Hæstiréttur taldi í ljósi atvika að ekki ætti að skerða bæturnar þar sem bæði tjónvaldur og tjónþoli sýndu af sér stórfellt gáleysi.Hrd. nr. 623/2012 dags. 21. mars 2013 (Árekstur á Hringbraut - Bætur fyrir missi framfæranda)[HTML] Hrd. nr. 748/2012 dags. 16. maí 2013 (Rúta - Stigaslys)[HTML] Tjónþoli féll niður stiga við vinnu við að fjarlægja ryk af þaki rútu. Hæstiréttur vísaði til skráðra hátternisreglna, reglugerða settum á grundvelli almennra laga. Þótt var óforsvaranlegt að nota venjulegan stiga við þetta tiltekna verk án sérstakra öryggisráðstafana. Litið var svo á að auðvelt hefði verið að útvega vinnupall. Starfsmaðurinn var látinn bera 1/3 tjónsins vegna óvarfærni við verkið.Hrd. nr. 626/2013 dags. 27. febrúar 2014 (Stiginn í mjölhúsinu)[HTML] Starfsmaður sem hafði starfað lengi hjá fyrirtæki var beðinn um að þrífa mjölhús. Hann ætlaði að klifra upp stigann og festa hann þegar hann væri kominn upp á hann. Á leiðinni upp slasaðist starfsmaðurinn.