Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.
Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.
Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.
Bankinn vildi ekki lána M án veðs að allri fasteigninni sem M og K áttu saman.
K samþykkir veðsetninguna með undirskrift í reit er tilgreindi samþykki maka. Deilt var um hvort hún væri að samþykkja að M mætti veðsetja eignina eða hvort hún hefði (einnig) verið að taka ábyrgð á skuldinni.
M og K skildu og fóru að raða eignum og skuldum. Þau komust síðan að því að það skipti talsverðu máli hvort lánið væri á þeim báðum eða eingöngu hjá M.
Í málatilbúnaði SJ hélt hann því fram í varakröfu um að hann hefði áunnið sér eignarhefð á jörðinni, ef aðalkröfu hans um að hafa fengið jörðina afhenta til eignar frá SJ á sínum tíma næði ekki fram.
M tók þátt í rekstri tveggja sameignarfélaga og rak þau bæði með föður sínum. K kvaðst ekki hafa tekið þátt í þeim rekstri og hafi ekki verið í ábyrgð fyrir kröfum á hendur þeim. Viðvarandi taprekstur var á þessum félögum leiddi til þess að M tók ítrekað lán með veðsetningum í tiltekinni fasteign í Garðabæ frá vori 1990 en með því fleytti hann áfram taprekstri sameignarfélaganna sem stöðugt söfnuðu skuldum, án þess að reksturinn væri á vegum K.
Bú M var tekið til gjaldþrotaskipta þann 18. janúar 2000 með úrskurði héraðsdóms, og var skipaður skiptastjóri. Á fundi 9. febrúar það ár tjáði M við skiptastjóra að hann væri eignalaus en hefði áður átt tiltekna fasteign í Garðabæ sem hann hefði selt 9. apríl 1999 fyrir 20 milljónir króna, sem hefði rétt svo dugað fyrir áhvílandi veðskuldum. Söluandvirðið samkvæmt kaupsamningnum var 19,5 milljónir þar sem 5 milljónir yrðu greiddar við undirritun og frekari greiðslur á nánar tilteknum upphæðum á tilteknum dagsetningum, sú seinasta þann 10. júní 2000. Kaupendur myndu yfirtaka áhvílandi veðskuldir er námu 1,17 milljónum króna. Seljendur tóku þá að létta verulega af veðskuldum eignarinnar og létu tiltekinn lögmann um það gera það fyrir þeirra hönd.
Þrotabúið krafðist þess að hluti þess söluandvirðis, um 5,1 milljón króna tilheyrði þrotabúinu. Til tryggingar á fullnustu kröfunnar krafðist þrotabúið kyrrsetningar á eign K, þar sem hún var kaupandi eignarinnar skv. umræddum kaupsamningi ásamt eiginmanni sínum, er tilgreindi að eignarhluti hennar yrði 99% og M ætti 1% eignarhluta. Þrotabúið leit svo á að um hefði verið gjafagerning að ræða í tilraun til þess að skjóta undan eignum.
Fyrir héraðsdómi fólust varnir K aðallega í sér málsástæður sem ættu heima í deilum um eignaskipti milli hjóna. Fasteignin í Garðabæ var þinglýst eign M og því hefðu skuldheimtumenn hans mátt ætla að fasteignin stæði óskipt til fullnustu á kröfum á hendur honum. Því var lagt til grundvallar að eignin væri hjúskapareign M. Fallist var því á dómkröfur þrotabúsins.
Hæstiréttur fer, ólíkt héraðsdómi, efnislega yfir málsástæður K sem reistar voru á grundvelli ákvæða hjúskaparlaga. Að mati réttarins þótti K ekki hafa sýnt nægilega vel fram á það að hún hafi raunverulega innt af hendi greiðslur til kaupanna né tengsl hugsanlegra framlaga hennar til kaupverðs nokkurra þeirra kaupsamninga sem um ræddi í málinu né hvað varðaði tilhögun á greiðslu þeirra. Því hafi K ekki tekist að sanna að tiltekin fasteign í Garðabæ hafi verið að hluta til hjúskapareign þeirra. Var því talið að ráðstöfun á hluta andvirðis eignarinnar til K hafi verið gjafagerningur. Þar sem K hafi ekki getað sýnt fram á að M hafi verið gjaldfær við greiðslu fyrstu þriggja greiðslnanna var fallist á kröfu þrotabúsins um riftun. Fjórða greiðslan fór fram um tveimur vikum eftir að úrskurður gekk um gjaldþrotaskipti á búi M og því hlyti K að hafa verið kunnugt um að M hefði þá misst rétt til að ráða yfir þeim réttindum sem til búsins skyldu falla. Sú greiðsla var því ólögmæt og ber K því að endurgreiða þrotabúinu þá upphæð án þess að til riftunar kæmi á þeirri ráðstöfun.
Hæstiréttur tók ekki undir með afkomendunum að spildan hefði verið vannýtt. Eignarneminn hafi greitt skatta af henni, girt hana af, og reist mannvirki á henni undir þá starfsemi. Þá voru lögð fram ýmis skjöl í málinu þar sem eigendur landsins hefðu viðurkennt eignarnámið. Enn fremur væru 52 ár liðin frá því málsaðilarnir hefðu beint fyrirspurnum til eignarnemans um eignarheimild hans að landspildunni. Ósannað væri að eignarnámsbæturnar hefðu verið greiddar en kröfur um þær væru fallnar niður fyrir fyrningu. Krafa eignarnemans um viðurkenningu á eignarrétti sínum voru því teknar til greina þrátt fyrir skort á þinglýstri eignarheimild.Hrd. 2003:1271 nr. 387/2002 (Miðdalur - Selvatn - Vatnslind)[HTML] Hrd. 2003:1809 nr. 134/2003[HTML] Hrd. 2003:2301 nr. 187/2003 (Engjasel 85 I)[HTML] Hrd. 2003:2868 nr. 258/2003[HTML] Hrd. 2003:2939 nr. 311/2003 (Veðskuldabréf til málamynda)[HTML] Hrd. 2003:3036 nr. 3/2003 (Lífiðn)[HTML] Maður ritaði undir veðskuldabréf þar sem hann gekkst undir ábyrgð fyrir skuld annars aðila við banka. Engin lagaskylda var um greiðslumat þegar lánið var tekið og lét bankinn hjá líða að kanna greiðslugetu lántakans áður en lánið var veitt. Ábyrgðarmaðurinn var samkvæmt mati dómkvadds manns með þroskahömlun ásamt því að vera ólæs. Hann var því talinn hafa skort hæfi til að gera sér grein fyrir skuldbindingunni.
Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.
Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.
Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.
Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.
Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.
Hæstiréttur taldi að þar sem umboð hinna lóðareigendanna sem GG sagðist hafa þegar hann gerði gagntilboðið voru ekki skrifleg, uppfyllti það ekki skilyrði laga til þess að það gæti orðið bindandi þar sem það gæti ekki orðið skuldbindandi fyrir sameigendur hans. Umboðsmaðurinn var ekki sérfróður aðili og var því ekki talinn hafa mátt vita af þánýlegri lagabreytingu um að hin nauðsynlegu umboð yrðu að vera skrifleg. Kröfu um skaðabætur var synjað þar sem fulltrúum Landsafls hefði átt að gera sér ljóst að umboð GG hefði ekki verið fullnægjandi.Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - Engin krafa)[HTML] Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.
K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.
Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.
Niðurstaða fyrri deilna aðilanna um eignarhald landsins hafði verið sú að landið væri óskipt sameign þeirra beggja. Hefðbundin nýting sameignarlandsins hafði verið sem beitarland en M sf. hafði stundað á því sauðfjárbúskap og fiskvinnslu. Aðilar höfðu í sameiningu reynt að sporna við uppblæstri á mel sameignarlandsins með því að auka fótfestu jarðvegar. M sf. hefði borið hey í rofabörð og M ehf. dreift áburði og fræjum á svæðið.
M ehf. hélt því fram að M sf. hefði flutt á svæðið fiskúrgang til dreifingar á svæðinu en M sf. hélt því fram að um væri að ræða mold og lífræn efni, þar á meðal fiskslor, sem blönduð væru á staðnum svo þau gætu brotnað niður í tiltekinn tíma. Ýmsir opinberir aðilar skoðuðu málið og sá enginn þeirra tilefni til neikvæðra athugasemda.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.Hrd. nr. 169/2012 dags. 1. nóvember 2012 (Veðsetning til tryggingar á skuld tengdasonar)[HTML] Maður vann hjá Landsbankanum og gangast tengdaforeldrar hans við ábyrgð á láni. Talin var hafa verið skylda á Landsbankanum á að kynna tengdaforeldrunum slæma fjárhagsstöðu mannsins. Landsbankinn var talinn hafa verið grandsamur um að ákvörðun tengdaforeldranna hafi verið reist á röngum upplýsingum. Greiðslumatið nefndi eingöngu eitt lánið sem þau gengust í ábyrgð fyrir. Auk þess var það aðfinnsluvert að bankinn hafi falið tengdasyninum sjálfum um að bera samninginn undir tengdaforeldra sína.
K og M hófu sambúð apríl-maí 2002 og slitu henni mánaðarmótin janúar-febrúar 2010. Viðmiðunardagur skipta er 1. febrúar 2010, og var ekki gerður ágreiningur um það. Við upphaf sambúðarinnar kveðst M hafa átt verulegar eignir, þar á meðal fengið um 9 milljónir í slysabætur 27. maí 2001. Fyrir sambúðartímann hafi hann fest kaup á íbúð sem síðar seldist fyrir 18,6 milljónir, og hafi fengið 10 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin hafi runnið í raðhús sem keypt var á 20,5 milljónir, og höfðu 11,5 milljónir verið teknar að láni að auki til að fjármagna kaupin. Þá hafi M lagt fram fé til að fullgera húsið og unnið að standsetningu þess ásamt iðnarmönnum. M hafi því átt húsið að öllu leyti áður en sambúð hófst. M er eini þinglýsti eigandi hússins.
Á meðan sambúðartímanum stóð stóð K í umfangsmiklum bifreiðaviðskiptum að frumkvæði M en K hafi verið skráður eigandi þeirra, tryggingataki og annað sem til hafi þurft vegna þeirra viðskipta. M, sem var bifreiðasmiður, gerði þær upp og seldi aftur. Tekjur þeirra af þessu voru töluverðar og hafi K litið svo á að þær hafi verið sameiginlegar. Tekjurnar voru hins vegar ekki taldar fram til skatts. M andmælti staðhæfingu K um að hún hafi átt mikinn þátt í bifreiðaviðskiptum sínum og því að hún hafi í einhverjum tilvikum lagt fram fé til kaupa á bifreiðum í einhverjum tilvikum. M kveðst hafa stundað viðskiptin á eigin kennitölu og hafi í öllum tilvikum séð um að greiða seljendum bifreiða og taka við fé frá kaupendum þegar þær voru svo aftur seldar. Engin gögn lágu fyrir um framlög K til bifreiðakaupa, en á skattframtölum þeirra mátti sjá að K hafi alls keypt og selt 21 bifreið á árunum 2002 til 2009.
Þau eignuðust tvö börn á sambúðartímanum, árin 2003 og 2005, og kveðst K þá hafa verið meira heimavinnandi en M við umönnun þeirra, auk þess að hún hafi stundað nám hluta af tímanum. Þetta hafi valdið því að launatekjur K hafi verið lægri en hjá M og hún hafi þar að auki tekið námslán sem hafi að óskiptu runnið til framfærslu heimilis þeirra. M mótmælti því að námslánið hafi runnið til sameiginlegs heimilishalds. Bæði lögðu þau fram greiðslur vegna kostnaðar vegna heimilisreksturs, en M hafi þó greitt mun meira en K þar sem hann var tekjuhærri.
Fyrir héraði krafðist K þess:
1. Að tiltekin fasteign kæmi við opinber skipti á búi aðila þannig að 30% eignarhlutur kæmi í hlut K en 70% í hlut M.
2. Að aðrar eignir aðila sem til staðar voru við slit óvígðrar sambúðar, þ.e. sumarhús, ökutækjaeign og bankainnistæður á beggja nafni komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
3. Að skuld á nafni K við LÍN, eins og hún var við sambúðarslit, komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
4. Að skuld á nafni K við skattstjóra miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta á milli aðila að jöfnu.
5. Að M beri að greiða K helming húsaleigukostnaðar hennar tímabilið mars 2010 til mars 2012, alls 2 milljónir króna.
6. Að hafnað verði að aðrar eignir eða skuldir verði teknar með í skiptin á búi þeirra en fram koma í dómkröfum K.
7. Að M greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.
Fyrir héraði krafðist M þess:
1. Að hafnað verði dómkröfum K nr. 1-6 að undanskilinni dómkröfu 4.
2. Að K greiði málskostnað og að M greiði óskipt kostnað við skiptameðferð bús þeirra.
Fyrir héraðsdómi var dómkröfum K ýmist hafnað eða vísað frá dómi nema kröfu um að skattaskuld á nafni K miðað við álagningu í ágúst 2011 komi til skipta milli aðila að jöfnu, en M hafði samþykkt þá kröfu. Kröfum beggja varðandi skiptakostnað var sömuleiðis vísað frá dómi. Forsendur frávísana dómkrafna voru þær að skiptastjóri hafði ekki vísað þeim til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 122. gr. l. nr. 20/1991. Málskostnaður var felldur niður.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms nema að því leyti að K hafi átt 20% eignarhlutdeild í fasteigninni og 15% eignarhlutdeild í sumarhúsinu við fjárslitin. Leit Hæstiréttur svo á málavexti að meðal þeirra hafi verið rík fjármálaleg samstaða milli þeirra, meðal annars í sameiginlegum bifreiðaviðskiptum, hafi K öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum. Kaupin á sumarhúsinu voru fjármögnuð með sölu á þremur skuldlausum bifreiðum, ein þeirra var þá í eigu K. Þá breytti Hæstiréttur ákvæðum úrskurðarins um niðurfellingu málskostnaðar, en M var dæmdur til að greiða 600 þúsund í málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði fyrir Hæstarétti.Hrd. nr. 725/2012 dags. 17. desember 2012[HTML] Hrd. nr. 718/2012 dags. 18. desember 2012[HTML] Hrd. nr. 751/2012 dags. 23. janúar 2013[HTML] Hrd. nr. 378/2012 dags. 31. janúar 2013 (Framlag, lán eða gjöf?)[HTML] M hafði óumdeilanlega lagt fram framlög til að kaupa eign. Eignin var svo keypt á nafni K.
M hélt því fram að skráning eignarinnar á K hefði verið málamyndagerningur.
M tókst ekki að forma málsástæður nógu vel í héraði og því voru kröfurnar settar fram með of óljósum hætti. Reyndi að laga þetta fyrir Hæstarétti en gerður afturreka með það.
K byggði mál sitt á að nauðungarsalan hafi verið ólögmæt þar sem undirritanir K á veðskuldabréfi því sem var grundvöllur nauðungarsölunnar, hafi verið falsaðar samkvæmt skjalarannsókn sem lögreglan hafi látið framkvæma á árunum 2009 og 2010. K hélt því einnig fram að andvirði veðskuldabréfsins hafi runnið inn á reikning fyrrverandi eiginmanns hennar og hún ekki vitað af þessu.
K hafði ekki leitað úrlausnar héraðsdómara um ógildingu á veðskuldabréfinu samkvæmt fyrirmælum XIII. kafla laga um nauðungarsölu og ekki heldur samkvæmt XIV. kafla sömu laga. Í skýrslunni um meinta fölsun gerði höfundur skýrslunnar þann fyrirvara um verulegt skriftarlegt misræmi þar sem hann hefði ekki frumgögn undir höndum, og þá lá fyrir að lögreglan hætti rannsókn málsins.
Hæstiréttur, ólíkt héraðsdómi, mat svo að undirritun K bæri ekki með sér að hún hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta og veittu önnur gögn málsins ekki vísbendingu um slíka ætlan. Því væri einungis hægt að túlka undirritanir K á þá vegu að K hafi samþykkt sem maki, og annar þinglýstra eigenda, að M hafi mátt veðsetja sinn hluta eignarinnar, en ekki veðsetningu síns eigin hluta.
M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.
Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.Hrd. nr. 812/2013 dags. 29. janúar 2014[HTML] Hrd. nr. 611/2013 dags. 30. janúar 2014 (Samþykki ógilt)[HTML] K hafði undirritað tryggingarbréf vegna lántöku M með 3. veðrétti í fasteign K. K byggði kröfu sína á 36. gr. samningalaga um að ekki væri hægt að bera ábyrgðaryfirlýsingu hennar samkvæmt tryggingarbréfinu fyrir sig þar sem ekki hefði verið fylgt skilyrðum og skyldum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem var þá í gildi. Fyrirsvarsmenn varnaraðila hefðu vitað að lánið til M væri vegna áhættufjárfestinga. Greiðslugeta M hafði ekki verið könnuð sérstaklega áður en lánið var veitt og báru gögn málsins ekki með sér að hann gæti staðið undir greiðslubyrði þess. Varnaraðilinn hefði ekki haft samband við K vegna ábyrgðar hennar, en augljós aðstöðumunur hefði verið með aðilum.Hrd. nr. 670/2013 dags. 30. janúar 2014 (JPY)[HTML] Ágreiningur um hvort réttilega hefði verið bundið við gengi erlends gjaldmiðils. Lánsfjárhæðin samkvæmt skuldabréfi var tilgreind vera í japönskum jenum og að óheimilt væri að breyta upphæðinni yfir í íslenskar krónur. Tryggingarbréf var gefið út þar sem tiltekin var hámarksfjárhæð í japönskum jenum eða jafnvirði annarrar fjárhæðar í íslenskum krónum.
Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.Hrd. nr. 99/2014 dags. 20. febrúar 2014 (Hjúkrunarheimilið Eir)[HTML] Eir er sjálfseignarstofnun. Skv. lögunum sem hjúkrunarheimilið starfaði eftir voru takmarkanir á sölu og veðsetningu, þ.e. að afla þurfi samþykkis tiltekinna aðila.
Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.Hrd. nr. 630/2013 dags. 20. febrúar 2014[HTML] Hrd. nr. 664/2013 dags. 27. febrúar 2014 (Veigur)[HTML] Hrd. nr. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML] Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.Hrd. nr. 171/2014 dags. 19. mars 2014[HTML] Hrd. nr. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.
K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.
Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.
Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.
Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.
M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.
Undirritun K á veðskuldabréfin báru ekki skýrt með sér að hann hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta í fasteigninni og önnur gögn málsins veittu ekki vísbendingu um aðra ætlun K. Í hf. vísaði til venju við undirritun þinglýstra eigenda á veðskjöl en studdi þetta ekki með gögnum og yrði slíkri málsástæðu ekki beitt gegn mótmælum K.
Augl nr. 337/2013 - Samþykkt um gatnagerðargjald, fráveitugjald, byggingarleyfisgjöld, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Þingeyjarsveit[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 56/2020 - Lög um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum (gjaldstofn og helmingsafsláttur)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 85/2020 - Lög um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.)[PDF vefútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 133 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1956-12-14 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-03-15 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 551 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-05-17 00:00:00 [PDF]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2008-11-17 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi - [PDF]
Þingmál A187 (uppbygging og rekstur fráveitna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 590 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-02-26 10:25:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 621 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-03-02 17:12:00 [HTML][PDF]
Þingmál A461 (greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 859 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-03-30 21:24:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 931 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-04-15 10:14:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 934 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-04-15 18:12:00 [HTML][PDF] Þingræður: 130. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-08 13:47:10 - [HTML] 130. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-08 14:01:17 - [HTML] 130. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-08 14:21:14 - [HTML]
Þingmál A672 (tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1365 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-06-15 15:14:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1437 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-24 17:05:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML][PDF]
Þingmál A64 (yfirfærsla lánasamninga frá gömlu fjármálafyrirtækjunum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 64 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-10-05 17:17:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 325 (svar) útbýtt þann 2011-11-21 13:56:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 728 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-12-13 13:52:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2018-10-30 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - [PDF]
Þingmál A784 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]
Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 5585 - Komudagur: 2019-05-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF] Dagbókarnúmer 5645 - Komudagur: 2019-05-27 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]
Þingmál A815 (fasteignir yfirteknar af lánveitendum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1288 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-04-02 19:32:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1636 (svar) útbýtt þann 2019-05-28 21:16:00 [HTML][PDF]
Þingmál A1022 (fasteignir í eigu fjármálafyrirtækja)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1979 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-06-20 19:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 2051 (svar) útbýtt þann 2019-08-29 18:09:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-02-06 13:26:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1562 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-05-29 18:32:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1611 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1653 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-09 14:10:00 [HTML][PDF] Þingræður: 61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-20 12:31:18 - [HTML] 61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-20 12:38:18 - [HTML] 61. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-20 12:41:14 - [HTML] 112. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-02 19:31:47 - [HTML]
Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1933 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1957 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-29 23:15:00 [HTML][PDF]
Þingmál A334 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 397 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2024-11-15 18:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 417 (lög í heild) útbýtt þann 2024-11-18 13:22:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 156
Þingmál A213 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík o.fl.)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML][PDF]
Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]