25 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 202 - Komudagur: 2013-10-01 - Sendandi: Félag löggiltra leigumiðlara[PDF]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2013-12-19 - Sendandi: Norðurál ehf. - Skýring: (til fjárln., efnh- og viðskn. og atvn.)[PDF]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 51 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Glitnis[PDF]
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings[PDF]

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 422 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-20 17:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 437 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-19 13:50:00 [HTML]

Þingmál A12 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML]

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML]

Þingmál A70 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2014-03-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (lagt fram á fundi velfn.)[PDF]

Þingmál A91 (skaðsemisábyrgð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 2013-10-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A92 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 227 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-11-19 15:45:00 [HTML]

Þingmál A109 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-17 15:42:00 [HTML]

Þingmál A136 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 393 - Komudagur: 2013-11-26 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A140 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1086 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-12 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1125 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-14 10:29:00 [HTML]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A161 (flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 331 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-12-10 21:56:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-12-18 23:15:52 - [HTML]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A178 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1275 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1211 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1210 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1260 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 821 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-03-24 17:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 822 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-03-24 17:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1209 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1259 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 10:53:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi AM)[PDF]
Dagbókarnúmer 1160 - Komudagur: 2014-02-26 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML]

Þingmál A291 (hvalamjöl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-01-28 16:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 581 (svar) útbýtt þann 2014-02-10 13:48:00 [HTML]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML]

Þingmál A351 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-24 17:09:34 - [HTML]

Þingmál A398 (Norræna ráðherranefndin 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-13 13:58:00 [HTML]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 14:03:41 - [HTML]
78. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2014-03-20 17:53:49 - [HTML]

Þingmál A501 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 18:04:00 [HTML]

Þingmál A512 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 16:16:00 [HTML]

Þingmál A565 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1006 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-29 16:03:00 [HTML]

Þingmál A597 (leiðir öryrkja til að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-14 21:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1157 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-15 14:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1158 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-15 14:32:00 [HTML]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-06-18 14:49:00 [HTML]

Þingmál B38 (lagaumhverfi náttúruverndar)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-14 15:38:25 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík[PDF]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 514 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-13 13:34:00 [HTML]

Þingmál A153 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-24 14:42:00 [HTML]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-16 22:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 806 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 22:34:00 [HTML]

Þingmál A207 (úrskurðarnefnd velferðarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1553 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-01 09:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1586 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-01 14:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2014-11-06 - Sendandi: Íbúðalánasjóður[PDF]
Dagbókarnúmer 453 - Komudagur: 2014-11-06 - Sendandi: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML]

Þingmál A260 (könnun á framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-16 17:13:00 [HTML]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður[PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-22 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1592 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-01 20:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1603 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-02 15:21:00 [HTML]

Þingmál A356 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-09 21:40:54 - [HTML]

Þingmál A417 (Fiskistofa o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 2015-01-30 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja[PDF]

Þingmál A451 (samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-05 16:34:00 [HTML]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2015-04-16 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A581 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2015-03-16 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A611 (Norræna ráðherranefndin 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-16 14:44:00 [HTML]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A647 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A672 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 15:00:45 - [HTML]
97. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-04-28 17:45:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1813 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Neytendasamtökin - Leigjendaaðstoðin[PDF]
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Húseigendafélagið, Félag löggiltra leigumiðlara og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1981 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Velferðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2213 - Komudagur: 2015-06-05 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi[PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML]

Þingmál A751 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
139. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-06-30 11:41:36 - [HTML]

Þingmál A778 (öryggi rafrænna skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1637 (svar) útbýtt þann 2015-08-10 13:58:00 [HTML]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2304 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf.[PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2305 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf.[PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-12 10:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1432 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-13 19:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1435 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-13 19:12:00 [HTML]

Þingmál B326 ()[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-11-27 15:47:51 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:19:00 [HTML]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-11-25 22:29:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-23 16:16:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 208 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 226 - Komudagur: 2015-10-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 314 - Komudagur: 2015-10-28 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]

Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf[PDF]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Geðhjálp[PDF]

Þingmál A199 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-10 20:01:51 - [HTML]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-20 16:02:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2015-11-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A333 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 15:18:00 [HTML]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:54:00 [HTML]

Þingmál A375 (siglingalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-27 11:27:00 [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1799 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-13 13:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1819 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-13 11:11:00 [HTML]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-24 09:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:52:00 [HTML]

Þingmál A399 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-01 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1443 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:07:00 [HTML]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 652 - Komudagur: 2016-01-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 1064 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2016-03-08 - Sendandi: Velferðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A482 (reglur um starfsemi fasteignafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1123 (svar) útbýtt þann 2016-04-07 10:16:00 [HTML]

Þingmál A560 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-02-26 14:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1219 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-04-29 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1233 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-05-10 13:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1275 (lög í heild) útbýtt þann 2016-05-12 13:16:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 16:58:45 - [HTML]
84. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-02 17:19:27 - [HTML]
84. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-02 17:28:09 - [HTML]
106. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-02 18:49:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2016-03-14 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A608 (Norræna ráðherranefndin 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-14 14:48:00 [HTML]

Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1356 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-25 17:29:00 [HTML]

Þingmál A662 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1778 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML]

Þingmál A669 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1408 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-01 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1445 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:08:00 [HTML]

Þingmál A670 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1544 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A671 (öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1409 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-01 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1446 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:08:00 [HTML]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1606 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 18:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1639 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-09-08 10:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1644 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-08 12:04:00 [HTML]
Þingræður:
147. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-06 14:08:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2016-06-07 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður[PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2016-06-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 18:37:00 [HTML]
Þingræður:
154. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-09-20 23:33:11 - [HTML]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1400 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-31 23:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1440 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1467 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-04-20 18:20:08 - [HTML]
102. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-20 18:50:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2016-05-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2016-05-11 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1319 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-05-22 23:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1320 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-22 23:59:00 [HTML]

Þingmál A779 (félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1992 - Komudagur: 2016-09-06 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-30 14:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1725 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2016-09-28 16:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1880 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A814 (framkvæmd upplýsingalaga nr. 140/2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1503 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-06-08 15:10:00 [HTML]

Þingmál A815 (kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1504 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-06-08 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1508 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-08 21:39:00 [HTML]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
144. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 14:28:19 - [HTML]
144. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 14:38:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 2178 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2084 - Komudagur: 2016-09-19 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins[PDF]

Þingmál A859 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1626 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-05 18:37:00 [HTML]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2100 - Komudagur: 2016-09-21 - Sendandi: Hópur sendiherra[PDF]

Þingmál A874 (stofnun millidómstigs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-13 13:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-10-13 11:11:00 [HTML]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir[PDF]

Þingmál A893 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1767 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-10-10 14:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-10-13 11:12:00 [HTML]
Þingræður:
168. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-11 14:20:10 - [HTML]

Þingmál B1042 ()[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-08-19 10:55:40 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML]

Þingmál A29 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2016-12-21 22:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 62 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-12-22 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 79 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-12-29 11:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 88 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-12-22 22:21:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-22 11:40:29 - [HTML]
11. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-12-22 11:47:43 - [HTML]
13. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2016-12-22 20:30:41 - [HTML]
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-22 20:36:35 - [HTML]

Þingmál A167 (málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 17:45:00 [HTML]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A234 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 16:59:00 [HTML]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 543 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 585 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-04-04 17:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 596 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-04-24 14:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 597 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-04-06 12:12:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-09 12:14:39 - [HTML]
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-09 12:21:26 - [HTML]
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-09 12:39:11 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-04-04 20:00:33 - [HTML]
54. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 20:11:10 - [HTML]
54. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-04-04 20:15:57 - [HTML]
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-04-06 11:59:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Lögreglan á Suðurnesjum[PDF]
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála[PDF]
Dagbókarnúmer 569 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 571 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 590 - Komudagur: 2017-03-28 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A257 (innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-03-09 15:28:00 [HTML]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]

Þingmál A289 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1555 - Komudagur: 2017-06-12 - Sendandi: BSRB[PDF]

Þingmál A304 (mannréttindasjónarmið í íslenskri löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 17:40:40 - [HTML]

Þingmál A333 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 14:20:01 - [HTML]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1029 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 10:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1049 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:42:00 [HTML]

Þingmál A400 (vátryggingasamstæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1031 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 11:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1051 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:46:00 [HTML]

Þingmál A401 (lánshæfismatsfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1026 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 10:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1045 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:34:00 [HTML]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 16:20:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, 3. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Velferðarnefnd, 3. minni hluti[PDF]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing[PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi[PDF]

Þingmál A474 (norræna ráðherranefndin 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-25 18:22:00 [HTML]

Þingmál A590 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML]

Þingmál A611 (réttaráhrif laga nr. 124/2016, um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-30 20:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1154 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML]

Þingmál B604 ()[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-26 10:47:54 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A67 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML]

Þingmál A102 (framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á Vestfjarðavegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:25:00 [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-09-26 17:49:52 - [HTML]

Þingmál A120 (lágskattaríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 16:44:00 [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-04-24 14:07:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 816 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-04-23 15:52:00 [HTML]

Þingmál A63 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2018-01-06 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A93 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 600 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-03-28 10:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 635 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-03-23 11:43:00 [HTML]

Þingmál A128 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 826 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-04-24 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 11:43:24 - [HTML]
55. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-04-25 17:31:54 - [HTML]
55. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2018-04-25 17:56:11 - [HTML]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 14:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1233 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-20 11:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1253 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:06:00 [HTML]

Þingmál A150 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1735 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A167 (markaðar tekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-05 14:50:00 [HTML]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 12:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1244 (þál. í heild) útbýtt þann 2018-06-11 20:37:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 16:10:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 506 - Komudagur: 2018-03-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A185 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 656 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A192 (lágskattaríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (þáltill.) útbýtt þann 2018-02-08 10:50:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-22 16:08:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2018-03-09 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]

Þingmál A248 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2018-06-06 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A329 (framkvæmd og eftirfylgni barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-03-19 17:31:27 - [HTML]

Þingmál A330 (matvæli o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-01 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 863 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-05-03 13:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 867 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-04-26 14:01:00 [HTML]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1160 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 11:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1235 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-20 11:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1255 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:10:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-20 14:06:22 - [HTML]
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-20 14:20:42 - [HTML]
41. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-03-20 15:19:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2018-04-12 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2018-04-12 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Ísafjarðarbær[PDF]

Þingmál A387 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 15:18:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2018-05-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A442 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:35:00 [HTML]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2018-05-01 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna[PDF]
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands og 14 veiðirétthafar[PDF]
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A484 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1278 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1287 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-12 21:06:00 [HTML]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-05 20:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Velferðarnefnd, minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, minni hluti[PDF]

Þingmál A521 (fjöldi hælisleitenda og dvalartími þeirra hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:12:00 [HTML]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-29 15:59:58 - [HTML]
64. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-29 20:02:13 - [HTML]

Þingmál A623 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-05-29 13:15:00 [HTML]

Þingmál A662 (veigamiklar ástæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1337 (svar) útbýtt þann 2018-07-17 13:14:00 [HTML]

Þingmál B307 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-03-06 14:02:40 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1484 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-13 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 16:38:42 - [HTML]
5. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-09-17 17:24:01 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 18:36:43 - [HTML]
114. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-05-31 18:52:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 58 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A25 (breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2018-10-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]
Dagbókarnúmer 298 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2018-12-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A26 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-27 19:21:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-06 19:10:15 - [HTML]

Þingmál A51 (lágskattaríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 18:23:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 14:13:59 - [HTML]

Þingmál A68 (þinglýsingalög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-20 13:40:48 - [HTML]
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-20 13:44:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2018-10-23 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML]

Þingmál A70 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2018-11-21 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A133 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2018-12-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]

Þingmál A189 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-09 14:44:27 - [HTML]
14. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 14:55:00 - [HTML]
14. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 14:56:52 - [HTML]
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:13:53 - [HTML]
14. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:15:30 - [HTML]
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-10-09 15:19:08 - [HTML]
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:30:29 - [HTML]
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:34:15 - [HTML]
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:39:02 - [HTML]
14. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-09 15:43:33 - [HTML]
14. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:55:28 - [HTML]
14. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 16:08:28 - [HTML]
14. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2018-10-09 16:10:54 - [HTML]
14. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-10-09 16:20:33 - [HTML]
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-09 16:42:44 - [HTML]
14. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 16:57:56 - [HTML]
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 17:00:02 - [HTML]
14. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-10-09 17:06:36 - [HTML]
15. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 22:35:24 - [HTML]
15. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-10-09 22:52:09 - [HTML]
15. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-10-09 23:02:29 - [HTML]

Þingmál A211 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um álagningu skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-10 14:58:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 16:20:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 576 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1686 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1792 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:25:00 [HTML]

Þingmál A221 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 725 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-12-13 13:33:00 [HTML]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:20:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-23 19:55:45 - [HTML]
23. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-23 21:24:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 2018-11-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1406 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-02 11:23:00 [HTML]

Þingmál A255 (réttur barna sem aðstandendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-17 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1691 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-03 19:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1707 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-04 15:55:00 [HTML]

Þingmál A280 (staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2075 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML]

Þingmál A304 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:37:00 [HTML]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-05 17:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1849 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1936 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:58:00 [HTML]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-01-02 11:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 738 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-12-13 15:35:00 [HTML]

Þingmál A342 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML]

Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00 [HTML]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:04:00 [HTML]

Þingmál A436 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 19:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-04-01 18:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1407 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-02 11:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4392 - Komudagur: 2019-02-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 4436 - Komudagur: 2019-02-20 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Vestfjörðum[PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A542 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1689 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-03 19:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1793 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:26:00 [HTML]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1757 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1785 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-11 18:21:00 [HTML]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1717 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-05 18:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1743 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:14:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-06 15:48:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4846 - Komudagur: 2019-03-27 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 5324 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 5697 - Komudagur: 2019-06-04 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5162 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 5596 - Komudagur: 2019-05-20 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf[PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 14:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1574 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-05-20 21:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1870 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1937 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4882 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Vestfjarðastofa[PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 16:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1740 (breytingartillaga) útbýtt þann 2019-06-07 14:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1794 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1803 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-12 11:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4964 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 5433 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A686 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (frumvarp) útbýtt þann 2019-03-18 13:53:00 [HTML]

Þingmál A763 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-28 11:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1718 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1744 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:14:00 [HTML]

Þingmál A764 (dreifing vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1719 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-11 14:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1745 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:15:00 [HTML]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5262 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 5440 - Komudagur: 2019-05-08 - Sendandi: Jón Bjarnason[PDF]

Þingmál A774 (frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1817 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-13 12:18:00 [HTML]

Þingmál A775 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5244 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-14 16:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 17:14:51 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-14 21:34:55 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 05:42:03 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-28 04:05:59 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 22:15:52 - [HTML]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5246 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5275 - Komudagur: 2019-05-01 - Sendandi: Húnavatnshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 5463 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 5468 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5471 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 5513 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 5650 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Minjastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5614 - Komudagur: 2019-05-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5172 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Bjarni Jónsson[PDF]

Þingmál A783 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5371 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Héraðssaksóknari[PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A794 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1802 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1820 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-13 12:22:00 [HTML]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A801 (menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1939 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1942 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5395 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum[PDF]

Þingmál A838 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-10 14:39:00 [HTML]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML]

Þingmál A918 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]

Þingmál A1020 (gerðabækur fyrir nauðungarsölur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1977 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-20 19:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2049 (svar) útbýtt þann 2019-08-29 17:50:00 [HTML]

Þingmál B656 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 15:13:03 - [HTML]
79. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 16:12:24 - [HTML]
79. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-03-18 16:18:40 - [HTML]
79. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2019-03-18 16:35:33 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A47 (þjóðsöngur Íslendinga)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 17:11:55 - [HTML]

Þingmál A57 (stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2019-10-25 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A115 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A142 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-23 16:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 287 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-10-21 14:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 289 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-10-17 12:50:00 [HTML]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A312 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A321 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-06 18:22:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2019-11-22 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Suðurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu[PDF]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1558 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-08 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1655 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-09 14:22:00 [HTML]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 694 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1330 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-02 13:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1373 (lög í heild) útbýtt þann 2020-05-11 17:24:00 [HTML]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-26 19:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1711 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-15 20:54:00 [HTML]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 929 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 936 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-06 12:02:00 [HTML]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1909 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1947 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:55:00 [HTML]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Ásahreppur o.fl.[PDF]

Þingmál A451 (lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 991 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1006 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-24 17:26:00 [HTML]

Þingmál A470 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-11 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-05-19 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1464 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-19 16:04:00 [HTML]

Þingmál A477 (birting alþjóðasamninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2019 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]

Þingmál A579 (börn og umsóknir um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (svar) útbýtt þann 2020-03-13 12:43:00 [HTML]

Þingmál A607 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2143 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1863 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2020-06-25 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
129. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-06-29 15:57:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1669 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-22 18:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1700 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-12 18:45:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 17:07:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1806 - Komudagur: 2020-04-17 - Sendandi: Sigurjónsson og Thor[PDF]

Þingmál A644 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 16:40:53 - [HTML]
72. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-12 16:48:39 - [HTML]
72. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-12 16:52:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1968 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1970 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitrarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2251 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Úrskurðarnefnd um upplýsingamál[PDF]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1189 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1206 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-03-30 20:17:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-03-30 10:48:21 - [HTML]

Þingmál A696 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML]

Þingmál A707 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 13:57:09 - [HTML]
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-30 14:11:31 - [HTML]
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-30 14:25:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2172 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2185 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 2192 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 2243 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson[PDF]
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A709 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-05 22:32:02 - [HTML]
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 22:59:35 - [HTML]
99. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-06 22:30:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2260 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Norðdahl & Valdimarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2282 - Komudagur: 2020-06-01 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf[PDF]

Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-20 16:00:43 - [HTML]
91. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-20 16:02:58 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-20 16:07:45 - [HTML]

Þingmál A773 (leigubifreiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1496 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-27 21:27:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-05-28 17:53:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2050 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2056 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1691 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 19:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1709 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-18 18:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1724 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-16 13:08:00 [HTML]
Þingræður:
117. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-15 16:07:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2201 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2207 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: ADVEL lögmenn[PDF]
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Hagsmunahópur fasteignafélaga[PDF]

Þingmál A815 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML]

Þingmál A923 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1629 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML]

Þingmál A960 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1870 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-06-25 20:49:00 [HTML]

Þingmál A999 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2091 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-09-03 14:50:00 [HTML]

Þingmál B538 (rannsókn á brottkasti Kleifabergs)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-03-03 13:58:27 - [HTML]

Þingmál B799 (breyting á útlendingalögum)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-07 11:01:18 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-17 18:35:49 - [HTML]

Þingmál A4 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]

Þingmál A11 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1021 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-18 12:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1236 (lög í heild) útbýtt þann 2021-04-15 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-12 16:19:24 - [HTML]
65. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-03-11 16:56:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2020-10-27 - Sendandi: Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-12-16 11:31:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Kærunefnd jafnréttismála[PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 677 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-17 20:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Kærunefnd jafnréttismála[PDF]
Dagbókarnúmer 252 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 428 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 486 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-02 15:57:00 [HTML]

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]

Þingmál A23 (ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 425 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-26 14:05:00 [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 499 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson[PDF]

Þingmál A53 (endurupptaka viðræðna um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 17:29:00 - [HTML]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-07 17:17:17 - [HTML]
32. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-07 17:47:35 - [HTML]
49. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-01-27 16:46:44 - [HTML]
50. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-01-28 13:45:27 - [HTML]

Þingmál A136 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:29:00 [HTML]

Þingmál A204 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]

Þingmál A205 (þinglýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 376 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-19 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 16:12:05 - [HTML]
24. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-11-24 16:42:53 - [HTML]

Þingmál A207 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1522 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-27 17:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1563 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-31 14:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2823 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Nova ehf.[PDF]

Þingmál A230 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-21 18:13:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 14:56:28 - [HTML]

Þingmál A266 (Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1383 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-20 13:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1411 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-11 15:36:00 [HTML]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-03 14:47:05 - [HTML]

Þingmál A273 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 504 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A276 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 800 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-01-27 14:36:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-01-28 19:12:42 - [HTML]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 720 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 729 (lög í heild) útbýtt þann 2020-12-18 22:33:00 [HTML]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1776 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1817 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]

Þingmál A341 (upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa og flöggunarskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1047 (lög í heild) útbýtt þann 2021-03-16 15:12:00 [HTML]

Þingmál A350 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2408 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-27 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 445 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-27 20:47:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-27 15:35:09 - [HTML]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2021-01-19 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1604 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands[PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 16:08:02 - [HTML]
113. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-12 18:49:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1187 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Hrunamannahreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Ágústa Ágústsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Friðrik Stefán Halldórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Ferða-og útivistarfélagið Slóðavinir[PDF]
Dagbókarnúmer 1416 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4[PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fljótsdalshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1455 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðurlands[PDF]
Dagbókarnúmer 1456 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi[PDF]
Dagbókarnúmer 1463 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1804 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A371 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-14 17:21:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-12-15 17:23:48 - [HTML]

Þingmál A389 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (þáltill.) útbýtt þann 2020-12-08 17:34:00 [HTML]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-11 17:10:50 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 18:08:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2340 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A481 (kostnaður við alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1034 (svar) útbýtt þann 2021-03-16 13:57:00 [HTML]

Þingmál A506 (Fjarskiptastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1795 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-12 23:10:00 [HTML]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Íslandspóstur ohf[PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1775 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1816 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]

Þingmál A539 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 901 (þáltill.) útbýtt þann 2021-02-17 13:59:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-15 18:06:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2881 - Komudagur: 2021-05-05 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 15:45:42 - [HTML]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1772 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1813 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2567 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 2658 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A590 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-03-18 13:52:24 - [HTML]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-17 15:03:11 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-17 17:49:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2437 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2450 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf[PDF]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-03-18 13:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1466 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-18 16:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1520 (lög í heild) útbýtt þann 2021-05-26 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-18 14:12:56 - [HTML]
100. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-05-25 14:59:04 - [HTML]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1774 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1815 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 14:11:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2493 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2528 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2535 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 2538 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 2545 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Bragi Leifur Hauksson[PDF]
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf[PDF]
Dagbókarnúmer 2550 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2551 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson og Þorsteinn Tryggvi Másson[PDF]
Dagbókarnúmer 2574 - Komudagur: 2021-04-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2021-04-21 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3065 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A641 (lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1444 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1462 (lög í heild) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML]

Þingmál A646 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 12:38:00 [HTML]

Þingmál A647 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 12:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1481 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-19 19:02:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Jón Þór Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-20 16:57:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2836 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður[PDF]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 19:19:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-19 15:35:08 - [HTML]

Þingmál A692 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-18 21:58:25 - [HTML]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1823 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2777 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2996 - Komudagur: 2021-05-17 - Sendandi: María Sjöfn Árnadóttir[PDF]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-14 13:33:00 [HTML]

Þingmál A748 (fjöleignarhús)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2957 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun[PDF]

Þingmál A769 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-11 12:41:00 [HTML]

Þingmál A792 (fjárframlög frá nánar tilgreindum erlendum aðilum.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1432 (þáltill.) útbýtt þann 2021-05-17 14:48:00 [HTML]

Þingmál A862 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1733 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-06-11 16:49:00 [HTML]

Þingmál B26 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-10-07 10:56:58 - [HTML]

Þingmál B65 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-10-19 17:26:28 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A5 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-12-21 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-12-27 15:48:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Skatturinn[PDF]

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 18:44:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi[PDF]
Dagbókarnúmer 901 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2022-02-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A44 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1028 - Komudagur: 2022-03-07 - Sendandi: Skatturinn[PDF]

Þingmál A141 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-08 15:02:00 [HTML]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-02 19:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-14 18:11:37 - [HTML]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-12-13 17:09:06 - [HTML]

Þingmál A163 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]

Þingmál A172 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-17 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1277 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-14 20:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1336 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 22:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1397 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:40:00 [HTML]

Þingmál A181 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Lögreglan á Norðurlandi eystra[PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2022-01-25 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2022-03-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A191 (undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2022-03-30 17:44:00 [HTML]

Þingmál A214 (ólögmætar búsetuskerðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-01-17 19:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 642 (svar) útbýtt þann 2022-03-09 14:39:00 [HTML]

Þingmál A222 (eftirlit Matvælastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (svar) útbýtt þann 2022-02-10 13:51:00 [HTML]

Þingmál A244 (evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-20 15:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1100 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-05-30 16:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1138 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-01 15:41:00 [HTML]

Þingmál A251 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 14:13:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-02 19:15:21 - [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-28 17:09:15 - [HTML]

Þingmál A284 (Stjórnartíðindi, Lögbirtingablað o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2022-03-14 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A287 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-08 15:59:00 [HTML]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 12:57:00 [HTML]

Þingmál A386 (fiskveiðistjórn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-22 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1276 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1380 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 20:55:00 [HTML]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1252 - Komudagur: 2022-03-31 - Sendandi: Jón Einarsson[PDF]

Þingmál A417 (greiðslureikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-02 14:38:00 [HTML]

Þingmál A421 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (frumvarp) útbýtt þann 2022-03-02 16:29:00 [HTML]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-08 13:24:24 - [HTML]
67. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 13:44:46 - [HTML]
69. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-04-26 20:11:50 - [HTML]
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 20:31:43 - [HTML]
69. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 20:53:25 - [HTML]
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 20:55:39 - [HTML]

Þingmál A460 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf[PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML]

Þingmál A518 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 16:58:00 [HTML]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML]

Þingmál A570 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A581 (samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3407 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A586 (raunverulegir eigendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A593 (sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1309 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1386 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:30:00 [HTML]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-04 14:29:00 [HTML]

Þingmál A690 (hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3589 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A736 (úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1418 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]

Þingmál A758 (skilgreining)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1423 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]

Þingmál B270 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Kolbrún Baldursdóttir - Ræða hófst: 2022-02-23 15:05:57 - [HTML]

Þingmál B474 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 16:10:19 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A61 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 11:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 550 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-11-21 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 591 (lög í heild) útbýtt þann 2022-11-23 16:35:00 [HTML]

Þingmál A166 (greiðslureikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 15:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-02-09 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1168 (lög í heild) útbýtt þann 2023-02-21 14:30:00 [HTML]

Þingmál A196 (breyting á lögum um ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-29 15:28:00 [HTML]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A226 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 18:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 721 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-12-06 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 827 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-14 16:55:00 [HTML]

Þingmál A266 (frestur vegna sanngirnissjónarmiða og frestun réttaráhrifa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-09-29 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 408 (svar) útbýtt þann 2022-10-25 17:04:00 [HTML]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 887 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-12-16 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 903 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-16 18:31:00 [HTML]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 845 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-12-15 15:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 893 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-16 18:31:00 [HTML]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML]

Þingmál A328 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-14 16:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1114 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-02-09 15:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1169 (lög í heild) útbýtt þann 2023-02-21 14:31:00 [HTML]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-21 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-08 15:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1112 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-02-09 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1337 (lög í heild) útbýtt þann 2023-03-15 21:00:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 01:47:41 - [HTML]
60. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-02-03 12:06:00 - [HTML]
60. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-03 18:59:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 446 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær[PDF]
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2022-11-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 631 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A390 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-26 14:39:00 [HTML]

Þingmál A415 (upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-08 15:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1339 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-03-15 21:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1682 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-03 16:02:00 [HTML]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1697 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-08 14:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3873 - Komudagur: 2023-02-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1115 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-02-09 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1170 (lög í heild) útbýtt þann 2023-02-21 14:32:00 [HTML]

Þingmál A457 (skráð sambúð fleiri en tveggja aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 536 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-17 15:32:00 [HTML]

Þingmál A479 (frestun réttaráhrifa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 907 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 767 - Komudagur: 2022-12-12 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]

Þingmál A547 (meðferð einkamála og stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (frumvarp) útbýtt þann 2022-12-06 14:12:00 [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1843 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-05-23 15:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1859 (lög í heild) útbýtt þann 2023-05-24 17:49:00 [HTML]

Þingmál A597 (íþrótta- og æskulýðsstarf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2099 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-09 10:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4010 - Komudagur: 2023-03-09 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A795 (aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4593 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Málfrelsis - Samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi[PDF]
Dagbókarnúmer 4724 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Málfrelsis - Samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi[PDF]

Þingmál A856 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1807 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-15 16:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4352 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4542 - Komudagur: 2023-05-03 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon[PDF]
Dagbókarnúmer 4589 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Skúli Sveinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4623 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Dóra Sif Tynes[PDF]
Dagbókarnúmer 4635 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Ögmundur Jónasson[PDF]
Dagbókarnúmer 4638 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson[PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4403 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1967 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-05 19:39:00 [HTML]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 11:32:00 [HTML]

Þingmál A969 (erfðalög og erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4780 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Skatturinn[PDF]

Þingmál A974 (alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2063 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-08 14:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2139 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]

Þingmál A1028 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4752 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Bláskógabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 4919 - Komudagur: 2023-06-02 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál B399 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-12-09 13:04:12 - [HTML]

Þingmál B426 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-12-13 14:43:58 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML]

Þingmál A34 (breyting á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML]

Þingmál A36 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:46:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 17:47:24 - [HTML]
20. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-10-25 18:12:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2023-11-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2023-11-14 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 757 - Komudagur: 2023-11-20 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]

Þingmál A37 (málstefna íslensks táknmáls 2024--2027 og aðgerðaáætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1369 - Komudagur: 2024-02-06 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A45 (erfðafjárskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Sýslumannaráð[PDF]

Þingmál A142 (meðferð einkamála og stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 13:42:00 [HTML]

Þingmál A144 (valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-22 12:47:39 - [HTML]

Þingmál A179 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 16:59:00 [HTML]

Þingmál A187 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML]

Þingmál A303 (kostir og gallar hugsanlegrar aðildar Íslands að tollabandalagi Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-02-01 13:36:00 [HTML]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML]

Þingmál A314 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Bláskógabyggð[PDF]

Þingmál A457 (frestun réttaráhrifa úrskurða kærunefndar útlendingamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 497 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-06 17:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 658 (svar) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML]

Þingmál A485 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-11 15:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 560 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-11-13 22:21:00 [HTML]

Þingmál A525 (skipt búseta barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00

Þingmál A537 (sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-27 15:18:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-28 16:34:37 - [HTML]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 836 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-15 23:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 847 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]

Þingmál A558 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-07 11:11:00 [HTML]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 15:01:09 - [HTML]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-12-15 16:26:00 [HTML]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML]

Þingmál A627 (fyrirtækjaskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-30 13:22:00 [HTML]

Þingmál A628 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1516 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-16 16:40:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Bjarni Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-04-24 19:36:09 - [HTML]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 18:34:49 - [HTML]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1564 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-19 17:15:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-04-29 16:46:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum[PDF]
Dagbókarnúmer 1607 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Vesturlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1647 - Komudagur: 2024-03-04 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2024-03-26 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf[PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2054 (breytingartillaga) útbýtt þann 2024-06-22 00:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2104 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 20:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2125 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:34:00 [HTML]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 13:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1712 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-15 20:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1733 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-05-17 14:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1899 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-14 11:59:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-03-04 16:45:42 - [HTML]
79. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 17:14:09 - [HTML]
113. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:16:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: FTA - félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1777 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Claudia & Partners Legal Services[PDF]
Dagbókarnúmer 1790 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1809 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála[PDF]
Dagbókarnúmer 2074 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2075 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-07 16:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1954 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2085 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML]

Þingmál A923 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2284 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu[PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]

Þingmál A926 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2710 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Sýslumannaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 2747 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen[PDF]
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum[PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML]