Úrlausnir.is


Merkimiði - Réttaraðstoðartryggingar

Síað eftir merkimiðanum „Réttaraðstoðartryggingar“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 358/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Lækjarsmári 7)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að gallaþröskuldur laga um fasteignakaup eigi ekki við þegar seljandi vanrækir upplýsingaskyldu sína. Kaupanda var því dæmdur afsláttur af kaupverði.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1121/2011 dags. 3. janúar 2012[HTML]


Úrskurður úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, nr. 403/2016
M, ásamt meðeiganda sínum, höfðuðu mál gegn byggingarstjóra fasteignar sinnar og vátryggingafélagi hans til réttargæslu og leiddi málið til sýknu. M hafði húseigandatryggingu hjá sama vátryggingafélagi og setti fram kröfu um að það greiddi málskostnað hans úr réttaraðstoðartryggingu er var hluti hennar. Félagið synjaði á þeim grundvelli að sú trygging næði ekki málarekstur gegn vátryggingafélaginu sjálfu.

Úrskurðarnefndin mat það svo að þar sem vátryggingafélaginu hafði eingöngu verið stefnt til réttargæslu í téðu dómsmáli væri ekki um að ræða málarekstur gegn því enda hefði mátt skilja það af þágildandi reglugerð um réttaraðstoðarvátryggingar, nr. 99/1998, að mögulegt væri að vátryggður ætti rétt á bótum ef aðilar ágreinings væru tryggðir hjá sama félagi. Í ljósi þessa taldi úrskurðarnefndin að vátryggingafélagið gæti ekki borið þá undanþágu fyrir sig og því ætti M rétt á greiðslu úr téðri tryggingu.